

MEÐAL EFNIS
PISTILL FORMANNS
Guðmundur Bj. Hafþórsson

Útsparkið er ársrit knattspyrnudeildar Hattar þar sem farið er yfir starfsemi félagsins í öllum flokkum, frá yngstu þátttakendum til þeirra elstu í meistaraflokkum félagsins.
Útgefandi: Rekstrarfélag Hattar Ábyrgðarmaður: Guðmundur Bj. Hafþórsson
Ritstjórn: Dagur Skírnir Óðinsson, Unnar Erlingsson og Guðmundur Bj. Hafþórsson

Prófarkalestur: Anton Helgi Loftsson Forsíðumyndin er af Birni Ágústssyni og Hafþóri Atla Rúnarssyni
Umbrot: Unnar Erlingsson






Prentun: Héraðsprent Upplag: 1.100 eintök
Dreift í öll hús á Egilsstöðum, í Fellabæ og nágrenni
MEISTARAFLOKKUR KVENNA
Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari MEISTARAFLOKKUR KARLA Brynjar Árnason þjálfari

SPYRNIR
Viðtal við Björn og Hafþór, tvo af stofnendum Spyrnis sem keppir nú að nýju á Íslandsmóti KSÍ
TIL HVERS AÐ ÞEKKJA SÖGUNA?
Stefán Bogi Sveinsson skrifar um sögu Spyrnis.
TIL ÚTLANDA
Viðtal við efnilegustu dómara landsins sem báðir hafa dæmt í efstu deild Íslandsmótsins
SPYRNIR Á LEIK
Anton Helgi Loftsson þjálfari.
YNGRIFLOKKAR HATTAR
Sigga Baxter yfirþjálfari fer yfir tímabilið hjá öllum yngri flokkunum.
Hver er þér svo kær?



Á hátíðum og hvers kyns hamingjustundum jafnast einfaldlega ekkert á við konfekt. Gefðu þeim sem er þér svo kær gleðistundir með ljú engu konfekti frá Nóa Síríus.
Gott að gefa, himneskt að þiggja!

Eftir tveggja sumra baráttu við Covid veiruna þá fengu leikmenn okkar að njóta sín á vellinum sumarið 2022, áhorfendur fengu að vera á pöllunum án takmarkana og allt starf orðið nokkuð eðlilegt hjá okkur í Rekstrarfélaginu. Þessi tvö sumur á undan voru heldur betur lærdómsrík á margan hátt, en mikið rosalega var gott þegar þessu lauk öllu saman. Enn einu ári lokið sem formaður, annað ár framundan sem verður mitt sjöunda sem slíkur. Hef ég verið svo heppinn að megnið af þeim stjórnarmönnum sem með mér eru hafa setið nánast allan tímann með mér – helst hafa verið vandræði með gjaldkerahlutverkið en síðustu tvö ár hefur Anton Lofts gengt því með bravör. Samningar við alla okkar þjálfara, kvenna- og karlamegin kláruðust á haustdögum en stjórnir brugðust fljótt við og náðu að klófesta þá áfram og framlengja um tvö ár hjá þeim öllum. Þetta eru góðar fréttir þar sem árangur allra liða var góður í sumar og næst á dagskrá er þá að huga að leikmannamálum en vænta má frétta þar snemma á nýju ári.
FRÁBÆRT FÓTBOLTASUMAR

Til upprifjunar, rekur Höttur Rekstrarfélag meistaraflokka félagsins. FHL sem var í sameiginlegum rekstri með KFF og Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjudeild kvenna í sumar, Höttur/Huginn sem spilaði undir merkjum Egilsstaða og Seyðisfjarðar í 2. deild karla í sumar og að lokum lið Spyrnis sem spilaði í 4. deild karla. Nánari umfjöllun og árangur liðanna kemur síðar í pistli mínum.
Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum sú umræða sem verkefnið Allir með! hefur fengið hér í samfélaginu, sitt sýnist hverjum og virði ég skoðanir fólks þó einhverjir séu ekki sammála mér í þeim efnum. Innan knattspyrnudeildar Hattar kaus Rekstrarfélagið með verkefninu, hefur það verið túlkað þannig af sumum að við séum á móti uppbyggingu knattspyrnu á svæðinu,
sem er auðvitað alrangt. Við sem sátum í stjórn knattspyrnudeildar á vegum Rekstrarfélagsins litum á þetta sem frábært tækifæri fyrir krakkana til að æfa fjölbreytt, æfa nýja vöðva, auka liðleika, læra aga hjá mismunandi þjálfurum sem og að ef einhver krakki skarar framúr í annarri íþróttagrein en fótbolta – þá er það bara frábært fyrir lítið íþróttafélag eins og Höttur er. Okkar sýn var þannig að þetta væri verkefni sem er vert að prófa og hafa tölur sýnt að 86% krakka í 1. og 2. bekk grunnskóla eru að taka þátt í verkefninu. Þess ber að geta að fótboltinn er ekki inní verkefninu að svo stöddu, en vonandi munu þeir taka þátt í því í framtíðinni því verkefnið hefur farið vel af stað. Mjög margir fundir voru haldnir hjá stjórn knattspyrnudeildar síðasta vor vegna verkefnisins og umræður þar gagnlegar. Ber að þakka þeim Hafþóri Atla, Jóa Harðar formanni knattspyrnudeildar og þeim Steinunni og Elsu frá yngri flokkum sérstaklega fyrir. Að endingu var það síðan meirihlutaatkvæði sem réðu úrslitum um að fótboltinn færi ekki inn í verkefnið að

Gefðu þér tíma fyrir
JÓNOTALEGTLABAÐ
G leðileg jól
svo stöddu og ekkert út á það að setja. Það er mjög eðlilegt að það séu ekki alltaf allir sammála og þá er nauðsynlegt að geta átt um það yfirvegaðar og málefnalegar umræður.
Hinsvegar var að mér vegið á vordögum í kringum sveitarstjórnakosningar tengt þessu máli og fannst mér það afar leiðinlegt því að sjálfsögðu hafði það mikil áhrif á mig. Í framhaldinu fékk það mig alvarlega til að hugsa hvort það væri þess virði að eyða öllum mínum stundum í félagið. Ég sit þó enn sem formaður og ég ákvað að líta á þetta sem reynslu í þessu öllu saman sem ég nýtti mér til góðs frekar en hafa neikvæð áhrif á mig og mína. Ég hef frábært bakland í stjórn Rekstrarfélagsins sem studdi vel við bakið á mér og sumarið í sumar sennilega það besta og skemmtilegasta hingað til.
Spyrnir
Á haustdögum 2021 fórum við að skoða það alvarlega að draga okkur úr samstarfi Austurlands í 2. flokki karla. Eftir þó nokkra fundi var ákvörðunin tekin og skráðum við lið Spyrnis í 4. deild. Með því fengju ungu strákarnir okkar meiri spiltíma, þeir strákar sem lentu utangátta í sameiginlegu liði Austurlands fengju reynslu sem á eftir að nýtast liði Hattar/ Hugins í framtíðinni. Anton Helgi Loftsson var ráðinn þjálfari og stóðu strákarnir sig frábærlega, enduðu í 3. sæti síns riðils og spila því í nýrri 5. deild að ári. Fannst okkur þetta takast fullkomlega fyrir hópinn okkar og var engan bilbug á okkur að finna eftir sumarið og óhikað var liðið skráð aftur til keppni fyrir næsta ár. Við vitum að með þessu mun kostnaður fyrir Rekstrarfélagið aukast til muna, þar sem við þurfum að borga fyrir eitt lið allan kostnað í staðinn fyrir þrískiptan kostnað í sameiginlegu liði. Við leggjum bara enn harðar að okkur við að ná inn því fjármagni sem til þarf að þetta gangi upp.
FHL

Lið FHL spilaði í næstefstu deild í sumar eftir að hafa unnið 2. deild árið 2021. Björgvin Karl Gunnarsson var þjálfari liðsins og honum til aðstoðar var Pálmi Þór Jónasson. Það er alltaf erfitt að fara upp um deild og ætla að standa sig, það virtist hins vegar ekki vera mikið vandamál þar sem árangur liðsins í sumar var til fyrirmyndar innan sem utan vallar. Liðið endaði í 5. sæti í 10 liða deild, lið sem er byggt á góðum íslenskum kjarna, mest allt ungar stelpur. Höttur

á m.a. stelpur í liðinu sem eru að spila og æfa með yngri landsliðum Íslands, sem er afar ánægjulegt og félaginu til framdráttar. Til að byggja upp gott lið þarf að fá inn erlenda leikmenn og náði Kalli að sækja flottar stelpur í sumar.
samspil gekk afburða vel. Þó liðið hafi byrjað illa og var aðeins með 6 stig eftir fyrstu 9 leikina, þá komu 9 leikir í röð án taps og 21 stig í hús sem varð til þess að liðið endaði í 5. sæti í deildinni. Árangurinn í sumar var góður og auðvelt
einstakur maður og hann er, hefur séð um myndir og samþjöppunarkvöld fyrir drengina okkar. Andri Guðlaugs er sá ofvirki, alltaf mættur fyrstur og fer seinastur heim hvað sem er í gangi. Þorvaldur Björgvin, sá handlagni og

Þitt fyrirtæki í aðalhlutverki
Við höfum reynslu, réttu lausnirnar og ástríðu fyrir því að fyrirtækið þitt eigi stórleik á sínu sviði atvinnulífsins. islandsbanki.is

MEISTARAFLOKKUR KVENNA

LENGJUDEILDIN 2022
Lið FHL byrjaði undirbúningstímabilið í lok oktober 2021 og voru leikmenn staðráðnir að mæta vel undirbúnir til leiks í Lengjudeildina enda vitað að um krefjandi verkefni væri að ræða. Vegna staðsetningar okkar þá höfum við ekki mörg nágrannalið til að spila við á undirbúningstímabilinu en fengum lið Sindra í heimsókn einu sinni áður en leikjatörnin okkar hófst. Við byrjuðum á því að spila í Kjarnafæðismótinu sem FHL vann á markatölu. Þetta er þriðja árið sem FHL leikur í þessu móti og hefur það reynst okkur vel í okkar undirbúningi. Með því að komast upp í Lengjudeildina þá var ljóst að við færum í meira krefjandi Lengjubikar árið 2022 og sú varð rauninn. Við áttum þokkalega kafla en vorum í leikmannahallæri vegna meiðsla og verkefnis 3. flokks á Íslandsmótinu sem hófst í mars en góðir kaflar og mótun liðsinns var að koma í ljós. Þegar allir erlendu leikmenn okkar komu til liðs við liðið varð nokkuð ljóst að við þyrftum að spila öðruvísi en við ætluðum okkur. Við hófum mótið af krafti og sýndum að við
eigum vel heima í þessari deild og erum með hátt hlutfall heimastúlkna í bland við erlenda leikmenn. Fyrri umferðin var mjög öflug og er ég nokkuð viss um að flestir þeir sem hafa átt leið í höllina hafi haft gaman af og séð að gæðin í kvennaknattspyrnu hafa aukist töluvert undanfarin ár. Það má teljast ásættanlegt að FHL er 15. besta lið landsins árið 2022. Til að ná þeim árangri aftur, eða jafnvel bæta hann, þarf að halda vel utanum liðið og gæta að því að fái þá styrkingu sem þarf. Það voru ákveðnir möguleikar að pressa á að fara upp í bestu deildina en meðan önnur lið styrktu sig í seinni glugganum þá vorum við þegar með góða stöðu og gátum fækkað erlendu leikmönnunum okkar um tvo og yngri leikmenn fengu meiri spilatíma í seinni umferðinni sem var meira í samræmi við þá hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir.


Leikmenn FHL
Leikmannahópur FHL samanstendur mestmegnis af heimamönnum og það í yngri kantinum. Leikmenn hafa æft virkilega vel og tekið vel í breyttan æfingakúltúr og þær sem hafa lagt vel inn hafa tekið miklum framförum. Framtíðin er nokkuð björt og efniviður á leiðinni. Ef allt gengur upp og
liðið missir ekki of marga leikmenn á næstu árum er ekkert því til fyrirstöðu að FHL geti verið í Bestudeildinni eftir einhver ár. Þangað til er Leingjudeildin góður staður til að vera á þar sem leikmenn spila mjög krefjandi leiki í hverri umferð og tel ég mikilvægt að liðið haldi sér í Leingjudeilinni næstu ár og haldið sé vel á spilunum til að svo megi verða.
Umgjörð FHL
Stjórn FHL hefur staðið sig gríðarlega vel og stórbætt allt utanumhald varðandi umgjörð liðsins og leiki þess. Ég vil fyrir hönd þjálfara og leikmanna, þakka sjálfboðaliðum og stjórn FHL fyrir það frábæra starf sem þau hafa unnið fyrir liðið. Mæting á leiki hefur yfirleit verið góð og góð stemnning á leikjum. Það hafa einhverjir tekið eftir því að við höfum spilað nánast eingöngu í höllini á Reyðarfirði en ástæðan á bakvið það er að þar er gervigras sem er boðlegt og ekki hættulegt, þó vanti upp á félagsaðstöðuna þar.
Framundan Hjá FHL
Kjarnafæðismótið er að byrja núna í desember og ef veður helst þá ættum við að klára það mót í janúar. Í febrúar

hefst svo Lengjubikar B með nokkrum Reykjavíkurferðum sem kosta sitt en til að slípa liðið betur saman er gott að geta farið með liðið í æfingarferð þar sem leikmenn geta einbeitt sér að því að komast vel inn í hlutina sem við þurfum að hafa í lagi fyrir næsta tímabil.
Leikmannamál ættu að vera komin á hreint snema á nýju ári en flestar ef ekki allar heimastelpur ætla að taka slaginn næsta sumar. Ég er þó á því að félgögin sem standa á bakvið FHL ásamt foreldrum ættu að starta U-20 ára liði þar sem það getur oft verið of stórt stökk að fara beint úr 3. flokki í meistaraflokk og að auki hefur brottfall leikmanna í kringum 15 ára aldurinn verið of hátt. Það vantar millistig fyrir leikmenn kvennamegin.
Þjálfarar liðsins
Við viljum þakka fyrir stuðninginn sem við höfum fengið undanfarin tvö ár. Hann hefur hjálpað að lyfta liðinu upp á næsta stig. Hér á ég við stuðningsmenn og alla þá styrktaraðila sem koma að liðinnu og vonandi fáum við fleiri á vagninn sem sjá að það er mikilvægt að það séu sterkar fyrirmyndir í samfélgaginu okkar sem geta veitt öðrum innblástur.
Sjáumst svo á vellinum næsta vor og sumar!
Björgvin Karl Gunnarsson
Þjálfari meistaraflokks kvenna.
„Ég vil, fyrir hönd þjálfara og leikmanna, þakka sjálfboðaliðum og stjórn FHL fyrir það frábæra starf sem þau hafa unnið fyrir liðið.“
íslensk hönnun . íslensk framleiðsla

Gleðileg jól
Miðás 9 Egilsstaðir sími: 470 1600 | Ármúli 17a Reykjavík sími: 588 9933 | brunas.is


MEISTARAFLOKKUR KARLA
Árnason

Tímabilið hjá okkur í HH var heilt yfir gott og hægt að taka marga jákvæða punkta út úr þessu knattspyrnuári. Undirbúningstímabilið hófst í nóvember og voru þá um 25 strákar að æfa hér fyrir austan og 6-7 strákar æfðu fyrir sunnan. Það er afar jákvæð þróun að hér séu þetta margir að skila sér upp úr yngri flokkum og hefur það skapað grundvöll til þess að halda úti metnaðarfullu meistaraflokksstarfi yfir allt árið. Með þessum fjölda náðum við að halda úti tveimur liðum í æfingamóti sem spilað var í höllinni á Reyðarfirði og er það orðinn mikilvægur partur af undirbúningstímabili okkar. Þegar líða tók á veturinn fór hópurinn að taka á sig betri mynd. Kjarninn af hópnum frá því í fyrra hélt sér að mestu og við bættust þeir Rafael, Matheus, Hjörvar Sigurgeirs, Hjörvar Daði og Ion. Heimamaðurinn Stefán Ómar gekk aftur til liðsins ásamt Almari Daða og Björgvin Stefán kom inn sem spilandi aðstoðarþjálfari. Með þeim kom nauðsynleg reynsla inn í ungan hóp. Gengi liðsins var ágætt á undirbúningstímabilinu og unnust þrír sigrar og tveir leikir töpuðust í lengjubikarnum. Deildin fór illa af stað en liðið náði aðeins í 1 stig í fyrstu
fjórum leikjunum. Eftir fyrri helming mótsins sat liðið í 10. sæti með 9 stig og útlit fyrir harða fallbaráttu framundan. Í félagsskiptaglugganum í júlí seldi félagið Ion til Þór á Akureyri og til að fylla hans skarð voru fengnir þeir Tete Lopez og Eiður Orri Ragnarsson sem báðir komu inn í liðið af krafti. Batamerki mátti sjá á liðinu leik frá leik og seinni helmingur mótsins mun betri. Liðið fór í gegnum 9 leiki án taps og endaði að lokum í 5. sæti sem verður að teljast góður árangur fyrir nýliða. Heilt yfir var spilamennskan góð en fá stig í byrjun móts gerði það nánast útilokað að fara í einhverja alvöru toppbaráttu. Þar spilar inn í að leikmenn sem samið var við komu inn í hópinn rétt fyrir mót eða eftir að það var byrjað og eðlilegt að einhvern tíma taki að slípa sig saman. Einnig lentu lykilmenn í erfiðum meiðslum um mitt sumar sem klárlega hafði áhrif. Hópurinn var lítill og voru gamlar kempur eins og Högni Helgason, Petar Mudresa og Marteinn Gauti kallaðir inn í hóp í einhverjum leikjum.
Gott sumar
Leikmenn geta hinsvegar gengið stoltir frá sumrinu. 30 stig voru sótt í pokann, 36 mörk skoruð og aðeins 32 mörk fengin á sig. Þá spiluðu nokkrir ungir leikmenn sína fyrstu mótsleiki fyrir meistaraflokk, Arnór Snær spilaði 15 leiki í deild og bikar og var valinn efnilegastur á lokahófi félagsins, Unnar Birkir kom við sögu í 6 leikjum og þá spiluðu þeir Árni Veigar (f. 2007) og Óliver Árni (f. 2006) sína fyrstu leiki og sýndu góða takta. Hjörvar Sigurgeirsson var valinn besti leikmaður liðsins en hann stóð sig frábærlega og var jafnframt valinn í lið ársins í deildinni. Þá var Sæbjörn Guðlaugsson valinn besti félaginn en hann var mikilvægur hlekkur í liðinu innan sem utan vallar.
Spyrnir í 4. deild Í sumar tefldi rekstrarfélagið einnig fram liði Spyrnis í 4. deildinni en það er verkefni sem er ætlað yngri og reynsluminni leikmönnum til að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokksbolta. Að mínu viti heppnaðist það verkefni ótrúlega vel og er klárlega komið til að vera. Verkefnið veitir metnaðarfullum strákum tækifæri til
að fá mikilvægar mínútur og var ótrúlega skemmtilegt að sjá framfarir leikmanna yfir sumarið. Eins og við höfum sett þetta upp þá eiga liðin að vera samstíga í því hvernig er æft, hvernig fótbolti er spilaður og svo framvegis. HH á að vera gulrót fyrir þá sem standa sig vel og sýndu nokkrir leikmenn að þeir eiga vel að geta stigið
næsta skref á næsta tímabili. Þá er þetta einnig mjög góður vettvangur fyrir þá leikmenn sem ekki eru endilega að stefna á að spila knattspyrnu á hæsta leveli, heldur vilja vera hluti af góðum hópi og njóta þess að æfa fótbolta. Það er afar mikilvægt að búa til slíka umgjörð enda klárt mál að þarna verða til mikilvægir félagsmenn til framtíðar sem er ekki síður mikilvægt.
Áfram Múlaþing
Það verður spennandi að fá að taka áfram þátt í að þróa og bæta knattspyrnuna í Múlaþingi. Mikill metnaður hefur verið lagður í verkefnið en bæði við þjálfarar og stjórn stefnum hærra. Búið er að búa til góða umgjörð fyrir knattspyrnuna þó aðstöðumál okkar sé verulega ábótavant. Það horfir þó til betri vegar og með góðum stuðningi frá fólki og fyrirtækjum á svæðinu er vel hægt að ná háleitum markmiðum. Fyrir hönd HH og okkar þjálfaranna þá þakka ég stuðninginn í sumar og vona að við sjáum ykkur sem flest á vellinum næsta sumar.
Brynjar Árnason
- þjálfari meistaraflokks karla
























































ENDURKOMA SPYRNIS
Á
kveðið var að senda lið Spyrnis til keppni í 4. deild karla sumarið 2022 en hugmyndin var að gefa ungum heimastrákum tækifæri á að spila meistaraflokksbolta í bland við gamlar kempur sem gætu kennt þeim yngri. Alls voru gerð 34 félagaskipti fyrir leikmenn á öllum aldri yfir til Spyrnis, en alls spiluðu 26 leikmenn fyrir félagið á árinu 2022, bæði í deild og bikar.
Fyrsti keppnisleikurinn var bikarleikur gegn Sindra á Höfn sem tapaðist 6-0. Það var viðbúið að þetta yrði erfiður leikur og enduðu Sindri síðan á að vinna 3. deildina. Spyrnir spilaði síðan 15 leiki í deild en þar unnust átta leikir, gerðum eitt jafntefli og töpuðum sex. Miðað við fyrsta tímabil Spyrnis og ungan leikmannahóp þá tel ég það ásættanlegt en liðið endaði í 3. sæti í sínum riðli sem gaf Spyrni þáttökurétt í nýrri 5. deild árið 2023.

Tölfræði sumarsins
Liðið skoraði 29 mörk og skiptast þau niður á 13 leikmenn en við fengum á okkur 31 mark í þessum 16 leikjum. Samtals spiluðu 26 leikmenn fyrir Spyrni í ár, þar af 17 strákar á aldrinum 16-22 ára, þrír leikmenn á aldrinum 15-16 ára og sex leikmenn eldri en 22 ára. Yngsti leikmaður sem spilaði er fæddur árið 2006 og elsti 1985 sem gerir 21 ára aldursmun, fyrir þá sem eiga erfitt með að reikna. Meðalaldur leikmanna sem spiluðu var því 21,8 ára en Tóti Borgþórs, aldursforseti liðsins, hífir meðalaldurinn þokkalega upp. Þeir leikmenn sem eru á aldrinum 16-22 ára og voru of

gamlir fyrir 3. flokk en komust ekki í lið HH á þessu tímabili spiluðu 93% af þeim mínútum sem í boði voru. 3. flokks strákarnir spiluðu 2,2% af mínútum sem voru í boði og því spiluðu leikmenn á aldrinum 15-22 ára samtals 95,2% af öllum mínútum sem Spyrnir spilaði í ár. Samtals mættu 48 leikmenn á æfingu hjá liðinu á árinu en að meðaltali voru um 20 á hverri æfingu sem undirstrikar mikilvægi verkefnisins. Ég held ég láti staðar numið hér í tölfræðinni en ég vil þakka öllum leikmönnum sem tóku þátt, bæði fyrir sinn þátt í velgengni inn á vellinum en einnig fyrir allt utan vallar. Þeir sáu til dæmis um að sinna mikilvægri fjáröflun með því að slá fyrir Rarik í sumar og heyrði ég lítið kvart og kvein frá þeim.

Mikilvægustu leikmennirnir
Á lokahófi HH, FHL og Spyrnis var Viktor Ingi Sigurðarson valin efnilegasti leikmaðurinn, Jónas Pétur valinn besti félaginn og Bjarki Sólon valinn besti leikmaður liðsins. Fyrir mitt leyti þá voru allir leikmenn jafn mikilvægir, sama hvað þeir spiluðu mikið yfir tímabilið. Lið eins og Spyrnir heldur sér ekki uppi nema ef það eru margir strákar tilbúnir að leggja allt sitt í verkefnið og tilbúnir að aðstoða sama hvað bjátar á, jafnvel þó spiltíminn verði mismikill hjá mönnum. Fótbolti er spilaður af 11 mönnum í einu og getur margt komið upp og vona ég að allir þeir leikmenn sem tóku þátt í sumar muni halda áfram, hvort sem það er með Spyrni, HH, sitji í stjórn eða sinni dómgæslu fyrir félagið. Allir þessir hlutir eru mikilvægir til þess að halda úti svona góðu starfi hjá félaginu.

Þakkir til allra
Einnig vil ég þakka foreldrum og stuðningsmönnum fyrir að trúa á þetta verkefni og vonast ég til þess að það leggist allir á eitt með að halda þessu verkefni áfram og treysti því að bæði stjórn og þjálfarar séu að gera sitt allra besta í að ala upp, ekki bara góða leikmenn fyrir HH í framtíðinni, heldur einnig góða félagsmenn og almennt góða einstaklinga.

Takk fyrir mig og áfram Höttur/Huginn, Spyrnir og FHL!
Anton Helgi Loftsson - þjálfari SpyrnisV i ð ó s k u m í b ú u m A u s t u r l a n d s g l e ð i l e g r a r h á t í ð a r o g f a r s æ l d a r á k o m a n d i á r i á s a m t þ v í a ð þ a k k a f y r i r a l l a s a m v e r u n a á l í ð a n d i á r i



Björn og Hafþór Spyrnir skrifar nýjan kafla í austfirskri knattspyrnusögu
Í
tilefni þess að lið Spyrnis var endurvakið í sumar datt okkur í hug að slá á þráðinn til tveggja heiðursmanna sem hafa komið að starfi Spyrnis á tveimur ólíkum tímum. Björn Ágústsson var einn af stofnendum knattspyrnuliðsins fyrir hartnær
60 árum og árið 2008 var Hafþór Atli Rúnarsson einn þeirra sem endurvakti liðið úr dvala. Við skulum heyra hvað þeir höfðu að segja um þessi tímabil í sögu liðsins.
Byrjum að heyra frá Birni: Hvað varð þess valdandi að þið ákváðuð að stofna eitt stykki fótboltalið?
Árið 1964 komu nokkrir áhugasamir knattspyrnumenn á Egilsstöðum saman og stofnuðu knattspyrnufélag og nefndu það “Spyrnir”, en það er nafn á knattspyrnufélagi sem stofnað var 1945 af nokkrum mönnum úr Tunguhreppi og Eiðaþinghá. Um það félag má lesa í einu af fyrstu ritum UÍA en félagið starfaði ekki lengi.
Tilefnið að stofnun nýja félagsins var til að við gætum tekið þátt í knattspyrnumótum UÍA.
Fyrsta mótið sem við tókum þátt í var haldið á Stöðvarfirði á einni helgi og mig minnir að 5 lið hafi tekið þátt í mótinu. Hið nýstofnaða félag Spyrnir kom verulega á óvart og lékum við til úrslita við Fáskrúðsfirðinga og töpuðum leiknum naumlega.
Hvað voru margir iðkendur á fyrstu árunum og hvernig gekk?
Iðkendur voru ekki margir og gekk stundum erfiðlega að ná saman heilu liði. Við tókum þátt í Austurlandsmótum UÍA næstu árin og var árangur Spyrnis yfirleitt nokkuð góður. Ég lék ekkert með liðinu árið 1965 þar sem ég var ekki hér á svæðinu.
Fylgdist þú með árangri Spyrnis í sumar?
Ég fylgdist ekki mikið með liði Spyrnis í sumar en fannst árangur liðsins nokkuð góður.
Var eitthvað svona lið sem var óþolandi að tapa fyrir á ykkar fyrstu árum?
Sennilega voru það lið Austra á Eskifirði og Þróttar í Neskaupstað.
Þegar Höttur er stofnað 1974, hætti Spyrnir þá alveg og varð að Hetti eða voru tvö lið á Egilsstöðum?
Þegar Íþróttafélagið Höttur var stofnað 1974 þá gengu Ungmennafélagið Höttur og Knattspyrnufélagið Spyrnir inn í Hött og hættu starfsemi.
Af hverju hélt liðið ekki áfram að heita Spyrnir?
Ég held að það hafi þótt heppilegast að hafa þessi íþróttafélög á Egilsstöðum í einu félagi og hættu þau því starfsemi.

Einhver andstæðingur sem var erfiðari en annar?
Man ekki eftir neinum sérstökum erfiðum andstæðingi.
Hver var fyrsti þjálfari Spyrnis? Spyrnir hafði aldrei neinn sérstakan þjálfara, en Gunnar Gunnarsson (góður skákmaður) var fyrsti knattspyrnuþjálfari Hattar.

Hver var besti árangur Spyrnis? Man það ekki vel, en trúlega verið þátttaka í fyrsta mótinu á Stöðvarfirði 1964.
Hvað áttu marga leiki með Spyrni? Hef ekki hugmynd um það en spilaði flesta leiki liðsins nema sumarið 1965.
Nú skulum við heyra hvað Hafþór hefur að segja um sumarið 2008.
Hvað varð til þess að þið endurvöktuð Spyrni árið 2008? Höttur var á þessum tíma með stóran hóp og var ég sjálfur að spá að hætta í boltanum en átti erfitt með að slíta mig frá. Við Pétur Fannar Gíslason ræddum fyrst að stofna nýtt 4. deildarlið sem gæti verið venslafélag Hattar og þannig nýta 2. flokks strákana í Hetti með okkur og aðra sem voru ekki í boltanum á fullum krafti. Við reyndum að finna nafn á nýtt lið og einhverja vinkla á þetta en eftir að hafa kynnt okkur sögu fótboltanns á Héraði var engin spurning um neitt annað en að endurvekja Spyrni.
Hverjir voru helst á bakvið það? Í byrjun ræddum við Pétur Fannar reglulega saman og vorum ákveðnir að láta þetta verða að veruleika. Við ræddum við þáverandi formann Hattar Rekstrarfélags ehf. Hilmar Gunnlaugsson um samstarf og aðstoð og var hann okkur mikill liðsstyrkur í þessu. Samstarfið við Hött fór strax í gang og styrkti hann okkur einnig með búningakaupum og auglýsingasamning en Fasteignasalan Inni var framan á treyjum félagsins fyrstu árin. Davíð Lúther Sigurðarson kom svo með okkur Pétri í stjórn. Á þessum tíma starfaði ég með einum miklum Spyrnismanni og Hattara honum Hauki Kjerúlf. Það var því tilvalið að veiða upplýsingar upp úr honum er varðar Spyrnir og var hann meira en til í það.
Hver var þjálfari liðsins?
Oliver Bjarki Ingvarsson, þáverandi markvörður Hattar hafði meiðst illa um veturinn og var vitað að hann myndi
ekkert leika með liðinu sumarið 2008. Við buðum honum því samning sem hann gat ekki hafnað. Þjálfa liðið í eitt sumar og engin laun. Hann hafði mikinn áhuga á þjálfun og eftir að hafa hugsað málið í einhverja daga var hann ráðinn sem þjálfari Spyrnis þetta sumar. Ef ég man rétt fékk hann nú Tottenham treyju og einhverja þúsundkalla í laun þegar liðið átti pening en hann gerði þetta fyrir okkur fyrir nánast fyrir ekki neitt og stóð sig mjög vel. Núverandi formaður Hattar Rekstrarfélags ehf. hann Gummó var líka með Oliver á bekknum í leikjum. Hver voru markmið liðsins og hvernig gekk?
Eins og í dag var markmið liðsins var að leyfa efnilegum strákum í 2.fl. Hattar að fá meistaraflokksleiki. Einnig var þetta gott tækifæri fyrir stráka sem voru komnir upp úr 2.fl. en áttu eftir að festa sig í sessi sem meistaraflokksleikmenn hjá Hetti. Svo vorum við nokkrir aðeins eldri sem vorum nánast hættir í fótbolta en vildum samt keppa og sprikla. Þannig að það má segja að aðalmarkmiði félagsins hafi verið náð. Sem í grunninn var og er að halda mönnum innan félagsins og efla þá.
Í gamla norðausturlandsriðlinum endaði liðið í neðsta sæti þetta sumar eftir góða byrjun. Leikin var þreföld umferð og náðum við að sigra Leikni F. og Huginn í fyrstu umferð sem dæmi en því miður urðu það einu sigrarnir það sumar. Stundum voru 2.fl. strákarnir að spila á sama tíma og fengum við þá nokkra skelli.
Hver var öflugasti leikmaðurinn ykkar og hvers vegna?
Eins og ég sagði hér á undan þá var tilgangur félagsins að leyfa ungum og efnilegum strákum að fá alvöru meistaraflokksleiki. Elvar Þór Ægisson greip þetta tækifæri og spilaði gríðarlega vel í fyrstu leikjum sumarsins og skipti aftur yfir í Hött þegar félagsskiptaglugginn opnaði og kláraði sumarið með þeim. Hann varð síðar einn af máttarstólpum Hattarliðsins sem fóru upp í 1. deild. Varnarmaðurinn
Stefán Ingi Björnsson var valinn leikmaður ársins og skipti svo yfir í Hött og spilaði með þeim í 2. deildinni árið eftir. Jörgen var fyrirliði okkar og lék mjög vel sem og Brynjar Árnason, sem eins og allir vita, átti síðar eftir að verða einn leikjahæsti leikmaður Hattar og síðar þjálfari félagsins. Hann var valinn efnilegastur þetta sumar.Hvað þykir þér um endurkomu Spyrnis 2022?
Endurkoman var frábær í alla staði. Strákarnir blómstruðu á vellinum og enduðu í 3. sæti. Það sem mér fannst skemmtilegast að sjá er hversu margir strákar fengu sínar fyrstu mínútur í meistaraflokksbolta og hvernig þeir gripu það tækifæri. Það mátti sjá stíganda hjá hverjum einasta leikmanni. Gott utanumhald er lykillinn að þessu og eiga allir hrós skilið sem að þessu komu.
Hvernig sérðu framtíð Spyrnis næstu árin?
Ef við horfum á þann fjölda stráka sem eru að koma upp úr yngri flokkunum á næstu árum er það alveg klárt mál að þarna er grundvöllur fyrir að halda áfram með samstarfið hjá Spyrni og Hetti/Hugin. Utanumhaldið var svo flott hjá rekstrarfélaginu í sumar þannig að ég er mjög bjartsýnn og spenntur á framhaldið enda er Spyrnir mikilvægt verkefni/skref fyrir 2. flokks strákana sem og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokksbolta.

