2 minute read

Ráð til aðstandenda

Next Article
Fallnir félagar

Fallnir félagar

Vinsæl spurning til krabbameinsgreindra er „hvernig líður þér?“ En vill fólk í raun og veru fá langa svarið um allt það sem krabbameinsmeðferð fylgir eða vill það bara fá ég hef það fínt. Gæti mögulega verið betra að spyrja um hvernig er staðan á þér í dag og þá getur viðkomandi gefið bara stutta svarið þá stundina.

Ekki draga úr þínum hversdaglegu uppákomum af því þú ert að tala við krabbameinsgreindan einstakling. Ef þetta er það sem þið hafið verið að ræða alla jafna fyrir greiningu ekki hætta því. Allt sem tengir við „normal“ lífið fyrir greiningu gefur ákveðið frí frá endalausu krabbameinstali.

Advertisement

Síðast en ekki síst ekki segja „láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig“ gerðu frekar bara eitthvað. Komdu í heimsókn og með veitingar með þér, lagaðu til, passaðu börnin, taktu þvottinn, kauptu í matinn, eldaðu kvöldmatinn bara hvað eina sem gæti létt undir hjá viðkomandi er velkomið.

Að vera jákvæður í tali og tala um uppbyggjandi hluti, plana eitthvað í framtíðinni sem hægt væri að hlakka til að meðferð lokinni.

Sumargrill

Ár hvert heldur Kraftur sumarveislu sína í júní þar sem við komum saman með fjölskyldum og vinum og njótum þess að vera til. Alls konar skemmtun er í boði, grill, útreiðar, tónlist og hoppukastalar svo eitthvað sé nefnt.

Festival

Lífið er núna Festivalið var haldið í annað sinn með pompi og prakt í september þar sem um 60 félagsmenn komu saman. Markmið Festivalsins var að leiða saman félagsmenn, hitta aðra í svipuðum sporum, fræðast og skemmta sér. Þátttakendur geta farið á hinar ýmsu vinnustofur yfir daginn sem miða að fræðslu annars vegar og hreyfingu hins vegar. Um kvöldið er svo haldið sturlað partý og veisla og í þetta sinn kom Stuðlabandið og tryllti mannskapinn á dansgólfinu. Festivalið er haldið annað hvert ár.

Lífið er núna helgi

Einu sinni til tvisvar á ári fá félagsmenn í Krafti tækifæri til að taka þátt í Lífið er núna helgum sem eru endurnærandi og ævintýralegar helgar. Í nóvember héldum við norður á Strandir á Hótel

Laugarhól þar sem m.a. var farið í markmiðasetningu, gönguferðir, matargerð, jóga, flot og fleira. Kvöldum var svo eytt í ógleymanlegar kvöldvökur sem eru ómissandi í svona ferðum og allir komu endurnærðir heim eftir helgina.

Aðventukvöld

Í fjölmörg ár hefur Kraftur staðið fyrir aðventukvöldi í aðdraganda jóla. Þessi viðburður er einstaklega kósý og skemmtilegur bæði fyrir börn og fullorðna. Happdrætti, kræsingar, upplestur, jólasprell og hátíðlegur söngur koma svo sannarlega með jólin í hjarta félagsmanna okkar.

Kvennastund og Strákastund

Í mars og október stendur Kraftur fyrir sérstökum kvöldum fyrir stráka annars vegar og stelpur hins vegar í tengslum við Mottumars og Bleiku slaufuna. Á þessum stundum er fólk hvatt til að koma og hlusta á reynslusögur frá öðrum. Við lærum svo mikið af reynslu annarra og það hjálpar svo mikið að geta speglað sig í öðrum hvort sem þú hefur greinst með krabbamein eða ert aðstandandi.

Páskabingó

Það var brjálað stuð á hinu árlega Páskabingói Krafts í mars þar sem Lalli Töframaður lék á alls oddi og töfraði fram hverja töluna á fætur annarri og stýrði bingóinu af sinni alkunnu snilld. Hann tók ekkert illa í það að vera æviráðinn á þennan viðburð og erum við þegar farin að hlakka til næstu páska.

This article is from: