Page 1

MYNDIR ÁRSINS 2012 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

MYND ÁRSINS/PHOTOGRAPH OF THE YEAR Steingrímur J. Sigfússon í gegnum gleraugu Ólafs Ragnars Grímssonar við setningu Alþingis. Iceland’s Minister of Finance Steingrímur J. Sigfússon, seen through the glasses of President Ólafur Ragnar Grímsson at the opening of parliament. Kjartan Þorbjörnsson


MYNDIR ÁRSINS 2012

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


MYNDIR ÁRSINS 2012 / PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2012 © Sögur ehf. Inngangur / Introduction © Illugi Jökulsson Ljósmyndir © Ljósmyndarar viðkomandi mynda (skv. myndatexta). Photographs © The photographers of the photos in question (according to text). Útgáfa bókarinnar er styrkt af Menningarsjóði Blaðamannafélags Íslands.

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis handhafa höfundarréttar og útgefanda. This book may not be copied in any form, e.g. photographed, printed, recorded on audio or in other comparable manner in part or in whole, without written consent from the copyright older and the publisher. Bókarhönnun, umbrot og kápa: Árni Torfason Design, layout and cover by Árni Torfason Myndritstjóri: Þorkell Þorkelsson Picture editor: Thorkell Thorkelsson

Ljósmynd á forsíðu / Photograph on frontpage: Kjartan Þorbjörnsson Ljósmynd á baksíðu / Photograph on backpage: Gunnar V. Andrésson Ensk þýðing / English translation: Alda Sigmundsdóttir Prentun / Printing: Prentsmiðjan Oddi hf., Reykjavík ISSN 1670-5653 ISBN 978-9935-448-18-7


MYNDIR ÁRSINS 2012

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


MYNDIR ÁRSINS 2012

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

Margt hægt að lesa úr einni mynd Sú mynd sem vinnur aðalverðlaun fréttaljósmyndara þetta árið er ótrúlega öflug persónulýsing, sem segir um leið mikla sögu. Steingrímur J. Sigfússon ráðherra sést þar gegnum gleraugu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Það er eiginlega þarflaust að útskýra þessa mynd eða merkingu hennar fyrir nokkrum Íslendingi – þarna er ráðherrann sem hefur staðið í afar ströngu síðustu fjögur árin, og gengið á ýmsu, en hin síðustu misseri hefur hann ævinlega verið undir vökulu auga forseta lýðveldisins.

Þessi mynd eftir Kjartan Þorbjörnsson eða Golla hjá Morgunblaðinu, sem birt er á blaðsíðu 8, mun alveg áreiðanlega verða í framtíðinni notuð sem heimild um stöðu beggja þeirra manna, sem á henni eru, ekkert síður en ítarlegar blaðagreinar eða útlistanir í fræðibókum. Þannig er um góðar ljósmyndir.

Og miðað við að það er ekki eina manneskju á henni að sjá, þá gefur mynd Gunnars V. Andréssonar á Fréttablaðinu á bls. 72 í þessari bók til dæmis tilefni til alveg óvenju fjölbreyttrar túlkunar.

Í fyrsta lagi er hún einfaldlega frábær fréttamynd. Andartakið sem hún lýsir er gríðarlega sterkt og öflugt, rétt eins og óveðursaldan sem brotnar á brimgarðinum. Aflið sem myndin sýnir getur ekki látið neinn ósnortinn, þetta er ekki augnablik sem hægt er að skálda, þetta gerðist bara.

Í öðru lagi er myndin einstök að uppbyggingu og hrynjandi. Þrátt fyrir að hún lýsi semsé bara sprengikrafti eins augnabliks, þá er eins og myndasmiðurinn hafi skipulagt myndbygginguna í þaula og hugað vandlega að hverju smáatriði. Og sú er auðvitað raunin. Þrautþjálfaður fréttaljósmyndari eins og Gunnar V. Andrésson veit nákvæmlega hvað hann er að gera þegar hann velur sér stað til að taka myndir sínar og bíður eftir rétta sekúndubrotinu til að smella af. Svona kröftuglega uppbyggð mynd af heljarafli náttúrunnar væri vissulega nóg fyrir eina góða fréttamynd.

En fleira kemur til. Það má lesa út úr myndinni baráttu mannsins við náttúruöflin sem staðið hefur frá örófi og gengur enn á ýmsu, þrátt fyrir alla okkar tækni og framþróun. Það er vissulega ógnarkraftur í öldunni en hún brotnar nú samt á brimgarðinum gamla og trausta, og hið viðkvæma glerhús Harpan stendur óhaggað. Í fjarska standa háhýsin líka og láta sér fátt um finnast. Og litli vitinn við innsiglinguna í höfnina finnst mér eins og punkturinn yfir i-ið á myndinni, hann gægist þarna í gegnum öldurótið, keikur og litríkur. En ennþá fleira má lesa út úr þessari merkilegu fréttamynd. Efnahagshrunið sem varð á Íslandi árið 2008 verður lengi 6

enn ofarlega í huga Íslendinga og við munum sjá tákn um það hvert sem við lítum. Og þau tákn er svo sannarlega að finna á þessari mynd Gunnars V. Andréssonar.

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er beinlínis eitt af táknum bæði efnahagsbólunnar fyrir hrun og síðan hrunsins sjálfs. Farið var af stað með húsið í miklu bjartsýniskasti en það stóð síðan lengi hálfkarað eftir að hrunið kippti fótunum undan því. Loks var svo ákveðið að klára það. Það má lesa út úr myndinni táknmyndir um hrunið og það illviðri sem gekk yfir Ísland í kjölfar þess, með sérstakri tilvísun til Hörpu. Raunar er athyglisvert að þegar íslenskir ráðamenn fjölluðu um hrunið meðan það gekk yfir höfðu þeir óstjórnlega tilhneigingu til að nota líkingamál úr sjómannamáli – það var um að Ísland væri að „sogast í brimgarðinn“ undir „holskeflu“ peningalegra „brotsjóa“ og svo framvegis. Mynd Gunnars er eins og framhald af því orðavali, og er í senn styrking og þó kannski um leið dálítið háðslegt komment á þá orðræðu kalla. Háhýsin í Skuggahverfinu sem sjást vinstra megin eru svo líka tákn um „góðærið“ eða bóluna fyrir hrun, því þar hugðust auðkýfingar Íslands reisa sér lúxusheimili þar sem þeir gætu horft yfir sundin blá við Reykjavík – þau sund sem oftast eru friðsæl og falleg, en geta rokið upp í skyndilegri reiði eins og myndin sýnir. Svo er það bara smekksatriði hvort menn telja að myndin sýni erfiðleikana sem Ísland lenti í við hrunið eftir bruðl eins og það sem Harpa sé til marks um, eða þrautseigju þjóðarinnar sem stendur þrátt fyrir allt af sér „brimskaflana“ og „holskeflurnar“ og litli vitinn vísar til framtíðarinnar. Og svo má sjá að minnsta kosti eina tákmynd enn út úr þessari mögnuðu ljósmynd – hvernig menningin, sem í Hörpu býr, stendur af sér öll ill veður og blikar gegnum brimið …

Frábærar fréttamyndir, eins og þessi bók hér er full af, eru nefnilega þeirrar náttúru að geta kveikt ótrúlega fjölbreytilegar og margbrotnar hugleiðingar og hugmyndir. Skoðið bókina til að rifja upp markverða atburði á viðburðaríku ári, en ekki síður til að lesa ný tákn út úr atburðum, umhverfi og fólki. Illugi Jökulsson


The many facets of a single photo The winning photograph in this year’s photojournalism contest is a tremendously strong portrayal of two personalities. At the same time it is a great illustration. In it, cabinet minister Steingrímur J. Sigfússon can be seen through President Ólafur Ragnar Grímsson’s spectacles. No Icelander will require an explanation of this photograph or its meaning – here we see the minister, who over the past four years has repeatedly been under fire in so many different affairs, and who in the recent past has been under perpetual scrutiny by the president. This photograph by Morgunblaðið’s Kjartan Þorbjörnsson, or Golli, may be found on page 8. In the future it will no doubt be used to exemplify the situations of both men who feature in it, explaining the point no less vividly than explicit magazine articles or academic papers will do. Such is the nature of a good photograph.

Even though it shows not a single human, the photograph on page 72 by Fréttablaðið’s Gunnar V. Andrésson allows for unusually broad interpretation.

First, it is simply a fine example of photojournalism. The moment it depicts is remarkably potent and powerful, just like the storm wave that crashes against the harbour wall. It is impossible not to be affected by the energy portrayed in the photo. This is not a moment that can be forced – it simply happened.

Second, the photograph is unique in composition and rhythm. Even though it shows the explosive power of a single moment, it is as though the photographer has carefully arranged the image, right down to the last detail. Which is exactly what he has done. An experienced photojournalist like Gunnar V. Andrésson knows precisely where to take his pictures, and waits for the right fraction of a second to snap the photo. Such a brilliantly composed picture depicting the brute force of nature would certainly be enough to qualify as a good news photograph.

But there is more. This picture also gives us a sense of man’s battle with the forces of nature, a battle that has been ongoing since time immemorial and is still a constant challenge, despite all our technology and progress. The wave comprises a ferocious power, yet it nonetheless breaks on the trusted old harbour wall, as the delicate glass house Harpa stays fully intact in the background. The high-rise buildings in the distance also appear nonplussed. The small lighthouse by the entrance to the harbour is the crowning delight of this photo – peeping out through the crashing waves, plucky and colourful.

And still there is more to be read from this unusual news photograph. The economic meltdown that took place in Iceland in 2008 will continue to occupy the Icelanders’ minds for years to come, and we will see symbols of it wherever we look.

Those symbols are most definitely present in Gunnar V. Andrésson’s photograph. The Harpa Concert Hall and Conference Centre is one of the most conspicuous representations of the economic bubble that preceded the meltdown, and of the economic crash itself. The construction of the building began in a surge of unbridled optimism, but was thwarted by the meltdown, after which it stood for a long while, half-completed. A decision was finally made to finish it. This, too, we can glean from this photograph – we see the symbols of the meltdown and the metaphorical storm that subsequently swept Iceland, with a particular nod to Harpa. It is worth noting that, during the meltdown, when Icelandic officials spoke of what was happening, they had an irrepressible tendency to use metaphors that related to fishing. Iceland was spoken of as being “sucked into the breakwater” in a “surge” of financial “breakers”, and so forth. Gunnar’s photograph is like an extension of that imagery, strengthening yet also slightly mocking that particular discourse. The high-rises on the left are further symbols of the prosperity bubble that existed prior to the meltdown – they are where Iceland’s moguls planned to construct luxury homes with a view over the bay of Reykjavík, a bay that is usually peaceful and pretty but can become whipped into sudden fury, as the photo shows. Ultimately it is a matter of personal preference whether people see the photo as depicting Iceland’s economic difficulties in the era of the meltdown with its outrageous extravagance symbolised by Harpa, or as the tenacity of the Icelandic nation that, in spite of everything, is able to survive “raging waves” and “fierce breakers” – with a small lighthouse pointing the way to the future. There is at least one more thing that we can read from this exceptional photograph. It is the way art and culture, contained within Harpa’s walls, can survive all weather conditions, and ultimately twinkle through the surf.

Remarkable examples of photojournalism, such as those that fill this book, have the ability to awaken extensive and complex ruminations and ideas. Examine this book to remember the important happenings of an eventful year ... and also to see new metaphors in its events, environment and people. Illugi Jökulsson

7


MYND ÁRSINS PHOTOGRAPH OF THE YEAR

8


Steingrímur J. Sigfússon í gegnum gleraugu Ólafs Ragnars Grímssonar við setningu Alþingis. Iceland’s Minister of Finance Steingrímur J. Sigfússon, seen through the glasses of President Ólafur Ragnar Grímsson at the opening of parliament. Kjartan Þorbjörnsson

9


10


FRÉTTAMYNDIR ÁRSINS 2012

NEWS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

Fréttir/News 11


FRÉTTAMYND ÁRSINS NEWS PHOTOGRAPH OF THE YEAR 12 Fréttir/News


Börkur Birgisson í Héraðsdómi Reykjaness. Börkur Birgisson being led to trial at Reykjanes District Court. Eyþór Árnason

Fréttir/News 13


14 FrĂŠttir/News


FrĂŠttir/News 15


Síðan á undan / Previous page Sjúkraflutningamenn hlúa að húsráðanda eftir að gassprenging varð í íbúð í fjölbýlishúsi í Ofanleiti. Brak þeyttist úr íbúðinni ásamt glerbrotadrífu út á leikvöll þar sem börn voru að leik örskömmu áður en sprengingin átti sér stað. Paramedics care for a resident after a gas explosion tore through a flat in a building in Ofanleiti, Reykjavík. Debris from the flat, as well as slivers of glass, flew through the air onto a playground where children had been playing just a few minutes earlier. Anton Brink Hansen

Forsetaframbjóðendur í sal Ríkisútvarpsins fylgjast með þegar fyrstu tölur eru um það bil að birtast í kosningasjónvarpi RÚV. Candidates running for the Icelandic presidency wait and watch as the first exit polls are announced. Ingólfur Júlíusson

16 Fréttir/News


Þóra Arnórsdóttir tilkynnir forsetaframboð. Þóra Arnórsdóttir announces her candidacy for president. Valgarður Gíslason

Fréttir/News 17


18 FrĂŠttir/News


Sr. Agnes M. Sigurðardóttir tekur við biskupsembættinu í Hallgrímskirkju. Rev. Agnes M. Sigurðardóttir being sworn in as Bishop of Iceland. Eggert Jóhannesson

Fréttir/News 19


Tom Cruise og Katie Holmes röltu um miðbæ Reykjavíkur. Tom Cruise and Katie Holmes stroll through the Reykjavík city centre. Júlíus Sigurjónsson

20 Fréttir/News


Í brjáluðu roki sem myndaðist í norðanbálinu við Höfðatorg átti fólk í vandræðum með að standa í lappirnar. Þessi herramaður fauk 100 metra á eftir hjólinu sínu og endaði ofan í bílakjallara. Some folks had trouble staying on their feet when a fierce storm swept through Reykjavík. This gentleman blew 100 metres after his bicycle and ended in an underground parking garage. Kjartan Þorbjörnsson

Fréttir/News 21


22 FrĂŠttir/News


FrĂŠttir/News 23


Síðan á undan / Previous page Liðsmenn svonefnds Heimavarnarliðs fylgjast með því þegar lögregla fjarlægir konu úr húsi sínu við Breiðagerði, að kröfu Arion-banka. Heimavarnarliðið hélt uppi mótmælum og var einn handtekinn. The members of the so-called Heimavarnarlið (Home Guard) watch as police evict a woman from her home at the request of Arion Bank. The group staged a protest, and one member was arrested. Sigtryggur Ari Jóhannsson

Fundur í Lögbergi vegna niðurstöðu Landsdómsmálsins. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, og Grágás fylgjast með öðrum fundarmönnum. A meeting was held to review the outcome of the court proceedings against Iceland’s former Prime Minister Geir Haarde. Sigríður Friðjónsdóttir, attorney general, and Grágás, a stuffed grey goose representative of Iceland’s ancient law text, observe the other members of the meeting. Kjartan Þorbjörnsson

Næsta síða / Next page Geir H. Haarde og saksóknari Alþingis Sigríður Friðjónsdóttir. Iceland’s former Prime Minister Geir H. Haarde and Sigríður Friðjónsdóttir, attorney general.

24 Fréttir/News

Kristinn Ingvarsson


Landsdómur er sérdómstóll sem gert er ráð fyrir í 14. grein stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands. Hann fer með og dæmir mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra og starfar eftir lögum nr. 3/1963 [1]. Hann er skipaður 15 dómurum. Dómurinn hafði aldrei verið kallaður saman frá stofnun hans árið 1905, en hinn 28. september 2010 ákvað Alþingi að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir vanrækslu í starfi og fela saksóknara Alþingis að sækja málið fyrir Landsdómi. Landsdómur is a special court set up to hear cases brought against government ministers in connection with alleged violations in office. It is made up of 15 judges. The Landsdómur court had never been brought together since its foundation in 1905 – until 28 September 2010 when Iceland’s parliament Alþingi decided to indict former Prime Minister Geir H. Haarde for misconduct in office. Kristinn Magnússon

Fréttir/News 25


26 FrĂŠttir/News


FrĂŠttir/News 27


Þingfesting í Héraðsdómi Reykjaness vegna ákæru á meðlimi Hells Angels og fleiri vegna grófrar líkamsárásar og nauðgunar. At an arraignment hearing in Reykjanes District Court. The accused, charged with grievous bodily harm and rape, included members of the Hell’s Angels motorcycle club. Sigtryggur Ari Jóhannsson

28 Fréttir/News


Wen Jiabao skoðar Þingvelli frá Hakinu. Wen Jiabao, premier of China, looks down on Þingvellir National Park. Ómar Óskarsson

Birgir Hólm, framkvæmdastjóri Icelandair, Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, og Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi settu Food and Fun-matarhátíðina. Birgir Hólm, CEO of Icelandair, Steingrímur J. Sigfússon, minister of fisheries and agriculture, Orri Hauksson, managing director of the Federation of Icelandic Industries, and Einar Örn Benediktsson, city council member, opened the Food and Fun festival. Anton Brink Hansen

Fréttir/News 29


Það mæddi mikið á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á árinu þótt það hafi oftar komið í hlut samstarfsmanns hennar, Steingríms J. Sigfússonar, að koma fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og bíta frá sér alla gagnrýni. Iceland’s Prime Minister Jóhanna Sigurðardóttir came under fire repeatedly during the course of the year, although her colleague Steingrímur J. Sigfússon was usually the one to face critics in the public arena. Kjartan Þorbjörnsson

30 Fréttir/News


Bændur tína síld sem rekið hefur upp í fjöru í Kolgrafafirði. Farmers pick up dead herring that floated ashore in Kolgrafafjörður, west Iceland. Valgarður Gíslason

Fréttir/News 31


Stúlkurnar í rússnesku pönksveitinni Pussy Riot voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir að raska almannafriði og var dómnum mótmælt víða um heim, m.a. við rússneska sendiráðið í Reykjavík. Protests sprang up worldwide when members of Russian punk band Pussy Riot were sentenced to two years in prison for hooliganism, including at the Russian Embassy in Reykjavík. Ómar Óskarsson

Nokkrir vinir Tíbets komu saman við sendiráð Kína í gær til að sýna tíbesku þjóðinni stuðning í baráttu hennar fyrir mannréttindum og trúfrelsi. A few friends of Tibet gathered at the Chinese Embassy yesterday to demonstrate support for the Tibetan people in their struggle for human rights and religious freedom. Haraldur Guðjónsson

32 Fréttir/News


Samstöðufundur útgerðarinnar á Austurvelli. A demonstration by the Association of Fishing Vessel Operators on Austurvöllur square, Reykjavík. Eggert Jóhannesson

Þingsetning Outside the opening of parliament. Eyþór Árnason

Fréttir/News 33


Mikill hiti skapaðist á samstöðufundi LÍÚ í júní og létu báðar fylkingar vel í sér heyra undir erindum ræðumanna samtakanna á Austurvelli. Emotions ran high at a demonstration held to show solidarity with the Association of Fishing Vessel Operators in June. Vilhelm Gunnarsson

35


Grindhvalavaða stefndi upp á land á Akranesi en með snarræði tókst að reka þá aftur út á sjó. A pod of pilot whales, about to beach themselves on the shore at Akranes, were quickly herded back out to sea. Eyþór Árnason

Það var eldheit stund hjá slökkviliðsmönnum þegar Blái turninn á Háaleitisbrautinni brann til kaldra kola. Firefighters confer after a kiosk burned to the ground on Háaleitisbraut in Reykjavík. Pjetur Sigurðsson

36 Fréttir/News


Starfsmenn Landsvirkjunar reisa vindmyllu í hafinu svokallaða í Þjórsárdal. Employees of the National Power Company erect a windmill in Þjórsárdalur valley. Valgarður Gíslason

Fréttir/News 37


38 FrĂŠttir/News


Bændur á Norðurlandi urðu fyrir miklu áfalli í september þegar óveður gekk yfir. Fé fennti víða, margt bjargaðist en talið er að hátt í tíu þúsund fjár hafi farist. Kolbeinn Kjartansson, bóndi í Hraunkoti, brunaði um Þeistareykjasvæðið á vélsleða í byrjun leitar og flutti fé úr auðninni til móts við bíla með vagna. A serious snowstorm swept across North Iceland in September, burying sheep that were still grazing in the wild. Many were rescued, but nearly 10,000 are believed to have been killed. Kolbeinn Kjartansson, farmer at Hraunkot, raced around the area in a snowmobile at the outset of the search, transporting sheep from the white wasteland to vehicles with trailers ready to ferry them to civilization. Skapti Hallgrímsson

Fréttir/News 39


ÍÞRÓTTAMYNDIR ÁRSINS 2012

SPORT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


ÍÞRÓTTAMYND ÁRSINS SPORT PHOTOGRAPH OF THE YEAR 42


Ragna Ingólfsdóttir vann glæsilegan sigur í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í London. Ragna Ingólfsdóttir won a stunning victory in her first badminton match at the London Olympics. Kjartan Þorbjörnsson

43


Hlauparinn Oscar Pistorius frá Suður-Afríku á Ólympíuleikunum í London í sumar. Runner Oscar Pistorius from South Africa at the 2012 London Olympics. Valgarður Gíslason

44 Íþróttir/Sports


Var þetta hlaup aldarinnar? Sú spurning leitar óneitanlega á mann eftir að hafa horft á 100 metra hlaup karla á ólympíuleikvanginum í London. Usain flýgur fram úr keppinautum sínum og vinnur örugglega. The race of the century? Usain Bolt speeds past his competitors to an assured victory at the 2012 London Olympics. Kjartan Þorbjörnsson

Íþróttir/Sports 45


Frá dýfingakeppni sundfélagsins Styrmis í Sundhöll Reykjavíkur í tengslum við Hinsegin daga, þ.e. Öfugur í sundi. From the diving championships of the Styrmir swimming club, held in Sundhöll Reykjavíkur in connection with the Gay Pride Festival. Stefán Karlsson

46 Íþróttir/Sports


Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps í keppni í fjórsundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Enginn íþróttamaður hefur fengið jafnmörg verðlaun og hann í sögu Ólympíuleikanna. US swimmer Michael Phelps competing in a medley at the 2012 London Olympics. No athlete has won more awards in the history of the Olympics. Kjartan Þorbjörnsson

Íþróttir/Sports 47


Fjölskylda Jóns Margeirs Sverrissonar fagnar honum innilega eftir að hann hafði unnið til gullverðlauna á á Ólympíuleikum fatlaðra í London 2012 og slegið um leið heims- og ólympíumet. Fögnuðurinn var slíkur að þau réðu ekki við tilfinningar sínar. Jón Margeir Sverisson and his family overcome by emotion after he won gold at the 2012 Paralympics in London. He also set new world and Paralympic records. Eva Björk Ægisdóttir

Sigurvegararnir – Sara Rós Jakobsdóttir og Sigurður Már Atlason. Stærsta Íslandsmeistaramót sem haldið hefur verið í samkvæmisdönsum fór fram um helgina í Laugardalshöll. 792 dansarar á aldrinum 5-23 ára sýndu þar fimi sína á dansgólfinu, 368 pör alls. The champions: Sara Rós Jakobsdóttir and Sigurður Már Atlason. The largest-ever Icelandic Championship in ballroom dancing was held in Laugardalshöll arena at the weekend. A total of 792 dancers aged 5-23 – 368 couples in all – showed their moves on the dancefloor.

48 Íþróttir/Sports

Kristinn Ingvarsson


Arndís María Erlingsdóttir úr Gróttu tók hraustlega á og Árni Snær Jónsson er við öllu búinn á stönginni. Arndís María Erlingsdóttir from Grótta exerts herself while Árni Snær Jónsson is prepared for anything. Kjartan Þorbjörnsson

Íþróttir/Sports 49


Aron Pálmarsson slær á létta strengi eftir að klístraður boltinn festist í peysu Vignis Svavarssonar. Aron Pálmarsson grins as a sticky ball clings to Vignir Svavarsson’s shirt. Eva Björk Ægisdóttir

Ólafur Stefánsson býr sig undir að ganga með lið sitt inn á ólympíuleikvanginn í London. Ólafur Stefánsson prepares to walk into the Olympic Stadium in London with his team mates. Kjartan Þorbjörnsson 50 Íþróttir/Sports


Kári Kristján Kristjánsson brýst framhjá leikmanni Bretlands. Ísland gjörsigraði Bretland í handbolta á Ólympíuleikunum í London. Kári Kristján Kristjánsson cuts past a member of the British handball team. Iceland slammed the United Kingdom in a match at the 2012 London Olympics. Kjartan Þorbjörnsson

Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við Einar Örn Jónsson, fyrrverandi herbergisfélaga sinn í landsliðinu, nú íþróttafréttamann RÚV. Guðjón Valur Sigurðsson being interviewed by Einar Örn Jónsson, his former roommate on the Icelandic National Handball Team, now a sportscaster with the Icelandic National Broadcasting Service. Eva Björk Ægisdóttir Íþróttir/Sports 51


Alltaf í boltanum. A future champion. Stefán Karlsson

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands, fagnar frænku sinni, Dóru Maríu Lárusdóttur, leikmanni íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vel eftir að íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti á EM 2013. Jóhanna Sigurðardóttir, prime minister of Iceland, in jubilant celebration with her relative, Dóra María Lárusdóttir, a member of the Icelandic National Women’s Football Team, after the team secured a place at the European Football Championships in 2013. Eva Björk Ægisdóttir

52 Íþróttir/Sports


Einari Jónssyni, þjálfara kvennaliðs Fram, fannst Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarkona sín, vera of lengi að óska eftir leikhléi í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna 2012. Einar Jónsson, coach of the Fram women’s team, felt his assistant Guðríður Guðjónsdóttir waited too long to ask for a timeout in the finals of the 2012 Iceland Women’s Championships. Eva Björk Ægisdóttir

Íþróttir/Sports 53


Mikið var um veltur í torfærukeppni sem haldin var í Jósefsdal við Sandskeið. Rollovers were a common sight at an off-road rally in Jósefsdalur, near Sandskeið. Vilhelm Gunnarsson

54 Íþróttir/Sports


Júdó var meðal þeirra íþróttagreina sem keppt var í á Ólympíuleikunum í London. Judo was one of sporting events at the 2012 London Olympics. Valgarður Gíslason

Íþróttir/Sports 55


Sigurður Páll Pálsson rennir sér á veggjum Vitatorgs meðan Addi Intro tekur herlegheitin upp. Sigurður Páll Pálsson glides along the walls of Vitatorg square while Addi Intro records the spectacle. Ernir Eyjólfsson

Íshokkí Ice hockey. Eyþór Árnason

56 Íþróttir/Sports


Keith Cothran hjá Stjörnunni (sá sem var skotinn í höfuðið eftir tímabilið heima í BNA) og Emil Karel Einarsson hjá Þór, Þorlákshöfn. Keith Cothran, a member of the team Stjarnan (who later suffered a shot to the head after returning to the United States), and Emil Karel Einarsson, who plays with Þór from Þorlákshöfn. Vilhelm Gunnarsson Íþróttir/Sports 57


Norðurlandamót í skylmingum. The Nordic championships in fencing. Eggert Jóhannesson

58 Íþróttir/Sports


Vorsýning listhlaupadeildar SR í Skautahöllinni. From the spring show of the Reykjavík Figure Skating Club. Eggert Jóhannesson

Næsta síða / Next page Þorgerður Ýr Þorvarðardóttir gerir sig klára inni á baði í Laugardalshöll fyrir WBFF fitness-mót þar sem hún bar sigur úr býtum í sínum flokki. Kærastinn hennar, Eyþór Vestmann, situr fyrir utan. Hann lenti í öðru sæti í sínum flokki. Þorgerður Ýr Þorvarðardóttir in the toilet at Laugardalshöll arena, getting ready for the WBFF fitness championships where she won first place in her category. Her boyfriend, Eyþór Vestmann, waits outside. He won second place in his category. Árni Torfason

Íþróttir/Sports 59


60 Íþróttir/Sports


Íþróttir/Sports 61


TÍMARITAMYNDIR ÁRSINS 2012

MAGAZINE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


Tíska Fashion. Kristinn Magnússon

TÍMARITAMYND ÁRSINS MAGAZINE PHOTOGRAPH OF THE YEAR 64


65


66 TĂ­marit/Magazine


Háfurinn á lifandi unga, venjulega fjóra til sex í einu, 20-33 cm langa. Gotstöðvarnar eru sennilega á djúpmiðum sunnan- og vestanlands. Ekki er vitað hvenær ungarnir fæðast hér við land en rannsóknir frá Kanada gefa til kynna að eggin séu frjóvguð milli febrúar og júlí og meðgöngutíminn getur verið allt að tveimur árum. The dogfish gives birth to live young, usually four to six at a time, 20-33 cm in length. The spawning grounds are probably in deep-sea regions to the south and west of the country. It is not known when the young are born in the area around Iceland, but research from Canada indicates that the eggs are fertilised between February and July, and the gestation period may be up to two years. Kristinn Magnússon

Jóhannes frosinn. Jóhannes Jónsson, frozen. Kristinn Magnússon Tímarit/Magazine 67


Bræður Brothers Rakel Ósk Sigurðardóttir 68 Tímarit/Magazine


Jólaskreytingar á heimili í Reykjavík. Christmas decorations at a home in Reykjavík. Sigtryggur Ari Jóhannsson Tímarit/Magazine 69


UMHVERFISMYNDIR ÁRSINS 2012

LANDSCAPE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


UMHVERFISMYND ÁRSINS LANDSCAPE PHOTOGRAPH OF THE YEAR 72


Reykjavíkurhöfn, Norðurgarður. Sjór gengur yfir garðinn. Í baksýn er Harpa – dýrasta hús landsins – í skjóli af góðum gömlum garði. Sea crashing over a wall at Reykjavík Harbour. In the background is the Harpa Concert Hall, Iceland’s most expensive building, protected by an old sea wall. Gunnar V. Andrésson

73


Eggert Jóhannesson

Húsavík Húsavík, north Iceland.


Eggert Jóhannesson

Vélsleðar á Langjökli. Snowmobiles on Langjökull glacier.


Umhverfi/Landscape 77


Dalalæða í Svínadal. Ground mist in Svínadalur valley. Eyþór Árnason

Bátur í þoku. A boat enveloped in fog. Eyþór Árnason 78 Umhverfi/Landscape


Síðan á undan / Previous page Nótt í ágúst við Hraunsfjörð. A night in August at Hraunsfjörður fjord. Egill Aðalsteinsson

Bærinn Stöng í Mývatnssveit umvafinn dalalæðu. The farm Stöng in Mývatnssveit district, wrapped in ground mist. Egill Aðalsteinsson

Umhverfi/Landscape 79


80 Umhverfi/Landscape


Loftræstikerfi í Skútuvogi. A ventilation system in Skútuvogur, Reykjavík. Árni Torfason

Umhverfi/Landscape 81


Rjúpnaveiðimaður gengur um fjalllendi á Suðurlandi. A ptarmigan hunter traversing a mountainous region in South Iceland. Kjartan Þorbjörnsson

82 Umhverfi/Landscape


Fullt tungl yfir Tindfjรถllum. A full moon over Tindfjรถll mountains. Vilhelm Gunnarsson

Umhverfi/Landscape 83


Vilhelm Gunnarsson

Börn bregða á leik á Tjörninni við Ráðhús Reykjavíkur. Children playing on the frozen Tjörnin pond near Reykjavík City Hall.


Sigtryggur Ari Jóhannsson

Sjór gengur á land við Sæbraut í Reykjavík í stífri norðanátt. Waves crashing in at Sæbraut in Reykjavík during a fierce northerly gale.


DAGLEGT LÍF 2012

DAILY LIFE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


DAGLEGT LÍF MYND ÁRSINS DAILY LIFE PHOTOGRAPH OF THE YEAR 88


Barnamenningarhátíð í Laugardalslaug. Children’s cultural festival at the Laugardalslaug swimming pool. Ómar Óskarsson

89


Valentínusardagurinn. Valentine’s Day. Eggert Jóhannesson

Næsta síða / Next page Tískusýning nemenda Fjölbrautar í Breiðholti og Iðnskólans í Hafnarfirði. At a fashion show held by students of Breiðholt College and the Technical College of Hafnarfjörður. 90 Daglegt Líf/Daily Life

Eggert Jóhannesson


Pósunámskeið í World Class. Learning to pose at the World Class fitness studio. Haraldur Guðjónsson

Daglegt Líf/Daily Life 91


92 Daglegt LĂ­f/Daily Life


Daglegt LĂ­f/Daily Life 93


Teygjuæfingar á fótboltaæfingu í Kórnum, Kópavogi. Stretching at a football practice in Kópavogur. Bragi Þór Jósefsson

Landsmót skáta í Úlfljótsdal. At the National Conference of the Scouts in Úlfljótsdalur. 94 Daglegt Líf/Daily Life

Eggert Jóhannesson


Fótboltafæri. A fine day for a game. Eyþór Árnason

Límonaðigerð Kára. Kári’s lemonade stand. Eggert Jóhannesson

Daglegt Líf/Daily Life 95


Blautir túristar. Soggy tourists. Eyþór Árnason

96 Daglegt Líf/Daily Life


Erlendir ferðamenn mynda erlenda ferðamenn við Hallgrímskirkju. Tourists photographing tourists at Hallgrímskirkja church. Kjartan Þorbjörnsson

Daglegt Líf/Daily Life 97


Hundar í heimsókn á Hrafnistu. A dog pays a visit to residents of the Hrafnista nursing home. Valgarður Gíslason

98 Daglegt Líf/Daily Life


Theodóra Rafnsdóttir veiðir fyrsta laxinn á sumrinu í Elliðaánum. Borgarstjóri virðir aflann fyrir sér. Theodóra Rafnsdóttir lands the first salmon of the season from the Elliðaár river in Reykjavík. The city’s mayor inspects the catch. Gunnar V. Andrésson

Daglegt Líf/Daily Life 99


Tveir menningarheimar rekast á baksviðs á sinfóníutónleikum. A clash of cultural milieus, backstage at a symphony concert. Haraldur Jónasson

Glaðlegir þingmenn við þingsetningu Alþingis eins og spenntir skólakrakkar að mæta í sinn fyrsta tíma. Cheerful members of parliament waiting for the opening of another session, like excited school children waiting for their first class.

100

Gunnar V. Andrésson


Það horfði brosandi á ökumanninn, parið sem lá makindalega á sólbökuðum sandinum á auglýsingaspjaldi við Kolaportið. Ökumaðurinn sat fastur í skaflinum og var hugsi. They smiled at the hapless driver, the couple that stretched out on the sun-baked sand on the advertising billboard at Reykjavík’s Kolaportið. The driver, whose car was stuck in a snow bank, was not especially amused. Kristinn Ingvarsson

Sigurður Magnús Magnússon lætur fara vel um sig í Thomsensstofu á opnu húsi á Bessastöðum. Young Sigurður Magnús Magnússon makes himself comfortable during an open house at Bessastaðir, the residence of Iceland’s president. Ómar Óskarson


Páll Óskar Hjálmtýsson á Nasa. Páll Óskar Hjálmtýsson performing at the club Nasa, in Reykjavík. Rakel Ósk Sigurðardóttir

102 Daglegt Líf/Daily Life


Sýslumaður og giftingarkoss á bökkum Ölfusár. The chief magistrate wryly observes a wedding kiss on the banks of the Ölfusará river. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Daglegt Líf/Daily Life 103


Zolotuskiy segir það aldagamla hefð að skíra á þrettánda degi jóla. „Upphaflega var skírt í ánni Jórdan og sú hefð að skíra í vatni hefur fylgt kristni,“ segir Zolotuskiy og bætir við að í rétttrúnaðarkirkjunni hafi sú hefð myndast að staðfesta skírnarheitin á þrettándanum. Á Íslandi fer athöfnin fram í Nauthólsvík. Zolotuskiy says that it is an ancient tradition to perform baptisms on the twelfth day of Christmas. “Originally baptisms were performed in the River Jordan, and the tradition of baptising in water has followed Christianity.” He adds that, in the Orthodox Church, it has become tradition to confirm one’s baptismal vows on the twelfth day of Christmas. In Iceland the ceremony is performed at Reykjavík’s Nauthólsvík beach. Valgarður Gíslason

104 Daglegt Líf/Daily Life


Þær láta kulda og trekk ekki stoppa sig, sjósundskonurnar sem koma í hverri viku í Nauthólsvíkina og baða sig í hafinu, enda eru þær vel búnar, hjúpaðar íslensku ullinni. Þær segjast vera orðnar fíknar í sjósundið og þennan daginn eru þær svo heppnar að selur veitir þeim óvæntan félagsskap. They are unperturbed by the cold and the wind, the women who come every week to Reykjavík’s Nauthólsvík beach for a dip in the sea. After all, they are well dressed, bundled in Icelandic wool. They say they’ve become addicted to sea swimming, and on this day they were fortunate enough to have a seal provide unexpected company. Ómar Óskarson

Siggi stormur og Haukur Hólm í lausu lofti á Spáni. Flying through the air in Spain. Eggert Jóhannesson Daglegt Líf/Daily Life 105


Brynja Borgþórsdóttir er ein af fyrirsætum ljósmyndarans Önnu Maríu Sigurjónsdóttur sem sýndi risastórar portrettmyndir af eldra fólki í hurðabilum á gömlu verbúðunum vestur á Granda. Brynja fór ásamt Gunnari syni sínum vestur í bæ til að líta á afraksturinn og þar hitti ljósmyndari á þau. Brynja Borgþórsdóttir is one of the models of photographer Anna María Sigurjónsdóttir, who exhibited her large portraits of senior citizens on the doors of the old fishermen’s huts in Reykjavík’s Grandi neighbourhood. Brynja and her son Gunnar went to have a look at the exhibition, where the photographer happened to see them. Vilhelm Gunnarsson

106 Daglegt Líf/Daily Life


Ferðamaður fangar geðshræringu sína þegar Strokkur gýs. A tourist capturing her own glee as the geyser Strokkur erupts. Ernir Eyjólfsson

Uppboð hjá Gallerí Fold. Auction at Gallerí Fold. Eggert Jóhannesson

Daglegt Líf/Daily Life 107


108 Daglegt LĂ­f/Daily Life


Daglegt LĂ­f/Daily Life 109


Öllu ægir saman í Kolaportinu. Kolaportið – a world of contrasts. Egill Aðalsteinsson

110 Daglegt Líf/Daily Life


Síðan á undan / Previous page Borgarlistamaðurinn Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri (t.h.) skartaði þjóðbúningi í Höfða í gær þegar tilkynnt var að hún væri borgarlistamaður Reykjavíkur í ár. Choir director Þorgerður Ingólfsdóttir (right) wore an Icelandic national costume to the celebration in Höfði House, at which she was appointed the City of Reykjavík’s honourary artist for 2012. Ómar Óskarson

Beðið eftir heyinu. Waiting for hay. Eyþór Árnason

Daglegt Líf/Daily Life 111


PORTRETTMYNDIR ÁRSINS 2012

PORTRAIT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


Högni Egilsson, söngvari og lagasmiður í hljómsveitinni Hjaltalín, glímir við geðhvörf og berst við þau á eigin forsendum. Högni Egilsson, singer and songwriter in the band Hjaltalín, has been diagnosed with bipolar disorder, which he tackles on his own terms. Haraldur Jónasson

PORTRETTMYND ÁRSINS PORTRAIT PHOTOGRAPH OF THE YEAR 114


115


Einar Mikael tรถframaรฐur. Einar Mikael, magician. Anton Brink Hansen

116 Portrett/Portrait


Atli Fannar Bjarkason, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. Atli Fannar Bjarkason, manager of the political movement Björt framtíð. Ernir Eyjólfsson

Portrett/Portrait 117


118


Vala Grand Vala Grand Eyþór Árnason

Árdís Fjóla og Inga Birna trúlofuðu sig hinn 12.12.12 klukkan 12.12. Myndin er tekin í Hlutverkasetrinu en þar kynntust þær. Árdís Fjóla and Inga Birna became engaged on 12.12.12 at 12.12. The picture was taken at the Hlutverkasetur centre for unemployed persons, where they met. Eyþór Árnason

Portrett/Portrait 119


Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri. Hrafn Gunnlaugsson, film director. Eyþór Árnason

120 Portrett/Portrait


Gísli Örn Garðarsson leikari. Gísli Örn Garðarsson, actor. Haraldur Jónasson

Portrett/Portrait 121


Kristín Ómarsdóttir rithöfundur. Kristín Ómarsdóttir, writer. Eyþór Árnason

Jón Gnarr er borgarstjóri Reykjavíkur og leikskáld. Jón Gnarr, mayor of Reykjavík and playwright. Haraldur Jónasson

Portrett/Portrait 123


Ólafur Darri leikari átti sitt besta ár. Actor Ólafur Darri had the best year of his career. Haraldur Jónasson 124 Portrett/Portrait


Það getur verið lýjandi að vera vinsælasti leikari þjóðarinnar. Ólafur Darri í búningsherberginu við undirbúning leikritsins Músa og manna. Being Iceland’s most popular actor can be exhausting. Ólafur Darri in his dressing room during rehearsals of John Steinbeck’s “Of Mice and Men”. Haraldur Jónasson

Portrett/Portrait 125


126 Portrett/Portrait


Bryndís Schram kom eiginmanni sínum til varnar í umdeildu máli. Bryndís Schram rallied to her husband’s defence over a controversial affair. Haraldur Jónasson

Portrett/Portrait 127


Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur. Eiríkur Örn Norðdahl, writer. Kjartan Þorbjörnsson

Tómas Lemarquis leikari. Tómas Lemarquis, actor. 128 Portrett/Portrait

Kjartan Þorbjörnsson


Guรฐbergur Bergsson rithรถfundur. Guรฐbergur Bergsson, writer. Kristinn Ingvarsson

Portrett/Portrait 129


Aðalsteinn Eyþórsson myndlistamaður. Aðalsteinn Eyþórsson, painter. Kristinn Magnússon

130 Portrett/Portrait


Edda Heiðrún Backman

Kristinn Ingvarsson

Portrett/Portrait 131


Hjón A married couple. Rakel Ósk Sigurðardóttir

Dorrit Moussaieff, stjarnan á Bessastöðum. Hundurinn Sámur kærir sig þó kollóttan. Dorrit Moussaieff brings star quality to the president’s residence at Bessastaðir. Her dog, Sámur, seems decidedly indifferent. Haraldur Jónasson 132 Portrett/Portrait


Gígja Thoroddsen byrjaði að mála og teikna eftir að læknar höfðu sent hana í þrettán raflostsmeðferðir vegna veikinda sinna fyrir rúmlega tuttugu árum. Gígja er greind með geðklofa og hefur verið á sömu deild á Kleppi síðan árið 2005. „Ég hef það auðvitað erfitt en ég mundi samt ekki vilja flytja. Mér líður vel hérna,“ segir hún. Gígja Thoroddsen began painting and drawing after doctors ordered her to undergo thirteen electroshock therapy sessions just over twenty years ago. Gígja is schizophrenic and has been confined to the same ward at the Kleppur Psychiatric Hospital since 2005. “Of course it’s difficult, but I would not want to move. I feel good here,” she says. Vilhelm Gunnarsson

Portrett/Portrait 133


SkĂşli Mogensen

Kristinn Ingvarsson

134 Portrett/Portrait


Stefรกn Mรกni rithรถfundur. Stefรกn Mรกni, writer. Kristinn Ingvarsson

Portrett/Portrait 135


Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður. Bjartmar Guðlaugsson, musician. Eyþór Árnason

136 Portrett/Portrait


Tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar á Bíldudal. Jón Kr. Ólafsson’s music museum in Bíldudalur, in the West Fjords. Egill Aðalsteinsson

Portrett/Portrait 137


Ásgeir Trausti Einarsson tónlistarmaður. Ásgeir Trausti Einarsson, musician. Valgarður Gíslason

138 Portrett/Portrait


Kári Stefánsson forstjóri Decode á skrifstofu sinni eftir að hafa selt fyrirtækið til bandarísks stórfyrirtækis. Kári Stefánsson, CEO of DeCode Genetics, in his office after selling his company to an American corporation. Kjartan Þorbjörnsson

Portrett/Portrait 139


MYNDRAÐIR ÁRSINS 2012

PHOTO STORIES OF THE YEAR


Ofurhetjan Hilmar Snær Örvarsson greindist átta ára gamall með beinkrabbamein í lærlegg. Fjarlægja þurfti stóran hluta leggsins. Nú þremur árum seinna lifir hann eins eðlilegu lífi og hann mögulega getur. Er á kafi í íþróttum. Æfir skíði, golf og körfubolta. At the age of eight, superhero Hilmar Snær Örvarsson was diagnosed with bone cancer in his thighbone. A large portion of the bone had to be removed. Now, three years later, he lives as normal a life as possible. He is immersed in sports, skis, plays golf and plays basketball. Kjartan Þorbjörnsson

MYNDRÖÐ ÁRSINS PHOTO STORY OF THE YEAR 142


143


144


145


146 Myndraรฐir/Photo Stories


147


Fyrsta mánudagskvöld í hverjum mánuði leggur Blúsfélag Reykjavíkur Café Rósenberg undir sig. Hljómsveit desembermánaðar var Tregasveitin sem fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári. The first Monday evening of each month, the Reykjavík Blues Society takes over Café Rósenberg in Reykjavík. December’s band of the month was Tregasveitin, which celebrates its 25th anniversary next year. Kristinn Ingvarsson

Pétur Tyrfingsson, gítarleikari og söngvari. Pétur Tyrfingsson, guitarist and singer.

148 Myndraðir/Photo Stories


Guðmundur Pétursson, gítarleikari og sonur Péturs. Guðmundur Pétursson, guitarist and Pétur’s son.

Myndraðir/Photo Stories 149


Jรณn Borgar Loftsson slรฆr taktinn. Jรณn Borgar Loftsson on percussion.

150 Myndraรฐir/Photo Stories


Sigurður Guðmundsson hammond-orgelleikari gekk til liðs við sveitina fyrr á þessu ári. Sigurður Guðmundsson, who plays the Hammond organ, joined the band earlier this year.

Myndraðir/Photo Stories 151


Tregabandið segir góðan anda ríkja á Café Rósenberg. The band says there is a great atmosphere at Café Rósenberg.

152 Myndraðir/Photo Stories


Sigurður Sigurðsson munnhörpuleikari og Stefán Ingólfsson bassaleikari lifa sig inn í tregann. Sigurður Sigurðsson, on harmonica, and Stefán Ingólfsson, on bass, getting into the groove.

Myndraðir/Photo Stories 153


LJÓSMYNDARAR PHOTOGRAPHERS Anton Brink Hansen 15-16, 29, 116 Árni Torfason 60-61, 80-81 Bragi Þór Jósefsson 94 Eggert Jóhannesson 18-19, 33, 58-59, 74-75, 90, 94-95, 105, 107 Egill Aðalsteinsson 76-77, 79, 110, 137 Ernir Eyjólfsson 56, 107, 117 Eva Björk Ægisdóttir 48, 50-53 Eyþór Árnason 12-13, 33, 36, 56, 78, 95-96, 111, 118-119, 120, 122, 136 Gunnar V. Andrésson 72-73, 99-100 Haraldur Guðjónsson 32, 91 Haraldur Jónasson 100, 115, 121, 123-125, 127, 132 Ingólfur Júlíusson 16 Júlíus Sigurjónsson 20 Kjartan Þorbjörnsson 9, 21, 24, 30, 42-43, 45, 47, 49-51, 82, 97, 128, 139, 142-147 Kristinn Ingvarsson 26-27, 48, 101, 129, 131, 134-135, 148-153

MYNDIR ÁRSINS 2012 er gefin út í tilefni af árlegri ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands. www.pressphoto.is

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2012 is published to accompany the annual photo exhibition of the Icelandic Press Photographers Association. Dómnefnd / Jury: Þorkell Þorkelsson, formaður (chairman) Haraldur Hannes Guðmundsson Karl Petersson Dagur Gunnarsson Bjarni Eiríksson Hörður Sveinsson Gísli Egill Hrafnsson

154

Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands / Board of directors: Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður (chairman) Eyþór Árnason, sýningarstjóri (director of exhibition) Vilhelm Gunnarsson Anton Brink Hansen Haraldur Guðjónsson Þorkell Þorkelsson

Kristinn Magnússon 25, 65, 66-67, 130 Magnús Hlynur Hreiðarsson 103 Ómar Óskarsson 29, 32, 88-89 Pjetur Sigurðsson 36 Rakel Ósk Sigurðardóttir 68, 102, 132 Sigtryggur Ari Jóhannsson 22-23, 28, 69, 85 Skapti Hallgrímsson 38-39 Stefán Karlsson 46, 52 Valgarður Gíslason 17, 31, 37, 44, 55, 98, 104, 138 Vilhelm Gunnarsson 34-35, 54, 57, 83-84, 106, 133


MYNDIR ÁRSINS 2012 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

UMHVERFISMYND ÁRSINS/LANDSCAPE PHOTOGRAPH OF THE YEAR Reykjavíkurhöfn, Norðurgarður. Sjór gengur yfir garðinn. Í baksýn er Harpa – dýrasta hús landsins – í skjóli af góðum gömlum garði. Sea crashing over a wall at Reykjavík Harbour. In the background is the Harpa Concert Hall, Iceland’s most expensive building, protected by an old sea wall. Gunnar V. Andrésson

ISBN 978-9935-448-18-7

9 789935 448187

Myndir ársins 2012  

Bestu blaða- og fréttaljósmyndir ársins 2013.

Myndir ársins 2012  

Bestu blaða- og fréttaljósmyndir ársins 2013.