ÖÐVAFJÖLDI Þveröfug þróun á Íslandi Á Íslandi hefur þróunin hins vegar verið þveröfug. Tímabilið 2005-2014 fjölgaði stöðvum í landinu um 18 sem er rúmlega 8% fjölgun. Það skýrist að hluta en ekki að öllu leyti með innkomu Atlantsolíu á markaðinn og því líka að stöðv-um hinna olíufélaganna fjölgaði um þrjár samanlagt. Stöðvum N1 fækkaði á þessu tímabili um þrjár en fjölgaði hjá um sex hjá Olís. Árin 1983-2010 tvöfaldaðist fjöldi eldsneytisstöðvum í Reykjavík (úr 22 í 44) meðan íbúum borgarinnar fjölgaði aðeins um 35%. Það þýðir að íbúum á hverja stöð fækkaði um 35% svo að árið 2010 voru í Reykjavík 2.700 íbúar á hverja bensínstöð. Á Akureyri voru árið 2010 1.400 íbúar á hverja bensínstöð. ,,Það er enginn sem segir að það þurfi að vernda bensínstöðvar frekar en vídeóleigur. Þetta eru ekki menningarverðmæti sem við getum ekki verið án. Hér er fákeppnis-
markaður en þrátt fyrir það eru ótrúlega margar bensínstöðvar, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Runólfur. En hversu þétt er net bensínstöðvanna eiginlega? Í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi eru þær samkvæmt lauslegri samantekt ótrúlega margar. Frá höfuðstöðvum FÍB sem eru að Skúlagötu 19 er styst í dælur Atlantsolíu á lóð Aktu-taktu milli Skúlagötu og Sæbrautar. Þangað eru um 100 metrar. Í þá næstu sem er N1 í Borgartúni er um kílómetri og rúmir tveir að Olís í Ánanaustum. Sé miðað við fjarlægðir bensínstöðva við stærsta vinnustaðinn á höfuðborgarsvæð-inu sem er Landspítalinn við Hringbraut, þá eru hvorki meira né minna en 28 bensínstöðvar í innan við fimm kílómetra akstursfjarlægð. Allar selja þær eldsneyti og margar selja hverskonar skyndibita en færri eru með bílavörur eins og þurrkublöð og bílavörur eins og í gamla daga.
28 bensínstöðvar höfuðborgarsvæðisins: Orkan Eiðistorgi (4,8 km frá Landspítala). Orkan Austurströnd (5 km frá Landspítala). N1 Ægisíðu (ca 3,7 km frá Landspítala). Skeljungur Birkimel. Olís Ánanaustum. N1 Hringbraut (400 m frá Landspítala). Olís Skúlagötu. Atlantsolía Skúlagötu. Olís Snorrabraut. Atlantsolía Flugvallarvegi. Orkan Skógarhlíð. Skeljungur Skógarhlíð. Skeljungur Laugavegi. Orkan Miklubraut (sunnanmegin). Orkan Miklubraut (norðanmegin). N1 Stóragerði. N1 Fellsmúla. Olís Sundagörðum. Olís Álfheimum. Olís Háaleitisbraut. Atlantsolía Skeifunni (3,4 km frá Landspítala). N1 Kringlumýrarbraut. Atlantsolía Kópavogsbraut. Olís Hamraborg (4 km frá Landspítala). N1 Borgartúni. N1 Vatnagörðum. Orkan Klettagörðum. Atlantsolía Sprengisandi. 23