Tígull 32. tbl 05. árg.

Page 1

32. tbl. 05. árg. 4. - 10. október 2023

UPPBOÐ TIL STYRKTAR KRABBAVARNAR Í EYJUM

Viðar Breiðfjörð hafði samband við okkur á Tígli og sagðist vilja setja þetta listaverk á uppboð til styrktar Krabbavarnar í Eyjum. Að sjálfsögðu leggjum við honum lið. Við munum kynna þetta fljótlega á vefsíðunni okkar tigull.is. Á þessu ári er Viðar búinn að búa 40 ár í Eyjum. Hann varð sextugur í fyrra, það er samanlagt 100 ár. Húsið Hellir við Vestmannabraut er 100 ára en afi hans byggði það og mamma hans ólst þar upp. „Mamma hefði orðið 100 ára í fyrra. Vestmanneyjar er blómlegt yndislegt samfélag. það eru forréttindi að búa í eyjum og þess vegna vil ég láta gott af mér leiða og gefa verkið sem ég kalla Fold til krabbavarnar Eyjum“, sagði Viðar Breiðfjörð.

Nú í vikunni verður uppboð á verkinu hans þar sem að ágóðinn fer allur til Krabbavarnar í Vestamannaeyjum. Fylgist með á vefsíðu Tíguls. www.tigull.is

Við viljum vekja um athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Bleiki dagurinn er 20. október og hvetjum við öll til að vera bleik - fyrir okkur öll! Bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Heimili og vinnustaðir hafa verið dugleg við að smella einhverju góðgæti í ofninn og skreyta í tilefni dagsins. Bleik lýsing er falleg og sýnir hlýhug Við hvetjum alla til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið: tigull@tigull.is

Styrktarkvöld í Eyjum

Krabbavörn í Vestmannaeyjum stendur fyrir styrktarkvöldi núna næstkomandi föstudag, 6. október. Hvetjum sem flesta til að mæta, hafa gaman og láta gott af sér leiða í leiðinni. Þar verður tónlistaratriði, happadrætti, kynningar og ítalskur platti að hætti Einsa Kalda.

TÍGULL

DREIFING:

Brjóstakrabbamein

Mein í brjósti uppgötvast oftast í skimun eða við sjálfsskoðun brjósta. Því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist, þeim mun betri eru lífshorfur.

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum og greinast um 240 konur á hverju ári. Lífshorfur eru góðar og fara stöðugt batnandi. Karlmenn geta líka fengið brjóstakrabbamein en um einn karl greinist á móti hverjum 100 konum. Mein í brjósti uppgötvast oftast í skimun eða við sjálfsskoðun brjósta.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó. Á forsíðunni eru eigendur Geisla; Pétur, Villa, Gunna og Tóti.

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

ÚTGÁFA:

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is

Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

Verkið Fold eftir Viðar Breiðfjörð. 90x90 cm. Krabbavörn Vestmannaeyja

Í

Strandvegur 30 | s. 481-1475 | www.midstodin.is Opnunartími: 8-18 virka daga & 10-14 laugardaga
MÚR
VIÐGERÐAREFNI
FLEST ÖLL VERKEFNI
OKKUR!
ÞÚ FÆRÐ FLOT,
&
HJÁ

ÞJÓNUSTAÐ EYJAMENN Í 50 ÁR

Ákveðin þáttaskil verða síðan 2009 þegar Geisli flutti inn í 1000 fermetra nýbyggingu og færði enn út verslunarreksturinn með kaupum á gjafavöruversluninni Callas, öll starfsemin var þar með komin á einn stað.

Um mitt ár 2021 var gjafavöruverslunin seld Heimadecor, en áfram rekin í sama húsnæði. Árið 2023 var tekin sú ákvörðun að selja raftækjaverslunina, og eru það sömu eigendur og eiga Heimadecor sem munu reka hana áfram í sama húsnæði frá og með 1. nóvember.

Til hliðar við meginstarfsemina stofnaði Geisli svo Skipalyftuna hf. árið 1981 ásamt vélsmiðjunum Magna og Völundi. Allar götur síðan hefur verið mikið og gott samstarf á milli Geisla og Skipalyftunnar.

