Page 1

1.tbl. 2014

F É L A G

Í S L E N S K R A

B I F R E I Ð A E I G E N D A

UPPGEFIÐ FROSTÞOL

STENST EKKI! FÍB KANNAR RÚÐUVÖKVANN LÁTA OLÍUFÉLÖGIN

ÞIG KOSTA

AFSLÁTTATILBOÐ SÍN? GÓÐ UMFERÐAMANNVIRKI

STÓRMINNKA

SLYSAHÆTTUNA

TÖLVUGÖGN

BÍLSINS ÞÍNS HVER KEMST Í ÞAU? HVER Á ÞAU?

ÍSLENDINGUR FÆR OFURSEKT Í USA GILT ÖKUSKÍRTEINI HUNSAÐ

1


Mosfellsbæ

Skúlagötu Skeifunni Bíldshöfða Sprengisandi

Öskjuhlíð

BYKO Breidd

Kópavogsbraut

Búðakór

Akureyri (Glerártorgi og Baldursnesi)

Kaplakrika

Egilsstöðum

Stykkishólmi

Birgðastöð Hafnarfjarðarhöfn

Borgarnesi Mosfellsbæ Reykjanesbæ Hveragerði Selfossi

VELDU ÞÍNA STÖÐ! Akureyri - Glerártorgi Akureyri - Baldursnesi hjá BYKO Borgarnesi Hafnarfirði - Hafnarfjarðarhöfn Hafnarfirði - Kaplakrika Hveragerði Kópavogi - Búðakór Kópavogi - Kópavogsbraut Kópavogi - Byko Breiddinni Mosfellsbæ

Reykjanesbæ - Njarðvík Reykjavík - Bíldshöfða Reykjavík - Skeifunni Reykjavík - Skúlagötu Reykjavík - Sprengisandi Reykjavík - Öskjuhlíð Selfossi Stykkishólmi Egilsstöðum

Til að sækja um FÍB lykil og velja þína stöð farðu inn á fib.is eða hringdu í síma 414-9999

2


MEIRA FYRIR FÍB FÉLAGA HJÁ ATLANTSOLÍU

11 KR

AFSLÁTTUR

9+2 KR 7+2 KR

EF KEYPT ER 150 L EÐA MEIRA

EF KEYPT ER 150 L EÐA MINNA

FÍB félagar njóta sérkjara á eldsneyti. Dælulyklar þeirra sem greitt hafa félagsgjald veita 9 króna afslátt á valdri Atlantsolíustöð og 11 krónur ef teknir eru 150 l eða meira á mánuði. FYLLTU Á OG FARÐU AÐ SPARA • Dælulykillinn er ókeypis • Sæktu um hann á www.fib.is • Þú færð hann sendan heim

Hægt er að skanna kóðann til sækja um FÍB dælulykil

3


GÆÐIN TRYGGJA ÁRANGUR!

EXPO – www.expo.is

ÞÚ FÆRÐ ÖLL HELSTU VÖRUMERKIN FYRIR BÍLINN ÞINN HJÁ OKKUR

REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata, HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7, AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13

4 www.bilanaust.is

Sími: 535 9000

Gæði, reynsla og gott verð!


awareness of wildlife collisions PG 10

HKAA DRIVES GREEN

Ecodriving competition teaches smarter and more efficient motoring PG 15 Please visit WWW.MEMbERcLubS.FIA.coM to view the list of all our member clubs

news

A HIGHWAY TO SAFETY Iceland’s FÍB celebrates an accident-free decade on one of its major roads P11 ÚTGEFANDI FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA Ritstjóri Stefán Ásgrímsson Ábyrgðarmaður Runólfur Ólafsson HÖFUNDAR EFNIS BOGI AuðarSON GUÐJÓN GUÐMUNDSSON RUNÓLFUR ÓLAFSSON Stefán Ásgrímsson Örn’Ólfur Thorlacius UMBROT / Ljósmyndun Bogi Auðarson Stefán Ásgrímsson Prentun Ísafoldarprentsmiðja AUGLÝSINGAR FÍB - Bogi Auðarson bogi@fib.is UPPLAG 16.500 Forsíða TÖLVUVÆDDIR NETTENGDIR BÍLAR FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA skúlagata 19 101 Reykjavík Sími: 414-9999 Fax: 414-9998 Netfang: fib@fib.is Veffang: www.fib.is FÍB Blaðið kemur út þrisvar á ári og er innifalið í árgjaldinu. Árgjald FÍB er kr. 6.960.Heimilt er að vitna í FÍB blaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið

Jákvæð athygli heimsins að Íslandi

Á

ður en meginhluti Reykjanesbrautarinnar var gerður að 2+2 vegi var brautin, eða Keflavíkurvegurinn eins og leiðin er oftast nefnd, háskalegur vegur sem krafðist lífsfórna nánast hvert ár. En eftir að tvöföldun meginhluta leiðarinnar var tekin í notkun fyrir áratug hefur ekki orðið dauðaslys á hinum endurbætta hluta. Vegurinn hafði áður krafist mannslífa á hverju ári og vegið mjög þungt í íslenskri slysatölfræði. Það gerir hann ekki lengur. Endurbæturnar hafa því einar og sér leitt til þess að dauðaslysum í umferðinni á Íslandi hefur fækkað um minnst fimmtung miðað við áratuginn áður en vegurinn var tvöfaldaður. Þessi gleðilegu tíðindi hafa vakið athygli út fyrir landsteinana og í febrúarhefti Auto News, fréttabréfs FIA – alþjóðasambands bifreiðaeigendafélaga er fjallað um þennan mikla og mikilvæga árangur Íslendinga. Auto News er sent öllum aðildarfélögum FIA um allan heim, bæði sem prentað tímarit og á rafrænu formi. FÍB er eitt hinna evrópsku aðildarfélaga FIA en meðlimir þeirra eru samtals hátt í 100 milljónir talsins. Í frétt Auto News er rakinn aðdragandinn að tvöföldun vegarins og rætt við undirritaðan. Hann var í stuttu máli sá að almenningur á Suðurnesjum reis upp og krafðist virkra og varanlegra endurbóta á

þessum mikla slysavegi eftir skelfilegt umferðarslys þar sem þrír létu lífið. Þúsund manna fundur á Suðurnesjum krafðist tafarlausra endurbóta á veginum og hinn eindregni almenni úrbótavilji sem kom fram bæði þá og síðar, leiddi til þess að hafist var handa við að tvöfalda veginn. Þótt enn vanti herslumuninn upp á að verkinu sé lokið, þá er árangurinn öllum ljós. Hann sannar að umferðarslysin eru ekkert náttúrulögmál. Það er hægt að koma í veg fyrir að þau og það er hægt að milda áhrif mistaka í umferðinni með endurbótum á vegum, á bílum og með því að efla ábyrgðarvitund vegfarenda og almennings. Oft vill það því miður gleymast hversu mikinn kostnað og hörmungar umferðarslysin kalla yfir gífurlegan fjölda fólks. Á fimm ára tímabili hafa u.þ.b. 7000 manns slasast eða látist í umferðarslysum. Þegar litið er á banaslys á landinu í heild frá árinu 2002, urðu yfir 60% þeirra í umferðarslysum. Þrátt fyrir þann árangur sem vissulega hefur náðst í því að fækka banaslysum er ljóst að fórnir í umferðinni eru allt of dýrar og markmið um árlega banaslysalausa umferð er nauðsynlegt og löngu tímabært. Tökum því öll höndum saman og stefnum ótrauð að núlllausninni – banaslysalausri umferð. Steinþór Jónsson formaður FÍB


Efnisyfirlit 8

Tölvugögn bílsins þíns

14 Álagning olíufélagana 16 Íslendingur fær ofursekt í USA

STENST ÁLAGNING

18 Betri samgöngumannvirki 22 Frambjóðendur/framboð svara

OLÍUFÉLAGANA?

14

28 Bíllinn er ekki bilaður 30 Þakboxakönnun

TÖLVUGÖGN

BÍLSINS ÞÍNS

32 Þakboxaprófun

8

34 Bíllyklasmíði verðkönnun 36 Rúðuvökvi verðkönnun 37 Frostþol rúðuvökva stenst illa 38 Reykjanesbrautin vekur athygli 40 Mazda 3 reynsluakstur

GÓÐ UMFERÐAMANNVIRKI

STÓRMINNKA SLYSAHÆTTUNA

18

42 Mitsubishi rafbíll reynsluakstur 44 Bílamerki og bílaheiti 50 Nýjar metanstöðvar 51

Ný FÍB vefverslun

52 Nýir afsláttaraðilar 53 Show your card afsláttaraðilar 55 Bifreiðaþjónusta

Hver á tölvugögn bílanna okkar?

B

ílarnir verða sífellt tölvuvæddari og háðari því að vera í stöðugum Netsamskiptum. Þeir senda frá sér skilaboð á sjálfvirkan hátt og taka á móti upplýsingum og gögnum og vinna úr þeim jafnharðan. Þegar eitthvað bilar í þeim eða ef eitthvað kemur fyrir, kalla þeir eftir hjálp og láta vita hvað er að og hvaða varahluti eða verkfæri þarf til að bjarga málunum. Þeir eru jafnvel í sambandi hver við annan og skiptast á upplýsingum um hvernig umferðin er og hvort búast megi við töfum hér eða þar. 6

Eins og geta má nærri hefur orðið til gríðarlega mikið magn gagna og upplýsinga um bíla og bílanotkun samhliða hinni hröðu tölvu- og upplýsingavæðingu þeirra. Hvar eru þessi gögn? Hverjir hafa aðgang að þeim? Hverjir eiga þau? Um þessi mál er fjallað í grein sem hefst á bls. 10. Grein þessi á eftir að birtast í tímaritum og fjölmiðlum allra bíleigendafélaganna í Evrópu og mun þannig bera fyrir augu tuga milljóna fólks. Í greininni er kallað eftir skýrum

línum í því hver eða hverjir verði skilgreindir eigendur upplýsinganna og gagnanna í bílunum og um bílana. Eru það neytendur – þeir sem keypt hafa bílana og nota þá eða eru það framleiðendur þeirra? Við viljum hvetja félaga FÍB að kynna sér þessi mál og taka afstöðu.

Stefán Ásgrímsson ritstjóri


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 8 7 5

Öflugi sportjeppinn Mercedes-Benz GLK er ríkulega búinn og einstaklega öflugur sportjeppi. Hann er búinn hinu háþróaða 4MATIC aldrifskerfi sem tryggir framúrskarandi aksturseiginleika og aukinn stöðugleika, jafnt á bundnu sem óbundnu slitlagi. 4MATIC er ávallt virkt og bregst strax við breyttum akstursaðstæðum, t.d. mikilli úrkomu, ísingu eða snjó. Dráttargetan er heil 2.400 kg og hann eyðir aðeins 6,1 l/100 km í blönduðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til sýnis og reynsluaksturs.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook

7


TÖLVUGÖGN BÍLSINS ÞÍNS Senn verða flestallir nýir bílar Internettengdir og þar með í sívirku sambandi við umheiminn frá upphafi til endaloka sinna. Um þessar mundir fer fram mikil vinna við það að búa til alls kyns hugbúnað og forrit til að annast samskipti við bílana og meðhöndla og vinna úr því flóði gagna og upplýsinga sem byrjar að streyma í hvert skipti sem bíll er ræstur.

8


HVER Á ÞAU? HVER KEMST Í ÞAU? Í þessari grein verður leitast við að efla skilning á því hvað um er að ræða, hverjir skuli hafa aðgang að gögnum í og frá hinum nettengda bíl, hvaða tækifæri felast í þessari tækni eða þá hugsanlegar ógnir og loks hvernig þessi tækni getur best komið neytendum til góða.

9


BÍLTÖLVUR FRAMTÍÐAR Tölvufjarskipti (Telematics): Gagnaflutningar milli tölva með þráðlausri fjarskiptatækni. Snýst um það að miðla gögnum til og frá bifreiðum til að geta veitt ökumönnum upplýsinga- og viðgerðaþjónustu um gríðarstór og öflug samskiptanet.

Í

dag er það þannig að ef upp kemur bilun í bíl hefur ökumaður samband við þjónustuaðila að eigin vali og leitast við að lýsa biluninni og skýra út eftir bestu getu hvað gerðist. Þvínæst hefst bifvélavirkinn eða tæknimaðurinn handa. Hann greinir bilunina eða vandann og ef allt fer á besta veg gerir hann við bilunina og gerir bílinn ökuhæfan á ný. Nýir og nýlegir bílar eru nú þegar með tæknibúnað sem safnar sjálfvirkt og varðveitir upplýsingar og ökuferla og staðsetningar og um gang og ástand vélarinnar og bílsins í heild. Næsta skref er skammt undan, en í því felst að bíllinn sendir þessar upplýsingar til þjónustuaðila um lokaðar fjarskiptarásir um Internetið, til dæmis þegar bilun hefur orðið. Þetta getur tryggt markvissari viðbrögð í neyðartilvikum. Rétt bilunargreining berst þjónustuaðila á augabragði og hann getur strax sent viðgerðarmann af stað með rétt verkfæri, áhöld og varahluti til að leysa vandann. Með þessu verður jafnframt hægt 10

að senda margskonar gagnlegar upplýsingar til ökumanna. Sem dæmi má nefna að ökumaður getur fengið rauntímaupplýsingar um umferðina, nákvæma greiningu á ástandi bílsins og bilunum sem þegar eru til staðar eða í uppsiglingu og einnig hvort eða hvenær tími sé kominn til að fá bílinn þjónustuskoðaðan. Þannig er hægt að aðvara ökumanninn í tæka tíð áður en raunverulegur vandi hefur skapast. Jafnframt geta tæknimenn lesið úr þeim gögnum sem bíllinn hefur sent frá sér, hvað það er sem hrjáir bílinn, hver orsök bilunar er og jafnvel leyst vandann gegn um tölvur sínar ef hann er ekki þeim mun meiri. Skuggahlið þessa máls er hins vegar sú að það má nota umrædd tölvugögn frá bílum til margs annars en að aðstoða ökumennina. Það eru framleiðendur bílanna sem hafa verið og eru stöðugt að þróa tæknina til að leita uppi og senda tölvutæk bílagögn fram og til baka. Það skapar þeim augljóslega forskot á varahluta- og þjónustumarkaðinum (eftirmarkaðinum) því þeir geta stjórnað flæði upplýsinga frá bílunum

Bíllinn getur komið hverskonar upplýsingum og skilaboðum á framfæri við ökumann með því að varpa þeim upp á framrúðuna eða á baksýnisspegilinn.

til sjálfra sín eða þjónustu- og viðgerðaaðila sem þeir hafa sjálfir handvalið. Sumir bílaframleiðendur eru þess vegna að auka umfang þeirra upplýsinga sem ökutækin senda frá sér til þeirra sjálfra. Á endanum verða það því framleiðendurnir sjálfir sem koma til með að luma á yfirgripsmestu þekkingunni á ástandi bílsins þíns, en ekki þú sjálfur eða óháða verkstæðið sem þú treystir best til að halda bílnum þínum við. Þegar þú kaupir bíl eða færð umráð yfir bíl með kaupleigusamningi þá er ekki ólíklegt að í pappírunum sem þú færð til undirritunar sé blað sem er „samningur“ um gagnaflutninga. Með því að undirrita þennan svokallaða samning (Agreement) samþykkir þú að allar upplýsingar og gögn sem bíllinn sendir frá sér fari beint til framleiðandans eða handvalinna þjónustuaðila hans. Það getur þýtt eftirfarandi: -Óvíst er að umráðamaður bílsins sé meðvitaður um það hvenær bíllinn sendir frá sér upplýsingar né heldur hvernig og til hvers þær verða notaðar.


12-1988 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

EIN MÍNÚTA

í lausagangi kostar meira eldsneyti og útblástur en að ræsa bílinn aftur.

HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Arion banki býður kaupleigu og bílalán til að fjármagna bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra kjara og geta sparað sér töluverða fjármuni. Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með einföldum hætti muninn á þeim valkostum sem í boði eru.

Arion bílafjármögnun auðveldar þér að eignast og reka bílinn þinn á hagkvæman hátt.

11


BÍLTÖLVUR FRAMTÍÐAR

-Óvíst er hvort umráðamaður geti mótmælt breyttri þjónustustefnu eða afþakkað hana. Óvíst er einnig með það hvort hann verði með því að hafna breyttri þjónustustefnu, útilokaður frá allri frekari þjónustu við bílinn. -Hugsanlegt er að umráðamaður fái boð um að þjónusta skuli bílinn án þess að slíkt sé nauðsynlegt. -Skert valfrelsi: Líklegt er að umráðamaður þurfi að greiða viðgerðir hærra verði en hann þyrfti ef hann gæti leitað tilboða og valið í milli þjónustuaðila. Þegar bílaframleiðendur hafa einir beinan aðgang að tölvugögnum um ökutækið og frá því, neyðast aðrir þjónustuaðilar annaðhvort til að greiða framleiðanda ökutækisins fyrir aðganginn eða þá að öðrum kosti að þróa og markaðssetja sitt eigið sjálfstæða kerfi. Þetta kallar á aukinn þróunarkostnað en getur líka þýtt það að vissir þjónustuaðilar verði algjörlega útilokaðir frá markaðnum. Í því skyni að hindra aðför að rétti neytenda varðandi tölvugögn sem tengjast bílum þeirra leggja FÍB og FIA (heimssamtök bifreiðaeigendafélaga) til eftirfarandi grundvallarreglur: Meginregla 1. Gagnavernd Setja þarf löggjöf sem tryggir að upplýst samþykki bíleiganda

12

þurfi til þess að fá aðgang að tölvugögnum bílsins. Jafnframt þarf upplýsingabeiðandi að gera bíleiganda grein fyrir hvers vegna upplýsinganna er óskað og til hvers eigi að nota þær. Löggjöfin þarf að tryggja það að

bifreiðaeigandinn eigi þau gögn sem bíll hans framleiðir. Hann hafi full yfirráð yfir þeim eins lengi og bíllinn er í eigu hans og að hann hafi fulla stjórn á því hvernig þau eru notuð. Þetta ætti ekki að hafa áhrif á það þjónustustig sem ökumaður getur vænst frá framleiðanda eða söluumboði bílsins (sem hann getur samþykkt / afþakkað) Hins vegar er ljóst að ef ökumaður er ekki tilbúin að deila ákveðnum gögnum, getur það þýtt að aðgangur að þjónustu sem byggist á þessum gögnum takmarkast. Meginregla 2. Valfrelsi Bíleigendur eiga að hafa rétt til að velja þann þjónustuaðila sem þeir

FIA og evrópsku bifreiðaeigendafélögin krefjast lagasetningar um eignar- og ráðstöfunarrétt neytenda á tölvugögnum í bílnum og um hann. Slík lög eru forsenda þess að raunverulegur frjáls markaður myndist fyrir hverskonar þjónustu við bíla og fyrir framleiðslu og sölu varahluta og að neytendur geti sjálfir ráðið því hverjir skuli þjónusta bíla þeirra.


sjálfir kjósa og treysta til að uppfylla kröfur þeirra um þjónustustig og íhluti. Réttur neytenda til að velja úr fjölbreyttu úrvali þjónustu og öruggra íhluta þarf að vera tryggður. Neytandinn verður að geta skipt um þjónustuaðila hvenær sem er á líftíma bílsins án þess að þurfa að gjalda fyrir það með einhverjum hætti.

fyrst að upplýsa bifreiðaeigendurna um hvaða upplýsingar þeir vilji nálgast og til hvers eigi að nota þær og leita síðan eftir upplýstu samþykki bifreiðareiganda. Neytendur verðskulda það að geta valið milli viðurkenndra og vottaðra þjónustuaðila og kosið þann sem þeir treysta best. Loks skal athygli vakin á

því að hinir fjölmörgu þjónustuaðilar verða nauðsynlega að hafa aðgang að opnu Internet-samskiptaneti til að góður þjónustumarkaður geti skapast. Bíleigendur og -notendur eiga rétt á því að geta til fulls notið ávinnings af tölvugögnum bíla sinna og nýtt hann til bætts aksturs farsælli ökuferils.

Meginregla 3. Sanngjörn samkeppni Fjölskrúðugt úrval þjónustuaðila ætti að hafa rétt til að hanna og þróa tölvugögn og forrit fyrir bílinn sem bæta virkni hans. Tryggja þarf sanngjarnt opið samkeppnisumhverfi fyrir þessa starfsemi enda eflir hún möguleika bíleigenda til að velja milli hæfra þjónustuaðila sem geta meðhöndlað tölvugögn bíla og boðið upp á margskonar þjónustumöguleika á opnum og öruggum vettvangi tölvusamskipta um Internetið. Kapphlaupið um aðgang að tölvugögnum bílanna er þegar hafið. En til að vernda rétt neytenda verða þeir sem komast vilja í þessi gögn

HREINSI- OG SMUREFNI, GÍROLÍUR, SMUROLÍUR OG RÚÐUVÖKVI FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA

KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!

Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

13


BÍLAPRÓFUN FÍB NEYTENDUR

Allt að 157% hækkun 2005-2013

MIKLAR HÆKKANIR ELDSNEYTISÁLAGNINGAR - ÓRALANGT UMFRAM NEYSLUVÍSITÖLU Álagning olíufélaganna hefur farið mjög hækkandi milli áranna 20052013. Á verðlagi hvers árs um sig hækkaði álagning á bensín úr 17,50 krónum á lítra árið 2005 í 37,90 krónur á lítra árið 2013. Það er 116% hækkun. Álagning á dísilolíu hækkaði á sama árabili úr 15,30 krónum á lítra 2005 í 39,30 krónur á lítra 2013. Það er 157% hækkun. Á þessu sama árabili hækkaði vísitala neysluverðs um 69%. Félag íslenskra bifreiðaeigenda skráir daglega heimsmarkaðsverð á bensíni og dísilolíu og uppreiknar verðin með gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Þetta kostnaðarverð ásamt sköttum hins opinbera er dregið frá skráðu daglegu útsöluverði íslensku olíufélaganna og þá kemur út álagning og flutningskostnaður á hvern lítra. Eins og kunnugt er, bjóða olíufélögin upp á ýmsa tryggðarafslætti, punktasöfnun og dagstilboð í tengslum við viðburði eða gengi Íslendinga í keppnum. Svokallað þjónustuverð á eldsneyti er oftast 6 krónum dýrara en sjálfsafgreiðsluverð. Ekki eru fyrirliggjandi gögn um vægi afslátta og þjónustuverðs í meðal útsöluverði til neytenda. Við útreikninga FÍB er stuðst við daglegt skráð útsöluverð í sjálfsafgreiðslu á 95 oktan bensíni og dísilolíu. Með því 14

að uppfæra þessar tölur með vísitölu neysluverðs til verðlags í dag þá er hægt að fá sambærilegar viðmiðanir varðandi þróun álagningar, kostnað neytenda vegna álagningar og flutningskostnaðar á milli ára.

hækkaði um 52% á föstu verðlagi frá 2005 til 2013. Ef við berum tölurnar saman á verðlagi hvers árs þá hefur álagning á bensín hækkað úr 17,50 krónum á lítra 2005 í 37,90 krónur á lítra 2013 sem er 116% hækkun. Álagning á dísilolíu hefur hækkað Álagningin hækkaði verulega úr 15,30 krónum á lítra 2005 í 39,30 hrunárið 2008 á bensíni en ekki krónur á lítra 2013. Þetta gerir 157% jafn mikið á dísilolíu. Álagningin á hækkun á sama tíma bensínlítra fór og vísitala neysluverðs Álagning á dísilolíu hækkaði um 72%. í 39,80 krónur 2008, uppreiknað Skýringarnar hér að ofan upp um 88% til verðlags í dag. geta ekki réttlætt þessa umfram vísitölu miklu hækkun á álagningu. Árið eftir heldur álagningin á Eldsneyti er mjög stór dísilolíu áfram að hækka en gengur útgjaldaliður hjá heim-ilum og aðeins til baka á bensíni. Árið 2010 fyrirtækjum í landinu. Eldsneyti vegur lækkar álagningin á bensínlítra um einnig þungt í vísitölu neysluverðs rúmar 3 krónur en tæpar 5 krónur á þannig að hækkun álagn-ingar skilar hvern dísillítra. Álagning fer aftur að sér af miklum krafti út í verðlag og aukast 2011 og álagið á dísilolíu hefur dregur úr kaupmætti heimila og ekki verið jafn hátt yfir níu ára tímabil fyrirtækja. Hver króna í álagningu eins og 2012 og 2013 eða á milli kostar neytendur um 440 milljón 39,80 og 39,90 krónur á lítra. Álagið á krónur með virðisaukaskatti yfir eitt ár. bensínið fór í 38,40 krónur á lítra 2013 sem er næst hæsta álagningin yfir þessi Hluti skýringar á hækkun níu ár. álagningar getur verið hækkun flutningskostnaðar m.a. vegna hruns Hver króna kostar 440 millj. kr. íslensku krónunnar og önnur skýring gæti verið að olíufélögin hafi aukið Bensínálagningin á föstu verðlagi álagningu til að kosta aukin afsláttarí febrúar 2014 var 28% hærri 2013 og tryggðartilboð. Offjárfestingar í samanborið við 2005. Dísilálagningin verslunarhúsnæði og bensínstöðvum


Álagning og flutningur á bensín- og dísilolíulítra (meðaltal árs)

ÁLAGNING OG FLUTNINGUR Á BENSÍN- OG DÍSILOLÍULÍTRA (MEÐALTALS ÁRS)

45,0 Álagning og flutningur bensín

40,0

Álagning og flutningur dísilolía

35,0

30,0 Álagning+flutn. m/vnv - bensín 25,0 Álagning+flutn. m/vnv - dísilolía

20,0

2005 17,5 Álagning og flutningur - dísilolía 15,3 Álagning+flutn. m/vnv 244,1 - bensín 260,6 30,1 Álagning+flutn. m/vnv - dísilolía 26,3 Ár

Álagning og flutningur - bensín

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

15,0

2006 2007 2008 2009 20,3 21,7 29,3 29,3 17,2 21,1 26,9 31,8 273,7 307,7 32,7 33,2 39,8344,6 35,7 27,6 32,3 36,4 38,7

2010 28,2 29,3 363,2 32,5 33,8

2011 2012 2013 feb.2014 30,3 33,0 37,9 20,33 32,0 37,9 39,3 23,96 377,734,8397,3 33,5 38,4 412,7 8,29 35,4 39,9 39,8 13,55

hefur einnig áhrif á álagningu. er sé33,2 tillit til 39,9 dýrari aðdrátta lítils 33,5 29,7 Það32,6 35,6 og32,5 blekkingarleikur að hækka álagninguog flutningur markaðar þáá er ljóst að kostnaður Álagning bensínog 26,3Svona 27,6 íslenskra 32,3 neytenda 36,6 38,6 33,8 35,4 til að geta boðið hærri afslætti. vegna álagningar dísilolíulítra viðskiptahættir þrífast því miður í og flutninga er a.m.k. 10 krónum (meðaltal árs) því fákeppnisumhverfi sem einkennir hærri á hvern lítra samanborið við íslenska olíumarkaðinn. neytendur í Svíþjóð og Danmörku. Um 350 milljón lítrar af bensíni og Helmingi hærri hér 45,0en í Svíþjóð dísilolíu á bíla eru seldir árlega. Ofan á 10 krónur í aukið álagÁlagning leggst 25,5% og Samkvæmt heimasíðu EOF (www. virðisaukaskattur þannig að árlegur flutningur eof.dk), samtaka danskra olíufélaga, 40,0 bensín vegna kostnaður íslenskra neytenda þá er álagning í Danmörku u.þ.b. ein þessa er um 4,4 milljarðar króna. dönsk króna á lítra af eldsneyti, eða Álagning og um 21 íslensk króna. 35,0 Samkvæmt Á tímum olíusamráðsins ákváðu flutningur heimasíðu SPBI (www.spbi.se) sem olíufélögin sameiginlega að bæta dísilolía eru samtök sænskra olíufyrirtækja þá framlegð sína af eldsneyti. Fyrir og var meðalálagning30,0 bensíns árið 2013 eftir hrun urðu miklar eignabreytingar í Svíþjóð um 1,39 sænskar krónur á Álagning+flutn. á stærri íslensku olíufélögunum m/vnv bensín lítra og 0,82 sænskar krónur á lítra af og miklir fjármunir runnu út -úr dísilolíu. Þetta eru25,0 um 24,50 íslenskar fyrirtækjunum til eigenda. Eftir krónur af bensíni og 14,35 íslenskar hrun hafa nokkrir milljarðar verið krónur af dísilolíu. Jafnvel þó tekið afskrifaðir af skuldum stærri olíuÁlagning+flutn. 20,0

15,0

m/vnv dísilolía

116% 157% 418,7 28% 52%

félaganna. febrúar voru fréttir í 34,8 Í38,4 fjölmiðlum um miklar arðgreiðslur 39,8 Skeljungs, sem til39,9 fyrrum eigenda tóku fyrirtækið yfir nokkru eftir hrun og seldu aftur í lok síðasta árs. Það voru einnig fréttir um stórtækar arðgreiðslur vel umfram hagnað til nýrra eigenda N1. Í febrúar kom fram í fréttaskýringu Morgunblaðsins að lífeyrissjóðir réðu að minnsta kosti yfir 44% hlut í Skeljungi og 55% hlut í N1. Fram kom í fréttinni að Samkeppniseftirlitið teldi að þetta kallaði á umræðu um eignarhald og með hvaða hætti væri nauðsynlegt að standa vörð um virka samkeppni. Á vegum Samkeppniseftirlitsins hófst vinna á síðasta ári við svokallaða markaðsrannsókn á olíumarkaðnum hérlendis.

15


-Íslendingur fékk ofursekt fyrir að framvísa gildu norsku ökuskírteini í USA

DÝRASTI OG HÆTTULEGASTI LÖG OG REGLUR

HAMBORGARI ÆVINNAR

K

arel Geir Magnússon, 19 ára gamall Íslendingur, sem stundar nám í Kaliforníu í Bandaríkjunum og býr í hverfinu Redondo Beach í Los Angeles, var nýlega dæmdur til að greiða gríðarlega háa sekt fyrir að aka réttindalaus á eineygðum bíl að kvöldlagi. Ungi maðurinn hefur búið í Noregi um árabil ásamt fjölskyldu sinni og er handhafi fullgilds norsks ökuskírteinis. Þetta byrjaði þannig að Karel Geir fór út að borða á McDonald´s að kvöldlagi með vini sínum. Hann ók og tók ekki eftir því að annað framljósið vantaði á bílinn. Eftir matinn aka þeir áleiðis heim en eru stöðvaðir af lögreglu á lögreglubíl. Lögreglan gerir athugasemd við að framljós vanti á bílinn og biður um ökuskírteini og framvísar Karel Geir gildu norsku ökuskírteini sínu. Þá var eins og fjandinn yrði laus og fleiri lögreglubíla drífur að og urðu þeir að lokum sex alls. Einn lögreglumannanna hafði sig hvað mest í frammi af þeim sjö sem mest komu að málinu. Hann vildi greinilega gera sem mest úr atvikinu og fullyrti að bíllinn væri trúlegast stolinn, ökumaðurinn væri réttindalaus og hefði sett aðra vegfarendur í bráða lífshættu með ofsaakstri. Engin vitni né hraðamælingar eru þó til að staðfesta þær ásakanir. Hinir lögreglumennirnir á vettvangi töldu ekkert tilefni til að gera svo mikið úr málinu. Það nægði að gefa ökumanninum sektarmiða fyrir að vera á eineygðum bílnum og sleppa honum síðan. En sjónarmið atorkusama lögreglumannsins urðu ofaná. Piltunum var svo gert að yfirgefa bílinn, ganga heim og sækja þriðja félaga sinn til að koma og keyra bílinn heim. Fáeinum dögum síðar var ökumaðurinn boðaður á fund dómara og 16

gert að svara fyrir það að hafa ekið ofsafengið og réttindalaus að auki á eineygðum bíl. Þess má geta að venjuleg sekt fyrir sprungna framljóssperu er 250 dollarar og sama fyrir að aka án réttinda. En dómarinn hefur ákveðið að taka hart á útlendingnum. Hann bætti því vel í og gerði drengnum sekt upp á 13.500 dollara (rúmlega 1,5 milljónir ísl. kr.). Karel Geir mótmælti og var þá úthlutað verjanda sem ráðlagði honum eindregið að játa á sig allar sakir sem á hann væru bornar og greiða sektina innan tiltekins örstutts frests. Ef ekki yrði málið bara enn verra. Hann yrði fangelsaður og þar með væri allt skólanám úr sögunni og honum yrði líklega vísað úr landi ævilangt að afplánun lokinni. Þegar þarna var komið sögu ákvað faðir piltsins að ná saman sektarupphæðinni í Noregi og greiða hana, enda fátt annað í stöðunni. Síðan hafa bæði Karel Geir og Magnús faðir hans leitað eftir aðstoð hjá íslenskum og norskum yfirvöldum til að fá þessum þunga „dómi“ snúið við í einhverskonar sanngirnisátt. Það hefur engan árangur boðið. Karel Geir hefur leitað aðstoðar lögfræðings í Kaliforníu. Sá sagði honum að málaferli gætu hugsanlega borið árangur og fengið dómsúrskurðinum hnekkt. En það yrði dýrt spaug, jafnvel enn kostnaðarsamara en sjálf ofursektin. Skásta leiðin væri því að sætta sig við orðinn hlut.

Karel Geir Magnússon

Þessi ofursekt er óneitanlega nokkuð sérkennileg ekki síst í því ljósi að Bandaríkin eru fullgildir aðilar að alþjóðasamningum um ökuréttindi og ökuskírteini frá 1943 og 1949. Samningarnir snúast í stórum dráttum um það að ökuréttindi eins lands eru fullgild í öðrum aðildarríkjum samninganna. Því til staðfestingar eru alþjóðlegu ökuskírteinin sem FÍB og sýslumenn gefa út á Íslandi. Alþjóða ökuskírteinið er þannig í raun þýðing á sjálfum ökuskírteininu – þýðing sem gildir í eitt ár frá útgáfudegi og er ekki síst ætluð ferðamönnum og öðrum þeim sem þurfa á bíl að halda meðan á skammtímadvöl stendur í erlendu landi utan Evrópu. Um þá sem dvelja um lengri tíma gildir hins vegar sú meginregla að sækja þarf um ökuréttindi í gistiríkinu og framvísa með umsókninni gildu ökuskírteini heimalandsins. Víðast hvar nægir það til að gefið er út nýtt ökuskírteini. Sums staðar þarf þó að taka hæfnispróf sem flestir vanir ökumenn standast auðveldlega. Í Bandaríkjunum þurfa þeir sem hyggjast dvelja þar um lengri tíma t.d. vegna náms, yfirleitt að sækja um ökuréttindi gistiríkisins innan 60 daga frá því að þeir tóku sér bólfestu þar. Í Kaliforníu er þessi aðlögunartími þó mun styttri eða aðeins 10 dagar.


Við fjármögnum nýja fjölskyldubílinn Þegar fjölskyldan stækkar getur nýrri, sparneytnari og öruggari bíll gert gæfumuninn. Með faglegri ráðgjöf og góðri þjónustu hjálpum við þér að fjármagna það sem upp á vantar til að þú getir uppfært fjölskyldubílinn. Við aðstoðum með ánægju.

Suðurlandsbraut 14

>

sími 440 4400

>

www.ergo.is

>

ergo@ergo.is

17


TAFIR OG HÆTTUÁSTAND

UMFERÐARÖRYGGI

Á ÞJÓÐVEGUM Í REYKJAVÍK

- ENGINN ÚRBÓTAVILJI HJÁ NÚVERANDI BORGARYFIRVÖLDUM

M

islæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og reyndar fleiri erfiðum og varasömum vegamótum í þéttbýlinu hafa verið slegin af í nýlega samþykktu aðalskipulagi Reykjavíkur. Þau eru hins vegar enn inni á svæðisskipulagi. Fram kom í frétt á Stöð 2 28. janúar sl. að svæðisskipulagið sé aðalskipulaginu yfirsterkara. Því má ætla að ef nýr borgarstjórnarmeirihluti í vor teldi rétt að bæta umferðarflæðið og minnka slysahættu á þessum þjóðvegamótum, þá ætti svosem fátt að vera því til fyrirstöðu. Meirihluti núverandi kjörinna borgarfulltrúa Reykjavíkur hefur á því kjörtímabili sem senn er á enda, haft þá yfirlýstu stefnu að draga sem mest úr umferð bifreiða í borginni og þétta byggð. Þessi stefna er þverpólitísk og að mestu óháð því hvaða flokkum og framboðum borgarfulltrúarnir tilheyra. Samstaða er um að leggja hindranir í götu fólksins á bílunum, væntanlega í þeirri von að það losi sig við þá og fari ferða sinna framvegis hjólandi eða með strætisvögnum. 18

Og verkin eru látin tala í hernaðinum gegn bílunum: Íbúðabyggingar eru hannaðar í þéttbýlum grónum hverfum, gjarnan þeim þéttbýlustu, og bílastæði eru höfð vel innan við eitt á hverja íbúð. Dæmi um það eru fyrirhugaðar blokkir við Mýrargötu og á Lýsisreitnum á Bráðræðisholti. Gjaldskyldum svæðum fyrir bíla er fjölgað mjög og þannig þrengt að íbúum sem fyrir eru í grónum hverfum. Ríflega 100 milljónir á ári eru notaðar til að búa til hraðahindranir og þrengingar í götur, ekki síst stofnbrautir, til trafala fyrir umferð bifreiða. Gott dæmi um þetta eru breytingarnar á Hofsvallagötu sl. haust sem nú hafa verið afturkallaðar með nokkrum semingi. Önnur dæmi sem enn eru við lýði eru Snorrabraut og Borgartún. Lítið sem ekkert er gert í því að stjórna flæði umferðarinnar eftir magni og ekkert rafrænt kerfi hefur verið gangsett til þess.

Umferðarljós eru lítt samhæfð sem eitt og sér veldur löngum töfum og hættu og eykur stórlega óþarfan eldsneytisbruna og mengun og kostnað einstaklinga og samfélags. Loks skal telja samning borgarinnar við innanríkisráðuneytið um að Vegagerðin kosti reiðhjóla- og göngubrýr og leggi árlega fram á áttunda hundrað milljónir króna til styrktar almannasamgöngum um allt höfuðborgarsvæðið. Í staðinn skal Vegagerðin algerlega láta það eiga sig næstu tíu árin að endurbæta, viðhalda og endurnýja þjóðvegina innan höfuðborgarmarkanna. Engu er því líkara en útrýma skuli bílnum úr hinni dreifbýlu höfuðborg. Hið meðvitaða aðgerða- og kæruleysi í umferðarmálunum skapar hættuog vandræðaástand sérhvern virkan dag á háannatímum umferðarinnar á helstu þjóðvegum og þjóðvegamótum í borginni. Verst er ástandið á morgnana þegar fólk er að hefja vinnudaginn. Þá skapast einna mesta öngþveitið á mótum þjóðveganna Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á háannatímanum á morgnana.


Miðvikudagur kl. 13.40 - álagstími?

Kauptu betri dekk hjá MAX1 Margverðlaunuð Nokian gæðadekk itarvél Ekki fórna örygginu! e l a j k k e Ný d s! Veldu fyrsta flokks dekk frá Nokian. á MAX1.i

Finndu dekkin undir bílinn þinn!

VAXTALAUSAR

12 MÁN. AFBORGANIR 1,5 % lántökugj.

Fáðu ráðgjöf frá sérfræðingum við val á dekkjum.

Komdu á MAX1!

Opnunartími: Öll verkstæði opin virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjá MAX1.is Reykjavík: Bíldshöfða 5a Jafnaseli 6 Knarrarvogi 2 Max1_betridekk_200x138_18.02.2014.indd 1

Hafnarfjörður: Dalshrauni 5

Skoðaðu MAX1.is

Ný og betri heimasíða!

Aðalsímanúmer:

515 7190 19

18.2.2014 11:30:43


GÓÐ UMFERÐAMANNVIRKI

STÓRMINNKA SLYSAHÆTTUNA

Í

umræðum um umferðina í höfuðborginni og manngerðar tafir og trafala sem settir hafa verið í veg hennar undanfarin ár, tala kjörnir fulltrúar borgarbúa og embættismenn þeirra mjög gjarnan um hversu gríðarlega fjármuni það kostar að bæta úr málum og gera meginleiðir greiðfærari og hættuminni. Þeir réttlæta óvilja sinn til úrbóta með því að endurbætur og nýframkvæmdir séu rándýrar. Látið er í veðri vaka að draumsýnin um að fækka bílum í umferð og koma fólkinu upp á reiðhjól og inn í strætisvagna sé hagkvæmari. Umferðarþyngsti þjóðvegur landsins er Hringbrautin/Miklabrautin. Þegar greindar eru slysatölur á vegum landsins kemur í ljós að þjóðvegarkaflinn Hringbraut-Miklabraut frá Ánanaustum og austur fyrir Grensásveg er einn áhættumesti vegur landsins. Á vegamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hafa orðið 6 alvarleg umferðarslys á árunum 20072012 þar sem fólk hefur stórslasast eða látist. 76 slys hafa orðið þar sem fólk hefur lítið meiðst og 559 atvik hafa orðið þar sem einungis varð eignatjón. Í ljósi áhættu, slysatalna og kostnaðar af umferðarslysum og í ljósi reynslunnar mætti flestum vera það ljóst að úrbætur sem miða að því að gera umferðina hættuminni eru fljótar að skila sér til samfélagsins. Tvö lýsandi eldri dæmi um það eru vegamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka annarsvegar og Hafnarfjarðarvegar og Arnarnesvegar hins vegar. Á báðum þessum stöðum voru mjög alvarleg slys afar tíð en eftir að mislæg gatnamót voru

20

gerð, hurfu þau svo að segja. Þessi umferðarmannvirki voru því fljót að borga sig og ætla má að raunin verði sú sama á Hringbraut/Miklubraut. Mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar sem líka er þjóðvegur, hafa lengi verið á dagskrá. Þær áætlanir hafa borgaryfirvöld hins vegar slegið af. Í fréttaviðtali á Stöð 2 í febrúar sl. sagði samgöngustjóri Reykjavíkurborgar að áætlanir um að byggja mislæg gatnamót á þessum stað hefðu verið lagðar á hilluna í efnahagshruninu fyrir fimm árum og ekki stæði til að taka þær af þeirri hillu. Hann vísaði þar með í raun ábyrgðinni á greiðari og öruggari umferð frá sér og borgaryfirvöldum og yfir á herðar akandi fólks. Fólk þyrfti nefnilega bara á hvatningu að halda til sýna ábyrgð í umferðinni og skapa ekki hættu. Á vef Umferðarstofu er að finna skýrslu Hagfræðistofnunar um kostnað við umferðarslys á Íslandi árið 2009. Í skýrslunni er reynt að meta hvað slysin kosta í raun og veru.

Þótt slíkt mat sé verulega flókið og erfitt og niðurstöður geti að nokkru ráðist af þeim aðferðum sem beitt er, þá er kostnaður samfélagsins af umferðarslysum gríðarlegur, sama hvernig reiknað er. Hann leggst á þolendur, aðstandendur þeirra, á tryggingakerfið, á heilbrigðiskerfið, löggæsluna og dómskerfið. Í Hagfræðistofnunarskýrslunni er áætlað hvað hvert umferðarslys kostar eftir því hverskonar slys er um að ræða. Á grafinu efst á næstu bls. eru þessar kostnaðartölur uppreiknaðar til núvirðis og þær eru ekki smáar. Það eru því sterk hagræn rök fyrir því að draga sem mest úr slysum auk hinna tilfinningalegu og tilfinnanlegu. Óskandi væri að þau sem nú bjóða sig fram til þjónustu við samborgara sína í sveitarstjórnum næstu fjögur árin hafi þetta í huga og leggi sig fram um að kanna hug og vilja umbjóðenda sinna til skipulags-, samgöngu- og samgönguöryggismála fyrst, áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar.


HVAÐ KOSTA UMFERÐASLYSIN? Ómeiddur: Lítið slasaður: Mikið slasaður: Alvarlega slasaður: Látinn:

2,3 millj. kr. 6,7 millj. kr. 32,2 millj. kr. 45,0 millj. kr. 125,0 millj. kr.

FÍB blaðið hefur leitað til flokka og einstakra frambjóðenda til að kanna hvað það er sem þau vilja í þessum efnum. Svörin er að finna á næstu síðu

Bílskúrshurðir fyrir íslenskar aðstæður Héðinshurðir eru glæsilegar og endingargóðar bílskúrshurðir sem hafa sannað sig í rysjóttu íslensku veðurfari. Gerðar úr galvanhúðuðu stáli með þykkri einangrun, þola mikið vindálag og kulda. Fyrsta flokks viðhalds- og varahlutaþjónusta. Ítarlegar leiðbeiningar um uppsetningu fylgja.

21 Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is


Spurningar 1. Telja má að greiðar og öruggar samgöngur um höfuðborgarsvæðið og að því og frá, sé stórmál sem varði alla landsmenn. Hvað telur flokkurinn/framboðið að eigi að vera efst á baugi í mótun framtíðarstefnu svæðisins í þessum málum? 2. Greiðari og öruggari samgöngur um stofnbrautir og þjóðvegi höfuðborgarsvæðisins kalla óhjákvæmilega á ýmsar aðgerðir í vega- og gatnagerð, þar á meðal mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Hver er afstaða þín - (þíns flokks / framboðs) til þess? 3. Undanfarin ár hefur sú samgöngustefna ríkt hjá Reykjavíkurborg að efla almannasamgöngur, hjólreiðar og gangandi umferð, en leggja ýmsa trafala í veg bifreiðaumferðar m.a. með hraðahindrunum, þrengingum, strætisvagnastoppum úti á akbrautum, fjölgun gjaldskyldra svæða þar sem leggja má bílum o.fl. Vilt þú halda þessari stefnu áfram eða viltu víkja frá henni og þá hvernig og hversvegna? 4. Undanfarin ár hefur stefnuleysi ríkt varðandi gangbrautir og gönguleiðir yfir umferðargötur. Merkingar eldri gangbrauta, einkum yfirborðsmerkingar, hafa ekki verið endurnýjaðar og gönguleiðir yfir nýrri götur eru yfirleitt ekki merktar sem gangbrautir. Hvorttveggja skapar varasama óvissu hjá bæði gangandi og akandi. Hver er afstaða þín til þessa? 5. Umferðarljós í höfuðborginni eru almennt lítt samstillt. Þetta hindrar að umferð geti flætt hindranalítið um helstu stofnbrautir og veldur töfum og tímaeyðslu, aukinni eldsneytiseyðslu, óþarfri mengun og aukinni slysahættu. Draga mætti úr þessu öllu með betri samstillingu umferðarljósa og rafrænni stjórn á þeim eftir umferðarmagni. Vilt þú stuðla að breytingum á þessu og þá hvernig? 22

Spurningar til frambjóðenda/framboða til borgarstjórnar í Reykjavík 2014 -Skelfileg framsetning! 1. Efst á baugi er að auka umferðaröryggi með því að lækka umferðarhraða. Þá þarf að fjölga raunhæfum samgöngumátum. Það þarf að efla almenningssamgöngur og greiða fyrir umferð hjólandi og gangandi í þéttbýlinu. Einkabíllinn mun áfram skipa stóran sess í samgönguvenjum okkar og er ákveðið tákn frelsis. Við búum í stóru landi og viljum geta farið um það á þægilegan hátt. Einkabíllinn verður þar áfram helsta samgöngutækið á næstu árum, þrátt fyrir að jafnvægið milli hans og annarra samgöngumáta verði aukið eins og er stefna borgarinnar. 2. Þetta er mjög ákveðin fullyrðing og í henni felst að ef þú ert ekki fylgjandi því að setja mislæg gatnamót upp út um allt sértu jafnframt á móti umferðaröryggi, eða sért ábyrgðarlaus. Þetta er skelfileg framsetning. Það eru allir sammála um að samgöngur þurfa að vera öruggar. Hvað er átt við með greiðar samgöngur? Eru það samgöngur einkabíla á miklum hraða? Við í Bjartri framtíð erum ekki fylgjandi því að fjölga mislægum gatnamótum, það eru gríðarlega plássfrekar og dýrar framkvæmdir. Við viljum frekar leggja áherslu á að ná niður umferðarhraða í þéttbýli þar sem það er hægt. Það getur þó í einhverjum tilfellum verið nauðsynlegt að byggja mislæg gatnamót, en það er þrautalending sem á eingöngu við í hraðbrautarumhverfi fjarri þéttustu byggðinni. 3. Aftur er spurningin sett upp á mjög sérkennilegan hátt. Er það til trafala fyrir bifreiðaumferð að draga úr umferðarhraða? Þýðir það að allar aðgerðir til að draga úr umferðarhraða

séu til trafala fyrir bifreiðar? Byggir bifreiðaumferð bara á því að komast milli tveggja staða á miklum hraða? Hverskonar hugmyndafræði er það? Stefna borgaryfirvalda að fjölga raunhæfum samgöngukostum hefur skilað miklum árangri. Það felst gríðarlegur fjárhagslegur sparnaður í því fyrir fjölskyldur að komast af með að reka einn bíl í stað tveggja, eða þriggja. Það er jafnframt gríðarlega mikilvægt fyrir lýðheilsu landsmanna að auka vægi gangandi og hjólandi umferðar. Ég styð núverandi stefnu þar sem hún er skynsamleg og þjóðhagslega hagkvæm og mun ná fram að ganga með nýsamþykktu Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem kveður á um þéttari og vistvænni byggð. 4. Hér er sett fram fullyrðing sem lýsir einu sjónarmiði og gefur til kynna að allar aðrar hugmyndir um hvernig sé best að haga umferð gangandi yfir götur þar sem bílar keyra séu rangar. Það er ekki alveg svo einfalt. Sumstaðar á vel við að merkja gangbrautir rækilega, en annarsstaðar á svæðum þar sem mismunandi farartæki og gangandi eiga jafnan rétt er ekki nauðsynlegt að merkja svæði fyrir gangandi sérstaklega. Það þarf hugarfarsbreytingu hjá ákveðnum hópi í þá átt að einkabíllinn eigi ekki alltaf að hafa ótakmarkaðan og mestan rétt til ákveðinna svæða. 5. Mér finnst ástæða til að skoða samstillingu umferðarljósa, en það má þó ekki verða til þess að umferðarhraði fari úr böndunum og samstilling á ekki að vera eingöngu á forsendum bíla. S. Björn Blöndal.


Meira valfrelsi í samgöngum 1. Meiri áhersla á valfrelsi í samgöngum. Fólk sem á bíla sér sér engan hag í að nota almenningssamgöngur því kostnaður per kílómetra af bílferð er það lágur miðað við kostnað af strætisvagnaferðum. Fólk sem gæti til dæmis hugsað sér að leggja bílnum tvisvar til þrisvar í viku á ekki mjög hægt með að réttlæta kostnaðinn við tvö til þrjú strætókort fyrir fjölskylduna til viðbótar við bílinn. Tæknilegar útfærslur gætu hjálpað til hér. Til dæmis mætti ímynda sér kerfi eins og er í London, Oyster Card. Eins mætti ímynda sér að hægt væri að bjóða upp á prepaid lausn í strætó. Fólk myndi borga mun minna en nú er fyrir stakar 40 ferðir, en þyrfti að nota þær áður en mánuðurinn er úti. 2. Það er margt sem má gera til að draga úr þörf á stórum umferðarmannvirkjum. Stækkun umferðarmannvirkja ætti að vera síðasta sort. Það mætti síðan aftur hanna umferðamannvirkin þannig að þau taki betur mið af þörfum borgarinnar, til dæmis umferðaljós sem hegða sér mismunandi eftir tímum dags og akreinar sem þjóna vesturumferð á morgnana en austurumferð um eftirmiðdaginn. 3. Píratar telja að hægt sé að halda áfram að efla almenningssamgöngur, bæði fyrir hjólandi og gangandi án þess að ganga freklega á réttindi akandi. Lengi hafa akandi notið mikilla forréttinda en mikilvægt

er að fara hinn gullna meðalveg til að sem flestir geti unað við sitt. Aftur viljum við benda á að efling almenningssamgangna leysir líka vandamál tengd umferðarþunga með því að gera Strætó að raunverulegum valkosti. Þannig opnast val fyrir marga þá sem eiga bíl, sem geta hugsað sér að nota almenningssamgöngur en geta ekki afsakað það fjárhagslega. 4. Ef satt reynist þá er það klárlega almannahagur að bæta yfirborðsmerkingar og samhæfa þar sem þörf er á. 5. Auðvitað er hagur allra að samstilling umferðarljósa sé fagleg og með besta móti. Píratar álíta sem svo að áframhaldandi stuðningur og efling miðlægrar stýringar umferðarljósa sé besta leiðin til að koma til móts við þarfir allra. Þórgnýr Thoroddsen.

Fleiri valkosti í samgöngumálum 1. Það þarf að fylgja eftir áherslum nýs aðalskipulags Reykjavíkur, auka valkosti í samgöngumálum og leggja áherslu á betri almenningssamgöngur, hjóla- og göngustíga og bætt umferðarflæði um höfuðborgarsvæðið. Hið síðastnefnda verður ekki gert nema með þéttingu byggðar. Á leiðunum inn og út úr borginni skiptir mestu máli að aðskilja akstursstefnur til að auka umferðaröryggi. 2. Það sem skiptir mestu máli til að stofnbrautirnar springi ekki er að hætta útþenslu byggðarinnar og þróa frekar borgina inn á við. Útþensla fjölgar bílum á stofnbrautum og eykur umferð og stíflar kerfið. Þétting byggðar dreifir álaginu betur og dregur úr umferð. Þær stórframkvæmdir sem nýtt aðalskipulag Reykjavíkur

gerir ráð fyrir: stokkur á Miklubraut, Öskjuhlíðargöng og Sundabraut ættu allar að vera á undan mislægum gatnamótum á Miklubraut-Kringlumýrarbraut í forgangsröðinni, því úttektir sérfræðinga sýna að sú framkvæmd myndi draga að sér umferð og einungis færa vandann og flöskuhálsana á næstu gatnamót, án þess að bæta umferðarflæðið svo heitið getur miðað við óheyrilegan kostnað. 3. Það að lækka hraðann og gera umferðina öruggari er heilbrigðismál, lýðheilsumál og lífsgæðamál sem breið samstaða er um meðal borgarbúa. Það er fráleitt að halda því fram að þessari umferðaröryggisstefnu sé beint gegn bílnum, hún er sett fram til að við getum betur lifað í sátt við mikla bílaumferð. Hraðahindranir og 30 km hverfi eru til að bjarga lífi barna. Rannsóknir sýna að við árekstur á minni hraða en 30 km/klst þá eru yfir 90% líkur að barn sem verður fyrir bíl, lifi engu að síður. Til viðbótar kortleggjum við slysastaði og gerum úrbætur skv. sérstakri forgangsröðun þeirra. Það hefur verið mikil sátt um umferðaröryggisstefnu borgarinnar enda hafa tugir mannslífa bjargast vegna hennar á undanförnum tveimur áratugum. 4. Öruggar gönguleiðir eru mikilvægt áherslumál. Á hverju ári eru teknar út gönguleiðir, með áherslu á gönguleiðir skólabarna og eldri borgara. Nú á að gera enn betur í nýju hverfisskipulagi þar sem öll hverfi verða kortlögð með tilliti til þessa, með skýr markmið um gott og öruggt umhverfi, aukna hreyfingu og lýðheilsu að leiðarljósi. 5. Ég tók sjálfur í notkun umferðartölvuna sem Reykjavíkurborg og Vegagerðin eiga og reka til að samstilla betur umferðarljósin í stuttri borgarstjóratíð minni. Hún hefur stuðlað að miklum framförum í þessari stýringu, en sjálfsagt má gera betur. Nú eru flest stærri gatnamót tengd með ljósleiðara þannig að allar forsendur eru til þess að stýra ljósum á eins góðan og hagkvæman hátt og hægt er. Dagur B. Eggertsson 23


SPURNINGAR TIL FRAMBJÓÐENDA

Fjölbreyttari samgönguhætti en nú tíðkast 1. Vinstri græn leggja höfuðáherslu á að stuðla að fjölbreyttari samgönguháttum en nú tíðkast. Með eflingu almenningssamgangna og bættri aðstöðu til hjólreiða má gera ráð fyrir að færri aki á einkabílum um götur borgarinnar sem þannig verði greiðfærari fyrir þau sem það kjósa. 2. Vinstri græn sjá ekki ástæðu til að fjölga mislægum gatnamótum í Reykjavík. Eins og kemur fram í svarinu hér að ofan þarf fyrst og fremst að tryggja fleiri valkosti í samgönguháttum og draga þannig úr álagi á gatnakerfið. Fleira getur komið til, s.s. virkar samgöngustefnur fyrirtækja og stofnana og dreifðara umferðarflæði með breyttum vinnutíma.

4. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fara betur yfir þessi mál, enda brýnt að allir vegfarendur fylgi sömu reglum. Vinstri græn útiloka þó ekki að úr verði fleiri samnotasvæði (shared space), enda hefur það komið í ljós að óvissa getur skapað ákveðið öryggi. Ef “rétturinn” er ekki til staðar, verður fólk varkárara, ekur hægar og gætir bæði betur að sér og umhverfi sínu. 5. Stofnbrautir ættu að vera samstilltar á ljósum og umferðastýrðar. Það er almannahagur; umhverfisverndarmál og hagkvæmnismál á margan hátt. Gleymum því þó ekki að borgin er fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf að komast ferða sinna á ýmsan hátt. Stofnbrautir mega ekki verða hindrun, mynda landamæri milli hverfa eða borgarhluta þannig að fólk komist ekki leiðar sinnar öðruvísi en í einkabíl. Ábyrgar tillögur frá FÍB eru vel þegnar. Við erum ábyrg fyrir almannafé, lýðheilsu, landi og andrúmslofti til langrar framtíðar og saman verðum við að gera okkar besta.

Efling almannasamgangna, hjólreiða og gangandi umferðar er góðra gjalda verð ef það er ekki á kostnað akandi umferðar. Allar framkvæmdir sem eru til trafala og valda óöryggi í umferðinni eru til óþurftar. Fyrst og fremst þarf að beita heilbrigðri skynsemi þegar kemur að hönnun á umferðarmannvirkjum. Sem dæmi má nefna að- og fráreinar. Fráreinar til hægri eru staðsettar alltof nálægt gatnamótum og eru of stuttar. Þær koma því að takmörkuðu gagni. Taka þarf allt gatnakerfi Reykjavíkur til gagngerðar endurskoðunar og hefja framkvæmdir kerfisbundið og markvisst. 4.

Sveitarfélög höfuðborgarsvæðis sameinist 1.

5.

Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Í byrjun árs 2006 undirrituðu Reykjavíkurborg og Vegagerðin samning við Siemens upp á 65 milljónir króna. Búnaðurinn sem keyptur var, var miðlæg stjórntölva ásamt hugbúnaði og stjórnkössum fyrir helstu gatnamót vestan Elliðaáa. Sem dæmi, við Hringbraut, Suðurlandsbraut, Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Með þessu nýja kerfi átti að vera hægt að stýra flæði umferðar eftir umferðarþunga miðlægt, sem aldrei varð raunin. Við teljum að kerfið sé vel brúklegt í dag, en einhver þarf að kunna á það.

Ef ná á hagkvæmum lausnum í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu þarf að sameina sveitarfélög, sem er eitt af stefnumálum Dögunar. 2. Greiðari og öruggari samgöngur um stofnbrautir og þjóðvegi höfuðborgarsvæðisins. Hryggjarstykkið í stofnbrautum Reykjavíkur er vegurinn frá Vesturlandsvegi og NV á Eiðisgranda. Mikilvægt er að laga þessa stofnbraut

24

3.

Eins og áður er sagt þá eru allar aðgerðir sem valda óöryggi og eru til trafala fyrir umferð til óþurftar, sem þarf að færa í betra horf. Regluleg hreinsun gatna er einnig mikilvægur þáttur í umferðaröryggi.

Sóley Tómasdóttir

3. Já, Vinstri græn hafa frá upphafi talað fyrir slíkri stefnu og gleðjast yfir því að komin sé á nokkuð þverpólitísk sátt um þessi mál. Það er allra hagur að draga sem mest úr bílaumferð og ekki síst hraða hennar innan íbúðarhverfa. Þetta vita sérfræðingar FÍB manna best og hafa ötullega unnið að því að vara við þeirri hættu á liðnum árum í farsælu samstarfi við m.a. Umferðarstofu og Umferðarráð. Bílastæði eru ekki grunnþjónusta, rekstri þeirra fylgir óheyrilegur kostnaður og ekkert athugavert við að notendur taki þátt í honum. Við munum því styðja áframhaldandi uppbyggingu gjaldskyldra svæða á sama tíma og við hlúum að bættri þjónustu og aðgengi að almenningssamgöngum.

frá upphafi til enda. Brýn þörf er á mislægum gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar. Byggja þarf göngubrýr á svæðinu frá Kringlumýrarbraut NV að Þjóðminjasafninu, til að ná sem bestu samfeldu flæði umferðarinnar. Einnig þarf af alvöru að huga að Sundabraut til að dreifa umferð til og frá borginni.

Dögun vill haga allri hönnun samgöngumannvirkja þannig að þau standist tímans tönn. Björgvin E. Vídalín Arngrímsson


25


SPURNINGAR TIL FRAMBJÓÐENDA

3.

Fjölbreyttir samgöngumátar án átaka 1. Framsóknarflokkurinn hefur sett það fram sem stefnu sína að taka þurfi upp nýsamþykkt aðalskipulag Reykjavíkur m.a. vegna þess að búið er að taka öll mislæg gatnamót útaf skipulagi og meira að segja Sundabraut hefur verið seinkað og jafnvel sett af. Við viljum setja þessi gatnamót inn aftur ekki síst vegna þess að þau auka umferðaröryggi og auka afkastagetu gatnakerfisins. Endurskoðun aðalskipulags felst í því að meta samspil umferðarálags á háannatíma og skipulags borgarinnar. Taka þarf tillit til þess að um helmingur heimila er austan Elliðaáa og um 80% vinnustaða borgarinnar er vestan Kringlumýrarbrautar. Afleiðingarnar af skipulagi endurspeglast í því að á háannatíma er bíll við bíl í aðra akstursstefnu á meðan hin er svotil bíllaus. Við endurskoðun skipulags og mótun framtíðarstefnu er nauðsynlegt að taka tillit til umferðarkerfis borgarinnar (umferðarkerfi samanstendur af akbrautum og bílastæðum), til þess að fólk geti ferðast um borgina með þeim farartækjum sem það kýs. Framtíðarstefnan hlýtur því að vera að fjölga vinnustöðum þar sem þeir eru fæstir (austan Elliðaáa) og minnka þar með álag á stofnbrautakerfið þar sem það er mest. Þannig er létt á umferð og umferðarflæði um borgina verður greiðara. 2. Vandinn hér er að þó svo að afköst þessara gatnamóta aukist, mun umferðartappinn flytjast til. Endurskoðun skipulags m.t.t. afkastagetu umferðarmannvirkja og umferðarflæðis um borgina á að hafa það markmið að minnka álag á umferðarþyngstu gatnamót stofnbrautarkerfisins. 26

Framsóknarflokkurinn er fylgjandi vistvænum samgöngum enda hefur lengi verið fylgt eftir metnaðarfullri stefnumótun um lagningu hjóla og göngustíga hjá Reykjavíkurborg. Hins vegar hefur stefna núverandi meirihluta fyrst og fremst verið einhverskonar stríðsyfirlýsing við fjölskyldubílinn og margskonar hindranir verið settar upp sem beinlínis draga úr eðlilegu umferðarflæði og hafa skapað furðu meðal almennings. Stefna meirihlutans felst í því að leysa umferðarvandann með því að koma í veg fyrir að vélknúin ökutæki (rútur, strætó og einkabíll) komist um borgina. Tilgangur umferðarkerfa er sá að fólk geti ferðast innan hverfis og milli hverfa með þeim hætti sem það kýs. Sem dæmi má nefna þá voru Hverfisgata og Hofsvallagata ekki hannaðar m.t.t. almenningssamgangna og án samráðs við strætó bs. Við teljum að núverandi stefna þjóni hvorki vistvænum samgöngum né hefðbundnum samgöngum vélknúinna ökutækja. Hún virðist vera sett fram til þess að skapa átök á milli mismundandi lífsstíls. Okkar stefna er sú að borgin eigi að bjóða upp á fjölbreytta möguleika í samgöngum án þess að efnt sé til átaka á milli ólíkra valkosta. 4. Við höfum tekið eftir þessu líka. Einhverra hluta vegna hefur þessu ekki verið sinnt. Það er einfalt mál að bæta úr því og það munum við gera. Yfirborðsmerkingar eru öryggismál sem þarf og á að sinna. 5. Ljósastillingar eiga að taka mið af umferðarhraða og umferðarþunga. Tilgangur ljósastýringar er að umferðarflæði um sé sem greiðast og það þarf að vera í lagi. Svo virðist vera að ljósastýringu á sumum leiðum hafi verið breytt á þessu kjörtímabili með það að markmiði að stöðva umferð á gatnamótum. Nýlega var tekin upp tölvustýrð ljósastýring og mátti sjá breytingarnar verða fljótlega upp úr

því. Annað hvort er þetta einhver kerfisvilla eða þá að þetta er gert vísvitandi. Við munum breyta þessu með það í huga að greiða fyrir umferð. Óskar Bergsson

Ekki ætti að etja saman mismunandi ferðamátum 1. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mjög skýra stefnu hvað þetta varðar. Samgöngur um höfuðborgarsvæðið eiga að byggjast á öryggi og góðu flæði.  Þess vegna teljum við að það eigi að gera umferðarmódel af höfuðborgarsvæðinu í heild sinni þar sem allar leiðir verða skoðaðar til að auka flæði, þægindi og styttingu ferðatíma fyrir alla samgöngumáta. Um leið fæst meiri hagkvæmni, minni mengun og meira öryggi. Lykilatriðið er ávallt umferðaröryggi því markmiðið á alltaf að vera að bæta það. Alvarleg slys eru of mörg og það verðum við að takast á við að fullum þunga. 2. Umferðaröryggi og mikilvægi þess að flæði umferðar sé gott kann að kalla á mislæg gatnamót auk annarra aðgerða á stofnbrautum Reykjavíkur. Það væri þó jákvæðari aðgerð að gera stokk undir gatnamót við Kringlumýrarbraut og vestur að Rauðarárstíg. Slík aðgerð myndi koma í stað tveggja mislægra gatnamóta, draga úr mengun o.s.frv. Allar svona ákvarðanir eiga að byggja á þörf og hagkvæmni, sem næst fram með áðurnefndu umferðarmódeli.  Ýmsar aðgerðir liggja þó fyrir, sem myndu auka flæðið og minnka tafir eins og betri samstilling núverandi umferðarljósa og bygging göngubrúa í stað þeirra gönguljósa sem á þessum brautum eru í dag. Taka þarf jafnframt til endurskoðunar samning Reykjavíkurborgar við Vegagerðina um engar framkvæmdir í borginni næstu 10 árin. Ef það verður ekki gert er ekkert fjármagn í þessi mál af hálfu ríkisins. Það er óásættanlegt.


3. Sjálfstæðisflokkurinn er algjörlega andvígur því að etja saman mismunandi ferðamátum, enda engin ástæða til. Það er mikilvægt að almenningssamgöngur eflist enn frekar sem alvöru valkostur á móti fjölskyldubílnum. Íbúar kalla eftir því, sérstaklega til að eiga möguleika á að vera með einn bíl á heimili í stað tveggja. Bætt aðstaða fyrir gangandi og hjólandi eru mjög mikilvægar aðgerðir sem njóta mikils stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Þegar ráðist er í aðgerðir til að bæta t.d. aðstöðu til hjólreiða, þá á að gera það með sem minnstum neikvæðum áhrifum fyrir aðra, eins og þá sem nota fjölskyldubílinn.  Sama á við um þær þrengingar sem gerðar hafa verið undanfarin misseri gegn umferð bíla, þegar stoppistöðvar strætó eru gerðar, eins og t.d. í Borgartúni. Þær aðgerðir draga úr hraða sem er gott en líka úr flæði sem er röng aðgerð.  Sjálfstæðisflokkurinn vill endurskoða notkun hraðahindrana til hraðastjórnunar, alltaf með um-

ferðaröryggi til grundvallar. Mun betri aðferðir eru til, eins og radarskilti.  Hraðahindranir eiga einungis við í undantekningartilfellum í 30 km. götum, þar sem öðrum aðferðum er ekki við komið.  Það að setja 15 km. hraðahindranir á 50 km. götur leiðir af sér aukna mengun, slit á götum og ökutækjum, aukinn eldsneytiskostnað og ergelsi borgaranna. Umferðaröryggi og slysasaga á að liggja til grundvallar þegar hraðahindranir eru settar upp. 4. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavík verði til fyrirmyndar varðandi öryggi allra vegfarenda, þar með gangandi. Þess vegna erum við algjörlega andvíg þeirri stefnu núverandi meirihluta að mála ekki gangbrautir eins og lög og reglugerðir kveða á um. Nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa sig miklu betur í þessu efni.  Úrbætur varðandi merkingar, þrif og malbikun er því eitt af forgangsatriðum að loknum kosningum í vor.

5. Þetta er enn og aftur spurningin um umferðarflæði sem þarf að vera eins jafnt og gott og mögulegt er. Stjórnun og skipulag umferðarljósanna er eitt af því sem væntanlegt umferðarmódel mun leiða í ljós og úrbætur eiga síðan að byggja á því. Betri samstilling er lykilatriði. Kjörorð Sjálfstæðisflokksins í umferðarmálum er eftirfarandi, sem ofantalin svör byggjast á: Sjálfbærar skynsamlegar samgöngur fyrir alla óháð samgöngumáta er það sem leggja á til grundvallar: ·         Hreyfanleg umferð ·         Hagkvæm umferð ·         Hreinni umferð ·         Hindrunarlaus umferð ·         Hljóðlát umferð ·         Hættulaus umferð Halldór Halldórsson

27


NEYTENDUR

NÝI BÍLLINN ER EKKI BILAÐUR -start-stopp búnaðurinn getur ruglað óvana í ríminu

M

jög margir nýir bílar eru nú með start-stopp búnaði sem slekkur sjálfvirkt á vélinni þegar stöðvað er, t.d. á rauðu ljósi. Í sumum tegundum er búnaðurinn einfaldlega staðalbúnaður og sölumenn þessara bíla orðnir svo vanir honum að þeim finnst ekki taka því að minnast á hann við nýja kaupendur. Þannig var það með konu sem er félagsmaður í FÍB og keypti nýjan smábíl af þekktri tegund. Start-stopp búnaðurinn er staðalbúnaður í þessum bíl og svo sjálfsagður hefur sölumanni umboðsins þótt hann vera að hann minntist ekkert á hann við konuna þegar hann afhenti henni bílinn fyrir skemmstu. En þegar kaupandinn hafði tekið við bílnum ók hún heimleiðis og á umferðarljósum ekki langt frá heimili hennar drap bíllinn á sér. Hún vissi ekki hvað var að gerast, var nýi bíllinn eitthvað bilaður? Hún sneri kveikilyklinum og bíllinn fór í gang um leið og græna ljósið kviknaði á götuvitanum og hún komst síðasta spölinn heim og sagði sínar farir ekki sléttar. Sonurinn á heimilinu sem er bílfróður í betra lagi, upplýsti móður sína þá um hvernig á þessu stæði og 28

nýbakaður bíleigandinn andaði léttar. Svipaða sögu sagði okkur félagsmaður sem tók við bílaleigubíl seint að kvöldi á evrópskum flugvelli sl. haust. Rökkvað var orðið, það rigndi og skyggni var slæmt. Maðurinn var einn á ferð og ekki vel kunnugur leiðinni sem framundan var. Inni í nærliggjandi borg í talsvert þéttri umferð stansar hann á rauðu ljósi og um leið drepst á bílnum. Manninum brá og reyndi að ræsa vélina á ný, bíllinn fór í gang, en drap fljótlega á sér aftur. Á næsta rauða ljósi endurtók þetta sig og maðurinn reyndi í hvert sinn að halda bílnum í gangi og koma þannig í veg fyrir að hann hreinlega strandaði þarna í miðri borginni í rigningunni og dimmviðrinu. En á áfangastað komst hann þó og morguninn eftir var það hans fyrsta verk að hringja í bílaleiguna og lýsa þessu sem hann taldi að hlyti vera einhverskonar bilun í bílnum. Þá fékk hann fyrst að vita hjá starfsmanni leigunnar að bíllinn væri með startstopp búnaði og að svona virkaði hann bara. Bíllinn dræpi á sér þegar hann stöðvaðist en dytti svo í gang um leið og stigið væri á kúplinguna og bensíngjöfin væri snert.

Þessi tvö dæmi staðfesta vel hversu nauðsynlegt það er að sölufólk og starfsfólk bílaleiga veiti fólki sem er að taka við nýjum bíl, upplýsingar um helsta búnað bílsins og hvernig hann virkar. Eldra dæmi um þetta er þegar læsivarðir ABS hemlar voru að koma í nýja bíla. ABS hemlar virka þannig að hjólin stöðvast aldrei í nauðhemlun, heldur eru rétt við það. Með því móti verður hemlunin öflugri (við langflestar akstursaðstæður). En þegar ABS kerfið er að vinna sitt verk finnst það sem grófur titringur í hemlapedalanum og upp í fót ökumanns. Í slíkum atgangi brá mörgum verulega í brún og ófá eru þau símtölin sem starfsmenn FÍB hafa átt við fólk sem fullyrti að bremsurnar í nýja bílnum þeirra væru illilega bilaðar og umboðið vildi ekkert gera í málinu. Auðvitað var ekkert að bílnum. Öryggisbúnaður hans var einfaldlega að vinna sitt verk en sölufólkinu hafði láðst að útskýra þennan nýja búnað fyrir kaupendunum í upphafi og ekki tekist vel upp í útskýringunum þegar óttaslegið fólk hafði samband vegna þess að það hélt að eitthvað væri bilað.


VERÐKÖNNUN FÍB Á TJÖRUHREINSI - Múrbúðin með ódýrasta tjöruhreinsinn Miðvikudaginn 5. febrúar gerði félag íslenskra bifreiðaeigenda verðkönnun á tjöruhreinsi hjá 22 söluaðilium. Múrbúðin kom út með ódýrasta tjöruhreininn á markaðinum kr. 498 pr. lítra en Tíu / ellefu með dýrasta kr. 1.499 pr. lítra. Á grafinu hér til hliðar má sjá niðurstöður þessarar könnunar FÍB og bera saman verð. Þess skal getið að könnunin var einungis verðkönnun. Ekkert var kanna’ð um hugsanlegan gæðamun eða mismunandi eiginleika og efnainnihald einstakra tegunda.

Tjöruhreinsir miðvikudaginn 5. febrúar 2014 Sölustaður MÚRBÚÐIN BÍLANAUST BYKO BAUHAUS BÓNUS KEMI HAGKAUP JÖTUNN VÉLAR MEKONOMEN BAUHAUS BYKO REKSTRARVÖRUR REKSTRARVÖRUR HÚSASMIÐJAN N1 STILLING OLÍS POULSEN OLÍS MAX1 Shell TÍU / ELLEFU

Brúsastærð

Verð

Verð pr. Lítra

4 5 5 5 1 5 1 5 1 1 1 5 1 1 1 5 1 5 1 1 1 1

1990 2795 2990 3330 698 3713 789 4200 871 895 895 4487 915 999 1025 5590 1192 5999 1200 1291 1399 1499

498 559 598 666 698 743 789 840 871 895 895 897 915 999 1025 1118 1192 1200 1200 1291 1399 1499

Plasthlífar Passaðu vel upp á rafgeyminn í vetur.

arctictrucks.is

á húdd, glugga og ljós

Nýtt

12v 7A

12v 0,8A

12v 5,5A

Kletthálsi 3 - 110 Reykjavík - sími 540 4900 - www.arctictrucks.is

29


SPARAKSTUR

PRÓFANIR

ÁTTA ÞAKBOX GÆÐAPRÓFUÐ - ÞAKBOX ÞYRFTU ALMENNT AÐ VERÐA ÖRUGGARI AÐ MATI ADAC

A

DAC, systurfélag FÍB í Þýskalandi, hefur gæða- og öryggisprófað átta tegundir þakboxa á bíla (sem stundum kallast tengdamömmubox). Boxin eru öll af miðlungsstærð og verðið í meðallagi. Aðeins eitt hlaut dóminn –mjög gott, eitt gott, fjögur í meðallagi og eitt í slöku meðallagi. Ekkert boxanna reyndist óviðunandi. Þakboxið Thule Motion 800 er sigurvegari þessarar könnunar. Það er þægilegt í umgengni og notkun. Það situr tryggilega fast og reyndist best í kröppum beygjum, við snögghemlun og sömuleiðis í árekstursprófi. Festingarnar þóttu sérlega góðar en í þeim er ofhersluvörn (torque limitation) sem gerir það illmögulegt að festa boxið ranglega á bílinn. Á hæla Thule boxins kemur Hapro Traxer 6.6. Það sem helst dró það niður og hindraði að það fengi hæstu einkunn er að opnunar- og lokunarbúnaður sjálfs flutningskassans reyndist ekki eins lipur og hjá Thuleboxinu. Í þriðja sætinu er svo Kamei 510. Opnunarog lokunarbúnaður þess reyndist lipur og góður og hönnun kassans 30

með ágætum. Það sem dró það niður var smávægilegir veikleikar sem fram komu í árekstursprófi og við hranalegan akstursmáta. Boxin Neumann XX line , Atera Cargo 830, Cartrend Exodus og Rameder Black Line 580 reyndust í meðallagi. Ýmist vantaði notkunarleiðbeiningar, sjálf boxin ekki nægilega auðveld í umgengni, hleðslu og afhleðslu eða þá að lokin á þeim áttu til að skellast óþyrmilega niður með meðfylgjandi hættu á meiðslum. Atriði af þessu tagi drógu niður heildareinkunnina. Í neðsta sæti varð ATU Jetbag 70 Premium. Veikleikar þess komu einkanlega fram í árekstursprófi. Þá leiddi tiltekinn hönnunarágalli til þess að smellufestingar aftantil gáfu sig og losnuðu og þar með voru það einungis fremri festingarnir sem héldu boxinu við bílinn. En þar sem þær gáfu sig ekki varð heildareinkunnin sú að boxið væri í slöku meðallagi. Á heildina litið sýnir þetta samanburðarpróf á þakboxum eftirfarandi: Öll boxin eru til þess gerð að auðvelda

það að flytja farangur sem ekki er rúm fyrir í bílnum sjálfum með góðu móti. Að þessu frátöldu eru farangursboxin með ýmsu móti og munurinn ekki síst fólginn í því hversu öryggisþættir þeirra eru misjafnir. Öryggisatriði fimm þessara átta boxa reyndust ekki eins traust og æskilegast væri og því hefur ADAC beint því til framleiðenda farangursboxa að þeir leggi sig meir eftir því að bæta öryggisþættina og jafnframt að gera sjálf boxin og festibúnað þeirra betri og notendavænni. Þakbox eru hagkvæm og ágæt viðbót við farangursrými bílsins. En þau auka loftmótstöðu bílsins og þar með eldsneytiseyðsluna. Ennfremur breyta þau aksturseiginleikum bílsins og því meir sem þyngri farangur er settur í þau. Þesssvegna er mikilvægt að þau séu rétt og tryggilega fest og þau séu rétt hlaðin og þyngdarmörk séu virt. Þungur farangur á síst heima í þakboxi. Þungir hlutir eiga að vera sem allra neðst í bílnum.


Sigurvegarinn er Thule Motion 800. Það er bæði notendavænt og öruggt.

Næst besta boxið í könnuninni er Hapro Traxer 6.6. Reyndist vel í öllum prófunarþáttum.

Kamei 510 er í þriðja sæti. Sjálft boxið og festingarnar þægilegar í notkun og meðhöndlun. Minniháttar veikleikar komu fram í árekstrarprófi.

Neumann XXLine. Mikilvægar upplýsingar um hámarksþyngd farangurs vantar.

Atera Cargo 830. Hætta á röngum frágangi á festingum við ásetningu. Notkunarleiðbeiningar óskýrar sem getur leitt til mistaka við áfestingu og að boxið skrölti.

Cartrend Exodus. Lokið of hart og þungt og á það til að skellast niður og getur þannig klemmt hendur og fingur.

Rameder Black Line 580. Ganga þarf vel úr skugga um að það hafi lokast rétt og tryggilega.

ATU Jetbag 70 Premium hlýtur neðsta sæti í þessari könnun. Tilteknir öryggisþættir þóttu ekki viðunandi þannig að í heildina fékk boxið einkunnina – slakt meðallag.

31


PRÓFANIR

TENGDAMÖMMUBOXIÐ TEKUR SITT

- stóreykur eldsneytiseyðsluna

F

arangursbox á bílþakinu – stundum kölluð tengdamömmubox – stórauka eldsneytiseyðsluna. Sá sem ekki leggur á sig þá fyrirhöfn að fjarlægja það af bílnum þegar þess er ekki þörf, þarf að greiða fyrir það í óþarfri eldsneytiseyðslu.

í aftur- og framrúðum, sætum og jafnvel stýrishjóli taka í kring um einn lítra á hundraðið, þokuljósin um 0,2 lítra og hver 100 kíló af farangri krefjast 0,3 lítra aukalega. Og meira að segja smá snjór og klaki á toppi bílsins eykur loftmótstöðuna og þar með eyðsluna.

ADAC, hið þýska systurfélag FÍB hefur rannsakað þessi mál gaumgæfilega og komist að því að eyðsla meðalstórs fólksbíls eykst um allt að tvo lítra á hundraðið með farangursbox á toppnum miðað við að aka ekki með það. En það er reyndar ýmislegt fleira sem eykur eyðsluna. Hraðinn skiptir miklu máli í þessu. Því hraðar sem ekið er þeim mun meira afl og þar með eldsneytiseyðslu þarf til að yfirvinna loftmótstöðuna. Á 80 km hraða bætir farangursboxið um 11 prósentum við eyðsluna og á 130 km hraða heilum tveimur lítrum miðað við akstur án þess.

Þegar kalt er í veðri þarf vél bílsins og drifbúnaður lengri tíma til að ná réttum vinnsluhita og þessi upphitun tekur sinn toll af eldsneytinu. Til að flýta upphituninni sem mest er best að aka strax af stað og láta vélina snúast sem hægast og skipta upp í hærri gír eins fljótt og kostur er án þess að „pína“

Enn fremur skiptir hitastigið miklu. Í vetrarkuldum eyða bílar mjög miklu fyrst eftir að þeir eru gangsettir. Þá taka ýmis straumtæki bílsins heilmikla orku til sín. Hitaelement 32

vélina. Með því að „keyra bílinn út í hverjum gír“ og láta vélina snúast hratt kalda, slitnar hún fljótar og eyðir miklu meir eða um eða yfir 30% meir en með fyrrnefnda laginu. Réttur loftþrýstingur í dekkjum skiptir líka miklu. Of lágur þrýstingur kallar á meiri eyðslu og verri og varasamari aksturseiginleika.


* Festing tengd við dráttarkúluna

33


VERÐKÖNNUN FÍB Á BÍLAPRÓFUN FÍB VERÐKÖNNUN

BÍLLYKLASMÍÐI

F

ÍB gerði verðkönnun á því hvað kostar að láta smíða nýjan lykil að fólksbíl með eða án fjarstýringar. Spurt var annarsvegar um hvað sjálfur lykillinn kostar. Hins vegar var spurt hvað nýr lykill með fjarstýringu kostar. Spurt var um verð eftir að búið er að forrita og kóða lykilinn/ fjarstýring-una þannig að allt virki eins og vera ber. Í ljós kemur að verðmunur er mjög mikill bæði milli einstakra bíltegunda og milli þeirra sem veita þessa þjónustu. Þjónustan er yfirleitt dýrari hjá bílaumboðunum en hjá óháðum lykla- og lásasmiðum og stundum verulega dýrari. Spurt var um 24 tegundir bíla í könnuninni af árgerð 2010. Mikill verðmunur reyndist vera milli einstakra bíltegunda hjá umboðunum. Dýrasti lykill með fjarstýringu frá umboði var fyrir Lexus RX450H; 81.140 krónur. Búnaðurinn reyndist ekki fáanlegur hjá lásasmiðunum sem eru Neyðarþjónustan og Lásaþjónustan. Forsendur könnunarinnar voru þær að spurt var um fullt verð á lyklum ásamt fjarstýringu og verð á einstök34

boðinu 44.812 krónur. Þriðja dæmið er svo Honda CR-V. Lykill með fjarstýringu kostar 27.000 krónur hjá Lásaþjónustunni, 32.500 krónur hjá Neyðarþjónustunni og 66.261 krónur hjá umboðinu. Að sumum bílum eins og t.d. Mercedes Benz bílum er lykillinn hreinn rafeindalykill en með honum fylgir sérstakt lykiljárn sem er einskonar neyðarlykill til að opna bílinn ef hann er straumlaus. Hjá Neyðarþjónustunni fengust þær upplýsingar að í þeim tilfellum að enginn lykill fyndist að bíl þá bættist við verðið kostnaður við að afla rétts skurðarnúmers frá framleiðanda eða innflytjanda bílsins og rétts kóða til að forrita fjarstýringuna.

um lyklum án fjarstýringar. Verðið skyldi miðast við að allt virkaði og væri tilbúið til notkunar – hvort heldur sem væri fjarstýring og/eða stakur lykill eftir atvikum. Gert var ráð fyrir að þjónustubeiðandi ætti fyrir einn lykil að dyra- og straumlásum bílsins. Ódýrasti lykill með fjarstýringu frá umboði og sá ódýrasti í þessari könnun er fyrir Suzuki Swift og kostar 23.500 krónur. Búnaðurinn reyndist ófáanlegur hjá óháðu lásasmiðunum. Næst ódýrasti lykillinn í könnuninni reyndist vera fyrir Chevrolet Spark og kostaði 24.813 krónur hjá umboðinu. Hann er heldur ekki í boði hjá óháðu lásasmiðunum. Sem dæmi um verðmuninn á lyklum með fjarstýringu milli umboðs og óháðu lásasmiðanna má nefna lykil fyrir Toyota Yaris. Hjá Neyðarþjónustunni kostar hann 25.000 krónur. Hjá umboðinu kostar hann 52.318 krónur. Annað dæmi er Mitsubishi Pajero. Hjá Neyðarþjónustunni kostar lykill með fjarstýringu 32.500 krónur en hjá um-

Eins og sjá má af könnuninni hér til hliðar þá kostar lykill með fjarstýringu fyrir Mazda 2, 66.852 krónur. Lykil án fjarstýringar er hægt að fá á 9.400 krónur hjá Neyðarþjónustunni. Mismunurinn er 57.452 krónur sem segja má með réttu að sé raunverulegt verð fjarstýringarinnar. Athyglisvert er að lykillinn án fjarstýringar kostar í umboðinu 24.242 krónur og er þannig tæpum 15 þúsund krónum dýrari en sami lykill hjá Neyðarþjónustunni. Annað dæmi er Chervrolet Spark. Lykill að honum með fjarstýringu kostar 24.813 krónur í umboðinu. Lykill án fjarstýringar kostar 10.000 krónur hjá Lásaþjónustunni en fæst ekki í umboðinu. Mismunurinn er 14.813 krónur sem vekur óneitanlega spurningu um það í hverju þessi gríðarlegi kostnaðarmunur milli bílategunda geti legið. Þegar við berum saman verð á lyklum með fjarstýringu fyrir smábílana Mazda 2 (kr. 66.852) og Chevrolet Spark (kr. 24.813) Þá er verðmunurinn himinhrópandi og illskiljanlegur rúmlega 42 þúsund krónur. Könnunin var gerð 27. nóvember 2013.


35


BÍLAPRÓFUN FÍB VERÐKÖNNUN

FÍB verðkönnun á rúðuvökva Verðlækkun á milli ára FÍB hefur gert verðkönnun á rúðuvökva og reiknað út lítraverð miðað við -9 gráðu frostþol. Daginn sem verðkönnunin var framkvæmd var rúðuvökvinn sem fæst í Bauhaus á hagstæðasta verðinu eða 51 króna á lítra. Út frá frostþolsforsendunni er verðmunur milli dýrasta vökvans og þess ódýrasta 235 prósent. Meðalverðið á rúðuvökva í könnuninni er 120 krónur á lítra miðað við -9°C frostþol en sá dýrasti fæst hjá Olís og þar er lítraverðið 171 króna. Í samanburði við samskonar könn un sem FÍB framkvæmdi fyrir ári síðan þá hefur meðalverð á rúðuvökva lækkað um 4 krónur á lítra og ódýrasti vökvinn nú er 35 krónum ódýrari á lítra miðað við -9°C frostþol. Meginefnin í rúðuvökva eru vatn og spíri en blönduhlutföll þessara meginefna er nokkuð mismunandi frá einum framleiðanda til annars. Því er frostþolið að sama skapi mismunandi. Samkvæmt upplýsingum sem FÍB aflaði hjá efnafræðingi þarf að vita eðlisþyngd blöndunnar til að geta glöggvað sig á hlutfalli spíra og vatns í rúðuvökva og þar með frostþol vökvans. Eðlisþyngd vatns er 1. Það þýðir að einn lítri af vatni er eitt kíló að þyngd. Spíri (etanól og ísóprópanol) er léttari en vatnið og ef eðlisþyngd rúðuvökva er 0,98 er frostþol blöndunnar í kring um -3 gráður. En sé eðlisþyngd hennar 0,96 er frostþolið í kring um -17 gráður. Sé eðlisþyngdin 0,97 er frostþolið nokkurnveginn mitt í milli. Ýmis önnur efni, eins og sápa kunna að vera í rúðuvökva, en þau eru í það litlum mæli að þau breyta frostþolinu sáralítið til eða frá. Það er út frá þessum forsendum sem við höfum reiknað verð rúðuvökvanna til að neytendur geti fengið skýran verðsamanburð út frá einni og sömu forsendunni. 36

Lægsta lítraverð rúðuvökva, sé ekki tekið tillit til frostþols, reyndist einnig vera hjá Bauhaus en uppgefið frostþol hans -21°C. Hæsta lítraverðið á sama hátt var á rúðuvökva frá Húsasmiðjunni 375 krónur en sá vökvi þolir -22 stiga frost. Rúðuvökvinn frá Bauhaus sem reyndist á hagstæðasta verðinu miðað við frostþol, fæst í fimm lítra brúsum sem kosta 595 krónur. Frostþol vökvans í brúsunum er -21 gráður. Það

jafngildir því að miðað við -9 gráðu frostþol er lítraverðið 51 króna. Segja má að -9 gráðu frostþol sé tæpast nægilegt. En það dugar nokkurnveginn á höfuðborgarsvæðinu þar sem fremur sjaldgæft er að frost verði mikið meira en það. Öðru máli gegnir hins vegar víða inn til landsins þar sem frost verða talsvert harðari oft á tíðum.


UPPGEFIÐ FROSTÞOL STENST ILLA

-veruleg frávik - Bauhaus-vökvinn í fyrsta sæti á röngum forsendum:

Kvikk Fix

Kemi

Hagkaup

Bauhaus

Stilling

Múrbúðin Rekstrarvörur

E

FÍB Rannsókn Rannsókn nr. tilefnum 018062 018062 um ftir að verðkönnunin FÍB á rúðuvökvum var nr. gerð hafa að gefnum vaknað spurningar rgartúni 33 Borgartúni hvort 33 hið uppgefna frostþol rúðuvökva Dagsetning Dagsetning 05/03/2014 05/03/2014 sem tilgreint er á söluumbúðum standist. 5 Reykjavík 105 ReykjavíkHingað til hefur ekki verið talinDags móttekið Dags móttekið 18/02/2014 framleiðenda 18/02/2014og sölusérstök ástæða til að draga innihaldslýsingar þetta varnr.ákveðið að fela rannsóknastofunni Fjölveri FÍB aðila sérstaklega í efa. En til að taka af allan vafa um Rannsókn 018062 að mæla tók til. Sýnishorn voru tekin og sett í sérstök Borgartúni 33frostþol nokkurra þeirra vökva sem verðkönnunin Dagsetning 05/03/2014 rki: Merki: Rúðuvökvisýnishornaglös runolfur@fib.is Rúðuvökviogrunolfur@fib.is hvert þeirra merkt Dags með móttekið númeri þannig að rannsóknaraðili 105 dauðhreinsuð Reykjavík 18/02/2014 gat ekki vitað plýsingar: Upplýsingar: 1): Inniheldur rokgjarnt 1): Inniheldur efni án ilmefna lífrænt og efnihágæða án ilmefna etanóli. og hágæða etanóli. hvaðan hvert sýnishorn var. lífræntrokgjarnt Efnið er ekki efnafræðilega Efnið er ekki efnafræðilega samkvæmt ljósvirkt lýsingu. samkvæmt Eldfimt lýsingu. og inniheldur Eldfimt og inniheldur Í ljós hefur komið að frávik fráljósvirkt hinu uppgefna frostþoli eru veruleg: Vökvinn frá Bauhaus sem reyndist Merki: Rúðuvökvi runolfur@fib.is ekki eitruð hreinsiefni. ekki eitruð Greiðlega hreinsiefni. lífbrjótanleg Greiðlega í samræmi lífbrjótanleg við í samræmi við ódýrastur miðað við uppgefið frostþol reyndist frjósa við 9 gráðum hærra hitastig en skrifað stendur á Upplýsingar: 1):viðmiðunarreglur Inniheldur rokgjarnt lífrænthann efni áánfölskum ilmefna og hágæða etanóli. viðmiðunarreglur OECD; umbúðunum. Í rauninni er því verið aðOECD; bjóða forsendum sem er ámælisvert. Svipað gildir Efnið er ekki efnafræðilega ljósvirkt samkvæmt lýsingu. Eldfimt og vera inniheldur um 2): vökvann frá Rekstrarvörum. Frostþol hansyfirborðsvirk er uppgefið efni, -21yfirborðsvirk gráða en mælist -10 gráður. Inniheldur vatn, 2): Inniheldur etanól,ísóprópanól, vatn, etanól,ísóprópanól, ilm og litarefni; efni, ilm einungis og litarefni; ekki eitruð hreinsiefni. Greiðlega lífbrjótanleg í samræmi við Vökvinn frá Hagkaupum sem er framleiddur Íslandi, er gefinn upp fyrir að þola -20 gráður en reynist 3): Inniheldur ilmefni 3): Inniheldur og 5% amphoteric ilmefni og ásurfactants; 5% amphoteric surfactants; viðmiðunarreglur OECD; frjósa -12. 4):við Inniheldur alkóhól, 4): Inniheldur glycol, hreinsiefni alkóhól, glycol, og eimað hreinsiefni vatn; og eimað vatn; 2): Inniheldur vatn, etanól,ísóprópanól, yfirborðsvirk efni, ilm og litarefni; Annað er með vökvann frá Stillingu. Hann er2% í sérflokki að meg því vatn; leyti að uppgefið frostþol hans er -21 gráða 5): Innihald, 243):%etanól, 5): Innihald, 2% 24 tensíð, %etanól, 5% meg tensíð, og 69% 5% eimað og 69% eimað vatn; Inniheldur ilmefni og 5% amphoteric surfactants; en hann mælist með -25Inniheldur gráðu frostþol. Þá er uppgefið frostþol vökvans frá Kemi -30 gráður sem stenst 6): Inniheldur hreinsiefnið 6): CW-100 hreinsiefnið frá Dr.Wack CW-100 og Chemie; frá Dr.Wack og Chemie; 4): Inniheldur alkóhól, glycol, hreinsiefni og eimað vatn; nákvæmlega samkvæmt mælingu Fjölvers. 7): Innihald: Ísóprópanól, Innihald: sápuefni, Ísóprópanól, sítrónuilmur. sápuefni, sítrónuilmur. 5):7): Innihald, 24 %etanól, 2% tensíð, 5% meg og 69% eimað vatn; Sjá nánar á meðfylgjandi töflu. hreinsiefnið CW-100 frá Dr.Wack og Chemie; 6): Inniheldur

ni:

7): Innihald: Ísóprópanól, sápuefni, sítrónuilmur.

Sýni: Eðlismassi@20°C, Eðlismassi@20°C, kg/l kg/l ASTM D4052 ASTM D4052 Sýni: Eðlismassi@20°C, kg/l 1 1

KEMI

0,9423

2

0,9683

3

0,9704

4

0,9736

2 MÚRBÚÐIN 3 KVIKK FIX

66 77

0,9423

0,9683

0,9683

0,9704

0,9704

0,9736

KEMIKEMI

Kristallar myndast (*), °C: -30 ASTM D2386 -30

MÚRBÚÐIN MÚRBÚÐIN KVIKK KVIKK FIX FIX

-16 -18 -12

-30 -16 -18

Mismunur

-30 -30 0

0

-16

-18 -18-2

-2

-18

-22 -22-4

-4

-12

-21 -21-9

-9

0,9736

BAUHAUS BAUHAUS

REKSTRARVÖRUR

0,9716

0,9716 0,9716

REKSTRARVÖRUR REKSTRARVÖRUR

-10

-10

-10

-21 -21-11 -11

0,9527

0,9527 0,9527

-25

-25

-25

-21 -21+4

+4

0,9675

0,9675 0,9675

-12

-12

-12

-20 -20 -8

-8

4 BAUHAUS

55

ASTM0,9423 D4052

Kristallar myndast Kristallar (*), myndast °C: (*), °C: ASTM D2386 ASTM D2386 Uppgefið

STILLING HAGKAUP

STILLING STILLING HAGKAUP HAGKAUP

-12

(*) Mælingin segir til um hvenær fyrstu kristallar myndast í vökvanum við kælingu við

*) Mælingin segir (*) til Mælingin um hvenær segirfyrstu til umkristallar hvenær myndast fyrstu kristallar í vökvanum myndast við kælingu í vökvanum við við kælingu við aðstæður samkvæmt ASTM D2386 Freezing Point. Sýnin eru því enn á vökvaformi að mestu ðstæður samkvæmt aðstæður ASTM samkvæmt D2386 Freezing ASTM D2386 Point. Sýnin Freezing eru Point. því enn Sýnin á vökvaformi eru því enn aðámestu vökvaformi að mestu leyti við fyrstu myndu kristalla. eyti við fyrstu myndu leyti við kristalla. fyrstu myndu kristalla. 37


BÍLAPRÓFUN FÍB ALMENNT

BURT MEÐ RISPURNAR!

Flestir bíleigendur kannast við það að lakkið á bílnum þeirra rispast með tímanum. Smárispur í kringum hurðarhúna og smá nudd utan í bílinn skilja eftir för sem geta verið hvimleið. Þýska fyrirtækið QUIXX hefur brugðist við vandanum með því að þróa öflug efni sem fjarlægja rispur úr lakki bíla. Þessi nýju efni byggja á svokallaðri Plastic Deformation tækni sem nýtir sér áhrif núnings á lökk. Efnin eru ætluð bíleigendum og eru

því bæði einföld í notkun og fljótvirk. Efnin koma í handhægum pakkningum og hægt er að velja um tvær gerðir. QUIXX X-Press er eins þrepa viðgerðarkerfi fyrir grunnar og meðaldjúpar rispur. Í pakkanum er slípiefni og micro klútar. Efnið er sett í klútinn og síðan er strokið yfir rispuna þar til hún hverfur. QUIXX Paint Scratch Remover er hugsað fyrir grunnar til djúpar rispur.

Í pakknum eru tvær gerðir slípiefna, micro klútar og sandpappír af mismunandi grófleika. Sandpappírinn þarf einungis að nota ef rispur eru djúpar. Ef rispan er djúp þá er byrjað að strjúka yfir hana með sandpappír í allt að 15 sekúndur. Síðan er svæðið skolað og QUIXX viðgerðarefninu nuddað þvert á rispuna í tvær mínútur. Að lokum er strokið yfir rispuna með QUIXX slípimassanum í tvær mínútur eða þar til glansinn er aftur kominn í lakkið. QUIXX hentar fyrir flestar gerðir af rispum, sem ná ekki niður í stál. Efnin hafa fengið fjölda viðurkenninga frá fagtímaritum svo sem AUTO, Auto Plus, Autocar og Consumer Reports. Virkni QUIXX er vottuð af TÜV. QUIXX framleiðir fleiri efni sem byggja á sömu tækni, m.a. efni til að gera mött framljós eins og ný. Þessi nýju efni fást m.a. í vefversluninni www.car.is.

   



Vélarvarahlutir 38

frá viðurkenndum framleiðendum


Númer 1 í Þýskalandi

Liqui Moly hefur verið valið í fjórum sjálfstæðum könnunum í Þýskalandi, besta vörumerkið í olíuvörum fyrir bíla. Nútíma vélar þurfa bestu smurog hreinsiefnin til þess hámarka nýtinguna á eldsneytinu og lágmarka mengandi útblástur samkvæmt ríkjandi mengunarstöðlum. Liqui Moly sérhæfir sig í efnavörum fyrir bíla og framleiðir öll smurefni samkvæmt stöðlum bílaframleiðenda. Notaðu Liqui Moly efnavörur og þú hámarkar virkni vélarinnar en lágmarkar eyðsluna.

Er ekki kominn tími til að nota Liqui Moly á bílinn þinn?

S t i l l i n g h f . | S í m i 5 2 0 8 0 0 0 | w w w . s t i l l i n g . i s | s t i l l i n g @ s t i l l i n g39. i s


Mazda3 2.0 SkyActive

BÍLAPRÓFUNFÍFÍ B BÍLAPRÓFUN B

EINN SÁ FLOTTASTI Í C-STÆRÐARFLOKKNUM

E

ftir að slitnaði upp úr samstarfi Mazda og Ford, sem stóð yfir frá 1979 til 2010, virðist sem fullkomin stefnubreyting hafi orðið hjá japanska framleiðandanum, ekki síst hvað varðar hönnun. Mazda hefur í gegnum tíðina farið sínar leiðir og komið fram með bíla sem hafa vakið sérstaka eftirtekt. Eitt skýrasta dæmið um það er sportbíllinn RX8 sem einn fjöldaframleiddra bíla var með svokölluðum Wankel mótor. Nú má sjá hönnunarþætti í a.m.k. þremur Mazda gerðum, þ.e. CX5 jeppanum, Mazda6 og nú Mazda3, sem ná alveg aftur til RX8. Mazda hefur tekið afgerandi forystu meðal japanskra framleiðenda hvað útlitshönnun varðar og siglir nú fyrir þöndum seglum í Evrópu um þessar mundir. Á sama tíma og bílasala er enn að dragast saman í álfunni jókst sala á Mazda um 40% í nóvember á síðasta ári. Þetta er ekki síst að þakka nýjum Mazda3 sem virðist ætla að fara sigurför á evrópskum mörkuðum. Við tókum í gripinn á dögunum og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Mazda3 kom fyrst á markað 2004 og leysti þá af hólmi 323. Hann var svo kynntur í þriðju kynslóð á síðasta ári og er nýkominn á markað hérlendis. Þetta er bíll sem hefur ávallt verið rómaður fyrir góða aksturseiginleika en þeir hafa þó einungis batnað í gegnum tíðina. 40

Mazda3 er í C-stærðarflokki og þar er við ramman reip að draga í samkepninni. Þarna eru fyrir miklir sölubílar eins og VW Golf, Ford Focus, Kia cee’d og Toyota Auris svo eingöngu fáeinir séu nefndir. Allt eru þetta fyrirtaks bílar í þessum stærðarflokki en Mazda3 ber af í útlitslegu tilliti að mati undirritaðs. En smekkurinn er misjafn og huglægt mat blaðamanns skiptir kannski minnstu máli í þessu samhengi. Mazda3 kemur fernra dyra og fimm dyra en er á sama verði sama hvor gerðin sem er valin. Það sem einkennir útlitið er löng vélarhlíf og bogmynduð frambretti, aflíðandi þaklína með miklum halla á framrúðu og stórar hjólaskálar. Bíllinn er algjört augnakonfekt að utan; samsvarar sér vel og hefur yfir sér blæ sem er í senn sportlegur og fágaður. En hann er ekki síðri að innan með leðurklæddu þriggja arma aðgerðastýri, stórum sjálfstæðum skjá ofan á mælaborðinu og stjórnrofa í miðjustokknum. Sætin eru stíf og með góðum hliðarstuðningi og talsvert sportleg í lögun. Ágætt pláss er fyrir þrjá í aftursætum þar sem drifstokkurinn er fremur fyrirferðalítill. Skottið er 364 lítrar og stækkanlegt í 1.263 lítra með því að fella niður aftursætisbökin í hlutföllunum 60/40. Á afturhleranum er áletrunin Sky-

active Technology sem er samheiti yfir ýmsa tækni sem Mazda styðst við til að draga úr eldsneytisnotkun. Tæknin nær til nýrra véla, gírskiptinga og nýrrar efnisnotkunar í yfirbyggingu sem dregur úr þyngd. Þar er einkum um að ræða meiri notkun hástyrktarstáls sem léttir bílinn og eykur stífleika yfirbyggingarinnar. Enn kemur Mazda dálítið á óvart með vélum sínum. Hluti af Skyactive tækninni eru vélar með stærra rúmtaki en svipuðu aflúttaki. Áður var bíllinn boðinn með 1,6 lítra, 105 hestafla vél en nú er vélin 2ja lítra og skilar 120 hestöflum. Flestir ættu von á meira aflúttaki frá vél með svo miklu rúmtaki. En munurinn er sá að innri núningur vélarinnar og hæsta þjöppunarhlutfall í fjöldaframleiddri bensínvél, 14:1, skilar mun hreinni bruna og eldsneytisnýtingu. Fyrir vikið er Mazda3 nú fáanlegur með mun stærri og aflmeiri vél sem engu að síður er 20% sparneytnari og losar um 19% minna af koltvísýringi. Bíllinn er þó ekki beinlínis sprettharður en býður upp á fullkomlega ásættanlega hröðun fyrir alla venjulega ökumenn. En vélin er togmikil og þess vegna er Mazda3 ekki síst fyrirtaks ferðabíll á lengri leiðum. Ekki rýrir það gildi hans að sérstaklega hefur verið hugað að hljóðeinangrun og stendur Mazda3 þar hvað fremst í flokki í þessum stærðarflokki. Með 2ja lítra vélinni fylgir sex gíra


beinskipting, sem er þjál í notkun og stutt á milli gíra, en valbúnaður er 6 þrepa sjálfskipting. 2ja lítra vélin var fyrst boðin í Mazda þremur með Skyactive tækninni árið 2012. Nú kemur hún með nýju og stærra útblásturskerfi með tveimur pústum sem skilar sér í umtalsvert meira togi. Mazda3 kemur í þremur búnaðarútfærslum, þ.e. Core, Vision og Optimum. Í fyrstnefndu útfærslunni er hann reyndar einungis boðinn beinskiptur með 1,5 lítra, 100 hestafla bensínvél. En í Vision og Optimum fæst hann með 2,0 lítra bensínvélinni og 2,2 lítra dísilvél, 150 hestafla. Meðal staðalbúnaðar í Vision er loftkæling, hiti í framsætum, leðurklætt stýri og gírstangarhnúður, hraðastilling, aksturstölva, rafdrifnir hliðarspeglar með upphitun og aðfellingu, starthnappur, USB tengi, Bluetooth, i-Stop spartækni, hljómtæki með 6 hátölurum, 16” álfelgur, þokuljós að framan, skyggðar rúður að aftan, 6 öryggispúðar, snjallhemlunarkerfi, blindblettsvari, ASB, ESP með spólvörn, EBD, EBA og loftþrýstingsmælir fyrir hjólbarða. Í Optimum bætist við hraðamælir í framrúðu, flipaskipting í stýri, Bose hljómkerfi með 9 hátölurum, lyklalaust aðgengi, xenon-aðalljós, LED ljós að framan og LED afturljós. Prófunarbíllinn var í Vision útfærslu og kostar í þeirri gerð með 2,0 lítra bensínvélinni og sex gíra beinskiptingu 3.490.000 kr. en hálfri milljón betur í Optimum útfærslu. Þetta sýnist við fyrstu skoðun mjög samkeppnishæft verð en menn skyldu einnig bera saman staðalbúnað þegar verðsamanburður er gerður milli tegunda. VW Golf Comfortline kostar 3.780.000 kr. Ford Focus Trend Edition með 125 hestafla, 1,0 l Ecotec vélinni er á sama verði og Mazda3, þ.e. 3.490.000 kr. Toyota Auris Sol með 1,6 l, 132 hestafla vél kostar 3.980.000 kr.

Guðjón Guðmundsson

Mazda3 2.0 SkyActive Vél: 2,0 l, 4ra strokka, 16 ventla. Afköst: 120 hestöfl. Vinnsla (Tog): 210 Nm. Gírskipting: 6 gíra beinskipting. Drif: Framdrif. CO2-losun: 199 gr/km Eldsneytisnotkun (tölur frá framl.): Innanbæjarakstur: 6,5 lítrar. Utanbæjarakstur: 4,3 lítrar. Blandaður akstur: 5,1 lítri. Hröðun (0-100 km/klst.): 8,9 sek. Hámarkshraði: 195 km/klst. Dráttargeta (kg með/án hemla): 1.300/600 Eigin þyngd: 1.205 kg. Verð: Frá 3.190.000 kr. Verð reynsluakstursbíls: 3.490.000 Falleg hönnun Mætti vera sprettharðari

41


BÍLAPRÓFUNFÍFÍ B BÍLAPRÓFUN B

Mitsubishi i-MiEV

H

versu langa leið er hægt að komast á rafbíl? Hversu nýtilegur er hann fyrir mig. FÍB blaðið ákvað að láta á það reyna og eina helgina í haust og fékk lánaðan Mitsubishi i-MiEV rafbíl hjá Heklu. Ætlunin var að aka austur í Biskupstungur og heimsækja nýbýli þar sem ábúendur m.a. stunda býflugnarækt. Þangað eru ríflega 100 kílómetrar. Síðan stóð til að renna suður Skálholtsveg, Skeiðaveg og veg 1 til Selfoss. Þar var ætlunin að stansa nógu lengi til að hlaða bílinn nóg til þess að komast til Reykjavíkur. Það verður að segjast að þessar áætlanir riðluðust nokkuð. Við fengum bílinn afhentan upp úr hádegi á föstudegi og var skotist á honum milli húsa það sem eftir lifði vinnudagsins. Þess í milli var honum stungið í samband hér á Skúlagötunni hjá FÍB. Þegar heim var komið var bílnum svo stungið í samband og var hann í hleðslu fram á laugardagsmorgun. Þá var hann fullhlaðinn og aksturstölva bílsins sagði að hann kæmist 170 kílómetra á hleðslunni. Þá hlaut að vera óhætt að skreppa á bílnum út í búð að kaupa inn fyrir vikuna framundan og renna út í efnalaug til að sækja föt úr hreinsun auk viðkomu á nokkrum öðrum stöðum í 42

borginni. Skemmst er frá því að segja að í innanbæjarsnattinu var bílinn hrein afbragð. Hann er ágætlega viðbragðsfljótur og sérlega lipur og góður í akstri og auðvelt að leggja honum þótt stæði séu þröng. Skottið er að sönnu ekki stórt og þar sem talsvert þarf að kaupa inn fyrir stórt heimili reyndist nauðsynlegt að fella niður helming aftursætisbaksins til að koma vörunum fyrir í bílnum. Ferðin sem ekki var farin En þegar heim var komið úr þessum leiðangri sagði tölvan að enn væri nóg rafmagn á geymunum til 150 km aksturs. Því hlaut að vera óhætt að halda sig við ferðaáætlunina austur í sveitir Suðurlands. Því var lagt af stað áleiðis austur um Mosfellsdal, Mosfellsheiði og nýja Lyngdalsheiðarveginn til Laugarvatns, inn Laugardalinn og niður Reykjaveginn í átt að Reykholti í Biskupstungum. Aksturslagið var ósköp venjulegt og í takti við umferðina í kring, veðrið var stillt, sólríkt og yndislegt svo ferðaáætlunin hlaut að ganga upp fannst okkur. Annað kom á daginn. Þingvallaleiðin sem er talsvert á fótinn reyndist vera straumfrek og við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum sagði aksturstölvan að straumurinn

dygði 40 km í viðbót en leiðin til áfangastaðarins í Tungunum um það bil hálfnuð. Það var því annaðhvort að halda áfram og líklega verða strand við Efstadal eða Efri Reyki, eða hreinlega að snúa við, setja bílinn í hleðslu og leggja af stað aftur á sunnudagsmorgni. Við tókum seinni kostinn ekki síst vegna þess að meirihluti leiðarinnar til baka er að mestu leyti niður í móti. Þegar heim var svo komið vestast í Vesturbænum sagði tölvan að aðeins væri um 5 kílómetra drægi eftir á geymunum þannig að talsvert misræmi var milli þess sem tölvan sagði og raunveruleikans. Morguninn eftir var bíllinn fullhlaðinn og tölvan sagði að hann kæmist 170 kílómetra. Nú var ekkert verið að snatta í bænum fyrst eins og daginn áður, heldur ekið beint austur og ekki stansað fyrr en við gamla Héraðsskólann á Laugarvatni. Þar sagðist tölvan eiga eftir nógan straum til að komast á áfangastað og vel rúmlega það. 6 klst. hleðsla Við komum í áfangastað í Tungunum og klukkan var 12 á hádegi þegar bílnum var stungið í samband aftur. Ætlunin var að hlaða hann í svona tvo til þrjá tíma og keyra


síðan á Selfoss og stansa þar og hlaða hann nógu lengi til að komast yfir Hellisheiðina til Reykjavíkur. En eftir rúmlega tveggja tíma hleðslu sagði tölvan að hann kæmist 50 kílómetra og í ljósi reynslunnar gat það þýtt að raunverulegt drægi væri ekki nema 30 kílómetrar sem var ekki nóg til að komast á Selfoss. Því var ákveðið að sleppa Selfossi og halda áfram að hlaða bílinn nóg til að komast sömu leið (Þingvallaleiðina) til baka til Reykjavíkur. Klukkan sex, eftir sex tíma stöðuga hleðslu sagði tölvan að nú væri kominn straumur til 140 km aksturs. Í ljósi fyrri reynslu af upplýsingum tölvunnar töldum við að það myndi duga að komast þessa 102 kílómetra til Reykjavíkur. Það gekk upp, en með naumindum. Náum við heim? Við Brúarland í Mosfellsbæ sagði tölvan að rafmagn til 10 kílómetra aksturs væri eftir. Það var því ekki annað að gera en að ástunda ítrasta sparakstur í þeirri von að ná heim á Vesturgötuna. Það tókst með naumindum því að þegar þangað var komið blikkaði skjárinn í mælaborðinu án afláts og sagði að 0 kílómetra rafmagn væri eftir á geymunum. En þetta hafðist og meira að segja dugði rafmagnið til þess að aka bílnum frá Vesturgötunni að Skúlagötu 19 morguninn eftir. Niðurstaða þessa reynsluaksturs er í meginatriðum sú að upplýsingum aksturstölvunnar er ekki alveg

treystandi. Hún virðist ekki laga sig að aksturslagi ökumanns (eða vera mjög lengi að því). Sjálfur bíllinn er hins vegar alveg ágætur þótt lítill sé og ekki sérlega fagur álitum (sem er auðvitað smekksatriði). Þá virtist ekki vera gefinn sá möguleiki að Farangursrýmið er allgott þótt bíllinn sé stinga honum í hleðslusamband ekki stór. Í sekknum sem sést á myndinni er við t.d. þriggja fasa rafsuðutengil hleðslukapallinn ásamt hleðslutæki. sem stytta myndi hleðslutímann. En í þéttbýlinu er drægið fylliað uppreikna sig eftir aksturslagi lega nóg og bíllinn er snöggur og og straumnotkun. Í þeim sýna þær lipur og einstaklega hljóðlátur í strax hversu drægið breytist með bæjarumferðinni. breyttu ökulagi og með breyttri straumnotkun. Bara við það að kveikja Síðan þessi reynsluakstur fór á rúðuþurrkunum í Nissan Leaf, þá fram hafa blaðamenn FÍB blaðsins reynsluekið öðrum og nýrri tegundum uppreiknar tölvan sig á augabragði og segir hversu mikið drægið styttist og gerðum rafbíla. Þeir hafa það eða lengist við það að kveikja og framyfir litla Mitsubishi i-MiEV slökkva á þurrkunum og öðrum bílinn að tölvan í þeim er mjög snögg straumnotendum bílsins.

Það verður varla sagt að i-MiEV sé fallegur bíll, en hann er þægilegur í umgengni og í akstri og ágætur í borgarumferð.

Mitsubishi i-MiEV Hljóðlátur og viðbraagðsfljótur Ónákvæmar upplýsingar frá aksturstölvu

43


BÍLAMERKI OG BÍLAHEITI -hversvegna heitir Audi Audi?

eftir Örnólf Thorlacius ifreiðar eru auðkenndar framleiðanda, svo sem Ford eða Toyota. Mismunandi gerðir bera svo frekari einkenni, til dæmis Toyota Corolla eða Ford Mustang. Tölur koma líka við sögu, oft mál á vélarstærð, samanlögðu rúmtaki strokka eða slagrýmd.

BÍLAPRÓFUN SAGA BÍLSINS FÍB

B

Tatra framleiddi fyrir og um miðja síðustu öld allmargar gerðir sérkennilegra bifreiða með loftkælda vél í skottinu.

44


En hvað er á bak við nöfn eins og Fiat, Volvo eða Dodge?

F

iat er skammstöfun á heiti verksmiðjunnar, Fabbrica Italiana Automobili Torino, eða Ítalska bílasmiðjan í Torino. Volvo er latneskt sagnorð og merkir „ég snýst/rúlla/velt“ og gefur að sjálfsögðu til kynna snúning hjólanna, þegar bíllinn rennur eftir vegi, en ekki að hann velti út af veginum. Dodge-heitið er kennt við bræðurna John Francis Dodge (1864–1920), og Horace Elgin Dodge (1868–1920), sem stofnuðu árið 1900 verksmiðju, er smíðaði parta í bíla ýmissa framleiðenda í Detroit. Þeir byrjuðu svo 1915 að smíða bíla í eigin nafni.

Hér verður farið yfir nokkur dæmi, sum forvitnileg, um uppruna heita, er tengjast bílum. Nöfn eigenda eða stofnenda Ford er að sjálfsögðu kennt við bandarískan stofnanda fyrirtækisins, Henry Ford (1863–1947), brautryðjanda í fjöldaframleiðslu bifreiða. Þess má geta, að auðkenni frægasta Fordbílsins, „módel T“, er þannig til komið, að Ford og samstarfsmenn hans hönnuðu margar gerðir áður en þeir voru sáttir við árangurinn, og auðkenndu áfangana í stafrófsröð, byrjuðu á A síðan kom B, C og þannig áfram. Sumar frumgerðirnar komust víst ekki af teikniborðinu, aðrar lengra. Í tuttugustu atrennu voru þeir sáttir, og við tuttugasta bókstaf enska stafrófsins, T, var bíllinn kenndur, en

45


BÍLAPRÓFUN SAGA BÍLSINS FÍB

af honum voru 15 milljón smíðaðir, flestir á færibandi, sem þá var nýjung. Daimler-Benz AG varð til 1926 við samruna tveggja fyrirtækja, sem kennd voru við þýska frömuði í gerð sprengihreyfla (tví- og fjórgengishreyfla), Gottlieb Daimler (1834– 1900) og Karl Benz (1844–1929). Fyrir þeirra daga voru flestir bílar knúnir gufuvél; eitthvað var líka um rafbíla, sem aðeins nýttust í snattferðir í borgum, því þeir gengu fyrir rafgeymum, sem fljótt tæmdust. – Benz smíðaði tæki, sem sumir hafa kallað fyrsta bílinn með nútímasniði, enda mun orðið Automobil (þýtt sem „sjálfrenningur“ áður en orðin bíll og bifreið urðu til í íslensku) koma fyrst fyrir í gögnum Benz um einkaleyfi á þessu tóli árið 1886. Heitið Daimler eitt og sér var snemma á ensku útibúi, sem starfaði að mestu eða öllu sjálfstætt og framleiddi meðal annars tveggja hæða strætisvagnana, sem eru víst breskara en flest sem breskt er. Stórar Daimler-„límósínur“ voru líka alllengi smíðaðar, og þurfti enginn að skammast sín fyrir að sitja í þeim. Þegar María ekkjudrottning, amma Elísabetar, var spurð, hvernig bíl hún notaði, átti hún að hafa svarað: „I think they call it a Daimler.“

Rolls-Royce heitir eftir tveimur herramönnum. Henry Royce (1863– 1933), verkfræðingi, sem síðar var aðlaður og sæmdur Orðu breska heimsveldisins, OBE, og Charles Rolls (1877–1910), athafnamanni, sem verslaði með bíla og var virkur í aksturs- og flugíþróttum. Samstarf þeirra hófst í maí 1904. Merki bifreiðana, tvö R sem skarast, er rauðletrað framan á krómgrillinu, en í allmörg ár eftir að Rolls fórst í flugslysi, aðeins 32 ára, var merkið svart á Rolls-bílum. Rolls-Royce og systurfyrirtæki þess Bentley lögðu nýlega upp laupana eins og flest önnur bresk bifreiðafyrirtæki. Þýsku lúxusbílasamsteypurnar Daimler-Benz (Mercedes) og BMW

skipta nú með sér rekstrinum. Hér látum við fljóta með gamla flökkusögu, en um hana má trúlega segja hið sama og haft var eftir Mark Twain, þegar hann las í blaði um eigið andlát, að þessi frétt væri „mjög orðum aukin“: Höfðingi í sveitahéraði á Spáni átti Rolls-Royce-bifreið en varð fyrir því óláni að afturöxull bílsins brotnaði. Fátt var um bílaverkstæði þar í grennd og hvergi á lager afturöxlar í Rolls, svo eigandinn sendi skeyti til Rolls-Royce, og þaðan kom óðara bifvélavirki, sem setti nýjan öxul í bílinn. Þegar dróst að reikningur fyrir vinnu og varahluti bærist, sendi eigandinn skeyti eða bréf til Englands og bað um uppgjör. Enn fréttist ekkert frá Rolls-Royce, og Spánverjinn ítrekaði tilmæli sín. Þá barst loks svar: „Oss vitanlega hefur aldrei brotnað afturöxull í Rolls-Royce. Virðingarfyllst ...“ Peugeot-fjölskyldufyrirtækið starf-aði í ýmiss konar iðnaði frá

46


1810 og framleiddi meðal annars kaffikvarnir, gleraugnaumgerðir og reiðhjól. Undir lok aldarinnar lenti Armand Peugeot (1849–1915) upp á kant við fjölskylduna og stofnaði 1886 bílasmiðjuna Société Anomyme des Automobiles Peugeot. Á gamals aldri sættist hann við ættingja sína, og frændi hans, Armand Peugeot, tók árið 1913 við stjórn stærstu bílaverksmiðju Frakklands. Árið 1975 sameinuðust tvær stórar franskar bílasmiðjur, Peugeot og Citroën. Samsteypan hefur síðan, með misjöfnum árangri, leitað útrásar vestan frá Norður-Ameríku austur til Indlands og Kína, og hefur komið sér vel fyrir á evrópskum markaði.

1901, en það dugði til þess, að þá og næstu árin var Oldsmobile söluhæstur bandarískra bíla. General Motors keyptu svo fyrirtækið 1909. – Áður en Olds stofnaði Oldsmobile smíðaði hann gufuknúna bíla, hinn fyrsta árið 1894, og eftir að hann seldi Oldsmobile framleiddi hann vöruflutninga- og langferðabíla, sem bera upphafsstafina í nafni hans, REO, og var m.a. ekið á sérleyfisleiðum hérlendis.

Annar reynslubolti í sögu amerískra bifreiða var Charles Williams Nash (1864–1948). Hann stofnaði við annan mann Buick-bílasmiðjuna og tók við stjórn hennar 1908. Árið 1910 varð hann forstjóri General Motors, sem þá

Oldsmobile var með elstu bílmerkjum í Bandaríkjunum, og var óslitið í framleiðslu í 107 ár, eða frá 1897–2004, lengst af hluti af General Motors-samsteypunni. Aðeins þrjú nútímabílmerki í heimi eru eldri, Daimler, Peugeot og Tatra. – Undir stjórn upphaflega framleiðandans, Ransom E. Olds (1864–1950), voru 425 bílar framleiddir í Michigan árið

47


BÍLAPRÓFUN SAGA BÍLSINS FÍB

skuldaði stórfé, rétti fjárhag þess við en þótti skera við nögl arð til hluthafa og var rekinn 1915. Hann keypti þá litla bílasmiðju, þar sem framleiddir voru á árunum 1917–1959 fólksbílar og vöruflutningabílar með nafninu Nash, og upp úr 1920 einnig íburðarmeiri lúxusbílar, LaFayette. Árið 1936 lét Charles W. Nash af störfum sakir aldurs en lét eftir sig stórt og vel rekið fyrirtæki. Hann andaðist árið 1948.

Ford-samsteypunnar, er trúlega kenndur við forseta landsins. General Motors nefna bíl eftir höfðingja Ottava-indíána, Pontiac. Og De Soto, bíll frá Chrysler, þriðju stóru amerísku samsteypunni, er kenndur við spænskan landvinningamann, Hernando de Soto (1496/7–1542), sem fór fyrir fyrsta könnunarleiðangri hvítra manna um landsvæði, sem nú teljast til Bandaríkjanna.

Þess má geta að fyrstu nýju amerísku bílarnir, sem fluttir voru til Íslands eftir síðari heimsstyrjöld, voru tveir Nash-bílar af árgerð 1946.

Cadillac, flaggskip GM, heitir eftir Antoine Laumet de la Mothe, sieur de Cadillac, stofnanda Detroitborgar.

Mál er að linni upptalningu nafngreindra bifreiðaframleiðenda, þótt margir séu ótaldir, en fleiri en framleiðendur hafa léð nafn sitt bifreiðategundum. Eitt nafn stendur þar upp úr: Þegar minnst er á þýska bílaframleiðandann Daimler-Benz, kemur þriðja nafnið upp í hugann – og raunar i hugum flestra á undan nöfnum þessara bílakónga – nafnið Mercedes. Emil Jellinek, þýskur fjármálamaður, sem sat í stjórn Daimlers, átti dóttur, sem bar gælunafnið Mercedes, og að kröfu hans voru bifreiðar frá fyrirtækinu þannig merktar. Ýmsir bílar eru kenndir við fræga menn: Lincoln, lúxusbíll bandarísku

Þá eru það skammstafanirnar Sænsk flugvélasmiðja, Svenska Aeroplan Aktiebolaget, skammstafað SAAB (eða Saab), framleiddi fram yfir heimsstyrjöldina síðari herflugvélar, undir lokin einkum orustuþotur, en einnig farþegaflugvélar. Upp úr stríðinu var sem fyrr segir mikil þörf fyrir einkabíla, og Saab sendi frá sér fyrsta fólksbílinn 1949. Á ýmsu hefur gengið í rekstri fyrirtækisins, og verður sú saga ekki rakin hér.

Breta, Rolls-Royce og Bentley. – BMW stendur á gömlum merg, stofnað 1916. Auk bíla voru þar smíðaðir hreyflar í herflugvélar, einkum á tímum Þriðja ríkis Hitlers. Þýðingar Þýskur maður, sem August Horch hét, smíðaði snemma á 20. öld bíla, sem hann merkti sér. Horch-bílar voru stórir og dýrir. Þar kom að Horch seldi verksmiðjuna. Síðar hugðist hann aftur hefja smíði bíla, en gat þá ekki merkt sér þá, því Horch-

Nash, árgerð 1946. Af þessari gerð voru fyrstu amerísku bilarnir, sem fluttir voru nýir til Íslands eftir síðari heimsstyrjöld.

BMW eða Bayerische Motoren Werke AG er bifreiða- og bifhjólaverksmiðja í Bæjaralandi (Bajern) í Þýskalandi, sem framleiðir vönduð og dýr ökutæki og hefur leyst til sín ýmis erlend merki, m.a. hefur fyrirtækið ásamt Mercedes tekið við rekstri stolts

Ford T, fjögurra sæta fólksbíll. Aðrar gerðir voru í boði, svo sem yfirbyggðir bílar og tveggja sæta flutningabílar með stuttum palli.

Benz, árgerð 1886. Þriggja hjóla farartækið, sem Karl Benz fékk skrásett þýskt einkaleyfi á árið 1886. Orðið „Automobil“ birtist víst í fyrsta sinn í einkaleyfisskjölunum, og margir telja að með þessum vagni hefjist bílaöld.

48

Mercedes við stýri Mercedes. Adrienne Manola Ramona Jellinek (1889-1929), kölluð Mercedes, sést hér undir stýri kyrrstæðs Mercedes-Benz Grand Prixkappakstursbíls. Myndin, sem er varðveitt í skjalasafni Daimler-Benz, tekin um 1910, mun vera eina ljósmyndin af konunni og bifreið, sem ber nafn hennar.


nafnið hafði fylgt með í kaupunum. Sonur Horchs (eða sonur meðeiganda hans; hér ber heimildum ekki saman), sem þá var að læra latínu í menntaskóla, benti á, að Horch, sem þýðir „heyrðu“, útleggst á latínu Audi. Bílarnir voru merktir þessari klassísku gerð ættarnafnsins, og þeir eru nú sparibílar Volkswagen-samstæðunnar. Áður hefur verið minnst á latneska merkingu Volvo. Náttúra og landslag Ýmsir framleiðendur kenna bíla sína við fjöll, höf, hafstrauma, vinda eða önnur náttúrufyrirbæri. Tatra, tékknesk bílasmiðja, ein hin elsta í heimi (hefur framleitt bíla óslitið siðan 1897), er nefnd eftir fjallgarði á mörkum Slóvakíu og Póllands. – Volvo kenndi fyrsta nýja eftirstríðsbíl sinn við suðuramerískt stórfljót: Amazon. – Ford í Þýskalandi nefndi millistærðarbíl Taunus, eftir fjallakeðju þar í landi, og samsvarandi enskur Ford, Cortina, tók heiti af fjöllum í ítölsku ölpunum. – Zephyr, grískt heiti á mildum vestanvindi, einkenndi annan enskan Ford og ameríska Lincoln-bíla. – Volkswagen kallar eina gerðina Passat eftir staðvindakerfi; annar fólksvagn tekur nafn af hafstraumi, Golf. – Og Skánn, syðsti hluti Svíþjóðar, kallast á latínu Scania, og sænskir vörubílar, að vísu

framleiddir norðar í landinu, eru þannig nefndir. Út í bláinn Loks eiga að vera til heiti, og víst víðar en í bílabransanum, sem hafa enga merkingu, en líta vel út og hljóma fallega, kannski sett saman á auglýsingastofum og/eða framleidd í tölvum. Hér er að lokum dæmi – upplogið – um uppruna svona heitis:

Sölustjóri þakkar fyrir greið og góð viðbrögð, og nýtt firmamerki er orðið til: DATSUN.

Sölustjóri japansks bílaframleiðanda, Nissan, hringir í þýska auglýsingastofu og biður um bifreiðarheiti, söluvænlegt á vesturlöndum. Samtalið fer fram á ensku, sem er hvorugum töm. Þegar sölustjórinn hefur borið upp erindið spyr viðmælandinn: „How soon do you need ze name?“ Sölustjóri: „Today.“ Viðmælandi: „Dat soon?“ 49


OLÍS OPNAR METANDÆLUR Í ÁLFHEIMUM OG AKUREYRI BÍLAPRÓFUN FÍB AÐRIR ORKUGJAFAR

- fjölgun metanafgreiðslustöðva er einn liður í umhverfisstefnu Olís

eldsneyti . Á Akureyri verðum við í samstarfi við Norðurorku sem mun framleiða metangas en Olís mun sjá um markaðssetningu og sölu í gegnum sölukerfi félagsins,“ segir Jón.

O

lís mun opna nýja og fullkomna metanafgreiðslu á þjónustustöð félagsins í Álfheimum í Reykjavík en einnig verður opnuð metanafgreiðsla á Akureyri í vor. Olís opnaði fyrstu metanafgreiðslu sína á þjónustustöð félagins í Mjódd síðastliðið sumar og hefur hún gengið mjög vel. „Við finnum fyrir mikilli ánægju með metanafgreiðsluna í Mjódd meðal fjölmargra notenda metanbifreiða og hefur viðskiptavinum okkar farið fjölgandi síðustu misseri.“ „Með því að opna metanafgreiðslu í Álfheimum og á Akureyri aukum við til muna þjónustu okkar við notendur metanbifreiða sem hefur farið fjölgandi á Íslandi á liðnum árum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál enda eru yfir eitt þúsund bílar í umferðinni hér á landi sem knúnir eru metaneldsneyti. Metanbílar geta sem kunnugt er bæði ekið á metani og bensíni en það er hagkvæmara að nota metanið sé þess 50

Jón Ó. Halldórsson þjónustustjóri hjá Olís.

kostur enda er það talsvert ódýrara en annað eldsneyti,“ segir Jón Ó. Halldórsson, framkvæmdastjóri smásöluog eldsneytissviðs Olís. Gæði metangass eru með þeim hætti að notendur finna engan mun á því hvort ekið er á hefðbundnu bensíni eða metangasi. Jón segir afgreiðslubúnað Olís hafa reynst mjög vel og hafa viðskiptavinir orðið þess áþreifanlega varir að veruleg bót er á afgreiðslutíma frá því sem áður þekktist. „Metanið er framleitt í Álfsnesi og unnið úr hauggasi sem verður til úr lífrænum úrgangi sem þar er urðaður. Við vinnsluna verður til vistvænt íslenskt eldsneyti. Það er þjóðhagslegur ávinningur að nota íslenskt eldsneyti auk þess sem metan er mun umhverfisvænna og ódýrara en annað

Metaneldsneyti hefur verið notað til að knýja bíla á Íslandi frá árinu 2000. Eldsneytið er 95–98% hreint metan. Minni hávaði er frá metanknúnum bifreiðum og mengun er töluvert minni. Útblástursefni eru í töluvert minna magni við brennslu metans en bensíns eða dísel, en koldíoxíð er um 20% minna í metanbílum en venjulegum bílum. Koldíoxíð myndast við brennslu metangass í bílvél en þá er verið að flytja koldíoxíð sem hefði hvort eð er orðið til á urðunarstaðnum út í andrúmsloftið. Heildaraukning koldíoxíðs í andrúmslofti er því engin og á móti kemur líka að koldíoxíð sem hefði myndast í venjulegri bifreið sparast. Þessi sparnaður er um það bil 260 g koldíoxíð á km. Notkun metans sem ökutækjaeldsneytis dregur því ekki aðeins úr útblæstri heldur hefur notkun þess ýmsa aðra kosti. Stærri ökutæki m.a. vörubílar og rútur eru hljóðlátari en sambærileg ökutæki sem knúin eru díeselolíu. Metanökutæki henta því afar vel í þéttri borgarumferð, t.d. sem strætisvagnar, sorpbílar eða götusópar. „Fjölgun metanafgreiðslustöðva hjá Olís er einn liðurinn í umhverfisstefnu félagsins en það hefur um árabil unnið skipulega að umhverfis- og uppgræðslumálum hér á landi. Félagið kynnti í vor fyrst íslenskra olíufyrirtækja díselolíu blandaða með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu, sem er hreinna og umhverfisvænna díseleldsneyti en þekkst hefur,“ segir Jón ennfremur.


GLÆSILEG NÝ VEFVERSLUN FÍB ER KOMIN Í LOFTIÐ - sameiginleg norræn vefverslun í undirbúningi

verslun.fib.is

N

etverslun FÍB er orðin rúmlega áratugs gömul og er því ein af elstu netverslunum landsins. Undanfarið hefur farið fram umtalsverð vinna við hana til að gera viðskipti við hana auðveldari og aðgengilegri en jafnframt öruggari. Jafnframt hefur útliti hennar og notendaviðmóti verið breytt mjög til hins betra. „Gamla vefverslunin okkar er komin nokkuð til ára sinna og hún var auðvitað barn síns tíma og kominn tími til að uppfæra hana,“ segir Ólafía Ásgeirsdóttir skrifstofustjóri FÍB í samtali við FÍB blaðið. Hún segir að mikilvægasta breytingin lúti að öryggi viðskiptavinanna. Nú sé greiðslukerfið alfarið vistað hjá kortagreiðslufyrirtækinu Borgun. Það þýðir það að öll úrvinnsla og millifærslur af greiðslukortum fara fram á einum öruggum stað þar sem þær eru rækilega dulkóðaðar. Engin kortanúmer eða aðrar viðkvæmar upplýsingar vistast annarsstaðar þar sem óvandaðir hakkarar gætu hugsanlega komist yfir þær og misnotað í eigin þágu. Enn meiri breytinga er að vænta á vefversluninni síðar á árinu því að unnið er að sameiginlegri vefverslun FÍB og hinna systurfélaganna á öllum Norðurlöndunum. Það þýðir að

Ólafía Ásgeirsdóttir skrifstofustjóri og umsjónarmaður vefverslunar FÍB.

vöruúrval stóreykst og verð gæti lækkað vegna hagstæðra magninnkaupa. Sérstakur starfshópur vinnur nú að því að sameina vefverslanir norrænu systurfélaganna og m.a. að ákveða hvar sameiginlegur vörulager hennar verður staðsettur. Fulltrúi FÍB í starfshópnum er Ólafía Ásgeirsdóttir. Hún segir að staðsetning lagersins skipti nokkru máli þar sem hún muni hafa áhrif á endanlegt neytendaverð varanna frá versluninni. Nánar verður greint frá framvindu þessa máls síðar.

Yfir 150 bókatitlar

Vefslóðin er verslun.fib.is

51


MUNIÐ EFTIR FÉLAGSSKÍRTEININU Guðný Guðmundsdóttir 2045765999

05/14

AFSLÁTTAR- OG ÞJÓNUSTUUPPLÝSINGAR

NÝJIR FÍB AFSLÁTTARAÐILAR

10% E.T.Verslun ehf, Klettagörðum 11...568 2130

10% FÍB afsláttur af öllum vörum nema tilboðsvörum.

10%

Brimborg, Bíldshöfða 6 Reykjavík s. 515 7000 Bíldshöfða 8 Reykjavík s. 515 7000 10% FÍB afsláttur af varahlutum

Brimborg er eitt stærsta bílaumboð landsins með umboð fyrir Ford, Mazda, Volvo og Citroën. www.brimborg.is

10%

KAPP ehf Véla, Kæli & Renniverkstæði, Miðhraun 2, Garðabær ......................................................... 544 2444 10% FÍB afsláttur vinnulið. 10-15% FIB afsláttur varahlutum CARRIER, SCHMITZ & BOCK á Islandi

20%

Burger-inn , Flatahraun 5a Hafnarfjörður......................... 555-7030 Bjóðum 20% FÍB afslátt alla daga vikunnar af matseðli. Gildir ekki af drykkjum og tilboðum. burgerinn.is

20% Bílasala Íslands, Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík................ 510 4900 20% FÍB afsláttur af sölulaunum www.bilasalaislands.is

20%

10%

Dynjandi ehf Skeifan 3h...588 5080 10% FÍB afsláttur

Allt fyrir öryggið á einum stað! Hjálmar, skór, fatnaður, gleraugu, heyrnarhlífar, fallvarnir, björgunarbúnaður og fleira. www.dynjandi.is

15-20%

SuperSub, Nýbýlavegur 32, Kópavogi ................ 577-5773 20% FÍB afsláttur af matseðli 15% FÍB afsláttur af tilboðum www.supersub.is Flottur staður með 69 sæti, rennibraut og boltaland! Opið virka daga kl. 11 - 20. Helgar kl. 12 - 20.

Sjávarbarinn , Grandagarði 11 Reykjavík... .......... 517 3131 20 % FÍB afsláttur á kvöldin. Æðislegir sjávarréttir! www. sjavarbarinn.is

20%

Bambus, Borgartún 16 ... 517 0123 20% FÍB afsláttur af kvöldverðarseðli. Mán - Fös: 11:30 - 21:00 og Lau: 17:00 - 22:00, http://bambusrestaurant.is/

10% 20% Texasborgarar , Grandagarði 9 Reykjavík.............. 517 3131 20 % FÍB afsláttur. Gildir ekki af tilboðum. Amerískir heimagerðir hamborgarar osum! texasborgarar.is

Goya Tapas Bar , Kaupvangsstræti 23. Akureyri.s. 519-7650 10% FÍB afsláttur af mat. Gildir ekki laugardaga

VERKPALLAR

15%

Verkpallar ehf, Dugguvogi 2 Reykjavík..................567 3399 15% FÍB afsláttur af af eigin framleiðslu á áltröppum og álstigum. Sérsmíði-raðsmíði-álsuða-viðgerðir. verkpallar.com

52

Hress heilsurækt Dalshrauni 11 s: 565-2212 Hress heilsurækt sundmiðstöðinni að Ásvöllum 2 S. 565-2712 Þrír mánuðir í Hress kr. 26.990.- og fjórði mánuðurinn fylgir frítt með. Nánari upplýsingar um þjónustu á www.hress.is


Ísland Sæferðir 20% afsl. af öllum ferðum, bóka þarf fyrirfram til að fá afsláttinn. Með Baldri yfir Breiðafjörð eða skemmtisigling um eyjarnar. www.saeferdir.is Gentle Giants Whale Watching 15% af öllum ferðum Hvalaskoðun, sjóstöng, lundaskoðun o.fl. www.gentlegiants.is

F

élagsmenn FÍB hafa aðgang að einum stærsta afsláttarklúbbi í heimi Show your Card! landamæralaus afsláttarklúbbur bílaklúbba. Tugþúsundir staða út um allan heim sem gefa afslátt, ef þú ætlar að leigja bíl í fríinu, kaupa hótelgistingu, fara í dýragarðinn, vatnagarðinn eða á söfn. Nánar á fib.is

Jarðböðin 15% afsl. af aðgangseyri. Hvað er berta en fullkomin slökun í náttúrlaugum eftir ferðalag dagsins. www.jardbodin.is

Danmörk

Íshestar 15% afsláttur af dagsferðum. Fjölbreytt úrval hesta og ferða. www.ishestar.is

Ree Park Frír barnamiði fylgir fullorðinsmiða (andvirði kr.1400). 800 dýrategundir frá 5 heimsálfum. www.reepark.dk

Reykjavík Excurision 10% afsl. af aðgangseyri í Flugrútuna. 15% afsl. í ferðir merktar RE 5% afsl. í ferðir merktar SRE www.re.is Svíþjóð Nils Hogerssson Värld 10% afsl. af aðgöngumiðum. Skemmtigarður fyrir alla fjölskylduna. www.nilsholgerssonsvarld.se Skokloster Slott Tveir fyrir einn. Einn af fallegustu Baroque kastölum , 1 klst. keyrsla frá Stokkhólmi. www.skoklostersslott.se Norrköpings Golfklubb 20% afsl. af „green fee“ fyrir FÍB skírteinishafa. Einn af elstu golfvöllum Svíþjóðar. 1 ½ klst. keyrsla frá Stokkhólmi. www.ngk.nu Segway Adventure Gautaborg 37 % afsláttur af morgunferðum. www.segwayadventure.se Kungajaksmuseet Algens Berg 33 % afsl. af aðgangseyri. Allt sem þú vilt vita um Elgin. www.algensberg.com Finnland Touring 100 Evru afsláttur ef bókað er fyrirfram. Leigustaðir: Helsinki Vantaa flugvelli, Rovaiemi flugvelli, Oslo, Stokkhólmi og Reykjavík. www.touringcars.eu Strömma Helsinki OY AB /Helsinki expert 3 evru afsl. af Helsinkiborgarkortinu Sniðug leið til að sjá allt það markverðasta í borginni. www.helsinkiexpert.com

Danfors Universe 20% afsláttur fyrir fjölskylduna. Spennandi náttúru, tækni-og vísindahús. www.danfossuniverse.dk

Tivolí í Kaupmannahöfn 20 DKK afsl. af aðgöngumiða fyrir skírteinishafa.34 DKK afsl. af „Ride Pass“ fyrir skírteinishafa.Afslátturinn fæst einungis ef miðar eru keyptir fyrirfram á netinu á vefsíðu FDM danska bílaklúbbsins syc.www2.dk ( frá 1. apríl) www.tivoli.dk Aqua Akvarium 25% afsl. fyrir 1 fullorðinn. Ævintýragarður fjölbreytt vatnadýr og vatnaleiksvæði.www.visitaqua.dk Nettobådene 20% afsláttur af aðgangseyri. Njóttu þess að sigla um síki Kaupmannahafnar með leiðsögn. www.netto-baadene.dk Noregur Historiske Hotel & Spisesteder 10% afsl. af besta verði. 40 hótel vítt og breytt um Noreg. http://www.dehistoriske.no við bókun setja „SYC“ í dálk Corporate/Promotion Code Telemarkreiser AL 10% afsl. af siglingum á Þelamerkur skipaskurðinum. www.visittelemark.com TusenFryd 10% afsl. af aðgangseyri. Stærsti skemmtigarður í Noregi. www.tusenfryd.no Maihaugen and the Norwegian Post Museum 20% afsl. af útisafni og 10% afsl. í verslun. Sögusafn Noregs www.maihaugen.no

Verla – mill musseum 2 evru afsl. af 2 miðum fyrir fullorðna og frítt fyrir börn.Verla þorpið og safnið er á heimsminjaskrá UNESCO www.verla.fi

Eldsvoll 1840 25% afsl. af aðgangseyri. Saga sjálfstæðis Noregs þann 17. maí. 1814. www.eidsvoll1814.no

Mobilla – Automobile and Road Museum 50 % afsl. ef keyptir er miðar á bæði söfnin. Stærsta bílasafn á Norðurlöndunum, umferðargarður fyrir börnin. www.mobilia.fi/english.html

Arktikum Finnlandi 3 evru afsl. af aðgangsmiðum. Vísindamiðstöð og safn sem kynnir lifnarðarhætti í norðurheimskautahéruðum. www.arktikum.fi

53


BIFREIÐAÞJÓNUSTA

Skemmuvegi 44m Kópavogi · www.bilarogtjon.is Avis bílaleigubílar á staðnum

bfo.is

Þjónustuverkstæði fyrir eftirtaldar bifreiðar

reynsla – þekking – góð þjónusta

Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf

bfo@bfo.is

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó NUS

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN GATA) · 200 KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

Verkstæði - Varahlutir - Smurþjónusta - Metan ísetningar

54


Aðalskoðun hf. Hjallahrauni 4, 220 Hafnarfirði Sími 590 6900 www.adalskodun.is Skeifan 5 (hjá vínbúðinni) sími 590 6930 Grjóthálsi 10 (við vesturlandsveg) sími 590 6940 Skemmuvegur 6, Kópavogi sími 590 6935 www.adalskodun.is Frumherji hf. Hestshálsi 6-8, Reykjavík Skeifunni (Grensásvegi 7) Reykjavík Gylfaflöt 19, Grafarvogi, Dalvegi 22, Kópavogi Garðatorgi, Garðabæ, Sími 570 9090 frumherji.is Dalshraun, Hafnarfjörður, Sími 570 9217 Tékkland Borgartún 24, 105 Reykjavík Holtagarðar, Reykjavík s. 414-9914 Reykjavíkurvegur 54, Hafnarfjörður s. 414-9912 Dalsbaut 1, Akureyri sími. 414-9916

BÍLAHÚS

Bergstaðir - Bergstaðastræti 6, 101 Rvk. Kolaport - við Seðlabanka Íslands, 101 Rvk. Ráðhúskjallari - við Ráðhús Reykjav. 101 Rvk. Stjörnuport - Laugavegi 94, 101 Rvk. Traðarkot - Hverfisgötu 20, 101 Rvk. Vesturgata - Vesturgötu 7, 101 Rvk. Vitatorg - Skúlagötu/Vitastíg, 101 Rvk. Nánari upplýsingar www.bilastaedasjodur.is

BÍLALEIGUR

Bílaleiga Flugleiða ehf. www.hertz.is Sími 522 4400 Fax 522 4401 hertz@hertz.is

BÍLARÉTTING, SPRAUTUN,TJÓNAMAT Arctic trucks ehf. Klettshálsi 3, 110 Reykjavík Sími 540 4900, www.arctictrucks.is A.B. skálinn, Gagnheiði 11, Selfossi s. 482 2200 Bifreiðaverkst.Kaupf. Skagfirðinga Hesteyri 2, 550 Sauðarkróki, Sími. 455 4570 fax.455 4571 Bílamálun Egilsstöðum ehf. Fagradalsbraut 21 Sími 471 2005, 700 Egilsstöðum, Bílamálunin Lakkhúsið, Smiðjuvegi 48 200 Kópavogi, Sími 567-0790, www.lakkhusid.is Bílar og tjón ehf.Skemmuvegi 44m Bleik gata 200 Kópavogi, Sími 578 5070, www.bilarogtjon.is Bílasprautun og réttingar Hjartar Smiðjuvegi 56 rauð gata, Kópavogi, S.587 9020, rettingar.is Bliki- Bílamálun og réttingar ehf, Smiðjuvegi 38 gul gata, 200 Kópavogi,S.567 4477 Bílverk BÁ ehf, Gagnheiði 3, 800 Selfossi Sími 482 2224, Fax 482 2354 www.bilverkba.is 5 stjörnu vottað, bilverkba@simnet.is Kar ehf, Bæjarflöt 10, 112 Reykjavík S. 567 8686 Lakkskemman ehf.Skemmuvegi 30, blá gata 200 Kópavogi, Sími 557 4540 Réttingaverk ehf,Hamarshöfða10,RvkS.5674343 Réttingaþjónustan ehf, Smiðjuvegi 40, gull gata Kópavogi, s. 557 6333, rettingathjounstan@itn.is Réttur – bílaréttingar, Funahöfða 17, 108 Reykjavík s. 587 6350, F 587 6351, rettur.net Smáréttingar ehf. – Réttingaþjónusta Smiðjuvegi 36 gul gata, 200 Kópavogi S.588 4644 Víkur-ós ehf, Bæjarflöt 6, 112 Reykjavík Sími 587 7760, Fax 587 7761, www.vikuros.is

BÍLASÖLUR

Bílver ehf. Innnesvegi 1, Akranesi s.431 1985, Bílaverkstæði Austurlands, Miðási 2 700 Egilsstöðum, Sími 471 1436, Nýir og notaðir

BÍLAVARAHLUTIR

AB Varahlutir, Bíldshöfða 18, Rvk, s.567 6020 E.T. Einar og Tryggvi, Klettagarðar 11 Rvk, S. 568 1580, F. 568 0844 www.et.is Stilling hf, Kletthálsi 5, 110 Reykjavík Sími 520 8000, www.stilling.is Varahlutaverslunin Kistufell ehf, Brautarholti

105 Reykjavík, Sími 562 2104, www.kistufell.is Mekonomen, Smiðsbúð 2, 210 Garðabær, Símli 527 2300, www.mekonomen.is Ljósboginn ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík Sími 553 1244, ljosboginn@simnet.is

BÍLAUMBOÐ

Askja, Krókhálsi 11, 110 Reykjavík Sími: 590 2100, www.askja.is Bernhard, Vatnagörðum 24-26, 104 Reykjavík Sími: 520 1100, www.bernhard.is Brimborg, Bíldshöfða 6 og 8, 110 Reykjavík Sími: 5157000 www.brimborg.is BL, Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík Sími: 525 8000 www.bl.is Bílabúð Benna, Tangarhöfða 8, 110 Reykjavík Sími: 590 2000, www.benni.is Hekla hf, Laugavegi 170-174, 105 Reykjavík Sími: 590 5000, www.hekla.is Toyota, Kauptún, Garðabær Sími: 570 5070, www.toyotakauptuni.is Suzuki, Skeifunni 17, 108 Reykjavík Sími: 568-5100, www.suzuki.is

ALMENN BIFREIÐAVERKSTÆÐI

Bílhúsið ehf, Smiðjuvegi 60, rauð gata, Kópavogi Sími 557 2540, Verkstæði/smurþjónusta, bilhusid.is Bifreiðastillingin ehf, Smiðjuvegi 40d, rauð gata 200 Kópavogi, Sími 557 6400, Fax 557 7258 Bifreiðaverkstæðið Baugsbót, Frostagötu 1b, 603 Akureyri S.462 7033, Metanísetningar Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar Smiðjuvegi 22, græn gata, 200 Kópavogi Sími 567 7360, Fax 557 7374, www.bfo.is Bifreiðaverkstæði Grafarvogs ehf, Gylfaflöt 24-30 112 Reykjavík, Sími 577 4477, Þjón. Bílabúð Benna Bifreiðaverkstæði Jónasar, Skemmuvegi 46, 200 Kópavogur, sími 557 1430. www.jonasar.is Bílaverkstæðið Kirkjubæjarklaustri Iðjuvöllum 5, 880 Kirkjubæjarklaustri S.487 4630, Gsm 820 4515, Verkstæði, hjólbarðaverkstæði, Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga Hesteyri 2, 550 Sauðarkróki, S.455 4570 F.455 4571 Bifreiðaverkstæðið Pardus. Suðurbraut 565 Hofsósi, S.453 7380 pardus@pardusehf.is, Bílanes – Grandanes ehf. Bygggörðum 8, 170 Seltjarnarnesi S.561 1190, GSM 698 2212. Bílvogur ehf, Auðbrekku 17, 200 Kópavogi Sími 564 1180, Fax 564 1153, Almennar viðgerðir. Bílaverkstæði Austurlands, Miðási 2 700 Egilsstöðum, Sími 4705070, www.bva.is Bíla áttan, Smiðjuvegi 30, 200 Kópavogi Sími 587 1400, bilaattan@bilaattan.is Bílaþjónusta Péturs ehf, Vallholti 17, 800 Selfossi Sími 482 2050, Alhliða viðgerðaverkstæði, smurstöð Bíljöfur bifreiðaverkstæði ehf. - biljofur.is Smiðjuvegi 34, 200 Kópavogi, Sími 544 5151 Bílstál ehf, Askalind 3, Kópavogi Sími 564 4632 Bílver ehf, Innnesvegi 1,300 Akranesi S. 431 1985 Hekla hf, Laugavegi 170-174, 105 Reykjavík Sími: 590 5000, www.hekla.is Jeppasmiðjan ehf,Ljónsstöðum Árborg 801 Selfossi Sími 482 2858, Fax 482 1004, Varahlutir/breytingar Rafstilling ehf, Dugguvogi 23, 104 Reykjavík Sími 581 4991, Fax 581 4981, www.rafstilling.is Stimpill ehf, Akralind 9, 201 Kópavogi S. 564 1268, Þjónusta fyrir Renault, Hyundai, Land Rover, BMW Smur og dekkjaþjónusta, Aðalstræti 3 450 Patreksfirði, Sími 456 1144 Vélastilling sf, Auðbrekku 16, 200 Kópavogur Sími 554 3140, Fax 564 4460, velastilling@simnet.is Vélrás Bifreiða- og vélaverkstæði velras@velras.is

Vagnhöfða 5, 110 Reykjavík, Sími 577 6670

BÍLSKÚRSHURÐIR OG OPNARAR

BIFREIÐAÞJÓNUSTA

BIFREIÐASKOÐUN

Glófaxi ehf. blikksmiðja, Ármúla 42, 108 Reykjavík Sími 581 2900, Fax 588 8336, www.glofaxi.is Héðinn, Gjáhellu 4, Hafnarfjörður, Sími 5692100 Bílskúrshurðaþjónustan, sími 892 7285

BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐVAR

Bílaþvottastöðin Löður ehf, Bæjarflöt 2 201 Kópavogi, Sími 544 4540, www.lodur.is Smur- bón og dekkjaþjónustan sf, Sætúni 4 105 Reykkjavík, Sími 562 6066, Fax 562 6038

HJÓLBARÐAR OG ÞJÓNUSTA

Barðinn Skútuvogi 2, Reykjavík, s. 568-3080. Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga Hesteyri 2, 550 Sauðarkróki, Sími 455 4570 Bíla áttan, Smiðjuvegi 30, 200 Kópavogi Sími 587 1400, bilaattan@bilaattan.is Bílvogur ehf, Auðbrekku 17, 200 Kópavogi Sími 564 1180, Fax 564 1153, bilvogur@simnet.is Dekkjahöllin, Skeifan 5, 108 Reykjavík, S.581 3002 Draupnisgata 5, 600 Akureyri S. 462 3002 Þverklettar 1, sími 471 2002, www.dekkjahollin.is Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, Hátúni 2a 105 Reykjavík, Sími 551 5508 Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Gylfaflöt 3 112 Reykjavík , Sími 567 4468 Smur- bón og dekkjaþjónustan sf. Sætúni 4, 105 Reykkjavík, Sími 562 6066 Smur og dekkjaþjónusta, Aðalstræti 3 450 Patreksfirði, Sími 456 1144 Sólning hf, Smiðjuvegi 68-70, 200 Kópavogi Sími 544-5000, www.solning.is Njarðvík, Fitjabraut 12, s.421-1399 Selfossi, Austurvegi 52, s,482-2722 Hafnarfjörður, Rauðhellu 11, s. 568-2035 Hafnarfjörður, Hjallahraun 4, s. 565-2121

PÚSTÞJÓNUSTA

Kvikk Þjónustan, Vagnhöfða 5, 110 Reykjavík, Drangahrauni 1, Hafnarfirði, s. 520 0600 kvikk.is

KERRUR OG DRÁTTARBEISLI

Vagnar og þjónusta,Tunguhálsi 10, Rvk s.567 3440

VERSLUN, LÁSASMIÐIR OG ÞJÓNUSTA

Bílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík Sími 567 2330, Fax 567 3844, bilasmidurinn.is Neyðarþjónustan lykla- og lásasmiður Skútuvogur 11, Reykjavík, s.5108888 Neyð.8006000

RAFGEYMAR OG ÞJÓNUSTA

Rafgeymasalan ehf, Dalshrauni 17, 220 Hafnarfirði Sími 565 4060, www.rafgeymar.is Rafstilling ehf, Dugguvogi 23, 104 Reykjavík S. 581 4991, Fax 581 4981, www.rafstilling.is Skorri ehf, Bíldshöfða 12, 110 Reykjavík Sími 577 1515, Fax 577 1517, www.skorri.is

SJÁLFSKIPTIVIÐGERÐIR

Stimpill ehf, Akralind 9, 201 Kópavogi,S. 564 1268

SMURSTÖÐVAR

Bílvogur ehf, Auðbrekku 17, 200 Kópavogi Sími 564 1180, Fax 564 1153 Bíla áttan, Smiðjuvegi 30, 200 Kópavogi Sími 587 14 00, bilaattan@bilaattan.is Smur og dekkjaþjónusta, Aðalstræti 3 450 Patreksfirði, Sími 456 1144 Smur- bón og dekkjaþjónustan sf. Sætúni 4, 105 Reykkjavík, S. 562 6066, F 562 6038 Smurstöðin Fosshálsi, Fosshálsi 1, Rvk s.567 3545 Smurstöðin Akranesi, Smiðjuvöllum 2, S.431 2445 Stimpill ehf, Akralind 9, Kópavogi, Sími 564 1268

VINNUVÉLAR

Vélfang ehf, Gylfaflöt 32, 112 Reykjavík Sími 580-8200, velfang@velfang.is www.velfang.is

55


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 5 2 9

2TÍM4A

A TJÓNN USTA ÞJÓ

SJÓVÁ AF ÞVÍ AÐ LÍFIÐ ER ÓTRÚLEGT Tjón gera sjaldnast boð á undan sér. Þess vegna erum við á vakt allan sólarhringinn og tryggjum að þú fáir bestu hugsanlegu tjónaþjónustu hvenær sem þú þarft á henni að halda.

24 tíma tjónaþjónusta – sími 800 7112

ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ 56

Fíb blaðið 1.tbl 2014  

FÍB Blaðið kemur út 3svar á ári (mars/ júlí /okt) og er sent til 15.000 félagsmanna FÍB og bifreiðatengd fyrirtæki um allt land. Blaðið er f...

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you