formheimur

Page 1

Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur MULTIS 2.9. – 14.11. 2021


Efnisyfirlit / Contents Björg Þorsteinsdóttir, íslenska . 3 Formheimur Bjargar . . . . . . 12 Stórhuga . . . . . . . . . . . . . 23 Björg Þorsteinsdóttir, english . 29 Verkaskrá/Art Catalogue . . . . 49 Innrammað á veggjum . . . . . 49 Í sýningarkössum . . . . . . . . 56 Björg, Myndir/Photos . . . . . . 60 MULTIS, íslenska . . . . . . . 106 MULTIS, english . . . . . . . 109 MULTIS Myndir/photos . . . 112


Björg Þorsteinsdóttir Björg Þorsteinsdóttir (1940–2019) er ein af þekktustu íslensku grafíklistamönnunum sem komu fram á áttunda áratug síðustu aldar. Grafíkin sem hún vann iðulega með ætingu og akvatintu er þó einungis partur af höfundarverki Bjargar sem samanstendur meðal annars af málverki, sem hún vann með akrýl, olíu og vatnslitum, olíukrítarteikningum og samklippi úr japanspappír. Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur er þar af leiðandi ekki eiginleg yfirlitssýning á myndlistarferli hennar sem nær yfir fimm áratugi, heldur sýning á þeim hluta ferilsins sem er í safneign Listasafns Reykjanesbæjar og gjöf frá erfingjum Bjargar. Grafíkverkin eru flest unnin á áttunda og níunda áratugnum á meðan akrýlmálverkin eru víðsvegar af ferli hennar, það elsta frá 1973–1974 og það yngsta frá 2011–2012.

3


Olíukrítarteikningarnar eru allar gerðar á tímabilinu frá 1988 til 1992. Björg hafði snemma hug á að verða málari, hún lauk kennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1964 en langaði að öðlast meiri þjálfun og fór í Listaháskólann í Stuttgart árið 1968 til þess að einbeita sér að listsköpun. Björg segir sjálf frá: „[...] En kennari minn þar, prófessor Gollwitzer, hvatti mig alltaf til að fara út í grafík. Og svo þegar ég kom heim það haustið, var Einar Hákonarson (1945) kominn til landsins með sína grafíkpressu og þá vann ég með honum og einnig sjálfstætt eins mikið og ég gat.“1 Málmgrafíkverkstæði Einars var komið fyrir í Myndlista- og handíðaskóla Íslands veturinn 1968–1969 og varð það til þess að grafíklist fékk aukið vægi í íslenskri myndlist. Þegar möguleikar grafíktækninnar stóðu listamönnum til boða, 1 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali við Aðalstein Ingólfsson, „Glíman við andstæðurnar“, Vísir 149 (05.07.1975), https://timarit.is/page/3263308

4


var félagið Íslensk grafík stofnað árið 1969 og með virku sýningarstarfi tókst þeim einnig að vekja áhuga almennings á grafíkverkum.2 Björg kom sér síðar upp vinnuaðstöðu með grafíkpressu á heimili sínu við Háaleitisbraut, en hún og Ragnheiður Jónsdóttir (1933) voru fyrstar til þess að koma sér upp slíkri aðstöðu í heimahúsi á Íslandi.3 Fyrst fór Björg þó til Parísar árið 1970 til þess að nema við grafíkverkstæðið Atelier 17 sem snerist um tilraunagerð í málmgrafík og var rekið af breska listamanninum Stanley William Hayter (1901–1988). Ári síðar fer hún aftur til Parísar með dóttur sinni og var til 1973, þá komin með franskan styrk til frekara náms í myndlist og góða vinnuaðstöðu. Í París fer Björg aftur að einbeita sér að málverkinu enda var vinnustofan stór, skúlptúrstúdíó ætlað myndhöggvara 2 Dagný Heiðdal, Íslensk listasaga: frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, ritstj. Ólafur Kvaran, IV. bindi, Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið, 2011, bls. 92. 3 Bragi Ásgeirsson, „Sýningar: Grafík Bjargar Þorsteinsdóttur“, Morgunblaðið 93 (01.05.1976), https://timarit.is/page/1473612

5


með háum veggjum og mikilli birtu sem bauð upp á þenslumöguleika og kallaði á stærri striga.4 Björg kemur fram á sjónarsviðið sem listamaður á tímum kvennabyltingar en áttunda áratuginn má kalla „kvennaáratuginn“ þar sem konur börðust fyrir réttindum sínum undir merkjum annarrar bylgju femínisma. Fáar konur höfðu starfað opinberlega sem listamenn fram að þeim tíma og þær sem það gerðu áttu erfitt uppdráttar innan listheimsins þar sem einungis karlmenn voru taldir geta borið snilligáfu listamannsins. Linda Nochlin benti á að samkvæmt skilgreiningu listasögunnar þá var konum einfaldlega ómögulegt að skapa listaverk með þeim mikilfengleika sem til þess þurfti.5 Árið 1985 er Björg spurð hvort hún áliti mun vera á myndlist4 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali við Aðalstein Ingólfsson, „Glíman við andstæðurnar“, Vísir 149 (05.07.1975), https://timarit.is/page/3263308. Einnig óformlegt samtal við Guðnýju Ragnarsdóttur. 5 Linda Nochlin, „From 1971: Why Have There Been No Great Women Artists?“ ARTnews (30.05.2015), https://www.artnews.com/art-news/retrospective/why-have-there-been-no-great-women-artists-4201/

6


argagnrýni á verkum kvenna og karla; Já ég er ekki frá því. Það er einkennilegt því sjálf hef ég ekki fundið þennan mun á kynjunum. Við setjum okkur sömu markmið sem listamenn og göngum í sömu skólana. Konum hefur fjölgað mikið á sviði myndlistar eins og sást best t.d. á sýningunni á Kjarvalsstöðum [Hér og nú, á Listahátíð kvenna árið 1985]. Konur eru ólíkar innbyrðis og tjá sig á mjög mismunandi hátt rétt eins og karlmenn. Fólk túlkar sína eigin manngerð, sinn eigin persónuleika í myndlist og það eru gæðin sem skipta máli, ekki kynið. Við viljum láta fjalla um okkur sem einstaklinga, en ekki sem hóp. Okkur konum í myndlist finnst gagnrýnendur hafa meiri tilhneigingu til að blása upp stóra listamenn úr röðum karla. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að flestir myndlistargagnrýnendur eru karlmenn.“6 6 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali við Þ.S., „Hver sýning eins og hreingerning - rætt við Björgu Þorsteinsdóttur, myndlistarmann sem var að opna sýningu í Gallerí Borg“, Þjóðviljinn - Sunnu­dagsblaðið 248 (27.10.1985), https://timarit.is/page/2900629

7


Björg mótast sem listamaður í þessu umhverfi og vann fyrst um sinn með heim kvenna í verkum sínum, hversdagslega hluti sem verða að táknmyndum. Árið 1972 byrjar hún að nota fatnað sem viðfangsefni í verkum sínum, mótíf sem hún er kannski einna þekktust fyrir. Björg leit á klæðnað eins og kjóla, skyrtur, sundboli og hanska sem form, lífræn form sem hægt væri að móta eftir hentugleika og voru eins í mótvægi við þau geómetrísku form sem fatnaðurinn var oft rammaður inn í. Myndmálið varð síðan persónulegra þegar hún fer að mála föt sín og dóttur sinnar.7 Árið 1979 lýsti Björg verkum sínum sem „hálf-abstrakt“, henni var ekki mjög umhugað um að fylgja listastefnum en taldi sig þó endurspegla samtíð sína á ákveðinn hátt og nefndi hið manngerða jafnt sem áhrif frá náttúrunni. „Einn er þó sá þáttur, sem ég sækist eftir í myndum og þykir sem eitt7 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali við Aðalstein Ingólfsson, „Glíman við andstæðurnar“, Vísir 149 (05.07.1975), https://timarit.is/page/3263308

8


hvað vanti, þegar ég finn hann ekki. Það er sá þáttur, sem kallaður er „póetískur“. Með því á ég við meðferð myndefnis, en ekki efnisvalið.“8 Á níunda áratugnum var myndefni Bjargar mikið til byggt á fyrirmyndum sem gáfu henni hugmyndir um formbyggingu og litaval, fyrst vann hún með kristalla og síðan flugdreka sem gáfu einnig hreyfingu í formin. Árið 1985 segir Björg um verkin sín: „Það er alltaf ákveðin hugmynd eða kveikja að baki, þótt útkoman virðist vera abstrakt og erfitt að greina kveikjuna þegar verkið er fullunnið. En grunnhugmynd verður að vera fyrir hendi til þess að hægt sé að þróa verkið.“9 Björg var einstaklega vinnusöm og vann alltaf að því að gera betur, en partur af því að búa sér rými innan listheimsins er fjárhagslegt sjálfstæði og tókst henni að 8 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali við Gísla Sigurðsson, „Trúin og efinn - tveir nauðsynlegir pólar“, Lesbók Morgunblaðsins 12 (24.03.1979), https://.is/page/3299922 9 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali við Þ.S., „Hver sýning eins og hreingerning - rætt við Björgu Þorsteinsdóttur, myndlistarmann sem var að opna sýningu í Gallerí Borg“. Þjóðviljinn - Sunnudagsblaðið 248 (27.10.1985), https://timarit.is/page/2900629

9


lifa á myndlistinni að mestu leyti frá árinu 1984.10 Á níunda áratugnum urðu viss kaflaskil í verklagi Bjargar, fram að því hafði hún unnið jafnt að málverkinu og grafík en líkt og margir grafíklistamenn í félaginu Íslensk grafík fór hún að snúa sér meira að málverkinu og gerði síðustu stóru grafíkverkin um 1986.11 Björg heldur þó áfram að vinna upplög og eru síðustu grafíkmyndirnar gerðar árið 1996. Enda var líkamlega erfitt að vinna í grafík, það var ekki mótor í pressunni og henni líkaði betur að vinna hratt, það var frelsi í því og hún fór meðal annars að vinna meira með vatnsliti.12 Málverkið þróar Björg áfram og myndflöturinn tekur breytingum og fjarlægist sífellt meira hið hlutbundna, uppbygging innan rýmisins skipti þó alltaf jafnmiklu máli þótt formin innan þess verða fljótandi og litaskalinn meira ein10 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali við H. Sig., „Myndlist er afskaplega órómantískt starf“, Morgunblaðið B Menning og listir (09.04.1988), https://timarit.is/issue/121749 11 Hrafnhildur Schram, Nútímakonur, 8. mars – 11. Maí 2014, Hveragerði: Listasafn Árnesinga, 2014, bls. 8–9. 12 Óforml. samtal við Guðnýju Ragnarsdóttur.

10


tóna.13 Í viðtali árið 1988 útskýrir Björg afstöðu sína til listsköpunar: „Ég mála ekki myndir af ákveðnum hlutum eða fyrirbærum. Ég nota myndmálið til að tjá mig, ef ég gæti sagt það með orðum sem felst í myndunum mínum hefði ég líklega orðið eitthvað annað.“14 Björg gat þó ekki hugsað sér að gera neitt annað. Hún fylgdist alltaf vel með því sem var að gerast í listheiminum, ferðaðist erlendis, tók ljósmyndir og viðaði að sér innblæstri víðs vegar að og vann út frá því sem hún sá og upplifði.15 Myndlist Bjargar mætti því kalla ákveðna sýn inn í hugarheim hennar og þann heim sem hún skapaði með verkum sínum.

13 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali, „Fljótandi form, litir og rými“, Morgunblaðið C – Menning og listir (07.10.1995), https://timarit.is/issue/127815 14 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali við H. Sig., „Myndlist er afskaplega órómantískt starf“, Morgunblaðið B Menning og listir (09.04.1988), https://timarit.is/issue/121749 15 Óforml. samtal við Guðnýju Ragnarsdóttur.

11


Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur „Þrátt fyrir allt er myndin alltaf heimur út af fyrir sig og þarf fyrst og fremst að hafa listrænt gildi, burtséð frá öllum boðskap“.16 Form og litir eru uppistaðan í myndheimi Bjargar Þorsteinsdóttur, hún skapaði sinn eigin formheim innan listaverksins með skýrum útfærslum og ákveðnum hugmyndum um efnivið og litanotkun. Björg vinnur inn í hefð abstraktlistarinnar með því að vinna með form, liti og myndbyggingu, en hún vinnur sig inn í hefðina á eigin forsendum með einkennandi myndmáli sem þróast í gegnum ferilinn frá hlutveruleika til ljóðrænu, frá manngerðum heimi í náttúru, frá hálf-abstrakt í fljótandi form. 16 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali við Gísla Sigurðsson, „Trúin og efinn - tveir nauðsynlegir pólar“, Lesbók Morgunblaðsins 12 (24.03.1979), https://.is/page/3299922

