Myndir ársins 2020

Page 1

MYNDIR ÁRSINS 2020 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

MYND ÁRSINS/PHOTOGRAPH OF THE YEAR Ásta Kristín Marteinsdóttir, sjúkraliði og laganemi, skráði sig í sveit bakvarða þegar faraldurinn knúði að dyrum. Eins og aðrir heilbrigðisstarfsmenn stóð hún í ströngu á árinu. Ásta Kristín Marteinsdóttir, paramedic and law student, joined the ranks of backers when the pandemic struck. Like other healthcare professionals, she faced big challenges during the year. Þorkell Þorkelsson


MYNDIR ÁRSINS 2020/PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2020 Ljósmyndir © Ljósmyndarar viðkomandi mynda (skv. myndatexta). Photographs © The photographers of the photos in question (according to caption). Útgáfa bókarinnar er styrkt af Menningarsjóði Blaðamannafélags Íslands. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis handhafa höfundarréttar og útgefanda. This book may not be copied in any form, e.g. photographed, printed, recorded on audio or in other comparable manner in part or in whole, without written consent from the copyright holder and the publisher. Bókarhönnun, umbrot og kápa: Árni Torfason Design, layout and cover: Árni Torfason

Ljósmynd á forsíðu/Photograph on frontpage: Þorkell Þorkelsson Ljósmynd á baksíðu/Photograph on backpage: Kristinn Magnússon Ensk þýðing/English translation: Magnús Teitsson


MYNDIR ÁRSINS 2020

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


MYNDIR ÁRSINS 2020 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR Hetjur unglingsára minna voru blaðaljósmyndarar.

Þeir tóku þátt í myndrænu uppeldi mínu og fræddu mig jafnt um Ísland sem og fjarlæg lönd. Drógu inn til mín, með ljósmyndum sínum, ævintýri og sögur sem ég hafði ekki haft aðgang að. Þeir voru tákngervingar þess sem ljósmyndun var, þeir lögðu línurnar um það hvað ljósmynd væri, hvernig ætti að nota hana og ekki síst hvernig ljósmyndarar ættu að vera. Maður beið spenntur eftir helgarblaðinu, hvort í því væri enn ein snilldarserían eða stórkostlega myndin. Þeir höfðu heiminn í höndum sér og færðu mér augnablik af honum inn um lúguna. Á tímabili dreymdi mig um að feta í fótspor þeirra. Fljúga um á sérmerktum flugvélum, keyra um fjöll og firnindi á sérmerktum bílum. Ríða um héruð með Leicur í bunkum á öxlunum og koma heim með svakalegar sögur af samtímanum. Hafa nægan tíma og pening til að kafa djúpt í frásögnina, rannsaka viðfangsefnið í þaula, grafa og grafa þangað til maður kæmist til botns í málinu. Segja sögur sem skipta samtímann máli og eiga erindi, ekki bara hér á klakanum heldur út um allan heim.

Tíminn leið. Erfið staða fjölmiðla hefur leitt til mikils niðurskurðar. Fréttaljósmyndarar hafa þurft að taka að sér alls konar verkefni sem ekkert tengjast fréttaljósmyndun, mynda smart kleinur og hvaðeina. Reyndir ljósmyndarar hafa hætt og farið að mynda annars staðar og alltaf fækkar í stéttinni. Heimildarljósmyndun hefur að miklu leyti horfið úr blöðum og tímaritum en fundið sér stað í galleríum og söfnum. Sýningar og bækur eru í dag vettvangurinn fyrir langtíma heimildarverkefni.

4

Starfið í dómnefndinni fyrir sýninguna Myndir ársins 2020 var mjög áhugavert. Margar góðar myndir bárust í keppnina í öllum flokkum. Dómnefndin var nokkuð sammála í vali sínu á myndunum á sýninguna þó að vissulega hafi verið mikið rökrætt. Þegar velja átti verðlaunamyndirnar sköpuðust áhugaverðar og skemmtilegar umræður um hinar ýmsu hliðar ljósmyndarinnar. Miklar rökræður voru um val á seríum fyrir sýninguna en erfiðast var þó að velja mynd ársins. Dómnefndarfólk færði rök fyrir sinni uppáhaldsmynd og fljótlega stóð valið á milli tveggja mynda. Eftir ótal kosningar og rökræður um hvor myndin ætti að vinna komumst við loks að niðurstöðu. Mynd ársins er vel að sigrinum komin. Það kom svo í ljós að sami ljósmyndarinn átti báðar myndirnar. Það væri óskandi að framsækin heimildarljósmyndun ætti sér stærri stað í blöðum og tímaritum á Íslandi og að fjölmiðlar hefðu bolmagn til að taka þátt í langtímaverkefnum ljósmyndara sinna. Þannig gætu þeir stuðlað að þroska og þróun ljósmyndaranna í leit að persónulegum stíl og gert þeim kleift að vinna að samfélagslega mikilvægum verkefnum. Til að það geti orðið þarf ríkið að styrkja sjálfstæða fjölmiðla á Íslandi. Pétur Thomsen


Newspaper photographers were the heroes of my teenage years.

They were a part of my graphic development and taught me both about Iceland and distant countries. With their photographs, they brought me fairy tales and stories that I did not have access to previously. They were representations of what photography was, they drew the lines of what photography is, how it should be used and not least how photographers should be. I waited anxiously for the weekend paper, whether it was another masterpiece series or a magnificent photo. They had the world in their hands and brought me a moment of it through the letterbox. For a while, I dreamed of following in their footsteps. Flying around in specially marked aircraft, driving around mountains and fjords in specially marked cars. Riding around the provinces with Leicas in piles on my shoulders and coming home with hair-raising stories from the here and now. Having enough time and money to dive deep into the story, researching the subject thoroughly, digging and digging until I got to the heart of the matter. Telling stories that would be relevant and have a purpose, not only here in Iceland but all over the world.

Time passed. The difficult economic situation of media outlets has led to major cutbacks. News photographers have had to undertake all kinds of tasks that have nothing to do with news photography, such as shooting fancy donuts or the like. Experienced photographers have taken their talents elsewhere and the profession steadily loses members. Documentary photography has largely disappeared from newspapers and magazines but has taken space in galleries and museums. Exhibitions and books are today the venue for long-term documentary projects.

The task of the jury for the exhibition Pictures of the Year 2020 was very interesting. Many good photos were submitted to the competition in all categories. The jury agreed somewhat in their choice of the images for the exhibition, although there was certainly much debate. When choosing the award-winning photos, interesting and fun discussions took place about the various aspects of the photos.

There was a lot of discussion about the choice of best series, but it was the most difficult to choose the photo of the year. The jury argued for their favorite photo and soon a choice was made between two photos. After countless votes and debates about which photo should win, we finally came to a conclusion. The photo of the year is a worthy winner, but it turned out that the same photographer was behind the runner up. It would be desirable for progressive documentary photography to have a place in newspapers and magazines in Iceland and for the media to have the capacity to take part in the long-term projects of their photographers. In this way, they could contribute to the development and development of the photographers in search of a personal style and enable them to work on socially important projects. In order for this to happen, the state needs to strengthen independent media in Iceland. Pétur Thomsen

5


6

MYND ÁRSINS PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Fallegt augnablik í lok krefjandi vaktar á Landspítalanum. Fegurð í stofnanalegu og sterílu umhverfi. Værð og ró er í myndinni en á sama tíma tregi og þreyta. Táknræn mynd fyrir ástand ársins sem flestir eiga auðvelt með að tengja við, handþvottur, spritt og þreyta. A beautiful moment at the end of a demanding shift at the National Hospital. Beauty in an institutional and sterile environment. There is peace and quiet in the picture but at the same time sluggishness and fatigue. A symbolic image for the mood of the year that most people find it easy to relate to, hand washing, hand sanitizer and fatigue.

Ásta Kristín Marteinsdóttir, sjúkraliði og laganemi, skráði sig í sveit bakvarða þegar faraldurinn knúði að dyrum. Eins og aðrir heilbrigðisstarfsmenn stóð hún í ströngu á árinu. Ásta Kristín Marteinsdóttir, paramedic and law student, joined the ranks of backers when the pandemic struck. Like other healthcare professionals, she faced big challenges during the year. Þorkell Þorkelsson

7


8


FRÉTTAMYNDIR ÁRSINS 2020 NEWS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

9


10

FRÉTTAMYND ÁRSINS NEWS PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Sterk frásögn í einum ramma af stórri frétt. Vel uppbyggð mynd sem segir margar sögur í einu. Hver einasti hluti myndarinnar hefur tilgang og minnir hún á frásagnarmálverk. Myndin sýnir vel alvarleika atburðarins og þær gríðarlega erfiðu aðstæður sem sköpuðust í eldsvoðanum. A strong story in one frame of a big story. A well-structured photo that tells many stories at once. Every single part of the picture has a purpose and it is reminiscent of narrative painting. The photo clearly shows the gravity of the event and the extremely difficult conditions brought on by the fire.

Útkall barst vegna bruna í íbúðarhúsnæði á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu og var allt tiltækt lið sent á vettvang. Mikill eldur logaði í húsinu og bjargaði slökkvilið nokkrum úr logandi húsinu í gegnum glugga. Aðrir komust út af sjálfsdáðum, en tveir þurftu að stökkva út um glugga. Sex voru fluttir á slysadeild og þrír létust í brunanum. Kveikt var í húsinu og einn maður var ákærður fyrir verknaðinn. All available fire brigade units were summoned to a residential building in the western part of Reykjavík, where a fire was out of control. Some people got out on their own, but a few had to be rescued through a window. However, three people died in the fire and six were taken to an emergency room. A man was later charged with arson in connection with the fire. Kristinn Magnússon

11


„Þau tímamót hafa orðið að sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögu um samkomubann. Þetta er í fyrsta skiptið í lýðveldissögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi þar sem tilkynnt var um samkomubann frá 15. mars til 12. apríl. “We are at a crossroads as the chief epidemiologist has suggested an assembly ban to the minister of health, for the first time in the history of our republic,” said prime minister Katrín Jakobsdóttir at a news conference announcing an assembly ban from March 15 to April 12. Heiða Helgadóttir

12


Mótmæli við innanríkisráðuneytið til stuðnings Maní, 17 ára transdreng frá Íran, sem til stóð að vísa úr landi. Protests by the Interior Ministry in support of Maní, a 17 year old trans boy from Iran, who was due to be deported. Sigtryggur Ari

13


Fjölmiðlafólk fyllti ganga Héraðsdóms Reykjavíkur og vann saman í kös með fartölvur í kjöltunni. Viðfangsefni fréttanna, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fylgdist með framvindunni yfir axlir Stígs Helgasonar, fréttamanns RÚV. Á meðan lagði Erla Bolladóttir á ráðin með lögmanni sínum, Ragnari Aðalsteinssyni. Reporters with laptops filled the hallways of the Reykjavík District Court. Their subject, Þorsteinn Már Baldvinsson, CEO of fishing giant Samherji, watched over the shoulders of RÚV reporter Stígur Helgason. Meanwhile, Erla Bolladóttir conferred with her attorney, Ragnar Aðalsteinsson. Valgarður Gíslason

14


Mál Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, gegn Seðlabankanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, kom sér vel fyrir nálægt Þorsteini til að fylgjast með málinu. The case of Þorsteinn Már Baldvinsson, CEO of Samherji, vs. the National Bank was tried before the Reykjavík District Court. RÚV reporter Helgi Seljan secured a good spot near Þorsteinn. Valgarður Gíslason

15


Gríðarmiklar aurskriður fóru gegnum Seyðisfjarðarbæ í desember. Tvær skriður féllu úr Botnum 15. desember og í kjölfarið voru nokkur hús rýmd vegna ofanflóðahættu. Fljótlega varð ljóst að um yfirstandandi ástand var að ræða, enda mikil rigning, og hættustigi var lýst yfir. Hinn 18. desember féll gríðarstór skriða á bæinn og litlu mátti muna að illa færi. The village of Seyðisfjörður was hit by vast landslides in December. Two landslides fell from Botnar on December 15, and several houses were evacuated due to the risk of flooding. It soon became clear that this was an ongoing situation, as it was raining heavily and danger was declared. On December 18, a huge landslide hit the village, but fortunately no one was injured. Vilhelm Gunnarsson

16


Miklar tilfinningar einkenndu andartökin eftir að stór aurskriða féll á byggð á Seyðisfirði. Frá skriðusvæðinu hljóp fólk í faðm ættingja og vina. Á þessum tímapunkti var óttast mjög um afdrif fólks. The moments after the landslide in the village of Seyðisfjörður were fraught with emotion, with people embracing loved ones frantically. At this time, there were concerns that casualties might have occurred. Eggert Jóhannesson

17


Húsið Breiðablik færðist tugi metra eftir að aurskriða úr hlíðum ofan við Seyðisfjörð feykti því með sér. A restored historical building named Breiðablik, in the East Fjords village of Seyðisfjörður, was thrown dozens of meters by a landslide. Eggert Jóhannesson

18


Fyrstu myndir eftir risavaxið skriðufall á Seyðisfirði sýndu þá gríðarlegu eyðileggingu sem af henni hlaust. Á myndinni má sjá starfsfólk Landhelgisgæslunnar skoða aðstæður. The first photos after the devastating landslide in Seyðisfjörður showed the extent of the damage. The picture shows Coast Guard personnel evaluating the scene. Eggert Jóhannesson

19


20


Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi almannavarna Chief epidemiologist Þórólfur Guðnason at a Department of Civil Protection news conference. Eggert Jóhannesson

Kári Stefánsson var áberandi á árinu, enda fróður um margt og Íslensk erfðagreining í forystuhlutverki við raðgreiningu veirunnar. Hann átaldi stjórnvöld fyrir að koma ekki á fót farsóttastofnun og gagnrýndi vangaveltur um afléttingu strangra aðgerða á landamærunum. Þá tryggði hann aðkomu DeCode að skimuninni fyrir Covid-19 á Íslandi, sem reyndist mikil blessun í ljósi þess hversu illa opinbera heilbrigðiskerfið var tækjum búið. DeCode CEO Kári Stefánsson was in the spotlight during the year along with his company, which took a leading role in the sequencing of the virus. Kári accused the government of failing to set up an epidemic agency and criticized speculation about lifting strict border controls. He also secured DeCode's involvement in the screening for Covid-19 in Iceland, which proved a great blessing in light of how poorly equipped the public health system was. Vilhelm Gunnarsson

21


Eins og svo oft áður á þessu ári var ljósmyndurum fjölmiðlanna meinaður aðgangur þegar fyrstu heilbrigðisstarfsmenn voru bólusettir vegna Covid-19. As so often this year, media photographers were refused admittance when the first health care workers were vaccinated for Covid-19. Vilhelm Gunnarsson

22


Starfslið Landspítala telur rétt um 6.000 manns á öllum sviðum heilbrigðisþjónustu og stoðþjónustu. Landspítali starfar á yfir tuttugu stöðum í borginni í meira en hundrað byggingum. Flestar þeirra eru vel við aldur og löngu hættar að svara þeim kröfum sem heilbrigðisþjónusta á 21. öld gerir. Þetta má t.d. glöggt sjá á lyftum í spítalanum sem eru svo þröngar að við eðlilegar aðstæður er áskorun að koma sjúklingum í sjúkrarúmi ásamt lámarks búnaði milli hæða. Covid-húddið svokallaða rétt kemst inn í lyfturnar ásamt starfsfólki. Eftir flutning sem þennan þarf að sótthreinsa lyftuna og alla leið sjúklingsins hátt og lágt. Í faraldrinum hefur starfsfólk spítalans staðið vaktina langt út fyrir það sem starfsskyldur þess krefjast. The National Hospital currently employs around 6,000 people in all fields of health care and support services, at over 20 locations and over 100 buildings in Reykjavík. Most of the buildings are getting on in age and do not meet the demands of 21st century health care. This is clearly evident in the hospital´s elevators, which are so narrow that under normal circumstances, it is a challenge to fit patients in their beds along with minimum equipment. The so-called Covid hood can only just be squeezed into the elevator along with staff. Following a transfer of this kind, the elevator and the patient’s entire transfer path must be disinfected. During the pandemic, the hospital staff have gone beyond the call of duty to serve the public. Þorkell Þorkelsson

23


Í faraldrinum hefur nokkrum sinnum þurft að flytja Covid 19-sjúklinga frá gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi til gjörgæsludeildar spítalans við Hringbraut til að dreifa álagi og jafna. Mikill viðbúnaður er á spítalanum vegna þessara flutninga. Notað er sérstakt einangrunarhylki, sem gjarnan er kallað "„húdd“ af fagfólki. Með notkun hylkis af þessu tagi er tryggt að smitaðir einstaklingar smiti ekki aðra við flutning. Enn fremur varnar hylkið því að einstaklingar sem eru veikir fyrir smitist við flutning milli deilda eða stofnana. Sérstaklega er gætt að öryggi sjúklinga við flutningana með þar til gerðum öryggisbúnaði eins og loftflæðis- og loftgæðanemum, festingum á hylkinu við notkun og öryggisbeltum fyrir sjúklinginn. Einnig er öryggi þeirra sem vinna með hylkið tryggt. Húddin uppfylla öryggisstaðla til notkunar á sóttvarnardeildum, í sjúkrabifreiðum, flugvélum og þyrlum. At times, it has become necessary to transfer Covid-19 patients from the National Hospital intensive care unit in Fossvogur, Reykjavík, to the ICU at Hringbraut, Reykjavík, to even the workload between units. A special pod, called a “hood” by professionals, is used to ensure that contagious individuals are isolated during the transfer and that susceptible individuals do not contract the virus during transfers. Special attention is paid to patient safety during transport with equipment such as air flow and air quality sensors, capsule attachments during use and seat belts for the patient. The safety of those working with the capsule is also ensured. The hood meets safety standards for use in epidemiological departments, ambulances, aircraft and helicopters. Þorkell Þorkelsson

24


Covid-19 faraldurinn hefur legið eins og mara yfir heimsbyggðinni allri síðasta árið og herjar enn á þjóðir heimsins. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af áhrifum kórónuveirunnar ógurlegu, en mikil hræðsla greip um sig meðal almennings þegar fregnir bárust af því að hún hefði borist til landsins í febrúar á síðasta ári. Veiran kallaði á viðbrögð íslenskra stjórnvalda og þar skipti skiptu öllu skjót og fumlaus viðbrögð öllu. Hér sést heilbrigðisstarfsmaður taka sýni en skimanir stóðu þeim til boða sem töldu sig vera smitaða af veirunni.

The Covid-19 pandemic had a debilitating effect the world over last year and is still in effect. Icelanders have felt the effects of the dreaded coronavirus. Fear spread among the population upon the news in February that the virus had reached the country. The virus situation called for a quick and focused official response. Here a health worker takes a sample, as tests were available to those who believed they might have contracted the virus. Hákon Björnsson

25


Ljóðaflutningur í Þjóðleikhúsinu á Covid tímum. Aðeins einn áhorfandi mátti njóta á staðnum en viðburðinum var einnig streymt. A poetry recital at the National Theater in the time of Covid. Only one spectator was allowed in person but the event was streamed online. Kristinn Magnússon

26


Félagsmenn Eflingar sem komnir eru í ótímabundið allsherjar verkfall, efndu til samstöðu- og baráttufundar í Iðnó. Svo var gegnið gengið undir lúðraþyt lúðrasveitar Lúðrasveitar verkalýðsins yfir í ráðhús Ráðhús Reykjavíkur. Members of the trade union Efling held a rally at Iðnó theater in support of their general strike, after which they marched over to City Hall support by the Workers‘ Brass Band. Anton Brink

27


Þrír unglingsdrengir voru um borð í bifreiðinni. Einum drengjanna tókst að komast upp úr höfninni af sjálfsdáðum en kafarar náðu hinum drengjunum tveimur úr bílnum. Sá fyrstnefndi var útskrifaður af sjúkrahúsi daginn eftir atvikið en hinir tveir lentu á gjörgæslu og var ástand þeirra alvarlegt og fóru þeir þaðan á Barnaspítala Hringsins. Three teenage boys were inside the car. One of them managed to get onto dry land of his own accord and was released from hospital the following day. Divers rescued the other two boys from the car, after which they were taken to hospital in critical condition. They later improved and were transferred to a children‘s ward. Kristinn Magnússon

28


Tveir menn lentu í snjóflóði í vestanverðum Móskarðshnjúkum og grófst annar þeirra í flóðinu og lést. Björgunaraðilar undirbúa aðgerðir. Two men were caught in an avalanche on the western face of the Móskarðshnjúkar peaks, one of them being fatally buried in the snow. The rescue team prepares operations. Eggert Jóhannesson

29


Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætir Guðmundi Franklín Jónssyni mótframbjóðanda í kappræðum á RÚV. Icelandic president Guðni Th. Jóhannesson takes on his challenger Guðmundur Franklín Jónsson in a debate at RÚV, the National Broadcasting Service. Kristinn Magnússon

30


Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, klórar sér í hausnum yfir ástandinu. Bogi Nils Bogason, CEO of Icelandair, scratches his head. Kristinn Magnússon

31


Verkið sem Skiltamálun Reykjavíkur og vinir máluðu á vegg við Sjávarútvegshúsið fékk að standa í rúman sólarhring áður en menn vopnaðir háþrýstidælum hreinsuðu það af veggnum í gær. Verkið sýndi sömu spurningu og brunnið hefur á vörum fjölda manns undanfarnar vikur, mánuði og ár: Hvar er nýja stjórnarskráin? Hins vegar tóku undirskriftir á vefnum nystjornarskra.is kipp eftir hreinsunina. A mural painted by Skiltamálun Reykjavíkur on a wall by the Fisheries Building stood for only 24 hours before it was erased by men armed with high pressure water jet machines. The question on the mural was a pressing one to many: Where is the new constitution? The stunt brought renewed vigour to a petition at nystjornarskra.is for a new constitution. Valgarður Gíslason

32


Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp fyrir blaðamönnum. Finance minister Bjarni Benediktsson presents a new fiscal plan to the media. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

33


34


ÍÞRÓTTAMYNDIR ÁRSINS 2020 SPORT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

35


36

ÍÞRÓTTAMYND ÁRSINS SPORT PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Í samkomubanni þar sem æfingastöðvar voru lokaðar og mótshald af skornum skammti þurfti afreksíþróttafólk að finna leið til að halda æfingum áfram. Íþróttamynd ársins kjarnar/sýnir þrautseigju og útsjónarsemi íþróttafólks í erfiðum aðstæðum sem þrátt fyrir það gátu verið ansi kómískar. Ljósmyndarinn nýtir rammann vel til að sýna okkur viðfangsefnið og myndar spennu með myndbyggingunni. With a ban on gatherings, training centers closed and tournaments scarce, elite athletes had to find a way to continue training. The sports photo of the year sums up and shows the perseverance and resourcefulness of athletes in difficult situations that could nevertheless be quite comical. The photographer makes good use of the frame to show us the subject and creates tension with the image structure.

Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona æfði fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í bílskúrnum heima í lítilli laug sem hún keypti í Costco eftir að sundlaugum var lokað vegna Covid-19. Leikunum var á endanum frestað til ársins 2021. When swimming pools were closed due to Covid-19, triathlete Guðlaug Edda Hannesdóttir trained for the Tokyo Olympics at home, in a pool bought at Costco and set up in the garage. Eventually, the Games were postponed until 2021. Vilhelm Gunnarsson

37


Kári Árnason skallar boltann að marki. Footballer Kári Árnason heads the ball for the national men’s team. Kristinn Magnússon

38


Boltar sótthreinsaðir fyrir æfingu íslenska karlalandsliðsins eftir að smit kom upp í hópnum hjá starfsliðinu. Footballs were disinfected before a training session for the men’s national football team after an infection was detected among staff. Vilhelm Gunnarsson

39


Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagna varlega. Berglind Björg Þorvaldsdóttir and Karólína Lea Vilhjálmsdóttir celebrate carefully. Eggert Jóhannesson

40


Sara Björk Gunnarsdóttir var kjörin íþróttamaður ársins eftir stórkostleg afrek á fótboltavellinum á árinu. Sara Björk Gunnarsdóttir won the vote as Sports Personality of the Year for her great exploits on the football field during the year. Vilhelm Gunnarsson

41


42


Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, fengu leyfi hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til þess að vera í glerbúri fyrir ofan stúkuna á Laugardalsvellinum meðan á leik Íslands og Belgíu stóð, þrátt fyrir að vera í sóttkví. Erik Hamrén and Freyr Alexandersson, the head coaches of the Icelandic national men‘s football team, received permission from the National Commissioner of Police’s Civil Protection Department to stay in a glass booth above the stand at Laugardalsvöllur national stadium during the match between Iceland and Belgium, despite being quarantined. Kristinn Magnússon

43


Keppendur í 55 km Laugavegshlaupinu á leið yfir Bláfjallakvísl. Participants in the 55 km Laugavegur Run crossing Bláfjallakvísl. Vilhelm Gunnarsson

44


Þessir kylfingar notuðu veðurblíðuna til að taka hring á golfvellinum í hinu glæsilega landslagi við Gróttuvitann á Seltjarnarnesi. Svo virðist sem teighöggin hafi ekki gengið alveg sem skyldi hjá þeim, þar sem draga má þá ályktun af myndinni að leit standi yfir að golfboltum þeirra sem lent hafi utan flatarinnar. Some golfers played under optimal conditions near Grótta lighthouse in Seltjarnarnes. Some of their shots from the tee might not have been optimal, however, since a search for misplaced golf balls seems to be underway. Anton Brink

45


Stórmót ÍR í frjálsíþróttum. The ÍR Track & Field Tournament. Kristinn Magnússon

46


Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, æfði í lítilli geymslu í kjallaranum heima hjá sér þegar æfingastöðvum var lokað. Powerlifter Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, Sports Personality of the Year 2019, trained in a small storage space in his basement when gyms were closed. Vilhelm Gunnarsson

47


48


TÍMARITAMYNDIR ÁRSINS 2020

MAGAZINE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

49


50

TÍMARITSMYND ÁRSINS MAGAZINE PHOTOGRAPH OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Tæknilega vel útfærð og stílíseruð mynd. Myndin er margskipt og skemmtilega hlaðin án þess að vera ofhlaðin. Mónótónísku greinarnar, laufin og könglarnir efst í rammanum mynda jafnvægi við litum og köku hlaðinn neðri hlutann. Með dulúðlegum fljótandi kertum sem tengja allt saman.

A technically well-executed and stylized image. The picture is multifaceted and pleasantly loaded without being overloaded. The monotonous branches, leaves and conifer cones at the top of the frame balance the abundant colours and the cake of the lower part. With mysterious floating candles that connect everything.

Matarþáttur fyrir jólablað Morgunblaðsins. A food feature for the Morgunblaðið Christmas special issue. Kristinn Magnússon

51


Súrdeigsæði greip þjóðina í fyrstu bylgju Covid. The nation caught sourdough fever during the first wave of Covid. 52

Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir


Gómsætur eftirréttur. A delicious dessert. Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

53


54


Tekið fyrir grillþátt í tímaritið Gestgjafann vorið 2020. Shot for a barbecue special in Gestgjafinn magazine in spring 2020. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

55


Ávaxtastúdía í morgunbirtu. A fruit study in the morning light. 56

Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir


Blómavasi með magnolíugrein. A flower vase with a magnolia twig. Rakel Ósk Sigurðardóttir

57


Ferskt pasta. Fresh pasta. 58

Hallur Karlsson


Matreiðsla og stílisering Folda Guðlaugsdóttir. Chef and stylist: Folda Guðlaugsdóttir. Hákon Björnsson

59


60


UMHVERFISMYNDIR ÁRSINS 2020 LANDSCAPE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

61


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Óvenjuleg og listræn flugeldamynd sem hefur fagurfræðilegar skírskotanir í ýmsar áttir. Á ægifagran hátt minnir hún okkur á ógnandi nærveru kórónuveirunnar. Táknrænn endapunktur á krefjandi ári.

An unusual and artistic fireworks display that has aesthetic appeal in various directions. In a beautiful way, it reminds us of the threatening presence of the coronavirus. A symbolic end to a challenging year.

Tívolíbomba springur inni í reykjarmekki á flugeldasýningu fyrir miðnætti á gamlárskvöld. New Year’s Eve brought the customary demonstrations of fireworks and smoke shortly before midnight. Vilhelm Gunnarsson

62

UMHVERFISMYND ÁRSINS LANDSCAPE PHOTOGRAPH OF THE YEAR


63


64


Síðasta sumar komu mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít til Vestmannaeyja eftir langt ferðalag frá sædýragarðinum Changfeng Ocean World í Sjanghæ í Kína. Í ágúst var þeim komið fyrir í Klettsvík, framtíðarheimkynnum þeirra. Last summer, the beluga whale sisters Little Grey and Little White arrived at the Westman Islands after a long journey from Changfeng Ocean World in Shanghai, China. In August, they were moved to Klettsvík Bay, their future home. Vilhelm Gunnarsson

Arnarstofninn á Íslandi er í uppsveiflu og örninn farinn að eigna sér óðöl á stöðum sem ekki hafa hýst slík í heila öld eða lengur. Assa flýgur hátt yfir hreiðurhólma sem ekki má upplýsa hvar er og virðir fyrir sér óvelkomna gesti. Kríur úr varpi í nágrenninu eru ekki sáttar við lágflugið. The eagle population in Iceland is increasing and starting to find homes where they had previously not been seen for a century or more. A female eagle flies high above a nest in an undisclosed location, while nesting arctic terns are unhappy with their new neighbour. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

65


Barnafoss í haustlitum. Barnafoss Falls in autumn colours. Hörður Sveinsson

66


Flestar flugvélar Icelandair sitja hreyfingarlausar á Keflavíkurflugvelli. The majority of the Icelandair fleet stays put at Keflavík International Airport. Kristinn Magnússon

67


Björgunarsveitarfólk aðstoðar ökumann sem festi bíl í Grafarholti, byggingarverkamenn festa girðingu við Kirkjusand, sjór flæddi yfir bryggju við Granda og öldugangur gekk yfir varnargarð við gömlu höfnina. Rescue units assist a driver who got his car stuck in the Grafarholt neighbourhood, construction workers fasten a fence at Kirkjusandur, the pier at Grandi was flooded and waves crashed on the levee at the old harbour. Anton Brink

68


Mögnuð glitský voru á himni þann 28. desember. Ekki var síður sjaldgæft að sjá flugslóða yfir landinu árið 2020. Nacreous clouds dominated the sky on December 28th, although broken up by a rare jet trail. Guðmundur Karl Sigurdórsson

69


Læknisbústaðurinn á Hjaltastað, teiknaður af Guðjóni Samúelssyni. The doctor’s residence at Hjaltastaður, designed by renowned architect Guðjón Samúelsson. Styrmir Kári

Næsta opna/Next spread Þingvallavatn. Þingvallavatn Lake. 70

Rakel Ósk Sigurðardóttir


Snævi þakinn Uppgönguhryggur í ríólítlandslagi Friðlands að Fjallabaki. A snowy ridge, Uppgönguhryggur, in the rhyolite-rich highlands of Friðland að Fjallabaki. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

71


72


73


74


DAGLEGT LÍF 2020

DAILY LIFE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

75


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Táknræn mynd fyrir sóttkvíarlíferni. Maðurinn rennur saman við umhverfi sitt og híbýli. Gluggarnir segja hver sína söguna og ímyndunnaraflið fer á flug. Hvernig var sóttkvíin bak við þessi gluggatjöld? Netflix búið og bækurnar staflast upp í glugganum. Myndin hefur fallega litapallettu og myndbyggingin kallast á áhugaverðan hátt við strangflatarmálverk síðustu aldar.

A symbolic image of quarantine life. Man merges with his environment and home. The windows tell their own story and the imagination takes flight. What was the quarantine like behind those curtains? Netflix is over and done with and the books pile up in the window. The picture has a beautiful color palette and the image structure resonates in an interesting way with the rigid surface paintings of the last century.

Svalasólbað við Laugaveg í Reykjavík. Sunbathing on a balcony at Laugavegur, downtown Reykjavík. Valgarður Gíslason

76


DAGLEGT LÍF MYND ÁRSINS DAILY LIFE PHOTOGRAPH OF THE YEAR

77


78


Teppavirki í fyrstu viku samkomubanns. A carpet fort in the first week of communal restrictions. Hörður Sveinsson

Hekla. Hekla. Hörður Sveinsson

79


Kona selur prjónahúfur í sölubás í Austurstræti í Reykjavík. A woman sells knitted caps in a stall in Austurstræti, downtown Reykjavík. Valgarður Gíslason

80


Lögð var áhersla á að vernda viðkvæma hópa, til dæmis aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Því voru heimsóknir takmarkaðar á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Guðmundur Magnússon og Gunnhildur Skaftadóttir heilsast hér í gegnum rúðuna. A priority was protecting vulnerable groups, such as the elderly and individuals with underlying ailments. Therefore, visits at nursing homes and homes for the elderly were limited. Here, Guðmundur Magnússon and Gunnhildur Skaftadóttir greet each other through the window. Vilhelm Gunnarsson

81


Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir var ein þeirra sem greindust með COVID á árinu. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir was one of those who were diagnosed with COVID during the year. Vilhelm Gunnarsson

82


Haustið er tími grímanna, eða þannig var það í það minnsta haustið og veturinn 2020. Grímuskilda var sett á í verslunum á öllu landinu vegna COVID-19 smita og fólk skylt að hafa tveggja metra bil á milli sín. The fall and winter of 2020 was a time for masks, which were mandatory in shops nationwide due to COVID-19, along with a rule that stipulated a personal space of two meters. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

83


Blautir og þreyttir ferðamenn gæða sér á pylsum á Bæjarins bestu. Wet and weary travellers sample the fare at the Bæjarins bestu hot dog stand. Kristinn Magnússon

84


Einn fárra ferðamanna sem heimsóttu Ísland síðastliðinn vetur upplifir íslenskt vetrarveður. One of few travellers who visited Iceland last winter experiences Icelandic winter weather. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

85


Það er mikill hamagangur og gott að hafa margar hendur í verki þegar hús eru steinuð. Upp úr miðri síðustu öld var vinsælt að hús væru klædd með steinum sem kastað er á múr. Þetta hús í Hlíðahverfi Reykjavíkur var endursteinað af vöskum múrurum sem stukku milli hæða vinnupallanna með steina svo kasta mætti í múrinn áður en hann harðnaði. Many hands are needed when coating a house. Starting in the mid-20th century, more and more buildings were coated by throwing a pebbledash coating on the walls. This house in the Hlíðar neighbourhood of Reykjavík was coated by gallant masons who rushed from one scaffolding level to another to apply the coating before it hardened. Ernir Eyjólfsson

86


Gluggaþvottamaður við iðju sína utan á háhýsinu við Höfðatorg í Reykjavík. A window washer plies his trade at the skyscraper at Höfði Square in Reykjavík. Sigtryggur Ari

87


88


PORTRETTMYNDIR ÁRSINS 2020 PORTRAIT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

89


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Falleg, óræð og draumkennd mynd. Viðfangsefnið liggur og horfir upp á skýin en á sama tíma er eins og hún sjálf fljóti um í skýjabreiðunni. Óvenjulegt og vel útfært portrett. Myndbyggingin gefur tilfinningu fyrir óendanleika og ró.

A beautiful, irrational and dreamy picture. The subject lies and looks up at the clouds, but at the same time it is as if she herself is floating around in the cloud cover. An unusual and wellexecuted portrait. The image structure gives a feeling of infinity and calm.

Li Yiwie, kínverskur ljósmyndari búsett á Íslandi, skoðar íslensku vetrarskýin. Li Yiwie, a Chinese photographer residing in Iceland, looks at winter clouds. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

90

PORTRETTMYND ÁRSINS PORTRAIT PHOTOGRAPH OF THE YEAR


91


Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir listakona. Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, artist. Sigtryggur Ari

92


Steiney Skúladóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavíkurdætur, undirbýr að stökkva fram af háa stökkpallinum í Sundhöll Reykjavíkur. Steiney Skúladóttir, a member of rap ensemble Reykjavíkurdætur, prepares to jump off the high springboard in Sundhöll Reykjavíkur. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

93


Hjónin Helgi Ólafsson, 91 árs, og Stella Borgþóra Þorláksdóttir, 89 ára, kynntust á Siglufirði 1947, þar sem Helgi nam rafvirkjun hjá Síldarverksmiðju ríkisins. Helgi, sem er fæddur og uppalinn á Raufarhöfn, kom til baka með sveinsprófið og konuna og þar hafa þau búið alla tíð síðan. Helgi tekur enn að sér verkefni við rafvirkjun, þar sem enginn annar rafvirki er á Raufarhöfn. Helgi Ólafsson, 91 years old, and Stella Borgþóra Þorláksdóttir, 89 years old, met in Siglufjörður in 1947, where Helgi studied electrical engineering at the National Herring Factories. Helgi, who was born and raised in Raufarhöfn, brought his tradesman’s certification and his bride back to his home village and they have lived there ever since. Helgi still works from time to time, as there is no other electrician in Raufarhöfn. Heiða Helgadóttir

94


Sigurgeir Bjartur Þórisson losnaði úr 14 daga sóttkví daginn áður en þessi mynd var tekin en hann lét sér ekki leiðast. „Ég prentaði út andlit nokkurra vina og sviðsetti heimsókn þeirra til mín í sóttkvína þar sem þau voru andlit á töskum í alls konar aðstæðum, klippti myndirnar síðan í sundur og bjó mér til nýja vini.“ Sigurgeir Bjartur Þórisson, who was released from a 14-day quarantine the day before the picture was taken, had taken measures to avoid boredom. “I printed out the faces of some friends and staged their visit to me in quarantine where they were faces in bags in all sorts of situations, then cut the pictures apart and made myself new friends.” Heiða Helgadóttir

95


Sigmar segir að það verði að laga í íslensku dómskerfi að einungis þeir sem eigi peninga geti farið í mál. Það eigi ekki að vera forréttindi hinna ríku. Sigmar says that the Icelandic judicial system must be changed so that lawsuits are no longer a privilege of the rich. Hallur Karlsson

96


Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur getið sér gott orð úti í heimi og var í fyrra valinn leikstjóri ársins í Þýskalandi, þar sem hann var búsettur með hléum í rúman áratug. Hann er nú genginn til liðs við Þjóðleikhúsið og mun í vetur setja upp Rómeó og Júlíu. Í nýjasta tölublaði Mannlífs lítur hann um öxl, ræðir uppvaxtarárin í faðmi frægra foreldra og í leikhúsinu, edrúmennskuna, ástina og sorgina vegna systurmissis. Sjálfur segist hann hafa verið mikill vandræðaunglingur. Director Þorleifur Örn Arnarsson has made a name for himself around the world and was last year chosen director of the year in Germany, where he lived intermittently for over a decade. He has now joined the National Theater and will stage Romeo and Juliet this winter. In the latest issue of Mannlíf magazine, he discusses growing up with famous parents and in the theater, troubled teenage years, sobriety, love and grief over the loss of his sister. Hákon Björnsson

97


Draggdrottningin Gógó Starr. Drag queen Gógó Starr. Eyþór Árnason

Daði Freyr, Árný og Gagnamagnið gerðu það gott I undankeppni Eurovision. Daði Freyr and Árný fronted Gagnamagnið, Iceland’s proposed participant in the aborted 2020 Eurovision Song Contest. Hallur Karlsson 98


99


Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, CEO of DeCode. Vilhelm Gunnarsson

100


Mikilvægur hluti í vel heppnuðu viðbragði Landspítala gagnvart Covid-19 heimsfaraldrinum var tilkoma svokallaðra „bakvarða“ og liðsinni annars fyrrverandi starfsfólks í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, var einn þeirra sem svöruðu kallinu og skráðu sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Sigurður sést hér taka þátt í stofugangi hjá sjúklingum með Covid-19, en hann er nú á áttræðisaldri. Sigurður er einn reyndasti smitsjúkdómalæknir landsins og reyndist Landspítala enn og aftur kraftmikill liðsstyrkur. An important part of National Hospital’s successful response to the Covid-19 pandemic was the emergence of so-called “backers” and the help of other health service former staff. Sigurður Guðmundsson, a former Medical Director of Health and professor at the University of Iceland's Faculty of Medicine, was one of those who responded to the call and joined the health service's rearguard. Sigurður, seen here in action, is now in his eighties and one of the most experienced infectious disease doctors in the country. Yet he again, he proved an invaluable asset to the health service. Þorkell Þorkelsson

101


Kristín Ómarsdóttir ljóðskáld. Kristín Ómarsdóttir, poet. Kristinn Magnússon

102


Finnbogi Pétursson myndlistarmaður. Finnbogi Pétursson, artist. Sigtryggur Ari

103


104


Kristinn Sæmundsson hampræktandi og hundurinn Skotti. Kristinn Sæmundsson, hemp farmer, and Skotti the dog. Heiða Helgadóttir

105


106


MYNDARAÐIR ÁRSINS 2020 PHOTO STORIES OF THE YEAR

107


Kvöldvakt á tveimur Covid-19 deildum Landspítala í Fossvogi Hér gefur að líta svipmyndir frá kvöldvakt á deildum A6 og A7 í Fossvogi sem að öllu jöfnu eru lungnadeild og smitsjúkdómadeild, en voru í faraldrinum sérútbúnar fyrir Covid-19 sjúklinga. Á báðum deildum hefur verið mikill viðbúnaður í faraldrinum vegna alvarleika ástandsins, en þar starfa samtals hátt í 150 manns á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn. Sérstaklega mikilvægt er að halda vöku sinni að næturlagi þegar færri úrræði eru til staðar ef eitthvað kemur upp á. Álagið á starfsemi Landspítala hefur verið mikið síðan í upphafi árs 2020 og spítalinn lengst af starfað á hættustigi. Þar eru allar hendur á dekki til að bregðast við farsóttinni sem geisar. Alla starfsorku hinna 6.000 starfsmanna spítalans hefur þurft til að hann geti verið sá hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu sem honum er ætlað að vera. Það hefur tekist með samstilltu átaki starfsfólks sem stendur vaktina og hugar að velferð skjólstæðinga allan sólarhringinn allt árið um kring. An evening shift at two Covid-19 wards at the National Hospital in Fossvogur Portraits from the evening shift on wards A6 and A7 in Fossvogur, which are usually a lung ward and an infectious disease ward, but were in the epidemic specially equipped for Covid-19 patients. Both wards have been well prepared for the epidemic due to the seriousness of the situation, with a total of close to 150 people working three shifts around the clock. It is especially important to stay awake at night when there are fewer resources available in the event of an emergency. The workload on the hospital’s operations has been high since the beginning of 2020, and the hospital has mostly been operating at crisis level. All hands are on deck to respond to the raging epidemic. All the work force of the hospital's 6,000 employees has been needed for it to be the cornerstone of the Icelandic health service that it is meant to be. This has been achieved through a concerted effort by the staff who are on duty and take care of the well-being of clients around the clock all year round. Þorkell Þorkelsson

108

MYNDARÖÐ ÁRSINS PHOTO STORY OF THE YEAR


UMSÖGN DÓMNEFNDAR / ASSESSMENT BY THE JURY Einlæg og falleg frásögn af kvöldvakt á Landspítalanum í miðjum heimsfaraldri. Ljósmyndarinn færir okkur heim sem fáir hafa aðgang að. Myndaröðin er heildstæð og sterk frásögn en jafnframt getur hver mynd staðið sér. Vel ljósmynduð sería við krefjandi aðstæður á erfiðum tímum. A sincere and beautiful story of an evening shift at the National Hospital in the middle of a pandemic. The photographer shares with us a world that few have access to. The series is a comprehensive and strong narrative, but at the same time each photo can stand on its own. A well-photographed series created under challenging conditions in difficult times.

109


110


111


112


113


114


115


Söngvakeppnin 2020 heppnaðist frábærlega. Svo vel í raun að sigurvegarinn, hinn geysivinsæli Daði Freyr, var álitinn sigurstranglegur í Eurovision-keppninni í Rotterdam. Sú keppni var þó aldrei haldin. The 2020 Song Contest was a great success. So much, in fact, that the winner, the hugely popular Daði Freyr, was considered a favourite in the Eurovision Song Contest in Rotterdam. But sadly, that competition was never held. Íva undirbýr atriði sitt baksviðs. Íva prepares to go onstage. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

116


Daði Freyr og Gagnamagnið voru gríðarlega vinsæl hjá öllum aldurshópum. Svo vinsæl að margir spáðu því að þau myndu vinna aðalkeppnina í Rotterdam. Daði Freyr and Gagnamagnið were such a hit with all ages that predictions were afoot of their impending success in Rotterdam.

117


Strákarnir í hljómsveitinni Dimmu gerðu allt til að halda í við Daða Frey. Stebbi Jak söngvari hitar upp fyrir lokalagið. Hard rockers Dimma did their best to keep up with Daði Freyr. Singer Stefán Jakobsson warms up for the final song.

118


Stemningin á lokakvöldinu var frábær og klappstýrurnar Gunni og Felix þurftu lítið fyrir því að hafa. The atmosphere was exciting in the final and cheerleaders Gunni and Felix had little to do.

119


Hljómsveitin Hatari, sem unnið hafði keppnina árið áður, mætti með risa barnakór og tók lagið. Hatari, the previous year’s winner, brought a large children’s choir.

120

Sigurvegaranum fagnað og hann strax orðinn heimsfrægur. The (already world famous) winner was cheered.


121


Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Húsið, sem eitt sinn tók á móti gestum á ferðalagi sínu um eyjuna Ísland, tekur nú einungis við fólki smituðu af Covid-19 sem þarf að dvelja þar í einangrun. The Epidemic House at Rauðarárstígur, Reykjavík. The building, which once received ordinary travellers, now only accepts people infected with Covid-19 who need to stay there in isolation. Nýr gestur á leið upp á herbergi. Um leið og gesturinn gengur inn í hús er hann innilokaður í tvær vikur. A new guest heading for his room. As soon as he enters the building, he is shut in for two weeks. Heiða Helgadóttir

122


Gylfi Þór Þorsteinsson var ráðinn til þess að búa til og stýra því úrræði sem nú heitir Farsóttarhúsið. Fyrstu þrjá mánuði starfsins bjó Gylfi á hótelinu og var á vakt allan sólarhringinn. Nú fer hann heim á milli vakta en sími hans hringir stöðugt dag og nótt. Gylfi Þór Þorsteinsson was hired to create and manage the resource now called The Epidemic House. For the first three months on the job, Gylfi lived at the hotel and was on duty 24 hours a day. Now he goes home between shifts, but his phone keeps ringing day and night.

123


Guðlaug Elín Bjarnadóttir lítur til himins glöð með að vera laus úr einangrun; hún upplifir frelsi í fyrsta skipti í fjórtán daga. Guðlaug Elín Bjarnadóttir looks to the sky, happy to be out of isolation and experiencing freedom for the first time in a fortnight.

124


Áslaug, Gylfi og Guðný í mat. Þau mega ekki sitja við sama borð í matartímanum. Áslaug, Gylfi and Guðný at the dinner tables, which they are not allowed to share.

125


Guðný og Áslaug, starfskonur, fara hér með hádegismat upp á herbergi til gesta. Employees Guðný and Áslaug bringing lunch to guests’ rooms.

126


Vinkonurnar Katrín Mist og Lára Mist heilsa upp á vinkonu sína, Ernu Margréti, í gegnum glugga. Erna Margrét er á sjötta degi í einangrun. Through a window, Katrín Mist and Lára Mist greet their friend Erna Margrét during her sixth day of isolation.

127


„Ghostbusters!” Heyrðist kallað út um glugga er þessir lögreglumenn gengu upp Rauðarárstíginn eftir að hafa fylgt smituðum einstaklingi á farsóttarhúsið. „Ghostbusters!” called a voice through a window as policemen walked up the street after escorting an infectious individual to the Epidemic House.

128


Guðjón Örn Sigtryggsson hefur starfað á Farsóttarhúsinu síðan í vor. Hér er hann uppgefinn eftir erfiða kvöldvakt. Guðjón Örn Sigtryggsson has worked at the Epidemic House since last spring. Here he is exhausted after a demanding evening shift.

129


LJÓSMYNDARAR PHOTOGRAPHERS Anton Brink 27, 45, 68 Eggert Jóhannesson 17, 18, 19, 21, 29, 40, 41 Ernir Eyjólfsson 86 Eyþór Árnason 98 Golli/Kjartan Þorbjörnsson 33, 64, 83, 85, 91, 93, 116-121 Guðmundur Karl Sigurdórsson 69 Hallur Karlsson 58, 96, 99 Hákon Björnsson 25, 59, 97 Heiða Helgadóttir 12, 94, 95, 104, 122-129 Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir 52, 53, 56

MYNDIR ÁRSINS 2020 er gefin út í tilefni af árlegri ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands. www.pressphoto.is

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2020 is published to accompany the annual photo exhibition of the Icelandic Press Photographers Association. www.pressphoto.is Dómnefnd/Jury: Pétur Thomsen (chairman) Auðunn Níelsson Íris Dögg Einarsdóttir Kristinn Þeyr Magnússon Kristín Hauksdóttir Marínó Thorlacius Margrét Tryggvadóttir

Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands/Board of directors: Kristinn Magnússon, formaður (chairman) Eyþór Árnason Hákon Davíð Nielsen Björnsson Heiða Helgadóttir Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Styrmir Kári Erwinsson 130

Hörður Sveinsson 66, 78, 79 Kristinn Magnússon 10, 26, 28, 30, 31, 38, 42, 46, 50, 67, 84, 102 Ragnhildur Aðalsteinsdóttir 54, 71 Rakel Ósk Sigurðardóttir 57, 72 Sigtryggur Ari 13, 87, 92, 103 Styrmir Kári 70 Valgarður Gíslason 14, 15, 32, 77, 80 Vilhelm Gunnarsson 16, 20, 22, 36, 39, 44, 47, 63, 65, 81, 82, 100 Þorkell Þorkelsson 6, 23, 24, 101, 108-115



MYNDIR ÁRSINS 2020 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

FRÉTTAMYND ÁRSINS/NEWS PHOTOGRAPH OF THE YEAR Útkall barst vegna bruna í íbúðarhúsnæði á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu og var allt tiltækt lið sent á vettvang. Mikill eldur logaði í húsinu og bjargaði slökkvilið nokkrum úr logandi húsinu í gegnum glugga. Aðrir komust út af sjálfsdáðum, en tveir þurftu að stökkva út um glugga. Sex voru fluttir á slysadeild og þrír létust í brunanum. Kveikt var í húsinu og einn maður var ákærður fyrir verknaðinn. All available fire brigade units were summoned to a residential building in the western part of Reykjavík, where a fire was out of control. Some people got out on their own, but a few had to be rescued through a window. However, three people died in the fire and six were taken to an emergency room. A man was later charged with arson in connection with the fire. Kristinn Magnússon


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.