„HVER TÍMI Í LIFI MANNS ER DÝRMÆTUR“ PETAR MUDRESA
F
yrir tímabilið 2017 skrifaði rúmlega þrítugur hafsent undir samning hjá Hetti, Petar Mudresa. Núna, tæplega fjórum árum síðar er Petar enn búsettur á Egilsstöðum ásamt eiginkonu sinni Mirka Mudresa og Ognjen syni þeirra. Petar sem er serbneskur lagði skóna á hilluna eftir að hafa fengið hjartaáfall í október en við ræddum við hann um það, ferillinn og árin á Íslandi.
Í október fékkstu hjartaáfall – getur þú sagt okkur aðeins frá því og hvernig þér líður núna.
12. október síðastliðinn vaknaði og fór á fætur, fimm mínútum síðar leið yfir mig. Ég stóð upp með hjálp konunar minnar. Fimm mínútum seinna leið svo aftur yfir mig. Við hringdum eftir sjúkrabíl án þess að vita að þetta væri hjartaáfall. Á sjúkrahúsinu var strax óskað eftir sjúkraflugvél til að flytja mig til Reykjavíkur. Um borð í flugvélinni fékk ég þriðja áfallið, þar sáu læknar um borð að þetta væri hjartaáfall. Ég vissi ekki nákvæmlega hvað var að gerast fyrr en ég fékk útskýringar hjá læknum í Reykjavík, þá fékk það aðeins á mig. En þetta var mun verra fyrir konuna mína og son minn sem sáu fyrstu tvö skiptin. Læknarnir gerðu allskonar próf og rannsóknir á þessu, en að endingu var niðurstaðan að setja í mig gangráð. Allt heilbrigðisstarfsfólk sem annaðist mig voru alveg frábær og mig langar að senda þeim kveðju og þakka þeim fyrir allt. Nú er liðinn mánuður frá aðgerðinni og mér líður bara vel. Ég mun snúa til minna starfa hérna áður en langt um líður. Segðu okkur aðeins frá heimalandinu. Serbía er mjög fallegt land, náttúran er mjög falleg, maturinn frábær og fólkið
[
20
]
yndislegt. Allir sem koma einu sinni til Serbíu vilja koma aftur. Serbía hefur allt frá fjöllum, fljótum, minni ám, frjóan jarðveg og marga sólardaga. Ég mæli með því við alla sem ekki hafa komið til Serbíu að heimsækja landið einu sinni á lífsleiðinni. Hvernig var æska þín? Æskan var líkt og hjá flestum börnum, falleg og ógleymanleg. Ég ólst upp í smábæ, svo foreldrar mínir þurftu ekki að vera áhyggjufull meðan ég lék mér úti með krökkunum. Þegar ég var að alast upp var borgarastríð í gangi sem leiddi til þess að fyrrum Júgóslavía liðaðist í sundur en þá var ég bara barn og fann það ekki á mínu umhverfi í þorpinu hvað var í gangi. Þetta var erfitt fyrir þjóðina en í okkar bæ var öryggi og börnin léku sér úti sem áður. Alltaf eftir skóla vorum við úti að leika þar til við vorum dagþrota, alla daga. Frá þessum tíma á ég bara fallegar og ógleymanlegar minningar. Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? Ég byrjaði að æfa fótbolta sjö ára gamall, ég æfði í dálítinn tíma en skipti svo yfir í körfubolta í tvö ár. Þá fór ég aftur í fótboltan og hef verið í honum alla daga síðan. Segðu okkur frá leikmannaferli
þínum þangað til að þú flytur til Íslands. Ég byrjaði að spila með liðinu í mínum heimabæ allt þar til ég fór í framhaldskóla. Þá fékk ég boð um að spila með liði stutt frá bænum mínum sem spilaði í 2. deild í Serbíu. Mig langaði í nýja áskorun þannig að ég sló til. Eftir það var ég fljótt kominn í lið í 1. deild og eftir það tók ferill minn stærri skref. Ég skipti milli margra liða í 1. deild og svo milli landa. Það má alveg segja að ég sé búinn að eiga flottan feril. Hvað er besta liðið sem þú hefur spilað með? Það er erfitt að segja. Í Serbíu spilaði ég fyrir Hajduk Kula, Mladost Apatin, Metalac GM í 1. deild. Í Bosníu spilaði ég fyrir stórlið Celik, sem eru fyrrum meistarar. Í Ungverjalandi spilaði ég fyrir Kaposvar í 1. deild og í Barein hef ég spilað fyrir Al Manama, sem eru líka fyrrum meistarar. Hvað þarf maður að gera til að verða atvinnumaður í fótbolta? Til að byrja með þarf maður að hafa hæfileika. Eftir það er það bara æfing og aftur æfing. Maður þarf að lifa fyrir fótbolta. Svo er líka gott að vera heppinn stundum.