
3 minute read
Okur tryggingafélaganna
Skýrasta myndin af okri tryggingafélaganna
Stóra myndin á þessari síðu segir meira en þúsund orð um gegndarlaust okur tryggingafélaganna á bíleigendum. Þar sést hvernig vísitala bílatrygginga hefur flogið fram úr vísitölu neysluverðs.
Hlutfallsleg hækkun bílatrygginga* miðað við hækkun vísitölu neysluverðs *Ábyrgðartryggingar ökutækja (skyldutryggingar)
Framúrakstur iðgjalda ábyrgðartrygginga ökutækja hófst fyrir alvöru 2014. Á hverju ári eftir það hækkuðu bílatryggingarnar langt umfram vísitölu neysluverðs. Hlutfallslega hækkuðu bílatryggingar um 84% frá 2008 til 2019 meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 42%. Með öðrum orðum, á þessum 10 árum hækkuðu bílatryggingar helmingi meira en neysluvörur almennings. Ótrúverðugar skýringar tryggingafélaga Tryggingafélögin hafa í gegnum tíðina komið með fjölbreyttar skýringar til að réttlæta hækkanirnar. Spennan í þjóðfélaginu hafi gert ökumenn óvarkárari, fjölgun bíla og fjölgun ferðamanna var viðtekin viðbára. Við bættist svo talnaleikfimin um að „samsett hlutfall“ tjónakostnaðar væri ekki nógu hagstætt. FÍB hefur margoft bent á að „samsetta hlutfallið“ byggist á áætlunum tryggingafélaganna um tjónaog rekstrarkostnað – ekki raunverulegum tjónakostnaði. Félögin hafa leyft sér í gegnum tíðina að hagræða þessum tölum eftir hentugleikum til þess ýmist að sýna góðan hagnað eða til að dæla peningum inn í skattfrjálsu bótasjóðina. Slysatölurnar segja aðra sögu Umferðarslysum án meiðsla fækkaði frá 2009 til 2012 en fjölgaði síðan í takt við fjölgun ökutækja. Iðgjöld hefðu því átt að lækka til að byrja með og síðan í mesta lagi fylgja vísitölu neysluverðs. Fjöldi slasaðra, þar á meðal alvarlegra slasaða, hefur verið lítið breyttur allan þennan tíma. Mesti kostnaður tryggingafélaganna er einmitt vegna líkamstjóna. Umferðarslysafjöldi er nánast sá sami 2009 og 2019, í kringum 6.600 óhöpp og yfir 80% án meiðsla. Á þessum áratug fjölgaði ökutækjum um 32%, úr 205 þúsund í 270 þúsund. Þetta þýðir að umferðarslysum á hvern bíl hefur fækkað um 22%. Slysin voru 0,025 per bíl árið 2019 en 0,032 árið 2009. Samt hækka iðgjöld trygginganna. 0 50 100 150 200 250 300 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 6.000 7.000 8.000 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Þúsundir ökutækja Slysafjöldi og fjöldi ökutækja Fjöldi slysa Fjöldi slasaðra Fjöldi ökutækja 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Vísitala ábyrgðartrygginga Vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofan
Skýrasta myndin af okri tryggingafélaganna
Árið 2019 stendur útúr
Vinsælasta réttlæting tryggingafélaganna fyrir hækkun iðgjalda síðustu árin hefur verið að mikill hagvöxtur hafi skapað spennu og óþreyju sem hafi leitt til fjölgunar umferðaróhappa. Þetta er ekki rétt, umferðaróhöppum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við fjölgun ökutækja.
Ef eitthvað væri til í þessari skýringu tryggingafélaganna, hvers vegna hafa þau þá ekki lækkað iðgjöldin í ljósi minnkandi spennu í þjóðfélaginu á síðasta ári og fækkunar umferðarslysa um 8%? Hvers vegna hækkuðu iðgjöldin um 6% árið 2019 frá árinu áður?
Svo vel högnuðust tryggingafélögin á oftöku iðgjalda 2019 að þau gátu ekki leynt kátínu sinni. Í fréttum mátti lesa um „heilbrigðan og kröftugan iðgjaldavöxt“ og stórbætta afkomu.
Bara ein leið til að berjast á móti okrinu
Bíleigendur hafa í raun aðeins eina leið til að takast á við tryggingafélögin. Það er að óska eftir tilboðum í tryggingar sínar frá þeim öllum á hverju ári og taka alltaf lægsta tilboðinu. Mýmörg dæmi eru um að fastir viðskiptavinir borga alltaf hæstu iðgjöldin. Félögin leggja sig ekki fram um að verðlauna þá fyrir tryggðina með lækkun iðgjalda. Þess vegna þurfa þeir að gerast „nýir“ viðskiptavinir á hverju ári og skapa þannig einskonar samkeppnisumhverfi.
Ekki þýðir að treysta á neytendahlutverk Fjármálaeftirlitsins. Eins og fram hefur komið þá er FME vita gagnslaust í þessu hlutverki og áhugi þess beinist eingöngu að því að tryggingafélögin hagnist sem mest.
Græn bílafjármögnun
Við fellum niður lántökugjöld á lánum vegna kaupa á umhverfisvænni bílum.
Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka.