
23 minute read
PETAR MUDRESA „HVER TÍMI Í LIFI MANNS ER DÝRMÆTUR
Fyrir tímabilið 2017 skrifaði rúmlega þrítugur hafsent undir samning hjá Hetti, Petar Mudresa. Núna, tæplega fjórum árum síðar er Petar enn búsettur á Egilsstöðum ásamt eiginkonu sinni Mirka Mudresa og Ognjen syni þeirra. Petar sem er serbneskur lagði skóna á hilluna eftir að hafa fengið hjartaáfall í október en við ræddum við hann um það, ferillinn og árin á Íslandi.
Advertisement
Í október fékkstu hjartaáfall – getur þú sagt okkur aðeins frá því og hvernig þér líður núna. 12. október síðastliðinn vaknaði og fór á fætur, fimm mínútum síðar leið yfir mig. Ég stóð upp með hjálp konunar minnar. Fimm mínútum seinna leið svo aftur yfir mig. Við hringdum eftir sjúkrabíl án þess að vita að þetta væri hjartaáfall. Á sjúkrahúsinu var strax óskað eftir sjúkraflugvél til að flytja mig til Reykjavíkur. Um borð í flugvélinni fékk ég þriðja áfallið, þar sáu læknar um borð að þetta væri hjartaáfall. Ég vissi ekki nákvæmlega hvað var að gerast fyrr en ég fékk útskýringar hjá læknum í Reykjavík, þá fékk það aðeins á mig. En þetta var mun verra fyrir konuna mína og son minn sem sáu fyrstu tvö skiptin. Læknarnir gerðu allskonar próf og rannsóknir á þessu, en að endingu var niðurstaðan að setja í mig gangráð. Allt heilbrigðisstarfsfólk sem annaðist mig voru alveg frábær og mig langar að senda þeim kveðju og þakka þeim fyrir allt. Nú er liðinn mánuður frá aðgerðinni og mér líður bara vel. Ég mun snúa til minna starfa hérna áður en langt um líður.
Segðu okkur aðeins frá heimalandinu. Serbía er mjög fallegt land, náttúran er mjög falleg, maturinn frábær og fólkið yndislegt. Allir sem koma einu sinni til Serbíu vilja koma aftur. Serbía hefur allt frá fjöllum, fljótum, minni ám, frjóan jarðveg og marga sólardaga. Ég mæli með því við alla sem ekki hafa komið til Serbíu að heimsækja landið einu sinni á lífsleiðinni.
Hvernig var æska þín? Æskan var líkt og hjá flestum börnum, falleg og ógleymanleg. Ég ólst upp í smábæ, svo foreldrar mínir þurftu ekki að vera áhyggjufull meðan ég lék mér úti með krökkunum. Þegar ég var að alast upp var borgarastríð í gangi sem leiddi til þess að fyrrum Júgóslavía liðaðist í sundur en þá var ég bara barn og fann það ekki á mínu umhverfi í þorpinu hvað var í gangi. Þetta var erfitt fyrir þjóðina en í okkar bæ var öryggi og börnin léku sér úti sem áður. Alltaf eftir skóla vorum við úti að leika þar til við vorum dagþrota, alla daga. Frá þessum tíma á ég bara fallegar og ógleymanlegar minningar.
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? Ég byrjaði að æfa fótbolta sjö ára gamall, ég æfði í dálítinn tíma en skipti svo yfir í körfubolta í tvö ár. Þá fór ég aftur í fótboltan og hef verið í honum alla daga síðan.
Segðu okkur frá leikmannaferli þínum þangað til að þú flytur til
