Heimilið eins og jólaskreytt kk stofa hjá 6. be
KIDDI Baggalúts Hjálmur r blæs til sókna
GOTT FYRIR HELGINA 16.--19. DESEMBER
Klementínur
367 Wellington nautalund
30% AFSLÁTTUR
5.249
KR/KG ÁÐUR: 7.499 KR/KG
26%
20% AFSLÁTTUR
KR/KG ÁÐUR: 459 KR/KG
AFSLÁTTUR
Hátíðarlæri
2.589
KR/KG ÁÐUR: 3.499 KR/KG
Fimmtudagur 16. desember 2021 // 47. tbl. // 42. árg.
Bobba í Nesfiski Halla & Hrannar í Køben Bragi byggir í Garðinum
Öðruvísi fótbolti í Ameríku Tvíburasysturnar Eldey Saga og Elma Ísold Eyþórsdætur skoða jólaþorp á Hótel Keflavík.
! ð í t á h a g e l i ð Gle
Ævintýri Einars Fals með myndavélina
Áhrif strands Jamestown á Suðurnesjum
Þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða
Hátíðarréttir
Magnúsar og Antons
Óskar smíðar smíðar skart úr mynt og skeiðum
96 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Skautasvellið er 200 fermetrar að stærð og er umhverfisvænt þar sem það þarfnast hvorki raforku né vatns en svellið samanstendur af sérhönnuðum plötum sem hafa sömu eiginleika og venjulegur ís. Hér er unnið að uppsetningu á svellinu í vikunni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Aðventusvellið opnar í Aðventugarðinum Um helgina bætist glæný og spennandi viðbót við Aðventugarðinn í Reykjanesbæ þegar Aðventusvellið verður tekið í notkun en það verður staðsett í skrúðgarðinum í Keflavík. Þar gefst fjölskyldum einstakt tækifæri til að upplifa saman gleðilegar stundir með hressandi útivist og hreyfingu. Til stendur að hafa svellið opið fyrir almenning frá laugardeginum 18. desember og fram í mars á næsta ári ef vel gengur. Það er Orkustöðin ehf. sem hefur tekið að sér reksturinn á svellinu í samstarfi við Reykjanesbæ. Síðastliðið sumar fór fram hugmyndasöfnun á íbúavefnum Betri Reykjanesbær þar sem hugmyndin um ævintýralegt leiksvæði í skrúð-
ÓSKUM SUÐURNESJABÚUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NÝS ÁRS ÞÖKKUM SAMFYLGDINA Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA
garðinum hlaut gott fylgi. Með tilkomu skautasvellsins má segja að sú hugmynd sé að raungerast og nú verði dálitlu ævintýri bætt við Aðventugarðinn. Skautasvellið er 200 fermetrar að stærð og er umhverfisvænt þar sem það þarfnast hvorki raforku né vatns en svellið samanstendur af sérhönnuðum plötum sem hafa sömu eiginleika og venjulegur ís. Þá er einnig minni slysahætta á þessu svelli þar sem það gefur aðeins eftir ólíkt hefðbundnum ís. Til stendur að skautasvellið verði opið fimmtudaga til sunnudags og þurfa gestir að bóka heimsókn á vefsíðunni adventusvellid. is eða í sérstöku appi sem verður klárt innan tíðar og nánar er hægt að kynna sér á vefsíðunni. Hægt
verður að fá lánaða skauta eða koma með sína eigin svo framarlega sem þeir eru ekki með tönn. Stök ferð á svellið í 50 mínútur kostar 800 krónur. Á vefnum verður einnig hægt að versla áskriftir að skautasvellinu og geta áskrifendur þá skautað eins oft og þeir vilja eigi þeir bókaðan tíma. Þarna er því komin hugmynd að upplagðri jólagjöf í jólapakkann. Mánaðaráskrift fyrir einn kostar kr. 2500 og fyrir fjölskylduna kr. 5000. Þess má geta að þeir sem kaupa áskrift skauta frítt í desember. Allar nánari upplýsingar verður að finna á vefsíðunni adventusvellid.is Nú er um að gera að taka þátt í ævintýrinu og hafa gaman saman á Aðventusvellinu.
Bæjarins beztu Pylsur opna í Reykjanesbæ Bæjarins beztu Pylsur hafa opnað á tveimur stöðum á Suðurnesjum, í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og í Orkustöðinni á Fitjum í Reykjanesbæ. Pylsuvagninn er gamalgróið fyrirtæki úr Reykjavík sem er búið að bjóða svöngum
höfuðborgarbúum og nærsveitamönnum upp á pylsur síðan 1937 „Reykjanesbær er öflugt bæjarfélag sem á bara eftir að stækka í framtíðinni með sterk tengsl við flugvallasvæðið og Reykjavík, og vonumst við til að Bæjarins beztu
l ó j g e l i Gleð
eigi eftir að vera ánægjuleg viðbót við matarflóru Suðurnesja,“ segir í tilkynningu frá Bæjarins beztu. Eins og sjá má annars staðar í blaðinu eru veglegt opnunartilboð frá Bæjarins bezstu.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Þökkum viðskiptin á árinu
Hlökkum til að elda ljúffengan heimilismat í hádeginu fyrir Suðurnesjamenn árið 2022
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Rétturinn
Opið:
Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
alla virka daga
11-13:30
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári.
Gleðilega hátíð
L ANDSBANKINN.IS
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sjö fengu umhverfisviðurkenningar í Reykjanesbæ Sjö aðilar fengu viðurkenningu fyrir vel heppnuð umhverfisverkefni í Reykjanesbæ og voru þær afhentar 7. desember. Fyrr á árinu gátu íbúar sent ábendingar um vel heppnuð umhverfisverkefni og bárust fjölmargar ábendingar til valnefndar sem var leidd af Eysteini Eyjólfssyni formanni umhverfis og skipulagsráðs, Helgu Maríu Finnbjörnsdóttur fulltrúa í umhverfis og skipulagsráði og Berglind Ásgeirsdóttur umhverfisstjóra Reykjanesbæjar. Eysteinn Eyjólfsson og Kjartan Már bæjarstjóri afhentu viðurkenningarnar í Hljómahöll við hátíðlega athöfn.
Séð inn í verðlaunagarð Hannesar Friðrikssonar og Þórunnar Benediktsdóttur að Freyjuvöllum 6.
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) fékk viðurkenningu fyrir Hlíðarhverfi.
Umhverfisviðurkenningar 2021:
Starfsfólk Apóteks Suðurnesja óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum fyrir viðskiptin á árinu
Viðurkenningar fyrir fallega og vel hirta garða hlutu íbúar að Freyjuvöllum 6 og Hraundal 1. V i ð u rke n n i n g a r f y r i r ve l heppnaða endurbyggingu á gömlu húsi hlutu íbúar að Veghúsi (Suðurgata 9) og Hafnargötu 16-18. Viðurkenningar fyrir vel heppnað viðhald á parhúsi hlutu íbúar að Hátúni 21-23.
Viðurkenningu fyrir vel heppnað viðhald á fjölbýlishúsi hlaut Fífumói 5. Viðurkenningu fyrir markvissa framkvæmd og uppbyggingu hlaut Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) fyrir Hlíðarhverfi. Viðurkenningu fyrir markvissa framkvæmd og frágang hlaut Hug verktakar fyrir Vallarbraut 12. Viðurkenningu fyrir að glæða bæinn lífi á skemmtilegan hátt hlaut Hughrif í bæ.
Hjá okkur njóta allir sérkjara Félagar í FEB og öryrkjar fá
16% afslátt
Verið hjartanlega velkomin
Hringbraut 99 - 577 1150
Opið: Mánudaga-föstudaga 9:00 - 19:00. Laugardaga 12:00 - 16:00.
HUGverktakar fengu viðurkenningu fyrir framkvæmd og frágang að Vallarbraut 12.
Öðruvísi heimilis- & gjafavara!
Gleðilega hátíð
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Baldvin Njálsson stilltur og stefnir í met hjá Grímsnesi Síðasti pistill fjallaði að nokkru um nýjan frystitogara Nesfisks, Baldvin Njálsson GK. Eins og sást í myndbandinu sem fylgdi síðasta pistli, sigldu Víkurfréttir með skipinu frá Keflavík og til Hafnarfjarðar, þar sem tekin voru veiðarfæri og fleira. Skipið fór á miðin og beint vestur á Hala og var þar í nokkra daga kom aftur til Hafnarfjarðar. Þaðan fór hann aftur út og þá á Reykjaneshrygg og síðan aftur til Hafnarfjarðar. Mikil tækni er í nýja skipinu og þessar ferðir hafa verið farnar til þess að stilla allan búnað sem er um borð í skipinu. Enn sem komið er hefur togarinn ekki landað afla. Þó er búið að færa á skipið kvóta, alls um 770 tonn miðað við þorskígildi. Mestur hluti þess kemur frá Benna Sæm GK, eða 260 tonn af þorski, 325 tonn af karfa og 50 tonn af ýsu. Frá Sóley Sigurjóns GK koma 500 tonn af ufsa. Áhugavert verður að fylgjast með hvernig Nesfiskur mun ráðstafa kvótanum sínum, því við síðustu úthlutun fékk Nesfiskur alls um 11.200 tonn af kvóta miðað við þorskígldi
og nokkuð merkilegt er að dragnótabáturinn Sigurfari GK er alveg kvótalaus, fær enga úthlutun, heldur er kvótinn færður af hinum aflamarksskipunum yfir á Sigurfara GK. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Nóg um þetta, lítum aðeins á aflatölur. Netaveiðin hefur verið að glæðast nokkuð núna síðustu daga og eru Maron GK og Halldór Afi GK komnir með netin utan við Sandgerði og gengið ansi vel. Maron GK kominn með 21,4 tonn í sex og mest 4,4 tonn og Halldór Afi GK 18 tonn í sex og mest 6,3 tonn í einni löndun. Grímsnes GK er ennþá að eltast við ufsann og er kominn með 45 tonn í þremur róðrum. Það má geta þess að 2021 stefnir í að vera metár fyrir áhöfnina á Grímsnesi GK, því að aflinn hjá bátnum er núna kominn yfir um 1.700 tonn og er nú er svo komið að báturinn er einn af þremur netabátum á landinu sem eiga möguleika á að enda aflahæsti netabáturinn á íslandi árið 2021.
Jólastemmning við Sandgerðishöfn fyrir nokkrum árum. Mynd: Reynir Sveinsson Talandi um það, að þá hef ég síðustu ár í gegnum síðuna mína aflafrettir.is sett inn könnun þar sem lesendur síðunnar geta velt fyrir sér hvaða bátur er aflahæstur í hverjum flokki fyrir sig og fleira. Ég set inn tengillinn hérna inn og þið skrifið hann inn í tölvu þá komist þið inn í þessa könnun sem inni heldur 20 spurningar: www.surveymonkey. com/r/GP7S9DW
Að framan er aðeins minnst á Sigurfara GK en hann hefur átt ansi góða byrjun núna í desember og er búinn að landað 123 tonnum í átta róðrum og mest 28 tonn. Þegar þessi orð eru skrifuð þá er hann aflahæsti dragnótabáturinn í desember á landinu. Siggi Bjarna GK er þriðji hæsti á landinu og kominn með 50 tonn í sex og Benni Sæm GK er þar á eftir með 31 tonn í sex.
Þessi pistill kemur í annnars mjög stóru og flottu jólablaði Víkurfrétta og vil ég því óska lesendum þessara pistla gleðilegra jóla og takk fyrir samskiptin á árinu. Miðað við þau viðbrögð sem ég hef fengið útaf þessum pistlum mínum þá er alveg ljóst að þið eruð ansi duglega að lesa þá. Bestu þakkir fyrir það.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Rauð jól eða hvít jól
Jón Steinar Sæmundsson
Rauð jól eða hvít jól? Þetta er spurning sem margir spyrja sig að, ja eða öllu heldur veðurfræðingana. Mörgum finnst einfaldlega jólin ekki fullkomnuð nema snjór sé yfir jörðu. Það er óneitanlega bjartara yfir að líta þegar snjór hylur grund og á köflum fallegra. Rauð eða hvít, þá koma jólin hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Kæru lesendur. Ég vona að kærleikurinn verði ykkur ofarlega í huga um jólin er þið setjist við allsnægta borðið með „jólakúlunni“ ykkar. Gleymum samt ekki þeim sem þangað er ekki boðið og munum að margir eiga um sárt að binda. Hugsum fallega til þeirra, ekki bara um jólin heldur alltaf. Gleðileg jól og farælt komandi ár. Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Ð O B IL T R A G L E H G E IL N BRAGÐGÓÐ OG GIR GILDA: 16.--19. DESEMBER
30% AFSLÁTTUR
26% AFSLÁTTUR
WELLINGTON
Hátíðarlæri
NAUTALUND
2.589
KR/KG ÁÐUR: 3.499 KR/KG
Laufabrauð Okkar - 8 stk.
1.049
KR/PK ÁÐUR: 1.499 KR/PK
Gulrótarbrauð
5.249
KR/KG
30%
489
1.799
30%
25%
AFSLÁTTUR
Kölnarhryggur Fullelduð jólaskinka með gljáa
AFSLÁTTUR
ÁÐUR: 7.499 KR/KG
30%
KR/STK ÁÐUR: 699 KR/STK
KR/KG ÁÐUR: 2.999 KR/KG
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Humar Skelflettur, 800 g
3.499
Lynghæna Úrbeinuð, 4x130g
2.174
KR/PK ÁÐUR: 4.999 KR/PK
KR/PK ÁÐUR: 2.899 KR/PK
Pítubuff með nýjum brauðum
1.539
KR/PK ÁÐUR: 2.199 KR/PK
Klementínur
367
KR/KG ÁÐUR: 459 KR/KG
30% AFSLÁTTUR
Perur
21%
299
AFSLÁTTUR
20% AFSLÁTTUR
KR/KG ÁÐUR: 379 KR/KG
FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum verslunum Nettó. Lægra verð – léttari innkaup
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Jóladagur heilagur náttfatadagur Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, á skemmtilegar jólaminningar þegar hún var hjá ömmu sinni og afa þegar hún var lítil. Í lögreglunni hefur vaktavinna haft áhrif á jólahefðir fjölskyldunnar en jóladagur er þó heilagur náttfatadagur. Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Misjafnt en þetta árið hef ég verslað helming þeirra á netinu. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Örlítið fyrr í ár. Hef reyndar alltaf geymt að setja jólatré upp skömmu fyrir aðfangadag en hef lofað dóttur og eiginmanni að vera fyrr á þessu ári. Skreytir þú heimilið mikið? Passlega en eykst með auknum áhuga barnanna. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmáköku? Nei en vildi að ég væri myndarlegri hvað það varðar. Sem barn voru vanilluhringir og kókoshringir mitt allra uppáhalds. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Nei, get ekki sagt það. Lögreglustarfið hefur að hlutað til mótað það þannig hjá okkur. Vaktavinnan hefur verið fyrirferðarmikil í fjölskyldunni og því ekki að festa okkur í hefðir. Jóladagur er reyndar heilagur náttfatadagur. Hvernig er aðventan – hefðir þar? Er Covid að trufla undirbúning jólanna? Engar hefðir á aðventunni. Við erum ekki að láta Covid trufla undirbúninginn heldur reynum við ræða það sem minnst. Mikilvægt að vera jákvæður.
Hveru eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Fyrstu jólin sem ég man eftir eru á Hringbrautinni hjá móðurafa og ömmu. Þar var yndislegt að vera og finna hlýju þeirra og elsku. Sú jólaminning sem kemur fyrst í huga minn er frá 1984 þegar ég og Guffi frændi vorum að líka eftir Þórði húsverði og Bryndísi. Guffi var snemma hnyttinn og uppátækjasamur og ekkert eðlilegra en að leika þau fimm og sex ára gömul. Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Nei. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Engin ein, hver þeirra eftirminnileg á sinn máta. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Gönguskó Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Kalkúnn og tilheyrandi. Vonast til að eiginmaðurinn útbúi jólaís líkt og hann gerði síðustu jól. Hefðirnar hafa breyst. Áður var það hamborgarhryggur en höfum valið að fara aðeins „léttari“ leið síðustu ár. Páll Ketilsson pket@vf.is
MUNUM EFTIR
AÐ GLEÐJA OG NJÓTA UM HÁTÍÐARNAR
Fríhöfnin óskar þér gleðilegrar hátíðar og endalausra ævintýra á nýju ári www.dutyfree.is
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Jólakveðja frá oddvita Suðurkjördæmis Guðrún Hafsteinsdóttir
Sendum Suðurnesja– mönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Hefðir og fjölskylduvenjur móta jólin og jólahaldið. Þessi tími, dimmasti árstími hefur djúpa merkingu fyrir okkur flest. Við segjum gjarnan að þetta sé tími barnanna og það er mikið til í því. Jólin eru þó tími okkar allra og við fögnum hvert með okkar hætti. Á Suðurnesjum var þess löngum beðið að fjölskyldufeður kæmu heim af sjó en þá fyrst hófust jólin á mörgum heimilum. Í Keflavík hefur alltaf verið mikil verslun og er enn. Ég get rétt ímyndað mér að það sé hluti af jólastemmningunni að rölta Hafnargötuna, kíkja í búðir og kaupa jólagjafirnar. Segja má að aðventan, þessi yndislegi upptaktur að jólum, sé nú til dags hátíð út af fyrir sig. Vinir og ættingjar koma saman á köldum desemberdögum, gleðjast og njóta samveru. Þannig á það að vera. Líf okkar tekur stöðugum breytingum og jólin minna okkur oft á það sem var, er ekki lengur og verður aldrei aftur. Þessi tími er því erfiður mörgum og þá sérstaklega þeim sem eiga um sárt að binda. Hugurinn leitar ósjálfrátt til þeirra sem misst hafa ástvini á árinu og horfa nú til hátíðanna með kvíðahnút í maga og sorg í hjarta. En jólin gefa okkur líka tækifæri til að heiðra minninguna enda leitar hugurinn nær alltaf í minningabankann á þessum árstíma. Við leitumst við að endurskapa minningar úr æsku okkar á hverju einasta ári og endurupplifa liðna tíð á fallegan máta. Árið hefur verið viðburðarríkt í mínu persónulega lífi. Það var mikil ákvörðun fyrir mig að taka í upphafi árs að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árangurinn varð eins og að
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
NÝR VEITINGASTAÐUR Á BB HÓTEL - ÁSBRÚ FJÖLBREYTTUR OG LÉTTUR BISTRO MATSEÐILL: Kjúklingavængir Hamborgarar Svínarif Nautalund Djúpsteiktir blómkálsvængir Fiskur og franskar Kjúklingasalat
Take Off Bistro Opið frá 18.00 til 21.30. Happy hour kl. 18-19 Take Off Bar - happy hour kl. 16-18. OPIÐ ALLA DAGA.
VERIÐ VELKOMIN Á TAKE OFF BISTRO
var stefnt og er ég ykkur öllum ævarandi þakklát fyrir ykkar hvatningu og stuðning. Án þess væri ég ekki nú þingmaður ykkar á hinu háa Alþingi. Markmiðið er þó alltaf skýrt og það er að vera öflugur fulltrúi Suðurkjördæmis og ýta áfram þjóðþrifaverkum fyrir kjördæmið, sem og landið allt. Ríkisstjórn hefur verið mynduð og mér hafa verið falin margvísleg trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn á þingi. Ríkisstjórnin hefur mótað stefnu næstu fjögur árin þar sem leiðarstefið er að efla atvinnulífið og byggja upp nýjar atvinnugreinar sem eru reistar á þekkingu og nýsköpun. Við Íslendingar erum að koma mun betur út úr efnahagsáfallinu sem tengt er heimsfaraldri Covid19 og því er ástæða til að horfa bjartsýn fram um veg. Verkefnin eru áfram ærin en við munum sjá sterkari og betra samfélag á næstu árum, það er bjargföst trú mín. Kæru vinir. Nú gengur í garð tími kærleika og vináttu. Njótum hans saman. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.
Sumarstörf hjá Airport Associates 2022
Summer jobs at Airport Associates 2022
Airport Associates flugafgreiðslu fyrirtæki við Keflavíkurflugvöll leitar að starfsfólki í sumarstörf. Um er að ræða hlutastörf sem og full störf í vaktavinnu.
Airport Associates, an independent ground handling service company at Keflavík Airport, is looking for individuals for summer jobs. All positions are based on shift work, both full-time and part-time.
Umsækjendur þurfa að klára ákveðna þjálfun áður en til starfa kemur og þurfa að geta hafið störf í apríl/maí og unnið út september/október 2022. Mikilvægt er að allir umsækjendur búi yfir færni í mannlegum samskiptum, hafi ríka þjónustulund, séu stundvísir og agaðir í starfi en jafnframt sveigjanlegir. Góð enskukunátta er skilyrði í allar stöður. Reynsla á sviði flugafgreiðslu er kostur. Allir umsækjendur þurfa að vera með hreint sakavottorð.
Employees will have to complete training before they start working. The employment period will be from April/May until September/October 2022. All applicants must be good in human relations, service-minded, punctual, and flexible. Good English skills are required for all positions. Experience in the field of ground handling is an advantage. Applicants must have a clean criminal record.
Farþega- og farangursþjónusta Almenn farþegaafgreiðsla eins og innritun, þjónustuborð og önnur þjónusta við farþega. Ökuréttindi æskileg, tölvukunnátta og góð enskukunnátta mikilvæg. Lágmarksaldur 20 ár.
Passenger service General passenger handling such as check in, boarding, service desk etc. Driving license is preferable. Good computer skills are important. The minimum age is 20 years.
Hlaðdeild Hleðsla og afhleðsla flugvéla á farangri og frakt. Akstur og notkun vinnuvéla á flughlaði. Ökuréttindi skilyrði og vinnuvélaréttindi æskileg. Lágmarksaldur 20 ár.
Ramp handling Loading and offloading of luggage and cargo to and from aircraft. Driving and operating machines on the ramp. A valid driving license is required, and an operating machine license is preferable. The minimum age is 20 years.
Ræsting og öryggisleit flugvéla Starfið felst í ræstingu og öryggisleit í flugvélum sem og ræstingu húsakynna fyrirtækisins. Ökuréttindi skilyrði. Lágmarksaldur er 20 ár. Frakt Skimun, móttaka og afhending á inn -og útfluttningi flugfraktar. Ökuréttindi skilyrði og tölvukunnátta mikilvæg. Vinnuvélaréttindi æskileg. Lágmarksaldur 20 ár. Mötuneyti Almenn eldhússtörf, undirbúningur á salatbar, aðstoð við matseld, uppvask ofl. Reynsla af sambærilegum störfum æskileg. Verkstæði Almennt viðhald og viðgerðir á flugafgreiðslu tækjum sem og bílaviðgerðir. Bílpróf skilyrði og vinnuvélaréttindi kostur. Reynsla að sambærilegum störfum kostur. Lágmarksaldur 20 ár. Sótt er um störfin rafrænt á heimasíðu fyrirtækisins www.airportassociates.com
Aircraft cleaning & security Cleaning and security searching aircrafts arriving and departing at Keflavik Airport house cleaning of the company facilities also part of the job. Driving license required. The minimum age is 20 years. Cargo warehouse Screening, buildup/breakdown, reception, and air freight delivery in the warehouse. Valid driving license required and computer skills important. Machine operation license preferable. The minimum age is 20 years. Canteen General kitchen work, preparation of a salad bar, assistance with cooking, dishes, etc. Experience in similar jobs is desirable. Maintenance General maintenance and repair of flight handling equipment as well as car repairs. Driving license required and machine license advantage. Experience in similar jobs is an advantage. Minimum age 20 years. Applications are submitted electronically on the company website www.airportassociates.com
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Nokkur orð á aðventu 2021 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Kæri lesandi. Nú þegar líður að jólum þá kvikna svo margar minningar tengdar þessum göldrótta árstíma þegar sólin dregur sig í hlé og gefur myrkrinu eftir sviðið að mestu. Á síðari tímum hafa orðið til minningar sem margar tengjast löngum setum í þinghúsinu við Austurvöll. Það er alltaf eitthvað hátíðlegt við störfin í þinghúsinu á þessum tíma og orðaskak þingmanna á einhvern hátt innilegra og blíðara þótt hart sé oft tekist á. Árið 2021 kveður nú brátt. Það hefur tekið á fyrir okkur flest en faraldurinn hefur breytt lífi okkar um stund. Það er þó ánægjulegt að betur hefur gengið en við áætluðum að koma hjólum atvinnulífsins á stað þrátt fyrir ýmsar brekkur.
Það er alltaf ánægjulegt að taka þátt í kosningum til Alþingis. Kosningabaráttunni fylgja ferðalög um allt land þar sem ég hef notið þess að hitta fólk sem hefur brennandi áhuga á samfélaginu okkar og sterkar skoðanir á því hvert það stefnir og hvaða leiðir séu ákjósanlegastar. Ég er virkilega þakklátur fyrir þann stuðning sem við í Framsókn fengum um land allt.
Jólatréssala
Kiwanis er í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum í Njarðvík
: ð i p O
mánudaga til föstudaga 17–20 laugardaga og sunnudaga 12–18 Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar - skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála
Framtíðin er spennandi þótt mörg krefjandi verkefni séu framundan. Í stjórnarsáttmálanum eru loftslagsmálin áberandi enda er loftslagsváin það verkefni sem brýnast er í heiminum í dag og næstu ára og áratugi. Fólk hefur áhyggjur og á það sérstaklega við um unga fólkið sem sér framtíð sinni ógnað. Heiminum verður ekki bjargað með því að hafa áhyggjur. Óttinn getur haft lamandi áhrif. Þess vegna er sá tónn sem sleginn er í nýjum stjórnarsáttmála tónn vonar og bjartsýni. Við ætlum að nýta þær einstöku aðstæður sem við búum við á Íslandi, þá þekkingu sem við höfum á endurnýjanlegum orkugjöfum og þann kraft sem býr í fólki og atvinnulífi til að leysa þau verkefni sem að okkur snúa og gefa öðrum verkfæri til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Við leggjum áherslu á að orkuskiptin eru sameiginlegir hagsmunir og að þeim verði náð með jöfnuði og réttlæti að leiðarljósi. Ég hef þá bjargföstu trú að næstu ár verði okkur gjöful á Íslandi. Tækifærin eru víða. Síðustu ár hef ég lagt mikla áherslu á að byggja upp öruggari og greiðari samgöngur á atvinnusóknarsvæðinu í kringum höfuðborgina. Haldið verður áfram stöðugri uppbyggingu Reykjanesbrautarinnar til að styrkja tengingar Suðurnesja við höfuðborgarsvæðið.
Framkvæmdir við Njarðvíkurhöfn eru að bresta á og spennandi hugmyndir á lofti á Helguvíkursvæðinu. Það er bjart framundan. Í stjórnarsáttmálanum er sleginn nýr tónn þegar kemur að uppbyggingu atvinnutækifæra hringinn í kringum landið. Það á einnig við um hið opinbera en síðustu fjögur árin hefur hugmyndin um störf án staðsetningar náð miklu flugi enda mikilvægur þáttur í því að gefa fólki aukna möguleika á því að velja sér hvar það vill búa. Í stjórnarsáttmálanum segir að „til að styðja við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu verði störf hjá ríkinu ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega.“ Þessi orð marka að mörgu leyti tímamót í viðhorfi til starfa hjá ríkinu. Ekki er talað um störf án staðsetningar sem sérstakt atriði heldur er hugsuninni snúið við: sérstaklega þarf að rökstyðja að störf séu staðbundin. Þetta er stórt mál. Einnig ætlum við að styðja við klasasamstarf hins opinbera og einkaaðila til að búa til starfsaðstöðu á lykilstöðum á landinu en fyrsta verkefnið að þessu tagi er að hefjast á Selfossi. Lesandi góður, ég vona að aðventan verði þér góð og að þú njótir jólahátíðarinnar með þínum nánustu.
STARFSFÓLK APÓTEKARANS ÓSKAR VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM GLEÐILEGRAR HÁTÍÐAR Afgreiðslutími um jól og áramót:
Keflavík
Fitjar
24. des kl. 9–12
31. des kl. 9–12
24. des kl. 10–12
31. des kl. 10–12
25. des LOKAÐ
1. jan LOKAÐ
25. des LOKAÐ
1. jan LOKAÐ
26. des kl. 10–14
2. jan kl. 10–14
26. des LOKAÐ
2. jan LOKAÐ
27. des kl. 10–19
3. jan kl. 10–19
27. des kl. 10–18
3. jan kl. 10–18
Keflavík
Fitjar
S: 421 3200
S: 534 3010
– lægra verð
Þekking í þína þágu
Nám á nýju ári
» » » » » » » » »
Menntastoðir Grunnmennt Skrifstofuskóli I og II Sölu-, markaðs- og rekstrarnám Tæknilæsi og tölvufærni Tækniþjónusta Sterkari starfskraftur Samfélagstúlkun Fagnám í umönnun fatlaðra
» Sales, Marketing and Business Operations » Technical Literacy and Computer Skills
Nánari upplýsingar og skráning á mss.is — 421 7500
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Söngvarar búa í sömu götu og halda nýárstónleika árlega Fyrir fjórum árum var Alexandra Chernyshova að spá í því að hafa nýárstónleika í Reykjanesbæ þegar Rúnar Þór Guðmundsson hafði samband við hana, þá tiltölulega nýfluttur aftur frá Noregi. „Ég heiti Rúnar Þór tenórsöngvari og er að flytja í sömu götu og þú býrð í Innri Njarðvík“. Úr varð að Alexandra bauð honum í kaffi og þar kynntu þau hvort fyrir öðru hvað þau höfðu verið að gera og síðan bauð Rúnar Þór Alexöndru að ef hana vantaði tenórsöngvara í einhver verkefni þá væri hann tilbúinn. „Ég er einmitt að skipuleggja nýárstónleika og vantar tenór,“ sagði þá Alexandra. Rúnari Þór leist vel á nýárstónleikana og síðan bættist við annar heimamaður, Helgi Hannesson píanóleikari. Undirtektir á fyrstu tónleikunum voru frábærar og úr varð að þríeykið ákvað að halda tónleika árlega eftir þetta í upphafi hvers árs. Á þessum fjórum tónleikum sem þegar hafa verið haldnir hafa verið áugaverðir gestir á tónleikunum, m.a. japanski fiðluleikarinn Hiroshi Itou, skólakór Stóru-Vogaskóla, stúlknakór Tónlistarskóla Grindavíkur, Steinar Kristinsson trompetleikari og Jóhann Smári Sævarsson bassasöngvari.
Tónleikar í Fitjum í Noregi Þetta verkefni hefur undið upp á sig en árið 2019 fóru þau Rúnar Þór og Alexandra til Noregs og sungu þar á Gala-tónleikum fyrir fullu húsi gesta í gamla bænum hans Rúnars Þórs. „Ég gerði svipaða tónleika þar sem ég bjó á Fitjum í Noregi. Árlega tónleika sem voru vel sóttir og eftir að ég flutti heim til Íslands þá hef ég haldið eina tónleika þarna ytra og þá með Alexöndru. Núna bíða næstu tónleikar bara eftir því að Covid klárist svo við getum farið aftur,“ sagði Rúnar Þór.
Tónleikar í sjónvarpi vegna Covid Síðustu tónleikar voru frábrugðnir þeim fyrri að því leyti að í stað þess að halda tónleika með hefðbundnum hætti var gerð sjónvarpsdagskrá vegna Covid-19 takmarkana og úr varð
skemmtileg tónleikadagskrá „Úr kirkjum Suðurnesja“ sem var sýnd í samstarfi við Víkurfréttir á Hringbraut í upphafi árs 2021. Tónleikadagskráin tókst mjög vel og þá sérstaklega nálgunin með að nota fallegar kirkjur Suðurnesja.
Nýárstónleikar í Ytri Njarðvíkurkirkju Núna er stefnt á nýárstónleika að nýju í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Gestir að þessu sinni verður Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar undir stjórn Karenar Sturlaugsson.
Tónleikarnir verða 2. janúar kl. 17:30. Á dagskrá eru þekkt sönglög, aríur og klassískar perlur úr óperum. „Fólk á von á því að heyra lög sem það kannast við og eiga vel við í upphafi nýs árs. Vel við hæfi að byrja nýtt ár með hátíðlegum hætti
og fallegri söngdagskrá. Við hvetjum Suðurnesjabúa til að koma á tónleikana. Við lofum skemmtilegum tónleikum,“ sögðu þau Alexandra og Rúnar Þór að lokum.
Fyrsta áfanga Hlíðahverfis í Reykjanesbæ lýkur í júlí 2020 ÍBÚÐIR Á SÖLU HJÁ FASTEIGNASÖLUM
GLEÐILEGA HÁTIÐ og farsælt komandi ár
Vilt þú slást í hópinn?
icelandair.is Má bjóða þér í ferðalag með okkur?
Umsóknarfrestur er til 08.01.2022
Sótt er um starfið á icelandair.is/farthegathjonusta Nánari upplýsingar veitir Sólveig Steinunn Bjarnadóttir, solveigb@icelandair.is
Við leitum að drífandi, traustu og jákvæðu fólki til að halda hlutunum gangandi á jörðu niðri og sjá til þess að koma fólki á flug. Taktu þátt í að tryggja farþegum okkar ánægjulegt og notalegt ferðalag um loftin blá.
Icelandair er eitt stærsta fyrirtæki landsins og fjölbreyttur vinnustaður í alþjóðlegum rekstri. Hjartað í starfsemi félagsins er alþjóðlegt leiðakerfi sem nýtir einstaka staðsetningu Íslands milli Evrópu og Norður Ameríku fyrir hagkvæmar tengingar til, frá, um og innan Íslands. Áfangastaðir félagsins eru rúmlega fjörutíu talsins og hjá félaginu starfa um 2.500 manns.
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
n k a s t. is
DROPS
dur v öru G a r n , fö n
r s lu lk – v e fv e fó i d n a p fy r ir s k a
t r og skar tu 25
n - Hafnargö
Skartsmiðja
Þú færð Jólalukku VF í 20 verslunum og fyrirtækjum á Suðurnesjum. Dregið úr vinningslausum miðum 17. og 23. des. Skilið í Nettó til að eiga möguleika á glæsilegum vinningum.
a k k u l 2021 Jóla Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum
Ásdísar hnetusmjörs- og súkkulaðibitakökur „Einn skemmtilegasti tími ársins er gengin í garð og smákökubakstur framundan á heimilinu. Ég baka alltaf eitthvað fyrir jólin fyrir heimilisfólkið og geri líka hollari sætindi fyrir mig til að eiga þegar mig langar í eitthvað sætt. Síðustu ár hef ég tamið mér að nota hollari sætuefni og hráefni í baksturinn sem fara betur með blóðsykurinn og kroppinn. Það heldur mér í betra jafnvægi og kemur í veg fyrir að ég missi mig í sætindum yfir jólin og leyfi mér því að njóta þess að fá mér hollari mola með kaffinu af einhverju heimagerðu góðgæti,“ segir Ásdís grasalæknir. „Ég ætla deila með ykkur smáköku uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessi uppskrift vekur upp góðar minningar því það var alltaf hefð hjá stórfjölskyldunni að hittast öll saman fyrir jólin og baka saman hnetusmjörs smákökur hjá ömmu og afa í Ragnarsbakaríi. Ég setti gömlu góðu uppskriftina hennar ömmu Ásdísar í hollustubúning og þessar hnetusmjörs- og súkkulaðibitakökur eru einfaldar og fljótlegar ásamt því að vera mjög ljúffengar.“ 1 bolli fínt hnetusmjör 1/3 bolli hunang (má vera ¼ bolli) 1 tsk matarsódi ½ bolli súkkulaðidropar 1 egg
Jól í Koda Munið gjafakortin
Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman í skál öllu nema súkkulaðidropunum, þar til myndast þykkt deig. Hrærið því næst út í súkkulaðidropum með sleif (bætið við 1 msk af súkkulaðidropum til að setja ofan á kökurnar). Það má líka nota saxað súkkulaði að eigin vali eða sleppa því að setja súkkulaði út í deigið og setja eingöngu súkkulaði ofan á. Setjið ½-1 msk af deiginu á bökunarpappír á ofnplötu. Bakið í 10-12 mín (eða ögn lengur ef þið viljið hafa þær aðeins stökkari) þar til smákökurnar eru farnar að taka smá lit, takið þær úr ofninum og látið kólna í 10 mín. Þær stífna aðeins við það að fá að standa. Í stað hunangs má nota ½ bolla af hrásykri eða kókóspálmasykri. Nota má Maple sirop frá GoodGood ef þið viljið hafa smákökurnar sykurlausar. Hvítir súkkulaðidropar frá Änglemark eru líka góðir fyrir þá sem vilja. Það má einnig nota 1 hörfræjaegg (gúggla flax seed egg) ef fólk kýs að sleppa eggjum. Ásdís grasalæknir.
...jólalega góð!
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Jólin hafa verið haldin víða um heiminn. Hér er fjölskyldan jólin 2018 á Havaí.
JÓLIN Í GRINDAVÍK EÐA AMERÍKU Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri Marine Collagen ehf. er sælkeri í Grindavík sem bakar fyrir hver jól. Hún hefur fagnað jólum á Íslandi, í Bandaríkjunum, Japan og víðar. Hún skreytir passlega mikið, strax eftir þakkargjörðarhátíð og sækir jólatónleika og Baggalútur kemur henni í jólaskap. Hún segir Covid ekki þvælast fyrir sér í undirbúningi jólanna og hlakkar til yndislegra tíma. Hér koma jólasvörin frá Erlu.
Jólastuð í Dublin 2021.
Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Ég reyni að kaupa sem mest á netinu, það er svo miklu einfaldara og fljótlegra. Og þá er hægt að nýta aðventuna í að njóta með fjölskyldunni. Jólagjafakaupin í ár voru reyndar að mestu gerð í mæðgnaferð í Dublin um miðjan nóvember, sem var mjög skemmtilegt líka enda mesta áherslan á samveru og notarlegheit. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Ég skreyti yfirleitt nokkuð snemma eða í lok nóvember. Reyni að koma sem mestu upp strax eftir þakkargjörðarhátíðina, en á mínu heimili
Fjölskyldan með jólasveininum fyrir nokkrum árum.
Mikið úrval af gjafavörum, púslum og spilum
Hátíðaropnun
15.12
9-18
20.12
9-22
16.12
9-18
21.12
9-22
17.12
9-18
22.12
9-22
18.12
11-18
23.12
9-23
19.12
13-18
24.12
9-13
Krossmóa 4, 230 Keflavík
er alveg bannað að skreyta fyrr en hún er búin. Skreytir þú heimilið mikið? Ég skreyti svona passlega mikið. Það blundar í mér Clark Griswald en hann hefur ekki enn náð að brjóta sér almennilega leið í gegn. Jólatréð setjum við samt strax upp, enda viljum við njóta þess alla aðventuna. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmáköku? Ég baka alltaf eitthvað, já, en ég reyni að baka ekki of mikið þar sem ég er mesti sælkerinn á heimilinu og enda oftast á því að borða mest allt sjálf. Súkkulaðidropa-smákökurnar frá ömmu Erlu eru í miklu uppáhaldi sem og lagtertan góða. Einnig finnst mér sörur æðislegar en hef ekki lagt í að baka þær sjálf. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Þar sem maðurinn minn er frá Bandaríkjunum, þá höldum við upp á jólin á ólíkan hátt eftir því á hvorum staðnum við erum. Þegar við erum á Íslandi fögnum við á aðfangadag og þegar við erum í Bandaríkjunum fögnum við á jóladag. En á báðum stöðum förum við alltaf í messu, borðum góðan mat og njótum samveru með stórfjölskyldunum. Fyrir jólin er ómissandi hefð að keyra út jólakortunum í Grindavík, og um áramótin er fögnuðurinn í Efstahrauninu alveg til að toppa hátíðina. Hvernig er aðventan - hefðir þar? Jólatónleikar og kósýkvöld að horfa á jólamyndir eru ómissandi á aðventunni hjá mér. Mér finnst kórtónleikar sérstaklega hátíðlegir og ég fer á jólatónleika með mismunandi kórum á hverju ári. Einnig hef ég síðustu ár farið á jólatónleika Baggalúts í góðra vina hópi og þar fæ ég alltaf jólaandann yfir mig. Fyrir mitt leyti er Covid ekkert að þvælast fyrir undirbúningi jólanna. Mér finnst allt í lagi að geta ekki verið út um allt, enda mikilvægt að staldra við og slaka á á aðventunni. Og ef við Grindavíkurdætur náum að feta okkur í takmörkununum og halda jólatónleikana okkar, þá verður aðventan fullkomnuð.
Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Fyrstu jólin sem ég man eftir voru þegar við bjuggum í Englandi þegar ég var 6 ára. Sérstaklega man ég eftir að skoða Argos bæklinginn og merkja við allt sem mig langaði í. Ég hef upplifað jólin á nokkrum stöðum en jólin í Japan og á Havaí standa upp úr sem skemmtilegustu jólaminningarnar. Við fórum með tengdafjölskyldu minni til Okinawa í Japan árið 2014 og með minni fjölskyldu til nokkurra eyja á Havaí árið 2018. Samvera og notalegheit einkenndu þessar hátíðir en fegurðin á þessum eyjum skemmdi heldur ekkert fyrir. Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Já, ég hef alltaf farið í messu nema eitt árið þegar tveir yngstu synir mínir (sem þá voru 2 mánaða og 2 ára) voru báðir veikir. En aðfangadagskvöld var samt sem áður yndislegt, þar sem við hlustuðum bara á messuna og borðuðum svo bara þegar öllum leið vel. Þessi sama jólahátíð var reyndar ansi skrautleg því strax eftir veikindin um jólin þá kom ælupest og njálgur og á þrettándanum þá brotnaði helluborðið hjá okkur. Þetta voru ansi eftirminnileg jól. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Ég man eftir mörgum frábærum jólagjöfum: Skíðin frá mömmu og pabba í denn, úrið frá manninum mínum (sem þá var kærasti minn) og mynda- og minningabók frá yndislegri vinkonu. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Nýja bókin frá Brené Brown, Atlas of the Heart. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það er ekki alveg ákveðið en líklegast Wellington nautalund. Maðurinn minn eldar eiginlega alltaf og ég gef honum alveg frjálsar hendur, enda allt svo gott sem hann eldar. Þegar við erum í Bandaríkjunum þá er yfirleitt lasagna á aðfangadagskvöld og heljarinnar matarveisla á jóladag
Óskum Suðurnesjamönnum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fer aldrei eftir jóla exelskjalinu
Fríða Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi í Suðurnesjabæ er nútíma jólakona og nýtir vel alla afsláttardagana í nóvember til jólagjafakaupa. Setur upp exelskjal sem hún reyndar lendir oftast í vændræðum með Nafn og staða: Fríða Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Suðurnesjabæ
strax eftir aðfangadag þegar öll ljósin fara á útsölu.
Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Ég og Sissi maðurinn minn höfum alltaf sett upp excelskjal með kostnaðaráætlun og hugmyndum af gjöfum fyrir alla. Ég reyndar stend aldrei við skjalið og eyði alltaf langt umfram það sem kemur fram þar og í ár eyddi ég auðvitað alltof miklu á netinu með því að nýta allt þetta Singles day, Black Friday o.s.frv. Við getum allavega sagt það að ég er aldrei alveg viss um hvað ég er að sækja þegar ég mæti á pósthúsið og það hefur alveg komið fyrir að ég panti tvisvar óvart sama hlutinn.
Skreytir þú heimilið mikið? Ég er algjört jólabarn og já ég skreyti svo sannarlega mikið, eitt af markmiðunum er að sjálfsögðu að allir farþegar sem fljúga hér yfir Suðurnesjabæ sjái vel heimilið mitt, Ráðagerði, frá flugvélaglugganum. Jólaskreytingarnar inni eru svo ekki neitt látlausari, hér er alltaf keypt risastórt ekta jólatré og því plantað á mitt stofugólfið. Aðrar skreytingar eru helst allir Georg Jensen óróarnir sem ég erfði frá ömmu minni og hef fengið nýjan í safnið árlega eftir það frá Helga frænda. Mikil hefð hefur skapast í uppsetningu þeirra, en allir borðar eru straujaðir og ekkert annað en jólaplata Ellýjar og Villa má spila undir, allt í minningu Fríðu ömmu.
Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Við höfum haldið í þá hefð að skreyta alltaf síðustu helgina í nóvember, en samkvæmt óformlegri veðurkönnun minni er alltaf besta veðrið ár hvert þá helgi í að skreyta. Og svo auðvitað að bæta í safnið
Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Já ég er mikill bakari. Sörur eru í miklu uppáhaldi og eru þær auðvitað einstakar vegna leyniuppskriftar
Flott sett frá Dr. Hauschka sem inniheldur tvær vinsælar vörur, Rose andlitskrem og Facial Toner. Tvær frábærar vörur fyrir veturinn.
Fríðu frænku (Kahlúa... hóst...). Svo eru auðvitað þessar hefðbundu smákökur bakaðar ásamt lakkrístoppum, en hér eru líka bakaðir lakkrístoppar án lakkrís, því af einhverjum óskiljanlegum ástæðum og þjóðarlögbroti borða yngstu stelpurnar okkar ekki lakkrís. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Jólatörnin byrjar í raun hér í Ráðagerði á Þakkargjörðarhátíð í lok nóvember, en þá mætir fjölskylda mín og öll Sissa fjölskylda í kalkúnaveislu hér heima. Við gerum svo líka alltaf laufabrauð í desember að hætti pabba heitins og höfum hingað til alltaf farið á Prins Póló jólatónleika sem því miður verða ekki í ár. Ég og systkinin mín höldum svo alltaf okkar Sushi-jól á annar í jólum sem er frábær hefð eftir allt reykta kjötið. Við höldum okkar „aðfangadag“ hátíðlegan hér heima á jóladag, borðum sex og opnum svo pakka og borðum hina frægu súkkulaðimús Sissa, en á aðfangadag eru krakkarnir hjá móður sinni og ég og Sissi í Reykjavík hjá fjölskyldu minni.
Saman hugum við að heilsunni
Reykjanesapótek • Hólagötu 15 • 260 Reykjanesbæ Sími 421-3393 • Vaktsími lyfjafræðings 821-1128 Opið frá kl. 9:00 til 20:00 virka daga og frá kl. 12:00 til 19:00 um helgar.
Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Ætli það hafi ekki verið jólin á Hagamelnum þar sem ég ólst upp hjá ömmu og afa og ég fékk Bonna páfagauk í jólagjöf sem er svona fyrsta jólaminningin, pakkinn allur á hreyfingu og ég gargandi af gleði og ekki að þora að opna hann. Áttu skemmtilega jólaminningu? Skemmtilegasta jólaminningin er þegar litli bróðir minn fæddist þegar ég var 8 ára, en hann fæddist á aðfangadag og var ég alls ekki sátt með það. Ég grét allan aðfangadag. Í fyrsta lagi vegna þess að hann var strákur, en mig langaði í litla systur og í öðru lagi vegna þess að ég var búin að vera hálfgert einkabarn í 8 ár og fannst hann taka helst til of mikla athygli frá mér. Eftirminnilegasta jólagjöfin Ætli bróðir minn sé ekki allra eftirminnilegasta og besta jólagjöfin.
Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Ég óska mér sjaldan einhvers sérstaks í jólagjöf, en á sama tíma er ég afskaplega dugleg í að versla mér eitthvað nýtt í desember. Það er auðvitað algjör skylda að fá allavega eina góða jólabók og eina góða vínylplötu. Hvað verður í jólamatinn á aðfangadagskvöld? Við erum alltaf hjá Fríðu frænku á aðfangadag og hefur myndast hefð í því að hafa alltaf eitthvað nýtt í matinn, eins og t.d. önd, gæs eða hreindýrakjöt, en svo haldið í hefðina hennar ömmu í eftirrétt og er hann því alltaf Sérrí-frómas. Á „aðfangadegi“ okkar á jóladag geri ég svo Wellington með sérstakri fyllingu og Sissi sér um hamborgarahrygginn. Í eftirrétt er svo alltaf fræga súkkulaðimúsin hans.
22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Tekst að klúðra
m u n u p p o t s í r k lak
Mögnuðu ári að ljúka hjá Sveindísi Jane
þegar hún bakar þá sjálf Flutti með Sigurði Inga, kærastanum mínum, til Svíþjóðar til að spila fótbolta með Kristianstad.
Knattspyrnukona Sveindís Jane Jónsdóttir býst við að jólin í ár verði þau skemmtilegustu hingað til en hún og Siggi, kærasti hennar, hafa staðið í stórræðum að undanförnu þar sem þau eru að koma sér fyrir í Þýskalandi en þangað fluttu þau í byrjun mánaðar þar sem Sveindís er gengin í raðir Wolfsburg, eins besta knattspyrnuliðs í heimi.
Núna er ég mætt til Wolfsburg þar sem ég spila fótbolta.
Ég fór með landsliðinu í góða veðrið á Kýpur
Svava Rós Guðmun
dsdóttir og ég.
Midsommar var haldið heima hjá Betu þjálfara í Kristianstad, það var æði. (Elísabet Gunnarsdóttir, ég, Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, Kristín Hólm Geirsdóttir)
Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Áður en ég flutti út þá fórum ég og Anna Sigga systir mín oftast bara í Kringluna eða Smáralindina til þess að versla jólagjafir handa fjölskyldunni – en núna þá versla ég það sem ég get hér í Þýskalandi og svo restina klára ég á Íslandi. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Ég og Siggi erum ekki byrjuð að skreyta neitt núna heima í Wolfsburg en við kannski gerum hana aðeins „jólakósí“ núna á næstu dögum – en þegar við komum heim til Íslands býst ég við því að það sé búið að skreyta eitthvað aðeins heima.
Skreytir þú heimilið mikið? Ég hef aldrei þurft að hugsa um það mikið sjálf fyrr en núna. Það verður þá bara að koma í ljós hvort ég skreyti mikið í fyrsta skipti í minni eigin íbúð. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst?Áttu þér uppáhaldssmáköku? Ég elska að baka en það er ekki af því að ég er góð í því, langt því frá, en ég fæ oft skemmtilegar uppskriftir frá besta bakara Evrópu sem er engin önnur en Elenora Rós, vinkona mín. Uppáhaldssmákökurnar mínar eru lakkrístoppar sem einhver annar en ég baka þar sem mér tekst eiginlega alltaf að klúðra þeim þegar ég baka þá sjálf.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og ég.
Siggi var sáttur með eplatréð í garðinum okkar.
Eru fastar jólahefðir hjá þér? Nei, ég get ekki sagt að það séu einhverjar fastar hefðir. Hvernig er aðventan – hefðir þar? Eins og ég segi þá er engin sérstök hefð nema að við fjölskyldan höfum það bara mjög næs. Ég og
Fórum til Íslands í smá sumarfrí
Siggi, ég, Anna Sigga Jónsdóttir (systir mín), Eunice Quayson (mamma).
systir mín erum duglegar að baka smákökur. Við systurnar sjáum svo um að borða allt nammið á heimilinu og allar kökurnar sem við bökuðum. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Mér finnst alltaf gaman um jólin, það eru engin sérstök jól sem ég man betur eftir en einhver önnur. Ætli jólin í ár verði ekki þau allra skemmtilegustu hingað til, þar sem ég hef ekki hitt fjölskylduna mína núna í svolítinn tíma. Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Já, við fjölskyldan höfum sótt í Baptistakirkjuna sem er á Fitjum. Yndislegt fólk sem er þar að kenna um kristna trú.
Siggi knúsar mömmu sína, Guðjónínu Sæmundsdóttur.
Eftirminnilegasta jólagjöfin? Ég er alltaf ánægð með allar jólagjafir, allt sem ég hef fengið er eftirminnilegt. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Þetta er alltaf erfiðasta spurning sem ég fæ í desember af því að mig vantar ekkert og veit því ekki hvað ég vil fá í jólagjöf. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Alltaf hamborgarhryggur heima hjá mömmu og pabba. Hvernig var árið 2021 hjá þér og þinni fjölskyldu? Hvert var farið í sumarleyfi? Árið var frábært, mjög viðburðaríkt og margar nýjar áskoranir. Ég fór til Íslands í sumarfríinu mínu, það var alveg æðislega gaman.
Íris Una Þórðardóttir, Katla María Þórðardóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og ég.
Gleðilega hátíð ljóss og friðar
Starfsfólk HS Orku óskar ykkur birtu og gleði um jólin, orku og farsældar á nýju ári.
www.hsorka.is
24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
a g In r a n n u G ir ft e g la la Ný tt jó og Nínu Richter JÓLAVERÖLD VAKNAR er nýtt jólalag eftir Gunnar Inga Guðmundsson og Nínu Richter, í flutningi Rakelar Pálsdóttur. Lagið kom út á miðnætti aðfaranótt 15. nóvember.Texti lagsins fjallar um sigur ljóssins yfir myrkrinu á þessum fallega árstíma og ætti því að geta snert hátíðlega taug í öllum, óháð jólahefðum. Rakel flytjandi lagsins lærði söng við FÍH og tók þátt í söngvakeppni sjónvarpsins 2017 og 2018. Lagið er ljúft og sykursætt en tenórsaxófónleikur Jens Hanssonar úr Sálinni hans Jóns míns rammar tónlistina inn á sjarmerandi máta sem kallast jafnvel á við vinsælustu ítalsk- og breskættuðu jólasmelli landans frá tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu um lagið. Gunnar Ingi Guðmundsson er höfundur lagsins Jólaveröld vaknar,
Nína Richter
„Lagið var samið í desember 2020 og tók það stóran hluta af þessu ári að fullklára lagið hvað varðar útsetningu og raddsetningu hljóma, auk laglínu. Það hefur reynst mér best að
Rakel Pálsdóttir
Gunnar Ingi Guðmundsson
Hér má hlusta á lagið á Spotify
Hljóðverið
semja bara mjög lítið í einu ég tek kannski 30–40 mínútur á dag og oftast koma bestu hugmyndirnar þá,“ segir Gunnar. „Ég sendi Rakel lítið demo af laginu og var hún strax til í þetta. Upptökur fóru svo fram í september á þessu ári. Við fórum í stúdíó Bambus til Stefáns Arnar Gunnlaugssonar og tókum upp grunn sem við byggðum ofan á og útkoman er létt jólapopplag. Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk studio sá um masteringu,“ sagði Gunnar jafnframt. Gunnar Ingi Guðmundsson, höfundur lagsins, lærði bassaleik, píanó-
leik og lagasmíðar við tónlistarskóla FÍH og Berklee College of Music í Boston. Hann hefur samið lög fyrir Ragnheiði Gröndal, Sjonna Brink, Skítamóral, Arnar Dór, og fleiri, auk þess sem hann samdi Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 2003 sem flutt var af Skítamóral sem hlaut töluverða vinsælda. Nína Richter er textasmiður og kynningarfulltrúi. Hún hefur samið texta fyrir fjölda listamanna, þar á meðal Jóhönnu Guðrúnu, Hönnu Míu, Eyþór Inga og Lay Low, til dæmis smellinn Aftur heim til þín frá árinu 2019, og jólalag Eyþórs Inga, Desemberljóð frá 2011.
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
www.airportassociates.com
Þrastarland í Garði.
Gleðilega hátíð Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Setjum nýjar íbúðir í parhúsum við Þrastarland í Garði, Suðurnesjabæ, í sölu á nýju ári. Erum að hefja framkvæmdir við byggingu 24 íbúða í raðog parhúsum við Báruklöpp í Garði, Suðurnesjabæ.
Báruklöpp í Garði.
26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sveinbjörn Bragason, Bára Bragadóttir, Bragi Guðmundsson, Valgerður Þorvaldsdóttir og Pétur Bragason eftir að Bára hafði tekið fyrstu skóflustunguna að Báruklöpp.
FORRÉTTINDI AÐ BYGGJA Í GARÐINUM – segir Bragi Guðmundsson, byggingaverktaki til 40 ára, í viðtali við Víkurfréttir
Bragi Guðmundsson ehf. er byggingaverktakafyrirtæki í eigu feðganna Braga Guðmundssonar og Sveinbjörns Bragasonar. Þeir feðgar hafa verið afkastamiklir í húsasmíði í Garðinum og reyndar víðar síðustu ár. Bragi hefur verið byggingaverktaki í fjóra áratugi en Sveinbjörn sonur hans er alinn upp í smíðunum með pabba sínum og kom inn í reksturinn fyrir nokkrum árum. Fleiri úr fjölskyldunni koma að rekstrinum á einn eða annan hátt. Pétur Bragason teiknar húsin fyrir föður sinn og Bára Bragadóttir starfar einnig hjá föður sínum og bræðrum, því þegar hún er ekki að smíða, þá aðstoðar hún Þorvald bróður sinn á tannlæknastofu hans í Keflavík. Þá sér Valgerður Þorvaldsdóttir, eiginkona Braga, um bókhaldið. Eins og við sögðum frá í Víkurfréttum í síðustu viku þá tók Bára Bragadóttir fyrstu skóflustunguna að fyrstu íbúðum Braga Guðmundssonar ehf. við Báruklöpp í Garði en það gata í Klappa- og Teigahverfi í Garði í Suðurnesjabæ. Þar mun mun Bragi Guðmundsson ehf. byggja samtals tuttugu og fjórar íbúðir í rað- og parhúsum. Bragi segir að nafn götunnar, Báruklöpp, vera skemmtilega tilviljun. Móðir hans hét Bára og þá heiti dóttir hans því nafni og því ekkert annað komið til greina en að hún myndi taka fyrstu skóflustunguna. Við Báruklöpp verða tuttugu og fjórar íbúðir í rað- og parhúsum.
breyta til. Ætlum að byggja vistvæn hún með gras á þakinu, aðeins að leggja metnað í þetta. Það er svolítið myndarlegt að taka heila götu, hvernig er það hugsað? Sveinbjörn: „Við ætlum að vinna með heildarmynd af götunni og klára hana frá A til Ö þannig að heildarmynd götunnar sé góð.“ Hvað áætlið þið að þetta taki langan tíma? Sveinbjörn: „Við áætlum að taka þetta á tveimur árum.“
Hvað stendur til hérna, eru bara stórframkvæmdir framundan? Bragi: „Við ætlum að leggja undir okkur tuttugu og fjórar íbúðir í þessari götu, Báruklöpp, nafni sem móður mín hét en það var bara tilviljun að það kom upp.“ Hvernig íbúðir eru þetta? Bragi: „Þetta eru tólf íbúðir sem eru í raðhúsum án bílskúrs en hinar íbúðirnar eru í parhúsum með bílskúrum. Við erum að breyta um stíl og taka upp alveg nýjan stíl.“ Hvað segir þú mér um þennan nýja stíl? Bragi: „Þetta er orðið svo einsleitt, við ætlum bara að breyta um stíl. Við vorum búnir að byggja svo mikið af svipuðu húsum að okkur langar að
Fasteignamarkaðurinn er náttúrlega búinn að vera mjög góður? Sveinbjörn: „Já, það er mikið mikið trukk á honum Er unga fólkið að koma í Garðinn eða er þetta blandað? Bragi: „Þetta er mikið blandað þar sem við höfum byggt í hverfi hér utar í Garðinum ofan við Útskála og þar eru nú komnar í sjötíu og eitthvað íbúðir í heilu hverfi sem við erum búnir að byggja upp á nokkrum árum. Það er þó nokkuð af fólki sem er að koma úr Reykjavík, bara fullorðið fólk sem sér tækifærin í
að selja á höfuðborgarsvæðinu og kaupa fasteign hér suður með sjó. Svo er náttúrlega líka komið hingað ungt fólk, þannig að þetta er góð blanda.“
Verið að frá 1980 Hvað ertu búin að vera lengi í fyrirtækjarekstri sem byggingaverktaki? Bragi: „Ég er búinn að vera að síðan 1980, stanslaust og hef upplifað
Það er þó nokkuð af fólki sem er að koma úr Reykjavík, bara fullorðið fólk sem sér tækifærin í að selja á höfuð borgarsvæðinu og kaupa fasteign hér suður með sjó.
ýmislegt. Þetta byrjaði eiginlega þegar ég byggði húsið mitt 1978 og það má segja að ég hafi verið sjálfstæður byggingaverktaki síðan.“ Er þessi vinna búin að breytast mikið á þessum tíma? Bragi: „Já, hún er allt öðruvísi. Bara eins og uppsláttur á húsum, það er ekki timbur lengur, þetta eru bara flekar og kranar. Þetta er léttara á hendinni miðað við hvernig þetta var og miklu fljótlega.“ Það er orðið mjög algengt í dag að íbúðir eru fullkláraður og fólk flytur inn og þarf ekkert að taka með sér nema bara kaffikönnuna og rúmfötin? Bragi: „Ég skila mínum verkum þannig í dag að það er allt búið og ég fer bara með blómvönd og set hann á eldhúsborðið og húsið er allt klárt, ekki einn nagli eftir. Ég get orðað það þannig að lífsþorstinn hjá okkur feðgum er í því að klára hlutina.“ Ertu búinn að vera heppinn í gegnum tíðina með reksturinn? Bragi: „Ég hef verið mjög heppinn og alltaf nóg að gera. Það hefur eiginlega ekki dottið dagur úr alla tíð en við erum náttúrulega alltaf að skapa verkefni samhliða öðru eins og þetta. Þannig tökum við sveifluna í þessu ef annað dettur niður. Við ætlum núna að halla okkur aðeins meira út í þessa hlið en vera ekki út um allt eins á landafjandi.“ Hvernig er að vera búinn að vera í fyrirtækinu með föður sínum? Sveinbjörn: „Það er bara mjög gott og búið að reynast mjög vel.“ Það er ýmislegt sem þarf að gera? Sveinbjörn: „Það er af mörgu að taka, það er bara svoleiðis, það fylgir rekstri“
Tölvugerðar myndir af Báruklöpp.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27
Það eru mjög miklar kröfur í dag, maður sér það. Það er alveg greinilegt að fólk vill hafa allt tipp topp og það fara fáir inn í húsin hálfkláruð eins og var víst í gamla daga. Bára tók skóflustungu að Báruklöpp
Tölvugerðar myndir af Báruklöpp. Pétur Bragason teiknar húsin sem eru frábrugðin öðrum húsum sem Bragi Guðmundsson ehf. hefur verið að byggja á síðustu árum.
Bára Bragadóttir, dóttir Braga og stóra systir Sveinbjörns, tók fyrstu skóflustunguna að Báruklöpp á stórvirkri vinnuvél frá Gröfuþjónustu Tryggva Einarssonar miðvikudaginn 1. desember sl. Jarðvinnan undir fyrsta húsið var kláruð strax í síðustu viku og hafist var handa við sökkul hússins í síðustu viku „og þá er þetta bara komið á fullan skrið,“ segir Sveinbjörn. Þú ert ungur maður, ertu sammála því að að að kröfurnar eru orðnar aðrar í dag í svona íbúðum? Sveinbjörn: „Það eru mjög miklar kröfur í dag, maður sér það. Það er alveg greinilegt að fólk vill hafa allt tipp topp og það fara fáir inn í húsin hálfkláruð eins og var víst í gamla daga.“ Það eru alltaf að koma upp einhver vandamál með raka, myglu í húsbyggingumð. Hvernig stendur á þessu? Bragi: „.Þetta hefur ekki komið upp hjá okkur. Við byggjum á gamla mátann og okkar metnaður er í því að við kaupum yfirleitt allt í nærumhverfi. Við hugsum um heildarmyndina, við verðum að lifa á hvor öðrum.“
Mótauppsláttur við Kjóaland í Garðinum sem Bragi Guðmundsson og hans menn byggðu fyrir fáeinum árum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Við sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða mila.is
28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Páll Ketilsson pket@vf.is
Er verið að byggja of hratt? Bragi: „Sums staðar en yfirleitt er þessi mygla útaf loftleysi í húsum, það er bara svoleiðis. Við steypum húsin, pússum þau og einangrum á gamla mátann og erum lausir við þennan vanda.“
Ætlaði að verða innréttingasmiður Bragi Guðmundsson er með áratuga reynslu í húsbyggingum. Sjálfur ætlaði hann fyrst að verða innréttingasmiður en eitt leiddi af öðru og áður en hann vissi af var hann farinn að slá upp mótum og steypa hús. Í dag er meira og minna öll fjölskyldan starfandi í fyrirtækinu. Sveinbjörn á fyrirtækið með föður sínum, Pétur er verkfræðingurinn í fjölskyldunni og sér í dag um að teikna þau hús sem eru byggð. Eiginkona Braga, Valgerður Þorvaldsdóttir, sér um bókhaldið og dóttirin, Bára, vinnur hjá fyrirtækinu þegar hún er ekki að aðstoða á tannlæknastofu Þorvaldar bróður síns í Keflavík. Bragi segir að það hafi gengið vel að fá bæði iðnaðarmenn og undirverktaka í gegnum tíðina. Bragi og Sveinbjörn eru með um fimmtán manns í vinnu en með undirverktökum telur hópurinn um 40 manns að staðaldri. Eitt stærsta verk Braga Guðmundssonar ehf. um þessar mundir er að ljúka framkvæmdum á viðbyggingu við Gerðaskóla. Verkið felst í að byggja 1.260 m² viðbyggingu við Gerðaskóla í Suðurnesjabæ. Um er að ræða steypt hús á tveimur hæðum. Viðbyggingin mun tengja saman Gerðaskóla og íþróttamiðstöðina í Garði. Verkinu var áfangaskipt þannig að fyrri áfangi var kláraður í ágúst síðastliðnum en lokaáfanganum verður lokið fyrir næsta haust. Bragi og hans fólk hefur byggt fjöldan allan af íbúðarhúsnæði í Garðinum síðustu áratugi. Þá hefur Bragi einnig byggt talsvert fyrir sveitarfélagið eins og t.a.m. húsnæði byggðasafnsins á Garðskaga. Þá segist Bragi einnig hafa náð að vera
Bragi og hans menn hafa síðustu ár byggt upp nýtt hverfi í Út-Garðinum, kennt við lönd. Þar eru íbúðir í parhúsum og raðhúsum. Nýjasta gatan er Þrastarland og þar eru fjögur parhús sem fara í sölu fljótlega á nýju ári.
„Þetta eru yfirleitt sömu mennirnir og erum bara heppin með þá. Þetta byggist náttúrlega á góðum mannskap sem maður treystir á og það er gaman þegar vel gengur og þetta eru allt þaulvanir menn. lægstur í flestum útboðum sveitarfélagsins.
Byggt fyrir Nesfisk Undanfarin ár hafa þeir Bragi og Sveinbjörn einnig verið með sína menn í byggingu atvinnuhúsnæðis. Tvö nýleg fiskvinnsluhús í Sandgerði eru þeirra verk, þurrkunarstöð Háteigs á Reykjanesi er byggð af þeim. „Þá hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að Nesfiskur hefur notað okkur svakalega mikið og það er bara gott mál,“ segir Bragi. Fiskvinnsluhús Nesfisks í Gerðum er meira og minna
allt byggt af Braga Guðmundssyni ehf. en húsnæði Nesfisks hefur verið að stækka jafnt og þétt á þeim stað síðustu ár. Stórbruni varð hjá Nesfiski árið 1987 þegar gamalt frystihús sem stóð í Gerðum brann. Ráðist var í mikla uppbyggingu á staðnum sem staðið hefur fram á þennan dag.
Mannskapur af svæðinu Það hefur loðað við byggingageirann á Íslandi síðustu ár að þangað hefur verið ráðið mikið af erlendu vinnuafli. Bragi segist aldrei hafa þurft að leita út fyrir landsteinana eftir
Bragi ásamt myndarlegum hópi starfsmanna sinna framan við nýbyggingu Nesfisks í Gerðum í Garði. Myndin var tekin í árslok 2013. „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að Nesfiskur hefur notað okkur svakalega mikið og það er bara gott mál,“ segir Bragi. vinnuafli og hann sé bara með mannskap af svæðinu og hafi verið með fastan kjarna í mörg ár „Þetta eru yfirleitt sömu mennirnir og erum bara heppin með þá. Þetta byggist náttúrlega á góðum mannskap sem maður treystir á og það er gaman þegar vel gengur og þetta eru allt þaulvanir menn,“ segir Bragi og vitnar til þess að það þurfi varla að halda verkfundi í upphafi dags, mannskapurinn viti hvað eigi að gera og gangi hreint til verks.
Forréttindi að fá að vera hérna
Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.
Framkvæmdir í Báruklöpp ætla þeir feðgar að annast og taka með sér hrausta menn í verkið en aðrir verði í verkinu í Gerðaskóla og í Þrastarlandi þar sem fjögur parhús eru á lokametrunum. Þar er eftir um tveggja mánaða vinna og þá verða þær íbúðir settar á sölu.
Flugvallarbraut 752 262 Reykjanesbær Sími: 415-0235 Email: asbru@asbru.is
Bragi Guðmundsson í Gerðaskóla þar sem unnið er að innréttingu viðbyggingar sem fyrirtæki hans byggði.
Það er ekki amalegt að geta byggt á svona fallegum stað eins og Garðurinn er, með náttúruna, útsýnið og rólegheit? Bragi: „Ég finnst bara forréttindi að fá að vera hérna, í alvöru. Mér finnst þetta vera alveg geggjaður staður.“ Sveinbjörn er sammála föður sínum og segir upphaf framkvæmda við Báruklöpp lofa góðu. Það eigi svo bara eftir að koma í ljós hvort slegist verði um íbúðirnar. Þær verða fjölbreyttar að stærð, frá 105 fermetrum og upp í rúmlega 170 fermetra. Sumar með bílskúr og aðrar ekki. Tímalínan er tvö ár, íbúðirnar verða alls 24 en í fyrri áfanganum eru þær tólf talsins. Bragi segist hvergi nærri hættur. „Ég er bara fullur af eldmóði,“ segir hann og hlær.
a k k u l a l ó J 2021 Skafmiðaleiku og verslana á r Víkurfrétta Suðurnesjum
Harpa fær nýtt 65” LG Smart TV Vinningshafar í fyrsta útdrætti í Jólalukku VF 2021: Harpa Jóhannsdóttir, Vatnsholti 6, Keflavík - LG 65“ Smart TV Gunnlaug B. Jónsdóttir, Grænás 2A, Njarðvík - Nettó 50 þúsund kr. inneign í appi Dagnýr Vigfússon, Bogabraut 963 B, Ásbrú - Íslandshótel gisting fyrir tvo María J. Blöndal, Njarðarvellir 36, Njarðvík - Nettó 15 þúsund kr. gjafabréf Pálmi Hannesson, Lágseyla 1, Njarðvík - Nettó 15 þúsund kr. gjafabréf Elsa Lára Arnardóttir, Vogagerði 12, Vogum - Nettó 15 þúsund kr. gjafabréf Inga Björg Símonardóttir, Glæsivöllum 15 - Nettó Grindavík 15 þúsund kr. gjafabréf Birgitta Ýr Vesturhóp 54 - Nettó Grindavík - 15 þúsund kr. gjafabréf Björn Birgisson, Norðurvör 10 - Nettó Grindavík - 15 þúsund kr. gjafabréf
Annar útdráttur í Jólalukku 17. des. Það borgar sig að skila miðum í Nettó!
! a g n i n n i v r a t t á r d t ú
Drögum þá m.a. út 65”TV, 100 þús., 50 þús. og sex 15 þús. kr. Nettó gjafakort.
a s s e þ ð i á j S Við drögum út glæsilega vinninga þrisvar í desember, 10., 17. og 23. desember. Skilaðu miðanum þínum (með engum vinningi á) í Nettó í Krossmóa, Iðavöllum eða Grindavík.
2x9 Nettó gjafabréf í
Grindavík og Njarðvík
15.000 kr.
3 5
LG 65” UHD Smart TV
Gisting á Dimond Suites og 3 rétta kvöldverður fyrir tvo
2
Gisting í eina nótt að eigin vali með morgunverði. 17 hótel um allt land.
Nettó inneignir í appi 3 stk. 50.000 kr. 2 stk. 100.000 kr.
1 25 Nóa & Síríus konfektkassar
Lavor háþrýstidæla
30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Konan passar upp á að hafa þetta heimilislegt
Ísak Óli og Tinna Lind Gunnarsdóttir. Ljósm.: Facebook
Knattspyrnumaðurinn Ísak Óli Ólafsson lék á láni með uppeldisfélagi sínu, Keflavík, í upphafi síðasta tímabils en var kallaður til Danmerkur fyrr en til stóð þar sem hann var seldur frá danska úrvalsdeilarliðinu SønderjyskE til Esbjerg sem leikur í dönsku 1. deildinni. Hann fær um mánuð í frí um jólin og er því á leiðinni heim næstu daga.
Ísak Óli í leik með Keflavík gegn Val á síðasta tímabili.
„Þetta er búið að vera upp og niður, allavega hefur þessi tími hjá Esbjerg verið svolítið sérstakur. Byrjaði á því að þjálfarinn var látinn fara en hann skildi eftir sig sviðna jörð og margir brenndir eftir hann. Leiðindanáungi sem var að niðurlægja menn og þess háttar, svo það hefur verið vinna fyrir klúbbinn að krafsa sig upp úr því,“ segir Ísak. „Hann var þarna þegar ég kom til liðsins en svo meiddist ég og á sama tíma var hann látinn fara og nýr tók við. Ég var frá í einn og hálfan mánuð en þegar ég kom til baka fór ég beint í liðið og ef ég er heill hef spilað síðan. Mjög gott að finna fyrir þessu trausti. Auðvitað á Esbjerg ekkert að vera í áttunda sæti í fyrstu deildinni – þetta staðan eins og hún er núna en þetta er á réttri leið og menn eru stórhuga með framhaldið.“
Hvaðan eruð þið úr sveit? „Við erum sko frá Bíldudal en pabbi okkar bjó á Kjalarnesi, og býr þar enn.“
Voru menn ekki frekar að horfa í að fara upp eftir þetta tímabil? „Jú en það var frekar óraunhæft markmið hjá eigendunum að búast við því að fara upp miðað við að vera með 21 nýja leikmenn og enginn þeirra yfir 23 ára.“
Þar sem þú ert nú af þessu svæði, hafið þið þá ekkert verið að ganga til rjúpna? „Jú, við feðgarnir höfum gert það. Eftir að ég fór út þá er rjúpnatímabilið alltaf búið þegar ég kem heim svo það hefur farið lítið fyrir því síðustu ár – en það er fátt skemmtilegra en að ganga til rjúpna.“
En ef við snúum okkur að jólaundirbúningnum, ertu ekki búinn að öllu? Ísak hlær við: „Jú, eiginlega. Ég tek restina á flugvellinum á leiðinni heim. Annars skreytir konan mín aðeins hjá okkur, hún passar upp á að hafa þetta heimilislegt þótt það sé bara í nokkra daga.“ Hvort ykkar sér um jólabaksturinn? „Ég sé meira um að elda, hún er með baksturinn.“ Hverjar eru þína fyrstu jólaminningarnar? „Ég og Sindri [Kristinn Ólafsson, markvörður Keflvíkinga] erum úr sveitinni og ég man fyrst eftir því þegar við vorum saman bræðurnir að keyra fjórhjól og ég velti hjólinu mínu – það eru svona fyrstu minningarnar mínar frá jólum, ég held að ég hafi verið svona sex ára gamall.“
Sex ára að velta fjórhjóli? „Já, maður mátti gera allt í sveitinni – ekki bara þetta.“ Eftirminnilegasta jólagjöfin, hver er hún þá eiginlega – haglabyssa? „Nei, það var þetta einmitt fjórhjólið sem ég fékk þennan örlagaríka dag,“ segir Ísak og skellir upp úr. „Og ég velti því bara mínútum seinna – en ég meiddist ekkert. Ég var í brynju, með hjálm og allan búnað.“ Hvað verður á borðum á jólunum hjá ykkur? „Ég held að það verði bara hamborgarhryggur, annars veit ég það ekki alveg. Stundum hafa verið rjúpur.“
Hvað er svo framundan? „Eins og staðan er núna er það bara að vera áfram hjá Esbjerg og fara með liðinu upp á næsta tímabili. Svo er aðaltakmarkið að festa sig betur í sessi í íslenska A-landsliðinu, ég var í hópnum síðast og vil halda mig þar. Það er stórt markmið hjá mér persónulega. Halda áfram að spila og komast lengra.“
Ísak Óla finnst fátt skemmtilegra en að eltast við þennan fallega fugl. Ljósm.: Jón Steinar Sæmundsson
ÓSKUM SUÐURNESJAMÖNNUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31
Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla, farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.
Aðventugarðurinn í Reykjanesbæ er mjög hátíðlegur og fallega skreyttur. Þangað sækja margir bæjarbúar til að upplifa jólastemmninguna nú þegar stutt er til jóla. Hilmar Bragi setti upp langa linsu og smellt af.
JÓLAGJAFIR sem marga dreymir um í DRAUMALANDI
Le Creuset leirpottar
Home Gard jólavörur
Jólastjarnan frá Georg Jensen
Omaggio og Kähler vasar í úrvali
Home Gard glervörur
Dönsku trévörurnar frá Spring Copenhagen - ný lína
Stelton og Rosendahl kaffikönnur
Mumin barnavörur
Royal Copenhagen matar og kaffistell
Meraki vörurnar vinsælu
Nikolas Vahé saltstaukar
Classic kertastakar
Georg Jensen gjafavörurnar í miklu úrvali
Tjarnargötu 3 Keflavík - Sími 421-3855 #draumaland230
32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Móðir Íslands í Kaupmannahöfn
Halla Benediktsdóttir úr Keflavík hefur verið kölluð móðir Íslands í Kaupmannahöfn og það er ekkert skrýtið. Mikill fjöldi Íslendinga hefur leitað til hennar um hin ýmsu málefni allt frá því hún hóf þar störf fyrir all nokkrum árum síðan. Halla og Hrannar Hólm, eiginmaður hennar, fluttu til Kaupmannahafnar vegna atvinnu bóndans og þau voru bara nýkomin í kóngsins Kaupmannahöfn þegar leið Höllu lá í Jónshús. Keflavíkurhjónin hafa búið annars staðar en í heimabænum stærstan hluta lífs síns og eru ekki á leiðinni heim. En hvað er þetta með „móðir Íslendinga“? „Ég frétti fljótt af Jónshúsi þegar ég kom til Kaupmannahafnar og sá á Facebook að þar væri íslenskuskóli. Verandi með tíu ára gamlan strák var ekkert annað á dagskránni en að mæta með drenginn í skóla. Uppfrá því mætti ég í Jónshús í hverri viku með drenginn en í þessum heimsóknum mínum uppgötvaði ég að Jónshús var svo miklu meira. Það voru kaffihlaðborð um helgar og alls kyns hittingar og hópar að störfum í húsinu á hverjum degi.“
Halla Benediktsdóttir úr Keflavík er ekki á leiðinni heim því hún unir sér vel í Köben þar sem hún er umsjónarmaður Jónshúss, félagsheimilis Íslendinga í borginni.
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.
