Munn- og tannvernd barna og unglinga í krabbameinsmeðferð

Page 6

SLÍMHÚÐ Í M U N N I E R V IÐ K V Æ M

Yfirleitt endurnýjast frumur í slímhúð munnsins mjög hratt (tvöfalt hraðar en húðfrumur). Lyfjameðferð eða geislun hægir á endurnýjuninni og verða frumurnar því viðkvæmari. Þar að auki geta komið fram bólgur í slímhúð munnsins og þar sem slímhúðin er þunn og viðkvæm geta myndast sár. Þessi sár geta leitt til sársauka og óþæginda og erfiðleika við að halda munninum hreinum. Hættan á vandamálum í munnholi er einstaklingsbundin og margt sem getur haft áhrif eins og aldur, tegund meðferðar (hvaða lyf, skammtar og tímalengd milli lyfjagjafa), ásamt munnvandamálum sem eru þegar til staðar. Ef vandamál koma í ljós í upphafi meðferðar er mjög mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig þegar á meðferð líður.

MARKMIÐ M E Ð M U N N - O G TA N N H IR ÐU

Markmiðið með því að halda munninum hreinum er að: - munnhol sé eins heilbrigt og unnt er í upphafi meðferðar - viðhalda góðu munnhreinlæti í og eftir meðferð - draga úr sársauka og öðrum einkennum frá munnholi - fyrirbyggja og meðhöndla sýkingar í munnholi - fyrirbyggja og meðhöndla langvarandi aukaverkanir eins og tannskemmdir og munnþurrk

6

//

S T Y R K TA R F É L AG K R A B B A M E I N S S J Ú K R A B A R N A


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.