Íslands. Ég byrjaði að spila með liðinu í mínum heimabæ allt þar til ég fór í framhaldskóla. Þá fékk ég boð um að spila með liði stutt frá bænum mínum sem spilaði í 2. deild í Serbíu. Mig langaði í nýja áskorun þannig að ég sló til. Eftir það var ég fljótt kominn í lið í 1. deild og eftir það tók ferill minn stærri skref. Ég skipti milli margra liða í 1. deild og svo milli landa. Það má alveg segja að ég sé búinn að eiga flottan feril.
Hvað er besta liðið sem þú hefur spilað með? Það er erfitt að segja. Í Serbíu spilaði ég fyrir Hajduk Kula, Mladost Apatin, Metalac GM í 1. deild. Í Bosníu spilaði ég fyrir stórlið Celik, sem eru fyrrum meistarar. Í Ungverjalandi spilaði ég fyrir Kaposvar í 1. deild og í Barein hef ég spilað fyrir Al Manama, sem eru líka fyrrum meistarar.
Hvað þarf maður að gera til að verða atvinnumaður í fótbolta? Til að byrja með þarf maður að hafa hæfileika. Eftir það er það bara æfing og aftur æfing. Maður þarf að lifa fyrir fótbolta. Svo er líka gott að vera heppinn stundum.
Hver er besti samherji sem þú hefur spilað með í Hetti/Huginn og af hverju? Það er erfitt að segja en ef ég þarf að velja einn, væri það Ragnar Pétursson. Hæfileikaríkur, í góðu formi og reyndur. Sást vel að hann hafði spilað með stærri liðum á Íslandi. Svo er það líka Brynjar Árnason, mjög hæfileikaríkur leikmaður.
Hver er erfiðasti andstæðingurinn sem þú hefur mætt á Íslandi? Gróttu liðið hefur haft mestu áhrifin á mig. Enda fóru þeir og spiluðu í Pepsi deildinni eftir það. Þeir spila öðruvísi fótbolta en önnur lið, mjög skipulagðir og teknískir.
Hver er stærsti munurinn á Serbíu og Íslandi? Stærsti munurinn er tíminn og lífshættir fólks. Það eru tvö hundruð og fimmtíu sólardagar í Serbíu. Þess vegna eru lífshættirnir mesti munurinn, fólk er mikið úti í góðum félagsskap í góðu veðri. Kaffihús eru alltaf full og lífleg og gangandi fólk á götunum.
Hvernig hefur þér liðið á
Egilsstöðum í þessi nærri fjögur ár sem þú hefur búið hér? Mér líkar lífið á Egilsstöðum vel því það er allt nálægt mér. Það er líka gott fyrir börn að alast hér upp, þau geta leikið sér áhyggjulaust úti. Ég hef kynnst mikið af góðu fólki hér og ég get fundið svo marga góða kosti.
Hver er fallegasti staður á
Íslandi? Það er mjög erfitt að ákveða einhvern einn fallegasta stað. Ísland er með svo einstaka náttúru og ég held að allir sem heimsækja Ísland verði ástfangnir og hafi það í hjarta sér út ævina. Það er ekki nokkur maður sem ekki er hrifinn af fossum, jöklum, sólarlögum og frostnóttum á Íslandi.
Hvað þurfa íslenskir leikmenn að bæta til að verða betri? Við eigum mikið af hæfileikaríkum krökkum hér, ekki bara í fótbolta heldur líka lífinu. Til að verða betri í fótbolta er það bara æfing og meiri æfing. Þú þarf að vera ákveðinn til að ná langt í fótbolta og mátt ekki gefast auðveldlega upp.
Hver er fyndnasti samherji í Hetti/
Huginn? Sigurður Orri klárlega. Sérstaklega í partíum.
Hvar sérðu sjálfan þig eftir þrjú ár? Ég sé mig hér á Egilsstöðum alveg klárlega. En kannski annarstaðar á Íslandi líka. Maður veit aldrei.

Hver sérðu Hött/Huginn eftir þrjú ár? Við erum að koma frá mjög erfiðri leiktíð. Þetta fór klárlega ekki eins og við bjuggumst við eða ætluðum okkur. Það þarf að skoða vel hvað ekki gekk vel og laga það. Nýtt tímabil og ný tækifæri taka við. Ég vona það gefist vel og við getum tekið skref fram á við. Ef við náum góðri byrjun næsta sumar og vinnum leiki gefur það okkur sjálfstraust til að halda áfram. Eftir það vona ég að við skilum okkur í 2. deild og festum okkur í sessi þar til að taka svo stökkið áfram.
Eitthvað að lokum?
Maður veit aldrei hvað bíður manns í þessu lífi, falleg og erfið augnablik koma til skiptis. Á þeim erfiðu þarf maður að vera sterkur og halda áfram og svo njóta þeirra fallegu augnablika sem koma. Hver tími í lífi manns er dýrmætur.
Ljósmynd: KOX
Óskum öllum knattspyrnuiðkendumvelfarnaðar á nýju fótboltaári.

Hvatning eftir mistök er meira virði en hrós í kjölfar velgengni.

Það er gaman að vinna og hrósið sem fylgir er ljúft og gott fyrir sálina. Viðurkenning fyrir þá vinnu sem hefur skilað árangri og ekki síður hvatning til að gera jafnvel enn betur. Mistök á hinn boginn geta haft mikil og neikvæð áhrif langt umfram þann sem mistökin gerir. Augljóslega mun erfiðara að lifa með mistökum og sá sem þau gerir þarf enn meira á þér að halda. Hvatningu þinni og hjálp.
#ekki gefast upp
YNGRIFLOKKASTARFIÐ

frá yfirþjálfara
Sigríður Baxter
Ímars 2020 fraus fótboltaheimurinn. og reyna að koma í veg fyrir brottfall. rúmlega 250 iðkendur knattspyrnudeildar
Allar skipulagðar æfingar á Íslandi Hlutverk okkar íþróttafélags er tvíþætt. Hattar eignist heimavöll og boðlega voru bannaðar vegna Covid-19. Annars vegar uppeldisgildi starfsins og æfingaaðstöðu. Iðkendur fengu sendar heimaæfingar í gegnum Sportabler og þjálfarar reyndu að hvetja iðkendur áfram til æfinga á þessum fordæmalausu tímum. Margir iðkendur nýttu sér Fellavöll til æfinga en því miður var honum lokað um tíma vegna ástandsins í samfélaginu. hins vegar áhersla á afrek og keppni. Þetta er vandmeðfarið í fámennu félagi eins og Höttur er en við þjálfarar reynum að gera okkar besta í að skapa leikmönnum verkefni við hæfi hverju sinni. Ég óska eftir að bæjarfélagið skapi iðkendum vinsælustu íþróttar í heimi æfingasvæði og heimavöll sem er félaginu til sóma. Það er sorglegt þegar fótboltaspekingar eru farnir að tala opinberlega um að Höttur eigi tvo ónýta velli og að vellirnir séu þeir lélegustu „Um 90% barna fara í gegnum skipulagt Hluti af iðkendum voru duglegir að æfa þrátt fyrir lokun á Fellavelli. Iðkendur nýttu sér hlaupabrautina við Vilhjálmsvöll og ýmis svæði bæjarins til æfinga. Því miður voru þó margir sem æfðu lítið sem ekkert. Ég fékk skilaboð og hringingar frá foreldrum sem höfðu áhyggjur af hreyfingarleysi og auknu áhugaleysi barna þeirra til æfinga. Þetta var erfiður tími fyrir alla og ég gerði mér enn betur grein fyrir því hvað skipulagðar æfingar skipta miklu máli. Um 90% barna fara í gegnum skipulagt íþróttastarf og eru íþróttir stór hluti af íslenskri æsku. Það er því mikilvægt að Sem betur fer hófust æfingar aftur í maí og allir flokkar komust á þau stórmót sem voru skipulögð yfir sumartímann fyrir utan Króksmót 7. flokks karla sem þurfti því miður að fella niður. Mótin eiga fyrst og fremst að vera áhugahvetjandi fyrir iðkendur og því var sorglegt fyrir yngstu iðkendurna að missa af aðalmótinu sínu. Ég samgleðst fimleikadeild Hattar þar sem á landinu. Gervigras á Vilhjálmsvöll myndi færa iðkendum yngri flokka og meistaraflokka heimavöll. Einnig myndu fleiri njóta góðs af þar sem börn sem ekki æfa fótbolta hafa svæði til þess að leika sér á, eldriborgarar hafa betra svæði til þess að ganga á, Egilsstaðaskóli getur nýtt völlinn fyrir íþróttakennslu og völlurinn væri í hjarta bæjarins. Yngriflokkastarf Hattar heldur áfram að stækka, árangur félagsins á yngriflokkamótum er eftirtektarverður og iðkendum fjölgar jafnt og þétt. Áfram Höttur íþróttastarf og eru íþróttir stór hluti af íslenskri æsku. Það er því mikilvægt að skoða hvað hægt er að gera til þess að halda iðkendum sem lengst í íþróttum og reyna að koma í veg fyrir brottfall.“ skoða hvað hægt er að gera til þess að þau hafa tekið í gagnið nýtt fimleikahús. Sigríður Baxter halda iðkendum sem lengst í íþróttum Ég vona að næsta skref verði að þeir Yfirþjálfari yngri flokka Hattar


