MEISTARAFLOKKUR KARLA Brynjar Árnason skrifar
T
ímabilið 2020 hjá meistaraflokki karla var í stuttu máli mikil vonbrigði. Árangur liðsins var slakur og vorum við í raun heppnir að sleppa við fall þegar mótið var flautað af í haust.
Undirbúningstímabilið Undirbúningur hófst í október 2019 og voru menn staðráðnir í því að gera betur en sumarið 2019 þegar liðið endaði í sjötta sæti. Liðið æfði vel og æfingahópurinn fjölmennur allan veturinn. Þeir leikmenn sem búsettir voru fyrir sunnan æfðu með liðum þar og í janúar hófst svo Kjarnafæðismótið. Þar spilaði liðið 5 leiki og niðurstaðan 4 sigrar gegn Samherjum, KA 3, Þór 2, Kormáki/Hvöt og svo jafntefli gegn 2. deildarliði KF og liðið því Kjarnafæðismótsmeistari B-deildar. Næst var komið að Lengjubikarnum og spilaði liðið 2 leiki í honum sem báðum lauk með jafntefli. Lengjubikarnum var svo slaufað vegna Kórónaveirufaraldursins sem átti síðan eftir að hafa mikil áhrif á sumarið allt.
Sindra og Fjarðabyggð og liðið komið í þriðju umferð bikarkeppninnar. Fyrsti leikur Íslandsmótsins var svo á útivelli gegn Tindastól og lauk honum með 2-2 jafntefli. Liðið því taplaust í 10 leikjum í röð og útlitið nokkuð bjart. Þá var komið að leiknum sem allir höfðu beðið eftir. Pepsi deildarlið Gróttu á útivelli og leikurinn í beinni útsendingu á Stöð2 sport. Ekki var að sjá að mikill sviðsskrekkur væri í mönnum. Liðið stóð vel í úrvalsdeildarliðinu og staðan í hálfleik 1-0. Í seinni hálfleik sýndu heimamenn sín gæði og unnu að lokum 3-0 sigur. Þessi leikur var þó frábær reynsla fyrir hópinn og var virkilega gaman að sjá að stemning myndaðist hér heima þar sem stuðningsmenn söfnuðust saman á öldurhúsum bæjarins og horfðu á leikinn saman.
„Varnarleikur liðsins var heilt yfir góður og fékk liðið á sig 35 mörk en aðeins tvö lið í deildinni fengu á sig færri mörk.“
Þar sem liðið mátti ekki lengur æfa saman vegna samkomutakmarkana var hlaupabrautin okkar aðal æfingasvæði næstu vikurnar. Menn voru því komnir í fínasta hlaupastand þegar alvaran fór loks af stað í júní. Sumarið byrjaði á tveimur frábærum sigrum í bikarkeppninni gegn
Tímabil sem reyndi á
Liðið kom laskað út úr bikarævintýrinu – Cike meiddist og náði einungis að spila 9 leiki þetta sumarið. Sigurður Orri sem hafði komið frábærlega inn í liðið meiddist líka og náði ekki að spila fleiri leiki. Til liðsins höfðu hinsvegar bæst við nokkrir leikmenn; kantmennirnir Ramiro og Ferran frá Spáni og framherjinn Eiríkur Þór frá Hvíta Riddaranum. Deildin fór illa af stað og náði liðið aðeins í 1 stig í fyrstu fimm leikjunum. Aftur lét Covid að sér kveða í lok júlí og var stutt hlé gert á deildinni. Breytingar urðu á leikmannahópnum, Ramiro fór heim af persónulegum ástæðum og þeir Gísli og Steinar fóru erlendis í nám. Til liðsins komu þeir Jesus og Samuel frá Spáni og Norðmaðurinn geðugi, Knut Erik kom aftur til liðsins.
[
13
]