Útsparkið 2020

Page 9

MEISTARAFLOKKUR KVENNA Björgvin Karl Gunnarsson

U

ndirbúningur fyrir tímabilið hófst í október árið 2019 með hefðbundnu sniði. Lyftingar, hlaup og fótboltaæfingar. Kjarnafæðismót kvk. var haldið í fyrsta skipti árið 2020 og mættum við til leiks þar ásamt Einherja og var árangur og uppgangur liðsins ásættanlegur, síðasti leikur í því móti hjá okkur fór aldrei fram vegna Covid og það hvarf margt út í veður og vind vegna ástandsins sem því fylgdi. Meðal annars gekk ekki að fá þá leikmenn til landsins sem samið var við þar sem algjört ferðabann var í gildi í Trinidad og Tobacco. Öllu skellt í lás og algjört æfingabann tók gildi. Leikmenn æfðu hver í sínu horni og biðu eftir að fá að æfa saman og þegar að því loksins kom var það með takmörkunum. Þó það hafi gengið ágætlega er það ekki sá undirbúningur sem knattspyrnulið þarf fyrir mót, það komu upp nokkur meiðsli á þessu tímabili, sum þeirra hægt að rekja beint til ástandsins.

COVID TÍMABILIÐ 2020

„Stór hluti liðsins eru stúlkur fæddar á árunum 2000 til 2002 og eru lykilleikmenn FHL. Framtíðin er björt.“

Við upphaf móts erum við í vandræðum með að fullmanna lið en tókumst virkilega vel á við það. Breytum taktík og náðum að kreista fram jákvæð úrslit í byrjun móts. Meiðsli leikmann á borð við Sonju, Steinunni og Viktoríu gerði það að verkum að við urðum að sækja liðsstyrk í seinni glugganum. Við fengum

Nínu Wilson, markmann frá Watford í Englandi, danska miðvörðinn Heidi Giles, Halldóra Birta kom heim frá Selfossi og auk þess komu til okkar Halla Marinós frá KR og Sigmundína á láni frá Þrótti, auk þeirra komu svo nokkrar gamlar kempur inn í verkefni eins og Freyja Viðarsdóttir og Selja Snorradóttir.

Eftir erfiðan leik úti á móti Hömrunum fyrir verslunarmannahelgina, þar sem liðið var ekki með sjálfu sér, þá kemur viðsnúningur og leikur liðsins fór á flug og frammistaðan oft heilt yfir frábær. Þó svíða mjög jafnteflin tvö á heimavelli þar sem sem við óðum í færum en náðum ekki að skora, sigur í öðrum af þessum tveimur leikjum hefði skilað okkur upp um deild.

[

9

]


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.