Page 1

MYNDIR ÁRSINS 2015 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

MYND ÁRSINS/PHOTOGRAPH OF THE YEAR Anna Jónsdóttir. Ólétt á 35. viku. Anna Jónsdóttir. 35 weeks pregnant. Eyþór Árnason


MYNDIR ÁRSINS

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


MYNDIR ÁRSINS 2015/PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2015 © Sögur ehf. Inngangur/Introduction © Björn Þór Sigbjörnsson Ljósmyndir © Ljósmyndarar viðkomandi mynda (skv. myndatexta). Photographs © The photographers of the photos in question (according to caption). Útgáfa bókarinnar er styrkt af Menningarsjóði Blaðamannafélags Íslands. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis handhafa höfundarréttar og útgefanda. This book may not be copied in any form, e.g. photographed, printed, recorded on audio or in other comparable manner in part or in whole, without written consent from the copyright older and the publisher. Bókarhönnun, umbrot og kápa: Árni Torfason Design, layout and cover: Árni Torfason

Ljósmynd á forsíðu/Photograph on frontpage: Eyþór Árnason Ljósmynd á baksíðu/Photograph on backpage: Kristinn Magnússon Ensk þýðing/English translation: Kjartan Ingvarsson Prentun/Printing: Prentsmiðjan Oddi hf., Reykjavík ISSN 1670-5653 ISBN 978-9935-479-28-0


MYNDIR ÁRSINS

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


MYNDIR ÁRSINS

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

Myndirnar af Kevin og Alan Kevin stóð í dyrunum og horfði út. Með þessum orðum hefði blaðamaður getað sagt frá litlu, en út af fyrir sig ómerkilegu, atviki sem átti sér stað í stórri sögu sem gerðist í Hlíðunum í Reykjavík aðfaranótt fimmtudagsins 10. desember sl. Það er jú hægt að lýsa með orðum því sem fyrir augu ber. Segja frá aðstæðum, atvikum, atburðum.

Þokkalegur blaðamaður hefði reyndar getað vandað sig og skrifað ítarlegar um þetta litla atvik, þetta augnablik, í þeirri atburðarás sem átti sér stað þessa nótt, þegar yfirvöld fluttu albanska fjölskyldu úr íbúðinni í Hlíðunum um borð í farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli.

Á meðan stóð Kevin litli í dyragættinni og horfði út í kalda nóttina. Hettan á úlpunni var dregin yfir höfuðið og hann hélt á tuskudýri sem hann hafði fengið að gjöf á Íslandi. Til að gæða frásögnina meira lífi hefði blaðamaðurinn getað nefnt að úlpan væri blá og tuskudýrið appelsínugult og að Kevin hefði hallað höfðinu svolítið til hægri. Það eru hins vegar ósköp litlar líkur á að nokkur blaðamaður hefði skrifað eitthvað í þessa átt, þótt vitaskuld sé það ekki útilokað. Það er líklegra að blaðamaðurinn hefði verið upptekinn af að fylgjast með því sem fram fór hjá fullorðna fólkinu, samskiptum foreldranna og lögreglu, samtölunum, viðbrögðunum, aðgerðunum, angistinni. Skiljanlega. Þetta litla atvik, þegar drengurinn horfði út í nóttina, var dæmigert augnablik sem góður ljósmyndari tekur eftir. Hans næma og þrautþjálfaða auga fyrir hinu einstaka staðnæmist við svona mótíf.

Mynd Kristins Magnússonar (sjá síðu 117) sem birtist í Stundinni 10. desember vakti mikla athygli og breiddist hratt út. Með henni dreifðist sagan af albönsku fjölskyldunum tveimur sem voru fluttar úr landi þessa nótt en í báðum voru langveik börn. Stuttu síðar var fólkinu veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Hér skal fullyrt að myndin hafi haft áhrif. Sjálfsagt réð hún ekki úrslitum en hún hafði áhrif.

6

Annað dæmi má nefna um ljósmynd sem tekin var á árinu og hreyfði við fólki, bæði almenningi og yfirvöldum, og það um heim allan. Mynd tyrkneska ljósmyndarans og blaðakonunnar Nilüfer Demir af líki hins þriggja ára gamla Alan sem skolað hafði á strönd Bodrum í Tyrklandi snerti alla sem sáu. Skelfilegar myndir fylgdu stöðugum fréttunum af flóttamannastraumnum frá Sýrlandi allt árið en áhrifin sem mynd Demir af Alan skapaði voru einhverra hluta vegna dýpri og sterkari. Í kjölfar birtingar hennar var hörmuleg saga fjölskyldu Alans sögð og í framhaldinu var hafin rannsókn á glæpamönnunum sem seldu henni ferðina yfir til Grikklands á ónýtum bát. Myndin af Alan var fljótlega talin til ljósmynda sem orðið hafa táknrænar fyrir stóra og sögulega atburði í síðari tíma heimssögu. Árið 2015 minnti ljósmyndin okkur á nauðsyn sína við miðlun upplýsinga af ástandi, atburðum og atvikum, hún minnti okkur á mikilvægi sitt við skráningu sögunnar og hún minnti okkur rækilega á ríkan áhrifamátt sinn. Björn Þór Sigbjörnsson


The Images of Kevin and Alan Kevin stood in the doorway, looking ahead. A journalist would convey little with the above words, aside from an insignificant event taking place within the context of a vast story that unfolded in a central Reykjavík during the late evening of 10 December 2015. Of course, one can turn to words in order to describe what is perceived. Relate situations, occurrences, events.

A relatively competent journalist could have prepared a careful and meticulous description of this small incident, this moment, figuring into a chain of events that culminated in an operation where, in the dead of night, the Icelandic authorities evicted an Albanian family from their apartment and then placed them on an airplane at Keflavík Airport. All the while, little Kevin stood in the doorway and stared into the cold night. The hood of his coat pulled over his head, holding a teddy bear which he’d been given during his stay in Iceland. In order to flesh out the story a bit further, the said journalist could have noted that the coat was blue and the teddy bear orange, and that little Kevin had tilted his head slightly to the right.

However, it is rather unlikely that any journalist would have actually written something along those lines, though of course, it’s not entirely out of the question. It is more likely that the journalist would have directed attention toward the adults, the interaction between the parents and the police, the altercations, reactions, actions. The despair. Understandably.

Another example worthy of mention is an image taken this year, which moved people, both the public and the authorities, in fact, around the world. The photograph taken by the Turkish journalist Nilüfer Demir of the body of the three-year-old Alan, who washed ashore Bodrum beach in Turkey, stirred everyone who cast their eyes on it. Throughout the year, we were ceaselessly struck by terrifying images that emerged in conjunction with reports of the continuous stream of Syrian asylum seekers. However, for some reason, Demir’s photograph of Alan was imprinted on our souls in a deeper and stronger way. Following the release of the image, the devastating story of Alan’s family was told which resulted in a police investigation of the criminals who had sold the family a trip to Greece on a broken boat. Alan’s photograph immediately became iconic, symbolic of one of the most wide-ranging historical events in modern history. In 2015, the photograph reminded us of its necessity with regard to the dissemination of information concerning events, situations and incidents, it reminded us of the importance of recording history and it properly exclaimed its power of influence. Björn Þór Sigbjörnsson

Kristin Magnússon’s photograph (see page 117), published in Stundin on December 10th, attracted vast attention and spread like wildfire. With it, the story of two Albanian families reached the world, who were exported out the country in the middle of the night, both with children suffering from long term illness. Shortly afterwards, the Albanian families were granted Icelandic citizenships. We can confidently assume that the image was effective. It was perhaps not the deciding element, but the image had its decided impact.

7


Anna Jónsdóttir. Ólétt á 35. viku. Anna Jónsdóttir. 35 weeks pregnant. Eyþór Árnason

MYND ÁRSINS PHOTOGRAPH OF THE YEAR


9


10


FRÉTTAMYNDIR ÁRSINS 2015

NEWS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

Fréttir/News 11


FRÉTTAMYND ÁRSINS NEWS PHOTOGRAPH OF THE YEAR


Fjölskyldu frá Albaníu, með langveikt barn, var vísað úr landi rétt fyrir jól. Upphófst mikill samfélagslegur þrýstingur um að fá þau aftur, sem leiddi loks til þess að þeim var veittur íslenskur ríkisborgararéttur. An Albanian family, with a young child suffering from longterm illness, was deported from Iceland just before Christmas. The act caused outrage among the public who pressured the government to reverse their decision. Eventually they were brought back and granted Icelandic citizenship. Kristinn Magnússon

13


14


15


Flóttamaður, látinn á ströndinni á grísku eyjunni Lesbos, október 2015. A deceased refugee lying on the beach of the Greek island Lesbos, October 2015. Páll Stefánsson

16


OPNAN Á UNDAN / PREVIOUS SPREAD Sýningargestir fylgjast með Almari Atlasyni í kassanum í Listaháskóla Íslands. Artist Almar Atlason interacts with spectators through a glass box at the Icelandic Art Academy. Styrmir Kári Erwinsson

8.500 flóttamenn komu daglega til Lesbos í október. 8500 asylum seekers arrived to Lesbos on a daily basis in October. Páll Stefánsson

17


Í júní töldu menn sig heyra byssuskot í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Vopnuð sérsveit lögreglunnar kom á staðinn og lokaði nánasta umhverfi. Kona sem var að gæta frænda síns lokaðist inni í íbúð í húsinu í marga klukkutíma. Hér fylgir lögreglumaður loks litla frændanum heim á leið. In June people heard gunshots in Kópavogur. Special Forces arrived on the scene and closed the surrounding area. At the time, a woman living in an upstairs apartment was taking care of her young nephew. This is the moment when the police carefully escorts him away from the building. They had been trapped in the apartment for many hours. Eva Björk Ægisdóttir

18


Seigur 1160 strandaði við Hópsnes, rétt utan við Grindavík. Bátverjar komust sjálfir í land en þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur með rannsóknarnefnd sjóslysa til rannsóknar. Seigur 1160 stranded by Hópsnes, just outside Grindavík town. The sailors made it safely to shore by themselves. Afterwards, a helicopter from the Icelandic Coast Guard transported the transportation safety board to the scene in order to investigate the accident. Ernir Eyjólfsson

NÆSTA OPNA / NEXT SPREAD Undirskriftalista komið til stjórnenda Landspítalans. Með undirskriftalistanum var mótmælt trúarsamkomum við kvennadeild spítalans þar sem beðið var fyrir fóstrum sem hafði verið eytt. A petition was handed to the administration of Landspítali University Hospital. The petition protested religious gatherings at the gynecology department where people prayed for aborted fetuses. Ernir Eyjólfsson

19


20


21


ÍÞRÓTTAMYNDIR ÁRSINS 2015

SPORT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


ÍÞRÓTTAMYND ÁRSINS SPORT PHOTOGRAPH OF THE YEAR


Stjörnukonur fagna Íslandsmeistaratitlinum í hópfimleikum á heimavelli sínum í Ásgarði. The women’s team from Stjarnan celebrate the Icelandic Championship in group gymnastics at their home field in Ásgarður. Eggert Jóhannesson

25


Aron Gunnar Einarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson fagna 0-0-jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli en jafnteflið gulltryggði Ísland áfram í úrslitakeppni Evrópumótsins. Aron Gunnar Einarsson, Kolbeinn Sigþórsson and Jóhann Berg Guðmundsson celebrate a 0-0 tie against Kazakhstan at Laugardalsvöllur stadium. The tie ensured Iceland’s participation in the finals of the European Championship in football. Eva Björk Ægisdóttir

26


Stoltur Lägerback eftir 0-0-jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli en jafnteflið gulltryggði Ísland áfram í úrslitakeppni Evrópumótsins. Trainer Lägerback full of pride over the 0-0 tie against Kazakstan at Laugardalsvöllur Stadium. The tie ensured Iceland’s participation in the finals of the European Championship. Eva Björk Ægisdóttir