8. FLOKKUR KK & KVK


Vetraræfingar fóru fram á fimmtudögum í íþróttahúsinu á Egilsstöðum frá október til maí. Strákar æfðu frá kl. 16:3017:10 og stelpur æfðu frá kl 17:10-17:50. Báðir flokkar voru fjölmennir þar sem 25 strákar og 20 stelpur voru skráð til æfinga. Aðalmarkmið æfinga var að auka bolta- og hreyfifærni og að allir iðkendur færi brosandi heim eftir skemmtilega æfingu. Eftir að stelpuflokkur var stofnaður var gríðarleg fjölgun í flokknum sem er mikið gleðiefni. Strákaflokkar Hattar hafa nefnilega alltaf verið töluvert fjölmennari en stelpuflokkarnir. Sumaræfingar fóru fram á Vilhjálmsvelli á þriðjudögum. Nýir iðkendur bættust við yfir sumartímann sem var virkilega gaman. Þjálfarar: Sigga Baxter, Jónas Pétur, Sæbjörn, og Hildur Vaka
Höttur þakkar stuðninginn á árinu:
7. FLOKKUR KVK

Nýtt tímabil hófst eftir haustfrí þann 30. september. Átján stelpur voru skráðir til æfinga og æfðu í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á þriðjudögum og fimmtudögum í einum þriðja af salnum sem var of lítið pláss eins og var líka vandamál fyrir 7. flokk karla. Stelpurnar æfðu einnig í íþróttahúsinu í Fellabæ á miðvikudögum. Mót flokksins:
9. nóvember. Dagsmót á Akureyri með fjögur lið skráð til leiks. Öll lið stóðu sig vel og margir leikmenn að spila á sínu fyrsta móti. 7. desember. Dagsmót á Reyðarfirði þar sem iðkendur kepptu í miklum kulda en reyndu að brosa í gegnum frostið.
20. - 21. júní. Aðalmót flokksins var Greifamótið á Akureyri þar sem stelpurnar gistu saman í Lundaskóla, spiluðu fótbolta, fóru í sund, bíó og gerðu ýmislegt sér til skemmtunar.
Þjálfarar: Lillý Viðarsdóttir, Bjarndís Diljá, og Brynjar Þorri
Pizza hittir alltaf í mark!

askurpizzeria.is - s. 4706070 - Fagradalsbraut 25
7. FLOKKUR KK

Nýtt tímabil hófst eftir haustfrí þar sem 32 iðkendur voru skráðir til æfinga í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á þriðjudögum og fimmtudögum strax eftir skóla. Eldra árs iðkendur æfðu á miðvikudögum í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og yngra árs iðkendur æfðu á föstudögum í íþróttahúsinu í Fellabæ. Þetta var erfitt tímabil þar sem 32 leikmenn æfðu saman í 2/3 af salnum tvisvar sinnum í viku. Iðkendum fækkaði eftir áramót og tel ég hluta af þeirri ástæðu vera vegna plássleysis sem flokkurinn þurfti að æfa við.
Mót flokksins:
9. nóvember. Dagsmót á Akureyri með fjögur lið skráð til leiks. Öll lið stóðu sig vel og margir leikmenn að spila á sínu fyrsta móti. 7. desember. Dagsmót á Reyðarfirði þar sem iðkendur kepptu við erfiðar aðstæður í rosalegum kulda. 13. júní. Dagsmót á Akureyri þar sem fjögur lið voru skráð til leiks og iðkendur brostu út að eyrum þar sem fyrsta mót sumarsins var orðið að veruleika.
8. - 9. ágúst. Aðalmót flokksins er Króksmót á Sauðarkróki en mótið féll því miður niður vegna Covid-19. Þjálfarar: Sigga Baxter, Ljuba, Sæbjörn, Bjarndís Diljá, Sæþór Ivan og Brynjar Þorri
Gleðileg jól
Óskum viðskiptavinum og Austfirðingum öllum Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Bílaverkstæði Austurlands
6. FLOKKUR KVK
Stærsti stelpuflokkur sem Höttur hefur átt, er þegar árgangar 2010 og 2011 æfa saman. 24 stelpur voru skráðar á æfingar og mæting á æfingar mjög góð, enda hópurinn efnilegur og samheldinn. Flokkurinn æfði þrisvar sinnum í viku yfir vetrartímann við erfiðar aðstæður þar sem veðrið var oft ekki upp á sitt besta á Fellavelli. Einu sinni í viku æfði flokkurinn í Fellahúsinu en erfitt var að halda úti góðri fótboltaæfingu fyrir yfir 20 stelpur í litlum sal. Vonandi helst þessi fjölmenni hópur saman sem lengst. Flokkurinn fór á dagsmót á Akureyri þann 9. nóvember. 23 frábærar stelpur fóru síðan á Goðamót á Akureyri helgina 22. - 24. nóvember. Fjögur lið voru skráð til leiks og liðin stóðu sig frábærlega innan vallar sem utan. Vegna Covid féll síðan niður skipulögð æfingaferð til Akureyrar þar sem margt skemmtilegt átti að bralla utan fótboltavallar. 7. desember fóru leikmenn svo á krefjandi dagsmót á Reyðarfirði þar sem kuldinn nísti leikmenn inn að beini en allar stelpurnar gerðu sitt besta í erfiðum aðstæðum.
Höttur þakkar stuðninginn á árinu:

