FÍB Blaðið 1. tbl. 2022

Page 12

Bílaleigubíll Íslendings í Danmörku gerður upptækur Íslendingur á ferðalagi í Danmörku var tekinn fyrir ofsaakstur (vanvidskørsel) eins og það er orðað. Atvikið átti sér stað á Jótlandi skömmu fyrir síðustu jól en Íslendingurinn var þar í þeim erindagjörðum að heimsækja ættingja. Ökumaðurinn var tekinn á yfir 100 km hraða á klukkustund en deilt er um leyfilegan hraða á þeim stað sem hann var tekinn. Hámarkshraði hafði verið 60 km en hafði verið tekinn niður í 50 km að sögn dönsku lögreglunnar. Íslendingurinn var á bílaleigubíl sem lögregla haldlagði á staðnum í því skyni að gera hann upptækan með dómi – sem myndi gera það að verkum að bílaleigan missti bíllinn. Bílaleigan gerir í framhaldinu þær kröfur að íslenski ökumaðurinn eða leigutakinn greiði bílinn sem metinn er á fjórðu milljón íslenskra króna. Þann 31. mars á síðasta ári tók gildi ný löggjöf í Danmörku þar sem lögreglan getur lagt hald á ökutæki ef það er notað til svonefnds ofsaaksturs. Á tæplega hálfu ári eftir að nýja löggjöfin var tekin upp hafði lögreglan lagt hald á 510 ökutæki á

12

FÍB-blaðið

landsvísu og lagt fram 623 ákærur. Í 586 tilvikum var um ræða hreinan ofsaakstur. Ökumaðurinn íslenski snerist til varnar og leitaði réttar síns með aðstoð Gísla Tryggvasonar landsréttarlögmanns sem bjó lengi í Danmörku og las lögfræði að hluta þar og hefur eftir áratuga norrænt samstarf sinnt fjölda mála undanfarin ár með norræna tengingu og m.a. flutt mál fyrir dönskum dómstólum. Gísli hófst strax handa í málinu fyrir síðustu áramót. Málflutningur um haldlagninguna sem slíka fór fram í lok mars um það hvort handlagning lögreglu á umræddum bílaleigubíl stæðist dönsk lög og mannréttindafordæmi. Í þeirri fyrstu orrustu taldi dómari ekki fært að hafna haldlangingu til að byrja með. „Fyrst úrskurðaði dómstóllinn hvort haldlagningin sem slík stæðist. Síðan mun sakamálið halda áfram því að ökumaðurinn er að mati lögreglu sekur um brot á umferðarlögum, burt sé frá þessari haldlagningu og upptökukröfu sem tekist verður á

Gísli Tryggvason landsréttarlögmaður

um í annarri orustu í aðalmeðferð sakamálsins. Málið stendur og fellur með því hvort hann eigi aðeins að borga einhverja smá sekt, jafnvel missa ökuleyfið í Danmörku um einhvern tíma, eða hvort hann þurfi að borga bílaleigufyrirtækinu á fjórðu milljón íslenskra króna sem nemur andvirði bílsins. Þetta væru því há refsiviðurlög fyrir að keyra hratt,“ segir Gísli Tryggvason landsréttarlögmaður í spjalli við FÍB-blaðið um málið. Þriðja orrustan getur svo snúist um hvort endurkrafa bílaleigufyrirtækisins á hendur ökumanni eða leigutaka stenst reglur neytendamarkaðsréttar enda er erfitt fyrir íslenskan neytanda að átta sig á að hann væri skrifa undir svo afdrifaríkar afleiðingar sem ekki þekkjast í mörgum ríkjum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.