27


Kolbeinn Sigþórsson rennir hér boltanum framhjá markmanni Tékklands, Petr Cech, í leik Íslands og Tékklands í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Kolbeinn Sigþórsson slides the ball passed the Czech goalkeeper, Petr Cech, in a game between Iceland and the Czech Republic in the semifinals of the European Championship. Eva Björk Ægisdóttir

28


Lið HK og Fjölnis eigast við á Arionbankamótinu. HK and Fjölnir teams face each other during the Arion Bank tournament. Eva Björk Ægisdóttir

29


30


Björgvin Páll Gústafsson var ekki ánægður þegar Ísland tapaði gegn Danmörku í Qatar. Björgvin Páll Gústafsson, handball goalkeeper of Iceland, wasn’t happy when Iceland lost against Denmark in Qatar. Eva Björk Ægisdóttir

31


Elena Radionova frá Rússlandi keppir hér í úrslitum á Evrópumótinu í listdansi á skautum í Stokkhólmi. Elena lenti í öðru sæti. Elena Radionova from Russia competing in the Free Skating finals at the 2015 European Figure Skating Championship in Stockholm. Elena came in second place. Árni Torfason 32


34


Wow cyclothon – hjólað kringum Ísland – fór fram í júní og voru keppendur yfir 1.000 talsins í 116 liðum. Wow Cyclothon – cycling round Iceland – took place in June where over a 1000 participants competed in 116 teams. Vilhelm Gunnarsson 35


36


Rugbyfélag Reykjavíkur hefur undanfarin ár keppt einu sinni eða tvisvar á ári við áhafnir erlendra herskipa. Hér keppa þeir á móti áhöfn breska skipsins HMS Somerset. The Rugby team Reykjavík Raiders compete once or twice a year against the crews of foreign naval ships. Here, the team faces the crew of the British ship HMS Somerset. Styrmir Kári Erwinsson 37


TÍMARITAMYNDIR ÁRSINS 2015

MAGAZINE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


Anna Jónsdóttir. Ólétt á 35. viku. Anna Jónsdóttir. 35 weeks pregnant. Eyþór Árnason

TÍMARITAMYND ÁRSINS MAGAZINE PHOTOGRAPH OF THE YEAR 40


41


Vetrartískuþáttur. Winter fashion showcase. Rut Sigurðardóttir

42


Vintage-tískuþáttur. Vintage fashion showcase. Rut Sigurðardóttir

43


Hundur รก gangi. A roaming dog. Anton Brink Hansen 44


45


Benidorm. Benidorm. Rut Sigurรฐardรณttir

46


Ber. Berries. Hákon Davíð Björnsson

47


Birkir í sundi. Birkir in the water. Eyþór Árnason

48


49


NikexAndrea; Nike fer í samvinnu við íslenskan fatahönnuð, Andreu Magnúsdóttur. NikexAndrea: Nike collaborates with the Icelandic fashion designer Andrea Magnúsdóttir. Aldís Pálsdóttir

50


Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður. Icelandic fashion designer Andrea Magnúsdóttir. Aldís Pálsdóttir

51


UMHVERFISMYNDIR ÁRSINS 2015

LANDSCAPE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


UMHVERFISMYND ÁRSINS LANDSCAPE PHOTOGRAPH OF THE YEAR


Skaftárhlaup 2015 var eitt það mesta í sögunni. Þessi mynd sýnir kraftinn við Eldvatnsbrúna skammt frá Ytri-Ásum. The 2015 Skaftárhlaup, a glacial outburst flood, was one of history’s biggest. This image captures the force of the flood at Eldvatnsbrú bridge, close to Ytri-Ásar. Haraldur Þór Stefánsson

55


Stríður straumur erlendra ferðamanna hefur legið í ísgöngin í Langjökli síðan þau voru formlega opnuð 5. júní. Til að ferja ferðamennina eru notaðir stórir átta hjóla trukkar. The ice tunnels in Langjökull glacier have seen a steady flow of tourists since they were formally opened to the public on 5 June. Eightwheel trucks are used to transport the tourists. Egill Aðalsteinsson