Að lokum vil ég nýta tækifærið og leiðrétta misskilning er varðar stofnun félagsins. Þegar við vorum að starta þessu á sínum tíma tókum við sumstaðar fram að félagið hafi verið stofnað árið 1968 en annars staðar að það ár hafi
Hvers vegna viljum við þekkja söguna?
Svarið fer vitaskuld eftir því hver við erum. En ein af ástæðunum getur verið sú að við viljum tengjast umhverfi okkar betur. Það að vita meira um fortíðina getur hjálpað okkur að skilja betur samfélagið sem við lifum og hrærumst í. Það getur jafnvel eflt sjálfsmynd okkar að vita að samfélagið sem við tilheyrum á sér djúpar rætur. Kannski dýpri en við gerum okkur grein fyrir. Það er þannig með Spyrni. Ég er ekkert viss um að öll þau sem fylgdust með Spyrni í sumar hafi áttað sig á að þar færi lið með sögu sem teygði sig lengra aftur í tímann en saga Hattar og er raunar lykilþáttur í sögu íþróttastarfs á Fljótsdalshéraði. Ég og fleiri vissum að Spyrnir ætti sér eldri sögu frá sjöunda áratugnum, og eins og fram kemur hér að framan vissu endurstofnendurnir árið 2008 þetta líka, þó þeir hefðu reyndar
slysast til að setja rangt ár á þessa fyrri stofnun. Hins vegar vissi ég ekki, fyrr en ég fór að skoða söguna, að Spyrnir ætti sér enn aðra og eldri tilvist. Þetta vissu þeir sem settu félagið í gang 1964, eins og fram kemur hjá Birni hér að framan, en svo fennir yfir alla svona vitneskju og við gleymum að spyrja.
En af því að það er gott að þekkja söguna langar mig að deila með ykkur því sem ég hef fundið. Knattspyrnufélagið Spyrnir var stofnað 8. september 1945. Það get ég fullyrt vegna þess að eitt af fáum skjölum sem ég fann varðandi Spyrni var ársskýrsla til ÍSÍ, sem er ódagsett en þar kemur þessi stofndagur fram. Uppgefnir félagsmenn eru þá 15, allt karlar, og tilgreind starfsemi er þátttaka í knattspyrnumóti UÍA. Ég veit fyrir víst hverjir þrír þessara fimmtán knattspyrnumanna voru því þeir skipuðu stjórnina.

verið síðasta keppnistímabil liðsins á Íslandsmóti. Það sem er hins vegar rétt í þessu er að félagið var fyrst stofnað þann 8. september árið 1945 en lék fyrst á Íslandsmóti árið 1968.
Stefán Bogi Sveinsson
Það voru þeir Björn Magnússon (1923-1921) og Björn Hólm Björnsson (1925-2015) frá Rangá í Tungu og Steinþór Magnússon (1924-2002) á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá. Fjórði stjórnarmaðurinn sem er nafngreindur heitir Jón Sigurðsson en mér hefur ekki tekist að staðreyna með vissu hver hann var. En þessi nöfn segja okkur ákveðna sögu. Það að þessi félagsskapur var ekki bundinn við einn hrepp heldur komu félagar af stærra svæði. Það er út af fyrir sig merkilegt og gæti verið í fyrsta sinn sem við sjáum það hér á Héraði. Spyrnir stóð sig með sóma á sínu fyrsta móti. Það var þriðja knattspyrnumót Austurlands sem haldið var 15. og 16. september með þátttöku sjö liða. Spyrnir komst í úrslitaleikinn með því að sigra bæði Austra og Huginn 3-2, auk þess sem Valur gaf sinn leik gegn þeim. Það má jafnvel halda því fram að Spyrnir hafi orðið Austurlandsmeistari í fyrstu tilraun, því úrslitaleiknum við Hrafnkel Freysgoða lauk með jafntefli 4-4 eftir tvíframlengdan leik. Ekki kom til greina að halda áfram því komið var fram í svarta myrkur. Frá þessu eru sagt í 1. tbl. 1. árgangs Snæfells, tímarits UÍA.


Spyrnir tók einnig þátt í knattspyrnumóti á Austurlandi árið 1946 en síðan fer litlum sögum af félaginu til þess tíma að nokkrir ungir menn á Egilsstöðum

tóku upp Spyrnis-þráðinn árið 1964. Þó finnst að vísu ein heimild um að leikið hafi verið undir merkjum félagsins á Borgarfirði 1957. Hópurinn sem stóð að Spyrni á sjöunda áratugnum hélt úti liðinu í nokkur ár og keppti liðið á Austurlandsmótum í það minnsta árin 1964, 1967, 1968 og 1969.
Af Spyrnisliðinu er til skemmtileg hópmynd frá þessum árum sem birtist í Snæfelli árið 1981 og er birt hér með upprunalegum myndatexta. Hún er líka gott dæmi um það að sagan er ekki óbrigðul. Þarna standa ellefu vörpulegir menn, heilt knattspyrnulið ekki satt? En nei, þarna vantar víst einn. Björn Ágústsson sagði mér að Eyþór Guðmundsson (1944-2011) hefði meiðst í leiknum og þurft aðhlynningu. Þess vegna er hann ekki á myndinni, og er þá skarð fyrir skildi því fleiri en einn hafa sagt mér að Eyþór hafi verið besti maður liðsins á þessum árum. Í sumar sá ég síðan Eyþór Magnússon, dótturson hans skora mark fyrir Spyrni og hina dóttursynina Brynjar Þorra og Arnór Snæ leika fyrir Hött.
Svona er sagan, hún veltur áfram og áfram og stundum finnst okkur hún fara í hringi. En það er bara þegar við áttum okkur á því að allt tengist. Við erum að koma einhversstaðar frá og að fara eitthvað. Og þegar við áttum okkur á tengingu okkar við fortíðina, þegar við finnum fyrir rótfestunni, þá líður okkur vel. Það er gott til þess að vita að þau sem nú leika knattspyrnu á Héraði eru meðal annars börn og barnabörn og barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn þeirra sem það gerðu á sjöunda áratugnum, fimmta áratugnum og jafnvel fyrr.
Guðgeir og Antoníus LYKILMENN Án þeirra fer enginn leikur fram
Það þarf fleira en leikmenn til þess að fótboltaleikur geti farið fram. Knattspyrnudómarar eru lykilmenn í því og sjá til þess að leikurinn gangi eðlilega fyrir sig. Síðustu ár hafa komið nokkrir flottir dómarar frá héraði en tveir þeirra hafa náð sérstaklega langt. Þeir Guðgeir Einarsson og Antoníus Bjarki Halldórsson eru báðir á hraðri leið upp dómarastigann og komu báðir við sögu í efstu deild karla í sumar, Bestu deildinni. Þeir félagar ræddu við okkur um dómgæslu og ýmislegt tengt henni sem okkur langaði að vita, hvað þarf til dæmis að einkenna góðan dómara?
Hvað varð til þess að þú fórst að dæma? Guðgeir: Ætli ég hafi ekki byrjað að dæma þegar Árni Óla hringdi í mig með nokkurra mínútna fyrirvara og spurði hvort ég gæti ekki hlaupið línuna á Fellavelli einn seinnipart í júní árið 2012. Antoníus: Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fótbolta og öllum hliðum hans. Hött vantaði svo alltaf menn til að dæma hjá yngri flokkum svo ég mætti á unglingadómaranámskeið hjá Magnúsi Má Jónssyni, dómarastjóra KSÍ, sem var haldið í ME. Að taka unglingadómaraprófið og fá frítt á völlinn spilaði líka inn. Ásmundur Hrafn Magnússon, félagi minn, byrjaði að dæma aðeins á undan mér og hann fékk mig með sér í þetta. Við höfum keyrt um allt Austurland saman til að dæma, allar ferðirnar okkar á Vopnafjörð eru sérstaklega eftirminnilegar.
Hvað er það skemmtilegasta við dómgæsluna?
Guðgeir: Fótboltinn og félagsskapurinn. Fyrst og fremst er maður knattspyrnuáhugamaður sem langar að taka þátt í leiknum. En ekki skemmir það fyrir að maður fær að kynnast nýju fólki í gegnum dómgæsluna þar sem oft þarf að keyra töluverðar vegalengdir í leiki. Þær bílferðir hafa verið upphafið að ófáum vinaböndum.
Antoníus: Að vera þáttakandi í „The Beautiful Game“, allir vellirnir sem maður fer á, allir þeir sem maður kynnist í kringum þetta, öll ferðalögin með vinum sínum, eftirvæntingin og spennan sem maður fær á leikdegi fyrir suma leiki.

Það er líka frábær tilfinning að koma inn í klefa eftir leik með sínu teymi eftir að hafa siglt verkefninu í hús, ef engin tekur eftir dómurunum þá áttu þeir mjög líklega frábæran leik. Stig dómara eru misjöfn eftir verkefnum. Landsdómarar eru þeir sem dæma í efri deildum og í þeim hópi hef ég verið frá árinu 2018. þessi hópur er mjög þéttur og þeir sem komu upp á sama tíma og ég eru margir af mínum betri vinum í dag. Þessi frábæri félagsskapur er eitt það allra besta við dómgæsluna.
Hvar langar þig að vera eftir 5 ár í dómgæslu?
Guðgeir: Eftir 5 ár sé ég fyrir mér að vera dómari sem dæmir reglulega í efstu deild og er með þeim fremstu hér á landi. Vonandi verð ég einnig farinn að banka á dyrnar í alþjóðadómgæslu ef ég verð ekki þegar orðinn milliríkjadómari.
Antoníus: Eftir 5 ár langar mig að vera búinn að stimpla mig enn betur inn í efstu deild og vonandi verð ég búinn að fá einhver skiptiverkefni utan Íslands.
Guðgeir: Nei, ég man nú satt besta að segja lítið sem ekkert frá þeim leik.
Antoníus: Fyrsti meistaraflokksleikurinn sem ég dæmdi var Einherji-KFS. Nökkvi Jarl Óskarsson flautaði og við Ási vorum AD. Einherji vann leikinn 4-1. Þarna var vallarhúsið ekki komið á Vopnafirði, klefarnir voru í íþróttahúsinu, dómaraklefinn var með ljósabekk og gufu. Mig minnir að Ási hafi hafi farið í bekkinn eftir leik.

Hver er erfiðasti leikur sem þú manst eftir að hafa dæmt og hvers vegna?
Guðgeir: Það er nú kannski ekki einhver einn leikur sem stendur uppúr. Frekar myndi segja að það væri hvað erfiðast að taka skrefið upp í efri deildirnar, úr annari deild upp í þá fyrstu og úr þeirri fyrstu upp í þá Bestu. Þegar maður er nýr og ungur dómari í efri deildunum reyna eldri og reyndari leikmenn allt hvað þeir geta til að ná manni úr jafnvægi. Þá er mikilvægt að sýna staðfestu og öryggi í því sem maður er að gera því maður væri ekki að dæma í þessum deildum ef maður hefði ekki hæfni og getu í það.
Antoníus: Fram-Vestri 2020 var nokkuð krefjandi leikur, brottvísun á leikmann Fram snemma leiks og andinn inn á vellinum varð mjög þungur eftir það. Dómarateymið þurfti að passa að stilla spennustigið í leiknum þannig að hann færi ekki í eitthvað rugl.
Hvernig er staðan í dómaramálum á Austurlandi?
Guðgeir: Hún er ekki góð. Endurnýjun er lítil og það má lítið útaf bregða í meiðslum eða brottflutningi, því um leið og fækkar um einn eða tvo er orðið erfitt að manna æfinga- og mótsleiki í fjórðungnum.
Antoníus: Við þurfum nauðsynlega að fá fleiri dómara.
Hvaða eiginleika þarf góður dómari að hafa að þínu mati?
Guðgeir: Dómarar þurfa fyrst og fremst að hafa áhuga á fótbolta. En hvað varðar persónulega eiginleika eru margir mismunandi þættir sem gera dómara að góðum dómara. Sjálfsöryggi, dugnaður og að geta tekið uppbyggilegri gagnrýni eru þættir sem ég tel mjög mikilvæga. Það að geta lært af mistökum og risið upp aftur eftir lélega leiki er eitthvað sem allir dómarar verða að geta gert, því allir dómarar gera mistök á einhverjum tímapunkti og allir dómarar eiga lélega leiki inn á milli.
Antoníus: Góður dómari þarf að hugsa um sig eins og íþróttamaður, sá tími er liðinn að þú sjáir dómara, sem ekki er í líkamlega góðu standi, starfa í efstu deildunum. Dómarar verða að verða að vera í jafn góðu eða betra formi en leikmenn til að geta tekið mikilvægar ákvarðanir undir álagi. Landsdómarar þurfa að standast þolpróf nokkrum sinnum á ári auk þess sem við erum fitumældir reglulega. Við erum með þrekþjálfara, æfum saman, fáum kort í ræktina auk æfingafatnaðar. Það er fullt af
Getur þú sagt mér frá fyrsta leiknum sem þú dæmdir?gráum svæðum í knattspyrnulögunum, góður dómari þarf að geta lesið í aðstæður og túlkað þau eftir því sem á við hverju sinni. Næsti leikur er alltaf mikilvægastur, það skiptir engu máli hvort að seinasti leikur sem þú dæmdir hafi verið upp á 10. Góðir dómarar hafa svipaða nálgun og þjálfarar fyrir leiki, við skoðum liðin sem við erum að fara dæma hjá, förum yfir fyrri leiki hjá liðum og skoðum t.d. hvernig uppleggið hefur verið hjá liðunum í föstum leikatriðum. Við mætum ekki bara á vorin og byrjum að dæma, við komum undirbúnir til leiks eftir langan vetur.
Góður dómari þarf líka að vera andlega sterkur og vera tilbúinn að taka stórar ákvarðanir og geta tekist á við þær hindranir og mótlæti sem munu einhvern tímann verða á veginum.
Hvernig telur þú að hægt sé að fjölga dómurum?

Guðgeir: Fyrst held ég að við verðum að breyta því hvernig þjálfarar, leikmenn og áhorfendur koma fram við dómara. Dómarastarfið verður að vera eftirsóknarvert en það eru ekki margir einstaklingar sem eru tilbúnir að berjast í gegnum þessa fyrstu leiki á meðan þeir byggja upp brynjuna gagnvart slæmri framkomu og því sem henni fylgir. Ég hugsa líka að félögin þurfi að standa
betur að dómaramálum og það þarf að vera áhugi hjá stjórnum félaga að sinna þessum málaflokki. Dómarastjórar félaganna þurfa að vera starfandi dómarar eða að minnsta kosti geta komið þeim sem hafa áhuga á að byrja að dæma inn í dómaramálin. Fólkið sem er í kringum fótboltann þarf að vera vakandi fyrir því hvaða einstaklingar gætu orðið efnilegir dómarar líkt og fólkið spáir í því hverjir gætu orðið efnilegir leikmenn. Horfa eftir leikmönnum sem eru að missa áhugann á að spila sjálfir, heltast úr lestinni í samanburði við jafningja eða eftir fólki sem hefur brennandi áhuga á fótbolta en veit ekki hvernig það getað hjálpað til við að styrkja knattspyrnuna í sínu nærumhverfi.
Antoníus margir dragi upp frekar neikvæða mynd af því hvernig sé að vera dómari.
Langoftast ganga leikirnir vel, erfiðu leikirnir eru mjög fáir.
Það væri kannski hægt að gefa meiri innsýn inn í það hvernig dómarar starfa og reyna að sýna meira frá öllum þeim fjölmörgu jákvæðu hliðum sem fylgja því að dæma.
Þó að maður fái greitt fyrir að dæma þá er það minnsta hvatningin fyrir mig til þess að vera í þessum bransa. Ég er í þessu því ég elska fótbolta og fæ að vera virkur þáttakandi í leiknum með því að dæma. Það að fá stóra leiki og fá að starfa með vinum mínum er eitt það skemmtilegasta sem ég geri.

Hver er skemmtilegasti leikur sem þú hefur dæmt?
Guðgeir: Tveir leikir sem koma fyrst upp í hugann eru Bræðsluleikurinn sem ég dæmdi, man nú ekki hvaða ár. Og svo fyrsti leikurinn í Bestu deildinni. Hann var kannski ekkert endilega sá skemmtilegasti fyrir áhorfandann í stúkunni í 3ja stiga hita í október en upplifunin að vera með í deild þeirrar
Antoníus: Það koma nokkrir leikir upp i hugann, ég var svo heppinn að fá að taka Þjóðhátíðarleikinn í sumar. Það var mjög skemmtilegur leikur, geggjað veður, læti og fullur völlur. KR-Valur í sumar var líka einn sá allra skemmtilegasti leikur sem ég hef tekið.
Eitthvað að lokum?
Guðgeir: Bætum framkomu okkar við dómara, gerum starfið eftirsóknarvert. Fyllum stúkurnar í sumar með leikmönnum yngri flokkanna, þau eru lang bestu stuðningsmennirnir og nærvera barna veldur því að fullorðna fólkið hagar sér betur.
Komið að dæma! Það er frábært tækifæri til að skoða landið og heiminn allan. Áfram austfirsk knattspyrna!
Antoníus: Ég hvet alla sem hafa áhuga á fótbolta að prófa að setja sig í hlutverk dómarans að taka nokkra leiki, annað hvort finnst þér þetta gaman eða ekki. Ef þú hefur áhuga á að byrja að dæma og vilt hjálp við að koma þér af stað þá má hafa samband við mig eða senda á Magnús dómarastjóra KSÍ á magnus@ ksi.is.

Guðgeir gengur af Vilhjálmsvelli ásamt aðstoðardómurum sínum í leik HH gegn KF í sumar.

Við þökkum þessum meisturum fyrir spjallið og tökum undir með það sem þeir segja. Það væri frábært að sjá enn
meiri fjölgun í dómarastéttinni fyrir austan og þessir tveir eru góð fyrirmynd fyrir þau sem vilja taka fyrsta skrefið.
Gleðilega hátíð

YNGRIFLOKKASTARFIÐ
frá yfirþjálfara

Sigríður Baxter
Árin 2010-2014 þjálfaði ég meistaraflokk kvenna ásamt því að þjálfa yngri flokka. Í febrúar 2014 tók ég við sem yfirþjálfari yngri flokka Hattar. Árið 2014 var hvorki 8. flokkur né 7. flokkur kvenna hjá yngri flokkum Hattar. Árið 2018 stofnaði ég því 7. flokk kvenna þar í fyrsta sinn og árið 2019 stofnaði ég svo 8. flokk kvenna. Gríðaleg fjölgun stúlkna í fótbolta varð við þessar breytingar. Best væri ef stelpur og strákar gætu æft saman fram að kynþroska en það er að mínu mati ekki rétta leiðin til þess að fjölga stelpum í fótbolta því langflestar stelpur vilja æfa með stelpum í stelpuliðum. Stelpur æfa hópíþróttir að miklu leyti vegna félagslegra þátta, a.m.k. til að byrja með.
Eitt af undirmarkmiðum mínum sem yfirþjálfari var að fjölga iðkendum í kvennaflokkum og þjálfurum í félaginu. Tímabilið 2014-2015 var fjöldi iðkenda í 8. fl. karla og kvenna 19 strákar á móti 3 stelpum og í 7. flokki voru 16 strákar á móti 6 stelpum í blönduðum flokkum. Tímabilið 2021-2022 var fjöldi iðkenda í 8. flokki karla og kvenna 33 strákar á móti 27 stelpum og í 7. flokki voru 30 strákar á móti 25 stelpum.
Þegar ég tek við sem yfirþjálfari voru iðkendur í yngri flokkum Hattar 166. Nú þegar ég segi skilið við félagið þá eru 273 iðkendur að æfa í 8. - 3. flokki félagsins og eru bæði stelpu- og strákaflokkar innan allra aldursflokka.
Til þess að halda áfram þessari góðu þróun var mitt næsta skref að fjölga æfingum hjá 5. flokki karla og kvenna. Fjölga átti æfingum 5. flokks í fjórar æfingar á viku allt árið og fjölga 8. flokks æfingum í tvær æfingar á viku yfir vetrartímann og þrjár æfingar á sumrin. Þetta framboð á æfingum væri í takt við það sem önnur félög á landinu gera. Eftirspurn eftir fleiri æfingum í 8. flokki er sérstaklega mikil.

