
8 minute read
„Fólk getur varla hreyft sig þarna“
„Þrengslin þarna eru yfirgengileg. Að það skuli varla vera hægt að komast á nema eina snyrtingu með góðu móti ef maður þarf að vera með lyfjastatífið með sér, að fólk geti varla leyft börnunum sínum að koma til að sjá hvernig þetta er, að aðstandendur sem vilja heimsækja fólk eða vera með sínu fólki í einhvern tíma, að þeir upplifi sig bara beinlínis fyrir og þurfi að sitja á einhverjum prikum. Að það sé ekki einu sinni pláss fyrir sjálfsala inni á deildinni eða aðstaða til þess að stíga upp úr stólnum, setjast eitthvað annað og fá sér einhverja næringu. Fólk getur varla hreyft sig þarna. Þetta er auðvitað bara glatað og gott viðmót starfsfólk dugar ekki til.“
Þetta segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, í samtali við Kraftsblaðið um aðstöðuna á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, 11B og 11C. Fyrir tveimur árum síðan, á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2021, samþykkti félagið að veita stjórnvöldum allt að 450 milljónum króna til að bæta aðstöðu deildarinnar.
Advertisement
Ári síðar dró félagið þá ákvörðun til baka, enda segir Halla að svo virðist sem peningar séu ekki vandamálið þegar kemur að því að bæta aðstöðuna á 11B og 11C. Vandamálið sé frekar það að öll húsnæðismál Landspítalans séu í ákveðinni deiglu, það þurfi að gera þarfagreiningar og úttektir í samhengi við nýja Landspítalann og allt taki það tíma. Staðreyndin sé hins vegar sú að ráðast þurfi í aðgerðir núna vegna aðstöðunnar á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, það geti einfaldlega ekki beðið.
Ómögulegt að veita heildræna meðferð vegna aðstöðunnar
En spólum aðeins til baka. Hvernig kom það til að Krabbameinsfélagið samþykkti á sínum tíma að veita allt að 450 milljónum til að bæta aðstöðuna?
„Ætli það sé ekki í kringum 2018 sem við eigum samtal við yfirmenn spítalans sem fóru fyrir krabbameinsþjónustunni og spyrjum þau hverju sé brýnast í þeirra huga að ráða bót á? Hvar kreppir skóinn helst? Og þá var það enginn vafi hjá þeim, það er aðstaða þessara deilda. Svo er farið að skoða þetta. Við auðvitað vitum það, við sem höfum verið þarna annað hvort sem sjúklingar eða aðstandendur að langstærstur hluti þeirra sem fá lyfjameðferð við krabbameini fara í gegnum þessa deild,“ segir Halla sem sjálf fylgdi móður sinni í gegnum lyfjameðferð á deildinni og sinnti auk þess fólki sem var fékk lyfjameðferð þar í nokkur ár, þegar hún starfaði sem sálfræðingur á spítalanum.
„Mín reynsla er auðvitað ekki það sem máli skiptir í þessu en ég man þegar ég heimsótti mömmu þegar hún fékk fyrsta lyfjakúrinn. Þá var hún inni á stærstu stofunni. Hún var auðvitað óörugg og í algjörlega ókunnugu umhverfi og að gera eitthvað sem hún hafði aldrei gert áður. Sat þarna með fjölda fólks og þegar ég kom að heilsa upp á hana þá var ég í raun og veru að tala við allavega fjóra. Þetta er auðvitað ekki hægt. Sjá svo hjúkrunarfólkið sem á að gæta topp öryggis í allri sinni vinnu, svona þrengsli gera það mjög erfitt, það segir sig sjálft. Það er ekki hægt annað en hafa áhyggjur af því að það sé ekki hægt að ná bestum árangri af meðferðinni sem verið er að veita við þessar aðstæður.“
Nálgunin í krabbameinsmeðferð eigi að vera heildræn en það sé ómögulegt að veita slíka meðferð vegna bágborinnar aðstöðu. Starfsfólkinu sé þannig í raun gert ókleift að sinna sinni vinnu eins og það myndi vilja.
Kaffistofan eins og sardínudós
Halla segir að þegar Krabbameinsfélagið hafi farið af stað að ræða þetta og vekja athygli á aðstöðunni þá hafi málið ekki verið í neinni umræðu.
„Starfsfólkið virðist mér ekki kvarta mjög mikið. Það vinnur örugglega margt af hugsjón og bítur bara á jaxlinn, það er vant því að vinna við erfiðar aðstæður. Og sjúklingarnir og aðstandendurnir bera auðvitað mjög mikla virðingu fyrir þeim sem eru að sinna þeim og sjá hvað þau er að leggja sig fram við erfiðar aðstæður. Þeir kvarta ekki heldur.
Við skulum ekki gleyma því að í mörgum tilvikum er fólk beinlínis að berjast fyrir lífi sínu. Það ætlar ekki að setja neitt í uppnám í þeirri stöðu og svo líka hefur það bara svo mikla samkennd með fólkinu sem er að sinna því að það þegir bara. En þegar við fórum að skoða þetta og fórum að tala við fólk þá auðvitað segja allir sömu söguna. Bara þetta að geta ekki staðið upp og liðkað sig aðeins. Að þurfa að bíða og bíða. Einhver sagði: Það er oftar en einu sinni, oftar en tvisvar sem ég hef bara sagt: Ég verð svo stutt, ég skal bara fá lyfin hér, þá kemst næsti í stólinn.“
Halla líkir aðstöðunni, til dæmis á kaffistofu sjúklinga, við sardínudós.
„Fólki finnst þetta ömurlegt og það er bara fyrir neðan allar hellur að bjóða fólki í þessari stöðu upp á þessa aðstöðu.“
Landspítalinn eigi hugmyndir um lausn
Halla segir að þegar félagið hafi verið sem mest að skoða þessi mál hafi þau fengið upplýsingar um að það sé veitt lyfjameðferð á 11B fyrir 1,3 milljarða á ári. Það sé engin smáræðisfjárfesting, fyrir utan alla þá fjárfestingu sem fólk leggur sjálft í sína meðferð.
„Í mínum huga þá snýst þetta um það að ef við ætlum að fá hámarksábata af þessari fjárfestingu þá verðum við að bæta aðstöðuna.
Við verðum að veita meðferð við þannig aðstæður að sem bestur árangur náist. Það er ekki við þessar aðstæður í dag, ég er alveg klár á því,“ segir Halla og bendir á að Landspítalinn eigi hugmyndir um lausn á vandanum og hún hafi verið forsenda fyrir því að félagið tók ákvörðun um að veita fé til verkefnisins á sínum tíma.
Það sé ekki endilega lausn til mjög langs tíma og kannski ekki einu sinni besta lausnin en sú lausn sem Landspítalafólk taldi besta á þeim tíma. Lausnin fólst í að klára svokallaða K-byggingu spítalans. Lausnin sé að byggja lyftuhús svo hægt sé að nýta alla bygginguna fyrir sjúklinga, innrétta húsnæðið upp á nýtt og færa dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga þangað. Halla segir að kostnaðaráætlun hafi verið til fyrir þessa lausn en eftir því sem hún komist næst núna standi líklega ekki til að fara í þær framkvæmdir.
„Fólk getur varla hreyft sig þarna“
„Krabbameinsfélagið lofar því á aðalfundi sínum 2021 að ef stjórnvöld séu tilbúin til að setja þetta verkefni í forgang og hefjast strax handa þannig að ný deild verði tilbúin á þremur árum þá sé félagið tilbúið að setja í það allt að 350 milljónir króna og setja svo í gang sérstaka söfnun til að upphæðin verði 450 milljónir króna í allt. Við kynntum þetta auðvitað fyrir stjórnvöldum og Landspítala en það komu í raun og veru engin viðbrögð. Þetta var skilyrt ákvörðun og ekki þannig að félagið millifærði upphæðina, ekki peningar sem voru réttir spítalanum sem slíkum, heldur fjármunir sem félagið var tilbúið til að leggja til byggingarinnar ef stjórnvöld tækju undir og settu verkefnið af stað. Þegar það lá fyrir að það yrði ekki og loforð félagsins skipti ekki máli, á aðalfundinum 2022, þá var það í raun sjálfgefið að ákvörðunin félli úr gildi. Af því að þetta hafði augljóslega ekki virkað. Við náðum í gang mikilli umræðu um málið sem var auðvitað mjög jákvætt, það komst á dagskrá en það var alveg augljóst að þetta snerist ekki um peninga, það var ekki vandinn,“ segir Halla.
Mikil fjölgun krabbameinstilfella á næstu árum
Hver var þá vandinn?
„Öll húsnæðismál spítalans voru og eru í einhverri deiglu. Það liggur fyrir að í næsta áfanga nýja Landspítala á að byggja dag- og göngudeildarhús og auðvitað hlýtur að vera best að krabbameinsþjónustan fari í splunkunýtt og fínt hús. En hvernig sem á það er litið er ekki hægt að bíða eftir því, það verður að bregðast við þessu aðstöðuleysi núna og alveg sama hver ákvörðunin er til framtíðar þá verður að búa til einhverja bráðabirgðalausn. Það kæmi ekki á óvart að slíka lausn þyrfti að nýta í 10 ár,“ segir Halla og bendir í því samhengi á spá um mikla fjölgun krabbameinstilfella á allra næstu árum.
Nú greinast um 1.800 manns á ári en því er spáð að árið 2030 verði sú tala komin upp í 2.300 manns. Þá séu mun fleiri á lífi í dag sem hafa greinst með krabbamein en voru um síðustu aldamót og fer fjölgandi.

„Árið 2000 voru 7.500 manns á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Tuttugu árum seinna, í árslok 2021, þá eru það rétt um 17.000 manns. Því er spáð að árið 2030 verði þessi tala komin upp í 26.000 og árið 2040 í 30.000. Við vitum auðvitað ekki hversu stór hópur er áfram þjónustu þegar spítalans en það verður örugglega mikill fjöldi. Þessi spá liggur fyrir og það er mjög bæði ábyrgðarlaust og grafalvarlegt að ætla ekki að vera undirbúin,“ segir Halla.
Kraftsblaðið sendi fyrirspurn á heilbrigðisráðuneytið til að forvitnast um stöðuna varðandi bætta aðstöðu á 11B og 11C. Meðal annars var spurt út í hvort þarfagreiningu væri lokið en fram kom í svari ráðherra við fyrirspurn á þingi haustið 2022 um málið að ráðast þurfi í þarfagreiningu og endurmat á þörfum fyrir húsnæði sjúkrahússins. Í svari ráðuneytisins sem barst í lok mars síðastliðinn segir:
Heilbrigðisráðuneytið átti nýlega góðan fund með fulltrúum Krabbameinsfélags Íslands (KÍ) þar sem rædd voru ýmis mál tengd krabbameinsþjónustu og stöðu krabbameinsáætlunar stjórnvalda. Umræddir fjármunir voru ekki til umfjöllunar á þeim fundi, enda upplýsti KÍ ráðuneytið með bréfi dags.
31.05.2022 að ákvörðun KÍ um að leggja allt að 450 m.kr. til byggingar nýrrar dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga hefði fallið úr gildi með ákvörðun aðalfundar í maí 2022. Í bréfinu kom jafnframt fram að fyrirhugað væri nýta fjármunina til framgangs markmiða félagsins.
Það skal tekið skýrt fram að heilbrigðisráðuneytið mat mikils rausnarlegt tilboð KÍ. Eins og kom fram í tilvitnuðu svari ráðherra við fyrirspurn á Alþingi varðandi málið, skorti forsendur til að þiggja fjármagnið, þar sem ekki lá fyrir sú þarfagreining sem er grundvöllur uppbyggingar framtíðarhúsnæðis þessarar þjónustu. Vinna við þarfagreininguna stendur yfir. Þess má einnig geta að á næstunni verður kynnt fyrsta áfangaskýrsla stýrihóps (Stýrihópur um verkefni nýs Landspítala ohf.) um nýjan Landspítala við Hringbraut þar sem fjallað er um stöðu framkvæmda í fyrsta áfanga verkefnisins og framhald uppbyggingarinnar í öðrum áfanga þessa risavaxna verkefnis. Á grundvelli áfangaskýrslunnar og þegar niðurstöður þarfagreiningarinnar liggja fyrir mun fasi 2 í uppbyggingu NLSH hefjast. Þar verður lögð áhersla á að tryggja uppbyggingu fyrir þjónustuna, og einnig verða komnar forsendur fyrir viðræðum við haghafa um framhaldið, þ.m.t. KÍ.
Ljóst er að Landspítali hefur farið í mikla og góða vinnu vegna deilda 11B og 11C og hafi náð að hámarka nýtingu á því plássi sem deildirnar hafa nú þegar, þótt enn vanti upp á plássið. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra heimsótti deildirnar nýlega og leggur mikla áherslu á að vinna að bættri aðstöðu sjúklinga og starfsmanna eins fljótt og auðið er. Því er nú verið að skoða allar mögulegar leiðir varðandi aukið rými fyrir starfsemi þessara deilda.
Njalli féll frá fyrir fimm árum síðan og því ákváðu meðlimir þriggja af vinsælustu sveitaballahljómsveitum landsins; Vinir vors og blóma, Land og synir og Sóldögg að stíga á stokk og heiðra minningu hans. Njalli var hljómborðsleikari í öllum þessum hljómsveitum og fleirum til. Hann greindist með ristilkrabbamein í maí 2016 og lést tveimur árum síðar. Hann tók þátt í átaki Krafts árið 2018 þar sem hann fullyrti að krabbamein fer ekki í manngreinarálit því allir geta fengið krabbamein. Dóttir hans, Katla, hefur eftir andlát hans einnig verið með okkur í Krafti og söng á tónleikunum ásamt fjölda annarra sem fram komu. „Hann átti þetta skilið. Þetta er eitt það besta en jafnframt því erfiðasta sem ég hef gert, og ég söng með kökkinn í hálsinum,” sagði Katla að tónleikunum loknum.

Nokkrir valinkunnir hljómborðsleikarar skiptumst á um að fylla vandfyllt skarð Njalla á hljómborðinu. Þar var valinn maður í hverju rúmi: Andri Guðmunds, Þórir Úlfars, Kjartan Valdemars, Ríkharður Arnar og Jakob Frímann. Svo mættu leynigestir á við Herra Hnetusmjör og Jens Hansson og gerðu allt brjálað á tónleikunum. „Vááá, það er erfitt að lýsa því sem gerðist á laugardagskvöldið, eða bara allan daginn. Ég sjálfur datt í trans og svo gerðust bara töfrar. Við vorum ekki beint með neinn aðila sem kallaði menn á svið en það bara vissu allir upp á hár hvað þeir áttu að gera
VÁÁÁÁÁÁ —TAKKKKKKKK.
Þetta er hreinlega það fyrsta sem hægt er að segja og í raun hrópa þegar hugsað er um styrktartónleikana
„Takk Njalli“ sem haldnir voru í Háskólabíó um miðjan maí. Það voru vinir Njáls
Þórðarsonar sem tóku sig til og héldu magnaða tónleika til styrktar Krafti og heiðruðu minningu hljómborðsleikarans síns Njáls sem var betur þekktur sem Njalli.