Consolidated Key Figures in ISK million Íslensk fjárfesting ehf. Consolidated Accounts
CONSOLIDATED KEY FIGURES IN DKK
Consolidated Key Figures in DKK
Íslensk fjárfesting hefur markað sér þá stefnu að fjárfesta á fjórum aðalsviðum: Ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, fasteignum og útvist og hreyfingu
Félagið
Um Íslenska
fjárfestingu ehf.
Félagið var stofnað árið 1999 í þeim tilgangi að halda utan um ýmsar fjárfestingar eigendanna. Félagið er því orðið 26 ára.
Íslensk fjárfesting hefur markað sér þá stefnu að fjárfesta á fjórum aðalsviðum: Ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, fasteignum og í útivist og hreyfingu.
Íslensk fjárfesting leitast við að vera meirihlutaeigandi eða í leiðandi stöðu í þeim verkefnum sem það fjárfestir í. Eigendur félagsins leggja mikla áherslu á að styrkja grunnstoðirnar fjórar og fjárfesta því ekki í verkefnum sem heyra ekki undir þessar fjórar grunnstoðir nema í undantekningartilfellum og þá til að styðja við fjárfestingarsviðin fjögur. Íslensk fjárfesting er fjárfestingafélag í jafnri eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar.
Hjá fyrirtækjum í meirihlutaeigu Íslenskrar fjárfestingar er fjöldi
starfsfólks 1030 (830 FTE). Hjá móðurfélaginu starfa sextán manns sem sinna fjárfestingum, þróun verkefna, fjármálastjórnun, mannauðsstjórnun, lögfræði, framkvæmdastjórn og utanumhaldi.
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Framkvæmdastjórn Íslenskrar fjárfestingar skipa sex aðilar:
Arnar Þórisson, stjórnarformaður félagsins, Þórir Kjartansson, framkvæmdastjóri, Björn Þór Karlsson, lögmaður, Eva Ýr Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála, Guðrún
Drífa Hólmgeirsdóttir, fjármálastjóri og Magnús Edvardsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga. Framkvæmdastjórn hefur það hlutverk að styðja við núverandi fyrirtæki sem Íslensk fjárfesting er fjárfestir í ásamt því að skoða nýjar fjárfestingar. Einnig heldur framkvæmdastjórn utan um fjárflæði allra dótturfyrirtækja Íslenskrar fjárfestingar ásamt því að sjá um ávöxtun á fjármagni og aðstoða dótturfélög við fjármögnun, fjármál, þróun og rekstur.
Framkvæmdastjórn
LÖGFRÆÐI
Björn Þór Karlsson er lögmaður fyrirtækisins og framkvæmdastjóri Stafa. Hann hefur áður starfað hjá Thule Investments, Lögfræðistofu Gunnars Thoroddsen, Legis lögfræðistofu og við eigin rekstur. Björn Þór er með BAgráðu og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og er með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.
MANNAUÐUR
Eva Ýr Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðsmála og hefur víðtæka reynslu af mannauðsstjórnun. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sóltúni og sem framkvæmdastjóri mannauðs og menningar hjá Alvotech, auk þess að hafa starfað við mannauðsmál hjá Landspítala, Össuri og NOVA. Eva er með MBA gráðu frá Háskólanum í
Reykjavík, ásamt MS gráðu í mannauðsstjórnun og BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún einnig lokið námi í stjórnendamarkþjálfun.
FJÁRMÁL
Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir er fjármálastjóri. Hún er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu (M.Acc.) í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands, auk þess sem hún hefur lokið prófi í löggildingu í endurskoðun. Guðrún starfaði í sjö ár á endurskoðunarsviði Deloitte áður en hún hóf störf sem fjármálastjóri hjá Kaffitár. Eftir að Ó. Johnson & Kaaber eignaðist Kaffitár tók hún við stöðu fjármálastjóra þar og leiddi fjárhagsleg málefni samstæðunnar. Við sameiningu Ó. Johnson & Kaaber og ÍSAM leiddi hún áfram fjárhagssviðið í sameinuðu félagi undir merkjum Ó. Johnson & Kaaber – ÍSAM. Guðrún starfaði alls í átta ár innan samstæðunnar áður en hún gekk til liðs við Íslenska fjárfestingu.
FJÁRFESTINGAR
Magnús Edvardsson er framkvæmdastjóri fjárfestinga. Magnús hefur yfir 15 ára reynslu á fjármálamarkaði en hann starfaði í fyrirtækjaráðgjöf hjá Kviku banka og forverum á árunum 20092023. Þar á undan starfaði Magnús hjá Kaupþingi. Magnús er með M.Sc. í fjárfestingarstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og
B.Sc. í viðskiptafræði frá sama skóla.
EIGENDUR
Arnar Þórisson er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með
MBA frá viðskiptaháskólanum IESE í Barcelona. Arnar hefur starfað um langt árabil í ferðageiranum, hvort tveggja á Íslandi og erlendis.
Arnar hefur verið stjórnarformaður KILROY International frá 2007 og stjórnarformaður Íslenskrar fjárfestingar ehf. frá 1999. Hann situr einnig í stjórn Eldeyjar eignarhaldsfélag hf. sem er fjárfestingafélag í ferðaþjónustu. Áður starfaði Arnar m.a. sem framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá KILROY, aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri flugfélagsins Atlanta og stjórnarformaður CAOZ. Arnar er fæddur 1964.
Þórir Kjartansson er byggingarverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og með MBA frá viðskiptaháskólanum IESE í Barcelona. Þórir hefur starfað í ferðageiranum, heilbrigðisgeiranum og fasteignageiranum í meira en 25 ár. Hann sat í átta ár í stjórn Landspítala háskólasjúkrahúss og hefur setið í opinberum nefndum á heilbrigðissviði, svo sem í nefnd um byggingu á nýju húsnæði fyrir Landspítala háskólasjúkrahús. Þórir hefur verið stjórnarformaður Flóra hotels ehf., og Stafa ehf. frá stofnun þess. Þórir var stjórnarformaður Sóltún Heilbrigðisþjónustu ehf og dótturfélaga frá stofnun og til ársins 2022. Þórir hefur starfað sem framkvæmdastjóri Íslenskrar fjárfestingar frá 1999. Áður en Þórir kom að stofnun Íslenskrar fjárfestingar ehf. starfaði hann hjá Icelandair, Icelandspring og Philips. Þórir er fæddur 1969.
Björn Þór Karlsson Eva Ýr Gunnlaugsdóttir
Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir
Magnús Edvardsson
Arnar Þórisson
Þórir Kjartansson
Verkefnin 2024
HELSTU VERKEFNI 2024
Íslensk fjárfesting ehf. hélt áfram fjárfestingum og stuðningi við dótturfélög sín á árinu og einkenndist árið af góðum árangri flestra fyrirtækjanna.
Flutningur skrifstofu
Íslensk fjárfesting flutti skrifstofur sínar frá Laugavegi 182 þar sem félagið hafði haft starfsstöðvar í um 15 ár yfir í Hagasmára 3 í Kópavogi, einnig þekkt sem Norðurturn. Með auknum umsvifum var skrifstofan á Laugavegi orðin of lítil og með því að fara í stærra húsnæði fór samstæðan á Íslandi úr þremur skrifstofuhúsnæðum í eitt og í nýja húsnæðinu er nægur möguleiki til vaxtar fyrir öll félög samstæðunnar. Með Íslenskri fjárfestingu fluttu skrifstofur sínar
Íslenskar fasteignir, Stafir, Sóltún, Flóra hotels, Sólstöður og Leitar, auk þess sem íslenska útibú KILROY flutti söluskrifstofu sína á sama stað. Mikið var lagt í að skapa gott vinnurými í opnu umhverfi.
KILROY
Rekstur Kilroy gekk vel á árinu. Félagið keypti vörumerkið MyPlanet sem er með söluskrifstofur í bæði Danmörku og Svíþjóð.
MyPlanet sérhæfir sig í ört stækkandi hópi 45 ára og eldri sem vilja skoða heiminn umfram hefðbundnar skoðunarferðir.
EBITDA
EBITDA Kilroy var DKK 25 milljónir sem er undir áætlun en engu að síður góður árangur.
Í Danmörku opnaði Jysk Rejsebureau nýja og stóra söluskrifstofu
í Vesterbrohverfinu í Kaupmannahöfn og BENNS opnaði sína fyrstu söluskrifstofu í miðborginni. Í Finnlandi fluttu KILROY og
ISIC söluskrifstofu sína í Helsinki í nýtt húsnæði innan Háskólans í Helsinki. Á Íslandi flutti KILROY einnig í endurbætt húsnæði í Kópavogi.
ÍSLENSKAR FASTEIGNIR
Áherslur Íslenskra fasteigna á árinu 2024 hafa markast af viðkvæmum aðstæðum á fasteignamarkaði og efnahagsumhverfi.
Síður hefur verið horft til verkefna sem krefjast fjárfestinga á lóðum og fasteignum fyrir þróunarverkefni, en þess í stað lögð áhersla á samstarfsverkefni með völdum samstarfsaðilum um fasteignaþróunarverkefni. Auk þess hefur félagið annast byggingastjórn og verkefnaeftirlit fyrir valda samstarfsaðila. Nánar er fjallað um einstök verkefni Íslenskra fasteigna síðar í ársskýrslunni.
STAFIR
Stafir fjárfestu í nýrri fasteign við Vatnsstíg 2 sem afhent var að mestu leyti haustið 2024. . Um er að ræða 38 hótelíbúðir og verður síðasti áfangi afhentur sumarið 2025. Fasteignin verður í rekstri Reykjavík Residence hótel. Fasteigninni tilheyra jafnframt fjögur atvinnurými sem hýsa m.a. nýjar og glæsilegar verslanir bæði BIOEFFECT og Mamma Reykjavík
Stefna Stafa er að stækka hratt á grundvelli stefnumótunar sem félagið hefur farið í. Í því skyni er m.a. unnið að hlutafjárhækkun innan félagsins.
Almennur rekstur fasteigna gekk vel en verðbólga og hátt vaxtastig hafði á árinu talsverð áhrif á afkomu Stafa auk þess sem unnið var í óvenju miklu uppsöfnuðu viðhaldi á árinu.
SÓLTÚN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA
Á árinu 2024 var lögð áhersla á að efla gæði og þjónustu, hagræða í rekstri, samræma lykilþætti starfsemi tveggja hjúkrunarheimila og uppfæra tækni og ferla.
Félagið opnaði nýja vefsíðu, www.soltun.is, og uppfærði vöru og myndmerkið Sóltún til nútímans í samstarfi við Kolibri. Vefurinn hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars silfurverðlaun á Íslensku vefverðlaununum 2024. Unnið hefur verið að bættri upplýsingagjöf og ásýnd á samfélagsmiðlum.
Í samstarfi við Heima fasteignafélag var unnið að þarfagreiningu á stækkun á Sóltúni hjúkrunar heimili en Heimar eru eigandi Sóltúns 2. Mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarrýmum á
Sóltúni og Sólvangi en um 140 aldraðir bíða eftir rými á hvoru heimili fyrir sig.
Unnið var að þróun nýrra þjónustuúrræða fyrir aldraða og Sóltún öldrunarþjónusta tók þátt í forhönnun í samstarfi við Íslenskar fasteignir ehf.að nýju 88 rýma hjúkrunarrými í Hamranesi í Hafnarfirði. Unnið er að framkvæmdaleyfi frá ríkinu og þjónustusamningi en einnig skoðaður sá möguleiki að opna þar hvíldarinnlagnarrými í einkarekstri.
FLÓRA HOTELS
Á hótel og veitingasviði samstæðunnar var á árinu stofnað móðurfélag og hlaut það nafnið Flóra hotels. Á sviðinu eru rekin
5 vörumerki: Reykjavík Residence hótel, ODDSSON hótel, Tower Suites Reykjavík, Port9 vínbar og Inport9 víninnflutningur. Rekstur hótelanna gekk vel á árinu þrátt fyrir að eldhræringar undir lok árs hafi haft sín áhrif á reksturinn. Reykjavík Residence tók haustið 2024 í notkun nýja byggingu að Vatnsstíg 2 auk þess sem félagið tók í notkun nýtt hótel sem heitir ODDSSON Downtown í júní 2024 að Háteigsvegi 1. Sú eining er 23 íbúðir. Horfur í hótelrekstri eru jákvæðar og gert er ráð fyrir stöðugum vexti á næstu árum, bæði í tekjum og arðsemi.
ÚTIVIST OG HREYFING
Heilt yfir var tekjuvöxtur á sviðinu á árinu, en rekstrarumhverfið var litað af bæði innri og ytri áskorunum. Útilíf fagnaði 50 ára afmæli sínu á árinu og stóð m.a. fyrir 100 km áskoruninni. Í júní
2024 kom upp bruni í verslunarmiðstöð Kringlunnar sem hafði töluverð áhrif á starfsemi og afkomu verslunar Útilífs þar út árið.
Áfram var fjárfest í fjárfestingarsjóðnum Vonzeo í Kanada í samstarfi við nokkra aðra fjárfesta.
Jafnframt var haldið áfram að fjárfesta í Leitar I slhf. og rekstraraðila félagsins. Leitar fjárfestir í ungum einstaklingum og styður þá við að finna, fjárfesta í og leiða vöxt á litlu til meðalstóru fyrirtæki. Fyrsta fjárfesting Leitar I slhf. var gerð á síðasta ári hjá leitarsjóði í stýringu Hlöðvers Þórs Árnasonar í fyrirtækjunum Program og Andes.
Sagan
Saga Íslenskrar fjárfestingar 1999-2013
1999 Íslensk fjárfesting er stofnuð utan um fjárfestingar Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar.
2003 Fjárfest í tölvuteiknimyndafyrir tækinu
CAOZ og Arnar verður stjórnarformaður þess félags.
2005 Fyrsta salan á fasteign í eigu félagsins. Hafist handa við fjárfestingar og þróun á Grandagarðsreit í Reykjavík.
2007
Eignarhaldsfélagið KILROY er stofnað og kaupir 73,1% í SSTS A/S sem kaupir 100% hlut í ferðaþjónustufélaginu KILROY International.
2002 Íslenskar fasteignir stofnaðar.
2006 Fjárfest í Gistiheimilinu Domus í Reykjavík. ÍF selur margar af fasteignum félagsins til mismunandi aðila.
2010
Félagið Íslenska öldrunar
Félagið Kársnes fasteignir ehf. er stofnað í kringum eignir sem félagið tók yfir á Kársnesi en þar er framtíðarbyggingarland.
Farið í algera endurgerð á húsnæði félagsins að Hverfisgötu 45 og Veghúsastíg 7 og í mars 2011 er Reykjavík Residence hótel
opnað endurgerðu húsnæði að Hverfisgötu 45.
KILROY International kaupir starfsemi Wasteels Rejser í Danmörku. KILROY International kaupir 40% hlut í Our world A/S Íslenska öldrunarþjónustan ehf. stofnar félagið Sólstöður ehf. sem hefur rekstur vinnumiðlunar fyrir starfsfólk á heilbrigðissviði.
2012 RR hótel stækkar og byggir við Hverfisgötu 21.
2009
Íslenska heilbrigðisþjónustan kaupir 90% hlut í Öldungi hf. sem á og rekur hjúkrunarheimilið Sóltún.
KILROY International eignast 57% hlut í Horizons A/S með sameiningu á KILROY Denmark og Jysk Rejsebureau.
2011
KILROY Group travel eignast 27,6% hlut í Skitravel Group með sameiningu
Team Benns Ski og Hojmark Rejser. Söluskrifstofa er sett upp á Íslandi. Endurskipulagður rekstur hótelfélagsins sem nú heitir RR hótel ehf. og rekur þrjú vörumerki: Reykjavík Residence, Domus Guesthouse og Hótel Garður.
2013
KILROY International A/S fjárfestir í Frank, finnsku stúdentafyrirtæki. KILROY Foundation er sett á laggirnar og lýkur fyrsta verkefni sínu við byggingu skóla í Afríku. KILROY
International A/S kaupir út minnihluta hluthafa í Horizon A/S. RR hótel stækkar og bætir við sig íbúðum.
Sagan
Saga Íslenskrar fjárfestingar 2014-2021
2014
Íslensk fjárfesting ehf.
fjárfestir í 51,5% hlut í fjárfestingarfélaginu Einvala
fjárfesting ehf.
Eignarhaldsfélagið Vinabyggð ehf. stofnað og ÍFJ kaupir 80% hlut. EV ehf. kaupir á sama tíma upp
76,3% hlut í félaginu Vinabyggð ehf. sem á lóðir á Kársnesi í Kópavogi.
2016
KILROY Group Travel seldi á árinu 27,5% eignarhlut í Skigroup A/S. Nýtt dótturfyrir tæki var stofnað í Póllandi. Íslensk fjárfesting jók eignarhlut sinn í Vinabyggð með kaupum á 23,7% hlut í félaginu. Einnig fjárfesti Íslensk fjárfesting í gegnum dótturfélag sitt, Hafnarbyggð ehf., í öðrum þróunarreit á Kársnesi. Seldur var 50% hlutur í þróunarfélaginu Kársnesbyggð ehf. á Kársnesi, en hann var seldur til Kviku banka. Íslenskar fasteignir fjárfestu, sem minnihlutaeigandi, í Ásbrú ehf., sem er félag utan um eignarhald á nokkur hundruð íbúðum og atvinnueignum á Reykjanesi.
2018
KILROY eignaðist sænsku ferðaskrifstofuna Winberg Travel. RR fasteignir ehf. kláraði að byggja 16 hótelíbúðir að Hverfisgötu 78 sem voru afhentar til leigu til RR hótels ehf í maí 2019.
2015
RR hótel kaupir fasteignirnar
Lindargötu 11 og Hverfisgötu
78 sem verið er að endurgera og nýttar sem hluti af hótelinu.
Íslensk fjárfesting ehf.
stofnar félagið Rekstrarfélag Íslenskrar fjárfestingar ehf. í
þeim tilgangi að halda utan um rekstur móðurfélagsins.
Íslenska heilbrigðisþjónustan
ehf. kaupir félagið Sóltún 1 ehf. Félagið mun byggja 44 íbúðir fyrir 60 ára og eldri á lóð sinni.
Íslensk fjárfesting ehf. fjárfestir í 3,3% hlut í fjárfestingarfélaginu Eldey TLH hf. Félagið var stofnað með 3 milljarða sjóð sem ætlaður er til fjárfestingar hlutafé í ferðaþjónustufélögum í jákvæðum rekstri.
2017
Fjárfest var í félaginu Mink Campers auk þess sem fjárfest var í fjárfestingarsjóðnum Vonzeo í Kanada í samstarfi við nokkra aðra fjárfesta.
Íslenskar fasteignir tóku að sér verkumsjón með Cambridge Plaza Hotel við Austurbakka. RR hóteli var skipt upp í rekstrarfélag og fasteignafélag. RR fasteignir luku við tvær nýjar byggingar að Veghúsastíg 9a og Lindargötu 11 sem RR hóteli var afhent um sumar 2017.
2020
Öldungur hf seldi fasteignina Sóltún 2 til Regins fasteignafélags. Mörg félaganna glímdu við áhrif COVID-19.
2022
Lóðir á Kársnesi í Kópavogi og í Sóltúni voru seldar til Fjallasólar ehf.
2023
Stafir festi kaup á
38 hótelíbúðum við Vatnsstíg/ Laugaveg.
2019
Sóltún öldrunarþjónusta tók við rekstri Sólvangs
í Hafnarfirði eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði.
Íslenskar fasteignir luku við framkvæmdir
á Grensásvegi 16a sem er í eigu félagsins og hófst hótelrekstur í byggingunni.
2021
Stofnað var nýtt fjárfestingarsvið „Útivist og hreyfing“ með kaupum á íþrótta og útivistar versluninni Útilífi. Unnið var að stofnun North face verslunar og nýrrar verslunar í Skeifunni.
Kilroy opnaði útibú í Bristol í Bretlandi.
Oddsson Midtown Hote ehf.
Suites Reykjavík ehf.
ehf.
ehf.
Yfirlit
Skipurit
Yfirlit yfir starfsemi Íslenskrar fjárfestingar ehf.
Skipuritið tekur mið af stöðunni þann 1. júní 2025
ÍSLENSK FJÁRFESTING EHF. ICELAND INVEST
FERÐAÞJÓNUSTA
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ KILROY EHF
SSTS A/S
KILROY International A/S
KILROY Belgium B.V.B.A. (Belgía)
BENNIS A/S (Danmörk)
KILROY Denmark A/S (Danmörk)
Jysk Rejsebureau A/S (Danmörk)
Our World A/S (Danmörk)
MyPlanet Holding A/S (Danmörk)
MyPlanet International A/S (Danmörk)
MyPlanetSweden AB
KILROY Finland OY AB (Finnland)
KILROY Iceland ehf. (Ísland)
KILROY Norway AS (Noregur)
KILROY Poland Sp. z. o. o. (Pólland)
KILROY Sweden AB (Svíþjóð)
KILROY Netherlands B.V. (Holland)
REKSTRARFÉLAG ÍSLENSKRAR FJÁRFESTINGAR EHF.
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA FASTEIGNIR
SÓLTÚN
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA
Öldungur hf
Sóltún öldrunarþjónusta ehf
Sólstöður ehf
NOREGUR
Bergen
Osló
Þrándheimur
ÚTIVIST OG HREYFING
AÐRAR FJÁRFESTINGAR
Íslensk fjárfesting er minnihluta
TNF ÍSLAND EHF
KOMASVO EHF
Reykjavík
fjárfestir í ýmsum öðrum verkefnum,
þar má t.d. nefna:
Florealis ehf. (2,1%)
Eldey eignarhaldsfélag ehf. (3,31%)
Tego Cyber (1%)
Vonzeo fjárfestingar ehf. (35,71%)
Vonzeo fjárfestingar II ehf. (33,3%)
Vonzeo fjárfestingar III ehf. (21,7%)
Leitar Capital Partners ehf (30%)
Leitar I slhf (14%)
BRETLAND
Bristol
HOLLAND
Utrect
BELGÍA
Gent
SVÍÞJÓÐ
Malmö
Stokkhólmur
DANMÖRK
Álaborg
Árósar
Kaupmannahöfn
Herning
Holstebro
Kolding
Óðinsvé
ÍSLAND
FINNLAND
Helsingi Turku
Flokkun eftir rekstrarsviðum
STARFSEMI ÍSLENSKRAR FJÁRFESTINGAR EHF. er skipt upp í
fjögur svið: Ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, fasteignir og útivist og hreyfingu. Þessi fjögur svið eru mjög ólík í eðli sínu og einnig eru þau misstór. Ferðaþjónustan er langstærst í veltu en hin sviðin hafa þó mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu og aðrar stærðir í efnahag samstæðunnar.