Aðalstjórn Hattar er með önnur markmið og sýn á íþróttastarf barna á Egilsstöðum. Íþróttafélagið fór af stað með þróunarverkefni sem hentar ekki stefnum knattspyrnudeildar og minni hugmyndafræði sem yfirþjálfari.
Því miður var ekki horft til mismundandi þarfa ólíkra deilda þegar sú ákvörðun var tekin að keyra þróunarverkefnið af stað. Ég sem fagaðili í minni íþróttagrein er ekki sammála stjórn Hattar um nálgunina á verkefninu en tek þó fram að ég er sammála hugmyndafræði þess. Því sá ég mér ekki annað fært en að segja af mér sem yfirþjálfari yngri flokka.
Að mínu mati mun fagleg þjálfun tarkmarkast að miklu leyti og gera vinnuumhverfi þjálfara mjög erfitt. Ég skil vel að verkefnið þyki spennandi en skipulagið mun ekki henta öllum iðkendum og alls ekki metnaðarfullum þjálfurum félagsins. Mín upplifun af innleiðingu „Allir með“ er sú, að mér væri ekki treyst til þess að halda áfram uppbyggingu deildarinnar sem ég hef stjórnað síðan 2014 og því ákvað ég að stíga til hliðar. Ég tel að gríðaleg umbreyting verði á knattspyrnudeildinni þegar verkefnið „Allir með“ fer af stað, hún verði henni ekki
til framdráttar og fyrir mér vakir langtímaáhrif verkefnisins, til dæmis á iðkendafjölda. Hugmyndafræðin í „Allir með“ þróunarverkefninu er góð en að taka val af börnum og taka út það sem gott er, líkt og starf knattspyrnudeildar, tel ég rangt. Börn eiga að fá að velja hvaða tómstundir þau vilja stunda og hversu oft í viku þau gera það. Aðalmálið er að börn hreyfi sig, hafi gaman og fái að prófa sig áfram.
Ég er ansi hrædd um verkefnið hér á Egilsstöðum gæti haft öfug áhrif, aukið brottfall eða orðið valdur að hreyfingaleysi ákveðins hóps sem hefur bara áhuga á einni íþróttagrein.
Fyrir mér er mikilvægast að efla sjálfstraust barna því það taka börn með sér út í lífið. Það skiptir ekki máli hvort það gerist í gegnum körfubolta, fimleika, skíði, blak eða fótbolta. Ég vil bara að börnin sem fara í gegnum starfið hjá okkur verði góðar manneskjur og leiðtogar á einhvern hátt. Það tel ég gerast þegar gagnkvæm virðing og góð tengsl myndast milli barna og þjálfara, þau tengsl tekur tíma að mynda og eru mikilvægust í yngstu flokkunum.
Ég hef mikla ástríðu fyrir þjálfun knattspyrnu. Ég hef menntað mig sem íþróttafræðingur, einkaþjálfari, UEFA-A og UEFA-elite þjálfari KSÍ. Ég hef unun af að efla iðkendur. Stefna mín í þjálfun er ekki á nokkurn hátt afreksmiðuð eða sérhæfð þegar kemur að þjálfun barna og það vita allir sem mig þekkja og hafa fylgst með minni þjálfun. Ég sýni iðkendum athygli og alúð, enda þykir mér einsaklega vænt um alla þá krakka sem ég þjálfað. Egilsstaðir gætu verið hinn fullkomni staður fyrir knattspyrnufólk ef aðstaðan og metnaður til þess að gera betur væri til staðar. Stefnur meistaraflokks og yngri flokka þurfa að fara saman og huga verður að aðstöðu félagsins sem er til skammar eins og staðan er í dag. Nýtt gervigras á Fellavöll mun ekki leysa þann vanda. Aðstaða félagsins þarf að vera innan Egilsstaða. Með betri aðstöðu þá koma fleiri þjálfarar, fleiri leikmenn og við höldum unga fólkinu okkar lengur heima. Ég kveð iðkendur og foreldra á Egilsstöðum í bili. Ég vil þakka öllu frábæra fólkinu sem ég hef unnið með í stjórn og tengslastörfum fyrir óeigingjarnt starf. Ég vona svo sannarlega að það komi maður í manns stað og ég óska Íþróttafélaginu Hetti góðs gengis í þeirra stefnu sem tekin hefur verið. Höttur verður alltaf mitt félag og Egilsstaðir alltaf bærinn sem tók á móti mér með opnum örmum Takk fyrir mig. Áfram Höttur.
Sigríður Baxter Yfirþjálfari yngri flokka Hattar
8. FLOKKUR KVK 8. FLOKKUR KK
8. flokkur kvenna æfði í íþróttahúsinu á Egilsstöðum klukkan 17.10 á miðvikudögum. Mikil fjölgun var í 8. flokki þennan vetur sem var mjög skemmtilegt og á sama tíma krefjandi. Aldrei höfðu jafn margar stelpur verið skráðar í flokkinn en þær voru mest 27. Mikið fjör var á æfingum þar sem aðalmarkmið flokksins var boltafærni, kynnast íþróttinni, auka hreyfifærni,og auðvitað að hafa gaman. Engin áhersla er á keppni í þessum flokk.
Mót flokksins: Minningarmót Óðins Skúla á Fellavelli og Stefnumótið á Akureyri.
Þjálfarar : Sigga Baxter, Lillý Viðarsdóttir, Jónas Pétur, Arnór Magnússon, Margrét Lilja, Róbert Þormar, Brynhildur Una, Kristófer Einarsson og Sæbjörn Guðlaugsson
8. flokkur karla æfði í íþróttahúsinu á Egilsstöðum klukkan 16.30 á miðvikudögum. Mikil fjölgun var í 8. flokki þennan vetur sem var mjög skemmtilegt og á sama tíma krefjandi. Mikið fjör var á æfingum þar sem aðalmarkmið flokksins var boltafærni, kynnast íþróttinni, auka hreyfifærni,og auðvitað að hafa gaman. Engin áhersla er á keppni í þessum flokk.
Mót flokksins: Minningarmót Óðins Skúla á Fellavelli og, Stefnumótið á Akureyri.
Þjálfarar : Sigga Baxter, Lillý Viðarsdóttir, Jónas Pétur, Arnór Magnússon, Margrét Lilja, Róbert Þormar, Brynhildur Una, Kristófer Einarsson og Sæbjörn Guðlaugsson
Höttur þakkar stuðninginn á árinu:

Í 7. flokki kvenna voru 23 stelpur skráðar. Þær æfðu vel og sýndu miklar framfarir bæði innan og utan vallar, bæði sem einstaklingar og sem lið.



Þær byrjuðu veturinn á því að taka þátt í Stefnumóti KA á Akureyri. Þar var mikið fjör og mikil gleði, allar spiluðu þær nokkra leiki og enduðu daginn með pizzaveislu og þáttökuverðlaunum. Þegar tók að vora höfðu stelpurnar eflst töluvert í því að sýna góða hegðun, vera góðir liðsfélagar og styðja hvora aðra og fóru með það á dagsmót á Akureyri og á Minningarmót Óðins Skúla á Fellavelli.


Um mitt sumar fór flokkurinn með þrjú lið á Símamótið í Kópavogi. Þar skemmtu stelpurnar sér konunglega saman ásamt foreldrum enda vel skipulagt mót. Þær gistu saman á svæðinu, spiluðu fjölmarga leiki, fóru í skrúðgöngu, á kvöldvöku og í ýmsa aðra afþreyingu á milli leikja. Liðunum gekk öllum vel í sínum riðlum og allar bættu þær sig heilmikið. Stuðið var svo mikið að þær bíða allar eftir því að komast aftur næsta sumar. Tímabilið endaði svo með skemmtilegu Curio móti á Húsavík. Þjálfarar: Sigríður Baxter, Gunnar Einarsson, Bjarndís Diljá, Arnór Davíðsson, Ívar Logi Jóhannsson og Hrafn Sigurðsson.

7. FLOKKUR KK
Í lok október 2021 fór 7. flokkur karla á Stefumót KA á Akureyri. Stefnumótið er dagsmót fyrir þennan aldur og að þessu sinni fóru fleiri flokkar á mótið. Þegar krakkarnir eru á þessum aldri þá er það svo að foreldrar fara yfirleitt með hverju barni svo það eru margir stuðningsmenn sem myndar skemmtilega stemningu fyrir iðkendur. Í byrjun desember vorum við með jólahitting í Brúarási þar sem strákarnir komu saman og fóru í stöðvar í íþróttahúsinu og borðuðu mandarínur og piparkökur til að koma okkur í jólagírinn. Á vordögum á þessu ári var síðan aftur Stefnumót KA. Næsta mót hjá 7. fl. kk. var síðan Minningarmót Óðins Skúla á Fellavelli. Þetta mót er yfirleitt seinustu helgina í maí. Að þessu sinni lék veðrið við okkur og mótið var það fjölmennasta frá upphafi svo upplifuninn var mjög góð. Lok maí og byrjun júní er strangt tímabil hjá 7. flokki því strax helgina eftir Minningarmótið fjölmenntum við á Selfoss og tókum þátt á Jako mótinu sem er aðalmót 7. flokks kk. og er öðruvísi en önnur mót flokksins þar sem um helgarmót er að ræða. Strákarnir spila fyrir hádegi á laugardegi og sunnudegi og eftir hádegi hafa þeir tíma til þess að verja með fjölskyldum sínum eða vinum. Eins og með önnur mót hjá drengjunum þá mæta foreldrar með þeim flestum og því eru þarna gott tækifæri til að nýta helgina vel með fjölskyldunni allri. Veðurspáin fyrir mótið var ekki mjög spennandi og vorum við viðbúin öllu. Þó veðrir hafi ekki verið neitt sérstakt þá slapp það ótrúlega vel og það var ekki fyrr en seinasti leikurinn á sunnudeginum var flautaður af að fyrstu regndroparnir féllu á okkur.
Sumarönnin mætti til leiks þegar við komum til baka frá Selfossi. Æfingum fjölgaði úr þremur í fjórar á viku og nú fyrir
hádegi. Fyrst um sinn voru æfingar á Fellavelli vegna ástands Vilhjálmsvallar og reyndi það svolítið á skipulagshæfileika foreldra að koma öllum á æfingu þegar engin strætó gengur á æfingartímanum og flestir foreldrar eru í vinnu þegar æfingarnar eru. Það er mjög áríðandi að bæta æfingaaðstöðu fyrir krakkana okkar, ekki bara til þæginda fyrir foreldra heldur aðallega til þess að minnka líkurnar á meiðslum og til þess að hægt sé að bjóða upp á betri æfingatíma fyrir börnin allt árið um kring.
Á sumrinum tekur 7. flokkur þátt í samstarfi yngri flokka og meistaraflokks sem felst í því að sinna sjoppunni á leikdegi og að sækja bolta á leikjum meistaraflokkanna. Á móti sjá leikmenn meistaraflokks um dómgæslu á leikjum yngri flokka. 7. flokkur kk. mannaði sjoppuna á nokkrum leikum þetta sumarið. Gekk þetta samstarf einstaklega vel og voru foreldrar duglegir að mæta á sína leiki eða skipta við aðra. Við héldum lokahóf um miðjan ágúst og vorum við aftur í Brúarási en aðstaðan þar er heppileg fyrir íslenskar veðuraðstæður þar sem bæði inni- og útiaðstaða er til fyrirmyndar. Það hitti svo heppilega á að við notuðum eingöngu útiaðstöðuna, spiluðum fótbolta og lékum okkur á ærslabelgnum auk þess sem við grilluðum pylsur.
Fótboltaárinu lauk síðan á Curiomótinu á Húsavík. Eins og með Minningarmót Óðin Skúla var um að ræða fjölmennasta Curiomótið frá upphafi og því ljóst að fótboltinn á svæðinu heldur áfram að vaxa og dafna. Þjálfarar: Sigga Baxter, Eyþór Magnússon, Viktor Óli Haraldsson, Gunnar Einarsson, Bjarndís Diljá Birgisdóttir, Hrafn Sigurðsson, Ívar Logi Jóhannsson og Arnór Davíðsson

6. FLOKKUR KVK
Í byrjun starfsárs voru 13 stelpur skráðar í 6 flokk kvenna. Haustið 2021 voru skipulögð 2 mót; Stefnumót KA og Goðamót Þórs. Náði flokkurinn að mæta á Stefnumót í október með tvö lið en Covid setti strik í reikninginn og var Goðamótinu frestað til apríl 2022. Eins og í fyrra var ákveðið að gefa öllum liðum nafn eftir fyrirmyndum þeirra í meistaraflokki kvenna í stað þess að raða liðum niður eftir númerum og þykir okkur það miklar framfarir. Á Goðamót mætti 6. flokkur galvaskur með tvö lið. Gengið var misjafnt í leikjum en stelpurnar gleymdu þó aldrei gleðinni og börðust fram í seinasta leik. Þar runnu blóð sviti og nokkur tár. Bæði lið töpuðu öllum sínum leikjum, en þeim sem voru viðstaddir þegar KR bauð Hetti Bjarndísi í sigurhringinn eftir að Höttur skoraði sitt fyrsta mark á mótinu var ógleymanlegt. Þar röðuðu sér til skiptis svartar og hvítar 8-9 ára skottur sungu og hvöttu hvor aðra áfram, óháð niðurstöðum leiks eða þeirri staðreynd að 30 sekúndum fyrr voru þær blóðheitir andstæðingar á vellinum. Gleðin sem spratt úr andlitum þeirra minnti okkur fullorðna fólkið á að þetta snýst ekki um niðurstöðu leiksins heldur leikgleðina og virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum.
Goðamótið var aðeins upphitun fyrir sumarið því áfram var haldið að æfa sig fyrir stórmót sumarsins. Farið var á annað Stefnumót í apríl og Minningarmót Óðins Skúla á Fellavelli í maí. Í júlí rann svo stóri dagurinn upp þegar 13 flottar Hattarstelpur mættu til leiks á Símamótið í Kópavogi. Veðrið lék við keppendur megnið af mótinu og gleðin var allsráðandi. Spennan fyrir því að spila sinn fyrsta leik í sjónvarpi leyndi sér ekki og voru það afar stoltar stelpur sem gengu inn á völlinn með afa og ömmur, frænkur og frændur að horfa hinu megin á landinu. Aftur mættu stelpurnar ofurefli á vellinum en með þrautseigju og leikgleðina í fyrirrúmi börðust þær áfram eins og þeim einum var lagið. Þær voru til fyrirmyndar bæði innan vallar og utan þrátt fyrir mótbyr og fengu háttvísisverðlaun Símamótsins 2022. Mótið var þeim flestum ógleymanlegt og ekki leiddist þeim að fá að stíga á svið á eftir Reykjavíkurdætrum til að taka á móti hvatningarverðlaununum sínum. Starfsárinu var svo lokað á Curiomótinu á Húsavík og halda þær áfram ýmist í 5. eða 6. flokk í fótbolta með fullan reynslubanka eftir frábært starfsár. Áfram Höttur!

Þjálfarar: Gunnar Einarsson, Bjarndís Diljá, Arnór Davíðsson, Ívar Logi Jóhannsson og Hrafn Sigurðsson
Höttur þakkar stuðninginn á árinu:
6. FLOKKUR KK
Það voru yfir 25 strákar skráðir í 6. flokk karla. Strákarnir æfðu þrisvar sinnum í viku, þar með einu sinni úti á Fellavelli og var hægt að sjá framfarir hjá þeim öllum og mætingin var góð. Í október tóku strákarnir þátt á Stefnumóti á Akureyri – þar var farið með þrjú lið. Í mars tóku þeir þátt á Goðamóti Þórs á Akureyri. Við fórum með fjögur lið og var spilað í A, B, C og D liðum. Strákarnir stóðu sig frábærlega í öllum leikjum. Þetta var fyrsta skipti sem þeir fóru á þriggja daga mót og nokkrir gistu í skólanum. Þeir fóru saman í sund og bíó og þeim fannst þetta mjög skemmtilegt! Í vor var haldið Minningarmót Óðins Skúla þar sem við vorum með fjögur lið – skemmtilegt mót á Fellavelli í frábæru veðri! Í byrjun sumars var farið með þrjú lið á Stefnumót á Akureyri. Svo var farið á Setmótið sem er tveggja daga mót á Selfossi í júní. Þetta var mót fyrir iðkendur á yngra ári en til að ná í lið fylgdu nokkrir strákar úr 7 flokki. Orkumót í Vestmannaeyjum var virkilega spennandi og skemmtilegt mót fyrir stráka fædda 2012. 17 tóku þátt á mótinu en þar á meðan voru fjórir strákar fæddir 2013 til að ná tveimum liðum. Curio mótið var svo haldið í lok sumars á Húsavík. Farið var með þrjú lið og strákarnir stóðu sig eins og hetjur.
Þjálfarar: Ljubisa Radovanovic, Gunnar Einarsson, Bjarndís Diljá, Arnór Davíðsson, Ívar Logi Jóhannsson og Hrafn Sigurðsson

5. FLOKKUR KVK
Þegar árgangar 2010 og 2011 koma saman verður til stærsti flokkur í kvennaboltanum á Egilsstöðum, 26 stelpur. Þessar stúlkur hafa frá því í 8. flokki verið einkar sterkur hópur og hafa þær verið svo heppnar að hafa fengið góða og metnaðarfulla þjálfun allt frá byrjun. Flokkurinn fór á fjögur mót þetta tímabil. Goðamót og Stefnumót á Akureyri, TM mót í Vestmannaeyjum og Símamót í Kópavogi. Spilaður var 7 manna bolti og voru send þrjú lið á hvert þeirra. Sigrar og töp í bland en gleðin alltaf í fyrirrúmi. Þó má segja að mesta gleðin var þegar flokkurinn fékk háttvísisverðlaunin á TM mótinu í Vestmannaeyjum. Þetta gerði foreldrana auðvitað mjög stolta því það mikilvægasta í íþróttum er virðing fyrir andstæðingum og öllu því fólki sem kemur að skipulagi móta. Að fara á stórmót er ævintýri fyrir stelpurnar og tíminn nýttur til fulls. Félagslegi þátturinn er alltaf jafn mikilvægur og það þarf að vera gaman.


Íslandsmótið var krefjandi og var spilaður 8 manna bolti. Þurfti flokkurinn að fara víða og var lengsta ferðin á Sauðárkrók. Spilaðir voru 20 leikir (4x15mín) og enduðu: 14 sigrar, 2 jafntefli og 4 töp. Eitt lið komst í úrslit og eitt í umspilsleik til úrslita. Þannig að árangurinn var mjög góður.

Bak við flokkinn stóð hópur foreldra sem lagði sig fram um að allt skipulag gengi upp þegar farið er á svona mörg mót og keppa svona marga leiki á Íslandsmóti.
Þjálfarar: Þórarinn Máni Borgþórsson og Þór Albertsson

5. FLOKKUR KK
Flokkurinn var frekar fámennur þetta tímabil. Það mætti ávallt góður kjarni á æfingar eða um 12-14 strákar. Strákarnir hófu veturinn undir stjórn Petar, æfðu vel og lærðu mikið af honum. Í nóvember var farið með lið á Goðamótið á Akureyri þar sem strákarnir stóðu sig með prýði. Á sumarönn tók Gunnar Einarsson við strákunum og var eitt af markmiðum hans, í samvinnu við yfirþjálfara, að skapa betri liðsanda og auka semheldnina í liðinu því félagslegi þátturinn er svo mikilvægur.
Í lok júní var farið með tvö lið á aðalmót flokksins, N1 mótið á Akureyri. Þar spiluðu liðin í dönsku og íslensku deildinni. Nokkrir strákar úr 6. flokki fengu boð á mótið og fengu þar að spreyta sig og safna í reynslubankann. Bæði liðin stóðu sig vel þrátt fyrir erfiða leiki á köflum. Virkilega skemmtilegt mót þar sem strákarnir og foreldrar sköpuðu skemmtilegar og góðar minningar. Strákarnir tóku einnig þátt í Íslandsmótinu en þar eru spilaðir stakir leikir yfir allt sumarið. Höttur var þar með eitt lið skráð til leiks, A-lið sem spilaði í E-riðli á móti öðrum liðum á Norður- og Austurlandi. Leikirnir á Íslandsmótinu voru miserfiðir en eftir því sem leið á sumarið fór að ganga betur og sigrarnir urðu fleiri. Seinasti leikur Íslandsmótsins var á heimavelli og endaði með flottum og öruggum sigri, þar sást vel hvernig vinna þjálfarans með liðið skilaði sér inn á völlinn. Glæsilegur endir á flottu sumri hjá strákunum í 5. flokki Hattar.
Þjálfarar: Petar Mudresa og Gunnar Einarsson
Gleðileg jól
Óskum viðskiptavinum og Austfirðingum öllum Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

4. FLOKKUR KVK



Á tímabilinu 2021/2022 æfðu sjö stelpur fótbolta hjá Hetti, fámennur en góður hópur. Ljuba þjálfaði þær allt tímabilið. Í liði Austurlands æfðu 28 stelpur. Rólegt var framan af hausti 2021 vegna covid en stelpurnar mættu vel á æfingar. Eftir áramót byrjuðu samæfingar á Reyðarfirði einu sinni í viku. Fyrsta mót tímabilsins var Stefnumótið á Akureyri í mars. Mótið gekk nokkuð vel og spiluðu stelpurnar betur saman eftir því sem leið á mótið. Íslandsmótið byrjaði svo í maí, stelpurnar spiluðu leiki fyrir norðan og fóru tvær ferðir suður til Reykjavíkur ásamt því að spila nokkra heimaleiki. Nokkrir sigrar, nokkur töp og jafntefli bara alveg eins og það á að vera. Gaman var að sjá hvað hópurinn varð nánari eftir því sem leið á Íslandsmótið og samhliða því spiluðu þær betur saman.

