Skagfirskar skemmtisögur 4

Page 1

Skagfirskar skemmtisögur 4

Skagfirskar skemmtisögur Miklu meira fjör! 4

-

Miklu meira fjör!

-

Björn Jóhann Björnsson

Björn Jóhann Björnsson tók saman



Skagfirskar skemmtisögur 4 Miklu meira fjör!

Björn Jóhann Björnsson tók saman


Skagfirskar skemmtisögur 4 Miklu meira fjör! ©2014 – Björn Jóhann Björnsson. Bókaútgáfan Hólar, Reykjavík. Netfang: holar@holabok.is Veffang: www.holabok.is Teikning á forsíðu: Ljósmynd á baksíðu: Ljósmynd af skrásetjara á baksíðu: Umbrot og hönnun: Prófarkalestur: Prentun og bókband:

Andrés Andrésson. (Tilbrigði við sögu á bls. 61) Björn Jóhann Björnsson. Júlíus Sigurjónsson. G10 ehf. umbrot og hönnun | gunnar@g10.is Gunnar Finnsson. Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 7, 110 Rvk.

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, án skriflegs leyfis skrásetjara og útgefanda. ISBN: 978-9935-435-58-3


Formáli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Krókurinn hér og Krókurinn þar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Maron á ferðinni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Skemmtilegir á Skaganum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Skagfirskir á þingi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 Sýnishorn úr samlaginu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Meira fjör í Fljótum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Fyndnir í fríríkinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39 Skagfirskar valkyrjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49 Léttir á Langholtinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59 Nokkrar gamlar og góðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Sjá roðann í austri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 67 Lýtingasögur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 Blessuð sértu sveitin mín . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80 Húmoristinn Hilmir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86 Ritaðar heimildir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 98

5



Áfram koma gamansögurnar úr Skagafirðinum. Bindin orðin fjögur en hér verður engu lofað um að þau verði fleiri. Það mun tíminn einn leiða í ljós. Safnið er orðið dágott, með hátt í eitt þúsund sögum af Skagfirðingum og nærsveitamönnum. Eftir eitt atvik hugsaði ég með mér að kannski væri hringurinn á góðri leið með að lokast. Kannaði ég þá löngu burtfluttan Skagfirðing, sem býr erlendis, hvort hann ætti einhverjar sögur í handraðanum. Hann sagðist nú lítið orðið muna, en hann ætti þó eina bók og í henni væri margt skemmtilegt. „Gæti miðlað af henni til þín,“ skrifaði hann í tölvupósti. Þegar betur var að gáð reyndist það vera 1. bindi af Skagfirskum skemmtisögum! En nóg er til af sögunum, það vantar ekki. Í þessu fjórða hefti bregður fyrir nýjum og kunnuglegum persónum, lifandi sem látnum. Skrásetjari reyndi að bæta ráð sitt með að fá fleiri sögur af konum, sagðar af konum. Úr varð kafli með um 30 völdum sögum og vísum, sem kannski er vísir að einhverju meiru. Af því tilefni lauma ég að einni sögu af ömmu minni, Lóu á Seylu. Sagan ber glöggt vitni um gestrisni hennar og glettni en þessir eiginleikar einkenna flesta þá sem ég hef hitt í tengslum við sagnasöfnunina síðustu ár. Alls staðar hafa móttökurnar verið góðar, mikið hlegið og veitingar jafnvel dregnar fram - í fljótandi sem föstu formi, heimalagað sem aðkeypt. Amma Lóa, Lovísa Björnsdóttir frá Seylu, var matselja til fjölda ára og lét engan fara frá sér með tóman maga. Einhverju sinni bönkuðu uppá hjá henni tvenn hjón, langt að komin, en þá vildi svo óvanalega til að hún átti ekkert nýbakað með kaffinu. Það fannst ömmu ómögulegt en þó reiddi hún fram frosna köku, sem gestirnir að sunnan gerðu góð skil í eldhúsinu á Hólaveginum. Að því loknu var sest inn í stofu og þá spurði amma hvort ekki mætti bjóða hjónunum sérríglas. Þau héldu það nú, og skömmu síðar kom amma með þrjú lítil vatnsglös, barmafull af sérríi. „Hvert ykkar er bílstjórinn?“ spurði hún og annar mannanna rétti upp hönd, eilítið hikandi: „Það mun vera ég.“ Sagði amma þá við manninn: „Má ekki bjóða þér blómkálssúpu?“

7


Ég þakka af heilum hug öllu því góða og fórnfúsa fólki sem hefur lagt mér lið í sagnasöfnuninni til þessa. Er sá hópur kominn á annað hundraðið eftir bindin fjögur. Þetta hefur verið afar skemmtileg iðja og gaman að fá tækifæri til að kynnast enn betur okkar besta sagnafólki. Engin nöfn mun ég nefna þar sem flestum hef ég lofað nafnleynd en í sumum tilvikum er auðvelt að átta sig á hvaðan sögurnar koma! Fjölskyldu og vinum er þakkað innilega fyrir móralskan stuðning og ábendingar og Guðjóni Inga Eiríkssyni hjá Bókaútgáfunni Hólum og Gunnari Kr. Sigurjónssyni hjá G10 ehf. eru færðar bestu þakkir fyrir samstarfið og frumkvæðið að útgáfunni. Með því að færa sögurnar í letur lifa þær ekki aðeins í munnlegri geymd milli kynslóða heldur má fletta þeim upp og stytta sér stundir í skammdeginu. Á tímum eldsumbrota og efnahagsóróa veitir okkur ekki af að geta hlegið meira. Góðar stundir. Skrifað í Skagafirði og Reykjavík í september 2014, Björn Jóhann Björnsson bjbpostur@gmail.com


Rafvirkjarnir Ásbjörn Skarphéðinsson, betur kunnur sem Böddi á Gili, og Valgarð Björnsson, eða Valli Björns, unnu oft saman. Eitt sinn höfðu þeir verið að vinna fyrir Sauðárkrókshöfn og að því loknu tók Böddi til við að útbúa vinnuskýrsluna. „Hvað eru mörg b í Sauðárkrókshöfn?“ spurði Böddi. „Hvað ertu kominn með mörg?“ svaraði Valli. „Þrjú.“ „Láttu það duga.“ * Þegar Hilmar Sverrisson tónlistarmaður vann á vélaverkstæði KS um árið kom hann til Valgarðs Jónssonar og var að leita að logsuðugleraugum. Valli getur stundum verið utan við sig og líkt og hjá fleirum koma orðin kannski ekki alltaf rétt frá honum. Svaraði hann Himma: „Síðast þegar ég sá þau voru þau horfin!“ * Eitt sinn þegar Drangey SK-1 var að leggja úr höfn á Króknum kom upp bilun í olíuverki aðalvélarinnar. Það var rifið úr í hvelli og farið með það inn á vélaverkstæði. Valli Jóns rauk í verkið og vann hratt. Var niðursokkinn í sína vinnu og hélt stilliskrúfu einni á milli varanna. Þá kom verkstjórinn aftan að honum, klappaði á öxl hans og sagði: „Hvernig gengur, Valli minn?“ Valla varð hins vegar svo mikið um að stilliskrúfan hrökk ofan í hann og varð Drangeyjan ásamt mannskap að bíða í einhverja daga eftir því að skrúfan skilaði sér niður! *

9


Óskar Pétursson frá Álftagerði var gestur á tónleikum Þuríðar Sigurðardóttur og fór að vanda á kostum. Þau spjölluðu og grínuðust heilmikið á milli laga og meðal annars kom Jesú Kristur til tals. Þá sagði Óskar: „Ég skil nú ekkert í mönnum að kalla það kraftaverk þegar hann breytti vatni í vín, hérna á sínum tíma. Heima í Skagafirði kallast þetta nú bara að brugga landa!“ * Óskar leysti eitt sinn mann af hjá útfararþjónustu Akureyrarkirkju sem hét Matthías. Einn daginn var hann að fara að aka burtu frá kirkjugarðinum á líkbílnum að lokinni greftrun, þegar eldri maður vatt sér að honum og spurði: „Hvar er Matthías?“ „Hann er í fríi,“ svaraði Óskar um hæl. „Ha?“ hváði karlinn. „Já, ég er að leysa hann af,“ bætti Óskar við og karlinn var orðinn eitt spurningarmerki í framan, þegar hann sagði síðan við Óskar: „Ég er nú bara að leita að leiði Matthíasar Jochumssonar!“ * Óskar Pétursson frá Álftagerði söng um árið við jarðarför á Svalbarðseyri þar sem gömul kona féll frá, yfir 100 ára gömul og manna elst í sveitinni. Í erfidrykkjunni á eftir hitti Óskar heimamann og spurði hver væri nú orðinn elstur á svæðinu. Maðurinn svaraði: „Ja, það er nú enginn elstur eftir að hún Helga dó.“ *

10



Skagfirskar skemmtisögur 4

Skagfirskar skemmtisögur Miklu meira fjör! 4

-

Miklu meira fjör!

-

Björn Jóhann Björnsson

Björn Jóhann Björnsson tók saman


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.