56


Haustið 2015 varð mesta Skaftárhlaup síðan mælingar hófust. Hlaupið olli tjóni á brúm og túnum. Autumn of 2015 saw the biggest Skaftárhlaup since measurements began. The glacial outburst flood caused great damage to bridges and fields. Egill Aðalsteinsson

NÆSTA OPNA / NEXT SPREAD Élin bylja á Þingholtum og Vesturbæ. Downtown Reykjavík consumed by hail. Sigtryggur Ari Jóhannsson

57


58


59


60


61


Það er fátt fallegra og dularfyllra en þoka. There are few things as beautiful and mysterious as fog. Rut Sigurðardóttir

62


OPNAN Á UNDAN / PREVIOUS SPREAD Ferðamaður nýtur vetrarríkis við Gullfoss. A solitaire tourist at Gullfoss, draped in winter colors. Vilhelm Gunnarsson

Siglufjörður. Dalatáarviti. Dalatáarviti in Siglufjörður. Páll Stefánsson

63


Loftmynd úr dróna af bílum og bílförum á bílastæði Kringlunnar fyrir jólin. A drone image from above of the parking lot at Kringlan shopping mall just before Christmas. Ragnar Th. Sigurðsson

64


Loftmynd úr dróna. Kópavogurinn speglast í öðrum nýja turninum í Smáranum við sólsetur á einum stysta degi ársins. Drone aerial view. Kópavogur is reflected in the glass of the new tower in Smárinn as the sun sets on the shortest day of the year. Ragnar Th. Sigurðsson

65


DAGLEGT LÍF 2015

DAILY LIFE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


DAGLEGT LÍF MYND ÁRSINS DAILY LIFE PHOTOGRAPH OF THE YEAR


Helgi og Védís eru ung hjón sem eru að flytja til Noregs til að láta drauma sína rætast. Þau vilja geta veitt börnum sínum betra líf og telja möguleikana betri í Noregi. Helgi og Védís hafa komið sér fyrir í kjallaraherbergi hjá mömmu hans Helga þangað til þau flytja út. Helgi and Vedís are a young couple who are following their dreams and moving to Norway. They want to provide a better life for their children, which they believe can be obtained in Norway. Helgi and Védís will live with Helgi’s mother in her basement until they move to Norway. Heiða Helgadóttir

69


Hátíðir eru algengar í Mexíkó. Fólk klæðir sig í búninga og fer út á götu að skemmta sér. Þar kennir ýmissa grasa í búningum en grímur eru algengar. Ungir drengir hlaupa um bæinn og klína svartri olíu á gesti og gangandi. Drengur með stóra grímu gengur eftir götunni. Festivals are common occurrences in Mexico. People dress up in costumes and flood the streets
to dance and celebrate. Though the costumes vary greatly in their design, masks are a frequent feature. Young boys franticly run around town and smear bystanders with black oil. A boy walks the streets wearing a large mask. Ásdís Ásgeirsdóttir

70


Tveir unglingsdrengir hafa makað á sig olíu og hvítri málningu. A couple of teenage boys have covered themselves in oil and white paint. Ásdís Ásgeirsdóttir

71


2015 var næstsíðasta ár Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta. Hann sat í fimm kjörtímabil og breytti embættinu með umdeildum ákvörðunum. 2015 was President Ólafur Ragnar Grímsson’s penultimate year in office. He served as president for five consecutive terms and altered the nature of the position through controversial political decisions. Egill Aðalsteinsson

72


Stefán Ólason bóndi í Merki ásamt syni sínum Óla og tengdasyninum Guðmundi Hinriki Gústavssyni við heyskap í landi Gauksstaða á Jökuldal. Þrátt fyrir afleitt, skítkalt sumar þurfti að heyja og heyfengur var með minnsta móti þetta árið. Sólrún, kona Stefáns, færði sínum mönnum að sjálfsögðu staðgóðan mat á engjarnar. Farmer Stefán Ólason from Merki takes a break with his son Óli and son-in-law Guðmundur Hinrik Gústavsson during haymaking in Jökuldalur valley. Despite the disappointingly cold summer, haymaking was a necessity, though yielding a meager harvest. Guðmundur’s wife, Sólrún, brought a feast to the fields much to the boys’ delight. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

73


Eldri borgarar hafa stundað sundleikfimi í Kópavogslaug um árabil. Senior citizens have for many years gathered together to exercise in the public swimming pool in Kópavogur. Sigtryggur Ari Jóhannsson

74


Sólin tilbeðin í Nauthólsvík eftir sjósund, en fjölmargir nýttu sér góða veðrið til að svamla í sjónum í blíðunni í ágúst. A group of swimmers worship the sun following a dip in the ocean. A number of people took advantage of the unusually pleasant August weather and swam in the sea. Vilhelm Gunnarsson

75


76


Tónleikagestir söngkonunnar Jessie J voru duglegir að mynda hana með símunum sínum þegar hún hélt tónleika í Laugardalshöllinni. The eager audience at Jessie J’s concert in Laugardalshóll made sure the moment was eternalized via their smartphones. Anton Brink Hansen

77


Starfsmaður Árbæjarsafns vermir sér á heitum drykk við vinnu sína á köldum vetrardegi. An employee of the Reykjavík Open Air Museum enjoys a warm drink on a frosty winter afternoon. Vilhelm Gunnarsson

78


Barn horfir út um glugga skemmtiferðaskips í Reykjavíkurhöfn. A child gazes at Reykjvík harbor through the window of a cruise ship. Styrmir Kári Erwinsson

79


Barn í sex mánaða skoðun. An infant receives the six-month checkup. Rakel Ósk Sigurðardóttir

80


Mikill öldugangur var niðri á höfn og varasamt að vera á ferli. Lögregla og slökkviliðsfólk lagði líf sitt í hættu við að binda niður smábátana. A storm sent furious waves crashing over Reykjavík harbor and the authorities advised extreme caution. Police officers and firemen put their life on the line attempting to secure the boats. Heiða Helgadóttir

81


82


Tónleikar með Gunnari Þórðar í Bragganum. A concert with Gunnar Þórðar at restaurant Bragginn. Heiða Helgadóttir

83


PORTRETTMYNDIR ÁRSINS 2015

PORTRAIT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


Siggi Sigurjóns. Siggi Sigurjóns. Kristinn Magnússon

PORTRETTMYND ÁRSINS PORTRAIT PHOTOGRAPH OF THE YEAR


87


Maður á miðjum aldri greindi frá andlegu og líkamlegu ofbeldi sem fyrrverandi eiginkona beitti hann. A middle-aged man relates the story of the physical and mental abuse he suffered at the hands of his former wife. Sigtryggur Ari Jóhannsson

88


Hann er kallaður Manni og er sjálfmenntaður fræðimaður. Hann unir sér hvergi betur en við að grúska í gömlu dóti á æskuheimilinu Aðalbóli, þar sem bróðir hans býr með sauðfé. Það er ævintýri líkast að koma í bókaherbergið sem hýsir bókasafn Páls Gíslasonar, föður þeirra bræðra. Manni er hafsjór af fróðleik og afar fróðlegt að spjalla við hann. He is referred to as Manni and he is a self-educated scholar. Manni is most content when he rummages through old things at the home of his youth in Aðaból, where his brother still lives and works as a sheep farmer. Manni is a walking encyclopedia and he is very enlightening to talk with. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

89


Ingveldur Geirsdรณttir. Ingveldur Geirsdรณttir. Kristinn Ingvarsson

90


91


92


Gísli Pálmi rappari eftir Iceland Airwaves-tónleika. Rapper Gísli Pálmi after a concert during the Iceland Airwaves music festival. Eggert Jóhannesson

Hljómsveitin Vagina Boys. The band Vagina Boys. Ernir Eyjólfsson 93


94


Goddur. Goddur. Hรถrรฐur Sveinsson

Bjarni skรกld. Bjarni, poet. Hรถrรฐur Sveinsson 95


MYNDRAÐIR ÁRSINS 2015

PHOTO STORIES OF THE YEAR


Laufskálarétt. Horse roundup at Laufskáli, Skagafjörður. Heiða Helgadóttir

MYNDRÖÐ ÁRSINS PHOTO STORY OF THE YEAR


Laufskálaréttir eru svo miklu meira en bara réttir, þetta er heil helgi af gleði, söng og veislum. The horse roundup at Laufskáli concerns much more than just gathering horses; it is an entire weekend of festivities, characterized by singing, dancing, drinking and enjoying good food.


„Þetta er stærra en jólin hjá mér,“ segir Stefán Ingi Óskarsson, sem hefur farið í Laufskálarétt í Skagafirði á hverju ári síðustu 25 árin. “For me this is bigger than Christmas”, Stefán Ingi Óskarsson says. Óskarsson has participated in this horse roundup every year for the last 25 years.

100


Pálmi Ragnarsson, bóndi í Garðakoti, er fæddur og uppalinn Skagfirðingur og hefur alltaf farið í réttirnar fyrir utan tvö skipti þegar hann glímdi við krabbamein. Pálmi Ragnarsson, farmer at Garðarkot, is born and raised in Skagafjörður. He has always joined the horse roundup, only missing two years as he struggled with cancer.

101


Það getur verið dáleiðandi að fylgjast með hrossunum hlaupa hring eftir hring inni í almenningi. Watching the horses sprinting round after round as they circulate the public can be a hypnotizing spectacle.


Stundum á fólk fótum sínum fjör að launa, en margir hafa slasast inni í almenningnum þegar þeir verða fyrir eða undir hestunum. Injuries are not uncommon at the horse roundup. Sometimes people have to run to safety from the stampeding horses.


Í réttunum er mikið sungið, hér hópar fólk sig saman og tekur lagið. People who attend the roundup love to sing, here a few people have joined together in a song.

106


Oft þarf mikil átök til að ná hrossunum inn í hólfin. Getting the horses where they need to go is often a struggle.

107


Eftir réttirnar fer fólk á milli bæja, fær sér kjötsúpu og heldur gleðinni áfram. At the end of the roundup, people travel between farms, enjoy traditional meat soup and continue the festivities.


Manngert umhverfi. Manmade world. Ragnar Th. Sigurรฐsson

110


111


112


113


Albanskri fjölskyldu vísað úr landi. An Albanian family exported. Kristinn Magnússon


Fjölskyldu frá Albaníu, með langveikt barn, var vísað úr landi rétt fyrir jól. Upphófst mikill samfélagslegur þrýstingur um að fá þau aftur, sem leiddi loks til þess að þeim var veittur íslenskur ríkisborgararéttur. An Albanian family, with a young child suffering from long-term illness, was deported from Iceland just before Christmas. The act caused outrage among the public who pressured the government to reverse their decision. Eventually they were brought back and granted Icelandic citizenship.


116


117


118


119


120


121


122


123


Helgi og Védís eru ung hjón sem eru að flytja til Noregs til að láta drauma sína rætast. Þau vilja geta veitt börnum sínum betra líf og telja möguleikana betri í Noregi. Þau hafa selt eða gefið mest af búslóðinni og eru hér að fara með restar í Sorpu. Helgi and Vedís are a young couple who are following their dreams and moving to Norway. They want to provide a better life for their children, which they believe can be obtained in Norway. Helgi and Védís have given away or sold most of their belongings and here they dispose of the rest at the recycling center. Heiða Helgadóttir


Védís með dóttur sinni Heiðrós Elektru, 16 mánaða, sem þau Helgi eiga saman, en þau eiga líka hvort sitt barnið úr fyrri samböndum. Védís holds her 16-month-old daughter Heiðrós Elektra, which she has with Helgi. Also, they both have a child each from previous relationships.

126


Helgi starfar í álverinu á Grundartanga og tekur margar aukavaktir til að eiga sjóð fyrir flutningunum. Menntunin sem Helga langar að öðlast er of dýr á Íslandi, en hann hefur fengið inni í skóla í Noregi í tónlistarframleiðslu. Helgi works at the aluminum smelter in Grundartangi. He takes a lot of additional shifts in order to collect funds for the journey. Helgi is interested in studying music production, which is a costly education in Iceland. Fortunately, he has been accepted into a Norwegian school.

127


Dóttir Védísar og Helga, Heiðrós, 16 mánaða, er komin með leikskólapláss í Noregi. Helgi and Védís have found a position for their daughter, Heiðrós Elektra, 16-monthsold, at a Norwegian kindergarten.

128


Helgi í fastasvefni eftir næturvakt í álverinu. Helgi fast asleep during a shift at the aluminum smelter.

NÆSTA OPNA / NEXT SPREAD Hugrún Ólafsdóttir, móðir Helga, er ekki ánægð með íslensk stjórnvöld og telur að ekkert sé hlúð að unga fólkinu hér og þess vegna sé fólk neytt til að fara til annarra landa í von um betri framtíð. Helgi’s mother, Hugrún Ólafsdóttir, is dissatisfied with Icelandic authorities and believes that young people in Iceland have been treated unfairly, leaving them no option but to emigrate in search of a better future.

129


Helgi og Védís hafa komið sér fyrir í kjallaraherbergi hjá mömmu Helga þar til þau flytja út. Helgi’s mother has offered the couple a temporary home in her basement until they move to Norway.

132


Helgi og Védís fara yfir það sem á eftir að gera áður en út er haldið. Þau sjá ekki fyrir sér að flytja aftur til Íslands á næstunni. „Ég held að við komum ekkert til baka,“ segir Védís. Helgi and Védís check the list of things that remain to be done before leaving. They don’t foresee returning to Iceland anytime soon. “I don’t think we’ll ever return”, Védís says.

133


LJÓSMYNDARAR PHOTOGRAPHERS Aldís Pálsdóttir 50, 51 Anton Brink Hansen 44, 77 Árni Torfason 32 Ásdís Ásgeirsdóttir 70, 71 Eggert Jóhannesson 24, 93 Egill Aðalsteinsson 56, 57, 72 Ernir Eyjólfsson 19, 20, 92 Eva Björk Ægisdóttir 18, 26, 27, 28, 29, 30 Eyþór Árnason 8, 40, 48 Haraldur Þór Stefánsson 54 Hákon Davíð Björnsson 47 Heiða Helgadóttir 68, 81, 82, 98-109, 114-133

MYNDIR ÁRSINS 2015 er gefin út í tilefni af árlegri ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands. www.pressphoto.is

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2015 is published to accompany the annual photo exhibition of the Icelandic Press Photographers Association. www.pressphoto.is Dómnefnd/Jury: Jan Grarup, formaður (chairman) Hilmar Þór Guðmundsson Sissa Íris Dögg Einarsdóttir Auðunn Níelsson Torfi Agnarsson Karl Petersson

134

Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands/Board of directors: Eyþór Árnason, formaður (chairman) Ernir Eyjólfsson Anton Brink Hansen Rut Sigurðardóttir Heiða Helgadóttir Styrmir Kári Erwinsson

Hörður Sveinsson 94, 95 Kristinn Ingvarsson 91 Kristinn Magnússon 12, 87, 114-123 Páll Stefánsson 16, 17, 63 Ragnar Th. Sigurðsson 64, 65, 110-113 Ragnhildur Aðalsteinsdóttir 73, 89 Rakel Ósk Sigurðardóttir 80 Rut Sigurðardóttir 42, 43, 46, 62 Sigtryggur Ari Jóhannsson 58, 74, 88 Styrmir Kári Erwinsson 14, 36, 79 Vilhelm Gunnarsson 34, 60, 75, 78


MYNDIR ÁRSINS 2015 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

ISBN 978-9935-479-28-0

PORTRETTMYND ÁRSINS/PORTRAIT PHOTOGRAPH OF THE YEAR Siggi Sigurjóns Siggi Sigurjóns Kristinn Magnússon

978-9935-479-28-0 9 789935 479280

Myndir ársins 2015  

Bestu blaða- og fréttaljósmyndir ársins 2015.

Myndir ársins 2015  

Bestu blaða- og fréttaljósmyndir ársins 2015.