1 minute read

Kosý hjá Krafti

Félagsmenn og aðrir eru ætíð velkomnir í Kraft. Við erum með flotta aðstöðu þar sem hægt er að skella sér í sófann með góða bók og kaffi, hlusta á fræðslufyrirlestra, læra eða vinna, eiga samtal við aðra félagsmenn og ráðgjafa og margt fleira.

Advertisement

Aðstaðan er opin á almennum opnunartíma Krafts og hvetjum við alla til að kíkja við og nýta sér hana.

Bókasafn Krafts

Bókasafn Krafts er ört stækkandi bókasafn með fjölda bóka um málefni sem tengjast krabbameini og almennri heilsu. Á safninu er að finna yfir 50 bækur um mataræði, hreyfingu, svefn, rannsóknir tengdar krabbameini, andleg efni, sjálfssögur, málefni tengd börnum og fjölskyldum og margt annað. Öllum félagsmönnum Krafts stendur til boða að fá bækur af safninu að láni. Einnig er hægt að lesa allar bækurnar í félagsheimili Krafts að Skógarhlíð 8.

Hægt er að mæta á staðinn til þess að taka bók að láni en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Krafts og taka frá bók. Það stendur til boða að fá bók senda með Póstinum heim að dyrum eða á næsta pósthús.

Allar frekari upplýsingar og listi yfir bækur eru aðgengilegar á heimasíðu Krafts, sjá QR kóða.

This article is from: