Tígull 29.tbl 03 árg.

Page 1

29. tbl. 03. árg. 22. - 28. september 2021

Hvað er best fyrir Vestmannaeyinga að kjósa?


HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ KJÓSA? voru tilbúnir að vera með okkur, spurninguna: Afhverju eiga Vestmannaeyingar að kjósa þinn flokk? Ekki stóð á svörum og var frekar erfitt fyrir flokkana að koma svari fyrir á aðeins einum fjórða úr síðu. En við fengum þá á endanum til að taka brot saman fyrir ykkur sem hafið lítinn tíma til að lesa og fara yfir málin. Hér eru þeir flokkar sem eru í þessari kosningabaráttu:

Tígull þessa vikuna er helgaður alþingiskostningunum sem fara fram næstkomandi laugardag. Haft var samband við alla flokka og þeim boðið að koma sínum málefn-

TÍGULL

um á framfæri og kynna sitt fólk. Átta flokkar af tíu kusu að vera með okkur og vonandi hjálpar þetta til við að gera upp hug ykkar. Við hvetjum ykkur til að nýta ykkar atvæði. Einnig sendum við á þá flokka, sem

X D - Sjálfstæðisflokkurinn X B - Framsóknarflokkurinn X S - Samfylkingin X M - Miðflokkurinn X P - Píratar X F - Flokkur fólksins X VG - Vinstri Græn X C - Viðreisn X J - Sósíalistaflokkur Íslands X O - Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.ÖFLUG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Í HEIMABYGGÐ

Heilbrigðisstofnanir í Suðurkjördæmi hafa glímt við verulegan vanda í áratugi. Þessi vandi er margþættur: mönnunarvandi, húsnæðisvandi, fjármögnunarvandi en einnig samskiptavandi sem oft hefur blossað upp og þá sett stofnanir í mjög erfiða stöðu. Því miður hefur ekki verið bætt úr þessu þrátt fyrir hróp úr samfélaginu, og framlagningu skýrslna sem staðfesta að verulega hefur hallað á svæðið þegar kemur að útdeilingu fjármagns til kjördæmisins þ.m.t. til heilbrigðisstofnanna. Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu glímdu við svipaðan vanda á sínum tíma en rekstrarfyrirkomulagi þeirra var breytt á árinu 2017. Helstu breytingar fólust í fjármögnun kerfisins og að þremur einkareknum heilsugæslustöðvum var veitt heimild til rekstrar. Þessar breytingar hafa gert það að verkum að mönnunarvandi er lítill ef nokkur og staða heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins önnur og betri en staða heilsugæslu á landsbyggð. Um síðustu áramót tóku síðan í gildi samskonar fjármögnunarreglur heilsugæslu á landsbyggð og hafa gilt fyrir höfðuborgarsvæðið síðan 2017. Ólíkt því sem gert var í höfuðborgarsvæðinu hefur heilbrigðisráðherra ekki viljað heimila rekstur sjálfstætt

starfandi heilsugæslu á landsbyggð. Þrátt fyrir að það fyrirkomulag hafi gefist vel höfuðborgarsvæðinu og að sömu fjármögnunarreglur séu nú í gildi um allt land. Þvert á móti hefur hún staðið í vegi fyrir uppbyggingu slíkrar heilsugæslu í kjördæminu, þar sem mikil þörf er fyrir fleiri heilsugæslulækna. Þarna gætir tvískinnungs. Ég hef vitneskju um að sjálfstætt starfandi heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú heilsugæslu út á landi vegna erfiðleika við að manna stöður og enginn segir neitt við því. Til hvers er verið að setja nýjar reglur ef ekki má síðan fara eftir þeim? Hvers vegna þarf að fara hægt í sakirnar á landsbyggðinni þegar fyrirkomulagið hefur verið fullreynt á höfðuðborgarsvæðinu og gefist vel þar? Einkarekstur heilsugæslu er ekki einkavæðing Við, Íslendingar höfum verið sammála um að hafna einkavæðingu grunnþjónustu en með því að heimila einkarekstur tiltekinnar þjónustu þýðir alls ekki að verið sé að einkavæða hana. Um sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar gilda nákvæmlega sömu reglur og ríkisreknar. Verðskrá er ákveðin af ríki og óheimilt er að greiða út arð til eigenda sem þurfa að vera hópur

lækna en geta ekki verið bara einhverjir fjárfestar að reyna að græða. Þær þúsundir íbúa kjördæmisins sem leitað hafa til höfuðborgarsvæðisins og skráð sig á heilsugæslu þar, eru flestar skráðar á sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Því fæ ég ekki skilið hvers vegna ekki má heimila sjálfstætt starfandi heilsugæslu á landsbyggðinni, sem gæti tekið til starfa með skömmum fyrirvara og leyst þann vanda sem verið hefur til staðar um árabil. Á Íslandi hafa sjálfstætt starfandi þjónustustofnanir þrifist ágætlega við hlið opinberra stofnana. Við höfum ekki einu sinni verið að velta fyrir okkur rekstrarfyrirkomulagi þeirra heldur notið þjónustunnar sem hefur verið til fyrirmyndar. Við leitum t.d. eftir þjónustu hjá NFLÍ í Hveragerði eða á Reykjalundi. SÁÁ veitir gríðarlega mikilvæga heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja. Rekstrarfyrirkomulag þessara stofnana hefur ekkert truflað okkur og við lítum á þær sem hluta af okkar sterka heilbrigðiskerfi. Samkvæmt ánægjukönnun sem gerð var af Sjúkratryggingum Íslands kom í ljós að sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar stóðu hinum síst að sporði. Niðurstaðan í topp 5 var þessi: 1. Einkarekin 2. Einkarekin 3. Opinber 4. Opinber 5. Einkarekin Það er því ljóst að þeir sem þiggja þjónustu hjá sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeim er veitt. Opinber heilsugæsla og sjálfstætt starfandi geta þrifist ágætlega hlið við hlið á höfuðborgarsvæðinu. Af hverju ætti það ekki að eiga við um aðra landshluta? Guðbrandur Einarsson oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi


Heilbrigðismál Styttum biðlista, lækkum kostnað og bætum heilbrigðisþjónustu um allt land með því að þjónustuvæða heilbrigðiskerfið. Það er líka brýnt að fjármagna lög um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem Viðreisn fékk samþykkt á þingi. Þannig bætum við bæði líkamlega og andlega velferð fólks. Viðreisn leggur áherslu á valfrelsi og þjónustumiðaða nálgun. Þar þjónar öflugt opinbert heilbrigðiskerfi með fjölbreyttu rekstrarformi mikilvægum tilgangi. Nýta þarf alla krafta heilbrigðiskerfisins í stað þess að festast í kreddum núverandi ríkisstjórnar sem hefur gert sitt besta til að ríkisvæða allt kerfið og aukið þannig á bráðavanda og biðlista. Það er fátt dýrara fyrir samfélagið en að láta fólk bíða eftir þjónustu og því ert það brýnt mál að stytta biðlistana. Það er mjög mikilvægt að nýta tækni til að tengja betur sérfræðinga og fólkið í byggðum landsins og er fjarheilbrigðisþjónusta lykilatriði. Þannig stuðlum við að jöfnu og bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem er sértaklega mikilvægt á stöðum, líkt og Vestmanneyjum, þar sem samgöngur við Landspítala geta rofnað og erfitt getur verið að komast til sérgreinalækna. Á undanförnum árum hefur starfsemi heilbrigðisstofnana utan höfuðborgarsvæðisins verið skert, sem hefur takmarkað mjög aðgengi heimafólks að heilbrigðisþjónustu. Hugsa þarf skipulag sjúkrahúsa upp á nýtt með það fyrir augum að tryggja aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu og auðvelda sérhæfingu þeirra á ólíkum sviðum. Það þarf líka að gera starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna um allt land eftirsóknarverðara til að auðveldara verði að ráða þetta eftirsótta starfsfólk til starfa. Menntamál Við viljum tryggja einstaklingum nám við hæfi með tilliti til ólíkrar færni, fötlunar, trúarbragða, kynhneigðar,

búsetu eða annarrar stöðu. Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélagi okkar og er um leið forsenda framþróunar. Nám fer fram alla ævi og er því mikilvægt að byggja brýr milli allra skólastiga og tryggja frelsi einstaklinga til að fara á sinn hátt í gegnum menntakerfið. Viðreisn leggur jafnt vægi á bók-, verk-, iðn- og listnám á öllum skólastigum með fjölbreyttu rekstrarformi og sveigjanlegu þrepaskiptu námi sem leiðir til viðurkenningar á vinnumarkaði þar sem þörfum einstaklinga er mætt. Menntastefna allra skólastiga þarf að endurspegla mikilvægi stafrænnar færni og þekkingu til að búa og starfa í nútímasamfélagi. Aðgengi að stafrænni tækni er brýnt jafnréttismál og grunnur þess að öll hafi jafnt aðgengi að þjónustu. Stafræn færni í sí- og endurmenntun er lykill umbreytingar starfa með fjórðu iðnbyltingunni. Búa þarf kennurum og öðru starfsfólki gott starfsumhverfi á öllum skólastigum. Leggja skal áherslu á starfsþróun, markvissa faglega endurgjöf, tæknivætt starfsumhverfi og samþætta stoðþjónustu. Sérstaklega skal veita kennurum tækifæri til að þróa getu sína til að miðla þekkingu á stafrænni tækni. Stoðþjónusta innan menntakerfis er nauðsynleg nemendum og því vill Viðreisn tryggja aðgengi að sálfræðiþjónustu og náms- og starfsráðgjöf á öllum skólastigum í fjölmenningarlegu skólaumhverfi. Námslán og skólagjöld taki mið af því að öll hafi jöfn tækifæri til framhalds- og háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Viðreisn vill efla enn frekar styrkja- og lágvaxtalánkerfi námslána. Stefna ætti að blönduðu styrkja- og lánakerfi, þar sem námsmenn hafi þó kost á að nýta aðeins styrkinn, án þess að taka lán. Atvinnumál Viðreisn vill fjölbreytt atvinnutækifæri um allt land. Blómleg og öflug byggð landið um kring er forsenda velsældar í íslensku samfélagi. Ný-

sköpun í þágu sjálfbærni, fæðuöryggis og umhverfisverndar mun stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum og á nýsköpunin ásamt samkeppni, og jafnrétti að vera leiðarstef í öllum atvinnurekstri. Viðreisn treystir markaðnum á flestum sviðum en stjórnvöld eiga að skapa fyrirtækjum hagstæð skilyrði og draga úr sveiflum. Trúverðugur gjaldmiðill er forsenda samkeppnishæfs atvinnulífs. Bæta þarf samgöngur til að stækka atvinnusvæði og draga þannig úr áhrifum breyttra atvinnuhátta. Stjórnvöld verða að tryggja jöfn skilyrði um allt land til vaxtamöguleika til atvinnusköpunar. Rafræn stjórnsýsla bætir aðgengi að þjónustu og skapar tækifæri til hagræðingar og framleiðniaukningar í opinberum rekstri. Stuðla ætti að auknum sveigjanleika á vinnumarkaði með því að byggja frekar undir möguleika á fjarvinnu. Móta þarf atvinnu- og iðnaðarstefnu til lengri tíma þar sem skýrt kemur fram í hvaða atvinnu og grænum iðnaði sækja skal fram og hvernig verður stutt við þá sókn af hinu opinbera. Við getum ekki verið með öll eggin áfram í sömu körfu. Þær kjölfestugreinar sem við höfum treyst hvað mest á eiga það allar sammerkt að vera háðar ytri áhrifum og því áhætta fólgin í því að leggja allt okkar traust á þær. Uppbygging þekkingar- og hugvitsgreina þarf að vera stöðugt viðfangsefni með það fyrir augum að búa til umhverfi þar sem þær geta blómstrað til frambúðar. Viðreisn vill þjónustu fyrir alla óháð rekstrarformi. Nauðsynlegt er að draga úr bráðavanda og biðlistum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Það er fátt dýrara fyrir samfélagið en að láta fólk bíða eftir þjónustu. Börn eiga ekki að bíða eftir nauðsynlegri greiningu eða þjónustu. Samþætting og einstaklingsmiðuð nálgun á milli kerfa er lykilatriði. Kerfin eru fyrir fólkið, ekki öfugt.


SÝSLUMAÐURINN Í VESTMANNAEYJUM

Alþingiskosningar 25. september 2021

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin á skrifstofu sýslumanns við Heiðarveg 15. Lengdur opnunartími sýsluskrifstofu vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar verður sem hér segir: Frá og með 20. september til og með 23. september til klukkan 17:00. Þann 24. september til klukkan 15:30. Þann 25. september (kjördag) klukkan 10:00-12:00.

Sérstakur kjörstaður fyrir kjósendur í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla, einungis fyrir fólk sem er í sóttkví eða einangrun, mun fara fram í Björgunarsveitarhúsinu við Faxastíg dagana 24. og 25. september klukkan 10:00-12:00 báða daga. Kjósandi skal koma einn í bifreið og aka inn í bílageymslu í kjallara hússins þar sem kosning fer fram. Kjósandi má hvorki fara út úr bifreiðinni né opna glugga bifreiðarinnar en kjósandi mun fá aðstoð kjörstjóra við kosningu og frekari leiðbeiningar á staðnum. Kosning á dvalarstað fyrir kjósendur í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 Kjósandi sem hvorki getur sótt kjörstað né er kleift að greiða atkvæði á sérstökum kjörstað fyrir þá sem eru í sóttkví eða einangrun er heimilt að greiða atkvæði á dvalarstað. Beiðni um slíka kosningu skal hafa borist sýslumanni eigi síðar en klukkan 10:00 á kjördag, sé dvalarstaður kjósanda í því kjördæmi sem hann á kosningarrétt, en annars eigi síðar en klukkan 10:00 tveimur dögum fyrir kjördag. Unnt verður að sækja um kosningu á dvalarstað vegna veikinda af völdum COVID-19 á www.island.is/covidkosning.ÖLL EIGA RÉT T Á GRUNNÞJÓNUSTU Í SINNI HEIMABYGGÐ

Öll eiga rétt á grunnþjónustu í sinni heimabyggð Grunnþjónusta öllum til handa er eitt af stærstu áherslumálum Vinstri grænna enda er félagslegu réttlæti ekki náð nema öflug grunnþjónusta standi öllum til boða óháð efnahag. Á kjörtímabilinu höfum við lækkað greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu umtalsvert og er það nú á pari við hin Norðurlöndin, við höfum eflt heilsugæsluna og framlög til geðheilbrigðismála hafa verið aukinn um einn milljarð. Í heildina hefur aukning á framlögum til heilbrigðismála verið 73,8 milljarðar á kjörtímabilinu. En betur má ef duga skal, huga þarf að fæðingarþjónustu í Vestmannaeyjum og verður það mál ekki leyst nema með aðkomu íbúa. Verkefnið um litla sjúkraþyrlu fyrir Suðurlandið er mikilvægt öryggismál og var komið af stað áður en heimsfaraldurinn skall á. Það er mikilvægt að halda því verkefni áfram og að þyrlan verði staðsett fyrir mið-suðurlandi og geti þjónað Vestmannaeyjum og suðurströndinni

með sérhæfðum mannskap og þekkingu. Það er vilji okkar að á þeim tímum þar sem búast má við að veður verði verst sé þyrlan staðsett í Vestmannaeyjum. Fjarheilbrigðisþjónustu gæti komið til móts við skort á sérfræðilækna þjónustu um land allt, ekki síst í Vestmannaeyjum. Slíkt hefur reynst vel í öðrum byggðarlögum og hægt væri að nýta þá tækni og þann mannskap til þess að koma til móts við þennan vanda sem hefur myndast. Aðgerðir til að auka fjarheilbrigðisþjónustu eru í vinnslu og er það okkur hugleikið að það verkefni nái fram að ganga. Öll eiga rétt á grunnþjónustu í sinni heimabyggð. Mikilvægt er að tryggja öflugar og öruggar samgöngur milli lands og Eyja og stórt atriði þar er að tryggja flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum. En stærsti liðurinn í samgöngum verður alltaf Herjólfur, sem í dag er nýtt og glæsilegt skip knúið raforku. Til að ferjusamgöngurnar virki þarf að tryggja að hægt sé að nota Land-

eyjahöfn allan ársins hring. Til að svo megi verða þarf t.d. skipulagðar dýpkunaraðgerðir á höfninni, þar er reynsla og þekking skipstjóra á Herjólfi dýrmæt þegar kemur að því að halda höfninni starfhæfri. Tækifæri framtíðar byggjast á að við öll getum ræktað hæfileika okkar. Við í VG viljum tryggja fullt jafnrétti til náms. Það þarf að horfa sérstaklega til fjölbreyttra valkosta í námi á öllum skólastigum. Með VG í forystu ríkisstjórnar höfum við hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi að til að tryggja öllum velsæld og tækifæri með félagslegum áherslum. Það skiptir alltaf máli en ekki síst þegar óvænt áföll dynja á. Menntun í heimabyggð er byggðamál Menntun á að vera aðgengileg öllum, sama hvar við búum, ef við viljum tryggja blómlega byggð á landinu öllu. Fjölbreytt menntun og nýsköp-


un gegna þar lykilatriði og er undirstaða jákvæðrar byggðaþróunar. Án fjölbreyttra menntunarmöguleika þrífst ungt fólk ekki heima og með tilheyrandi álagi og kostnaði fyrir fjölskyldur flykkist unga fólkið okkar á stóru þéttbýlisstaðina og ílengist jafnvel þar. Það er að mörgu að hyggja hvað varðar nám að loknum grunnskóla. Tryggja þarf fjölbreytt nám í framhaldsskólum sem heldur utan um einstaklinga og er styðjandi hvað varðar þroska og hæfileika. Á þessum aldri er ungt fólk að upplifa miklar breytingar og mikilvægt að hægt sé að fara í gegn um nám á eigin hraða. Það þarf að gera ungu fólki kleift að búa áfram heima ef svo ber undir eða aðgang að heimavist eða öðru búsetuúrræði kjósi það nám sem krefst staðbundinnar viðveru í lengri eða skemmri tíma. Í framhaldsskólum þarf að vera fjölbreytt námsval hvort sem er í stað- eða fjarnámi, jafnvel í samvinnu við aðra skóla og virkt samstarf við atvinnulífið ef um verknám er að ræða. Í nýsamþykktri stefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um menntamál segir meðal annars að tryggja þurfi jöfn tækifæri til menntunar óháð búsetu, þar sem sérstaklega þurfi að huga að aðgengi að iðn- og listnámi. Gjörbreyta þarf viðhorfi og umhverfi háskólanáms. Þar á fjarnám að vera í forgrunni enda mörg sem á landsbyggðunum búa stofnað heimili og jafnvel fjölskyldu. Fólk á að geta hafið nám hvenær sem er á lífsleiðinni, hvar sem það býr og sem liður í að auka menntunarstig á landsbyggðunum þarf að tryggja námsframboð, aðgengi að húsnæði og búnaði sem og nýsköpunar- og rannsóknarstyrkjum. Efla þarf þekkingarsetur á minni stöðum, þar ætti að vera aðstaða fyrir fræðasetur og starfsfólk fyrirtækja sem fær að vinna í heimabyggð undir merkjum störf án staðsetninga ásamt aðstöðu fyrir rannsóknir, listaog menningarstarf. Fræðasetrin geta haldið utan um fjarnám nemenda á framhalds- og háskólastigi og í fullorðinsfræðslu. Þar getur myndast mikill þekkingarauður og kraftur

sem skilar sér út í samfélagið og eflir byggðir af öllum stærðum og gerðum.

Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi

Tryggjum fjölbreytt nám og fjölbreyttar leiðir til að stunda nám undir merkjum byggðajafnréttis og með hag alls samfélagsins að leiðarljósi.

Helga Tryggvadóttir, náms- starfsráðgjafi, í 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi


Afhverju eiga að Vestmannaeyingar að kjósa Samfylkinguna?

Afhverju eiga að Vestmannaeyingar að kjósa Pírata?

Samfylkingin vill betra líf fyrir Vestmannaeyinga með raunhæfum lausnum í anda jafnaðarmanna. Setja fjölskyldur í forgang með óskertum barnabótum að meðallaunum. Reiknaðu þínar barnabætur á https://www.xs.is/reiknivél. Byggja upp betri heilbrigðisþjónustu með fjármögnun og aðgerðum gegn undirmönnun, stytta biðlista og efla geðheilbrigðisþjónustu. Sjúkraþyrla á Suðurland og greiða ferðakostnað vegna heilbrigðisþjónustu er í forgangi. Bæta kjör öryrkja og eldra fólks með hærri elliog örorkulífeyri og hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna og lífeyrissjóðsgreiðslna. Fjölga valkostum á húsnæðismarkaði. Góðar samgöngur milli lands og Eyja með flugi og ferju. Ráðast í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum, styrkja fjölbreytt menntakerfi, leggja áhersla á nýsköpun og efla iðn-, verk- og starfsnám.

Afhverju eiga að Vestmannaeyingar að kjósa Framsókn?

Píratar vilja fjölbreytt atvinnulíf og athafnafrelsi fyrir fólk • • • • • • • •

Eflum atvinnulíf með því að koma í veg fyrir fákeppni og spillingu Gerum handfæraveiðar frjálsar fyrir þá sem vilja stunda þær Bjóðum upp tímabundnar aflaheimildir og leigugjaldið rennur til þjóðarinnar. Allur afli verður seldur á fiskmörkuðum Eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum skal vera staðfest í stjórnarskrá Náum árangri í loftslagsmálum, náttúruvernd, nýsköpun og sjálfbærni Hættum krónuskerðingum lífeyris og stefnum ótrautt að því að tryggja grunnframfærslu fyrir alla Fáum gjaldfrjálsa heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í hérað Tryggjum greiðar og öryggar samgöngur um allt land.

Afhverju eiga að Vestmannaeyingar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Framsókn hefur staðið vörð um samgöngur Vestmannaeyinga, efnt loforð sem gefin hafa verið og unnið sleitulaust að því að bæta samgöngur til Vestmannaeyja, gera þær skilvirkari í þágu íbúana. Framsókn mun halda áfram bæta og tryggja öflugar samgöngur og grunnþjónustu við íbúa Vestmannaeyjabæjar sem hafa áhrif á íbúaþróun og lífsgæði.

Því Sjálfstæðisflokkurinn:

Áframhaldandi rannsóknir á Landeyjahöfn standa nú yfir með það að markmiði að auka nýtingu hafnarinnar. Sjálfsagt er að kanna og fá óháðan aðila til að meta til hlítar hvort göng á milli lands og Eyja sé raunhæfur kostur þegar til lengri tíma er litið. Slík úttekt þarf að fara fram á næsta kjörtímabili.

• Er eina mótvægið gegn hugsanlegri fjölflokka vinstristjórn

• Mun lækka skatta enn frekar og tryggja að hærra hlutfall launa verði eftir hjá þeim sem afla þeirra. • Mun ekki setja fiskveiðistjórnunarkerfið í uppnám og verja þannig velferð starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækja.

• Vill efla heilbrigðisþjónustu á landinu og innleiða frekari fjarheilbrigðisþjónustu • Mun halda áfram með verkefni um sjúkraþyrlu • Vill að hluti auðlindagjalda renni í jöfnunarsjóð sveitarfélaga • Mun áfram vinna að bættum samgöngum milli lands og eyja í lofti og á legi


Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir

1. sæti Oddný G. Harðardóttir 2. sæti Viktor Stefán Pálsson 3. sæti Guðný Birna Guðmundsdóttir 4. sæti Inger Erla Thomsen 5. sæti Friðjón Einarsson

• Heilbrigðisþjónustu í heimabyggð • Fáum sjúkraþyrlu á Suðurland • Fullar barnabætur fyrir fleiri fjölskyldur • Öruggar samgöngur til og frá Vestmannaeyjum með flugi og ferju • Stórbætum kjör eldra fólks og öryrkja

Samfylkingin

www.xs.is


VIÐ ELSKUM EYJAR

Birgir Þórarinsson, alþingismaður og grjóthleðslumeistari - 1. sæti.

Ég elska að koma til Vestmannaeyja. Mér hefur alltaf fundist ég vera Eyjamaður ekki síst fyrir það að móðir mín er fædd og uppalinn í Eyjum. Afi minn var hér skipstjóri, hann var sannur Eyjapeyji, kunni að skemmta sér og segja sögur. Síðan hefur mér alltaf verið hlýtt til Betel

en langamma mín var ein af stofnendum. Við fjölskyldan dvöldum hér reglulega á sumrin en konan mín er ljósmóðir og leysti af á sjúkrahúsinu. Á mínum yngri árum lét ég mig að sjálfsögðu ekki vanta á þjóðhátíð. Ég var t.d. á þjóðhátíðinni þegar Stuðmannamyndin var tekin upp. Það var eftirminnileg þjóðhátíð. Það helliringdi allan tímann. Um kvöldið var ég orðinn rennandi blautur og kaldur. Ég ætlaði inn í tjald og fara að sofa en þá var pollur í tjaldinu. Ég fór aftur út en hitti þá Hadda frænda minn sem sagði að ég skyldi nú bara skella mér til hennar frænku minnar, sem bjó ekki langt frá dalnum og sofa þar. Haddi lýsti því síðan fyrir mér hvar hún bjó og að ég skyldi fara inn um bílskúrinn, sem og ég gerði. Ég fór síðan beint inn í stofu og steinsofnaði í sófanum. Um morguninn vaknaði ég síðan við krakka í stofunni sem kölluðu; mamma, mamma…það er maður í stofunni.. Ég hafði þá farið í vitlaust hús ! En

mér var vel tekið, fékk morgunmat og fínerí. Svona eru Eyjamenn gestrisnir og skemmtilegir. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur, búfræðingur og hestakona - 2. sæti.

Ég elska að koma til Vestmannaeyja. Náttúran er einstök, nálægð við fuglana og kindur prílandi í snarbröttum hlíðum. Eldgosið 1973 minnir á sig


við hvert fótmál. Svo er stutt að fara fyrir stelpur ofan af landi sem hafa takmarkaðan tíma og skreppa í verslunarferð í miðbæinn. Ég hlakka til að vinna fyrir Eyjamenn. Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi. - 3. sæti.

enda er ég ofvirkur. Náttúrufegurð, úteyjarlíf og sterkir karakterar er stór partur af lífshlaupi mínu. Ég byrjaði að vinna með Stebba í Hólatungu og Högna í Vatnsdal. Úteyjarlífið með Oddstaðarbræðrum og Tóta á Kirkjubæ og Væa. Svo er það rollustússið með Reykjabræðrum, sem eru enn að, Begga á skuldinni, Bjarna Sighvats, Svenna á Krissunni og Gunnari Árna. Allt svo sterkir karakterar sem gefa manni ógleymanlegar minningar. Ég fer í þennan slag með gleðina að vopni og með hagsmuni Eyjamanna að leiðarljósi.

VIÐ GERUM ÞAÐ SEM VIÐ SEGJUMST ÆTLA AÐ GERA Ég elska að koma til Vestmannaeyjar. Eyjar hafa ávallt verið sveipaðar ákveðnum ævintýraljóma og dulúð fyrir mér. Eyjarnar draga fram barnið í mér og æskuþrána. Framtíð Eyjamanna er björt svo lengi sem tækifærin eru beisluð. Tækifærin eru að finna í sérstöðu og sérþekkingu Vestamannaeyja og heimamanna en ekki hvað síst í góðum samgöngum sem er forsenda byggðar hvert sem litið er. Guðni Hjörleifsson, netagerðarmeistari og lundaveiðimaður - 4. sæti.

Við stöndum með landsbyggðinni! JÖ FN R ÉTT INDI Ó HÁÐ BÚSET U

VERIÐ VELKOMIN Í KOSNINGAKAFFI Á KJÖRDAG OG KOSNINGAVÖKU

ST RANDVEGI 51 Ég elska Vestmannaeyjar. Hér á ég heima og hér er fjölskylda mín. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni

Miðflokkurinn Suðurkjördæmi


SUDOKU


Velkomin í kosningakaffi á kjördag, 25. september. Kosningaskrifstofan er að Strandvegi 51.

Við stöndum með landsbyggðinni


GÓÐAR MINNINGAR FRÁ EYJUM

Þegar ég settist niður til að skrifa grein sem birta ætti í staðarblaði í Vestmannaeyjum ákvað ég að beina sjónum mínum að þeirri reynslu sem ég bý að sem fyrrverandi íbúi í Vestmannaeyjum. Ég á góðar minningar frá Vestmannaeyjum allt frá barnæsku þegar ég heimsótti ömmu og afa á Miðstræti og nafna minn áIllugagötunni. Það var því auðveld ákvörðun þegar ég lauk námi að flytja búferlum til Vestmanneyja þar sem við hjónum bjuggum um sex ára skeið. Þarna hófum við okkar búskap og eignuðumst okkar elstu börn sem nutu góðs atlætis sem þau búa enn að. Það þarf ekki að lýsa fyrir Eyjamönnum hversu gott og kröftugt samfélag hér er að finna og hversu mikilvægur hver og einn einstaklingur er þessu samfélagi. Þrátt fyrir að vera að mörgu leyti einstakt samfélag hér á landi þá þurfa ákveðnir grunnþættir að vera til staðar líkt og í öðrum samfélögum til að hægt sé að halda áfram að

byggja upp farsælt samfélag. Öll gerum við kröfu um að geta sótt heilbrigðisþjónustu sem næst heimabyggð, við viljum að börn okkar hafi tækifæri til að sækja sér menntun, að fjölbreytt störf séu í boði og ekki síst að samgöngur séu góðar og öruggar. Af eigin reynslu veit ég að í þessum efnum er hægt að gera betur. Þannig er sjálfsögð krafa að hægt sé að sækja hefðbundna læknisþjónustu í Vestmannaeyjum og í þeim tilvikum þar sem slíkt er ekki mögulegt að til staðar sé úrræði til að hægt sé að koma viðkomandi hratt og örugglega undir læknishendur. Ég þekki hvernig það er að þurfa að sjá á eftir óléttum maka fara til Reykjavíkur og dvelja þar um nokkurra vikna skeið fyrir fæðingu vegna þess að heilbrigðisþjónustan bauð ekki upp á annað, eða að þurfa að bíða eftir sjúkraflugi frá Akureyri til að ferja slasað barn í aðgerð til Reykjavíkur.

Betri heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum Samkvæmt fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar blasir ekki annað við en niðurskurður á opinberri þjónustu. Samfylkingin hafnar þessum áætlunum ríkisstjórnarflokkana og vill meiri fjárheimildir til opinberrar heilbrigðisþjónustu. Samfylkingin hefur sett heilbrigðismál á oddinn í þessum kosningum og vill að heilbrigðisþjónustan sé fyrir okkur öll óháð efnahag og búsetu. Þau mál sem frambjóðendur flokksins hér á Suðurlandi ætla að berjast fyrir eru aukinn fjárstuðningur við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, þannig að starfsstöðvum verði gert kleift að bæta húsnæði, starfsaðstöðu og það sem skiptir á endanum mestu máli að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisstarfsmanna. Það er kominn tími til að hlusta á heilbirgðisstarfsmenn sem hafa lengið kallað eftir úrbótum. Úrbótum sem gerir starfsmönnum kleift að veita þjónustu nærri íbúum. Við frambjóðendur


höfum talað skýrt um að bæta þurfi heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum, tryggja mönnun við grunnþjónustu og gera íbúum kleift að sækja aukna þjónustu á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Samkvæmt grein núverandi heilbirgðisráðherra á vefmiðli visir.is er ráðgert að framkvæma tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á suðvesturhorni landsins. Þessu höfnum við frambjóðendur Samfylkingarinnar og leggjum mikla áherslu á að fjárfest verði í sjúkraþyrlu sem staðsett verði á Suðurlandi, þar sem þörfin á að veita hraða heilbrigðisþjónustu og veita bráðaþjónustu er mikil. Stóraukinn stuðningur við barnafjölskyldur Samfylkingin hefur sett sér það markmið fyrir þessar kosningar að setja fram stefnuskrá sem tryggja mun betra líf fyrir alla og setja fjölskylduna í forgang. Þessar tillögur eru í samræmi við tilögur sem oddiviti Samfylkingarinnar á Suðurlandi Oddný Harðardóttir hefur lengi barist fyrir á Alþingi. Þannig viljum við jafnaðarmenn að fleiri fjölskyldur fái barnabætur og kerfið þjóni þeim tilgangi að millitekjuhópar fái stuðning á þeim tíma þegar fjárútlát fjölskyldunnar eru hver mest. Barnabætur sem greiddar verða út mánaðarlega. Þetta þýðir fullar barnabætur með öllum börnum til foreldra með allt að meðaltekjum (u.þ.b. 1200 þúsund á mánuði hjá pari eða 600 þúsund krónur fyrir einstætt foreldri), þannig að meðalfjölskylda með tvö börn, sem nú fær engar barnabætur, fái allt að 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstæðir foreldrar 77 þúsund krónur á mánuði. Hér er nokkur dæmi sem sýna útfærsluna: 1. Með fyrsta barni sem er undir 7 ára yrðu greiddar 374.500 kr. á ári til sambúðarfólks en 530.700 kr. til einstæðra for-

eldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund kr á mánuði í laun. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 31.208 kr. til sambúðarfólks en 44.225 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 20.473 kr. á mánuði sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 2. Með tveimur börnum – og annað þeirra undir 7 ára aldri – yrðu greiddar 653.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 931.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilanna yrðu því 54.475 kr. til sambúðarfólks en 77.624 kr. til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun 4.339 kr. á mánuði en einstæðir foreldrar 48.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 3. Með tveimur börnum – bæði eldri en 7 ára – yrðu greiddar 225.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 647.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 800 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 18.808 hjá sambúðarfólki en 53.958 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 33.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. Samgöngur milli lands og Eyja Ég var fluttur frá Vestmannaeyjum þegar Landeyjahöfn opnaði en miðað við reynslu mína þá og núna af ferðum til og frá Eyjum veit ég hversu mikilvæg samgöngumál eru fyrir íbúa og ekki síður fyrirtæki í

bæjarfélaginu. Að geta gengið að öruggum ferðum hvort sem það tengist ferðalögum fjölskyldu eða til að sinna vinnu eða erindum vegna þjónustu sem hvergi er í boði nema á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að nýting Landeyjarhafnar hafi verið góð undanfarin misseri er höfnin enn ekki fullbúin. Það er því mikilvægt að vakta þennan málaflokk til að tryggja hagsmuni bæjarfélagsins, sjá til þess að Herjólfur uppfylli á hverjum tíma þær kröfur sem gerðar eru varðandi flutningsgetu og tíðni og að hafnaraðstæður séu fullnægjandi. Meðan ekki er hægt að halda út flugi á markaðslegum forsendum þá þarf að tryggja með aðkomu ríkisins að flugleiðin milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sé opin þannig að hún sé raunhæfur kostur fyrir íbúa og gesti sem koma til Eyja. Þá vilja frambjóðendur Samfylkingarinnar á Suðurlandi að lokið verði við fullnaðarrannsókn varðandi fýsileika við jarðgagagerð milli lands og Eyja – það er ótækt að þessari spurningu sé einfaldlega ekki svarað og án niðurstöðu verður ekki með góðu móti hægt að taka ákvarðanir um framtíðaráætlanir varðandi samgöngur fyrir Vestmannaeyinga. Samfylkingin hefur skýra sýn og stefnu um hvernig eigi að bæta þá grunnþjónustu sem íbúar þessa lands eiga rétt á, enda hafa jafnaðarmenn ávallt verið í fararbroddi fyrir bættri almannaþjónustu, réttlátara skattkerfi, húsnæðisöryggi, traustar almannatryggingar, bætur gegn atvinnuleysi og útrýmingu fátæktar. Enn í dag tökumst við á um sömu málefnin. Til að koma stefnumálum Samfylkingarinnar til framkvæmda þurfum við á þínum stuðningi að halda. Viktor Stefán Pálsson, skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi


Afhverju eiga að Vestmannaeyingar að kjósa Flokk fólksins? Kjósendur hafa skýra valkosti í þessum kosningum. Flokkur fólksins hefur ekki þurft að breyta um takt og velta fyrir sér hvaða loforð kjósendur vilja heyra. Við höfum ekki lofað neinu sem við höfum ekki þegar barist fyrir af hjarta og sál og við munum aldrei gefast upp í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi og að allir hafi það gott í ríku landi. Þetta eru ekki “kosningamál”, þetta eru okkar hjartans mál. Settu X við F fyrir þína framtíð!

Afhverju eiga að Vestmannaeyingar að kjósa Vinstri græna? Vinstri Græn eru flokkur sem styðjur byggðajafnrétti og grunnþjónustu í heimabyggð, við höfum sýnt það á liðnu kjörtímabili og munum halda því áfram. Þar erum við sérstaklega að horfa til enn frekari eflingu heilbrigðisþjónustu í Eyjum og samgangna á sjó og lofti. Það er mikil gróska og uppbygging í Eyjum sem mikilvægt er að hlúa að og styðja við. Enginn hafi gert meira þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum en VG, þar hafi verkin talað og við lítum svo á að þetta sé mikilvægasta og mest umlykjandi málefni dagsins í dag og framtíðarinnar. Með því að setja X við V gefur þú flokki sem leggur áherslu á félagslegt réttlæti, jöfnuð og umhverfis- og náttúruvernd vægi til góðra verka.

Afhverju eiga að Vestmannaeyingar að kjósa Miðflokkinn? Miðflokknum stendur með landsbyggðinni og hefur gert allt kjörtímabilið. Við viljum styrkja búsetuskilyrði á landsbyggðinni. Við leggjum áhersu á að allir eigi jöfn réttindi óháð búsetu. Á stefnuskránni fyrir kosningarnar horfum við sérstaklega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni. Við viljum styrkja rekstargrundvöll þeirra með lægra tryggingargjaldi og skattaafslætti þegar kemur að stofnun nýrra fyrirtækja. Við ætlum að jafna raforkuverð til húshitunar þannig að allir greiði sama raforkuverð óháð búsetu. Sjávarútvegurinn er mjög mikilvægur ákveðnum byggðalögum í kjördæminu eins og hér í Vestmannaeyjum. Við viljum fara varlega í allar breytingar á þessari öflugu atvinnugrein okkar Íslendinga. En leggjum þó áherlsu á að farið sé að lögum að sjálfsögðu í greininni t.d. þegar kemur að hámarks aflahlutdeild. Eitt af stóru málunum eru síðan heilbrigðismálin. Í fjárlaganefnd hefur Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins s.l. 4 ár lagt áherslu á að styrkja heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni ég mun hvergi kvika frá því fái ég umboð til þess í komandi kosningum. Samgöngur eru síðan annað af stóru málunum í kjördæminu. Það er vissulega ánægjulegt að sjá að nýting Landeyjarhafnar er betri með tilkomu nýs Herjólfs. Það má þó ekki draga úr fjölda ferða og verða stjórnvöld að tryggja fjármagn svo halda megi uppi öflugum samgöngum milli lands og Eyja. Við í Miðflokknum höfum einnig lagt áherslu á að ljúka beri rannsóknum á jarðgöngum, hvort göng séu raunhæfur kostur. Tækninni fleygir fram frá því að hugmyndir um göng milli lands og Eyja voru fyrst settar fram. Miðflokkurinn óskar öllum Eyjamönnum velfarnaðar

Afhverju eiga að Vestmannaeyingar að kjósa Viðreisn? Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem vill stokka upp kerfi sem eru ekki að þjóna fólkinu. Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis, alls staðar á landinu.


Kjósum VG 25. september

Eflum sveitarfélögin og tryggjum jafnrétti óháð búsetu

Hólmfríður Árnadóttir 1. sæti

Helga Tryggvadóttir 5. sæti

Það skiptir máli hver stjórnar


FRAMSÓKN ÆTLAR AÐ FJÁRFESTA Í FÓLKI

Meginstefið í öllum baráttumálum Framsóknar fyrir kosningarnar 25. september er fjárfesting í fólki. Það er í samræmi við þau megingildi Framsóknar sem einhvern tímann fyrir löngu voru meitluð í orðunum vinna, vöxtur, velferð. Öflugt velferðarkerfi, öflugt heilbrigðiskerfi grundvallast á öflugu atvinnulífi. Ný framsókn í innlendri verðmætasköpun Framsókn ætlar að fjárfesta í fólki Flokkurinn vill beina orku stjórnvalda að því að skjóta fleiri stoðum undir innlenda verðmætasköpun. Beita þarf markvissum aðgerðum til að auðvelda fjárfestingu í hugverkaiðnaði, svo sem líftækni, lyfjaframleiðslu og tölvuleikjagerð. Frá því Framsókn setti á laggirnar endurgreiðslukerfi í kvikmyndagerð um aldamótin hefur greinin stöðugt sótt í sig veðrið. Við höfum trú á því að kvikmyndagerð geti orðið mun öflugri með því að hækka endurgreiðslur í 35% af kostnaði við gerð kvik-

mynda. Það ásamt frekari stuðningi við uppbyggingu innviða í greininni mun efla kvikmyndalandið Ísland enn frekar. Þetta er hluti af þeirri sókn skapandi greina sem Framsókn sér sem eina af leiðum Íslands inn framtíðina. Til þess að undirstrika þessa sókn vill Framsókn sérstakt ráðuneyti skapandi greina og menningar. Ný framsókn í grænni atvinnuuppbyggingu Framsókn trúir því að mikið sóknarfæri sé í grænni uppbyggingu og að Ísland geti með réttum áherslum orðið í lykilstöðu í þróun og framleiðslu á hreinu rafeldsneyti sem getur knúið skip, flugvélar og stærri farartæki. Íslendingar hafa sem þjóð þekkingu á hreinni orku og ef rétt er haldið á spöðunum þá getur sú þekking orðið afar dýrmæt í útflutningi og framlag Íslands til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum verið afar þýðingarmikið.

Ný framsókn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki Undirstaða hagvaxtar í samfélaginu er að skapa sem best umhverfi fyrir aukin atvinnutækifæri og fleiri störf og hefur Framsókn alltaf sett það á oddinn í okkar stefnu. Framsókn vill taka upp þrepaskipt tryggingagjald og lækka það gjald sem leggst á lítil og meðalstór fyrirtæki. Samhliða því er nauðsynlegt að taka upp fleiri þrep í tekjuskatti fyrirtækja. Einnig er mikilvægt að tekið sé tillit til stærðar fyrirtækja við álagningu ýmissa opinberra gjalda og skatta. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykki verðmætasköpunar og uppspretta atvinnu og verða að njóta þess. Ný framsókn fyrir heilbrigði þjóðarinnar Framsókn ætlar að fjárfesta í heilbrigði þjóðarinnar og stórefla heilbrigðisþjónustu utan stofnana. Framsókn vill að kerfið taki betur utan um það fólk sem orðið hefur


fyrir alvarlegum áföllum í lífinu. Það er best gert með því að tengja saman ríki, sveitarfélög, frjáls félagasamtök og fleiri sem saman taka utan um einstaklinginn svo hann nái fyrri styrk. Framsókn telur mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé heilbrigð blanda af opinberum rekstri og einkarekstri. Skapa þarf skýra framtíðarsýn með aðkomu heilbrigðisstétta og þeirra sem nota heilbrigðiskerfið. Það er að okkar mati ljóst að áherslu verður að leggja á lýðheilsutengdar forvarnir, ekki síst hvað varðar geðheilbrigði. Framtíðarsýnin er sú að með öflugum forvörnum bætum við heilsu fólks og minnkum álagið á sjúkrahúsin. Ný framsókn fyrir framtíðina Framsókn ætlar að fjárfesta í framtíðinni með mikilli áherslu á börn og barnafjölskyldur. Framsókn hefur sýnt það á yfirstandandi kjörtímabili með aðgerðum okkar hversu mikla áherslu við leggjum á málaflokkinn. Tvær mikilvægustu breytingarnar með nýjum Menntasjóði voru að þeir sem klára nám innan ákveðinna tímamarka fá 30% niðurfellingu á höfuðstóli lána sinna og í stað hærri lána vegna framfærslu barna námsmanna er nú veittur styrkur með hverju barni. Framsókn ætlar að halda áfram að hlúa að börnum með því að veita hverju barni frá sex ára aldri 60 þúsund króna vaxtarstyrk á hverju ári óháð tekjum foreldra og til viðbótar frístundastyrkjum sveitarfélaganna. Með þessum styrk veitum við fleiri börnum tækifæri til þess að vaxa og dafna í tómstundum, íþróttastarfi eða listastarfi. Þetta er hluti af þeirri sýn sem birtist svo glöggt í verkum barnamálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra á þessu kjörtímabili. Framsókn vill einnig leita leiða til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ný framsókn í samgöngumálum Eitt af sérkennum Framsóknar í gegnum tíðina hefur falist í því hugsa um allt landið sem eina heild. Samgöngur til og frá Vestmannaeyjum eru og hafa verið áherslumál Framsóknar. Þær hafa mikil áhrif á íbúaþróun, hvort að unga fólkið vilji koma til baka og setjast að og þær spila stórt

hlutverk í komu ferðamanna til Vestmannaeyja. Nýr rafvæddur Herjólfur er fyrsta ferjan hér á landi sem gengur fyrir rafmagni. Reynslan er góð og tenging lands við Eyjar aldrei verið betri. Rafvæðing ferja og ekki síður rafvæðing hafna er mikilvægt skref sem þarf að stíga á næstu árum. Endurbættur rekstrarsamningur um Herjólf sem Samgönguráðuneytið gerði við bæjarfélagið hefur reynst vel. Þessu til viðbótar þá var á kjörtímabilinu veittur veglegur stuðningur vegna Covid, viðbótarkostnaður bættur vegna tafa á afhendingu á nýjum Herjólfi, ferðum fjölgað og þjónustan bætt. Þá voru fargjöldin jöfnuð og er því sama gjald hvort sem Herjólfur siglir frá Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn. Kostnaður gat áður verið hár ef það þarf að sigla til og frá Þorlákshöfn, sérstaklega fyrir fjölskyldur. Það er ekki hægt að láta hjá líða að tala um Landeyjahöfns sem er órjúfanlegtur hluti af Herjólfi. Það er gaman að segja frá því að vel hefur gengið að hreinsa frá sand og halda höfninni opinni. Stór og mikilvægt breyta var gerð á tímasetningu og ákvörðunartöku dýpkunar. Nú er dýpkað eftir þörfum sem nýtist íbúum betur, í stað þess að dýpka eftir fyrirfram ákveðnum tíma. Ný framsókn fyrir Vestmannaeyinga Framsókn segir: Aldur skiptir ekki

máli. Framsóknarfólk vill afnema kröfu um að fólk fari á eftirlaun við ákveðinn aldur. Ráðast þarf í endurskipulagningu málefna eldra fólks á sama hátt og kerfinu var bylt í þágu barna. Framsókn vill gera fólki kleift að búa á heimilum sínum utan stofnana á meðan heilsan leyfir. Það þarf að vera skýrara að kerfið þjóni fólkinu. Og talandi um aldur þá viljum við að við átján ára aldur öðlist allir réttindi fullorðinna. Framsókn er miðjuflokkur, og sé litið yfir sviðið þá virðumst við vera eini miðjuflokkurinn, miðjuflokkur sem vinnur að stefnumálum sínum með samvinnu og jöfnuð að leiðarljósi. Það er þessi samvinnuhugsun sem hefur gert stór umbótamál að veruleika á því kjörtímabili sem er að ljúka. Stjórnmál snúast nefnilega ekki aðeins um að setja fram stefnu og stefnumál heldur líka vinnubrögð – og heilindi.


TIL LEIGU ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU, VESTURENDI STRANDVEGI 47 ÞAR SEM LETURSTOFAN/ TÍGULL ER NÚ TIL HÚSA. HÚSNÆÐIÐ VERÐUR LAUST UM NÆSTU MÁNAÐARMÓT. GOTT RÚMLEGA 80 FM HÚSNÆÐI, UPPLÝSINGAR Í SÍMA 854-3303

AUGLÝSING UM KJÖRSTAÐ Í VESTMANNAEYJUM Kjörstaður í Vestmannaeyjum við alþingiskosningar

laugardaginn 25. september 2021 verður í Barnaskólanum, inngangar eru um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hefst kl. 9:00 árdegis og lýkur kl. 22:00 að kveldi sama dags.

Bænum verður skipt þannig í tvær kjördeildir: Í 1. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 21. ágúst 2021 við Ásaveg til og með Hásteinsvegi auk þeirra, sem eru óstaðsettir í hús og þeirra sem búa erlendis og njóta kosningaréttar á Íslandi.

Í 2. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 21. ágúst 2021 við Hátún til og með Ægisgötu auk þeirra, sem búa að Hraunbúðum og húsum er bera bæjarnöfn. Kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskírteini getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Aðsetur Yfirkjörstjórnar á kjördag verður á kjörstað í Barnaskólanum. Vestmannaeyjum, 14. september 2021 Yfirkjörstjórnin í Vestmannaeyjum Jóhann Pétursson, formaður Ólafur Elísson og Þór Ísfeld Vilhjálmsson


GEFÐU FRAMTÍÐINNI TÆKIFÆRI • Lækkum kostnað heimilanna • Þjónustuvæðum heilbrigðiskerfið • Sköpum sátt um sjávarútveginn

2. sæti Suðurland

Þórunn Wolfram Pétursdóttir

1. sæti Suðurland

Guðbrandur Einarsson


LEIÐIN TIL ÁRANGURS

„Hvernig dettur þér þetta í hug, Guðrún?,“ er spurning sem ég fæ oft frá fólki sem ég hitti á ferðalagi mínu um okkar ágæta Suðurkjördæmi nú í aðdraganda kosninga. Er þá fólk að vísa til þess að maður er vissulega lítið heima hjá sér, þeytist milli horna kjördæmisins frá morgni fram á nótt í sífelldu áreiti, ys og þys, og þegar heim er komið sér maður hvernig stofublómin fölna sökum hirðuleysis. Blessuð blómin fá þó sitt vatn og sína alúð á endanum. Svarið við spurningunni er þó jafnan hið sama: Ég er komin til að vinna, takast á við þau verkefni sem þarf, og gefa allt mitt í það. Ég hef alltaf verið dugleg, vön því að vinna mikið og það veitir mér ánægju að sjá afrakstur vinnu minnar. Ef ég get orðið fólki að liði líður mér vel. Það er enda hlutverk okkar sem störfum í stjórnmálum, þess vegna gef ég mig í þetta verkefni. Ég sé líka orkuna, viljann, spennuna, styrkinn, framsýnina og fegurðina

sem býr í fólkinu sem byggir og mótar okkar samfélag í Suðurkjördæmi. Hér er allt til staðar til að okkur geti gengið vel. Það er svo undir okkur sjálfum komið að sjá til þess að svo fari. Til að okkur takist ætlunarverk okkar þurfum við kjölfestu í stað glundroða, stefna ótrauð áfram og tryggja öllum stöðugleika, festu og frelsi til athafna. Þetta er leiðin til árangurs. Ég hef sagt við fólk að ég vilji sjá nærsamfélagið fá meira vægi í ákvarðanatöku um hvernig hlutirnir þróast heima fyrir. Fólkið í héraðinu lúti ekki boðvaldi ríkisins í málum sem stendur því nærri, svo sem í þjónustu heilbrigðisstofnana, menntamálum, þróun atvinnuuppbyggingar eða skipulagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. Hættan er sú að þeir stjórnmálaflokkar sem hallir eru undir miðstýringu komi sér fyrir við stjórn landsmála og blási út kerfi sem þrengir að hugmyndaríku og duglegu fólki með reglugerðafargani og ofurskattheimtu. Slíkt er ekki lík-

legt til árangurs og hugmyndafræðin á bakvið þannig stjórnarhætti situr á ruslahaugum sögunnar. Verkefnin framundan kalla á sterka leiðtoga, traust í samstarfi og trúverðugleika í orðum og athöfnum. Ég er komin á svið stjórnmálanna til að láta til mín taka. Ég finn velvild og traust hjá fólkinu sem ég hef hitt á förnum vegi og ég ætla mér að standa undir því trausti og vel það. Ég ætla mér líka, í samvinnu við kjósendur og Sunnlendinga alla að efla og styrkja stöðu Suðurkjördæmis strax á komandi kjörtímabili, vinna landinu okkar gagn og útbúa frjóan jarðveg til framtíðar, íslenskri þjóð til farsældar og heilla. Ég biðla til þín að taka þátt í þessari vegferð með mér með því að setja x við D á kjördag. Guðrún Hafsteinsdóttir Höfundur er oddviti D-lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi


Sjálfstæðisflokkurinn er val þeirra sem vilja að einstaklingurinn ráði sér sjálfur og afskipti ríkisins af því séu sem minnst. Hann vill lága skatta og ábyrgan rekstur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og á stóran þátt í þeirri sterku stöðu sem land og þjóð eru í núna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann getur unnið með öllum flokkum að stjórn landsins með það að leiðarljósi að treysta velferð íslensku þjóðarinnar. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN... • Mun lækka skatta enn frekar og tryggja að hærra hlutfall launa verði eftir hjá þeim sem afla þeirra. • Mun ekki setja fiskveiðistjórnunarkerfið í uppnám og verja þannig velferð starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækja. • Er eina mótvægið gegn hugsanlegri fjölflokka vinstristjórn • Vill efla heilbrigðisþjónustu á landinu og innleiða frekari fjarheilbrigðisþjónustu • Mun halda áfram með verkefni um sjúkraþyrlu • Vill að hluti auðlindagjalda renni í jöfnunarsjóð sveitarfélaga • Mun áfram vinna að bættum samgöngum milli lands og eyja í lofti og á legi • Vill klára rannsóknir á jarðlögum milli lands og eyja vegna jarðgangnagerðar • Mun viðhalda áframhaldandi hagvexti og lækka skatta • Vill leyfa nýtingu og virkjun á umhverfisvænni orku • Mun efla flutningsnet raforku • Mun draga úr bákni, stofnanavæðingu og eftirlitsiðnaði • Mun liðka fyrir störfum án staðsetningar svo sem í gegn um stafrænt Ísland og með möguleika á opinberum störfum án staðsetningar • Er andvígur frumvarpi um hálendisþjóðgarð

Sjálfstæðisflokkurinn er eina val þeirra sem ekki vilja að Íslandi verði stjórnað eins og Reykjavík er stjórnað í dag. Við sjáum þar að vinstri flokkum er ekki treystandi og reynast þeim mun verr, þeim mun fleiri þeirra koma saman.


VILTU HAFA ÁHRIF?

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna fjárhagsáætlunargerðar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2022 undir heitinu “Viltu hafa áhrif 2022?” Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna styrki til fjölda sýninga, menningartengd bókaútgáfa, leiktæki á opnum svæðum og göngustíga.

ÁBENDINGAR OG TILLÖGUR Áhugasamir einstaklingar og aðilar í Vestmannaeyjum sem vilja koma fram tillögum eða ábendingum varðandi fjárhagsáætlun 2022, eru hvattir til að koma þeim til skila í síðasta lagi 8. október 2021 á netfangið matthildur@ vestmannaeyjar.is, eða með hefðbundnum pósti á póstfangið Vestmannaeyjabær við Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum, b.t. Matthildar Halldórsdóttur. STYRKIR Á sama hátt er áhugasömum einstaklingum og aðilum bent á að sækja um styrki eða framlög vegna verkefna fyrir árið 2022, að senda umsóknir til bæjaryfirvalda í síðasta lagi 8. október 2021 á sama netfang eða póstfang. Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang umsækjenda, lýsing á verkefninu, áætluð upphæð og framkvæmdatími (þar sem við á). Ef sótt er um styrk til fjárfrekra verkefna þarf að koma fram sundurliðuð áætlun um einstaka kostnaðarliði. Skilyrði er að umsókninni fylgi greinargerð sem skýrir verkefnið sem sótt er um styrk til sem og síðasta skattframtal eða ársreikningur. Áskilinn er réttur til að krefjast frekari gagna, þyki þess þörf.HVERJUM ER TREYSTANDI?

Núna lofum við sem erum í framboði öllu fögru. Það er ekki nema von að margir hristi hausinn og velti fyrir sér af hverju ástandið er eins og það er á Íslandi ef allir vilja svona vel. Persónulega vil ég trúa því að langflestir fari út í stjórnmál af góðum hug, en svo fer fólk að rekast á veggi og áttar sig á því að það þarf að taka þátt í einhverjum „leikjum“ til að spila með og vera gjaldgengt í „hópinn“. Það er þá sem virkilega reynir á. Hefur „bláeygi“ frambjóðandinn styrkinn sem þarf, til að standa á sínu og taka langhlaupið? Eða gefst hann upp gegn ofureflinu, hvort sem það er flokksræðið, embættismannakerfið, þrýstingur sérhagsmunafla eða þetta allt og meira til, samanlagt? Flestir sem fara út í stjórnmál eru óskrifað blað hvað þetta varðar og erfitt að segja til um staðfestu þeirra þegar þeir eru komnir að kjötkötlun-

um. Aðrir hafa þegar sýnt sitt rétta andlit eftir mörg ár á Alþingi. Það er bæði hlægilegt og sorglegt í senn að hlusta á fólk sem hefði fyrir lifandis löngu getað verið búið að útrýma fátækt á Íslandi, afnema verðtryggingu lána heimilanna, bæta hag aldraðra, bæta hag öryrkja og byggja upp heilbrigðisþjónustu, svo að nokkuð sé nefnt, tala fjálglega um þessi mál – enn einu sinni, eftir margra ára svik. Að standa við stóru orðin Það er látið eins og þessi mál séu flókin en þau eru það ekki. Þessi mál snúast fyrst og fremst um forgangsröðun og ef fólk en ekki fjármagn og sérhagsmunir hefðu einhvern tíman verið í forgangi hjá þessu fólki og flokkum, væri löngu búið að gera þetta allt. Það er óafsakanlegt að læsa fólk, eins og öryrkja og aldraða í fátækra-

gildru og hana þarf að opna. Á meðan einhver á ekki til hnífs og skeiðar á Íslandi, þá á það að vera algert forgangsmál áður en farið er í nokkur önnur mál. Það ætti ekki einu sinni að þurfa að ræða það! Afnám verðtryggingar er ein lítil lagabreyting sem tekur enga stund að vinna, leggja fram og samþykkja. Flokkur fólksins á það frumvarp tilbúið. Heilbrigðisþjónustan er flóknara mál, en þar er engu að síður hægt að gera svo miklu betur strax með nokkrum einföldum aðgerðum eins og t.d. að auka heimaþjónustu við aldraða svo þeir getir farið heim að spítölum og fjölga þannig rúmum fyrir aðra þjónustu. Á sama tíma þarf að fara í uppbyggingu hjúkrunarheimila, þar sem öldruðum væri sýnd virðing og þeir ekki sviptir fjárhagslegu sjálfstæði vegna búsetu á þeim. Að eyða biðlistum er einfaldlega


verkefni sem þarf að ganga í, því það er engan veginn ásættanlegt að fólk þjáist að óþörfu í einu ríkasta landi heims, Þjáningar og skerðing lífsgæða verður aldrei metin til fjár, en þetta myndi þetta fljótt borga sig fyrir ríkið. Annar kostnaður vegna fólks á biðlistum er er svo sannarlega meiri en sá sem nemur einni eða tveimur aðgerðum. Þetta eru bara dæmi um það sem verður gert ef fólk en ekki fé, er sett forgang. Hvernig geta kjósendur „mælt“ staðfestu og trúverðugleika frambjóðenda? Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki hægt en þó má oft finna einhverjar vísbendingar. Við vitum öll að það er sorglega sjaldgæft að frambjóðendur standi við loforð sín. Það er hins vegar þekkt að það er fyrst undir pressu sem þinn innri maður kemur í ljós. Ég ætla að leyfa mér að vitna í Dr. Phil, sem hefur stundum rétt fyrir sér. Hann segir oft að besti mælikvarðinn á það hvernig þú bregst við í framtíðinni, sé hvernig þú hefur brugðist við í fortíðinni. Engin veit hvað framtíðin ber í skauti sér þannig að í mínum huga snýst spurningin um trúverðugleika frekar um hvað við höfum séð til frambjóðenda í fortíðinni frekar en einstök mál. Margir frambjóðendur eru óskrifað blað en aðrir hafa sýnt úr hverju þeir eru gerðir, hvort sem það er með jákvæðum eða neikvæðum hætti. Þekkt fyrir baráttu og að gefast aldrei upp Ég get stolt lagt fyrir kjósendur „fortíð“ mína og Flokks fólksins. Inga Sæland og Guðmundur Ingi hafa barist eins og ljón fyrir hagmunum öryrkja, aldraðra og fátækra inni á Alþingi og aldrei gefið tommu eftir. Á síðasta vetri lögðu þau fram hátt í 40 mál, sem er sennilega met hjá þing-

flokki og alveg klárlega ef miðað er við höfðatölu hans. Þau komu þremur þessara mála í gegn en hinum var öllum hafnað af sama fólkinu og hefur nú sett þau á loforðalistann sinn! Hvað mig sjálfa varðar þá hef ég staðið í framlínu baráttunnar fyrir hagsmunum heimilanna, gegn einum sterkustu sérhagsmunaöflum landsins, fjármálakerfinu sjálfu. Ég hef sýnt að ég tekst algjörlega óhrædd á við þau og ég muni aldrei gefa neitt eftir, hvorki í baráttu við þau né fyrir öðrum réttlætismálum. Ég og Flokkur fólksins bjóðum fram krafta okkar fyrir þig og þína hagsmuni. Hvern vilt þú hafa í þínu liði? Settu X við F fyrir þína framtíð! Ásthildur Lóa Þórsdóttir Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi


LAGERSALA Á STRANDVEGI ÞESSA VIKUNA! Kíktu við... heimadecor.is

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,

GUÐRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR

Nýliða og unglingastarf

áður búsettri á Brimhólabraut 13, Vestmannaeyjum

Björgunarfélags Vestmannaeyja

Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkrunarog dvalarheimilinu Hraunbúðum.

Unglingadeildin er opin öllum krökkum í 8.-10. Bekk, æfingar eru klukkan 20:00 alla miðvikudaga

Hjálmar Guðmundsson, Pálína Úranusdóttir Ólafur Guðmundsson, Hrefna Guðjónsdóttir Sigurjón Guðmundsson Guðni Guðmundsson, Þórdís Njarðardóttir Sigrún Guðmundsdóttir ömmu- og langömmubörn

er hafið á ný eftir árs langa pásu.

Nýliðastarfið er opið öllum 16 ára og eldri, æfingar eru klukkan 20:30 alla fimmtudaga


Brjótum múra bætum þjónustu! Flokkur fólksins krefst þess að yfirvöld hætti strax að veikja heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni. Nýtum fullbúnar skurðstofur! Leyfum konum að fæða í heimabyggð! Burt með biðlista!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Georg Eiður Arnarson

Elín Fanndal

Sigrún Berglind Grétarsdóttir

Oddviti í Suðurkjördæmi

2. sæti í Suðurkjördæmi

3. sæti í Suðurkjördæmi

4. sæti í Suðurkjördæmi

Settu X við F – fyrir þína framtíð!


LÝÐRÆÐI - EKKERT KJAFTÆÐI 1. sæti Álfheiður Eymarsdóttir

Píratar stefna að sjálfbæru velsældarsamfélagi þar sem grunnþörfum allra er mætt óháð búsetu Við hugsum til framtíðar og viljum tryggja öllum tækifæri, þar sem skapandi lausnir ráða för í opnu, stafrænu og lýðræðislegu samfélagi. Nýsköpun í héraði er fjárfesting í framtíð byggðar um allt land Við erum með nýsköpunarstefnu í 20 liðum og framsækna menntastefnu sem byggir á námsstyrkjum. Við viljum störf án staðsetningar, einnig nám, nýsköpun, rannsóknir og þróun lóðbeint í hérað. 1. VELSÆLDARSAMFÉLAGIÐ Píratar stefna að sjálfbæru velsældarsamfélagi þar sem grunnþörfum allra er mætt. Við viljum hugsa til framtíðar og tryggja jöfn tækifæri í sjálfvirknivæddu samfélagi, þar sem skapandi lausnir ráða för í opnu, stafrænu og lýðræðislegu samfélagi.

Framtíðarsýn Pírata hvílír á: • • • • • • •

Nýsköpunarstefnu í 20 liðum Framsæknu menntakerfi sembyggir á námsstyrkjum Markvissri fækkun skerðingaþangað til þær hverfa endanlega Nýjum tón í útlendingamálum og Útlendingastofnun lögð niður Gjaldfrjálsri heilbrigðis- oggeðheilbrigðisþjónustu Skaðaminnkun, afglæpa-væðingu og forvörnum í vímu-efnamálum Uppstokun og uppbyggingu áhúsnæðismarkaði

Forsendan fyrirríkisstjórnarsamstarfi

3. UMHVERFISOG LOFTLAGSHUGSUN Staðan í loftslagsmálum kallar á róttækar breytingar og Píratar ætla að svara því kalli. • • • • •

Draga úr losungróðurhúsalofttegunda um 70% Kolefnishlutleysi árið 2035 Ábyrgðin færð á stjórnvöld ogmengandi stórfyrirtæki Jákvæðir hvatar til að flýtagrænvæðingunni Orku forgangsraðað í þágusmærri notenda

2. NÝJA STJÓRNARSKRÁIN Píratar ætla að efna loforðið um að íslenska þjóðin fái nýja stjórnarskrá.

4. VIRKAR VARNIR GEGN SPILLINGU Spilling kostar samfélagið okkar háarfjárhæðir á hverju ári.

5. RÓTTÆKAR BREYTINGAR Í SJÁVARÚTVEGI Píratar líta á sjávarauðlindina sem sameiginlega og ævarandi eigníslensku þjóðarinnar.

Ný stjórnarskrá á grundvelli vinnustjórnlagaráðs Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliðaþarnæstu kosningum


• • • •

Eign þjóðarinnar á auðlindinnistaðfest í stjórnarskrá Uppboð á aflaheimildum ogfrjálsar handfæraveiðar Allur afli í gegnum innlendanmarkað og verðlagsstofaskiptaverðs lögð niður Refsivert að láta sjómenn takaþátt í kaupum eða leigu útgerða áaflaheimildum.

6. EFNAHAGSKERFI 21. ALDARINNAR Píratar tala fyrir nýrri hugmyndafræði íefnahagsmálum. Hugmyndafræði semvefur saman samfélag og náttúruþannig að hagkerfið taki tillit til fleiriþátta en þeirra sem eru með verðmiða. • • • •

2. sæti Lind Draumland

3. sæti Hrafnkell Brimar Hallmundsson

Ný mælitæki í stað þess aðeinblína á hagvöxt Mengandi og auðugir berabyrðarnar Öll opinber útgjöld endurskoðuð Hærri persónuafsláttur og dregiðúr skerðingum

4. sæti Eyþór Máni Steinarsson

5. sæti Einar Bjarni Sigurpálsson


10 TIL 60 % AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM LOKUM FRÁ OG MEÐ 26. SEPTEMBER

VERTU MEÐ OKKUR @leturstofan /leturstofan

FRAMUNDAN ERU FRAMKVÆMDIR & BREYTINGAR BÚÐIN VERÐUR ÞVÍ LOKUÐ Í OKTÓBER, EN VIÐ MINNUM Á AÐ ÞAÐ ER ALLTAF OPIÐ INNÁ PÓLEY.ISTASTE SUPER DAIRY

MORGUN TILBOÐ VIRKA DAGA FRÁ OPNUN TIL 10:00 HELGAR FRÁ 11:00 – 12:00

1.095 kr. 1.295 kr. BOOZT OG SAFAR 600 ml.

SKÁLAR 500 ml.