Börn með krabbamein - 2. tbl. 2023

Page 1

2. tbl. 30. árg. 2023 Viðtal við Louisu Sif Mønster og Lárus Arnar Sölvason

STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA

Lifði af vegna þess að hún var barn


VIÐVÖRUNARMERKI UM KRABBAMEIN Í BÖRNUM CHILDHOOD CANCER WARNING SIGNS

1

2

Viðtal við fjölskyldu í félaginu Fölvi, óeðlilegir marblettir eða blæðing, beinverkir. Pallor, bruising or bleeding, general bone pain.

Bólgur eða fyrirferð - sérstaklega ef verkjalausar og án hækkaðs líkamshita eða vísbendinga um sýkingu.

Bls. 5

Lumps or swelling – especially if painless and without fever or other signs of infection.

3

4

Óútskýrt þyngdartap eða hiti, þrálátur hósti eða andstytta, nætursviti.

Breytingar á augum - hvítur blettur í auga, barnið verður allt í einu rangeygt, blinda, mar eða bólga í kringum augu.

ÚTGEFANDI: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi, sími: 588 7555, netfang: skb@skb.is, heimasíða: www.skb.is, RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. STJÓRN SKB: Rósa Guðbjartsdóttir, formaður, Benedikt Einar Gunnarsson, Björn Harðarson, Dagný Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Jónas Tryggvi Jóhannsson, Kristjana Erlen Jóhannsdóttir, Særós Tómasdóttir og Una Gunnarsdóttir. MYNDIR: Úr safni SKB og myndabönkum. FORSÍÐUMYND: Einar Ingvarsson. UMBROT: Harpa Halldórsdóttir hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. PRENTUN: PRENTMET ODDI ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja.

Efnisyfirlit

Unexplained weight loss or fever, persistent cough or shortness of breath, sweating at night.

5

Plakat einkenni Bls. 11

Eye changes – white pupil, new onset squint, visual loss, bruising or swelling around the eye(s).

! LÁTIÐ SKOÐA BETUR EF ÞESSI EINKENNI ERU TIL STAÐAR

6

7

Höfuðverkir, sérstaklega ef óvanalega þrálátir eða miklir, uppköst (sérstaklega að morgni dags eða ef þau aukast á nokkrum dögum).

Verkir í útlimum eða beinverkir, bólga án þekkts áverka eða vísbendinga um sýkingu.

Headaches, especially if unusually persistant or severe, vomiting (especially early morning or worsening over days).

Bólga eða fyrirferð í kvið.

Abdominal swelling.

IF THESE SYMPTOMS Nýtt hvíldarheimili SKB ARE PRESENT REFER FOR

Limb or bone pain, swelling without trauma or signs of infection.

FURTHER EXAMINATION Bls. 12

Félagsstarf Bls. 14

Stuðningur við félagsmenn Bls. 15

Þrautir og fleira fyrir börnin. Bls. 16



Ánægjulegar niðurstöður en alltaf má gera betur Útgáfa félagsblaðs Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna gefur alltaf tilefni til að líta yfir starfsemi félagsins, einkum útgáfa seinna tölublaðs ársins. Á þessu ári var starfsemi að mestu leyti með hefðbundnu sniði en þó stendur tvennt upp úr sem ekki eru árlegir viðburðir, annars vegar skoðanakönnun sem lögð var fyrir félagsmenn og hins vegar kaup SKB á nýju hvíldarheimili en um það er fjallað sérstaklega á öðrum stað í blaðinu. Stjórn SKB hefur um hríð haft áhuga á að kanna hug félagsmanna til félagsins, þjónustu og upplýsingagjafar og ekki síður til þess hvernig þeir meta þjónustu Barnaspítala Hringsins, upplýsingagjöf, meðferð og eftirmeðferð. Félagið leitaði til Thamar Melanie Heijstra, prófessors við félagsfræði, mannfræði og þjóðfræðideild Háskóla Íslands og í samstarfi við hana og Önnu Soffíu Víkingsdóttur, doktorsnema við deildina, var könnunin samin og lögð fyrir félagsmenn. Anna Soffía sá um úrvinnslu og tók saman niðurstöður sem hún skilaði til stjórnar SKB í vor. Samkvæmt könnuninni eru foreldrar almennt á því að hafa fengið mjög ítarlegar eða viðunandi upplýsingar um þá meðferð sem framundan var við greiningu barnsins hjá krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins. Traust til teymisins mældist heilmikið eða frekar mikið og samkvæmt opnum svörum skiptir miklu máli að mæta fjölskyldum með skilningi og hlýju. Foreldrar tala um að fjölga þurfi starfsfólki á Barnaspítala Hringsins og í einhverjum tilfelum upplifa foreldrar að starfsfólkið hafi ekki tíma. Mest óánægja kom fram þegar spurt var um upplýsingastreymi og upplýsingamiðlun. Heilt yfir voru margir foreldrar sem töldu það vera frekar eða mjög gott. Opnu svörin gáfu samt sem áður sterklega til kynna að á þessu sviði þyrfti að bæta úr. Einhverjir foreldrar upplifðu að þurfa sjálf að upplýsa sérfræðinga um stöðu mála og sögðu það hafa aukið hættu á misskilningi og sett óþarfa álag á foreldrana. Einnig fannst sumum að upplýsingum væri ekki nægilega vel miðlað til þeirra sjálfra og þegar um fleiri en

4

Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdastjóri SKB, mynd tekin á sumarhátíð SKB 2023.

eina fjölskyldu væri að ræða væri mikilvægt að ætlast ekki til að önnur fjölskyldan upplýsi hina. Það skapi aukið álag og geti valdið misskilningi og jafnvel ágreiningi. Foreldrar töldu mesta þörf á sálfræðiþjónustu fyrir fjölskylduna en einnig voru margir sem töldu að þörf væri á áfallameðferð. Það er athyglisvert í ljósi þess að aðeins einn svarandi sagðist vera að nýta sér áfallameðferð en flestir sögðust vera að nýta sálfræðiþjónustu. Einn svarandi nefndi að áfallameðferð væri kostnaðarsöm sem ástæðu fyrir því að hann væri ekki að nýta slíka þjónustu. Þetta þykir okkur hjá SKB vera vísbending um að við séum ekki að miðla upplýsingum nægilega vel um það hvaða þjónusta félagið greiði fyrir félagsmenn. Áfallameðferð og sálfræðiþjónusta falla þar undir. Þjónustan á Barnaspítalanum var á margan hátt góð að mati foreldra og var yfir helmingur sáttur með hana. Þeir sem lýstu óánægju tengdu hana upplýsingagjöf og -miðlun. Einnig kom fram að upplýsingagjöf eftir meðferð væri ábótavant og sumir foreldrar væru að upplifa mikla krísu og jafnvel hræðsluköst eftir meðferð. Foreldrar voru á margan hátt ánægðir með kynningu SKB og var ekkert foreldri óánægt en einhverjir hefðu þó viljað fá ítarlegri kynningu síðar. Margir voru jákvæðir í garð félagsins en í opnum svörum kom fram að félagið væri að einhverju leyti staðnað, hugmynd kom upp um blandaðan mömmu- og pabbahóp og kallað var eftir meiri virkni í Anga-hóp og meiri þjónustu við félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins. Stjórn félagsins hefur farið yfir niðstöður könnunarinnar og telur að vel hafi tekist til. Könnunin geti nýst vel til að bæta þjónustu og koma á framfæri gagnlegum ábendingum og mun bregðast við þeim eins og tilefni þykir til.


Lifði af vegna þess að hún var barn Louisa Sif Mønster og Lárus Arnar Sölvason búa í Mosfellsbæ með börnunum sínum þremur, Sölva Má, Júlíu Rut og Örnu Sif. Þau eru virkir félagsmenn í SKB, hafa tekið þátt í hópa- og félagsstarfi og Louisa hefur umsjón með hópi fyrir mömmur með nýgreind börn. Þau segja hér sögu Júlíu Rutar sem greindist með bráðahvítblæði í september 2017, þá þriggja og hálfs árs gömul. Viðtal: Gréta Ingþórsdóttir. Myndir: Einar Ingvarsson og úr einkasafni. 5


Fannst óþarfi að fá pabbann á staðinn Föstudaginn 17. september 2017 þurfti að sækja Júlíu Rut á leikskólann af því að hún var með hita og ekki alveg sjálfri sér lík. Louisa fer með hana heim og leyfir henni að leggja sig. Þegar hún vaknar er Louisa að tala við hana og grínast í henni, kitlar hana og finnur þá eitthvað hart í maganum á henni. Eitthvað sem var í laginu eins og pylsa, rétt undir húðinni fyrir neðan vinstra rifbein. Louisa ýtti í þykkildið en Júlía Rut kveinkaði sér ekki. „Ég bað vinkonu mína, sem er hjúkrunarfræðingur og átti á þeim tíma heima í næstu blokk, að koma og kíkja á þetta,“ segir Louisa. „Hún ráðlagði mér að fara með hana á barnalæknavaktina í Domus Medica. Ég fékk tíma og þar tók Ólafur Gísli [Jónsson, barnakrabbameinslæknir] á móti okkur. Hann rétt þreifaði á Júlíu Rut, setti bolinn aftur niður og sagðist ætla að hringja á bráðamóttöku barna og senda okkur þangað. Ég spurði hann hvort þetta væri eitthvað alvarlegt og hann sagðist Júlía Rut og Sölvi Már í byrjun meðferðar.

ekki geta sagt til um það. Á bráðamóttökunni var Júlía Rut sett í sneiðmyndatöku, teknar blóð- og þvagprufur og við látnar bíða heillengi. „Valtýr Thors læknir spurði mig ítrekað hvort ég vildi ekki fá manninn minn á staðinn en mér fannst það algjör óþarfi, hann væri heima hjá hinum krökkunum og þangað færum við Júlía Rut hvort eð er fljótlega. Svo kemur að því að hann segir að það væri sennilega bara mjög gott ef maðurinn minn kæmi og þá hringdi ég í Lárus. Þegar hann var kominn sagði Valtýr okkur að Júlía Rut væri mjög líklega með bráðahvítblæði en ekki væri hægt að segja til um hvaða týpa það væri fyrr en búið væri að taka og greina beinmergssýni. Ástæðan fyrir „pulsunni“ á kviðnum voru hvítblæðisfrumur í miltanu.“

Fór ekki heim í þrjár vikur Louisu og Lárusi var sagt að það væri óalgengt að hvítblæði kæmi svona fram og fyrirferðin á kviðnum hafði Ólafur Gísli

haldið að væri staðbundið nýrnakrabbamein. Þau voru spurð hvort Júlía Rut hefði ekkert verið að kvarta dagana og vikurnar á undan. Þegar þau fóru að fara yfir það rifjaðist upp fyrir þeim að hún hefði kvartað undan verkjum í fótunum og þreytu og vildi fara snemma að sofa en þau hefðu skrifað það á að rútínan væri að fara í gang eftir sumarið og hún væri bara þreytt þess vegna. Hún vildi láta halda á sér en vanalega var hún mjög dugleg að labba og var mjög sjálfstæð. Svo hefði hún talað um að sér væri illt í maganum og þau hefði haldið að hún væri bara svöng.Valtýr sagði að þetta væru allt einkenni sem væru þess eðlis að enginn hefði farið að hlaupa til og fara með barn á spítala út af þeim eða haft ástæðu til að tengja við eitthvað alvarlegt. Júlía Rut var lögð inn þarna um kvöldið og fór ekki heim í þrjár vikur. Strax á mánudeginum fékk hún brunn og beinmergssýni var tekið. Hún fékk stera og blóðflögur og Lárus segir að þegar hún fékk blóðgjöfina þá hefðu þau í raun tekið eftir hvað hún var orðin föl vegna þess að þá kom smá litur til baka í andlitið á henni.

Var farinn að sofa betur á spítalanum en heima Þau þurftu að laga sig að nýjum veruleika fjölskyldu með alvarlega veikt barn. Lárus og Louisa voru til að byrja með bæði á spítalanum en hin börnin þurftu líka á þeim að halda, Sölvi 8 ára og Arna Sif ekki orðin tveggja ára. Mamma Louisu og Hafdís, mág-

6


kona Lárusar, sem og fleiri hjálpuðu og sóttu Örnu Sif á leikskólann á meðan Louisa var hjá Júlíu Rut á spítalanum og Lárus vann til kl. 18. Oftast höfðu þau vaktaskipti eftir vinnu hjá Lárusi. Þá borðaði Lárus með Júlíu Rut mat sem vinir eða ættingjar höfðu útbúið og hann gisti svo á spítalanum. Louisa borðaði heima með hinum börnunum. Hún kom þeim svo af stað morguninn eftir, fór og hafði vaktaskipti við Lárus á spítalanum og hann fór í vinnu. Hann segir að hann hafi verið farinn að sofa betur á spítalanum heldur en heima en fyrstu níu mánuðina var Júlía Rut meira og minna alltaf þar og fór ekki heim nema mest í 4 daga í einu. „Stundum fékk hún dagsleyfi eða leyfi til að skreppa út í nokkra klukkutíma en ef hún fékk að fara heim þá gerðist yfirleitt alltaf eitthvað. Oftast fékk hún sýkingu sem þurfti að bregðast við með innlögn og sýklalyfi í æð, svo kom næsta meðferð og hún var Júlía Rut með Gróu Gunnarsdóttur og Hring.

Hringur hafði ofan af fyrir Júlíu Rut á erfiðum tímum. alltaf lengi að jafna sig. Hún var oft með öll gildi í núlli og þurfti að vera í einangrun,“ segir Lárus og Louisa heldur áfram: „Henni leið mjög illa andlega fyrsta mánuðinn. Það var hræðilegt að horfa upp á hana. Hún sat allan daginn og horfði á hurðina. Það var ekki hægt að fá hana til að gera neitt eins og að lita eða púsla sem henni fannst vanalega gaman. Svo fór henni að líða betur andlega, sérstaklega náðu trúðarnir að gleðja hana og hún fór aðeins að brosa. Og Hringur [ísbjörn] bjargaði henni alveg. Henni fannst gaman að fá hann því hann sagði kúkabrandara sem henni fundust rosalega fyndnir!“

Gekk illa að næra hana allan tímann Júlíu Rut leið samt illa líkamlega, var með hita og verki, hafði litla matarlyst, með niðurgang og ógleði, og hélt engu niðri. „Svo kemur að því að það er ákveðið að setja í hana sondu því hún var orðin svo

vannærð. Hún var að fara í bað einn daginn og ég var búin að klæða hana úr þegar Sigrún [Þóroddsdóttir, hjúkrunarfræðingur krabbameinsteymisins] er hjá okkur og henni bregður að sjá hvað hún er orðin grönn en hún var þá orðin 11,7 kg. Næringargjöfin gekk samt mjög illa, hún ældi næringunni og það var ekki fyrr en Júlía fór á gjörgæslu að það náðist að stilla hana rétt,“ segir Louisa. „Hún var reyndar í vandræðum með næringu allan tímann, nema þegar hún var á sterum, þá borðaði hún vel.“ Meðferðin gekk í sjálfu sér ágætlega og baráttan við meinið skilaði árangri þrátt fyrir mikla vanlíðan og ýmsar hindranir.

Í einangrun með erfiða sýkingu Í ágúst 2018 er Júlía Rut í einangrun með veiru í lungum og sýklalyf í æð. Það var heitt og loftræstingin eitthvað biluð, þ.a. það voru

7


allir gluggar opnir til að reyna að hreyfa aðeins við loftinu og kæla herbergið niður. Þarna var byrjað að sprengja á spítalalóðinni fyrir nýbyggingu. „Við heyrðum seinna að fullorðinn einstaklingur á krabbameinsdeild hefði greinst með svepp sem greindist líka í jarðveginum sem verið var að raska. Mögulega hefur hann flogið inn um gluggann hjá okkur líka en það verður aldrei hægt að fullyrða neitt um það en hvaðan sem sveppurinn kom þá munaði engu að hann legði Júlíu Rut að velli,“ segir Lárus. „Og þegar við komum á spítalann næst þá mátti alls ekki opna glugga.“ „26. september labbar Júlía Rut sjálf, föstudaginn 28. september er hún komin á gjörgæslu í öndunarvél,“ segir Louisa. „Við erum þarna með Júlíu Rut í einangrun og það er verið að reyna að vinna á sýkingu sem hún var með. Hún var í viðhaldsmeðferð, mikilli bælingu og tekur við öllu. Hún fer að metta illa, þarf alltaf meira og meira súrefni og er flutt yfir á gjörgæslu. Það er ákveðið að spegla hana og taka sýni úr lungunum til að senda út og láta greina.

Okkur var sagt að hún yrði í öndunarvél í 3-4 daga en hún endar á því að vera í tæpar þrjár vikur. Hún fer í þessa speglun og sýnatöku og kemur til baka eftir þrjá klukkutíma og þá orðin rosalega veik. Sýnitakan var nauðsynleg en hún varð miklu veikari en læknarnir bjuggust við. Henni hrakaði fljótt og var orðin alveg háð öndunarvélinni og komin með lungnabilun. Plan B var því að leita aðstoðar til Svíþjóðar og athuga hvort teymi frá þeim gæti komið til landsins með svokallaða ecmo-vél, sem er hjarta- og lungnavél. En þar sem blæðinga- og sýkingahætta var metin of mikil, þá treystu læknarnir henni ekki í það inngrip.“

Helgin tekin einn klukkutíma í einu „Þarna er hún í öndunarvél, búið að setja æðalegg í háls, hendur og ristar og verið að gefa henni sveppalyf og veirulyf. Hún var með 8 leggi og 10 dælur í gangi á sama tíma að dæla í hana 20 lyfjum. Það var verið

að reyna allt, m.a. gefa henni lyf sem jók framleiðslu hvítra blóðkorna sem ekki var áhættulaust og okkur sagt að það gæti brugðið til beggja vona,“ segir Lárus. Daginn eftir, á laugardeginum, á meðan Louisa og Lárus bíða eftir að fá fréttir af framvindu mála fara þau yfir á Barnaspítala að fá sér að borða. Þegar þau eru að labba til baka koma tveir læknar hlaupandi framhjá þeim. „Við hugsum ekki sérstaklega út í það en þegar við komum yfir á gjörgæslu voru þessir tveir læknar inni hjá Júlíu. Mamma og maðurinn hennar voru hjá henni þegar við fórum að fá okkur að borða en voru frammi þegar við komum. Við spurðum þau hvað væri í gangi, förum inn og þá eru læknarnir á fullu að reyna að stabílisera hana. Sveinn Geir [Einarsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir] kemur inn, lítur á einhverjar tölur, stekkur til og leggur Júlíu Rut á grúfu. Hún fær lömunarlyf til að hún geti ekki hreyft sig og okkur sagt að það megi ekki koma við hana í hálfan sólarhring, hún verði að vinna úr þessu sjálf. Þarna tekur öndunarvélin alveg við og erfið bið þar sem við tökum bara einn klukkutíma í einu. Hún er að berjast fyrir lífi sínu. Þarna er okkur líka ráðlagt að leyfa Sölva að koma og setja hann aðeins inn í stöðuna og láta hann vita að allir væru að gera sitt besta,“ segir Louisa.

Fékk ópíóíðafráhvörf Eftir þessa erfiðu helgi, þar sem Júlía Rut var röntgenmynduð reglulega til að fylgjast með breytingum á lungunum fór hún hægt og rólega að koma til baka. Hún reyndist vera með cytomegalovírus (CMV) og

8


tveimur skömmtum af krabbameinslyfjum, sem fóru mjög illa í hana, verði sleppt. Við óttuðumst að hvítblæðið myndi þá blossa upp aftur en læknarnir sögðu að við ættum ekki að hafa áhyggjur af því. Eftir þetta fór að ganga betur, hún fór í svaka sterameðferðir og borðaði og borðaði. Hún fékk mat á heilann og það var erfitt að setja mörk. Það eru margar erfiðar en eftirminnilegar uppákomur í tengslum við matinn sem hún „varð“ að fá og það voru farnir margir rúntar á milli sveitarfélaga til að kaupa „rétta“ matinn sem henni þóknaðist í það og það skiptið. Hún varð 22 kg í október – 11 kg þyngri en þegar hún var léttust í meðferðinni. Þá var hún mjög veikburða, þurfti alltaf að hafa púða undir rýrum rassinum og gat ekki labbað,“ segir Lárus. Júlía Rut útskrifaðist í mars 2020 og síðan þá hefur flest þróast í rétta átt. Henni vegnar vel í skóla, hefur aðeins dregist aftur úr í lestri en getur tekið þátt í allri hreyfingu. Hún er búin að æfa sund í tvö ár og það gengur vel.

Meðferðin hefur tekið toll af systkinunum líka aspergillus-svepp og Lárusi og Louisu sagt að fullorðinn einstaklingur hefði ekki lifað þetta af. Þegar var verið að fara yfir málin og tína til það sem féll með henni var t.d. alltaf nefnt að hjartað hefði verið í lagi – og að hún væri barn. Það skipti alltaf mjög miklu máli að hún var barn og það var kostur í stöðunni. „Um 10 dögum síðar, eða 4. október, var okkur sagt að veirufjöldinn hefði minnkað um helming, væri kominn úr 4,4 milljónum í 2,2 milljónir, en hún var enn með sveppasýkingu og mikið magn af CMV í blóði og víðar, meira að segja í mænuvökva.“ Júlía Rut var tekin úr öndunarvél 8. október en aðeins í 15 klst. Hún var í svo miklum ópíóíða-fráhvörfum að það þurfti að setja hana aftur í öndunarvél. Hún fékk lyf við fráhvörfunum sem dugðu ekki til. „Hún skalf, sá ofsjónir, var með hita, mikið slím kom upp úr henni, reyndi að tala en það skildist ekki neitt sem hún sagði nema „mamma“ og „pabbi“, hún andaði mjög grunnt og henni leið ofboðslega illa. Það var eins og hún hefði séð eitthvað skelfilegt

uppi í loftinu, einhverjar vofur, eða eitthvað sem hún var mjög hrædd við. Þetta var hræðilegt – eins og að vera með einstakling sem er háður eiturlyfjum, í fráhvörfum, get ég ímyndað mér. Við vorum að reyna að peppa hana allan tímann og vorum leið yfir því að hún þyrfti að fara í öndunarvélina aftur en það var samt gott að sjá hana í ró þegar hún var komin þangað aftur,“ segir Louisa. Júlía Rut var fjögurra og hálfs árs og var fjóra daga í niðurtröppun.

Systkini Júlíu Rutar fóru ekki varhluta af erfiðleikum í tengslum við veikindi hennar. „Arna Sif hefur t.d. verið að glíma við mikinn aðskilnaðarkvíða. Hún hafði mikinn styrk af systur sinni eftir að hún byrjaði á

Þann 12. október er hún aftur tekin úr öndunarvélinni og það gekk ágætlega. Hún fór aðeins að sjá ofsjónir en allt gekk samt miklu betur en áður. Hún var komin með nýja bakteríusýkingu í lungum en þarna var fjöldi veira kominn í 20 þúsund úr 2,2 milljónum 8 dögum áður.

Tveimur meðferðum sleppt „Í kjölfarið segir teymið okkur að það verði teknar út tvær stórar meðferðir,

9


leikskólanum og var ekki búin að vera þar nema í einn mánuð þegar Júlía Rut greindist og var kippt út. Arna Sif var ekki vön því að neinn annar kæmi að sækja hana á leikskólann en ég eða pabbi hennar en það breyttist auðvitað. Hún vissi aldrei hver kæmi, hún vissi um tíma ekki hvort eða hvenær við kæmum heim og var svo ung að það var erfitt að útskýra þetta fyrir henni. Hún var samt alltaf mjög meðfærileg og það var eins og hún biði eftir að Júlía Rut útskrifaðist með að vera með vesen. Þá fór hún að sofa illa, vakna upp á nóttunni og á ennþá stundum í vandræðum með svefn,“ segir Louisa. Og Lárus heldur áfram: „Sölvi hefur líka átt erfitt. Hann var mjög duglegur allan tímann. Okkur fannst hann samt svo stór og þær svo litlar en hann var bara 8 ára. Hann fór í listmeðferð til Hörpu og það hjálpaði honum mikið. Eftir á hefur samt verið uppreisn í honum. Hann þurfti mikið

10

að hugsa um sig sjálfur – bæði fyrir og eftir veikindi Júlíu Rutar. Hann eignaðist systur fimm og sex ára gamall og fór þá mikið að sjá um sig sjálfur, eins og t.d. hvenær ætti að taka sundföt og íþróttaföt með í skólann, svo dæmi sé tekið. Svo á allt í einu að fara að setja honum mörk og vasast í hlutum sem hann hefur séð um sjálfur og hann er ekkert sáttur við það.“

Hafa sótt sér ýmsa aðstoð Lárus og Louisa hafa ekki bara nýtt listmeðferð hjá SKB. Þau voru dugleg að fara í hvíldarheimilið á Flúðum á meðan félagið átti það, hafa fengið styrki til að sækja sér sálfræðiaðstoð og EMDR-meðferð. Lárus fór að auki á námskeið hjá Dale Carnegie sem hann mælir heilshugar með við foreldra – sérstaklega þegar börnin eru

að klára meðferð. Lárus tók þátt í Team Rynkeby ásamt æskuvini sínum 20212022 og nú eru þau Louisa bæði að æfa og ætla að hjóla með TRIS frá Danmörku til Parísar á næsta ári. Louisa hefur séð um nýju-mömmu-hópinn sl. tvö og hálft ár en hún hefur sem iðjuþjálfi starfsreynslu af Reykjalundi og Ljósinu þar sem hún vinnur núna. Hana langar að bjóða fjölskyldum í félaginu upp á aðstoð við athafnir daglegs lífs og hefur stjórn SKB fallist á að fara af stað með slíka þjónustu fyrir þær fjölskyldur sem á þurfa að halda og vilja þiggja hana í samstarfi við Louisu. Lárus og Louisa eru semsagt „all-in“ eins og sagt er á vondu máli, virk í félaginu, hika ekki við að leita sér aðstoðar og eru dugleg að láta gott af sér leiða.

e


VIÐVÖRUNARMERKI UM KRABBAMEIN Í BÖRNUM CHILDHOOD CANCER WARNING SIGNS

1

2

Fölvi, óeðlilegir marblettir eða blæðing, beinverkir.

Bólgur eða fyrirferð - sérstaklega ef verkjalausar og án hækkaðs líkamshita eða vísbendinga um sýkingu.

Pallor, bruising or bleeding, general bone pain.

Lumps or swelling – especially if painless and without fever or other signs of infection.

3

4

5

Óútskýrt þyngdartap eða hiti, þrálátur hósti eða andstytta, nætursviti.

Breytingar á augum - hvítur blettur í auga, barnið verður allt í einu rangeygt, blinda, mar eða bólga í kringum augu.

Bólga eða fyrirferð í kvið.

Unexplained weight loss or fever, persistent cough or shortness of breath, sweating at night.

Eye changes – white pupil, new onset squint, visual loss, bruising or swelling around the eye(s).

6

7

Höfuðverkir, sérstaklega ef óvanalega þrálátir eða miklir, uppköst (sérstaklega að morgni dags eða ef þau aukast á nokkrum dögum).

Verkir í útlimum eða beinverkir, bólga án þekkts áverka eða vísbendinga um sýkingu.

Headaches, especially if unusually persistant or severe, vomiting (especially early morning or worsening over days).

Abdominal swelling.

Limb or bone pain, swelling without trauma or signs of infection.

! LÁTIÐ SKOÐA BETUR EF ÞESSI EINKENNI ERU TIL STAÐAR IF THESE SYMPTOMS ARE PRESENT REFER FOR FURTHER EXAMINATION

11


Vonarlundur nýtt hvíldarheimili SKB hefur fest kaup á nýju hvíldarheimili í landi Spóastaða í Bláskógabyggð í stað hússins sem félagið átti á Flúðum og var selt fyrir rúmum þremur árum. Til stóð að byggja hús á lóð sem félagið á í Grímsnesi en frá því var horfið og byrjað að leita að húsi sem myndi mæta þörfum félagsins um gott aðgengi og nærandi umhverfi. Það hús fannst nú í haust, verður afhent skömmu fyrir áramót og við ættum að geta farið að auglýsa það til dvalar fyrir félagsmenn strax eftir áramót. Við hlökkum til að taka húsið í notkun en látum að svo stöddu myndirnar tala sínu máli.

12


13


Fólk varð að tala saman Sumarhátíð SKB var haldin í Múlakoti að venju í lok júlí. Fjölmargar flugvélar komu á svæðið á laugardeginum og til stóð að hefja útsýnisflug þegar smávægilegt óhapp varð við flugbrautina – sem hafði reyndar hvorki með SKB né „okkar“ flugmenn að gera – og það dróst á langinn að fara í loftið. Það varð til þess að fólk fór að spjalla meira en annars hefði orðið og varð það á endanum bara hið besta mál.Villi naglbítur skemmti í flugskýlinu um kvöldið, fyrst sýndi hann krökkunum töfrabrögð og svo var hann með fullorðinsprógramm á meðan hátíðargestir gæddu sér á kræsingum Grillvagnsins. Allt eins og það átti að vera og félagsmenn geta bara farið að láta sig hlakka til næstu hátíðar.

Mesta rjómablíða í manna minnum Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í blíðskaparveðri í ágúst. SKB var með hvatningarstöð í Ánanaustum eins og vanalega og þar voru þeir rúmlega hundrað hlauparar og þrír hlaupahópar sem söfnuðu áheitum fyrir SKB hvattir áfram kröftuglega af þeim sem vöktuðu hliðarlínuna. Allir hinir hlaupararnir fengu líka klöpp og hróp og köll en fimmurnar voru sparaðar fyrir „okkar“ fólk. 1.490 áheit skiluðu félaginu tæplega 7,4 milljónum króna og það munar um minna. SKB þakkar hlaupurum og þeim sem hétu á þá kærlega fyrir frábæran stuðning eitt árið enn.

Skrifstofustúlkurnar á skráningarhátíðinni Fit&Run í Laugardalshöll fyrir Reykjavíkurmaraþonið.

Jólastundin á nýjum stað

Jólastund SKB verður haldin 20. desember í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju með hefðbundnu sniði. Þar verður dansað í kringum jólatréð undir stjórn Eddu Borg og kræsingar verða á borðum í ómældu magni. Skráning verður auglýst þegar nær dregur og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna. 14


Stuðningur við félagsmenn Sálfræðiaðstoð. SKB hvetur félagsmenn sína til að sækja sér aðstoð sálfræðings, t.d. til að meðhöndla áfallastreitu, og draga það ekki. Þessi stuðningur er það sem lögð er hvað mest áhersla á í starfi félagsins. Félagsmenn eiga kost á sálfræðiaðstoð á vegum Umhyggju en geta einnig sótt sér meðferð hjá sálfræðingi að eigin vali. Líkamleg uppbygging. Félagsmenn geta sótt um styrk til að sækja heilsurækt af ýmsu tagi, s.s. líkamsrækt, sjúkraþjálfun, markþjálfun eða meðferð kírópraktors. Það er mismunandi hvað hentar hverjum og einum og félagsmenn ráða sjálfir hvaða leið þeir velja í þeim efnum. Eins og með sálfræðiaðstoð eru félagsmenn hvattir til að sinna líkamlegri heilsu sinni vel, ekki síður en andlegri. Listmeðferð. Börnum í félaginu og systkinum þeirra býðst að sækja listmeðferð hjá Hörpu Halldórsdóttur. Listmeðferð er meðferðaðferð sem hentar börnum oft vel, þar sem þau eiga stundum auðveldara með að tjá tilfinningar sínar í sköpun heldur en með orðum. Hægt er að fá viðtal hjá Hörpu í síma 5887555 til að fá upplýsingar um og undirbúa meðferð. Eftirfylgd út í lífið. Kristjana Ólafsdóttir iðjuþjálfi hefur í nokkur ár fylgt börnum í félaginu eftir á ýmsan hátt. Starf hennar byggist á mati á þátttöku og færni nemenda sem glíma við skólafærnivanda, auk mats á skynúrvinnslu og eflingu félagsfærni. Að auki athugar Kristjana vinnustöðu barna, aðlagar og metur þörf fyrir hjálpartæki og situr í teymum sem sinna börnunum. Endurhæfing hjá Hæfi. Foreldrar í félaginu geta sótt um að komast að hjá endurhæfingarstöðinni Hæfi þar sem þau fá viðtal hjá endurhæfingarlækni, sálfræðingi og sjúkraþjálfara. Ástand og líðan er metin og búið til einstaklingsbundin áætlun um endurhæfingu. Frábært verkefni sem komin er góð reynsla á eftir um tveggja ára samstarf. Athafnir daglegs lífs. Þegar fjölskylda stendur allt í einu frammi fyrir nýjum veruleika alvarlegra veikinda og sjúkrahúsinnlagna getur það verið verulega áskorun að halda öllum boltum á lofti – hugsa um önnur börn, makann, fjármálin, þvottinn, þrifin, rútínuna. Louisa Mønster iðjuþjálfi býður nú nýtt úrræði þar sem félagsmönnum stendur til boða að fá aðstoð við hin krefjandi verkefni daglegs lífs.

UMSÓKNARFERLIÐ

Félagsmenn sækja um ofantalin úrræði í gegnum heimasíðu SKB www.skb.is/is/thjonusta/styrkir-til-felagsmanna Umsóknin er afgreidd og henni svarað. Kvittun send til SKB. SKB endurgreiðir útlagðan kostnað. 15


Hjálpaðu jólasveininum að finna réttu leiðina að jólasokknum og litaðu svo myndina.

16


Brandara- og

Afhverju fór tölvan til læknis? Hún var með vírus! Afhverju notar jólasveinninn hreindýr til að draga vagninn sinn? Hann er ekki hrifinn af því að láta skítug dýr draga hann!

S

Hráefni

úkkulaði smákökur

1/2 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 1/2 bolli hvítur sykur 1/2 bolli hrásykur 1 msk maíssterkja 1 1/2 bolli súkkulaðidropar 1 egg við stofuhita 1 1/4 bolli hveiti 1 tsk vanilludropar 113 g smjör við stofuhita 1 bolli ristaðar pekanhnetur

Þú berð það, en ég nota það þegar ég vil. Hvað er það? Hvað fer upp og niður en hreyfist samt ekki? Svar: Nafnið þitt. Svar: Stigi.

„Afhverju er systir þín að gráta Jón?“ „Afþví að ég hjálpaði henni.“ „Nú, en sætt af þér. Hvað hjálpaðir þú henni með?“ „Ég hjálpaði henni að klára nammið.“

gátuhornið

namm namm

Aðferð

1. Hitið ofninn á 170°C., undir- og yfirhita. 2. Blandið smjörinu saman við hvíta sykurinn og hrásykurinn. 3. Bætið egginu út í blönduna. 4. Bætið vanilludropum út í og blandið vel saman. 5. Sigtið hveiti, maíssterkju, matarsóda og salt. Bætið þurrefnunum við smjör- og sykurblönduna og hrærið vel. 6. Bætið við súkkulaðidropunum og niðurskornu ristuðu pekanhnetunum. Mótið smákökurnar og kælið í 1 klst. 7. Setjið smákökurnar á ofnplötu og bakið í 170°C heitum ofni í 15-18 mínútur. 8. Látið kólna og berið fram. 9. Njótið!

17


Stuðningshópar og þjónusta SKB Nokkrir hópar eru starfandi á vegum SKB, bæði jafningjahópar og hópar undir faglegri leiðsögn. Góð hefð er komin á starfsemi þeirra flestra og eru þeir grunnurinn í félagsstarfinu og þeirri tengingu sem myndast á milli fólks, sem á þessa reynslu sameiginlega, að vera með eða hafa verið með krabbamein, eiga eða hafa átt barn eða systkini með krabbamein. Unglingahópur SKB hittist reglulega, ýmist í félagsaðstöðu SKB í Hlíðasmára eða úti í bæ, eftir því hvað er á dagskrá hverju sinni. Hópurinn fer t.d. í bíó eða keilu, hittist í Hlíðasmára og pantar eða útbýr pizzur, fær til sín gesti í gott spjall, fer í skíðaferðir, skoðunarferðir og óvissuferðir, svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem hittast í unglingahópnum eru fyrst og fremst krakkar sem hafa greinst með krabbamein og eru á aldrinum 13-18 ára. Systkini þeirra á sama aldri hafa líka verið velkomin að taka þátt í starfi hópsins. Hópurinn er með Facebook-síðu: USK – Unglingahópur SKB. Pabbahópur hittist að kvöldi fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Hlíðasmára undir faglegri umsjón Björns Harðarsonar, félagsmanns í SKB og sálfræðings. Pabbahópur sem hóf starfsemi fyrir tæpum áratug varð skammlífur en vegna mikillar eftirspurnar meðal feðra með nýgreind börn á síðustu misserum var ákveðið að gera aðra tilraun og nú er komin góð reynsla á hópinn. Allir pabbar í félaginu eru velkomnir í hópinn en þeir sem eru með nýgreind börn eru sérstaklega hvattir til að nýta sér þann jafningjastuðning og faglegu leiðsögn sem þar er að fá. Björn heldur utan um hópinn á Facebook-síðunni Pabbahópur SKB. Mömmuhópur SKB hefur starfað um árabil og þar hafa mömmur barna sem eru í eða eru búin í krabbameinsmeðferð hist og deilt reynslu sinni og haft stuðning hver af annarri. Hópurinn hittist fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði í Hlíðasmára, fær sér eitthvert góðgæti og spjallar um allt á milli himins og jarðar, bæði það sem tengist

18

meðferð og fylgikvillum, og það sem gerir það ekki. Oft er mikið hlegið og lengi setið. Umsjón með hittingunum í Hlíðasmára hafa Louisa Sif Mönster, Guðrún Guðmundsdóttir og Katrín Eyjólfsdóttir. Haldið er utan um hópinn á Facebook-síðunni Mömmuhópur SKB. Mömmur nýgreindra barna í SKB hittast líka einu sinni í mánuði. Louisa Sif Mönster iðjuþjálfi og félagsmaður leiðir umræðurnar í hópnum. Þar geta mömmur rætt líðan sína í trúnaði við hver við aðra, undir leiðsögn. Haldið er utan um hópinn á Facebook-síðunni Nýjar mömmur í SKB. Angi er hópur foreldra innan SKB sem misst hafa börn sín úr krabbameini. Hópurinn hittist í aðdraganda hverrar aðventu og gerir skreytingar á leiði barna sinna. Undanfarin ár hefur hópurinn átt athvarf á vinnustöðum sr. Öddu Steinu Björnsdóttur félagsmanns, fyrst í Hjallakirkju og síðan Neskirkju.


Við þökkum stuðninginn 101-170 Aðalmúr ehf., Sæviðarsundi 53, 104 Reykjavík Alhliðamálun málningarþjónusta ehf., Sóleyjarrima 39, 112 Reykjavík Almenna bílaverkstæðið ehf., Skeifunni 5, 108 Reykjavík Alvarr ehf., Skipholti 68, 105 Reykjavík AM Praxis ehf., Sigtúni 42, 105 Reykjavík Amma mús – handavinnuhús, Fákafeni 9, 108 Reykjavík ARGOS ehf., Arkitektastofa Grétars og Stefáns, Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík Arkitektastofan Og ehf., Hátúni 6, 105 Reykjavík Álnabær ehf., Síðumúla 32, 108 Reykjavík BB bílaréttingar ehf.,Viðarhöfða 6, 110 Reykjavík BASALT arkitektar ehf., Grandagarði 14, 101 Reykjavík BBA Fjeldco ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík Birtingur ehf., Laugavegi 39, 101 Reykjavík Bílahöllin-Bílaryðvörn hf., Bíldshöfða 5, 110 Reykjavík Bílalíf ehf., Kletthálsi 2, 110 Reykjavík Bílamálun Sigursveins, Hyrjarhöfða 4, 110 Reykjavík Bílavarahlutir ehf., Nethyl 2C, 110 Reykjavík Bjarnar ehf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík BK kjúklingur, Grensásvegi 5, 108 Reykjavík Boreal ehf., Austurbergi 20, 111 Reykjavík Brim hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík – brim.is BSRB – bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., Borgartúni 31, 105 Reykjavík Curvy ehf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík Efling stéttarfélag, Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík Esja Gæðafæði ehf., Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík Eyjasól ehf., Hlaðhömrum 36, 112 Reykjavík Felixson ehf., Lindarbraut 11, 170 Seltjarnarnesi Ferðakompaníið ehf., Fiskislóð 20, 101 Reykjavík Félag skipstjórnarmanna, Grensásvegi 13, 108 Reykjavík Fjallamenn/Skálpi (Mountaineers of Iceland), Skútuvogi 12e, 104 Reykjavík Flugfreyjufélag Íslands, Stórhöfða 29, 110 Reykjavík – ffi.is Fuglar ehf., Katrínartúni 4, 105 Reykjavík – fuglar.com G.Á. verktakar sf., Austurfold 7, 112 Reykjavík Gamla Ísland ehf., Laugateigi 13, 105 Reykjavík GB tjónaviðgerðir ehf., Draghálsi 6-8, 110 Reykjavík Gjögur hf., Kringlunni 7, 103 Reykjavík Gleraugnasalan 65, Laugavegi 65, 101 Reykjavík Halldór Jónsson ehf., Skútuvogi 11, 104 Reykjavík Hampiðjan hf., Skarfagörðum 4, 104 Reykjavík Háfell ehf., Skeifunni 19, 108 Reykjavík Henson Sports, Brautarholti 24, 105 Reykjavík Hey Iceland, Síðumúla 2, 108 Reykjavík Hlér ehf., Austurströnd 1, 170 Seltjarnarnesi Hollt og gott ehf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík

Hótel Klettur ehf., Mjölnisholti 10-12, 105 Reykjavík Hreinsitækni ehf., Stórhöfða 37, 110 Reykjavík Hyrningur ehf., Þrastarhólum 10, 111 Reykjavík Höfðahöllin ehf., Funahöfði 1, 110 Reykjavík Höfuðlausnir – hársnyrtistofa, Hverafold 1-3, 112 Reykjavík IceMed á Íslandi ehf., Ægisíðu 80, 107 Reykjavík – icemed.is Innlifun ehf., Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík Innrammarinn ehf., Rauðarárstíg 41, 105 Reykjavík Í réttum ramma ehf., Skútuvogi 12f, 104 Reykjavík Ísfrost ehf., Funahöfða 7, 110 Reykjavík Ísloft, blikk- og stálsmiðja ehf., Bíldshöfða 12, 110 Reykjavík K.F.O. ehf., Grundargerði 8, 108 Reykjavík Keldan ehf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík Kjöthöllin ehf., Skipholti 70, 105 Reykjavík Kjötsmiðjan ehf., Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík Klettur, skipaafgreiðsla ehf., Korngörðum 5, 104 Reykjavík KOM almannatengsl,Vesturgötu 2a, 101 Reykjavík Kólus sælgætisgerð,Tunguhálsi 5, 110 Reykjavík Krumma ehf., Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík Kælitækni ehf., Járnhálsi 2, 110 Reykjavík Lagnavit ehf., Þjóttuseli 2, 109 Reykjavík Landslag ehf., Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík Landsnet hf., Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík Leisti ehf., Grettisgata 3, 101 Reykjavík Litla bílasalan ehf., Kletthálsi 2, 110 Reykjavík Línan ehf., Laugavegi 62, 101 Reykjavík Loftleiðir-Icelandic ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík Lýsing og hönnun, Skipholti 35, 105 Reykjavík Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík Magnús og Steingrímur ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík Malbikunarstöðin Höfði hf., Sævarhöfða 6-10, 110 Reykjavík Merking ehf.,Viðarhöfða 4, 110 Reykjavík Nordic Office of Architectire, Hallarmúla 4, 108 Reykjavík Nýbyggð ehf., Bjallavaði 1, 110 Reykjavík Olíudreifing ehf., Reykjavík Orka ehf., Stórhöfða 37, 110 Reykjavík Ó. Johnson & Kaaber – ÍSAM ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík Ósal ehf.,Tangarhöfða 4, 110 Reykjavík Óskirnar þrjár ehf., – Skýrslur og skil, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík Parity, Skeifunni 10, 108 Reykjavík PFAFF hf., Grensásvegi 13, 108 Reykjavík Pípulagnaþjónusta Reykjavíkur ehf.,Vesturbergi 157, 111 Reykjavík Plastiðjan ehf., Héðinsgötu 2, 105 Reykjavík PROevents ehf., Skipholti 50c, 105 Reykjavík Promennt ehf., Skeifunni 11B, 108 Reykjavík

Raflax ehf., Lambhagavegur 9, 113 Reykjavík Rafmennt ehf., Stórhöfða 27, 110 Reykjavík RAM ehf., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík Ráðgarður, skiparáðgjöf ehf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík Reyktal þjónusta ehf., Síðumúla 34, 108 Reykjavík Rima apótek ehf., Langarima 21-23, 112 Reykjavík Rolf Johansen & Co ehf., Skútuvogi 10a, 104 Reykjavík Rýnir sf., Miðstræti 3a, 101 Reykjavík Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík Samsýn ehf., Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík SÍBS, Borgartúni 28a, 105 Reykjavík Sjónarlind ehf., Ingólfsstræti 20, 101 Reykjavík Smur- og viðgerðarþjónustan ehf., Hyrjarhöfða 8, 110 Reykjavík Sólbaðsstofan Smart ehf., Grensásvegi 7, 108 Reykjavík Sóley Organics ehf., Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík Spektra ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík SSF, Nethyl 2E, 110 Reykjavík Stálbyggingar ehf., Hvammsgerði 5, 108 Reykjavík Steinsmiðjan Rein ehf.,Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík Stjóri ehf., Bólstaðarhlíð 4, 105 Reykjavík Storkurinn ehf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík – storkurinn.is Stólpi gámar, Klettagörðum 5, 105 Reykjavík Sunnugisting ehf., Þórsgötu 26, 101 Reykjavík Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17, 108 Reykjavík Svarta kaffið, Laugavegi 54, 101 Reykjavík T.ark arkitektar ehf., Hátúni 2b, 105 Reykjavík Tannlækningar ehf., Skipholti 33, 105 Reykjavík Tarzan ehf., Laugavegi 5, 101 Reykjavík Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík Trausti fasteignasala ehf.,Vegmúla 4, 108 Reykjavík Trésmíðaverkst Trévirkinn ehf., Súðarvogi 7, 104 Reykjavík Trobeco ehf., Lindarbraut 37, 170 Seltjarnarnesi Unit ehf., Grenimel 8, 107 Reykjavík Útfararstofa kirkjugarðanna,Vesturhlíð 2, 105 Reykjavík Vagnar og þjónusta ehf.,Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, 108 Reykjavík Vatnaskil ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík Veiðivon ehf., Mörkinni 6, 108 Reykjavík Verkfærasalan ehf., Síðumúla 9, 108 Reykjavík Verslunartækni ehf., Draghálsi 4, 110 Reykjavík Verslunin Álfheimar ehf., Álfheimum 2, 104 Reykjavík Vélvík ehf., Reykjavík VR, Kringlunni 7, 103 Reykjavík Welcome Iceland ehf., Efstasundi 56, 104 Reykjavík Wodbúð, Faxafeni 12, 108 Reykjavík Würth á Íslandi ehf., Norðlingabraut 8, 110 Reykjavík Yrki arkitektar ehf., Mýrargötu 26, 101 Reykjavík

19


Þorsteinn Bergmann, Hraunbæ 102, 110 Reykjavík Þór hf., Krókhálsi 16, 110 Reykjavík Þrif og þvottur ehf., Reykjavíkurvegi 48, 101 Reykjavík Þvottahúsið Faghreinsun, Næfurási 12, 110 Reykjavík 200-270 AH pípulagnir ehf., Suðurhrauni 12c, 210 Garðabæ Alark arkitektar ehf., Dalvegi 18, 201 Kópavogi amp rafverktaki ehf., Lyngbraut 1, 250 Suðurnesjabæ Arkís arkitektar ehf.,Vesturvör 7, 200 Kópavogi Arkus ehf., Núpalind 1, 201 Kópavogi Axis-húsgögn ehf., Smiðjuvegi 9d, 200 Kópavogi Áliðjan ehf., Bakkabraut 16, 200 Kópavogi Bak Höfn ehf., Jöklalind 8, 201 Kópavogi Básfell ehf., Álfkonuhvarfi 2, 203 Kópavogi – basfell.is Bendir ehf., Hlíðasmára 13, 201 Kópavogi Betra bros ehf., Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi Biobú ehf., Neðra-Hálsi, 270 Mosfellsbæ Birtingaholt ehf., Gulaþingi 66, 203 Kópavogi – birtingaholt.is Bílar og hjól ehf., Njarðarbraut 11a, 260 Reykjanesbæ Bílaverkstæði Birgis ehf., Grandatröð 2, 220 Hafnarfirði Bjartur rafverktaki ehf., Skólagerði 18, 200 Kópavogi Bókhald og rekstur slf., Heimavöllum 11, 230 Reykjanesbæ Brettasmiðjan ehf., Hvaleyrarbraut 8-10, 220 Hafnarfirði BS pípulagnir ehf., Dalatanga 8, 270 Mosfellsbæ Burger-Inn ehf., Flatahrauni 5A, 220 Hafnarfirði Byggingafélagið Bakki ehf., Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ Clinica tannlæknastofa, Bæjarlind 6, 201 Kópavogi CrankWheel ehf., Dalshrauni 1b, 220 Hafnarfirði DMM lausnir ehf., Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ Dressmann á Íslandi ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogi DS lausnir ehf., Breiðhellu 22, 221 Hafnarfirði Dynkur ehf., Tröllateigi 18, 270 Mosfellsbæ Einhamar Seafood ehf.,Verbraut 3A, 240 Grindavík Einingaverksmiðjan ehf., Koparhellu 5, 221 Hafnarfirði Elektrus ehf., Bröttuhlíð 1, 270 Mosfellsbæ Endurskoðun Helga Númasonar ehf., Melabraut 23, 220 Hafnarfirði EÓ-tréverk sf., Háabergi 23, 221 Hafnarfirði Fagefni ehf., Desjamýri 8, 270 Mosfellsbæ Fagtækni hf., Akralind 6, 201 Kópavogi Fagval ehf., Smiðsbúð 4, 210 Garðabæ Fishhouse ehf., Laut 30, 240 Grindavík Fjarðarmót ehf., Melabraut 29, 220 Hafnarfirði Fura ehf., Hringhellu 3, 220 Hafnarfirði Fylgifiskar ehf., Nýbýlavegur 4, 200 Kópavogi – fylgifiskar.is Gaflarar ehf., Lónsbraut 2, 221 Hafnarfirði

20

Garðabær, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ Gasfélagið ehf., Straumsvík, 220 Hafnarfirði Glertækni hf.,Völuteigi 21, 270 Mosfellsbæ Glóandi ehf., Löngulínu 12, 210 Garðabæ GR verk ehf., Hliðasmára 3, 200 Kópavogi – grverk.is Grindavíkurkaupstaður,Víkurbraut 62, 240 Grindavík Grjótgarðar ehf., Urðarás 12, 260 Reykjanesbæ Gröfuþjónusta Tryggva Einarssonar ehf., Lyngbraut 7, 250 Suðurnesjabæ Guðmundur Arason ehf., Íshellu 10, 221 Hafnarfirði H Berg ehf., Suðurholti 3, 220 Hafnarfirði Habitat á Íslandi ehf., Skógarlind 2, 201 Kópavogur Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4, 220 Hafnarfirði Hápípan ehf., Efstaleiti 38, 230 Reykjanesbæ HKS ehf., Lindarberg 28, 221 Hafnarfjörður HL Adventure ehf.,Vesturvör 30b, 200 Kópavogi Hótel Laxnes ehf., Háholti 7, 270 Mosfellsbæ Hraunhamar ehf., Bæjarhrauni 10, 220 Hafnarfirði HS veitur hf., Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ Hvammshólar ehf., Hlíðarhvammi 2, 200 Kópavogi Icetransport ehf., Selhellu 7, 221 Hafnarfirði Iðnaðarlausnir ehf., Skemmuvegi 6, 200 Kópavogi Íslenskur textíliðnaður hf. – Ístex,Völuteigi 6, 270 Mosfellsbæ Jónsi múr ehf., Efstahrauni 15, 240 Grindavík K.S. málun ehf., Fellahvarfi 5, 203 Kópavogi K. Steinarsson ehf., Njarðarbraut 15, 260 Reykjanesbæ – ksteinarsson.is Kast ehf., Hafnargötu 25, 230 Reykjanesbæ Kjósarhreppur, Ásgarði, Kjós, 276 Mosfellsbæ Kjötkompaní ehf., Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Kofar og hús ehf., Fróðaþingi 11, 203 Kópavogi Lagnaþjónusta Þorsteins ehf., Tangasundi 3, 240 Grindavík Lagnir og þjónusta ehf., Strandgötu 25a, 245 Suðurnesjabæ Lakkskemman ehf., Skemmuvegi 30, 200 Kópavogi Litlaprent ehf., Skemmuvegi 4, 200 Kópavogi Loft og raftæki ehf., Hjallabrekku 1, 200 Kópavogi Maggi & Daði málarar ehf., Heiðarbraut 10, 230 Reykjanesbæ Magnús Jónsson ehf., Iðavöllum 11, 230 Reykjanesbæ Manning ehf., Fjarðargötu 9a, 220 Hafnarfirði Mannrækt og menntun ehf., Grundarsmára 5, 201 Kópavogi Markus Lifenet ehf., Hvaleyrarbraut 57, 220 Hafnarfirði Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi Múr og menn ehf., Heiðvangi 10, 220 Hafnarfirði Myndform, Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði Norm X ehf., Auðbrekku 6, 200 Kópavogi Northern Light Inn, Norðurljósavegi 1, 241 Grindavík Nýja bílasmiðjan hf., Flugumýri 20, 270 Mosfellsbæ Nýþrif ehf., Garðatorgi 2b, 210 Garðabæ PK verk ehf., Drangahrauni 7, 220 Hafnarfirði

Pepp ehf., Baðsvöllum 4, 240 Grindavík – papas.is Pottagaldrar, Dalbrekku 42, 200 Kópavogi Rafiðn ehf.,Víkurbraut 1, 230 Reykjanesbæ Rafkompaní slf., Bergási 4, 260 Njarðvík Rafverkstæði I.B. ehf., Fitjabakka 1a, 260 Reykjanesbæ RJR ehf., Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogi S.S. gólf ehf., Miðhrauni 22B, 210 Garðabæ Saltkaup ehf., Cuxhavengötu 1, 220 Hafnarfirði Sámur sápugerð ehf., Lyngási 11, bakhús, 210 Garðabæ SE ehf., Glitvöllum 35, 221 Hafnarfirði Sérmerkt ehf., Smiðjuvegi 11, 200 Kópavogi Siggi dúkari ehf., Akurholti 21, 270 Mosfellsbæ Sign ehf., Fornubúðum 12, 220 Hafnarfirði Signature húsgögn, Askalind 2a, 201 Kópavogi Skelin byggingavörur ehf., Birkihæð 16, 210 Garðabæ Skólamatur ehf., Iðavöllum 1, 230 Reykjanesbæ Skólamyndir ehf., Baugakór 4, 203 Kópavogi Skólar ehf., Flugvallarbraut 752, 262 Reykjanesbæ Skyhook ehf., Hlíðarási 19, 221 Hafnarfirði Smurstöðin Garðabæ ehf., Litlatúni 1, 210 Garðabæ Stífluþjónustan ehf., Furulundi 1, 210 Garðabæ Stjörnu-Oddi hf., Skeiðarási 12, 210 Garðabæ Sturlaugur Jónsson & Co ehf., Selhellu 13, 221 Hafnarfirði Suðurverk hf., Hlíðasmára 6, 201 Kópavogi Tannbjörg ehf., Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi Teledyne Gavia ehf.,Vesturvör 29, 200 Kópavogi Tengi ehf., Smiðjuvegi 76, 200 Kópavogur Thorship ehf., Selhellu 11, 221 Hafnarfirði Tick Cad ehf., Suðurhrauni 12c, 210 Garðabær Tinna ehf., Nýbýlavegi 30, 200 Kópavogi Títan fasteignafélag ehf.,Vatnsendabletti 235, 203 Kópavogi Tröllalagnir ehf., Auðnukór 3, 203 Kópavogi Tækniþjónusta SÁ ehf., Hafnargötu 60, 230 Reykjanesbæ Úðafoss ehf, efnalaug, Holtagerði 33, 200 Kópavogi Útfararþjónusta Hafnarfjarðar, Stapahrauni 5, 220 Hafnarfirði Valeska ehf., Hafnarfirði Vekurð ehf., Naustavör 28, 200 Kópavogi Verkstæðið ehf., Lækjarnesi, 270 Mosfellsbæ Verktækni ehf., Lyngbergi 41, 221 Hafnarfirði Verslunarfélagið Emerald ehf., Norðurtúni 26, 225 Álftanesi Vélaviðgerðir ehf., Lundi 7, 200 Kópavogur Vélsmiðjan Sveinn ehf., Flugumýri 6, 270 Mosfellsbæ VGH Mosfellsbæ ehf., Flugumýri 36, 270 Mosfellsbæ Viðhald og nýsmíði ehf., Helluhrauni 2, 220 Hafnarfirði – vogn.is Vinnuföt, heildverslun ehf., Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogi Vídd ehf., Bæjarlind 4, 201 Kópavogi Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220 Hafnarfirði Vísir hf., 240 Grindavík


Zenus ehf.,Víkurhvarfi 2, 203 Kópavogi ZO-International ehf., Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi Þorbjörn hf., Hafnargötu 12, 240 Grindavík Öryggisgirðingar ehf., Flugumýri 14, 270 Mosfellsbæ

400 Ísafirði – vesturferdir.is Véla- og bílaþjónusta Kristjáns ehf., Hafnarstræti 14, 470 Þingeyri Vélsmiðjan og Mjölnir, Mávakambi 2, 415 Bolungarvík Ævintýradalurinn ehf., Heydal, 401 Ísafirði

300-380 2 gómar ehf., Garðavöllum, 301 Akranesi Bílabær sf., Brákarbraut 5, 310 Borgarnesi Bókabúðin Hrund, Ólafsbraut 55, 355 Ólafsvík Eyja- og Miklaholtshreppur, Hjarðarfelli, 342 Stykkishólmi Eyrarbyggð ehf., Eyri, 301 Akranesi Grastec ehf., Einigrund 9, 300 Akranesi Hópferðabílar Svans Kristóferssonar ehf., Hellu, 360 Hellissandi Landlínur ehf., Jaðri 2, 311 Borgarnesi Landnámssetur Íslands ehf., Brákarbraut 13-15, 310 Borgarnesi Límtré Vírnet ehf., Borgarbraut 74, 310 Borgarnes Model ehf., Þjóðbraut 1, 300 Akranesi Rútuferðir ehf., Sólvöllum 5, 350 Grundarfirði Sjávarborg ehf., Hafnargötu 4, 340 Stykkishólmi Snæfellsbær, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi – snb.is Sveitarfélagið Stykkishólmur, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi Tannlæknastofa A.B. slf., Engihlíð 28, 355 Ólafsvík Tannlæknastofa Hilmis ehf., Berugötu 12, 310 Borgarnesi Útnes ehf., Háarifi 67, Rifi, 360 Hellissandi Verkalýðsfélag Akraness, Þjóðbraut 1, 300 Akranesi Vogir og lagnir ehf., Smiðjuvöllum 17, 300 Akranesi Þörungaverksmiðjan hf., Karlsey, 380 Reykhólum

500-580 Árskóli, Skagfirðingabraut 17, 550 Sauðárkróki Blóma og gjafabúðin ehf., Aðalgötu 14, 550 Sauðárkróki Bókhaldsþjónusta KOM ehf.,Víðihlíð 10, 550 Sauðárkróki Dögun ehf., Hesteyri 1, 550 Sauðárkróki Fasteignasala Sauðárkróks ehf., Sæmundargötu 1, 550 Sauðárkróki – krokurinn.is Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Bóknámshúsinu, 550 Sauðárkróki Hestasport – Ævintýraferðir ehf.,Vegamótum, 560 Varmahlíð Húsherji ehf., Svínavatni, Svínavatnshreppi, 541 Blönduósi Iðnsveinafélag Skagafjarðar, 550 Sauðárkróki Sauðárkróksbakarí ehf., Aðalgötu 5, 550 Sauðárkróki Siglfirðingur hf., Gránugötu 5, 580 Siglufirði Sláturhús KVH ehf., Norðurbraut 24, 530 Hvammstanga ST 2 ehf., Kvíabala 7, 520 Drangsnesi Steinull hf., Skarðseyri 5, 550 Sauðárkróki Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1, 540 Blönduósi Sörlatunga ehf., Austurhlíð, 541 Blönduósi Tveir smiðir ehf., Hafnarbraut 7, 530 Hvammstanga Vesturfarasetrið, Suðurbraut 8, 565 Hofsósi

400-470 Arctic fish ehf., Sindragötu 10, 400 Ísafirði Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík Endurskoðun Vestfjarða ehf., Aðalstræti 19, 415 Bolungarvík Geirnaglinn ehf., Strandgötu 7b, 410 Hnífsdal Hamraborg ehf., Hafnarstræti 7, 400 Ísafirði Hótel West, Aðalstræti 62, 450 Patreksfirði Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf., Hnífsdalsbryggju, 410 Hnífsdal Íslenska kalkþörungafélagið ehf., Hafnarteigi 4, 465 Bíldudal Klofningur ehf., Aðalgötu 59, 430 Suðureyri Oddi hf., Eyrargötu 1, 450 Patreksfirði Rafverk AG ehf., Skólastíg 4, 415 Bolungarvík Smali ehf., Hafraholti 46, 400 Ísafirði Stjórnendafélag Vestfjarða, Stórholti 13, 400 Ísafirði – stf.is Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 1, 420 Súðavík Valdimar L. Gíslason sf., Aðalstræti 20, 415 Bolungarvík Verslunin Fjölval ehf., Þórsgötu 10, 450 Patreksfjörður Vesturferðir ehf., Aðalstræti 7,

600-685 Alkemia ehf., Helgafelli, 606 Akureyri Almenna lögþjónustan ehf., 602 Akureyri Arctic Maintenance ehf., Skýli 14, Akureyrarflugvelli, 600 Akureyri Fjallasýn Rúnar Óskarsson ehf., Hrísateigi 5, 641 Húsavík Baugsbót ehf., Frostagötu 1B, 600 Akureyri Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins ehf., Fjölnisgötu 2a, 603 Akureyri Dalbær við Kirkjuveg, 620 Dalvík Dalvíkurbyggð, Ráðhúsinu, 620 Dalvík Eldá ehf., Helluhrauni 15, 660 Mývatni Endurhæfingarstöðin ehf., Glerárgötu 20, 600 Akureyri Enor ehf., Hafnarstræti 53, 600 Akureyri Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Skipagötu 14, 600 Akureyri Fiskmarkaður Þórshafnar ehf., Eyrarvegi 16, 680 Þórshöfn Framtal sf., 602 Akureyri Garðverk ehf., 602 Akureyri Geir ehf. útgerð, Sunnuvegi 3, 680 Þórshöfn Grýtubakkahreppur, Túngötu 3, 610 Grenivík Heilbrigðisstofnun Norðurlands,

Auðbrekku 4, 640 Húsavík – hsn.is Hlíð ferðaþjónusta ehf.,Víðihlíð, 660 Mývatni HSH verktakar ehf., Sunnuhlíð 12, 603 Akureyri Höldur ehf., Tryggvabraut 12, 600 Akureyri India karry kofi ehf., Þórunnarstræti 112, 600 Akureyri Ingvi Óskarsson ehf., Hlíðarvegi 45, 625 Ólafsfirði Ísgerðin á Akureyri, Kaupangi, Mýrarvegi, 600 Akureyri JMJ ehf., Gránufélagsgötu 4, 600 Akureyri K.Valberg slf., Kötlunesvegi 19A, 685 Bakkafirði Kollgáta ehf., Kaupvangsstræti 29, 600 Akureyri Krua Siam, Strandgötu 13, 602 Akureyri Ljósco ehf., Ásabyggð 7, 600 Akureyri Marka ehf., Hafnarstræti 94, 600 Akureyri Mýflug hf., Reykjahlíðarflugvelli, 660 Mývatni Norðurlagnir sf., Möðruvallastræti 4, 600 Akureyri Norlandia ehf., Múlavegi 3a, 625 Ólafsfirði Orkulausnir ehf., Mið-Samtúni, 601 Akureyri Premmi sf., Bárugötu 2, 620 Dalvík Raftákn ehf., Glerárgötu 34, 600 Akureyri S. Guðmundsson ehf., Klettaborg 19, 600 Akureyri Scandinavia Travel North ehf., Garðarsbraut 5, 640 Húsavík Sjúkrahúsið á Akureyri, Gleráreyrum 1, 600 Akureyri Stefna ehf., Glerárgötu 34, 600 Akureyri Stekkjarvík ehf., Hafnargötu 3, 611 Grímsey Sæbjörg EA184 ehf., Hafnargötu 7, 611 Grímsey Sæplast Iceland ehf., Gunnarsbraut 12, 620 Dalvík Trésmiðjan Rein ehf.,Víðimóum 14, 640 Húsavík Tréverk ehf., Grundargötu 8-10, 620 Dalvík Tríg ehf., Hofsbót 4, 600 Akureyri Vogar, ferðaþjónusta, Smáratúni 16B, 601 Akureyri 700-781 AS hótel ehf., Staðarborg, 760 Breiðdalsvík Austfjarðaflutningar ehf., Kelduskógum 19, 700 Egilsstöðum Bifreiðaverkstæði Sigursteins ehf., Selnesi 28-30, 760 Breiðdalsvík Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum Dýralæknirinn á Breiðdalsvík, Ásvegi 31, 760 Breiðdalsvík Egersund Ísland ehf., Hafnargötu 2, 735 Eskifirði – egersund.is Egilsstaðabúið ehf., Egilsstöðum 1, 700 Egilsstöðum Erpur ehf., Norðurbraut 9, 780 Höfn í Hornafirði Fallastakkur ehf.,Víkurbraut 4, 780 Höfn í Hornafirði – glacierjourney.is Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Stekkjarbrekku 8, 730 Reyðarfirði – fosa.is Funi ehf., sorphreinsun, Ártúni, 781 Höfn í Hornafirði Gistihúsið Egilsstöðum, Egilsstöðum 2, 700 Egilsstöðum Hafnarsókn, Kirkjubraut, 780 Höfn í Hornafirði Kaskó bókhaldsstofa, Fagradalsbraut 25, 700 Egilsstöðum

21


Króm og hvítt ehf., Álaleiru 7, 780 Höfn í Hornafirði Launafl ehf., Hrauni 3, 731 Reyðarfirði Myllan – Stál og vélar ehf., Miðási 12, 700 Egilsstöðum Rósaberg ehf., Háhóli, 781 Höfn í Hornafirði Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, 740 Neskaupstað Skinney – Þinganes hf., Krossey, 780 Höfn í Hornafirði Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf., Fagradalsbraut 11, 700 Egilsstöðum Súlkus ehf., Hafnarbraut 1, 740 Neskaupstað Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði Tandraberg ehf., Strandgötu 8, 735 Eskifirði Tandrabretti ehf., Strandgötu 8, 735 Eskifirði Uggi SF - 47 ehf., Fiskhóli 9, 780 Höfn í Hornafirði Vélsmiðjan Foss ehf., Ófeigstanga 15, 780 Höfn í Hornafirði Ökuskóli Austurlands sf., Miðási 1, 700 Egilsstöðum 800-902 Ásahreppur, Laugalandi, 851 Hellu Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf., Hrísmýri 3,

800 Selfossi Bær hf., Klausturvegi 6, 880 Kirkjubæjarklaustri Eldstó ehf., Austurvegi 2, 860 Hvolsvöllur Ferðaþjónustan Hunkubökkum ehf., Hunkubökkum, 880 Kirkjubæjarklaustri Flóra garðyrkjustöð, Heiðmörk 38, 810 Hveragerði Gljásteinn ehf., Myrkholti, 801 Selfossi Grettisafl ehf., Urðarmóa 9, 800 Selfossi GT Ice ehf ., Lágengi 26, 800 Selfoss GTS ehf., Fossnesi C, 800 Selfossi Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali, Hörðuvöllum 4, 800 Selfossi Hátak ehf., Norðurgötu 15, 801 Selfossi Hellishólar ehf., Hellishólum, 861 Hvolsvelli Hestvit ehf., Árbakka, 851 Hellu Hótel Örk, Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði Hveragerðissókn, 810 Hveragerði Ísfélag Vestmannaeyja ehf., Tangagötu 1, 902 Vestmannaeyjum Jeppasmiðjan ehf. – varahlutaverslun, Ljónsstöðum, 801 Selfossi K.Þ. verktakar ehf., Eyravegi 32, 800 Selfossi Kanslarinn, Dynskálum 10c, 850 Hellu Lífsgleði ehf., Árbæ 4, 801 Selfossi LS Ozone ehf., Grafhólum 2, 800 Selfoss Mundakot ehf., Tryggvagötu 2a, 800 Selfossi

Pro-Ark ehf., Eyravegi 31, 800 Selfossi Pylsuvagninn Selfossi, 800 Selfossi Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts ehf., Laugarási 1, 801 Selfossi Raftaug ehf., Borgarheiði 11h, 810 Hveragerði Rannsóknarþjónustan Vestmannaeyjum ehf., Strandvegi 50, 900 Vestmannaeyjum Reykhóll ehf., Reykhóli, 804 Selfossi Riding tours South Iceland, Syðra Langholti 3, 845 Flúðum RR tréverk ehf., Iðjuvöllum 7b, 880 Kirkjubæjarklaustri Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., Víkurheiði 6, 801 Selfossi Stálkrókur ehf., Grenigrund 3, 800 Selfossi Teiknistofa Páls Zóphóníassonar ehf., Kirkjuvegi 23, 900 Vestmannaeyjum Toppmálun ehf., Þrastarima 25, 800 Selfossi Tvisturinn, Faxastíg 36, 900 Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyjum Vélaverkstæðið Þór ehf., Norðursundi 9, 900 Vestmannaeyjum Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2, 900 Vestmannaeyjum – vsv.is

SLÖKUN VELLÍÐAN UPPLIFUN

JARÐBÖÐIN VIÐ MÝVATN 22


23


Akureyri

2/23/2017

verifone­logo­primary­pos­2color_highres.jpg (3512×1576)

Fallegar VON-ar gjafir http://global.verifone.com/media/4241840/verifone­logo­primary­pos­2color_highres.jpg

1/1

www.skb.is

24


Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 til að styðja við bakið á krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega, og til að berjast fyrir réttindum þeirra gagnvart hinu opinbera. Á þeim vettvangi hefur náðst mikill árangur en enn er mikil þörf fyrir ýmiss konar

12-14 greiningar á ári

Árlega greinast 12-14 börn á Íslandi á aldrinum 0-18 ára með krabbamein. Hvítblæði og heilaæxli eru algengust. Meðferð við krabbameinum í börnum er yfirleitt mjög hörð en þau eru meðhöndluð með skurðaðgerðum, lyfjameðferðum og geislum. Börnin verða veik og máttfarin meðan á meðferð stendur og eru oft lengi að ná upp fyrri styrk. Þau eru gjarnan algjörlega ónæmisbæld þegar þau eru í meðferðarlotum og geta umgangspestir, sem eru flestu fólki meinlausar, reynst stórhættulegar. Þá er gott að eiga athvarf utan skarkalans en SKB á og rekur hvíldarheimili á Suðurlandi þar sem fjölskyldur barna í meðferð geta komist í skjól þegar á þarf að halda. Húsið er leigt félagsmönnum þegar fjölskyldur barna í meðferð dvelja ekki í því.

Félagsstarf, skrifstofa, fjáröflun

stuðning. Það er áfall fyrir alla fjölskylduna þegar einn greinist með krabbamein og hún er allt í einu komin í stöðu sem enginn vill nokkurn tíma þurfa að vera í. Yfirleitt hættir a.m.k. annað foreldrið að vinna um tíma til að sinna veika barninu og verður fjárhagslegt áfall því í flestum tilvikum tilfinnanlegt.

Mömmuhópur, pabbahópur, unglingahópur og Angi

SKB stendur fyrir ýmsu félagsstarfi fyrir félagsmenn sína. Krabbameinsveiku börnin á aldrinum 13-18 ára hittast reglulega í félagsaðstöðu SKB eða utan hennar, hafa stuðning hvert af öðru og gera eitthvað skemmtilegt saman. Mæður og feður krabbameinsveiku barnanna hittast mánaðarlega og spjalla. Þó að börnin séu ekki öll með sömu mein þá finnst þeim gott að hittast og bera saman bækur sínar. Foreldrar barnanna sem tapa baráttunni fyrir krabbameini hittast óreglulega og spjalla. Það er sár reynsla sem enginn skilur nema sá sem hefur reynt. Sá hópur hittist alltaf í byrjun aðventu og útbýr skreytingar á leiði barna sinna.

Félagið stendur fyrir sumarhátíð síðustu helgina í júlí ár hvert. Áhugaflugmenn hafa boðið félagsmönnum útsýnisflug yfir Fljótshlíðina við frábærar viðtökur á hverju ári. Árshátíð er haldin einu sinni á ári og 20. desember ár hvert er haldin jólastund og þar minnast félagsmenn Sigurbjargar Sighvatsdóttur en hún gaf félaginu allar eigur sínar árið 1994. Sú gjöf lagði góðan grunn að starfi félagsins og möguleikum þess til að standa vel við bakið á félagsmönnum sínum. Stjórn SKB kemur saman einu sinni í mánuði og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. Þess á milli er stjórn félagsins í höndum framkvæmdastjóra og þriggja manna framkvæmdastjórnar, sem í sitja formaður, gjaldkeri og framkvæmdastjóri félagsins. Skrifstofa félagsins er í Hlíðasmára 14. Hún er opin alla daga kl. 9-16. Starfsmenn eru tveir. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna nýtur mikils velvilja og málstaðurinn mikils stuðnings víða í samfélaginu og sem betur fer eru margir sem vilja rétta því hjálparhönd. Þörfin er þó afar brýn og alltaf meiri en félagið myndi vilja geta sinnt. Helstu leiðir félagsins til fjáröflunar hafa verið útgáfa félagsblaðs tvisvar á ári og sala styrktarlína í þau, sala minningarkorta og tækifæriskorta og ýmissa söluvara.

Þjónusta og fasteignir

SKB á tvær íbúðir í Reykjavík fyrir fjölskyldur barna af landsbyggðinni sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna læknismeðferðar barna sinna. Landspítalinn sér um rekstur og úthlutun þeirra íbúða. Ef fjölskyldur krabbameinsveikra barna þurfa ekki á þeim að halda er þeim ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna sem eiga börn á Barnaspítalanum. SKB greiðir ýmsa þjónustu fyrir skjólstæðinga sína, einkum sálfræðiþjónustu en einnig aðra heilsurækt og sjúkraþjálfun. Sem betur fer lifa alltaf fleiri og fleiri það af að greinast með krabbamein og er svo komið að hlutföllin eru um það bil 80% sem lifa og 20% sem deyja. Fyrir um aldarfjórðungi voru þessi hlutföll akkúrat öfug. En meðferð við krabbameini getur haft ýmsar aukaverkanir og síðbúnar afleiðingar í för með sér, líkamlegar, andlegar og félagslegar og börnin sem læknast geta þurft ýmsa aðstoð í mörg ár eftir að meðferð lýkur.

Listmeðferð

SKB býður börnum í félaginu einkatíma í listmeðferð á skrifstofu félagsins. Nánari upplýsingar gefur Harpa Halldórsdóttir listmeðferðarfræðingur í síma 588 7555 eða harpa@skb.is.

Samstarf

SKB er eitt aðildarfélaga Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, og á aðild að Almannaheillum, samtökum þriðja geirans. Auk þess er SKB aðili að alþjóðlegum samtökum félaga foreldra barna með krabbamein, CCI (Childhood Cancer International).

25


Geothermal Baths

Heilsulind frá landnámi Einstök tenging við náttúruna - komdu og njóttu gufunnar og slakaðu vel á í heitri náttúrulaug www.fontana.is

26

486-1400

fontana@fontana.is


KRINGLUNNI | ENGLABORNIN.IS

JÓGA

FYRIR ALLA KUNDALINI JÓGA HATHA JÓGA JÓGA NIDRA MJÚKT JÓGA

Skipholt 50 C

HUGLEIÐSLA KARLAJÓGA MEÐGÖNGUJÓGA MÖMMUJÓGA

Þú finnur traust í okkar lausn

KRAKKAJÓGA 60 ÁRA OG ELDRI JÓGA ÞERAPÍA JÓGAKENNARANÁM

jogasetrid.is

Turnahvarf 8 · 203 Kópavogur 587 1300 · Kapp@kapp.is · www.Kapp.is

27


Hágæða vinnuföt

fyrir alla mikið úrval Sérmerkjum fyrir fyrirtæki

Barna og unglingaföt 2-14 ára, stærðir 98-164

Mikið úrval af öryggisvörum

vinnuföt fást einnig í

Verkfæri og festingar Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga (Í júní – ágúst er lokað á laugardögum)

HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is •

Hagi ehf HILTI


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.