2022 VETRARDEKKJAKÖNNUNIN
Sjónum beint að jepplingadekkjum sem gefa besta vetrargripið Eins og undanfarin ár birtir FÍB vetrardekkjakönnun sem unnin er af NAF systurfélagi FÍB í Noregi. Könnunin er unnin af sérfræðingum með mismunandi sérþekkingu varðandi dekk og bíltækni. Rannsakaðir voru margvíslegir eiginleikar dekkjanna í mismunandi vetraraðstæðum á norðlægum slóðum. Prófuð voru 16 mismunandi dekk frá 11 framleiðendum. Átta nagladekk og átta ónegld vetrardekk. Bestu dekkin voru framúrskarandi en sum fengu falleinkunn.
Nagladekk - Fjórar tegundir dekkja fyrir jepplinga skera sig úr
Ein tegundin hreinlega felld út. En hvaða dekk er það sem hentar þér, hlýtur engu að síður að ráðast fyrst og fremst af þínum þörfum og aðstæðum.
Ella Fitzgerald söng árið 1939 smellinn „It ain‘t what you do, it‘s the way you do it“. Ella var líklega ekki með hugann við vetrardekk í þessu erindi en það á vel við nýju nagladekkjakönnunina. Það er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þú gerir það sem skiptir máli.
Í fyrst skiptið eru jepplinga- eða SUV-dekk könnuð í vetrarakstri. Við úttektina var notast við Volvo XC40. Dekkjastærðin var 235/55 R18 sem gengur undir marga bíla á markaðnum. Nýir rafbílar eru margir með stærri og breiðari dekk. Þessi dekkjastærð fellur t.d. undir rafbílana Mercedes Benz EQA og EQB, BMW i4 og Maxus Euniq6. Dekkin passa einni undir Audi Q3, Nissan Qashqai, Peugeot 3008, Toyota RAV4, VW Tiguan og marga fleiri.
Þekkt vörumerki
Í könnuninni eru þekktir framleiðendur eins og Nokian, Continental, Goodyear, Michelin og Pirelli. Bridgestone var ekki með í nagladekkjakönnuninni að þessu sinni en inn kom Falken frá Japan sem nýlega setti á markað nýtt nagladekk. Maxxis frá Tævan varð óvænt efst í síðustu sumardekkjakönnun og og skipaði sér með því á bekk meðal þeirra bestu á Evrópumarkaði. Sumardekk er eitt en hvernig stendur Maxxis nagladekkið sig?
Áður en rannsóknarteymið hafði byrjað að prófa dekkin í akstri mátti greina augljósan mun eftir framleiðendum. Dýrari dekkin, gæðaframleiðendur, voru sýnilega með vandaðri framleiðslu en ódýrari áskorendurnir. Það var jafnvægi í
dreifingu og lengd nagla á vandaðri dekkjunum en það sama átti ekki við um sum hinna dekkjanna. Í Falken dekkinu sátu margir naglar skakkir í bananum en það var verst hjá Maxxis þar sem vantaði 3 nagla í dekk við afhendingu frá verksmiðju.
Áður en formleg rannsókn á eiginleikum hófst voru öll nagladekkin tilkeyrð alls 500 kílómetra á vegi. Eftir tilkeyrsluna höfðu Maxxis naglarnir færst mest úr lagi og skögun þeirra aukist um 0,2 mm og hélt áfram að aukast eftir því sem prófuninni vatt fram. Falken dekkið missti nokkra nagla eftir tilkeyrsluna en það átti bara eftir að versna. Þegar öllum prófunarþáttum var lokið voru aðeins 49 naglar eftir í einu Falken framdekkinu og 64 naglar í hinu. Svona brottfall nagla hefur ekki sést í dekkjakönnun árum saman.
Hvað ef bíllinn þinn er ekki jepplingur?
Prófunarniðurstöðurnar gilda einvörðungu um þennan flokk fjórhjóladrifinna jepplinga. En jafnframt má draga ályktanir um að eiginleikar einstakra tegunda nái líka til annarra dekkjastærða af sömu tegund og gerð.
21
Myndir: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM
Svona eiga dekk að vera
Akstursprófanirnar hófust á lokuðum tilraunabrautum fyrir utan Älvsbyn í Norðurbotni nyrst í Svíþjóð. Ekið var á hlykkjóttum akstursbrautum bæði í snjó og á hálum ís. Markmiðið var að þrautreyna beygjugripið og finna aksturseiginleika dekkjanna í vetrarfæri og hvar skrikmörk þeirra eru og hvernig þau hegða þér eftir að þeim er náð.
Öruggt og gott vetrardekk á að missa veggripið stig af stigi en ekki skyndilega. Það á að gera ökumanni viðvart þegar það byrjar að missa gripið og vera stjórnhæft og viðráðanlegt í akstrinum þótt gripið hafi minnkað
Hröðunargrip og hemlunarvegalengdir á snjó og is var hvortveggja prófað í háþróaðri innanhúsbraut í Piteå sem er einnig í Norðurbotni. Þar eru aðstæður stöðugarog ekki háðar duttlungum veðráttunnar (minnir á Ísland). Þetta stóð yfir í þrjá daga með endurteknum prófunum við fullkomnar aðstæður.
Síðustu prófanirnar voru í maí í ár á malbikuðum brautum fyrir utan Tampere í Finnlandi. Auk þess að mæla þar hemlunarvegalengdir á votu og þurru malbiki og meta aksturseiginleika voru einnig kannaðir eiginleikar eins og veggnýr dekkjanna, mótstaða í akstri (orkueyðsla) og flotun í mikilli bleytu (vatnsplönun).
Fylgjum ráði Ellu
Samandregnar lokaniðurstöður allra 14 prófunarþáttanna á ferns-konar vegyfirborði urðu mjög áþekkar hjá fjórum dekkjanna.
Efst og með nákvæmlega sömu samnlögðu stigatölu urðu Michelin X-ICE NORTH 4 SUV og Nokian HAKKAPELITTA 10 SUV. Goodyear ULTRA – GRIP ICE ARTIC 2 og Pirelli SCORPION ICE ZERO 2 komu í humátt á eftir.
Falken dekkið var fellt út úr könnuninni vegna naglatapsins en hefði annars endað í fimmta sæti. Tævanski framleiðandinn Maxxis kom á óvart í sumardekkjaprófununum en Maxxis vetrardekkin komu illa út í rannsókninni í ár.
En þótt dekk séu með áþekkar stigatölur getur verið mikill munur á sérkennum hvers og eins og upplifunin misjöfn.
Hvað það er sem þú ættir að fá þér? Það ræðst fyrst og fremst af því hvað þig vantar miðað við þínar aðstæður og þarfir. Lestu því könnunina vel og öll smáatriðin í textunum og töflunum í könnuninni áður en þú ákveður þig.
Það er nákvæmlega það sem Ella Fitzgerald ráðlagði: „It ain´t what you do, it´s the way you do it,” og síðan í viðlaginu; - „And that´s what gets results.” Með því náum við ásættanlegri niðurstöðu og aukum öryggi í umferðinni.
Í
SVONA REIKNAST STIGIN
öllum prófunarþáttum eru gefin 1 til 5 stig.
5=Ágætt - 4=Gott - 3=Sæmilegt 2=Slakt 1=Lélegt.
Einkunnagjöfin er gefin út frá fráviki einstakra dekkja frá meðalgildi allra dekkjanna í sérhverjum prófunarþáttanna og hæstu einkunn í hverjum þeirra. Í mati á aksturseiginleikum og veggný dekkjanna er bæði stuðst við mælingar en einnig við persónulegt mat tilraunaökumannanna.
Sumir prófunarþættir teljast mikilvægari en aðrir út frá öryggissjónarmiðum. Því vega einkunnirnar tvöfalt eða þrefalt þyngra í þeim, t.d. fyrir akstur í snjó og á ís. Þar er hæsta mögulega einkunn 15 stig.
Með þessu móti fæst raunsannari samanburður milli dekkjanna á því hve misörugg þau geta verið í vetraraðstæðum og miklu misjafnari en í akstri á auðum vegum.
Við mælum sérstaklega með því að fólk einblíni ekki bara á heildareinkunnina heldur gaumgæfi hvernig þau koma út í þeim aðstæðum sem algengastar eru í helsta akstursumhverfi hvers og eins að vetrarlagi. Sá sem að mestu ekur um heiðar og fjöll á norðanverðu landinu þarfnast vetrarhjólbarða með talsvert aðra eiginleika en sá sem nánast eingöngu er á ferðinni um höfuðborgarsvæðið, svo dæmi sé tekið.
22
Mynd: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM
Aksturseiginleikar
Aksturseiginleikar og veggrip í akstri er metið með tímatökum á þar til gerðum brautum sem eru ýmist ísilagðar, snæviþaktar, eða auðar og þá bæði þurrar og votar. Í prófununum eru bílunum ekið til skiptis og markmiðið að ná sem stystum brautartíma þannig að ökulagið er hranalegt og samsett úr hröðun, hemlun og hröðum akstri í beygjum. Út frá meðaltali brautartíma allra ökumanna eru lokaeinkunnir reiknaðar.
Hröðun
Grip dekkjanna á ís og í snjó er mælt með því að ná upp mestri mögulegri hröðun bílsins. Tími hröðunarinnar á tilteknu hraðabili er síðan mældur. Á ís er hraðabilið 5-20 km/klst. Í snjó er það 5-35 km/klst. Þetta er margendurtekið yfir nokkurra daga tímabil, bæði utan- og innanhúss.
Hemlun
Hemlunarvegalengdir eru mældar í snjó, votu og þurru malbiki. Hvert hemlunarpróf er margendurtekið, 15-20 sinnum, við mismunandi hitastig yfir nokkurra daga tímabil. Á ís er hemlað frá 20 km niður í 5 km. Í snjó er hemlað frá 35 km hraða niður í 5 km. Á voru og þurru malmbiki er hemlað af 80 km hraða niður í 5 km. Hemlunarprófanir á snjó og ís fara fram bæði utan- og innanhús við mismunandi hita- og rakastig sem þar má stjórna og þannig lágmarka áhrif veðurs á niðustöðu.
Veggnýr
Ökumenn mæla og meta veggný hjólbarðanna eftir akstur á grófu vegyfirborði. Þeir meta veggnýinn, bæði sem ökumenn og farþegar í aftursæti. Niðurstaðan er meðaltal mælinga og einkunna bílstjóranna. Þetta er blindpróf.
Rásfestan
Rásfestan er metin með akstri í snjó eða á ísilögðu vegyfirborði með skröpuðum rásum. Þrír ökumenn meta hver í sínu lagi rásfestuna í þessum aðstæðum og einkunnin meðaltal af mati þeirra. Þetta er blindpróf. Ökumenn sem annast prófunina vita ekki hvaða dekkjategund er undir hverju sinni.
Aksturstilfinning
Ökumenn gefa hverri dekkjategund persónulega einkunn fyrir það hversu stöðugt og öruggt þeim finnst það í akstri. Það skiptir máli hvernig þeim fannst dekkið hegða sér í mismunandi akstursaðstæðum. Þetta er blindpróf sem þýðir að prófunarökumennirnir vita aldrei hvaða tegund er undir bílnum á hverjum tíma.
23
1-2
MICHELIN X-ICE NORTH 4 SUV
Fjöldi nagla: 280
Hörkustig (Slitflötur): 56
Hraða- og burðarþol: 104T
Framleiðsludags: Vika 40 2021
Framleiðsluland: Pólland
Söluaðili: N1 / Costco
Verð per. dekk: 54.990 / --- kr.
XiN4 hefur ávallt skipað sér í flokk með bestu dekkjum og er raunin sú sama í flokki jepplingadekkja þar sem dekkið deilir fyrsta sæti með Nokian. Dekkið hefur fjölda smárra nagla sem veita gott grip í vetrarfærð og þá sérstaklega við hliðarskrið. Tilhneiging til undirstýringar getur orðið leiðigjörn, sérstaklega á bílum með lítið dobblað stýri og á þetta jafnt við í snjó- og malbiksakstri. Þegar kemur að akstri á blautu malbiki dregur úr gripi og fer það á flot full snemma. Michelin XiN4 er einstaklega gott dekk fyrir akstur í snjó og ís, um leið og það skilar þægilegum akstri. Dekkið er það lágværasta í flokki nagladekkja þrátt fyrir að hafa flesta nagla af þeim dekkjum sem voru prófuð. Einnig býður dekkið upp á mikinn stöðugleika í beinum akstri og sýnir gott viðbragð upp í stýri. Lægst viðnám í prófunum gerir þetta dekk sérstaklega áhugaverðan kost fyrir rafbílaeigendur.
Kostir: Grip í ís og snjó, viðbragð á þurru yfirborði, lágur veggnýr og viðnám.
Ókostir: Grip á blautu yfirborði, flot, hliðargrip í kröppum beygjum.
1-2
Fjöldi
Hörkustig (Slitflötur):
Hraða-
burðarþol:
Framleiðsludags:
Framleiðsluland:
Söluaðili:
Verð per. dekk:
48
Fjöldi nagla: 2220
Hörkustig (Slitflötur): 61
Hraða- og burðarþol: 104T
Framleiðsludags: Vika 43 2021
Framleiðsluland: Pólland
Söluaðili: Klettur Verð per. dekk: 59.990 kr.
Önnur kynslóð af Ice Arctic frá ameríska framleiðandanum Goodyear sýnir enn fram á sama góða vetrargripið sem tryggði dekkinu fyrsta sæti í fyrra. Dekkið heldur fyrsta sæti í ár þegar kemur að hemlun og upptaki í snjó og á ís. Hins vegar er dekkið ekki að ná bestu niðurstöðum þegar kemur að beygjum hvorki í snjó, ís eða blautu og þurru malbiki. Grip í hliðarskriði er ekki á pari við bestu dekkin og þá getur verið erfitt að fá tilfinningu fyrir dekkinu og staðsetja það á vegi en þó ekki svo mikið að það valdi ökumanni óþægindum. Viðnám er það mesta af öllum prufudekkjunum. Þetta er gott dekk fyrir þá sem leita að styðstu bremsuvegalengd í snjó án þess að gera alltof miklar kröfur til grips í beygjum.
Kostir: Stutt bremsuvegalengd og gott grip í snjó og ís akstri.
Ókostir: Ónákvæmni í svig akstri og hátt viðnám.
Í ár deilir Nokian fyrsta sætinu með Michelin. Venju samkvæmt skorar Nokian best við akstur á ís og snjó og fær það bestu einkun könnunarinnar þegar kemur að kröppum beygjum. Dekkið gefur góða tilfinningu og bregst hratt við í snjóakstri en hefur tilhneigingu til yfirstýringar þegar álagið fer að aukast. Í svigakstri á malbiki stendur dekkið sig með prýði, með góða svörun í stýri. Á hinn bóginn skilar dekkið takmarkaðri tilfinningu fyrir akstri og umtalsverðum veggný. Einnig er flothraði ekki sá besti. Hakkapeliitta 10 er góður kostur fyrir þá sem leita eftir góðu dekki til vetraraksturs ásamt stöðugleika í beygjum.
Kostir: Gott grip við vetraraðstæður, gott grip í beygjum við allar aðstæður.
Ókostir: Flot, hemlun á blautum vegi, veggnýr.
Fjöldi nagla: 196
Hörkustig (Slitflötur): 58
Hraða- og burðarþol: 104 H
Framleiðsludags: Vika 48 2021
Framleiðsluland: Rússland
Söluaðili: Nesdekk
Verð per. dekk: 53.992 kr.
Scorpion-línan frá Pirelli stendur fyrir jepplingadekk og að venju skorar Ice Zero 2 allra dekkja best á malbiki. Þetta dekk kemst allra næst því að bjóða upp á sömu aksturtilfinningu og hægt er að fá úr sumardekkjum. Um leið er dekkið með hæsta uppgefna hámarkshraða og einnig með mesta veggný allra dekkja í könnuninni. Pirelli gefur mikla aksturánægju með náttúrulegu og kviku viðbragði í stýri. Frábært grip er í beygjum undir álagi og stutt bremsuvegalengd er jafnt á blautu sem þurru malbiki. Í snjó og ís akstri dregst dekkið aðeins aftur úr þeim bestu en jafnvel í þessum aðstæðum aðgreinir það sig frá öðrum hvað varðar akstursánægju, auðvelt er að stýra því og er viðbragð gott. IZ2 er því frábært dekk fyrir þá sem vilja hafa ánægju af akstrinum og eru tilbúnir að draga úr kröfum varðandi grip í snjó og ís.
Kostir: Grip á malbiki, stöðugleiki og góð tilfinning við allar aðstæður.
Ókostir: Miðlungs grip í snjó, tilhneiging til að fljóta.
24 Nagladekk
NOKIAN
HAKKAPELIITTA 10 SUV
GOODYEAR ULTRAGRIP ICE ARCTIC 23 PIRELLI SCORPION ICE ZERO 24
nagla: 214
54
og
104T
Vika
2021
Rússland
MAX1
61.990 kr.
82 STIG 80 STIG 79 STIG
82 STIG
Fjöldi nagla: 200
Hörkustig (Slitflötur): 60
Hraða- og burðarþol: 104 H
Framleiðsludags: Vika 4 2021
Framleiðsluland: Rússland
Söluaðili: BJB
Verð per. dekk: 54.905 kr.
Continental hittir ekki alveg í mark með Icecontact 3 vetrardekkinu þar sem grip er í meðallagi í samanburði við bestu dekkin en er þó á svipuðum stað í verði. Verst kemur dekkið út við akstur á ís sem er einn af mikilvægustu eiginleikum nagladekkja. Hins vegar er ökumaður vel meðvitaður um hvenær grip dekkjanna er komið að þolmörkum, sem gerir dekkið fyrirsjáanlegt og öruggt í akstri sérstaklega í beygjum með smávægilegri undirstýringu.
Jákvæðu eiginleikarnir liggja sérstaklega í hæfni til að takast á við vatnsakstur og hefur dekkið hátt flotþol. Þá er eru dekkin hljóðlát miðað við nagladekk.
Naglarnir eru steyptir í dekkið og héldust þeir vel á sínum stað allar prófanirnar. Allt í allt skila niðurstöðurnar dekkinu aðeins sjötta sætinu að þessu sinni.
Kostir: Flot, veggnýr og auðkeyrt undir álagi Ókostir: Grip á ís, ívið löng hemlun á ís
MAXXIS PREMITRA ICE NORD 5 SUV
Fjöldi nagla: 125
Hörkustig (Slitflötur): 63
Hraða- og burðarþol: 104 H
Framleiðsludags: Vika 21 2021
Framleiðsluland: Kína
Söluaðili: VIP Dekk
Verð per. dekk:
Taívanska dekkið Maxxis hefur skapað sér gott orð þegar kemur að sumardekkjum. Nagladekk félagsins, Premitra, sýnir hins vegar að enn vantar þó nokkuð upp á til að komast í flokk bestu vetrardekkjanna. Eftir að búið var að keyra dekkin til fyrir prófanirnar höfðu naglarnir í Premitra sköguðu lengst fram en þrátt fyrir það var dekkið töluvert slakara en efstu dekkin við akstur á ís. Þá var gripið í snjó óvenju lélegt. Á hinn bóginn voru niðurstöðurnar jákvæðari við akstur á malbiki með stutta bremsuvegalengd, stöðugleika og bestu einkunn þegar kom að floti. Að því sögðu lendir dekkið í neðsta sæti með ágæta eiginleika á auðum vegi og þokkalegt grip í vetraraðstæðum.
Kostir: Hemlun í þurru, hæðsta flot hraða Ókostir: Slakt grip á ís og í snjó, veggnýr.
NORDMAN 8 SUV
Fjöldi nagla: 178
Hörkustig (Slitflötur): 60
Hraða- og burðarþol: 104 H
Framleiðsludags: Vika 46 2021
Framleiðsluland: Rússland
Söluaðili: MAX1 Verð per. dekk: 41.690 kr.
Nordman er ódýrara undirmerki Nokian. Að öllu jöfnu byggir Nordman á eldri hönnun Nokian dekkjanna og er því byggt upp að miklu leyti á Nokian Hakkapeliitta 8 sem kom út fyrir tveimur árum. Meginmunurinn á milli dekkjanna er að Nordman hefur aðra og stífari gúmmíblöndu.
Gripið í þessum dekkjum er allt annað en það sem Hakkapeliitta bauð upp á fyrir tveimur árum og fær dekkið frekar slaka einkunn í nær öllum þáttum. Verst stendur það sig á þurrum vegi og einnig er veggnýr of mikill. Þá er dekkið ekki nógu stöðugt og viðnám það hæsta af öllum dekkjunum.
Kostir: Fyrirsjáanlegt, jafnt tap á veggripi.
Ókostir: Grip í snjó og ís. Meðal og slakur árangur við allar aðstæður.
Fjöldi nagla: 200
Hörkustig (Slitflötur): 51
Hraða- og burðarþol:
Söluaðili:
Verð per. dekk:
T
Nýliði ársins í nagladekkjum er Winterpeak F-Ice 1 frá Falken. Dekkið hefur mýkstu gúmmíblönduna af öllum dekkjunum sem voru prófuð en það leiðir til að dekkið er auðkeyrt, fyrirsjáanlegt undir álagi og stöðugt við akstur á ís og í snjó.
Því miður er gripið á ís ekki það besta en bætir upp fyrir það þegar kemur að akstri á blautu yfirborði þar sem það stendur sig best. Dekkið fær góða niðurstöðu í flotprófunum og hemlunarvegalengdin er með þeim styðstu, jafnt á blautu sem þurru. Við malbiksakstur undir álagi lætur dekkið undan og erfitt getur verið að staðsetja bílinn. Í rólegri akstri er tilfinning upp í stýri góð.
Með tillit til einkunnar hafnar dekkið í fimmta sæti en það hefur aldrei áður gerst að dekk hafi á svo skömmum tíma tapað svo mörgum nöglum. Með það til hliðsjónar var dekkið dæmt úr leik.
Kostir: Stutt hemlun á malbiki, hár flothraði Ókostir: Slakt grip á ís, veggnýr, lausir naglar
25 CONTINENTAL ICECONTACT 35
66 STIG
6
54 STIG
7
48 STIG
36.991 kr.
FALKEN WINTERPEAK F-ICE 1
8
104
Framleiðsludags: Vika 51 2021 Framleiðsluland: Tyrkland
Nagladekk 71 STIG
26 Stig alls
Michelin Nokian Goodyear Pirelli Falken
Continental
Nordman Maxxis
Hröðun á ís 5 5 5 5 4 2 2 4 1 Hemlað á ís 15 12 15 15 9 6 6 12 3 Akstur á ís 15 15 15 12 12 12 8 6 6 Stig á ís 35 32 35 32 25 20 17 22 10 Hröðun í snjó 5 5 4 5 4 5 4 4 1 Hemlun í snjó 10 10 10 10 8 8 8 6 2 Akstur í snjó 10 10 10 6 8 6 8 4 2 Stig í snjó 25 25 24 21 20 19 20 14 5 Hemlað í vætu 10 2 4 8 10 10 8 4 10 Ekið í vætu 5 2 4 3 5 4 4 2 5 Uppflot 5 24 2 3 3 5 4 3 5 Stig í bleytu 20 6 10 14 18 19 16 9 20 Hemlað á þurru 5 4 4 4 5 4 3 3 5 Akstur á þurru 5 5 3 3 5 4 3 2 4 Stig á þurru 10 9 7 7 10 8 6 5 9 Orkueyðsla / viðnám 5 5 4 3 3 3 3 3 3 Veggnýr 5 5 2 3 3 2 4 1 1 Stig alls 100 82 82 80 79 71 66 54 48 Sæti 1-2 1-2 3 4 5 6 7 8 Nagladekk
Mynd: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM
HRÖÐUN
Hröðun frá 5 - 15 km/h mælt í sekúndum
HEMLUN Á ÍS
ABS hemlun úr 25 - 5 km/h mælt í metrum
Goodyear 2,34 Goodeyar 11,14
AKSTUR Á ÍS
Brautarakstur mælt í sekúndum
Nokian 42,49
Nokian 2,36 Nokian 11,62 Michelin 43,01
Michelin 2,39 Michelin 12,68 Goodyear 44,39
Nordman 2,47 Nordman 12,74 Falken 44,82
Pirelli 2,56 Pirelli 13,94 Pirelli 45,05 Continental 2,79 Falken 14,23 Continental 45,53
Falken 2,89 Continental 14,40 Nordamn 46,31 Maxxis 3,05 Maxxis 16,51 Maxxis 46,93
Hröðun frá 5 til 15 km/klst. Meðaltal úr tveimur aksturslotum og 12 hröðunum á hvert dekk. Best er gripið hjá þríeykinu Goodyear, Nokian og Michelin. Hins vegar áttu Continental og Falken í vandræðum með að ná gripi og sérstaklega Maxxis dekkið þrátt fyrir að hafa grófustu naglana.
ABS hemlun frá 25 til 5 km/klst. Meðaltal 24 hemlana í tveimur lotum. Goodyear sýnir aftur fram á sérstöðu hvað varðar stutta bremsuvegalengd. Nokian kemur einnig sterkt inn á meðan Continental eru vonbrigði. Maxxis fær falleinkun með tæplega 50% lengri hemlun en Goodyear.
Eknir eru þrír hringir í tveimur umferðum. Nokian hefur besta hliðargripið og heldur stöðugleika í gegnum beygjur. Gripið á Michelin dekkinu er einnig mjög gott en veldur undirstýringu og veldur kröppum beygjum ekki jafn vel. Falken dekkið er auðvelt í akstri og stöðugum afturenda á meðan Pirelli er kvikt með hint af yfirstýringu. Nordman hefur óvenju lélegt grip í beygjum.
HRÖÐUN Í SNJÓ
Hröðun frá 5 - 25 km/h mælt í sekúndum
HEMLUN Í SNJÓ
ABS hemlun úr 35 - 5 km/h mælt sekúndum
AKSTUR Í SNJÓ
Brautarakstur mælt í sekúndum
Michelin 5,41 Michelin 11,09 Nokian 76,59
Falken 5,47 Nokian 11,15 Michelin 80,43
Goodyear 5,50 Goodyear 11,31 Continental 80,51 Pirelli 5,58 Falken 11,44 Pirelli 80,56 Continental 5,62 Continental 11,73 Goodyear 81,01 Nokian 5,63 Pirelli 11,73 Falken 81,58
Nordaman 5,69 Nordman 11,99 Nordman 83,07 Maxxis 6,31 Maxxis 12,90 Maxxis 84,15
Hröðun 5-25 km/klst. Meðaltal 12 tilrauna í þremur lotum. Hröðunin er mjög svipuð á öllum dekkjunum að Maxxis undanskildu sem átti erfitt með að ná gripi og komast af stað.
ABS hemlun frá 35 til 5 km/klst. Meðaltal 12 tilrauna. Michelin stendur sig best og Nokian og Goodyear standa sig einnig vel. Þá sjáum við aftur Maxxis dekkið erfiða og tekur það auka meter til að stoppa úr 35 kílómetra hraða.
Meðaltími sex umferða um akstursbraut í tveimur lotum. Eins og í ís akstri þá standa Nokian og Michelin sig best hvað varðar grip í beygjum. Nokian er líklegast til að taka stjórnina af ökumanni. Continental og Nordman dekkin eru auðkeyrð með góða tilfinningu upp í stýri. En Nordman á erfitt með halda gripi í beygjum.
