Myndir ársins 2019

Page 1

MYNDIR ÁRSINS 2019 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

MYND ÁRSINS/PHOTOGRAPH OF THE YEAR Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands á Vatnajökul. Icelandic Glaciological Society’s spring trip to Vatnajökull glacier. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

MYNDIR ÁRSINS 2019

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


MYNDIR ÁRSINS 2019/PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2019 Ljósmyndir © Ljósmyndarar viðkomandi mynda (skv. myndatexta). Photographs © The photographers of the photos in question (according to caption). Útgáfa bókarinnar er styrkt af Menningarsjóði Blaðamannafélags Íslands. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis handhafa höfundarréttar og útgefanda. This book may not be copied in any form, e.g. photographed, printed, recorded on audio or in other comparable manner in part or in whole, without written consent from the copyright holder and the publisher. Bókarhönnun, umbrot og kápa: Árni Torfason Design, layout and cover: Árni Torfason

Ljósmynd á forsíðu/Photograph on frontpage: Heiða Helgadóttir Ljósmynd á baksíðu/Photograph on backpage: Sigtryggur Ari Ensk þýðing/English translation: Kjartan Ingvarsson


MYNDIR ÁRSINS 2019

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


MYNDIR ÁRSINS 2019 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR Mér hlotnaðist sá heiður að fá að taka þátt í dómnefndar­ störfum í samkeppni blaðaljósmyndara á Íslandi. Það var gefandi reynsla fyrir ljósmyndara eins og mig, sem ég lærði mikið af, og á sama tíma held ég að ég hafi einnig komið með áhugavert sjónarhorn.

Það var sérstaklega áhugavert að taka þátt dómnefndar­ störfum í samkeppni sem er haldin í einu landi. Ég var spennt að sjá íslenskar ljósmyndir og kanna hvort þær bæru með sér einhver séríslensk einkenni. Ég var að uppgötva landið sjálft á sama tíma og ljósmyndir þess og úr varð skemmtileg blanda sem var mér sem leiðarljós um hina íslensku veröld ykkar. Sem ljósmyndari veit ég hvað það er mikilvægt að taka þátt í keppnum og ég er meðvituð um þá miklu vinnu sem liggur að baki hverrar ljósmyndar. Jafnvel tíminn sem fer í bara eina myndað fá það aðgengi sem þarf, að öðlast traust viðfangsefnisins, að ná myndinni á rétta augnablikinu og svo fylgir það að velja réttu myndina, eftirvinnsla, vinna við myndatexta, o.s.frv. Sigurvegarinn einn mun sjá að tímanum og vinnunni var vel varið þegar keppninni lýkur. En ég vil beina nokkrum hughreystandi orðum til hinna keppendanna og segja þeim að ekkert er til einskis, þátttaka ykkar er gagnleg, og hvetur ykkur til að pæla í verkefnum ykkar, skipulagningu þeirra og það er gríðarlega mikilvægt veganesti fyrir ykkar feril. Myndirnar sem bárust í keppnina sýna allar brot af íslenskum veruleika, og mynda þannig saman stærri heild. Í dómnefndinni sat góður hópur ljósmyndara og fagfólks sem vinnur með myndir á hverjum degi sem leiddi til þess að fjölbreytt sjónarhorn fengu að koma fram. Okkar var skipt í tvo hópa og ég sem formaður dómnefndar var svo lánsöm að fá að að taka þátt í báðum hópum.

4

Flokkurinn “Fréttir” vafðist mest fyrir mér, sem útlendingi, í ljósi þess að ég hafði ekki fylgst með því sem var að gerast á Íslandi á þessu ári, en verkefnið varð miklu áhugaverðara fyrir vikið. Getur mynd fært okkur einhver algild sannandi? Getur ljósmynd tjáð okkur eitthvað meira en það sem stendur í myndatextanum? “Ein mynd segir meira en þúsund orð” er haft eftir Konfúsíusi.

Það er vel þess virði að gefa sér tíma til að ígrunda þessa staðhæfingu.

Umræður dómnefndar voru bæði áhugaverðar og gefandi. Ég kem frá Miðjarðarhafslandi og í hnotskurn má segja að við elskum rökræður, þannig að ekki fannst mér leiðinlegt að ræða myndirnar og greina með dómnefndinni. Það var virkilega skemmtilegt að meta styrkleika hverrar myndar eða myndaseríu og deila skoðunum með hinum í hópnum. Valið á bestu myndunum var þó erfitt vegna þess að það voru svo margar góðar ljósmyndir sem komu til greina. Dómnefndin leitaðist við að greina merkingu/tilfinningu jafnt sem fegurð, byggingu og styrkleika. Og frá mínum bæjardyrum séð, þá náði sigurvegarinn í ár að sameina boðskap og kraft í mynd sinni. Og öll vitum við hve erfitt það er. Catalina Martin-Chico


I’ve been honored to be part of the jury for the Icelandic Press Photography contest. As a photographer it’s a very rich experience and I learned alot from it, and at the same time, I think I did bring an interesting point of view too.

It was especially interesting to be a part of a jury in a national photo contest and I was excited to see the Icelandic photography and check if there was an Icelandic special ”touch ”. I was discovering the country at the same time as its photography, and it was a delightful mix that helped me dive into your icelandic universe. I know as a photographer how important it is to apply to contests and I’m aware of the work that is behind every application. Even behind a single picture, the amount of effort and work is huge. The time that goes into that image, getting the access needed, building trust with the subject, capturing the image in that exact moment and then comes the edit, post-production, captioning, etc.

At the end of this contest just the winners will think this time and effort was worth it . I’d like to address my thoughts to all the other applicants to tell them that nothing is in vain, this work is useful, it pushes you to think about your work, to organize it and that’s really important to go forward in any photographer’s career. All the applications we had are actually the visual content circulating about Iceland life, so everybody is adding a stone in the building. As far as the jury is concerned, we’ve got a nice panel of photographers and image professionals that each gave their unique visions. We got organized into two groups for the judging process, and as the president I was the lucky one who could be part of both groups.

The “News” category seemed to be the trickiest for me, as a foreigner, ignorant about what had happened in Iceland during the last year, but it made the process much more interesting indeed. What is the universal message that brings an image? Can an image say something beyond the caption? “ said Confucius. A sentence that is worth it to spend some time on.

The debates were interesting and fruitful. Basically, as a mediterranean, I love debating, so it was a pleasure to analyze the pictures together and their message. Evaluating the strengths of the pictures or series of pictures and sharing opinions was absolutely fantastic. Exchanging different points of view is nourishing to all of us in our career as photographers, and people working in the photography field.

Picking the winning images was tough because we had very good work competing. The jury tried to find the information/emotion as well as the beauty, composition and strength of the pictures.

And as far as i’m concerned, this year’s winners did combine the message as well as the strength of the picture. And we all know how difficult this is. Catalina Martin-Chico

5


6

MYND ÁRSINS PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Áhrifarík og táknræn mynd fyrir loftslagsbreytingar af manna völdum. Myndin sýnir hversu smár maðurinn er í samanburði við náttúruna og síbreytilegan jökulinn frá áhugaverðu sjónarhorni. A striking image with strong symbolism regarding manmade climate change. It forms an interesting perspective showing just how small man is compared to nature and the ceaselessly changing glacier.

Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands á Vatnajökul. Icelandic Glaciological Society’s spring trip to Vatnajökull glacier. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

7


8


FRÉTTAMYNDIR ÁRSINS 2019

NEWS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

9


10

FRÉTTAMYND ÁRSINS NEWS PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Myndin fangar það málefni sem hefur einna mest verið í umræðunni á Íslandi og heiminum öllum. Skilaboðin koma skýrt fram í myndinni og sýna að ungt fólk lítur til framtíðar. The image presents an issue that has been widely discussed in Iceland and around the world. The image clearly conveys the message, as young people look toward the future.

Skólafólk hefur mótmælt aðgerðaleysi í loftslagsmálum í hádeginu á föstudögum í meira en ár. Mótmælin eru að fyrirmynd baráttukonunnar ungu Gretu Thunberg. For over a year, school students have gathered on Fridays to protest the inaction of authorities with regard to climate change. The protests are inspired by the young Swedish activist Greta Thunberg. Sigtryggur Ari

11


Ungri konu bjargað úr brennandi húsi í Vesturbergi í Breiðholti. A young woman rescued from a burning house in Breiðholt, Reykjavik. Vilhelm Gunnarsson

12


Barist við eld hjá Sorpu í Álfsnesi. Firefighters battle a fire at the Sorpa recycling centre. Vilhelm Gunnarsson

13


Ragna Árnadóttir, nýr skrifstofustjóri Alþingis, við við þingsetningu í haust. Ragna Árnadóttir, newly appointed Secretary General of Althingi, during the opening session of the Icelandic parliament last autumn. Vilhelm Gunnarsson

14


Hár matarkostnaður á borgarstjórnarfundum olli fjaðrafoki í desember. Borgarfulltrúar snæða hér meðal annars andalæra-confit. The high cost of food and drink at Reykjavik City Council meetings caused a stir in December. Here, members of the City Council feast on duck confit, among other things. Sigtryggur Ari

15


Bandarísk kona mótmælir komu Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. A demonstration against Vice President Mike Pence’s visit to Iceland. Eggert Jóhannesson

16


Hvalur við Eiðsgranda, Seltjarnarnesi. Björgunarsveitin Ársæll við hvalabjörgun. A whale struggles near the shores of Reykjavík. The Search and Rescue team Ársæll came to the rescue. Stefán Karlsson

17


Ákveðið var að fjarlægja alfarið nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal af veggjum Seðlabanka Íslands. Verkin hafa verið sett í geymslu um ókomna tíð eftir að gerð var athugasemd við hina ósæmilegu nekt. Seðlabankinn sýndi þó verkin á opnu húsi þar sem þessi eldri maður virti fyrir sér óforskammaða nektina. A decision was made to remove a nude painting by Gunnlaug Blöndal from the headquarters of the Central Bank. The bank had received complaints about the content and the paintings were subsequently placed in storage. But first, the bank presented the works to the public - where this older man studied the forbidden nudity! Eyþór Árnason

18


Ásgeir Jónsson ræðir við fjölmiðla á fyrsta degi sínum í starfi seðlabankastjóra. Ásgeir Jónsson meets the press during his first day in office as the new Governor of the Central Bank. Eyþór Árnason

19


Björgunarsveitarmaður leitar að Páli Mar Guðjónssyni sem féll í Ölfusá. Páll er enn ófundinn. A member of a rescue team searches for Páll Mar Guðjónsson, who had fallen into Ölfusá river. Guðjónsson is still missing. Eyþór Árnason

20


Flugslys á Skálafelli. Flugvél brotlenti á toppi Skálafells. Rannsakendur reyna, með leikrænum hætti, að átta sig á hvað gerðist. An airplane crashed into the top of Skálfell mountain. Researchers try to reconstruct what happened in the crash, in a somewhat theatrical manner. Haraldur Jónasson

21


Unnið að þrifum og lagfæringum eftir bruna í bílakjallara á Sléttuvegi 7 í Fossvogi. Cleaning and repairs were needed after a fire broke out in a parking garage in Reykjavik. Ernir Eyjólfsson

22


Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Pence, varaforseti Bandaríkjanna, þagga niður í forvitnum blaðamönnum og ljúka blaðamannafundi sem haldinn var á Keflavíkurflugvelli. Prime Minister Katrín Jakobsdóttir and US Vice President Mike Pence attempt to silence curious reporters toward the end of a press conference held at Keflavík Airport. Haraldur Jónasson

23


Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, lét Má Guðmundsson seðlabankastjóra heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi. Már kom fyrir nefndina þar sem Samherjamálið svokallaða og vinnubrögð Seðlabankans í málinu voru til umfjöllunar. Að loknum fundinum, frammi á gangi á nefndasviði Alþingis, beindi Baldvin orðum sínum að Má þegar seðlabankastjóri ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má: „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má að loknum fundinum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstrigrænna, þurfti að ganga á milli manna og sagði að svona ætti fólk ekki að haga sér á göngum Alþingis. Baldvin Þorsteinsson, son of Þorsteinn Már Baldvinsson, CEO of the fishing company Samherji, scolded Governor of the Central Bank of Iceland, Már Guðmundsson, following an open meeting with Althing’s Constitutional and Supervisory Committee. Guðmundsson was called to the committee to discuss a corruption scandal surrounding Samherji, as well as the Central Bank’s role in the affair. After the meeting ended, Þorsteinsson confronted Guðmundsson in the hallway of parliament, as the latter initiated a conversation with Þorsteinsson’s father, and said: “Have some decency and get the hell out of here.” Kolbeinn Óttarsson Proppé, MP for the Left-Green Movement, was forced to intervene and separate the pair, adding that this kind of conduct was unacceptable inside the walls of parliament. Anton Brink

24


Alþingi var enn að vinna úr málum sem lúta að tali þingmanna á Klaustri bar í lok nóvember þegar Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson birtust skyndilega aftur við þingstörf. Mennta- og menningarmálaráðherra sýndi svo ekki varð um villst að hún var ekki par ánægð með Gunnar Braga þegar hann sat í þingsal við upphaf þingfundar. Eftir stutt eintal hennar yfir Gunnari Braga gekk hún úr salnum. Bergþór Ólason and Gunnar Bragi Sveinsson, two MPs connected with the Klaustur scandal, which involved a leaked recording of MPs making inappropriate comments about their colleagues, returned to Althingi while parliament was still investigating the case. Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Education, Science and Culture, and who had been targeted in the Klaustur recordings, made no effort to conceal her disapproval of Sveinsson’s return. Alfreðsdóttir stormed out of parliament after she had given Sveinsson a piece of her mind. Anton Brink

25


Sigríður Á. Andersen segir af sér embætti dómsmálaráðherra. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi. Hún segist ætla að „stíga til hliðar“ meðan unnið verði úr þeirri stöðu sem komin er upp vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Sigríður Á. Andersen resigns as Minister of Justice. She made the announcement at a press conference, claiming that she was “stepping aside” due to the ruling of European Court of Human Rights in connection with her appointment of judges to Iceland’s Court of Appeals. Kristinn Magnússon

26


Hælisleitendur mótmæla aðbúnaði og brottvikningum á Austurvelli. Asylum seekers met at Austurvöllur public square to protest their living conditions and deportations. Vilhelm Gunnarsson

27


Þögul mótmæli gegn niðurfellingu nauðgunarmála. Fyrir utan hjá héraðssaksóknara. Silent protest against the repeal of sexual abuse cases, outside the office of the District Prosecuter. Heiða Helgadóttir

28


29


30


ÍÞRÓTTAMYNDIR ÁRSINS 2019

SPORT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

31


32

ÍÞRÓTTAMYND ÁRSINS SPORT PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Mynd sem fangar kjarna íþróttaljósmyndunar. Góð myndbygging á hárréttu augnabliki.

The photo captures the essence of sports photography. Great composition in precisely the right moment.

Anton Sveinn McKee stingur sér til sunds í 50 metra bringusundi. Vann hann til gullverðlauna þegar hann synti á 28,68 sekúndum. Anton Sveinn McKee dives for the 50 meter breaststroke. McKee’s time was 28.68 seconds, awarding him the gold medal. Kristinn Magnússon

33


Íslandsmeistarar 2019 2019 Icelandic Champions. Eva Björk Ægisdóttir

34


Rafíþróttasamtök Íslands stóðu í fyrsta skipti fyrir keppni í tölvuleikjum á Reykjavíkurleikunum. Einbeittir liðsmenn taka ekki augun af skjánum í úrslitaeinvígi í tölvuleiknum League of legends. Video games were a part of the Reykjvík International Games for the first time. The tournament was organized by the Icelandic Esports Association. The athletes focused all their energy on the screens as they competed for top place in the game League of Legends. Ernir Eyjólfsson

35


6. Íslandsmeistaratitill KR í körfubolta. Sixth Icelandic championship title for KR men’s basketball team. Eva Björk Ægisdóttir

36


ÍR-ingar komu öllum á óvart og slógu deildarmeistara Stjörnunnar úr leik í úrslitakeppninni í körfuknattleik. The ÍR basketball team took everyone by surprise and eliminated Stjarnan in the Icelandic championship finals. Haraldur Jónasson

37


38


Skylmingar í Baldurshaga í Laugardal. Swordplay at the Fencing Club in Reykjavík. Haraldur Jónasson

39


Meistaramót í frjálsum íþróttum innanhúss. The Icelandic Athletics Indoor Championships. Ernir Eyjólfsson

40


Vestfjarðavíkingurinn – Ari Gunnarsson sigraði aftur í keppninni í ár. The Westfjord Viking - Ari Gunnarsson snatched the title once again. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

41


Valur – Stjarnan, Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Valur - Stjarnan, Pepsi Max women’s football league. Kristinn Magnússon

42


Breiðablik – ÍA, Pepsi Max deild karla í fótbolta. Breiðablik - ÍA, Pepsi Max men’s football league. Kristinn Magnússon

43


44


TÍMARITAMYNDIR ÁRSINS 2019

MAGAZINE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

45


46

TÍMARITSMYND ÁRSINS MAGAZINE PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Vel útfærð tískumynd með fallegri lýsingu og góðri myndbyggingu. Módelið fangað á grafískan hátt.

Cleverly executed fashion photo, beautiful lighting and good composition. The model is framed in a vivid manner.

Er allt sem sýnist? Hvað er fullkomið? Is everything as it seems? What is perfection? Aldís Pálsdóttir

47


Hljómsveitin Grísalappalísa sleit samstarfi sínu á árinu 2019. The band Grísalappalísa broke up in 2019. 48

Hörður Sveinsson


Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Bare is the back of a brotherless man. Aldís Pálsdóttir

49


Kรณkosbollukaka A cake made with Kรณkosbolla, a popular Icelandic treat made with coconut paste and chocolate. 50

Hallur Karlsson


Mæðgur borða morgunmat. Mother and daughter share breakfast. Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

51


Skemmtilega lýst mynd sem gefur íþrótt mannsins til kynna. The lighting in this image is interesting, hinting at the athlete’s sport of choice. 52

Aldís Pálsdóttir


Stella. Stella. Aldís Pálsdóttir

53


KalkĂşnaveisluborĂ° A turkey feast. 54

Hallur Karlsson


Tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar Sigurðsson Kristinn Arnar Sigurðsson, musician. Hörður Sveinsson

55


56


UMHVERFISMYNDIR ÁRSINS 2019

LANDSCAPE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

57


58

UMHVERFISMYND ÁRSINS LANDSCAPE PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Tignarlegur ísjaki sem flýtur um í þokunni gefur okkur tilfinningu fyrir því sem er að tapast en einnig fyrir styrk og mikilfengleika náttúrunnar. The majestic iceberg floats through the fog, giving rise to a sense of what we stand to lose, but at the same time underlines the strength and grandeur of nature.

Landhelgisgæslan, ískönnunarleiðangur – FT SIF. Icelandic Coast Guard, ice-patrol - FT SIF. Eggert Jóhannesson

59


Einmana jólatré við sjávarsíðuna. Solitary christmas tree by the coast. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

60


Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. The crossing of Miklabraut and Kringlumýrarbraut. Vilhelm Gunnarsson

61


Álft þessi var með áldós fasta á neðri skoltinum. Álftin var með dósina fasta á goggnum í að minnsta kosti hálfan mánuð. Hún átti erfitt með að nærast og var orðin ræfilsleg og varð fyrir aðkasti annarra álfta. Álftin var fönguð og færð í Húsdýragarðinn þar sem hún braggaðist fljótt og útskrifaði sig sjálf með því að fljúga á brott. An aluminum can got stuck on this swan’s beak. The swan had been carrying the can on its beak for at least two weeks. It struggled with eating and its health was suffering as a result, leading to assaults from other swans. The swan was later captured and brought to Reykjavík Park and Zoo. The swan’s health improved quickly and it discharged itself from care one day by simply flying away. Kristinn Magnússon

62


Grágæsahópur tók lágflug yfir Laugardalsvöll meðan á mikilvægum landsleik stóð. Leiknum hafa flestir gleymt en gæsirnar eru ógleymanlegar. A skein of greylag geese soared over an important international football game at Laugardalsvöllur stadium. The game has faded from memory but the geese are unforgettable. Sigtryggur Ari

63


Snjókoma við það að falla á Móskarðshnjúka. Snow descends on the peaks of Móskarðshnjúkar, part of Mount Esja. Kristinn Magnússon

64


Suรฐausturland South-East Iceland. Styrmir Kรกri

65


Brรกkarey, Borgarnesi Brรกkarey island, Borgarnes. Eggert Jรณhannesson

66


Þoka 4. febrúar sveipaði Reykjavík draumkenndri dulúð. On 4 February, a bank of fog enveloped Reykjavík with its dreamlike mystique. Egill Aðalsteinsson

67


68


DAGLEGT LÍF 2019

DAILY LIFE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

69


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Tímalaus mynd sem sýnir kuldalegan veruleika íslenskra smábátasjómanna.

Timeless image that reveals the cold reality of Icelandic fishermen.

Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána II, hefur stundað sjómennsku í 35 ár. „Þetta lá alltaf fyrir mér, ég var búinn að ákveða að gerast sjómaður þegar ég var fimm ára. Þetta voru fyrirmyndirnar, maður var alltaf að fylgjast með þeim á höfninni. Ég er búinn að prófa að gera annað, það gekk ekki upp. Þetta togar í mann. Mér líður bara vel á sjónum, það er eitthvað óútskýrt. Þegar maður er í fríi er maður úti á bryggju að spá og spekúlera og skoða bátana.“ Ragnar Emilsson, captain of the ship Máni II, has worked as a fisherman for 35 years. “It was always planned, I had decided to become a fisherman when I was five years old. I tried a lot of other things, but it didn’t work out. The work has a certain pull. I feel good when I’m out at sea, it’s difficult to explain in words. When I have days off I still go down to the harbour to observe the boats.” Heiða Helgadóttir

70


DAGLEGT LÍF MYND ÁRSINS DAILY LIFE PHOTOGRAPH OF THE YEAR

71


Hreindýraveiðar Reindeer hunting. 72

Golli/Kjartan Þorbjörnsson


Japönsk matarmenning kynnt á námskeiði hjá kokki japanska sendiráðsins á Íslandi, Takasawa. The chef from the Japanese Embassy in Iceland offered a cooking course with the aim of presenting Japanese food culture. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

73


Ferðamanna-selfie við Jökulsárlón. Tourist-selfie by Jökulsárlón Glacier Lagoon. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

74


Frost og fönn hindra menn ekki við verk sem alla jafna teljast til sumarverka. Hér er ekki slegið slöku við í þökulagningu í snjó við nýjan hjólastíg á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur. Verkið gekk greiðlega og létu menn kuldann ekki á sig fá við störfin. Frost and snow didn’t stop these workers from undertaking a task that is usually carried out over the summer, as they diligently laid turf alongside a bicycle path by Eiðisgrandi in Reykjavík. The work went well despite the cold temperatures. Anton Brink

75


76


Skíðagöngumenn í blíðviðri í Bláfjöllum. Cross country skiers enjoy a sunny day at Bláfjöll ski resort. Vilhelm Gunnarsson

77


Tamningakonan Maria Tim þjálfar hér hest á svæði hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ. Horse trainer Maria Tim at work in the training facilities of Hörður riding club in Mosfellsbær town. Anton Brink

78


Gestir Menningarnætur teygðu úr útlimum sínum og huga í jóga á Klapparstíg. Growing body and mind. A large group of people gathered for a yoga session during Reykjavík Culture Night. Ernir Eyjólfsson

79


Frá æfingu karlaliðs í vatnspóló í Laugardalslaug. The men’s water polo team training in Laugardalslaug public pool. Sigtryggur Ari

80


Farþegar ganga um borð í strætisvagn á norðurleið eftir Lækjargötu. Passengers enter a bus in downtown Reykjavík. Haraldur Jónasson

81


Hópur fólks spreytir sig á vetrarfjallgöngu í myrkri undir leiðsögn Vilborgar Örnu Gissurardóttur. A group of hikers walk through the winter darkness, led by guide Vilborg Arna Gissurardóttir. Sigtryggur Ari

82


Slysavarnaskรณli sjรณmanna The Maritime Safety and Survival Training Centre provides training courses for all seamen. Golli/Kjartan ร orbjรถrnsson

83


Erlendir gestir viðstaddir athöfn í Þingvallakirkju. Foreign visitors during a ceremony at Þingvallakirkja church. Styrmir Kári

84


Baðstaður í Sandvíkurfjöru við Hauganes. Nature pool by Sandvíkurfjara beach in Hauganes. Rakel Ósk Sigurðardóttir

85


Í Bagan fyrir sólarupprás mæta konur til að brenna rusli og trjágróðri sem fellur til og þær tína af stígunum svo ferðamennirnir komist leiðar sinnar án vandræða. Women come together at dawn in the ancient city Bagan to burn trash and vegetation that accumulates around the city’s roads, so that travellers can make their way unhindered. 86

Unnur Magna


87


88


PORTRETTMYNDIR ÁRSINS 2019

PORTRAIT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

89


90

PORTRETTMYND ÁRSINS PORTRAIT PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Táknrænt og marglaga portrett. Vel innrömmuð mynd sem leyfir áhorfandanum að upplifa og túlka sjálfur. A highly symbolic and multifaceted portrait. The image is framed nicely, allowing space for the spectator’s own interpretation and experience.

Sif Baldursdóttir um hamingjuna. „Veit einhver hvað þessi blessaða hamingja í alvörunni er? Er hún ástand eða tilfinning, eða er hún óljóst hugtak sem við eltumst við án þess einu sinni að skilja hverju við erum á höttunum eftir? Kvíði og þunglyndi eru gráir fylgifiskar þess að vera manneskja og lifa í samfélagi sem uppfyllir ekki þær þarfir sem við höfum varðandi nánd nema að vissu eða litlu leyti. Það sem ég átta mig betur og betur á með hverju árinu er að geðheilsan er svo mikilvæg að hún er eiginlega allt.“ Sif Baldursdóttir on happiness. “Does anyone know what happiness really is? Is it a situation or a feeling, or is it an obscure concept that we chase without ever understanding what it is that we’re truly seeking? Anxiety and depression are part and parcel of being human, of living in a society that can fulfill our needs concerning intimacy and connection only to a limited extent. With each year I become increasingly aware of how important mental health is. It is pretty much everything. Heiða Helgadóttir

91


Kristni Sigurjónssyni, fyrrverandi lektor við HR, var sagt upp störfum vegna ummæla sinna um konur á Facebook. Kristinn Sigurjónsson, former assistant professor at the University of Reykjavík, was fired due to negative remarks that he made about women on Facebook. 92

Hörður Sveinsson


Kristinn Hrafnsson rannsóknarblaðamaður og núverandi ritstjóri WikiLeaks. Kristinn Hrafnsson, investigative journalist and current editor-in-chief of WikiLeaks. Hörður Sveinsson

93


Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur Páll Baldvin Baldvinsson, writer. Haraldur Jónasson

Huldar Breiðfjörð rithöfundur Huldar Breiðfjörð, writer. Haraldur Jónasson 94


95


Ragnheiður Ósk Jónasdóttir, sterkasta kona Íslands. Ragnheiður Ósk Jónasdóttir, strongest woman of Iceland. Eyþór Árnason

96


Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson hefur slegið í gegn með mögnuðum málverkum þar sem hann siglir gegn straumnum í bjargfastri trú sinni á olíu á striga. Artist Þrándur Þórarinsson has become a star in the artworld with his amazing paintings. His work habitually goes against the grain, and so does his steadfast commitment to oil on canvas. Anton Brink

97


Ýr Jóhannsdóttir prjónakona Ýr Jóhannsdóttir, textile artist. 98

Golli / Kjartan Þorbjörnsson


Zainab Safari kom til landsins með veikri móður sinni og bróður, faðir týndur. Þau voru búin að fá úrskurð frá ríkinu um að það ætti að senda þau úr landi. Tómleikinn í tilliti hennar leynir sér ekki. Þarna fæðist barn á vitlausum stað; á veika stoð – en stendur samt svo sterkt. Búin að upplifa miklu meira en ljósmyndari getur ímyndað sér. Hún vildi helst drífa sig út í Kringlu með móður sinni. Ljósmyndari hugsar augnablik að það geti bara beðið annars dags en áttar sig svo á því að það er kannski ekki svo auðvelt fyrir vesalings barnið að reikna með að það komi annar dagur eftir þennan dag. Og Kringlan kallar. Elsku stelpan, ég vildi að ég gæti bjargað þér! Zainab Safari travelled to Iceland with her sick mother and brother, her father missing. Icelandic authorities were set to deport Safari and her family - and the emptiness in her eyes is manifest. A child is born in the wrong place; despite crumbling foundations, she still stands tall. She has undergone experiences that the photographer can scarcely even imagine. She was eager to take her mother to the mall. The photographer wonders for a moment why she can’t just go to the mall tomorrow instead, but then realizes quickly that tomorrow is a concept that this poor child cannot take for granted. And the mall is calling. Dear child, how I wish I could save you! Aldís Pálsdóttir

99


Ingvar E. Sigurรฐsson leikari Actor Ingvar E. Sigurรฐsson. Golli/Kjartan ร orbjรถrnsson

100


Katrín Jakobsdóttir fylgist með er Sigurður Ingi kynnir gagnagrunn um þróun lífskjara. PM Katrín Jakobsdóttir watches attentively as her colleague Sigurður Ingi Jóhannson announces the opening of an online database which traces the development of Icelanders’ wages over the years. Kristinn Magnússon 101


„Það hefur verið svartur skuggi á sálinni í langan tíma,“ segir tónlistarkonan Kristín Anna Valtýsdóttir. Hún dró sig inn í skel í kjölfar erfiðrar reynslu og hélt listsköpun sinni að miklu leyti út af fyrir sig. Hún gaf nýverið út plötuna I Must Be The Devil. “A dark shadow has inhabited my soul for a long time,” said the musician Kristín Anna Valtýsdóttir. She embarked on an inward journey following a difficult life experience, and kept her artistic endeavors mostly private. She recently released the album I Must Be The Devil. 102

Sigtryggur Ari


Ronja Sif Magnúsdóttir er átta ára lífsglöð transstelpa sem var fullviss um sitt rétta kyn um svipað leyti og hún fór að tala. Hún fékk nýtt nafn þegar hún var fjögurra ára og hefur blómstrað síðan, sem er ekki síst að þakka víðsýni foreldranna og frábærum viðtökum samfélagsins í kringum þau. The eight-year-old Ronja Sif Magnúsdóttir is a happy trans girl. She realized what her true gender was around the same time she began to talk. She was given a new name when she turned four, and has blossomed ever since, not least thanks to her open-minded parents and the encouraging support from her near-environment. Hákon Davíð Björnsson

103


104


Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona hefur gleymt sér í fullkomnu flæði á dansgólfinu, setið orðlaus í mosagróinni hlíð og dásamað undraverða náttúrufegurðina, verið ástfangin með öllum tilheyrandi nautnum, verið í oxítósínvímu og yfirþyrmd af þakklæti eftir langþráðan barnsburð. Allt voru það dásamlegar stundir. Þýðir það að hún sé hamingjusöm? Eða var hún það bara akkúrat þá stundina? Musician Melkorka Ólafsdóttir has fallen into a blissful flow on the dancefloor, sat speechless on a moss-covered hill, drinking in the wonderous natural beauty; she has fallen in love, and experienced all the accompanying pleasures; and she has been overwhelmed by the oxycontin-fueled gratitude of long-awaited childbirth. Those moments were all awe-inspiring. Does that mean she is happy? Or was she happy only momentarily? Heiða Helgadóttir

105


106


MYNDARAÐIR ÁRSINS 2019

PHOTO STORIES OF THE YEAR

107


Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands á Vatnajökul. Icelandic Glaciological Society’s spring trip to Vatnajökull glacier. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Vel uppbyggð sería sem sameinar fallegar myndir og heildstæða frásögn sem á erindi við okkur öll. Myndröðin sýnir menn í tengslum við náttúruna frá ýmsum sjónarhornum.

Cunningly structured series that combines aesthetic imagery with a holistic narrative that speaks to us all. The series contrasts man with nature through a variety of lenses.

108

MYNDARÖÐ ÁRSINS PHOTO STORY OF THE YEAR


109


110


111


112


113


Síðustu dagarnir fyrir fangelsið. The last days before imprisonment. Heiða Helgadóttir

114

Nara í mat hjá vinafólki sínu, Vasi og Bent. Nara visits her friends, Vasi and Bent, for dinner.


Nara hittir vini í hádegismat áður en hún fer inn. Nara meets a friend for lunch before she begins her prison sentence.

115


Nara lítur inn í herbergið sitt, sem hún er búin að tæma, til að sjá hvort nokkuð sé eftir. Nara looks into her room, which she has emptied, to see if she forgot anything.

116


Nara klárar að pakka niður dótinu sínu sem mun fara í geymslu hjá vinum meðan hún situr inni. Nara packs her things, which will then be taken to storage at a friend’s house.

117


Nara hefur alla tíð haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða en segir að lögreglan hafi dæmt sig um leið og hún gekk inn um dyrnar vegna þess hve áverkar eiginmannsins voru alvarlegir og fært hana í járnum í fangaklefa án þess að meta aðstæður og áverka sem hún bar. Þremur dögum síðar var hún færð í læknisskoðun þar sem kom meðal annars í ljós að hún var rifbeinsbrotin. Nara has always maintained that she acted in self-defense but she claims that the police officers had made their minds up about her as soon as she walked through the door, in view of her husband’s injuries. They brought her handcuffed to the cell without making any effort to evaluate the circumstances and the injuries she had suffered herself. She underwent a medical examination three days later which revealed that she had broken ribs.

118


Hún hefur grátið og hún hefur grínast í tilraun til að komast yfir þá súrrealísku stöðu að vera á leið í fangelsi. Nara Walker var dæmd fyrir að beita eiginmann sinn og vinkonu hans ofbeldi, en fangelsun hennar er mótmælt á grundvelli þess að maðurinn var ekki dæmdur fyrir ofbeldi gegn henni. Nara málar sig. Hún má ekki taka með sér krem og snyrtivörur inn í fangelsið fyrir utan einn maskara. Nara has both laughed and cried in an attempt to grapple with the surreal situation of actually going to prison. Nara Walker was found guilty of assault against her husband and his friend. Her sentencing has drawn criticism and protest based on the fact that her husband escaped charges of domestic violence committed against her. Nara puts her makeup on. She is not allowed to bring any creams or cosmetics with her to prison, aside from mascara.

119


Vinir Nöru gefa henni hópknús fyrir utan fangelsið. A final group hug outside the prison.

120


Nara gengur inn um hliðið til að hefja afplánun og veifar til vina sinna í kveðjuskyni. Nara walks through the gate, marking the beginning of her sentence, giving a final wave of goodbye to her friends.

121


122


Þoka í Urðartindi. Fjallið Urðartindur gnæfir yfir Norðurfjörð með sína dranga. Óvenjumikil þoka hefur verið það sem af er sumri. Fog wraps around Urðartindur. Mount Urðatindur towers over Norðurfjörður fjord, with its sharp ridges. An unusual amount of fog has accumulated there in the course of the summer. Heiða Helgadóttir

123


Sigursteinn Sveinbjörnsson, 81 árs, frá Litlu-Ávík. Sigursteinn býr með 170 kindur. Hann er enn sprækur þótt hann sé kominn á níræðisaldur. Bændurnir í sveitinni hjálpast mikið að. 81-year-old Sigursteinn Sveinbjörnsson, lives at his farm Litla-Ávík, with 170 sheep. He is still in good shape and bears his age well. The local farmers help each other out to the best of their abilities.

124


Gunnar Helgi Kristjánsson frá Akureyri stundar strandveiðar frá Norðurfirði. Hér í íshúsinu á Norðurfirði er verið að vigta afla dagsins. Hann segir sjómannasamfélagið einstaklega gott á Norðurfirði; allir vinni saman og séu boðnir og búnir að hjálpa. Afi hans hét Gunnar Níelsson eins og báturinn sem hann er á. Gunnar Helgi Kristjánsson, an Akureyri native, practices surf fishing in Norðurfjörður fjord. The catch is then weighed at the local fish factory. Kristjánsson says that the fishermen community in Norðurfjörður is a tight-knit group; they work together and help those in need. Kristjánsson’s grandfather was called Gunner Níelsson, after whom he named his boat.

125


Ásgeir Guðmundsson bjó í Ófeigsfirði til 1965, núna deila þau systkinin staðnum á milli sín þannig að hvert fær eina viku á sumri. The fjord Ófeigsfjörður was home to Ásgeir Guðmundsson until 1965. Now the siblings share the place over the summertime, with one week allotted to each.

126


Þórólfur Guðfinnsson vinnur í Sparisjóðnum og gerir við dráttarvélar. Honum finnst gaman að dunda sér í dráttarvélunum. Hann byrjaði ungur og er sjálflærður. Þegar hann var ungur var ekkert verið að fara með hluti í viðgerð ef þeir biluðu. Þá þurftu menn að finna út úr þessu sjálfir. Þórólfur Guðfinnsson works at the savings bank but he also fixes tractors. He enjoys tinkering with machinery. He started young and is completely self-educated. When he was a child, no one would take broken tractors to a repair shop, you had to figure out how to fix it all by yourself.

127


Heyskapur hefur gengið seint undanfarið vegna vætutíðar en menn nota hverja stund sem þeir geta. The haymaking has proceeded slowly recently due to the rainy weather. The workers, however, use every chance they get to get the job done.

128


Feðgarnir Ágúst Gíslason og Guðlaugur Agnar Ágústsson, bóndi á Steinstúni. Guðlaugur tók við búi af föður sínum árið 2011 en Ágúst býr nú á Akranesi. Afi Guðlaugs byggði húsið 1942 svo hann er fjórði ættliður til að búa þar. Father and son Ágúst Gíslason and Guðlaugur Agnar Ágústsson, farmer at Steinstún. Ágústsson succeeded his father and took over the farm in 2011. His father now lives in Akranes town. Ágústsson’s grandfather built the house in 1942, making him the fourth generation to live there.

129


LJÓSMYNDARAR PHOTOGRAPHERS Aldís Pálsdóttir 47, 49, 52, 53, 99 Anton Brink 24, 25, 75, 78, 97 Eggert Jóhannesson 16, 59, 66 Egill Aðalsteinsson 67 Ernir Eyjólfsson 22, 35, 40, 79 Eva Björk Ægisdóttir 34, 36 Eyþór Árnason 18, 19, 20, 96 Golli/Kjartan Þorbjörnsson 6, 41, 60, 72, 74, 83, 98, 100, 108-113 Hallur Karlsson 50, 54, 81 Haraldur Jónasson 21, 23, 37, 38, 81, 94, 95 Hákon Davíð Björnsson 103

MYNDIR ÁRSINS 2019 er gefin út í tilefni af árlegri ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands. www.pressphoto.is

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2019 is published to accompany the annual photo exhibition of the Icelandic Press Photographers Association. www.pressphoto.is Dómnefnd/Jury: Catalina Martin-Chico (chairman) Brynjar Gunnarsson Kristinn Ingvarsson Arnaldur Halldórsson Rut Sigurðardóttir Sigríður Kristín Birnudóttir Bragi Þór Jósefsson

Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands/Board of directors: Kristinn Magnússon, formaður (chairman) Eyþór Árnason Hákon Davíð Nielsen Björnsson Heiða Helgadóttir Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Styrmir Kári Erwinsson 130

Heiða Helgadóttir 28, 71, 90, 104, 114-121, 122-129 Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir 51 Hörður Sveinsson 48, 55, 92, 93 Kristinn Magnússon 26, 32,42, 43, 62, 64, 101 Ragnhildur Aðalsteinsdóttir 73 Rakel Ósk Sigurðardóttir 85 Sigtryggur Ari 10, 15, 63, 80, 82, 102 Stefán Karlsson 17 Styrmir Kári 65, 84 Unnur Magna 87 Vilhelm Gunnarsson 12, 13, 14, 27, 61, 76-77



MYNDIR ÁRSINS 2019 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

UMHVERFISMYND ÁRSINS/LANDSCAPE PHOTOGRAPH OF THE YEAR Landhelgisgæslan, ískönnunarleiðangur – FT SIF. Icelandic Coast Guard, ice-patrol - FT SIF. Eggert Jóhannesson


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.