15 minute read

Nýir bílar 2020

Nú er árið 2020 komið vel á veg og nýir bílar streyma í umboðin með loforð um minni útblástur, aukin þægindi, öryggi og tækni. FÍB blaðið hafði samband við helstu bílaumboðin hér heima og óskaði eftir upplýsingum um við hverju mætti búast frá þeirra framleiðendum árið 2020 og í stuttu máli má búast við yfir 40 nýjum tegundum og uppfærslum inn á markað. Þess ber að geta að þessi samantekt er ekki tæmandi þar sem ekki var horft til bíla sem fengu andlitslyftingu (e. facelift) en við höfðum þá bíla sem verður boðið upp á með nýrri driflínu. Af þessari samantekt má sjá hversu mikil sprenging hefur orðið í framboði á rafmagnsbílum og þá sérstaklega bílum sem verða í boði í tvinn- og tengiltvinnútgáfu. Taka skal tillit til þeirra umhleypinga sem eiga sér stað um allan heim vegna veirusýkinga og er enn óvíst hvaða áhrif það eigi eftir að hafa á bílaframleiðendur og umboð.

Minni bílar

Opel Corsa Electric

Bíllinn verður í fyrsta sinn í boði sem 100% rafbíll með 50 kWst rafhlöðu sem skilar bílnum yfir 300 km í drægni. Áhugaverður kostur í ört stækkandi flóru minni rafbíla. Hvenær: Kominn Verð frá: 3.690.000 krónur Söluaðili: Bílabúð Benna

Mini Electric

Mini kominn með rafmótor og 35 kWst rafhlöðu. Skemmtileg viðbót við ört stækkandi flóru rafbíla. Hvenær: Kominn Verð frá: 4.190.000 krónur Söluaðili: BL

Honda E

Margir búnir að bíða spenntir eftir þessum litla rafmagnsbíl frá Honda. 50/50 þyngdardreifing og sprækur mótor lofa góðu. Hvenær: Júlí Verð frá: 3.950.000 krónur Söluaðili: Askja

VW e-UP

Þessi minnsti bíll frá VW kom fyrst á markað 2011. Nú er búið að uppfæra útlit, öryggisbúnað og verður bíllinn eingögnu í boði með rafmótor og 36,8 kWst rafhlöðu. Hvenær: Kominn Verð frá: 3.290.000 krónur Söluaðili: Hekla

Fiat 500ev

Fyrsti 100% rafbíllinn frá Fíat og verður hann byggður á uppfærðum Fíat 500 grunni. Hvenær: Liggur ekki fyrir. Verð frá: Liggur ekki fyrir. Söluaðili: Ísband

Nýr og endurhannaður bíll með sportlegt útlit. Hvenær: Kominn Verð frá: 2.250.000 krónur Söluaðili: Hyundai umboðið

Toyota Yaris

Nýr og endurhannaður frá grunni. Styttri, breiðari og lægri með aukið innrarými. Væntanlega í boði með nýrri 3 sílendra hybrid vél og síðan bensín. Hvenær: Október Verð frá: Liggur ekki fyrir Söluaðili: Toyota

Honda Jazz Hybrid

Bíllinn hefur nú verið endurhannaður og með nýtt útlit. Eingöngu í boði sem Hybrid. Þá verður einnig boðið uppá upphækkaða “Crosstar” útgáfu. Hvenær: Júní Verð frá: Liggur ekki fyrirr Söluaðili: Askja

Peugeot 208e

Eins og stóri bróðir þá hefur 208 Peugeot fengið hraustlega uppfærslu og endurhannaður frá grunni. Verður í boði með sem 100% rafbíll, bensín eða dísil. Kosinn bíll ársins í Evrópu 2020

Hvenær: Kominn Verð frá: 2.650.000 Söluaðili: Brimborg

Mercades Benz A class

Þessi fjórða kynslóð kemur nú í tengiltvinnútgáfu með 15,6 kWh rafhlöðu sem á að skila bílnum allt að 70 km Hvenær: Júní Verð frá: Liggur ekki fyrirr Söluaðili: Askja

Renault Clio

Fimmta kynslóð af Clio, nýr bíll sem er byggður frá grunni. Fáanlegur í bensín, dísil og tvinnútgáfu.