Alhliða rafmagnsþjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki Geisli er jafngamall gosinu á Heimaey; var formlega stofnaður af hjónunum Guðrúnu R. Jóhannsdóttur og Þórarni Sigurðssyni á afmælisdegi Guðrúnar 10. október 1973. Stofnun fyrirtækisins tengdist raunar goslokunum beint því það verður til í kjölfar þess að Viðlagasjóður hætti afskiptum af almennri verktakastarfsemi í Vestmannaeyjum, þ.m.t. rafmagnsvinnu, þegar hreinsun bæjarins var að mestu lokið. Í 50 ár, hefur Geisli veitt Eyjamönnum og fyrirtækjum þeirra víðtæka og alhliða þjónustu í öllu, smáu og stóru, sem snýr að rafmagni og raftækjum.

Sagan

En þetta byrjaði smátt fyrir tæpri hálfri öld; og það er kannski við hæfi að þetta „hjónafyrirtæki“ hafi byrjað starfsemi sína í húsnæði sem kallaðist „Keleríið“ – 20 fermetra bakhúsi sem var í eigu Vélsmiðjunnar Magna við Strandveginn. Starfsmennirnir voru í upphafi

þrír með þeim hjónum og höfðu allir starfað áður hjá Viðlagasjóði í kjölfar gossins.

Strax í upphafi byggðist starfsemi Geisla á allri almennri rafmagnsvinnu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þjónusta við fiskiskipaflotann vóg strax mjög þungt í starfseminni og fólst mest í viðhaldi og nýlögnum á rafmagni í flotanum, ásamt uppsetningu og viðgerðum á fiskileitar- og siglingatækjum; og kæli- og frystikerfum.

Verkefnum Geisla fjölgaði hratt næstu árin og starfsemin óx hröðum skrefum. Reksturinn sprengdi fljótlega utan af sér húsnæðið og ráðist var í 300 fermetra nýbyggingu við Flatir 29 sem flutt var inn í haustið 1976. Geisli færði svo enn út kvíarnar 1980 með opnun raftækjaverslunar og í kjölfarið þurfti aftur að stækka húsnæðið. Árið 2006 keypti Geisli rekstur fyrirtækisins Eyjaradíó og sameinaði það rekstri sínum og þá bættist viðgerðarþjónusta á hverskyns rafeindatækjum við starfsemina.

Árið 2010 hófst samstarf Geisli við Múrbúðina undir nafninu Múrbúðin í Vestmannaeyjum sem seldi byggingavörur starfsemi hennar lauk 2014.

Staðan í dag

Starfssvið Geisla er afar breitt og nær yfir alla þætti rafmagnsvinnu fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Allir þættir raflagna eru undir; allt frá uppsteypu þar sem það á við til lokafrágangs. Þetta gildir um m.a. lýsingu, eldvarnarkerfi, ljósastýringar, aðgangsstýrikerfi, myndavélakerfi og tölvukerfi.

Til að nefna örfá dæmi um stór verkefni sem Geisli hefur fengist við á síðustu misserum og árum mætti tiltaka nýtt tengivirki fyrir Landsnet; nýja varmadælustöð fyrir HS Veitur; raflagnir fyrir Ægisgötu 4 þar sem m.a. er að finna hvalalaugina fyrir mjaldrana góðkunnu og annan búnað fyrir Sealife Trust og Þekkingarsetur

Vestmannaeyja - og svona mætti áfram telja.

Gunna og Tóti, mynd tekin árið sem að Geisli var stofnaður 1973.

Umtalsverður þáttur í starfsemi Geisla er einnig þjónusta við Mílu og dreifikerfi fyrirtækisins í Eyjum. Geisli kemur einnig að uppbyggingu ljósleiðarakerfisins í bænum og þjónustu og viðhaldi á senda- og móttökubúnaði uppi á Klifi í Vestmannaeyjum.

Eins og áður sagði varð þjónusta við fiskiskipaflotann strax ákveðin þungamiðja í starfsemi Geisla og svo er enn. Skipa- og bátaflota Eyjamanna treystir á Geisla þegar kemur að uppsetningu, nýlögnum, viðhaldi og viðgerðum á fiskileitartækjum og kæli- og frystikerfum. Einnig sér Geisli um eftirlit og viðhald með frysti- og kæligámum fyrir fyrirtæki á borð við Eimskip og Samskip.

Þetta eru einungis örfá dæmi um starfsemi Geisla – fyrir utan hefðbundna rafmagnsvinnu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Starfsfólk Geisla losar nú þriðja

tuginn; rafvirkjar, rafeindavirkjar, tölvunarfræðingar og verslunar- og skrifstofufólk. Markmið Geisla er enn sem fyrr að veita einstaklingum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum fyrsta flokks þjónustu í öllu því sem lýtur að rafmagni – og búa á hverjum tíma yfir nýjustu þekkingu og færni á því sviði. Rafmagnsþjónusta Geisla heldur áfram á sínum stað á Hilmisgötu 4 þar sem verkstæðið þeirra eru í dag.

Metnaðarfull konukvöld Í dag eiga Geisla, ásamt Þórarni og Guðrúnu, bróðir Guðrúnar, Pétur Jóhannsson og eiginkona hans Vilborg Þórunn Stefánsdóttir. Við settumst niður með fjórmenningunum í létt spjall í tilefni tímamótanna „Pétur er búinn að vera með okkur í Geisla síðan 1975 og Steisi síðan 1979. Það er dýrmætt að hafa fólk sem að þróast með

fyrirtækinu. Pétur kom til Eyja í skóla og vann í Geisla um sumarið og við höfum ekki losnað við hann síðan“, sagði Þórarinn hlæjandi eða Tóti eins og flestir kalla hann. „Pétur kemur hingað fermingarárið sitt. Villa kom inn fyrir sjö árum síðan og hafa þau Pétur verið okkar hægri hönd. Verslunarreksturinn er barnið hans Péturs,“ sagði Tóti. „Hann kom því af stað með búðargenunum. Ég var meira í verkstæðihlutanum og hefur þetta alla tíð gengið vel.“ Guðrún sagði þau hafa verið mjög heppin með fólk í gegnum tíðina. „Við höfum haft góðan kúnnahóp og frábært starfsfólk með okkur í gegnum tíðina. Öll fyrirtæki byggjast auðvitað á því,“ sagði Guðrún, eða Gunna eins og flestir þekkja hana. Aðspurð hvað stæði helst upp úr á þessum árum voru þau öll sammála um að það væri þegar að þau fluttu í húsnæðið að Hilmis-

Magnús Magnússon ( Maggi Skalli) hannaði fyrsta Logoið fyrir Geisla. Keleríið. Húsnæði Geisla við Flatir 29. Frá fyrsta konukvöldi Geisla 2009. Starfsfólk Geisla 2022.

götu 4 og voru þá þar með komin með stærri verslun. „Það var stór og mikil breyting og þurfti þá meiri mannskap þar sem þetta var orðið stærra batterí,“ sagði Pétur. Þá nefndu þau einnig konukvöld Geisla þar sem þau voru frumkvöðlar af slíku kvöldi hér í Eyjum. „Þau kvöld heppnuðust svakalega vel. Fyrsta konukvöldið var haldið 2009 og það var ekki fyrr en covid kom að þurfti að pása þau. Birgjarnir tóku að fullum krafti í þessu með okkur, happdrætti, tónlistaratriði einnig komu fyrirtæki sem kynntu vörur sínar eins og Einsi Kaldi, Grímur kokkur, Heildverslun Karls Kristmanns, hár- og snyrtistofur sem dæmi svo margir tóku þátt í þessu með okkur.

Allt var fært til, og gert betra gólfrými frammi í búð svo hægt væri að halda tískusýningu. Þar sýnir líka hvað það er mikilvægt að hafa gott starfsfólk sem að var til í að ganga í þetta með okkur. Þessi kvöld voru okkur mjög ánægjuleg. Seinni árin fórum við svo á Einsa Kalda eftir konukvöldin og borðuðum saman og tókum tónlistaratriðin með okkur á Einsa þar sem var spilað,“ sagði Guðrún.

Stórtónleikar í tilefni 50 ára afmælisins

Næstkomandi laugardag, þann 7. október mun Geisli standa fyrir stórtónleikum í Höllinni í tilefni af 50 ára afmælisins.

Þau fengu þau Jógvan, Siggu Beinteins, Matta Matt, Vigni, Kristínu Halldórsdóttur og Sæþór Vídó til að halda uppi stuðinu. Ókeypis aðgangur og hægt er að nálgast miða á tónleikana í Geisla.

Tígull sendir þeim innilegar hamingjuóskir með afmælið.

Á verkstæðinu í „Keleríinu“ . Tekið í október 1976. Starfsfólk Geisla 1977. Til vinstri er Magnús Bergsson fyrsti starfsmaður Geisla, Tóti og Guðmundur Jóhannsson.

Þjónusta TM er hugsuð fyrir þig

Á tm.is og í TM appinu getur þú gengið frá öllum tryggingum hvar og hvenær sem þér hentar.

Auglýsingasími

Tíguls: 481-1161 tigull@tigull.is

Vantar þig fyrirbæn?

Hafðu samband í síma 861-4848 betel@simnet.is

Viltu biðja með öðrum? Sambæn hvern miðvikudag í hádeginu

Hvítasunnukirkjan Vestmannaeyjum

Passamyndir

Fasteignaljósmyndun

Bókið tíma á facebook.com/thoreyljosmyndari eða á netfangi thoreyhh19@gmail.com

AL-ANON

NÝJA

TANNLÆKNASTOFAN

Flötum 29

Tímapantanir í síma: 481-1012

Neyðarsíminn: 844-5012

tannsi@eyjar.is

Opnunartímar: Mánudagur - lokað

Þriðjudagur - 13.00 til 17.30

Miðvikudagur - 13.00 til 17.30

Fimmtudagur - 13.00 til 17.30

Föstudagur - 13.00 til 17.30

Laugardagur - 11.00 til 14.00

Sunnudagur - lokað

Litla Skvísubúðin

og

s. 772-1771 / 772-7175 / ggsmidir@gmail.com
Þak-
þakrennuskipti LEKUR? Almennt viðhald & smíði!
eru sem hér segir: Sunnudaga kl.
PPG bókarfundur
Fundir
11.00 Mánudaga kl. 20.30
Miðvikudaga kl 20.30
Þriðjudaga kl. 20.30 NÝLIÐAR VELKOMNIR
FYRIR FUNDI /skvisubudin
HÁLFTÍMA
/skvisubudin
Fallegur fatnaður á konur í öllum stærðum á sanngjörnu verði. Við tökum upp nýjar vörur vikulega.
www.skvisubudin.is
Snjallari símar frá Nothing ásamt úrvali fylgihluta NOTHING GRÆJU HAUST TOLVUTEK.IS Hágæða vinnsluminni 27” 165Hz leikjaskjár 31.990 129.990 Lenovo Gaming 3 15.990 Ducky One 2 SF Verð frá 23.992 Snjallryksugur 69.990 Nothing snjallsímar Verð frá 20.000 AFSLÁTTUR 12% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR ALLT AÐ 25% AFSLÁTTUR 4. október 2023 • B i r t me ð fyri r v a r a u m br eyti n ga ,r in n slátta r vill u r og m y n da br e ng l

UPPSKRIFT VIKUNNAR

Doritos-lasagna

Hér er uppskrift sem hinn þekkti youtube-bloggari

Timmy Timato deildi fyrir tveimur árum síðan og netmiðillinn sprakk! Lasagna sem uppfyllir öll skilyrði fyrir nautnaseggi, og þá ekki síst Doritos-aðdáendur.

Hráefni:

Do­ritos-flög­ur að eig­in vali 500 g nauta­hakk

1 bolli vatn tacokrydd tortilla­kök­ur chedd­arost­ur

salsa

Aðferð:

Byrjið á því að mylja flög­urn­ar smátt í plast­poka.

Steikið hakkið og hellið um­fram­fitu af pönn­unni.

Bætið við vatni og tacokryddi og blandið sam­an við hakkið.

Leggið tortilla­kök­ur á botn­inn á eldföstu móti, því næst kem­ur salsasósa, do­ritosmuln­ing­ur og chedd­arost­ur.

End­ur­takið eins og venja er í lasagnaupp­skrift­um og endið á að leggja heil­ar do­ritos­flög­ur á topp­inn.

Setjið í 180° ofn í 15 mín­út­ur. Gott er að leggja álp­app­ír yfir til að flög­urn­ar brenni ekki.

Berðu réttinn fram með hrísgrjónum, steiktu eða fersku grænmeti og heitu snittubrauði.

Tillaga að meðlæti Ferskt grænmeti og heitt snittubrauð.

Skannaðu QR kóðann til að sjá myndbandið er Timmy gera Dorito Lasagne.

Bleikt Boð fyrir alla konur jafnt sem kalla

6. október kl. 19:30 í Höllinni

hjá Krabbavörn í Vestmannaeyjum (húsið opnar klukkan 19.00)

TINU TURNER SHOW með Bryndísi Ásmunds

Kiddi Bigfoot mun snúa skífunum eins og enginn sé morgundagurinn

Girnilegur ítalskur platti að hætti Einsa Kalda

BLUSH verður með kynningu

Happdrætti og allskonar skemmtilegt

Látið þetta ekki framhjá ykkur fara allt er þetta gert til að létta fólki lífið sem glímir við krabbamein

Daddi er kynnir kvöldsins

Miðaverð aðeins 3.000 kr. Hægt er að kaupa miða:

- í KUBUNEH

- við innganginn

- eða hjá Stínu Valtýrs 698-3354 / Þóru 868-4600

Bryndís Ásmunds

Frjáls framlög til Krabbavarnar kt. 6510902029 reikn.nr. 0582-26-2000

Höfum gaman - saman og látum gott af okkur leiða!

Krabbavörn

Vestmannaeyja

ÖRN OG PETA HJÁ SEA LIFE TRUST

Við höldum áfram með að kynna ykkur fyrir starfsfólkinu á Beluga Whale Sanctuary. Það er búið að vera mikið um að vera á Sea Life Trust í sumar. Að þessu sinni eru það Örn og Peta sem við kynnum.

Ferðamenn hafa aldrei verið eins margir eins og í sumar á Beluga Sanctuary og eins og flestir vita þá þurfti að færa Litlu Hvít og Litlu Grá inn eftir mánaðar útiveru í kvínni. Ástæðan er einföld, Litla Grá þróaði með sér magasár á meðan þær voru úti og varð mikið veik. Dýralæknar og starfsfólkið var allt sammála um að það væri nauðsynlegt að taka þær inn svo hægt væri að meðhöndla magasárið og það hefur gengið mjög vel. Litla Grá er búin að ná sér að mestu en þó ekki að fullu. Við munum halda áfram að hlúa að þeim og vonandi gengur betur á næsta ári að aðlaga þær úti kvínni. En velferð þeirra gengur alltaf fyrir öllu.

Bæjarbúar hafa verið ótrúlega hjálpsamir og við finnum fyrir miklum stuðningi. Það er svo ómetanlegt að hafa heilt bæjarfélag á bakvið sig og geta átt samvinnu við önnur félög. Við stefnum á að hafa alls kyns skemmtilega viðburði í vetur og því er um að gera að fylgjast vel með hvað er um að vera á bæði Facebook og Instagram en einnig erum við með Tik Tok. Þið getið fundið okkur undir Beluga Whale Sanctuary. Starfsfólkið okkar er mjög duglegt að pósta videoum af dýrunum og starfinu á bakvið tjöldin.

Nafn: Örn Hilmisson

Starf: Ég er í afgreiðslunni og tek brosandi á móti fólkinu sem heimsækir okkur og skila því brosandi eða hlæjandi út aftur.

Hvaðan ertu: Ég er orginal eyjapeyi og ekkert sem toppar það.

Hvað ertu búin að starfa lengi hjá

Beluga Whale Sanctuary: Ég hef starfað í Sea Life Trust frá upphafi og var fluttur með hinum dýrunum af gamla Fiskasafninu.

Hver er eftirminnilegasti starfsfélaginn sem þú hefur haft: Audrey Padgett er eftirminnilegasti starfsfélaginn sem ég hef haft í Sea Life Trust . Hún er fyndin, skemmtileg og með ótrúlega gott jafnaðargeð, missir aldrei hausinn sama hvað á gengur. Ein yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst um ævina enda hlógum við saman í 3 ár.

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér: Ég mæti hress og kátur á morgnana og geri allt klárt fyrir opnun sem er þrífa gler og allskonar, fylla á búðina og læsa öllum starfsmanna hurðum og passa að það sé ekki bleyta á gólfunum svo enginn fljúgi á hausinn eða endi inn í fiskabúri.

Hvað er skemmtilegasti parturinn af starfinu: Skemmtilegast er að gleðja fólk með ótrúlegum en sönnum sögum og fá það til að hlæja og brosa og gera góða sölu því allt sem við seljum skiptir okkur gríðarlega miklu máli svo allt gangi sem best.

Eftirlætis dýrið sem þú hefur unnið með:

Eftirlætisdýrin mín í Sea Life Trust eru tvíbura kambhríslungarnir Örn og Óðinn sem eru að sjálfsögðu í tanki númer 1. og hafa gaman af að rugla fólk í ríminu.

Sturluð staðreynd um mjaldra: Mjaldrarnir heyra sjö sinnum betur en mannfólkið svo það þarf að passa hvað maður segir nálægt þeim eða alla vega ekki nein leyndarmál og ef þeir rispa sig á einhverju þá grær sárið fjórum sinnum hraðar en hjá okkur.

Nafn: Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir (Peta)

Starf: Ég vinn í afgreiðslunni í Beluga Whale Sanctuary og er fyrsta andlitið sem fólk sér þegar það heimsækir okkur.

Hvaðan ertu: Ég er upprunalega frá Reykjavík en flutti til Vestmannaeyja fyrir nokkrum mánuðum til kærasta míns og til þess að vinna í Beluga Whale Sanctuary.

Hvað ertu búin að starfa lengi hjá Beluga Whale Sanctuary: Ég byrjaði að vinna á griðarstaðnum fyrir sirka þremur mánuðum.

Af hverju ákvaðstu að byrja hjá Beluga Sanctuary: Alveg frá því ég var lítil hefur mig dreymt um að vinna með dýrum og þá sérstak-

lega sjávardýrum en taldi það alltaf ómögulegan draum þar sem flestir svoleiðis staðir eru bara í útlöndum. Þegar ég frétti af Beluga Whale Sanctuary varð ég að sækja um og er svo ótrúlega þakklát að ég fékk starfið. Þá var sannað fyrir mér að draumar rætast.

Hver er eftirminnilegasti starfsfélaginn sem þú hefur haft: Það er

svo ótrúlega erfitt að velja þar sem allir samstarfsfélagar mínir eru svo yndislegir og er ég svo ótrúlega heppin að vinna með svona góðum hóp.

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér: Um morguninn mæti í vinnuna, geri búðina tilbúna, þríf það sem þarf, kveiki á öllum tækjum inni á safninu og passa að allt sé tipptopp svo gestir fá sem bestu reynsluna af

safninu. Dagurinn fer í það að afgreiða gestina og sjá til þess að þau njóti sín sem mest að sjá öll sætu dýrin okkar.

Hvað er skemmtilegasti parturinn af starfinu: Skemmtilegasti parturinn af starfinu mínu er að læra um dýrin og fá að vinna á stað sem gerir svo góða hluti til þess að gefa þessum dýrum betra líf.

