Hjólbarðakannanir FÍB-blaðsins eru fengnar frá norska systurfélaginu NAF sem kostar gerð þeirra með nokkrum fjölmiðlum í Noregi, Svíþjóð og Rússlandi. Vetrarhjólbarðakönnunin nær sérstaklega til dekkja sem eru gerð til að mæta vetraraðstæðum á norðlægum slóðum. Þeir sem prófa dekkin eru sérfróðir atvinnumenn og fagmenn hjá Test World í Ivalo í Finnlandi.