Hvenær: Kominn Verð frá: 2.850.000 Söluaðili: BL

Millistærð

Peugeot 508e

Tengiltvinn útgáfa er væntanleg þar sem drægni á rafmagni er rúmlega 50 km. Með samvinnu rafmagns og 1.6 lítra bensín mótor mun bíllinn skila 222 hestöflum. Hvenær: Nóvember Verð frá: Liggur ekki fyrir Söluaðili: Brimborg

KIA X-CEED PHEV

Eins og margir aðrir bílar þá verður Ceed í boði sem tengiltvinnbíll og drægni á rafmagni rúmlega 50 km. Hvenær: Kominn Verð frá: 4.470.000 krónur Söluaðili: Askja

VW ID3

Það ríkir mikil eftirvænting eftir þessum fyrsta VW sem er hannaður frá grunni sem rafbíll. ID3 er fyrsti rafbíllinn af mörgum í ID línuni sem mun deila sama undirvagni. Verður í boði með 45 - 82 kw rafhlöðu Hvenær: Í sumar Verð frá: Liggur ekki fyrir. Söluaðili: Hekla

Mercades Bens B-Class

B-class mun deila sömu vélrás og A-class. 15,6 kWh rafhlöðu sem knýr áfram 75kw rafmótor og 1.3 túrbo bensín mótor. Samtals 215 hestöfl sem skila bílnum í hundrað á innan við 7 sekúndum. Hvenær: Kominn Verð frá: 5.790.000 krónur Söluaðili: Askja

VW Golf VIII

Áttunda kynslóð af þessum vinsæla fjölskyldubíl frá VW. Stærðar hlutföll svipuð og frá sjöundu kynslóð en bíllinn mun hafa lægri loftmótsöðu. Ekki í boð 100% rafmagn þar sem VW ID3 mun taka við. Hvenær: Maí Verð frá: Liggur ekki fyrir. Söluaðili: Hekla

Stórir

Porsche Taycan

100% rafmagsnbíll frá Porsche. Bíllinn verður í boði í nokkrum útgáfum og verður sú öflugasta með 560kW rafmótor sem skilar þessum fjögurramanna bíl í 100 á 2,8 sekúndum. Hvenær: Kominn Verð frá: 13.900.000 krónur

Söluaðili: Bílabúð Benna

Hyundai Ioniq

Ný og endurbætt útgáfa fær 40 kWst rafhlöðu með hátt í 300 km drægni skv. framleiðenda. Hvenær: Júlí Verð frá: 3.950.000 krónur Söluaðili: Hyundai umboðið

Subaru Forester

Fimmta kynslóð er komin og verður nú einnig í boði í tvinnútgáfu þar sem 2.0 lítra bensín mótor mun vinna með rafmótor sem er staðsettur á afturöxli bílsins Hvenær: Kominn Verð frá: 7.390.000 krónur Söluaðili: BL

Volvo V60 / S60

Véla og útlitsuppfærsla, fjórhjóla tengiltvinn útgáfa sem er allt að 390 hestöfl. Hvenær: Kominn Verð frá: 7.290.000 krónur

Subaru XV

Eins og með Subaru Forester mun XV koma í tvinnútgáfu þar sem rafmótor og 2.0 lítra bensín mótor vinna saman. Hvenær: Kominn Verð frá: 6.390.000 krónur Söluaðili: BL

Jepplingar og minni jeppar

Volvo XC40 PHEV

Þessi litli jepplingur frá Volvo er nú kominn í tengiltvinn útgáfu og mun einnig koma sem 100% rafbíll með allt að 400 hestafla mótor undir lok ársins. Hvenær: Kominn Verð frá: 5.350.000 krónur Söluaðili: Brimborg

Mazda MX30

Nýr 100% rafmagnsbíll frá Mazda, 35,5 kWst rafhlaða skilar bílnum rúmlega 200 km. Skemmtileg hönnun sem verður áhugavert að fylgjast með. Hvenær: Október Verð frá: Liggur ekki fyrir Söluaðili: Brimborg

M.Benz GLA

Önnur kynslóð af minnsta smájeppanum frá Benz, eins og margar aðrar útgáfur frá framleiðandum þá mun bíllinn koma í tengiltvinnútgáfu ásamt bensín og dísilútgáfu. Hvenær: Ágúst Verð frá: 7.490.000 krónur Söluaðili: Askja

Ford Kuga

Nýr bíll sem er stærri á alla kanta að innan og utan, kemur í tengiltvinn sem býður upp á rúmlega 50 km drægni á rafmagni. Einnig verða hybrid, bensín og dísil útfærslur í boði. Hvenær: Kominn Verð frá: 4.950.000 krónur Söluaðili: Brimborg

Jeep Renegade PHEV

Eins og svo margir framleiðendur mun Jeep bjóða upp á tengiltvinnútgáfu af Renegade. Bíllinn verður með rafmagni á afturhljólum og eldsneyti á framhjólum. Því mun bíllinn geta stýrt afli til allra hjóla Hvenær: Sumar Verð frá: Liggur ekki fyrir Söluaðili: Ísband

Nissan Juke

Kærkomin uppfærsla af vinsælum smájeppa og verður í boði með fram- og fjórhjóladrifi. Nánar má lesa um bílinn á reynsluaksturssíðum aftar í blaðinu. Hvenær: Kominn Verð frá: 3.990.000 krónur Söluaðili: BL

Renault Capture

Önnur kynslóð af Captur borgarjeppnum, eins og Clio er bíllinn byggður nýr frá grunni en bílarnir deila sama undirvagni. Hvenær: Júlí Verð frá: 3.690.000 krónur Söluaðili: BL

Peugeot 2008e

Nýr og endurhannaður Peugeot 2008. Bæði í boði sem 100% rafmagn, bensín og dísil. Hvenær: Maí Verð frá: 4.490.000 krónur Söluaðili: Brimborg

M.Benz GLB

Áhugaverður nýr jepplingur sem mun fylla í skarðið á milli M. Benz GLA og GLC. Hvenær: Ágúst Verð frá: Liggur ekki fyrir Söluaðili: Askja

Borgarjeppinn frá BMW verður nú í boði með 1,5 lítra 3 sílendra turbó bensínmótor og rafmótor sem skila um 220 hestöflum. Hægt verður að aka um 50 km á hreinu rafmagni í hverri hleðslu. Hvenær: Kominn Verð frá: 5.990.000 krónur Söluaðili: BL

Hyundai Tucson MHEV

Þriðja kynslóð hefur nú fengið andlitslyftingu og verður fáanlegur með MHEV (Mild Hybrid) kerfi á dísil mótor. Hvenær: Júlí Verð frá: 6.190.000 krónur Söluaðili: Hyundai umboðið

M.Benz GLC + Coupe

Fyrsta kynslóð fær andlitslyftingu og verður í boði sem tengiltvinn 2.0 lítra bensín og 90 kW rafmótor sem skila samtals 315 hö. Þá koma einnig bensín og dísilútgáfur. Hvenær: Kominn Verð frá: 8.590.000 krónur Söluaðili: Askja

M.Benz EQA

100% rafmagnsbíll með aukinni veghæð. Stefnt að kynningu í lok árs. Hvenær: Desember Verð frá: Liggur ekki fyrir Söluaðili: Askja

MMC Eclipse Cross PHEV

Bíllinn hefur nú fengið uppfært útlit og verður væntanlegur í tengiltvinnútgáfu sem verður ekki ósvipuð því sem þekkist úr stærri bróður bílsins Outlander. Hvenær: Haust Verð frá: Liggur ekki fyrir Söluaðili: Hekla

Opel Grandland X

Kemur í tengiltvinnútgáfu þar sem bensín og rafmótor munu skila allt að 300 hestöflum. Hvenær: Kominn Verð frá: 3.990.000 krónur Söluaðili: Bílabúð Benna

BMW X3

X3 fæst nú einnig í tengiltvinnútgáfu og skila bensín og rafmótor frá sér samtals 292 hestöflum. Drægni á rafhlöðu allt að 50 km skv. framleiðenda. Hvenær: Kominn Verð frá: 7.650.000 krónur Söluaðili: BL

Peugeot 3008 PHEV

Tengiltvinn uppfærsla, verður boðið upp á tvær afl útgáfur 225 hestöfl framhjóladrifinn og 300 hestöfl fjórhjóladrifinn. Hvenær: Kominn Verð frá: 4.450.000 krónur Söluaðili: Brimborg

Jeep Compass PHEV

Eins og með Renegade verður Compass einnig í boði sem tengiltvinnútgáfa. Um sömu driflínu er að ræða þar sem 1.3 bensínmótor starfar með rafmótor og munu þeir skila samtals 240 hestöflum. Hvenær: Sumar Verð frá: Liggur ekki fyrir Söluaðili: Ísband

Stærri jeppar

Land Rover Defender

Einn þekktasti jeppinn í bílasögunni hefur verið endurhannaður og færður til framtíðar. Kemur bæði í stuttri og langri útgáfu. Áhugaverður bíll með skemmtilega sögu. Hvenær: Kominn Verð frá: 11.000.000 krónur Söluaðili: BL

Kia Sorento

Nýr Sorento með gjörbreitt útlit og stærri á alla kanta. Verður í boði með dísil, tengiltvinn og tvinn útgáfu. Hvenær: Væntanlegur Verð frá: 7.990.000 krónur Söluaðili: Askja

SsangYoung Korando SsangYoung hefur endurhannað Korando frá grunni og verður hann framleiddur jafnt með bensín og dísil mótor.

Þá mun bíllinn einnig verða í boði 100% rafmagn með drægni yfir 300 km. Hvenær: Maí Verð frá: 5.000.000 krónur

Söluaðili: Bílabúð Benna

M.Benz GLE

Fjórða kynslóð af arftaka M línuni mun nú koma í tengiltvinnútgáfu með allt að 96 km drægni. Hægt verður að velja um rafmótor með bensín- eða dísilvél. Hvenær: Ágúst Verð frá: 10.890.000 krónur Söluaðili: Askja

Izusu D-Max

Nýr pallbíll frá Isuzu hannaður frá grunni í samstarfi við Mazda. Verður í boði með 1,9 lítra dísil mótor og 3,5 tonna dráttargetu.

Hvenær: September Verð frá: Liggur ekki fyrir Söluaðili: BL

Volvo XC90

Bíllinn hefur nú fengið andlitslyftingu ásamt stærri rafhlöðupakka í tengiltvinnútgáfunni sem skilar bílnum allt að 30 km á rafmagni skv. framleiðenda. Hvenær: Kominn Verð frá: 11.090.000 krónur Söluaðili: Brimborg

Ford Explorer

Sjötta kynslóð mun koma í sölu í sumar. Bíllinn hefur verið byggður upp frá grunni og verður væntanlegur í tvinn útfærslu. Hvenær: Júlí Verð frá: 11.500.000 krónur Söluaðili: Brimborg

M.Benz GLS

Þriðja kynslóð er orðin enn stærri og mun bjóðast með af þessum stóra sjö manna bíl mun verða í boði með tengiltvinnútgáfu jafnt bensí og dísil. Hvenær: Kominn Verð frá: 16.190.000 krónur Söluaðili: Askja

Í samræmi við stefnu sína um að bjóða alla bílgerðir Jaguar Land Rover með rafmótor frá og með 2020 hefur verksmiðja fyrirtækisins í Castle Bromwich í Bretlandi nú verið undirbúin fyrir breytingarnar því að 2021 kemur flaggskip Jaguar, stóri lúxusbíllinn XJ, á markað sem 100% rafbíll en framleiðslu sama bíls með núverandi drifrás hefur verið hætt.

Jaguar XJ hefur verið á markaði í rúma fimm áratugi og á þeim tíma gengið yfir átta kynslóðaskipti samfara stöðugri tækniþróun og breyttum straumum og stefnum í bílgreininni. Þessi rúmgóði og stóri lúxusbíll hefur frá upphafi verið hannaður, þróaður og framleiddur í Bretlandi og fluttur út til fleiri en 120 landa um allan heim frá árinu 1968. Rafknúin útgáfa XJ mun að stórum hluta byggja á fagurfræðilegri arfleifð forvera síns ásamt rómuðum afköstum og munaði. Hönnuðir og verkfræðingar nýja bílsins verða þeir sömu og tryggt hafa Jaguar I-Pace helstu verðlaun í bílaheiminum vestanhafs og austan á umliðnum mánuðum. Ákvörðun stjórnenda Jaguar Land Rover um að hrinda í framkvæmd ákvörðun um endurnýjun lífdaga Jaguar XJ mun tryggja áframhaldandi störf þúsunda starfsmanna fyrirtækisins í Bretlandi ásamt því sem ákvörðunin markar nýtt skref í orkuskiptum fyrirtækisins. Í upphafi þessa árs var tilkynnt um nýja framleiðslulínu fyrir nýja drifrás rafhlöðu og rafmótors (EDU) sem sett verður upp í verksmiðjunni í Miðlöndunum auk þess sem verksmiðjan þar verður stækkuð og endurbætt á ýmsan máta. Ný samsetningarmiðstöð Jaguar Land Rover fyrir rafhlöður, sem tekur til starfa í Hams Hall á næsta ári, mun afkasta 150 þúsund framleiðslueiningum á ári og verður hún sú fullkomnasta sinnar tegundar í Bretlandi. Ásamt vélaverksmiðjunni (EMC) í Wolverhampton munu verksmiðjurnar tvær bera hita og þunga af framleiðslu næstu kynslóða bíla frá Jaguar Land Rover sem allar verða boðnar með rafmótor, ýmist sem tvinnbílar eða hreinir rafbílar. Í samræmi við þá skuldbindingu Jaguar Land Rover að framleiða rafknúna bíla í Bretlandi er það jafnframt nauðsynlegt að mati fyrirtækisins að stjórnvöld og aðrir bílaframleiðendur í Bretlandi taki höndum saman um að setja á stofn afkastamikla rafhlöðuverksmiðju í landinu sem framleiði minni, afkastameiri og ódýrari rafhlöður en nú eru fáanlegar á markaðnum. Þessi mikilvægu skref munu einnig styðja við og efla núverandi aðfangakeðju og gera Bretland óháðara þeim erlendu mörkuðum sem nú þjónusta breska bílaiðnaðinn.

FIA og Formula 1 vinna saman í loftslagsmálum

Heimssamtök bifreiðaeigendafélaga og bifreiðaíþróttafélaga, FIA, og Formúla 1, ein þekktasta kappaksturskeppni heims, hafa undirritað samning við Sameinuðu þjóðirnar um aðgerðir í loftslagsmálum. Með samningnum skuldbindur FIA sig til að auka sjálfbærni í umhverfinu. Forsvarsmenn Formúlu 1 sendu frá sér yfirlýsingu undir lok síðasta árs þar sem markmiðið verður að allar keppnir á þeirra vegum verði kolefnislausar fyrir 2030. Við undirritun samningsins verða FIA og Formúla 1 að fylgja eftir fimm meginreglum: Bæði umhverfisaðgerðir FIA á heimsvísu og víðtæk markmið þess um að vera kolefnislaust fyrir 2030 uppfylla þessar kröfur. Með þessari undirritun kemur fram skýr ásetningur beggja aðila, FIA og Formúlu1, um að vinna vel saman í þessum efnum. Jean Todt, forseti FIA, sagði við undirritunina að þetta væri stór áfangi í

32 1. 2. 3. 4. 5.

Ráðast í kerfisbundið átak sem stuðlar að meiri umhverfisábyrgð. Draga úr heildaráhrifum í loftslagsmálum. Standa að fræðslu um aðgerðir í lofslagsmálum. Efla sjálfbærni og ábyrga neyslu. Vera öflugir talsmenn í lofslagsmálum fyrir milligöngu samfélagsmiðla. loftslagsmálum og væru samtökin, sem teldust stór á heimsvísu, að leggja sitt af mörkum til að hafa umhverfið hreinna og betra. Chase Carey, formaður og forstjóri Formúlu 1, sagði að fyrsta skrefið í aukinni sjálfbærni hefði verið tekið undir lok síðasta árs. Við verðum öll að vinna saman og takast á við þær loftslagsbreytingar sem við stöndum frammi fyrir. „Aðgerðir sem við munum grípa til á næstum árum hafa það markmið að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Við erum ánægð að starfa á þessum vettvangi með Sameinuðu þjóðunum og samstarfið með FIA og öðrum aðilum á eftir að skila sér. Markmiðin eru að minnsta kosti skýr,“ sagði Carey.

This article is from: