Myndir ársins 2021

Page 1

MYNDIR ÁRSINS 2021

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

MYND ÁRSINS/PHOTOGRAPH OF THE YEAR

Eldgosið í Geldingadölum við Fagradalsfjall var fyrsta eldgosið á Íslandi eftir að drónar voru komnir í almenningseign og var sú tækni nýtt til hins ýtrasta hjá mörgum.

The eruption in Geldingadalir by Fagradalsfjall was the first eruption in Iceland after drones became a common tool, and many took full advantage of the possibilities.

MYNDIR ÁRSINS 2021/PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2021

Ljósmyndir © Ljósmyndarar viðkomandi mynda (skv. myndatexta).

Photographs © The photographers of the photos in question (according to caption).

Útgáfa bókarinnar er styrkt af Menningarsjóði Blaðamannafélags Íslands. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis handhafa höfundarréttar og útgefanda.

This book may not be copied in any form, e.g. photographed, printed, recorded on audio or in other comparable manner in part or in whole, without written consent from the copyright holder and the publisher.

Bókarhönnun, umbrot og kápa: Árni Torfason Design, layout and cover: Árni Torfason

Ljósmynd á forsíðu/Photograph on frontpage: Vilhelm Gunnarsson Ljósmynd á baksíðu/Photograph on backpage: Sigtryggur Ari

Ensk þýðing/English translation: Magnús Teitsson

MYNDIR ÁRSINS 2021

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

MYNDIR ÁRSINS 2021

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

Það hefur verið mér heiður að vera formaður keppninnar Ljósmyndir ársins 2022 á vegum Félags íslenskra blaðaljósmyndara. Ég hafði alltaf vonast til að geta skoðað Ísland og þetta var fyrsta tækifærið mitt. Og er nokkur betri leið til að kynnast þessu landi en að sjá það með augum íslenskra blaðaljósmyndara?

Þegar ég fór yfir árs afrakstur af atburðum og ljósmyndum fékk ég strax vissa tilfinningu fyrir Íslandi og þeim sem segja sögu þess með myndum. Ég sá hvernig þær lofsungu hrikalegt og einstakt landslag Íslands. Ég snerti á góðlátlegri kímnigáfu landsmanna í pólitískri umfjöllun. Ég fann yfirveguð heilindi í ljósmyndum af öðru ári heimsfaraldursins. Ég fékk einstaka sýn inn í heimili og hversdagslíf nágranna ykkar. Í portrettmyndunum var vönduð uppbygging og litið af einlægni í augu Íslendinga. Í íþróttunum héldu leikirnir áfram þrátt fyrir grímur og hríðarbylji. Ein mynd af pari sem huggaði hvort annað eftir tap í körfubolta leiddi í ljós að hér skipta mannleg tengsl jafnvel meira máli en stig eða mörk.

Og eldfjallið! Við sáum öll hugsanleg sjónarhorn og útsýni yfir eldgosið stórbrotna í Fagradalsfjalli árið 2021. Í nær öllum flokkum keppninnar voru heillandi eldfjallamyndir. Náttúruljósmyndir sýndu risavaxnar hraungusur í rökkrinu. Fréttamyndir mældu umfang gossins og sýndu hversu nálægt bæjum og vegum hraunflaumurinn rann. Eldfjallið veitti athyglinni, líkamlega og andlega, frá meira en ári af einangrun og umfjöllun um Covid. Myndir úr daglegu lífi sýndu okkur kossa og bónorð í hlíðum eldfjallsins, fjölskyldur í gönguferðum og lautarferðum með sjónarspilið

í baksýn og börn í myndspjalli í farsímanum sínum að deila augnablikinu með ömmu sem var heima eða í útlöndum. Það var meira að segja íþróttasvipmynd – kylfingur sem bar kylfur á flötina með Fagradalsfjall rjúkandi í fjarska. Að sjá Fagradalsfjall frá svo mörgum ólíkum sjónarhornum var fyrir mér mælikvarði á það hvernig eldgosið hafði áhrif á landsmenn og heillaði þá.

Mynd ársins í ár var sú allra táknrænasta. Myndin kom úr röð eldfjallamynda sem keppti í flokki myndaraða –safn sex nánast óhlutbundinna hugleiðinga úr lofti um ógnvekjandi kraft eldfjallsins. Vinningsmyndin, sem sýndi eldflaum, fannst dómnefndinni að líktist risastórum dreka. Við val á þessari vinningsmynd mátum við þrautseigju ljósmyndarans (margendurteknar gönguferðir upp á fjallið), tæknikunnáttu (að stýra dróna yfir opinn gíginn um nótt) og sérstaklega listfengi.

Ég vil þakka Félagi íslenskra blaðaljósmyndara fyrir verk sín og hlýjar móttökur. Ég hlakka til að koma aftur með mínar eigin myndavélar, innblásinn af ljósmyndunum á sýningunni og í bókinni í ár.

4
David

It has been my honor to serve as the Chair of the 2022 Icelandic Press Photographers Association annual Pictures of the Year competition. I’d always hoped to explore Iceland, and this was my first opportunity. What better way to get an opening glimpse of this country than through the eyes of Iceland’s press photographers?

Judging a year’s worth of events and photography, I got an immediate sense of Iceland, and of those who tell this country’s story through pictures. I witnessed the celebration of Iceland’s rugged, unique landscapes. I felt your good-natured sense of humor through the political coverage. I saw quiet integrity in the second year of pandemic photography. I had intimate looks inside the homes and everyday lives of your neighbors. In the portraits, there were careful compositions, and honest looking into the eyes of Icelandic people. In your sports photography, the games went on despite the masks or snowstorms. One picture of a couple comforting one another after a basketball loss revealed that here human connections matter even more than points or goals.

And the volcano! We saw every conceivable angle and view of the spectacular 2021 eruption of Fagradalsfjall. There were stunning volcano photographs entered in almost every category of the competition. Nature photographs showed towering explosions of lava at dusk. News pictures measured the scale, and worrying proximity, of molten rivers flowing toward towns and roads. The volcano provided a diversion, physically and mentally, from a year or more of Covid’s isolation and coverage. Daily life pictures

showed us kisses and marriage proposals on the volcano’s slopes, families hiking and picnicking together on its vistas, and children video chatting on their mobile phones, sharing the moment with their grandmothers back at the base or beyond Iceland. There was even a sports moment – a golfer carrying clubs to the green with Fagradalsfjall smoldering in the distance. Seeing Fagradalsfjall from so many different perspectives was, to me, a measure of how it impacted and captivated the country.

This year’s Photo of The Year was the most emblematic of them all. The image was pulled from a series of volcano images entered into the story category – a collection of six almost abstract, aerial meditations on its awesome power. The winning picture, with its flowing fire, appeared to the jury to resemble a massive dragon. In choosing this winning picture, we awarded the photographer for their tenacity (multiple climbs up the mountain), technical skill (piloting a drone over the open crater at night) and especially for their personal artistry.

Please let me thank the Icelandic Press Photographer’s Association for their photography and warm welcome. I look forward to coming back with my own cameras, inspired by the photography represented in this year’s exhibition and book.

5
David Guttenfelder

MYND ÁRSINS PHOTOGRAPH OF THE YEAR

6

UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY

Áhugaverð, sterk og frumleg mynd af einu stærsta fréttamáli krefjandi árs. Sjónarhornið er frábært, formið óvænt og sérlega flott auk þess sem vinnslan hæfir myndinni afar vel. Ótrúlega kraftmikil mynd sem fangar anda liðins árs en minnir um leið á ógnir sem steðja að náttúrunni og gefa engin grið, þótt athygli manna beinist tímabundið í aðrar áttir. Mynd sem segir ótal sögur.

An interesting, striking, and original picture from one of the biggest news stories of a demanding year. The perspective is outstanding, the form is unexpected and impressive, and the processing is very suitable. An unbelievably powerful picture that captures the spirit of the year gone by, while reminding us of the threats to nature which are ever present although people’s attention may be diverted temporarily. A picture that tells a multitude of stories.

Eldgosið í Geldingadölum við Fagradalsfjall var fyrsta eldgosið á Íslandi eftir að drónar voru komnir í almenningseign og var sú tækni nýtt til hins ýtrasta hjá mörgum.

The eruption in Geldingadalir by Fagradalsfjall was the first eruption in Iceland after drones became a common tool, and many took full advantage of the possibilities.

7
8

FRÉTTAMYNDIR ÁRSINS 2021

NEWS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

9

PHOTOGRAPH OF THE YEAR

10
NEWS
FRÉTTAMYND ÁRSINS

UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY

Uppstillt hópmynd af nýrri ríkisstjórn er klassískt myndefni en með útsjónarsemi og húmor að vopni fangar ljósmyndarinn afar skemmtilegt augnablik sem á sér stað rétt áður en hin eiginlega myndataka fer fram. Myndin er á vissan hátt lýsandi fyrir þá ringulreið sem hefur átt sér stað í samfélaginu og pólitíkinni og um leið minnir hún á að stjórnmálafólkið er fyrst og fremst einmitt það, fólk.

A group photo of a new government is a classic subject, but armed with resourcefulness and humour, the photographer captures a very entertaining moment that takes place just before the actual photo shoot. In a way, the picture is emblematic of the chaos that has reigned in society and in politics, while reminding us that politicians are primarily just people.

Eftir dramatískar kosningar í september, umdeilda endurtalningu og maraþonstarf hinar nafnlöngu undirbúningskjörbréfanefndar tók ný ríkisstjórn loks við 28. nóvember. Reyndar var um að ræða sömu sýningu í annarri uppsetningu, þar sem nokkrir nýir leikarar tóku við og aðrir skiptu um búning. Í roki og rigningu stilltu þau sér upp að venju að loknum ríkisráðsfundi en einhver bið var á myndatöku meðan Svandísar var leitað. After dramatic elections in September, a controversial recount and the marathon work of the extensively named Preparatory Ballot Committee, a new government finally took office on 28 November. It was in fact a new production of the same show, where several new actors took over and others changed costumes. The cabinet posed in the wind and rain after the first meet-ing, although shooting was delayed until Svandís Svavarsdóttir had been found.

11

Nýr og af mörgum talinn umdeildur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, gengur að Bessastöðum á fyrsta ríkisráðsfund sinn. The new minister of justice Jón Gunnarsson, widely considered a controversial appointment, approaches the presidential residence of Bessastaðir for his first cabinet meeting.

12

Formenn stjórnmálaflokkanna mættu til rökræðna í sjónvarpssal kvöldið fyrir alþingiskosningar og spennustigið var hátt. Tensions ran high as political party leaders debated on live national TV on the eve of the par-liamentary elections.

13

Kosningavaka Framsóknar – Lilja Dögg spjallar við kallana. Lilja Dögg Alfreðsdóttir of the Progressive Party confers with some gentlemen while they await election results.

14

Framsóknarflokkurinn fagnaði heldur betur að loknum alþingiskosningunum enda sigurvegari kosninganna. The Progressive Party celebrated a great victory in the parliamentary elections.

15

Bjarni Ben tekur mynd af Þórdísi Kolbrúnu þegar hún var í viðtali hjá RÚV. Cabinet minister Bjarni Benediktsson snaps a picture of his colleague Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir as she is interviewed by RÚV, the state-run broadcasting service.

16

Alveg frá upphafi kosningaklúðursins í Norðvesturkjördæmi lá ljóst fyrir að niðurstaða málsins yrði aldrei á þann veg að allir yrðu sáttir við hana. Borgarnes varð óvænt að miðpunkti alþingiskosninga og umtalaðasti aðilinn í hringiðunni reyndist ekki vera frambjóðandi, heldur Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Ingi er hér að ná í kjörgögnin, sem voru geymd í fangaklefa á lögreglustöðinni, svo að undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa gæti endurtalið atkvæðin.

As soon as an election scandal arose in the Northwest Constituency, the matter seemed bound for a messy resolution. The small town of Borgarnes unexpectedly became the focal point of the parliamentary elections, in particular Ingi Tryggvason, chairman of the Northwest Constitu-ency’s electoral committee. Ingi fetches the ballots, which had been kept in a cell at the police station, for a recount by an electoral investigative committee.

17

Þráspurður sagðist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir myndu þiggja sinn skammt af bóluefni gegn Covid-19 þegar að honum kæmi í röðinni og var honum vel fagnað þegar hann gekk loks inn í Höllina. Þórólfur fékk AstraZeneca, sem þá var að verða umdeilt vegna aukaverkana, og varð ekki meint af.

When asked repeatedly, Chief Epidemiologist Þórólfur Guðnason replied that he would accept his Covid-19 jab when it was his turn, so he was greeted warmly when he finally entered Laugardalshöll. Þórólfur received a jab of AstraZeneca, which was at that point becoming con-troversial due to side effects, and emerged unscathed.

18
19
Kári Stefánsson bólusettur með AstraZeneca-bóluefninu gegn Covid-19. Kári Stefánsson vaccinated for Covid-19 with the AstraZeneca vaccine.

Bólusetning 80 ára og eldri gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Coronavirus vaccination of those aged 80+ years in Laugardalshöll, Reykjavík.

20

Ómanneskjulegt álag á starfsfólk Landspítala. Inhuman stress on National Hospital staff.

21
Þorkell Þorkelsson
22
Heimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. The visit of Anthony Blinken, the U.S. secretary of state. Kristinn Magnússon
23
Þungt yfir í Laugardalnum – Eiður Smári Guðjohnsen. Football coach Eiður Smári Guðjohnsen in deep thoughts. Eggert Jóhannesson

„Það er svolítil geðshræring núna,“ sagði Guðmundur Felix Grétarsson, sem kom heim til Íslands með Sylwiu Gretarsson Nowakowsku eiginkonu sinni. Helgi Guðbrandsson æskuvinur hans tók á móti þeim í Leifsstöð og föðmuðust gömlu vinirnir innilega. Guðmundur Felix var að koma heim til Íslands í fyrsta skipti eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi í Frakklandi. “It’s a bit emotional,” said Guðmundur Felix Grétarsson, who returned home to Iceland with his wife Sylwia Gretarsson Nowakowska. His childhood friend Helgi Guðbrandsson greeted them at Leifsstöð and the old friends shared a tight hug. Guðmundur Felix was returning to Ice-land for the first time after a double arm transplant in France.

24

Gengið í grunni nýs Landspítala við Hringbraut. Áætlað er að nýtt sjúkrahús sem muni uppfylla þær nútímakröfur sem gerðar eru til heilbrigðisþjónustu verði tekið í notkun árin 2025–2026. Fleiri byggingar munu rísa á næstu árum, en framkvæmdir munu taka um áratug. Walking around the foundation of a new National Hospital at Hringbraut, Reykjavík. A new state of the art hospital is expected to become functional in 2025–2026. More buildings will rise in the coming years, with construction taking about ten years.

25

Arndís Þórarinsdóttir, Elísabet Kristín Jökulsdóttir og Sumarliði R. Ísleifsson tóku við Íslensku bókmenntaverðlaununum 2020. Hulda Sigrún Bjarnadóttir, meðhöfundur Arndísar, var fjarverandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti verðlaunin á Bessastöðum. Hlutu verðlaunahafar eina milljón króna hver í verðlaun. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. Arndís Þórarinsdóttir, Elísabet Kristín Jökulsdóttir and Sumarliði R. Ísleifsson received the Icelandic Literary Prize for 2020. Hulda Sigrún Bjarnadóttir, Arndís’s co-author, was absent. Guðni Th. Jóhannesson, President of Iceland, presented the awards at Bessastaðir, the presidential residence. Each of the prize winners received one million krónur. The prize was first awarded in 1989.

26
Valgarður Gíslason

Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður og helsti styrktaraðili verkefnisins Römpum upp Reykjavík. Hann ræðir hér við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á kynningarfundi sem haldinn var af þessu tilefni. Átakið hófst í miðborg Reykjavíkur þar sem þörfin var mest, en þar eru bæði elstu húsin og aðgengið verst. Haraldur Þorleifsson, Twitter executive and founder of the design company Ueno, is the pro-moter and main sponsor of the accessibility project Ramps for Reykjavík. Here he speaks with president Guðni Th. Jóhannesson at a presentation for Ramps for Reykjavík. The project started in downtown Reykjavík, which has some of the oldest houses and the biggest accessibility problems.

27

Það er engu líkara en illir vættir svífi yfir Reykjavík þegar eldglæringar frá eldgosinu í Geldingadölum brjótast gegnum gosmökkinn. Malignant spirits seem to hover over Reykjavík as glares of fire break through the eruption plume from Geldingadalir.

28

Fólk var gríðarlega áhugasamt um eldgosið á Reykjanesi. Þessi mynd er tekin í lok mars, þegar þúsundir höfðu lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í alls konar veðrum. People were immensely interested in the eruption in Reykjanes. This picture was taken at the end of March, when thousands had visited the eruption site in Geldingadalir in all kinds of weather.

29

Fjöldi fólks safnast saman við eldstöðvarnar í Geldingadölum á degi hverjum til að virða fyrir sér sjónarspilið sem á sér þar stað. A number of people gathered each day at the Geldingadalir eruption site to contemplate the natural spectacle taking place.

30
Anton

Fljótlega eftir að fréttir bárust af eldgosi í Fagradalsfjalli á Reykjanesi vorum við komin um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Úti var niðdimmt og erfitt að skynja hlutföllin í náttúrunni. Það sem fyrir augu bar var stórfenglegt, jafnvel þótt fyrsta mat fólks væri að gosið væri smátt. Shortly after news emerged of an eruption in Mt. Fagradalsfjall on the Reykjanes peninsula, we were on board the Coast Guard’s helicopter. Outside, it was pitch dark and hard to gauge the proportions in nature. What we saw was fantastic, even though people’s initial perception was that it was a small eruption.

31
Sigtryggur Ari

Varðskipið Freyja var kallað út í björgunarleiðangur í fyrsta sinn þegar grænlenska fiskiskipið Masilik strandaði við Vatnsleysuströnd í desember. The Coast Guard vessel Freyja went on its first rescue mission in December when the Green-landic fishing vessel Masilik stranded at Vatnsleysuströnd in Reykjanes.

32

Eldur kom upp í einbýlishúsi í Kaldaseli í Reykjavík. Enginn lést í brunanum en slökkvistarf var erfitt. A fire broke out in a single-family home in Kaldasel, Reykjavík. There were no fatalities, but conditions were difficult.

33
Vilhelm Gunnarsson
34

ÍÞRÓTTAMYNDIR ÁRSINS 2021 SPORT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

35

ÁRSINS SPORT PHOTOGRAPH OF THE YEAR

36
ÍÞRÓTTAMYND

UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY

Með því að beina athygli sinni frá hinu augljósa myndefni, þar sem sigurvegarar fagna ásamt stuðningsfólki sínu, nær ljósmyndarinn að stöðva tímann mitt í allri óreiðunni. Hann nær að frysta tilfinningaþrungna stund; rólegt, fallegt og einlægt augnablik sem vekur sterka samlíðan hjá áhorfandanum. Óvenjuleg íþróttamynd sem minnir sterkt á hve mikilvægan sess íþróttir skipa í lífi margra.

By diverting attention from the more obvious subject, where champions celebrate with their supporters, the photographer manages to stop time in the middle of the chaos. He manages to freeze an emotional point in time; a quiet, beautiful, and sincere moment which evokes strong empathy in the viewer. An unusual sports photo which offers a strong reminder of the importance of sports in many people’s lives.

Kærasta Deane Williams hughreystir leikmanninn eftir tap í úrslitaleik. Deane Williams’s girlfriend comforts him after a loss in a final game.

37
38
Pablo Punyed liggur fyrir aftan varnarvegg Víkinga. Pablo Punyed lies behind the Víkingur defensive wall. Kristinn Magnússon

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason var í leikbanni er Víkingur tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í 30 ár. Hersveitir hefðu ekki getað stöðvað innrás hans á völlinn í leikslok er hann mætti til að fagna þessari einstöku stund með félögum sínum. National team stalwart Kári Árnason was suspended as Víkingur became national champion for the first time in 30 years. Armed battalions could not have stopped him from rushing onto the field at the end of the game as he celebrated with his teammates.

39

Mikið fannfergi var á meðan leikur Breiðabliks og Real Madrid á Kópavogsvelli í Meistaradeild kvenna var leikinn. Leiknum lauk 3-0 fyrir Real Madrid. The Champions League game between Breiðablik and Real Madrid at Kópavogsvöllur was marked by heavy snowfall. The game ended 0-3 in Real Madrid’s favour.

41
Vilhelm Gunnarsson

Það kafsnjóaði þegar Breiðablik og Real Madrid áttust við í Meistaradeild Evrópu í desember. There was snow aplenty as Breiðablik and Real Madrid clashed in the Champions League in December.

Hafliði Breiðfjörð

42

Þessi flækingur forðaði sér þegar hún áttaði sig á því að þetta var gervigras sem hún lenti á í leik Breiðabliks og Paris Saint-Germain í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í október. Breiðablik tapaði leiknum 0-2. This stray visitor made a hasty getaway as she realised she had landed on artificial turf in the game between Breiðablik and Paris Saint-Germain in the group stage of the Champions League at Kópavogsvöllur in October. Breiðablik lost the game 0-2.

43

Kvennalandslið Íslands í fótbolta vann frábæran 4-0 sigur á Tékkum í Laugardal. Fögnuðurinn var svo sannarlega innilegur er þær fögnuðu marki Dagnýjar Brynjarsdóttur í leiknum.

The Icelandic women’s national football team enjoyed an excellent 4-0 victory over the Czech Republic at the national stadium Laugardalsvöllur. A goal by Dagný Brynjarsdóttir brought on heartfelt celebrations.

44
45
Ísland á orðið virkilega gott kvennalandslið sem byggist mikið til á samheldni. Þær fagna hér marki gegn Tékklandi. The women’s national football team is emerging as a strong cohesive unit. Here they are seen celebrating a goal against the Czech Republic. Hafliði Breiðfjörð

Sigurvíman er engu lík og það sást bersýnilega er Þór frá Þorlákshöfn varð Íslandsmeistari í körfubolta. Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs, fær hér rembingskoss frá glöðum stuðningsmanni eftir að titillinn var í höfn – Þorlákshöfn. The joy of winning is unique, which was obvious as Þór from Þorlákshöfn won the national bas-ketball championship. Þór player Ragnar Örn Bragason gets a hearty kiss from an ecstatic sup-porter after the title had been brought to Þorlákshöfn.

46
47
Þórður Ingason horfir á eftir boltanum í netið eftir geggjað skot Tristans Freys Ingólfssonar í leik Stjörnunnar og Víkings. Þórður Ingason watches the ball hit the net after a thunderbolt from Tristan Freyr Ingólfsson in a clash between Stjarnan and Víkingur. Hafliði Breiðfjörð
48

TÍMARITAMYNDIR ÁRSINS 2021

MAGAZINE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

49
50

Sjónrænt mjög áhugaverð mynd sem augljóst er að ljósmyndarinn og viðfangsefnið hafa lagt mikla vinnu í.

Kraftmiklir litir og óvenjuleg formin skapa spennandi dýnamík og nánast hreyfingu í myndflötinn. Skemmtilega öðruvísi mynd.

A very interesting image visually, which reflects the amount of work that the photographer and subject have clearly put into it. Powerful colours and unusual shapes create exciting dynamics, bordering on movement in the image surface. A refreshingly different picture.

Tónlistarmaðurinn John Grant. Musician John Grant. Hörður Sveinsson

TÍMARITSMYND ÁRSINS MAGAZINE PHOTOGRAPH OF THE YEAR

51

Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum varð Evrópumeistari eftir hnífjafna baráttu við Svía í úrslitunum á EM í Portúgal. Ísland fékk 57.250 stig í heildina, jafnmörg og Svíþjóð, en Ísland vann með því að fá hærri einkunn á fleiri áhöldum.

The Icelandic women’s national team in group gymnastics became European champions after a close contest with Sweden in the finals of the European Championships in Portugal. Iceland re-ceived a total of 57,250 points, the same number as Sweden, but Iceland won by receiving a higher score on more instruments.

Eyþór Árnason

52
53
Uppistandshópurinn VHS. The standup troupe VHS. Hörður Sveinsson

Plastpoki á striga. Plastic bag on canvas.

Rakel Ósk Sigurðardóttir

54
55
Shoplifter með sýningu í Hrútey. Shoplifter’s exhibition in Hrútey Island. Rakel Ósk Sigurðardóttir

Grillaðar kjúklingalundir á spjóti og glóandi kol. Hitinn var svo mikill í kolunum að skálarnar brotnuðu.

Barbecued chicken breasts on skewers and glowing charcoal. The coals were so hot that the bowls shattered.

Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

56
57
Kirsuber. Cherries. Hákon Björnsson

Rómeó og Júlía í uppsetningu Íslenska dansflokksins.

Romeo and Juliet as performed by the Iceland Dance Company.

58
Hörður Sveinsson

Leitað í innblástur í gömul málverk. Looking for inspiration in old paintings.

Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

59

Svavar Pétur Eysteinsson listamaður í vinnustofu sinni.

Artist Svavar Pétur Eysteinsson in his studio.

Golli / Kjartan Þorbjörnsson

61
62

UMHVERFISMYNDIR ÁRSINS 2021

LANDSCAPE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

63
64
LANDSCAPE
UMHVERFISMYND ÁRSINS
PHOTOGRAPH OF THE YEAR

UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY

Eldgosið í Geldingadölum var eitt mest myndaða fyrirbæri ársins en með persónulegri nálgun á viðfangsefnið sýnir ljósmyndarinn okkur „hina hliðina“ á gosinu með mynd sem gæti nánast verið tekin hvar sem er á Íslandi. Við fyrstu sýn virðist myndin svarthvít en við nánari skoðun kemur í ljós að svo er ekki. Marglaga en einstaklega falleg og friðsæl mynd þar sem rammíslensk kyrrðin sogar áhorfandann til sín.

The volcanic eruption in Geldingadalir was one of the most popular photographic subjects of the year, but through a personal approach, the photographer shows us “the other side” of the eruption with a picture which could be taken almost anywhere in Iceland. At first glance, the picture appears to be monochromatic, but this illusion is dispelled upon closer inspection. A multi-layered but exceedingly beautiful and peaceful picture where the Icelandic stillness draws the viewer in.

Nýtt hraun úr Fagradalsfjalli skríður ofan í Merardali í snjómuggunni. New lava from Fagradalsfjall slips into Merardalir in the snow.

Sigtryggur Ari

65

Sólin gerir svartan sandinn gylltan. The sun turns the black sand to gold.

66
Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Útsýnið í suður frá Langahrygg við Nátthaga. The view towards the south from Langihryggur by Nátthagi.

67
69
Norður á Skaga. Skagi Peninsula, North Iceland. Páll Stefánsson

Fagrihóll skammt upp af Borgarfirði eystri. Mjög fagur og sérkennilegur hóll, umkringdur fallegum fjöllum og þarna er allt krökkt af huldufólki. Fagrihóll near Borgarfjörður in East Iceland. A very distinctive and beautiful hill, surrounded by lovely mountains and elves.

70

Þokubogi er sjaldséð náttúrufyrirbrigði. Þar sem vatnsdroparnir í þokunni eru örsmáir verður ljósbrotið til þess að boginn virðist litlaus. Þess vegna eru þokubogar einnig þekktir sem hvítir regnbogar eða draugaregnbogar. The fog bow is a rare natural phenomenon. Because the water droplets in the fog are tiny, the light refraction makes the bow appear colourless. Therefore, fog bows are also known as white rainbows or ghost rainbows.

71
72
Hraunið við það að fara yfir varnargarða. The lava flows over protective barriers. Kristinn Magnússon
73
Grunnur nýs Landspítala. The foundation of the new National Hospital.

Jökulsárlón. The glacial lagoon Jökulsárlón. Heiða Helgadóttir

74
75
Sumardepurð. Summer sadness.
76

DAGLEGT

LÍF

2021

DAILY LIFE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

77

UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY

Una Margrét Jónsdóttir og Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson hafa verið gift í tvo áratugi. Þau segjast afar sérvitur en í sameiningu fundu þau leið til að tala saman um erfiða hluti með því að láta fingurna tjá sig. Hlý og afar einlæg mynd úr íslenskum hversdagsleika. Ljósmyndarinn skapar traust og nær þannig að segja hjartnæma sögu sem ekki er sjálfsagt að viðfangsefnin vilji deila með öðrum. Þá er myndin skemmtilega innrömmuð og bætir umhverfið heilmiklu við söguna.

Una Margrét Jónsdóttir and Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson have been married for two decades. They claim to very eccentric, but together they have found a way to discuss difficult subjects by making their fingers communicate. A warm and very candid picture from everyday life in Iceland. The photographer creates trust and thus manages to tell a heartfelt story which the subjects might not necessarily wish to share with others. The image is entertainingly framed and the surroundings add quite a lot to the story.

Una Margrét Jónsdóttir og Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson hafa verið gift í tvo áratugi. Þau hafa í sameiningu fundið leið til þess að tala um erfiða hluti með því að láta fingurna tjá sig. „Það er dálítið sérstakur hluti af okkar sambandi og byrjaði nokkuð snemma eftir að ég flutti hingað og við sátum gjarnan saman við eldhúsborðið að drekka síðdegiskaffi. Þá fór Eiður að láta fingurna ganga svona í átt að mínum og ég lét mína fingur ganga. Við gerðum það að gamni okkar að við létum sem fingurnir sæju hver annan. Þér léku sér hver að öðrum og þeir föðmuðust. Svo vatt þetta upp á sig og fingurnir fóru að tala. Við fórum að kalla þau litla fingrastrákinn og litlu fingrastúlkuna,“ segir Una. „Þau fóru að tala um hluti sem okkur fannst erfitt að tala um. Þarna var komin leið til að tala um mjög erfiða hluti. Maður gat þá fríað sig ábyrgð einhvern veginn. Það var einhver annar að segja þetta. Þetta hefur hjálpað mjög mikið. Kannski tengist þetta líka því að við erum bæði alveg óskaplega sérvitur,“ segir Eiður. Una Margrét Jónsdóttir and Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson have been married for two dec-ades. Together they have found a way to talk about difficult subjects by making their fingers com-municate.

“It's a bit of a special part of our relationship and started quite early after I moved here, and we often sat together at the kitchen table to drink our afternoon coffee. Then Eiður started to let his fingers sort of walk towards mine and I let my fingers walk. For fun, we pretended that the fingers could see each other. They played with each other and they hugged. Then things evolved and the fingers started talking. We started calling them the little finger boy and the little finger girl,” Una says.

“They started talking about things that we found it difficult to talk about. So there we had a way to address very difficult matters. In this way, one could be free of responsibility in a way. Someone else was saying those things. This has helped a lot. Maybe this also has to do with the fact that we are both exceedingly eccentric,” Eiður says.

78
79
DAGLEGT LÍF MYND ÁRSINS DAILY LIFE PHOTOGRAPH OF THE YEAR
80 Á Skólavörðustíg At Skólavörðustígur Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðrún Kolbeinsdóttir, fyrsta árs nemi í vöruhönnun, við vinnu sína í glugganum á Rammagerðinni á Skólavörðustíg í Reykjavík. Þessi viðburður var hluti af Hönnunarmars. Ferðamenn sem ganga framhjá skilja ekkert í þessari uppákomu. Guðrún Kolbeinsdóttir, a first year student of product design, working in the window of Rammagerðin (The Frame Factory) at Skólavörðustígur, Reykjavík. This event was a part of the design festival Hönnunarmars (Design March). Passing tourists are left puzzled.

81
82
Starfsmaður Slippsins horfir í gegnum varðskipið Tý. An employee of Reykjavík Shipyard looks through the Coast Guard vessel Týr. Anton Brink

Á björtu júníkvöldi þegar kyrrðin er algjör og fáir eru á ferli er tilvalið að loka fyrir umferð og malbika vegi. Þó að sólin setjist í smá tíma verður aldrei dimmt þó að rómantísk birtan ýti ekki undir vinnuhraðann. The stillness of a bright June evening, with few people around, is a great opportunity to shut off traffic and pave a road. The sun may set for a short time but it never gets dark, although the romantic light does not encourage a fast pace of work.

83
Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Rólað í sólarlaginu á Ægisíðu. Swing time in the sunset at Ægisíða, Reykjavík.

Kristinn Magnússon

84
85
Sirkuslistamenn sýndu listir sínar á 17. júní hátíðarhöldum í Kópavogi. Circus artists performed at the Independence Day celebrations in Kópavogur on 17 June. Anton Brink

Ungur drengur sýnir afa sínum og ömmu í Kanada eldgosið í Geldingadölum meðan hann spjallar við þau. A young boy shows the Geldingadalir eruption to his grandparents in Canada during a chat.

86

Stór hópur fólks lagði leið sína í Geldingadali á fyrstu dögum gossins. A large number of people visited the Geldingadalir valleys in the initial days of the eruption.

87

Brjóstagjöf Breastfeeding

Hörður Sveinsson

88

Stúdentar í Verzlunarskóla Íslands sátu alla tíma sína með grímu fyrir vitum til að minnka líkur á smitum á Covid. Students at Iceland Commercial College wore masks to every class in order to decrease the chance of Covid transmission.

89
Anton Brink

Daði Freyr Pétursson við móttöku á Langspilinu, verðlaunum STEFS. Daði Freyr Pétursson and Árný Fjóla Ásmundsdóttir at a reception for Langspilið, an awards ceremony by STEF, the Composers’ Rights Society of Iceland.

90

Sænska félagið á Íslandi stóð fyrir tónleikum til heiðurs heilagri Lúsíu að sænskum sið. Börn á öllum aldri komu saman við söng og kertaljós eins og siður er í aðdraganda jólanna. The Swedish Society held a concert honouring St. Lucia according to Swedish tradition. Children of all ages united in song by candlelight, as is customary with Christmas approaching.

91

Kona knúsar folald í Skjaldavík við Eyjafjörð. A woman hugs a foal in Skjaldarvík by Eyjafjörður, North Iceland. Rakel Ósk Sigurðardóttir

92

Heimsóknir á hjúkrunarheimili hafa verið undir ströngum reglum síðan heimsfaraldurinn skall á árið 2020. Sigríður Sigurðardóttir þarf jafnan að bera grímu þegar hún heimsækir eiginmann sinn Aðalstein Aðalsteinsson á hjúkrunarheimilið Dyngju á Egilsstöðum. Visits to nursing homes have been strictly regulated since the start of the pandemic back in 2020. Sigríður Sigurðardóttir always has to wear a mask when she visits her husband Aðalsteinn Aðalsteinsson at the nursing home Dyngja in Egilsstaðir.

Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

93
94

PORTRETTMYNDIR

ÁRSINS 2021 PORTRAIT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

95

UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY

Töff og óvenjuleg portrettmynd sem sker sig úr fjöldanum og gefur þá upplifun að lögmál séu brotin. Viðfangsefnið virðist svífandi en um leið svo fullkomið, eins og þyngdarlögmálið hafi gleymt að vinna sína vinnu. Afar áhugaverð innrömmun og myndbygging gerir þessa stílhreinu mynd að veislu fyrir augað. Kyrrlát en sterk orka í eftirminnilegri mynd.

A cool and unusual portrait that stands out with the impression that rules have been broken. The subject appears to be floating, yet is so perfect, as if gravity forgot to do its job. Very interesting framing and composition makes this crisp image a feast for the eyes. Quiet yet strong energy in a memorable image.

Shu Yi ljósmyndari opnar sýningu á Mutt Gallerí. Photographer Shu Yi opens an exhibit at Mutt Gallerí. Páll Stefánsson

PORTRETTMYND ÁRSINS

PHOTOGRAPH OF THE YEAR

96
PORTRAIT
97

Söngkonan Bríet. The singer Bríet.

Hörður Sveinsson

98
99
Franski listamaðurinn Romain Causel við verk sitt Expectations, á MA-sýningu Listaháskólans. French artist Romain Causel and his piece Expectations, at the MA exhibit of the University of the Arts.

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi í Hjálmum.

Musician Guðmundur Kristinn Jónsson, known as Kiddi of the band Hjálmar.

Hörður Sveinsson

100
Haraldur Stefánsson sem Gosi. Haraldur Stefánsson as Pinocchio. Páll Stefánsson
101

Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir. Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir.

102
Kári Stefánsson. Kári Stefánsson. Hallur Karlsson
103

Hjörtur Matthías Skúlason, hönnuður og listamaður.

Hjörtur Matthías Skúlason, designer and artist.

Valgarður Gíslason

104
105
Jón Sæmundsson. Jón Sæmundur Auðarson. Hallur Karlsson

Birgitta Birgisdóttir fer með hlutverk listakonunnar Ástu Sigurðardóttur í leikritinu Ástu, sem frumsýnt var í Kassanum á árinu. Hér speglar Birgitta sig í spegli sem var í eigu Ástu á sínum tíma. Birgitta Birgisdóttir portrays artist Ásta Sigurðardóttir in the play Ásta, which was shown in the Kassinn performance space. Birgitta is here reflected by a mirror that belonged to Ásta.

106

Brynja Hjálmsdóttir rithöfundur. The author Brynja Hjálmsdóttir.

Heiða Helgadóttir

107

„Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar þegar Eva kom út úr skápnum, en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.

“Finally, a lesbian,” her grandfather exclaimed when Eva came out, since there are so many gay men in her family that homosexual group portraits are set up at extended family gather-ings. Her grandfather offered to buy her some sperm from Denmark, but she chose instead to have a child with gay men.

109
110

MYNDARAÐIR ÁRSINS 2021

PHOTO STORIES OF THE YEAR

111

Á horni Barónsstígs og Eiríksgötu stendur gamli Blóðbankinn. „Blóð er lífsgjöf“ segir í kjörorðum bankans, sem hefur fært sig um set yfir á Snorrabraut. Eftir stendur húsið gráa á Barónsstígnum og hefur öðlast nýjan tilgang, en í kjallara þess húss dvelja þeir tímabundið sem látið hafa lífið af óútskýrðum ástæðum. The old Blood Bank is on the corner of Barónsstígur and Eiríksgata in Reykjavík. “Blood is a gift of life” is the motto of the bank, which has moved a stone’s throw over to Snorrabraut. The grey building on Barónsstígur has acquired a new purpose; its basement keeps the mortal re-mains of those who died of unexplained causes.

Texti/text: Alma Mjöll Ólafsdóttir.

Heiða Helgadóttir

MYNDARÖÐ ÁRSINS

112
PHOTO STORY OF THE YEAR

UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY

Með úthugsaðri nálgun nær ljósmyndarinn að vinna afar vel úr krefjandi aðstæðum. Myndefnið er sláandi, jafnvel óþægilegt í huga margra, en án þess að draga neitt undan nær ljósmyndarinn samt að skapa ró og jafnvel hlýju. Sagan útskýrir og sýnir hluti sem getur verið erfitt að horfa á en vekur þó ekki óhug. Myndirnar svala ákveðinni forvitni og færa áhorfandann inn í kringumstæður sem fæstir þekkja af eigin raun en gerir það með smekklegum og fagmannlegum hætti.

With a considered approach, the photographer makes the most of a challenging situation. The subject matter is striking, even uncomfortable to many, but despite holding anything back, the photographer creates an atmosphere of calm, even warmth. The story explains and shows things which can be difficult to watch, but does not arouse dread. The images quench a certain curiosity and lead the viewer into a situation that few people know from experience, but do so in a tasteful and professional way.

Pétur Guðmann Guðmannsson er annar tveggja starfandi réttarmeinafræðinga á Íslandi. Öll tilfelli dauðsfalla sem Pétur fær inn á borð til sín eru óútskýrð. Tilgangur krufningar er því að komast að því hvernig dauðann bar að garði, hvort um slys, sjálfsvíg, manndráp eða náttúrulegan dauðdaga hafi verið að ræða. „Að kunna á strúktúr líkamans, mér fannst það rosalega flott sem hugmynd. Eitthvað sem hefur bara sitt upphaf og sinn endi, mér fannst eitthvað elegant við það. Ef maður hefur áhuga á líffærafræði, öllum vöðvum, æðum, taugum, öllu, þá er þetta rétta starfið,“ segir hann kíminn. Pétur Guðmann Guðmannsson is one of two practicing forensic pathologists in Iceland. All cas-es of death that are assigned to Pétur are unexplained. The purpose of the autopsy is therefore to find out how death occurred, whether it was by accident, suicide, homicide or natural caus-es. “Knowing the body’s structure is something that I found a very cool prospect. It has a beginning and an end, and to there was something elegant about it. If you are interested in anatomy, in muscles, veins, nerves, everything, then this is the right job,” he says with a smile.

113

Pétur reynir eftir bestu getu að tengjast ekki viðföngum sínum eða sögu þeirra persónulega. „Ef maður væri tilfinningalega blandaður í öll tilfellin myndi maður tæmast mjög fljótt, svo maður heldur sig kannski leynt og ljóst frá því og svo verður það einhvern veginn sjálfkrafa, þessi fjarlægð. Ég hefði ekki andlega efni á því að láta öll tilfellin íþyngja mér,“ segir hann. Fjarlægðin gerir það að verkum að manneskja geti orðið að líki og lík að viðfangi og þegar manneskjan er viðfang verður vinnan viðráðanleg. „Maður er að umgangast þessa manneskju á svo mikið öðruvísi hátt en maður myndi umgangast annað lifandi fólk. Það er einhver grundvallarafstöðumunur í aðstæðunum sjálfum.“ Peter tries his best not to make a personal connection with to his subjects or their history. “If I were emotionally involved in all the cases, I would burn out very quickly, so I keep my distance and then that maybe becomes an automatic stance. I couldn’t afford mentally to be weighed down by each case,” he says. This distance can turn a person into a corpse and a corpse into a subject, and when the person is a subject, the work becomes manageable. “I am dealing with this person in such a different way than I would with living people. There is a fundamental dif-ference inherent in the situation.”

114

Pétur Guðmann leiðbeinir hér einum læknanemanna sem koma iðulega til hans. „Maður er ekki að lækna hér inni. Þetta er formfræði, þetta er formfræðirannsókn. Maður er að skoða, það er starfið. Maður er að skoða, maður er að lýsa og maður er að túlka, ekki lækna,“ segir Pétur. Pétur Guðmann guides one of the medical students who regularly visit. “This is not a place of healing. It is an investigation of form. You look and analyze, that is the job. You investigate, you describe and you interpret, but you don’t heal,” says Pétur.

115

Það eru tilfelli sem hann getur ekki sinnt. Hann getur til að mynda ekki krufið einhvern sem hann þekkir vel. Viðfangið yrði þá aftur að líki og lík að manneskju. „Þá væri það í forgrunni að þetta væri manneskja, að þetta væri ekta einhvern veginn. Maður býr sér til þetta kerfi sem er pínulítið fjarstæðukennt, til þess að geta umgengist þetta og til þess að verða ekki fyrir of miklum áhrifum. Það er einhver innbyggð afneitun sem á sér stað, einhver djúpsálfræðileg afneitun á dauðanum, að maður trúi því raunverulega að maður deyi. Krufning er svo mikil opinberun, hún sýnir manni að maður er á endanum spendýr, að svona er þetta og svona er maður að innan.“

There are cases which he cannot take on. For example, he cannot perform an autopsy on a per-son that he knows well. The subject would then become a corpse, and the corpse would be-come a person. “It would bring out the reality of it being a person. You create this system which is a little bit absurd, in order to be able to be around this without being too affected. There is a built-in denial, a deep psychological refusal to believe that you will in fact die. An autopsy is such a revelation, it shows you that in the end you are a mammal, that this is how it is and this is how you look on the inside.”

116

„Þegar ég er að kryfja menn á mínum aldri, tiltölulega unga, sem deyja annaðhvort skyndidauða eða fyrir eigin hendi, snertir það í mér streng og fær mig til að hugsa út í mitt eigið líf.“

“When I am performing autopsies on people my age, relatively young, who either die an unex-pected death or by their own hand, it touches me on the inside and makes me ponder my own life.”

117

„Samskiptin eru engin og þar af leiðandi eru tengslin engin. Þessi manneskjulegu tengsl sem maður nær að mynda við næstum alla sem maður mætir, jafnvel afgreiðslufólk í búðum sem maður mætir einungis í stutta stund, það eru svona míkrótengsl, manneskja við manneskju. Í krufningarsalnum eru engar forsendur fyrir því og ég held að það sé í raun heppilegt að maður geti haldið sig frá því.“ Honum tekst í flestum tilfellum að mynda slíka faglega fjarlægð en ekki öllum. Sú staða hefur komið upp að Pétur hefur þurft að kryfja manneskjur sem hann hefur séð í lifanda lífi, sem hann man eftir. Þá veikist hið bráðnauðsynlega varnarkerfi.

“There is no communication and therefore no connection. This human connection that you make with almost everyone you meet, even assistants in stores that you only meet for a short while, it’s a microconnection, person to person. In the autopsy room, there are no grounds for this connection, which is fortunate.” Pétur manages in most cases to keep his professional dis-tance, but not in all cases. In some instances, Pétur has had to perform autopsies on people he remembers meeting in real life. When this happens, the necessary defence mechanism weak-ens.

118

„Ég hef enga trú á því að ég deyi frekar en mjög margir. Bara eins og fólk er oft. Fólk gengur ekki um í þessari trú almennt um að það muni einhvern tíma deyja, og ég er eins. Ég sé mig ekki fyrir mér liggjandi á borðinu í kjallaranum á Barónsstíg.“

“Like so many people, I don’t really believe that I’ll die. This is very common. People generally don’t go around thinking that eventual death is for them, and I’m the same. I don’t picture my-self lying on the table in the basement at Barónsstígur.”

119

Eldgosið í Geldingadölum við Fagradalsfjall var fyrsta eldgosið á Íslandi eftir að drónar voru komnir í almenningseign og var sú tækni nýtt til hins ýtrasta hjá mörgum. The eruption in Geldingadalir by Fagradalsfjall was the first eruption in Iceland after drones became a common tool, and many took full advantage of the possibilities.

120
121
122
123
124
125

Séra Óskar H. Óskarsson er sóknarprestur í Hrunaprestakalli. Hann er einn af fáum prestum sem enn halda í fornar hefðir og stundar sauðfjárbúskap á kirkjujörðinni.

Reverend Óskar H. Óskarsson is the parish priest in Hruni Parish. He is one of the few priests who still uphold old traditions and engages in sheep farming on the church land.

126

Óskar að gefa kindum fóður í lok sauðburðar. Búskapurinn nýtist vel í starfi hans sem sveitaprestur. Gott spjall um hrútaskrána opnar ýmsar dyr í sveitum landsins. Óskar feeding the sheep at the end of the lambing season. Sheep farming complements his work as a priest well. Being able to chat about the register of rams opens many a door in the countryside.

127

Skrifstofu prestsins er að finna í kjallara prestsetursins. Þar kennir ýmissa trúarlegra grasa og setið er lengi við skriftir ef marka má vel nýttan stólinn. The priest’s office is located in the basement of the rectory. There are many religious tomes on the shelves and many hours spent writing, judging from the well-worn chair.

128

Hendur fjárbóndans grípa hér um prestakragann áður en haldið er til messu þennan sunnudaginn. The sheep farmer’s hands clutching the priest’s collar before heading to Sunday mass.

129

Séra Óskar H. Óskarsson er sóknarprestur í Hrunaprestakalli, sem samanstendur af fjórum sóknum í Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Reverend Óskar H. Óskarsson is the parish priest in Hruni Parish, which consists of four smaller congregations in the municipalities Hrunamannahreppur and Skeiða- og Gnúpverjahreppur.

130

Óskar í Hruna fylgir sex fermingarbörnum til kirkju á sólríkum vordegi þegar sóttvarnatakmörkunum hefur verið lyft nægilega mikið til að hægt sé að ferma. Óskar in Hruni accompanies six children to church on a sunny spring day after pandemic re-strictions were eased sufficiently to perform a confirmation service.

131

Sex fermingarbörn fermd í Hrunakirkju í maí 2021. Six children confirmed in Hruni Church in May 2021.

132

Kveðjustund fyrir utan Hrunakirkju eftir vel heppnaða fermingu. A moment of goodbyes outside Hruni Church after a successful confirmation.

133

LJÓSMYNDARAR PHOTOGRAPHERS

Anton Brink 30, 82, 85, 89

Eggert Jóhannesson 19, 23, 90, 102

Ernir Eyjólfsson 67

Eyþór Árnason 15, 16, 17, 52, 73, 75, 106

Golli / Kjartan Þorbjörnsson 12, 13, 28, 60, 80, 83

Guðmundur Karl Sigurdórsson 71

Hafliði Breiðfjörð 42, 45, 47

Hallur Karlsson 103, 105

Hákon Björnsson 57

Heiða Helgadóttir 74, 79, 99, 107, 108, 112-119

Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir 56, 59, 66

Hulda Margrét Óladóttir 39, 44, 46

Hörður Sveinsson 50, 53, 58, 88, 98, 100

Kristinn Magnússon 14, 22, 36, 38, 72, 84

Páll Stefánsson 68, 97, 101

Ragnhildur Aðalsteinsdóttir 93

Rakel Ósk Sigurðardóttir 54, 55, 92

Sigtryggur Ari 31, 64, 91

Styrmir Kári 70, 87, 126-133

Valgarður Gíslason 24, 25, 26, 27, 29, 81, 104

Vilhelm Gunnarsson 6, 10, 18, 20, 32, 33, 40, 43, 86, 120-125

Þorkell Þorkelsson 21

MYNDIR ÁRSINS 2021 er gefin út í tilefni af árlegri ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands. www.myndirarsins.com

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2021 is published to accompany the annual photo exhibition of the Icelandic Press Photographers Association. www.myndirarsins.com

Dómnefnd/Jury:

David Guttenfelder (chairman)

Aldís Pálsdóttir

Árni Torfason

Gísli Helgason

Hrund Þórsdóttir

Pjetur Sigurðsson

Sigríður Ella Frímannsdóttir

Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands/Board of directors: Kristinn Magnússon, formaður (chairman)

Eyþór Árnason

Hallur Karlsson

Heiða Helgadóttir

Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Styrmir Kári Erwinsson

134

MYNDIR ÁRSINS 2021

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

UMHVERFISMYND ÁRSINS/LANDSCAPE PHOTOGRAPH OF THE YEAR Nýtt hraun úr Fagradalsfjalli skríður ofan í Merardali í snjómuggunni. New lava from Fagradalsfjall slips into Merardalir in the snow. Sigtryggur Ari
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.