5 minute read

Björg Þorsteinsdóttir

Next Article
Þakkir

Þakkir

Björg Þorsteinsdóttir (1940–2019) er ein af þekktustu íslensku grafíklistamönnunum sem komu fram á áttunda áratug síðustu aldar Grafíkin sem hún vann iðulega með ætingu og akvatintu er þó einungis partur af höfundarverki Bjargar sem samanstendur meðal annars af málverki, sem hún vann með akrýl, olíu og vatnslitum, olíukrítarteikningum og samklippi úr japanspappír Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur er þar af leiðandi ekki eiginleg yfirlitssýning á myndlistarferli hennar sem nær yfir fimm áratugi, heldur sýning á þeim hluta ferilsins sem er í safneign Listasafns Reykjanesbæjar og gjöf frá erfingjum Bjargar Grafíkverkin eru flest unnin á áttunda og níunda áratugnum á meðan akrýlmálverkin eru víðsvegar af ferli hennar, það elsta frá 1973–1974 og það yngsta frá 2011–2012

Olíukrítarteikningarnar eru allar gerðar á tímabilinu frá 1988 til 1992

Advertisement

Björg hafði snemma hug á að verða málari, hún lauk kennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1964 en langaði að öðlast meiri þjálfun og fór í Listaháskólann í Stuttgart árið 1968 til þess að einbeita sér að listsköpun Björg segir sjálf frá: „[ ] En kennari minn þar, prófessor Gollwitzer, hvatti mig alltaf til að fara út í grafík Og svo þegar ég kom heim það haustið, var Einar Hákonarson (1945) kominn til landsins með sína grafíkpressu og þá vann ég með honum og einnig sjálfstætt eins mikið og ég gat “1 Málmgrafíkverkstæði Einars var komið fyrir í Myndlista- og handíðaskóla Íslands veturinn 1968–1969 og varð það til þess að grafíklist fékk aukið vægi í íslenskri myndlist Þegar möguleikar grafíktækninnar stóðu listamönnum til boða,

var félagið Íslensk grafík stofnað árið 1969 og með virku sýningarstarfi tókst þeim einnig að vekja áhuga almennings á grafíkverkum 2 Björg kom sér síðar upp vinnuaðstöðu með grafíkpressu á heimili sínu við Háaleitisbraut, en hún og Ragnheiður Jónsdóttir (1933) voru fyrstar til þess að koma sér upp slíkri aðstöðu í heimahúsi á Íslandi 3 Fyrst fór Björg þó til Parísar árið 1970 til þess að nema við grafíkverkstæðið Atelier 17 sem snerist um tilraunagerð í málmgrafík og var rekið af breska listamanninum Stanley William Hayter (1901–1988) Ári síðar fer hún aftur til Parísar með dóttur sinni og var til 1973, þá komin með franskan styrk til frekara náms í myndlist og góða vinnuaðstöðu Í París fer Björg aftur að einbeita sér að málverkinu enda var vinnustofan stór, skúlptúrstúdíó ætlað myndhöggvara með háum veggjum og mikilli birtu sem

bauð upp á þenslumöguleika og kallaði á stærri striga 4

Björg kemur fram á sjónarsviðið sem listamaður á tímum kvennabyltingar en áttunda áratuginn má kalla „kvennaáratuginn“ þar sem konur börðust fyrir réttindum sínum undir merkjum annarrar bylgju femínisma Fáar konur höfðu starfað opinberlega sem listamenn fram að þeim tíma og þær sem það gerðu áttu erfitt uppdráttar innan listheimsins þar sem einungis karlmenn voru taldir geta borið snilligáfu listamannsins Linda Nochlin benti á að samkvæmt skilgreiningu listasögunnar þá var konum einfaldlega ómögulegt að skapa listaverk með þeim mikilfengleika sem til þess þurfti 5 Árið 1985 er Björg spurð hvort hún áliti mun vera á myndlistargagnrýni á verkum kvenna og karla;