Fasteignasvið félagsins hefur stækkað mikið undanfarin ár þar sem Stafir hafa fjárfest í hótelbyggingum og verslunarhúsnæði. Íslenskar fasteignir hafa einnig styrkt fasteignaþróun og byggingarsvið sitt með öflugri verkefnaþátttöku í fasteignaþróun og byggingarstarfsemi í mörgum mismunandi verkefnum.
Eðli fasteignasviðsins er líka ólíkt hinum sviðunum að mörgu leyti, þar sem rekstur þess er lítill en breytingarnar gerast á efnahag þegar verkefnum er lokið. Nýlega breytti þó fasteignafélagið Stafir um endurskoðunaraðferð þegar félagið var fært árið 2022 í fasteignastaðal og þar með kemur endurmat á fasteignum inn í gegnum rekstur.
Af heildarstöðugildum (FTE) ársins voru um 508 innan ferðaþjónustunnar, 264 innan heilbrigðisþjónustunnar, 7,25 innan fasteignasviðs, 40 innan útivistar og hreyfingar og 11 á stoðsviði.
Skipting milli sviða
Ferðaþjónusta
Ferðaþjónusta
Ferðaþjónusta er stærsta fjárfestingarsvið Íslenskrar fjárfestingar
Félagið hefur fjárfest í ferðaþjónustu frá árinu 2007
Stærsta fjárfesting félagsins á ferðaþjónustu sviði er félagið KILROY International A/S. KILROY er evrópskt ferðaþjónustufyrirtæki sem er leiðandi á þeim sviðum sem það starfar á. Félagið starfar nú í átta löndum, með skrifstofur á 24 stöðum í Evrópu og starfar undir 6 vörumerkjum. Hjá félaginu eru 443 (FTE) stöðugildi.
Íslensk fjárfesting ehf. hefur byggt upp félagið Flóra hotels ehf. frá árinu 2010. Flóra hotels samanstendur af Reykjavík Residence hótel, ODDSSON hótel, ODDSSON Downtown hótel og Tower Suites Hotel ásamt Port 9 vínbar. Reykjavík Residence hótel sérhæfir sig í íbúðarhótelum í háum gæðaflokki. RR hótel er byggt á grunni gamalla sögufrægra húsa í Reykjavík sem hafa verið endurnýjuð og fengið nýtt hlutverk sem hágæða íbúðir. Í öllum tilfellum hefur verið lögð áhersla á að vernda húsin og miðla sögu þeirra.
KILROY
KILROY International er móðurfyrirtæki nokkurra evrópskra ferða
þjónustufélaga sem eru hvert og eitt leiðandi í þeirri tegund ferðaþjónustu sem félögin hafa skilgreint sem sinn markað. KILROY rekur vörumerki á átta mörkuðum í Evrópu og hjá KILROY starfa meira en 450 manns.
KILROY hafði vaxið umtalsvert á árunum fram að COVID og tekið yfir fjölmörg minni ferðaþjónustufyrirtæki. Starfsemin varð fyrir miklu höggi í COVID en hefur náð fyrri styrk sínum og er veltan nú meiri en hún var árið 2019. Félagið varð nokkuð skuldsett í COVID en stefnt er að því að þær skuldir verði að fullu greiddar niður á næstu þremur árum.
Helstu vörumerkin eru KILROY, Benns, Jysk Rejsebureau, Education Abroad, MyPlanet og ISIC. Félagið leggur mesta áherslu á einstaklingsmiðaðar ferðir og vega þar þyngst svokallaðar „backpackers“ferðir en félagið hefur lengi verið í forystu
á því sviði á Norðurlöndunum. Stærsti viðskiptavinahópur fyrirtækisins er ungt fólk og stúdentar en KILROY hefur meira en 60 ára reynslu í að þjóna þeim markhópi.
KILROY leggur mikið upp úr því að byggja upp vörumerki sín og efla það traust sem viðskiptavinirnir hafa á þeim. Mikil áhersla er lögð á menntun starfsfólks og að það búi sjálft að umtalsverðri ferðareynslu sem það getur miðlað til viðskiptavina. Undanfarin ár hefur verið fjárfest markvisst í upplýsingatækni og þjónustu á netinu og mun áfram verða leitað leiða til að þjóna viðskiptavinum sem best í gegnum netið.
Starfsemi KILROY skiptist í raun í nokkra markaði. Auk einstaklingsferðanna sem að ofan er getið hefur KILROY sérhæft sig í ráðgjöf um menntun erlendis og hópferðum skólahópa.
Benns er stærsti söluaðili námsferða í Danmörku ásamt því að selja dýrari ferðir á borð við siglingar, safarí, heilsuferðir og fleira. Jysk Rejsebureau hefur líkt og KILROY sérhæft sig í einstaklingsmiðuðum ferðum en skírskotar til breiðara aldursbils.
KILROY leggur áherslu á að starfsemi fyrirtækisins gagnist ekki eingöngu viðskiptavinum þess heldur líka umhverfinu og öðrum hagsmunaaðilum með langtíma sjálfbærni að leiðarljósi.
KILROY samstæðan gefur út eigin ársskýrslu sem hægt er að nálgast inn á www.kilroy.net
KILROY INTERNATIONAL
KILROY – INDIVIDUAL TRAVEL
KILROY hefur getið sér gott orð sem leiðandi sérfræðingar í ferðamálum ungmenna og námsmanna. KILROY sérhæfir sig í sérsniðnum ferðapökkum fyrir einstaklinga. Söluráðgjafar eru þjálfaðir í að setja saman flóknar flugleiðir og ferðir umhverfis jörðina. Auk þess er mikilvægt að þessir ráðgjafar eru sjálfir
þrautreynt áhugafólk um ferðalög. KILROY býður viðskiptavinum sínum það besta úr báðum heimum: Persónulega þjónusturáðgjafa og sjálfsafgreiðslu á netinu.
KILROY – GROUP TRAVEL
KILROY hefur yfirburðastöðu á markaði á Norðurlöndunum og
sérhæfir sig í hópferðum með fræðslutilgangi. Sérstök ferðavara hefur verið þróuð í samstarfi við viðskiptavini sem í flestum
tilfellum eru kennarar. Hún felst í því að útvega þeim kennsluefni sem hægt er að nota fyrir og eftir námsferðina þannig að þeir geti sparað sér tíma við undirbúninginn og eflt menntunartengt innihald ferðarinnar.
KILROY – EDUCATION
KILROY vörumerkið er sterkt á námsmannamarkaðnum en einnig varðandi nám erlendis. KILROY býður upp á ráðgjafaþjónustu fyrir námsmenn sem leita að námi erlendis eða tækifærum til starfsnáms. Núverandi vöruframboð gefur kost á fjölbreyttum áfangastöðum, námssviðum og reynslu með samstarfi við fjölda háskóla í hæsta gæðaflokki og aðrar fjölbreyttar menntastofnanir um allan heim.
JYSK REJSEBUREAU
Jysk Rejsebureau hefur hannað ferðir fyrir ævintýraþyrsta ferðalanga í áratugi. Söluráðgjafar Jysk Rejsebureau eru sjálfir með mikla reynslu sem ferðalangar og þeir einbeita sér að því að veita viðskiptavinum tækifæri til að upplifa svæði sem iðulega finnast þar sem malbikið endar og vegirnir breytast í slóða. Leitast er við að setja saman ferðir þar sem ferðalangar fá að upplifa heiminn – ferðir sem eru einstök reynsla en um leið á viðráðanlegu verði. Í byrjun árs 2018 keypti Jysk Rejsebureau sænsku ferðaskrifstofuna Winberg Travel sem lið í því að færa út kvíarnar til annarra norrænna markaða og starfar Winberg enn undir því vörumerki.
BENNS
Ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í margskonar áfangastöðum og ferðum, svo sem safaríferðum, skemmtisiglingum og kynnisferðum með leiðsögn og er með víðtækt net áfangastaða og ferða í Bandaríkjunum/Kanada og Ástralíu/Nýja Sjálandi. Aðalmarkhópur Benns er fólk sem orðið er eldra en 50 ára. Vörumerkið BENNS var kynnt í upphafi árs 2015 og kemur í stað heitisins Team Benns. Síðar á árinu 2015 yfirtók BENNS vörumerkið tur. no í Noregi.
ISIC KILROY
ISIC KILROY er með rétt til að gefa út ISICkortið (International Student Identity Card, alþjóðlega námsmannakortið) á sex markaðssvæðum. ISIC eru einu persónuskilríkin sem njóta al
þjóðlegrar viðurkenningar og eru tekin gild sem staðfesting á stöðu handhafans sem námsmanns í fullu námi og er bæði gefið út sem kort eða með ISICappinu. Appið og rafræn skilríki er hægt að nálgast í meira en 100 löndum. Korthafar eru um 4 milljónir og það veitir aðgang að meira en 150.000 afsláttartilboðum um allan heim.
MYPLANET
Frá og með október 2024 sameinaðist MyPlanet aftur KILROY hópnum. MyPlanet, sem var selt frá KILROY árið 2005, sérhæfir sig í sérsniðnum ferðaupplifunum og er með söluskrifstofur í
Danmörku og Svíþjóð. Fyrirtækið einbeitir sér að ört stækkandi hópi fólks 45 ára og eldri sem vill ferðast dýpra – langt umfram hefðbundna skoðunarferðaþjónustu. MyPlanet mun áfram bjóða upp á vandaðar og einstakar ferðaupplifanir til fjarlægra áfangastaða – meðal annars bílferðir, hópferðir, safaríferðir, skemmtisiglingar og lestarferðir.
OURWORLD
Fyrirtækið sérhæfir sig í hópferðum með leiðsögn um allan heim og beinir athyglinni að því að þjóna fyrirtækjum og félagasamtökum.
Flóra hotels
Á hótel og veitingasviði samstæðunnar var á árinu 2024 stofnað móðurfélag og hlaut það nafnið Flóra hotels. Á sviðinu eru rekin
5 vörumerki: Reykjavík Residence hótel, ODDSSON hótel, Tower Suites Reykjavík, Port9 vínbar og Inport9 víninnflutningur.
Framkvæmdastjóri Flóra hotels er Inga Harðardóttir.
REYKJAVÍK RESIDENCE HÓTEL
Flaggskip Flóru er Reykjavík Residence hótel í miðborg Reykjavíkur. Hótelið samanstendur af 101 fjölbreyttum íbúðum með eldunaraðstöðu, allt frá tveggja manna stúdíóíbúðum upp í þriggja svefnherbergja íbúðir. Hótelið er til húsa í 9 fallegum byggingum afar miðsvæðis en þó fjarri öllum skarkala miðbæjarins. Byggingar hótelsins eru á Hverfisgötu 21, Hverfisgötu 45, tvær byggingar á Hverfisgötu 78, Veghúsastíg 7, Veghúsastíg 9, Veghúsastíg 9a, Lindargötu 11 og Vatnsstíg 2.
Flest húsanna eru sögufrægar byggingar reistar snemma á síðustu öld en tvær þeirra voru byggðar fyrir hótelið á allra síðustu árum. Allar eru byggingarnar í góðri sátt við umhverfi sitt og uppruna og sögu þeirra er miðlað í máli og myndum í hverju húsi fyrir sig. Hótelið er fyrir kröfuharðari viðskiptavini og hefur unnið til fjölmargra verðlauna. Reykjavík Residence hefur verið starfrækt síðan í mars 2011. Hótelstjóri er Sigrún Pétursdóttir.
Um haustið opnuðum við nýja og glæsilega gestamóttöku að Vatnsstíg 2 og er það sameiginleg móttaka fyrir öll vörumerki félagsins. Aðstaðan þar gerir félaginu kleift að þjóna viðskiptavinum sínum enn betur en áður. Hótelið nýtir sér tæknina í sífellt auknum mæli og býðst gestum t.d. að hlaða niður smáforriti í símann og nýta það sem lykil að herbergjum.
PORT 9
Félagið rekur einnig vínbarinn Port 9 við Veghúsastíg 7-9. Port 9 var opnaður í nóvember 2016 og hefur verið vel tekið af viðskiptavinum, bæði innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Vínbarinn leggur mikinn metnað í að bjóða upp á áhugaverð og ljúffeng eðalléttvín. Nafnið Port 9 er dregið af portinu sem er á milli húsanna Veghúsastígs 7, 9 og 9a.
Innflutningsfyrirtækið Inport9 flytur inn kampavín og önnur eðalléttvín frá Frakklandi, Spáni og Portúgal. Vínin er fyrst um sinn hægt að nálgast á Port9 vínbarnum og á hótelum félagsins.
ODDSSON HÓTELIN
Félagið tók við rekstri ODDSSON hótels á vormánuðum 2020.
Hótelið, sem er staðsett á Grensásvegi 18, er stílhreint og nútímalegt 77 herbergja hótel, hóflega verðlagt og hentugt fyrir smærri hópa og fjölskyldur. Afar vel staðsett rétt fyrir utan miðkjarna borgarinnar. Veitingastaður og bar eru á hótelinu.
Um sumarið opnuðum við ODDSSON Downtown sem er 24 herbergja stílhreint og nútímalegt hótel að Háteigsvegi 1 í
Reykjavík. Herbergin eru öll með eldunaraðstöðu. Hótelið er sérstaklega hentugt fyrir ferðalanga sem vilja sveigjanleika og sjálfstæða dvöl, í göngufæri við miðbæinn og með nægum bílastæðum á svæðinu.
Gestamóttakan er miðlæg og er staðsett á Vatnsstíg 2. Gestir fá send herbergisnúmer og kóða í tölvupósti stuttu fyrir komu og hefur það fyrirkomulag gengið vel. Hótelstjóri er Joanna Snarska.
TOWER SUITES REYKJAVÍK
Tower Suites Reykjavík er staðsett á 20. hæð Höfðatorgs og
býður upp á átta lúxus svítur með einstöku útsýni yfir borgina og nágrenni. Svíturnar eru hannaðar fyrir gesti sem sækjast eftir glæsileika og hágæða þjónustu. Útsýnið af 20. hæðinni þykir einstakt og er mjög góður rómur gerður að dvöl í turninum.
Reksturinn hefur gengið vel og er töluverð samlegð með öðrum hótelverkefnum. Hótelstjóri er Anni Maivel.
Saga húsanna
RR hótel ehf.
Laugavegur 33
Hornhús sem reist var 1902 og er mikilvæg bygging í götumynd Laugavegar. Þar var snemma komin sölubúð og er t.d. ein af fyrstu endurminningum Halldórs Laxness. Verslun hefur verið á jarðhæð allar götur síðan og íbúðir á efri hæðum. Í húsinu bjó meðal annars Guðríður J. Jónsdóttir sem lét reisa bakhúsin tvö nr. 33a og b.
Vatnsstígur 2 / Guðríðarhús
Húsið við Vatnsstíg 2 var reist árið 1916 af Guðríði J. Jónsdóttur sem skráð er fyrsti eigandi en hönnuður og húsameistari er óþekktur. Í Bæjarskrá árið 1913 er Guðríður skráð saumakona til heimilis að Laugavegi 33, sem stendur á horni Laugavegar og Vatnsstígs. Húsið er steinsteypt og eitt af þeim húsum sem risu í kjölfar brunans mikla í kvosinni 1915 en þá hófst svokölluð steinsteypuöld í Reykjavík því byggingareglugerð bannaði timburhús til að sporna gegn brunum. Þetta er eina íbúðarhúsið í Reykjavík frá upphafsárum steinsteypualdar með slíku þaki og er því varðveislugildi þess í óbreyttri mynd mikið.
1902
1910
Laugavegur 35
1916
Húsið var byggt árið 1894 og eitt af fyrstu húsunum við Laugaveg en bætt og breytt í gegnum tíðina.
Upphaflega var Laugavegurinn íbúðargata sem varð fjölmennasta gata bæjarins á skömmum tíma. Í blaðinu
Dagskrá (1896-1899) var fjallað töluvert um þessa „kofaþyrpingu“ við Laugaveg eins og hún var m.a. kölluð.
Það má segja að Laugavegur 35 sé „fulltrúi“ þessarar „kofaþyrpingar“ en á baklóð voru ýmis smærri hús eins og algengt var og byggt úr ýmsum efnum t.d. torfi og grjóti, þe. bakhúsin.
LINDARGATA 11
Ástráður Hannesson byggði fyrstu gerð hússins. Árið 1906 seldi Ástráður Sigurði Jónssyni bóksala og mági hans, Vilhjálmi Árnasyni trésmið húsið, enda hafði hann þá byggt hús handan götunnar, Smiðjustíg 13 (Ástráðshús). Þeir félagar réðust strax í stækkun hússins og næstu áratugi bjó þar sama fjölskyldan.
1906
1910
1911
VEGHÚSASTÍGUR 9 / BERGSHÚS
Timburhús klætt með bárujárni, byggt árið 1910 og seinna var byggt við það í áföngum. Húsið byggði Bergur Einarsson, fyrsti Íslendingurinn sem lærði og starfaði við sútaraiðn. Þar bjó hann ásamt konu sinni, Önnu Árnadóttur Einarsson, og tveimur dætrum, og hafði sútunarverkstæði og verslun.
VEGHÚSASTÍGUR 9A Á árunum 1911–1914 byggði Bergur Einarsson sútari þrjá skúra á Veghúsastíg 9a, á bak við hús sitt, Bergshús. Þetta voru þurrkhús með porti og tveir steinsteyptir skúrar.
HVERFISGATA 45
Steinhús byggt árið 1914. Hér var áður tómthúsbýlið Hlíð eða Arnljótskot. Fyrstu eigendur hússins voru hjónin Matthías Einarsson læknir og Ellen Ludvíka Matthíasdóttir Johannessen, foreldrar Louisu Matthíasdóttur listmálara. Seinna var í húsinu skrifstofa aðalræðismanns, síðar Sendiráð Noregs, og þá var Söngskólinn í Reykjavík í húsinu nærri aldarfjórðung. 1912
HVERFISGATA 21
VEGHÚSASTÍGUR 7
Steinsteypt og að hluta til steinhlaðið hús byggt árið 1920, hannað af Erlendi Einarssyni arkitekt. Þar og í viðbyggingum sem seinna voru rifnar voru til húsa, sápugerðin Máni, smjörlíkisgerðin Smári, bókaútgáfan Helgafell, prentsmiðjan Víkingsprent, bókaverslunin Unuhús og sýningarsalir fyrir myndlist. Þá var Félag áhugamanna um stjörnulíffræði til húsa í risinu um tæplega tveggja áratuga skeið.
Steinhús byggt árið 1912 fyrir Jón Magnússon, þá bæjarfógeta í Reykjavík og seinna fyrsta forsætisráðherra Íslands, og eiginkonu hans, Þóru Jónsdóttur. Seinna voru þar m.a. höfuðstöðvar félaga bókagerðarmanna, skrifstofur bæjarfógeta og skrifstofa Áfengisverslunar ríkisins. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hóf þar starfsemi sína og sömuleiðis var þar til húsa Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Konungur og drottning Danmerkur og Íslands gistu í húsinu í opinberri heimsókn sinni 1926 og bera konunglegu svítur hótelsins nöfn þeirra Christians X konungs og Alexandrine drottningar.
HVERFISGATA 78
Bókfellshúsið á Hverfisgötu 78 var byggt á árunum 1945–1947 en bókbandsstofan
Bókfell hafði verið stofnuð nokkru áður af nokkrum stórhuga mönnum árið 1943 þegar heimsstyrjöldin síðari var í algleymingi. Margar prentsmiðjur hafa verið í húsinu, sú síðasta prentsmiðjan
Formprent, sem var til húsa á fyrstu hæðinni frá 1970 til 2016. Um hríð var einnig lakkrísgerð, fatahreinsun, skrifstofur SÍBS o.fl. í húsinu.
1945
1947
1975
GRENSÁSVEGUR 16A
Byggingin að Grensásvegi 16a var byggð á árinu 1975 og var upphaflega hönnuð m.a. fyrir höfuðstöðvar ASÍ. Árið 1980 fékk Listasafn ASÍ fastan samastað á efstu hæð Grensásvegar 16a og var fyrsta myndlistarsýningin opnuð þar 1. maí sama ár. Menningar og fræðslusamband ASÍ var einnig þar til húsa og voru fjölmörg námskeið haldin þar á þeirra vegum. Um miðjan annan áratug þessarar aldar hófst vinna við umbreytingu á byggingarreitnum sem markast af Grensásvegi 16a og Síðumúla 37-39. Tveimur hæðum var bætt við á Grensásveg 16a og lítilli 2ja hæða viðbyggingu ofan við hótelið, við Fellsmúla.
Heilbrigðisþjónusta
ÖLDRUNARÞJÓNUSTA
Íslensk fjárfesting hefur einsett sér að vera virkur þátttakandi á markaði fyrir einkarekna heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Fjárfestingar félagsins á því sviði eru nær allar í öldrunarþjónustu. Þær helstu eru Öldungur hf., Sóltún öldrunarþjónusta ehf. og
Sólstöður ehf.
SÓLTÚN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA EHF.
Svið sem Íslensk fjárfesting hefur mikinn áhuga á er öldrunarog hjúkrunarþjónusta. Með kaupum á félaginu Öldungur hf. sem rekur hjúkrunarheimilið Sóltún hóf Íslensk fjárfesting virka þátttöku í íslenskri öldrunarþjónustu. Að mati félagsins má enn bæta miklu við í þjónustu við aldraða og því mun félagið einbeita sér að því í framtíðinni. Eftirspurn eftir þjónustu í þessum geira mun aukast gríðarlega á næstu árum og áratugum í takt við hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Öldungur hf. og Sóltún öldrunarþjónusta ehf. eru dótturfélög Sóltúns heilbrigðisþjónustu ehf.
Á árinu 2024 var lögð áhersla á að efla gæði og þjónustu, hagræða í rekstri, samræma lykilþætti starfsemi tveggja hjúkrunarheimila og uppfæra tækni og ferla.
SÓLTÚN ÖLDRUNARÞJÓNUSTA OG SÓLSTÖÐUR
Stefna Íslenskrar fjárfestingar er að einbeita sér að þeim þáttum öldrunarþjónustunnar þar sem mest vaxtartækifæri eru framundan og þeirri tegund þjónustu sem ekki hefur haft mikinn forgang hjá hinu opinbera. Aukin eftirspurn og vöxtur getur hvort tveggja stafað af breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og breyttum kröfum um þjónustu og þjónustugæði. Áhersla verður
því á að auka framboð af öldrunarþjónustu á Íslandi með það að
leiðarljósi að veita öldruðum þá þjónustu sem þeir óska helst eftir, á þeim stað sem hentar þeim best og þegar þeir þurfa á þjónustunni að halda, helst í samstarfi við stærsta þjónustukaupandann, ríkið. Á
árinu 2010 stofnaði Íslensk fjárfesting ehf. ásamt Hjúkrunarmati og
ráðgjöf ehf. félagið Íslensku öldrunarþjónustuna ehf., sem nú heitir
Sóltún öldrunarþjónusta ehf. Félagið hefur það meginhlutverk að sinna vaxtarverkefnum á heilbrigðissviði og hefur unnið að uppbyggingu á heimaþjónustu fyrir eldri borgara í sjálfstæðri búsetu. Félagið tók vaxtarkipp eftir að hafa orðið hlutskarpast við útboð á rekstri Sólvangs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði og urðu aðilaskipti vorið 2019. Árið 2024 gekk vel á Sólvangi en þar fer fram fjölbreytt þjónusta. Þar eru 71 hjúkrunarrými, tvær dagdvalir, heimaþjónustan Sóltún Heima og Sóltún Heilsusetur sem var opnað haustið 2022. Sóltún Heilsusetur er nýsköpunarverkefni sem stuðlar að bættum lífsgæðum aldraðra í sjálfstæðri búsetu og er ætlað að draga úr þörf fyrir dýrari þjónustuúrræði með því að leggja áherslu á að bæta bæði andlegan og líkamlegan styrk íbúanna. Þjónustan er rekin á samningi við Sjúkratryggingar Íslands.
Á árinu 2010 var sett á stofn dótturfélagið Sólstöður ehf. sem sérhæfir sig í atvinnumiðlun heilbrigðisstarfsfólks. Félagið sinnti atvinnumiðlun íslensks fagfólks til Noregs en á árinu 2024 hófst rekstur á þjónustu fyrir íslenskar heilbrigðisstofnanir við að aðstoða erlent fagfólk að fá starf á Íslandi. Mikill skortur er á heilbrigðisstarfsfólki á landinu og er þessi þjónusta liður í að bregðast við gríðarlegri eftirspurn eftir fagfólki.
Sjá nánar á www.solstodur.is.
Hjúkrunarþjónusta
Sóltún
heilbrigðisþjónusta ehf.
Öldungur hf. hefur rekið Sóltún hjúkrunarheimili samkvæmt þjónustusamningi við ríkið frá 7. janúar 2002. Markmið Sóltúns er að veita íbúum bestu hjúkrun og aðra þjónustu sem völ er á hverju sinni og vera aðlaðandi starfsvettvangur. Á Sóltúni eru samtals 92 einstaklingsíbúðir á þremur hæðum. Áhersla er lögð á að mæta einstaklingsbundnum þörfum aldraðra einstaklinga sem þarfnast langtíma hjúkrunar og læknisþjónustu. Langflestir íbúar útskrifast frá Landspítala til Sóltúns.
Daglegur rekstur gekk betur en undanfarin ár eftir hagræðingar í rekstri og tapi var snúið í rekstrarhagnað. Félagið telur sig eiga inni leiðréttingar frá hinu opinbera vegna skuldbindinga í þjónustusamningi Öldungs sem hafa ekki verið bættar frá ríkinu en viðræður
standa yfir um leiðréttingu. Leiðréttingar á þjónustusamningi snúast um greiðslur vegna daggjaldatekna til að mæta verulegri aukningu útgjalda launagreiðslna sem eru tilkomin vegna styttingu vinnuvikunnar,aukningu stöðugilda til að mæta umsömdu vinnumagni samkvæmt þjónustusamningi, aukningu á orlofsrétti og auknum afleysingum þeim tengdum.
Í samstarfi við Heima fasteignafélag var unnið að þarfagreiningu á stækkun á Sóltúni hjúkrunarheimili en Heimar eru eigandi fasteignarinnar Sóltún 2. Mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarrýmum á
Sóltúni og Sólvangi en um 140 aldraðir bíða eftir rými á hvoru heimili fyrir sig.
Sjá nánar á www.soltun.is
ÞJÓNUSTA VIÐ ALDRAÐA
Markmið Sóltúnsfélaganna er að byggja upp frekari þjónustu á heilbrigðissviði og ýmis konar öldrunarþjónustu í þágu aldraðra og fjölskyldna þeirra á Íslandi.
SÓLTÚN ÖLDRUNARÞJÓNUSTA
Sóltún öldrunarþjónusta ehf. rekur Sólvang hjúkrunarheimili í Hafnarfirði og dagdvalir, auk endurhæfingar og heimaþjónustu fyrir eldri borgara í sjálfstæðri búsetu, Sóltún Heima. Þar eru 39 skammtímarými fyrir einstaklinga í sjálfstæðri búsetu og 11 ný hjúkrunarrými. Litlar breytingar voru á rekstri félagsins milli ára, tekjur voru sambærilegar en launakostnaður hærri en það endurspeglast í hærri launakostnaði þar sem Sóltún Heilsusetur var fullmannað á árinu 2024, ólíkt árinu 2023. Sóltún Heilsusetur er rekið með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Þarna geta aldraðir skjólstæðingar heimahjúkrunar höfuðborgarsvæðisins og aldraðir sem útskrifast af Landspítalanum dvalið í 4-6 vikur, fengið virka endurhæfingu sem skilar sér í auknu sjálfstæði og hreysti. Markmiðið með úrræðinu er að lengja sjálfstæða búsetu aldraðra einstaklinga og draga úr þörf á dýrari heilbrigðisþjónustu svo sem dvöl á Landspítalanum í kjölfar slysa eða veikinda.
Þjónustukannanir gefa til kynna mjög mikla ánægju með dvölina og mælingar sýna að dvalargestirnir hafa mikinn hag af endurhæfingunni.
Félagið leggur mikla áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu við aldraða og stuðla þannig að bættri heilsu og vellíðan í daglegu lífi þeirra með áherslu á nýjungar í þjónustuúrvali og velferðartækni.
Sólvangur hjúkrunarheimili og dag og heimaþjónusta (dagdvalir, endurhæfing og heimaþjónustan Sóltún Heima) eru reknar sem tvær rekstrareiningar innan félagsins.
Unnið var að þróun nýrra þjónustuúrræða fyrir aldraða og félagið vann í samstarfi við Íslenskar fasteignir ehf. að forhönnun að nýju 88 rýma hjúkrunarheimili í Hamranesi sem er nýtt hverfi í
útjaðri Hafnarfjarðar. Unnið er að framkvæmdaleyfi frá ríkinu og þjónustusamningi.
Sjá nánar á www.soltun.is
Forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu og dótturfélaga er Halla Thoroddsen.
Fasteignir
Stafir
Stafir er nýtt heiti á því félagi sem áður var Fasteignafélag Íslenskrar fjárfestingar. Stafir eru að fullu í eigu Íslenskrar fjárfestingar.
Stafir er fasteignafélag sem fjárfestir í atvinnuhúsnæði. Áhersla félagsins til framtíðar, m.a. með vísan til framangreindrar stefnumótunar, er einkum á fasteignir sem hýsa hótel, verslun, skrifstofur, iðnað og heilbrigðisþjónustu. Markmið félagsins er að stækka á öllum framangreindum sviðum á næstu árum í samvinnu við trausta leigutaka, sér í lagi á sviði skrifstofuhúsnæðis, iðnaðarhúsnæðis og heilbrigðisþjónustu.
Þegar litið er á helstu fjárfestingar félagsins þá vegur einna þyngst uppbygging fasteignasafns í hótelum sem er í útleigu til Flóra hotels. Undir vörumerkinu Reykjavík Residence hafa sögufræg og glæsileg hús við Hverfisgötu, Lindargötu, Veghúsastíg og Vatnsstíg verið endurbætt þar sem saga og fyrra útlit hvers húss hefur verið varðveitt og virt. Í dag geyma þessi átta hús 101 hótelíbúðir og vínbarinn Port 9. Hótelið ODDSSON er síðan í húsnæði félagsins við Grensásveg 18 og er þar um að ræða 77 hótelherbergi.
Framkvæmdastjóri félagsins er Björn Þór Karlsson.
Helstu verkefni Stafa
Á síðasta ári voru mörg verkefni í skoðun en stærsta fjárfesting
ársins voru kaup á hóteli í byggingu. Byggingin samanstendur af Laugavegi 33 og 35 auk Vatnsstígs 4. Vatnsstígur 4 var byggður árið 1916 og er húsið friðað enda eitt fárra íbúðarhúsa frá upphafsárum steinsteypualdar með steinsteyptu þaki. Húsið reis í kjölfar brunans mikla í Kvosinni 1915 en þá hófst steinsteypuöld í Reykjavík því byggingareglugerð bannaði timburhús til að sporna gegn brunum. Húsið hefur því mikið umhverfislegt gildi og var gert upp í samræmi við upphaflegt útlit. Húsin sem snúa að Laugavegi hafa verið varðveitt í samræmi við upphaflega gerð auk þess að vera hækkuð um eina hæð. Í raun er um að ræða nokkur hús sem eiga sér merka sögu, m.a. við Laugaveg 33 sem er hornhús og mikilvæg bygging í götumynd Laugavegar. Þar var snemma komin sölubúð og er t.d. ein af fyrstu endurminningum Halldórs Laxness.
Á jarðhæð við Laugaveg eru fjögur atvinnurými sem hýsa m.a. nýjar og glæsilegar verslanir bæði BIOEFFECT og Mamma Reykjavík. Við Vatnsstíg hefur verið opnuð móttaka Reykjavík Residence hótels. Síðasti áfangi þessarar framkvæmdar verður
afhentur sumarið 2025, en alls er um að ræða 38 hótelíbúðir auk fjögurra verslunarrýma.
Stafir halda utan um þær fasteignir sem eru í útleigu og rekstri til vörumerkja Flóra hotels, bæði Reykjavík Residence hótel og ODDSSON hótel. Hótelrekstur er kominn aftur á eðlilegan stað eftir Covid árin og bókunarstaða á árinu 2024 var góð.
Flóra hotels er vel í stakk búið að bæta við sig og mun Stafir styðja við rekstur félagsins eftir þörfum með áframhaldandi fjölgun íbúða í eignasafni sínu á komandi árum.
Í tengslum við áðurnefnda stefnumótun Stafa á árinu 2023 voru gerðar ýmsar breytingar á samstæðu Stafa. Skipt var um reikningsskilaaðferð við mat á fasteignum og færir það nú matsbreytingu fasteigna í gegnum rekstrarreikning. Þá var farið í að sameina nokkur félög til að einfalda samstæðuna auk þess sem minni eignir félagsins sem tilheyrðu áður samstæðu Stafa hafa verið færð út úr samstæðunni.
Þekkingarhús á öllum sviðum fasteignaþróunar
Íslenskar fasteignir ehf. er fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig í fjárfestingum í lóðum og fasteignum fyrir íbúðir eða atvinnuhúsnæði. Þá annast félagið einnig verkefnastjórnun og umsjón með þróun fasteigna í samstarfi við eigendur fasteigna eða fjárfesta. ÍF býður sérþekkingu á öllum þáttum framkvæmda og undirbúningi að þeim, þ.m.t. skipulagsvinnu, hönnun, útboði verkþátta, fjármögnun og sölu. Jafnframt tekur félagið að sér rekstur fasteigna, viðhald og eftirlit eftir þörfum viðskiptavina og samstarfsaðila hverju sinni.
Íslenskar fasteignir býður yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á umsjón verkþátta á mismunandi stigum fasteignaverkefna:
• Greiningu viðskiptatækifæra
• Hagkvæmnis og arðsemisgreiningu
• Áætlanagerð við framkvæmdir
• Útboð og verksamninga
• Fjármögnun
• Verkefnastjórnun og hönnunarstjórn
• Skipulagsmál
• Byggingastjórn
• Skýrslur um framvindu og sjóðstreymi á verktíma
• Rekstur, markaðssetningu og sölu
Starfsmenn ÍF hafa áratugareynslu af flóknum og viðamiklum fasteignaverkefnum.
Sveinn Björnsson er framkvæmdastjóri félagsins og
Gunnar Thoroddsen stjórnarformaður.
Helstu verkefni ársins
Áherslur Íslenskra fasteigna á árinu 2024 hafa markast af viðkvæmum aðstæðum á fasteignamarkaði og efnahagsumhverfi.
Síður hefur verið horft til verkefna sem krefjast fjárfestinga á lóðum og fasteignum fyrir þróunarverkefni, en þess í stað lögð áhersla á samstarfsverkefni með völdum samstarfsaðilum um fasteignaþróunarverkefni. Auk þess hefur félagið annast byggingastjórn og verkefnaeftirlit fyrir valda samstarfsaðila. Nánar er fjallað um einstök verkefni Íslenskra fasteigna síðar í ársskýrslunni.
Dæmi um stærri þróunarverkefni sem félagið hefur unnið að á árinu 2024:
Hjúkrunarheimili Hamranesi: Á grundvelli samstarfs við Reiti, Sóltún heilbrigðisþjónustu og Hafnarfjarðarbæ hafa Íslenskar fasteignir annast þróun og forhönnun á nýju hjúkrunarheimili
og félagsþjónustu aldraða að Hringhamri 43 í Hamraneshverfi. Byggingin mun hýsa 88 hjúkrunarrými og verður byggð með módúlar byggingaraðferð, en aðferðin gerir kleift að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila sem kemur sér afar vel vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum.
Randbyggð: Verkefnið er unnið í samstarfi við Vísindagarða Háskóla Íslands, sem eru lóðarhafar á svonefndum Randbyggðarreit, sem er hluti af skipulagssvæði Nýs Landspítala og markar framhlið hins nýja Landspítala. Á lóðinni er gert ráð fyrir byggingu 10.500m2 atvinnuhúsnæðis, auk bílakjallara í þremur fjölnota byggingum fyrir starfsemi sem getur tengst Nýjum Landspítala, starfsemi á vegum Vísindagarða sem og annarri starfsemi sem á samleið með þessu umfangsmikla uppbyggingarsvæði. Gert er ráð fyrir að uppbygging á Randbyggðarreit geti hafist á árinu 2026.
Ný íbúðarbyggð við Reykjalund: Um er að ræða um 14 ha, einstaklega vel staðsett landsvæði við rætur Reykjafells, austan Reykjalundar. Verkefnið er unnið í samstarfi við hóp landeigenda, og er markmiðið að stuðla að metnaðarfullri uppbyggingu á þessum sögulega og mikilvæga bæjarhluta Mosfellsbæjar í góðri tengingu við Reykjalundarsvæðið og önnur nærliggjandi svæði austurbæjar Mosfellsbæjar. Þróunarfélag um verkefnið var stofnað á árinu í sameign Íslenskra fasteigna og landeigenda, og er vinna hafin við þróun verkefnisins.
Strandhótel í Þorlákshöfn: Á árinu var unnið að öflun skipulags heimilda fyrir hótel og tengda starfsemi á einstökum stað við sjávarsíðuna í Hafnarvík, austan Þorlákshafnar. Aðalskipulag og deiliskipulag svæðisins fór í gegnum kynningarferli og reiknað er með endanlegu samþykki á fyrri hluta árs 2025. Frekari þróun verkefnisins mun þá fara fram, en skipulags heimildir gera ráð fyrir allt að 120 herbergja hóteli, auk 60 smáhýsa í tengslum við hótelið.
Nýtt miðsvæði í Þorlákshöfn: Á árinu hófst skipulags og þróunar vinna á svæði við sunnanverða Óseyrarbraut í Þorlákshöfn. Íslenskar fasteignir og fasteignaþróunarfélagið Ísold eru þróunaraðilar svæðisins í samstarfi við sveitarfélagið Ölfus, þar sem stefnt er á byggingu 90-120 íbúða á svæðinu. Svæðið tilheyrir miðsvæði Þorlákshafnar, þar sem heimilt er að byggja allt að 5 hæða fjölbýlishús fyrir íbúðir, verslun og þjónustu.
Skipulagsvinna fyrir svæðið stendur nú yfir og er vonast til að þeim ljúki á árinu 2025.
Byggingastjórn og eftirlit: Á árinu annaðist Íslenskar fasteignir byggingarstjórn Hyatt Centric hótels á Laugavegi 176 í Reykjavík. Margir þekkja bygginguna betur sem gamla sjónvarpshúsið.
Hótelið verður 169 herbergi með veitingastað, bari, fundarsali og líkamsræktarstöð á 11.000 m2. Eigandi fasteignarinnar er fasteignafélagið Reitir og eru verklok áætluð haustið 2026. Auk þess önnuðust Íslenskar fasteignir umsjón með íbúðaverkefni á Njarðarvöllum í Reykjanesbæ og Austurvegi 11 á Selfossi.
Útivist og hreyfing
Útivist og hreyfing, eitt af fjárfestingasviðum Íslenskrar fjárfestingar, var stofnað árið 2021 með það að markmiði að efla fjárfestingu í heilsu, útivistar og hreyfingargeiranum. Sama ár keyptu Íslensk fjárfesting og J.S. Gunnarsson saman verslunina Útilíf af Högum.
Á árinu 2023 keypti Íslensk fjárfesting hlut J.S. Gunnarssonar í Útilíf og varð þar með 100% eigandi félagsins við árslok 2023. Um mitt ár 2023 var einnig gengið frá kaupum Útilífs á versluninni Ölpunum, og var rekstur þeirra samhliða felldur inn í starfsemi Útilífs. Með þessum aðgerðum styrkti sviðið stöðu sína á íslenskum útivistar og íþróttavörumarkaði enn frekar.
Á árinu 2024 hélt Útilíf áfram að styrkja stöðu sína á sviði útivistar og hreyfingar. Útivistarverslunin í Skeifunni 11 festi sig enn frekar í sessi á markaðnum.
Heilt yfir var tekjuvöxtur á sviðinu á árinu, en rekstrarumhverfið var litað af bæði innri og ytri áskorunum. Í júní 2024 kom upp bruni í verslunarmiðstöð Kringlunnar sem hafði töluverð áhrif á starfsemi og afkomu verslunar Útilífs þar út árið.
Á árinu stóð Útilíf í annað sinn fyrir 100 km áskoruninni, þar sem almenningur var hvattur til að hreyfa sig og taka þátt í heilsueflingu. Auk þess tók Útilíf virkan þátt í fjölmörgum viðburðum tengdum útivist og hreyfingu og styrkti þannig tengsl sín við breiðan hóp viðskiptavina.
Árið 2024 markaði tímamót í sögu Útilífs þar sem fyrirtækið fagnaði 50 ára afmæli sínu. Afmælinu var fagnað í október með
glæsilegri herferð sem vakti athygli og undirstrikaði sess Útilífs á sviði útivistar og íþrótta á Íslandi.
Útilíf starfrækir fimm verslanir: tvær íþróttavöruverslanir í Smáralind og Kringlunni, útivistarverslun í Skeifunni 11, íþrótta og útivistarmarkað í Faxafeni 12, auk öflugrar vefverslunar. Þá hélt sérverslun The North Face á Hafnartorgi áfram að vaxa og þjónusta fjölbreyttan hóp viðskiptavina, jafnt innlendra sem erlendra.
Útivist og hreyfing stefnir áfram að því að efla þessa starfsemi og nýta tækifæri til frekari vaxtar og sóknar á sviði útivistar og hreyfingar.
Brynjar Hafþórsson er framkvæmdastjóri Útilífs.
Aðrar fjárfestingar
Íslensk fjárfesting er minnihlutafjárfestir í ýmsum fyrirtækjum, en helst má nefna þessi:
Leitar Capital Partners
Leitar Capital Partners er skráður rekstraraðili sérhæfðra sjóða en að fyrsta sjóðnum koma rekstraraðilar og einkafjárfestar
ásamt Arion banka og VÍS. Leiðandi fjárfestar í verkefninu eru
Íslensk fjárfesting og Birgir Örn Birgisson, sem er jafnframt stjórnarformaður nýja fjárfestingarsjóðsins.
Íslensk fjárfesting mun fjárfesta fyrir 275 milljónir króna í fyrsta
sjóði Leitar Capital Partners sem heitir Leitar I slhf. og er þar með stærsti fjárfestirinn í sjóðnum.
Leitar fjárfestir í ungum einstaklingum og styður þá við að finna, fjárfesta í og leiða vöxt á litlu til meðalstóru fyrirtæki. Markmið
Leitar er að búa til nýjan eftirsóknarverðan valkost fyrir ungt og
öflugt fólk sem hefur áhuga að verða frumkvöðlar, leiðtogar og að byggja upp góð og arðsöm fyrirtæki.
Teymið á bak við Leitar býr yfir reynslu og þekkingu á rekstri og fjárfestingum í stórum sem smáum fyrirtækjum og úr ólíkum
áttum. Að fjárfestingum félagsins kemur breiður hópur öflugra fjárfesta og rekstraraðila sem hafa áhuga á að gefa til baka, skapa og miðla þekkingu til næstu kynslóða og leiðbeina þeim við rekstur á eigin fyrirtæki.
Framkvæmdastjóri Leitar er Einar Þór Steindórsson.
VONZEO CAPITAL
Íslensk fjárfesting er fjárfestir í tveimur leitarsjóðum á vegum
Vonzeo Capital. Sjóðurinn byggir á sömu hugmyndafræði og
Leitar Capital Partners en áhersla Vonzeo er fremur á alþjóðlegar fjárfestingar.
Sjá nánar www.vonzeocapital.com
Jan Simon, fjárfestir og stofnandi Vonzeo Capital flutti erindi um hvernig maður kaupir fyrirtæki á ráðstefnu á vegum Leitar Capital Partners.
LAUFIÐ
Laufið er stafrænn vettvangur þar sem stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta sameinast og nýtt sér fjölbreytt verkfæri í átt að sjálfbærari fyrirtækjarekstri og samfélagslegri ábyrgð og lagt sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána.
Sjá nánar: www.laufid.is
FLOREALIS
Florealis býður upp á úrval skráðra jurtalyfja og lækningavara sem byggja á virkum náttúruefnum. Fyrirtækið styður við meðhöndlun sjúkdóma á borð við kvíða, svefntruflanir og vægar þvagfærasýkingar. Allt eru þetta algengir sjúkdómar sem skortir fjölbreyttari meðferðarúrræði. Vörur Florealis eru fáanlegar í öllum apótekum á Íslandi og fjölmörgum apótekum í Svíþjóð. Allar vörur frá Florealis eru skráðar og viðurkenndar hjá lyfjayfirvöldum
á öllum Norðurlöndunum.
Sjá nánar www.florealis.is
ELDEY EIGNARHALDSFÉLAG
Félagið heldur utan um eignarhlut fjárfesta í Kynnisferðum og Norðursiglingu en hafði áður einbeitt sér að fjárfestingum í afþreyingartengdri ferðaþjónustu, en þær fjárfestingar voru sameinaðar Kynnisferðum.
Af öðrum fjárfestingum má nefna Tego Cyber og Mink Campers.
Ársreikningur samstæðu 2024
Helstu tölur
Helstu tölur úr ársreikningi
Hagnaður ársins 2024 var 133 milljónir. Þessi hagnaður var undir væntingum stjórnenda en á sér nokkrar megin skýringar.
Í fyrsta lagi má telja að Sóltún heilbrigðisþjónusta tekjufærði ekki kröfur sem félagið á vegna samnings við ríkið um rekstur hjúkrunarheimilis vegna óvissu um nákvæma upphæð kröfunnar.
Hér er um að ræða nokkur hundruð milljónir sem munu koma inn sem tekjur á árinu 2025. Önnur ástæða er sú að Stafir, sem er fasteignafélag Íslenskrar fjárfestingar var í óvenju umsvifamiklum viðhaldsaðgerðum sökum viðhaldsverkefna sem höfðu safnast upp. Þar að auki hafði hátt vaxtastig að sjálfsögðu neikvæð áhrif á reksturinn eins og þekkt er. Þá skiluðu Íslenskar fasteignir litlum hagnaði þetta árið þar sem fáum verkefnum var lokið á árinu en þar eru allnokkur verkefni í vinnslu.
Flóra hotels skilaði lægri hagnaði en búist var við sökum kostnaðar við mikinn vöxt hjá félaginu og óvenju háum viðhaldskostnaði.
Útilíf hefur verið í algjörri endurmótun og mikill kostnaður vegna þess var gjaldfærður á árinu 2024. Félagið skilaði því ríflega 300 milljón kr. tapi en unnið er að því að snúa þeim rekstri í jákvæðar tölur.
Allt þetta gerði það að verkum að hagnaður er langt undir væntingum stjórnenda eða um 133 milljónir kr.
Stjórnendur félagsins búast við góðu rekstrarári árið 2025 byggt á þeim verkefnum sem eru í gangi á sviðunum fjórum.
Ferðaþjónustusvið félagins skiptist í tvennt. Alþjóðlegu ferðaskrifstofuna Kilroy og Flóru hotels sem er hótelkeðja með fjögur vörumerki í rekstri. Kilroy átti ágætis ár og skilaði um 439 milljón kr. hagnaði á árinu og var með 29,4 milljarða kr. í veltu. Flóra hotels fjárfesti á árinu í mikilli uppbyggingu og er búið að nánast tvöfalda rekstrar tekjur hótelsins á einu ári en um mitt ár 2025 verður félagið með 313 herbergi í rekstri.
Rekstrar tekjur voru 2,2 milljarðar á árinu 2024 en munu aukast verulega á árinu 2025 þegar full áhrif af nýjum einingum koma inn í reksturinn. Það lítur út fyrir að árið 2025 muni að einhverju leyti einkennast af óvissu í heiminum sem kemur til af tollastríði og öðrum ófriði. Mögulegt er að það muni tímabundið hafa áhrif á ferðalög. Það er því búist við því að bæði þessi félög verði undir áætlun á árinu ef ekki verður breyting á ferðamynstri á seinni helmingi ársins.
Fasteignasvið félagsins skiptist í Stafi sem er fasteignafélag með tilbúnar fasteignir í útleigu og svo Íslenskar fasteignir sem er fasteignaþróunarfélag og hefur yfirleitt einskiptis hagnað af verkefnum við verklok. Stafir fasteignafélag var með um 576 milljónir í tekjur og um 437 milljónir í endurmat á fasteignum.
Vegna hás vaxtastigs og mikils átaks í viðhalds verkefnum var hagnaður Stafa töluvert undir áætlun eða um 131 milljónir kr. Íslenskar fasteignir var ekki með nein verkefni sem kláruðust á árinu og því lítill bókfærður hagnaður. Hins vegar er talsvert af spennandi verkefnum í pípunum og er búist við því að einhver þeirra klárist á árinu 2025. Hagnaður Íslenskra fasteigna var 42,4 milljónir kr. á árinu 2024. Fasteignafélagið Stafir er í mikilli sókn og er markmiðið að tvöfalda eignir félagsins á næstu 4 árum og fjórfalda á næstu 7-8 árum. Til þess er stefnt á að fara í hlutafjáraukningu um mitt ár 2025 upp á um 2 milljarða.
Búist er við mjög umsvifamiklu ári hjá báðum félögunum innan fasteignasviðsins og jákvæðri afkomu.
Heilbrigðisþjónustan átti ágætis rekstrarár og var rekstur í góðu horfi. Reksturinn var með um 4,7 milljarða í tekjur og um 118 milljónir kr. í hagnað. Hagnaður ársins er þó verulega undir væntingum þar sem ríkið á enn eftir að greiða talsvert háar kröfur vegna 2024 en þær greiðslur koma á árinu 2025 og munu því koma inn í rekstur þess árs. Samningaviðræður standa yfir við ríkið um stækkun á Sóltúni 2 en ákveðið hefur verið að stækka húsið um 67 rými sem ættu að verða tilbúin
um mitt ár 2027. Það mun verða stórt verkefni fyrir Sóltún að taka í notkun þá stækkun þar sem um er að ræða fjölgun á starfsfólki um 140 manns. Sóltún er einnig með í skoðun að opna nýtt hjúkrunarheimili fyrir hvíldarinnlagnir í Hamranesi
í Hafnar firði árið 2027. Sóltún heilbrigðisþjónusta flutti skrifstofu sína í Norðurturn í Kópavogi á árinu.
Útilíf fór í gegnum gríðarlegar breytingar á árunum 2022-2024.
Ný yfirstjórn tók við félaginu fyrir tveimur árum síðan og voru
á árunum 2022 og 2023 opnaðar tvær nýjar verslanir. Önnur er Útilífsbúð í Skeifunni og hin er North Face búð í Austurhöfn.
Báðar þessar verslanir hafa náð sterkri stöðu á markaðnum
á árinu 2024. Enn stendur yfir umsvifamikil endurmótun á starfsemi félagsins sem mun marka verkefni ársins 2025. Á
árinu 2025 verða stærstu verkefnin fólgin í því að ná sterkari tökum á innkaupakerfi félagsins með áherslu á aukna framlegð og að styrkja sérstöðu okkar í vöruúrvali. Einnig munum við setja aukinn kraft í að hefja markaðssókn með áherslu á beina markaðssetningu. Þá verður skoðað á árinu hvort búðirnar í verslunarkjörnunum tveimur muni taka breytingum. Reikningar félagsins taka mið af því að miklar fjárfestingar hafa verið gerðar í innviðum félagsins sem munu skila sér til lengri tíma. Stöðugt er unnið að því að bæta reksturinn og standa vonir til að félagið skili jákvæðri afkomu árið 2025.
Heildareignir móðurfélagsins voru um 6.240 milljónir kr. Eignir samstæðunnar eru rúmlega 24,2 milljarðar kr.
MÓÐURFÉLAG
KPMG hefur endurskoðað ársreikning móðurfélagsins í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla.
HAGNAÐUR / TAP
Hagnaður varð af rekstri móðurfélagsins árið 2024 að upphæð 132,5 milljón kr. Það er töluvert undir væntingum. Ástæður þess að rekstur var undir áætlun hafa verið raktar hér að framan en þetta er eitt af þeim árum þar sem margir hlutir unnu á móti okkur í niðurstöðu ársins. Stjórnendur eru þó bjartsýnir á að í heildina munum við ná áætlun ársins 2025 þrátt fyrir að ekki öll svið munu ná áætlun.
EIGIÐ FÉ
Eigið fé móðurfélagsins minnkaði á árinu 2024 eða úr 4.789 milljónum kr. í 4.688 milljónir kr. Eiginfjárhlutfall móðurfélagsins var 75% árið 2024. Eignir í Eignarhaldsfélaginu Kilroy ehf. hafa ekki verið færðar upp miðað við markaðsverð, heldur eru þær færðar á kostnaðarverði. Þar telja stjórnendur að markaðsverð sé verulega vanmetið. Eignir í Flóra hotels ehf. hafa heldur ekki verið færðar upp miðað við markaðsvirði en stjórnendur áætla að bókfært verðmæti rekstrar Flóru sé einnig verulega vanmetið.
HEILDAREIGNIR
Heildareignir móðurfélagsins eru um 6.240 milljón kr. Lykilstærðir eignamegin eru eignarhlutir í Stöfum ehf., Sóltúni heilbrigðisþjónustu ehf., Eignarhaldsfélaginu KILROY ehf. og Flóra hotels ehf. Eignir móðurfélagsins hækka á árinu og eru um 6.240 milljónir kr..
SKAMMTÍMASKULDIR
Skammtímaskuldir móðurfélagsins eru 285 milljónir kr. um áramót.
LANGTÍMASKULDIR
Langtímaskuldir eru 660 milljónir en þær verða gerðar upp á árinu 2025.
Stjórnendur telja að á árinu 2024 hafi verið háð töluverð varnar
barátta í ferðaþjónustu vegna ósvissu á alþjóðavettvangi.
Hótelin hafa stækkað hratt og Kilroy jók tekjur sínar töluvert á
árinu og enn er búist við því að tekjur aukist í ferðaþjónustunni.
Stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar búast við því að góður rekstur sé framundan, ekki síst vegna þess að samlegðaráhrif eru að nást fram og töluverður vöxtur væntanlegur á næstu árum. Á
fasteignasviði eru mörg spennandi þróunar verkefni framundan hjá Íslenskum fasteignum. Fasteignafélagið Stafir vex hratt og örugglega en unnið er að miklum vexti á næstu árum.
Það er mat stjórnenda að flest félög samstæðunnar séu í mjög góðum rekstri og með sterka framkvæmdastjórn. Á árinu 2024 verða stjórnir nokkurra félaga styrktar enn frekar til að styðja við þann vöxt sem er framundan á mörgum sviðum.
REKSTRARREIKNINGUR
SAMSTÆÐA SAMSTÆÐA
Rekstrargjöld
Fjármagnskostnaður
Áhættufjármunir
Veltufjármunir
EFNAHAGSREIKNINGUR - EIGIÐ FÉ OG SKULDIR
2023 2024
Skýrsla og áritun stjórnar
og framkvæmdastjóra
Félagið var stofnað árið 1999 og er tilgangur þess kaup og sala hlutabréfa, rekstur fyrirtækja og fasteigna, sem og lánastarfsemi.
REKSTUR ÁRSINS 2024
Árið 2024 var annasamt í rekstri Íslenskrar fjárfestingar og einkenndist af vinnu við að styrkja framkvæmdastjórnir og stjórnir í nokkrum af viðskiptaeiningum félagsins
ásamt því að vinna að þróun fjölda nýrra verkefna. Sérstaklega hefur verið lögð mikil áhersla á uppbyggingu nýrra fasteignaþróunarverkefna sem mörg eru nú þegar komin vel af stað.Unnið var að stórum uppbyggingarverkefnum á flestum sviðum félagsins.
Hagnaður ársins var töluvert undir væntingum félagsins sökum neikvæðra áhrifa frá Útilíf og sökum þess að mörg verkefni eru í uppbyggingu sem hafa verið gjaldfærð þrátt fyrir að verkefnin séu ekki byrjuð að skila tekjumj og hagnaði. Hagnaður félagsins á árinu 2024 nam 132 millj. kr. (2023: 499 milljónir kr.). Heildareignir félagsins í árslok námu 6.240 millj. kr. og eigið fé félagsins í árslok nam 4.688 millj. kr. (2023: 4.789 millj. kr.). Félög innan samstæðunnar eru því búin að ná fyrri styrk og eiginfjárhlutfall móðurfélagsins var í lok árs 2024 75,1% og reikna stjórnendur með að það muni styrkjast enn frekar á næstu árum. Stjórnendur félagsins búast við áframhaldandi góðum rekstri í félögum innan samstæðunnar á árinu 2025. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 160 milljóna króna arður til hluthafa á árinu 2025 en vísar að öðru leyti til ársreiknings um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.
FERÐAÞJÓNUSTA
Kilroy sem er stærsta félag samstæðunnar átti ágætis rekstrarár og var hagnaður umfram áætlun. Sala skilaði sér ekki í takt við væntingar sem væntanlega skýrist af óvissu ástandi í heiminum. Fyrstu mánuðir ársins 2025 fara líka hægar af stað vegna óvissu en búast má við að það lagist þegar líður á árið. Bæði Kilroy og hótelin eru í góðum rekstri og er búist við því að það haldi áfram á árinu 2025.
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA
Rekstrarreikningur ársins 2024 gefur ekki góða mynd af raunverulegum rekstrarárangri félagsins. Það er vegna þess að mikið af kröfum á ríkið eru útistandandi um áramót.Þetta eru kröfur vegna uppbóta á daggjaldi sem ekki eru tekin með í tölum árins 2024. Því er rekstrarniðurstaðan ekki í takt við raunveruleikann en búast má við því að tekjur vegna þessara krafna muni falla til á árinu 2025. Um er að ræða talsvert háar upphæðir. Á sama tíma hafa staðið yfir samningaviðræður við ríkið um að stækka Sóltún um 67 rými og var þeim að ljúka nú í maí. Það er því búist við því að reksturinn muni stækka verulega á næstu árum þegar nýtt og endurbætt Sóltún opnar með 159 rýmum fyrir aldraða. Á sama tíma verður samningum félagsins breytt og færist reksturinn á daggjöld sem fylgja ramma en húsnæðið mun allt verða í eigu Heima og eru endurbætur á þeirra vegum. Fleiristækkunar verkefni eru í vinnslu sem frekar verður hægt að segja frá að ári. Búist er við sterkum rekstri í heilbrigðisþjónustu félagsins á árinu 2025.
FASTEIGNIR
Íslenskar fasteignir hefur skapað sér orðspor sem eitt öflugasta fyrirtækið á sviði fasteignaþróunar og er með fjölda verkefna í stýringu á hverjum tímapunkti ýmist fyrir fjárfesta eða eigendur félgasins. Mikið af stórum verkefnum kláruðust og voru seld á árinu 2022 og styrkti það efnahag félagsins mikið. Á árinu 2024 hefur verið unnið að mörgum stórum verkefnum sem eru í vinnslu en skiluðu ekki neinum hagnaði á árinu 2024. Líklegt er að það flotta þróunarstarf sem hefur verið unnið á undanförum árum muni skila sér til baka. Nú þegar er búið að stilla upp fjölda spennandi verkefna hjá félaginu til framtíðar. Framundan eru byggingar á hjúkrunarheimilum, skrifstofuhúsnæði, hótelum, íbúðarbyggingu og skipulagsvinnu á stórum skipulagssvæðum. Það er því búist við að árið 2025 verði mjög annasamt og mörg ný verkefni muni fara af stað á árinu. Fasteignafélag Íslenskrar fjárfestingar, Stafir, vann áfram að þróunarverkefnum og rekstri fasteignasafns í útleigu ásamt því að taka í gagnið byggingar sem voru keyptar á árinu 2023.
ÚTIVIST OG AFÞREYING
Útilíf fór í gegnum miklar breytingar á árunum 2022-2024. Opnuð var ný verslun
The North Face í Austurhöfn um mitt ár 2022. Einnig var undirbúin opnun á þriðju Útilífsversluninni í Skeifunni en hún opnaði í febrúar 2023. Þar er um útivistarverslun að ræða. Jafnframt var á árinu gengið frá kaupum á versluninni Alparnir í Skeifunni en þar er nú rekinn útsölumarkaður undir merkjum Útilífs. Verslanir Útilífs eru því fjórar ásamt verslun The North Face. Miklar breytingar voru líka gerðar á öllum innri
ferlum og kerfum sem hefur verið kostnaðarsamt og er ekki búist við hagnaði á árinu 2025. Hins vegar standa yfir umsvifamiklar aðgerðir við að einfalda reksturinn og hækka framlegð sem mun skila sér í hagnaði á næsta ári. Tap á árinu hjá Útilíf var um 314 milljónir kr.
Meðalfjöldi starfsfólks hjá Íslenskri fjárfestingu á árinu umreiknaður í heilsársstörf (ársverk) var þrír (2022: þrír). Hluthafar í árslok voru tveir líkt og í ársbyrjun. Í árslok 2024 var hlutafé í eigu eftirtalinna aðila:
EIGNARHLUTI:
Arnar Þórisson, 50% og Þórir Kjartansson, 50%
Stjórn og framkvæmdastjóri Íslenskrar fjárfestingar ehf. hafa í dag rætt ársreikning félagsins fyrir árið 2024 og staðfest hann með undirritun sinni. Stjórn og framkvæmdastjóri leggja til við aðalfund að samþykkja ársreikninginn.
Reykjavík 2025.
Stjórn:
Framkvæmdastjóri:
ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA
Til stjórnar og hluthafa Íslenskrar fjárfestingar ehf.
Áritun um endurskoðun ársreikningsins
Álit
Við höfum endurskoðað ársreikning Íslenskrar fjárfestingar ehf. („félagið“) fyrir árið 2024. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.
Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu félagsins 31. desember 2024 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2024, í samræmi við lög um ársreikninga.
Grundvöllur álits
Við endurskoðuðum í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt stöðlunum er lýst frekar í kaflanum Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun ársreikningsins í árituninni. Við erum
óháð félaginu í samræmi við gildandi siðareglur fyrir endurskoðendur. Við teljum að við höfum aflað nægilegra og viðeigandi endurskoðunargagna til að byggja álit okkar á.
Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikningnum
Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og glöggri framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga og fyrir því innra eftirliti sem þau telja nauðsynlegt til að gera þeim kleift að setja fram ársreikning sem er án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.
Við gerð ársreikningsins ber stjórn og framkvæmdastjóra að leggja mat á rekstrarhæfi félagsins og upplýsa, eftir því sem við á, um þætti er varða rekstrarhæfi og miða grundvöll reikningsskilanna við áfram
haldandi rekstrarhæfi, nema þau ætli annað hvort að leysa félagið upp eða hætta starfsemi þess, eða hafa engan annan raunhæfan kost en að gera það.
Stjórn og framkvæmdastjóri skulu hafa eftirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins.
Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun ársreikningsins
Markmið okkar eru að öðlast hæfilega vissu um hvort ársreikningurinn í heild sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka, og að gefa út áritun endurskoðanda sem inniheldur álit okkar. Í hæfilegri vissu felst áreiðanleiki en ekki trygging fyrir því að endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni alltaf leiða í ljós verulega annmarka ef þeir eru fyrir hendi. Annmarkar geta komið fram vegna sviksemi eða mistaka og eru taldir verulegir ef þeir einir og sér eða samanlagt gætu haft áhrif á efnahagslegar ákvarðanir sem notendur ársreikningsins taka á grundvelli hans.
Við endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla beitum við ávallt faglegri dómgreind og viðhöfum faglega gagnrýni.
Að auki:
• Greinum við og metum hættu á verulegri skekkju í ársreikningnum, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka, skipuleggjum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeirri hættu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að byggja álit okkar á. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, fölsun, að einhverju sé viljandi sleppt, villandi framsetningu eða að farið sé framhjá innra eftirliti.
• Öflum við skilnings á innra eftirliti, sem varðar endurskoðunina, til að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til að veita álit á virkni innra eftirlits félagsins.
• Metum við hvort reikningsskilaaðferðir og reikningshaldslegt mat stjórnenda og tengdar skýringar séu viðeigandi.
• Ályktum við um hvort notkun stjórnar og framkvæmdastjóra á forsendu reikningsskilanna um rekstrarhæfi sé viðeigandi og metum, á grundvelli endurskoðunarinnar, hvort aðstæður séu til staðar sem valdið gætu verulegum vafa um rekstrarhæfi félagsins. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur, í áritun okkar, að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum ársreikningsins eða, ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi, að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Samt sem áður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni gert félagið órekstrarhæft.
• Metum við framsetningu, uppbyggingu og innihald ársreikningsins í heild, að meðtöldum skýringum, og hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum.
Við upplýsum stjórn meðal annars um áætlað umfang og tímasetningar
endurskoðunarinnar og veruleg atriði sem upp kunna að koma í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirliti.
Staðfesting vegna annarra ákvæða laga
Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir þessum ársreikningi eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum.
Reykjavík, 2025
KPMG ehf.
Árni Claessen
3 Áritun óháðs endurskoðanda
REKSTRARREIKNINGUR ÁRIÐ 2024
EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2024
SJÓÐSTREYMISYFIRLIT ÁRIÐ 2024
SKÝRINGAR
SKÝRINGAR
SKÝRINGAR
Hagnýtar upplýsingar
Íslensk fjárfesting ehf. ip.is
Kt.: 660399-3059
Firmað rita: Allir stjórnarmenn saman
Stjórn, formaður fyrst: Arnar Þórisson, Þórir Kjartansson