2 minute read

Hilmar Gunnlaugsson 37

Next Article
PISTILL FORMANNS

PISTILL FORMANNS

GETRAUNAKAFFI Á LAUGARDÖGUM

GETSPAKIR SPJALLA

Advertisement

Guðmundur Bj. Hafþórsson og Magnús Ástþór Jónasson

Eins og allir vita þá hefur árið verið mjög skrítið á svo margan hátt. Við getraunasnillingarnir höfum hins vegar ekki látið okkar eftir liggja og haldið ótrauðir áfram á braut milljónanna - peningurinn er þó ekki það eina sem við erum að eltast við, þar sem við hittumst á hverjum laugardegi uppí Hettu allan veturinn og förum yfir farinn veg, og þá vegi sem eftir á að fara. Hópurinn sem tekur þátt í þessu telur tæplega 60 einstaklinga og eru þeir á öllum aldri, sá elsti hefur verið með okkur nánast alla tíð en nú í ár eru liðin 14 ár síðan starfið hófst. Eflaust halda margir að þetta sé aðeins leikur einn, en það er fjarri lagi, þetta er einnig gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir Rekstrarfélag Hattar og þetta starf skilar okkur góðum tekjum sem nýttar eru í reksturinn ár hvert.

Þó fjöldinn sé um 60 sem taka þátt þá skiptist sá hópur í 20 lið sem keppast um að skila sem bestum árangri yfir allan veturinn, sumir skora best en aðrir vinna mestan pening í verðlaunafé. Það telst nefnilega til undantekninga yfir heilan vetur, að eitthvað lið nái ekki í góðan vinning. Síðustu ár hafa komið vinningar til okkar upp á 4,4 milljónir, 3,7 milljónir og 2,5 milljónir. Einnig fjöldinn allur af vinningum frá 400 til 1.500 þúsund króna. Nokkrir einstaklingar taka þátt án þess að vera virkir þátttakendur, en þeir gefa stjórnendum leiksins leyfi til að

„Við hittumst á hverjum laugardegi upp í Hettu allan veturinn og förum yfir farinn veg, og þá vegi sem eftir á að fara.“

tippa fyrir sína hönd fyrir ákveðna upphæð hverja helgi. Þannig kom stærsti vinningurinn okkar uppá 4,4 milljónir sem við höfum fengið og nokkra aðra smærri, t.d. tvisvar fyrir einn sem hefur gefið honum 1,5 milljónir í vasann síðustu fjögur ár. Einn af okkar bestu og dyggustu mönnum féll því miður frá á árinu allt of ungur, Sigfús Fannar Stefánsson. Hann var sannur Hattari og mikið gæðablóð og verður sárt saknað innan hópsins. Í blaðinu er að finna smá texta um þennan eðaldreng sem ég vil endilega að þið lesið vel. Við í þessum hópi höfum ákveðið að um hver jól mun verða gerður aukaseðill í nafni Fúsa og mun vinningsupphæð að hluta til verða greidd til góðgerðamála - þeirra sem á þurfa að halda. Hér að ofan er mynd frá venjulegum laugardegi í Hettunni. Með miklum þökkum og kærleikskveðjum frá stjórnendum Getraunaleiks Hattar.

This article is from: