Börn með krabbamein 2. tbl. 2022

Page 1

2. tbl. 29. árg. 2022 Viðtal við Thelmu Dögg Ragnarsdóttur og Jóhannes Má Marteinsson

STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA

Fjölskylda með marga bolta á lofti


Viðtal við fjölskyldu í SKB

Bls. 5

BBQ-hátíðin Kótelettan

ÚTGEFANDI: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi, sími: 588 7555, netfang: skb@skb.is, heimasíða: www.skb.is, RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. STJÓRN SKB: Rósa Guðbjartsdóttir, formaður, Benedikt Einar Gunnarsson, Björn Harðarson, Dagný Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Jónas Tryggvi Jóhannsson, Kristjana Erlen Jóhannsdóttir, Særós Tómasdóttir og Una Gunnarsdóttir. MYNDIR: Úr safni SKB og myndabönkum. FORSÍÐUMYND: Einar Ingi Ingvarsson UMBROT: Harpa Halldórsdóttir hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. PRENTUN: PRENTMET ODDI ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja.

Efnisyfirlit

Bls. 12

Reykjavíkurmaraþon

Bls. 13

Helstu fréttir

Bls. 14

Barretstown í sumar

Bls. 15

Þrautir og fleira fyrir börnin. Bls. 16Fyrsta heims vandamálin okkar Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á í samstarfi við önnur félög, bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Innan Childhood Cancer International (CCI) eru sjúklingafélög, svipuð SKB, og á hverju ári halda samtökin alþjóðlega ráðstefnu í samstarfi við SIOP (International Society of Paediatric Oncology), sem eru alþjóðleg samtök fagfólks sem sinnir krabbameinsveikum börnum. Foreldra- eða sjúklingahluti ráðstefnunnar nýtur góðs af samstarfinu við faghlutann, þar sem auðvelt er að fá færasta fagfólk til að deila reynslu sinni og þekkingu. SKB hefur í gegnum tíðina sent fólk til þátttöku á ráðstefnunni þegar hún er haldin á Vesturlöndum en vegna Covid og af ýmsum öðrum ástæðum hefur enginn sótt ráðstefnuna fyrir hönd SKB í nokkur ár. Úr því var bætt nú í haust þegar við Harpa Halldórsdóttir skráðum okkur til leiks í Barcelona. Það er afar fróðlegt að heyra frásagnir leikmanna og fagmanna úr öllum áttum. Að þessu sinni var áherslan talsvert á þau sem hafa lifað af krabbameinsmeðferð. Hverjar eru helstu áskoranir sem þau mæta. Margt mjög fróðlegt og áhugavert. Það sem stendur þó upp úr eftir að hafa heyrt á annan tug fyrirlestra fólks úr öllum heimshornum er það hvað vandamálin sem við glímum við eru lítilfjörleg miðað við mörg lönd. Auðvitað er ekki allt fullkomið hjá okkur og margt sem okkur langar að bæta og sem þarf að bæta en hér er þó aðgengi að meðferð gott og viðhorf til krabbameins og þekking á því þannig að það kemur ekki í veg fyrir að foreldrar láti börn sín undirgangast meðferðir. Það situr í okkur frásögn frá Kenýa af dreng sem greindist með hvítblæði. Hann þurfti að sækja læknishjálp um langan veg. Meðferðin gekk ágætlega en það var það sem tók við þegar hann kom heim aftur sem var dapurlegt. Fjölskyldan hans var sniðgengin af nágrönnum og ættingjum vegna þess að fólk trúir því almennt að krabbamein sé smitandi. Hann var lagður í einelti í skóla og þó að hann hafi klárað nám reiknar hann ekki með að fá vinnu vegna fordóma og fáfræði. Þetta hefur af skiljanlegum ástæðum haft áhrif á andlega heilsu og núna glímir hann við mikinn andlegan vanda. Þrátt fyrir tilraunir til vitundarvakningar virðist vera erfitt að breyta lífsseigum viðhorfum. Í sumum löndum er það sem á ensku heitir abandonment sérstakt vandamál en það er þegar barn hættir í miðri

4

Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdastjóri SKB.

meðferð og fær ekki að ljúka henni. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður. Fjölskyldan býr langt frá meðferðarstað og getur ekki fylgt barni í meðferð eða hefur ekki efni á að ferðast á milli heimilis og meðferðarstaðar. Viðhorf til krabbameins í samfélaginu eru þannig að foreldrar ákveða að hætta meðferð. Fjölskylduaðstæður eru þannig að foreldri getur ekki verið að heiman með barni í meðferð og hættir meðferð til að geta farið heim aftur. Dæmi voru sögð af móður með barn í meðferð fjarri heimili, sem hélt að maðurinn hennar myndi yfirgefa fjölskylduna ef hún kæmi ekki heim aftur og þjónaði honum til borðs og sængur. Þessar sögur eru ekki raktar hér til að hafa afsökun fyrir því að draga út metnaði eða áhuga á að gera betur. Þær eru bara sagðar til að minna okkur á hvað við höfum það gott og hvað við megum vera þakklát fyrir aðstæðurnar sem okkur og börnum okkar eru búnar.


Fjölskylda með marga bolta á lofti

Viðtal: Gréta Ingþórsdóttir Myndir: Einar Ingi Ingvarsson og úr einkasafni

Lilja Rut, 6 ára stelpa úr Kópavogi, er búin að fara í gegnum meiri veikindi, meðferðir, rannsóknir, meðhöndlanir, lyfjagjafir og spítalavist en flestir gera á langri ævi – og það á innan við einu ári. Samt er hún ekkert einsdæmi þegar börn með krabbamein eru annars vegar, því miður. En hvernig var aðdragandi greiningar og hvað tók við? Foreldrar Lilju Rutar,Thelma Dögg Ragnarsdóttir og Jóhannes Már Marteinsson, segja frá.

5


Fimm ár og svo búið! Þarna var Lilja Rut komin með útbrot til viðbótar við hitann, nætursvitann, kláðann og gómblæðingarnar. Einhverjum datt í hug að hún væri með einkyrningasótt vegna þess að þegar amoxcillin er gefið ofan í hana þá geta komið húðskellur eins og Lilja Rut var með. Það var kannað og hún greindist fyrst neikvæð og síðan jákvæð – eða með gamalt mótefni fyrir sóttinni. Þarna var loksins tekin blóðprufa, enda ljóst að það þurfti eitthvað meira til að hjálpa henni en panodil og kláðalyf og daginn eftir var hún lögð inn. Halldóra Þórarinsdóttir var á vakt þessa vikuna og hún var alltaf að tékka á okkur. Við vissum ekki á þessum tímapunkti hvernig læknir hún var, sem betur fer.“

Lilja Rut komin með lyfjabrunn.

Þriðji læknirinn hlustaði loksins „Lilja Rut var að byrja í fyrsta bekk fyrir rúmu ári, alltaf með hita og slappleika og var mikið frá skóla fyrsta mánuðinn. Hún er barn sem hafði aldrei verið veikt, var alltaf hraust og orkumikil. En þarna var hún alltaf slöpp og þegar það dróst á langinn að hún hresstist, fórum við að verða óróleg. Í tannlæknatíma sem hún átti kom í ljós að hún var líklega með sýkingu í tannholdi eða tönn. Tannlæknirinn gaf henni sýklalyf og sagði að það myndi ekki þurfa að gera neitt meira. Hún lagaðist, kláraði sýklalyfjakúrinn og fékk svo bara hita strax aftur. Með nætursvita. Við fórum með hana á heilsugæsluna og nefndum sérstaklega við lækninn sem skoðaði hana að hún væri með sýkingu í munni og blæðandi tannhold en hann skoðaði það ekki, kíkti bara í hálsinn á henni og gaf henni annað sýklalyf sem hún varð ekki betri af.

6

Þetta var á mánudegi. Á miðvikudegi fórum við með hana á bráðamóttöku barna og sátum þar með hana á biðstofunni fárveika í tvo tíma. Hún fékk panodil og við skammir fyrir að gefa henni ekki hitalækkandi! Læknirinn sem skoðaði hana gaf sér engan tíma og hlustaði ekki á okkur þegar við sögðum honum að hún væri búin að vera með hita í tvær vikur og væri með sýkingu í munni og mikinn kláða. Hann skoðaði ekki upp í hana, tók ekki blóðprufu en kvað upp úr með það að hún væri með vírus og skrifaði út töflur við kláðanum. Við fórum heim af bráðamóttökunni mjög ósátt og enn með áhyggjur. Á föstudegi fórum við enn með hana til læknis og nú á barnalæknavaktina í Domus Medica – án þess að gefa henni hitalækkandi vegna þess að við vildum að læknarnir sæju hvernig hún var. Þar hittum við á yndislegan lækni sem sendi okkur beint út á bráðamóttöku og hringdi á undan okkur.

Ekki sáust afgerandi einkenni hvítblæðis og grunur um einkyrningasótt var ofarlega á blaði til að byrja með. Thelma og Jói halda að læknana hafi verið farið að gruna hvítblæði á þriðja degi eftir innlögn – og jafnvel strax á fyrsta degi – en það var ekki fyrr en á 7. degi sem greiningin lá fyrir. Jói segist strax hafa hugsað: fimm ár og svo búið! Það sé það sem hann og þau hafi haldið um hvítblæði og segist telja að það sé það sem fólki haldi almennt um hvítblæði. Það viti ekki hvað horfurnar séu oftast góðar núorðið.

Greindist sem betur fer snemma „Þegar greiningin lá fyrir var tekið beinmergssýni, Lilja Rut fékk lyfjabrunn og meðferðin byrjaði. Við fengum bækur heim til að útskýra fyrir hinum krökkunum sem höfðu beðið heima, Evu Lind, 13 ára kvíðastelpu og transstráknum Elí Daggrós, 17 ára. Rúnar, 22 ára, og kærastan hans voru nýflutt til foreldra hennar eftir að hafa búið hjá Thelmu og Jóa í þrjú ár. Það tengdist ekki greiningu Lilju Rutar að þau fluttu út en það létti vissulega álaginu aðeins af heimilinu. Þetta átti að vera í mánuð til að byrja með en þau eru enn ekki flutt heim aftur og allt gengur vel hjá þeim. Lilja Rut náði 20 dögum í skólanum áður en hún greindist. Hún var mjög mikið lasin í skólabyrjun og kennararnir spurðu eðlilega


hvort hún væri heilsulaus en hún hafði einmitt ekki verið það. Hún hafði verið hraust og við vorum viss um að þetta væri eitthvað tilfallandi. Það hefur hjálpað henni í veikindunum hvað hún var hraust í grunninn. Hún greindist í raun mjög snemma og var ekki komin með þessi dæmigerðu einkenni; marbletti og eitlastækkanir, en hún var með blæðandi tannhold og nætursvita og alltaf með hita.“ Thelma segir að sig hafi grunað hvítblæði á 6. degi og farið að skoða einkenni hvítblæðis á netinu en fljótt hætt að spá í það þar sem Lilja Rut var ekki með þessi týpísku einkenni. Þeim var sagt að hvítu blóðkornin væru „lifandi“ og þá nefndi systir Thelmu strax að þetta væri örugglega hvítblæði. Hins vegar fylgir það líka einkyrningasótt að hvítu blóðkornin séu „lifandi“ og skrítin.

Heimsóknabannið erfitt fyrir fjölskylduna „Lilja Rut byrjaði í meðferð 11. október og fór í prótókoll sem heitir ALLTogether. Fyrsta lotan var venjuleg áhætta (e. standard risk), fjórar vikur. Það gekk svona upp og niður. Hún var mikið lasin, fékk sveppasýkingu í blóðið og sýkingu í brunninn sem þá þurfti að taka aftur. Hún endaði í hjólastól og illa gekk að vinna bug á sveppasýkingunni. Hún var án brunns í 11 daga en svo var hann settur upp hinum megin og er Lilja Rut fékk útbrot um allan líkamann.

búinn að vera til friðs síðan. Hún var á spítala frá því í upphafi meðferðar í október þar til í lok nóvember þegar hún fékk að fara heim í fimm daga. Eftir fyrstu lotuna og eftir annað beinmergssýni færðist hún yfir í flokk sem á ensku heitir intermediate high-risk, sem þýddi aðeins harðari meðferð. Hún lagðist aftur inn 11. des. vegna brisbólgu sem átti að reyna að ná niður á nokkrum dögum. Það gekk þó ekki betur en svo að hún var 0 í öllum blóðgildum í tvær vikur og það þurfti að gera hlé á meðferðinni. Ólafur Gísli sendi blóðprufu út til að láta athuga ákveðin ensím og kanna hvort hún gæti ekki unnið úr einu lyfi sem hún þarf að taka út alla meðferðina. Hún virðist vinna einkennilega úr því en er þó enn að taka það daglega. Hún endaði í sex vikna innlögn, var með fjórar lyfjadælur og fékk fullt af lyfjum til að berjast við sýkingu í blóði, sár í ristli og brisbólgu. Hún losnaði ekki úr einangrun fyrr en 19. janúar og útskrifaðist daginn eftir sem þýddi að hún var í innlögn um jól og áramót.

hjá hverju barni í einu. „Það var ömurlegt að þurfa að skiptast á og hittast aldrei og við vorum aldrei saman með Lilju Rut. Þetta var erfitt fyrir alla, sérstaklega Evu Lind,“ segja þau. En Thelma gat grátið út undanþágu fyrir þau foreldrana að fá að vera saman hjá Lilju Rut eftir vinnu hjá Jóa í þessari löngu spítalainnlögn. Jólin á spítalanum.

Á þeim tíma var heimsóknabann vegna Covid19. Aðeins annað foreldrið mátti vera

7


Börnin voru send til systur Thelmu í Hveragerði á aðfangadag. Eva Lind var farin þangað viku fyrir jól og Elí Daggrós fékk svo að koma með pabba sínum á spítalann á aðfangadag til að borða saman brunch. Eftir það kom Rúnar sonur þeirra og sótti Elí og þeir fóru saman til Hveragerðis til að eiga saman jól þar með systur Thelmu og fjölskyldu hennar. „Jói eldaði heima og kom með matinn. Við fengum að vera fjögur inni á stofunni hennar Lilju Rutar og borðuðum saman. Hún sat í sparikjól uppi í rúmi og borðaði salat. Eva Lind fékk að koma á jóladag og svo aftur um áramótin. Þá þurfti samt aftur að skipta liði – Jói var með Lilju Rut á Barnaspítalanum og ég með hinum krökkunum heima,“ segir Thelma. Þau segja að það hafi verið erfitt að fara í gegnum þetta á Covid-tímum og vegna heimsóknabanns og vegna þess að Lilja Rut þurfti mikið að vera í einangrun, hafi mæðgurnar verið mikið einar. Thelma segir að vinkona hennar, sem er læknir, hafi stundum smyglað sér inn og heilsað upp á þær og þær heimsóknir hafi verið vel þegnar. Thelma var líka dugleg að fara út með hinum krökkunum í göngutúra á kvöldin niður í bæ á meðan Jói sat hjá Lilju Rut. „Það var nauðsynlegt fyrir okkur öll að eiga líka gæðastundir með hinum börnunum á erfiðum tímum.“ Lyfjastandurinn í jólabúningi.

Lilja Rut í skólanum á spítalanum.

Mjög veik í fjóra mánuði samfellt Lilja Rut fékk sjálf Covid19 í febrúar og raunar fjölskyldan öll í sömu vikunni. Lilja Rut fór létt í gegnum það, sem betur fer, enda var hún góð í blóðgildum. Skömmu seinna fékk hún RS-vírus, varð mjög veik og þurfti þá leggjast inn í 5 daga. Lilja Rut var mjög veik samfellt í 4 mánuði þegar hún glímdi bæði við brisbólgu og sveppasýkingu í blóði. Hún fékk bara að koma heim tvisvar sinnum, fimm daga í hvort sinn. Eftir að hún komst yfir sýkingarnar hefur allt gengið mikið betur. Hún missti hárið á þessum tíma en vildi ekki láta raka það alveg af. Elí var búinn að suða um að fá að raka af sér hárið og þegar Lilja Rut var loksins tilbúin til að láta hárið fjúka í janúar þá gerðu þau það bæði saman. Henni fannst mikill stuðningur fyrir sig að hann skyldi gera það líka. Núna er hárið að koma aftur – jafnt og þétt og fínt.

8

Það er kominn þokkalega góður taktur í meðferðina. Lilja Rut fór í fyrstu háskammtaferðina í lok janúar og þoldi hana einna best af öllum meðferðunum. Hún fékk tvær háskammtameðferðir á sjö vikum, síðan tók 12 vikna lyfjalota við og svo aftur sjö vikna háskammtameðferð sem hún fékk tvisvar. Hún byrjaði svo í viðhaldsmeðferð í júlí og klárar hana eftir um það bil ár eða í nóvember 2023. Einu sinni í mánuði fær hún Vincristin í brunninn og stera í fimm daga. Alla hina dagana tekur hún töflur – nema hún sé í pásu vegna blóðgilda – og Methotrexate einu sinni í viku. Hún fær lyf í mænuvökva í svæfingu á um það bil 12 vikna fresti. Þetta gengur allt frekar vel nema að Vincristin veldur óþægindum í húð ásamt verkjum í kjálka og fótum. Hún fékk svo reyndar lifrarbólgu eftir eina lotuna núna nýlega og varð mjög lasin. Hún er líka nýlega búin að fá rino-veiru og aðra corona-veiru en með henni fékk hún 40,6 stiga hita. Í einni svæfingu núna nýlega var ákveðið að gera við tennur í Lilju Rut og í þeirri


svæfingu kom í ljós að hún var mjög lág í blóðgildum. Í kjölfarið fékk hún hita og þurfti að fara í innlögn og fá tvenns konar sýklalyf.

viku með hana í blóðprufu á barnaspítalann. Thelma vonast til að geta byrjað að vinna í janúar og unnið þrjá daga í viku. Mamma hennar er hætt að vinna og hún hefur verið fjölskyldunni til halds og trausts og er tilbúin til þess áfram.

Ekki húsum hæf á sterunum! „Lilja Rut fór ekkert í skólann í fyrravetur og fyrsti heili skóladagurinn hennar var í byrjun október. Annars er allt gert til að henni líði sem best og hún missi sem minnst úr. Hún fékk kennslu á spítalanum þegar hún var til í það, þá kom Guðrún kennari og las fyrir hana og aðstoðaði hana með lærdóminn. Stundum gat hún hvorki verið í tölvunni né horft á sjónvarpið. Hún fór tvisvar í heimsókn í skólann sinn, Salaskóla, og þangað fór Sigrún [Þóroddsdóttir] líka til að fræða bekkinn hennar og kennarana um veikindin. Skólafélagar hennar vissu því hvað hún var veik og þau langaði að gera eitthvað fyrir hana. Þau söfnuðu fyrir Nintendo Swiftleikjatölvu og færðu henni á spítalann ásamt fleiri gjöfum. Hún gat eiginlega ekkert mætt í skólann en hún fór með bekknum sínum í sveitaheimsókn á Hraðastaði í Mosfellsbæ í vor. Hún fór með rútunni í sveitina og svo heim með mömmu sinni í bílnum, sem hafði til öryggis keyrt á eftir rútunni,“ segir Jói. Lilja Rut fer í skólann þegar hún treystir sér til – nema í steravikum en þá er hún ekki húsum hæf, að sögn foreldranna, þreytt og skapvond. Í steravikum er spítalaskóli og hún fær að fara á leikstofuna í frímínútum sem henni finnst ekki leiðinlegt. Það er gert til að hún hafi úthald til að læra meira. Í Salaskóla fer hún meira að segja í skólasund. Thelma fer með henni í klefann og kennir henni að vera sjálfstæð í sundinu.

Hafa nýtt sér þjónustu SKB

heimtaði ekki humar! Hún hefur ekki sótt í nammi en vill helst ávexti og grænmeti. Núna er hún mikið í salatblöðum. Vikuna eftir steraviku sækir hún mest í eitthvað ákveðið og vill þá mikið prótín.

Þau segja að skólinn komi mjög vel til móts við Lilju Rut og hennar þarfir en hún þarf mikinn stuðning. Áður en hún greindist hafði vaknað grunur um að hún væri með ódæmigerða einhverfu, ADHD eða ADD en hún glímir við mikla talörðugleika. Hún er komin í talkennslu hjá talmeinafræðingi eftir tveggja ára bið en veikindin hafa seinkað greiningarferli og meðferð. Þau eru búin að fá samþykkta sjúkrakennslu í þrjá tíma á viku en Lilja Rut getur ekki setið í bekk með 18 krökkum. Hún þarf maður á mann stuðning.

Thelma og Jói eru bæði sjúkraþjálfarar og vinna á sama stað. Jói hefur unnið allan tímann fyrir utan nokkra daga eftir greiningu en Thelma fékk strax leyfi frá vinnu og þau segjast hafa mætt miklum skilningi vinnuveitanda síns. Thelma ætlaði upphaflega að byrja að vinna í janúar, svo apríl, svo október en núna janúar. Hún verður að geta tekið á móti Lilju Rut ef hún þarf að koma heim úr skólanum og hún fer a.m.k. einu sinni í

Hún er ekki skráð í dægradvöl í Salaskóla en má samt mæta þegar hún vill og getur, kannski hálftíma á viku. Þetta skiptir miklu máli fyrir hana félagslega, enda hefur hún verið í mikilli einangrun. Hún stendur eiginlega ótrúlega vel félagslega miðað við hvað hún hefur lítið getað umgengist önnur börn frá því hún veiktist. Hún glímir þó við aðskilnaðarkvíða sem er kannski ekki skrítið miðað við hvað þær mæðgur hafa varið

Lilja Rut að hlaupa með pabba.

Elí Daggrós, Lilja Rut og Eva Lind.

Það hafa verið ákveðnar matarþarfir í meðferðinni með hápunktum í tengslum við steravikur eins og margir foreldrar þekkja. Um tíma vildi Lilja Rut bara hamborgara, síðan bara plokkfisk og um tíma bara kjötsúpu. 1944 reddaði þeim málum. Svo mátti hún ekki borða kjöt þegar hún var með brisbólgu og þá var súpan sigtuð þannig að hún fékk kjötsúpusoð. Hún vildi bleikan fisk á tímabili. Til dæmis klukkan níu að kvöldi og þá varð bara að redda því! Um tíma voru það bara tacos. Svo bara núðlur. Núna er það grilluð samloka með bleikri sósu. Foreldrarnir þakka fyrir að hún

9


miklum tíma saman einar í meðferðinni. Systkini hennar mega ekki koma með henni á leikstofuna og hún er oft ein að dúlla sér þar en líka dugleg að leika við önnur börn ef þau eru þar á sama tíma. Fjölskyldan hefur nýtt sér þjónustu SKB frá því Lilja Rut greindist. Eva Lind er í listmeðferð hjá Hörpu og hefur mætt í unglingahópinn og Elí hefur áhuga á að mæta þar líka. „Annars höfum við verið með hann í miklum pakka sl. 4-5 ár og núna lítur út fyrir að hann sé að komast inn í transteymið á BUGL. Fólk er að spyrja okkur hvernig við stöndum eiginlega í fæturna með öll þessi verkefni. Eva Lind er með kvíða og ADHD en funkerar samt ágætlega og á góðar vinkonur sem styðja hana vel. Eftir að Elí fór í menntaskóla gengur honum vel en hann var feginn að losna úr Salaskóla. Hann átti einhverja vini þar en Lilja Rut hefur dvalið mikið á spítalanum.

10

lenti samt í einelti og miklu mótlæti. Hann á góðan vinahóp í MH þar sem flestir eru gay eða trans. Ég mæti í mömmuhópana og finnst ég fá þar góðan stuðning,“ segir Thelma „og Jói hefur tvisvar mætt í pabbahópinn hjá Birni. Það þurfti aðeins að ýta á hann en þegar hann dreif sig loksins fannst honum það mjög gott.“ Thelma og Jói æfa bæði Crossfit í Sporthúsinu og æfingafélagar þeirra þar tóku sig til í mars og héldu sérstakan styrktardag fyrir þau sem heppnaðist mjög vel. Þau hafa fengið mikinn stuðning og velvilja frá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum sem þau eru mjög þakklát fyrir. Þau sjá fram á að Lilja Rut klári sína meðferð á næstu 13 mánuðum og þá geta þau vonandi strikað eitt stórt verkefni út af listanum hjá sér. Það er nóg eftir samt…

e

Lilja Rut á fallegum haustdegi.


VIÐVÖRUNARMERKI UM KRABBAMEIN Í BÖRNUM CHILDHOOD CANCER WARNING SIGNS

1

2

Fölvi, óeðlilegir marblettir eða blæðing, beinverkir.

Bólgur eða fyrirferð - sérstaklega ef verkjalausar og án hækkaðs líkamshita eða vísbendinga um sýkingu.

Pallor, bruising or bleeding, general bone pain.

Lumps or swelling – especially if painless and without fever or other signs of infection.

3

4

5

Óútskýrt þyngdartap eða hiti, þrálátur hósti eða andstytta, nætursviti.

Breytingar á augum - hvítur blettur í auga, barnið verður allt í einu rangeygt, blinda, mar eða bólga í kringum augu.

Bólga eða fyrirferð í kvið.

Unexplained weight loss or fever, persistent cough or shortness of breath, sweating at night.

Eye changes – white pupil, new onset squint, visual loss, bruising or swelling around the eye(s).

6

7

Höfuðverkir, sérstaklega ef óvanalega þrálátir eða miklir, uppköst (sérstaklega að morgni dags eða ef þau aukast á nokkrum dögum).

Verkir í útlimum eða beinverkir, bólga án þekkts áverka eða vísbendinga um sýkingu.

Headaches, especially if unusually persistant or severe, vomiting (especially early morning or worsening over days).

Abdominal swelling.

Limb or bone pain, swelling without trauma or signs of infection.

! LÁTIÐ SKOÐA BETUR EF ÞESSI EINKENNI ERU TIL STAÐAR IF THESE SYMPTOMS ARE PRESENT REFER FOR FURTHER EXAMINATION

11


BBQ-hátíðin Kótelettan tvöfaldar afrakstur af styrktarlettum Sumarið 2022 voru í sjöunda sinn seldar kótelettur til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) á BBQ-hátíðinni Kótelettunni á Selfossi sem haldin er árlega. Afrakstur af styrktarlettusölunni er orðinn um fjórar milljónir króna. Í sumar voru seldar kótelettur fyrir rúma hálfa milljón króna og í lok október afhenti Einar Björnsson, skipuleggjandi og forsvarsmaður Kótelettunnar, SKB sömu upphæð og sagði við það tækifæri að hátíðin myndi framvegis tvöfalda þá upphæð sem kæmi út úr styrktarlettusölunni Viðstaddir afhendinguna voru fulltrúar SS og Kjarnafæðis en fyrirtækin hafa síðustu ár lagt til kóteletturnar sjálfar. Einnig hefur Matborðið gefið SKB kartöflusalat sem selt hefur verið með kótelettunum. Framkvæmdastjóri SKB, Gréta Ingþórsdóttir, sagði við afhendinguna að hátíðin hefði fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af skemmtilegri fjáröflunarviðburðum félagsins á hverju ári. Þar gæfist tækifæri til að hitta fjölda fólks, auk þess sem

afraksturinn kæmi að góðum notum í starfi félagsins og fyrir hann væri forsvars- og félagsfólk þess afar þakklátt. Það að Einar Björnsson hefði ákveðið að leggja félaginu síðan annað eins til hefði komið skemmtilega á óvart og yrði vonandi öðrum hvatning til að láta gott af sér leiða.

Gestagrillararnir með Grétu. Frá vinstri: Ragnar Freyr Ingvarsson, Alfreð Fannar Björnsson og Hrefna Sætran.

Aðstandendur styrktarlettusölunnar á BBQ-hátíðinni Kótelettunni komu saman hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í lok október. Frá vinstri: Hafþór Úlfarsson, deildarstjóri markaðsdeildar SS, Einar Björnsson, Gréta Ingþórsdóttir og Sigurður Sigurðsson, sölumaður hjá Kjarnafæði.

Ljósmyndari: Mummi Lú. 12


Reykjavíkurmaraþon skilaði 7 milljónum króna til SKB Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið með hefðbundnum hætti í sumar eftir að hafa fallið niður sl. tvö ár vegna Covid19. SKB var með kynningarbás á Fit&Run skráningarhátíðinni í Laugardalshöll ásamt fjölda annarra góðgerðarfélaga. Hlauparar sem skráðu sig til leiks fyrir SKB voru 89 og liðin fjögur. 1.405 áheit skiluðu félaginu tæplega 7 milljónum króna. Mestu söfnuðu hjónin Erling Daði Emilsson, 1.349.400 krónum, og Svanhvít Yrsa Árnadóttir, 1.144.00 krónum, eða samtals tæplega 2,5 milljónum króna.

SKB var með hvatningarstöð í Ánanaustum þar sem nokkrir traustir félagsmenn og aðstandendur hlaupara stóðu í rokinu og hvöttu áfram þá sem hlupu fram hjá. Félagið þakkar öllum þeim sem skráðu sig til leiks og söfnuðu áheitum fyrir SKB, þeim sem hétu á hlauparana og Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Íslandsbanka fyrir að halda viðburðinn og gera áheitasöfnunina mögulega. Harpa Halldórsdóttir starfsmaður SKB í Laugardalshöll.

Erling Daði Emilsson og Svanhvít Yrsa Árnadóttir.

Fulltrúar þeirra félaga sem fengu hæstu áheitin, Píeta-samtakanna, Ljóssins og SKB.

13


Flying Tiger styður SKB Annað árið í röð bauðst viðskiptavinum verslunarinnar Flying Tiger að styðja Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna í septembermánuði með því að bæta 200 krónum við kaup sín, einu sinni eða oftar. Afrakstur að átakinu loknu reyndist vera tæplega 1,3 milljónir króna sem SKB þakkar kærlega fyrir. Meðfylgjandi mynd var tekin inn um gluggann hjá Flying Tiger á Selfossi meðan á átakinu stóð.

Eftirfylgd út í lífið Kristjana Ólafsdóttir iðjuþjálfi hefur undanfarin ár sinnt verkefninu Eftirfylgd út í lífið þar sem krabbameinsgreindum börnum í grunn- og framhaldsskóla, sem glíma við skólafærnivanda, býðst aðstoð. Hún felst í mati á þátttöku og færni nemenda auk mats á skynúrvinnslu og aðstoð við að efla félagsfærni nemenda. Að auki sinnir Kristjana athugunum á vinnuaðstöðu, metur þörf á hjálpartækjum og situr eftir þörfum í teymum vegna barnanna. Eftirfylgd, fræðsla og ráðgjöf er stór og mikilvægur hluti af starfi iðjuþjálfa. Verkefnið hefur nýst þeim sem fengið hafa þjónustu Kristjönu afar vel. Félagsmenn eru hvattir til að sækja um á heimasíðu félagsins www.skb.is – þjónusta – Eftirfylgd út í lífið.

Jólastund í Áskirkju 20. desember Jólastundin okkar verður í safnaðarsal Áskirkju þriðjudaginn 20. desember. Gunni og Felix skemmta, jólasveinar kíkja og boðið verður upp á veitingar.

Skráning þegar nær dregur á skb@skb.is. 14


SKB-börn til Barretstown í sumar Fimm börn úr SKB ásamt fjórum fylgdarmönnum dvöldu í sumar í eina viku í Barretstown, sumarbúðum fyrir alvarlega veik og langveik börn á Írlandi. Frést hefur að þau séu öll til í að fara aftur. Fremstur á myndinni er Jóhann Orri Unnarsson og standandi frá vinstri: Elísabet Ósk Ögmundsdóttir, Katrín Viðarsdóttir, María Þrá Gísladóttir, Amelía Anna Söndrudóttir Dudziak, Kristófer Orri Svavarsson, Gígja Ingvarsdóttir, Hjörtur Elías Ágústsson og Henný Birgisdóttir. Hjúkrunarfræðingarnir Elísabet, Katrín og Henný voru fylgdarmenn með hópnum, auk Kristófers sem er félagsmaður í SKB og með reynslu af því að hafa sjálfur fengið krabbamein. Krakkarnir okkar voru því í mjög góðum höndum og nutu lífsins á þeim frábæra stað sem Barretstown er.

15


Finndu 5 villur og litaðu svo myndina.

16


Brandara- og Jói var handtekinn í bankanum fyrir það eitt að kynna dóttur sína fyrir gjaldkeranum. Nú, hvað sagði hann eiginlega? Þetta er Rán.

Hvað er það sem lengist og styttist í senn? Ég hreyfi mig þeim mun meira sem fleiri gestir koma. Hver er ég? Svar: Ævin. Svar: Hurðin.

Hvað gera köngulærnar þegar þeim leiðist? Hanga á netinu.

gátuhornið

Mamma má ég fá hund á jólunum? Nei, elskan mín.Við ætlum að hafa rjúpur eins og vanalega.

N Hráefni

180 g Nutella eða annað súkkulaðismjör 150 g hveiti 1 egg

namm m m a n utella smákökur

Aðferð

1. Hitið ofninn á 180°C. 2. Blandið saman hráefnum í skál. 3. Búið til kúlur með höndunum. 4. Setjið kúlurnar á bökunarpappír á ofnplötu. 6. Þrýstið á kúlurnar með hendinni eða glasbotni. 6. Bakið í 8 mínútur og leyfið svo kökunum að kólna. 7. Borðið með bestu lyst!

17


Stuðningshópar og þjónusta SKB Nokkrir hópar eru starfandi á vegum SKB, bæði jafningjahópar og hópar undir faglegri leiðsögn. Góð hefð er komin á starfsemi þeirra flestra og eru þeir grunnurinn í félagsstarfinu og þeirri tengingu sem myndast á milli fólks, sem á þessa reynslu sameiginlega, að vera með eða hafa verið með krabbamein, eiga eða hafa átt barn eða systkini með krabbamein. Unglingahópur SKB hittist reglulega, ýmist í félagsaðstöðu SKB í Hlíðasmára eða úti í bæ, eftir því hvað er á dagskrá hverju sinni. Hópurinn fer t.d. í bíó eða keilu, hittist í Hlíðasmára og pantar eða útbýr pizzur, fær til sín gesti í gott spjall, fer í skíðaferðir, skoðunarferðir og óvissuferðir, svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem hittast í unglingahópnum eru fyrst og fremst krakkar sem hafa greinst með krabbamein og eru á aldrinum 13-18 ára. Systkini þeirra á sama aldri hafa líka verið velkomin að taka þátt í starfi hópsins. Hópurinn er með Facebook-síðu: USK – Unglingahópur SKB. Pabbahópur hittist að kvöldi fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Hlíðasmára undir faglegri umsjón Björns Harðarsonar, félagsmanns í SKB og sálfræðings. Pabbahópur sem hóf starfsemi fyrir tæpum áratug varð skammlífur en vegna mikillar eftirspurnar meðal feðra með nýgreind börn á síðustu misserum var ákveðið að gera aðra tilraun og nú er komin góð reynsla á hópinn. Allir pabbar í félaginu eru velkomnir í hópinn en þeir sem eru með nýgreind börn eru sérstaklega hvattir til að nýta sér þann jafningjastuðning og faglegu leiðsögn sem þar er að fá. Björn heldur utan um hópinn á Facebook-síðunni Pabbahópur SKB. Mömmuhópur SKB hefur starfað um árabil og þar hafa mömmur barna sem eru í eða eru búin í krabbameinsmeðferð hist og deilt reynslu sinni og haft stuðning hver af annarri. Hópurinn hittist fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði í Hlíðasmára, fær sér eitthvert góðgæti og spjallar um allt á milli himins og jarðar, bæði það sem tengist

meðferð og fylgikvillum, og það sem gerir það ekki. Oft er mikið hlegið og lengi setið. Umsjón með hittingunum í Hlíðasmára hafa Louisa Sif Mönster, Guðrún Guðmundsdóttir og Katrín Eyjólfsdóttir. Haldið er utan um hópinn á Facebook-síðunni Mömmuhópur SKB. Mömmur nýgreindra barna í SKB hittast líka einu sinni í mánuði. Louisa Sif Mönster iðjuþjálfi og félagsmaður leiðir umræðurnar í hópnum. Þar geta mömmur rætt líðan sína í trúnaði við hver við aðra, undir leiðsögn. Haldið er utan um hópinn á Facebook-síðunni Nýjar mömmur í SKB. Angi er hópur foreldra innan SKB sem misst hafa börn sín úr krabbameini. Hópurinn hittist í aðdraganda hverrar aðventu og gerir skreytingar á leiði barna sinna. Undanfarin ár hefur hópurinn átt athvarf á vinnustöðum sr. Öddu Steinu Björnsdóttur félagsmanns, fyrst í Hjallakirkju og síðan Neskirkju.


Við þökkum stuðninginn Reykjavík A. Margeirsson ehf., Flúðaseli 48 A.Wendel ehf.,Tangarhöfða 1 Aðalvík ehf., Síðumúla 13 Alhliða málun, málningarþjónusta ehf., Sóleyjarrima 39 Almenna bílaverkstæðið ehf., Skeifunni 5 Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1 AM Praxis ehf., Sigtúni 42 Apparat, Pósthólf 8127 Arkitektastofan OG ehf., Hátúni 6a Álnabær ehf., Síðumúla 32 ÁS bifreiðaverkstæði ehf., Lynghálsi 12 Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6 B.B. bílaréttingar ehf.,Viðarhöfða 6 Berserkir ehf., Heiðargerði 16 Betra líf - Borgarhóll ehf., Kringlunni 8-12 Birkir Baldvinsson ehf.,Vatnsstíg 21 BílaGlerið ehf., Bíldshöfða 16 Bílamálun Sigursveins., Hyrjarhöfða 4 Bílasala Íslands ehf., Skógarhlíð 10 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Bílavarahlutir ehf., Nethylur 2C Bjargarverk ehf., Álfabakka 12 Bjarnar ehf., Borgartúni 30 BK ehf., Grensásvegi 5 Boreal ehf., Austurbergi 20 Bókaútgáfan Hólar ehf., Hagaseli 14 Bókhaldsstofa Haraldar slf., Suðurlandsbraut 32 Bókhaldsþjónusta Arnar Ingólfssonar ehf., Nethyl 2 Brauðhúsið ehf., Grímsbæ, Efstalandi 26 Breiðan ehf., Markarvegi 6 Brim hf., Norðurgarði 1 BSRB - bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Grettisgötu 89 Conís ehf., Fellsmúla 26 Dansrækt JSB, Lágmúla 9 Dómkirkjan, Lækjargötu 14a Dýralæknastofa Reykjavíkur ehf., Grensásvegi 50 Eðalbílar ehf., Fosshálsi 9 Eðalflutningar ehf., Jónsgeisla 47 Effect ehf., Bergstaðastræti 10a Efling stéttarfélag, Guðrúnartúni 1 Efnalausnir ehf., Ármúla 40 Eignamiðlun ehf., Grensásvegi 11 Einingaverksmiðjan ehf., Breiðhöfða 10 Eirvík ehf., Suðurlandsbraut 20 Elísa Guðrún ehf., Klapparstíg 25-27 Ennemm ehf., Skeifunni 10 Esja Gæðafæði ehf., Bitruhálsi 2 – esja.is Fasteignasalan Miklaborg ehf., Lágmúla 4 Felgur smiðja ehf., Bíldshöfða 16 Fervik ehf., Langagerði 92 Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Stórhöfða 25 Fjaðrabúðin Partur ehf., Eldshöfða 10 Flutningaþjónusta Arnars ehf., Þingási 46 Fótaaðgeraðstofa Kristínar, Dalbraut 27 Fraktflutningar ehf., Sogavegi 216 Fuglar ehf., Katrínartúni 4 – fuglar.com

Gamla Ísland ehf., Laugateigi 13 GB tjónaviðgerðir ehf., Draghálsi 6-8 Gísli Hjartarson, Neshömrum 7 Gjögur hf., Kringlunni 7 Gleraugnasalan 65 slf., Laugavegi 65 Gnýr ehf., Stallaseli 3 GRB ehf., Grensásvegi 48 Greifinn ehf., Hringbraut 119 Grettisafl ehf., Rjúpufelli 32 Græna stofan ehf., Óðinsgötu 7 GT-bílar ehf., Kletthálsi 2 Gullsmiðurinn í Mjódd, Álfabakka 14b Gúmmísteypa Þ. Lárusson ehf., Gylfaflöt 3 Hagkaup, Holtagörðum Halldór Jónsson ehf., Skútuvogi 11 Hampiðjan Ísland ehf., Skarfagörðum 4 Háfell ehf., Skeifunni 19 HBTB ehf., Bíldshöfða 18 Heildverslunin Glit ehf., Krókhálsi 5 heklaislandi ehf., Lambhagavegi 29 Herrabúðin ehf., Ármúla 27 Hirzlan ehf., Síðumúla 37 Hollt og gott ehf., Fosshálsi 1 Hótel Leifur Eiríksson ehf., Skólavörðustíg 45 Hreinsitækni ehf., Stórhöfða 37 Hringás ehf., Pósthólf 4044 Hringrás hf., Klettagörðum 9 Húsalagnir ehf., Gylfaflöt 20 Höfðabílar ehf., Fosshálsi 27 Höfðakaffi ehf.,Vagnhöfða 11 Höfuðlausnir, hársnyrtistofa, Hverafold 1-3 Iceland in a day ehf., Langholtsvegi 6 Iðnaðarlausnir, Suðurlandsbraut 22 Innlifun ehf., Suðurlandsbraut 26 Innrammarinn ehf., Rauðarárstíg 33 Íslandsmyndir ehf., Karfavogi 22 Jarðvegur ehf., Lækjarmel 12 K.H.G. þjónustan ehf., Eirhöfða 14 Katla matvælaiðja ehf., Kletthálsi 3 Keldan ehf., Borgartúni 25 Kjötsmiðjan ehf., Fosshálsi 27-29 Klettur-Skipaafgreiðsla ehf., Korngörðum 5 KOM almannatengsl, Katrínartúni 2 Kontakt ehf., Ránargötu 18 Kólus sælgætisgerð,Tunguhálsi 5 Krumma ehf., Gylfaflöt 7 Kurt og Pí ehf., Óðinsgötu 7 Kælitækni ehf., Járnháls 2 LAG-lögmenn sf., Ingólfsstræti 5 Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Landssamtök lífeyrissjóða, Guðrúnartúni 1 Léttfeti ehf., Þverholti 15 Litla bílasalan ehf., Eirhöfða 11 Look North ehf., Karfavogi 22 Læknasetrið ehf., Þönglabakka 6 Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf., Borgartúni 25 M.G.-félag Íslands, Leiðhömrum 23 Magnús og Steingrímur ehf., Bíldshöfða 14

Malbikunarstöðin Höfði hf., Sævarhöfða 6-10 Margt smátt ehf., Guðríðarstíg 6-8 Matborðið ehf., Bíldshöfða 18 – matbordid.is Merking ehf.,Viðarhöfða 4 Míla ehf., Stórhöfða 22-30 MS Armann skipamiðlun ehf.,Tryggvagötu 17 Nordic office of architecture, Hallarmúla 4 Nýmót ehf., Síðumúla 30 Optic Reykjavík ehf., Hamrahlíð 17 Orka ehf., Stórhöfða 37 Ó Johnson & Kaaber ehf.,Tunguhálsi 1 Ósal ehf.,Tangarhöfða 4 Óskirnar þrjár ehf., (Skýrslur og skil), Suðurlandsbraut 46 Pixel ehf., Brautarholti 10-14 Pizza-Pizza ehf., Lóuhólum 2-6 Píanóskóli Þorsteins Gauta, Proevents ehf., Skipholti 50c Prófílstál ehf., Smiðshöfða 15 Pökkun og flutningar ehf., Smiðshöfða 1 Rafás ehf., Súðarvogi 52 Raf-Lux ehf., Giljalandi 29 Rafstjórn ehf., Stangarhyl 1a Rafsvið sf.,Viðarhöfða 6 Ragnar V. Sigurðsson ehf., Reynimel 65 RAM ehf., Kirkjutorgi 6 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu Réttverk ehf.,Viðarhöfða 2 Rima Apótek ehf., Langarima 21-23 Rolf Johansen & Co ehf., Skútuvogi 10a Rúmfatalagerinn ehf., Höfðabakka 9 Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu, Grettisgötu 89 Samsýn ehf., Háaleitisbraut 58-60 Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja – SSF, Nethyl 2e Satúrnus ehf., Fákafeni 9 Sér ehf., Kringlunni 8-12 SHV pípulagningaþjónusta ehf., Funafold 54 SÍBS, Borgartúni 28a Sjóvá, Kringlunni 5 Skipulag og stjórnun ehf., Deildarási 21 Skolphreinsun Ásgeirs sf., Unufelli 13 Skorri ehf., Bíldshöfða 12 Skólavefurinn ehf., Laugavegi 163 Smíðaþjónustan ehf., Hyrjarhöfða 6 Smur- og viðgerðarþjónustan ehf., Hyrjarhöfða 8 Snyrtistofan Vilja ehf., Borgartúni 3 Sóley Organics ehf., Hólmaslóð 6 Stálbyggingar ehf., Hvammsgerði 5 Steinsmiðjan Rein ehf.,Viðarhöfða 1 Stjóri ehf., Bólstaðarhlíð 4 Stjörnuegg hf.,Vallá Stólpi gámar, Klettagörðum 5 Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17 SVÞ – samtök verslunar & þjónustu, Borgartúni 35 Systrasamlagið ehf., Óðinsgötu 1 T.ark Arkitektar ehf., Hátúni 2b Tannlæknafélag Íslands

19


Tannlæknar Mjódd ehf., Þönglabakka 1 Tannréttingar sf., Snorrabraut 29 Tannsmiðafélag Íslands, Borgartúni 35 Tannval ehf., Grensásvegi 13 Tannþing ehf., Þingholtsstræti 11 TEG endurskoðun ehf., Grensásvegi 16 Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178 THG arkitektar ehf., Faxafeni 9 Tónastöðin ehf., Skipholti 50d Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, Engjateigi 1 Tónsport ehf., Skógarhlíð 12 (í húsakynnum VITA Sport) Trans - Atlantic ehf., Síðumúla 29 Trausti fasteignasala ehf.,Vegmúla 4 Triton ehf., Pósthólf 169 Trivium ráðgjöf ehf., Borgartúni 20 Unit ehf., Grenimel 8 Uppgjör og skattskil ehf., Nethyl 2b Útfararstofa kirkjugarðanna,Vesturhlíð 2 Úti og inni arkitektar, Þingholtsstræti 27 Vagnar og þjónusta ehf.,Tunguhálsi 10 Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27 Vatnaskil ehf., Síðumúla 28 Veiðivon ehf., Mörkinni 6 Verkhönnun ehf., Katrínartúni 4, 4. hæð Verslunartækni ehf., Draghálsi 4 Vélaviðgerðir ehf., Fiskislóð 81 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Visionis ehf., Granaskjóli 24 Víkingbátar ehf., Kistumelur 20 Víkurós ehf., Bæjarflöt 6 VOOT BEITA ehf., Skarfagörðum 4 VSÓ ráðgjöf ehf., Borgartúni 20 VÞ ehf.,Tunguhálsi 10 Vörukaup ehf., heildverslun, Lambhagavegi 5 Wodbud sf., Faxafeni 12 Würth á Íslandi ehf., Norðlingabraut 8 Yrki arkitektar ehf., Mýrargötu 26 Þrif og þvottur ehf., Reykjavíkurvegi 48 Ökuskólinn í Mjódd ehf., Þarabakka 3 Seltjarnarnes Hlér ehf., Austurströnd 1 Horn í horn ehf., Unnarbraut 24 OMNOM hf., Hólmaslóð 4 Skipaþjónusta Íslands ehf., Pósthólf 228 Trobeco ehf., Lindarbraut 37 Þráinn Ingólfsson, Bollagörðum 43 Önn ehf., verkfræðistofa, Eiðistorgi 15 Kópavogur Alark arkitektar ehf., Dalvegi 18 AMG aukaraf ehf., Dalbrekku 16 AP varahlutir, Smiðjuvegi 4 Arkís arkitektar ehf.,Vesturvör 7 Arkus ehf., Núpalind 1 Áliðjan ehf.,Vesturvör 26 Bakkabros ehf., Hamraborg 5 Barki ehf., Dalbrekku 21 Básfell ehf., Flesjakór 20 – basfell.is Bendir ehf., Hlíðasmára 13 Betra bros ehf., Hlíðasmára 14

20

Bílhúsið ehf., Smiðjuvegi 60 CampEasy ehf., Smiðjuvegi 72 Dressmann á Íslandi ehf., Hagasmára 1 Fagafl ehf., Austurkór 94 Grænjaxl, tannlæknaþjónusta, Bæjarlind 12 Hagblikk ehf., Smiðjuvegi 4c Hreint ehf., Auðbrekku 8 Höfuð-Verk slf., Skemmuvegi 34 Ison ehf., Laufbrekku 22 JS ljósasmiðjan - Sláttuvélamarkaðurinn ehf., Skemmuvegi 34 K.S. málun ehf., Fellahvarfi 5 Karína ehf., Breiðahvarfi 5 Kríunes ehf., Kríunesi v/Vatnsenda Lax-á ehf., Akurhvarfi 16 Línan ehf., Akralind 9 Loft og raftæki ehf., Hjallabrekku 1 Lögmannstofa SS, Hamraborg 12 MB Brokering ehf., Lindasmára 93 Miðbaugur ehf., Hagasmára 1 – opticalstudio.is Miðjan hf., Hlíðasmára 17 Nobex ehf., Hlíðasmára 6 Norm X ehf., Auðbrekku 6 Oxus ehf., Akralind 6 Parket útlit ehf., Ásakór 3 Pólar ehf., Fjallakór 4 Rafbraut ehf., Dalvegi 16b Rafbreidd ehf., Akralind 6 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Rafsetning ehf., Björtusölum 13 Sérmerkt ehf., Smiðjuvegi 11 Skólamyndir ehf., Baugakór 4 Stjörnugarðar ehf., Bakkabraut 6 Svanur Ingimundarson málarameistari, Naustavör 8 Tannlæknastofa EG ehf., Salavegi 2 Teledyne Gavia ehf.,Vesturvör 29 Tengi ehf., Smiðjuvegi 76 Tinna ehf., Nýbýlavegi 30 Títan fasteignafélag ehf.,Vatnsendabletti 235 Tréfag ehf.,Víkurhvarfi 2 Tröllalagnir ehf., Auðnukór 3 Ungmennafélagið Breiðablik, Dalsmára 5 Vatnsborun ehf., Hafnarbraut 10 Vaxa ehf., Askalind 2 VEB verkfræðistofa ehf., Dalvegi 18 Vekurð ehf., Naustavör 28 Vetrarsól ehf., Askalind 4 Zenus ehf.,Víkurhvarfi 2 ZO-International ehf., Nýbýlavegi 6 Öreind sf., Auðbrekku 3 Garðabær Alþjóðaskólinn á Íslandi, Þórsmörk við Ægisgrund Apótek Garðabæjar, Litlatúni 3 Fagval ehf., Smiðsbúð 4 First Class ehf., Móaflöt 20 Garðabær, Garðatorgi 7 Geislatækni ehf., Laserþjónustan, Suðurhrauni 12c Glóandi ehf., Löngulínu 12 Gæludýrabúðin Fisko ehf., Kauptúni 3 Járnsmiðja Óðins, Smiðsbúð 6

Loftorka Reykjavík ehf., Miðhrauni 10 Metatron ehf., Lynghóli, 38 Nordic Luxury ehf., Austurhraun 3 Nýþrif ehf., Garðatorgi 2b Onno ehf., Eskiholti 13 S.S. gólf ehf., Miðhrauni 22b Sámur sápugerð ehf., Lyngási 11, bakhús Smurstöðin Garðabæ ehf., Litlatúni 1 Sparnaður ehf., Garðatorgi 7 Stífluþjónustan ehf., Furulundur 1 Úranus ehf., Hegranesi 21 V.M. ehf., Gilsbúð 5 Val - Ás ehf., Suðurhrauni 2b Hafnarfjörður AC-raf ehf., Lækjargötu 30 Bílamálun Alberts, Stapahrauni 1 Bílaverkstæði Birgis ehf., Grandatröð 2 Bortækni ehf., Stapahrauni 7 Bókhaldsstofan ehf., Bæjarhrauni 10 Brettasmiðjan ehf., Hvaleyrarbraut 8-10 Burger-inn ehf., Flatahrauni 5A Byggingafélagið Sakki ehf., Hlíðarási 11 Colas Ísland hf., Reykjvíkurvegi 74 CrankWheel ehf., Dalshrauni 1b, 1.h.h. Dalakofinn sf., Linnetsstíg 2 DS lausnir ehf., Breiðhellu 22 Dverghamrar ehf., Lækjarbergi 46 Endurskoðun Helga Númasonar ehf., Melabraut 23 Fjarðargrjót ehf., Furuhlíð 4 Fjöl-smíð ehf., Stapahrauni 5 Fura ehf., Hringhellu 3 Gaflarar ehf., Lónsbraut 2 Gasfélagið ehf., Straumsvík Geymsla eitt ehf., Steinhellu 15 Guðmundur Arason ehf – GA smíðajárn, Rauðhellu 2 H. Jacobsen ehf., Reykjavíkurvegi 66 Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4 Hagsuða ehf., Miðvangi 9 Hraunhamar ehf., Bæjarhrauni 10 Höfðagata 1 ehf., Norðurvangi 42 Kjötkompaní ehf., Dalshrauni 13 Lögfræðimiðstöðin ehf., Reykjavíkurvegi 62 Markus Lifenet ehf., Hvaleyrarbraut 27 Matbær ehf., Óseyrarbraut 2 Múr og menn ehf., Heiðvangi 10 Myndform ehf., Trönuhrauni 1 Netorka hf., Dalshrauni 1a Prókúra slf., Kaplahrauni 22 Rafeining ehf., Lækjarbergi 48 SE ehf., Glitvöllum 35 Skyhook ehf., Hlíðarási 19 Snittvélin ehf., Brekkutröð 3 Sturlaugur Jónsson & Co ehf., Selhellu 13 Terra efnaeyðing hf., Berghellu 1 Thor Shipping ehf., Selhellu 11 Vallarbraut ehf., Trönuhrauni 5 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Verktækni ehf., Lyngbergi 41 Viðhald og nýsmíði ehf., Helluhrauni 2


Víðistaðakirkja, Garðavegi 23 VSB-verkfræðistofa ehf., Bæjarhrauni 20 – vsb.is Suðurnes Bílar og hjól ehf., Njarðarbraut 11a, Reykjanesbæ Bílrúðuþjónustan ehf., Grófinni 15c, Reykjanesbæ BLUE Car Rental ehf., Blikavelli 3, Keflavíkurflugvelli DMM lausnir ehf., Hafnargötu 91, Reykjanesbæ Grjótgarðar ehf., Starmóa 13, Reykjanesbæ Gröfuþjónusta Tryggva Einarssonar ehf., Lyngbraut 7, Suðurnesjabæ H.H. smíði ehf., Tangasundi 5, Grindavík HS veitur hf., Brekkustíg 36, Reykjanesbæ – hsveitur.is Maron ehf., Hrannargötu 4, Grindavík Ó.S. fiskverkun ehf., Árnastíg 23, Grindavík Pepp ehf., Baðsvöllum 4, Grindavík Rafeindir og tæki ehf., Ægisvöllum 2, Reykjanesbæ Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Skólamatur ehf., Iðavöllum 1, Reykjanesbæ Skólar ehf., Flugvallarbraut 752, Reykjanesbæ Slysavarnadeildin Þorbjörn, Grindavík Stakkavík ehf., Bakkalág 15b, Grindavík Tannlæknastofa Kristínar ehf, Hafnargötu 45, Reykjanesbæ Tríton sf., Tjarnargötu 2, Reykjanesbæ Vélsmiðja Sandgerðis ehf,Vitatorgi 5 Vísir hf., Hafnargötu 16, Grindavík Mosfellsbær og Kjós Byggingafélagið Bakki ehf., Þverholti 2 Fagefni ehf., Desjamýri 8 Glertækni hf.,Völuteigi 21 Hótel Laxnes ehf., Háholti 7 Íslenskur textíliðnaður hf., (ÍSTEX),Völuteigi 6 Kjósarhreppur, Ásgarði, Kjós Kvenfélag Kjósarhrepps, Neðra-Hálsi Mosfellsbakarí ehf., Háholti 13-15 Nonni litli ehf., Þverholti 8 Rafís ehf., Desjamýri 8 Siggi-Dúkari ehf., Akurholti 21 Stansverk ehf., Skeljatanga 2 Vélsmiðjan Sveinn ehf., Flugumýri 6 ÞÓB vélaleiga ehf., Uglugötu 33 Öryggisgirðingar ehf., Flugumýri 14 Vesturland Bárður SH 81 ehf., Staðarbakka, Snæfellsbæ Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar ehf., Smiðjuvöllum 15, Akranesi Bílver ehf., Innnesvegi 1, Akranesi Blikksmiðja Guðmundar ehf., Akursbraut 11b, Akranesi Blómasetrið ehf., Skúlagötu 13, Borgarnesi Breiðavík ehf., Háarifi 53 Rifi Ferðaþjónustan Húsafelli ehf. Grastec ehf., Einigrund 9, Akranesi JG tannlæknastofa sf.., Kirkjubraut 28, Akranesi Landlínur ehf., Jaðri 2, 311 Borgarnesi Meitill-GT tækni ehf., Grundartanga, Akranesi

Model ehf., Þjóðbraut 1, Akranesi Norðanfiskur ehf.,Vesturgötu 5, Akranesi Rafsel Búðardal ehf.,Vesturbraut 20c Reykhólahreppur, Reykhólum Ræktunarstöðin Lágafelli ehf., Syðra-Lágafelli, 311 Borgarnesi Smurstöð Akraness sf., Smiðjuvöllum 2, Akranesi Tannlæknastofa A.B. slf., Túnbrekku 11, Ólafsvík Tannlæknastofa Hilmis ehf., Berugötu 12, Borgarnesi Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf., Smiðjuvöllum 10, Akranesi Þjónustustofan ehf., Grundargötu 30, Grundarfirði Þörungaverksmiðjan hf., Reykhólum Vestfirðir Allt í járnum ehf., Móatúni 6, Tálknafirði Arctic Fish ehf., Sindragötu 10, Ísafirði Árni Magnússon, Túngötu 18, Patreksfirði Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12 Endurskoðun Vestfjarða ehf., Aðalstræti 19, Bolungarvík Ferðaþjónustan í Heydal Hamraborg ehf., Hafnarstræti 7, Ísafirði Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf., Hnífsdalsbryggju Íslenska kalkþörungafélagið ehf., Hafnarteigi 4, Bíldudal Jón og Gunna ehf., Austurvegi 2, Ísafirði Lás ehf., Hafnarbraut 10, Bíldudal Orkubú Vestfjarða ohf., Stakkanesi 1, Ísafirði Rafverk AG ehf., Skólastíg 4, Bolungarvík Ráðhús ehf., Engjavegi 29, Ísafirði Sigurgeir G. Jóhannsson ehf., Hafnargötu 21-23, Bolungarvík Smali ehf., Sætúni 5, Ísafirði Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 1 Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Hafnargötu 37 Verslunin Albína, Aðalstræti 89, Patreksfirði Vesturferðir ehf., Aðalstræti 7, Ísafirði – vesturferdir.is Véla- og bílaþjónusta Kristjáns ehf., Hafnarstræti 14, Þingeyri Þröstur Marsellíusson ehf., Hnífsdalsvegi 27, Ísafirði Norðurland vestra Bókhaldsþjónusta KOM ehf.,Víðihlíð 10, Sauðárkróki Hársnyrtistofa Sveinu Ragnarsdóttur, Höfðabraut 6, Hvammstanga Húsherji ehf., Svínavatni, Svínavatnshreppi Iðnsveinafélag Skagafjarðar, Sauðárkróki Ísgel ehf., Efstubraut 2, Blönduósi Íslenska fánasaumastofan ehf., Suðurbraut 8, Hofsósi Kidka ehf., Höfðabraut 34, Hvammstanga K-Tak ehf., Borgarflöt 3, Sauðárkróki Kvenfélag Svínavatnshrepps Kvenfélagið Framtíðin, Fljótum Kvenfélagið Hekla,Vindhæli, Blönduósi

Léttitækni ehf., Efstubraut 2, Blönduósi Ó.K. gámaþjónusta-sorphirða ehf., Borgarflöt 15, Sauðárkróki Primex ehf., Óskarsgötu 7, Siglufirði Rammi hf., Gránugötu 1-3, Siglufirði RH endurskoðun ehf., Sæmundargötu 1, Sauðárkróki Siglfirðingur hf., Gránugötu 5, Siglufirði Skagafjarðarveitur, Borgarteigi 15, Sauðárkróki Skógræktarfélag Skagfirðinga, Hólatúni 8, Sauðárkróki Steinull hf., Skarðseyri 5, Sauðárkróki Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1, Blönduósi Trésmiðjan Ýr ehf., Aðalgötu 24a, Sauðárkróki Tveir smiðir ehf., Hafnarbraut 7, Hvammstanga Valló ehf., Fossvegi 13, Siglufirði Vélaverkstæði Skagastrandar ehf., Strandgötu 30, Skagaströnd Víkursmíði ehf., Kirkjugötu 7, Hofsósi Norðurland eystra A.J. byggir ehf., Syðra-Brekkukoti, 601 Ak. Akureyrarapótek ehf., Kaupangi Mýrarvegi Akureyrarbær, Geislagötu 9 Akureyrarkirkja við Eyralandsveg Almenna lögþjónustan ehf., Pósthólf 32, 602 Ak. Árni Helgason ehf., Hlíðarvegi 54, Ólafsfirði B. Hreiðarsson ehf., Þrastalundi, 601 Ak. B.J. vinnuvélar ehf., Langanesvegi 2, Þórshöfn Baldur Halldórsson ehf., Hlíðarenda, 602 Ak. Baugsbót ehf., Frostagötu 1b, Ak. Bílaprýði ehf., Laufásgötu 5, Ak. Bjarni Fannberg Jónasson ehf., Melateigi 31, Ak. Blikkrás ehf., Óseyri 16, 603 Ak. Búnaðarsamband Eyjafjarðar, Óseyri 2, 603 Ak. Bútur ehf., Njarðarnesi 9, 603 Ak. Dalvíkurbyggð, Ráðhúsi Darri ehf., Hafnargötu 1, Grenivík Dýralæknaþjónusta Eyjafjarðar ehf., Perlugötu 11, Ak. Eldá ehf., Helluhrauni 15, Mývatni Enor ehf., Hafnarstræti 53, Ak. Fiskmarkaður Grímseyjar ehf., Hafnarsvæði Framtal sf., Kaupangi v/Mýrarveg, Ak. G. Ben útgerðarfélag ehf., Ægisgötu 3, Dalvík Garbó ehf., Kaupangi v/Mýrarveg, Ak. Geimstofan ehf.,Viðjulundi 2b, Ak. Geir ehf., útgerð, Sunnuvegi 3, Þórshöfn Gluggar ehf., Kaldbaksgötu 1, Ak. Gluggar EJ ehf., Kaldbaksgata 1, Ak. Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Auðbrekku 4, Húsavík - hsn.is Hlíð hf., Hraukbæ, 604 Ak. Hnjúkar ehf., Kaupangi v/Mýrarveg, Ak. HSH verktakar ehf., Sunnuhlíð 12, 603 Ak. Höldur ehf., Pósthólf 10, 602 Ak. Íslensk verðbréf, Hvannavöllum 14, Ak. Keahótel ehf., Pósthólf 140, 602 Ak. Kjarnafæði - Norðlenska hf., Sjávargötu 1, 601 Ak. Kollgáta ehf., Kaupvangsstræti 29, Ak. Kraftar og afl ehf., Óseyri 1, 603 Ak. Ljósco ehf., Ásabyggð 7, Ak.

21


Molta ehf., Þveráreyrum 1a, 601 Ak. Múriðn ehf., Mýrartúni 4, Ak. Norðurlagnir sf., Möðruvallastræti 4, Ak. Norlandia ehf., Múlavegi 3a, Ólafsfirði Rafmenn ehf., Frostagötu 6c, 603 Ak. Raftákn ehf., Glerárgötu 34, Ak. Scandinavia Travel North ehf., Garðarsbraut 5, Húsavík Sigurgeir Svavarsson ehf., Njarðarnes 4, 603 Ak. Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi, Ak. Stefna ehf., Glerárgötu 34, Ak. Stekkjarvík ehf., Hafnargötu 3, Grímsey Sundleið ehf., Steinholti 10,Vopnafirði Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, Útgarði 1, Húsavík Sæplast Iceland ehf., Gunnarsbraut 12, Dalvík Sölkuveitingar ehf., Garðarsbraut 6, Húsavík Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, Mýrarvegi, Ak. Tréverk ehf., Grundargötu 8-10, Dalvík Tríg ehf., Hofsbót 4, Ak. Útibú ehf., Kjarna, Laugum Vélvirki ehf., Hafnarbraut 7, Dalvík Víkurraf ehf., Garðarsbraut 18a, Húsavík Vogar, ferðaþjónusta,Vogum, Mývatni Austurland AS hótel ehf., Staðarborg, Breiðdalsvík Baðstofan ehf., Árnanes 5b, Höfn Bifreiðaverkstæði Sigursteins ehf., Selnesi 28-30, Breiðdalsvík Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2-6, Egilsstöðum Dýralæknirinn á Breiðdalsvík, Ásvegi 31, Breiðdalsvík Egersund Ísland ehf., Hafnargötu 2, Eskifirði - egersund.is Egilsstaðabúið ehf, Egilsstöðum 1 Egilsstaðahúsið ehf., Egilsstöðum 2 Fallastakkur ehf.,Víkurbraut 4, Höfn glacierjourney.is Fjarðabyggð, Hafnargötu 2, Reyðarfirði Fjarðaveitingar ehf., Austurvegi 21, Reyðarfirði Funi ehf., sorphreinsun, Ártúni, Höfn Gistihúsið Seljavellir ehf., Seljavöllum, Höfn Glerharður ehf., Miðgarði 13, Egilsstöðum Gunnarsstofnun, Skriðuklaustri Hárstofa Sigríðar ehf., Hæðargerði 13, Reyðarfirði HEF veitur ehf., Einhleypingi 1, Egilsstöðum Héraðsprent, Miðvangi 1, Egilsstöðum Hótel Eyvindará ehf., Eyvindará 2, Egilsstöðum Klassík ehf., Selási 1, Egilsstöðum Króm og hvítt ehf., Álaleiru 7, Höfn Launafl ehf., Hrauni 3, Reyðarfirði Lindarbrekkufrænkur ehf., Útkaupstaðarbraut 1, Eskifirði Lostæti-Austurlyst ehf., Leiruvogi 2, Reyðarfirði

22

R.H. gröfur ehf., Helgafelli 9, Eskifirði Rósaberg ehf., Háhóli, Höfn Ræktunarsamband Hofshrepps, Hofi 1 /Eystri Bæ, Öræfum SF - 47 ehf., Fiskhóli 9, Höfn Slökkvitækjaþjónusta Austurlands ehf., Strandgötu 13a, Eskifirði Súlkus ehf., Hafnarbraut 1, Neskaupstað Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Tandraberg ehf., Strandgötu 8, Eskifirði Tréiðjan Einir ehf., Aspargrund 1, Egilsstöðum Tærgesen ehf., Búðargötu 4, Reyðarfirði Verkmenntaskóli Austurlands, Mýrargötu 10, Neskaupstað Þ.S. verktakar ehf., Miðási 37, Egilsstöðum Þrastarhóll ehf., Kirkjubraut 10, Höfn Ökuskóli Austurlands sf., Miðási 1, Egilsstöðum Suðurland Ágúst Bogason ehf., Nauthólum 4, Selfossi Ásahreppur, Laugalandi Ásvélar ehf., Hrísholti 11, Laugarvatni Ben Media, Akurgerði, 816 Ölfusi B&B Iceland Travel, Bárustíg 2,Vmeyjum B.R. Sverrisson ehf., Norðurhofi 6, Flúðum Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf., Hrísmýri 3, Selfossi Bílasala Suðurlands ehf., Fossnesi 14, Selfossi Brekkuheiði ehf., Efri-Brekku, 801 Selfossi Búhamar ehf.,Vestmannabraut 35,Vmeyjum Byggingafélagið Laski ehf., Bakkatjörn 7, Selfossi Bær hf., Klausturvegi 6, Kirkjubæjarklaustri Eðalbyggingar ehf., Háheiði 3, Selfossi Eyjablikk ehf., Pósthólf 150,Vmeyjum Flóahreppur, Þingborg, 801 Selfossi Frumskógar ehf., Laufskógum 1, Hveragerði Fögrusteinar ehf., Birtingaholti 4, Flúðum Gesthús Selfossi ehf., Engjavegi 56, Selfossi Gljásteinn ehf., Myrkholti, 801 Selfossi GTS ehf., Fossnesi C, Selfossi Hátak ehf., Norðurgötu 15, 801 Selfossi Hellismenn ehf., Nefsholti 1b, 851 Hellu Hestvit ehf., Árbakka, 851 Hellu HH útgerð ehf., Stóragerði 10,Vmeyjum Hjá Maddý ehf., Eyravegi 27, Selfossi Hurðalausnir ehf.,Víkurheiði 11, Selfossi Hveragerðissókn, Pósthólf 81, Hveragerði Jón og Marteinn málningarþjónusta, Gauksrima 34, Selfossi K.Þ. verktakar ehf., Hraunbraut 27, 801 Selfossi Kjörís ehf., Austurmörk 15, Hveragerði Krappi ehf., Ormsvelli 5, Hvolsvelli Köfun og öryggi ehf., Flötum 22,Vmeyjum Málarinn Selfossi ehf., Kelduland 19, Selfossi Mundakot ehf., Tryggvagötu 2a, Selfossi Nesey ehf., Suðurbraut 7, 804 Selfossi Pegani ehf., Hörðuvöllum 4, Selfossi Prentverk Selfoss ehf., Löngumýri 28, Selfossi

Pro-Ark ehf., Eyravegi 31, Selfossi Pylsuvagninn Selfossi, Selfossi Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts ehf., Laugarási 1, 801 Selfossi Raftaug ehf., Borgarheiði 11h, Hveragerði Raggi rakari ehf.,Vestmannabraut 35,Vmeyjum Reykhóll ehf., Reykhóli 2, 801 Selfossi Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf.,Víkurheiði 6, 801 Selfossi Skipalyftan ehf., Eiðisvegi,Vmeyjum Sláturhús Hellu hf., Suðurlandsvegi 8 Stálkrókur ehf., Grenigrund 3, Selfossi Sveitarfélagið Árborg, Ráðhúsi, Austurvegi 2 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn Tannlæknaþjónustan slf., Austurvegi 10, Selfossi Toppmálun ehf., Þrastarima 25, Selfossi Torf túnþökuvinnsla ehf., Borgareyrum, 861 Hvolsvelli Tvisturinn, Faxastíg 36,Vmeyjum Varmalækur ehf., Laugalæk, Flúðum Vélaverkstæðið Þór ehf., Pósthólf 133,Vmeyjum


Akureyri

23


Minningarkort SKB er hægt að kaupa á heimasíðunni okkar www.skb.is eða með því að hringja á skrifstofuna í síma 588 7555. Sá sem pant­ar minningarkort gerir það í minningu einhvers sem er látinn, greiðir SKB fjárhæð að eigin vali og lætur senda kortið aðstand­endum hins látna. Þetta er falleg leið til að votta samúð og sýna hinum látna virðingarvott. Sala minningarkorta er auk þess mikilvægur þátt í fjáröflun SKB.

24


Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 til að styðja við bakið á krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega, og til að berjast fyrir réttindum þeirra gagnvart hinu opinbera. Á þeim vettvangi hefur náðst mikill árangur en enn er mikil þörf fyrir ýmiss konar

12-14 greiningar á ári

Árlega greinast 12-14 börn á Íslandi á aldrinum 0-18 ára með krabbamein. Hvítblæði og heilaæxli eru algengust. Meðferð við krabbameinum í börnum er yfirleitt mjög hörð en þau eru meðhöndluð með skurðaðgerðum, lyfjameðferðum og geislum. Börnin verða veik og máttfarin meðan á meðferð stendur og eru oft lengi að ná upp fyrri styrk. Þau eru gjarnan algjörlega ónæmisbæld þegar þau eru í meðferðarlotum og geta umgangspestir, sem eru flestu fólki meinlausar, reynst stórhættulegar. Þá er gott að eiga athvarf utan skarkalans en SKB á og rekur hvíldarheimili á Suðurlandi þar sem fjölskyldur barna í meðferð geta komist í skjól þegar á þarf að halda. Húsið er leigt félagsmönnum þegar fjölskyldur barna í meðferð dvelja ekki í því.

Félagsstarf, skrifstofa, fjáröflun

stuðning. Það er áfall fyrir alla fjölskylduna þegar einn greinist með krabbamein og hún er allt í einu komin í stöðu sem enginn vill nokkurn tíma þurfa að vera í. Yfirleitt hættir a.m.k. annað foreldrið að vinna um tíma til að sinna veika barninu og verður fjárhagslegt áfall því í flestum tilvikum tilfinnanlegt.

Mömmuhópur, pabbahópur, unglingahópur og Angi

SKB stendur fyrir ýmsu félagsstarfi fyrir félagsmenn sína. Krabbameinsveiku börnin á aldrinum 13-18 ára hittast reglulega í félagsaðstöðu SKB eða utan hennar, hafa stuðning hvert af öðru og gera eitthvað skemmtilegt saman. Mæður og feður krabbameinsveiku barnanna hittast mánaðarlega og spjalla. Þó að börnin séu ekki öll með sömu mein þá finnst þeim gott að hittast og bera saman bækur sínar. Foreldrar barnanna sem tapa baráttunni fyrir krabbameini hittast óreglulega og spjalla. Það er sár reynsla sem enginn skilur nema sá sem hefur reynt. Sá hópur hittist alltaf í byrjun aðventu og útbýr skreytingar á leiði barna sinna.

Félagið stendur fyrir sumarhátíð síðustu helgina í júlí ár hvert. Áhugaflugmenn hafa boðið félagsmönnum útsýnisflug yfir Fljótshlíðina við frábærar viðtökur á hverju ári. Árshátíð er haldin einu sinni á ári og 20. desember ár hvert er haldin jólastund og þar minnast félagsmenn Sigurbjargar Sighvatsdóttur en hún gaf félaginu allar eigur sínar árið 1994. Sú gjöf lagði góðan grunn að starfi félagsins og möguleikum þess til að standa vel við bakið á félagsmönnum sínum. Stjórn SKB kemur saman einu sinni í mánuði og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. Þess á milli er stjórn félagsins í höndum framkvæmdastjóra og þriggja manna framkvæmdastjórnar, sem í sitja formaður, gjaldkeri og framkvæmdastjóri félagsins. Skrifstofa félagsins er í Hlíðasmára 14. Hún er opin alla daga kl. 9-16. Starfsmenn eru tveir. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna nýtur mikils velvilja og málstaðurinn mikils stuðnings víða í samfélaginu og sem betur fer eru margir sem vilja rétta því hjálparhönd. Þörfin er þó afar brýn og alltaf meiri en félagið myndi vilja geta sinnt. Helstu leiðir félagsins til fjáröflunar hafa verið útgáfa félagsblaðs tvisvar á ári og sala styrktarlína í þau, sala minningarkorta og tækifæriskorta og ýmissa söluvara.

Þjónusta og fasteignir

SKB á tvær íbúðir í Reykjavík fyrir fjölskyldur barna af landsbyggðinni sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna læknismeðferðar barna sinna. Landspítalinn sér um rekstur og úthlutun þeirra íbúða. Ef fjölskyldur krabbameinsveikra barna þurfa ekki á þeim að halda er þeim ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna sem eiga börn á Barnaspítalanum. SKB greiðir ýmsa þjónustu fyrir skjólstæðinga sína, einkum sálfræðiþjónustu en einnig aðra heilsurækt og sjúkraþjálfun. Sem betur fer lifa alltaf fleiri og fleiri það af að greinast með krabbamein og er svo komið að hlutföllin eru um það bil 80% sem lifa og 20% sem deyja. Fyrir um aldarfjórðungi voru þessi hlutföll akkúrat öfug. En meðferð við krabbameini getur haft ýmsar aukaverkanir og síðbúnar afleiðingar í för með sér, líkamlegar, andlegar og félagslegar og börnin sem læknast geta þurft ýmsa aðstoð í mörg ár eftir að meðferð lýkur.

Listmeðferð

SKB býður börnum í félaginu einkatíma í listmeðferð á skrifstofu félagsins. Nánari upplýsingar gefur Harpa Halldórsdóttir listmeðferðarfræðingur í síma 588 7555 eða harpa@skb.is.

Samstarf

SKB er eitt aðildarfélaga Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, og á aðild að Almannaheillum, samtökum þriðja geirans. Auk þess er SKB aðili að alþjóðlegum samtökum félaga foreldra barna með krabbamein, CCI (Childhood Cancer International).

25


Fallegar VON-ar gjafir

www.skb.is

26


KRINGLUNNI

KG fiskverkun ehf.

JÓGA

FYRIR ALLA KUNDALINI JÓGA HATHA JÓGA JÓGA NIDRA MJÚKT JÓGA

Skipholt 50 C

HUGLEIÐSLA KARLAJÓGA MEÐGÖNGUJÓGA MÖMMUJÓGA

www.englabornin.is

Þú finnur traust í okkar lausn

KRAKKAJÓGA 60 ÁRA OG ELDRI JÓGA ÞERAPÍA JÓGAKENNARANÁM

jogasetrid.is

Turnahvarf 8 · 203 Kópavogur 587 1300 · Kapp@kapp.is · www.Kapp.is

27


Hágæða

vinnuföt fyrir alla mikið úrval

Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Barna og unglingaföt

2-14 ára, stærðir 98 – 164

Tilvalið í jólapakkann

vinnuföt fást einnig í

Mikið úrval af öryggisvörum

Verkfæri og festingar Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga

HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is •

Hagi ehf HILTI


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.