Myndir ársins 2014

Page 1

MYNDIR ÁRSINS 2014 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

MYND ÁRSINS/PHOTOGRAPH OF THE YEAR Ghasem Mohamadi var fluttur á sjúkrahús, örmagna eftir níu daga mótmælasvelti, og gefin næring í æð. Hann mótmælti seinagangi Útlendingastofnunar í afgreiðslu á ósk sinni um pólitískt hæli á Íslandi. Hann fékk að lokum stöðu flóttamanns. Ghasem Mohamadi was transferred to a hospital in a feeble state where he was fed intravenously, following a nine-day hunger strike. Mohamadi protested the delayed response of the Directorate of Immigration in processing his request for political asylum in Iceland. Eventually, he was offered refugee status. Sigtryggur Ari Jóhannsson



MYNDIR ÁRSINS 2014

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


MYNDIR ÁRSINS 2014/PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2014 © Sögur ehf. Inngangur/Introduction © Illugi Jökulsson Ljósmyndir © Ljósmyndarar viðkomandi mynda (skv. myndatexta). Photographs © The photographers of the photos in question (according to text). Útgáfa bókarinnar er styrkt af Menningarsjóði Blaðamannafélags Íslands. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis handhafa höfundarréttar og útgefanda. This book may not be copied in any form, e.g. photographed, printed, recorded on audio or in other comparable manner in part or in whole, without written consent from the copyright older and the publisher. Bókarhönnun, umbrot og kápa: Árni Torfason Design, layout and cover: Árni Torfason

Ljósmynd á forsíðu/Photograph on frontpage: Sigtryggur Ari Jóhannsson Ljósmynd á baksíðu/Photograph on backpage: Gígja D. Einarsdóttir Ensk þýðing/English translation: Kjartan Ingvarsson Prentun/Printing: Prentsmiðjan Oddi hf., Reykjavík ISSN 1670-5653 ISBN 978-9935-448-86-6


MYNDIR ÁRSINS 2014

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


MYNDIR ÁRSINS 2014

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

Sólmyndir handa húsfeðrum Þann 10. september árið 1861 birtist svohljóðandi auglýsing í blaðinu Íslendingi sem gefið var út í Reykjavík:

„Þeir, sem fá vilja ljósmyndir (Photographie) geta fengið þær hjá mjer, eptir að póstskip er komið næsta sinn og skal jeg leitast við, að leysa myndirnar svo af hendi, að hlutaðeigendum líki sem bezt. Þeim, er kynnu að vilja, gefst einnig kostur á að læra af mjer að taka þessar ljósmyndir, bæði „Positives“ og „Negative“.“

Þessi auglýsing var frá Guðbrandi Guðbrandssyni sem var einna fyrstur íslenskra ljósmyndara, en reyndar er merkilegt hversu snemma hann hefur verið kominn til starfa. Þá voru ekki nema rúm 30 ár síðan Nicéphore Niépce tók fyrstu eiginlegu ljósmyndina út um gluggann á húsi því í þorpinu Saint-Loup-de-Varennes í nágrenni Parísar þar sem hann var búsettur. Fyrstu árin og áratugina eftir að Niépce tók mynd sína þróaðist hin nýja tækni hratt en það var ekki fyrr en 1838 sem fólk festist fyrst á filmu, en það var hinn frægi ónefndi og óþekkti maður sem var að láta bursta skóna sína á mynd sem Louis Daguerre tók í París og staldraði nógu lengi við til að opið myndarvélaraugað næmi hann. Ári seinna var farið að taka mannamyndir og sú nýja tækni breiddist sem sé nógu hratt út til að aðeins tveim áratugum síðar var hún komin til Íslands og byrjað að auglýsa hana eins og Guðbrandur gerði svo snyrtilega í Íslendingi. Og raunar mun hann hafa verið einn af þremur íslenskum ljósmyndurum sem þá voru starfandi. Svo óhætt er að segja að landsmenn hafi tekið ljósmynduninni fagnandi, bæði „Positives“ og „Negative“!

Og það voru ekki aðeins Íslendingar á ferð með myndavélar sínar. Í Þjóðólfi, nokkrum mánuðum eftir að auglýsingin frá Guðbrandi birtist í Íslendingi, þá birtist þessi auglýsing hér: „Úr því daginn fer að lenga og veðr leyfir, býðst eg undirskrifaðr til að taka sólmyndir eða ljósmyndir af mönnum, og kostar myndin 10 mörk af hverjum einstökum manni, en minna, ef af fleirum er tekin mynd á sama spjaldinu.

Vona eg, að hinir háttvirtu húsfeðr og einstakir menn, sem vildu eignast mynd af sér eða sínum, unni mér þess sóma og atvinnu, er mér gæti hér með opnazt. Reykjavík, dag 5. desember 1861, 6

R.P.Hall.“

En það gat verið varasamt að taka myndir á Íslandi og ekki tókst alltaf svo vel til sem ætlað var. Fjórum árum seinna, eða 30. október 1865, birtist svohljóðandi frétt í Þjóðólfi:

„Ljósmyndir póstskipstjórans M. Andresens. Á hinum síðustu árum hafa hér verið samtals 3 menn, er hafa lagt fyrir sig að taka ljósmyndir helzt af mönnum og máluðum eða uppdregnum mannamyndum; en engum þeirra hepnaðist það nærri vel, og hafa þeir því orðið að hætta við list þessa. Póstskipstjórinn M.Andresen fór þá að taka hér myndir síðan í vor er leið, þá fáu daga, er hann hefir haft hér viðdvöl í hverri ferð, bæði af lifandi mönnum, og ætlum vér að fáar sem engar þeirra hafi verulega mistekizt en flestar tekizt vel, af máluðum myndum, og einnig bæði af landslaginu hér umhverfis, er þó hefir fátt sér til fegurðar eða ágætis einsog kunnugt er, og af hinum og þessum húsaflokkum og stærstu köflum hér í staðnum, þar sem þessu er sélegast og skipulegast fyrir honum; hafa flestar þær myndirnar þókt takast vel og sumar svo mætavel, að eigi standi þær á baki þeim, er menn fá beztar í útlöndum af þessleiðis myndum. Það má líka sjá á öllu, að herra Andresen er einkar vandvirkr og vandlátr við sjálfan sig um það, að láta ekkert sitt eptir liggja til þess, að myndir hans takist sem bezt. Það má telja mein, að honum varð fyrirmunað að taka myndir af ýmsum hinum fögru landslagsköflum á leiðinni til Geysis, milli Mosfellsheiðar og Haukadals, af Geysi sjálfum, Strokk, Almannagjá og Þingvelli m.fl., þegar hann í Ágúst er leið, er hann var hér staddr, tókst kostnaðarsama ferð á hendr þángað austr, en ljósmyndavélar hans biluðu svo eða brotnuðu að honum varð för sú til einkis; þó ætlum vér að hann næði 2 eða 3 myndum áðren þetta vildi til.“ Vissulega hefði verið góður fengur að því að Andresen skipstjóri hefði náð góðri mynd af Geysi að gjósa, því um þær mundir var hann upp á sitt besta. En ekki verður á allt kosið. En mikið megum við vera fegin að hvorki skyldu bila né brotna þær myndavélar sem þeir ljósmyndarar munduðu sem tóku myndirnar í þessa bók! Illugi Jökulsson


Heliographs for Luminaries On September 10, 1861, the following advertisement appeared in the magazine Íslendingur (Icelander), published in Reykjavík:

“Those in search of photographs (Photographie), can acquire them with me, with the arrival of the next mail ship and I will do my utmost in processing them in a way most suitable for interested parties. If requested, I am also willing to offer instructions on how to take these photographs, both “Positives” and “Negative”.” The foregoing advertisement came from Guðbrandur Guðbrandsson, one of Iceland’s first photographers. It is interesting how early Guðbrandsson was working with photography. Roughly 30 years had passed since Nicéphore Niépce took the first proper photograph from the window of his house in Saint-Loup-de-Varennes, just outside Paris, where he resided. The first years and decades after Niépce snapped his image, the technology underwent rapid development, but it wasn’t until 1838 that a human being first became the subject of an image. The famous anonymous man had his shoes brushed on the streets of Paris and lingered long enough for Louis Daguerre’s camera-eye to behold him.

Within a year, portraits had become common and the new technology spread quickly, to the extent that it was available in Iceland only two decades later. And advertisements sprouted up, such as Guðbrandsson’s elegant contribution to Íslendingur. In fact, Guðbrandsson was one of three professional photographers in Iceland at the time. As a result, it is safe to say that Icelanders accepted photographs with open arms, both “Positives” and “Negative”!

And not only Icelanders carried their cameras around.

A few months after Guðbrandsson’s ad appeared in Íslendingur, the following advertisement was sent to the magazine Þjóðólfur:

Taking photographs in Iceland could however prove dangerous and the activity was sometimes unsuccessful. Four years later, on October 30, 1865, this article was published in Þjóðólfur:

“The photographs of M. Andresen. In recent years, three men have come here to take photographs, mostly of men and painted or drawn images of men. However, none of them succeeded in their efforts, and have therefore withdrawn from their craft. The mail ship captain M. Andersen then began taking photographs in the brief period of spring, being positioned here during each voyage, both of living men and, we assume that almost none of the photographs were disastrous, rather, most were satisfactory, of painted images, and also of the environing landscape, which, though, has little to offer, as is well known, and of this and that house and sections of the town, which he regards as appealing or appropriate, and where they are in no way inferior to the first-class photographs of similar subjects, that men can obtain abroad. One can gather, that Mr. Andresen is particularly meticulous and fastidious in ensuring that his effort is never wasted when it comes to achieving the perfect photograph. Unfortunately, Mr. Andresen was prevented from taking photographs of various charming sections of the country on the way to Geysir, between Mosfellsheiði and Haukadalur, of Geysir, Strokkur, Almannagjá and Þingvellir, etc., when he was here in August, and undertook the costly journey east, and his camera equipment malfunctioned or broke, and his journey was for naught. We expect that he managed to take 2 or 3 photographs before the misfortunate events occurred.”

Of course, it would have been great if Andresen had managed to take a good picture of Geysir erupting, given the fact that the geyser was in its prime during that time. However, we can count ourselves lucky that none of the cameras that were used by the contributing photographers in this book, neither broke down nor malfunctioned. Illugi Jökulsson

“Given the extended duration of the day and improving weather, I humbly offer to take heliographs or photographs of men, with the price of each photograph being 10 marks for each man. The price is lower if a larger company is photographed on the same sheet. It is my sincere wish that the distinguished men and luminaries, who seek to acquire an image of themselves, will provide me the honor and industry, which would thereby be bestowed upon me. Reykjavík, December 5, 1861, R.P. Hall.”

7


MYND ÁRSINS PHOTOGRAPH OF THE YEAR


Ghasem Mohamadi var fluttur á sjúkrahús, örmagna eftir níu daga mótmælasvelti, og gefin næring í æð. Hann mótmælti seinagangi Útlendingastofnunar í afgreiðslu á ósk sinni um pólitískt hæli á Íslandi. Hann fékk að lokum stöðu flóttamanns. Ghasem Mohamadi was transferred to a hospital in a feeble state where he was fed intravenously, following a nine-day hunger strike. Mohamadi protested the delayed response of the Directorate of Immigration in processing his request for political asylum in Iceland. Eventually, he was offered refugee status. Sigtryggur Ari Jóhannsson

9


10


FRÉTTAMYNDIR ÁRSINS 2014

NEWS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

Fréttir/News 11


FRÉTTAMYND ÁRSINS NEWS PHOTOGRAPH OF THE YEAR


Ghasem Mohamadi var fluttur á sjúkrahús, örmagna eftir níu daga mótmælasvelti, og gefin næring í æð. Hann mótmælti seinagangi Útlendingastofnunar í afgreiðslu á ósk sinni um pólitískt hæli á Íslandi. Hann fékk að lokum stöðu flóttamanns. Ghasem Mohamadi was transferred to a hospital in a feeble state where he was fed intravenously, following a nine-day hunger strike. Mohamadi protested the delayed response of the Directorate of Immigration in processing his request for political asylum in Iceland. Eventually, he was offered refugee status. Sigtryggur Ari Jóhannsson

13


Hljómsveit og dansarar St. Petersburg Festival Ballet hópsins æfa í Eldborgarsal Hörpu. The orchestra and dancers from the St. Petersburg Festival Ballet practice in Eldborg concert hall in Harpa. Ernir Eyjólfsson

14


Fundarmenn undirstrika samstöðu sína með tónlistarkennurum í verkfalli. Participants of a meeting organized to discuss the issues of music teachers, underlined their solidarity with the music teachers’ strike. Kristinn Ingvarsson

15


Mikið moldrok var þremur dögum eftir að fyrst byrjaði að gjósa í Holuhrauni. Fréttamaðurinn Kristján Már hleypur til baka eftir að hafa tekið upp kynningu á frétt. Three days following the eruption in Holuhraun, a great dust storm swept the area. The reporter Kristján Már escapes the cloud of dirt after completing a news report. Egill Aðalsteinsson

16


Allt tiltækt slökkvilið barðist við mikinn eld í húsnæði Fannar og Griffils í Skeifunni í júlí. Húsin brunnu til kaldra kola og talsverðar skemmdir urðu á nærliggjandi húsum. All available firefighters fought a massive fire that broke out in two stores in Skeifan, Reykjavík, in July. The stores burnt to the ground and buildings in the vicinity were also damaged. Sigtryggur Ari Jóhannsson

Bruni í Skeifunni. Fire broke out in Skeifan, Reykjavík. Kristinn Magnússon

17


"Þú ert eini almennilegi sjálfstæðismaðurinn," sagði Björt Ólafsdóttir þingkona Bjartrar framtíðar og smellti rembingskossi á Vihjálm Bjarnason þegar þau kvöddu Alþingi í síðasta sinn á þessu þingi. “You’re the only proper member of Independence Party”, Björt Ólafsdóttir said, congresswoman and member of Bright Future, as she gave Vilhjálmur Bjarnason a big farewell kiss, just before congress went into recess. Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherrra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra trufla Katrínu Júlíusdóttur í ræðustól. Bjarni lagði dagskrá Alþingis síðar fram í miðri ræðu Katrínar og svaraði hún því með að kalla Bjarna „helvítis dóna“. Finance Minister Bjarni Benediktsson and Prime Minister Sigmundur Davið Gunnlaugsson interrupt Katrín Júlíusdóttir in the middle of her speech. Benediktsson later interrupted her again by displaying the parliamentary schedule, to which she responded by calling him a “damn brute”. Valgarður Gíslason 18


Mótmælt við Alþingishúsið. Þrátt fyrir vonskuveður mætti nokkur fjöldi fólks á Austurvöll til að mótmæla þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hætta aðildarviðræðum Íslands að ESB. Nokkrir mótmælendur veifuðu bönunum í átt að þinghúsinu en innandyra sátu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðisflokksins og spjölluðu saman yfir kaffibolla. Protests by parliament. Despite the harsh weather, a large group of people gathered at Austurvöllur to protest the government’s decision to cease EU membership negotiations. Some protesters waved bananas in the direction of the parliament building. Inside, Prime Minister Sigmundur Davíð Gunnlaugsson and Guðlaugur Þór Þórðarsson, member of the Independence Party, discussed matters over coffee. Valgarður Gíslason

19


Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur blóð í tilefni Hinsegin daga til að minna á að hommar mega ekki gefa blóð. Pressan mætt til að fylgjast með. Reykjavík Mayor Dagur B. Eggertsson gives blood to mark the occasion of Reykjavík Pride Festival, and to bring attention to the fact that homosexuals are not allowed to give blood. The media was there to observe. Egill Aðalsteinsson

20


„Ég veit enn ekki hvað amar að. Mögulega væri ég löngu farinn heim ef ekki væri verkfall lækna en ég er fastur hér því það er ekki hægt að útskrifa mig,“ segir Guðni Páll Viktorsson sem bíður aðhlynningar á hjartadeild Landspítalans. “I still don’t know what’s wrong. If it wasn’t for the doctor’s strike, I could have gone home ages ago, but I’m stuck here because they can’t release me from the hospital,” Guðni Páll Viktorsson says. Viktorsson awaits care at the coronary unit in Landspítali hospital. Vilhelm Gunnarsson

21


Mótmælendur við lögreglustöðina í Reykjavík andmæla kaupum á vopnum frá Noregi. A group of people gathered by the police headquarters in Reykjavík to protest the purchase of assault rifles from Norway. Ernir Eyjólfsson

22


Á Maiden-torgi í Kiev í Úkraínu 23.03.2014, mánuði eftir að fjöldamorð voru framin við torgið. Byltingarliðar úr röðum almennings verja torgið og búast við áframhaldandi átökum í borginni. Mörg þúsund manns hafa látist í stríðinu í Úkraínu. On Maiden Square in Kiev, Ukraine, on March 23 2014, a month after a massacre was committed on the square. Revolutionaries defend the square and prepare for further struggles in the city. Several thousand individuals have died in the Ukrainian war. Valgarður Gíslason

23


24


„Það er ekki hægt að segja til um tjónið fyrr en búið er að skoða bílinn,“ segir Ásgeir Ragnarsson hjá flutningafyrirtækinu Ragnar & Ásgeir. Bíll á vegum fyrirtækisins fór á hliðina undir Hafnarfjalli. “It’s impossible to estimate the damage until the car has been inspected,” Ásgeir Ragnarsson said, employee of the moving company Ragnar & Ásgeir. A company car flipped to the side by the roots of Hafnarfjall mountain. Vilhelm Gunnarsson

25


Flugrákir, verk eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Lokaverk Listahátíðar Reykjavíkur. Flight Trails, art piece by Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, was the closing performance of the Reykjavík Art Festival. Egill Aðalsteinsson

Næsta opna / Next spread Tólf hræ af hestum voru dregin upp úr Bessastaðatjörn með þyrlu eftir að ís á tjörninni hafði gefið sig og hrossin drukknað. Twelve horse carcasses were extracted from the pond in Bessastaðir using a helicopter. The ice on the pond cracked and the horses fell into the water and drowned. Vilhelm Gunnarsson 26


Gleðin var við völd þegar mæðgunum Susönnu Ortiz de Suarez og Johönnu Suarez var kynntur úrskurður innanríkisráðuneytisins um að þær hefðu fengið dvalarleyfi hérlendis. Susanna sést hér faðma dóttur sína, Mary Luz, sem kom hingað sem flóttamaður árið 2007. Úrskurður innanríkisráðuneytisins sneri við úrskurði Útlendingastofnunar sem synjaði konunum um hæli fyrr í sama mánuði. Mother and daughter Susanna Ortiz se Suarez and Jóhanna Suarez rejoice when they heard of the Ministry of the Interior’s decision to grant them residence permit in Iceland. Pictured is Susanna embracing her daughter Mary Luz who arrived to Iceland in 2007 as a refugee. The Ministry of the Interior reversed the Directorate of Immigration’s decision to reject their application for asylum earlier in the same month. Vilhelm Gunnarsson

27


28


29



ÍÞRÓTTAMYNDIR ÁRSINS 2014

SPORT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


ÍÞRÓTTAMYND ÁRSINS SPORT PHOTOGRAPH OF THE YEAR


Valsmenn fagna sigri Ă­ deildarbikarnum Ă­ handbolta. Valur Football Club celebrates victory in the League Cup. Vilhelm Gunnarsson

33


Markaskorararnir Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson fagna marki Gylfa Sigurðssonar gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli. The goal-scorers Kolbeinn Sigþórsson and Jón Daði Böðvarsson celebrate Gylfi Sigurðsson’s goal against Turkey at Laugardalsvöllur National Stadium. Anton Brink Hansen

Næsta opna / Next spread Þóra B. Helgadóttir landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu síðustu 17 árin, var kvödd með glæsibrag á Laugardalsvelli þegar hún lék sinn síðasta landsleik. Hún stóð í markinu í sínum 108. landsleik og skoraði mark í 9:1 sigri á Serbum. Í leikslok var hún tolleruð af liðsfélögum sínum. Þóra B. Helgadóttir, goalkeeper for the Icelandic national football team, was given a fond farewell when she played her last national game after a 17 year career with the team. She defended the goal in her 108th national game and scored a goal in a 9-1 victory over Serbia. At the end of the game she was exuberantly celebrated by her teammates. Ómar Óskarsson 34


Hannes Þór Halldórsson, Bruno Martins Indi og Klaas Jan Huntelaar slást um boltann í 2-0 sigri Íslands á Hollandi í undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta. Hannes Þór Halldórsson, Bruno Martins Indi and Klaas Jan Huntelaar struggle for the ball in Iceland’s 2-0 victory over the Netherlands, during the 2016 Euro qualification. Vilhelm Gunnarsson

35


36


37


Wow Cyclothon er hjólreiðakeppni þar sem hjólað er hringinn í kringum Ísland í miðnætursólinni í júní og áheitum safnað til góðs málefnis. Hér nær Team Deloitte kærkominni hvíld í keppnisbíl sínum. Liðið hjólaði kílómetrana 1332 á 46 tímum og 31 mínútu og endaði í 28. sæti. The Wow Cyclothon is a bike race where cyclists travel around Iceland under the midnight sun in June and donations are collected for charity work. Team Deloitte takes a deserved break in their team car. The team cycled the 1332 kilometers in 46 hours and 31 minutes and came in 28th place. Kristinn Magnússon

Fimm keppendur tóku þátt í einstaklingskeppni Wow Cyclothon 2014. Þrír þeirra kláruðu keppnina og þar á meðal voru Sigurður Gylfason og Þórður Kárason sem deildu með sér fyrsta sæti. Þeir hjóluðu kílómetrana 1332 á 74 klukkustundum og 28 mínútum. Hér eru þeir félagar að hjóla yfir Hellisheiðina og nálgast endamarkið óðfluga. Five competitors took part in the 2014 Wow Cyclothon single competition. Three completed the circle. Two of them, Sigurður Gylfason and Þórður Kárason shared first place and cycled the 1332 kilometers in 74 hours and 28 minutes. Here, the companions cycle over Hellisheiði with the finishing line drawing ever closer. Kristinn Magnússon 38


39


Torfærukeppni í Jósepsdal. Dirt-track racing in Jósepsdal valley. Vilhelm Gunnarsson

40


Frá Bláfjöllum. Opnunarhátíð Reykjavíkurleikanna 2014. Skíða- og snjóbrettakeppni. Reykjavíkurleikarnir voru settir í sjöunda sinn föstudaginn 17.janúar. The opening ceremony for the 2014 Reykjavik International games was held on the 17th of January. From the competition in skiing and snowboarding in Bláfjöll skiing area. Þórður Arnar Þórðarson

41


Sigrún Ella Einarsdóttir sækir að marki Aftureldingar. Sigrún Ella Einarsdóttir advances toward Afturelding’s goal. Ómar Óskarsson

42


Íslenka stúlknaliðið stóð sig með miklum ágætum á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum sem haldið var með glæsibrag í Laugardalshöll í október. The Icelandic women’s team performed exceedingly well in the 2014 UEG European TeamGym Championship, held at Laugardalsvöllur National Stadium in October. Ómar Óskarsson

43


Aron Pálmarsson lét fólskubrögð Ungverja ekki á sig fá er liðin mættust á Evrópumótinu í handbolta í Álaborg í janúar. Aron Pálmarsson was unaffected by the Hungarian team’s foul play when Iceland and Hungary faced each other at the 2014 European Handball Championship. Daníel Rúnarsson

44


Kári Gunnarsson teygir sig í fjöðrina í sigurleiknum gegn tyrkneskum andstæðingi á Evrópumótinu í badminton sem fram fór í Reykjavík í nóvember. Kári skilaði þremur vinningum í mótinu. Kári Gunnarsson stretches for the shuttlecock in the winning game against a Turkish opponent at the 2014 Iceland International. Kristinn Ingvarsson

45


UFC Fight Night 53 fór fram í Ericsson Globe höllinni í Stokkhólmi. Magnus Cedenblad fær hér þungt spark í hausinn frá Scott Askham. Þrátt fyrir þetta vann Magnus á dómaraúrskurði. UFC Fight Night 53 took place in the Ericsson Globe in Stockholm. Magnus Cedenblad receives a heavy kick in the face by Scott Askham. Magnus won by decision at UFC Fight Night 53 in Stockholm. Árni Torfason 46


47



TÍMARITAMYNDIR ÁRSINS 2014

MAGAZINE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


Gæðingurinn og heiðursverðlaunahesturinn Markús frá Langholtsparti. The award-winning steed Markús from Langholtspartur. Gígja D. Einarsdóttir

TÍMARITAMYND ÁRSINS MAGAZINE PHOTOGRAPH OF THE YEAR 50


51


Folaldið Barón er ákaflega mannelskur og fagurlitur foli. Eins og nafnið segir til er hann ættgöfugur og hátternið eftir því. Í stað þess að hlaupa burt eins og folöldum er vant þegar ljósmyndarinn nálgast um of reisir hann makkann og stillir sér upp. Barón is an exceptionally gentle and beautifully colored male foal. As the name indicates, Barón is of a dignified lineage and behaves accordingly. Instead of galloping away as normal foals do at the approach of a photographer, Barón gracefully cranes his neck and poses for the photo. Gígja D. Einarsdóttir

Geitur hafa fylgt Íslendingum frá landnámi eins og sést á örnefnum víða um land. Um miðja 20. öld lá við að stofninn þurrkaðist út en síðan hefur verið reynt að viðhalda honum og er nú svo komið að íslenski geitastofninn telur 818 dýr (2011-2012) en telst enn í útrýmingarhættu. Goats have followed Icelanders since the first settlers came to the island, as can be seen from various place-names across the country. The breed teetered on extinction around the middle of the 20th century but recovered and it was maintained to the extent that they now number 818 (2011-2012). The Icelandic goat is still considered an endangered species. Kristinn Magnússon 52


53


Tískuþáttur fyrir Kaltblut Magazine 2014. Fashion showcase for Kaltblut Magazine 2014. Rut Sigurðardóttir 54


Heimarรฆktaรฐ. Homegrown. Rut Sigurรฐardรณttir 55


Tískuþáttur fyrir M_A_G_N_E_A. Íslensk hönnun eftir Magneu Einarsdóttur. Fyrirsæta: Dorothea Olesen. Fashion showcase for M_A_G_N_E_A. Icelandic design by Magnea Einarsdóttir. Model: Dorothea Olesen. Aldís Pálsdóttir

Tónlistarmennirnir Berndsen og Hermigervill með tvö gömul epli. The musicians Berndsen and Hermigervill holding two old apples. Haraldur Jónasson 56


57


Fríða Dís Guðmundsdóttir. Heiða Helgadóttir

58


Sigga Soffía dansari. Sigga Soffía, dancer. Heiða Helgadóttir

59


Gestir sem heimsóttu menningarhúsið Skúrinn á Laugarnestanga gátu guðað á gluggann og fylgst með Ragnari Kjartanssyni myndlistarmanni mála myndir af félaga sínum Bjarna Bömmer. Á fóninum hljómaði „Take it easy“ með Eagles, aftur og aftur. Visitors at Skúrinn art gallery in Reykjavík were invited to peer through the windows of the shack and observe as the artist Ragnar Kjartansson painted his friend Bjarni Bömmer. The Eagles song “Take it Easy” poured from the speakers, on repeat. Ómar Óskarsson

Voff voff.

Rakel Ósk Sigurðardóttir 60


61


Berlínarbollur. Doughnuts filled with jam. Ernir Eyjólfsson

Syndandi gullfiskar. Swimming goldfish. Rakel Ósk Sigurðardóttir 62


63



UMHVERFISMYNDIR ÁRSINS 2014

LANDSCAPE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


UMHVERFISMYND ÁRSINS LANDSCAPE PHOTOGRAPH OF THE YEAR


Hellisheiรฐi. Hellisheiรฐi. Heiรฐa Helgadรณttir

67


Listaverkið Þúfa sem staðsett er vestan við gömlu höfnina í Reykjavík skartar sínu fegursta. Þúfa er eftir Ólöfu Nordal myndlistarmann. The sculpture Þúfa, located west of the old harbor in Reykjavík, in all its glory. Þúfa was made by the artist Ólöf Nordal. Vilhelm Gunnarsson

68


Japanskur ferðamaður á Sólheimajökli. A Japanese tourist on Sólheimajökull glacier. Vilhelm Gunnarsson

69


Laki. Laki, volcanic area. Páll Stefánsson

Næsta opna / Next spread Íshellir í Vatnajökli. An ice cave in Vatnajökull glacier. Páll Stefánsson 70


Kýlingavatn. Kýlingavatn lake. Páll Stefánsson

71


72


73


Maður á kajak snemma morguns í Stokkhólmi. Man kayaks in the early hour of the day, close to Stockholm. Árni Torfason

74


Dúfa hefur sig til flugs á þokudrunguðum morgni í Stokkhólmi. A pigeon takes flight on a fog-drenched morning in Stockholm. Árni Torfason

75


Skotiรฐ upp af svรถrtum sandinum. A rocket surges up from the black sand. Kristinn Ingvarsson

76


Gömul Hvalstöð, Sólbakka, Önundarfirði. Old whaling station in Sólbakki, Önundarfjörður. Páll Stefánsson

77


Eldgosið í Holuhrauni 10 dögum eftir fyrsta gos. 10 days after the first eruption in Holuhraun. Egill Aðalsteinsson

Mengunin frá eldgosinu í Holuhrauni lá yfir landinu í vetur. Sólin varð eldrauð þegar geislar hennar smugu gegnum mengunarskýið. Pollution from the Holuhraun eruption spread over the whole country over the winter. The sun turned crimson and beamed softly through the cloud of pollution. Kjartan Þorbjörnsson

Næsta opna / Next spread Á Snæfellsnesi. On Snæfellsnes peninsula. Heiða Helgadóttir 78


79


80


81



DAGLEGT LÍF 2014

DAILY LIFE PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


DAGLEGT LÍF MYND ÁRSINS DAILY LIFE PHOTOGRAPH OF THE YEAR


Héraðsdómur Reykjavíkur. Dómsmálin verða að hafa sinn gang, hvernig sem viðrar, og í héraðsdómi sjá uppáklæddir menn um að sópa tröppurnar þegar á þarf að halda. Reykjavík District Court. Court cases must proceed, despite the weather. Here, suit-wearing men sweep the snow away when the situation calls for it. Ómar Óskarsson

85


Sýrlenskir flóttamenn, Zahle Haouch el Omara el Ardi. Syrian refugees, Zahle Haouch el Omara el Ardi. Páll Stefánsson

86


Sýrlenskir flóttamenn, Zahle Haouch el Omara el Ardi. Syrian refugees, Zahle Haouch el Omara el Ardi. Páll Stefánsson

87


Kona baðar sig í sól á suður Ítalíu. A woman sunbathes in Southern Italy. Rut Sigurðardóttir

88


Kvennaskólanemar stukku í sjóinn í Reykjavíkurhöfn glaðir í bragði. Þar með slógust þeir í hóp fjölmargra ungmenna sem hafa stundað það að undanförnu. Students in Kvennaskólinn Secondary School joyfully jumped into the ocean in Reykjavík Harbor. They thereby joined a growing number of youngsters who regularly take a dip in the sea. Vilhelm Gunnarsson

89


Maður sem fer vel með plastpokana sína en Mikligarður varð gjaldþrota 1993. A man takes good care of his plastic bags; one of them carries the logo of the shopping mall Mikligarður, which went bankrupt in 1993. Eggert Jóhannesson

90


Bíllinn þveginn í góða veðrinu við bensínstöð á Háaleitisbraut. A man takes advantage of the pleasant weather and washes his car at a gas station in Reykjavík. Þórður Arnar Þórðarson

91


Lokastaðarétt við Þverá, Dalsmynni. Sheep round-up by Þverá in Dalsmynni. Páll Stefánsson

Lokastaðarétt við Þverá, Dalsmynni. Sheep round-up by Þverá in Dalsmynni. Páll Stefánsson

92


Frozen í Grafarvogi á óveðursdegi. A near-frozen dog diligently follows his owner on a stormy day. Pjetur Sigurðsson

93


Hjólað um með keðjusög framhjá blómi sem sett var út á götu í innkaupapoka. A flowers buds from a bag in the middle of the street as a chainsaw-wielding cyclist passes. Þórður Arnar Þórðarson

Ferðamaður nýtir vetrarstorminn til að taka sjálfsmynd. A tourist uses the winter storm as backdrop for a “selfie”. Anton Brink Hansen

94


Flutningar á Sæbraut. A resourceful couple by Reykjavík coast. Vilhelm Gunnarsson

95


Drengur í Árbæjarskóla æfir sig fyrir Skólahreysti. A boy in Árbæjarskóli Elementary School practices for Skólahreysti, a national competition of elementary schools. Brynjar Gunnarsson

96


Silfurskeiðin, félag stuðningsmanna Stjörnunnar í knattspyrnu, lét vel í sér heyra á leikjum Stjörnunnar í sumar. Silfurskeiðin, supporters of Stjarnan Football Club, made their vocal contribution to the team’s performance over the summer. Vilhelm Gunnarsson

97


Færibandið. The conveyor belt. Anton Brink Hansen

Sjávarréttafjölskylduhlaðborð í Hrísey. A seafood buffet in Hrísey Island. Rakel Ósk Sigurðardóttir 98


99


Áhorfandi í trylltum transi í Skautahöll Reykjavíkur. Entranced spectator in the Reykjavik Skating Hall. Ernir Eyjólfsson

100


Víkingarnir börðust hraustlega á Brákarhátíðinni sumarið 2014. The Vikings fought with great fervor during Brákarhátíð festival in the summer of 2014. Ómar Óskarsson

101


Bændur í Mývatnssveit. Farmers in Mývatnssveit. Eggert Jóhannesson

Nýgift kanadísk hjón kaupa sér pylsur á Bæjarins bestu. A newlywed Canadian couple orders hotdogs at Bæjarins beztu hot dog stand in Reykjavík. Ernir Eyjólfsson 102


103



PORTRETTMYNDIR ÁRSINS 2014

PORTRAIT PHOTOGRAPHS OF THE YEAR


Jörmundur allsherjargoði. Jörmundur, supreme leader of Icelandic pagans. Rut Sigurðardóttir

PORTRETTMYND ÁRSINS PORTRAIT PHOTOGRAPH OF THE YEAR


107


Hjรกlmar.

Kristinn Ingvarsson

108


Kรกri Stefรกnsson.

Kristinn Ingvarsson

109


Ólafur Arnalds tónlistarmaður. Ólafur Arnalds, musician. Heiða Helgadóttir

Tómas R. Einarsson tónlistarmaður. Tómas R. Einarsson, musician. Aldís Pálsdóttir 110


111


Ljรณรฐskรกldiรฐ Didda Jรณnsdรณttir. Didda Jรณnsdรณttir, poet. Ernir Eyjรณlfsson

Anton Kaldal raftรณnlistarmaรฐur. Anton Kaldal, electronic musician. Ernir Eyjรณlfsson 112


113


Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður í stofunni heima á Íslandi þar sem hann sinnir nú list sinni. The artist Tryggi Ólafsson in his home in Iceland where he currently works on his art. Kjartan Þorbjörnsson

Davíð Þór Jónsson prestur. Davið Þór Jónsson, priest. Valgarður Gíslason 114


115


116


„Gefið mér svolítinn tíma,“ sagði Yoko Ono þegar hún var spurð hvers vegna hún legðist gegn því að Mark Chapman, morðingi John Lennons, fengi reynslulausn. “Give me some time,” Yoko Ono said when she was asked why she opposed parole for Mark Chapman, John Lennon’s killer. Sigtryggur Ari Jóhannsson

Lára Stefánsdóttir dansari. Lára Stefánsdóttir, dancer. Haraldur Jónasson 117


Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður. Rebekka Jónsdóttir, fashion designer. Heiða Helgadóttir

118


Helena Harsita Stefánsdóttir kvikmyndagerðarkona. Helena Harsita Stefánsdóttir, filmmaker. Heiða Helgadóttir

119


Ragnar Zolberg tรณnlistarmaรฐur. Ragnar Zolberg, musician. Haraldur Jรณnasson

120


Sigga Maja fatahรถnnuรฐur. Sigga Maja, fashion designer. Heiรฐa Helgadรณttir

121


Reynir Traustason var rekinn úr ritstjórastóli DV. Reynir Traustason was fired from his position as chief editor of the newspaper DV. Haraldur Jónasson

Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir kraftlyftingakona. Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir, weight-lifter. Valgarður Gíslason 122


123


124


Bjarni Bernharður Bjarnason ljóðskáld og myndlistarmaður segir frá þyrnum stráðu lífshlaupi sínu. Bjarni Bernharður Bjarnason, poet and artist, discusses the oscillations of his life. Sigtryggur Ari Jóhannsson

Bjartmar Guðlaugsson greindist með flogaveiki. Eiginkonan María Helena Haraldsdóttir kom að honum í alvarlegu flogakasti og kallaði eftir aðstoð sjúkrabíls. „Þetta gerðist klukkan sex að morgni og það var ekki fyrr en um þrjúleytið síðdegis sem hann vaknar á spítalanum á Norðfirði. Það fyrsta sem ég spurði hann var: „Bjartmar, hver er kennitalan þín?“ Ég var svo hrædd um að hann væri orðinn grænmeti,“ segir hún. Bjartmar Guðlaugsson was diagnosed with epilepsy. His wife, María Helena Haraldsdóttir, came upon him in a seizure and called for an ambulance. “It happened at six in the morning and he doesn’t wake up until three in the afternoon at the Hospital in Norðfjörður. The first thing I asked him was: “Bjartmar, what is your social security number?” I was so afraid that he’d turned into a vegetable,” she says. Sigtryggur Ari Jóhannsson 125


„Einu sinni var ég ástfanginn uppi á fjalli í Noregi, en það var enginn með mér – ekkert viðfang til að taka á móti ástinni. Ég hafði verið ástfanginn áður og þekkti tilfinninguna vel. Ég var sko með fiðrildi í maganum.“ Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður. “Once I fell in love on a mountain in Norway, I was alone – there was no object to receive my affection. I had fallen in love before and I was familiar with the emotion. I had butterflies in my stomach,” claims the artist Sigurður Guðmundsson. Sigtryggur Ari Jóhannsson

Jóhann Sigmarsson kvikmyndagerðarmaður hefur glímt við lömun vegna heilahimnubólgu og einnig orðið fyrir hættulegri líkamsárás. Hann hefur snúið sér að húsgagnasmíði og hlotið viðurkenningu fyrir á hönnunarkeppni í Mílanó. Jóhann Sigmarsson, filmmaker, has struggled with disability as a result of meningitis. Sigmarsson also survived a serious physical assault. He has turned to carpentry and received an award at a design competition in Milan. Sigtryggur Ari Jóhannsson 126


127


128


Unnsteinn Manúel söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson. Unnsteinn Manúel, singer of the band Retro Stefson. Haraldur Jónasson

Sævar Daníel Kolandavelu betur þekktur sem Poetrix rústaði lífi sínu og skrifaði um það sjálfshjálparbók. Sævar Daníel Kolandavelu, more commonly known as Poetrix, made detrimental life-decisions and then wrote a self-help book about his experiences. Haraldur Jónasson 129


130


Guðbergur Bergsson rithöfundur. Guðbergur Bergsson, writer. Valgarður Gíslason

131



MYNDRAÐIR ÁRSINS 2014

PHOTO STORIES OF THE YEAR


Bak við tjöldin á Reykjavík Fashion Festival 2014 sem fram fór í Hörpunni. Behind the scene at the 2014 Reykjavík Fashion Festival, held in Harpa Concert Hall. Heiða Helgadóttir

MYNDRÖÐ ÁRSINS PHOTO STORY OF THE YEAR



136


137


Eldgos í Holuhrauni. Eruption in Holuhraun. Páll Stefánsson

138


139


140


141


LJÓSMYNDARAR PHOTOGRAPHERS Aldís Pálsdóttir 56, 111 Anton Brink Hansen 34, 94, 98 Árni Torfason 46, 74, 75 Brynjar Gunnarsson 96 Daníel Rúnarsson 44 Eggert Jóhannesson 90, 102 Egill Aðalsteinsson 16, 20, 26, 78 Ernir Eyjólfsson 14, 22, 62, 100, 103, 113 Gígja D. Einarsdóttir 51, 52 Haraldur Jónasson 57, 116, 120, 122, 128, 129 Heiða Helgadóttir 58, 59, 66, 80, 110, 118, 119, 121, 134-137 Kjartan Þorbjörnsson 79, 114

MYNDIR ÁRSINS 2014 er gefin út í tilefni af árlegri ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands. www.pressphoto.is

PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR 2014 is published to accompany the annual photo exhibition of the Icelandic Press Photographers Association. Dómnefnd/Jury: Søren Pagter, formaður (chairman) Baldur Kristjánsson Brynjar Gauti Sveinsson Einar Ólason Gunnar Sverrisson Hallgerður Hallgrímsdóttir Jóhanna Guðrún Árnadóttir

142

Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands/Board of directors: Vilhelm Gunnarsson, formaður (chairman) Eyþór Árnason, sýningarstjóri (director of exhibition) Anton Brink Hansen Ernir Eyjólfsson Heiða Helgadóttir Rakel Ósk Sigurðardóttir

Kristinn Ingvarsson 15, 45, 76, 108, 109 Kristinn Magnússon 17, 39, 53 Ómar Óskarsson 18, 36, 42, 43, 60, 84, 101 Páll Stefánsson 70, 71, 72, 77, 86, 87, 92, 138-141 Pjetur Sigurðsson 93 Rakel Ósk Sigurðardóttir 61, 63, 99 Rut Sigurðardóttir 54, 55, 88, 107 Sigtryggur Ari Jóhannsson 9, 13, 17, 117, 124, 127 Valgarður Gíslason 18, 19, 23, 115, 123, 130 Vilhelm Gunnarsson 21, 24, 27, 28, 33, 35, 40, 68, 69, 89, 95, 97 Þórður Arnar Þórðarson 41, 91, 94



MYNDIR ÁRSINS 2014 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR

ISBN 978-9935-448-86-6

TÍMARITAMYND ÁRSINS/MAGAZINE PHOTOGRAPH OF THE YEAR Gæðingurinn og heiðursverðlaunahesturinn Markús frá Langholtsparti. The award-winning steed Markús from Langholtspartur. Gígja D. Einarsdóttir

9 789935 448866


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.