13. júni fór flokkurinn á dagsmót á Akureyri með fimm lið skráð til leiks sem er metþátttaka. Í fyrsta sinn var farið á stúlknamót á Sauðárkróki þann 26. - 27. júní með þrjú lið skráð. Fjölmörg félög af öllu landinu tóku þátt. 9. - 12. júlí var farið á Símamót með fjögur lið skráð. Mótið var frábærlega skipulagt og öll liðin fengu verkefni við hæfi og bættu sig mikið. Höttur 1 tapaði úrslitaleik á móti Stjörnunni 2, Höttur 2 töpuðu í undanúrslitum á móti Breiðablik 4 sem var með þrettán lið á mótinu, Höttur 3 og Höttur 4 unnu sinn riðil og fóru heim með sitthvorn bikarinn. Stelpurnar voru til fyrirmyndar innan sem utan vallar og spiluðu frábæran fótbolta.
Þjálfarar: Sigga Baxter og Bjarndís Diljá
6. FLOKKUR KK

6. flokkur karla æfði nánast alltaf úti á Fellavelli og voru æfingarnar þrisvar sinnum í viku. Í einstaka tilfellum þurfti að færa æfingar inn vegna veðurs og ekki var talið árangursríkt að æfa úti.
Síðastliðinn vetur voru strákarnir í 6. flokki frekar fáir en voru þeir flestir duglegir að mæta á æfingar. Eins og hjá öllum var þessi vetur töluvert frábrugðnari vegna hertra sóttvarnaaðgerða í samfélaginu. Strákarnir létu það þó ekki á sig fá og voru margir þeirra duglegir að æfa sig sjálfir þegar allt íþróttastarf lá niðri. Mótum var frestað eða jafnvel aflýst. Strákarnir náðu þó að fara á nokkur dagsmót sem heppnuðust vel eins og t.d. Laxarmótið á Reyðarfirði og Stefnumót KA á Akureyri. Í sumar spiluðu svo strákarnir á Orkumótinu í Vestmannaeyjum og Goðamóti Þórs þar sem þeir stóðu sig með mikilli prýði. Stærsta og umfangsmesta mót þessa flokks er Orkumótið í Vestmannaeyjum. Þangað fór eitt lið frá Hetti þetta árið en mótið er aðeins fyrir eldra árs leikmenn. Strákarnir stóðu sig mjög vel og kepptu þeir til úrslita um Surtseyjarbikarinn. Það hefur verið virkilega gaman og ánægjulegt að fylgjast með þessum flottu strákum, innan vallar sem og utan, og fylgjast með bætingu þeirra á öllum sviðum íþróttarinnar.
„Strákarnir stóðu sig mjög vel og kepptu þeir til úrslita um Surtseyjarbikarinn á Orkumótinu í Vestmannaeyjum.“
Þjálfarar: Sæbjörn var aðalþjálfari yfir veturinn en í sumar tóku Ljuba og Brynjar Þorri við hópnum
Höttur þakkar stuðninginn á árinu:

