Útsparkið 2024

Page 1


FHL Í BESTU DEILD 2025

Hátíðarstraumar um allt land

Starfsfólk RARIK óskar viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári. Við strengjum þess heit að verða áfram traust undirstaða orkuskipta framtíðarinnar.

Gleðilega hátíð

MEÐAL EFNIS

Útsparkið er ársrit knattspyrnudeildar Hattar þar sem farið er yfir starfsemi félagsins í öllum flokkum, frá yngstu þátttakendum til þeirra elstu í meistaraflokkum félagsins.

Útgefandi: Rekstrarfélag Hattar

Ábyrgðarmaður: Guðmundur Bj. Hafþórsson

Ritstjórn: Guðmundur Bj. Hafþórsson, Dagur Skírnir Óðinsson og

Unnar Erlingsson

Forsíðumynd: Gunnar Gunnarsson

Umbrot: Unnar Erlingsson

Prentun: Héraðsprent

Upplag: 1.000 eintök

Dreift í öll hús á Egilsstöðum, í Fellabæ og nágrenni.

PISTILL FORMANNS

Matthías Tim Sigurðarson Rühl, nýr formaður Rekstarfélags Hattar.

MEISTARAFLOKKUR KARLA

Brynjar Árnason þjálfari HH fer yfir árið.

SAMMY SMITH

Rætt við Sammy sem kom sá og sigraði með FHL í sumar og endaði á að vinna titil í tveimur deildum!

GUMMÓ

KVEÐUR Í BILI

Hugleiðingar fráfarandi formanns Rekstrarfélags Hattar.

YFIRÞJÁLFARI

YNGRI FLOKKA

MEISTARAFLOKKUR KVENNA

Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL svarar nokkrum spurningum.

MEISTARAFLOKKUR SPYRNIS

Jörgen Sveinn Þorvarðarson þjálfari Spyrnis.

UPPGANGUR KVENNABOLTANS

Hugrún Hjálmarsdóttir, formaður FHL skrifar.

Farið yfir árið hjá öllum yngri flokkum Hattar. 5. 18. 9. 22. 16. 28. 13. 24.

Andre Solórzano Abed fer meðal annars yfir hugmyndafræði yngri flokka.

MINNINGARMÓT ÓÐINS SKÚLA

Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson, gjaldkeri yngri flokka og mótstjóri Hattarmótsins.

YNGRI FLOKKAR HATTAR

Mynd: Gunnar Gunnarsson

VIÐ SJÁUM UM JÓLAPAKKANA

Eimskip kemur jólagjöfunum þínum hratt og örugglega til vina og vandamanna um land allt. Afhending strax daginn eftir ef pakkinn berst okkur fyrir kl. 14.*

Sama gildir um jólamatinn, við erum sérfræðingar í flutningi á kæli- og frystivöru. Eitt verð fyrir alla pakka undir 45 kg að þyngd og 50 x 50 x 50 cm að stærð eða 1.800 kr

Fljótlegast er að skrá sendinguna á eimskip.is áður en þú kemur með pakkann. Fylgjast má með ferðum hans í símanum.

Sendu þinn glaðning milli landshluta með Eimskip.

*Á allra lengstu leiðum getur bæst við einn dagur, en sendingin fer alltaf með fyrstu ferð.

Yfir sjó og land til þín

FORMANNSPISTILL 2024

ÞÍ FÓTSPOR GOÐSAGNAR

að er oft talað um að það sé glapræði að taka að sér að feta í fótspor goðsagna, að maður eigi frekar að vera sá sem tekur við af þeim sem tók við af goðsögninni.

Þannig líður mér örlítið sem arftaki Gummó í þessari formannsstöðu, maður sem hefur eytt ómældum tíma í óeigingjarnt starf fyrir litla stóra félagið okkar hérna á héraði og fórnað ýmsum stundum með fjölskyldu sinni til þess eins að við getum sest niður á sumrin. Það verður í raun ekki metið til fjár hversu mikið Gummó hefur gert fyrir okkur án þess að við höfum nokkra hugmynd um það.

Þegar hann sendi mér Facebook skilaboð seint á síðasta ári til að biðja mig um að vera með í stjórn félagsins, þá hefði mér ekki dottið í hug að ég myndi sitja ári seinna upp í sófa með titil formanns

að skrifa þennan pistil en hér erum við. Maður hefur alltaf haft áhuga á fótboltanum innanbæjar, hvort sem það að fylgjast með yngri flokkunum í gegnum synina, mæta á leiki í sólinni eða hið hefðbundna búðarspjall þannig að það var gaman að fá spurninguna!

„ ...mér hefði ekki dottið í hug að ég myndi sitja ári seinna upp í sófa með titil formanns að skrifa þennan pistil en hér erum við.“

Meðalaldur stjórnar hefur hríðlækkað og ferskir einstaklingar mættir til starfa fyrir félagið með skemmtilega og ferska framtíðarsýn um hvernig við viljum að félagið okkar sé. Þetta eru ekki eingöngu nýjir menn, heldur einnig menn með reynslu þannig ég er mjög spenntur fyrir þeirri blöndu sem við höfum um þessar mundir

Spáið aðeins í þessu, við erum með svo frábært félag í höndunum sem kemur að þremur liðum í meistaraflokki: FHL, Hött/ Huginn og Spyrni. Einnig má ekki gleyma að minnast á U20 lið FHL! Þannig að það er hellingur til að vera spenntur fyrir.

Stelpurnar okkar eru að fara að taka á móti stærstu félögum landsins í Bestu deildinni eftir sögulegan árangur á síðasta tímabil og það er að stórum hluta byggt á stelpum frá Hetti!

Það er auðvelt að horfa á íþróttafélag og hugsa “árangur er það eina sem skiptir máli, sama hvað” en ég gæti ekki verið meira ósammála (þó svo að það sé ekki annað hægt en að vera montinn af FHL).

Íþróttafélagið Höttur á að vera svo miklu meira en bara íþróttafélag, það á að vera eitthvað sem uppaldir héraðsbúar og aðkomumenn (eins og ég) horfa á með stolti, eitthvað sem unga fólkið tekur með sér þegar það flytur á brott í nám, vinnu eða önnur ævintýri og kemur síðan jafnvel (vonandi) aftur heim. Höttur á að vera sameiningartákn, sama hvaða íþrótt á í hlut.

Þetta er ekki sjálfgefið, það er erfitt og dýrt að reka íþróttafélag! Við erum búnir að vera með höfuðið í bleyti og ég lofa því að þið getið verið spennt fyrir framtíðinni.

Við erum auðvitað með yndislega styrktaraðila, bæði fyrirtæki og einstaklinga sem leggja sitt af mörkum en það er auðvitað alltaf pláss fyrir fleiri!

Ég vil taka hluta af þessum pistli í að biðla til þín, kæri lesandi að leggja þitt að mörkum í því að halda félaginu okkar gangandi. Það þarf ekki að vera mikið því margt smátt gerir eitt stórt, hvort sem þú kaupir þér kaffibolla, tekur eina kvöldstund þar sem þú nennir ekki að elda og rífur fjölskylduna á völlinn eða jafnvel kemur og býðst til að hjálpa. Allar hendur eru velkomnar.

Mig dreymir um að sjá sem flesta á vellinum í sumar og þá sérstaklega börnin, því þau eru það sem gefa þessu starfi gildi í mínum augum. Ég skal alveg sætta mig við ýmislegt inni á vellinum, meðan ég sé að börnin hafa gaman af og eiga sér fyrirmyndir. Ég vil sjá öll börn bæjarins flykkjast á völlinn, því þá veit ég að við séum að gera eitthvað rétt. Ég vil sjá þau berja í Mackintosh staukanna sem þau stálu af ömmum sínum og öfum til stuðnings og vera með læti meðan þau melta besta vallarborgara landsins, Hattarborgara. Því þetta eru framtíðar stjörnur félagsins og auðvitað eiga þau að vera til staðar!

„ Mig dreymir um að sjá sem flesta á vellinum í sumar og þá sérstaklega börnin, því þau eru það sem gefa þessu starfi gildi í mínum augum.“

Synir mínir eru helsta ástæðan fyrir því að ég samþykkti það að taka þátt í stjórn Rekstrarfélags Hattar á sínum tíma, eingöngu því mig langaði að þeir myndu tengja meira við íþróttaumhverfið og myndu læra að vera svokallaðir félagsmenn

Ég tók sérstaklega eftir því hversu mikil áhrif fótboltinn hafði á mitt heimilislíf, þegar ég áttaði mig á því eitt kvöldið við matarborðið að 4 ára sonur minn gat talið upp hvern einasta leikmann Hattar eftir númerum. Hvernig er ekki hægt að elska íþróttir?

Matthías Tim Sigurðarson Rühl Formaður Rekstrarfélags Hattar

Gleðilega hátíð

BYGGINGABYGGINGAVERKTAKARVERKTAKAR

Gleðilega hátíð

og farsælt komandi ár

MEISTARAFLOKKUR KVENNA

DRAUMAR RÆTAST!

Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL fer með okkur yfir glæsilegt sumar þar sem

liðið vann Lengjudeildina og flaug upp í

þá Bestu. Heyrum hvað hann hafði að segja um þetta eftirminnilega afrek.

Hvernig myndir þú lýsa tímabilinu 2024 hjá ykkur í FHL?

Tímabilið var virkilega skemmtilegt, við vorum með góða blöndu af leikmönnum og andrúmsloftið var létt en samt allir að leggja sig fram. Þegar við fundum jafnvægið úr sókn í vörn þá varð liðið eiginlega óstöðvandi, Það á líka við um 20 ára liðið okkar, fannst þær taka stór skref á árinnu.

Hvert var lykilatriðið að árangrinum myndir þú segja?

Liðið var vel undirbúið og hvernig góðir leikmenn lyftu öðrum upp á hærra plan, liðsheildin á stóran þátt.

Hver var munurinn á tímabilinu í ár og í fyrra?

Við vorum að læra og þróa leik okkar í fyrra náðum við mörgum góðum köflum en sjaldnast heilum leikjum. Við vorum með sterkari karaktera sem koma inn í ár sem breyttu miklu í klefanum og á æfingum, yngri leikmenn voru að bæta sig og þær sem fóru í gegnum erfitt tímabil árið á undan höfðu bætt sig líka. Þannig að munurinn var helst sjáanlegur

í því að leikur okkar var faglegri og við vissum nákvæmlega að ef við færum eftir okkar plönum þá myndum við skora mikið af mörkum. Þá koma Ljuba inn í þjálfarateymið og það munaði mikið um hann enda frábær þjálfari og hann hélt líka vel á U20 liðinu. Að lokum verð ég að hrósa liðsstjórninni í sumar sem var virkilega flott.

„Þegar við fundum jafnvægið úr sókn í vörn þá varð liðið eiginlega óstöðvandi.“

Hvað kom þér mest á óvart í sumar?

Það er helst hvað deildin er að verða sterk. Og að liðum sem var spáð góðu gengi náðu ekki flugi einhverra hluta vegna t.d. lið sem voru að koma úr Bestu deildinni voru í vandræðum í Lengjudeildinni.

Þú náðir þér í mjög öfluga erlenda leikmenn, hvernig fannstu þær?

Á mínum þjálfaraferil þá hef ég komið mér upp samböndum útum allan heim bæði við leikmenn og þjálfara og svo umboðsmenn, það hefur hjálpað okkur að finna góða

Mynd: Gunnar Gunnarsson

leikmenn svo fer ég árlega út að skoða leikmenn. Við höfum nánast alltaf fundið góða leikmenn og þetta árið var lögð auka áherslu á karakter leikmanna sem komu. Á bak við það að velja einn leikmann eru mikil vinna þar sem byrjað er að skoða vídeó, maður rennir yfir ca. 300 leikmen, síar niður í 20 og þeir fara í gegnum ferli hjá mér, næst skoðar maður heilu leikinna. Svo eru það viðtöl til að finna út hvernig karakter leikmaðurinn er og svo selja þeim þá hugmynd um að koma austur, það er ekki alltaf auðvelt.

Hvaða leikmenn varstu ánægðastur með í sumar?

Fyrst og fremst góða liðsheild, auðvitað fengu Sammy og Emma mestu athyglina þar sem þær voru að skora flestu mörkin en góðir leikmenn þurfa þjónustu. Ég var bara mjög ánægður með allt liðið í sumar og að sjá að við erum að eignast leikmenn aftur sem eru að komast í landsliðshópa og landsliðs-úrtök og tel ég að það verði fjölgun þar á.

Hvernig myndir þú lýsa leikstíl liðisins?

Hraður, opinn og mikið skorað. Við leggjum upp með að geta bæði haldið boltanum og sótt hratt.

Tölfræðin í sumar var að meðaltali 55% með boltan og 27 skot á mark andstæðingana sem verður að teljast gott.

„Svo eru það viðtöl til að finna út hvernig karakter leikmaðurinn er og svo selja þeim þá hugmynd um að koma austur, það er ekki alltaf auðvelt.“

Hvað er eftirminnilegasta augnablik tímabilsins?

Þegar við tryggðum okkur upp, sú stund var tilfinningaþrungin.

Má búast við mikið breyttum leikmannahóp næsta sumar?

Já ég geri ráð fyrir því það þarf að stækka og styrkja hópinn. Það er allt í vinnslu.

Hversu mikill gæðamunur er á milli Lengju deildar og Bestu deilar að þínu mati?

Hann er mjög mikill og við þurfum að gera allt sem við getum til að mæta með lið sem getur haldið sér í deildinni eða jafnvel eitthvað meira. Það er líka töluvert

meiri umfjöllun, þannig styrktaraðilar ættu að vera ánægðir og eflaust hægt að bæta við góðum aðilum sem vilja styrkja og hjálpa okkur að vera í Bestu deildinni!

Hvar sérðu liðið eftir þrjú ár?

Framtíðin er björt við eigum flotta yngri flokka t.d. í U20, 3.fl. og 4.fl. eru með líklega leikmenn sem munu verða lykil leikmenn í liðinnu eftir 3 ár. Ef vel er haldið utanum þá er engin ástæða fyrir öðru en að gera ráð fyrir að FHL eigi bjarta framtíð, mikilvægt er að þær æfi rétt. Þegar ég tók við þá átti ég mér þann draum að þetta lið kæmist í efstu deild. Er þá nokkuð annað eftir en að stefna enn þá hærra?

Hver eru markmiðin næsta sumar?

Að gera liðið klárt fyrir tímabilið, stækka stuðningsmanna liðið okkar, svo þegar nær dregur getum við gefið út okkar markmið um hvað við ætlum okkur í næsta sumar.

Að lokum vildi Kalli koma kærri kveðju á alla sjálfboðaliða, stuðningsfólk, styrktaraðila og stjórnarfólk fyrir að gera sumarið ógleymanlegt.

Mynd: Gunnar Gunnarsson

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

BOLTINN RÚLLAR Á LENGJUNNI.

VERTU MEÐ!

Getraunanúmer

Hattar: 700

TBrynjar Árnason

ímabilið hjá okkur í Hetti/Huginn var heilt yfir fínt. Undirbúningstímabilið gekk ágætlega og toppurinn var klárlega æfingaferð sem liðið fór í til Barcelona í lok mars. Eins og yfirleitt þá tók hópurinn nokkrum breytingum milli ára. Hjörvar Daði, Tete, Dani Ndi, Matheus, Stefan Spasic og Eiður

MEISTARAFLOKKUR KARLA GOTT LIÐ OG GÓÐUR ANDI

Orri yfirgáfu liðið en þeir höfðu allir spilað stóra rullu árið áður. Til að fylla þeirra skörð voru fengnir þeir Rafa og Genis frá Spáni, Martim frá Portugal, Ívar frá KA og Edmilson frá Saint Tome & Principe en hann meiddist illa snemma og spilaði aðeins einn leik. Í sumarglugganum kom svo Danilo til okkar frá Serbíu og Brynjar Þorri kom aftur frá KFK.

Tímabilið hófst svo formlega með stórleik HH og Spyrnis í mjólkurbikarnum þar sem bæði lið sýndu góða takta og gamlar kempur komu við sögu. Góður sigur gegn Völsungi 2-0 gaf okkur svo tækifæri á að mæta úrvalsdeildarliði Fylkis á Fellavelli. Lauk þeim leik með 0-1 tapi en okkar menn gátu svo sannarlega verið stoltir af frammistöðu sinni.

„Þannig má segja að markmið stjórnar og mín sem þjálfara, sem sett voru fyrir 4 árum, hafi verið geirneglt – að gera liðið að stöðugu 2. deildarliði.“

Deildin byrjaði brösuglega hjá okkur og eftir fyrstu níu

umferðirnar var liðið aðeins með 9 stig. Sigrar gegn KF og Reyni í 10. og 11. umferð skiluðu þó liðinu upp í 7. sæti þegar mótið var hálfnað. Það var svo einnig niðurstaðan eftir 22 umferðir, 7. sæti og 30 stig í pokanum. Þannig má segja að markmið stjórnar og mín sem þjálfara sem sett voru fyrir 4 árum hafi verið geirneglt – að gera liðið að stöðugu 2. deildarliði en undanfarin þrjú ár hefur liðið endað um miðja deild. Góður gangur hefur verið í knattspyrnunni á Héraði undanfarin ár og er árangur FHL, Spyrnisverkefnið og stöðugleiki HH vitnisburður um það. Ný og bætt aðstaða er langt komin með nýju gervigrasi og vallarhúsi sem vonir standa til að verði tilbúið á komandi ári. Eins má nefna nýja meðlimi í stjórn Rekstrarfélagsins sem hafa komið inn af krafti með skýra og öfluga sýn ásamt metnaði til að hlúa vel að starfinu. Það má þó alltaf gera betur og við erum enn að missa niður töluvert af æfingum yfir vetrartímann sem dæmi – þar sem enn höfum við enga almennilega inni aðstöðu. Það þarf sömuleiðis að hlúa vel að Spyrni og þar veit ég að stjórn

„Það er magnað

að ekki stærra bæjarfélag geti haldið úti tveimur meistaraflokksliðum

í karlabolta og átt hlutdeild að liði í efstu deild kvenna.“

og þjálfarateymi ætla að bæta í á næsta ári. Eitt af því mikilvægasta sem starfið snýst um er að skapa öllum vettvang til að sinna knattspyrnuiðkun sinni. Það er magnað að ekki stærra bæjarfélag geti haldið úti tveimur meistaraflokksliðum í karlabolta og átt hlutdeild að liði í efstu deild kvenna. Við þurfum að halda áfram að setja markið hátt og stefna á enn betri stað í aðstöðumálum sem allra fyrst. Eins þarf alltaf að passa upp á það að markmiðin sem við setjum okkur séu raunhæf og að hægt sé að ná þeim á sjálfbæran hátt. Í okkar tilfelli felst það í því að starfið sé faglegt frá yngri flokkum og uppúr ásamt því að við stillum fram góðum liðum sem séu samkeppnishæf í sínum deildum. Eins þarf deildin á

miklum stuðningi að halda enda mjög dýrt að reka lið á landsbyggðinni. Þar hafa mörg fyrirtæki komið sterk inn og ber að þakka þeim fyrir sinn góða stuðning.

Að lokum þrífst svona starf ekki án öflugra sjálfboðaliða en þar höfum við átt marga öfluga aðila. Að öðrum ólöstuðum fer Gummó fyrrum formaður Rekstrarfélagsins þar fremstur í flokki en hann lét af störfum núna í haust eftir 8 ára gott og óeigingjarnt starf. Tíminn, fórnfýsin og ástríðan sem hann hefur sett

í starfið er vandfundin og ég held reyndar að fá lið á landinu eigi jafn öflugan sjálfboðaliða að og við höfum haft.

Fyrir hönd HH vil ég þakka öllum styrktaraðilum, sjálfboðaliðum, stuðningsmönnum og El Presidente Gummó kærlega fyrir samstarfið og stuðninginn á árinu og ég hlakka til að sjá ykkur á vellinum næsta sumar.

Brynjar Árnason Þjálfari meistaraflokks Hattar/Hugins

vis.is/austurland

Fáðu fólk sem elskar tryggingar til að fara yfir þínar tryggingar

Um leið og við sendum viðskiptavinum okkar sem og austfirðingum öllum hugheilar hátíðarkveðjur minnum við á mikilvægi þess að hafa tryggingarnar í góðu lagi.

Endilega hafðu samband við okkur eða kíktu í ka og leyfðu okkur að skoða málin með þér.

Við sjáum um þetta fyrir þig

UMEISTARAFLOKKUR SPYRNIS

Jörgen Sveinn Þorvarðarson

ndirritaður hélt áfram þeirri hefð að taka þátt í fyrsta leik Spyrnis árið 2024 í bikarleik á móti Hetti. Í þeim sama leik var annað gamalmenni hann Óttar Steinn Magnússon. Sá leikur endaði 0-5 fyrir Hetti/ Huginn eftir að við Spyrnismenn höfðum barist eins og ljón og með þeim leik var sumarið byrjað. Anton Helgi hélt áfram sem þjálfari Spyrnis fyrstu 3 leikina en eftir þá lét hann af störfum. Ég var spurður um áhuga á því að taka að mér þjálfun. Áhuginn var til staðar en þurfti í samningaviðræður heima við sem á endanum gengu upp og ég steig í skóna hans Antons og stýrði

Spyrni út tímabilið.

„Úrslit

FRÁBÆR LIÐSHEILD

En tilgangur verkefnisins er að gefa bæði ungu drengjum sem eru að ganga upp úr 3. flokk tækifæri til að halda áfram sinni þróun í fótbolta en einnig að gefa þeim sem eldri eru og hafa ennþá áhuga og vilja til að halda áfram. Lið Spyrnis var vel samsett af yngri strákum og strákum sem koma með reynslu úr Hetti. Þessi blanda er svo mikilvæg því þar geta þeir eldri miðlað sinni reynslu til þeirra yngri.

leikja sumarsins voru aðeins upp og niður en frammistaða liðsins var oftast til fyrirmyndar.“

Sumarið fór vel af stað með stórum sigri á KM en svo komu tveir tapleikir í röð. Úrslit leikja sumarsins voru aðeins upp og niður en frammistaða liðsins var oftast til fyrirmyndar. Eins og fyrri ár þá var flogið suður í útileiki og þá oftast teknir tveir leikir yfir helgi sem er erfitt en engu síður náðum við oftast að spila okkar leiki báða dagana. Eins og þeir fróðu segja þá lýgur ekki stöðutaflan og niðurstöður hennar var 6. sæti sem er sama sæti og Spyrnir lauk tímabilinu ári áður.

Helstu breytingar frá fyrra ári var að Hallgeir (Geiri) tók við hönskunum hans Gunnar Einarssonar sem tók slaginn með Hetti. Hallgeir stóð sig með prýði sem og þeir strákar sem komu upp úr 3. flokki. Kempurnar Jakob Jóel og Guðþór (Tóti, el capitano) héldu áfram og fór fremstir fyrir liðinu. Arnór Snær og Jónas Pétur skiptu úr HH og tóku seinni helming tímabilsins með Spyrni. Fyrir utan að spila þá var Arnór sjálfskipaður liðsstjóri og sást það best í þeim leik sem hann var í leikbanni og boltarnir gleymdust á Egilsstöðum. Það reddaðist.

Finnur Huldar lagði skóna tímabundið á hilluna eftir 5 leiki, vonandi tekur hann þá fram á næsta tímabili. Ármann sem

hafði byrjað sem varnarmaður endaði sem markahæsti maður liðsins eftir að undirritaður færði hann í STRIKER.

Ármann var valinn besti leikmaðurinn, Ívar Logi efnilegasti og Róbert var valinn besti liðsfélaginn.

Heilt yfir hópinn sá maður framfarir og þróun leikmanna og eftir tímabilið sér maður hversu mikilvægt verkefni Spyrnis er. Það þarf ekki að horfa lengra aftur en til Bjarka Fannars og Heiðars sem stóðu sig hrikalega vel í þeim hlutverkum sem þeir fengu hjá Hetti. Svo það má alveg reikna með því að einhverjir af strákunum í Spyrni eigi eftir að læðast inn í Hattar liðið. Í lokinn þá vill ég þakka öllum strákunum, stjórn Hattar og þeim sem stóðu fyrir því að verkefnið gekk upp og öllum styrktaraðilum.

Nú byrjar enn einn kafli vonandi í langri sögu Spyrnis þegar Sæbjörn tekur við keflinu og heldur áfram þeirri frábæru vinnu sem hefur verið unnin og vil ég óska honum og strákunum velgengni á næsta ári. Aldrei að vita nema ég láti sjá mig. Áfram Spyrnir

Jörgen Sveinn Þorvarðarson Þjálfari meistaraflokks Spyrnis

TÖLFRÆÐIMOLAR um

Spyrni sumarið 2024

• 25 leikmenn spiluðu deildarleik fyrir Spyrni á árinu 2024.

• Elsti leikmaðurinn er fæddur árið 2000 og yngsti leikmaðurinn fæddur 2008.

• Samtals spiluðu leikmenn sem eru 21 árs og yngri (fæddir 2003 og seinna) 74% allra mínútna á tímabilinu fyrir Spyrni en það voru 18 leikmenn sem spiluðu leik fyrir Spyrni í deild.

• Meðalaldur leikmanna sem spiluðu deildarleik er 19,8 ára.

• Allir leikmenn Spyrnis eiga yngri flokka leik fyrir Hött.

SAMMY SMITH MEISTARI Í TVEIMUR

EFSTU DEILDUM ÍSLANDSMÓTSINS

2024

Af mörgum frábærum leikmönnum

FHL í sumar þá var Sammy Smith sennilega sú stjarna sem skein skærast í liðinu. Eftir að hafa tekið þátt í að tryggja liðinu upp um deild færði hún sig yfir í Breiðablik þar sem hún gjörsamlega tók yfir Bestu deildina. Við slógum á þráðinn og heyrðum í Sammy og ræddum við hana um sumarið í sumar og ýmislegt fleira.

Hæ hæ, geturðu útskýrt hvernig á því stendur að þú komst hingað til að spila með FHL á þessu tímabili?

Ef ég á að vera hreinskilinn þá var ég ekki viss um hvar ég myndi enda á því að spila síðasta sumar eftir að ég var ekki valinn í NWSL. Ég spilaði með Lindu Líf Boama í háskóla og hún sagði að ég gæti alltaf komið og spilað á Íslandi ef ég vildi, svo þegar umboðsmaðurinn minn sagði að lið á Íslandi hefði áhuga á að fá mig hugsaði ég mig ekki um. Mig hefur alltaf langað til að ferðast um heiminn og spila fótbolta, svo þetta var fullkomið tækifæri til að hefja ferðalagið mitt. Hver er bakgrunnur þinn áður en þú gekk til liðs við FHL?

Ég ólst upp við að spila fótbolta frá 4 ára aldri, spilaði síðan félagsfótbolta fyrir South Shore

Select fram að háskóla þar sem ég spilaði fjögur ár í Boston College og eitt ár í Texas

A&M University.

Hvað kom þér mest á óvart við að búa á Austurlandi?

Líklega landslagið. Að búa nálægt fjöllunum var eins og að lifa í draumi. Að ganga út um útidyrnar okkar til að sjá fjöllin varð aldrei þreytt, það var fallegt. Það varð enn betra undir lok sumarsins að sjá sólsetrið og Norðurljósin.

„...það fékk mig til að átta mig á því að það að vera á Íslandi var mun meira en að spila fótbolta.“

Hversu mikið menningarsjokk var það að búa á Austurlandi og hvernig gerði reynslan þig að betri leikmanni?

Þetta var MIKIL breyting að flytja hingað. Ég held að það hafi fengið mig til að meta litlu hlutina eins og að hreyfa mig á hverjum degi, sama hvað, hvort sem það var að fara í gönguferð til að sjá einhvern foss eða fara á völlinn til að gera aukaæfingar. Að hafa völlinn og líkamsræktarstöðina í bakgarðinum okkar var mjög þægilegt og við sem bjuggum saman vorum í rauninni þar á hverjum degi. Við þjálfuðum líka litla krakka á daginn, svo það gerði okkur kleift að kynnast samfélaginu; og við vorum með litla krakka sem litu upp

til okkar, sem fékk mig til að meta fótbolta miklu meira.

Að vinna deildina þýddi líka svo mikið fyrir liðið, félagið og samfélagið, svo það fékk mig til að átta mig á því að það að vera á Íslandi var mun meira en að spila fótbolta. Við vorum bara að skemmta okkur sem gerði það að verkum að ást mín á leiknum jókst á síðustu 8 mánuðum, ég er svo þakklát fyrir reynslu mína með FHL.

Hver voru markmiðin fyrir tímabilið?

Augljóslega vildum við vinna deildina, það er markmið allra í upphafi tímabils. Við settum markið hátt en vildum líka njóta upplifunarinnar á meðan við værum þarna. Við sögðum okkur sjálfum að hafa gaman af því sem við værum að gera og leggja hart að okkur á meðan við værum að gera það. Restin af því (að vinna) kom bara vegna þess að við unnum saman og gerðum okkar besta á hverjum degi.

Hvernig myndir þú útskýra afrekið að vinna deildina sannfærandi? Kom það á óvart?

Þetta var draumur að rætast. Ég held að ég hafi aldrei verið hluti af liði sem hefur náð svona góðum árangri áður. Allt bara smellpassaði og við vissum snemma (eftir HK leikinn) að við myndum standa okkur vel og það eina sem myndi standa í vegi fyrir okkur værum við sjálfar. Þetta kom svolítið á óvart því allt smellpassaði svo auðveldlega með þessu liði, en ég tel að við áttum skilið að vinna, við vorum besta liðið.

Ef þú þyrftir að velja 5 manna lið skipað liðsfélögum þínum í FHL, hverjar myndir þú velja?

Ég myndi velja sjálfa mig, Deja, Rósey, Katríni og Emmu.

F.v. Sammy Smith, Keelan Terrell, Emma Hawkins og Deja Sandoval
„Restin

af

því (að vinna)

kom bara vegna þess að við unnum saman og gerðum okkar besta á hverjum degi.“

Geturðu talað um rútínuna þína á leikdegi?

Fyrst er að vakna og búa til morgunmat með herbergisfélögum mínum (venjulega egg og ávextir með kaffinu) svo bara teygja og slaka á. 4 tímum fyrir leik fæ ég mér snarl með kolvetnum (stundum er þetta morgunmatur, fer eftir því klukkan hvað leikurinn er), svo borða ég Nutella og bananasamloku og drekk Nocco á meðan ég teygi mig og rúlla. Ég reyni í rauninni að vera eins mjúk og hægt er til að koma huga mínum og líkama í lag fyrir leikinn.

Eftir að þú vannst deildina með FHL gekk þú til liðs við Breiðablik og vannst deildina þar, hvernig var það?

Það var ótrúlegt. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt svo þetta var svo súrrealískt að ég hefði ekki skipt því út fyrir nokkuð í heiminum. Ég er svo þakklát fyrir þessa reynslu og svo glöð að

ég kom til Íslands síðastliðið sumar. Bæði lið voru frábær, það var auðvelt að spila með stelpunum og við vorum góðir vinir utan vallar.

Hvernig myndir þú útskýra muninn á því að Lengjudeild og Besta deild hafi spilað báðar deildirnar í sumar?

Ég myndi segja að samkeppnin sé aðeins meiri í Bestu deildinni líklega vegna þess að þar er deildinni skipt upp svo er verið að spila um Evrópu. Ég held líka að það séu eldri og reyndari leikmenn í Bestu deildinni sem hækkar stigið líka.

Með reynslu þína í Bestu deildinni, hvernig hefði FHL staðið sig ef liðið hefði verið í efstu deild á síðasta tímabili?

Ég held að það hefði verið erfitt, en ég held að FHL gæti gert hvern leik að baráttuleik. Það ætti ekki að vanmeta FHL og ég held að þeir geti haldið sínu striki í Bestu deildinni.

„Það ætti ekki að vanmeta FHL og ég held að þeir geti haldið sínu striki í Bestu deildinni.“

Sammy með verðlaunagrip Bestu deildar kvenna í búningi Breiðabliks.

Uppáhalds minning frá sumrinu?

Að vinna Bestu deildina og fagna góðum árangri sumarsins, að vinna báðar deildirnar með liðinu mínu, fjölskyldu og besta vini að heiman.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?

Vök

Sjáumst við aftur næsta sumar?

Ég þarf að finna út úr nokkrum hlutum en ég er að íhuga að vera annað tímabil með Breiðablik sem einn af valkostunum mínum.

Við þökkum Sammy fyrir spjallið og vonumst sannarlega til að sjá hana spila næsta sumar!

Komdu með bókhaldið til KPMG

Við tökum að okkur færslu bókhalds, gerð ársreikninga og skattframtala fyrir einstaklinga, einstaklinga með rekstur og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Þú úthýsir áhyggjunum og pappírsvinnunni til okkar og hefur þannig meiri tíma til að sinna kjarnastarfseminni.

Hafðu samband við starfsfólk okkar á skrifstofum KPMG á Austurlandi í síma 545 6000 eða með tölvupósti á kpmg@kpmg.is

kpmg.is

GLEÐILEGA

Óskum við samstarfsaðilumskiptavinum, og landsmönnum öllum farsældar og hlýju á nýju ári.

ÖFLUG UPPBYGGING KVENNAKNATTSPYRNU Á AUSTURLANDI

Gott gengi meistaraflokks FHL í sumar vakti verðskuldaða athygli og gleðin sem fylgdi því að lyfta Lengjudeildarbikarnum leyndist engum. Leiðin að því að sigra og vinna titla á sér þó alltaf lengri sögu en eitt tímabil. Glæsilegur árangur sumarsins er afrakstur margra ára skipulags og uppbyggingarstarfs.

Björgvin Karl Gunnarsson tók við þjálfun FHL árið 2019 og hefur verið að byggja upp liðið síðan. Frá stofnun liðsins árið 2016 hafði það spilað í 2. deild en Björgvin Karl og stjórn FHL settu markið fljótlega á að komast í Lengjudeild og spila þar. Með þetta markmið í huga hefur liðið smá saman verið byggt upp. Sami kjarni heimastelpna hefur haldist í mörg ár og við þann kjarna bætast á hverju ári ungar uppaldar heimastelpur. Nokkrar okkar ungu leikmanna hafa verið að banka á glugga yngri landsliða Íslands undanfarin ár sem við erum afar stolt af. Þegar þetta er skrifað er Björg Gunnlaugsdóttir farin af stað til

Spánar með U19 landsliðinu sem spilar þar þrjá leiki í undanriðli Evrópukeppninnar á sama stað og sama tíma og systir hennar Áslaug Munda verður á ferðinni með A landsliðinu (skemmtileg tilviljun).

Stórt skref var stigið í uppbyggingarstarfinu sumarið 2023 þegar 2. flokks lið kvenna var starfrækt í fyrsta sinn um langt árabil og var þá í höndum yngri flokka starfs Hattar og KFA. Þar með var stoppað í gatið á milli 3. flokks og meistaraflokks sem hafði reynst mörgum iðkandanum erfitt. Stjórn FHL tók að sér að halda utan um rekstur flokksins frá og með hausti 2023. Stjórnin sá mikil tækifæri í því til eflingar kvennaknattspyrnunnar þar sem starfsemi 2. flokks er frábær viðbót fyrir unga leikmenn sem eru að þroska sig sem verðandi leikmenn meistaraflokks og er mikilvægur þáttur í því að sporna gegn brottfalli úr íþróttinni. Þar sem stór hluti leikmanna FHL eru á aldrinum 16-20 ára er mikil samlegð með starfi meistaraflokks og 2. flokks. Því var ákveðið að liðið skyldi kallað FHL U20.

Mynd: Gunnar Gunnarsson

Stjórn ákvað strax að leggja metnað í umgjörð U20 liðsins og fékk til starfa mjög reyndan og færan þjálfara, Ljubisa Radovanovic, betur þekktan sem Ljuba. U20 liðið tók þátt í Íslandsmótinu í sumar og spilaði þar 10 leiki, sex sigurleiki og fjóra tapleiki. Þær komust í úrslitakeppni upp úr sínum riðli og spiluðu þá við ÍBV í Vestmannaeyjum. Sá leikur tapaðist naumlega 3-2 og fleiri urðu því leikirnir ekki. Leikirnir ásamt góðri þjálfun áttu sinn þátt í að styrkja leikmenn líkamlega, andlega og knattspyrnulega og auka færni þeirra. Það er mikilvægt að leikmenn fá leiki við hæfi og að álagið á þær sé í takt við stöðu þeirra hverju sinni. Með þátttöku í U20 aukast möguleikar á því að fleiri stúlkur á Austurlandi verði leikmenn í meistaraflokki framtíðarinnar.

En aftur að meistaraflokknum.

Skemmst er frá því að segja að strax sumarið 2021 náðist takmarkið að komast í Lengjudeild og núna aðeins þremur árum síðar er liðið okkar orðið meistari í Lengjudeildinni. Ekki endilega eitthvað sem við bjuggumst við á þessum tímapunkti en markmiðið var alltaf að vera í efri hlutanum og berjast um toppsætin í deildinni. Samhliða uppbyggingu liðsins hefur umgjörð í kringum það verið bætt til mikilla

muna á hverju ári. Björgvin Karl er sérfræðingur í að sækja góða útlendinga og hefur sýnt það mörg undanfarin ár en á síðasta leiktímabili unnum við öll aðalverðlaunin í útlendingalottóinu. Okkar allra bestu leikmenn Emma og Sammý lyftu liðinu á hærra plan og gerðu allar í kringum sig miklu betri.

„Og við þurfum að fá allt samfélagið með okkur í þetta verkefni, sjálfboðaliða, stuðningsmenn, ömmur, afa og alla krakkana.“

Það er hluti af uppbyggingarstarfi FHL að fá sterka aðkomuleikmenn sem efla heimastelpurnar okkar, auka leikfærni þeirra og sjálfstraust. Góð liðsheild sem samanstendur af frábærum útlendingum, öflugum og reynslumiklum kjarna af heimastelpum í bland við ungar upprennandi stelpur sem eru aldar upp hér í gegnum yngri flokka starfið hjá Hetti og KFA mynda sterkt lið FHL.

Að eiga lið í Bestu deild er spennandi og metnaðarfullt verkefni. Næsta sumar verður krefjandi þar sem þjálfarar, stjórn og leikmenn þurfa að vinna sem ein heild. Og við þurfum að fá allt samfélagið með okkur í þetta verkefni, sjálfboðaliða, stuðningsmenn, ömmur, afa og alla krakkana. Leyfiskerfi KSÍ mun ýta stjórn áfram að meiri fagmennsku og metnaði í kringum umgjörð liðsins s.s. með sjúkraþjálfara, menntun þjálfara, utanumhald leikja og margt fleira. Um leið verður enn mikilvægara að halda úti öflugu starfi í U20 liðinu til að styrkja þá leikmenn sem Besta deildin er enn of krefjandi fyrir.

Mikill metnaður fyrir kvennaknattspyrnunni hér á svæðinu og sterkur vilji til uppbyggingarstarfs hefur komið liðinu alla þessa leið. Þar hafa velviljaðir og öflugir einstaklingar lagt sitt af mörkum ásamt tryggum styrktaraðilum en fyrst og síðast eru það metnaðarfullir leikmenn og þjálfarar sem leggja sig alltaf mikið fram. Það verður gaman með FHL í sumar, verið endilega með og hjálpið okkur að fá það allra besta út úr þessu fyrsta sumri FHL í deild þeirra bestu.

Áfram FHL!

Hugrún Hjálmarsdóttir formaður FHL

Mynd: Gunnar Gunnarsson

HUGVEKJA FRÁFARANDI FORMANNS

Sú ákvörðun að stíga til hliðar á haustmánuðum hafði stuttan fyrirvara. Haustin hafa reyndar oft verið erfið eftir að hafa lagt hjarta og sál í starfið mánuðina á undan. En maður hefur haldið áfram á hörkunni og tórað þessa 3 síðustu mánuði á hverju ári og risið upp úr „öskunni“ og hafið nýtt tímabil ferskur og fullur tilhlökkunar - Af því þetta er ógeðslega skemmtilegt.

Það er gott að gefa af sér í svona sjálfboðastarfi, mæli með því fyrir alla sem ekki hafa prófað. Það þarf ekki að vera formennska, það er nóg að mæta á leiki og sjá um undirbúning með uppsetningu á þeim hlutum sem tengist leikjum á leikdegi. Við erum að tala um hálftíma starf nokkrum sinnum yfir sumarið, en slíkt hjálpar mikið þar sem stjórn leggur ómældan tíma í allskonar, allt árið.

Mér fannst ég sjálfselskur og braut mig niður í huganum, að stíga til hliðar og skilja aðra stjórnarmeðlimi eftir í þeim verkefnum sem framundan eru. Þeir sem eftir sitja hef ég flesta sótt inní starfið með því að tala menn til, ekki alla – en flesta. Mér fannst ég bregðast þeim á vissan hátt, með því að yfirgefa „skútuna“. En eftir því sem vikurnar líða hef ég tekið ákvörðun mína í sátt.

Þetta var rétt ákvörðun, ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir félagið okkar. Þeir sem eftir sitja og komu nýir inn eru að koma ferskir inní starfið með fullt af hugmyndum og gleðina að vopni. Það vill nefnilega oft verða þannig þegar sami

maður situr lengi við svona starf, að þetta verði einsleitt og fyrirsjáanlegt til þess eins að ná endum saman á hverju ári. Ég er á því að ný stjórn og nýr formaður eigi eftir að rífa félagið upp innan sem utan vallar og ég vona svo heitt og innilega að ég hafi rétt fyrir mér í þeim efnum.

Ég er hins vegar búinn að greina hvað olli þessu öllu saman. Ég ákvað að reyna að gera sem mest sjálfur frekar en að dreifa verkefnum á stjórn hin síðari ár. Þannig var ég búinn að pakka mig af verkefnum yfir alla vikuna. Auðvitað fékk ég stjórn með mér í tilfallandi verkefni, en þegar upp komu t.d. nefndir og ráð sem einhver úr stjórn þurfti að sitja í, þá tók ég það bara að mér að sitja í því og því voru fundir stundum oft á viku eftir vinnu.

HORFT TIL BAKA

Ég kem inní stjórn Rekstrarfélags Hattar 2015 sem meðstjórnandi, ári síðar tek ég við formennsku af Krisjáni Guðþórssyni. Við vorum tveir sem komum til greina, hinn rak sitt eigið fyrirtæki og var vel upptekinn þarna um haustið –þetta dæmdist þá pínulítið á mig. Ég sinnti formennskunni svo til haustsins 2024 þar sem ég steig til hliðar á haustmánuðum og er afskaplega þakklátur Matthíasi Tim Ruhl Sigurðarsyni að stíga upp og vilja taka við embættinu.

Það er hins vegar margt að minnast á þessum tíma mínum sem formaður:

• Stjórnarmenn sem hafa setið með mér til lengri eða skemmri tíma. Allir með sinn persónuleika og skoðanir,

hver öðrum skemmtilegri og verið hrein unun að vinna með þeim. Í stjórn er nefnilega mikilvægt að hafa menn með ólíkar skoðanir, annars er ekkert gaman á fundum. Þar hef ég líka eiganst vini fyrir lífstíð sem gefur meira en margan grunar

• Allra þjóða leikmenn hafa mætt til okkar þessi ár. Íslenskir strákar hafa komið að láni eða alfarið skipt yfir í félagið. Margir sest hér að í einhvern tíma og jafnvel eignast hér fjölskyldu. Eins og flestir vita þá getur það verið algjört happdrætti hvernig erlendir leikmenn sem hingað koma eru fyrir liðið og samfélagið. Við höfum fengið frábæra leikmenn að utan, sem eru ekki bara góðir inná velli heldur einnig fyrir utan. Hin síðari ár, eftir að Brynjar Árnason, Björgvin Stefán og André Musa tók við sem þjálfarar, höfum við vandað valið meir en áður og talað við leikmenn í gegnum fjarfundabúnað. Það sem hefur hins vegar verið skemmtilegast fyrir mig er að í þessum mönnum

sem hafa komið hef ég eignast vini fyrir lífstíð, eins og: Nacho Gonzalez, Babic, Nacho Poveda, André, Pablo, Ion Perello, Dani, Spasa, Danilo, Genis og Rafa. Ég held ég sleppi því að telja upp þá leikmenn sem hafa ekki náð að heilla mig, en þeir eru líka nokkrir því miður.

„Ég geng sáttur frá borði, þetta var ógeðslega skemmtilegt en á sama tíma mjög erfitt og krefjandi á köflum. Ég á eftir að sakna þess að vera í kringum fótboltann.“

• Sameining Hattar og Hugins árið 2019 í Höttur/Huginn (HH). Við vorum stórhuga eftir að bæði lið féllu niður um deild árið 2018. Það tók félagið tvö tímabil að koma sér uppí 2. deild, þar sem við erum enn og höfum siglt lygnan sjó síðustu ár, yfirleitt endað um miðja deild.

• Sameining Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis í FHL í kvennaboltanum. Stelpurnar eru enn að skrifa söguna og enduðu tímabilið í fyrra með því að vinna 1. deildina og eiga því lið í efstu deild árið 2025, Bestu deildinni. Það er stórkostlegur árangur fyrir samfélagið hér fyrir Austan. Ég var skráður formaður hjá FHL fyrstu árin, samhliða formennsku Rekstrarfélagsins. Það var allt of mikið fyrir mann í sjálfboðavinnu – frábært skref fyrir FHL þegar ákveðið var að stofna sér stjórn utan um kvennaliðið sem hefur svo sannarlega skilað sér í betri árangri og bættri umgjörð liðsins! Stjórn FHL hefur svo sett á stofn U20 lið hjá stelpunum sem er að virka vel fyrir þær stelpur sem eru að koma upp. Það eru reglur í þeirri deild að nokkrar eldri stelpur geta spilað með liðinu og er það afskaplega hentugt þegar leikmenn sem eru eldri en 20 ára og eru að stíga uppúr meiðslum, að fá sinn spilatíma þar.

HÖTTUR Íþróttafélagið

Óskum knattspyrnufólki innilega til hamingju með glæsilegan árangur á afmælisárinu, um leið og við óskum öllum gleðilegs árs á nýju fótboltaári.

• Endurstofnun knattspyrnuliðsins Spyrnir árið 2022 var heillaspor og ég er einna stoltastur af þeirri ákvörðun. Þar fá ungu leikmennirnir okkar allan þann spiltíma sem þarf til að undirbúa sig fyrir stóra sviðið með HH. Áður fyrr vorum við með í sameiginlegu 2. flokks liði á öllu Austurlandi, sem þýddi að aðeins bestu strákar á 2. flokks aldri fengu mínútur og brottfall því töluvert auk óánægju drengja og foreldra.

• Bætt aðstaða á Egilsstöðum. Ég og stjórn Rekstrarfélagsins getum ekki eignað okkur þennan hluta, bara alls ekki. Við tókum hins vegar þátt í þeirri baráttu sem átti sér stað til að fá bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar sem og unnum töluvert sjálfboðastarf við uppbygginguna sem er í raun ekki lokið þegar þessi orð eru skrifuð. Það á eftir að ganga frá vallarhúsinu í Fellabæ að innan og er stefnt á að klára það allt fyrir Minningarmót Óðins Skúla, í maí næstkomandi. Þar mun ég taka til hendinni glaður í bragði.

HINSTA KVEÐJA, Í BILI

Ég geng sáttur frá borði, þetta var ógeðslega skemmtilegt en á sama tíma mjög erfitt og krefjandi á köflum. Ég á eftir að sakna þess að vera í kringum fótboltann, í kringum strákana mína í liðinu sem ég lít marga hverja á sem syni mína. Þeir byrjuðu margir ungir og eru enn að og munu vonandi halda áfram að upplifa drauminn sem knattspyrnumenn en þá hugsanlega á stærra sviði en Vilhjálmsvöllur eða Fellavöllur er. Ég mun verða fyrsti maður til að kaupa ársmiða komandi ár og mæta og styðja þegar kostur er.

Hvað kvennaknattspyrnuna varðar, þá erum við að eignast gríðarlega efnilegar stelpur og er framtíðin mjög björt tengt þeim. Þær hafa spilað heimaleiki sína í

Fjarðarbyggðarhöllinni sem verður til þess að maður á ekki alltaf eins auðvelt með að skottast á völlinn. Vonandi með þessum breytingum hjá mér gefst nú tími til þess að gera meira af því sem mig langar að gera.

Framtíðin er björt á Egilsstöðum tengt knattspyrnu – ég er glaður að hafa tekið þátt í því hvert við erum komin og ég mun glaður halda áfram að taka þátt í því þó það verði hér eftir með óbeinum hætti í sjálfboðaliðaverkefnum og fjáröflunum.

Ég mun núna gefa mér meiri tíma með fjölskyldunni og í önnur áhugamál sem hafa setið á hakanum, mögulega næ ég að lækka forgjöfina mína í golfi og kasta í fleiri 180 í pílunni, hver veit. Börnin mín stunda svo einnig bæði knattspyrnu á fullu og hlakka ég til að geta fylgst betur með þeim þar. Ástríðan verður alltaf til staðar fyrir Hetti, á þessum tímapunkti þurfti ég bara góða hvíld.

Að lokum vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem komið hafa með stuðning með einhverjum hætti inn í

Rekstrarfélag Hattar á þeim tíma sem ég sat sem formaður. Án stuðnings þeirra hefði ekkert af þessu verið hægt og vona ég heitt og innilega að þessi fyrirtæki og önnur ný taki vel á móti nýjum formanni og stjórn þegar leitað verður til þeirra.

Sjáumst í næsta „stríði“. Ást og virðing - Áfram Höttur!

Gummó

Gleðilega hátíð

Við þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

HATTARMÓTIÐ 2024

MINNINGARMÓT ÓÐINS SKÚLA

Bjarki Þorvaldur

Sigurbjartsson

Minningarmót Óðins Skúla – Hattarmótið er einn af vorboðunum hér á Austurlandi.

Mótið er haldið í lok maí ár hvert og markar að einhverju leiti upphaf sumarvertíðarinnar í fótboltanum hjá okkur í Hetti.

Í sumar var mótið haldið á brakandi nýju gervigrasi við frábærar voraðstæður. Mótið hefur vaxið og dafnað en síðustu ár hafa þátttakendur á mótinu verið á bilinu 5-600 talsins. Á mótinu er keppt í 6. og 7. flokki drengja og stúlkna. Dagurinn hefst samt alltaf á keppni í 8. flokki og því stíga margir iðkendur sín fyrstu keppnisskref á Fellavelli. Á mótinu sumar voru skráð slétt 100 lið og leiknir 255 leikir á 8 völlum.

Á mótinu reynum við í Hetti að taka vel á móti gestum okkar og gleðjast saman. Mikið er lagt uppúr þeim lærdómi sem hægt er að draga af því að spila fótbolta með liðsfélögum sínum og er dómurum, sem koma úr meistaraflokkum Hattar/Hugins og FHL, uppálagt að leiðbeina iðkendum á öllum getustigum þannig að allir fari heim af mótinu með jákvæða upplifun. Sjálfboðaliðar úr foreldrahópnum standa vaktina í uppsetningu valla, umsýslu á sjoppu og síðast en ekki síst á grillinu þar sem allir iðkendur og gestir af yngri kynslóðinni fá grillaðar pylsur og viðurkenningu fyrir þátttöku á mótinu.

Þó að dómarar, grillarar og sölufólk í sjoppu séu sannarlega mikilvæg í að gera mótið frábært væri það aldrei neitt án þeirra frábæru iðkenda sem taka þátt. Liðin í „nágrenninu“ eru dugleg að mæta og hafa KFA og Einherji verið fastagestir um árabil. Aðrir iðkendur eiga lengra að sækja mótið og hafa Sindri/Neisti, Ungmennafélag Langanesbyggðar, Völsungur, KA og Þór sent fjölda liða á mótið undanfarin ár. Allur ágóði af mótshaldinu fer í Minningarsjóð Óðins Skúla, en sjóðurinn hefur það hlutverk fyrst og síðast að styðja við bakið á fræðslustarfi innan deildarinnar. Um leið og við þökkum öllum þeim sem komið hafa að mótinu síðustu ár fyrir óeigingjarnt framlag til félagsins okkar þá hlökkum við til að sjá sem flesta á Fellavelli í maí 2025!

Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson, Gjaldkeri yngri flokka og mótstjóri Minngarmóts Óðins Skúla

Gleðilega hátíð

STARF YNGRI FLOKKA

Andre Solórzano Abed, yfirþjálfari

ÁR VAXTAR OG ÞRÓUNAR HJÁ YNGRIFLOKKUM HATTAR

Síðastliðið ár hefur verið tímabil mikils vaxtar og þróunar fyrir yngri flokka Hattar. Við höfum haldið áfram að byggja á grunngildum okkar: virðingu, liðsheild, aga, gleði og metnaði, sem stuðlar að jákvæðu og hvetjandi umhverfi fyrir unga leikmenn. Við trúum að með því að ala upp heilsteypta einstaklinga getum við þróað framúrskarandi knattspyrnumenn, heldur einnig framtíðar þjálfara, dómara og stjórnendur fyrir félagið.

Áhersla okkar á boltatryggt, sóknarsinnað leikskipulag hefur skilað góðum árangri. Við höfum séð leikmenn bæta tækni sína, leikskilning og ákvörðunartöku. Lögð er áhersla á að leikmenn skilji leikinn í heild sinni, þar á meðal mikilvægi tilfinninga og andlegra þátta, sem hefur hjálpað þeim að þroskast bæði innan og utan vallar. Það er spennandi að fylgjast með næstu kynslóð hæfileikaríkra leikmanna.

Af hverju spilum við út frá vörninni?

Það er mikilvægt að skilja tilganginn með því sem við gerum.

Að spila út frá vörninni gefur okkur tækifæri til að halda boltanum í leiknum með stuttum, hröðum sendingum. Þetta þjálfar fleiri leikmenn og eykur leikskilning þeirra í stað þess að treysta á einn sterkan leikmann til að koma boltanum fram.

