
9 minute read
Börnin gáfu mér styrk til að halda áfram
Covid,
heilsubrestur, andlát í fjölskyldunni, sorg og krabbamein. Allt þetta og meira til hefur haft mikil
Advertisement
áhrif á líf ungu hjónanna Kristjönu Björk Traustadóttur og Atla Viðars Þorsteinssonar síðustu árin. Það hefur heldur betur margt dunið á hjá þeim en þau voru svo yndisleg að leyfa okkur að skyggnast inn í líf sitt og segja frá sinni reynslu því þau telja að það geti hjálpað öðrum.
„Við kynntumst árið 2012, þá var Kristjana í háskólanum og ég að vinna við hugbúnaðargerð. Ég sá hana á balli og hitti hana eiginlega óvænt daginn eftir á Grillhúsi Guðmundar í gegnum sameiginlega vini. Þar dró hún upp harðfisk og nældi sér í bita inni á staðnum. Mér fannst hún algjört æði og þetta svo geggjað athæfi. Svo að ég „stalkaði“ hana eiginlega á internetinu þar til hún loksins byrjaði með mér og hér erum við enn,“ segir Atli hlæjandi.

Atli og Kristjana bjuggu um tíma í Reykjavík en fluttu svo til Finnlands í eitt ár þar sem Kristjana var í textílnámi. Þegar þau komu aftur heim keyptu þau hús í Hveragerði sem þau ætluðu að leigja út en í ljós kom að húsið krafðist mikilla viðgerða. Ákvörðun var því tekin um að flytja í húsið, gera við það í leiðinni og reyna þannig að spara við sig. Þau giftu sig í húsinu árið 2016, héldu þar litla veislu fyrir sína nánustu og skelltu sér svo til Reykjavíkur á Bar Ananas þar sem þau stigu sinn fyrsta dans sem hjón. Þegar barneignir voru handan við hornið var húsið svo selt þar sem það var ekki mjög barnvænt en Kristjana og Atli sitja þó sem fastast í Hveragerði og vilja hvergi annars staðar vera.
Héldum að við hefðum meiri tíma
Í mars árið 2021 greindist bróðir Atla með taugaendakrabbamein. Hann var búsettur í
Svíþjóð og þar sem COVID-faraldurinn var á þessum tíma sem mestur gafst ekki tækifæri til að heimsækja hann. „Vanalega bregst þetta krabbamein frekar vel við meðferð en hann var með sérstaka útgáfu sem tók illa við meðferðinni. Við vorum sjálf þarna á kafi með tvö lítil börn og ég að vinna mikið. Við vorum alltaf á leiðinni til hans. Það trúði því enginn að hann væri að fara deyja,“ segir Atli. Þau fengu hins vegar staðfest í ágúst að krabbameinið væri ólæknandi og að hann ætti einungis nokkra mánuði eftir.
„Ég fæ símtal frá konunni hans um að honum sé að hraka svakalega og að við þurfum að koma fljótt til Svíþjóðar ef við viljum ná að hitta hann áður en hann deyr. Ég, mamma, stjúpi minn og bróðir mömmu fljúgum til Svíþjóðar 2. september og systir mín flýgur frá Stuttgart. Þegar við lendum í Svíþjóð þá bíða mín skilaboð um að við þurfum að drífa okkur strax upp á spítala. Við bjuggumst við að eiga a.m.k. viku með honum. Gerðum okkur grein fyrir að þetta væri síðasta heimsóknin en datt ekki í hug að þetta myndi gerast svona,“ segir Atli. Þau rétt náðu á sjúkrahúsið að kveðja hann áður en hann dó. Vikan sem átti að fara í að vera með bróður hans fór í að halda utan um hvert annað í Svíþjóð. „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur öll en svakalega erfitt fyrir mömmu að missa barnið sitt. Síðan þegar Kristjana fékk krabbamein þá hugsuðum við bara hvernig í ósköpunum eigum við að segja mömmu frá þessu,“ bætir Atli við.
Áfall ofan á áföll brjósti. Hann sagðist vilja að ég færi í myndatöku hjá
Kristjana greindist með brjóstakrabbamein í mars árið 2022 þá einungis 33 ára. Á þessum tímapunkti var hún nýbyrjuð að vinna eftir fæðingarorlof en hafði greinst með áráttu- og þráhyggjuröskun sem og þunglyndi og kvíða eftir barneignir. Það var mikið búið að ganga á síðasta árið hjá þeim. Heilsubrestur hjá Kristjönu, andlát bróður Atla, Atli missti vinnuna, Mannlíf ritstal og afskræmdi minningargrein sem Atli skrifaði um bróður sinn og er nú í málaferli og svo krabbameinsgreining sem algjörlega fyllti mælinn. „Þegar læknirinn sagði mér að ég væri með krabbamein þá kom aldrei eitthvað sjokk og ég fór ekkert að gráta. Það var eiginlega bara eins og að hann væri að segja mér að það væri pizza í matinn,“ segir Kristjana.
Kristjana hafði verið að glíma við brjóstasýkingu þegar hún var með börnin á brjósti en það eru bara 22 mánuðir á milli þeirra. Það seitlaði úr brjóstinu á henni og hélt hún að það væri mjólk sem væri ekki að ná að komast út úr brjóstinu. Hún var afskaplega þreytt, fannst hún vera þreyttari en aðrar mæður í kringum sig. Hún hafði fengið meiri orku eftir meðferð sem hún fékk við áráttu- og þráhyggjuröskuninni en fannst hún samt vera orkulítil. Annað brjóstið á henni var aðeins öðruvísi í laginu en svo fór hún til læknis út af einhverju allt öðru og ákvað að spyrja hann út í þetta í leiðinni.

Domus, hefur greinilega fattað strax hvað þetta var. Svo gerðist þetta bara allt svo hratt. Ég fór til læknisins 16. mars og 30. mars fékk ég greininguna.
Þegar ég fæ greininguna þá bara - BAMM - þarna kom skýringin. Það er búið að vera myndast krabbamein í líkamanum á mér og þess vegna var ég svona þreytt,“ bætir Kristjana við.
Kristjana fór í sex sterkar lyfjagjafir og svo í skurðaðgerð þar sem hægra brjóstið var tekið. Hún ákvað að fara ekki í uppbyggingu og finnst í raun skrýtið hvernig kerfið miðar að því að konur fari í uppbyggingu eftir brjóstnám. „Ég er núna búin að vera að fá lyf í æð á þriggja vikna fresti í heilt ár og kláraði síðustu lyfjagjöfina núna í lok apríl en verð á andhormónatöflum næstu 5-10 árin. Ég var heppin að æxlið hafði ekki dreift sér og var því skurðtækt en í kjölfarið vildi ég alls ekki fá púða sem taldir eru vera krabbameinsvaldandi, eða færa fitu annars staðar af líkamanum til að fá brjóst með tilheyrandi inngripi. Það er ekki eins og líkaminn á mér sé ekki búinn að ganga í gegnum nægilega mikið og það er ekki eins og ég þurfi brjóst til að sinna mínu daglega lífi,“ bætir hún við.
Búið að vera ógeðslega erfitt
Atli og Kristjana viðurkenna alfarið að þetta sé búið að vera afskaplega erfitt tímabil hjá þeim. „Ég missi bróðir minn í september, jarða hann í byrjun október, um miðjan október sé ég ritstolnu minningargreinina hans Reynis Traustasonar í Mannlífi og svo missti ég vinnuna í byrjun nóvember. Ofan á allt annað vorum við, og erum, með tvö ung börn með öllu sem þeim tilheyrir. Ég hreinlega bara spíralaði niður, svaf sama og ekki neitt. Ef ég svaf fékk ég martraðir,“ segir Atli. Þegar hann hafði haft tækifæri og tíma til að vinna í sorgarferlinu sínu þá hafði hann í byrjun mars ákveðið að leita sér að vinnu en þá greindist Kristjana með krabbameinið. „Við ákváðum að hann myndi hætta að leita að vinnu. Það yrði nauðsynlegt að hafa hann heima næstu mánuði,“ bætir Kristjana við.

Atli fór þá að einbeita sér að plötusnúðamennskunni en þau voru heppin með að Covid-ástandinu létti í mars og fólk var búið að bíða lengi eftir að halda brúðkaupsveislur og árshátíðir og annað eins. Þegar Kristjana greindist stofnuðu systur hennar reikning sem vinir og vandamenn lögðu inn á. „Það var ómetanlegt og mikil aðstoð í því. Sá peningur fleytti okkur í gegnum fyrstu mánuðina. Næstu mánuði voru það DJ giggin og peningahjálp frá fjölskyldu. Svo kom á daginn að við fengum peninga út úr tryggingunum - ég mæli því með sjúkdómatryggingu.“ ekki undir trygginguna. Þegar peningurinn kom svo inn á bankareikninginn þorði ég ekki að hreyfa við honum fyrst um sinn því ég var viss um að þau myndu taka hann aftur af okkur,“ bætir Kristjana við.
Það vissulega reyndi verulega á þau að Atli var að vinna fram á nætur og Kristjana mjög þreytt eftir lyfjagjafir en þau reyndu að gera hið besta úr þessu. „Ég var einu sinni korter í taugaáfall af þreytu en þá komu vinir mínir og fóru með mig í skemmtiferð til Reykjavíkur. En þetta var eitthvað sem þeir plönuðu með Kristjönu, þegar hún fann að ég var alveg búinn á því og hún hafði orku fyrir börnin. En plötusnúðagiggin hjálpuðu mér líka við að kúpla út því þá var ég í hlutverki sem ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera. Því maður veit ekkert hvað maður er að gera þegar krabbamein er annars vegar,“ segir Atli.
Börnin gáfu mér styrk til að halda áfram segir Kristjana.
Hvað með börnin?
Kristjana og Atli eru sammála um að það hefði verið vel þegið að fá aðeins meiri aðstoð með börnin. En þau vita að fólk vill hjálpa en yfirleitt veit það ekki hvernig. Svo eru bara allir uppteknir við sitt, það eru allir á fullu og allir að glíma við eitthvað. „Fyrri helming lyfjameðferðarinnar fannst mér alveg ómögulegt að gera þetta með tvö lítil börn en þegar fór að líða að lokum og ég alveg búin á því fór ég að sjá fegurðina í því. Þegar ég var örmagna á líkama og sál og fannst ég ekki geta meir, fékk ég styrk til að halda áfram vegna þeirra. Atli þurfti að vera mikið með börnin og ég var hreinlega eins og einhver skuggi þarna með þeim. Eins og einhver aukahlutur. Við erum mjög þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fengum en eftir þessa reynslu hvet ég þá sem eru með krabbameinssjúkling í sínum innsta hring að bjóðast til að hjálpa til með börnin. Bara koma og sækja þau og ekki láta aðstandandann eða sjúklinginn um skipulagninguna. Það er alltaf erfitt að biðja um aðstoð,“ bætir Kristjana við.
Atli og Kristjana reyndu að láta ástandið hafa sem minnst áhrif á krakkana en vera samt eins heiðarleg og unnt er við dóttur sína um krabbameinið en með tilliti til aldurs hennar. Sonur þeirra hefur meðtekið minna af því sem hefur verið að gerast, enda einungis eins og hálfs árs þegar ferlið hófst.

Það var erfitt fyrir börnin að hafa ekki móður sína hjá sér. Kristjana hefur þurft að dvelja frá börnunum t.d. tvær vikur á sjúkrahótelinu eftir skurðaðgerðina. „Dóttir mín kíkti þá í heimsókn og mamma mín þurfti að rífa hana hágrátandi í burtu þegar hún þurfti að fara heim. Hún vildi bara vera hjá mér og það tók mig alveg tvo daga að jafna mig andlega á þessari heimsókn. Eftir skurðaðgerðirnar var ég í margar vikur að verja mig þegar hún kom að mér og sífellt að passa að fá ekki högg á sárin. Ég held að hún hafi upplifað það sem höfnun að mæta ekki opnum örmum þegar hún kom til mín,“ segir Kristjana.