Já ég er ekki frá því Það er einkennilegt því sjálf hef ég ekki fundið þennan mun á kynjunum Við setjum okkur sömu markmið sem listamenn og göngum í sömu skólana Konum hefur fjölgað mikið á sviði myndlistar eins og sást best t d á sýningunni á Kjarvalsstöðum [Hér og nú, á Listahátíð kvenna árið 1985] Konur eru ólíkar innbyrðis og tjá sig á mjög mismunandi hátt rétt eins og karlmenn Fólk túlkar sína eigin manngerð, sinn eigin persónuleika í myndlist og það eru gæðin sem skipta máli, ekki kynið Við viljum láta fjalla um okkur sem einstaklinga, en ekki sem hóp Okkur konum í myndlist finnst gagnrýnendur hafa meiri tilhneigingu til að blása upp stóra listamenn úr röðum karla Ég veit ekki hvort það er vegna þess að flestir myndlistargagnrýnendur eru karlmenn “6

Björg mótast sem listamaður í þessu umhverfi og vann fyrst um sinn með heim kvenna í verkum sínum, hversdagslega hluti sem verða að táknmyndum Árið 1972 byrjar hún að nota fatnað sem viðfangsefni í verkum sínum, mótíf sem hún er kannski einna þekktust fyrir Björg leit á klæðnað eins og kjóla, skyrtur, sundboli og hanska sem form, lífræn form sem hægt væri að móta eftir hentugleika og voru eins í mótvægi við þau geómetrísku form sem fatnaðurinn var oft rammaður inn í Myndmálið varð síðan persónulegra þegar hún fer að mála föt sín og dóttur sinnar 7 Árið 1979 lýsti Björg verkum sínum sem „hálf-abstrakt“, henni var ekki mjög umhugað um að fylgja listastefnum en taldi sig þó endurspegla samtíð sína á ákveðinn hátt og nefndi hið manngerða jafnt sem áhrif frá náttúrunni „Einn er þó sá þáttur, sem ég sækist eftir í myndum og þykir sem eitt-

hvað vanti, þegar ég finn hann ekki Það er sá þáttur, sem kallaður er „póetískur“ Með því á ég við meðferð myndefnis, en ekki efnisvalið “8 Á níunda áratugnum var myndefni Bjargar mikið til byggt á fyrirmyndum sem gáfu henni hugmyndir um formbyggingu og litaval, fyrst vann hún með kristalla og síðan flugdreka sem gáfu einnig hreyfingu í formin Árið 1985 segir Björg um verkin sín: „Það er alltaf ákveðin hugmynd eða kveikja að baki, þótt útkoman virðist vera abstrakt og erfitt að greina kveikjuna þegar verkið er fullunnið En grunnhugmynd verður að vera fyrir hendi til þess að hægt sé að þróa verkið “9

Björg var einstaklega vinnusöm og vann alltaf að því að gera betur, en partur af því að búa sér rými innan listheimsins er fjárhagslegt sjálfstæði og tókst henni að

lifa á myndlistinni að mestu leyti frá árinu 1984 10 Á níunda áratugnum urðu viss kaflaskil í verklagi Bjargar, fram að því hafði hún unnið jafnt að málverkinu og grafík en líkt og margir grafíklistamenn í félaginu Íslensk grafík fór hún að snúa sér meira að málverkinu og gerði síðustu stóru grafíkverkin um 1986 11 Björg heldur þó áfram að vinna upplög og eru síðustu grafíkmyndirnar gerðar árið 1996 Enda var líkamlega erfitt að vinna í grafík, það var ekki mótor í pressunni og henni líkaði betur að vinna hratt, það var frelsi í því og hún fór meðal annars að vinna meira með vatnsliti 12 Málverkið þróar Björg áfram og myndflöturinn tekur breytingum og fjarlægist sífellt meira hið hlutbundna, uppbygging innan rýmisins skipti þó alltaf jafnmiklu máli þótt formin innan þess verða fljótandi og litaskalinn meira ein-

tóna 13 Í viðtali árið 1988 útskýrir Björg afstöðu sína til listsköpunar: „Ég mála ekki myndir af ákveðnum hlutum eða fyrirbærum Ég nota myndmálið til að tjá mig, ef ég gæti sagt það með orðum sem felst í myndunum mínum hefði ég líklega orðið eitthvað annað “14 Björg gat þó ekki hugsað sér að gera neitt annað Hún fylgdist alltaf vel með því sem var að gerast í listheiminum, ferðaðist erlendis, tók ljósmyndir og viðaði að sér innblæstri víðs vegar að og vann út frá því sem hún sá og upplifði 15 Myndlist Bjargar mætti því kalla ákveðna sýn inn í hugarheim hennar og þann heim sem hún skapaði með verkum sínum

This article is from: