Page 1

1. tbl. 20. árg. 2013 STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA

Kolbrún Rós bls. 4 Viðvörunarmerki um krabbamein í börnum bls. 16


HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / ACTAVIS 319003

Því hjálpa má þurri húð

NÝTT decubal.is

Fituríkt. Milt. Mýkjandi. Nýja lípíð kremið frá Decubal er nærandi og rakagefandi krem með 70% fituinnihaldi, sérstaklega þróað fyrir mjög þurra og erfiða húð. Kremið eflir náttúrulegar varnir húðarinnar og eykur teygjanleika hennar. Decubal Lipid Cream er prófað af húðsjúkdómalæknum og inniheldur hvorki parabena né ilm- og litarefni. Kremið hefur fengið vottun norrænna Astma- og ofnæmissamtaka og hentar einnig á viðkvæma húð. Aðeins selt í apótekum.


Betur hugað að síðbúnum afleiðingum í lögum SKB Á síðasta aðalfundi SKB voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum félagsins. Þær sem mesta þýðingu hafa varða síðbúnar afleiðingar. Með breytingunum er stuðningur við þá sem glíma við síðbúnar afleiðingar krabbameins skilgreindur sem einn tilgangur félagsins og hugtakið síðbúnar afleiðingar nefnt í lögum þess í fyrsta sinn. Umræða um síðbúnar afleiðingar hefur staðið lengi á vettvangi SKB. Verkefnið fer sístækkandi, eftir því sem fleiri greinast og lifa af að fá krabbamein. Í skipulagsskrá fyrir styrktarsjóð SKB segir að eitt markmiða hans eigi að vera að stuðla að framförum hvað varðar málefni krabbameinssjúkra barna hér á landi. Stjórn SKB taldi að með því að félagið sinni síðbúnum afleiðingum félagsmanna sinna betur sé það einmitt að stuðla að þessum framförum. Nú er til umræðu að koma upp sérstakri miðstöð fyrir síðbúnar afleiðingar á Landspítalanum. Enn er óákveðið í hvaða farvegi sú starfsemi verður rekin, hvernig samstarfi og skörun barnaspítalans og fullorðinsspítalans verður háttað o.s.frv. en stjórn SKB hefur fullan hug á að félagið

komi þar myndarlega að málum og styðji við starfsemina, þ.a. félagsmenn SKB njóti góðs af. Af þeim sökum var talið æskilegt að síðbúnar afleiðingar væru nefndar í lögum félagsins á þann hátt sem samþykkt var. Ein af síðbúnum afleiðingum er annað krabbamein síðar á ævinni. Þeir sem greinast með krabbamein á barns- og unglingsaldri eru oft verr undir það búnir að fá krabbamein á fullorðinsaldri en þeir sem hugsanlega eru komnir út á vinnumarkað, hafa sterkt félagslegt net og eiga jafnvel rétt á greiðslum úr sjúkrasjóðum og/eða njóta tryggingaverndar. Þetta er ekki alltaf fyrir hendi hjá skjólstæðingum SKB sem endurgreinast með krabbamein sem þeir fengu á barnsaldri eða krabbamein afleitt af því. Stjórn SKB vildi því að þessi hópur væri sérstaklega nefndur í lögum félagsins. Þó að þessir einstaklingar séu vissulega og sem betur fer fáir, þá er í breytingunni gerður sá áskilnaður að það sé háð mati læknis hvort um sé að ræða krabbamein sem er afleiðing af krabbameini á barnsaldri. Með þessum breytingum telur stjórn SKB að skref sé stigið til framfara og betur verði hægt að

Efnisyfirlit 4 Krabbameinið sigrað en glíman heldur áfram 10 Eftirfylgd út í lífið sniðin að hverju barni 11 Unglingahópur í háloftum og skíðabrekkum 14 Um SKB 15 Alþjóðadagur krabbameina í börnum 15 Ár í lífi SKBbarns 16-17 Viðvörunarmerki um krabbamein í börnum 18 Falleg tækifæriskort19 Sumarhátíð og árshátíð 20 Leikum okkur með Lúlla ÚTGEFANDI: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi. Sími 588 7555, netfang: skb@skb.is, heimasíða: www.skb.is, ISSN 1670-245X. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Gréta Ingþórsdóttir. STJÓRN SKB: Rósa Guðbjartsdóttir, formaður, Benedikt Einar Gunnarsson, Dagný Guðmundsdóttir, Einar Þór Jónsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Kristjana Erlen Jóhannsdóttir, Signý Gunnarsdóttir, Skúli Jónsson og Særós Tómasdóttir. Myndir: Árni Sæberg (forsíða, bls. 4, 6 og 8-9), Sigurjón Ragnar (bls. 11-13), félagsmenn og úr myndasafni SKB. FORSÍÐUMYND: Baldur Kristjánsson. UMBROT: A fjórir grafísk miðlun - Hjörtur Guðnason. PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja - Umhverfisvottuð prentsmiðja.

koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við síðbúnar afleiðingar vegna krabbameins sem þeir fengu á barnsaldri. Miklar vonir eru bundnar við starfsemi miðstöðvar um síðbúnar afleiðingar. Litið verður til þess sem best gerist í þessum efnum á Norðurlöndum og hafa starfsmenn krabbameinsteymis Barnaspítala Hringsins, þær Sigrún Þóroddsdóttir og Sólveig Hafsteinsdóttir, þegar farið til Gautaborgar þar sem nokkur reynsla er komin á slíka starfsemi og hún gefist vel. Þar eru allir sem gengið hafa í gegnum krabbameinsmeðferð á spítalanum kallaðir til viðtals, farið yfir þeirra sögu, ástand heilsufars metið og ráðstafanir gerðar til að bregðast við síðbúnum afleiðingum ef ástæða þykir til. Smám saman er listinn tæmdur og þá fer eftirfylgni með þeim sem útskrifast fram jafnóðum og verður í ákveðnum farvegi á vegum sérstaks teymis. Stefnt er að því að svipað fyrirkomulag verði tekið upp á Barnaspítala Hringsins. Þegar það verður orðið að veruleika er enn eitt mikilvægt baráttumál SKB í höfn. Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB.

Börn með krabbamein - 3


Krabbameinið sigrað en glíman heldur áfram

Særós Tómasdóttir flugfreyja og Erlendur Kristinsson

Særós hefur verið í hópi þeirra flugliða sem gefið

matreiðslumaður hafa verið í SKB frá árinu 2005 og

hafa félaginu vinnu sína í utanlandsferðum þess á

afar virkir félagsmenn. Margir þekkja þau úr starfinu

síðustu árum. Að auki hafa þau bæði setið í stjórn

því Elli hefur mætt með Grillvagninn á sumarhátíðina

SKB, Elli gekk úr stjórn nú í febrúar eftir sex ára setu

mörg síðustu ár og eldað ofan í félagsmenn og

og Særós tók sæti á sama tíma.

4 - Börn með krabbamein


Viðtal: Gréta Ingþórsdóttir Ljósmyndir: Árni Sæberg og úr einkasafni.

Dóttir Ella og Særósar, Kolbrún Rós, fæddist íseptember 2002. Þegar hún var á öðru ári fóru veikindi að segja til sín. Hún var að rjúka upp í hita einu sinni til tvisvar í mánuði, var mjög viðkvæm og aum, sérstaklega í kviðn­ um, sem var mjög framstæður. Það mátti alls ekki snerta hann þegar haldið var á henni og hún emjaði þegar hún var tekin upp. Þetta veikindatímabil stóð frá því í sptember 2004 þar til í apríl 2005. Þau fóru margoft með hana til lækna en segja að hún hafi aldrei verið skoðuð almennilega. „Við létum athuga hvort hún gæti verið kviðslitin því margir voru búnir að hafa orð á því við okkur en svo reyndist ekki vera. Blóðprufur voru  teknar ­nokkrum sinnum á þessum tíma án þess að þær leiddu neitt í ljós,“ segir Særós. Kolbrún var veikluleg, alltaf með bauga og fékk á þessum tíma kalda lungnabólgu í tvígang. Í annað skiptið fengu þau næturlækni heim, sem sendi þau niður á spítala á sunnu­ dagsmorgni. Þá stóð horn út úr kviðn­ um á Kolbrúnu og læknirinn hélt að hún væri hugsanlega með stækkað milta. Á spítalanum voru menn líka á þeirri skoðun og vegna þess að hún reyndist að auki vera með streptó­ kokka þá var hún lögð inn og gefið sýklalyf í æð á meðan reynt var að finna út úr því af hverju kviðstækkunin stafaði. „Við vorum síðan látin bíða þarna á stofunni allan daginn og það eina sem við fengum að vita var að það væri fyrirferð í kviðarholinu sem gæti verið ýmislegt og þyrfti að rannsaka betur. Það komu tveir eða þrír læknar og þeir sögðu hver sinn hlutinn sem okkur fannst hrikalega óþægilegt,“ segir Elli. 500 grömm og á stærð við handbolta Undir kvöld var hún send í sónar og læknirinn byrjaði að óma á henni kviðinn. „Allt í einu heyrðust einhver óhljóð, læknirinn slökkti í skyndi á tækinu og gat ekki leynt því að eitthvað óeðlilegt væri á ferðinni. Hann sagðist ekki mega segja okkur neitt. Og við biðum áfram.“ Seinna um kvöldið fékk Kolbrún litarefni og kæruleysissprautu og var send í segulómskoðun. Læknarnir sem töluðu við þau þennan dag voru vakthafandi og þeir sögðu hver sína

sögu. „Fyrst kom einn, svo annar og annar og enginn sagði það sama. Við töluðum ekki við neinn í krabbameins­ teyminu fyrr en daginn eftir en þarna um kvöldið var okkur boðið að skreppa heim og ná okkur í dót því við værum ekki á leiðinni neitt.“ Þetta var 10. apríl 2005 og Særós gengin 17 vikur að öðru barni þeirra Ella. „Á mánudagsmorgni komu læknarnir Jón R. Kristinsson og Guðmundur Jónmundsson til okkar. Þá snappaði Elli og sagðist ekki vilja heyra eitthvert bull í enn einum lækni! Jón sagðist þá myndu verða læknirinn hennar Kolbrúnar, hún væri með æxli í kviðarholinu og fjórum dögum síðar yrði hún skorin upp til að taka sýni úr því svo hægt væri að greina hvað væri þarna á ferðinni. Í aðgerðinni var svo allt æxlið tekið ásamt annarri nýrnahettunni en æxlið hafði fengið blóð úr henni. Þeim sýndist eins og æxlið, sem orðið var um 500 g og á stærð við handbolta,

hefði verið hjúpað og væri ekki búið að dreifa sér neitt. Svo kom því miður í ljós tveimur vikum seinna að það hafði dreift sér í bein og beinmerg,“ segir Særós. 90 dagar og svo til Svíþjóðar Elli segir að þegar niðurstaðan hafi legið fyrir þá hafi ferlið farið mjög hratt af stað. „Við hittum Sigrúnu [Þóroddsdóttur] og hún var búin að gera 90 daga meðferðarplan með teym­inu sem var þannig að við vorum inni í 4 daga og í hvíld í þrjá daga. Þetta gekk bara þokkalega vel og

við kláruðum 90 dagana stóráfallalaust fyrir utan að hún fékk hita inn á milli. Að þeim loknum fengum við hvíld í tvær eða þrjár vikur og í ágúst vorum við send til Huddinge, rétt utan við Stokkhólm. Þar tók við sama prógram nema stífara, Kolbrún Rós varð virkilega veik og erfiðir tímar fóru í hönd.“ Meðferðin gekk þannig fyrir sig að hún fór í alls kyns próf þegar hún kom til Svíþjóðar, m.a. blóðprufur, fékk lyf og gekk ágætlega. Svo fékk hún smá frí áður en hún fór í blóðskiljun þar sem stofnfrumur voru teknar, fryst­ ar og geymd­ar. Hún fór í þetta nokkr­ um sinnum þar sem ekki var hægt að taka nógu mikið af stofnfrumum í einu. Meiningin var að drepa allt niður í beinmergnum sem hægt var að drepa áður en hún fengi stofnfrumurnar aftur. Annað barn fæðist Eftir þetta fór Kolbrún í 5 daga tvöfalda háskammtalyfjameðferð og varð mjög veik, missti mikið blóð og var komin með 13 lyf á stöngina, þar á meðal morfín vegna vanlíðanar. Hún nærðist ekki neitt, þarmastarfsemin lamaðist og hún þandist út. Þetta gekk mjög nærri henni og hún fór ekki létt í gegn­ um þetta. Þar að auki mátti Særós ekki koma nálægt henni á meðan hún fékk ákveðin lyf vegna þess að þau hefðu getað haft áhrif á fóstrið. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Særós noroveiru og mátti þá aðeins hitta Ella og Kolbrúnu úti undir beru lofti. Á meðan var tíminn notaður til að dauðhreinsa stofuna hennar Kolbrúnar. Á þriggja ára afmælisdaginn sinn, 4. september, fékk Kolbrún Rós stofnfrumurnar aftur. Hún var mjög köld og blánaði öll og aðgerðinni ­ f ylgdi mjög vond lykt. Stofnfrumurnar áttu að koma starfseminni í beinmergn­ um aftur í gang. En í stað þess að Kolbrún Rós tæki við sér þá sökk hún dýpra og dýpra og þetta þróaðist öðruvísi en það átti að gera. „Það komu nýir og nýir læknar inn á stof­ una til okkar á svona korters fresti að spá og spekúlera. Frá 4. til 12. sept­ ember feng­ u m við engin viðbrögð frá Kolbrúnu og okkur var sagt að ef ekki yrði viðsnúningur helgina 10./11. septem­ber þá væri þetta bara búið,“ segir Elli. Þegar þarna er komið sögu er meðgöngu að ljúka og foreldrar Ella komin út. Þau sátu hjá Kolbrúnu á meðan Elli fór með Særós á fæð­ ingardeildina þar sem Stefán fæddist 12. september. Börn með krabbamein - 5


Lagði litla barnið hjá henni „Ég kom með Stefán til Kolbrúnar strax daginn eftir,“ segir Særós. „Ég gerði í því að leggja hann hjá henni og það var þá fyrst sem fór að koma eitthvert líf í augun á henni. Við segjum alltaf að hann hafi bjargað lífi hennar. Þegar hann var kominn var eins og hún fengi kraft og fyndi einhvern tilgang til að halda áfram. Þarna fer hún að koma hægt og ró­lega til baka, byrjar að gjóa augunum á bróður sinn og skoða hann. Hann var rólegur, heyrðist varla í honum fyrr en hann var orðinn svona 6 mánaða. Það var akkúrat það sem við þurftum – hann bara drakk og svaf! Eftir nokkra daga byrjaði hún að fylgj­ast betur með og fór að tala við okkur. Við vitum ekki hvaðan það kemur en Kolbrún var búin að ákveða nafnið á bróður sínum. Hún var búin að segja áður en hann fæddist að ef þetta yrði strákur þá ætti hann að heita Stefán. Þarna fyrstu dagana gerðum við í því að spyrja hana hvað hann ætti að heita og hún var alltaf að reyna að segja eitthvað. Svo kom allt í einu hátt og skýrt: „Ég var búin að segja að hann ætti að heita Stefán!“ Launaði með nafni „Við vitum, eins og ég segi, ekki hvaðan nafnið kom en pabbi sagði mér frá því um þetta leyti að hann varð fyrir því ungur að sex ára drengur hjólaði í veg fyrir vörubíl, sem hann keyrði, og lést. Pabbi bað og lét biðja mikið fyrir Kolbrúnu og hann vill meina að þeir hafi í sameiningu hjálpað Kolbrúnu í gegn, hann og Stefán litli sem dó, og hún hafi launað með nafni.“ Tómas kom líka til Svíþjóðar og var rétt búinn að sjá Stefán litla nýfæddan þegar læknir og hjúkrunarkona komu inn og sögðu að hann mætti ekki koma nálægt Kolbrúnu vegna þess að hann var með frunsu. Honum fannst þetta mjög leiðinlegt en skiljanlegt samt. Hann stoppaði því bara stutt við áður en hann fór aftur heim til Íslands. Hringdi í 911! Elli og Særós fengu að fara heim til Íslands 5. október, örlítið fyrr en til stóð upphaflega en Kolbrún var orðin hund­ leið og kvekkt á því að láta endalaust pota í sig. Hún fékk að vera heima og fékk pásu frá meðferð þar til í desember, fyrir utan að Sigrún kom reglulega og tók blóðprufur. Elli segir að Kolbrún hafi ekki mátt fara neitt því að hún var veikbyggð, 6 - Börn með krabbamein

með bælt ónæmiskerfi og þetta aðalflensutíminn. Þau þurftu þó einu sinni að fara með hana í ofboði á spítala eftir að Særós hafði losað slöngu úr lyfjabrunni. „Hún var að lyfta henni upp úr rúminu þegar slangan festist undir hnénu á Særós og losnaði. Það fór blóð út um allt og við ákváðum að hringja á sjúkrabíl. Særós mundi ekki númerið og hringdi fyrst í 911! Þegar við vorum komin út í bíl mundum við eftir Stefáni - ég fór inn og sótti hann og hann fór með okkur á spítalann. Kolbrún var líka með lyfjabrunn með tappa, þ.a. ekki þurfti að gera neitt nema búa um gatið þar sem slangan losnaði og svo fékk það bara að gróa. Þau segjast geta hlegið að fátinu í sér núna en þetta leit ekki vel út þegar það var að gerast! Héldu að hún væri aftur komin með krabbamein Lyfjabrunnurinn átti eftir að gera þeim lífið leitt tveimur árum seinna. Þau voru þá að fara með Kolbrúnu í blóðprufu og hún er með lungnabólgu, einu sinni sem oftar. Ekkert gekk að ná sýni um brunninn en áður en gripið var til

ráðstafana var hún send í myndatöku út af lungnabólgunni. Fyrstu fréttir eftir hana voru þær að Kolbrún væri ekki með lungnabólgu en það hefði dálítið annað sést á myndinni. „Við héldum auðvitað strax að hún væri aftur komin með krabbamein,“ segir Særós. Það sem sást var hins vegar skýringin á því hvers vegna brunnurinn hafði ekki virkað: slangan úr honum hafði losn­ að, farið inn í æð, endað í lunganu og var búin að stífla æð þar. „Það var eins gott að þessi mynd var tekin! Hún leit út fyrir að hafa verið þarna í einhvern tíma vegna þess að það var byrjaður að myndast vefur í kringum hana. Það var því ákveðið að reyna hjartaþræð­ingu, þrátt fyrir að læknarnir væru frekar svartsýnir á að hún myndi takast. Ef hún hefði ekki gengið þá hefði Kolbrún þurft að fara í opna aðgerð. Þræðingin gekk svo vel og slöngubúturinn var fjarlægður.“ Örlagaríkur dagur í september 2013 Fjölskyldan fékk að fara enn eina ferð í tilfinningarússíbananum í september á síðasta ári. Kolbrún Rós vaknaði á föstu­


dagsmorgni stokkbólgin og með risa­ stóran marblett í hægri lófa. „Við skoðuðum hana og fannst þetta frekar skrítinn staður fyrir svona dökkan og stóran blett en gerðum ekkert og send­ um hana í skólann,“ segir Elli. Í hádeg­ inu var hringt í Særós og henni sagt að Kolbrún hefði fengið miklar blóðnasir, sem hefði tekið langan tíma að stöðva. Kolbrún kláraði skóladaginn og fór svo upp á Skaga ásamt bræðrum sínum til að eyða þar helginni en Elli var að vinna og Særós erlendis í vinnuferð. Á sunnudeginum þegar þau náðu í krakk­ana var þeim sagt að Kolbrún hefði verið með stöðugar blóðnasir alla helgina og að hún væri öll út­steypt í stórum og ljótum marblettum. Þá voru þau kominn með mikinn kvíðahnút í magann. Þau skoðuðu Kolbrúnu vand­ lega og leist alls ekki hana, þannig að Særós hringdi í Sigrúnu hjúkku og lét hana vita hvað væri í gangi. Sigrún sagði þeim að koma strax morgun­ inn eftir með hana í blóðprufu. „Það er óhætt að segja að læknunum leist heldur ekki á stúlkuna og ég held að í hugann hjá þeim öllum hafi komið það sama: endurgreining,“ segir Særós.

Blóðprufurnar fengu flýtimeðferð og til allrar hamingju þá var krabbameinið ekki komið aftur. En öll blóðgildi voru í rugli í margar vikur á eftir. Eina skýringin eða tilgátan sem hefur komið fram vegna þessa er að hún sé svokall­ aður blæðari. Særós segir að þetta hafi verið skelfileg upplifun og þau hafi verið farin að óttast hið versta, enda leit Kolbrún ekki vel út. Er með takmarða sjón og heyrn Kolbrún Rós glímir við ýmsar síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð­ ina. Hún er með 80% heyrnarskerðingu sem er þess eðlis að kuðungsígræðsla mun ekki hjálpa henni. Hún gengur með heyrnartæki í skólanum og þolir illa hávaða. Í meðferðinni kom líka í ljós að sjónin var að skerðast. Núna er hún með sjónskekkju og fjarsýni upp á +7 og +8. Það samsvarar um það bil 60% sjón og til skamms tíma héldu menn að sú sjónskerðing væri stöðug og Kolbrún myndi t.d. geta tekið bílpróf þegar þar að kæmi. Mikið bakslag kom í þær væntingar núna nýlega þegar Kolbrún vaknaði einn daginn með mikinn verk í vinstra auga og

sá lítið sem ekkert með því. Hún var búin að kvarta um tíma og hafa orð á því að hún þyrfti örugglega að fá ný gleraugu þar sem hún væri farin að sjá illa. Særós var búin að panta tíma fyrir hana hjá augnlækni, þ.a. hún bað Kolbrúnu bara að harka af sér, hún væri sennilega bara þreytt. Hræðslan alltaf til staðar Daginn eftir var Kolbrún ekkert skárri, fór samt í skólann en um hádegi hringdi aðstoðarskólastjórinn og sagðist hafa áhyggjur af henni. Henni liði ekki vel og hún sæi lítið sem ekkert. Særós ­hringdi þá í augnlækninn og fékk að koma með Kolbrúnu strax. Í ljós kom að sjónin hafði versnað til muna og það var alveg sama hvað læknirinn lét hana horfa í gegnum sterk gler, Kolbrún sá ekkert betur. Augnlæknirinn mældi allt sem hún gat en fann enga ástæðu fyrir sjónleysinu. Kolbrúnu leið mjög illa og var með verki. Nokkrum dögum síðar var hún send í segulómun til að reyna að finna orsökina. Elli og Særós höfðu áhyggjur og eðlilega hvarflaði að þeim sú hræðilega tilhugs­ un að eitthvað væri að taka sig upp aftur. Segulómunin kom vel út, engin fyrirferð, æxli eða bólgur á sjóntaugum. En það eru einhver frávik sem er verið að rannsaka. Ella og Særós var sagt að þetta gæti verið afleiðingar eftir meðferðina en þetta gæti líka stafað af því að Kolbrún er með mjög bælt ofnæmiskerfi. En Kolbrún er í góðum höndum og verður rannsökuð bak og fyrir. „Þetta sýnir að barnið manns er aldrei komið úr hættunni og hræðslan er alltaf til staðar - bara mismikil,“ segir Særós. Margra ára barátta við skólann Elli og Særós voru framan af mjög ósátt við það hvernig skólinn kom til móts við Kolbrúnu og segjast hafa í fimm ár þurft að vinna sama hlut­ inn upp aftur og aftur í byrjun hvers skólaárs. „Það var aldrei gerð þessi einstaklingsmiðaða áætlun eins og á að gera fyrir börn með sérþarfir. Við þurftum að grenja út alla auka­kennslu og aukatíma sem hægt var að fá og fengum ekki það sem við vildum og það sem hún þurfti. Við enduðum á að fara með sérkennsluna í gegn­ um Samskiptastöð heyrnarskertra og heyrnarlausra. Fyrst leituðum við til Sjónarhóls og þar voru allir kallaðir saman, Jónas Halldórsson taugasálfræðingur gerði m.a. mat á henni áður en hún fór í 6 ára bekk. Við undirbjugg­ Börn með krabbamein - 7


um okkur eins vel og við gátum áður en hún byrjaði í skólanum og send­ um mat frá Jónasi, frá Heyrnar- og talmeinastöðinni, vottorð út af sjón­ inni og greinargerð frá leikskólanum. Við biðum svo eftir viðbrögðum sem aldrei komu. Á endanum báðum við um fund með skólastjóranum og það fyrsta sem við vorum spurð var hvert erindið væri? Það var enginn búinn að kynna sér gögnin sem fylgdu barninu, svo að við þurftum að þylja upp alla sólar­söguna. Á þessum fundi var okkur sagt að þetta yrði ekkert mál og allt yrði gert fyrir hana. Það endaði svo í fimm ára stríði sem lauk ekki fyrr en

8 - Börn með krabbamein

með nýjum skólastjóra sem tók málið föstum tökum,“ segir Elli. Fjármagnið ekki notað fyrir Kolbrúnu Særós segir að mikið heyrnarskert börn taki annað hvort stjórnina eða dragi sig í hlé. „Kolbrún þóttist alltaf skilja, þ.a. kennararnir héldu að hún væri í góðum málum og fannst henni ganga vel. Svo komu próf og þá kom annað í ljós. Um tíma þurftum við að borga kennara 1-2 daga í viku úr eigin vasa. Samt fær skólinn fjármagn með henni en sá peningur virtist alltaf fara í eitthvað annað en úrræði fyrir Kolbrúnu. Við fengum þær upplýs­ingar

hjá Menntasviði Reykjavíkurborgar að skólinn fengi tæpa milljón með henni. Okkur var meira að segja tímabundið vísað í annan skóla, þ.e.a.s. í Hlíðaskóla, í tvo mánuði en þar er sérdeild fyrir heyrnarskerta. Við feng­ um sérfræðinga þaðan til að fara yfir aðstöðuna í skólastofunni hennar en vegna heyrnarskerðingarinnar þarf að draga úr glamri og hávaða eins og hægt er, m.a. með því að setja gúmmí á borðin og tennisbolta undir alla stóla. Þetta eru ekki neitt sérstaklega kostn­ aðarsamar aðgerðir en það var aldrei til peningur fyrir þeim. Það var ekki fyrr en hún var í 5. bekk og Kristjana


Ólafsdóttir iðjuþjálfi kom að málum með okkur að þetta var loksins gert,“ segir hún. Þau fengu aðstoð Sjónarhóls við samskiptin við skólann og aðstoðarskólastjórinn bað þau afsökunar á því að skólinn hefði brugðist og mál­ unum yrði framvegis fylgt betur eftir en það gerðist ekki. Það var ekki fyrr en Kristjana fór að taka slaginn með þeim að eitthvað fór að mjakast. Þau segja að í fyrstu heimsókn með Kristjönu hafi móttökurnar verið mjög kuldalegar og ekki tekið undir neitt af sjónarmiðum þeirra. „Kristjana bað um fund eftir fund eftir fund og fór yfir

þarfirnar. Skólinn kom aðeins til móts við okkur hægt og rólega en það var ekki fyrr en núna í 6. bekk að viðmót skólans gjörbreyttist með nýjum skólastjóra. Skólinn má samt eiga það að það var alltaf vel passað upp á Kolbrúnu hvað veikindi hennar varðar og líðan félagslega séð,“ segja þau. Árangurinn lætur ekki á sér standa „Þegar Hanna Guðbjörg Birgisdóttir tók við sem skólastjóri á síðasta ári fengum við fund með henni og fórum yfir stöðuna. Hún sagði að Kolbrún myndi fá einstaklingsmiðaða áætlun og kom svo með ýmis innlegg í okkar

óskir en sérkennsla er hennar ær og kýr. Hún sagðist myndu taka málið föstum tökum og gera allt sem hún gæti og það hefur sannarlega verið gert. Hún hefur staðið við allt sem hún lofaði. Kolbrún er ein með sérkennara einu sinni í viku og vinnur með fögin eftir þörfum eða spjallar um líðan. Núna er hún að fá 8, 9 og 10 í öllu og er toppnemandi. Við þurfum ekki leng­ ur að fara í Samskiptamiðstöð heyrn­ ar­­skertra og heyrnarlausra en það var áður eina leiðin til að fá aðstoð og sérkennslu. Það er sorglegt að fá ekki þarfirnar uppfylltar í skólanum og þurfa að fara þessa leið sem við fórum.“ Glímt á mörgum vígstöðvum Einu sinni í mánuði fer Kolbrún Rós á Barnaspítalann og fær immúnóglóbín til að styrkja ónæmiskerfið. Hún fær að vísu pásu í þrjá mánuði yfir sumarið en að hausti er staðan tekin með blóð­ prufu og nýtt plan sett upp. Hún þarf þessa örvun því annars er hún alltaf veik og er þá helmingi lengur að jafna sig en aðrir. Hún er veik fyrir í maga og er með lyf við barnamígreni sem talið er að hún sé komin með. Kolbrún Rós lifði af að fá krabba­ meinið en hún glímir svo sannarlega við ýmsar síðbúnar afleiðingar aðrar en þær sem hér hafa verið raktar, þ.e. sjónskerðingu og mikla heyrn­ arskerðingu, mjög veikt ónæmiskerfi, viðkvæma meltingu og barnamígreni. Þar að auki er hún með skaddaðan hársvörð eftir meðferðina og gisinn hárvöxt sem getur verið afar erfitt fyrir stelpu á hennar aldri. Henni líður oft illa andlega er með ýmsa óskil­greinda vanlíðan, bæði andlega og líkam­ lega. Henni er oft illt í kroppnum. Ekki er vitað hvort hormóna- og innkirtla­ starfsemi verður eðlileg og það er búið að fjarlægja úr henni fimm fullorðins tennur vegna þess að ræturnar höfðu ekki þroskast út af meðferðinni, auk þess sem glerungurinn á öllum tönn­ unum er lélegur. Kolbrún Rós reyndi að æfa fimleika en var ekki nógu sterk, einnig fótbolta en brotnaði í þrígang og skipti þá yfir í taekwondo og g ­ engur vel þar - er meira að segja farin að vinna til verðlauna! Umskiptin í skólanum hafa mest að segja og það að henni gengur vel í náminu skilar sér í meiri gleði og ­bættri líðan þó að það komi erfiðir dagar inn á milli. Tilfelli Kolbrúnar Rósar er eitt margra þar sem krabbameinið er sigrað en glíman heldur áfram á öðrum vígstöðvum og sér ekki fyrir endann á henni. Börn með krabbamein - 9


Eftirfylgd út í lífið sniðin að hverju barni Stuðningur datt niður eftir að meðferð lauk Upphafið að verkefninu var að sonur minn greindist með krabbamein haustið 2008 og var þann vetur alveg úr skóla. Mér fannst við fá góðan stuðning og skilning frá skólanum og nærumhverfinu á meðan á veikindum stóð en þegar hann var tilbúinn til að mæta á ný var eins og allt væri bara búið, hann þyrfti ekki neinn stuðning hvorki námslega, sálfélagslega eða tilfinningalega. Litlar kröfur voru gerðar um námsárangur, hann hafði jú verið veikur og ekki voru gerðar miklar kröf­ur til hans af skólans hálfu (sem auð­vitað var fallega hugsað en hjálpaði ekki til lengri tíma litið). Drengurinn ­þurfti hvatn­ingu og stuðning og að ­gerðar væru kröfur og horft til framtíðar. Ég þurfti líka stuðning við að sleppa af honum hendinni og láta hann takast á við ýmis verkefni á ný. Mér fannst ég heyra þetta frá fleiri foreldrum og fékk því SKB með í að koma þessu verkefni af stað til að reyna að aðstoða börnin við að takast á við lífið á ný. Þarfirnar metnar og þeim mætt Eftir að sótt hefur verið um aðstoð til SKB hef ég samband við foreldra barnsins og ræði við þau um stöðu mála. Þörfin er mismunandi eftir h ­ verju barni fyrir sig. Hún getur verið að að­laga stundatöflu, setja inn hvíldartíma, stytta viðveru, aðstoð við að velja mikilvægustu fögin, aðstoð og hvatn­ ing við að meta hversu miklar kröfur hægt er að leggja á börnin. Aðlögun og stilling á skólahúsgögnum, hvar er best fyrir barnið að sitja í skólastofunni, mat á þörf fyrir hjálpartæki og stilling á þeim (t.d. tölvum, heyrnarhlífum, ipod

10 - Börn með krabbamein

Haustið 2013 fór Styrktarfélaga krabbameinssjúkra barna af stað með nýtt verkefni sem kallað hefur verið Eftirfylgd út í lífið. Markmið með þessu verkefni er að aðstoða börn og ungmenni við að takast á við daglegt líf að nýju eftir veikindin. Verkefnið er einstaklingsmiðað og er sniðið að þörfum hverrar fjölskyldu og hvers barns. Þarfir barna eru mismunandi og þörf á stuðningi mismikil. o.fl.). Ef ástæða þykir er möguleiki á mati á hreyfiþroska og skyn­úrvinnslu. Barnið getur verið viðkvæmt fyrir hávaða, birtu, snertiáreitum, lykt og áferð matar. Tilfinningalegir erfiðleik­ ar (kvíði, grátgjarnt, erfitt félagslega), fínhreyfierfiðleikar og/eða þolir illa breytingar. Ávallt er stofnað teymi í skóla barnsins sem hittist eftir þörfum. Í teyminu eru foreldrar, ég, umsjónar­ kennari, sérkennari (ef barnið er í sér­ kennslu) og barnið sjálft ef aldur þess og þroski er nægur og kallað er á fleiri aðila eftir þörfum.

Verkefnin eru mismunandi. Oft er nóg að koma teymunum af stað, að foreldrar fái stuðning og er jafnvel ekki þörf á frekari úrræðum en að hafa teymi í gangi. Þörfin er metin hverju sinni, oft er meiri þörf við skiptingu á milli skólastiga, ráðgjöf til að undirbúa byrjun barnsins í skóla eða á milli skólastiga. Eins og fyrr segir er þetta einstaklingsmiðað og aðlagað hverjum og einum. Í vetur hafa 5 börn tekið þátt í verkefninu. Kristjana Ólafsdóttir iðjuþjálfi


Unglingahópur í háloftum og skíðabrekkum Unglingahópur SKB hittist reglulega og tekur sér ýmislegt skemmtilegt fyrir hendur undir styrkri stjórn þeirra Huldu Hjálmarsdóttur og Dagnýjar Gunnarsdóttur. Hér á eftir er

frásögn þeirra tveggja af skíðaferð sem farin var til Akureyrar um miðjan apríl og vorferð í Heiðmörk og háloftin seinni hlutann í maí.

Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar

Efri röð, f.v.: Gunnþór, starfsmaður Helo, Eiríkur Grímar, Ólafur Unnar, Birkir Alfons, Jakob, Elma Lísa, Thelma, Ragnhildur, Uni Dagur, Belma, Herdís Anna, framkvæmdastjóri Helo, Jóhannes þyrluflugmaður. Neðri röð, f.v.: Aron Breki, Elísa Mist, Hulda, Dagný og Gunnar Steinn.


Það voru 10 hressir unglingar sem hitt­ust á Reykjavíkurflugvelli í rigningu og slagviðri á föstudegi í apríl. Förinni var heitið til Akureyrar í skíðaferð með Unglingahópi SKB. Veðrið var alls ekki gott þegar lagt var af stað, enda frétt­um við seinna um daginn að vélin okkar hefði verið seinasta vélin norður þennan dag, öllum öðrum flugum til Akureyrar hefði verið aflýst. Við heppin! Villtumst aðeins í hríðinni Þegar lent var í snjó og kulda biðu okkar þrír bílar sem bílaleigan Avis lánaði okkur yfir helgina. Við keyrðum af stað í Vaðlaborgir, húsi Umhyggju, þar sem við komum okkur vel fyrir eftir að hafa aðeins villst á leiðinni vegna fannfergis og lélegs skyggnis. Eftir smá slökun og spjall var haldið á veitingastaðinn Múlaberg þar sem við fengum frábærar móttökur og þriggja rétta dýrindis máltíð. Eftir matinn skellt­ um við okkur í keilu og svo „heim“ í rólegheit. Við fórum í leik sem gengur út á að krakkarnir segja hópnum eitt­ hvað þrennt um sig og þar af er eitt ósatt og hinir eiga að geta hvað það er.

Þetta er frábær leið til að kynnast betur og leikurinn var mjög skemmtilegur. Morgunverðarhlaðborð beið ungling­ anna á laugardagsmorgni þegar þau fóru á fætur. Veðrið hefði getað verið betra en við létum það ekki á okkur fá og komum okkur af stað upp í Hlíðarfjall. Þegar allir voru orðnir vel græjaðir byrjaði sólin að skína og dagurinn í fjallinu var dásamlegur. Eftir fjallið fóru allir í sundlaug Akureyrar og þaðan beint á Greifann í pizzuveislu. Um kvöldið héldum við kvöldvöku og spiluðum. Sumir höfðu mikið keppnisskap en það gerði leikinn bara skemmti­legri! Frábærir styrktaraðilar Við nýttum tímann vel og brunuðum upp í Hlíðarfjall á sunnudagsmorgn­ inum eftir að hafa gætt okkur á amer­ ískum pönnukökum - ekki slæmt! Þeir sem ekki höfðu áhuga á að fara þang­ að tóku því rólega heima og skelltu sér svo í Brynju-ís. Eftir fjallið og ísinn fórum við aftur í sund og slökuðum á í pottinum. Allir hjálpuðust svo að við frágang í

F.v.: Eiríkur Grímar, Hulda og Gunnar Steinn.

12 - Börn með krabbamein

Vaðlaborgum áður en haldið var út á flugvöll þaðan sem ferðin lá aftur heim til Reykjavíkur. Styrktaraðilar gerðu ferðina að veruleika og fáum við þeim ekki nægilega þakkað. Þúsund þakk­ir, Flugfélag Íslands, Bílaleiga Akureyrar, Sundlaug Akureyrar, Hlíðarfjall, Múlaberg, Greifinn, Keilan á Akureyri og Umhyggja fyrir að lána okkur húsið! Þyrluflug - einstök upplifun Unglingahópnum var boðið í þyrluflug hjá þyrluþjónustunni Helo í blíðskapar­ veðri miðvikudaginn 21. maí. Svo átti að fara í Heiðmörk að grilla og fara í leiki. Allir voru gífurlega spenntir að fara í þyrluflug, enda voru flestir að fara að upplifa það í fyrsta sinn. Gunnþór, Dísa og Jóhannes flugmaður hjá Helo tóku vel á móti okkur. Við þurftum að skipta hópnum í tvennt þar sem þyrlan tók aðeins sex manns í senn. Þegar fyrsti hópurinn var kominn út í vél og tilbúinn til brottfarar kom upp bilun í myndavélabúnaði vélarinnar og fékkst ekki leyfi til að fara í loftið. Ekki varð


því mikið úr þyrluflugi það kvöldið en þau buðu okkur að koma aftur kvöldið eftir þegar búið var að gera við. Besta veður vorsins Þótt þyrlufluginu væri frestað þar til daginn eftir var ákveðið að bruna í Heiðmörk að grilla og fara í leiki í góða veðrinu. Þegar þangað var komið var drifið í því að kveikja upp í grillinu. Dagný skipti hópnum í tvö lið til að spila kupp á meðan beðið var eftir að grillið hitnaði. Grillaðar voru dýrindis pylsur sem allir borðuðu af bestu lyst,

enda allir orðnir svangir. Svo var haldið áfram í leikjum, farið í kýló og brennó, allt lagt undir og keppnisskapið ekki sparað! Annað liðið vann með yfirburðum og fékk í verðlaun vatnsblöðrur og RISA Haribo-hlauppoka sem allir fengu að gæða sér á í lok kvöldsins. Unglingahópurinn hefði ekki getað verið heppnari með veður þar sem sólin skein í heiði allt kvöldið í blankalogni. Daginn eftir fengu svo allir að fara í 20 mínútna þyrluflug með Jóhannesi flugmanni yfir Reykjavík og aðeins út

fyrir hana. Allir voru í skýjunum yfir þessu og eins og sumir sögðu þá var þetta „once in a lifetime experience“. Unglingahópurinn þakkar Helo þyrlu­ þjónustu innilega fyrir að láta þennan draum krakkanna verða að veruleika og að lokum þökkum við fyrir skemmti­ legan og ógleymanlegan vetur með unglingahópnum. Við teljum það vera algjör forréttindi að fá að starfa með svona frábærum og lífsglöðum hópi sem er alltaf tilbúinn í ný ævintýr. Dagný og Hulda

Ólafur Unnar, Birkir Alfons, Elma Lísa, Thelma og Ragnhildur.

Gunnar Steinn, Elma Lísa, Thelma, Ragnhildur, Birkir Alfons.

F.v.: Ólafur Unnar, Birkir, Elma Lísa, Thelma, Ragnhildur.

Börn með krabbamein - 13


Um SKB Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 til að styðja við bakið á krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega, og til að berjast fyrir réttindum þeirra gagnvart hinu opinbera. Á þeim vettvangi hefur náðst mikill árangur en enn er mikil þörf fyrir ýmiss konar stuðning. Það er áfall fyrir

10-12 greiningar á ári Árlega greinast 10-12 börn á Íslandi á aldrinum 0-18 ára með krabbamein. Hvítblæði og heilaæxli eru algengust. Meðferð við krabbameinum í börnum er yfirleitt mjög hörð en þau eru meðhöndluð með skurðaðgerðum, lyfjameðferðum og geislum. Börnin verða veik og máttfarin meðan á meðferð stendur og eru oft lengi að ná upp fyrri styrk. Þau eru gjarnan algjörlega ónæmisbæld þegar þau eru í meðferðarlotum og geta umgangspestir, sem eru flestu fólki meinlausar, reynst stórhættulegar. Þá er gott að eiga athvarf utan skarkalans en SKB á og rekur tvö hvíldarheimili á Suðurlandi þar sem fjölskyldur barna í meðferð geta komist í skjól þegar á þarf að halda. Húsin eru leigð félagsmönnum þegar fjölskyldur barna í meðferð dvelja ekki í þeim.

alla fjölskylduna þegar einn greinist með krabbamein og hún er allt í einu komin í stöðu sem enginn vill nokkurn tíma þurfa að vera í. Yfirleitt hættir a.m.k. annað foreldrið að vinna um tíma til að sinna veika barninu og verður fjárhagslegt áfall því í flestum tilvikum tilfinnanlegt.

Mömmuhópur, unglingahópur og Angi SKB stendur fyrir ýmsu félagsstarfi fyrir félagsmenn sína. Krabbameinsveiku börnin á aldrinum 13-18 ára hittast reglulega í félagsaðstöðu SKB eða utan hennar, hafa stuðning hvert af öðru og gera eitthvað skemmtilegt saman. Mæður krabbameinsveiku barnanna hittast mánaðarlega og spjalla. Þó að börnin séu ekki öll með sömu mein þá finnst þeim gott að hittast og bera saman bækur sínar. Foreldrar barnanna sem tapa baráttunni fyrir krabbameini hittast óreglulega og spjalla. Það er sár reynsla sem enginn skilur nema sá sem hefur reynt. Sá hópur hittist alltaf í byrjun aðventu og útbýr skreytingar á leiði barna sinna.

Félagsstarf, skrifstofa fjáröflun Félagið stendur fyrir sumarhátíð síðustu helgina í júlí ár hvert. Hún hefur verið haldin í Smáratúni í Fljótshlíð nokkur síðustu ár. Áhugaflugmenn hafa boðið félagsmönnum útsýnisflug yfir Fljótshlíðina við frábærar viðtökur á hverju ári. Árshátíð er haldin einu sinni á ári og 20. desember ár hvert er haldin jólastund og þar minnast félagsmenn Sigurbjargar Sighvatsdóttur en hún gaf félaginu allar eigur sínar árið 1994. Sú gjöf lagði góðan grunn að starfi félagsins og möguleikum þess til að standa vel við bakið á félagsmönnum sínum. Stjórn SKB kemur saman einu sinni í mánuði og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. Þess á milli er stjórn félagsins í höndum framkvæmdastjóra og þriggja manna framkvæmdastjórnar, sem í sitja formaður, gjaldkeri og framkvæmdastjóri félagsins. Skrifstofa félagsins er í Hlíðasmára 14. Hún er opin alla daga kl. 10-16. Starfsmenn eru tveir í 1,8 stöðugildum. Styrktarfélag krabbameinsfélag barna nýtur mikils velvilja og málstaðurinn mikils stuðnings víða í samfélaginu og sem betur fer eru margir sem vilja rétta því hjálparhönd. Þörfin er þó afar brýn og alltaf meiri en félagið myndi vilja geta sinnt. Helstu leiðir félagsins til fjáröflunar hafa verið útgáfa félagsblaðs tvisvar á ári og sala styrktarlína í þau, sala minningarkorta og tækifæriskorta og ýmissa söluvara. 14 - Börn með krabbamein

Þjónusta og fasteignir SKB á líka tvær íbúðir í Reykjavík fyrir fjölskyldur barna af landsbyggðinni sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna læknismeðferðar barna sinna. Landspítalinn sér um rekstur um úthlutun þeirra íbúða. Ef fjölskyldur krabbameinsveikra barna þurfa ekki á þeim að halda er þeim ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna sem eiga börn á Barnaspítalanum. SKB greiðir ýmsa þjónustu fyrir skjólstæðinga sína, einkum sálfræðiþjónustu en einnig listmeðferð og sjúkraþjálfun. Sem betur fer lifa alltaf fleiri og fleiri það af að greinast með krabbamein og er svo komið að hlutföllin eru um það bil 80% sem lifa og 20% sem deyja. Fyrir um aldarfjórðungi voru þessi hlutföll akkúrat öfug. En meðferð við krabbameini getur haft ýmsar aukaverkanir og síðbúnar afleiðingar í för með sér, líkamlegar, andlegar og félagslegar. Og börnin sem læknast geta þurft ýmsa aðstoð í mörg ár eftir að meðferð lýkur.

Samstarf SKB er eitt aðildarfélaga Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, og á aðild að Almannaheillum, samtökum þriðja geirans. Auk þess er SKB aðili að alþjóðlegum samtökum félaga foreldra barna með krabbamein, ICCCPO (The International Confederation of Childhood Cancer Parent Organizations).


Alþjóðadagur krabbameina í börnum Í tilefni alþjóðadags krabba­ meina í börn­ u m, 15. febrúar, gáfu a l þ j ó ð a­s a m t ö k f o r e l d r a f é l a g a barna með krabba­ m ein (ICCCPO) og alþjóðasamtök barna­ k rabba­ meinslækna (SIOP) út veggspjald þar sem vakin er athygli á fyrstu merkjum um krabbamein í börnum. Veggpjaldið er sérstaklega ætlað þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem gætu fengið börn með þessi einkenni til skoðunar en tímanleg greining getur skipt miklu máli og aukið batahorfur og lífslíkur barna með krabbamein. Aðildarfélag ICCCPO á Íslandi, Styrktarfélag krabbameins­ sjúkra barna, dreifði veggspjöldunum til allra heilsugæslustöðva landsins. Texti veggspjaldsins er á íslensku og ensku. Um 70-80% krabbameina í börnum eru læknanleg ef þau greinast nógu snemma og eru rétt meðhöndluð. Á

Íslandi greinast 10-12 börn undir 18 ára aldri með krabbamein árlega og er það svipað hlutfall og annars staðar á Vesturlöndum. Ef frá eru talin slys þá er krabbamein algengasta dánarorsök barna á Vesturlöndum. Algengustu krabbamein hjá börnum eru hvítblæði og heilaæxli en þessar tvær tegundir ná yfir rúmlega helming allra krabba­ meinstilfella hjá börnum. Aðrar krabba­ meinstegundir sem finnast hjá börn­ um eru t.d. eitlaæxli, beinæxli og fóst­ urvefs­æxli. Meðhöndlun krabbameina í börnum og unglingum felst fyrst og fremst í lyfja­ m eðferð, skurðaðgerðum og geisla­meðferð. Hægt er að meðhöndla með þessum aðferðum hverri fyrir sig eða saman. Algengast er að nota lyfja­ meðferð. Helstu baráttumál ICCCPO eru þau að öll börn fái meðferð við hæfi en því

miður er það svo að aðeins um 20% barna í heiminum hafa aðgang að fullkominni læknisþjónustu. Hin 80% búa í vanþróuðum löndum og eiga litla von um lækningu, greinist þau með krabba­­mein. Meðferð krabbameina í börnum krefst samvinnu sérfræðinga á ýmsum sviðum, ekki aðeins til að veita læknis­ meðferð, heldur einnig sálfélags­legan stuðning við börnin og fjöl­ s kyldur þeirra, enda er það yfirleitt mikið áfall fyrir alla í fjölskyldunni þegar barn greinist með jafnalvarlegan sjúkdóm og krabbamein er. Tilgangur starfsemi Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna er að vera þessum fjölskyldum til halds og trausts og vera þeim félags­ legur og fjárhagslegur bakhjarl ef á þarf að halda. Veggspjaldið er á næstu opnu.

Ár í lífi SKB-barns

Ágústa Stefánsdóttir greindist með heilaæxli (medulloblastoma) 3. febrúar 2013, þremur dögum fyrir 6 ára afmælið sitt. Meðferð hófst strax og stóð þar til í desember.

40+ svæ fin gar. 4 að gerð ir. 186 n æ turá spítala. 14 dagará gjörgæ slu. 5 dagaríön d un arvél. 88 dagarí einan grun . 31 skipti í geisla . 6 m á n uð irílyfjam eð ferð . 19 m yn d atökur. 22 blóð gjafir. 31skiptiblóð flögur Börn með krabbamein - 15


16 - Börn með krabbamein

Breytingar á augum – hvítur blettur í auga, barnið verður allt í einu rangeygt, blinda, mar eða bólga í kringum augu.

Óútskýrt þyngdartap eða hiti, þrálátur hósti eða andstytta, nætursviti.

Unexplained weight loss or fever,

4

Pallor, bruising or bleeding, general bone pain.

Fölvi, óeðlilegir marblettir eða blæðing, beinverkir.

3

CHILDHOOD CANCER WARNING SIGNS

VIÐVÖRUNARMERKI UM KRABBAMEIN Í BÖRNUM

1

Abdominal swelling.

Bólga eða fyrirferð í kvið.

5

Lumps or swelling – especially if painless and without fever or other signs of infection.

Bólgur eða fyrirferð – sérstaklega ef verkjalausar, með hitaleysi og engum vísbendingum um sýkingu.

2


Headaches, especially if unusually persistant or severe, vomiting (especially early morning or worsening over days).

Höfuðverkir, sérstaklega ef óvanalega þrálátir eða miklir, uppköst (sérstaklega að morgni dags eða ef þau aukast á nokkrum dögum).

6

e

w

ICC

INTERNATIONAL CONFEDERATION OF CHILDHOOD CANCER PARENT ORGANIZATIONS

sh are

Limb or bone pain, swelling without trauma or signs of infection.

Verkir í útlimum eða beinverkir, bólga án þekkts áverka eða vísbendinga um sýkingu.

7

Eye changes – white pupil, new onset squint, visual loss, bruising or swelling around the eyes.

O CP

persistent cough or shortness of breath, sweating at night.

w e care,

IF THESE SYMPTOMS ARE PRESENT REFER FOR FURTHER EXAMINATION

LÁTIÐ SKOÐA BETUR EF ÞESSI EINKENNI ERU TIL STAÐAR

!


SKB hefur í sölu 20 falleg tækifæriskort í nokkrum stærðum og útfærslum og með mörgum mismunandi myndum sem henta við öll tilefni - í gleði og sorg - fyrir unga sem aldna. Kortin eru í stærðunum A5, A6 og A7, bæði einföld spjöld og brotin saman. A5-kortin eru öll brotin saman, þ.e. fjórar síður, A7-kortin eru öll einföld spjöld og A6-kortin eru í báðum útfærslum. Öllum kortum fylgir umslag, þau eru bæði seld stök og í pökkum og eru að sjálfsögðu á mjög góðu verði, frá 100 til 400 króna, stök kort. Þau prýða ljósmyndir af íslenskri náttúru og umhverfi auk skreytimynda og eru öll merkt SKB og með texta um félagið. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að nálgast kortin á skrifstofu félagsins í Hlíðasmára eða á heimasíðunni www.skb.is.

Falleg tækifæriskort

18 - Börn með krabbamein


Sumarhátíð og árshátíð! Sumarhátíð SKB verður að vana haldin í Smáratúni í Fljótshlíð síðustu helg­ i na í júlí, dagana 25.-27. júlí. Dagskrá verður með hefðbundnu sniði, hamborgarar, Grillvagninn, útsýnisflug og skemmtiatriði. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Sumarhátíðin er alltaf haldin í góðu veðri og frábærri stemmningu. Nýir félagar eru sérstaklega hvattir til að drífa sig í sveitina í júlílok og eiga góðar stundir í hópi félagsmanna. Árshátíð félagsins féll niður í vetur vegna dræmrar þátttöku en við ætlum

að gera aðra tilraun laugardaginn 4. október í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal. Vinsamlegast takið daginn frá og fjölmennið þegar þar að kemur! Nánar auglýst síðar.

Beðið eftir nammiregni í Múlakoti á sumarhátíð 2013.

Börn með krabbamein - 19


Hver er rétta leiðin fyrir lundann? Finndu réttu leiðina fyrir lundann út úr holunni sinni.

Hvað var Lúlli að teikna? Dragði línu frá 1 - 31 og þá sérðu hvað Lúlli er að teikna. Svo er tilvalið að lita myndina þegar þú ert búin að strika.

20 - Börn með krabbamein


Leikum okkur með Lúlla Hverju er búið að breyta? Þessar myndir virðast vera alveg eins ef betur er gáð vantar 6 hluti á neðri myndina. Hjálpaðu Lúlla að finna þessa 6 hluti.

Algjör froskur! (Þegar þú segir þennan brandara þarftu að gera munninn á þér eins breiðan og þú getur um leið og þú leikur froskinn.) Einu sinni var breiðmynntur froskur sem fór í dýragarðinn til að komast að því hvað hin dýrin gæfu ungunum sínum að borða. „Frú fíll, sagði breiðmynnti froskurinn, „hvað gefur þú börnunum þínum að borða?“ „Ég gef þeim fílamjólk“ svaraði fíllinn. „Ó, mikið er það gott! (mundu að hafa munninn eins breiðan og þú getur.) Froskurinn hélt áfram til flóðhestsins. „Frú flóðhestur, hvað gefur þú börnunum þínum að borða?“ „Ég gef þeim flóðhestamjólk.“ „Ó, mikið er það gott!“ Næst hitti hann fyrir ljónið. „Frú ljón, hvað gefur þú börnunum þínum að borða?“ „Ég gef þeim breiðmynnta froska.“ (Gerðu munninn á þér eins lítinn og mjóan og hægt er) „Ó, mikið er það gott!

Börn með krabbamein - 21


Við þökkum stuðninginn Reykjavík 12 tónar ehf, Skólavörðurstíg 15 AB varahlutir ehf, Funahöfða 9 Aðalblikk, Bíldshöfða 18 Aðalvík ehf, Ármúla 15 Afltækni ehf, Barónsstíg 5 Alhliðamálun málningaþjónusta ehf, Mosarima 23 Almenna bílaverkstæðið ehf, Skeifunni 5 Alþýðusamband Íslands, Sætúni 1 Annata ehf, Mörkinni 4, 2.hæð t.v. Apparat, Ármúla 24 Arason ehf, Ármúla 36 ARGOS Arkitektastofa Grétars og Stefáns, Eyjarslóð 9 Arkitektastofan OG ehf, Þórunnartúni 2 Arkitektur.is ehf, Hverfisgötu 26 Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2, 2. hæð ARKO sf, Hagasel 7 Asía ehf,veitingahús, Laugavegi 10 ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9 Athygli ehf, Suðurlandsbraut 30 Augland ehf, Laugavegi 118 Auglýsingastofan Hvíta Húsið, Brautarholti 8 Árbæjarapótek ehf, Hraunbæ 115 Árni Reynisson ehf, Skipholti 50d Ársól sf, Efstalandi 26 ÁS bifreiðaverkstæði ehf, Lynghálsi 12 Ásbjörn Ólafsson, Köllunarklettsvegi 6 B.B.bílaréttingar ehf, Viðarhöfða 6 B.K.flutningar ehf, Krosshömrum 2 Bako Ísberg ehf, Kletthálsi 13 Bandalag íslenskra farfugla, Borgartúni 6 Bandalag starfsm ríkis og bæja, Grettisgötu 89 Bati - sjúkraþjálfun ehf, Kringlunni 7 Berserkir ehf, Heiðargerði 16 Betra líf - Borgarhóll ehf, Kringlunni 8-12 BF-útgáfa ehf, Fákafeni 11 Bílahöllin-Bílaryðvörn hf, Bíldshöfða 5 Bílamálun Halldórs Þ Nikuláss sf, Funahöfða 3 Bílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16 Bílaumboðið Askja ehf, Krókhálsi 11 Bjargarverk ehf, Álfabakka 12 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Blikksmiðurinn hf, Malarhöfða 8 Boreal ehf, Austurbergi 20 Borgarbílastöðin ehf, Skúlatúni 2 Bókaútgáfan Örn og Örlygur ehf, Hjarðarhaga 54 Bókhaldsstofa Haraldar slf, Síðumúla 29 Bólsturverk sf, Kleppsmýrarvegi 8 BS ehf, Mörkinni 1 Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf, Borgartúni 31 CC bílaleiga ehf, Snorrabraut 29 Curron ehf, Grensásvegi 3 Danfoss hf, Skútuvogi 6 Danica sjávarafurðir ehf, Suðurgötu 10 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Eignamiðlunin ehf, Síðumúla 21 Einar Jónsson Skipaþj., Laufásvegi 2A Elísa Guðrún ehf, Klapparstíg 25-27 Endurskoðendaþjónustan, Skipholti 50d 22 - Börn með krabbamein

Endurskoðun/ reikningsskil, Stangarhyl 5 Ennemm ehf, Brautarholti 10 Evrópulög ehf, Laugavegi 77, 4. hæð Exton ehf, Fiskislóð 10 Fasteignasalan Fasteign.is ehf, Suðurlandsbraut 18 Fasteignasalan Garður ehf, Skipholti 5 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagata 17 Ferðakompaníið ehf, Fiskislóð 20 Ferðaþjónusta bænda hf, Síðumúla 2 Ferskar kjötvörur hf, Síðumúli 34 Félag bókagerðarmanna, Stórhöfða 31 Fiskbúð Hólmgeirs ehf, Þönglabakka 6 Fiskbúðin Sæbjörg ehf, Fiskislóð 28 Fiskmarkaðurinn ehf, Aðalstræti 12 Fjármálaeftirlitið, Höfðatúni 2 Frjó Quatro ehf, Bæjarflöt 4 Fuglar ehf, Katrínartúni 2 Fylgifiskar ehf, Suðurlandsbraut 10 G Á húsgögn ehf, Ármúla 19 G.Á.verktakar sf, Austurfold 7 Gallabuxnabúðin, Kringlunni 4-12 Garðs Apótek ehf, Sogavegi 108 Gissur og Pálmi ehf, Álfabakka 14a Gísli Hjartarson, Neshamrar 7 Glóbus hf, Skútuvogi 1 f Glóey ehf, Ármúla 19 Glófaxi ehf, Ármúli 42 Gluggasmiðjan hf, Viðarhöfða 3 Grænn markaður ehf, Réttarhálsi 2 Guðmundur Arason ehf Smíðajárn, Skútuvogi 4 Gull- og silfursmiðjan ehf, Álfabakka 14b Gull- og silfursmiðjan Erna ehf, Skipholt 3 Gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar, Laugavegi 71 Gústaf Þór Tryggvason, Tjarnargötu 10d Hagi ehf, Stórhöfða 37 Halldór Jónsson ehf, Skútuvogi 11 Hamborgarab Tómasar Geirsg ehf, Geirsgötu 1 Hár ehf, Kringlunni 7 Hár og hamar ehf, Hrísateigi 47 Hár-Setrið, Æsufelli 6 Hársnyrtistofan Höfuðlausnir sf, Hverafold 1 , -3 HB heildverslun ehf, Skútuvogi 11a HBTB ehf, Bíldshöfða 18 Heildverslunin Glit ehf, Krókhálsi 5 Herrafataverslun Birgis ehf, Fákafeni 11 Heyrnar- og talmeinastöð, Háaleitisbr. 1 Híbýli fasteignasala ehf, Suðurgötu 7 HM Bókhald ehf, Kringlunni 7 Hollt og gott ehf, Fosshálsi 1 Hótel Leifur Eiríksson, Skólavörðustíg 45 Hreinsitækni ehf, Stórhöfða 37 HS pípulagnir ehf, Hraunbæ 78 Húsafl sf, Nethyl 2 Húsalagnir ehf, Gylfaflöt 20 Höfðakaffi, Vagnhöfða 11, hofdakaffi.is Iceland Excursion Allrahand ehf, Klettagörðum 4 IceMed á Íslandi ehf, Ægissíðu 80 Innrammarinn ehf, Rauðarárstíg 33 InnX innréttingar ehf, Fosshálsi 1 Intellecta ehf, Síðumúla 5

Íslensk endurskoðun ehf, Bogahlíð 4 Ísmar ehf, Síðumúla 28 Ísold ehf, Nethyl 3-3a J. S. Gunnarsson hf, Fossaleyni 10 J.E. Skjanni, byggingaverktakar ehf, Stórhöfða 25 Jóhann Hauksson,trésmíði, Logafold 150 Jón Ásbjörnsson hf, Fiskislóð 34 Jónatansson & Co,lögfræðist ehf, Suðurlandsbraut 6 JP Lögmenn, Höfðatorgi, Katrínartúni 2 K.H.G. Þjónustan ehf, Eirhöfða 14 K.Pétursson ehf, Kristnibraut 29 Kj Kjartansson ehf, Skipholti 35 Kjaran ehf, Síðumúla 12-14 Kjöthöllin ehf, Skipholti 70 Klif ehf heildverslun, Grandagarði 13 Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri 26 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Kopar & Zink ehf, Eldshöfða 18 Kristján F Oddsson ehf, Sundagörðum 2 Kurt og Pí ehf, Skólavörðustíg 2 Kælitækni ehf, Rauðagerði 25 Köfunarþjónustan ehf, Héðinsgötu 1-3 Landakotsskóli ses, Túngötu Landsnet hf, Gylfaflöt 9 Landssamband ísl útvegsmanna, Borgartúni 35 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Leikskólinn Vinaminni ehf, Asparfelli 10 Listasafnið Hótel Holt ehf, Bergstaðastræti 37 Litla Bílasalan ehf, Eirhöfði 11 Loftmyndir ehf, Laugavegi 13 Loftstokkahreinsun ehf, Garðhúsum 6 Læknasetrið ehf, Þönglabakka 6 Lögmenn Höfðabakka ehf, Höfðabakka 9 Löndun ehf, Kjalvogi 21 M.G.-félag Íslands, Leiðhömrum 23 Magnús og Steingrímur , Bíldshöfða 12 Mandat slf, Ránargötu 18 Margt smátt ehf, Guðríðarstíg 6-8 Marport ehf, Fossaleyni 16 Melshorn ehf, Suðurlandsbraut 50 Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Sölvhólsgata 4 Merlo seafood ehf, Krókhálsi 4 Nautica ehf, Laugarásvegi 14 Navi ehf, Grensásvegi 44 Netbókhald.is ehf, Kringlunni 4-12 Nýherji hf, Borgartúni 37 Nýi ökuskólinn ehf, Klettagörðum 11 Opin kerfi ehf, Höfðabakka 9 Optimar Ísland ehf, Stangarhyl 6 Orka ehf, Stórhöfða 37 Orkuvirki ehf, Tunguhálsi 3 Ó.Johnson & Kaaber ehf, Tunguhálsi 1 ÓS verktakar sf, Fjarðarseli 17 Ósal ehf, Tangarhöfða 4 Óskirnar Þrjár ehf, Lágmúla 5 Papyrus innrömmun, Brautarholti 16 Passamyndir ehf, Sundaborg 7 Pixel ehf, Brautarholti 10-14 PK-Arkitektar ehf, Höfðatúni 12 Poulsen ehf, Skeifunni 2


Prentlausnir ehf, Ármúla 15 Rafco ehf, Skeifunni 3 Rafeindastofan ehf, Faxafeni 12 Rafha ehf, Suðurlandsbraut 16 Rafiðnaðarskólinn ehf, Stórhöfða 27 Rafmagn ehf, Síðumúla 33 Rafstjórn ehf, Stangarhyl 1a Rafsvið sf, Þorláksgeisla 100 Raftar ehf, Marteinslaug 10 Raftíðni ehf, Grandagarði 16 Ragnar V. Sigurðsson ehf, Reynimel 65 Rangá sf, Skipasundi 56 Rannsóknarþjónustan Sýni, Lynghálsi 3 Rarik ohf, Bíldshöfða 9 Reki ehf, Fiskislóð 57-59 Rekstrarfélag Kringlunnar, Kringlunni Renniverkstæði Jóns Þorgr ehf, Súðarvogi 18 Reykjagarður hf, Fosshálsi 1 Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Þangbakka 5 Réttingaverkst Bjarna og Gunnars ehf, Bíldshöfða 14 Réttur - Aðalsteinsson & Partners ehf, Klapparstíg 25-27, 3 hæð S B S innréttingar, Hyrjarhöfða 3 S.K.bólstrun ehf, Langholtsvegi 82 Samsýn ehf, Háaleitisbraut 58-60 Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja,SSF, Nethylur 2 e Saumsprettan ehf, Katrínartún 2 Sálarrannsóknarfélag Reykjav, Síðum. 31 Segna ehf, Vættaborgum 63 Sena ehf, Skeifunni 17 Sigurjón Arnlaugsson, Skólavörðustíg 14 SÍBS, Síðumúla 6 Sínus ehf, Grandagarði 1a Sjúkraþjálfunin Ártúnshöfða, Stórh. 17 Skattur og bókhald slf, Súðavogi 7 Skipaþjónusta Íslands, Grandagarði 18 Skipulag og stjórnun ehf, Deildarási 21 Skorri ehf, Bíldshöfða 12 Skorri ehf, Bíldshöfða 12 Skógarbær,hjúkrunarheimili, Árskógum 2 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Smith og Norland hf, Nóatúni 4 Smur- og viðgerðarþjónustan ehf, Hyrjarhöfða 8 Snæland Grímsson, Langholtsvegi 115 SP tannréttingar ehf, Álfabakka 14b Spjátrungur ehf, Laugavegi 59 Sprettur - þróun og stjórnun ehf, Laugavegi 26, 3. hæð Stansverk ehf, Hamarshöfða 7 Stál og stansar ehf, Vagnhöfða 7 Stálbyggingar ehf, Hvammsgerði 5 Stiki ehf, Laugavegi 178 Stjarnan ehf, Suðurlandsbraut 46 Stjörnuegg hf, Vallá Stólpi ehf, Klettagörðum 5 Suðu-verk Axels ehf, Látraseli 7 Suzuki-bílar hf, Skeifunni 17 Svanur Ingimundarson málarameistari, Fiskakvísl 13 Sveinsbakarí, Arnarbakki 4 - 6 Tannbein ehf, Faxafeni 5 Tannbogi ehf, Klapparstígur 16 Tannlæknar Mjódd ehf, Þönglabakka 1 Tannlæknast. Sigurðar Rósarssonar, Síðumúla 15

Tannlæknastofa Friðgerðar Samúelsd ehf, Laugavegi 163 Tannlæknastofa Ólafur Páll, Faxafeni 5 Tannréttingar sf, Snorrabraut 29 Tannsmiðafélag Íslands, Borgartúni 35 TBLSHOP Ísland ehf, Kringlunni 4-12 Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6 Teiknistofan Storð ehf, Laugavegi 168 Teiknistofan Tröð ehf, Laugavegi 26 Teinar slf, Laugavegi 163 THG arkitektar ehf, Faxafeni 9 Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónskóli Sigursv D. Kristinss, Engjateigi 1 Tónsport ehf, Skútuvogi 13a Twill ehf, Viðjugerði Tækniskólinn ehf, Skólavörðuholti Tæknivélar ehf, Tunguhálsi 5 Tölvar ehf, Síðumúli 1 Útgerðarfélagið Völundur slf, Laugarnesvegi 49 Úti og inni sf, Þingholtsstræti 27 Valhöll fasteignasala ehf, Síðumúla 27 Varahlutaverslunin Kistufell ehf, Brautarholt 16 VDO verslun og verkstæði, Borgartúni 36 Veiðiþjónustan Strengir, Smárarima 30 Verðbréfaskráning Íslands, Laugav. 182 Verslunartækni ehf,Reykjavík, Draghálsi 4 Verslunin Brynja ehf, Laugavegi 29 Vélaverkstæðið Kistufell, Tangarhöfða 13 Vélaviðgerðir ehf, Fiskislóð 81 Vélsmiðjan Harka hf, Hamarshöfði 7 Vilhjálmsson sf, Sundaborg 1 Víkurvagnar ehf, Kletthálsi 1a VSÓ-Ráðgjöf ehf, Borgartún 20, 1.hæð Yndisauki ehf, Vatnagörðum 6 ÞÓB vélaleiga ehf, Logafold 147 Þór hf, Krókhálsi 16 Ögurvík hf, Týsgötu 1 Seltjarnarnes Björn Þorvaldsson, Vesturströnd 9 Falleg gólf- parketþjónusta, Nesbala 25 Seltjarnarneskirkja, Kirkjubraut 2 Vekurð ehf, Hofgarður 2 Vökvatæki ehf, Bygggörðum 5 Vogar Hrönn Sigurðardóttir, Vogagerði 14 Kópavogur Allianz Ísland hf, Digranesvegi 1 Arkus ehf, Núpalind 1 Axis-húsgögn ehf, Smiðjuvegi 9d Á Guðmundsson ehf, Bæjarlind 8-10 Á.K. Sjúkraþjálfun ehf, Skjólsölum 3 Áliðjan ehf, Bakkabraut 16 Bifreiðaverkstæði Jónasar ehf, Skemmuvegi 46 Bifreiðaverkstæðið Toppur ehf, Skemmuvegi 34 Bílaklæðningar hf, Kársnesbraut 100 Bílhúsið ehf, Smiðjuvegi 60 Bliki bílamálun / réttingar, Smiðjuvegi 38e Bókun sf, Hamraborg 1 Dressmann á Íslandi ehf, Smáralind/ Hagasmára 1 Dúan 6868 ehf, Tunguheiði 12 Dýrabær ehf, Miðsölum 2 Eignarhaldsfél Brunabótafél Ísl, Hlíðasmára 8

Fagsmíði ehf, Kárnesbraut 98, Fagtækni ehf, Akralind 6, 1. hæð Farice ehf, Smáratorgi 3 Framsækni ehf, Gulaþingi 5 Freyja ehf, Vesturvör 36 Gleraugnakompaníið ehf, Hambraborg 10 GM-Múr ehf, Frostaþing 1 Hagaverslanir, Hagasmára 1 Hagblikk ehf, Smiðjuvegi 4c Hagbær ehf, Akurhvarfi 14 Hefilverk ehf, Jörfalind 20 Hellur og garðar ehf, Kjarrhólma 34 Hilmar Bjarnason ehf,rafverktak, Smiðjuvegi 11 JÓ lagnir sf, Fífuhjalla 17 JSÓ ehf, Smiðjuvegi 4b Kjöthúsið ehf, Smiðjuvegi 24d Klukkan,verslun, Hamraborg 10 Knattspyrnudeild Breiðabliks, Dalsmára 5 Kraftvélar ehf, Dalvegi 6-8 Kvenfélag Kópavogs, Hamraborg 10 Léttfeti ehf, Engihjalla 1 Libra ehf, Bæjarlind 2, 3. hæð Litlaprent ehf, Skemmuvegi 4 Loft og raftæki ehf, Hjallabrekku 1 Löggiltir endurskoðendur, Hlíðarsmári 6 Lögmannsstofa SS ehf, Hamraborg 10 MAXIMA ehf, Hjallabrekku 1 Nobex ehf, Hlíðarsmára 6 Nýmót ehf, Lómasölum 1 Nýþrif ehf, Laufbrekku 24, Oxus ehf, Akralind 6 Óskar og Einar ehf, Fjallalind 70 Pottagaldrar, Laufbrekku 18 Rafbreidd ehf, Akralind 6 Rafís ehf, Vesturvör 7 Rafmiðlun hf, Ögurhvarfi 8 Rafport ehf, Nýbýlavegi 14 Sérverk ehf, Askalind 5 Skilaborg ehf, Hlíðarsmára 19 Smárinn,bókhald og ráðgjöf ehf, Grófarsmára 15 Smiðjustál ehf,Reykjavík, Vesturvör 11b Stífluþjónustan ehf, Kársnesbraut 57 Strókur ehf, Dimmuhvarfi 27 Suðurverk hf, Hlíðarsmára 11 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Tannbjörg ehf, Hlíðarsmára 14 Tengi ehf, Smiðjuvegur 76, tengi.is Títan fasteignafélag, Vatnsendabletti 235 Tröllalagnir ehf, Auðnukór 3 Vaki fiskeldiskerfi hf, Akralind 4 Vatn ehf, Skólagerði 40 Vatnsvirkjar ehf, Álfkonuhvarfi 23 Vaxa ehf, Askalind 2 VEB Verkfræðistofa ehf, Dalvegi 18 Veitingaþjónusta Lárus Lofts, Nýbýlav. 32 Verkstjórasamband Íslands, Hlíðarsm. 8 Vetrarsól ehf, Askalind 4 Viðskiptaþjónusta ÁGG ehf, Dalvegi 16d Vídd ehf, Bæjarlind 4 Þokki ehf, Forsölum 1 Garðabær Drífa ehf, Suðurhrauni 12c Garðabær, Garðatorgi 7, gardabaer.is Engilbert ÓH Snorrason tannlæknastofa sf, Garðatorgi 3 Hjallastefnan ehf, Vífilsstaðavegi 123 Ísafoldarprentsmiðja ehf, Suðurhrauni 1 Latibær ehf, Miðhrauni 4 Börn með krabbamein - 23


Loftorka Reykjavík ehf, Miðhrauni 10 Marás ehf, Miðhrauni 13 Metatron ehf, Stekkjarflöt 23 S.S. Gólf ehf, Miðhrauni 22a Samhentir - kassagerð, Suðurhrauni 4 Sámur sápugerð ehf, Lyngási 11 Sjóklæðagerðin hf, Miðhrauni 11 Vistor/Astra Zeneca, Hörgstúni 2 Vörukaup ehf, Miðhrauni 15 Vörumerking ehf, Suðurhrauni 4a Wurth á Íslandi ehf, Vesturhrauni 5 Öryggisgirðingar ehf, Suðurhrauni 2 Hafnarfjörður Aðalpartasalan ehf, Drangahrauni 10 Ás, fasteignasala ehf, Fjarðargata 17 Bergþór Ingibergsson, Breiðvangi 4 Bílamálun Alberts ehf, Stapahrauni 1 Bílaverkstæði Birgis ehf, Eyrartröð 8 Bæjarbakarí ehf, Bæjarhrauni 2 Dalakofinn sf, Fjarðargötu 13-15 Dalshraun 12 ehf, Hraunbrún 13 Dekkjasalan ehf, Hringbraut 4 Eiríkur og Einar Valur, Norðurbakka 17b Endurskoðun Ómars Kristjáns slf, Bæjarhrauni 8 Essei ehf, Hólshrauni 5 Fiskvinnslan Útvík ehf, Eyrartröð 7-9 Fjarðarkaup ehf, Hólshrauni 1 Fjarðarmót ehf, Bæjarhraun 8 Gullfari ehf, Vesturholti 2 Gullsmiðir Bjarni & Þórarinn ehf, Strandgötu 37 H-Berg ehf, Grandatröð 2 Héðinn Schindler lyftur hf, Gjótuhrauni 4 Hraunhamar ehf, Bæjarhrauni 10 Húsheild ehf, Smyrlahrauni 47 Hvalur hf, Reykjavíkurvegi 48 Höfn,öldrunarmiðstöð, Sólvangsvegi 1 Icetransport ehf, Selhellu 9 Ingvar og Kristján ehf, Trönuhrauni 7c Kjötkompaní ehf, Dalshrauni 13 Kristjánssynir-byggingafél. ehf, Erluási 74 Kvikmyndahúsið ehf, Trönuhrauni 1 Lyng ehf, Strandgötu 39 Lækjarskóli, Sólvangsvegi 4 Lögmannsstofa Loga Egilssonar ehf, Reykjavíkurvegi 60 Nes hf, skipafélag, Fjarðargötu 13-15 Netorka hf, Bæjarhrauni 14 Pappír hf, Kaplahrauni 13 Rafgeymasalan ehf, Dalshrauni 17 Rafhitun ehf, Kaplahrauni 7a Rafrún ehf, Gjótuhrauni 8 Raf-X ehf, Melabraut 27 SE ehf, Fjóluhvammi 6 Sóley Organics ehf, Bæjarhrauni 10 Spennubreytar, Trönuhraun 5 Spírall prentþjónusta ehf, Stakkahrauni 1 Stafræna Prentsmiðjan, Bæjarhrauni 22 Stálorka ehf, Hvaleyrarbraut 37 Suðulist Ýlir ehf, Lónsbraut 2 Sæli ehf, Smyrlahrauni 17 Umbúðir & Ráðgjöf, Reykjavíkurvegi 68 Verkþing pípulagnir ehf, Kaplahrauni 22 Vélsmiðja Konráðs Jónssonar sf, Helluhrauni 20 Viking Life-Saving á Íslandi ehf, Íshellu 7 Þvottahúsið Faghreinsun/Kolbakur ehf, Reykjavíkurvegi 68 Bjargir leikskólar ehf, Fífuvöllum 17 24 - Börn með krabbamein

DS lausnir ehf, Rauðhellu 5 Einar í Bjarnabæ ehf, Spóaási 6 Fínpússning ehf, Rauðhellu 13 Hafnarfjarðarbær, Strandgötu 6 Hlaðbær-Colas hf, Gullhellu 1 Ísrör ehf, Hringhellu 12 Umbúðamiðlun ehf, Fornubúðir 3, efri hæð Verkvík - Sandtak ehf, Rauðhellu 3 Þór félag stjórnenda, Pósthólf 290 Álftanes Eldvarnarþjónustan ehf, Sjávargötu 13 GP - arkitektar ehf, Litlubæjarvör 4 Reykjanesbær B & B Guesthouse, Hringbraut 92 Bílrúðuþjónustan ehf, Grófinni 15c Blikksmiðja Ágústar Guðjónss ehf, Vesturbraut 14 DMM Lausnir ehf, Hafnargötu 91 Fasteignasalan Ásberg, Hafnargötu 27 Humarsalan ehf, Heiðarbrún 17 Ísfoss ehf, Hafnargötu 60 Íslenska félagið - Ice Group, Iðavellir 7a Málverk slf, Skólavegi 36 Nesraf ehf, Grófin 18 a Reiknistofa fiskmarkaða hf, Iðavöllum 7 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Reykjaneshöfn, Víkurbraut 11 Samkaup hf, Krossmóa 4 Skipting ehf, Grófinni 19 Snyrtistofan Dana ehf, Hafnargötu 41 Stuðlastál ehf, Mávabraut 5d Tjarnartorg ehf, Tjarnargötu 9 Verkfræðistofa Suðurnesja, Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Vísir félag skiptstjórnarmanna á Suðurnes, Hafnargata 90 Traðhús ehf, Kirkjuvogi 11 BLUE Car Rental ehf, Blikavöllum 3 IGS ehf, Fálkavöllum 13 Suðurflug ehf, Bygging 787, Keflavíkurflugv. Arey ehf, Stapavöllum 15 Bílar og Hjól ehf, Njarðarbraut 11a HS Orka hf, Brekkustíg 36 Ísver ehf, Bolafæti 15 Kaffitár ehf, Stapabraut 7 Maron ehf, Steinási 18 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Krossmóa 4 Víkurfréttir ehf, Krossmóa 4 Æco bílar ehf, Njarðarbraut 19 Grindavík Fjórhjólaævintýri ehf, Fornuvör 9 Gunnar Eyjólfs Vilbergsson, Víkurbraut 46 Íþróttabandalag Suðurnesja, Baðsv. 5 Margeir Jónsson ehf, Glæsivöllum 3 Marver ehf, Stafholti Northern Light Hold Ísl, Bláalónsvegi 1 TG raf ehf, Staðarsund 7 Víkurbraut 62, Laut 41 Vísir hf, Hafnargötu 16 Þorbjörn hf, Hafnargötu 12 Sandgerði Fiskmarkaður Suðurnesja, Hafnargötu 8

Garður Gunnar Hámundarson ehf, Urðarbraut 2 Sunnugarður ehf, Sunnubraut 3 Mosfellsbær Alefli ehf byggingaverktakar, Völuteigi 11 Ari Oddsson ehf, Háholti 14 Blílaréttingar og sprautun Rétt hjá Jóa ehf, Flugumýri 16d Dalsbú ehf, Helgadal Eignarhaldsfélagið Bakki ehf, Þverholti 2 Elektrus ehf, Bröttuhlíð 1 Fagverk verktakar sf, Spóahöfða 18 Garðagróður ehf, Suðurreykjum 2 Mosraf ehf, Reykjalundi Múr og meira ehf, Brekkutanga 38 Nonni litli ehf, Þverholt 8 Parket Plús ehf, Hulduhlíð 30 Reykjabúið hf, Suðurreykjum 1 Reykjalundur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Hlégarði Sæbúð ehf, Furubyggð 21 Trostan ehf, Leirvogstungu 29 Vélsmiðjan Orri ehf, Flugumýri 10 Vélsmiðjan Sveinn ehf, Flugumýri 6 Akranes Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18 Bifreiðastöð Þórðar Þ.Þórðarson, Dalbraut 6 JG tannlæknastofa sf, Kirkjubraut 28 Model ehf, Þjóðbraut 1 PRACTICA bókhaldsþjónusta ehf, Kirkjubraut 28 Runólfur Hallfreðsson ehf, Álmskógum 1 Smurstöð Akraness sf., Smiðjuvöllum 2 Straumnes ehf, Krókatúni 22-24 Verslunin Bjarg ehf, Stillholti 14 Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf, Smiðjuvöllum 10 Vignir G. Jónsson hf, Smiðjuvöllum 4 Borgarnes Framköllunarþjónustan ehf, Brúartorgi 4 Hótel Hamar ehf, Hamri Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf, Brákarbraut 18-20 Vatnsverk-Guðjón og Árni, Egilsgötu 17 Vélaverkstæði Kristjáns, Brákarbraut 20 Búvangur ehf, Brúarland Ferðaþjónustan Húsafelli ehf, Húsafelli PJ byggingar ehf, Hvanneyrargötu 3 Rafþjónusta Þorsteins, Húsafelli 5 Ragnheiður Jóhannesdóttir, Litlu Brekku Ungmennafélag Stafholtstungna, Síðumúlaveggjum Vélabær ehf, Bæ Bæjarsveit Reykholt Borgarfirði Garðyrkjustöðin Varmalandi, Reykholtsdal Stykkishólmur Sæfell ehf, Hafnargötu 9 Tindur ehf, Hjallatanga 10 Grundarfjörður Hjálmar ehf, Fagurhóli 10 KB bílaverkstæði ehf, Sólvöllum 5


Ólafsvík Kvenfélag Ólafsvíkur, Sandholti 20 Steinunn hf, Bankastræti 3 VK lagnir ehf, Túnbrekku 19

Tengill,rafverktaki, Sjávargötu 14

Snæfellsbær Bárður SH 81 ehf, Staðarbakka

Norðurfjörður Árneshreppur, Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf, Djúpuvík

Hellissandur Hjallasandur ehf, Dyngjubúð 4 Hópferðabílar Svans Kristóferssonar ehf, Hellu Hraðfrystihús Hellissands hf, Hafnarbakka 1 KG Fiskverkun ehf, Melnes 1 Kristinn J Friðþjófsson ehf, Háarifi 5 Rifi Búðardalur Dalabyggð, Miðbraut 11 Rafsel Búðardal ehf, Vesturbraut 20c Reykhólahreppur Reykhólahreppur, Maríutröð 5a Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurg. 12 H.V.-umboðsverslun ehf, Suðurgötu 9 Hamraborg ehf, Hafnarstræti 7 Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Hafnarst. 9-13 Sjúkraþálfun Vestfjarða ehf, Eyrargötu 2 Teiknistofan Eik ehf, Suðurgata 12 Hnífsdalur Verkstjórafélag Vestfjarða, Heiðarbraut 7 Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12 Endurskoðun Vestfjarða, Aðalstræti 19 Klúka ehf, Holtabrún 6 Magnús Már ehf, Bakkastíg 6b Ráðhús ehf, Miðstræti 1 S.Z.Ól. trésmíði ehf, Hjallastræti 26 Sigurgeir G. Jóhannsson, Hafnargötu 17 Verkalýðs/sjómannafél Bolungarv, Hafnargötu 37 Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 Flateyri Sytra ehf, Ólafstúni 5 Suðureyri Klofningur ehf, Aðalgötu 59

Hólmavík Thorp ehf, Borgabraut 27

Hvammstangi Bílagerði ehf, Ásbraut 6 Brauð- og kökugerðin ehf, Hvammstangabraut 13a Hársnyrtistofa Sveinu Ragnarsd., Höfðabraut 6 Kvenfélagið Freyja, Melavegi 4 Steypustöðin Hvammstanga ehf, Melavegi 2 Blönduós Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda, Húnabraut 13 Hársnyrtistofan Gæjar og píur ehf, Húnabraut 6 Léttitækni ehf, Efstubraut 2 SAH Afurðir ehf, Húnabraut 39 Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum Skagaströnd Kvenfélagið Hekla / Dagný Úlfarsd, Ytra - Hóli Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1-3 Sauðárkrókur Bókhaldsþjónusta KOM ehf, Víðihlíð 10 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 K-Tak ehf, Borgartúni 1 Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf, Borgarflöt 15 Sauðárkrókskirkja, Pósthólf 28 Skagafjarðarveitur , Borgarteig 15 Tannlækningast Páls Ragnars ehf, Sæmundargötu 3a Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf, Borgarröst 4 Bifreiðaverkstæðið, Sleitustöðum Hólalax hf, Hólum 1 Útgerðarfélagið Sæfari ehf, Hrauni Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði, Miklabæ Álftagerðisbræður ehf, Álftagerði Skógræktarfélag Skagfirðinga, Marbæli

Patreksfjörður Árni Magnússon, Túngötu 18 Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði, Stekkum 1 Oddi hf, Eyrargötu 1 Skógræktarfélag Patreksfjarðar, Sigtúni 7 Grunnslóð ehf, Arnórsstaðir-Neðri

Hofsós Vesturfarasetrið, Suðurbraut 8

Tálknafjörður Gistiheimilið Bjarmalandi ehf, Bugatúni 8 TV - verk ehf, Strandgötu 37 Þórsberg ehf, Strandgötu 25

Siglufjörður Bás ehf, Ránargötu 14 Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð, Hvanneyrarbraut 37 Siggi Odds ehf, Hólavegi 36

Þingeyri Brautin sf, Vallargötu 8 Skjólskógar á Vestfjörðum, Fjarðargata 2

Fljót Kvenfélagið Framtíðin,Fljótum, Þrasatöðum Sigrún Svansdóttir, Skeiðsfossvirkjun

Akureyri Amber hárstofa ehf, Hafnarstræti 92

Ásbyrgi - Flóra ehf, Frostagata 2a Baugsbót ehf, Frostagata 1b Bautinn, Hafnarstræti 92 Bláa kannan ehf, Hafnarstræti 96 Eining-Iðja, Skipagötu 14 Gula villan ehf, Pílutúni 2 Hafnasamlag Norðurlands, Fiskitanga Hnjúkar ehf, Kaupvangur Mýrarvegi Hnýfill ehf, Brekkugötu 36, íbúð 501 Höfði ehf, Hafnarstræti 34 Index tannsmíðaverkstæði ehf, Kaupangur v/Mýrarveg Ísgát ehf, Laufásgötu 9 Ljósco, Laufásgötu 9 Pípulagnaþj. Bjarna Fannberg Jónasson ehf, Melateigi 31 Samvirkni ehf, Hafnarstræti 97 Sjómannafélag Eyjafjarðar, Skipagata 14 Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi Straumrás ehf, Furuvöllum 3 Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, við Mýrarveg Vélsmiðjan Ásverk ehf, Grímseyjargötu Ösp sf, trésmiðja, Furulundi 15f B. Hreiðarsson ehf, Þrastalundi Félagsbúið Hallgilsstöðum, Hallgilsstöðum Gróðrarstöðin Réttarhóll, Svalbarðseyri Hlíðarskóli, Skjaldarvík Pólarhestar ehf, Grýtubakka 2 Stefán Þórðarson ehf, Teigi Garðverk ehf, Pósthólf 110 Keahótel ehf, Pósthólf 140 Viðskiptahúsið ehf, Pósthólf 73 Blikkrás ehf, Óseyri 16 Bútur ehf, Njarðarnesi 9 Byggingarfélagið Hyrna, Sjafnargata 3 Húsprýði sf, Múlasíðu 48 L & S verktakar ehf, Fornagili 5 Miðstöð ehf, Draupnisgötu 3g Netkerfi og tölvur ehf, Steinahlíð 7c Túnþökusala Kristins ehf, Fjölnisgötu 6i Vélaleiga Halldórs G Bald, Freyjunesi 6 Grenivík Darri ehf, Hafnargötu 1 Frosti ehf, Melgata 2 Grýtubakkahreppur, Gamla skólahúsinu Jónsabúð ehf, Túngötu 1-3 Grímsey Fiskmarkaður Grímseyjar ehf, Hafnarsvæði Dalvík Daltré ehf, Sunnubraut 12 Vélvirki ehf, Hafnarbraut 7 BHS ehf, Fossbrún 2 G.Ben útgerðarfélag ehf, Ægisgötu 3 Níels Jónsson ehf, Hauganesi Ólafsfjörður Sjómannafélag Ólafsfjarðar, Brekkugata 9 Húsavík Bílaþjónustan ehf, Garðarsbraut 52 Fatahreinsun Húsavíkur sf, Túngötu 1 Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Auðbrekku 4 Höfðavélar ehf, Höfða 1 Knarrareyri ehf, Túngötu 6 Börn með krabbamein - 25


Norðursigling ehf, Hafnarstétt 9 Skóbúð Húsavíkur ehf, Garðarsbraut 13 Sorpsamlag Þingeyinga ehf, Víðimóar 2 Trilla ehf, Stekkjarholti 2 Val ehf, Höfða 5c Vermir sf, Stórhóli 9 Laugar Norðurpóll ehf, Laugabrekku Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Kjarna Mývatn Jarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum Kvenfélag Mývatnssveitar, Skútuhrauni 7 Mýflug hf, Reykjahlíðarflugvöllu Kópasker Fjallalamb hf, Röndin Vökvaþjónusta Eyþórs ehf, Bakkagötu 6 Raufarhöfn Önundur ehf, Aðalbraut 41a Þórshöfn Geir ehf, Sunnuvegi 3 Bakkafjörður Hraungerði ehf, Hraunstíg 1 Vopnafjörður ES-vinnuvélar ehf, Skógum 3 Mælifell ehf, Háholti 2 Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15 Egilsstaðir Austfjarðaflutningar ehf, Kelduskógum 19 Bílamálun Egilsstöðum ehf, Fagradalsbraut 21-23 Bókráð,bókhald og ráðgjöf, Miðvangi 2-4 Egilsstaðahúsið ehf, Egilsstöðum 2 Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Glerharður ehf, Miðgarði 13 Héraðsprent ehf, Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Einhleypingi 1 Skrifstofuþjón Austurlands ehf, Fagradalsbraut 11 Gunnarsstofnun, Skriðuklaustri Klausturkaffi ehf, Skriðuklaustri Ökuskóli Austurlands sf, Lagarfelli 11 Seyðisfjörður Gullberg ehf, Langitangi 5 Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargata 44 Reyðarfjörður Launafl ehf, Hrauni 3 Þvottabjörn ehf, Búðareyri 25 Eskifjörður Egersund Ísland ehf, Hafnargötu 2 Fjarðaþrif ehf, Strandgötu 46 Rafkul ehf, Brekkubarði 3 Neskaupstaður Síldarvinnslan hf, Hafnarbraut 6 Sparisjóður Norðfjarðar, Egilsbraut 25 Fáskrúðsfjörður Litli Tindur ehf, Skólavegi 105

26 - Börn með krabbamein

Breiðdalsvík Bifreiðaverkstæði Sigursteins ehf, Selnesi 28-30 Höfn í Hornafirði Atlas kírópraktík ehf, Hlíðartúni 41 Bókhaldsstofan ehf, Krosseyjarvegi 17 Erpur ehf, Norðurbraut 9 Grábrók ehf, Kirkjubraut 53 Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Víkurbraut 31 Jökulsárlón ehf, Reynivöllum 3 SF - 47 ehf, Fiskhóli 9, efri hæð Sigurður Ólafsson ehf, Hlíðartún 21 Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbr. 27 Þrastarhóll ehf, Kirkjubraut 10 Funi ehf, Ártúni Öræfi Ræktunarsamband Hofshrepps, Hofi Selfoss Árvirkinn ehf, Eyrarvegur 32 Bakkaverk ehf, Dverghólum 20 Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf, Hrísmýri 3 Bílasala Suðurlands ehf, Fossnesi 14 Byggingafélagið Laski ehf, Gagnheiði 9 Gesthús Selfossi ehf, Engjavegi 56 Guðmundur Tyrfingsson ehf, Fossnesi C Hurðalausnir ehf, Lyngheiði 14 Pylsuvagninn Selfossi, Berghólum 15 Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Gagnheiði 35 Sjúkraþjálfun Selfoss ehf, Austurvegi 9 Súperbygg ehf, Eyrarvegi 31 Veitingastaðurinn Fljótið ehf, Eyrarvegi 8 Bisk-verk ehf, Bjarkarbraut 3 Búnaðarfélag Bláskógabyggðar, Dalbr. 1 Búnaðarfélag Villingaholtshr, Syðri Gróf Flóahreppur, Þingborg Hitaveitufélag Gnúpverja ehf, Hæli 1 JÁ pípulagnir ehf, Suðurgötu 2 Jeppasmiðjan ehf, Ljónsstöðum Kvenfélag Gnúpverja/Sigrún Símonardóttir, Heiðarbrún Kvenfélag Hraungerðishrepps, Langstöðum, Flóahreppi Nesey ehf, Suðurbraut 7 Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Árnesi Strá ehf, Sandlækjarkoti Þjónustumiðstöðin Þingvöllum, Þingvöllum Hveragerði Bílaverkstæði Jóhanns, Austurmörk 13 Eldhestar ehf, Völlum Ferðaskrifstofan Óríental, Austurmörk 4 Garðyrkjustöð Ingibjargar, Heiðmörk 38 Hveragerðiskirkja, Pósthólf 81 Þorlákshöfn Fagus ehf, Unubakka 20 Fiskmark ehf, Hafnarskeiði 21 Frostfiskur ehf, Hafnarskeiði 6 Járnkarlinn ehf, Unubakka 25 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Þorlákskirkja, Básahrauni 4 Laugarvatn Ásvélar ehf, Hrísholti 11 Menntaskólinn að Laugarvatni

Flúðir Flúðafiskur, Borgarás Flúðasveppir, Garðastíg 8 Fögrusteinar ehf, Birtingaholti 4 Hrunamannahreppur, Akurgerði 6 Hrunaprestakall, Hruna Kvenfélag Hrunamannahrepps, Smiðjustíg 13 Varmalækur ehf, Laugalæk Hella Trésmiðja Ingólfs ehf, Freyvangi 16 Vörufell ehf, Rangárbökkum 2 Ásahreppur, Laugalandi Hvolsvöllur Bu.is ehf, Stórólfsvelli Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbr. 16 Kvenfélagið Freyja, Gilsbakka 13 Árni Valdimarsson, Akri Byggðasafnið Skógum, Rangárþing eystra Eyrarbúið ehf, Þorvaldseyri Jón Guðmundsson, Berjanesi Kvenfélagið Hallgerður, Eystri Torfastöðum I Vík B.V.T. ehf, Ránarbraut 1 Hrafnatindur ehf, Smiðjuvegi 13 Mýrdælingur ehf, Suðurvíkurvegi 5 Kirkjubæjarklaustur Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf, Efri-Vík Hjúkr-/dvalarh Klausturhólar, Klausturhólum 3 Vestmannaeyjar Alþrif ehf, Strembugötu 12 Bessi ehf, Box 7 Eyjablikk ehf, Flötum 27 Frár ehf, Hásteinsvegi 49 Guðmunda ehf, Suðurgerði 4 Heimaey ehf-þjónustuver, Vesturvegi 10 Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegur 28 Köfun og öryggi ehf, Flötum 22 Langa ehf, Eiðisvegi 5 Miðstöðin Vestmannaeyjum, Strandv. 30 Net ehf, Pósthólf 90 Ós ehf, Illugagata 44 Siglingatæki ehf, Illugagötu 52b Skipalyftan ehf, Eiðinu Skýlið ehf, Friðarhöfn Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu Vélaverkstæðið Þór, Norðursundi 9, velathor.is Vinnslustöðin hf, Hafnargötu 2 Vöruval ehf, Vesturvegur 18


Advanced Medical Nutrition

Næringardrykkir fyrir börn 031

021

011

001

09

08

07

Fæst í apótekum

Skoðið úrvalið!

Flottar kökur í afmælið • Dóra og Diego • Skylanders • Bratz • Spiderman • Star Wars • Hulk • Disney prinsessur • Monster High • Tísku Barbie • Litla hafmeyjan • Strumparnir og margt fleira

Iðnbúð 2 Garðabæ 565 8070 okkarbakari.is facebook.com/okkarbakarí Börn með krabbamein - 27


GRÆNNA LAND


Prentgripur

M VIÐ ELSKU ! Ð I F R E V H UM

Prentgripur

Prentgripur

Prentgripur

RG lagnir ehf Furubyggð 6 270 Mosfellsbær Sími : 899 9772

Prentsmiðja

Prentsmiðja


Gular baunir - Laukur - Grænmeti

Rækju dugga

Skinka - Ostur - Rækjur - Hvítlaukssósa Grænmeti

Pizza dugga

Ostur - Pepperoni - Pizzasósa Sveppir - Kál

Tvistloka

Skinka - Ostur - Sinnepssósa - Grænmeti

Hakkloka

ngir Ostasta hvítlaukssósu

m/salsa- eða

Ostur - Hvítlaukssósa - Hakkblanda (hakk, laukur, paprika & sveppir)

PANTONE 560C

Frönskuloka

Skinka - Ostur - BBQ-sósa - Beikon Franskar

Barloka

PANTONE 130C

Skinka - Ostur - BBQ-sósa - Beikon Kjúklingur

Faxastíg 36 · Sími 481 3141

einn með öllu www.umslag.is C80 M0 Y63 K75 C0 M30 Y100 K0

R34 G70 B53 R234 G185 B12

#224635 #eab90c

Að tala um veikindi Bókinni er ætlað að auðvelda foreldrum og aðstandendum að ræða við börn um erfið veikindi og takast á við það sem þeim fylgir. Bókin er gefin út í samstarfi við Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Barnabókin Begga og áhyggjubollinn fylgir með fræðslubókinni en það er myndskreytt saga um sjö ára stúlku sem á móður með krabbamein.


Borðar barnið þitt líka sælgæti í morgunmat?

Mini Fras er holli valkosturinn Mini Fras er ein af fáum morgunkornstegundum fyrir börn sem uppfylla kröfur Skráargatsins. Margar gerðir af morgunkorni sem ætlaðar eru börnum innihalda allt að 35 g af sykri í hverjum 100 g, sem er svipað magn og í 100 g af hlaupi eða lakkrís.

Hollara en maður heldur


Með víðtækri samstöðu þjóðarinnar var Eimskipafélag Íslands stofnað þann 17. janúar 1914. Félagið hefur vaxið og dafnað í áranna rás og gengið í gegnum gríðarlegar breytingar bæði í meðvindi og andstreymi. Árið 2014 er Eimskip alþjóðlegt flutningafyrirtæki með um 1.400 starfsmenn og starfsstöðvar og samstarfsaðila víða um heim. Á þessum merku tímamótum lítum við auðmjúk um öxl með þakklæti í huga en horfum jafnframt bjartsýn og full tilhlökkunar til þeirra krefjandi verkefna er bíða

JANÚAR

Eimskipafélagsins.

YFIR HAFIÐ OG HEIM Í 100 ÁR Feðgarnir Pétur Sigurðsson háseti og Sigurður Pétursson skipstjóri um borð í Gullfossi árið 1930. Sigurður var fyrsti skipstjórinn sem ráðinn var til félagsins.

Skb1 2014  

Félagsblað Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

Skb1 2014  

Félagsblað Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

Advertisement