1 minute read

Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum

Kraftur er alfarið rekið fyrir velvilja almennings og fyrirtækja í landinu. Það væri ógjörningur að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum ef ekki væri fyrir þína hjálp. Þú getur lagt okkur lið með ýmsum hætti t.d. með því að versla í vefverslun okkar, veitt okkur stakan styrk, gerst Kraftsvinur með mánaðarlegum greiðslum eða lagt okkur lið sem sjálfboðaliði.

Hvernig hjálpar þú?

Advertisement

Með því að leggja Krafti lið hjálpar þú ungum krabbameinsgreindum einstaklingum og aðstandendum að fá:

• Stuðning meðal jafningja

• Fjárhagslegan stuðning

• Aðgengi að ýmsum stuðningi

• Sálfræðiþjónustu

• Ýmsa fræðslu

• Hagsmunagæslu

• Að kynnast öðrum í svipaðri stöðu

Við stöndum í þakkarskuld við alla þá sem lagt hafa Krafti lið í gegnum árin.

Þú getur t.d. lagt okkur lið með því að gerast Kraftsvinur með mánaðarlegu framlagi. Þinn stuðningur skiptir máli.

Skattaafsláttur fyrir að styrkja Kraft

Einstaklingar sem styrkja Kraft geta fengið skattaafslátt ef styrkupphæð er á bilinu 10.000 til 350.000 krónur sem getur safnast saman yfir fleiri góðgerðar félög.

Kynntu þér hvernig þú getur lagt Krafti lið með því að taka mynd af QR kóðanum með snjallsíma.

This article is from: