Munn- og tannvernd barna og unglinga í krabbameinsmeðferð

Page 1

Upplýsingabæklingur gerður fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Höfundar: Göran Dahllöf og Monica Barr Agholme tannlæknar

MUNN- OG TANNVERND BARNA OG UNGLINGA Í KRABBAMEINSMEÐFERÐ


© Barncancerfonden 2006 Íslensk útgáfa: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 2011 Texti: Göran Dahllöf og Monica Barr Agholme Teikningar: Maria Thånell

Þýðing: Axel Benediktsson og Benedikt Axelsson. Yfirlestur og staðfæring: Ólafur Gísli Jónsson

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja - Umhverfisvottun 141 825


EFNISYFIRLIT Munn- og tannumhirða barna og ungs fólks í krabbameinsmeðferð 5 Beinmergs- og stofnfrumuskipti

5

Slímhúð í munni er viðkvæm

6

Markmið með munn- og tannhirðu

6

Einkenni frá munni

7

Roði, sár og blöðrur

7

Sýkingar 7 Blæðing 7 Munnþurrkur 8 Tannskemmdir – hola í tönn

8

Munn- og tannvernd

9

Áður eða meðan á meðferð stendur

9

Meðan á lyfja- eða geislameðferð stendur

10

Að lokinni lyfja- eða geislameðferð

11

Meðferð við munnþurrki

12

Varnir gegn tannskemmdum

12

Neikvæð áhrif á tannþroska

13

Lyf og viðeigandi undirbúningur fyrir börn og ungt fólk í krabbameinsmeðferð 14M U NN- OG TANNUMHIR Ð A B A R N A O G UN GS FÓLKS Í KRABBA M EI N SM EÐ FER Ð Krabbameinsmeðferð er oftast fólgin í lyfjagjöf og/eða geislun sem getur meðal annars leitt til kvilla í munni, ýmist meðan á meðferð stendur eða síðar – í sumum tilfellum mörgum árum eftir að meðferð lýkur. Kvillarnir stafa af áhrifum lyfja og geisla á vefi í munni og tennur sem eru að vaxa en einnig vegna bælds ónæmiskerfis. Þeir, sem gefa þarf stóra lyfjaskammta og fá að auki geislameðferð, eiga það á hættu að fá kvilla í munnholi.

BE INM E R G S- O G STO F N F R U M U S K I P T I

Börn og unglingar, sem þurfa að gangast undir stofnfrumuskipti (SCT), eiga á hættu að fá snemmkomnar eða síðbúnar afleiðingar í munnholi. Lyfjameðferð, sem er undanfari stofnfrumumeðferðar, veldur langvarandi fækkun hvítra blóðkorna. Geislun á allan líkamann er einnig dæmi um það sem aukið getur líkur á sárum í slímhimnu. Þetta getur valdið því að slímhúð í munni verður lengi þunn og viðkvæm.

S T Y R K TA R F É L AG K R A B B A M E I N S S J Ú K R A B A R N A

//

5


SLÍMHÚÐ Í M U N N I E R V IÐ K V Æ M

Yfirleitt endurnýjast frumur í slímhúð munnsins mjög hratt (tvöfalt hraðar en húðfrumur). Lyfjameðferð eða geislun hægir á endurnýjuninni og verða frumurnar því viðkvæmari. Þar að auki geta komið fram bólgur í slímhúð munnsins og þar sem slímhúðin er þunn og viðkvæm geta myndast sár. Þessi sár geta leitt til sársauka og óþæginda og erfiðleika við að halda munninum hreinum. Hættan á vandamálum í munnholi er einstaklingsbundin og margt sem getur haft áhrif eins og aldur, tegund meðferðar (hvaða lyf, skammtar og tímalengd milli lyfjagjafa), ásamt munnvandamálum sem eru þegar til staðar. Ef vandamál koma í ljós í upphafi meðferðar er mjög mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig þegar á meðferð líður.

MARKMIÐ M E Ð M U N N - O G TA N N H IR ÐU

Markmiðið með því að halda munninum hreinum er að: - munnhol sé eins heilbrigt og unnt er í upphafi meðferðar - viðhalda góðu munnhreinlæti í og eftir meðferð - draga úr sársauka og öðrum einkennum frá munnholi - fyrirbyggja og meðhöndla sýkingar í munnholi - fyrirbyggja og meðhöndla langvarandi aukaverkanir eins og tannskemmdir og munnþurrk

6

//

S T Y R K TA R F É L AG K R A B B A M E I N S S J Ú K R A B A R N A


EIN KENNI FRÁ MUNNI

ROÐI, SÁ R O G B L Ö Ð R U R

Þar sem slímhúðin endurnýjast hægar vegna lyfjameðferðar verður hún bæði þunn og viðkvæm. Mesta hættan á sárum á slímhúð er rúmri viku eftir upphaf meðferðar. Metótrexat og Adriamycin (Doxórúbicín) eru dæmi um frumudrepandi lyf sem valda oft sári á slímhúð í munni. Það tekur um það bil tvær vikur að ná tökum á slíku sári. Ef óþægindi í munnholi koma fram þegar fyrsti lyfjakúr er gefinn er mikil hætta á að þau endurtaki sig í síðari kúrum. SÝKING A R

Lyfja- og geislameðferð veldur því að hvítum blóðkornum fækkar og það eykur hættuna á sýkingum í munni sem einnig geta breiðst út. Þessar sýkingar eru oft af völdum örvera (baktería, veira og sveppa) sem eru venjulega í munnholi. Gott hreinlæti getur að einhverju leyti komið í veg fyrir þessar sýkingar. BLÆÐ IN G

Lyfjameðferð veldur því að blóðflögum fækkar sem eykur hættu á blæðingu í munnholi. Ef blóðflögur eru færri en 20 milljónir/ml af blóði er hætta á blæðingum mikil. Mikilvægt er því að fara varlega í munnhreinsun og tannburstun til að forðast blæðingar. Á þessum tímabilum getur stundum verið þörf á að sleppa því að bursta tennurnar og skola þess í stað munninn.

S T Y R K TA R F É L AG K R A B B A M E I N S S J Ú K R A B A R N A

//

7


MUNNÞURR K U R

Meðan á meðferð stendur finnst sumum sjúklingum að munnvatnsmagn minnki og að það verði þykkt og seigfljótandi. Ástæðan er sú að munnvatnskirtlarnir, sem framleiða og gefa frá sér munnvatn, eru næmir fyrir krabbameinslyfjum og geislum. Þurri slímhúð er hætt við ertingu og sýkingum. Sjaldgæft er þó að börn og unglingar verði fyrir óþægindum af þessum sökum.

TANNSKE M M D IR – H O L A Í T Ö N N

Lyfja- og geislameðferð hefur áhrif á munninn og breytir gerlaflórunni í munnholinu. Börn, sem eru með skemmdir í tönnum eða höfðu þær við greiningu, eiga á hættu að tennur þeirra skemmist meira meðan á meðferð stendur. Börn, sem þjást af munnvatnsskorti, eiga einnig á hættu að fá tannskemmdir. Löngu eftir að meðferð lýkur getur fjölgun baktería, sem valda tannskemmdum, leynst í munnvatninu og aukið hættu á tannskemmdum.

8

//

S T Y R K TA R F É L AG K R A B B A M E I N S S J Ú K R A B A R N A


M U NN- OG TANNVERND

ÁÐUR E Ð A M E Ð A N Á M E Ð F E R Ð S T E N D U R

Meðferðin beinist að því að halda munninum hreinum, fyrirbyggja tannskemmdir og útrýma sýkingum. - Skemmdar tennur og tannholdsbólgu á að meðhöndla. - Spangir ætti að fjarlægja til að koma í veg fyrir að sár myndist á slímhúð. - Hægt er að byrja tannréttingu aftur eftir að meðferð er lokið. - Bursta skal tennur með flúortannkremi tvisvar á dag með mjög mjúkum tannbursta. Börn undir tíu ára aldri ættu að fá hjálp frá fullorðnum. Dæmi um mjög mjúkan tannbursta er TePe Special care. Gott tannkrem er t.d. Zendium Classic. - Mikilvægt er að gefa flúor aukalega til að koma í veg fyrir að tannskemmmdir, sem fyrir eru, versni og koma í veg fyrir nýjar. Þetta á sérstaklega við um sjúklinga sem hafa áður verið með skemmdir í tönnum.

S T Y R K TA R F É L AG K R A B B A M E I N S S J Ú K R A B A R N A

//

9


ME ÐAN Á LY F J A - E Ð A G E ISL A M E Ð F ER Ð S T E N D U R

Meðferð beinist að því að viðhalda góðu hreinlæti og draga úr óþægindum í munni. - Ef ekki er hægt að bursta tennurnar eða ef smit- og/eða blæðingahætta er mikil ætti að skola munninn með 0,12% klorhexidini lausn (Paroex) til að fækka bakteríum ef ekki er hægt að halda þeim í skefjum með tannburstun. Hægt er að þvo munn smábarna, sem ekki geta notað munnskol, með sérstökum svampi vættum klorhexidinblöndu. Paroex munnskol hefur bragð sem hæfir börnum. ATHUGIÐ: Ekki ætti að nota munnskol (Chlorhexidine) til hreinsunar ef barnið er með opið sár í munni. Þá er gott að þvo með venjulegri saltvatnslausn. - Við sviða og verkjum í munnholi er gott að nota Andolex munnskol sem er bólgueyðandi og hefur verkjastillandi áhrif. - Bisolvon munnlausn má nota til að þynna seigt munnvatn. - Algengt er að varir séu þurrar sem eykur hættuna á sprungum í vörum. Smyrjið varirnar með vasilíni eða álíka kremi.

10

//

S T Y R K TA R F É L AG K R A B B A M E I N S S J Ú K R A B A R N A


AÐ LO K IN N I LY F J A - E Ð A G E ISL AM E Ð F E R Ð

Ef meðferð stendur í mörg ár er mikilvægt að fara til tannlæknis a.m.k. einu sinni á ári. Ef barn er yngra en 5 ára við upphaf meðferðar og hefur verið geislað á höfuð er hætta á að tannþroski verði ekki eðlilegur. Mikilvægt er að láta tannlækna meta hættu bæði á röskun á tannþroska og mögulega hættu á tannskemmdum til að hægt sé að meta fyrirbyggjandi aðgerðir.

S T Y R K TA R F É L AG K R A B B A M E I N S S J Ú K R A B A R N A

//

11


M E Ð FE RÐ VIÐ MUNNÞURRK I Til að vinna gegn munnþurrki (xerostomia) er best að gefa börnum og unglingum tyggigúmmí. Meðferðin ætti einnig að miðast við að borða mat, sem skemmir ekki tennurnar, halda munnholi hreinu og veita flúormeðferð. Salivin og Xerodent tuggutöflur, flúortöflur eða flúortyggigúmmí eins og Fludent og Flourette eru dæmi um vörur sem hægt er að mæla með. Við skorti á munnvatni er gott að nota munnskolið Bisolvon. VARNIR GEG N TA N N SK E M M D U M

Hættan á tannskemmdum er mest á fyrsta ári eftir greiningu og eykst ef barnið er með eða hefur haft tannskemmdir áður en meðferð hófst. Forsenda þess að koma í veg fyrir tannskemmdir er góð tannhirða sem felst í því að bursta tennurnar tvisvar á dag með flúortannkremi. Þar að auki getur verið gott að nota flúormunnskol, flúortöflur og flúortyggigúmmí. Flúormeðferðinni skal dreifa yfir daginn til að ná hámarksárangri. Að auki er hægt að fá frekari flúormeðferð hjá tannlækni.

12

//

S T Y R K TA R F É L AG K R A B B A M E I N S S J Ú K R A B A R N A


NE IKVÆ Ð Á H R IF Á TA N N Þ R O SK A

Lyfja- og geislameðferð á þeim aldri þegar tennur eru að þroskast, þ.e. áður en börn verða 12 ára, getur leitt til varanlegs tannskaða. Skaðinn er meiri hjá þeim sem fara í geislameðferð en hinum sem eru í lyfjameðferð. Glerungsskemmdir (hvítir eða brúnir blettir á einni eða öllum tönnum), holur á tannyfirborði og litlar tennur eru dæmi um tannskaða sem getur orðið. Börn taka þó allar tennur og þær virka eðlilega. Nú er hægt að bjóða upp á margs konar faglega tannmeðferð sem gerir mögulegt að ná góðum árangri í baráttunni gegn tannskemmdum.

S T Y R K TA R F É L AG K R A B B A M E I N S S J Ú K R A B A R N A

//

13


LY F OG VIÐEIGANDI UNDIR B Ú N IN G U R FY RIR BÖRN OG UNGT FÓLK Í KR AB BAMEINSMEÐFERÐ

Andolex (lyfseðilsskylt) Munnskol: Bólgueyðandi og deyfandi áhrif. Skolið munninn/ kverkarnar með 15 ml í u.þ.b. 30 sekúndur á eins og hálfs til þriggja klukkutíma fresti. Lausninni á ekki að kyngja heldur spýta. Tímalengd meðferðar er um vika. Meðferðin er fyrir börn eldri en 12 ára. Bisolvon, munnlausn 0,8 mg / ml Bisolvon er notað til að losa um slím, þannig að það verði þynnra og því auðveldara að hósta því upp. Dentirol flúor tuggutöflur, 0,25 mg flúor (margs konar bragð). Fludent tuggutöflur, 0,25 mg flúor (bragð: myntu, banana). Flúortöflur til að koma í veg fyrir tannskemmdir. Töflurnar ætti ekki að taka á sama tíma og tennur eru burstaðar, heldur skal þeim dreift jafnt yfir daginn. Skammtastærð fyrir börn yngri en 12 ára skal tannlæknir ákveða. Dagskammtur fyrir börn og unglinga er: 3-6 ára tvær töflur, 7-12 ára þrjár töflur og 13-19 ára sex töflur. Flourette flúortyggigúmmí, 0,25 mg af flúor, og Fludent flúortyggigúmmí, 0,25 mg flúor Flúortyggigúmmí er notað til að koma í veg fyrir tannskemmdir. Tyggigúmmíið skal nota allan daginn. Hámarksskammtur á sólarhring fyrir börn og unglinga er: 3-6 ára tvö gúmmí, 7-12 ára þrjú gúmmí og 13-19 ára sex gúmmí.

14

//

S T Y R K TA R F É L AG K R A B B A M E I N S S J Ú K R A B A R N A


Oraclean Svamppúði á skafti sem hægt er að nota til að hreinsa tennur og slímhúð þegar ekki er hægt að nota venjulegan tannbursta. Hægt er að dýfa púðanum í vatn, natríumflúorlausn eða Paroex. Paroex Munnskol með 0,12% Chlorhexidine sem inniheldur bragð sem börnum finnst gott. Munnskolið vinnur á bakteríum, aðallega þeim sem orsaka tannskemmdir. Munnurinn er hreinsaður með 10 ml 2-3 sinnum á dag. Hægt er að nota munnskolið í staðinn fyrir tannburstun. Ekki skal nota munnskolið ef barnið er með sár í munni. Salivin, munnvatnsörvandi töflur Munnvatnsörvandi töflur við munnþurrki. Xerodent tuggutöflur, 0,25 mg flúor Xerodent inniheldur eplasafa sem örvar munnvatnsframleiðslu. Er notað til að auka munnvatnsframleiðslu og sem forvarnir gegn tannskemmdum. Xylocaine Viskös, 20 mg / ml munnmixtúra Skola skal munninn með lausninni og henni má kyngja og hefur hún verkjastillandi áhrif í munni og/eða í efri meltingarvegi. Zendium Classic Tannkrem fyrir viðkvæma slímhúð. TePe Special Care tannbursti Tannbursti með mjög mjúkum hárum. Sum þessara lyfja getur verið erfitt að velja fyrir lítil börn vegna bragðskyns þeirra.

S T Y R K TA R F É L AG K R A B B A M E I N S S J Ú K R A B A R N A

//

15


Þessi bæklingur er úr útgáfuröð sem Barncancerfonden í Svíþjóð gefur út. Hann er saminn af fólki sem í starfi sínu hefur mikla reynslu af krabbameini í börnum og meðferð þess.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna | Hlíðasmára 14 | 201 Kópavogi | Sími: 588 7555 | www.skb.is | skb@skb.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.