LífsKraftur er gefinn út af Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum. Fyrsta útgáfa bókarinnar kom út árið 2003 en síðan hefur bókin verið endurprentuð fjórum sinnum. Ritið inniheldur hagnýtar upplýsingar fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur þeirra og vini. Tilgangur þessarar útgáfu er að safna saman á einn stað upplýsingum, fræðsluefni og bjargráðum sem koma að gagni fyrir þennan hóp. Að þessu sinni hefur allt efni LífsKrafts verið yfirfarið og endurskrifað og það gert aðgengilegra. Vonandi svarar bókin þeim spurningum sem vakna hjá þér eða ástvinum þínum eftir greiningu, eða síðar, og hjálpar þér og þínum að takast á við það ferli sem framundan er.
LífsKraftur er gjöf Krafts til þín