HEMLUN Í BLEYTU
Hemlun úr 80 - 5 km/h mælt í metrum
HEMLUN Í ÞURRU
Hemlun úr 80 - 5 km/h mælt í metrum
FLOT
Mældur km. hraði við flot
Falken 36,41 Maxxis 33,98 Maxxis 59,5
Pirelli 36,44 Pirelli 34,44 Falken 59,2
Maxxis 36,59 Falken 35,42 Continental 58,7
Continental 37,32 Nokian 35,98 Goodyear 55,7
Goodyear 37,99 Michelin 36,08 Nordman 55,5
Nokian 39,22 Goodyear 36,36 Pirelli 55,1
Nordman 39,51 Continental 36,71 Nokian 54,6 Michelin 40,66 Nordman 36,87 Michelin 53,9
Hemlað frá 80-5 km/klst. Þrjú dekk skara framúr hvað varðar hemlun og situr Falken þar á toppnum. Michelin átti í mestu vandræðum með að stoppa og fór rúmlega meter lengra en dekkið sem var í næstsíðasta sæti. Þá var Nokian dekkið heldur ekki að ná góðum niðurstöðum í þriðja neðsta sæti.
Hemlað frá 80-5 km/klst. Það er heldur jafnari niðurstöður á þurru en í blautu. Eins og á blautu malbiki þá standa Maxxis og Pirelli sig mjög vel. Nokian og Michelin gengur betur en á blauta yfirborðinu. Í neðsta sæti er Nordman sem var hvað lengst að stöðva bílinn.
Hér er sýndur hraðinn þegar dekk flýtur upp (planar) í 11 mm djúpu vatni. Þetta er gert við hröðun og kannað er á hvaða hraða það er þegar það missir veggripið og byrjar að spóla og snúast 15 prósent hraðar en það ætti að gera miðað við hraða bílsins. Maxxis og Falken standa sig best og Continental kemur þar stutt á eftir. Verst stóðu Nokian og Michelin dekkin sig.
27
Á ÍS
VETRARDEKKJAKÖNNUN - ÓNEGLD DEKK
Ónegld nýjung nær toppsæti
Það er nýtt vetrardekk sem varð efst að stigum af átta ónegldum vetrardekkjum. Dekkin sem prófuð voru eru af stærðinni 235/55 R18 og ætluð fyrir meðalstóra jepplinga. Að vissu leyti voru tvær dekkategundir sigurvegarar könnuninni en með mjög ólíka eiginleika.
Að prófa vetrardekk sómasamlega þannig að mark sé takandi á niðurstöðunum er bæði flókið og dýrt, en mjög mikilvægt. Árlegar dekkjaprófanir norska bifreiðaeigendafélagsins NAF, sem birtast í FÍB blaðinu, sem og sömu kannanir annarra bifreiðaeigendafélaga eru meðal mikilvægustu neytendakannana sem gerðar eru. Með niðurstöður þeirra handbærar geta neytendur kannað hvað er í boði á heimamarkaðinum og valið þá hjólbarða sem best henta þeirra eigin aðstæðum.
Hvort er betra dekk; Falken eða Kumho? Hversu mikill munur er á Nokian og Mazzini? Er Michelin skemmtilegra í akstri en Goodyear?
Spurningum af þessu tagi er ómögulegt að fá svör að einhverju viti við nema að rýna í vandaða gæðakönnun.
Að þessu sinni er áherslan á þau dekk sem hæfa þeim bílum sem flestir aka, en það eru jepplingar og flestir meðalstórir og stærri rafbílar. Sú stærð dekkja sem hér er til rannsóknar passar undir langflesta þessara bíla og þeim fer hlutfallslega ört fjölgandi. Hér er um að ræða dekkjastærðina 235/55 R18 og dekkin voru prófuð undir Volvo XC40.
Falskt öryggi
Þau dekk sem ætluð eru undir hábyggða og þunga bíla verða að vera þannig gerð að þau ráði við verkefnið, Ekki bara þarf burðarnetið inni í hliðum og bana dekkjanna að vera sterkara en í dekkjum fyrir minni og léttari bíla sem algengastir voru fyrrum, heldur þarf gúmmíblandan sjálf að vera harðari.
Undirbúningur þessarar vetrardekkjakönnunar hófst strax í nóvember í fyrra. Síðan er byrjað á að tilkeyra öll þau dekk sem prófa átti.
Ónegldu dekkin voru tilkeyrð alls 300 kílómetra.
Prófanirnar hófust um miðjan vetur. Aksturs-, hemla- og hröðunarprófin fóru fram á afgirtum akstursbrautum í Vistheden nærri Ålvsbyen í Norður Svíþjóð. Prófað var í eina viku í miklum vetrarkulda. Í könnun liðins árs kom fram hve ónegldu dekkin höfðu gott grip þá. Í ár var það síðra og ísakstur á þeim ónegldu var heldur vandasamari en þá. Ónegld dekk skrika meir og eru lengur að endurheimta ísgripið og dekkin nú reyndust skrikgjarnari en í fyrra, enda uppbyggð til að þola meiri þyngd, sem fyrr segir. Þetta kom ekki síst í ljós í beygjum í akstri á ís á jepplingunum sem sjálfir eru stórir og þungir auk þess sem dekkin eru umtalsvert stinnari. Þegar þungir bílarnir misstu veggripið og skrensuðu reyndist það erfiðara að endurheimta valdið yfir bílunum en áður. Þetta er mikilvægt að ökumenn við stýrið á stórum, „öruggum” fjórhjóladrifnum jepplingi eða jeppa hafi í huga. Sú „öryggistilfinning” sem margir finna undir stýri á stóra jeppanum sínum er kannski ekki alltaf raunsönn.
Allt í rusli
Við völdum fjórhjóladrifna bíla til prófunarinnar ekki síst til að sýna fram á að nýjustu aldrifskerfi geti náð sneggstu upphafshröðun í hálku jafnvel á ódýrustu dekkjunum. En ekki er allt alveg eins og sýnist og hvað ef elgur eða hreindýr stekkur inn á veginn og nauðhemlun er óhjákvæmileg?
Gagnstætt því sem talið var fyrir fram þá reyndist hröðunin alls ekki svo snögg á gripminnstu dekkjunum. Það var eins og fjórhjóladrifskerfi bílanna og spólvörnin þvert á móti afhjúpaði hversu grip sumra dekkjanna reyndist veikt. Þau gripbestu þeystu af stað meðan spólvörnin virtist ekki vita hvernig hún ætti að bregðast við dekkjunum með slakasta gripið.
Því miður verður því að skrifa mjög ólíkar og ónákvæmar mælinganiðurstöður og stór frávik á reikning hinnar sjálfvirku og sjálfmetandi tölvustýrðu spólvarnar bílanna. Niðurstöðurnar eru varla marktækar nema að litlu leyti og fátt annað að gera en kasta þessu í ruslið.
Allt slétt og fellt
En sem betur fer fengust nokkrir dagar í Arctic Falls sem er stór innanhússaðstaða til hálku- og hemlunarprófana skammt frá Piteå í Svíþjóð, mánuði seinna. Þar er 400 metra löng braut með snjó, ís og hálku allt árið um kring.
Rannsakendur leigðu þar tvo XC40 framhjóladrifna Volvo bíla og endurtóku svo allar hröðunar- og hemlunarprófanir í tilbúinni hálku og vetrarfæri. Hvert próf var marg endurtekið og niðurstöður því meðaltal allra prófananna.
Út úr þessu prófunum í inniaðstöðunni þar sem stjórna mátti hverju smáatriði, fengust loks þær góðu og raunsönnu niðurstöður sem sóst var eftir. Í maíbyrjun var verkefnið klárað með aksturs- og hemlunarprófunum á þurrum og blautum malbikuðum brautum við Tampere í Finnlandi. Þá var einungis eftir að taka saman og uppreikna niðurstöður úr öllum 14 prófunarþáttunum og búa svo niðurstöðurnar til prentunar og útgáfu.
Engin allsherjarlausn
Það finnst engin allsherjarlausn í því að búa til dekk undir bíla og rétt að minna á að hið fullkomna bíldekk er ekki til og verður það tæpast nokkurn tíma.
Hjá Nokian, Falken og Michelin er við hönnun lögð aðaláherslan á gott grip í vetrarfæri meðan Goodyear og Kumho leggja mest upp úr góðum eiginleikum á auðum vegum, þurrum sem blautum. Continental fetar meðalveginn og vill vera jafnhæft á „hvítum” og „svörtum” vegum án þess vera best á báðum.
Það er óþarfi að einblína á heildareinkunnagjöfina eina og sér. Skoða þarf einstaka prófunarþætti og finna frekar út hvert dekkjanna hæfir best þínum þörfum og þínum aðstæðum. Hvaða væntingar þarf dekkið að uppfylla? Á hverskonar vegyfirborði ekur þú mest og hvaða dekk gæti reynst þér best þar?
Þetta er ekki síst mikilvægt að gera ef bíllinn er stór, þungur og hábyggður, ekki ósvipaður prófunarbílunum í þessari könnun.
Svona er prófað
Akstur í snjó og ís fór fram á fjórhjóladrifnum Volvo XC40 í Älvsbyn í Norður Svíþjóð í öndverðum febrúarmánuði sl. Bæði ABS hemlar og spólvörn voru virk og bæði spólvörn og skrikvörn voru á sportstillingu í því skyni að heimila lítils háttar spól og skrens til að kalla betur fram eiginleika dekkjanna og að gera aksturinn meira ,,fljótandi.”
Hemlunar- og hröðunarprófin voru gerð á framhjóladrifnum Volvo XC40 bílum innandyra í Arctic Falls rannsóknastöðinni við Piteå í Svíþjóð. Mælingar hófust við 5 km hraða og enduðu sömuleiðis á 5 km hraða í stað þess að byrja og enda í kyrrstöðu. Þetta var gert til að forðast villumælingar af völdum tölvustýringa bílsins sjálfs (ABS/skrensvörn).
Mælingar á þurru og votu malbiki fóru fram í Tampere í Finnlandi í maíbyrjun á VolvoXC40 sem prófunarbíl. Orkunotkunin var mæld á hringleið á jöfnum hraða; 80 km/klst. á VW Tiugan 2,0 TDI. Niðurstöður allra mælinga eru bornar saman við viðmiðunardekk sem ekki er með í sjálfri prófuninni en er notað til að meta hvort og hvernig grip dekkjanna breytist í notkun.
29
dekk
NOKIAN HAKKAPELIITTA R5 SUV
Hraða- og burðarþol: 104 T
Hörkustig (Slitflötur): 55
Framleiðsludags: Vika 2, 2021
Framleiðsluland: Finnland
Söluaðili: MAX1 Verð á eitt dekk: 60.007 kr.
Stærstu breytingar ársins í flokki ónegldra dekkja er nýja Hakkapeliitta R5 dekkið frá Nokian sem leysir eldri týpuna R3 af hólmi. Dekkið setur ný viðmið þegar kemur að vetrargripi slíkra dekkja. Nokian skorar hæstu stig jafnt í snjó og ís. Mesta athygli vekur hversu gott grip dekkið hefur í beygjum og stendur ekkert naglalaust dekk sig jafn vel á því sviði, þrátt fyrir að vera komið út fyrir þolmörk lætur dekkið enn vel að stjórn. Búið er að bæta eiginleika á þurrum vegi og þá sérstaklega þegar kemur að veggný sem gat verið þreytandi á eldri útgáfunni. Stýring er orðin kvikari og í svigakstri lætur dekkið sérstaklega vel að stjórn. Einnig er viðnámið með því lægsta í samanburði við hin vetrardekkin. Neikvæðu hliðarnar koma fram við hemlun á blautu malbiki og lágur flothraði. Allt í allt hlýtur Hakkapellitta R5 flest stig og hafnar í fyrsta sæti.
Kostir: Gott grip á ís, aksturstilfinning við allar aðstæður, lágt viðnám Ókostir: Hemlun á blautu yfirborði, lágur flothraði.
Hraða- og burðarþol: 104 T Hörkustig (Slitflötur): 60 Framleiðsludags: Vika 46,
Framleiðsluland: Slóvakía Söluaðili:
Verð á eitt dekk:
VikingContact hefur almennt fengið góðar einkunnir í öðrum prófunum sem hafa verið gerðar á minni dekkjum frá þessu fyrirtæki. Að þessu sinni þarf dekkið að sætta sig við þriðja sæti. Til þess að bæta upp fyrir stærra og hærra dekk í jepplingaflokki hefur Continental sett stífari gúmmíblöndu í dekkin. Þetta leiðir til slakara grips í snjó og ís og minna hliðargrip miðað við fólksbíladekkin frá fyrirtækinu. Enn er þó til staðar mjög gott grip og ræður dekkið nú betur við flot sem mætti þakka auknu ummáli sem opnar upp mynstrið og losar síðan vatn betur undan dekkinu. Stöðugleikinn er einnig góður á malbiki og lætur það vel að stjórn undir álagi í beygjum.
Dekkið nær aldrei að taka forystuna en hangir í toppunum sama við hvaða aðstæður og á þriðja sætið fyllilega skilið.
Kostir: Gott grip og aksturstilfinning á öllu yfirborði Ókostir: Fremur hár veggnýr í samanburði við bestu dekkin
GOODYEAR ULTRAGRIP ICE 2
Hraða- og burðarþol: 104 T
Hörkustig (Slitflötur): 58
Framleiðsludags: Vika 41, 2021
Framleiðsluland: Pólland Söluaðili: Klettur Verð á eitt dekk: 56.990 kr.
Ultragrip Ice 2 er einna hentugast fyrir þá sem aka mest á auðum vegi. Yfirburða eiginleikar við akstur á blautu malbiki þar sem naglalausudekkin eiga erfitt uppdráttar. Dekkið stendur sig einnig vel í vatni með háan flothraða, gott grip í beygjum og stystu bremsuvegalengd á blautum vegi. Að auki gefur dekkið einna besta tilfinningu upp í stýri og stöðugleika á þurrum vegi. Hljóðvistin er líka sú besta í prófununnum.
Þrátt fyrir að ná svo góðum árangri í malbiksakstri gefur Ultragrip ekkert eftir við vetraraðstæður og er á pari við bestu dekkin. Veikleikarnir koma helst fram í beygjum í snjó og ís og skortur verður á gripi án mikils fyrirvara.
Kostir: Besta naglalausadekkið á malbiki, lágur veggnýr.