5. FLOKKUR KVK

Á tímabilinu æfðu 11-13 stelpur sem mættu vel á æfingar. Stefnan var að keppa á Goðamóti Þórs á Akureyri í mars en vegna kórónuveirunnar varð ekkert af mótinu. Fyrra stórmót sumarsins var TM mótið í Vestmannaeyjum. Stelpurnar stóðu sig vel og gáfust aldrei upp þótt leikirnir væru krefjandi. Stelpurnar skemmtu sér vel og lærðu mikið. Á Íslandsmótinu mættust liðin að austan þrisvar sinnum og kepptu sín á milli. Fyrst á Höfn svo á Vopnafirði og að lokum í Fellabæ. Spilaðir voru þrír leikir á hverjum stað við Sindra/ Neista, Fjarðabyggð/Einherji 1 og Fjarðabyggð/Einherji 2. Liðið sýndi miklar framfarir í sumar og sást það vel í leikjum liðsins í lok sumars að dugnaðurinn á æfingum skilaði sér í betra spili og meira sjálfsöryggi. Síðara stórmót sumarsins var Símamótið. Skemmtilegt mót þar sem stelpurnar sýndu hvað þær gátu og fóru loksins að vinna leiki. Mikil gleði var hjá stelpunum innan vallar sem utan. Það var mjög gaman að fylgja stelpunum eftir á mótum og leikjum þetta sumarið þar sem gleðin var alltaf í fyrirrúmi!
Þjálfarar: Jóhanna Lind þjálfaði stelpurnar yfir veturinn en Ljuba tók við þeim í maí & GÆFURÍKT ÁR
ÁGÚST BOGASON PÍPULAGNINGAMEISTARI
5. FLOKKUR KK

Um 30 strákar æfðu í 5. flokki þetta tímabil. Ótrúlega skemmtilegur og öflugur hópur, bæði fótboltalega séð og félagslega. Í vetur æfðu þeir þrisvar í viku undir stjórn Ljuba. Þeir æfðu á Fellavelli en þegar veðrið bauð ekki á æfingar þá var farið í Fellahúsið eða morgunæfingar teknar í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Tóku strákarnir þátt á Goðamóti Þórs og stóðu þeir sig vel þar. Þeir mættu vel á æfingar og urðu framfarirnar í takt við það. Þegar sumarið byrjaði tók Þórarinn Máni við sem þjálfari. Æft var fjórum sinnum í viku þar sem Sigga yfirþjálfari sá um eina æfinguna og styrktaræfingar. Héldu strákarnir áfram að æfa vel og sást það vel í sumar. Þeir urðu betri og betri með hverjum leiknum og stóðu sig frábærlega. Skráð voru þrjú lið til leiks á Íslandsmótið. Spilað var um allt Norður- og Austurland og skemmtu strákarnir sér vel í þessum ferðum. A liðið vann sinn riðil og komst í úrslitakeppnina þar sem spilað var gegn Stjörnunni, Grindavík og Þór. Stóðu strákarnir sig mjög vel, töpuðu tveim leikjum 2-1 og einn leikur fór jafntefli. B og C liðin stóðu sig einnig vel í sínum riðli. B liðið mjög nálægt því að komast í úrslit og C liðið bætti sig gríðarlega mikið. Strákarnir tóku einnig þátt á N1-mótinu sem er stærsta fótboltamótið á Íslandi fyrir þennan aldurshóp. Sigrar, töp, sorg, gleði, skemmtun og allt þar á milli. Höttur vakti skemmtilega athygli á þessu móti og var þeim víða hrósað fyrir árangur
„Strákarnir æfðu vel og það sást í sumar. Þeir urðu betri og betri með hverjum leiknum og stóðu sig frábærlega.“
og hvernig þeir spiluðu fótbolta. Að taka þátt á svona móti er mikill lærdómur og fer í reynslubankann. Félagslegi þátturinn er einna mikilvægastur og náðu strákarnir að tengjast vel í sumar. Minningarnar sem verða til eftir svona sumar eru ógleymanlegar og eru þær ástæðan fyrir því að strákarnir halda áfram að æfa. Stefnan var sett á stórt fótboltamót á Selfossi í ágúst en það féll því miður niður fyrir strákana vegna Covid. Í sumar náðu strákarnir að sýna að með því að æfa vel, sýna metnað og taka sjálfir aukaæfingar þá eru þeim allir vegir færir og standa getulega séð jafnfætis jafnöldrum sínum um allt land. Þjálfari: Þórarinn Máni Borgþórsson
Höttur þakkar stuðninginn á árinu:
MENNTASKÓLINN Á EGILSSTÖÐUM
4. FLOKKUR KVK