Kostirnir við að spila út frá vörninni:

• Minni áhætta: Minnkar hættuna á að missa boltann með löngum, ómarkvissum sendingum.

• Meiri boltastjórnun: Gefur okkur kost á að stjórna leiktempóinu og halda boltanum.

• Taktískur þroski: Hjálpar leikmönnum að þróa tæknilega færni, leikskilning og staðsetningar vitund.

• Sköpun tækifæra: Leyfir liðinu að komast í gegnum vörn andstæðinganna með þolinmóðri uppbyggingu.

Leikur eftir svæðum sem þróunaraðferðafræði

Af hverju?

1. Til að lesa leikstundir.

2. Til að taka ákvarðanir í leik.

3. Til að efla frumkvæði.

KNATTSPYRNUHUGMYNDAFRÆÐI OKKAR BYGGIST Á:

Framsæknum leik:

Hvetjum leikmenn til að taka frumkvæði, stjórna leiknum og skapa tækifæri.

Hugrekki og lærdómur af mistökum: Með því að hvetja leikmenn til að taka bolta, byggja upp leik aftan frá og vera hugrakkir, erum við meðvituð um að mistök verði gerð. Þetta er einmitt það sem við viljum—læra af mistökunum og byggja upp karakter.

Hröðum og flæðandi leik: Stuðlum að skjótum ákvörðunum, hröðu samspili og stöðugri hreyfingu.

Liðsheild og samvinna:

Eflum sterka liðsheild og leggjum áherslu á sameiginlega vinnu.

Uppbyggingu leiks aftan frá: Byggjum sóknir frá markmanni og hvetjum til tæknilegrar færni og leikskipulagsvitundar.

4. Til að þróa liðsheild (í vörn og sókn).

5. Til að byggja upp samskiptahæfni.

6. Til að auka einbeitingu.

Í stað maður á mann vörn leggjum við áherslu á svæðisvörn sem býður upp á betri stjórn á leiknum, stöðugara varnarskipulagi og minni hættu á mistökum einstakra leikmanna.

Kostir svæðisvarnar:

• Betri svæðisstjórn: Fókus á mikilvægustu svæðin á vellinum, t.d. vítateig og miðju.

• Taktískur sveigjanleiki: Aðlögun að mismunandi leikáætlunum, hvort sem við pressum hátt eða verjumst djúpt.

• Betur varið gegn einstaklings mistökum: Með svæðisvörn er liðið betur varið ef mistök verða. Leikmenn læra einnig að:

• Hafa stöðug samskipti: Tala saman í leiknum og vera tilbúnir þegar sóknarmaður kemur inn í þeirra svæði.

• Halda einbeitingu: Vera ávallt meðvitaðir um sitt svæði og næsta leik.

• Aðlagast aðstæðum: Skipta yfir í mannvörn ef þörf krefur, t.d. í hættulegum aðstæðum.

Markmið okkar er að þróa leikmenn sem eru tæknilega góðir, taktískt þroskaðir og andlega sterkir.

Andre Solórzano Abed Yfirþjálfari yngri flokka Hattar

Gleðilega hátíð

Í sumar var þjálfun áttunda flokks með öðru sniði en síðustu ár. Engin æfingagjöld voru í flokknum, æfingafjöldi jókst upp í tvær 40 mínútna æfingar á viku úr einni og sáu þjálfarar um að sækja iðkendur í leikskóla og fylgja þeim á æfingar. Þetta eru mikilvægir þættir í að byggja upp góðan grunn af iðkendum til framtíðar.

Helstu áherslur og markmið á æfingum eru að iðkendur hafi gaman, kynnist íþróttinni á jákvæðan hátt og að þau

8. FLOKKUR

læri að fara eftir reglum. Á æfingum leggjum við einnig áherslu á samhæfingu, grunnhreyfingar, einföld tæknileg atriði knattspyrnunnar og að læra gegnum leik.

Stærsta verkefni sumarsins hjá flokknum var Minningarmót Óðins Skúla. Þar sendi Höttur flest lið til keppni í 8. flokki eða 14 lið, sjö drengjalið og sjö stelpulið.

Gunnar Einarsson

7. FLOKKUR KVK

Árið var skemmtilegt hjá stelpunum í flokknum og voru miklar framfarir hjá þeim. Í hópnum eru stórir karakterar á skemmtilegum aldri sem gaman er að þjálfa og skemmta sér heilmikið með. Æfingar hjá flokknum voru mikið í leikjaformi og svo stöðvaskiptar þar sem áhersla var á spil, 1 á móti 1, 2 á móti 2 og svo 3 á móti 3, sendingar, þríhyrningaspil, skot og knattrak.

Margir skemmtilegir keppnisleikir voru hjá okkur þar sem stelpurnar þurftu t.d. að skora í lítil mörk á tíma og stoppa bolta á línu. Allt voru þetta skemmtilegar æfingar sem skiluðu góðum árangri sem best sást síðan á Símamótinu. Þar sáust skýrt bætingar sumarsins ásamt því að stelpurnar sýndu að þær eru algjörir naglar þar sem við fengum stanslausa rigningu og voru allir gegnsósa eftir hvern dag! Samt var þetta algjör gleði og gaman og ég held að allir hafi á endanum skemmt sér vel, leikmenn, þjálfarar og foreldrar.

Flokkurinn tók einnig þátt í Hattarmótinu, Minningarmóti Óðins Skúla á Fellavelli í maí og stóðu sig vel.

Bjarndís Diljá

Starfsfólk Íslandsbanka óskar bæjarbúum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári

7. FLOKKUR KK

Í 7. flokki karla var flottur hópur stráka sem allir eiga það sameiginlegt að elska fótbolta.

Áhersla í 7. flokki er að mestu að bæta samhæfingu líkamans bæði með og án bolta, auk þess sem knattrak var í forgrunni. Þannig læra krakkarnir að þróa tækni og auka skilning á leiknum í gegnum leik með bolta. Það mikilvægasta var þó að efla samvinnu og samheldni í hópnum. Að vera góður liðsfélagi og njóta þess að spila saman er kjarninn í öllu starfinu.

Strákarnir fóru á tvö mót í sumar. Minningarmót Óðins Skúla í lok maí og Völsungsmót PCC á Húsavík í byrjun september.

Strákarnir sýndu gríðarlegar framfarir á milli móta en mikilvægast er þó að allir komu heim með jákvæða upplifun af mótunum

Sæbjörn Guðlaugsson

Gleðileg jól og komandifarsæltár.
Sérstakar

þakkir og kveðjur til fráfarandi formanns

Höttur þakkar stuðninginn: Berg ValdimartannlæknirSigurjónsson,

ENDAJAXLINN

6. FLOKKUR KVK

Nýtt tímabil hófst hjá 6.fl. kvk eftir haustfrí. Stelpurnar æfðu 3 sinnum í viku yfir veturinn. Á mánudögum í Fellahúsinu, á fimmtudögum á Fellavelli og á laugardögum í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Lagt var upp með sendingaæfingum og knattraki með skemmtilegum leikjum inná milli sem sameinaði allt það sem verið var að æfa.

Yfir veturinn voru tvö mót hjá flokknum, Goðamótið á Akureyri helgina 17.-19 nóvember, 6. flokkur fór með eitt lið. Bæði lið stóðu sig mjög vel og það voru miklar framfarir hjá liðinu. Seinna mótið var Stefnumót KA var haldið 20. apríl og flokkurinn fór með 2 lið. Hápunktur sumarsins var síðan Símamót í grenjandi rigningu og roki sem hópurinn lét ekki of mikið á sig fá og fóru allir glaðir heim

Bjarndís Diljá og Oddný Edda

Höttur þakkar stuðninginn:

6. FLOKKUR KK FRAMUNDAN ER FARSÆLT KOMANDI ÁR

Þjálfun 6. flokks drengja í sumar svipaði til fyrri ára. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttum tækniæfingum sem hægt er að laga til að getu hvers og eins iðkanda en einnig eru. Árgangarnir eru báðir öflugir sem gerir æfingar skemmtilegar og líflegar. Ofan á tækniþjálfun eru grunnatriði leikfræði í knattspyrnu kennd og reynt að tengja þau við aðstæður í keppni.

Yngra árið keppti á Set-mótinu á Selfossi í byrjun júní og eldra árið keppti á Orkumótinu í Vestmannaeyjum í lok júní. Þar voru liðsmenn til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar og sneru heim með verðlaun fyrir prúðmennsku eftir grátlegt tap í úrslitaleik um Stórhöfðabikarinn. Báðir árgangar spiluðu á Minningarmótinu í lok maí og sýndu glæsilega takta í samspili og einspili. Leitast er eftir því að gefa iðkendum verkefni sem hæfa þeirra getu og því æfðu og spiluðu nokkrir iðkendur með 5. flokki á Íslandsmótinu.

Gunnar Einarsson

5. FLOKKUR KVK

5. flokkur stúlkna var fámennari en síðastliðin ár og æfingasókn var ekki góð framan af sumri. Lögð var áhersla á einföld tækniatriði og einfalda leikfræði í mismunandi aðstæðum. Eftir þarfagreiningu var ákveðið að hver æfingin var brotin upp, sem gerði æfingar skemmtilegri og eftirsóttar.

