MYNDIR ÁRSINS 2014 PRESS PHOTOGRAPHS OF THE YEAR
MYND ÁRSINS/PHOTOGRAPH OF THE YEAR Ghasem Mohamadi var fluttur á sjúkrahús, örmagna eftir níu daga mótmælasvelti, og gefin næring í æð. Hann mótmælti seinagangi Útlendingastofnunar í afgreiðslu á ósk sinni um pólitískt hæli á Íslandi. Hann fékk að lokum stöðu flóttamanns. Ghasem Mohamadi was transferred to a hospital in a feeble state where he was fed intravenously, following a nine-day hunger strike. Mohamadi protested the delayed response of the Directorate of Immigration in processing his request for political asylum in Iceland. Eventually, he was offered refugee status. Sigtryggur Ari Jóhannsson