Eftirlætis dýrið sem þú hefur unnið með: Ég elska öll dýrin sem ég vinn með og get ekki valið hvert þeirra er í uppáhaldi. Það gleður mig samt alltaf mjög mikið að oft þegar ég fer upp og kíki á mjaldrana þá spýtir Litla Hvít vatni á mig.

Sturluð staðreynd: Lundar eru með sama makanum allt sitt líf og hittast á hverju ári í hreiðrinu þeirra til þess að eignast unga. Karlarnir koma oftast viku fyrr en konan og ef hún er sein finna þeir sér stundum aðra. Síðan þegar konan kemur aftur þá henda þeir nýju í burtu og halda áfram með fyrri.

Einnig má benda á að á griðarstaðnum okkar erum við með alls kyns flottar gjafavörur eins og t.d fiskastykkin vinsælu sem er íslensk hönnun.

HÆGT ER AÐ KAUPA MIÐA OG VELJA SÆTI Á EYJABIO.IS
FÖSTUDAGUR LAUGAR-
KL. 20.00 KL. 15.00 KL.
20.00
OG SUNNUDAG SUNNUDAGUR

BLEIKUR

ÞRAUTIR
OKTÓBER SLAUFA SAMVINNA STYRKTARKVÖLD MÁLEFNI STYRKIR KRABBAVÖRN STUÐNINGUR FRÆÐSLA UPPLÝSINGAR KONUR

Viltu minnast látins ættingja eða vinar?

Hægt er að senda okkur minningargrein á netfangið tigull@tigull.is og við birtum fyrir þig greinina á útfarardegi.

Einnig er hægt að panta hjá okkur andlátstilkynningu og tilkynningu á vef.

Verð: 12.400 kr.

Þjónustuíbúð við Eyjahraun

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi

ÞÓRHALLUR ÞÓRARINSSON

Eyjahrauni 1 Vestmannaeyjum

Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 27. september. Útförin fer fram frá Landakirkju fimmtudaginn 12. október kl. 13:00.

Fanney Þórhallsdóttir

Þórarinn Þórhallsson

Axel Jónsson

Hafdís Sigurðardóttir

barnabörn og barnabarnabörn

Vestmannaeyjabær auglýsir lausa til umsóknar þjónustuíbúð eldri borgara við Eyjahraun

1. Þjónustuíbúð eru ætluð þeim einstaklingum sem þurfa meiri stuðning og aðstoð en hægt er að veita í heimahúsi en heilsufar ekki orðið það slæmt að þörf er fyrir rými á stofnun. Grundvallarþættir mats fyrir þörf á þjónustuíbúð eru líkamlegt og andlegt heilsufar umsækjanda. Leiguverð fylgir leiguverði annarra íbúða hjá Vestmannaeyjabæ. Að auki greiða leigjendur fyrir þjónustupakka, sem m.a. innifelur í sér öryggiskerfi, dagþjónustu frá Hraunbúðum.

Íbúð við Eyjahraun

Vestmannaeyjabær auglýsir lausa til umsóknar íbúð eldri borgara við Eyjahraun 3. Íbúðin er 43,3 fm. Leiguverð fylgir leiguverði annarra íbúða hjá Vestmannaeyjabæ.

Umsóknarfrestur er til 24. október nk. Sótt er um rafrænt inn á Mínar síður á vestmannaeyjar.is en einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublað í þjónustuveri Fjölskyldu -og fræðslusviðs að Kirkjuvegi 23. Umsóknum og fylgigögnum skal einnig skilað þangað. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Ingólfsdóttir, í síma 488-2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is.

STÓ R T Ó N L E I KAR 50 ÁRA A FMÆLI

7. OKTÓBER Í HÖLLINNI KL. 20.00

JÓGVAN · SIGGA BEINTEINS · MATTI · VIGNIR

SÉRSTAKIR GESTIR: KRISTÍN OG SÆÞÓR VÍDÓ

AÐGANGUR ÓKEYPIS · MIÐAR AFHENTIR Í GEISLA

AFMÆLISVEISLA

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.