Hvernig er hreinsun gatna háttað? Síðasti vetur var óvenju snjóléttur og af þeim sökum þurfti ekki að bera mikið salt á götur. Það sama má almennt segja um gönguleiðir en alla jafnan er borinn sandur á þær í hálkutíð sem minna þurfti síðasta vetur sökum hagstæðs tíðarfars. Svifryk fer stundum yfir heilsuverndarmörk á mælistöðvum Umhverfisstofnunar á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið bent á ýmsar ástæður sem valda því. Í því sambandi má nefna nagladekkjanotkun og eins að gatnakerfið sé ekki nógu vel þrifið. Þess má geta að hjá Akureyrarbæ hefur verið sett á laggir verkefni
við síðustu fyrirspurninni svaraði Gylfi Ástbjartsson, verkefnastjóri skilmálaeftirlits byggingarfulltrúa á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. Svar við fyrirspurninni: Alla jafnan hefst vorhreinsun í kringum 1.apríl, en það fer þó eftir veðri og aðstæðum hverju sinni, hvenær hægt er að byrja. Í vetur hefur veðurfar verið okkur hagstætt og höfum við farið aukaferðir á margar af stofn- og tengibrautum sem tilheyra Reykjavík. Ég veit líka til þess að Vegagerð hafi gert slíkt hið sama á þjóðvegum í
Fyrirspurnin FÍB til Reykjavíkurborgar Hvernig er hreinsun gatna háttað í Reykjavík árið um kring? Eru sérstakar viðbótarráðstafanir í gangi til að draga úr svifryki þegar loftgæði versna? Fram kemur á heimasíðu Reykjavíkurborgar að vorhreinsun hefjist í öllum hverfum i apríl. Nú í vetur hafa oft verið skilyrði til hreinsunar helstu gatna á höfuðborgarsvæðinu vegna hagstæðs veðurfars. Loftgæði hafa oft verið slök í vetur vegna svifryks. Hafa borgaryfirvöld aukið við gatnahreinsun vegna þessara ástæðna í vetur? Er til aðgengileg tölfræði um hreinsun og samanburður á milli ára? Eru í gildi reglur sem falla væntanlega undir umhverfiseftirlit Reykjavíkurborgar um viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir fok og efnisburð frá framkvæmdasvæðum þar sem unnið er að mannvirkjagerð? Þarna er átt við vatnsúðun, rykbindingu, yfirbreiðslur og aðrar ráðstafanir til að koma í veg fyrir fok á rokgjörnum efnum, m.a. frá efnishaugum. Einnig koma til reglur varðandi hreinsun vinnuvéla, vatnsúðunarbúnað á tækjum, hreinsun hjólbarða malarflutningatækja og yfirbreiðslu farma. þar sem kanna á uppruna og efnasamsetningu svifryks á götum bæjarins. Markmiðið er að finna bestu aðferðir til að útrýma því. Þegar hreinsun gatna hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er könnuð er sú framkvæmd unnin með svipuðum hætti hjá flestum þeirra. FÍB sendi fyrirspurn til Reykjavíkurborgar og svaraði henni Björn Ingvarsson, deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöð borgarlandsins. Spurningunni 18
FÍB-blaðið
þéttbýli, sem er sinnt af Vegagerð. Held að þau hafi tekið aukaumferð á allar sínar götur. Vorhreinsun gatna fer þannig fram að í upphafi er farið í stofn- og tengibrautir og þær sópaðar. Að því loknu, eða í kringum 1. maí, er farið í húsagötur, þær forsópaðar, síðan sópaðar og þvegnar. Vorhreinsun getur verið að taka okkur í kringum 8–12 vikur, eftir veðurfari. Nokkru síðar eða í kringum 1-15. júní hefst sumarhreinsun, þar sem farið er
aftur yfir stofn- og tengibrautir, þær þvegnar og sópaðar. Sumrinu síðan leyft að líða og í kringum 1.október er farin ein umferð til viðbótar á stofn- og tengibrautir, sem og húsagötur, þ.e. hausthreinsun. Á endanum er áætlun þannig að stofn- og tengibrautir eru hreinsaðar þrisvar á ári, húsagötur eru hreinsaðar tvisvar á ári en allar götur eru jafnframt þvegnar einu sinni á ári. Sé veðurfar hagstætt að vetri til, höfum við verið að fara eina umferð til viðbótar á valdar stofn- og tengibrautin, þær sem við teljum að helst geti valdið okkur erfiðleikum vegna svifryks. Ef loftgæði fara yfir ákveðin mörk, kallar Heilbrigðiseftirlit út í rykbindingu, sem Reykjavíkurborg sinnir. Helst er þó verið að rykbinda þjóðvegi í þéttbýli, enda mesta og hraðasta umferðin á þeim götum og þær því okkar helsta vandamál er kemur að svifryksmengun. Rykbinding er unnin í góðri samvinnu Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlitsins. Vegna hagstæðra veðurskilyrða í vetur, bættum við einni umferð sópunar við á þó nokkrar stofn- og tengibrautir í vetur. … Auk þess fórum við tvisvar sinnum í rykbindingu í vetur. Ég er ekki með aðgengilega tölfræði sem ég get dregið fram eins og er. Ekki er, enn sem komið er, hægt að fara aftur í tímann í Borgarvefsjá þegar kemur að hreinsun, en það er von mín að svo verði einhvern tíma, enda afar góð heimild um hina ýmsu vinnu sem unnin er af Reykjavíkurborg. Það er ekki langt síðan við fórum að auka við hreinsun vegna hagstæðra veðurskilyrða og þau hafa aldrei verið jafn góð og síðasta vetur. Það var því farið fjórum sinnum í óvenju margar götur þennan vetur.