4. flokkur kvenna æfði og spilaði með Fjarðabyggð eins og þær hafa gert undanfarin ár og spiluðu saman undir merkjum Austurlands. Hattarstúlkur æfðu þrisvar sinnum í viku á Egilsstöðum ásamt því að sækja samæfingar einu sinni í viku á Reyðarfjörð. Yfir vetrartímann var farið á Stefnumót til Akureyrar með tvö lið. Mótið var nýtt til þess að þjappa hópnum saman ásamt því að etja kappi við stúlkur alls staðar að af landinu. Í vor voru síðan spilaðir æfingaleikir við Sindra. Á Íslandsmótinu var liðið skráð í C riðil A-liða. Fyrirkomulagi mótsins var breytt í ár og í stað Norð-austurlandsriðils var keppt við lið af öllu landinu. Þessar breytingar eru mjög jákvæðar og nutu stelpurnar góðs af því að spila við lið frá öllum landshlutum. Farið var tvisvar í keppnisferðir suður til Reykjavíkur þar sem spilaðir voru tveir leikir. Leikur liðsins var gífurlega vaxandi eftir því sem leið á og bættu stelpurnar sig mikið. Þær spiluðu alls 10 hörku leiki og var niðurstaðan 7. sæti og 12 stig. Lærdómsríkt sumar að baki þar og margt mjög jákvætt. Í lok júlí var farið á ReyCup mótið í Reykjavík. Austurland var skráð með tvö lið sem er mjög jákvætt. Á mótinu spiluðu liðin fullt af hörku leikjum og stóðu sig með prýði. Gleðin var allsráðandi og er það mjög einkennandi við þennan hóp. Takk fyrir sumarið! Þjálfari: Brynjar Þorri Magnússon
4. FLOKKUR KK

Strákarnir enduðu Íslandsmótið vel eftir að hafa verið óheppnir í mörgum leikjum í sumar. Mikið var um jafna leiki sem enduðu með sigri andstæðinga en heilt yfir stóðu þeir sem með prýði. Það sást greinilega að samspil strákana og leikskilningur jókst með hverjum leiknum og sýndi það sig og sannaði að þessum flokki varntar sárlega fleiri keppnisverkefni á meðan Íslandsmót er ekki í gangi. Þeir gáfu öllum andstæðingum alvöru leik. Mikill áhugi og metnaður er í hópnum og lítið var um fjarveru. Aðalmót strákanna er ReyCup. Höttur og Fjarðabyggð sameinuðust undir liðsheitinu Austurland og mættu með lið í B- og C-keppni. Bæði liðin áttu gott mót en B-liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði sitt mót eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Fylki. C-liðið lék einnig til úrslita við Fylki um 3. sætið og endaði sá leikur líka í vítaspyrnukeppni en því miður höfðu Fylkismenn sigur þar. Þjálfari: Petar Mudresa
Höttur þakkar stuðninginn á árinu: Grafísk hönnun Prentun Verslun
Sími 471 1449 - heradsprent.is
3. FLOKKUR KVK

3. flokkur kvenna æfði og spilaði með sameinuðu liði Hattar og Fjarðabyggðar/Leiknis i sumar eins og sumarið a undan. Alls komu 13 stelpur við sögu sem æfðu saman í Fjarðabyggðarhöllinni einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina en svo tvisvar í viku á meðan íslandsmótið var í gangi. Í febrúar hélt liðið til Akureyrar og tók þátt í Stefnumótinu á Akureyri. Stelpurnar stóðu sig vel og enduðu í öðru sæti á mótinu eftir að hafa beðið lægri hlut gegn nágrönnum sínum frá Vopnafirði í úrslitaleik. Spilaðir voru 12 leikir í 7 liða deild á íslandsmótinu í sumar og hafnaði liðið í 4. sæti. 5 sigrar, 2 jafntefli og 5 töp. Flottur árangur og eiga stelpurnar hrós skilið fyrir seiglu og baráttuanda í gegnum sumarið. Vegna fyrri reynslu voru þrjár stelpur úr 4. flokki færðar upp um flokk svo nægur mannskapur væri í alla leiki. Þessar stelpur stigu heldur betur upp og varð ein þeirra markadrottning B-deildarinnar með 21 mark. ReyCup var haldið í lok júlí þrátt fyrir ástandið. Á mótinu tefldu stelpurnar fram sameinuðu liði með Fjarðabyggð, Leikni og Einherja, þær höfnuðu í 5. sæti á mótinu og gengu sáttar frá borði. Óhætt er að segja að þær hafi alltaf barist af öllu afli í sumar, gáfust aldrei upp og gerðu allt til að bregðast ekki liðsfélögum sínum. Þær stóðu saman í gegnum súrt og sætt og voru alltaf tilbúnar að leggja sig fram fyrir hvora aðra. Þjálfari: Sólmundur Aron Björgólfsson

3. FLOKKUR KK

3. flokkur karla var í samstarfi við Fjarðabyggð og lékum við saman þetta sumarið. Samæfingar voru einu sinni í viku í Fjarðabyggðahöllinni og gekk ágætlega að koma því saman. Á undirbúningstímabilinu tókum við nokkra æfingaleiki og fórum á Stefnumótið á Akureyri í febrúar. Tvö lið voru skráð til leiks á Íslandsmótinu í C-riðli. Árangurinn var góður í sumar hjá báðum liðum. B-liðið varð í 3. - 4. sæti í sínum riðli. A-liðið vann sinn riðil og fór í úrslitakeppni á Akureyri. Þar vann liðið bæði Fjölni B og Aftureldingu. Þá var undanúrslitaleikur við Breiðablik og hann var spilaður á Dalvík. Sá leikur tapaðist 1-3 og Breiðablik urðu svo íslandsmeistarar í kjölfarið með sigri á Fjölni. Við fórum einnig á ReyCup með tvö lið. Fínn árangur þar líka. A-liðið endaði í 5. sæti í sínum riðli og B-liðið spilaði til úrslita við Stjörnuna í C-úrslitum. Leikurinn tapaðist í vítaspyrnukeppni á síðustu spyrnu. En hvað um það, flottur árangur og flottir leikir. Samstarfið milli félaganna gekk vel og undirbúningur ferða einnig. Við keyrðum í flesta leiki og gistum á Hótel Cabin eins og kóngar. Áfram Höttur, áfram Austurland. Þjálfarar: Ljubisa Radovanovic og Vilberg Marínó Jónasson
Sendum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og öðrum Aus irðingum bestu óskir um gleðilegjólog gleðilegtný ár Þökkum samstarf og aárinusemerað viðskiplíða ti

MINNING
SIGFÚS FANNAR STEFÁNSSON 1969-2020

Fallinn er frá mikill félagi. Hæfileikaríkur knattspyrnumaður en umfram allt einstaklega góður maður. Hattarmaður út í gegn. Einn af þessu sem var góður í hvaða íþrótt sem hann tók þátt í. Handbolti, körfubolti, frjálsar. Fúsi gat allt. Hann spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Hött sumarið 1984, aðeins 15 ára að aldri. Á yngra ári í 3. flokki! Í huga þess er þetta ritar var eftirminnilegasti leikur Fúsa fyrir Hött samt í úrslitakeppni 3. flokks sumarið 1984, sem var haldinn í Keflavík. Litla liðið frá Egilsstöðum var ekki með varamarkvörð og þegar keppa átti við langbesta lið landsins í þessum aldursflokki, KR (menn eins og Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Steinar Ingimundarson, Þormóður Egilsson o.fl.) þurfti Fúsi að fara í markið. Skemmst er frá því að segja að hann átti stórleik og var besti maður leiksins. Hann tapaðist þó á lokamínútunum, 0-1, en um minnsta sigur KR var að ræða í keppninni. Þökk sé Fúsa. Fúsi hefur verið þátttakandi í getraunastarfi Hattar frá upphafi og verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í því starfi. Hefur hann í gegnum það starf stutt dyggilega við gamla liðið sitt, auk þess að vera spekingur mikill í enska boltanum. Fúsi reyndi eftir megni að mæta á leiki Hattar á höfuðborgarsvæðinu og fylgdist vel með liðinu. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd síns félags og var alltaf boðinn og búinn að leggja starfinu lið.
Fúsi var með frábæran vinstri fót og leikni hans var eftirtektarverð, sérstaklega í ljósi þess hve hávaxinn hann var. Fúsi var einstakur húmoristi þrátt fyrir að vera gallharður Manchester United maður. Fúsi hafði mikil áhrif á tónlistarsmekk okkar sem áttu samleið með honum og ég þakka honum fyrir að hafa kynnst hljómsveitinni Loverboy. Með Fúsa genginn frábær félagi og hans verður sárt saknað Hilmar Gunnlaugsson