03. tbl. 03. árg. 3. - 9. febrúar 2021 Strandvegur 47 | 481 1161 | tigull@tigull.is | www.tigull.is
Vignir Skæringsson
Hópastarf á Kirkjugerði
Forsýning á goslokunum
Einn af hvalaþjálfarateyminu hjá Sea Life Trust.
Fengum innsýn í hópastarf á Kirkjugerði þar sem það byggir nær eingöngu á vali og hugmyndavinnu barnanna
Jóhanna Guðrún fer með hlutverk Sandy í Grease. Við fengum hana til að svara nokkrum spurningum
Fallegt fyrir heimilið www.heimadecor.is Strandvegur 39
ER VINNA DYGGÐ? VIÐ ÍSLENDINGAR ERUM ÞEKKT FYRIR AÐ VERA DUGLEG Þegar ég var unglingur vann ég á vorin í gróðrarstöð. Að þétta í bökkum og fleiri verkefni sem við vorum látin gera voru kannski ekki þau skemmtilegastu en flest okkar voru dugleg að eðlisfari og voru ekki mikið að spá í hvernig við framkvæmdum störfin. Steinþór vinur minn var þó öðruvísi. Í staðinn fyrir að vinna í blindni var hann alltaf koma með hugmyndir hvað mætti betur fara og betri útfærslur á vinnuaðstöðinni. Við vinnufélagarnir tókum yfirleitt fálega í hugmyndir Steinþórs og skildum ekki af hverju hann var að spá í þessum. Verkstjórinn hlustaði ekki mikið meira á hann og taldi frekar að Steinþór væri latur og hann ætti frekar að einbeita sér að vinnunni. Niðurstaðan var að þrátt fyrir allar þessar frábæru hugmyndir frá Steinþóri þá leiddu fáar ef einhverjar af þeim til breytinga á vinnustaðnum. Ástæðan var að allir voru uppteknir að klára önnur „mikilvægari“ verkefni og höfðu ekki tíma fyrir svona dagdrauma.
sem fer í framleiðslu. Nýsköpun í vinnubrögðum er því líklega mikilvægari en nýsköpun almennt því allar þær breytingar snerta strax alla sem vinna við verkið.
Síðar í lífinu hefur mér oft verið hugsað til Steinþórs. Ég er iðnaðarverkfræðingur og hef heimsótt mörg af stærstu fyrirtækjum í heimi, s.s. Toyota, Scania, Ford, o.fl. og það merkilega er að öll þessi fyrirtæki hafa sérstök úrræði til að kenna starfsfólkinu að hugsa eins og Steinþór. Þau vita að starfsfólk í framlínunni veit best hvernig vinnan fer fram og er því best til þess fallið að finna hagkvæmari leiðir. Þessi fyrirtæki leggja jafnmikla vinnu í daglega nýsköpun í vinnubrögðum eins og að hanna næsta módel
Við Íslendingar erum þekkt fyrir að vera dugleg og að hlutirnir reddist. Það hefur dugað okkur hingað til, en stóra spurningin er þegar horft er fram á veginn, hvort vinna sé dyggð? Allir vinnustaðir hafa sinn „Steinþór“, fólk með hugmyndir um hvað megi betur fara, og hvernig hægt sé að gera vinnuna auðveldari og þá um leið afkastameiri. En til að við virkjum þessar hugmyndir þá þurfum við, á sama tíma, að hætta að hugsa um það sem leti að staldra við og finna betri leiðir. Ef stærstu fyrirtæki í heimi eru að eyða tíma og orku í fá
TÍGULL
starfsfólk til að þróa betri leiðir þá gæti verið gáfulegt fyrir okkur hin að gera slíkt hið sama. Ég hef aðstoðað tugi íslenskra fyrirtæki við að ná fram því besta úr rekstrinum. Sem fyrsta skref mæli ég með að við byrjum öll að nýta hugmyndirnar sem koma frá hverjum og einum starfsmanni. Ef við forgangsröðum tíma okkar til að koma þessu í verk þá fara aðrir hlutir líka fljótlega að ganga betur. Höfundur er eigandi Lean ráðgjöf sem hjálpar fyrirtækjum að bæta skipulag og reksturinn með aukinni samvinnu milli starfsmanna og stjórnenda.
Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.
DREIFING:
ÚTGÁFA:
SKIL Á AUGLÝSINGUM:
Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is
Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is
Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.
A N F E F L GÓ
A L A ÚTS % 0 7 20
*AFSLÁTTUR
ólfefnum g m u ld ö v af staverði og li á fr ir d il *G 7. febrúar l ti ir d il g n Afslátturin
Strandvegur 30 / 481 1475 / www.mistodin.is / midstodin@midstodin.is
KYNNUMST HÓPASTARFINU Á KIRKJUGERÐI Á Kirkjugerði vinnum við með Floorbooks í hópastarfi. Þessi aðferðarfræði byggir nær eingöngu á vali og hugmyndavinnu barnanna, það eru þau sem ráða ferðinni og námið er algerlega þeirra með aðstoð frá leiðbeinandi kennara. Elstu drengirnir á Klettsvík eru í hóp sem heitir Heimaey og völdu þeir að vinna með heimabæ okkar Vestmannaeyjar. Við byrjuðum á að fara í gegnum hugmyndakassann um bæinn okkar og þar er að finna allskonar efni og myndir sem tengjast bænum okkar. Þannig afla þeir sér upplýsinga um bæinn, hvernig hann lítur út, hvar hann er staðsettur, sögu Vestmannaeyja og fleira sem vert er að vita. Næsti hópatími fór í það að búa til hugarkort um Vestmannaeyjar en þar söfnum við saman hvað þeir vita um Vestmannaeyjar og hvað þeim langar að vita meira um og dýpka sig í. Einnig skoðuðum við líka bækur og kort af eyjunni. Þeir ákváðu að þeim langaði til að búa til Vestmannaeyjar og við fundum út að best væri að gera það úr pappamassa. En fyrst byrjuðu þeir á því að búa til hafið umhverfis eyjuna því þeir voru allir með það á hreinu að Vestmannaeyjar eru svo sannarlega í hafinu.
Næst bjuggu þeir til úr pappamassa, nokkur af fjöllunum okkar á eyjunni og má þar nefna Heimaklett, Dalfjall,
Stórhöfða, Eldfell og Helgafell. Drengirnir sáu á myndum og kortum af Vestmannaeyjum að þær eru ekki
bara Heimaey heldur eru samtals 18 eyjar og sker í kringum eyjuna okkar. Þeir völdu að gera líka eyjarnar sem eru næstar Heimaey en þær eru Bjarnarey, Elliðaey og svo eru það smáeyjarnar en þær heita Hani, Hæna, Grasleysa og Hrauney. Því næst voru máluð hús til að setja á göturnar okkar og skip til að setja á sjóinn. Þetta var svo allt límt samviskusamlega á líkanið okkar af Heimaey.
Næst vildu drengirnir skoða sjóinn aðeins betur og við límdum pappa upp á veg og teiknuðum á pappann á meðan við hlustuðum á sjó- og ölduhljóð. Það er oft mikið rok hjá okkur á Heimaey og því fylgir að sjórinn er oft úfinn og mikill. Þannig okkur fannst tilvalið að skoða nokkur myndbönd sem sýndu storm, miklar öldur og flóð. Eftir áhorfið hermdum við eftir storminum og mikla sjónum með teppi og fullt af tættum pappír.
Nú fannst okkur komin tími til að skoða fiskana í sjónum því Heimaey er verstöð og atvinnulíf eyjarinnar byggir mikið á sjávarútvegi og störfum tengdum honum. Að því loknu teiknuðum við okkar eigin fisk og í næsta tíma bættust í hópinn nokkrir skrautlegir fiskar.
JÓHANNA GUÐRÚN FER MEÐ HLUTVERK SANDY Í GREASE
Uppáhalds: Matur: Ítalskur Staður á Íslandi: Skorradalur Staður erlendis: New york Þættir: The Sopranos Kvikmynd: The Godfather Lag: The heart of the matter(Don Henley) Áhugamál: Hundar Íþrótt: Dans
Um goslokin á að frumsýna sýninguna Grease en alls koma 120 manns að sýningunni. Með aðalhlutverkin fara Ingó Veðurguð, Jóhanna Guðrún, Stebbi Jak og Stefanía Svavars ásamt hljómsveit og crew. Alls í þeim hópi eru um 25 manns.
Er þetta í fyrst sinn sem þú leikur/ syngur í Grease? Nei, ég hef gert það einu sinni áður.
Við fengum Jóhönnu Guðrúnu til að svara nokkrum spurningum. Jóhanna Guðrún er fædd árið 1990 og er hafnfirðingur. Maki hennar er Davíð Sigurgeirsson og eiga þau tvö börn. Margréti Lilju 5 ára og Jón Geir 1 árs.
Hvernig var árið 2020 fyrir þig sem listakonu? Mjög skrýtið miðað við önnur ár. Mikið gert í streymi og ég hef saknað þess að geta ekki flutt tónlist fyrir framan sal af fólki, það gefur manni svo mikið. Ég gaf út jólaplötu, ég hef ekki gefið út nýtt efni í mörg ár svo að það var ákveðin áfangi útaf fyrir sig og virkilega skemmtilegt ferli. Svo var afskaplega dýrmætt að hafa aðeins meiri tíma til að vera með börnunum mínum og fjölskyldu.
Hvað er um að vera núna þessa daganna hjá þér eða ertu kannski bara í æfingum við Grease? Það er heilmikið tilstand í kringum Grease, enda á þetta að vera tímamóta show! Annars er ég að syngja útum allan bæ alltaf, reyndar núna í covid ástandinu þá hefur verið meira um streymis viðburði, það er bara skemmtileg tilbreyting.
Hvað er uppáhaldslagið þitt í sýningunni? Hopelessly devoted to you klárlega
Eru einhver önnur stór verkefni framundan hjá þér sem þú getur sagt okkur frá? Já það eru stór verkefni í sigtinu, en
ekkert sem ég get talað um akkúrat núna :) Hverjar voru/eru þínar fyrirmyndir í söngnum? Ellý Vilhjálms, Celine Dion, Whitney houston, Eva Cassidy, Linda Ronstadt, Mariah Carey, Don Henley, Robert Plant, Elvis Presley til að nefna einhver dæmi. Áttu einhverja ættingja í Vestmannaeyjum? Ekki nána ættingja nei, en manni líður samt einhvernvegin alltaf eins og heima hjá sér þegar maður er hjá ykkur :) Hefur þú komið á þjóðhátíð, þá ekki til að koma fram? Já, algjörlega. Þetta er náttúrulega engu líkt þessi hátíð ykkar!
FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM!
VERÐHRUN Á ÚTSÖLUVÖRUM 1.000 Kr. 2.000 Kr. 3.000 Kr. 5.000 Kr.
/smarteyjan
#smarteyjan
smarteyjan
www.smartey.is | Smart | Vestmannabraut 30 | sími: 481 3340
Hönnun 101
Eldhúsinnréttingar
Veldu eitt svæði í þinni hönnun sem dregur augað að þeim punkti sem þú vilt að endurspegli þinn persónuleika og þarfir. Þessum árangri er hægt að ná með því að gefa út ákveðna yfirlýsingu með áferðum, litum eða lýsingu. Sú áhersla getur verið falin í flísum, gólfefnum, skápa lögun eða áferð, jafnvel í mynstri í borðplötum. En í kringum áherslupunktinn skaltu alltaf stilla upp hlutum á skipulagðan hátt og það hjálpi til að sjá hvað skiptir máli í rýminu frekar en annað. Eldhúsbreytingar fyrir og eftir Hönnuðir: Sigrún Arna og Rikki Stefáns Innrétting: GKS Nánar upplýsingar: HeimaDECOR
SUDOKU
ORÐAÞRAUT SKÓLASTJÓRI KENNARI LANDAFRÆDI ÍSLENSKA BÓKMENNTIR EFNAFRÆDI LEIKFIMI SUND MYNDMENNT HEIMILISFRÆDI
LÍFIÐ ÞESSA DAGANA HJÁ SEA LIFE TRUST
29 lundar og lundapysjur eru nú hjá Sea Life ´Trust í umönnun.
Vignir Skæringsson er einn af hvalaþjálfarateyminu. Hann er fæddur 1975. Honum eins og öðrum gengur mjög vel að læra inn á þær mjaldrasystur. Hvað borða þær og hvaðan kemur fæðan? Þær eru að borða um 20kg á dag. Fæðan þeirra er síld og loðna en síldin kemur frá Íslandi og Noregi en loðnan frá Kanada. Hvenær er áætlað að þær fari aftur út í kví? Planið er að flytja mjaldrasysturnar með vorinu en ekki er komin dagsetning á það ennþá. Hvað starfa margir hjá Sea Life? 12 manns. Einnig heyrðum við í Audrey Padgett sem er framkvæmdarstjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Í upphafi var það gefið út að það ætti að þjálfa heimafólk í að sjá um þær mjaldrasystur. Hvað eru margir eyjamenn að vinna núna í dag hjá
ykkur? Það er frekar erfitt að svara þessu en við erum með 4 íslenska starfsmenn og þar af 3 sem eru frá Eyjum. Við erum með nokkra erlenda strarfsmenn sem bjuggu á Íslandi áður en við réðum þau. Þar sem fáir á Íslandi hafa reynslu að vinna með sjávarspendýrum höfum við nýtt okkur sérfræðinga utan Íslands eins og sýningarstjórann okkar Jessicu til þess að þjálfa íslenska starfsfólkið okkar. Með tímanum munum við hafa fleira starfsfólk frá Eyjum. Hvað voru margir ráðnir frá gamla safninu? Þrír starfsmenn störfuðu í Sæheimum sem starfa nú í dag hjá Sea Life Trust. Er enn mikið um að olíu- eða grútblautir fuglar sem koma til ykkar í þrif? Í augnablikinu getum við ekki tekið á móti fleirum olíublautum fuglum. Við erum nú þegar með 29 sem eru hjá okkur (Lundapysjur og Lunda) í umönnun, ekki er pláss fyrir fleiri. Þetta þarfnast sérstakrar aðstöðu
sem við höfum ekki í dag en stefnum þangað í framtíðinni. Er það ekki mikið ferli að þrífa þá? Jú þetta er erfitt ferli. Bæði það að þvo þá, nota þarf sérstaka sápu, passa upp á hitastigið og einnig þarf sérstaka aðstöðu til að leyfa þeim að jafna sig áður en þeim er sleppt. Aðstaðan til olíuhreinsunar skiptist vanalega í þrjú svæði; skítuga svæðið þar sem tekið er á móti fuglunum, hreinsunarsvæði þar sem þeir eru hreinsaðir og svo útisvæði þar sem þeir jafna sig. Þegar fuglarnir hafa fengið olíu ofan í sig þurfa þeir að vera á mjög hreinu svæði. Þetta getur einnig eyðilagt ofnæmiskerfið þeirra og mengað aðra hrausta fugla sem getur valdið því að þeir missi vatnsheldnina. C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Við vonumst til að fá leyfi frá umhverfisráðuneytinu til þess að styðja við þetta verkefni í framtíðinni. En eins og staðan er núna fer þetta fjármagn til Húsdýragarðsins sem viðbragðstöð fyrir olíumengaða fugla.
Tannlæknar 2. - 5. febrúar Hjalti Þórðarsson 9. - 12. mars Hjalti Þórðarsson
Eru fuglar í umönnun hjá ykkur sem hafa verið í hreinsun og á eftir að sleppa? Já! Við erum að fara að sleppa 29 lundum í vor þegar lundarnir flytja tigull.pdf 5 1.2.2021Þessu 09:05:56 má þakka til baka á Eyjuna. duglega starfsfólkinu okkar sem lögðu sig öll fram ásamt nokkrum
sjálfboðaliðum yfir veturinn. Hvernig er opnunartíminn hjá ykkur núna? Enn er vetrarlokun hjá okkur en erum að vinna í að opna fljótlega fyrir íbúa og munum bjóða skólahópum að kíkja á okkur að kostnaðarlausu seinna í þessum mánuði.
Hlýja Tannlæknastofan Hólagötu 40
Tímapantanir í síma 481-2772
Auglýst er eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Suðurlands Menningarverkefni
Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni
Bætt menning, velferð og samstarf svo lífsgæði eflist og mannlíf á Suðurlandi blómstri
Öflugt atvinnulíf á Suðurlandi með aukinni nýsköpun, bættri framleiðni og fleiri fyrirtækjum
Kynnið ykkur áherslur og úthlutunarreglur sjóðsins á www.sass.is
UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT ÞRIÐJUDAGINN 2. MARS, KL. 16:00 RÁÐGJÖF UM ALLT SUÐURLAND
Ráðgjafar eru á starfsstöðvum um allt Suðurland. Umsækjendur eru hvattir til hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð við gerð umsókna.
STYRKIR@SASS.IS
S. 480-8200
WWW.SASS.IS
Uppbyggingarsjóður er hluti af
INGÓLFURÞÓRARINSSON “dannyzuko”
StefaníaSvavarsdóttir “BettyRizzo”
LIVE
JÓHANNAGUÐRÚn “sandyolsen”
StefánJakobsson “KenickieMurdoch”
TÓNLEIKASÝNING-goslokahátíð ÍsamstarfiviðGoslokanefnd
Íþróttahöllinvestmannaeyjumföstudaginn2.7.2021 húsiðopnarkl.19:30-tónleikarhefjastkl.20:30