Ókostir: Slakt grip í beygjum á ís og í snjó.
MICHELIN X-ICE SNOW SUV
Hraða- og burðarþol: 104 T Hörkustig (Slitflötur): 59
Framleiðsludags: Vika 22, 2021
Framleiðsluland: Kína Söluaðili: N1 / Costco Verð á eitt dekk: 51.990 / -- kr.
Michelin dekkið er eitt af þeim sem koma einna best út þegar það stækkar upp í jepplingaflokk. Í fyrri prófunum þótti dekkið full stíft með fremur slaka frammistöðu við vetraraðstæður en góða aksturseiginleika á auðu undirlagi. Nú skorar dekkið einna best á ís og ögn grófara mynstur gefur því einnig mjög gott grip í snjó. Aukin áhersla er lögð á langsumgrip sem gagnast vel við hemlun og upptak en tapar um leið einhverju af hliðargripi í vetraraðstæðum.
X-Ice stendur sig mjög vel í svigakstri á malbiki þar sem styrkur dekkjanna liggur í stífum hliðum og lætur þar af leiðandi betur að stjórn. Einn stærsti ókosturinn kemur fram á blautu malbiki þar sem dekkið stendur sig verst. Því endar það í fjórða sæti.
Kostir: Hemlun í snjó og á ís, stöðugleiki og tilfinning við akstur á malbiki
Ókostir: Grip og hemlun á blautu yfirborði.
30 ÓNegld
2 CONTINENTAL VIKINGCONTACT 73
4
2021
BJB
54.905
81 STIG 79 STIG 78 STIG
1
87 STIG
Hraða- og burðarþol: 104 T
Hörkustig (Slitflötur): 49
Framleiðsludags: Vika 50, 2021
Framleiðsluland: Tyrkland
Söluaðili: Verð á eitt dekk:
Nýtt dekk á lista er Winterpeak F-Snow 1 frá Falken. Eins og neglda systurdekkið er gúmmíblandan einstaklega mjúk og skilar það góðu gripi jafnt í snjó og ís. Mýktin skilar einnig stöðugleika án þess að losa afturdekk þrátt fyrir krappar beygjur auk góðrar hemlunar á þurru malbiki. Neikvæðu hliðarnar eru tilhneiging til að fara í yfirstýringu þegar álag er einna mest í beygjum og erfitt er að staðsetja dekkið á þurru malbiki. Allt í allt er Falken góður valkostur fyrir þá sem vilja einkum gott grip við vetraraðstæður.
Kostir: Grip og öryggistilfinning í snjó og á ís, lágur veggnýr
Ókostir: Stöðugleiki og tilfinning í stýri, hátt viðnám.
BRIDGESTONE BLIZZAK DM-V3
Hraða- og burðarþol: 104 T Hörkustig (Slitflötur): 54
Framleiðsludags: Vika 22, 2021
Framleiðsluland: Rússland
Söluaðili: Betra Grip Verð á eitt dekk:
DM-V3 er jepplingaútgáfan af Blizzak, einu þekktasta naglalausadekki Bridgestones. Niðurstöðurnar úr prófununum skilur dekkið eftir á óráðnum stað. Þannig er dekkið að fá ágætis einkunn í einstökum prófunum en nær ekki alveg að fylgja þeim eftir á öðrum sviðum. Helstu styrkleikar felast í þægindum, stuttri hemlun í þurru og sýnir dekkið af sér stöðugleika ásamt góðu gripi í beygjum á snjó.
Því miður erfiðar dekkið með að halda gripi á ís og nær ekki á sama stað og dýrari dekkin í prófununum. Þrátt fyrir fjórar veglegar vatnsraufar náði dekkið ekki góðum árangri í að losa vatn undan sér sem byrjaði að fljóta í fyrra fallinu. Slök niðurstaða í veigamiklum prófunum skilar fáum stigum og endar Bridgestone því í sjötta sæti.
Kostir: Hemlun á þurrum vegum, grip í beygju á snjó, lágur veggnýr
Ókostir: Grip í svigakstri á blautum vegi, hátt viðnám.
Hraða- og burðarþol: 104 T Hörkustig (Slitflötur):
Framleiðsludags: Vika 15,
Framleiðsluland:
Söluaðili: Verð á
WS51 er nýjasta naglalausa jepplingadekkið frá Kumho. Þetta er eitt stífasta dekkið í prófununum og mikil áhersla er lögð á akstureiginleka á auðum vegi. Á ís er frammistaðan mun slakari en hjá hinum dekkjunum, það lætur illa að stjórn í snjó og á ís og grip getur horfið skyndilega án viðvörunnar.
Það stendur sig einna best í vatni með háan flothraða og hemlun í bleytu er einnig sérstaklega góð og gefur dekkið góða tilfinningu upp í stýri.
Dekkið hefur leiðinlega tilhneigingu til að losa grip fyrst að aftan jafnt á blautu og þurru malbiki. Í svigakstri skortir það einnig grip við blautar aðstæður. Veggnýr er fremur hár og erfitt að stýra því undir álagi. Slakt grip við vetraraðstæður gefa fá stig og endar því dekkið í sjöunda sæti.
Kostir: Hemlun á blautum vegi, hár flothraði, tilfinning í stýri.
Ókostir: Grip á ís, missir grip án fyrirvara og erfitt að stýra við nær allar aðstæður.
Hraða- og burðarþol: 104 T
(Slitflötur): 64
Kínverksa dekkið Mazzini er eitt það ódýrasta á markaðnum. Dekkið er með óvenjulegt mynstur sem gefur háan flothraða og gott grip í snjó, jafnt í upptaki og hemlun. Hliðargrip er mun slakara en önnur dekk í prófununum en mýktin gefur ökumanni ágætan fyrirvara áður en grip tapast. Á ís er gripið lítið sem ekkert og hemlunarvegalengd löng.
Á þurru yfirborði lætur dekkið betur að stjórn en þegar á reynir nær dekkið einungis að halda ágætis gripi í fyrstu beygju en þegar rétta á bílinn af gefur mynstrið eftir, gripið tapast og bíllinn leitar í undirstýringu. Með auknum hraða vex veggnýr og stýrið verður laust í sér sem staðfestir að dekkið á skilið seinasta sætið.
Kostir: Gott grip í snjó, hemlun á blautum vegi, hátt flotþol Ókostir: Grip á ís, stöðugleiki á þurrum vegi, hár veggnýr.
