FÍB Blaðið 1.tbl. 2020

Page 21

NÝIR BÍLAR 2020 N

ú er árið 2020 komið vel á veg og nýir bílar streyma í umboðin með loforð um minni útblástur, aukin þægindi, öryggi og tækni.

FÍB blaðið hafði samband við helstu bílaumboðin hér heima og óskaði eftir upplýsingum um við hverju mætti búast frá þeirra framleiðendum árið 2020 og í stuttu máli má búast við yfir 40 nýjum tegundum og uppfærslum inn á markað. Þess ber að geta að þessi samantekt er ekki tæmandi þar sem ekki var horft til bíla sem fengu andlitslyftingu (e. facelift) en við höfðum þá bíla sem verður boðið upp á með nýrri driflínu. Af þessari samantekt má sjá hversu mikil sprenging hefur orðið í framboði á rafmagnsbílum og þá sérstaklega bílum sem verða í boði í tvinn- og tengiltvinnútgáfu. Taka skal tillit til þeirra umhleypinga sem eiga sér stað um allan heim vegna veirusýkinga og er enn óvíst hvaða áhrif það eigi eftir að hafa á bílaframleiðendur og umboð.

21


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.