Aðalmót sumarsins var svo Reycup og var 4. flokkur Austurlands skráður með tvö lið í keppni. Mótið reyndist okkar stelpum erfitt og krefjandi en þær sýndu miklar framfarir frá fyrsta leik til hins síðasta. Stelpurnar skemmtu sér vel á mótinu þó sigrarnir hefðu mátt vera fleiri.
Þjálfarar: Ljubisa Radovanovic og Jóhann Valgeir Davíðsson
Óskum íþróttafélaginu Hetti gleðilegra jóla og farsældar á nýju íþróttaári.
4. FLOKKUR KK
Hjá 4. flokki karla æfðu, undir stjórn Andre Solarzano þjálfara, að meðaltali 22 strákar tímabilið 2021-2022. Kraftmikill og metnaðarfullur hópur stráka og góður kjarni hans mætti mjög vel á Fellavöll fjórum sinnum í viku. Eftir áramót hófust samæfingar með strákum úr Fjarðabyggð, Leikni og Einherja á Reyðarfirði 1x í viku og við það bættist þjálfari Fjarðabyggðar, Pálmi Þór Jónasson, í þjálfarateymi drengjanna. Undir stjórn beggja þjálfara spilaði sameinaður hópur, 40 – 45 iðkendur, undir merkjum Austurlands á Íslandsmóti KSÍ, Stefnumóti KA og ReyCup. Stefnumót KA var haldið í lok febrúar. Það gekk ekki þrautalaust að koma þremur liðum Austurlands til keppni á mótinu þar sem Covid-bylgja gekk yfir hópinn á sama tíma. Með aðstoð drengja úr 5. flokk tókst að manna öll liðin og mótið gekk mjög vel, innan vallar sem utan. Á ReyCup var líka farið með þrjú lið. Leikirnir unnust og töpuðust eins og gengur, vellirnir voru mis góðir, en heilt yfir var spilamennska liðanna allra nokkuð góð.
Á Íslandsmóti KSÍ léku liðin í A-liðum B-riðli og B-liðum B-riðli, hækkuðu sig um riðil frá fyrra ári vegna góð gengis A-liðsins 2021. Það þýddi að svo til allir útileikir liðanna voru á suðvestur-horni landsins. Tvær lengri ferðir þar sem farið er keyrandi, spilaðir fjórir leikir og gist á Hótel Cabin, og ein flugferð og spilaðir tveir leikir. A-liðið spilaði jafna og góða leiki allt Íslandsmótið og endaði um miðjan riðil. Það var
heldur á brattann að sækja hjá B-liðinu sem lenti í of sterkum riðli en strákarnir stóðu alla sína leiki og bættu sig þegar leið á sumarið.
Þetta er annað árið í röð sem 4.flokkur karla er í samstarfi við nágranna okkar og vini á fjörðunum í öllum verkefnum flokksins. Almennt ríkir ánægja með fyrirkomulagið þó því sé ekki að neita að oft er strembið fyrir þá fullorðnu að skipuleggja ferðir og mót fyrir svona stóran og dreifðan hóp. En með samstilltu átaki foreldra, tengla og þjálfara gekk sumarið upp og með hverju árinu fæst reynsla og þekking sem nýtist áfram. Strákarnir njóta þess að kynnast nýjum félögum og liðsandinn í sumar var mjög góður Þjálfarar: André Musa Solórzano og Pálmi Jónasson
MENNTASKÓLINN Á EGILSSTÖÐUM

Íþróttafélagið Höttur óskar knattspyrnufólki félagsins til hamingju með vel heppnað fótboltasumar, um leið og við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju fótboltaári.

3. FLOKKUR KVK
Það voru 11 stelpur sem skipuðu 3. flokk kvenna hjá Hetti þetta ár. Þær spiluðu undir merkjum Austurlands með Fjarðabyggð og Einherja, í allt um 20 stelpur. Fyrsta verkefni flokksins var í nóvember en þá mættu 24 stúlkur til leiks á Stefnumót á Akureyri og voru með tvö lið, A og B. Þær gerðu ágætt mót, sigrar og töp en mestu máli skipti framfarir hjá hverri og einni og liðsheildin styrktist. Íslandsmótið þetta árið hjá A liðum 3. flokks var með öðru sniði en vanalega, byrjaði mun fyrr eða í mars og stóð út september. Spilað var í þremur riðlum, A, B og C með 7-8 liðum í riðli. Leikið var í þremur lotum og færðust tvö lið upp og tvö lið niður eftir árangri í hverri lotu. Alls spiluðu stelpurnar 23 leiki í þessum þremur lotum. Stóðu sig með eindæmum vel og héldu sér í B riðli allan tímann, voru í 3. sæti eftir fyrstu lotuna og 5. sæti eftir aðra lotuna. Síðasta lotan tók á stelpurnar þar sem aðeins hafði fækkað í leikmannahópnum, farnar af svæðinu í skóla eða í önnur verkefni. Þær héldu þó ótrauðar áfram, gáfust aldrei upp og niðurstaðan var 6. sætið í B riðlinum. Auk þessara leikja á Íslandsmótinu spiluðu stelpurnar tvo bikarleiki í sumar, unnu Völsung í fyrstu umferð en töpuðu fyrir Þór/KA í annarri umferð en Þór/KA vann bæði bikarinn og urðu Íslandsmeistarar og stóðu okkar stelpur sig mjög vel að halda aftur af þeim, töpuðu 0-6.
Í byrjun ágúst fóru stúlkurnar ásamt 3. flokki kk. og fríðum flokki fylgdarliðs til Svíþjóðar og tóku þátt í Stokkholm Football Cup. Þessar hörku fótboltastelpur gerðu sig lítið fyrir og komu heim með bikarinn, unnu 16/17 ára riðil stúlkna. Fékk yfirvaraskegg þjálfarans á mótinu að fjúka við þennan árangur þar sem hann hafði lagt það undir!

Þetta eru flottar fótboltastúlkur sem hér eru á ferð og eiga þær hrós skilið fyrir dugnað og elju. Stúlkurnar lögðu sig 110% fram í öll verkefni sem þær tókust á við, gáfu aldrei neitt eftir. Meiðsl voru aðeins að hrjá mannskapinn en þær voru duglegar að stappa stálinu í hvor aðra. Liðsheildin var eins og best verður á kosið og virkilega gaman að fylgja þeim eftir, voru til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan, ávallt kátar og brosandi. Félagslegi þátturinn skipti miklu máli og reyndu þær eftir fremsta megni að skemmta sér og öðrum í fótboltaferðum með ýmsum spaugilegum uppákomum sem og viðburðum.
Þjálfarar: Petar Mudresa og Hjörvar Sigurgeirsson
Höttur þakkar stuðninginn á árinu:
MENNTASKÓLINN Á EGILSSTÖÐUM
3. FLOKKUR KK

Viðburðaríkt tímabil að baki hjá 3. flokki karla sem byrjaði af krafti en 14 strákar hófu æfingar með Hetti. Samæfingar með Fjarðabyggð hófust svo strax á haustdögum og fjáraflanir á fullt en árlegt Stefnumót átti að halda í nóvember 2021. Rétt fyrir mótið var tekin ákvörðun um frestun, útaf dálitlu, og var það því sett á dagskrá í febrúar 2022. Strákarnir létu þetta ekki slá sig út af laginu en ákveðið var að hætta samæfingum þar til eftir áramótin. Tenglar og foreldrar létu nú ekki sitt eftir liggja og buðu drengjunum í smá fótboltapartý í Hettuna, með pizzu og enska boltanum (United – Arsenal) til að bæta upp fyrir frestun mótsins. Óþarfi að segja frá úrslitum leiksins en það ætlaði allt um koll að keyra! Í febrúar var svo farið á langþráð Stefnumót á Akureyri með sameiginlegt lið. Við fengum liðsauka úr 4. flokki kk. og 3. flokki kvk. svo hópurinn var fjölbreyttur og fjölmennur en ferðin gekk eins og í sögu.
Fyrirkomulag Íslandsmóts var breytt hjá 3. flokki í ár en það skiptist í þrjár lotur. Fjarðabyggð og Höttur voru með sameiginlegt lið og byrjaði mótið með 19 strákum. Fyrsta lota var kynnt fyrir okkur í febrúar en fyrsta suðurferð var þá fyrirhuguð í mars. Þar tóku á móti okkur lið Gróttu og KR. Fyrsti leikurinn vannst mjög örugglega 0-6 en okkur mætti töluverð meiri mótspyrna á KR vellinum og mun sá leikur fara seint úr minnum okkar drengja! En áfram gakk, fyrstu leikirnir búnir og liðið lofaði góðu.
Samtals fóru strákarnir í átta ferðar út fyrir fjórðunginn á Íslandsmótinu, sex ferðir á Suðurlandið og tveir leikir fyrir norðan. Spailuðu samtals tíu útileiki og átta heimaleiki.
Tímabilið var mjög spennandi allt til loka, þeir unnu sig upp í c-riðil eftir aðra lotu og sigruðu þann riðil með yfirburðum. En stærsta ævintýrið hefur líklegast verið Svíþjóðarferðin! Strákarnir fóru í sameiginlega ferð með 3. flokki kvk. til Stokkhólms í ágúst til að taka þátt í Stockholm Football Cup en ferðin hafði verið í pípunum allan veturinn. Farið var með rútu frá Egilsstöðum að kvöldi 1. ágúst og keyrt alla nóttina á Keflavíkurflugvöll. Þar beið okkar þota snemma morguns sem flutti hópinn, sem taldi 36 keppendur, átta fararstjóra og foreldra, beina leið til Stokkhólms. Daginn eftir komuna til Svíþjóðar, fékk hópurinn að æfa við fyrsta flokks aðstæður á æfingasvæði Enskede IP og svo hófst mótið sjálft. Ýmislegt var gert þarna úti m.a. ógleymanleg go-kart ferð, Tivolí-fjör, dekurkvöld, pubquiz, keila og að ógleymdum leik í fyrstu deildinni í Svíþjóð þar sem heimamenn Hammarby mættu Sundsvall. Á vellinum voru mættir tugþúsundir áhorfenda ásamt víðfrægum áhangendum Hammarby sem teljast vera með þeim svakalegustu í heimi. Heimamenn fóru með sigur af hólmi 3-0 og var leikurinn einn af hápunktum ferðarinnar. Mótið fór þannig að strákarnir tóku með sér bikarinn heim, en þeir sigruðu B-keppni mótsins. Frábær árangur! Ævintýralegt sumar að baki og viljum við tenglar þakka þeim Halldóri og Ljuba sérstaklega fyrir samstarfið. Þá má ekki gleyma foreldrum og forráðafólki sem vinnur óeigingjarnt starf alla daga til að hjálpa þessum krökkum að elta drauma sína. Eftir að hafa horft yfir tímabilið liggur ómæld vinna þeirra m.a. að baki því sem gerir þetta allt mögulegt.
Þjálfarar: Ljubisa Radovanovic og Halldór Bjarneyjarson