Þrjú stór verkefni eru hjá flokknum yfir sumarið, TM-mótið í Vestmannaeyjum, Símamótið í Kópavogi og Íslandsmótið. Íslandsmótið var með öðru sniði en vanalega þar sem spilaðar voru fjórar túrneringar á Húsavík, Sauðárkróki, Egilsstöðum og Dalvík. Framan af Íslandsmóti gekk liðinu ekki vel en leikmönnum fór mikið fram yfir sumarið bæði sem einstaklingar og lið og gengu túrneringarnar betur og betur þegar leið á sumarið.

Á TM-mótinu í Vestmannaeyjum spilaði liðið krefjandi leiki við óþekktar aðstæður og átti erfitt uppdráttar. Á Símamótinu um mánuði seinna mætti sama lið til keppni en sýndu gjörólíka spilamennsku. Liðið spilaði glæsilega og datt á leiðinlegan hátt út úr undanúrslitum þar sem leikurinn endaði með jafntefli og mótsstjórn dró spil til að ákveða hvaða lið færi áfram. Leikmenn sýndu flott hugarfar og unnu leikinn um þriðja sætið. Það voru því miklar framfarir hjá flokknum yfir sumarið og spennandi að fylgjast með hópnum og þeim verkefnum sem hann fæst við.

Gunnar Einarsson

5. FLOKKUR KK

Í 5. flokki drengja eru 23 iðkendur og góð mæting á æfingar. Mikil áhersla er lögð á tækniþjálfun en einnig er spilað. Undirbúningur á veturna er oft án margra keppnisleikja og því var brugðið á það ráð spilaðir voru æfingaleikir við Sindra frá Höfn og KFA úr Fjarðabyggð. Það brýtur upp veturinn og gefur iðkendum fleiri leiki. Um miðjan apríl fór flokkurinn með tvö lið á Stefnumót KA á Akureyri. Yfir sumarið voru tvö verkefni, það var Íslandsmótið og N1 mótið á Akureyri þar sem Höttur tefldi fram tveimur liðum. Íslandsmótið var með öðru sniði en vanalega en spilað var í túrneringum út um gervalt austan- og norðaustanvert landið. Hvort lið spilaði fjórar túrneringar, þrjár þeirra fóru fram samtímis en hvort lið spilaði eina túrneringu þar sem eingöngu var spilað í þeirra styrkleika. Fyrsta túrneringin fór fram á Fellavelli í blíðskaparveðri í maí, aðrar túrneringar fóru fram á Húsavík, Höfn í Hornafirði, Norðfirði og á Djúpavogi. Báðum liðum gekk vel í allt sumar og enduðu bæði í öðru sæti í sínum riðli þar sem Hattarmenn skoruðu 79 mörk í leikjum sumarsins.

N1 mótið var í byrjun júlí og sýndu liðin flotta spilamennsku og uppskáru mörg góð úrslit. Sumarið var skemmtilegt og í haust gengu leikmenn fæddir 2012 uppí 4. flokk og leikmenn fæddir 2014 gerðust nýliðar í 5. flokki. Eldskírn nýs flokks var um miðjan nóvember síðastliðin þegar farið var á Goðamótið á Akureyri.

Kristófer Einarsson, Martím Cardoso, Eyþór Atli Árnason og

Kristófer Bjarki Hafþórsson

Óskum viðskiptavinum og Austfirðingum öllum Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Gleðileg

Bílaverkstæði Austurlands

4. FLOKKUR KVK

4. flokkur stúlkna er sérstakur og stór hópur af flottum stelpum. Árið 2023/2024 voru alls 20 stelpur frá Hetti. Eins og fyrri ár, kepptum við í samstarfi með Fjarðabyggð undir nafni Austurlands. Austurland keppti með 2 lið á Íslandsmótinu, A lið var í B riðli og B lið var í C riðli. Bæði lið voru með góðan árangur á íslandsmótinu, A lið lenti í öðru sæti í sínum riðli og B lið endaði í fyrsta sæti C riðils. Frábært sumar að baki og ég er mjög stoltur af þeim. Stelpur æfðu 4 sinnum í viku, ein af þeim æfingum var samæfing á Reyðarfirði.

4. fl . keppti líka á tveimur mótum utan Íslandsmóts, Stefnumót á Akureyri og svo Rey Cup. Bæði lið stóðust okkar væntingar og náðu góðum árangri á mótunum.

Þetta er hópur af einstaklega góðum karakterum og hæfileikaríkum stelpum, sem mæta reglulega á æfingar í allskonar veðri og eru alltaf til að hjálpa hvor annarri. Vinátta þeirra hefur áhrif á góðan liðsanda og spil sem sést bæði á æfingum og leikjum. Við reynum alltaf að spila vel og vinna leiki, enn samt við megum aldrei gleyma að hafa gaman. Það er það sem eftir er, þegar þær verða eldri. Úrslitin gleymast enn ekki góðar minningar, þær lifa áfram. Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni þegar þær fara í næsta flokk og svo meistaraflokk. Mín markmið er ekki bara að kenna þeim fótbolta heldur að byggja góðar manneskjur sama hvað þær gera í lífinu.

Ljuba Radovanovic

3. FLOKKUR KVK

3.flokkur stúlkna er flokkur sem býr yfir miklum hæfileikum og góðum anda. Eins og undanfarin ár léku þær í Íslandsmóti undir merki Austurlands og var gengi þeirra ágætt þar. Iðkendur æfðu að stærstum hluta með 2.fl. liði FHL og fengu þær einnig dýrmæta leik reynslu. Liðið fór einnig og tók þátt í Costa blanca Cup á spáni sem var heilmikil upplifun og reynsla. Þegar heim var komið hélt stuðið áfram Rey-cup þar sem þær enduðu í 2. sæti í sínum riðli!

Ljuba Radovanovic

4. FLOKKUR KK

4. flokkur drengja er í samstarfi við yngri flokka Fjarðabyggðar og keppa félögin saman undir merkjum Austurlands. Leikmenn Hattar æfa þrisvar í viku á Fellavelli og einu sinni í viku er farið til Reyðarfjarðar á sameiginlega æfingu liðanna.

Í 4. flokki eru leikmenn að stíga sín fyrstu skref að keppa á velli í fullri stærð, 11 gegn 11. Þjálfarar setja meiri kröfur á leikmenn og farið er yfir flóknari tækni- og leikfræðiatriði samhliða líkamsþjálfun. Austurland tefldi fram tveimur liðum í Íslandsmótinu og einnig var liðið skráð í bikarkeppni KSÍ. Í fyrstu umferð í bikarkeppninni heimsótti liðið Völsung og kom heim með farseðil í næstu umferð. Næsti leikur var í byrjun júní og reyndust KA menn of stór biti. Á Íslandsmótinu biðu okkar krefjandi leikir í A keppninni sem duttu oftar en ekki með sigri andstæðinga þrátt fyrir góða spilamennsku. B liðinu gekk betur og eftir marga flotta leiki endaði liðið í þriðja sæti í sínum riðli. Á Rey Cup var farið með þrjú lið og vonast eftir skemmtilegri helgi. Spilamennska allra liða var alla jafna góð og baráttuandinn skein af leikmönnum Austurlands um allan Laugardalinn. C liðið datt út í útsláttarkeppni eftir flotta spilamennsku, B liðið tapaði undanúrslitaleik en sigraði Breiðablik í bronsleiknum sem var skrautlegur og A liðið sigraði B úrslit eftir erfiða leiki í riðlinum. Uppskera sumarsins voru margar gleðistundir og allskonar reynsla inni á knattspyrnuvellinum sem mun reynast leikmönnum dýrmæt.

Gunnar Einarsson

Óskum íþróttafélaginu Hetti gleðilegra jóla og farsældar á nýju íþróttaári.

Fljótsdalsstöð

3. FLOKKUR KK

Knattspyrna Hattar á bjarta framtíð þegar maður sér þessa stráka spila og æfa. Við eigum stráka sem mæta óháð veðri og moka snjó af vellinum fyrir æfingar til að geta spilað fótbolta. Þegar maður sér þessa stráka fær maður mikla hvatningu sem þjálfari.

Liðið hefur þegar fengið nokkra leikmenn kallaða inn í landslið, en að okkar mati ættu allir að vera þar. Þeir keppa af krafti og vilja vinna, en það er alltaf mikilvægt að vera trúr okkar gildum og keppa í samræmi við þær hugmyndir og þau gildi sem við viljum innræta.

Leikmennirnir eru að þróa betri skilning á leiknum, tíma og rúmi. Æfingarnar eru krefjandi; við kynnum nýjar æfingar og skorum á leikmennina í mismunandi aðstæðum þannig að þeir þurfi alltaf að hugsa og framkvæma. Við spilum alltaf út frá vörninni, og þeir skilja stöðurnar á vellinum. Við minnum strákana stöðugt á að njóta fótboltans, með öllum þeim áskorunum sem hann færir, viðhalda aga, vakna fyrr og leggja aukalega vinnu á sig. Þetta ætti ekki aðeins að eiga við í fótbolta heldur í öllum þáttum lífsins.

André Solórzano

FORMAÐURINN GENGUR SÁTTUR AF VELLI

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.