Skb1 2014

Page 15

Alþjóðadagur krabbameina í börnum Í tilefni alþjóðadags krabba­ meina í börn­ u m, 15. febrúar, gáfu a l þ j ó ð a­s a m t ö k f o r e l d r a f é l a g a barna með krabba­ m ein (ICCCPO) og alþjóðasamtök barna­ k rabba­ meinslækna (SIOP) út veggspjald þar sem vakin er athygli á fyrstu merkjum um krabbamein í börnum. Veggpjaldið er sérstaklega ætlað þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem gætu fengið börn með þessi einkenni til skoðunar en tímanleg greining getur skipt miklu máli og aukið batahorfur og lífslíkur barna með krabbamein. Aðildarfélag ICCCPO á Íslandi, Styrktarfélag krabbameins­ sjúkra barna, dreifði veggspjöldunum til allra heilsugæslustöðva landsins. Texti veggspjaldsins er á íslensku og ensku. Um 70-80% krabbameina í börnum eru læknanleg ef þau greinast nógu snemma og eru rétt meðhöndluð. Á

Íslandi greinast 10-12 börn undir 18 ára aldri með krabbamein árlega og er það svipað hlutfall og annars staðar á Vesturlöndum. Ef frá eru talin slys þá er krabbamein algengasta dánarorsök barna á Vesturlöndum. Algengustu krabbamein hjá börnum eru hvítblæði og heilaæxli en þessar tvær tegundir ná yfir rúmlega helming allra krabba­ meinstilfella hjá börnum. Aðrar krabba­ meinstegundir sem finnast hjá börn­ um eru t.d. eitlaæxli, beinæxli og fóst­ urvefs­æxli. Meðhöndlun krabbameina í börnum og unglingum felst fyrst og fremst í lyfja­ m eðferð, skurðaðgerðum og geisla­meðferð. Hægt er að meðhöndla með þessum aðferðum hverri fyrir sig eða saman. Algengast er að nota lyfja­ meðferð. Helstu baráttumál ICCCPO eru þau að öll börn fái meðferð við hæfi en því

miður er það svo að aðeins um 20% barna í heiminum hafa aðgang að fullkominni læknisþjónustu. Hin 80% búa í vanþróuðum löndum og eiga litla von um lækningu, greinist þau með krabba­­mein. Meðferð krabbameina í börnum krefst samvinnu sérfræðinga á ýmsum sviðum, ekki aðeins til að veita læknis­ meðferð, heldur einnig sálfélags­legan stuðning við börnin og fjöl­ s kyldur þeirra, enda er það yfirleitt mikið áfall fyrir alla í fjölskyldunni þegar barn greinist með jafnalvarlegan sjúkdóm og krabbamein er. Tilgangur starfsemi Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna er að vera þessum fjölskyldum til halds og trausts og vera þeim félags­ legur og fjárhagslegur bakhjarl ef á þarf að halda. Veggspjaldið er á næstu opnu.

Ár í lífi SKB-barns

Ágústa Stefánsdóttir greindist með heilaæxli (medulloblastoma) 3. febrúar 2013, þremur dögum fyrir 6 ára afmælið sitt. Meðferð hófst strax og stóð þar til í desember.

40+ svæ fin gar. 4 að gerð ir. 186 n æ turá spítala. 14 dagará gjörgæ slu. 5 dagaríön d un arvél. 88 dagarí einan grun . 31 skipti í geisla . 6 m á n uð irílyfjam eð ferð . 19 m yn d atökur. 22 blóð gjafir. 31skiptiblóð flögur Börn með krabbamein - 15


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.