Page 1

MYNDIR ÁRSINS 2016 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

MYND ÁRSINS/PHOTOGRAPH OF THE YEAR Morteza Songolzadeh frá Íran þurfti að flýja heimaland sitt eftir að hann tók upp kristna trú. Hann kom til Íslands í ágúst 2015. Ári seinna fékk hann þeir fréttir að það ætti að flytja hann úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, stendur fyrir bænastund í Laugarneskirkju í hverri viku. The Iranian Morteza Songolzadeh was forced to flee his homeland after he converted to Christianity. He arrived in Iceland in August 2015. However, the following year he learned that he was facing deportation based on the Dublin Regulation. Each week, Toshiki Toma, minister for immigrants in Iceland, leads a moment of prayer in Lauganeskirkja church. Heiða Helgadóttir


MYNDIR ÁRSINS

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


MYNDIR ÁRSINS 2016/PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2016 © Sögur ehf. Inngangur/Introduction © Illugi Jökulsson Ljósmyndir © Ljósmyndarar viðkomandi mynda (skv. myndatexta). Photographs © The photographers of the photos in question (according to caption). Útgáfa bókarinnar er styrkt af Menningarsjóði Blaðamannafélags Íslands. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis handhafa höfundarréttar og útgefanda. This book may not be copied in any form, e.g. photographed, printed, recorded on audio or in other comparable manner in part or in whole, without written consent from the copyright holder and the publisher. Bókarhönnun, umbrot og kápa: Árni Torfason Design, layout and cover: Árni Torfason

Ljósmynd á forsíðu/Photograph on frontpage: Heiða Helgadóttir Ljósmynd á baksíðu/Photograph on backpage: Kristinn Magnússon Ensk þýðing/English translation: Kjartan Ingvarsson Prentun/Printing: Prentmiðlun / Lettland ISSN 1670-5653 ISBN 978-9935-479-64-8


MYNDIR ÁRSINS

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


MYNDIR ÁRSINS

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

Formáli Með breyttri tækni og breyttri fjölmiðlun mætti ætla að gildi hefðbundinna fréttaljósmynda færi minnkandi. Við sem komin erum á miðjan aldur erum vön að líta á fréttaljósmyndir sem stórar eða að minnsta kosti allstórar prentaðar myndir í blöðum og tímaritum, myndir sem við getum haft fyrir framan okkur svo lengi sem við kjósum, lagt blaðið á borðið og slétt úr því, velt vöngum og skoðað smáatriðin nánar, síðan flett yfir á næstu síðu eða lagt frá okkur blaðið, snúið svo aftur til þess síðar þegar minningin um myndefnið vill ekki dofna í huganum og við þurfum að skoða myndina aftur og fullvissa okkur um hvað það var sem heillaði okkur eða hreif, skelfdi okkur, skemmti okkur, knúði okkur til umhugsunar.

Nú þegar lestur á prentuðum blöðum og tímaritum hefur dregist stórlega saman, og ekki útlit fyrir annað en sú þróun haldi áfram, gætum við sem sé hneigst til að halda að gildi fréttaljósmyndarans hljóti að minnka sem því nemur. En það er eitthvað annað.

Þótt okkur kunni vissulega að þykja að öflugar fréttamyndir njóti sín ennþá best vel og skýrt prentaðar á góðum pappír og í stóru formi sýna myndirnar sem hér birtast að gildi fréttamynda getur verið alveg jafn mikið í tölvum og farsímum. Fæstir Íslendingar hafa séð á prenti þær gríðarlega öflugu myndir sem Heiða Helgadóttir tók af þeim atburðum sem urðu þegar vísa átti Írananum Morteza Songolzadeh úr landi. Flestir hafa virt þær fyrir sér einmitt í tölvum og farsímum. Eigi að síður er kraftur þeirra slíkur og þær hafa brennt sig svo inn í vitund þeirra sem um hafa fjallað að myndirnar gleymast seint, þær eru í hópi þeirra myndaraða sem dómnefnd Félags fréttaljósmyndara hefur valið bestar frá árinu 2016. Og ein þeirra er valin fréttaljósmynd ársins.

Það er tímanna tákn að önnur mynd Heiðu af mjög svipuðu tilefni skuli einnig vera í hópi þeirra fréttamynda sem öflugastar þóttu. Það er myndin á blaðsíðum 12-13 þar sem tveir aðrir Íranar eru fjarlægðir úr Laugarneskirkju.

Auk hinnar dramatísku spennu sem augljós er í myndinni milli hælisleitendanna og stuðningsmanna þeirra annars vegar og lögreglumannanna hins vegar er annað merkilegt atriði í þeirri mynd: Áhorfendurnir með farsíma sína að taka myndir og skrá með því atburðinn. Myndataka almennings og áhugamanna með farsímum sínum og öðrum svipuðum græjum hefur þegar veitt okkur nýja og betri sýn á heiminn og alla þá dramatísku atburði sem verða á hverjum degi, en eins og fréttamyndin sýnir í þessu tilfelli eru það nú samt þjálfaðir, reyndir og menntaðir fréttaljósmyndarar sem best eru til þess fallnir að fanga þau augnablik sem skilgreina og staðsetja þann nútíma sem við lifum í.

Og eins og myndirnar í þessari bók sýna er sá nútími fjölbreyttur, og kannski margbreytilegri og flóknari en nokkru sinni fyrr. Við horfum upp á sorglega dramatík eins og í fyrrnefndum myndum af flóttafólki sem vísa á út á guð og gaddinn, þótt vinnuafl skorti á Íslandi, en myndir fréttaljósmyndara geta líka sýnt okkur mikla fegurð, íhygli og visku – sem ekki síst birtist í portrettmyndunum, auk þess sem náttúrumyndirnar hljóta að fylla okkur gleði yfir tign og dýpt umheimsins sem við lifum í og berum ábyrgð á. Þótt tæknin breytist og við fáum kannski sjaldnar en áður að njóta úrvalsmynda fréttaljósmyndaranna í stóru dagblaðsformi, og þótt net og Facebook og Instagram og aðrir samskiptamiðlar fyllist af augnabliksmyndum almennings, verður stétt fréttaljósmyndara lengi enn best til þess fallin að sýna okkur veröldina – og okkur sjálf – eins og við erum í raun og veru. Stundum erum við skelfileg eins og í myndunum af flóttamönnunum sem vísað er úr landi af óþarfa hörku og strangleika, stundum erum við full af visku eins og skín út úr myndinni af Sigurði Pálssyni skáldi á bls. 101, stundum erum við samhent og sigurglöð eins og á ýmsum íþróttamyndunum í þessari bók – ekki síst frá fótboltamótinu fræga í Frakklandi – og stundum erum við þreytt og búin að vera, eins og á magnaðri mynd Rutar Sigurðardóttur af tám ballettstúlkna á bls. 52-53. En höldum samt alltaf áfram.

Illugi Jökulsson

6


Forewords One would assume that the changing landscape of technology and media would reduce the significance of press photography. Those of us who have reached middle age and above are used to seeing news photos as large, or relatively large, images in newspapers and magazines, pictures that linger in front of us for as long as we choose. We flatten the newspaper on the table and inspect the image, look for details, we flip the page and then put the newspaper to the side, return to it later, if the contents of the image refuses to fade from our memories, and we feel compelled to look once more to reawaken that which caught our attention, enthralled us or frightened, filled us with joy, or stirred us to thought.

Now that the popularity of printed newspapers and magazines is radically declining, and there is no indication that this trend will slow down, one is tempted to assume that the significance of press photography is lessening in proportion. However, something is missing from this picture.

Despite our belief that the most fruitful way to present press photographs is to print them clearly in large format on good-quality paper, the photographs found herein show that the value of press photography is as great in computers and smartphones. Few Icelanders have seen in print the extremely powerful images captured by Heiða Helgadóttir of the events leading up to the deportation of Iranian asylum seeker Morteza Songolzadeh. In fact, most of us scrutinized these images on our computers or smartphones.

The force of Helgadóttir’s photographs has left no one unmoved, they are vividly branded on the minds of those who have beheld them; indeed, the images were chosen the best photo stories of 2016 by the jury of the Association of Press Photographers. One of them was chosen news photo of the year.

It is truly a sign of our times that another series of images by Helgadóttir were considered among the best news photographs of the year. These images, on pages 12-13, show two other Iranians being removed by force from Lauganeskirkja church.

Along with the dramatic tension between the asylum seekers and their supporters, on the one hand, and the police, on the other, there is an additional aspect to the image worth considering: The spectators are taking photographs with their smartphones and thereby documenting the proceedings. The public’s documentation of events by means of smartphones and other similar devices has provided new and better insight into the world and all the dramatic events that take place every day. However, these particular photographs prove that it is in fact the experienced and professional press photographer that is best equipped to define and represent our modern times. As the photographs in this book depict, our modern times are chaotic, diverse and complex, and probably more so than ever before. Each day we witness harrowing drama, as in the abovementioned images in which asylum seekers are denied residency and driven out in to the cold, even though workers are needed in the country. Nevertheless, press photographers can also convey beauty, reflection and wisdom – manifested most lucidly in the portrait photographs. No less, the images of Icelandic nature are bound to envelop us with joy in face of the majesty and depth of the surrounding world which is our home and which is our responsibility. Despite the changing scenery of technology and the fact that we less frequently see choice images adorning newspaper pages in large format, and even though Facebook and Instagram and other social media platforms are littered with moments captured by the public, the professional press photographer remains best suited to show us the world – and ourselves – as we really are. Sometimes we behave in horrible ways, as the pictures of the asylum seekers underline, who are thrown out of the country with such unnecessary cold harshness, and sometimes we shine with wisdom, such as emanates from the image of Sigurður Pálsson on page 10. Sometimes we join forces and gather in celebration as some of the sports photographs bring to light – not least during the famous soccer tournament in France – and sometimes we feel exhausted and haggard, like in Rut Sigurðardóttir’s impressive photograph of the ballerinas’ feet, on page 5253. But we always keep going.

Illugi Jökulsson

7


MYND ÁRSINS PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Ljósmyndin miðlar sterkum tilfinningum og andrúmslofti sem sýnir bæði samhug og ótta. Ljósmyndarinn stendur í hópi áhorfenda en nær að fanga augnablikið og vekja okkur um leið til umhugsunar um stöðu fréttaljósmyndarans og ábyrgð hans. Myndin fangar vel stöðuna í íslensku samfélagi árið 2016 og minnir okkur á að við erum ekki einangruð eyja heldur hluti af alþjóðasamfélagi þar sem býr fólk af ólíkum uppruna. Ljósmynd ársins er því alþjóðleg á sama tíma og hún miðlar íslenskum veruleika. The image mediates powerful emotions and an atmosphere which evokes a sense of both solidary and fear. The photographer stands amidst a group of spectators but manages to capture the moment in a way that makes us think about the position of the press photographer and his/ her responsibility. The photo carefully depicts the condition of Icelandic society in 2016 and reminds us that we are not an isolated island but instead we belong to an international community inhabited by people with a great diversity of backgrounds. The photograph of the year therefore has an international character while at the same time mediating Icelandic reality.

Morteza Songolzadeh frá Íran þurfti að flýja heimaland sitt eftir að hann tók upp kristna trú. Hann kom til Íslands í ágúst 2015. Ári seinna fékk hann þeir fréttir að það ætti að flytja hann úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, stendur fyrir bænastund í Laugarneskirkju í hverri viku. The Iranian Morteza Songolzadeh was forced to flee his homeland after he converted to Christianity. He arrived in Iceland in August 2015. However, the following year he learned that he was facing deportation based on the Dublin Regulation. Each week, Toshiki Toma, minister for immigrants in Iceland, leads a moment of prayer in Laugarneskirkja church. Heiða Helgadóttir

9


10


FRÉTTAMYNDIR ÁRSINS 2016

NEWS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

Fréttir/News 11


FRÉTTAMYND ÁRSINS NEWS PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Fréttaljósmynd ársins fjallar um atburð sem hefur alþjóðlega skírskotun og leiðir hugann að heimsmálunum en sýnir á sama tíma hvernig hlutverk hins almenna borgara hefur breyst. Ljósmyndin vekur okkur einnig til umhugsunar um það hvaða áhrif snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa á miðlun frétta í samtímanum og þannig á hlutverk blaðamanna og blaðaljósmyndara. Myndin miðlar kaótísku augnabliki á áhrifaríkan hátt og í henni er mikil hreyfing og spenna. Þrátt fyrir að auga áhorfandans beinist fyrst að drengjum sem verið er að bera niður tröppurnar eru mörg smáatriði í myndinni sem hægt er að dvelja lengi við. Myndbyggingin er einstaklega góð, ljósmyndin faglega unnin og áhrifin því sterk. The news photograph of the year revolves around an event which refers to international affairs but simultaneously emphasizes how the role of the everyday citizen has changed. The image also invites the viewer to consider how smartphones and social media have influenced the way contemporary news is presented and by extension how this development has influenced the role of the journalist and the press photographer. The photograph dramatically frames a chaotic moment filled with movement and tension. Even though the spectators’ eyes are first and foremost trained on the boys as they are thrust down the steps, the image is bursting with interesting details, each of which calls for careful scrutiny. The framing of the photo is particularly impressive, it is meticulously crafted, creating a powerful overall impact as a result.

Tveir ungir hælisleitendur frá Íran voru dregnir út úr Laugarneskirkju í sumar með lögregluvaldi og sendir til Noregs. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur Laugarneskirkju, ákváðu að opna dyr kirkjunnar og veita hælisleitendunum skjól um nóttina. The police remove two young Iranian asylum seekers by force from the premises of Laugarneskirkja church during the summer. They were both deported and sent to Norway. Toshiki Toma, minister for immigrants in Iceland, and Kristín Þórunn Tómasdóttir, the parish priest, had opened the church to the asylum seekers and offered them shelter for the night. Heiða Helgadóttir

13


14


Vigdís Hauksdóttir fylgist með mótmælendum út um glugga Alþingis með undrunarsvip yfir öllum þessum látum.Talið er að 22 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll til að krefjast afsagnar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eftir að upp komst um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris. MP Vigdís Hauksdóttir observes protest from the window of parliament with a puzzled expression. According to estimates, 22 thousand protestors gathered on Austurvöllur outside parliament in order to protest Sigmundur Davíð Gunnlaugsson’s administration, after the Panama Papers had revealed his involvement in the offshore company Wintris. Talið er að 22 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll til að krefjast afsagnar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eftir að upp komst um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris. According to estimates, 22 thousand protestors gathered on Austurvöllur outside parliament in order to protest Sigmundur Davíð Gunnlaugsson’s administration, after the Panama Papers had revealed his involvement with the offshore company Wintris.

Vilhelm Gunnarsson

Vilhelm Gunnarsson

NÆSTA OPNA / NEXT SPREAD Komið nóg! Mótmæli við Austurvöll. Enough is enough! Protest outside parliament. Hörður Sveinsson

15


16


17


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, yfirgefur Bessastaði eftir að hafa beðið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, um þingrofsheimild. Ólafur Ragnar hafnaði bón Sigmundar, sem sagði af sér í kjölfarið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, then prime minister, leaves Bessastaðir after requesting permission from President Ólafur Ragnar Grímsson to dissolve parliament. Grímsson denied the prime minister’s request, who resigned shortly after. Sigtryggur Ari Jóhannsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og kona hans Anna Sigurlaug Pálsdóttir sitja í sætum sínum á meðan flokksmenn Framsóknarflokksins klappa þeim lof í lófa eftir að Sigmundur tapaði í formannsslag við Sigurð Inga Jóhannsson. Members of the Progressive Party applaud Sigmundur Davíð Gunnlaugsson and wife Anna Sigurlaug Pálsdóttir after it became clear that Gunnlaugsson had lost the leadership of the party to Sigurður Ingi Jóhannsson. Anton Brink 18


Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, yfirgefur Bessastaði með stjórnarmyndunarumboð upp á vasann. Þreifingar um myndun ríkisstjórnar báru ekki árangur á árinu 2016. Chairman of the Independence Party, Bjarni Benediktsson, leaves Bessastaðir, home of Iceland’s president, with mandate to form government. However, formal coalition talks failed and the country was still without a working administration at the end of 2016. Sigtryggur Ari Jóhannsson

19


Sjálfsvígsforvarnarsamtökin Pieta Ísland stóðu fyrir vetrarsólstöðugöngu í minningu þeirra sem hafa svipt sig lífi. Farin var blysför að vitanum við Skarfagarð þar sem aðstandendur rituðu nöfn ástvina sinna á vegg vitans. The suicide crisis center Pieta Iceland organized a winter solstice walk in remembrance of those who have taken their own life. Participants carried flares to the lighthouse by Skarfagarður and names of loved ones were scribbled on the walls of the lighthouse. Egill Aðalsteinsson

20


Stórbruni varð við Grettisgötu og mikið tjón. A fire ravaged a house by Grettisgata in Reykjavík causing considerable damage. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

21


Átök og ágreiningur við Menningarsetur múslima. Scuffles outside the Islamic Cultural Center of Iceland. Stefán Karlsson

22


Albönsk fjölskylda sem sótti um hæli á Íslandi fékk að snúa aftur hingað eftir að hafa verið vísað úr landi nokkru áður. An Albanian family which had applied for asylum in Iceland was allowed to return back to the country following deportation a few years prior. Ernir Eyjólfsson

23


Birnan liggur næstum friðsæl í fiskikari í bílakjallara Náttúrufræðistofnunar og bíður eftir sýnatöku og uppstoppun. The polar bear seems almost peaceful tucked in the container in the parking lot of the Icelandic Institute of Natural History, awaiting further examinations and eventually the taxidermist. Hanna Andrésdóttir

24


Fjöldi fólks leggur leið sína til Íslands í þeim tilgangi að sjá norðurljós. Þessir ferðamenn voru svo heppnir að berja þau augum. Many people travel to Iceland to witness the aurora borealis. These tourists were fortunate enough to catch the northern lights in their prime. Ernir Eyjólfsson

25


Panama-mรณtmรฆlendur flagga reiรฐi sinni. Protestors air outrage following the release of the Panama Papers. Pรกll Stefรกnsson

26


Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í viðtali. Katrín Jakobsdóttir, chairwoman of the Left-Green movement, being interviewed. Stefán Karlsson

27


Forsetaframbjóðendur. Candidates for the presidency. Stefán Karlsson

28


Fjöldi fólks gerði sér ferð heim til nýkjörins forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, og konu hans, Elizu Reid, sem fögnuðu fólkinu af svölum heimilis síns. A great number of people visited the home of newly elected president of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, and his wife, Eliza Reid, who welcomed their guests from the balcony of their home. Anton Brink

29


ÍÞRÓTTAMYNDIR ÁRSINS 2016

SPORT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


ÍÞRÓTTAMYND ÁRSINS SPORT PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Ljósmyndarinn fangar hér augnablik þar sem leikmenn íslenska landsliðsins deila einlægri gleði sinni með áhorfendum og íslensku þjóðinni. Myndin er skemmtilega uppbyggð og sjónarhorn ljósmyndarans beinir athyglinni að sambandi leikmanna við aðdáendur sína; bæði þá sem standa fyrir framan leikmennina í stúkunni og þá sem verða að treysta á fjölmiðla til að geta tekið þátt í gleðinni. The photographer here captures a moment in which members of the Icelandic national team share their deeply sincere joy with the public and the Icelandic nation as a whole. The image is cleverly structured and the photographer’s perspective casts attention towards the relationship between the athletes and their fans; both the ones that populate the seats around the field and the ones that are forced to rely on the media in order to share the moment.

Leikmennirnir tryllast eftir 2-1-sigur á Englandi í sextán liða úrslitum á EM. Players erupt into joyful cheering after a 2-1 victory over England during the round of 16 at Euro 2016. Vilhelm Gunnarsson

33


Hannes Halldórsson markvörður fagnar innilega 2-1-sigri gegn Austurríki og sæti í 16 liða úrslitum. Goalkeeper Hannes Halldórsson celebrates 2-1 victory over Austria and the team’s place in the round of 16. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var frábær í ár og fagnar hér einu af mörkum Íslands í æfingaleik gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, captain of the Icelandic team, excelled this year and here he celebrates one of Iceland’s many goals, this one during a practice game against Liechtenstein. Eva Björk Ægisdóttir

Vilhelm Gunnarsson


Um tíu þúsund Íslendingar voru á hverjum hinna fimm leikja Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Bæði íslenska liðið og áhorfendur ekki síður vöktu gríðarlega athygli. Around ten-thousand Icelanders gathered to watch each of the five games that the Icelandic national team played at Euro 2016. The Icelandic team and no less the Icelandic fans attracted incredible attention. Vilhelm Gunnarsson

Aron Einar Gunnarsson fagnar gríðarlega í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði sent enska landsliðið heim af Evrópumótinu í Frakklandi. Team captain Aron Einar Gunnarsson ecstatically celebrates when Iceland’s victory over the English team was announced, sending England packing. Vilhelm Gunnarsson


Ævintýrið úti. Liðið eftir tap gegn gestgjöfum Frakka í París í átta liða úrslitum. The adventure comes to an end. The Icelandic team loses to the French hosts in Paris in the quarterfinals. Vilhelm Gunnarsson

36


Víkingaklappið ógurlega vakti mikla athygli á stuðningsmönnum liðsins, en um 10 þúsund fylgdu liðinu á hvern hinna fimm leikja þess í Frakklandi. The thunderous Viking clap garnered vast attention for Icelandic fans. Around tenthousand fans gathered for each five games played by the Icelandic team in France. Vilhelm Gunnarsson

Aron Einar Gunnarsson tekur fjölskyldumynd eftir tap gegn Frökkum. Aron Einar Gunnarsson takes a family photo following his team’s defeat against France. Vilhelm Gunnarsson 37


Snæfell fór á kostum í körfubolta í úrslitakeppninni í ár og vann verðskuldaðan sigur. Hér fagna leikmenn og þjálfarar vel og innilega inni í klefa eftir leik. Basketball team Snæfell excelled in the finals this year and won a well-deserved victory. Here the players and coaches triumphantly celebrate in the locker room. Eva Björk Ægisdóttir

38


Breiðablik fagnar bikarmeistaratitlinum í fótbolta eftir 3-1-sigur á ÍBV. Soccer team Breiðablik celebrates victory in the Icelandic Women’s Cup following a 3-1 victory over ÍBV. Hanna Andrésdóttir Íslandsmeistarar Stjörnunnar í fótbolta fagna marki í leik gegn FH. Icelandic champions Stjarnan celebrate a goal during a game against FH. Eva Björk Ægisdóttir

39


Kraftlyftingar á Reykjavíkurleikunum. Powerlifting at the Reykjavík International Games. Styrmir Kári

40


Irina Sazonova flýgur á milli sláa í tvíslárkeppni á Norðurlandamótinu í fimleikum. Irina Sazonova soars between the parallel bars during the Nordic Championships. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

41


Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta stóð sig frábærlega vel á árinu og tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Hollandi í sumar. Hér fagnar Guðni Th. Jóhannesson forseti vel og innilega með liðinu. The Icelandic women’s national soccer team had a great year and managed to ensure a place in the 2017 UEFA Women’s Euro held in the Netherlands. President Guðni Th. Jóhannesson cheerily celebrates the team’s effort. Eva Björk Ægisdóttir

42


Eygló Ósk Gústafsdóttir var nálægt sínum besta tíma þegar hún varð tólfta í undanrásum í 200 m baksundi og tryggði sér sæti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Eygló Ósk Gústafsdóttir was close to her best time when she landed in 12th place in 200m backstroke, thereby qualifying for the semifinals of the Summer Olympics in Rio. Anton Brink

NÆSTA OPNA / NEXT SPREAD Keppandi í kúluvarpi kvenna á stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum gerir sig klára í að kasta kúlunni. A shot put competitor prepares to throw the ball at a track and field competition held by the Breiðholt Sports Association. Anton Brink

43


44


45


Skylmingar á Ólympíuleikunum í Ríó. Fencing during the 2016 Summer Olympics in Rio. Anton Brink

46


Usain Bolt kom, sá og sigraði þegar hann hljóp til sigurs í 100 m hlaupi á sínum þriðju Ólympíuleikum. Usain Bolt dashed to glorious victory, winning the third Olympic gold in the 100m final. Anton Brink

NÆSTA OPNA / NEXT SPREAD Lokaundirbúningur íslensku landsliðanna í hópfimleikum fór fram í Gerplu með sýningu allra liðanna. Final preparations of the Icelandic teams before a competition in group gymnastics, held at the Gerpla gymnastics center. Eyþór Árnason

47


48


49


TÍMARITAMYNDIR ÁRSINS 2016

MAGAZINE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Tímaritsmynd ársins sýnir líf ballettdansara í óvenjulegu ljósi sem stangast á við þá fögru og tignarlegu mynd sem vanalega er dregin upp af dönsurum. Sárir og aumir fætur eru hluti af lífi dansarans og í tímaritsmynd ársins birtist okkur sá kaldi raunveruleiki. Þetta er óvenjuleg tímaritsmynd en á sama tíma einstaklega áhugaverð og nýtir vel þá frásagnarmöguleika sem miðillinn býr yfir.

Magazine photograph of the year sheds peculiar light on the life of ballerinas in a manner that contradicts the idea of beauty and elegance that is commonly associated with these professional dancers. Sore and calloused feet are part and parcel of the ballerina’s existence and the magazine photograph of the year highlights this harsh reality. The image is not the typical magazine photo but remains particularly intriguing and manages to successfully utilize the narrative potentials contained in the form.

Balletttær. Ballerina feet. Rut Sigurðardóttir

TÍMARITSMYND ÁRSINS MAGAZINE PHOTOGRAPH OF THE YEAR 52


53


Förðunarþáttur. Makeup showcase. Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hugmynd að förðun fyrir verðandi brúði. „Less is More.“ Makeup ideas for the bride-to-be. Less is more. Aldís Pálsdóttir

55


Uppástungur um hvernig hægt sé að matreiða grænkál. Ideas for how to prepare and cook kale. Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

56


Egg & beikon. Bacon and eggs. Aldís Pálsdóttir

57


Fyrstu opinberu myndir sem teknar voru af frú Elísu í hlutverki sínu sem forsetafrú. Myndir teknar fyrir Nýtt Líf. The first official photographs of Eliza Reid in her role as first lady. The images were taken for the magazine Nýtt Líf. Aldís Pálsdóttir

58


59


Brúðarmyndaþáttur. Wedding showcase. Aldís Pálsdóttir

60


Sylvía Erla Melsted söngkona. Sylvía Erla Melsted, singer. Heiða Helgadóttir

61


62


Aníta Briem leikkona. Aníta Briem, actress. Heiða Helgadóttir

63


UMHVERFISMYNDIR ÁRSINS 2016

LANDSCAPE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


UMHVERFISMYND ÁRSINS LANDSCAPE PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Umhverfismynd ársins er af Esjunni. Ljósmyndin sýnir okkur hið gamalkunna í óvenjulegu ljósi og minnir okkur um leið á að íslensk náttúra er ekki aðeins fögur heldur jafnframt kraftmikil og óútreiknanleg. Ljósmyndin fangar veðrabrigði á íslenskum vetrardegi og minnir okkur á að náttúran er stærri og kraftmeiri en við sjálf. Þannig hvetur myndin okkur til að umgangast náttúruna af virðingu og ákveðinni undirgefni. Hún fær okkur til að horfa á náttúruna á nýjan hátt og sjá meira. The landscape photograph of the year is of Esjan mountain. The photographer makes the familiar unfamiliar and so reminds us that Icelandic nature is not just beautiful but also dynamic and unpredictable. The image portrays the shifting clouds on an Icelandic winters day, a stark reminder that nature is a much vaster and more powerful force than we are. There is a sense in which the photograph encourages us to look deeper; to view nature with a fresh pair of eyes.

Esjan í vetrarskrúða. Esjan mountain clad in winter. Vilhelm Gunnarsson

67


68


Tröppur/Kerlingarfjöll. Tröppur/Kerlingarfjöll. Páll Stefánsson

Vetur í Grímsnesi. Winter in Grímsnes. Vilhelm Gunnarsson

69


Hafnarfjall. Hafnarfjall mountain. Heiรฐa Helgadรณttir

70


Í Borgarfirði. In Borgarfjörður fjord. Heiða Helgadóttir

71


Hofsjรถkull. Hofsjรถkull glacier. Pรกll Stefรกnsson

72


Austurland/Bakkafjörður. Austurland/Bakkafjörður. Páll Stefánsson

73


Langjรถkull. Langjรถkull glacier. Pรกll Stefรกnsson

74


Eyjafjöll/Holtsós. Eyjafjöll/Holtsós. Páll Stefánsson

75


DAGLEGT LÍF 2016

DAILY LIFE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


DAGLEGT LÍF MYND ÁRSINS DAILY LIFE PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Á ljósmyndinni sjáum við karlmann mæla unga konu sem er þátttakandi í fitness-keppni. Ljósmyndin vekur fjölda spurninga um það hverjir það séu sem hafa vald yfir líkama annarra og hvernig við leitumst við að ná fullkomnu valdi á eigin líkama. Í íslensku samfélagi undirgangast konur alls kyns mælingar á líkama sínum og nota niðurstöðurnar til að leggja mat á árangur sinn. Þrátt fyrir að ljósmyndarinn sé gagnrýninn í nálgun sinni sýnir hann viðfangsefninu virðingu og beitir ljósinu á ofurnæman hátt til þess að draga athyglina ekki að líkama konunnar eingöngu heldur því stóra samhengi sem keppni af þessum toga er hluti af.

The photograph shows a man measuring a young woman in preparation for a fitness contest. The image invokes a number of questions regarding who holds the power of others’ bodies and the ways in which we seek to assume control over our own bodies. Icelandic women are subject to numerous measurements in relation to their bodies and use the findings to assess their successes in life. Despite the photographer’s critical approach, the subject matter is respectfully treated where the lighting is carefully orchestrated to not only cast attention to the woman’s body but also to the wider context in which such contests take place.

Ingibjörg Sölvadóttir, 28 ára rennismiður, tók þátt í módelfitness í fyrsta skipti, hún undirgekkst harðar æfingar, strangt mataræði og einangrun til að stíga á svið einn dag. Fyrir keppnina eru keppendur mældir og vigtaðir og keppnisfötin tekin út svo allt sé í samræmi við reglur. Ingibjörg Sölvadóttir, 28-year-old carpenter, participated for the first time in the Iceland Fitness posing competition. She followed a strict diet, rough training routine and kept herself in isolation in order to one day make it to the stage. Before the competition, participants are measured and weighed and outfits are tailored so that all aspects are in accordance with competition regulations. Heiða Helgadóttir

79


80


Aðalsteinn Aðalsteinsson og Sigríður Sigurðardóttir, fyrrverandi bændur á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, njóta efri áranna á Ullartanga 3 í Fellabæ. Aðalsteinn Aðalsteinsson and Sigríður Sigurðardóttir, former farmers at the farm Vaðbrekka in Hrafnkelsdalur valley, enjoy their retirement life in the small village of Fellabær. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Fjölmenni í heita pottinum í Nauthólsvík. People crowd the hot pot at Nauthólsvík beach. Styrmir Kári

81


Á Flúðum 9. september var verið að uppskera hluta af 75 tonna hvítkálsframleiðslu hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar. A part of the crop is harvested on 9 September at a vegetable farm in Flúðir, which yielded a total of 75 tons of cabbage. Egill Aðalsteinsson

Fólk skemmti sér á skíðum í Bláfjöllum í byrjun ársins. A number of people enjoyed skiing on the slopes of Bláfjöll ski resort. 82

Styrmir Kári


83


Við skrifstofustörf. Busy day at the office. Kristinn Magnússon

Ungur viðskiptavinur á Kaffifélaginu. A young costumer in the coffee shop Kaffifélagið. Styrmir Kári

84


Vísindamenn við líffræðirannsóknir í Mývatnssveit kippa sér mismikið upp við mývarginn. Scientists engage in field research close to Mývatn lake and they seem differently affected by the midge swarm. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

85


Ella María Georgsdóttir. Ella María Georgsdóttir. Rut Sigurðardóttir Stelpur að skemmta sér á Secret Solstice. A few girls have fun at the Secret Solstice music festival. Hákon Davíð Björnsson

86


„Guði sé lof fyrir sjúkraflugið og lækninn sem sendi mig frá Egilsstöðum til Reykjavíkur þrátt fyrir að þetta liti ekki alvarlega út í fyrstu. Ef fylgjan hefði losnað alveg áður en ég komst á skurðstofu er hætta á að mér hefði blætt út og við bæði dáið,“ segir Dagmar Ýr. “Thank god for the air ambulance and the doctor who sent me from Egilsstaðir to Reykjavík, even though things didn’t appear serious in the beginning. If the placenta would have come loose before I made it to the hospital I could have bled to death,” mother Dagmar Ýr says. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

87


Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var ekki talið líklegt til stórafreka á EM í Frakklandi enda hafði svona fámenn þjóð aldrei komist í úrslit á stórmóti í knattspyrnu karla. Liðið komst þó alla leið í átta liða úrslitin. Leikmenn slaka á á hóteli sínu fyrir fyrsta leikinn, sem var 1-1-jafntefli gegn Portúgal. Few expected that the Icelandic national team would go far at the Euro 2016 in France, especially given the fact that such a small nation had never before entered the finals of a major men’s soccer tournament. However, the Icelandic team made it all the way to the finals. The players relax at their hotel before the first match, a 1-1 tie against Portugal. Vilhelm Gunnarsson

88


Í Hljómskálagarðinum. In Hljómskálagarður public park. Eggert Jóhannesson

89


Kona í þorpinu Augpilagtoq á Grænlandi. A woman in the village of Augpilagtoq in Greenland. Eggert Jóhannesson

90


Veisla í Víetnam. Enjoying life in Vietnam. Ásdís Ásgeirsdóttir

91


Erlendir ferðamenn bíða með óþreyju eftir að röðin komi að þeim að kafa ofan í Silfru á Þingvöllum. Tourists impatiently wait their turn to dive into Silfra at Þingvellir National Park. Ómar Óskarsson

92


Kínversk fjölskylda við öllu búin í úðanum og rigningunni við Gullfoss. A Chinese family is well-prepared for the rain at Gullfoss waterfall. Ómar Óskarsson

93


PORTRETTMYNDIR ÁRSINS 2016

PORTRAIT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Portrett ársins sýnir einn valdamesta mann landsins á mjög næman og tilfinningaríkan hátt. Ljósmyndarinn beitir birtunni markvisst til að draga fram viðkvæmni í andlitsdráttum og leggur þannig áherslu á að Guðni Th. Jóhannesson er ekki aðeins forseti landsins heldur einnig einstaklingur sem á sér líf utan embættisins. Ljósmyndarinn sækir hér augljóslega í arfleifð Jóns Kaldals hvað varðar mynduppbyggingu en gerir það á áhugaverðan og skapandi hátt og tekst þannig að gera ljósmyndina tímalausa og klassíska. Ljósmyndin af Guðna Th. Jóhannessyni hefur alla burði til að verða íkonísk mynd af forseta Íslands árið 2016; forseta sem sækir í hefðina en horfir jafnframt fram á við.

The portrait photograph of the year presents one of Iceland’s most powerful men in a particularly intimate and expressive way. The photographer consistently applies lighting in order to extract emotional nuances of the facial features and in that way underscore that Guðni Th. Jóhannesson is not solely Iceland’s president but he is also an individual who leads a private life beyond the office. The photographer is doubtlessly inspired by Jón Kaldal in terms of the framing, which the former executes in an interesting and creative way, and in so doing, manages to create a timeless and classic image. This photograph of Guðni Th. Jóhannesson has everything it takes to become the year’s defining picture of the Icelandic president; a man who brings tradition to bear but who also looks toward the future.

Guðni Th. Jóhannesson áður en hann var kjörinn forseti Íslands. Guðni Th. Jóhannesson before he was elected president of Iceland. Kristinn Magnússon

PORTRETTMYND ÁRSINS PORTRAIT PHOTOGRAPH OF THE YEAR


97


Hjónin Valur og Ilmur vinna saman í Borgarleikhúsinu. Husband and wife Valur and Ilmur are colleagues at Borgarleikhúsið theatre. Kristinn Magnússon

98

Elísabet Jökulsdóttir. Elísabet Jökulsdóttir. Kristinn Magnússon


Már Guðmundsson. Már Guðmundsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

99


Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi. Presidential candidate Sturla Jónsson.

Jóhann G. Jóhannsson leikari. Jóhann G. Jóhannsson, actor.

Kristinn Magnússon

Aldís Pálsdóttir

100


Sigurður Pálsson. Sigurður Pálsson. Kristinn Magnússon


Iðunn. Iðunn. Hörður Sveinsson

Benedikt Erlingsson. Benedikt Erlingsson. 102

Ásdís Ásgeirsdóttir


Hljómsveitin ASDFG. The band ASDFG. Hörður Sveinsson

Salóme Gunnarsdóttir leikkona. Salóme Gunnarsdóttir, actress. Heiða Helgadóttir

103


„Maður á að gera grín að öllum, bæði þeim sem standa nærri manni og þeim sem eru fjarlægari,“ segir Hugleikur Dagsson. “You should make fun of everyone, both friends and foes,” Hugleikur Dagsson says. Sigtryggur Ari Jóhannsson

„Manneskja eins og ég getur ekki alltaf reiknað með að fá stuðning. Ég hoppa alltaf upp eins og óreglulegt hjartalínurit og er óhrædd,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Vigdís ákvað að sækjast ekki eftir áframhaldandi þingmennsku í kosningunum 2016. “A person like me cannot always anticipate support. I always jump up like an irregular ECG and I am fearless,” Vigdís Hauksdóttir says. Hauksdóttir decided not to run for re-election during the 2016 parliamentary elections. Sigtryggur Ari Jóhannsson

104


Yoko Ono. Yoko Ono. Hรถrรฐur Sveinsson

105


Jóhanna Hjaltadóttir, 97 ára, á heimili sínu. Þar er næstum hver einasti hlutur og húsgagn heimagert. 97-year-old Jóhanna Hjaltadóttir in her home. A majority of her belongings and furniture are homemade. Hanna Andrésdóttir

Jaroslav Tomana, ofursti í tékkneska flughernum, er maðurinn sem ber ábyrgð á loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Hann stýrir 66 tékkneskum hermönnum og hefur fimm JAS-39C Gripenþotur til að sinna gæslunni. Jaroslav Tomana, Lieutenant Colonel in the Czech Air Force, is the man responsible for NATO airspace surveillance in Iceland. Tomana commands 66 Czech soldiers and uses five JAS-39C Gripen jets for the air surveillance mission. Anton Brink 106


Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á miðstjórnarfundi. Bjarni Benediktsson, chairman of the Independence Party, during a central committee meeting. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

107


MYNDARAÐIR ÁRSINS 2016

PHOTO STORIES OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Í myndaröðinni segir ljósmyndarinn sögu hælisleitanda af einstöku næmi og frásagnaraðferðin er eftirtektarverð; farið er milli opinberra rýma þar sem ljósmyndarinn fylgist með úr fjarlægð og inn í persónulegt rými þar sem tilfinningalegt umrót mannsins er fangað á varfærinn hátt. Ljóst er að mikið traust hefur skapast milli ljósmyndarans og viðfangsins sem sagan fjallar um og lýsa myndirnar bæði hlýju og skilningi án þess þó að vera of tilfinningasamar. Ljósmyndarinn er nærverandi án þess að vera uppáþrengjandi. Í myndaröð ársins er tekist á við aðkallandi efni í samtímanum og með því að fanga spennuþrungna atburði í lífi einstaklingsins vekur ljósmyndarinn aðkallandi spurningar um stöðu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Ljósmyndaserían hlaut sérstakt lof dómnefndar fyrir að vera vel ritstýrt og fyrir að nýta frásagnarmöguleika ljósmyndarinnar á eftirtektarverðan hátt. The photo story of the year recounts a tale of a refugee with particularly novel precision and the means by which the photographer narrates the story is especially noteworthy; public spaces are traversed where the fluctuating scenes are scrutinized at a distance, which then dives into a personal space, delicately portraying the man’s emotional oscillations. It is clear that trust has been established between the photographer and the subject of his images, which illustrate both warmth and understanding without indulging in sensationalism. The photographer is a constant presence that is though never intrusive. The photo story of the year grapples with a looming modern issue, and by virtue of capturing these tension-filled events in an individual’s life, the photographer raises pertinent questions concerning the position of Iceland within the wider international context. The photo story received particular praise from the jury for its careful editing and its outstanding use of the photograph as a medium to tell stories.

Morteza Songolzadeh frá Íran þurfti að flýja heimaland sitt eftir að hann tók upp kristna trú. Hann kom til Íslands í ágúst 2015. Ári seinna fékk hann þeir fréttir að það ætti að flytja hann úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. The Iranian Morteza Songolzadeh was forced to flee his homeland after he converted to Christianity. He arrived in Iceland in August 2015. However, the following year he learned that he was facing deportation based on the Dublin Regulation. Heiða Helgadóttir

MYNDARÖÐ ÁRSINS PHOTO STORY OF THE YEAR


Morteza kvíðir framtíðinni þar sem hann veit ekki hvað verður um hann ef hann verður sendur til Frakklands þar sem hann á engan að. Hann hefur byggt líf sitt upp hér á Íslandi. Songolzadeh is fearful of the future because he is uncertain what his fate will be if he is sent to France where he has no acquaintances. He has created a life for himself in Iceland.


Morteza stundar íslenskunám á hverjum morgni og hefur gengið vel. Hann hefur verið duglegur að hjálpa til við þýðingar fyrir aðra flóttamenn. Songolzadeh studies Icelandic every morning which has gone well. He has also diligently assisted refugees with translating the language.

112


Toshiki Toma, prestur innflytjenda, stendur fyrir bænastund í Laugarneskirkju í hverri viku. Each week, Toshiki Toma, minister for immigrants in Iceland, leads a moment of prayer in Laugarneskirkja church.

113


Morteza deilir íbúð með fjórum öðrum hælisleitendum. Hér pakkar hann niður eigum sínum fyrir brottflutning. Songolzadeh shares an apartment with four other asylum seekers. Here he packs his bags as he prepares to leave the country.

114


Daginn fyrir brottför fær hann þær fréttir frá lögmanni sínum að brottvísun hafi verið frestað. The day before the scheduled deportation, he receives the news from his lawyer that his deportation has been postponed.

115


Morteza finnur von í hjartanu aftur; kannski hann geti haldið áfram að byggja upp líf sitt á Íslandi þar sem hann hefur búið síðasta árið. Enn hefur hann engin svör fengið um hvort hann fær að vera áfram eða ekki. Songolzadeh’s hope is reignited; perhaps he can continue to build his life in Iceland where he has lived for the past year. There is still no news of whether or not he will be permitted residence in Iceland.

116


117


118


Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti Íslands í sumar. Kosningavaka Guðna fór fram á Grand hóteli á afmælisdegi hans, 26. júní. Guðni Th. Jóhannesson was elected president of Iceland in the summer. Jóhannesson’s election night party was held at Grand Hotel on his birthday, June 26. Heiða Helgadóttir

119


120


121


122


123


124


125


Jónsmessunótt er hlaðin töfrum og dulúð. Hópur fólks skellti sér í svitahof á Jónsmessunni; það söng indíánasöngva, velti sér nakið upp úr dögginni og borðaði góðan mat. Midsummer Night is charged with mystique and magic. A group of people held a sweat lodge ceremony; they chanted, rolled naked in dewcovered grass and ate good food. Heiða Helgadóttir 126


127


128


129


130


131


132


133


LJÓSMYNDARAR PHOTOGRAPHERS Aldís Pálsdóttir 54, 57, 58, 60, 100 Anton Brink 18, 29, 43, 44, 46, 47, 106 Ásdís Ásgeirsdóttir 91, 102 Eggert Jóhannesson 89, 90 Egill Aðalsteinsson 20, 82 Ernir Eyjólfsson 23, 25 Eva Björg Ægisdóttir 34, 38, 39, 42 Eyþór Árnason 48 Golli / Kjartan Þorbjörnsson 21, 41, 85, 99, 107 Hanna Andrésdóttir 24, 39, 106 Hákon Davíð Björnsson 86 Heiða Helgadóttir 9, 13, 61, 62, 70, 71, 79, 103, 110-117, 118-125, 126-133

MYNDIR ÁRSINS 2016 er gefin út í tilefni af árlegri ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands. www.pressphoto.is

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2016 is published to accompany the annual photo exhibition of the Icelandic Press Photographers Association. www.pressphoto.is Dómnefnd/Jury: Åsa Sjöström, yfirdómari (chairman) Bára Kristinsdóttir Brynjar Gauti Sveinsson Sigurður Ólafur Sigurðsson Saga Sigurðardóttir Bragi Þór Jósefsson Sigrún Alba Sigurðardóttir

134

Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands/Board of directors: Eyþór Árnason, formaður (chairman) Ernir Eyjólfsson Heiða Helgadóttir Styrmir Kári Erwinsson Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir 55, 56 Hörður Sveinsson 16, 102, 103, 105 Kristinn Magnússon 84, 97, 98, 100, 101 Ómar Óskarsson 92, 93 Páll Stefánsson 26, 69, 72, 73, 74, 75, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir 81, 87 Rut Sigurðardóttir 52, 86 Sigtryggur Ari Jóhannsson 18, 19, 104 Stefán Karlsson 22, 27, 28 Styrmir Kári 40, 80, 83, 84 Vilhelm Gunnarsson 14, 15, 33, 34, 35, 36, 37, 67, 68, 88


MYNDIR ÁRSINS 2016 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

ISBN 978-9935-479-64-8

PORTRETTMYND ÁRSINS/PORTRAIT PHOTOGRAPH OF THE YEAR Guðni Th. Jóhannesson áður en hann var kjörinn forseti Íslands. Guðni Th. Jóhannesson before he was elected president of Iceland. Kristinn Magnússon

978-9935-479-64-8 9 789935 479648

Myndir ársins 2016  

Bestu blaða- og fréttaljósmyndir ársins 2016.

Myndir ársins 2016  

Bestu blaða- og fréttaljósmyndir ársins 2016.