12


Áttundi áratugurinn verður mótandi tími á listferli Bjargar, en á áttunda áratugnum voru margir ólíkir hlutir að gerjast á sama tíma með innkomu nýrra miðla og nýrra hugmynda um listsköpun. Abstrakt expressjónisminn er á endastöð, konseptlistin á hápunkti og konur eru að marka sér pláss innan listheimsins. Fjölfeldi grafíklistarinnar blómstrar á Íslandi og eru grafíkverk Bjargar mikilvægur þáttur á ferli hennar en málverkið er jafn mikilvægt. Þegar margir kvenlistamenn sneru sér að nýjum miðlum til þess að mynda sér eigið rými innan listasögunnar, þá heldur hún sér við málverkið og vinnur sig inn í hefð listarinnar með karllægum miðli sem er í ákveðinni ládeyðu áður en nýja málverkið kemur fram við upphaf níunda áratugarins. Björg skapar sér sitt eigið rými innan þessa hefðbundna listmiðils með sérstæðum myndheimi sem er algjörlega hennar eig13


in, bæði í málverkinu og grafíkinni. Í verkum Bjargar eru vísbendingar um það hvernig hún skynjaði heiminn í gegnum listina, hvernig hún fyllti rými strigans eða pappírsins með formum og litum. Formin voru jafnan stúdía, þar sem möguleikar þeirra eru kannaðir í sífelldum endurtekningum þar til þau umbreytast í eitthvað nýtt. Björg notfærir sér grunnformin, hring, þríhyrning, ferning, og birtast þau í ýmsum myndum bæði í geómetrísku og lífrænu formi. Þessi form búa til heima sem listamaðurinn býður áhorfendum sínum að ganga inn í. Björg sagði sjálf frá: „Mér er illa við að gefa fólki tóninn um hvernig eigi að horfa á myndirnar mínar, þær á að upplifa, þetta eru abstraktmyndir og eru myndir af litum og formi, lýsa tilfinningum og hugmyndum.“17 Þýska hugtakið Anschauung er skilgreint 17 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali við H. Sig., „Myndlist er afskaplega órómantískt starf“, Morgunblaðið B Menning og listir (09.04.1988), https://timarit.is/issue/121749

14


sem merkjanlegur og meðvitaður skilningur á því sem við horfum á, hæfileikinn til þess að hugsa um ákveðinn hlut og sjá meira en bara yfirborðið og setja hann í samhengi við það sem þú þekkir og skilur.18 Listaverk Bjargar virðast krefjast þess af áhorfendum að þau séu skynjuð út frá hugarheimi þess sem horfir, að hver og einn leggi merkingu í verkin út frá eigin upplifunum og reynsluheimi. Hvernig við skynjum rými þeirra er þó ef til vill ekki tilviljun, Björg hefur lagt mikla nákvæmnisvinnu í útfærslu myndefnisins sem er útfært af þekkingu, öryggi og yfirvegun. Rýmið sem hún skapar á myndfletinum verður vettvangur fyrir meðvitaða hugsun, frá skynjun til túlkunar, og veldur því að við hugsum um verkið í stað þess að einungis sjá það. Þegar áhorfendur horfa á verk Bjargar mynda þeir eigin tengingar; geómetrísk form geta myndað 18 Karen Lang, Chaos and Cosmos: On the Image in Aesthetics and Art History, Ithaca: Cornell University Press, 2006, bls. 3.

15


landslag eða byggingar og vöðlað efni tekur jafnvel á sig form líkamans. Þar má nefna „Solo III“ (1976) þar sem lífræn formin minna jafnt á landslag sem líkama eða fatahrúgu. Þá má jafnvel sjá alheiminn í verkum eins og „Hring­rás“ (1974) þar sem eins konar líkneski heldur uppi öllu himinhvolfinu. Grunnformið hringur verður að kúlum í „Genesis“ seríunni (1976–1979) sem gæti minnt á mannmergð í yfirfylltum, einsleitum heimi eða ef verkin eru skoðuð í samhengi við titil seríunnar þá er hægt að túlka kúlumergðina út frá upphafinu eða sköpun heimsins. Stundum gefur Björg vísbendingar um túlkun verka sinna út frá verkheitum og má þar nefna olíukrítarteikningu hennar sem ber titilinn „Bláfjöll“ (1990) og akrýlmálverkið „Blátt tungl I“ (1993). Björg vann aðeins með líkamann í fyrstu grafíkverkum sínum eins og t.d. verk16


inu „Þvolmynd“ (1971), en síðan tekur fatnaður við sem eins konar staðgengill hans. Þá verður hanskinn áberandi form í grafíkverkunum, en hanskinn ber lögun handarinnar, sem er einn af tjáningarmátum mannsins og er um leið vörn bæði gangvart því umhverfi sem hann býr í og fyrir það sem höndin snertir. Þegar fötin eru horfin úr verkunum er efniskenndin þó enn til staðar, áþreifanleg efniskennd sem er fengin að miklu leyti til með litum. Snemma á ferlinum setti Björg saman óvæntar litasamsetningar sem gefa verkum hennar sterkt höfundareinkenni. Björg var hrifin af litum og litasamspil skipti hana miklu máli.19 Hún þróar litaval sitt frá því að nota sterka liti inn í áberandi form „Delta I“ (1974), í að blanda þeim saman og leggja þá hver ofan á aðra „Fortíðarbrot II“ (1988), í vatnskenndan bjartan eintóna litaskala „Blátt stef“ (2011–2012). Björg lýs19 Óforml. samtal við Guðnýju Ragnarsdóttur.

17


ir litanotkun sinni á þennan hátt árið 1985: „Ég nota sterka og tæra liti og ákveðin litasamsetning kemur fram aftur og aftur í verkum mínum. Ég held að sérhver einstaklingur hafi meðfæddan litaskala, sem hann sækir aftur og aftur í hvort sem honum er það ljúft eða leitt. Þennan litaskala er hægt að þroska og rækta á sama hátt og aðra eiginleika.“20 Litirnir eru partur af því hvernig horft er á verkin, enda er litur ekki til í eiginlegri merkingu heldur greinir augað endurkast ljóssins og má því segja að litaskynið búi í mannsaugum. Sjónskynið leikur almennt stærsta hlutverkið í upplifun áhorfenda á myndlistarsýningum þar sem ekki má nota fingurna til þess að snerta verkin. Björg skapar heim form og lita þar sem hún leggur meðal annars áherslu á eigið ferli við listsköpun og það listræna gildi sem felst í hverju verki. Þegar verkið er fullklárað sleppir hún tökunum á því og það getur þá 20 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali við Þ.S., „Hver sýning eins og hreingerning - rætt við Björgu Þorsteinsdóttur, myndlistarmann sem var að opna sýningu í Gallerí Borg“. Þjóðviljinn - Sunnudagsblaðið 248 (27.10.1985), https://timarit.is/page/2900629

18


orðið hluti af stærra samhengi: Samtímanum sem það varð til í, samtíma þess sem á það horfir og jafnframt getur verkið vakið upp minningar, haft áhrif á tilfinningar og myndað hugrenningatengsl. Það rými sem Björg skapar innan myndflatarins hefur því óneitanlega áhrif á þann sem horfir með opnum hug á formheim hennar. Helga Arnbjörg Pálsdóttir.

Ágrip Björg Þorsteinsdóttir (1940–2019) lagði stund á teikningu, málun og grafík, allt frá sjöunda áratugnum til æviloka. Hún hélt fjölmargar einkasýningar, sú fyrsta var haldin í Unuhúsi 1971, og var valin á samsýningar bæði hér á landi og er-

19


lendis. Verk eftir Björgu eru í eigu helstu listasafna á Íslandi, opinberra stofnanna, einkasafna og safna víða um heim. Hún hlaut verðlaun árið 1970 á alþjóðlegri grafíksýningu í Entrevaux, Frakklandi, árið 1972 fyrir grafík á samsýningu styrkþega frönsku ríkisstjórnarinnar í París, Frakklandi og árið 1976 á alþjóðlegri grafíksýningu, XXII Salon del Grabado y Sistema Estampacion í Madríd, Spáni. Björg fékk námsstyrk frönsku ríkisstjórnarinnar 1971–1973 og var einnig í vinnustofu Cité Internationale des Arts í París 1984–1985. Árið 1986 var henni falið að hanna jólafrímerki Pósts og síma. Björg útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1964 og nam við Staatliche Akademie der bildenden Künste, Stuttgart, Þýskalandi 1961–1962 og 1968. Hún lærði steinþrykk við École Nationale 20


Supérieure des Beaux Arts og málmgrafík við grafíkverkstæðið Atelier 17 í París, undir handleiðslu S.W. Hayter, 1970–1973. Björg sat í stjórn félagsins Íslensk grafík og Félagi íslenskra myndlistarmanna, í ráði Norrænu myndlistarmiðstöðvarinnar NKC í Finnlandi og í fulltrúaráði Sigurjóns Ólafssonar. Hún var forstöðumaður Safns Ásgríms Jónssonar 1980–1984 og vann einnig sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík. Björg bjó og starfaði á Háaleitisbraut í Reykjavík.

21


Þakkir Í maí 2020 fékk Listasafn Reykjanesbæjar rausnarlega gjöf úr dánarbúi Bjargar Þorsteinsdóttur sem samanstendur af 105 myndverkum, þar af eru 7 krítarteikningar, 11 akrýlmálverk og 87 grafíkverk. Listasafn Reykjanesbæjar þakkar aðstandendum traustið, dóttur Bjargar, Guðnýju Ragnarsdóttur og syni hennar Ragnari Árna Ólafssyni. Safnið mun standa vörð um arfleifð Bjargar Þorsteinsdóttur.

22


Stórhuga Þegar ég hugsa til mömmu, um líf hennar og list, kemur fljótlega upp í hugann lýsingarorðið stórhuga. Hún gaf aldrei afslátt af þeim kröfum sem hún gerði til sín sem listamanns og gekk til verka af alúð og ástríðu. Hún vann stöðugt að því að bæta við sig reynslu og menntun, var óhrædd við að prófa nýja miðla og nýjar leiðir í listsköpun og lífinu sjálfu. Skömmu eftir að hún opnaði sína fyrstu einkasýningu í Unuhúsi 1971 fluttum við mæðgur tvær saman til Parísar. Það þarf hugrekki til að fara einn með 8 ára barn, einungis með loforð um gistingu hjá vinkonu til að byrja með. Hún hafði fengið franskan styrk til listsköpunar og pláss til að læra og vinna að grafík á Atelier 17 hjá S.W. Hayter. Þetta voru spennandi tímar. Ég man eftir mömmu á grafíkverkstæðinu með al-

23


þjóðlegum hópi vina, öllu frábæra listafólkinu sem bjó á Cité des Arts, dvölinni í París og þrammi um listsýningar flestar helgar. Þetta reyndist stuttum fótum stundum erfitt – þú átt eftir að vera þakklát seinna – sagði mamma. Ég man þegar hún fór að mála stór akrýlverk samhliða vinnu við grafíkina. Á Cité des Arts, þar sem mamma var svo heppin að fá húsnæði, bjuggum við í vinnustofu fyrir myndhöggvara þar sem var hátt til lofts, góð birta og skemmtilegt steingólf sem mátti kríta á. Þetta var kjörinn staður til að skapa þessi stóru verk. Þegar heim var komið flutti hún inn bestu grafíkpressu sem völ var á og kom henni fyrir heima og heimilið varð þá jafnframt grafíkverkstæði. Það dugði aldrei neitt hálfkák. Grafíkin flæddi um heimilið og engin leið að varast prentsvertuna á svörtu símtólinu. Jafnan var erfitt að samræma borg24


aralegt fjölskyldulíf og líf listamannsins. Stór, glæsileg málverk í sterkum litum litu dagsins ljós. Litir og samspil þeirra var líf og yndi mömmu og hún hafði mikla þekkingu og tilfinningu fyrir þeim. Best þótti mömmu að vinna með akrýlliti, þeir þornuðu hratt, hún var óþolinmóð, engin leið að bíða eftir næsta skrefi. Sífellt í leit að fegurð og fágun, hún hafði einstakt auga og smekk. Hún tefldi gjarnan saman geometrískum og mjúkum formum, það var svo lýsandi fyrir hana, sterk og næm í senn. Ég man sífellda leit að vinnustofu með góðri birtu þar sem hægt var að vinna með liti. Ég man ótrúlegan dugnað mömmu og styrk; snúa pressunni, rúlla grafíkrúllunum, strekkja risastóra striga, ramma inn og skera karton. Flytja myndir og efni fram og til baka, kaupa hentugasta bílinn í flutningana. 25


Mamma sóttist eftir að ferðast, sérstaklega þangað sem hægt var að skoða góða list, njóta fagurs umhverfis, fá e.t.v. vinnustofu um tíma. Vinna fullt af myndum og senda heim í rúllum og bera í ferðatöskum, taka ljósmyndir og koma svo endurnærð heim og vinna úr öllum innblæstrinum. Hún naut náttúrunnar, litanna, speglunarinnar í vatninu, fegurðar hins smáa, eignaðist allstaðar vini, hélt sambandi, skipti á listaverkum við kollega, heimilið eins og listaverk í sjálfu sér. Þegar mamma lést hélt ég að ég vissi hvað biði mín. Það reyndist að hluta til rétt nema í æðra veldi. Afköstin þvílík. Við Ragnar sonur minn tókumst á við ævistarf hennar; þvílíkur fjársjóður, þvílík afköst og orka! Við tókum hvert verk skráðum og mynduðum – dáðumst að – rifjuðum upp. Ég sterkari í Parísartímanum, Ragnar í 26


tímanum þegar hann naut pössunar sem barn og síðan skjólshúss og stundum hádegsverðar á menntaskólaárunum. Heilu sýningarnar voru rifjaðar upp, ljósmyndir skoðaðar, hlutunum komið heim og saman, skráð og merkt. Mamma var ekki mikil skráningarkona, tíminn var frekar nýttur í sköpun. Hún var ekki alltaf hrifin af því að merkja málverkin, það gat truflað myndbygginguna og dregið athyglina frá heildinni. Nú er ekki hægt að spyrja lengur, hvenær gerðirðu þetta, snýr þessi örugglega svona? Enn er eftir að fara yfir stafla af verkum frá ýmsum tímum, skissum, olíukrítarmyndum og dásamlegum vatnslitamyndum sem hún var að vinna síðustu árin (síðustu verkin enn í vinnslu). Mamma vildi helst ekki tala um verkin sín. Þau áttu að tala fyrir sig sjálf; litirnir, efnið, myndefnið, hughrifin. Hún hlustaði á út27


varp og tónlist meðan hún vann, sótti tónleika, listsýningar, fylgdist með öllu, hreifst með og hlóð þannig batteríin með list til að skapa list. Guðný Ragnarsdóttir

28


Björg Þorsteinsdóttir

Björg Þorsteinsdóttir (1940–2019) is one of the best-known graphic artists to emerge in Iceland in the 1970s. Her etching and aquatint works are however just a part of Björg’s body of work, which consists for instance of paintings that she did in acrylic, oil, and water colour, oil crayon drawings, and collages from Japan paper. Thus, Björg Þorsteinsdóttir’s World of Forms is not an actual retrospective exhibition of her artistic career spanning more than five decades, but rather an exhibition of works from the Reykjanes Art Museum’s collection and works donated by Björg’s heirs. The graphic works are mostly from the 70’s and 80’s, while the acrylic paintings are from different times of her career, the oldest from 1973-74 and the latest 2011-2012. The oil crayon drawings are all from 1988-1992. 29


Björg wanted to be a painter from an early age, she completed her teaching certificate from the Icelandic College of Arts and Crafts in 1964, but wanted further training and enrolled in Staatliche Akademie der Bildenden Künste in Stuttgart in 1968 to focus on her artwork. As she said: “[…] but my professor there, Professor Gollwitzer, always encouraged me to try graphics. And so, when I returned home that autumn, Einar Hákonarson [1945] was back with his graphic press and I worked both with him and independently as much as I could.1 Einar’s metal graphic workshop was moved to the Icelandic College of Arts and Crafts in the winter of 1968-1969, lending more weight to graphic art in the Icelandic art scene. When artists had the opportunity to experiment with the possibilities of graphic techniques, they founded Íslensk grafík 1 Björg Þorsteinsdóttir interviewed by Aðalsteinn Ingólfsson, “Glíman við andstæðurnar”, Vísir 149 (05.07.1975), https://timarit.is/page/3263308

30


[Icelandic Graphics] in 1969, and by actively holding exhibitions they managed to rouse public interest in graphic art.2 Björg later set up her own studio with a graphic printer in her home at Háaleitisbraut, and she, along with Ragnheiður Jónsdóttir (1933) were first to set up such facilities in a home in Iceland.3 But Björg had before that moved to Paris in 1970 to study at Atelier 17, which was run by the British artist Stanley William Hayter (1901-1988) and focused on experimentations with metal graphics. A year later she returned to Paris with her daughter and stayed there until 1973 on a French grant for further study and good working facilities. In Paris, Björg started to focus on painting as her studio was large – a sculpture studio with high ceilings and much 2 Dagný Heiðdal, Íslensk listasaga: frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, ed. Ólafur Kvaran, IV. bindi, Reykjavík: Listasafn Íslands and Forlagið, 2011, p. 92. 3 Bragi Ásgeirsson, “Sýningar: Grafík Bjargar Þorsteinsdóttur”, Morgunblaðið 93 (01.05.1976), https://timarit.is/page/1473612

31


light, which offered opportunity for expansion and larger canvases.4 Björg emerges as an artist during a time of feminist revolution; the seventies can be called “the Women’s Decade” as women were fighting for their rights under the banner of the second wave of feminism. Up until then there had been few women who were active artists publicly and those who did had a difficult time of it in the art world where only men were considered to have the genius of the artist. Linda Nochlin pointed out that according to the definition of art history it was simply impossible for women to create art with the grandiosity needed.5 In 1985 Björg was asked if she thought there was a difference in how men’s and women’s art was critiqued. 4 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali við Aðalstein Ingólfsson, “Glíman við andstæðurnar”, Vísir 149 (05.07.1975), https://timarit.is/page/3263308 And an informal conversation with Guðný Ragnarsdóttir. 5 Linda Nochlin, “From 1971: Why Have There Been No Great Women Artists?” ARTnews (30.05.2015), https://www.artnews.com/art-news/retrospective/why-have-there-been-no-great-women-artists-4201/

32


Yes, I believe there is. It is peculiar because I have not felt this difference between the sexes myself. We set ourselves the same goals as artists and attend the same schools. Women have risen in number in the field of visual art, as can be seen for instance in the exhibition at Kjarvalsstaðir [Hér og nú, at the Women’s Art Festival in 1985]. Women are different from each other and express themselves in very different ways, just like men do. People interpret their own character, their own personality in art and it’s the quality that matters, not the gender. We want to get critiqued as individuals, not as a group. We, women in art, find that critics tend more to elevate big artists who are male. I don’t know if that’s because most art critics are men.6 Björg was shaped as an artist in this environment and to begin with she worked 6 Björg Þorsteinsdóttir interviewed by Þ.S., “Hver sýning eins og hreingerning - rætt við Björg Þorsteinsdóttur, myndlistarmann sem var að opna sýningu í Gallerí Borg”, Þjóðviljinn - Sunnudagsblaðið 248 (27.10.1985), https://timarit.is/page/2900629

33


with the world of women in her works, every-day things that became symbols. In 1972 she started to use clothing as topics in her works, a motif that she is possibly best known for. Björg saw clothing such as dresses, shirts, swimming suits and gloves as forms, organic forms that could be shaped as needed and were a sort of counterbalance to the geometric forms that the clothing was often framed in. The imagery became more personal when she started to paint her and her daughter’s clothing.7 In 1979 Björg described her work as “semi-abstract”, she did not give much thought to following trends but believed that she reflected her times in a way and mentioned both the man-made and influences from nature. “There is though, one aspect that I strive for in images and I feel like something is missing when I can’t find it. That’s aspect is called “poetic”. What I 7 Björg Þorsteinsdóttir interviewed by Aðalstein Ingólfsson, “Glíman við andstæðurnar”, Vísir 149 (05.07.1975), https://timarit.is/page/3263308

34


mean by this is the treatment of the subject matter, not the choice of topic“8 In the 1980’s, Björg’s subject matter was in great part based on things that inspired her ideas about structure and colour choice, at first, she worked with crystals and then kites, what also lent movement to the forms. In 1985 Björg said of her work: “There is always a certain idea or inspiration to it, even though the result might seem abstract and hard to discern what sparked it when the work is complete. But the basic idea has to be there so that the work can be developed.”9 Björg was incredibly industrious and constantly strived to do better, and part of carving out a space for yourself within the art world is to gain financial independence, 8 Björg Þorsteinsdóttir í viðtali við Gísla Sigurðsson, “Trúin og efinn - tveir nauðsynlegir polar”, Lesbók Morgunblaðsins 12 (24.03.1979), https://.is/page/3299922 9 Björg Þorsteinsdóttir interviewed by Þ.S., “Hver sýning eins og hreingerning - rætt við Björg Þorsteinsdóttur, myndlistarmann sem var að opna sýningu í Gallerí Borg”. Þjóðviljinn - Sunnudagsblaðið 248 (27.10.1985), https://timarit.is/page/2900629

35


and she managed to make a living of art, more or less from 1984 onwards.10 In the 1980s there was shift in Björg’s procedures, as until that time she had worked in equal measures with graphics and painting, and like many graphic artists in the association Íslensk grafík, she started to turn more to the painting and created her last large graphic works in 1986.11 Björg continued to work with impressions, and her last graphic works were made in 1996. Graphic printing is physically difficult, her press didn’t have a motor and she preferred to work fast, there was a freedom in that, and she started to work more with water colours.12 Björg worked on painting and her frame developed, moving further away from the traditional but the structure within the space was always important to her even though the forms within it became 10 Björg Þorsteinsdóttir interviewed by H. Sig., “Myndlist er afskaplega órómantískt starf”, Morgunblaðið B Menning og listir (09.04.1988), https://timarit.is/issue/121749 11 Hrafnhildur Schram, Nútímakonur, 8. March – 11. May 2014, Hveragerði: Listasafn Árnesinga, 2014, p. 8–9. 12 Informal conversation with Guðný Ragnarsdóttir.

36


floating and the colour palette more monotonous.13 In an interview from 1988, Björg explains her stand on artistic creation: “I don’t paint paintings of particular objects or phenomena. I use the imagery to express myself, If I could say in words what is in my paintings, I would probably have become something else.”14 But Björg did not want to be anything else. She was always aware of what was going on in the art world, she travelled abroad, took photographs, and sought inspiration far and wide and worked with what she saw and experienced.15 Björg’s art can therefore be said to offer insight into her imagination and the world she created with her art. Björg Þorsteinsdóttir World of Forms “Despite everything the image is always a world onto itself and needs, first and for13 Björg Þorsteinsdóttir interviewed, “Fljótandi form, litir og rými”, Morgunblaðið C – Menning og listir (07.10.1995), https://timarit.is/issue/127815 14 Björg Þorsteinsdóttir interviewed by H. Sig., “Myndlist er afskaplega órómantískt starf”, Morgunblaðið B Menning og listir (09.04.1988), https://timarit.is/issue/121749 15 Informal conversation with Guðný Ragnarsdóttir.

37


emost, to hold artistic value, no matter what the message is.”16 Form and colour are the backbone of Björg Þorsteinsdóttir’s imagery; she created her own world of form and shapes within the artwork with clear implementation and distinctive ideas about materials and use of colour. Björg works with the traditions of abstract art by working with form, colour and composition, but she works with the tradition on her own terms with distinctive imagery that developed throughout her career from objective reality to lyricism, from a man-made world to nature, from the semi-abstract to floating forms. The 1970’s were a formative time in Björg’s career, and there were many different things going on at the time, with the emergence of new media and new ideas 16 Björg Þorsteinsdóttir interviewed by Gísli Sigurðsson, “Trúin og efinn - tveir nauðsynlegir polar”, Lesbók Morgunblaðsins 12 (24.03.1979), https://.is/page/3299922

38


about art creation. Abstract expressionism was reaching the end of the line, conceptual art peaking and women were putting their mark on the art scene. The multiplicity of graphic art was in bloom in Iceland and Björg’s graphic works were an important aspect of her career, but so was painting. When many women artist were turning to new media to carve out a space for themselves in art history, she stuck to painting and worked within the tradition of art in a very male dominated media that was in a certain kind of slump before the “new painting” emerged in the 1980s. Björg created her own space withing this traditional artform with distinctive imagery which is completely her own, both in her painting and graphic works. There is evidence in Björg’s work of how she sensed the world through art, how she filled out the space on the canvas or paper 39


with form and colour. The forms were often a study of their possibilities through constant repetition until they transform into something new. Björg uses base forms – circles, triangles, squares – that appear in various ways, both in geometric and organic form. These forms create worlds that the artist invites the viewers to step into. As Björg said: “I don’t like telling people how to look at my work, it should be experienced, these are abstract images and images of colours and forms, describing feelings and ideas.”17 The German concept Anschauung is defined as a discernible and conscious understanding of what we are looking at, the ability to think of a certain thing and see more than just the surface, and place it in context with what you know 17 Björg Þorsteinsdóttir interviewed by H. Sig., “Myndlist er afskaplega órómantískt starf”, Morgunblaðið B Menning og listir (09.04.1988), https://timarit.is/issue/121749

40


and understand.18 Björg’s art seems to demand of its viewers that they are experienced on the basis of each viewer’s imagination, that each and every person gives meaning to the work based on their own experience and understanding. Yet it may not be entirely up to chance how we experience their space. Björg has meticulously worked on the implementation of the material that is executed with knowledge, confidence, and deliberation. The space that she creates in the frame becomes a platform for conscious thought, from sensing to interpretation, and makes us think of the work instead of just seeing it. When the viewers are confronted with Björg’s work they form their own connections; geometric forms can create landscapes or buildings and crumpled material can even take on the form of a body. This can be seen in works 18 Karen Lang, Chaos and Cosmos: On the Image in Aesthetics and Art History, Ithaca: Cornell University Press, 2006, p. 3.

41


such as Solo III (1976), where the organic forms are reminiscent of a landscape as a body or a heap of clothes. And the universe can be seen in works such as Cycle (1974), where a sort of statue holds up the heavens. The base form circle becomes spheres in the series Genesis (1976-1979), which could resemble a crowd in a full, monotonous world, or if the works are looked at in context to the title of the series, the multitude of spheres can be interpreted in relation to the beginning or creation of the world. Sometimes Björg leaves clues on how to interpret the works in the title, such as the oil crayon drawing Bláfjöll (1990) and the acryl painting Blue Moon I (1993). Björg worked a bit with the body in her first graphic works as in the work Passive (1971), but then moved to clothing 42


as some sort of substitute. The glove becomes a prominent form in her graphic works, shaped like a hand, which we use as one way of expressing ourselves, and at the same time a way of defence against the environment that we live in and that the hand touches. When the clothing is removed from the works the materiality is still there, a tangible material that is in great part conjured up through colour. Early in her career Björg combined unexpected colours that create a strong character in her work. Björg was fascinated by colour and the interplay of colours was important to her.19 She developed her colour choices from using strong colours in prominent forms as in Delta I (1974), to mixing them and overlaying them as in Fragments of the Past II (1988), to a watery bright monotonous colour scale in Blue Theme (2011-2012). 19 Informal conversation with Guðný Ragnarsdóttir.

43


Björg describes her use of colour in 1985: “I use strong and pure colours and a certain colour scheme appears over and over in my works. I think that each person has an innate colour scale that they mine over and over again, whether it is pleasing or not to them. This colour scale can be developed and nurtured in the same way as with any other ability.”20 The colours are a part of how we look at the works, because colour does not exist in actuality, as the eye discerns the reflection of light and it can therefore be maintained that the sense of colour is in the human eye. Sight generally plays the largest role in people’s experience of art exhibitions as they cannot use their fingers and touch the artwork. Björg creates a world of forms and colours where she for instance emphasises her own artistic process and the artistic value 20 Björg Þorsteinsdóttir interviewd by Þ.S., “Hver sýning eins og hreingerning - rætt við Björg Þorsteinsdóttur, myndlistarmann sem var að opna sýningu í Gallerí Borg”. Þjóðviljinn - Sunnudagsblaðið 248 (27.10.1985), https://timarit.is/page/2900629

44


that each work holds. When the work is complete, she lets go of it and then it can become a part of a greater context; the time of its creation, the time of the one looking at, and may also evoke memories, impact feelings and create association. The space that Björg creates within the frame therefore has undeniable impact on the person who looks at her world of forms with an open mind. Helga Arnbjörg Pálsdóttir.

Summary

Björg Þorsteinsdóttir (1940–2019) worked with drawing, painting, and graphic from the 1960’s until the end of her life. She held several solo exhibitions, the first one was held in Unuhús in 1971, and her works were selected for group exhibition both in Iceland and abroad. Her works are 45


found in collections of the principal art museums in Iceland, public institutions, private collections and museum all over the world. She received an award in 1970 at an international graphic art exhibition in Entrevaux, France, and in 1972 for work in a group exhibition of artist who received grants from the French government in Paris, France, and in 1976 at an international art exhibition, XXII Salon del Grabado y Sistema Estampacion in Madrid, Spain. Björg received a scholarship from the French government 19711973, and a studio in Cité International des Arts in Paris 1984-1985. In 1986 she was commissioned to design the Christmas stamp for the Icelandic postal service. Björg graduated from the Icelandic College of Arts and Crafts in 1964 and studied at Staatliche Akademie der Bildende Künste, 46


Stuttgart, Germany in 1961-1962 and 1968. She studied lithography at École Nationale Supérieure des Beaux Arts and metal graphic at Atelier 17 in Paris, under the tutelage of S.W. Hayter in 1970-1973. Bjög was on the board of Íslensk grafík and the Association of Icelandic Artists, and the Nordic art centre NKC in Finland, and the Sigurjón Ólafsson art museum. She was the director of the Ásgrímur Jónsson Collection 1980-1984 and also worked as a teacher at the Icelandic College of Arts and Crafts and Reykjavik School of Visual Arts. Björg lived and worked at Háaleitisbraut in Reykjavík.

47


Acknowledgements

In May 2020, The Reykjanes Art Museum received a generous gift from Björg Þorsteinsdóttir’s estate, consisting of 105 artworks, thereof seven chalk drawings, eleven acrylic painting, and 87 graphic works. The Reykjanes Art Museum would like to extend thanks to Björg’s family, Björg’s daughter, Guðný Ragnarsdóttir and her son Ragnar Árni Ólafsson, for this display of trust. The Museum will uphold Björg Þorsteinsdóttir’s legacy.

48


Verkaskrá/Art Catalogue Innrammað á veggjum Bláfjöll, 1990 Olíukrít á pappír Miðaldaminning I, 1990 Olíukrít á pappír Förunautar, 1990 Olíukrít á pappír Miðaldaminning II, 1990 Olíukrít á pappír Án titils, 1992 Olíukrít á pappír Fortíðarbrot II, 1988 Olíukrít á pappír 49


Án titils, 1988 Olíukrít á pappír Án titils, 2007 Akrýl á striga Blátt stef, 2011–2012 Akrýl á striga Særím, 1987 Akrýl á striga Húm, 1987 Akrýl á striga Blátt tungl I, 1993 Akrýl á striga Hvítasunna, 1992–1993 Akrýl á striga 50


Án titils, 2008 Akrýl á striga Án titils, 1973–1974 Akrýl á striga Delta III, 1974 Akrýl á striga Delta II, 1974 Akrýl á striga Delta I, 1974 Akrýl á striga Martröð, 1971 Æting og akvatinta, ed. 4/20 Þvolmynd, 1971 Æting og akvatinta, ed. 3/20 51


Gáta I, 1974 Æting, ed. 8/15 Fingramál, 1974–1975 Æting, ed. 4/20 Gáta IV, 1975 Æting, ed. 15/15 Margt er smátt í vettling manns, 1975 Æting, ed. 3/10 Hjartsláttur I, 1972 Æting, ed. 4/20 Hjartsláttur II, 1972 Æting, ed. 6/15 Tvenna I, 1974–1975 Æting og akvatinta, ed. 4/20 52


Tvenna II, 1974–1975 Æting og akvatinta, ed. 6/20 Bústaðir, 1979 Æting, ed. 29/40 Svefnborg I, 1977–1978 Æting, ed. 14/20 Svefnborg II, 1977–1978 Æting, HC Fúga, 1986 Æting, ed. 33/35 Omega, 1974 Æting, ed. 3/15 Nafnlaus, 1974 Æting, 3/15 53


Hringrás I, 1974 Æting, EA Bottle globe, 1972 Æting, ed. 9/20 Genesis I, 1976–1977 Æting, ed. 18/20 Genesis VII, 1978 Æting, ed. 17/20 Genesis VIII, 1979 Æting, ed. 6/40 Solo I, 1976 Æting, ed. 6/20 Duett, 1976 Æting, ed. 9/20 54


Quartett III, 1976 Æting og akvatinta, ed. 3/20 Quartett II, 1976 Æting og akvatinta, ed. 12/20 Solo III, 1976 Æting, ed. 7/20 Óskasteinn II, 1986 Æting, ed. 31/35 Óskasteinn III, 1986 Æting, ed. 12/35 Snertifletir V, 1982 Æting og akvatinta, ed. 16/35 Snertifletir VI, 1983 Æting og akvatinta, ed. 13/35 55


Í sýningarkössum Hnútar, 1974 Æting, ed. 8/15 Skjóða, 1974 Æting, ed. 6/15 Hringrás II, 1974 Æting, ed. 3/20 Hringrás III, 1976 Æting, ed. 14/20 Heimilistæki, 1971 Æting, ed. 1/20 Í ljósaskiptunum III, 1986 Æting, 23/35 56


Inside, 1971 Æting og akvatinta, ed. 3/20 One-being, 1970 Æting, ed. 3/5 Kjarni, 1982 Æting, ed. 11/40 Úr steinaríkinu II, 1986 Æting, ed. 22/35 Kjarnar, 1983 Æting, ed. 28/50 Gáta II, 1996 Æting, ed. 7/35 Gáta III, 1996 Æting, ed. 10/35 57


Gáta IV, 1996 Æting, ed. 4/35 Leikur að beinum I, 1969 Æting og akvatinta, ed. 8/20 Leikur að beinum II, 1969 Æting og akvatinta, ed. 2/15 Metro, 1970 Æting og akvatinta, ed. 4/20 Menningarleiðslur, 1970 Æting og akvatinta, ed. 6/20 Út í geiminn (GR), 1969 Æting og akvatinta, ed. 3/15 Klofning, 1969 Æting, ed. 6/20 58


Bottle cut, 1973 Æting, ed. 6/15 Völundarhús, 1970 Æting, ed. 3/20 Andstæðar sveiflur, 1972 Æting, ed. 3/10 Niður, 1972 Æting, ed. 5/6 Andstæðar sveiflur, 1972 Æting, ed. 4/5

59
MULTIS FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI Að geta búið til fleiri en eitt eintak af sama verki hefur lengi fylgt starfi listamannsins. Margir myndlistarmenn hafa reynt sig við formið sem býður upp á annars konar möguleika en hið einstaka verk, og er einhverstaðar á rófi á milli myndlistar og framleiðsluafurðar. Verk sem unnin eru í fjölriti eru verðlögð á annan hátt, eru ódýrari og þar með gerð aðgengileg fyrir stærri hóp til eignar. Verkið fer af stalli hins einstaka og verður hlutur (object) sem fleiri en einn getur átt, eru gjarnan smærri, og staðfesta gildi sitt ekki einungis með því að vera verk eftir ákveðinn listamann, heldur einnig með því að vera tölusett og áritað eintak og þá orðið hluti af stærri sögn sem er mikilvægt fyrir þann sem eignast verkið. 106


Með tilkomu koparstungu á tímum barokksins verður dreifing og fjölföldun myndverka almennari. Koparstungan er aðferð sem notuð er við gerð grafíkmynda en þar er myndin grafin með nál í koparplötu og síðan þrykkt á pappír. Verkið Los caprichos, 1797 eftir Francisco Goya var með fyrstu þekktu fjölfeldunum sem búið var til í takmörkuðu upplagi. Ef litið er til listaverka tuttugustu aldar er verk Marcel Duchamps, Rotoreliefs frá árinu 1935 eitt af fyrstu fjölfeldum nútímalistarinnar og í þeirri mynd af fjölfeldum sem við þekkjum í dag, en verkið er sería af sex snúningsdiskum sem voru gefnir út í 500 eintökum. Á sýningunni FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI er sjónum beint að verkum tuttugu og níu samtímalistamanna sem hafa til lengri eða skemmri tíma unnið að gerð fjölfelda (Multiple). Til þess að lista107


verk geti fallið undir þá skilgreiningu, þurfa verkin að vera gerð í þremur eða fleiri eintökum. Orðið HLUTFELDI kemur úr orðasmiðju Magnúsar Pálssonar en á sýningunni má finna flest af þeim verkum þar sem hann vinnur með þessum hætti. Á sýningunni má finna þau verk Magnúsar sem enn eru til í fórum listamannsins og fjölskyldu hans en mörg af verkum hans eru nú í eigu safna eða í einkaeigu. Önnur verk á sýningunni eru unnin í samtali við MULTIS verkefnið yfir tveggja ára tímabil.

108


MULTIS

Being able to create more than one copy of the same work has long followed the artist tradition. Many artists have created such works, which offers a different possibility than the unique artwork, and can be considered as an object somewhere between art and production. Works made in multiple copies are priced differently, are cheaper and thus made accessible to a larger group. The work goes from the standpoint of the individual and becomes an object that more than one can own, they are often smaller, and confirm their value not only by being a work by a certain artist, but also by being numbered and signed editions and then become part of a larger context, a narrative that is important to the person who acquires the work. With the method of copper plating in the Baroque period, the distribution and re-

109


production of works of art became more general. The copper insert is a method used to make graphics, where the image is engraved with a needle in a copper plate and then printed on paper. The work Los caprichos, 1797 by Francisco Goya, was one of the first known multiples created in a limited edition. Looking at twentieth-century works of art, the work of Marcel Duchamps, Rotoreliefs from 1935, is one of the first multiples of modern art and in the form of multiples we know today, a series of six rotating discs, published in 500 copies. The exhibition FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI focuses on the works of twenty-nine contemporary artists who have worked for longer or shorter periods in creating multiples. In order for a work of art to fall under that defini110


tion, the works must be made in three or more copies. The word HLUTFELDI is created by Magnús Pálsson, but in the exhibition you can find most of the works where he works in this way. The exhibition includes Magnús’ works that are still in the possession of the artist and his family, but many of his works are now owned by museums and collectors. Other works in the exhibition are made in a conversation with the MULTIS project over a two-year period.

111Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.