1 minute read

Tips um lyfjagjöf

Lyfjagjöf er í flestum tilfellum fylgifiskur þess að greinast með krabba mein. Það er því gott að fá upplýsingar frá þeim sem hafa þurft að ganga í gegnum eina slíka hvernig er hægt að gera þennan part meðferðarinnar á sem bestan máta. Þetta eru því hlutir sem gott er að hafa í huga:

• Fyrst og fremst settu þig í fyrsta sætið og gefðu líkama þínum rými til að takast á við lyfjagjöfina. Borðaðu það sem þér þykir gott og getur borðað. Reyndu að halda líkamanum eins virkum og orka þín leyfir. Ef þú kemst út að ganga þá skaltu gera það.

Advertisement

• Í lyfjagjöfinni sjálfri er gott að reyna að hafa það sem best miðað við aðstæður. Taka með sér teppi, heyrnartól, afþreyingu, svefngrímu, nóg að drekka og gott nesti og vera í þægilegum fötum.

• Skrifa niður upplýsingar um lyfjagjöfina, mögulega hafa einhvern með sér sem meðtekur upplýsingarnar betur. Gott er að vera vel meðvitaður um eigin meðferð og hvaða lyf er verið að gefa í hvert sinn.

• Skrifa niður tilfinningar sínar og líðan. Sumum þykir gott að taka myndir af sér sem hægt er að horfa til þegar frá líður til að sjá hvað þú hefur afrekað og gengið í gegnum.

• Hvíld er ekki síður mikilvæg, ekki ætla þér of mikið á milli lyfjagjafa þó það rofi smá til.

• Segðu já við allri aðstoð sem þér er boðin, en hikaðu ekki við að segja nei, ef það hentar ekki. Þínar þarfir eru í forgangi. Nýttu þér þá þjónustu sem býðst til dæmis viðtöl, námskeið og fleira.

Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn með því að taka mynd af QR kóðanum með snjallsíma.

• Láttu vita af allri vanlíðan sem upp kemur, það eru ýmis ráð og lyf sem hægt er að fá og gera til að auðvelda lyfjagjafaferlið.

This article is from: