Fíb blaðið 1 tbl 2017

Page 31

meðhöndluð síðar í hönnunarferlinu. Einnig gefur það betri yfirsýn fyrir veitufyrirtæki varðandi skipulag dreifikerfis, aflþörf fyrir viðkomandi reit og fyrir stærra svæði. Kröfur varðandi hleðslu rafbíla hefur m.a. áhrif á orkuflutning til svæðisins, plássþörf og uppbyggingu innviða rafmagnsdreifingar, útfærslu bílastæða og samgangna og gefur framtíðar notendum upplýsingar um útfærslu svæðisins varðandi vistvænar samgöngur.

Böðvar Tómasson, fagstjóri og verkfræðingur hjá Efla verkfræðistofu

praktískt og flestir vilja geta gert það heima hjá sér. Þar eru bílarnir til lengri tíma, yfir nótt, og það er því eðlilegt að fólk geti hlaðið sína bíla heima. Gert sé ráð fyrir rafbílahleðslu í skiplagi og hönnun bygginga „Það eru ákveðin vandamál til staðar varðandi þennan hleðslumöguleika í dag þar sem alls ekki allar nýbyggingar hannaðar til rafbílahleðslu. Það verður að teljast ákveðin galli. Þegar fólk er að fara inn í framtíðina og kaupa sér rafbíl þá getur það staðið frammi fyrir því í dag að ekki sé hægt að hlaða nema lítið hlutfall bíla í bílageymslunni. Það er mjög bagalegt og við þurfum virkilega breyta því þannig að hús verði byggð með réttum hætti hvað þetta varðar. Markmiðið er að hægt verði að tryggja hleðslu rafbíla án mikils kostnaðar fyrir þá sem þess óska. Það er einungis hægt með því að huga að innviðum rafbílahleðslu frá byrjun. Það gerir náttúrlega kröfu á hönnuði, verkkaupa, byggjendur og alla aðila sem að þessu koma. Til að leiðrétta þetta vandamál legg ég til að rafbílahleðsla verði einnig tekin upp á skipulagsstigi. Með því að gera ráð fyrir því strax á skipulagsstigi er betur tryggt að rafbílahleðsla verði

Í deiliskipulagi geta menn verið að setja fram kröfur til rafbílahleðslu m.v. hvernig reiturinn er samsettur, hvernig blöndun er á starfsemi á reitnum og svo framvegis. Ef um er að ræða fjölbýlishúsabyggð þá erum við að fá fram toppa notkunar á ákveðnum tímum en í blandaðri byggð getum við reiknað með að rafmagnsnotkunin dreifist betur, sem hefur áhrif á dreifikerfið,“ segir Böðvar. Hagkvæmt fyrir kerfið að rafbílahleðsla aukist Böðvar segir áhugavert sem fram hafi komið í erindi frá Veitum á ráðstefnunni að í heildina sé það mjög hagkvæmt fyrir dreifikerfið að rafbílahleðsla aukist vegna þess að það nýtir kerfið betur. Það er stórt hlutfall rafbílaeigenda sem hleður bílana sína á nóttinni á meðan það er þá lítil notkun annars staðar. Þetta hefur auðvitað áhrif á hámarkstoppa rafmagnsnotkunar, sem koma t.d. þegar fólk kemur heim á daginn og stingur bílnum í samband. Það hefur áhrif á uppbygginguna á kerfinu að einhverju leyti líka. Það þarf einhvers staðar örugglega að spýta í og hafa dreifikerfið aðeins öflugra og byggja það upp með tilliti aukinnar raf_ bílaeignar. Oft mikill skortur á afli í eldri fjölbýlishúsum Í eldri fjölbýlishúsum er oft mjög mikill skortur á afli. Það gerir það að verkum að fólk er að leita lausna og vantar aðstoð, en það skortir leiðbeiningar um hvaða skref þarf að taka til að koma upp rafbílahleðslu.

Ég held að það séu flestir aðilar sem eitthvað tengjast byggingum sem hafa fengið samtöl og spurningar um það hvernig hægt er að leysa hleðslumál í fjölbýlishúsum. Húsfélög eru að glíma við þetta út um allan bæ. Stundum getum við verið með einfaldar lausnir þegar heildar aflþörfin er ekki orðin mikil. Það er þá hægt að setja upp hleðslustöðvar sem tala saman við miðlægt kerfi. Þá er mjög mikilvægt að hugsað sé um heildar lausn þannig að hver og einn bíleigandi sé ekki að kaupa sína sjálfstæðu stöð. Ef stöðvarnar tala ekki saman þá er mjög erfitt að stýra aflinu til bíla sem gerir það að verkum að meiri hætta er á útslætti í kerfinu eða kannski bara einn bíll sem fær allan strauminn og annar ekki. Það þarf því að vera samræmd nálgun í fjölbýlishúsum varðandi lausnir. Síðan getur það komið upp að fjöldi rafbíla er orðinn það mikill að rafmagnsinntakið dugi ekki til og að dreifing gerir það bara að verkum að allir fái bara mjög lítinn straum. Þá gæti þurft að ráðast í að fá nýtt inntak í húsið og það getur verið mikill kostnaður í því fólginn. Þessi startkostnaður getur hlaupið á mörgum milljónum og það getur verið erfitt fyrir t.d. húsfélög að fjármagna slíkt. Þar sem rafbílahleðsla og rafbílavæðing er komin lengra eins og í Noregi og Svíþjóð eru veittir styrkir til þess að koma upp hleðslustöðvum í eldri húsum. Það er eitthvað sem væri mjög æskilegt að koma upp hér á landi til þess að tryggja orkuskipti í samgöngum,“ segir Böðvar. Rétt hönnun sparar milljónir Böðvar segir ennfremur varðandi nýbyggingar að tiltölulega auðvelt að hanna nýbyggingar þannig að úr þessu sé bætt. Tryggja þarf lágmarkshleðslu í byrjun fyrir eitthvað ákveðið hlutfall af bílum og gera ráð fyrir því að hægt sé að fjölga því með tímanum. Þetta þýðir í raun og veru bara aðeins stærra inntak inn í húsið og gera ráð fyrir rafmagnstöflu sem hægt er að stækka auðveldlega þegar notkun eykst. Auk þess þarf að huga að lagnaleiðum að bílastæðum og fyrirkomulagi innanhúss. Þessar viðbótar ráðstafanir gera bara kröfu um aðeins meiri langtímahugsun varðandi framtíða notkun 31


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Fíb blaðið 1 tbl 2017 by Félag íslenskra bifreiðaeigenda - Issuu