Þau segja dóttur þeirra tala um að hún eigi mömmu með krabbamein í leikskólanum og ein vinkona hennar á líka mömmu sem hefur gengið í gegnum krabbameinsmeðferð. „Svo eru þessi börn svo fyndin og hún þolir greinilega ekki ójafnvægið sem henni finnst vera á mér núna. Í síðustu viku sagði hún - mamma þú ert bara með eitt brjóst, ég vildi að þú værir með tvö ennþá. Ég myndi annað hvort vilja að þú værir með tvö brjóst eða engin brjóst. Ég vona að þú fáir krabbamein í hitt brjóstið svo það þurfi að taka það líka,“ segir Kristjana hlæjandi.
Fókus á brjóst og stuðning
Kristjana notar textíl mikið í sinni endurhæfingu og segist hafa heklað sig í gegnum lyfjameðferðina. Hún segir handavinnuna hjálpa einstaklega mikið og að vinna í höndunum sé hennar leið að núvitund. Eftir greininguna stofnaði hún Litlu Brjóstabúðina og heldur úti Instagramminu litla_brjostabudin en þar er einungis að finna brjóst!
„Strax við greiningu byrjaði ég að fara til sálfræðinga, iðjuþjálfa, fá stuðning hjá Krabbameinsfélaginu, Krafti og Ljósinu. Ég var mjög fegin að hafa kynnt mér þá hjálp sem er í boði áður en lyfjameðferðin sjálf byrjaði. Ég fékk líka lyfjakortið hjá Krafti sem er algjör snilld. Endurhæfingin er langt ferli. Hingað til hef ég einbeitt mér meira að andlegu hliðinni en finnst ég núna tilbúin til að byrja að einbeita mér meira að líkamanum. Ég er að passa mig að fara samt ekki of hratt af stað. Það er ekki bara krabbameinið, heldur líka barneignirnar og allt sem þeim fylgdi, álagið sem pakkast saman yfir fimm ára tímabil hefur bara verið of mikið,“ bætir Kristjana við. Hún segir að hún þreytist fljótt og þolir bara um tveggja tíma áreiti í senn í félagsskap annarra.
„Ég tvítaði rosalega mikið á þessu tímabili en hélt Twitter að mestu sem – cancer free zone –, ég tvítaði ekkert um krabbameinið fyrr en við sáum fyrir endann á því. Ég vildi hafa stað þar sem ég gat látið eins og krabbameinið væri ekki til. En ég var duglegur að tala við vini mína og halda engu inni og segja bara frá hlutunum eins og þeir voru. Við vorum líka dugleg að gefa hvort öðru næði, bæði í sitthvoru lagi og saman,“ segir Atli.

Þau stofnuðu Facebook-síðu þar sem þau upplýstu sína nánustu um stöðu máli og sögðu það hjálpa við að þurfa ekki að svara sömu spurningum oft og að tryggja að allir væru upplýstir um stöðu mála. Kristjana setti mikið á Instagram um ferlið sitt og hefur heyrt að það hafi hjálpað öðrum að hún tali svona hreinskilnislega um krabbameinið. „Það hjálpað mér líka mikið að segja hlutina upphátt á samfélagsmiðlum og hjálpaði mér að hjálpa öðrum og um leið að hjálpa mér að koma þessu út,“ bætir hún við.
Þau segja að það sem hafi hjálpað þeim hvað mest í gegnum ferlið var að sýna hvert öðru skilning og stuðning. Þau hafi öðlast dýpri tengsl eftir allt sem þau hafa þurft að upplifa.
„Þegar ég var algjörlega niðri þá tók hann boltana og þegar ég hafði orku þá tók ég þá. En stundum erum við algjörlega buguð bæði en þá lítum við á hvert annað og hlæjum nett og segjum þá jafnan - börnin eru í það minnsta hamingjusöm - og það er það sem heldur okkur gangandi. Börnin höfðu af mér mikla orku en á sama tíma gáfu þau mér styrk,“ segir Kristjana að lokum.