31
FALKEN
WINTERPEAK
F-SNOW
15
75 STIG
6
66 STIG
KUMHO WINTERCRAFT WS51
7
55 STIG
64
2020
Kína
eitt dekk:
MAZZINI SNOWLEOPARD LX
8
53 STIG
Hörkustig
Framleiðsludags: Vika 18, 2021 Framleiðsluland: Kína Söluaðili: Verð á eitt dekk: ÓNegld dekk
32 Stig alls Nokian Goodyear Continental Michelin Falken Bridgestone Kuhmo Mazzini Hröðun á ís 5 5 4 4 4 4 2 2 1 Hemlað á ís 15 15 12 12 15 12 9 6 3 Akstur á ís 15 15 9 12 12 12 9 6 6 Stig á ís 35 35 25 28 31 28 20 14 10 Hröðun í snjó 5 5 4 5 5 5 4 2 4 Hemlun í snjó 10 10 8 8 8 8 8 8 8 Aksur í snjó 10 10 6 8 8 8 8 4 4 Stig í snjó 25 25 18 20 21 21 20 14 16 Hemlað í vætu 10 6 10 8 4 8 8 8 10 Ekið í vætu 5 4 5 4 4 3 2 2 3 Uppflotun 5 1 5 4 2 2 2 5 5 Stig í bleytu 20 11 20 16 10 13 12 15 18 Hemlað á þurru 5 4 4 4 4 5 5 3 4 Akstur á þurru 5 4 5 4 4 2 3 4 1 Stig á þurru 10 8 9 8 8 7 8 7 5 Orkueyðsla 5 5 4 4 4 2 2 3 3 Veggnýr 5 3 5 3 4 4 4 2 1 Stig alls 100 87 81 79 78 75 66 55 53 Sæti 1 2 3 4 5 6 7 8 ÓNegld dekk
Mynd: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM
HRÖÐUN
HEMLUN Á ÍS
ABS
Nokian 2,94 Nokian 12,89
AKSTUR Á ÍS
Brautarakstur
Nokian 39,97
Michelin 3,05 Michelin 13,37 Continental 40,85
Falken 3,11 Goodyear 13,66 Falken 40,89 Continental 3,15 Continental 13,63 Michelin 40,95
Goodyear 3,16 Falken 13,79 Goodyear 41,68
Kuhmo 3,35 Bridgestone 14,55 Bridgestone 41,83
Bridgestone 3,37 Kuhmo 15,61 Kumho 42,77 Mazzini 3,73 Mazzini 16,72 Mazzini 43,14
Hröðun frá 5 til 15 km/klst. Meðaltal úr fjórum aksturslotum og 12 hröðunum á hvert dekk. Nokian tekur vinninginn á ísnum og Michelin í öðru sæti. Þá koma Continental, Goodyear og Falken inn á svipuðum tíma. Með slökustu niðurstöðu er Mazzini.
ABS hemlun frá 25 til 5 km/h klst. Meðaltal 48 hemlana í fjórum lotum. Stysta hemlunar-vegalengdin er hjá Nokian og Michelin. Mazzini á í erfiðleikum með að stöðva á ís og rennur nær bíllengd lengra en bestu dekkin og það aðeins þegar hemlar er úr 25 km/h.
Ekið á íslilagðri braut. Brautartímar eru meðaltal þriggja tilrauna. Hér hefur Nokian einnig vinninginn með einstaklega gott grip sérstaklega í beygjum. Það er það einstaklega auðstýrt þrátt fyrir að vera komið að þolmörkum. Skammt á eftir á eftir koma Continental og Falken, bæði gefa þau góða tilfinningu í stýri og góð undir pressu. Kumho kemur ökumanni að óvörum og missir grip skyndilega. Lestina rekur síðan Mazzini.
HRÖÐUN Í SNJÓ
HEMLUN Í SNJÓ
ABS
AKSTUR Í SNJÓ
Michelin 2,74 Nokian 10,94 Nokian 72,84
Falken 2,77 Mazzini 11,16 Falken 73,26
Nokian 2,77 Michelin 11,25 Bridgestone 73,41
Goodyear 2,82 Falken 11,35 Goodyear 73,45 Mazzini 2,83 Bridgestone 11,40 Michelin 74,01 Continental 2,85 Goodyear 11,50 Continental 74,02 Bridgestone 2,88 Kuhmo 11,56 Kumho 76,80 Kuhmo 3,03 Continental 11,60 Mazzini 77,29
Hröðun 5-25 km/h. Meðaltal 12 tilrauna í tvemur lotum. Eins og oft áður þá er lítill munur á milli dekkja þegar hröðun í snjó er mæld. Það munar ekki miklu á milli ónegldra og nelgdra dekkja. Michelin er á toppnum og stutt á eftir koma Falken og Nokian. Kuhmo erfiðar mest og lendir í neðsta sæti.
HEMLUN Í BLEYTU
Hemlun úr 80 - 5 km/h
ABS hemlun frá 35 til 5 km/klst. Meðaltal 12 nauðhemlana í tveimur lotum. Jafnvel við hemlun í snjó er lítið sem aðskilur dekkin. Nokian er á toppnum og Mazzini lendir í öðru sæti og sýnir fram á mynstrið er mun betra í snjó en á ís.
Meðaltími sex umferða um akstursbraut í tveimur lotum. Eins og á ísnum þá stendur Nokian sig best með bestu aksturseiginleikana á snæviþökktum vegi. Falken stendur sig áberandi vel og lætur vel að stjórn undir álagi. Goodyear hoppar á milli yfir- og undirstýringar. Kumho er lætur verst að stjórn og glatar gripi án viðvörunar.
HEMLUN Í ÞURRU
Hemlun úr 80 - 5 km/h
FLOT
Mældur hraði
Goodyear 36,42 Bridgestone 33,29 Kumho 70,6
Mazzini 37,30 Falken 33,59 Goodyear 70,2
Kumho 38,29 Goodyear 33,85 Mazzini 69,0
Falken 38,39 Continental 34,20 Continental 68,0
Bridgestone 38,86 Michelin 34,46 Falken 62,1 Continental 38,98 Mazzini 34,46 Bridgestone 61,9
Nokian 39,51 Nokian 34,77 Michelin 61,9
Michelin 40,76 Kuhmo 35,12 Nokian 60,3
Hemlað frá 80-5 km/klst. Oft er það svo að grip á og síðan blautu skila andstæðum árangri. Það kemur því ekki á óvart að sjá Nokian og Michelin á botni listanns og Mazzini í öðru sæti. Goodyear heldur áfram að sýna fram á góða eiginleika sérstaklega við akstur í blautum vetraraðstæðum.
Hemlað frá 80-5 km/klst. Á þurru malbiki standa mýkstu dekkin sig mjög vel. Í samanburði við mælingar á blautu yfirborði þá er munurinn á milli þess besta og versta ekki jafn mikill. Bridgestone og Falken sýna fram styðstu hemlunina. En Kumho er í neðsta sæti og þurfti heila tvo metra til viðbótar í sambanburði við bestu dekkin.
Hér er sýndur hraðinn þegar dekk flýtur upp (planar) í 7 mm djúpu vatni. Þetta er gert við hröðun og kannað er á hvaða hraða það er þegar það missir veggripið og byrjar að spóla og snúast 15% hraðar en það ætti að gera miðað við hraða bílsins. Hér standa Kumho, Goodyear og Mazzini sig best og stutt á eftir kemur Continental. Önnur dekk eiga erfiðar uppdráttar.
33
Á ÍS
hemlun úr 25 - 5 km/h mælt metrum
mælt í sekúndumHröðun frá 5-15 km/h mælt í sekúndum
hemlun úr 35 - 5 km/h mælt í sekúndum
Brautarakstur mælt
í
sekúndum
Hröðun frá 5-25 km/h mælt í sekúndum
við flot