Halla segir að hægt og rólega hafi hún farið að nýta húsið sem var aðal samkomustaður Íslendinga í Kaupmannahöfn. „Ég byrjaði að prjóna og datt fljótlega inn í prjónaklúbbinn Garnaflækjuna sem hittist einu sinni í mánuði og svo stofnaði ég hóp hóp sem heitir Félag kvenna í atvinnulífinu, líka með aðsetur í Jónshúsi. Umsjónarmenn hússins þá voru þau Jón og Inga þannig að ég hélt kannski að maður gæti ekki fengið vinnu í Jónshúsi nema maður héti Jón eða Inga. Svo kom að því að þau hættu. Þá hvöttu vinir mínir mig til að sækja um því ég væri hvort sem er alltaf í húsinu. Ég hélt nú ekki því mér fannst Jón einhvern veginn alltaf vera að þrífa og ég nennti því nú ekki alveg. Ákvað síðan að sækja um og komst þá að því að 175 umsækjendur hafi sótt um starfið og þá sagði ég við sjálfa mig að ég yrði að gera eitthvað til þess að hafa áhrif á að ég fengi starfið, sem ég auðvitað gat ekki. En svo var ég ráðin og lík-
lega hef ég haft það fram yfir aðra að ég var búin að vera svo mikið í Jónshúsi og þekkti starfsemina út og inn. Var búinn að vera tengiliður við svo margt og marga. Og hér er ég enn og vil hvergi annars staðar vera.“ Halla og Hrannar hafa búið í nokkrum löndum frá því þau voru ung og vita þess vegna hvernig það er að koma nýr inn í annað samfélag. Það eru margir Íslendingar sem hafa samband við Jónshús og þar er hún til svara og getur leiðbeint mörgum um flest sem það spyr um. „Sem dæmi fékk ég fyrir nokkrum dögum fyrirspurn um ódýra leiguíbúð og auðvitað gat ég hjálpað til í því. Þegar maður er búin að vera á annan áratug á svæðinu þá er maður búin að mynda tengsl og afla sér þekkingar og visku á samfélaginu í Köben.“ Við heyrðum að þú hafir fengið þetta fallega nafn ef svo má segja: móðir Íslands? „Jú. Þegar ég hélt upp á afmælið mitt fékk ég afmæliskort með langri vísu og hún endaði þannig að ég væri móðir Íslendinga í Kaupmannahöfn. Það er mikið til í því þar sem margir leita til mín og mér hefur gengið vel að aðstoða marga í hinum ýmsu erindagjörðum. Það er náttúrulega mjög stór hópur Íslendinga sem hefur dvalið í skemmri eða lengri tíma í Kaupmannahöfn og nýtt sér og notað Jónshús. Það hefur verið í þessari mynd eins og það er núna í hálfa öld, sem nokkurs konar félagsheimili Íslendinga og mjög vel
Setið með prjónana í Garnaflækjunum í Jónshúsi.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 33
Jónshús í Kaupmannahöfn Jónshús í Kaupmannahöfn hefur verið í eigu Alþingis frá árinu 1966 er Carl Sæmundsen stórkaupmaður gaf það í minningu Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Þau hjón bjuggu í húsinu frá
nýtt sem slíkt. En auðvitað er það samt bara brot af þeim mikla fjölda Íslendinga sem gista í borginni eða nágrenni hennar en fjöldinn sveiflast nokkuð.“
Margir hittast í Jónshúsi Halla segir að margir hópar stundi Jónshús í hverri viku og til dæmis eru sex kórar sem koma þangað regluega, nærri tvö hundruð manns, bara til að syngja í kór. Ekki fyrir löngu varð til hópur heldri borgara og þeir koma mest á daginn til að hittast, fá sér kaffi saman og borða, þá gjarnan íslenskan mat og eru líka stundum með fræðsluerindi. „Þau voru nýlega með plokkfisk og slátur, svona þjóðlegt. En svo má ekki gleyma því að í húsinu er móðurmálsskóli, íslenskuskóli og í því er fermingarfræðsla og sunnudagaskóli. Þá er spilavist og pöbbkviss og stundum koma trúbatorar. Tveir stórir kvennahópa eru með reglulega hittinga, félag kvenna í atvinnulífinu og Katla Nordica sem eru ungar stelpur. Svo koma knattspyrnuáhugamenn og horfa á fótbolta. Svona gæti ég lengi talið áfram. Á einni hæðinni af fjórum í húsinu er ágætur salur og þar getur fólk verið með hinar ýmsu uppákomur en þó ekki einkapartí. Nýlega opnaði Fjóla Jónsdóttir, keflvísk listakona og maður hennar myndlistarsýningu. Sú sýning verður til áramóta og þá tekur ný sýning við. Við erum búin að bóka fullt af sýningum á næsta ári sem er mjög skemmtilegt.“ Á stór Kaupmannahafnarsvæðinu búa á milli fjögur og fimm þúsund manns en tólf þúsund í allri Danmörku. Halla segir að hún geti sparað mörgum sporin þegar til hennar er leitað af fólki sem er nýflutt eða er að flytja í borgina. „Það lenda margir í því sama sem það vantar svör við, og það vill svo til ég ég á svör við mörgum slíkum spurningum.“ Það vita sem sagt nær allir Íslendingar sem flytja til Köben að
árinu 1852 allt til dauðadags, 1879. Húsið er við Øster Voldgade 12. Árið 1970 hófst rekstur í húsinu. Þar er nú félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn, sýning er á 3.hæð um heimili Ingibjargar
og Jóns. Tvær íbúðir fyrir fræðimenn og bókasafn er í kjallara hússins. Íslendingafélagið, íslenski söfnuðurinn, íslenski skólinn, kórar og margir fleiri hafa aðstöðu í húsinu. Þá er íbúð umsjónarmanns í húsinu, en þar var áður íbúð
sendiráðsprests sem gegndi þá jafnframt stöðu umsjónarmanns hússins. Á skilti utan á Jónshúsi stendur: Jón Sigurðsson átti hér heimili frá haustinu 1852 og dó hér 1879. „Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur“.
Halla eigi svörin. Hún segir að þegar hún hafi byrjað hafi hún fljótt farið að nýta sér samfélagsmiðla og komi upplýsingum og fréttum á framfæri þar. „Ég er ekkert feiminn við það þó ég verði að nota mig sjálfa í því. Aðal málið er að koma skilaboðunum áfram og þá neyðist ég oft að nota mig sjálfa.“
Stundvísir og kurteisir Halla og Hrannar hafa búið líka í Þýskalandi, Bretlandi og Akureyri auk Keflavíkur en hvernig kúlturinn í Danmörku? „Auðvitað er sinn siðurinn í hverju landi. Okkur leið mjög vel í Þýskalandi þar sem við vorum ung í námi en ég myndi ekki vilja búa þar og sama má segja um Bretland en í Danmörku hefur okkur liðið vel frá fyrsta degi. Það er eitthvað við Danina. Ég held að kúlturinn þeirra henti mér mjög vel. Við mættum læra helling af Dönum en jú þeir kannski líka af okkur en heilt yfir þá eru þeir mjög fínir. Eitt af því sem mér finnst þeir hafa framyfir okkur er stundvísi. Fyrstu árin vorum við alltaf að mæta of seint. Í stórri borg þarf að huga að því og líklega er það eitthvað í Íslendingum. Það er svo stutt á mili staða heima á Íslandi og það hefur líklega áhrif á þetta en í stórborg þarf maður að huga betur að þessu. Þar tekur lengri tíma að fara á mili staða. Íslenska leiðin er svolítið þannig að maður leggur af stað þegar maður á að mæta. Þegar við erum að hitta hópa er mikilvægt að vera ekki seinn. Danir eru aldrei seinir. Þeir eru mjög stundvísir.“ Halla segir að Danir séu líka „opnari“ en Íslendingar og það hafi þau uppgötvað í hinum ýmsu mannfögnuðum eða matarboðum sem þau hafi sótt. „Það er mjög sérstakt að koma í boð eða hóf og þegar maður kemur á staðinn kemur fólk að manni, heilsar og vill kynnast manni. Þetta kom okkur svolítið á óvart, sérstaklega til að byrja með þegar við
Halla inni í aðalsal Jónshúss sem notaður er til hittinga og sýninga. vorum að mæta of seint. Þá voru allir komnir og þegar við mættum til leiks kom fólk að okkur, kynnti sig og fór að spyrja okkur. En svo er þetta algerlega frábært og mjög skemmtilegt á meðan Íslendingar eiga það meira til að tala bara við þá sem þeir þekkja.“
Virðing fyrir vinnutímanum Það er ekki hægt annað en að spyrja út í vinnukúlturinn í Kaupmannahöfn. Er það rétt að fólk fái sér bjór eða áfengi í vinnunni á daginn eða er þetta gömul mýta? „Vinnukúltúrinn er aðeins öðruvísi. Danir mæta snemma í vinnu og eru mjög duglegir en eru ekki með þennan langa vinnudag eins og þekkist á Íslandi. Danir fara í hádegismat (frokost), fá sér smurbrauð og það er eiginlega ekki gert nema með því að skola því niður með bjór. Það er líka mikil hefð fyrir því að veita vín í öllum veislum og mannfögnuðum. En iðnaðarmenn vinna ekki á kvöldin. Þeir mæta stundvíslega og snemma, vinna vel og hætta flestir um klukkan þrjú. Danir bera mikla virðingu fyrir vinnutímanum.“
Íslensku jólasveinarnir eru margir í Jónshúsi en þeir eru eftir Kolbrúnu Guðjónsdóttur úr Keflavík.
Ritstjóri Víkurfrétta skrifaði í gestabókina á skrifstofu Jóns Sigurðssonar.
Hrannar og Halla virða fyrir sér rúmin sem Jón Sigurðsson og Ingibjörg sváfu í. Þau eru ekki stór. Glæsilegt sýning um heimili hjónanna er í Jónshúsi. Forsetahjónin kíktu við í Jónshúsi.
34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hrannar með hóp í gönguferð um Kaupmannahöfn.
GÖNGUGARPUR
ÚR KEFLAVÍK Í KÖBEN
Keflvíkingurinn Hrannar Hólm hefur þjálfað körfuboltafólk í Danmörku en segir nú Íslendingum sögur í gönguferðum um kóngsins Kaupmannahöfn „Þegar við Halla fluttum í Jónshús fyrir sex árum fannst mér blóðið renna til skyldunnar að maður þyrfti að vita eitthvað um Jón og Jónshús og alla söguna sem tengist honum og byrjaði að stúdera söguna í kringum Jóns Sigurðsson og honum tengt,“ segir Hrannar Hólm, ráðgjafi, leiðsögumaður og eiginmaður Höllu Benediktsdóttur, forstöðumanns Jónshúss í Kaupmannahöfn. Á undanförnum árum hefur Hrannar orðið að göngugarpi í Kaupmannahöfn, svolítið sérstökum göngugarpi. Keflvíkingurinn er orðinn einn af sögumönnum borgarinnar og fjöldi Íslendinga hefur notið leiðsagnar Hrannars á undanförnum árum. Hrannar er „lifandi og léttur“ sögumaður og segir skemmtilega frá þegar hann rifjar upp ýmislegt frá því sem gerðist fyrr á öldum hjá kóngafólkinu og fleiru skemmtilegu í kóngsins Kaupmannahöfn.
Á slóðum Jóns Sigurðssonar „Þetta þróaðist eftir að við fluttum í Jónshús. Við Halla fórum að fara á slóðir Jóns Sigurðssonar, og á staði sem Jón hafði farið á og fórum að segja frá því á Facebook. Bjuggum þar til hóp og þannig vatt þetta upp á sig. Ég fann alltaf fyrir meira meiri áhuga á sögu borgarinnar og við héldum áfram að pósta fróðleik úr Kaupmannahöfn á Facebook sem margir fylgdust með. Svo þróaðist
þetta í það að fólk fór að hafa samband eftir að hafa tekið eftir þessu, fylgjendur voru orðnir nokkur þúsund. Ég fór að fá fyrirspurnir frá fólki hvort ég gæti ekki farið með það í göngur og sagt sögur. Þannig byrjaði þetta og svo hefur þetta undið svona svakalega upp á sig og orðið að dágóðu starfi fyrir mig. Ég er ekki að segja fullu starfi, en þó á ákveðnum tímum á árinu. Við förum með litla og stóra hópa, vina- og vinnuhópa og fjölskyldur og sýnum
þeim Kaupmannahöfn. Við förum um miðaldaborgina á slóðir Íslendinga, út á Kristjánshöfn, Norðurbrú og Vesturbrú og víðar. Svo förum við á sumrin í hjólatúra. Mjög skemmtilegt og viðbrögð fólks mjög góð.“ Ertu þá búinn að liggja yfir sögunni? „Ég er búinn að leggja ótrúlega mikla vinnu í að stúdera og lesa því maður þarf að hafa svör við öllum hlutum og vita eitt og annað og ef maður veit ekki þarf maður kannski að geta fært aðeins í stílinn. Þannig er þetta og hefur bara reynst rosalega vel og er skemmtilegt. Fólk er yfirleitt mjög ánægt og ég hef líka gaman af því segja sögur. Íslendinga
þyrstir náttúrulega í að heyra sögur. Þá hefur það komið mér á óvart hve mikið af ungu fólki hefur komið í þessar göngur. Það vill heyra söguna líka.“
Mikil tenging Hrannar segir að Kaupmannahöfn og Ísland hafi ótrúlega sterk bönd fleiri hundruð ár aftur í tímann og það er svo mikið af sögu Íslands í Kaupmannahöfn og fólki finnst gaman að heyra hana. „Margir þekkja hana ágætlega og vilja sjá hvar hlutirnir gerðust. Svo er Kaupmannahöfn líka frábær borg fyrir utan það sem tengist Íslandi og fólk hefur áhuga á að kynnast
„Við förum með litla og stóra hópa, vina- og vinnuhópa og fjölskyldur og sýnum þeim Kaupmannahöfn“ Fróðleikur af Facebook síðunni Halla og Hrannar á göngu um Kaupmannahöfn.
Riddarastyttan af Friðriki 5. í miðri Amalíuborg, nákvæmlega í miðjunni á Friðriksstað sem nefndur er í höfuðið á kóngsa. Styttan úr bronsi, vígð 1771, tók 14 ár að fullgera hana. Þegar upp var staðið vóg hún 22 tonn og kostaði meira en allar hallirnar sem eru á torginu. Aðallinn borgaði, var ríkur, enda flaut Kaupmannahöfn í peningum á þeim tíma.
Markaðshallirnar liggja alveg við Norðurhliðið (Nørreport) sem enn heitir svo, þrátt fyrir að hér sé ekkert hlið lengur. Bara lestarstöð. Neðanjarðar. En akkúrat hér, þar sem steinninn og Halla eru var sjálft Norðurhvliðið. Í 600 ár voru eingöngu fjögur hlið á borgarvirkinu. Lokuð á nóttunni. Hliðin voru þröng og miklar biðraðir. Borgarbúar og bændur hötuðu hliðin til jafns. Mikil gleði í borginni 1857 þegar þau loks voru fjarlægð, og umferð inn og útúr bænum gefin fráls.
Við Amagertorg á Strikinu eru þrjár glæsilegar verslanir sem byggja á gæðum og hefðum. Hér Royal Copenhagen, hægra megin er Georg Jensen og vinstra megin við Disney er Illum Bolighus. Þessar þrjár verslanir hafa mikið aðdráttarafl fyrir jólin, enda dönsk hönnun í fyrirrúmi. Húsið sjálf líka merkilegt, frá 1616. Hér átti Kristján fjórði hjákonu sem frægt varð.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 35 fyrst og fremst borðað í hádeginu og það er alltaf gaman að fara að fara á góðan veitingastað í borginni. Það eru örugglega fjörutíu, fimmtíu góðir slíkir staðir í Kaupmannahöfn. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri, að fara með góðum vinum í gott „smörrebröd“ og tilheyrandi á einn af mörgum „frokost“ stöðum.“ Maður tekur eftir því að snafs er líka nauðsynlegur með brauðinu og bjórnum? Hvað er svo besti snafsinn. Maður sér að margir fá sér slík „skot“? „Ég er ekkert sérstaklega mikill snafsamaður. Það er best að fara á góðan frokost-stað og fá eitthvað sem er heimatilbúið. Flestir þessir staðir eru kannski með þrjátíu, fjörutíu eða fimmtíu tegundir af snöfsum. Þú talar bara við þjóninn og spyrð hverju hann mælir með. Svo drýpurðu hægt og rólega á einu staupi, með rækjunum eða rauðsprettunni. Þá er þetta pottþétt. En ég mæli ekkert endilega með meira en einu snafsglasi. Það er ekkert rosalega skynsamlegt,“ segir Hrannar og hlær..
Hrannar í Jónshúsi. Söguleg mynd fyrir aftan hann.
borginni. Hún hefur verið í gríðarlegri þróun og breytingarnar mjög miklar á síðustu tíu til tuttugu árum. Þetta er allt önnur borg en þegar við vorum að koma hingað sem ungir menn fyrir þrjátíu til fjörutíu árum. Ég held að engin borg úti í heimi standi Íslendingum nær en Kaupmannahöfn. Það er svo auðvelt að koma hingað og Íslendingar eru mjög duglegir að mæta til Köben á öllum tímum ársins. Auðvitað var minna þegar heimsfaraldur geisaði sem hæst en iðulega fyllist allt af Íslendingum. Aðventan er mjög skemmtileg og þá eru meiri líkur á því að hitta Íslendinga við Nýhöfn en á Laugaveginum.“
Fjölbreytileikinn Hvað er merkilegast við Köben? „Fjölbreytileikinn er svakalega mikill. Svo er sagan ótrúleg. Mörg ólík hverfi og það er gaman ef maður nær að kynnast því hvað það er mikill fjölbreytileiki í mannlífi, arkitektúr, hönnun og öllu slíku. Þú getur farið á milli staða og upplifað svo marga mismunandi og skemmtilega hluti. Svo er borgin ótrúlega falleg, það er mikið um fallega garða og gaman að vera hérna. Á sumrin eru þeir fullir af fólki sem tyllir sér niður með brauð og drykk. Svo er fólkið hérna mjög skemmtilegt. Danir passa vel upp á sig og eru í góðu formi og það er svona ákveðin stemning í kringum það. Svo er mikil reiðhjólamenning sem gerir það að verkum að við Halla höfum ekki átt bíl í mörg ár. Við hjólum eða göngum hvert sem við förum og ef það rignir þá tekur maður bara lestina þannig að það eru mjög margir hlutir sem
eru góðir við Kaupmannahöfn. Við Halla erum mjög sátt hérna.“
Gott að borða Hrannar segir að matur og drykkur séu í hávegum höfð í borginni. Margir staðir um alla borga. „Svo er náttúrulega gaman að fara út að borða í Köben. Veitingamennska hefur sprungið út á síðasta áratug og það er óendanlega mikið af góðum og fjölbreyttum veitingastöðum í borginni, fínum stöðum og mjög mörgum minni stöðum. Tveir veitingastaðir í Kaupmannahöfn voru nýlega valdir tveir af bestu veitingastöðum í heimi, þannig að það er endalaust úrval og gaman að vera úti, sérstaklega á sumrin en líka á veturna. Það finnst mér dásamlegt og Danir eru rosalega miklar útiverur. Þú sérð bara þegar þú labbar um bæinn að mjög margir sitja úti þó það sé komin fram í miðjan nóvember. Veitingamennirnir eru með hitara fyrir utan staðinn og markísu (tjald) yfir þannig að það er lítið mál að sitja úti þó að hitastigið sé ekki mjög hátt.“ En hvað er þetta með smurbrauð og bjór í Köben? „Smurbrauðið er náttúrulega danskara en allt sem danskt er þegar kemur að matargerð. Smurbrauð og bjór er þjóðarétturinn í Danmörku, dásamlega góður matur og hann hefur líka gengið í endurnýjun lífdaga. Það hafa komið úrvals góðir kokkar til borgarinnar í kjölfar matarbylgju sem einhvern veginn gekk yfir. Þeir hafa komið með nýjungar og eru að útbúa hlutina á nýjan hátt. Smurbrauð er
Hvernig var að þjálfa í Danmörku? „Körfubolti er ekki stærsta íþróttagrein í Danmörku, knattspyrna, hjólreiðar, badminton og handbolti eru stórar greinar og körfuboltinn á ekki mikinn séns í svona stórri borg. Það hefur ekki gengið nógu vel að finna styrktaraðila og þá er erfitt að búa til stemningu í kringum þetta. Ég fór að þjálfa í kvennadeildinni og við gerðum það mjög gott og vorum að spila í Evrópukeppni sem var mjög gaman og svo var ég með landsliðið í nokkur ár, sá bæði um karla og kvennalandsliðið Danmerkur. Karfan er sem sagt ekki stór íþrótt í Kaupmannahöfn er það hins vegar í Árósum og Svenborg, Horsens og víðar.“
Ekki á heimleið Hrannar segist fylgjast vel með því sem er að gerast á heimaslóðum, í Keflavík og á Íslandi og á stóran vina- og ættingjahóp þar. „Við eigum náttúrulega mikið af góðum vinum og fjölskyldum sem búa á Suðurnesjum, foreldrar mínir
eru þar og svo auðvitað margir vinir mínir frá körfuboltaárunum í Keflavík, gömlu körfuboltahundarnir eins og Gaui Skúla og Siggi Ingimundar og fleiri. Við erum í mjög góðu sambandi og við ræðum reglulega málin og þá fær maður alltaf fréttir um hvað sé að gerast, hvort sem það er í í körfuboltanum eða pólitíkinni og ýmsu öðru. Án þess að ég liggi eitthvað yfir því þá er ég alveg þokkalega vel með á nótunum um hvernig hlutirnir að gerast heima fyrir.“ Þið eruð sem sagt ekkert á leiðinni heim? „Nei og ef ég haga mér vel og elda góðan mat fyrir Höllu fæ ég að búa í Jónshúsi þannig að ég stefni að því að gera það áfram. Hún stendur sig ótrúlega vel í sínu starfi þannig að við erum ekki á leiðinni heim. Ég vil hvergi annars staðar vera þó að Keflavík sé fínn staður.“
Áhugaverðir staðir
pket@vf.is
Fróðleikur af Facebook síðunni Halla og Hrannar á göngu um Kaupmannahöfn.
Í borginni eru margir þekktir staðir sem ferðamenn sækja, eins og Nýhöfn, tívolíið og Strikið. Hrannar segir að það sé skemmtilegt að sjá viðbrögð fólks og að augu þeirra opnist meira þegar farið er að skoða aðra áhugaverða staði. Stórar borgir hafa upp á svo miklu meira að bjóða heldur en bara þar sem túristarnir eru. Það er mjög gaman að upplifa viðbrögð fólks í göngunum hjá mér þegar við förum á staði sem eru ekki þekktustu túristastaðirnir og eins þegar við förum á Íslendingaslóðir.“ Hrannar er fæddur og uppalinn í Keflavík og því liggur beint við að spyrja hann af hverju hann endaði í Kaupmannahöfn? „Ég kom hérna fyrst út af viðskiptalegum erindum á sínum tíma. Fyrir tólf árum var ég í forsvari og einn af eigendum fyrirtækis og við vorum með töluvert mikla starfsemi og marga starfsmenn í Köben. Við vorum búnir að sameinast öðrum fyrirtækjum í Danmörku og ég flutti hingað út og með fjölskylduna til að sinna því starfi og svo breyttist það fyrir um áratug. Ég fór út úr því og en ákvað að vera áfram í Kaupmannahöfn og reyna fyrir mér í öðru. Á þessum tíma hef þjálfað mikið í körfubolta eins og ég gerði í gamla daga, enda Keflvíkingur eins og þú veist og síðan fór ég að bjóða upp á göngur en ég hef alltaf verið að vinna mikið við ráðgjöf líka. Svo fékk Halla kona mín frábært starf sem umsjónarmaður Jónshúss sem gerir það að verkum að við búum á dásamlegum stað og hún er í frábærri vinnu. Við höfum það ótrúlega gott hérna.“
Páll Ketilsson
KRISTJÁN FJÓRÐI (#42) kóngur í 60 ár, 1588 – 1648, mótaði og gerbreytti Kaupmannahöfn, gerði hana að alvöru borg. Moldríkur í byrjun, kláraði peninginn, þurfti að veðsetja kórónuna. Eignaðist (amk) 25 börn með (amk) 5 konum. Alltaf í stríði og tapaði öllum, nema einu. Samt er Kristján mögulega merkilegasti og vinsælasti kóngur Danmerkur. Framsýnn og stórhuga, mikinn áhuga á viðskiptum, vísindum, arkítektúr og borgarþróun. Kaupmannahöfn er heimsfræg fyrir arkítektúr, gamlan og nýjan, og Kristján lagði grunninn. Og þótt 400 ár séu liðin, eru spor Kristjáns og byggingar út um allt í borginni.
Komin í Tívolí. Hvergi er jólastemmningin jafn ráðandi eins og einmitt þar. Vorum heppin að vera á ferðinni snemma í desember, náðum inn fyrir lokun. Hér er endalaus ljósadýrð, jólatré, jólasveinar, jóladrykkir og jólamatur. Tívolí er fastur partur af jólunum í Kaupmannahöfn, en Tívolí var fyrst opnað um jólin árið 1994. Menn voru óvissir um hvort það væri sniðugt, en nú koma um milljón manns á nokkrum dögum.
„Ég held að engin borg úti í heimi standi Íslendingum nær en Kaupmannahöfn“
Ein af jólahefðunum hjá Royal Copenhagen eru jólaborðin. Í 58 ár hefur ýmsum verið boðið að skreyta jólaborð eftir eigin höfði. Heil hæð er tekin undir jólaborðin. Afar vinsælt. Einn af jólaborðaskreyturum jólin 2020 var smørrebrauðskóngurinn Adam Aamann. Stílhreint og skemmtilegt, væri ekki leiðinlegt að sitja hér ef hann sæi um matinn á borðið.
Smurbrauðið er náttúrulega danskara en allt sem danskt er þegar kemur að matargerð. Smurbrauð og bjór er þjóðarétturinn í Danmörku, dásamlega góður matur og hann hefur líka gengið í endurnýjun lífdaga.
Hnotubrjóturinn er í stuði á jólunum í Kaupmannahöfn. Ballett í Konunglega Leikhúsinu og í Tívolí. Alltaf uppsellt. Reyndum að kaupa miða, vorum þremur mánuðum of sein. Breytir þó litlu núna, öllu aflýst. En sjálfur hnotubrjóturinn er lítill, fínn, trékall sem brýtur hnetur með munninum, berst við mýs og vinnur hug lítillar stúlku. Vinsælt jólaskraut, blessaður, þó svo að ekki brjóti hann hnetur lengur.
36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
33 ár á milli viðtala í Jólablaði Víkurfrétta
Halla og Hrannar voru í viðtali í Jólablaði Víkurfrétta fyrir nákvæmlega 33 árum síðan. Þá voru þau við nám í Þýskalandi og ritstjóri Víkurfrétta hitti þau þegar hann fór í dagsferð til Stuttgart, til að fylgjast með knattspyrnuleik hjá þýska liðinu sem Íslendingurinn Ásgeir Sigurvinsson lék með í mörg ár. Við gátum ekki sleppt því tækifæri að endurbirta viðtalið við þau enda mjög skemmtilegt.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 37
Sendum starfsmönnum okkar og
Suðurnesjamönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Starfsfólk Dýralæknastofu Suðurnesja óskar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu. Yfir hátíðirnar verður opið sem hér segir: Fimmtudag 23. des.: 9–16.30 Föstudag 24. des.: Lokað Laugardag 25. des.: Lokað Mánudag 27. des.: 9–16.30 Fimmtudag 30. des.: 9–16.30 Föstudag 31. des.: 10–12 Laugardag 1. jan.: Lokað Mánudag 3. jan.: Lokað vegna vörutalningar
Okkar bestu óskir um
gleðileg jól og farsæld á nýju ári
Brunavarnir Suðurnesja
38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hugleiðing á aðventu Elín Íris Fanndal, formaður undirbúningsstjórnar kjördæmaráðs Flokks fólksins á Suðurlandi. Á aðventu er okkur venju fremur hugleikið hversu lánsöm við erum sem getum notið þess að undirbúa hátíð ljóss og friðar án þess að kostnaður setji stórt strik í reikninginn. Eins hugsum við meira til þeirra sem ekki eru í þeim sporum og kvíða jólum. Allt of stór hópur barna og fullorðinna eru því miður þannig settur. Fátækar fjölskyldur, sem hefur ekki tekist að leggja til hliðar fyrir auknum útgjöldum, vanmáttur fátækra og þörfin fyrir aðstoð verður aldrei áþreifanlegri en í desember.
Það er að mörgu leyti enn erfiðara að vera fátækur í dag. Börnin okkar finna á annan hátt meira fyrir fátækt. Að tilheyra stækkandi hópi fátækra breytir ekki því að samfélagið í heildina hefur það betra. Sjálfsagt þykir að gjafir séu veglegar og við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að meira þarf til að gleðja flest börn í dag. Það er ekki við saklaus börnin að sakast heldur hefur orðið þróun í samfélaginu sem veldur því.
óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Félagslegur þrýstingur vegna fátæktar Börn og unglingar hafa á ákveðnu tímabili mikla þörf fyrir að falla í hópinn, það er hluti af þeirra þroska. Persónulegt dæmi er þegar ég stökk á tilboð á 66°N úlpu fyrir tólf ára gamla dóttur mína. Hún var búin að biðja um þannig úlpu lengi en ég þrjóskaðist við vegna þess hversu mikið úlpan kostar. Svo fann ég þessa fínu en notuðu úlpu á vefnum Brask og brall og keypti hana handa skvísunni. Ráðvilltur svipur hennar þegar ég afhenti henni úlpuna sagði mér allt um líðan hennar. Hún var sjálf himinsæl en myndi vinahópurinn samþykkja úlpuna? Hvað ef þeim fyndist hún ljót? Hún ætlaði ekki að fást til að fara í henni í skólann en ég fékk hana til þess. Svo kom hún alsæl heim, úlpan var sum sé samþykkt af vinunum. Þá fékk ég faðmlag og þakkir fyrir æðislega úlpu sem hún hefur varla farið úr síðan. Þetta atvik minnti mig rækilega á hversu sterka þörf börn hafa til að falla í hópinn, sjálfsmyndin er svo brothætt á þessum aldri. Tilvera barna okkar er ekki gerð auðveld á þessu mikilvæga þroskaskeiði. Allt áreitið er stundum nánast óbærilegt og kröfurnar óvægnar. Og hvað með börnin sem eiga fátæka foreldra? Það er ekkert lítið sem þarf útvega til að standast lágmarksviðmið félaga og vina. Sá hópur fær ekki tækifæri til jafns við önnur börn, foreldrar þeirra ná
jafnvel ekki endum saman, hvað þá að leggja til hliðar aukalega og álagið á fjölskyldulífið er mikið. Við bætist að fátæk börn eiga mörg hver ekki kost á framhaldsmenntun sem í flestum tilvikum opnar margar dyr að lífsins tækifærum og þykir sjálfsögð í dag.
Þörf á samstöðu Það er alls ekki ómögulegt að horfa fram hjá fátækt á Íslandi vegna þess að á mörgum stöðum erlendis er neyðin algjör. Við sem erum betur fjárhagslega stödd getum rétt hjálparhönd erlendis án þess þó að hunsa það að þörf fyrir aðgerðir og breytt hugarfar er líka brýn þegar kemur að fátækum samborgurum okkar. Börnin okkar eru framtíð þessa lands og þau eiga öll sem eitt að hafa jafnan rétt á áhyggjulausri æsku og seinna rétt til jafnra tækifæra hvert sem hugur þeirra stefnir. Við getum öll sammælst um að fátækt er böl og gildra sem gríðarlega erfitt er að ná sér úr. Við getum einnig þakkað fyrir það að Flokkur fólksins, sem berst gegn fátækt og spillingu, hefur þegar náð traustvekjandi fylgi á Alþingi eftir magnaðan sigur í haust. Betur má ef duga skal. Við verðum að efla flokkinn enn frekar til að hann nái því að verða það stóra og kraftmikla umbótaafl sem þjóðin þarfnast. Mín trú er sú að við munum sýna áfram fram á öflugt starf á þingi og fylgi okkar muni áfram aukast til hagsbóta fyrir stóran
hóp sem bíður enn eftir alvöru úrbótum. Ágæti lesandi! Ég vil vekja athygli þína á því að Flokkur fólksins hefur nú hafið undirbúning að stofnun kjördæmisráðs síns á Suðurlandi. Við sem skipum undirbúningsstjórn og tengiliðir okkar erum spennt að hefja störf eftir áramótin og munum að sjálfsögðu kanna alla möguleika á framboði Flokks fólksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hafir þú tök á að taka þátt í öflugu og skemmtilegu starfi í þágu þeirra sem minna mega sín ertu velkomin(n) í okkar góða hóp. Árið 2022 verður án efa gjöfult fyrir marga. Hugsjón okkar í Flokki fólksins er að það verði gjöfult fyrir alla. Við erum bjartsýnn og einbeittur hópur fólks sem ætlar sér að vinna að tímabærri úrlausn þeirra sem hafa orðið undir í þjóðfélagi velsældar. Við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi! Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Dalsbraut 15 í Reykjanesbæ. Fer í sölu í byrjun árs 2022.
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.
MUNUM EFTIR
FJÖLNOTA POKUNUM
EKKI GLEYMA
GRÍMUNUM
OPNUNARTÍMAR UM HÁTÍÐIRNAR
Vínbúðin Reykjanesbæ
Vínbúðin Grindavík
Mánudagur
20. desember
11-18
Mánudagur
20. desember
11-18
Þriðjudagur
21. desember
11-18
Þriðjudagur
21. desember
11-18
Miðvikudagur
22. desember
11-19
Miðvikudagur
22. desember
11-18
Fimmtudagur
23. desember
10-22
Fimmtudagur
23. desember
11-19
Föstudagur
24. desember
9-13
Föstudagur
24. desember
10-12
Laugardagur
25. desember
Lokað
Laugardagur
25. desember
Lokað
Sunnudagur
26. desember
Lokað
Sunnudagur
26. desember
Lokað
Mánudagur
27. desember
11-18
Mánudagur
27. desember
11-18
Þriðjudagur
28. desember
11-18
Þriðjudagur
28. desember
11-18
Miðvikudagur
29. desember
11-18
Miðvikudagur
29. desember
11-18
Fimmtudagur
30. desember
10-20
Fimmtudagur
30. desember
11-19
Föstudagur
31. desember
9-14
Föstudagur
31. desember
10-13
Laugardagur
1. janúar
Lokað
Sunnudagur
2. janúar
Lokað
Laugardagur 1. janúar Lokað Nánari upplýsingar um opnunartíma Sunnudagur 2. janúar Lokað er að finna á vinbudin.is Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is
Við minnum á að áfengiskaupaaldurinn á Íslandi er 20 ár og biðjum fólk að hafa skilríki meðferðis.
40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Jólin koma ekki án rjúpulyktar Hanna Björg Konráðsdóttir reynir að vera praktísk í jólagjafainnkaupum en endar alltaf á því að kaupa þær síðustu á Hafnargötunni í Keflavík á Þorláksmessu. Hún er með fastar hefðir í jólamánuðinum, misdugleg að baka en er mikil rjúpukona. Samdi Baggalútur rjúpulagið um lögfræðinginn hjá Orkustofnun? Nafn og starf/staða: Hanna Björg Konráðsdóttir, lögfæðingur í raforkueftirliti Orkustofnunar. Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Ég reyni nú yfirleitt að byrja eins snemma og ég get, safna því sem ég veit að fjölskyldumeðlimi vantar yfir árið og reyni að vera praktísk. Ég keypti eitthvað á netinu á Black Friday en ég hef ekki alveg komist upp á lagið með þennan singles day. Síðan keypti ég eitthvað erlendis í haust en svo eru alltaf nokkrar gjafir sem fá að bíða fram á Þorláksmessu og ég versla þær í Keflavík. Mér finnst dásamlegt að labba Hafnargötu á Þorláksmessu. Þetta er semsagt mjög skipulögð óreiða hjá mér. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Nei alls ekki, í fyrra var ég komin mun fyrr í ágætis jólaskap og skreytti snemma í desember. Þetta er í seinna lagi hjá mér í ár. Skreytir þú heimilið mikið? Ég skreyti það fullkomlega mátulega eins og tími gefst til. Desember er mjög annasamur tími í vinnunni og jólaseríur hafa ekki verið í forgangi til að mynda en ég skreyti frekar mátulega inni svo allir komist nú í jólaskap. Annars finnst mér einfaldar skreytingar fallegastar, greni, könglar
Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Ég get ekki sagt að ég muni eftir einni ákveðinni jólaminningu úr barnæsku en jólin voru bara alltaf dásamlegur tími með fjölskyldunni. Mamma sá um að gera allt notalegt en oft var stressið ansi mikið. Hún sett mjög háan standard fyrir mig, ég þarf stundum að segja sjálfri mér hvað er mikilvægast í undirbúningnum og forgangsraða því sem skiptir máli. Það er svo auðvelt að ætla sér um of, við þurfum alltaf að finna rétta milliveginn í amstri dagsins. Ég verð einhvern tímann orðin hrikalega góð í því.
og hnotubrjótar svo skreytingarnar mínar eru nú frekar einfaldar. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmáköku. Í fyrra náði èg að baka mikið, held ég hafi náð að baka 8 eða 9 sortir. Í ár hef ég ekki bakað nema eina, og ég á ekki von á því að ná að baka mikið meira. Næstu helgi er Bikarkeppnin í sundi og öll helgin fer í það og tónlistarnám hjá eldri dótturinni svo að ég býst fastlega við að ég endi með restar af Ikea smákökunum. Ég er búin að baka sörurnar sem eru í forgangi enda nauðsynlegt með kaffinu þegar gjafirnar eru opnaðar. Allt annað er aukaatriði. Ég held samt mikið upp á súkkulaði og möndlukökur frá mömmu sem kallast þríhyrningakökurnar. Hrikalega einföld og góð uppskrift. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Hrikalega, jólin koma ekki nema ég fái grafinn villtan lax, rjúpur og komist í messu. Ég er blessunarlega svo vel gift að manninum mínum leiðist ekkert að ná í rjúpur fyrir mig. Ég held að Baggalútur hafi samið jólalagið, Rjúpur, um mig. Jólin koma ekki án rjúpnalyktar hvað sem fólki finnst um slíka þrjósku. Í ár er ég samt frekar stolt af því að laxinn í forrétt er veiddur af mér. Ég hef fengið foreldra mína og tengdafor-
Mæðgurnar eru tilbúnar í jólin 2021. eldra í mat á aðfangadag og það er notalegt. Á jóladag höfum við mjög oft farið í brunch til mömmu og þá er jólagrauturinn og borinn fram ásamt öðru dásamlegu góðmeti. Aðrar hefðir eru breytilegar.
Hvernig er aðventan - hefðir þar? Nei engar fastar hefðir þar en við reynum að gera eins notalegar stundir og við getum með stelpunum okkar á milli jólatónleika og sundmóta.
Hanna og Jói hamfletta rjúpu fyrir jólin.
Eggjasuðutæki frá kærastanum Þóranna K. Jónsdóttir, nýráðin leiðtogi markaðsmála hjá BYKO segir jólin hjá henni snúast um samveru með sínum nánustu og hún nýtir netið til að kaupa sem flestar jólagjafir. Þá eru margar jólahefðir hjá fjölskyldunni í mat og fleiru. Jólagrauturinn er til dæmis lögbundinn. Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Ég vil helst geta verslað allt fyrir jólin sitjandi uppi í sófa í náttfötunum og með teppi við tölvuna. Netið er algjörlega málið. Ég reyni eins og ég get að beina öllum mínum viðskiptum til innlendra verslana enda mikilvægt að halda íslenskri verslun blómstrandi, ekki síst til að halda í dýrmæt störf og efla íslenskan efnahag. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Úff nei. Það er ekki síst þar sem maður er á haus að koma sér inn í nýtt starf. Svo er ég líka í dag með tvo unglinga sem breytir hlutunum töluvert. Áður settu krakkarnir pressu á að skreyta snemma en þetta er ekki jafn mikið mál fyrir þeim núna og það smitast um allt heimilið. Skreytir þú heimilið mikið? Ég hef síðustu jólin verið að minnka verulega og velja frekar færri hluti og fallegri. Þessi jólin er ég að fara í gegnum allt saman og henda fullt af dóti. Svo ætla ég að sjá hvað eftir stendur og hvort ég fæ mér eitthvað smá meira, en mig grunar að það sé nóg til nú þegar. Fjárfesti reyndar í fjórum Georg Jensen óróum í ár en ekki þessum klassísku gylltu heldur silfurlitum og einfaldari í hönnun (hjarta, bjalla, kúla og stjarna). Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmáköku? Nei. Ég hef verið sykur, glútein og gerlaus í mörg mörg ár og mjög
mjólkurlítil. Á nokkrar góðar uppskriftir sem samræmast því en aftur, þetta árið hef ég ekki gefið mér tíma í það. Krakkarnir eru hinsvegar duglegir, sérstaklega 13 ára guttinn minn og gerir þá helst gúmmelaði súkkulaði smákökur - og svo er nú fínt að styrkja íslenskan efnahag og leyfa bara atvinnufólkinu að gera þetta og kaupa tilbúið deig í búðinni. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Það eru nokkrar. Við fjölskyldan, við, foreldrar mínir, bróðir minn og fjölskyldan hans, förum alltaf út að borða saman kvöldmat á Þorláksmessu, sem er yndislegt. Á aðfangadag förum við til tengdaforelda minna í hádeginu. Þar er boðið upp á heitt hangikjöt með kartöflum og uppstúf, af því að það er jú svo penn kvöldverður framundan eða þannig. Svo er alltaf humar með djúsí rjómasósu í forrétt á aðfangadag. Þetta eru svona þessar helstu. Og spilakvöld sem flest spilakvöld með fólkinu mínu. Elska þau! Hvernig er aðventan - hefðir þar? Frú Grinch hérna ha ha ha ... það eru helst jólaviðburðir í vinnunni en svo reyni ég meira að hafa kósý, kerti og afslappelsi. Nenni ekki að detta í jólastressið og hef staðið mig vel í því í ansi mörg ár núna. Eitt af fáu sem ég sakna er að fá mér jólaglögg sem er í miklu uppáhaldi, en er að reyna að finna útúr því að geta
gert góða slíka án áfengis og sykurs. Get ekki sagt að Covid hafi sett neitt strik í reikninginn. Hveru eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Veit sosum ekki hvort ég man eftir þeim per se, en hef séð myndir sem kveikja minningarbrot. Þau eru hjá ömmu og afa vestur á Ísafirði, í sparistofunni í bláum kjól með hvítu munstri sem mamma saumaði, stýri í afar stuttu ljósu hári (kom seint) og að hella upp á kaffi fyrir allt fólkið mitt í nýja kaffistellinu sem ég fékk í jólagjöf. Allar minningar frá ömmu og afa á Ísafirði eru sérstakar og í miklu uppáhaldi. Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Ég er ekki trúuð og fyrir mér snúast jólin ekki um það heldur notalegan tíma með fjölskyldu og vinum. Hef þessvegna ekki sótt messu um hátíðarnar, en efast ekki um að það er mjög falleg stund. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Eggjasuðutæki frá kærastanum mínum og svo eiginmanni til 20 ára, fyrstu jólin okkar saman. Getur ímyndað þér hvað ég var glöð ha ha ha ... hélt að það væri bara gjöfin! Vissi ekki alveg hvað ég átti að segja þegar hann hringdi um kvöldið. Þá hafði hann unnið það í happdrætti á einhverju jólakvöldi og fannst hrika-
lega fyndið að gefa mér það. Hann kom svo seinna um kvöldið til mín með falleg nærföt í pakka. Þessi saga er mjög oft rifjuð upp í minni fjölskyldu og mikið hlegið. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Hmmmm…. samverustundir með fjölskyldunni. Einhverja upplifun saman. Þarf ekki að vera merkilegt - saman er aðalmálið. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Humarinn í forrétt, eins og ég nefndi fyrr. Annars höfum við ekki fylgt hefðum mikið í þó nokkur ár.
Ef við erum hjá mömmu og pabba eru þau almennt með kalkún, en þegar við sjáum um þetta sjálf þá förum við nú helst í Kjötkompaní og fáum þar eitthvað gúmmelaði og allt með. Þetta snýst ekki um að standa sveitt í eldhúsinu allan daginn heldur bara að njóta þess að borða góðan mat saman. Aftur látum við bara atvinnufólkið um málið. En svo er jólagrauturinn lögbundinn. Grjónagrautur, kældur og svo hrært út í hann þeyttum rjóma. Hitt fólkið er svo með súkkulaðisósu sem er Mars brætt í rjóma. Ég föndra mitt eigið sykurlausa súkkulaði - en annars finnst mér grauturinn bara hrikalega góður eintómur.
Úrval Leikfanga úr Costco* *Breytilegt úrval milli verslana
9.999.-
3.999.-
6.999.-
4.999.-
7.499.-
8.999.-
5.999.-
11.999.-
5.999.-
3.499.-
42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
6 stk úrbeinaðar rjúpubringur 100 gr ristaðar möndlur Salt og pipar Smjör
Forréttur
Aðferð: Kryddið bringurnar með salti og pipar og snöggsteikið á heitri pönnu upp úr olíu og smá smjöri í eina mínútu á hvorri hlið. Takið bringurnar af og látið hvíla í tíu mínútur áður en þær eru skornar.
Karamellusósa 100 gr furuhnetur 90 gr sykur 250 gr rjómi 80 gr hvítvín (má sleppa) 100 gr rjómi Salt og pipar eftir smekk. Aðferð: Búin til sykurbráð, 250 gr rjómi sett út á sykurbráðina og aðeins látið taka sig. Síðan er furuhnetunum og hvítvíni bætt út í. Þetta er soðið saman rólega í u.þ.b. tíu mínútur. Því næst er þetta hrært saman með töfrasprota (matvinnsluvél). Í lokin er 100 gr af rjóma bætt út í og smakkað til með salti og pipar. Allt sett fallega upp á disk eða fat með fallegum berjum og öðru sem passar vel við.
Rósasteiktar rjúpubringur
með ristuðum möndlum, karamellusósu og villtum berjum
Jóla-Rétturinn Matreiðslumeistararnir Magnús Þórisson og Anton Guðmundsson á matstofunni Réttinum í Reykjanesbæ hafa tekið saman matseðla með hugmyndum að réttum fyrir jóladagana. Þeir settu saman tvo forrétti, tvo aðalrétti og svo einn eftirrétt, ásamt salötum í meðlæti. Einn léttreyktur lambahryggur 200 gr smjör.
Brokkolísalat
Sykurpúðasalat
1 haus brokkolí 2 stilkar vorlaukur 1 bolli þurrkuð trönuber 1 bolli ristaðar furuhnetur
1 poki litlir sykurpúðar 1 dós sýrður rjómi 1 lítil dós ananas 1 lítil dós mandarínur 2 msk kókosmjöl
Dressing: 500 ml majónes 3 msk sýrður rjómi 2 msk hunang 2 msk appelsínuþykkni Smá salt og nýmalaður pipar Aðferð: Þessu er öllu blandað saman í skál og látið standa í allavega tvo klukkutíma til þess að það „brjóti“ sig.
Aðferð: Safi af ananas og mandarínum er sigtaður frá og ananasinn skorinn í litla bita. Sykurpúðar og annað hráefni sett í skál ásamt sýrða rjómanum og blandað varlega saman. Þetta þarf að standa í kæli í allavega tvo klukkutíma.
Aðalréttur
Aðferð: Lambahryggurinn er settur í eldfast mót ásamt 200 gr af smjöri sem er skorið í bita og sett yfir hrygginn. Hryggurinn er bakaður á 100°C í fjóra klukkutíma. ½ bolla af vatni er ausið yfir hrygginn á klukkutíma fresti. Að því loknu er soðið tekið úr fatinu til sósugerðar. Hækkað er á hryggnum í 160°C í tuttugu mínútur til þess að fá puruna stökka.
Soðsósa Soð af hryggnum 2 tsk nautakraftur 1 msk rifsberjahlaup 250 ml rjómi Smá malaður, svartur pipar 100 gr smjör Aðferð: Allt sett í pott nema smjörið. Sósan er hituð að suðumarki (ekki látin sjóða). Sósan þykkt upp með smjörbollu (sósuþykkjara). Sósan látin ná suðumarki svo er slökkt undir og 100 gr af köldu smjöri bætt út í.
Léttreyktur lambahryggur
með brúnuðum kartöflum, brokkolísalati og eplasalati
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 43
Hamborgarhryggur með beini, u.þ.b. 2 kg
Aðalréttur
Gljái 100 gr púðursykur 2 msk Dijon sinnep 2 msk sætt sinnep 1 msk hunang Aðferð: Hitið ofninn í 120°C. Setjið hrygginn í steikarapott með u.þ.b. einum lítra af vatni. Eldað í tvo tíma og fimmtán mínútur. Geymið soðið fyrir sósuna. Gljáinn settur á hrygginn og eldað í u.þ.b. fimmtán mínútur til viðbótar, eða þar til gljáinn er farinn að brúnast. Kjöthitamælir á að sýna 68°C óháð eldunaraðferð.
Villisveppasósa 100 gr sveppir 50 gr þurrkaðir villisveppir 100 gr smjör 1½ msk hveiti Soð af hryggnum ½ lítri rjómi 1 tsk púðursykur Salt og pipar Aðferð: Sveppirnir er steiktir upp úr smjörinu, hveitinu bætt út í og svo soðinu og rjóma. Smakkað til með salti og pipar ásamt púðursykri.
Hamborgarhryggur með púðursykursgljáa – borið fram með sætkartöflusalati, rauðrófusalati og sykurpúðasalati. Eftirréttur
Crème Brûlée ½ lítri rjómi ½ lítri mjólk 200 gr eggjarauður 200 gr sykur 2 stk vanillustangir Aðferð: Mjólk og rjómi soðið varlega upp ásamt vanillustöngum. Eggjarauðum og sykri er blandað saman í aðra skál. Vökvinn kældur örlítið niður og eggja- og sykurblönduna svo hellt varlega út í. Þetta er svo sigtað, sett í form og bakað í vatnsbaði á 98°C í 50 mínútur.
Gamli góði Toblerone-ísinn 5 eggjarauður 1 heilt egg ½ lítri rjómi 1½ dl púðursykur 150 gr Toblerone (skorið í litla bita) Aðferð: Púðursykur og egg þeytt vel saman þar til það er orðið „flöffí“. Rjóminn er léttþeyttur. Öllu blandað mjög varlega saman ásamt Toblerone. Sett í fallegt kökuform og fryst. Gott að bera fram með jarðaberjum, sörum og blúndukökum.
Gott er að kæla eftirréttinn svo niður og að lokum er hrásykri stráð yfir og brennt aðeins undir grilli eða með sérstökum gasbrennara. 1 msk karrí 3 msk olía Lítil dós kókosmjólk Smá biti ferskur engifer 2 hvítlauksgeirar ½ ferskur chili ½ rauð paprika ½ græn paprika 5 sm púrrulaukur 2 dl hvítvín ½ lítri rjómi 1 lítri vatn Fiskikraftur Kjúklingakraftur Cayennepipar Sjávarréttir sem þú vilt hafa í súpunni. Aðferð: Karrí hitað aðeins í olíu, allt grænmetið skorið í litla teninga, bætt út í og svitað. Hvítvíni bætt út í (má sleppa) og soðið aðeins niður, þá er kókosmjólkinni og rjómanum bætt út í. Smakkað til með fiski- og kjúklingakrafti og svo er gott að láta smá cayennepipar út í í restina. Gott er að þykkja súpuna örlítið. Sjávarréttir hitaðir aðeins og settir í súpuskál ásamt þeyttum rjóma með dilli. Súpunni hellt yfir. Gott að bera súpuna fram með nýbökuðu brauði, smjöri og jafnvel pestói.
Rauðrófusalat 1 krukka rauðrófur 1 sellerístilkur ½ rauðlaukur 1 fersk, afhýdd pera 1 bolli valhnetur 1 bolli rúsínur Dressing: 4 msk majónes 2 msk sýrður rjómi 1 msk hunang ½ tsk engifer Smá salt og pipar Aðferð: Rauðrófur, perur, sellerí, rauðlaukur og valhnetur skorið í litla bita. Allt hráefni sett í skál og dressingunni blandað varlega saman við. Gott að gera þetta salat deginum áður og hræra reglulega í því.
Sætkartöflusalat
Forréttur
2 sætar kartöflur 2 bökunarkartöflur 2 stilkar vorlaukur 1 epli Dressing: 500 ml majónes 2 msk sætt sinnep 1 msk Dijon sinnep 2 msk gúrku Relish 1 msk hunang Smá salt og pipar
Hvítvínsbætt karríkókos sjávarréttasúpa
Aðferð: Kartöflurnar eru afhýddar og skornar í litla teninga. Veltið teningum upp úr smá olíu, salti og pipar. Látið á bökunarplötu og bakið á 150°C þar til kartöflurnar eru eldaðar (u.þ.b. 15–20 mín.) Kælið þær svo alveg niður. Blandið saman dressingunni og bætið út í smátt skornum vorlauk og epli. Síðan er dressingunni blandað varlega saman við kartöfluteningana. Látið standa í allavega tvo klukkutíma til þess að salatið „brjóti“ sig.
44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ekkert hraun hefur runnið úr gíg eldstöðvarinnar í Fagradalsfjalli frá 18. september eða í nærri þrjá mánuði. Talsverður hiti er þó í eldstöðinni og ríkur myndarlega úr henni, enda ekki talin dauð úr öllum æðum þó svo hraunrennsli nái ekki til yfirborðs. Eldgos hófst við Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 kl. 20:45 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem stóð í nokkrar vikur þar sem skjálftarnir voru taldir í tugum þúsunda og öflugasti skjálftinn var 5,8 stig. Fyrsti gígurinn sem opnaðist í eldstöðinni var sagður ræfilslegur. Síðan opnuðust fleiri gígar en á endanum færðist virknin öll í einn gíg sem hlóðst upp fram á haust og gjörbreytti landslagi á svæðinu en ekki hafði gosið á Reykjanesskaganum í um 800 ár þar til Fagradalsfjall rumskaði. Jón Steinar Sæmundsson, ljósmyndari okkar í Grindavík, var við eldstöðina í Fagradalsfjalli síðasta föstudag. Þar smellti hann af meðfylgjandi myndum þar sem takast á hitinn í eldstöðinni og vetur konungur. Jón Steinar hefur verið reglulegur gestur við gosstöðvarnar allt þetta ár og myndað framvindu atburðarins.
Jón Steinar Sæmundsson
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 45
Vetur konungur heilsar upp á eldstöðina
46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Neitaði að borða jólamatinn og fékk upphitaða pizzu Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir heldur í margar jólahefðir en eftirminnilegasta jólagjöfin sem hún hefur fengið er lítil kisa. Hún þurfti að vera í sóttkví um síðustu jól og vonast til að sleppa við það núna. Hún fer með foreldrunum á rölt á Þorláksmessukvöld en hefur tekið inn jólaandann að hluta til á Courtyard by Marriott Reykjanesbæ hótelinu í Reykjanesbæ en þar eru hún sölu og markaðsstjóri. Nafn og starf/staða: Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir – Sölu & Markaðsstjóri á Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Ég reyni að byrja snemma, kaupi mikið á netinu og svo nýti mér miðnæturopnanir og fer seint á kvöldin þegar það er ekki eins mikið að gera. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Síðustu jólum eyddum við í sóttkví þannig það var ekki mikið um jólastúss hjá okkur. Ætlum að reyna að bæta okkur það upp núna og settum jólaljósin upp fyrstu aðventuhelgina. Skreytir þú heimilið mikið? Ég hef ekki verið mikið jólabarn þótt jólin hjá fjölskyldunni hafi verið mjög hátíðleg, en ég hef oftast látið jólaljósin duga en nú eigum við eina sem er að verða þriggja ára sem sýnir öllu jólatengdu mjög mikinn áhuga þannig skreytingarnar fara fljótlega upp og bætt verður í skreytingarnar. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmáköku? Já ég elska að baka, ég er mest í lakkrístoppunum, öðruvísi útfærslu af sörum og svo finnst mér gaman að prófa nýjar uppskriftir. Uppáhalds
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis sendir félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.
jólanammið mitt er nammi sem ég bý til úr dökku og hvítu súkkulaði með jólabrjóstsykri eða svokallað súkkulaði „bark“. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Ferð í kirkjugarðinn með foreldrunum að leiði ástvina snemma á aðfangadegi, hangikjöt hjá ömmu á jóladag og kalkúnn hjá afa. Síðan keyrðum við út jólakortin og fannst mér það mjög skemmtilegt, en nánast allir eru hættir að senda kort þessa dagana, ég ætla þó að senda kort í ár eins og síðustu tvö ár, sérstaklega þar sem maður hefur hitt ættingja og vini minna sökum Covid.
Þorláksmessan er oftast tekin í bæjarrölti með foreldrum mínum sem endar á góðum veitingarstað. Hvernig er aðventan - hefðir þar? Ég reyni að fara á allavega eina tónleika og svo finnst mér notalegt að nýta streymismöguleikann og horfa á góðan viðburð í stofunni heima. Ný aðventuhefð verður klárlega að búa til jólakerti fyrir heimilið, og í gjafir fyrir vini og vandamenn. Ég hef unnið í samstarfi við móðursystir mína við gerð kertaföndurkassa sem er í sölu á www.bykrummi.is og geta nú allir búið til kerti heima á einfaldan og auðveldan hátt
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47
103 umsóknir um tíu lóðir í Skerjahverfi Á fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar þriðjudaginn 30. nóvember var lóðum úthlutað í fyrsta áfanga Skerjahverfis í Sandgerði. Alls voru tíu lóðir til úthlutunar, tvær fjölbýlishúsalóðir, tvær keðjuhúsalóðir og sex raðhúsalóðir fyrir alls 54 íbúðir. Að auki mun Bjarg íbúðafélag byggja tólf íbúðir í fyrsta áfanga hverfisins. Mikill áhugi var fyrir lóðunum en 103 umsóknir bárust í tæka tíð fyrir úthlutunina og þurfti að draga milli umsækjenda um allar lóðirnar samkvæmt reglum um úthlutanir lóða í Suðurnesjabæ. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, var gestur fundarins og var hann fengin til að draga undir styrkri stjórn formanns ráðsins, Einars
Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Eftirminnilegustu jólin voru sennilega þegar ég neitaði að borða jólamatinn og fékk mér upphitaða pizzu. Eftir þessi jól var hefðinni breytt úr hamborgarahrygg yfir í kalkún og ég alsæl með það! Annars hafa öll jól verið góð í faðmi fjölskyldunnar bæði hérlendis og erlendis.
mér kassa út í bíl, sem hreyfðist og uppúr skreið Hnoðri sem bjó með okkur í 12 ár.
Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Ein jólin þegar mér fannst jólaandinn ekki alveg vera til staðar, þá fórum við mamma í jólamessu og pabbi og bræður mínir biðu svangir heima þar sem þetta seinkaði jólamatnum sem alltaf byrjar á slaginu 18:00.
Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það er kalkúnn hjá mömmu og pabba eftir að ég breytti jólahefðinni um árið, en í ár verðum við á aðfangadag hjá tengdaforeldrunum og þar fáum við án efa dýrindis mat, síðan fæ ég kalkúninn minn gamlárs hjá mömmu og pabba.
Eftirminnilegasta jólagjöfin? Kisan mín hann Hnoðri, mamma keyrði með mig út í Hafnir og rétti
E r e i t t hva ð s é r s t a k t s e m þig langar að fá í jólagjöf ? Ég er nýflutt í stærra húsnæði þannig að jólagjafalistinn inniheldur hluti sem nýtast á nýja heimilinu. Annars vona ég að við verðum Covid og sóttkvíarlaus þessi jólin.
Jóns Pálssonar, og vökulum augum annarra fundarmanna. Lesa má um
niðurstöður úthlutana á vef Víkurfrétta, vf.is. Frá fyrstu skóflustungu í Skerjafirði.
Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HEILLAÐIS af ljósmyndun og Reykjanes Þráinn Kolbeinsson er áhugaverður ljósmyndari sem hefur m.a. unnið mikið fyrir Markaðsstofu Reykjaness í því að kynna landshlutann sem áhugaverðan ferðamannastað til að sækja. Þráinn bjó um tíma í Grindavík, þaðan sem konan hans er ættuð, en þau færðu sig nýlega til Reykjavíkur þar sem þau búa núna.
ST sinu
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 49
50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ein U beygjan eftir annarri
„Ég var lengi vel glímumaður hjá Mjölni, bæði sem þjálfari og keppandi, líklega í ein tíu ár en gerði mér grein fyrir því að þetta væri mögulega ekki starf til lengdar þar sem það reynir mikið á líkamann og skrokkurinn ræður ekki við það endalaust. Ég skráði mig því í sálfræðinám við Háskóla Íslands þar sem stefnan var sett á íþróttasálfræði en útskrifaðist svo sem klínískur sálfræðingur. Ég hóf fljótlega störf sem slíkur og fannst mikil viðbrigði að vera allt í einu kominn í skrifstofustarf – mér fannst það ekki eiga alveg við mig. Á þessum tíma hafði pabbi gefið mér gamla filmuvél sem ég var aðeins byrjaður að fikta með en fyrir tilstilli samstarfsmanns á Landspítalanum keypti ég mér svo loksins stafræna myndavél. Þetta hefur líklega verið árið 2017 og þetta kveikti algjörlega í mér. Áður en ég vissi var ég farinn að nýta hvert einasta tækifæri til að taka myndir, fikra mig áfram við myndvinnslu eða afla mér þekkingar á netinu,“ segir Þráinn. Á þessum tíma var þetta eingöngu áhugamál hjá Þráni og það hvarflaði ekki að honum að þetta gæti orðið að atvinnu fyrir hann.
Ljósmyndunin verður að atvinnu
Eftir eitt og hálft ár sem áhugaljósmyndari fóru að detta inn verkefni sem Þráinn fékk greitt fyrir. Þarna voru ekki miklir peningar í spilinu en hann var ennþá að vinna sem sálfræðingur. „Fljótlega fór ég að sjá möguleikana á því að gera meira úr ljósmynduninni. Til að byrja með hélt ég því meira og minna fyrir sjálfan mig en ég vissi hvert mig langaði. Ljósmyndun hentaði mér frábærlega. Þetta var eiginlega fullkomin blanda af hreyfingu og útibrasi og svo tölvuvinnu í hlýjunni.“ Í dag er nóg að gera hjá Þráni en hann hefur unnið þó nokkur verkefni fyrir markaðsstofur landshlutanna, m.a. Vestfjarða, Reykjaness, Austurlands og Íslandsstofu, ásamt ýmis fyrirtæki. Einnig selur hann prentaðar myndir ásamt nokkrum stafrænum vörum í tengslum við myndvinnslu en þær er hægt að nálgast á heimasíðu hans www. thrainnkolbeinsson.com.
Verkefni fyrir Markaðsstofu Reykjaness
Stuttu eftir að Þráinn gerðist sjálfstætt starfandi ljósmyndari fékk hann umfangsmikið verkefni í hendurnar á vegum Markaðsstofu Reykjaness. „Það var ekki fyrr en árið 2018, þegar við við fluttum til Grindavíkur, sem ég áttaði mig á hversu mikil perla Reykjanesið er, bæði hvað varðar einstakt landslag og sem útivistarsvæði. Á þessum tíma vorum nýbúin að eignast strákinn okkar svo ljósmyndaferðir urðu að vera í styttri kantinum. Reykjanesið varð þannig sjálfkrafa aðalviðfangsefnið. Eftir að hafa deilt töluverðu efni af svæðinu komst ég í samband við Markaðsstofu Reykjaness og úr varð skemmtilegt samstarf. Fyrsta verkefnið gekk út á að búa til heildstætt safn af markaðsefni af Reykjanesinu og taka myndir fyrir ljósmyndabók sem kom svo út árið 2020. Ég er mjög þakklátur þeim fyrir að treysta mér fyrir þessu viðamikla verkefni og ánægður með verkefnin sem hafa unnist síðan. Rétt í þessu erum við að leggja lokahönd á ótrúlega spennandi verkefni þar sem verið er að fara í markaðssetningu, innviðabætingar og almenna kynningu á hinum ýmsu gönguleiðum og fjallgöngum sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða. Áður en við vitum af verða Esjan, Úlfarsfell og fleiri fjöll á höfuðborgarsvæðinu komin með almennilega samkeppni.“
Hálendi Reykjaness í uppáhaldi
„Það er alltaf erfitt að velja einhvern einn stað svo ég ætla að velja tvo. Sveifluhálsinn með öllum sínum toppum við Kleifarvatn og umhverfið þar í kring er algjör gönguparadís en það er eiginlega ekki hægt að sleppa því að nefna Sogin og svæðið þar í kring, vötnin þrjú ásamt Grænudyngju og Trölladyngju. Að mínu mati er hálendi Reykjaness vanmetnasta svæðið fyrir utan höfuðborgina, þar sem náttúran hefur skilað af sér landslagi með fallegum vötnum, einstökum hraunborgum, háhitasvæðum og mögnuðum fjallgörðum. Held ég hafi klárað öll lýsingarorðin mín,“ segir Þráinn að lokum.
Jón Hilmarsson ungo@simnet.is
Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Tilboð gilda til 24. desember eða á meðan birgðir endast
20% afsláttur
Allar jólavörur Stafafura frá Skógræktinni Stafafura 100-150 cm
3.720 kr. vnr. 41140101
Almennt verð: 4.650
Stafafura 151-200 cm
7.160 kr. vnr. 41140104
Almennt verð: 8.950
Þú finnur
Jólagjafahandbókina á byko.is
Verslaðu á netinu á byko.is
Fæst í öllumum versluKnO BY
52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sendum íbúum allra sveitarfélaga á Reykjanesi okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Krafan er betri heilsugæsla Eiður Ævarsson.
Á komandi ári verða sveitastjórnarkosningar í landinu. Það er því líklegt að á næst mánuðum verði meiri umræður um þá hagsmuni sem ný bæjarstjórn í Reykjanesbæ þarf að takast á við. Einnig munu koma fram á sjónarsviðið þeir einstaklingar sem vilja gefa kost á sér til setu í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili.
Biðtíminn mælist í vikum Heilbrigðismál eru sá málaflokkur sem brennur mest á skinni okkar Suðurnesjamanna. Mikil óánægja hefur verið með þjónustu heilsugæslunnar sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veitir. Fáir læknar, langir biðlistar og bið eftir tíma hjá lækni mælist oft í vikum. Dæmi er um að einstaklingur hafi þurft að bíða eftir símatíma hjá lækni í fjórtán daga. Heilbrigðisstofnun hefur verið móðurskip heilbrigðisþjónustunnar í nærsamfélaginu á Suðurnesjum. En HSS hefur ekki náð að fylgja eftir kröfum íbúa um þá þjónustu sem kallað er eftir þrátt fyrir gott starfsfólk. Er þar fyrst og fremst langvarandi stjórnunarvanda að kenna.
Fjármagnið keyrir í burtu
Jólakveðja
Félag eldri borgara á Suðurnesjum sendir kærar kveðjur til félagsmanna sinna með ósk um gleðileg jól og farsælt nýtt ár sem færir okkur gleði, hamingju og samverustundir sem allir geta tekið þátt í.
Í dag fylgja framlög til heilsugæslunnar þeim sem nýtir sér þjónustuna. Þúsundir íbúa Reykjanesbæjar og Suðurnesja hafa valið sér þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Með því má segja að milljónatugir framlaga til reksturs heilsugæslu í Reykjanesbæ keyri eftir Reykjanesbrautinni og styrki heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það er því afar mikilvægt að þeir sem veljast til forystu Reykjanesbæjar hafi skýra sýn á eflingu heilsugæslunnar og geri það sem í þeirra valdi stendur að hér opni einkarekin heilsugæsla. Það er eina leiðin til að tryggja að hér starfi nægjanlegur fjöldi lækna sem veitt geta eðlilega þjónustu sem við íbúar gerum kröfu um.
Styrkjum HSS Það er síðan sérstakt verkefni að styrkja rekstur Heilbrigðisstofnunar. Ljúka við að koma öllu húsnæði stofnunarinnar í not. Bæta aðstöðu bráðamóttökunnar, heilsugæslunnar og starfsmanna. Halda áfram að bæta aðstöðu fyrir sérfræðilækna og fjölbreyttri heilbrigðisþjónustu sem er mikilvægur þjónustuþáttur stofnunar eins og HSS. Fjármál stofnunarinnar er verkefni sem við gerum kröfur á að þingmenn og löggjafinn sjái um að verði á pari við það sem gerist á sambærilegum stofnunum.
Það er af mörgu að taka Það eru mörg mál sem mig langar að fjalla um í fleiri greinum á næstu vikum og mánuðum. Þar mun ég halda áfram að kynna mínar áherslur og áhugamál sem gera samfélagið okkar í Reykjanesbæ betra. Hæfileg endurnýjun bæjarfulltrúa í næstu kosningum er eðlileg og það er kallað eftir því. Ég heiti Eiður Ævarsson, er giftur þriggja barna faðir og starfa sem rafeindavirki. Ég hyggst gefa kost á mér í eitt af efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningirnar 14. maí á næsta ári.
Við bjóðum nýja aðila velkomna sem eru 60 ára + Umsókn um aðild með nafni, kennitölu og heimilisfangi sendist á netfang: gjaldkerifebs@simnet.is eða í síma: Loftur 860-4407 og Guðrún 899-0533 Með jólakveðju Fyrir hönd stjórnar, Guðrún Eyjólfsdóttir, formaður
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Þökkum innilega öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við hönnun, smíði og frágang á okkar glæsilega skipi Baldvini Njálssyni GK 400. Óskum áhöfn og öllu starfsfólki til hamingju með glæsilegt skip. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár!
54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Bobba í Nes „Þetta var bara sólarhrings vakt og það var stundum eins og Baldvin þyrfti aldrei að sofa“
Þorbjörg Bergsdóttir hóf útgerð og fiskvinnslu með eiginmanni sínum, Baldvini Njálssyni, árið 1965. Fyrstu árin var útgerðin smá í sniðum en hófst af fullri alvöru 1973. Allt hófst þetta með því að Baldvin keypti bát með föður sínum, Njáli Benediktssyni, og Sveini Björnssyni. Sá bátur var gerður út í þrjú ár og þá seldur. Þá var gert hlé á útgerð til ársins 1973 þegar Baldvin Njálsson fór í rekstur með Kjartani Mássyni. Það samstarf var í tvö ár. Þá var stofnuð Fiskverkun Baldvins Njálssonar. Frá árinu 1986 hefur fyrirtækið verið rekið undir nafni Nesfisks með um 400 manns í vinnu. Fyrirtækið á um tug skipa og það nýjasta, hátækni frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400, bættist í flotann á dögum. Þorbjörg, eða Bobba eins og hún er alltaf kölluð, fór út til Spánar og tók á móti skipinu hjá skipasmíðastöðinni og sigldi með því heim. Bobba kom í land í Keflavíkurhöfn en hún býr í háhýsi við höfnina og það var því stutt heim eftir fimm sólarhringa siglingu um 1400 sjómílna leið. Útsendarar Víkurfrétta hittu Bobbu á heimili hennar og ræddu við hana um gamla tíma, nútímann og framtíðina. Fiskverkun í öðru hverju húsi við ströndina Hvernig voru aðstæður í Garðinum þá, það snerist allt um fisk, var það ekki? „Strandlengjan var öllsömul með fiskverkun í öðru hverju húsi. Það voru allir í þessu.“ Var eitthvað sem ýtti ykkur út í þetta? „Þetta er bara einhver þráhyggja. Baldvin vildi þetta og hafði áhuga fyrir þessu, hafði verið alinn upp við þetta og Njáll faðir hans var í
Höfuðstöðvar Nesfisks ehf. í Garði.
þessu. Hann var bara vanur þessu og þegar Njáll hættir tók Baldvin bara við, kaupir af honum og það var bara eðlilegt.“ Hvernig var að vera ung kona í Garðinum á þessum tíma? „Það var mjög gott að vera í Garðinum. En ég verð að viðurkenna það og segi enn og aftur: ég var ekki hrifinn af þessu, að vera í þessum rekstri, það var ekki eitthvað sem ég ætlaði mér. Ég ætlaði bara hafa það notalegt um ævina. Ég vildi bara að við myndum vinna bæði frá níu til fimm og hefðum bara gaman af
lífinu. Það var víst ekkert svoleiðis í boði. En ég er ekkert óánægð með þetta, alls ekki. Nei, alls ekki. Það myndi enginn trúa því hvernig þetta var, það er ekki hægt. Þegar við vorum að byrja var tekinn bátur á leigu. Þar var beitt í Hafnarfirði og aflanum var landað í Grindavík og honum keyrt út í Garð. Þetta var bara sólarhrings vakt og það var stundum eins og Baldvin þyrfti aldrei að sofa. Svo byrjar Bergþór sonur okkar að keyra um leið og hann fær bílpróf og þá róast aðeins vinnan hjá Baldvin en þetta
var alls ekki hægt. Það mundi engum detta í hug þessi vitleysa í dag.“
Sjómönnum smalað um helgar Þú ert að ala upp börn á þessum tíma og ert með annan fótinn í fyrirtækinu líka? „Já, ég keyrði sjómennina og hafði mikið gaman að því að keyra þá til borðs. Það þurfti að smala þeim saman um helgarnar. Ég gerði það og hafði gaman af. Ég sat líka alltaf í þegar farið var í Hafnarfjörð að sækja bjóði. Ég var alltaf með og ég hugsaði alltaf þegar við komum til baka; andskotinn, ég ætla ekki að fara með næst. Svo kom eitthvað upp tveimur tímum seinna og ég hljóp til eins og rófulaus hundur. Ég hafði gaman af og hef það eiginlega enn.“ Þið byrjið með fiskvinnslu og útgerð 1973 og kvótakerfið kemur skömmu síðar. „Við byrjuðum smátt en það var alltaf verið að kaupa nokkur kíló. Ég verð að segja frá því sem fór í taugarnar á mér þegar við vorum skítblönk, nýbúin að kaupa kvóta. Þá mættum við öllum kvótaeigendunum sem við vorum búin að
Einu sinni var ég búin að fara fimm ferðir til Keflavíkur og sækja fólk um hádegi og aldrei mætti neinn sem ég var að sækja. vera að kaupa af. Það var ekki alltaf gaman. Og þeir þurftu ekki einu sinni að vakna á morgnana eða gera nokkurn skapaðan hlut. Eftir smá stund voru þeir komnir með einhverja trillu og að næla sér í smá kvóta. Lífið var bara svona.“ Þetta hefur verið að stækka hjá ykkur smá saman í hálfa öld? „Já, það var byrjað á því að kaupa gamlan bát frá Ólafsfirði. Svo vorum við líka í samkeppni við Samherja. Þeir voru svo sniðugir og voru ekkert að veiða þann kvóta sem þeir voru að kaupa. Þeir leigðu hann bara áfram gátu svo keypt nýtt skip og annað skip og við vorum alltaf að basla með þetta gamla. Þannig að mér fannst þetta ekki alltaf sanngjarnt.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 55
fiski Páll Ketilsson pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Mér fannst alltaf inn á milli við vera dálítið hæg og bara svona gömul og ekki ekki alveg skilja þetta rétt. Við keyptum kvóta og hann var unninn í frystihúsinu og það var minna út úr því að hafa heldur en að leigja kvótann. Það var ekki sniðugt en svona var þetta.“ Hvernig gekk að fá fólk í vinnu í fisk eftir 1970 þegar þið voruð nýbyrjuð? „Það gekk ekki neitt. Einu sinni var ég búin að fara fimm ferðir til Keflavíkur og sækja fólk um hádegi og aldrei mætti neinn sem ég var að sækja. Svo loksins náði ég að koma með eina. Svo var hringt; „Æji, ég svaf yfir mig“. Ég fór og sótti og hún kemur. Mig minnir að klukkan hafi verið um níu eða eitthvað nálægt því. Klukkan ellefu átti hún að fara til tannlæknis og ég er náttúrulega bara dreif mig með hana til tannlæknis og hún fór svo heim aftur. Þetta er búið að vera einn sirkus frá byrjun. Það var bara ekkert hægt að fá fólk á þessum tíma. Það voru alls staðar vinnslur og allir með sitt fólk. Það var prinsippmál að vera ekki að næla í fólki frá hinum. Það endaði með því árið 1973 að við erum með stelpur sem komu hingað og þangað frá að það var útbúin aðstaða fyrir þær í bílskúrnum hjá okkur. Þetta er eitthvert besta og skemmtilegasta tímabil sem ég man eftir þegar þær eru þarna. Svo fóru þær allar í skóla um haustið og þá sátum við uppi með ekki neitt. Þetta heldur bara
áfram að vera svona mannahallæri þangað til að það fæst leyfi fyrir Pólverja.“
Samkeppni við flugvöllinn Það var mikil fiskvinnsla á Suðurnesjum og fjölmargar vinnslustöðvar með sitt fólk. En svo var Keflavíkurflugvöllur í samkeppni við fiskvinnsluna um starfsfólk. „Mér var alltaf meinilla við flugvöllinn og er það bara eiginlega enn. Við vorum alltaf í samkeppni við völlinn vegna þess að hann þurfti á þessu að fólki að halda frá vori og fram á haust. Þá máttum við fá fólkið aftur en þá var enginn fiskur. Þetta voru aðallega konur sem við vorum að fá frá hausti og fram í mars, þá vildi völlurinn fá sitt fólk aftur. Þá vorum við allslaus. Það hefur alltaf verið barningur að fá fólk,“ segir Bobba.
Þið eruð með þeim fyrstu sem farið að nýta ykkur útlendinga til vinnu? „Já og eftir það fer allt að breytast. Það er sumt af þessu fólki sem kom til okkar 1991 enn hjá okkur.“ Þið fenguð til ykkar Pólverja. Var það til að fá stöðugleika í starfsemina? „Það var ekkert fólk til innanlands og þar af leiðandi hefði ekkert verið hægt að vinna þennan fisk. Eitthvernvegin þurfti að bjarga sér. Það kom til okkar fjölskylda frá Póllandi. Þetta voru hjón og fólkið hans kom í Garðinn og hennar fólk settist að á Stokkseyri.“
heldur byggja áfram upp á fyrri stað. „Svo brennur og það var ekki til skófla til að róta í rústunum. Það er bara fyrir þrá og dugnað að þetta er byggt upp aftur. Ég tók ekki mikinn þátt í því og var ábyggilega oft erfið í
því tilfelli. Og skammast mín ekkert fyrir það“. Vildir þú draga saman seglin? „Ég vildi bara í burtu. Ég vildi ekki búa við þetta, vildi fara í róleg-
Þetta hefur gengið vel? „Við höfum alla tíð verið mjög ánægð með okkar fólk. Okkar Pólverjar, eins og ég segi alltaf, eru margir búnir að vera lengi og eru sumir ennþá.“
Misstu tvo menn í sjóslysi
Mér var alltaf meinilla við flug völlinn og er það bara eiginlega enn. Við vorum alltaf í samkeppni við völlinn vegna þess að hann þurfti á þessu að fólki að halda frá vori og fram á haust.
Þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum? „Við höfum lent í áföllum. Við lentum í áfalli þegar Steindór GK fór upp í Krýsuvík en þar var mannbjörg. Svo misstum við annað skip, Unu í Garði GK, og tvo menn með því. Það er það erfiðasta.“ Svo varð hjá ykkur stórbruni. „Einhvern veginn gleymi ég honum. Það voru bara dauðir hlutir sem fóru þar og ekkert í húfi. Auðvitað þurfti að byggja það upp aftur. Ég hef alltaf sagt að þetta væri bara þannig að við værum stjórnlaus. Það væri einhver annar sem réði þessu,“ segir Bobba og vísar til almættisins. Bobba vildi ekki flytja starfsemi fyrirtækisins á sínum tíma í Gerðar,
Forsíða Víkurfrétta eftir brunann í Nesfiski árið 1987.
56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ég vildi bara í burtu. Ég vildi ekki búa við þetta, vildi fara í rólegheitin og flytja starfsemina annað. En það var bara ekkert húsnæði að fá og því ráðist í endurbyggingu í Gerðum.
Feðgarnir Baldvin Njálsson og Bergþór Baldvinsson í vinnslusal Nesfisks árið 1995 með myndarlegan saltfisk. VF-mynd: Hilmar Bragi heitin og flytja starfsemina annað. En það var bara ekkert húsnæði að fá og því ráðist í endurbyggingu í Gerðum“. Bobba er hógvær þegar hún lýsir starfi sínu innan fyrirtækisins. Fyrstu árin sá hún um útreikning launa en segir að síðan hafi hún bara verið að snúast í kringum reksturinn. „Ég hef bara verið að hnýsast í kringum þetta, forvitnast og reyna að sperra eyrun,“ segir hún.
Ekki alltaf verið þjál Er ekki eitthvað skemmtilegt sem kemur íh ugann þegar þú rifjar upp þennan langan tíma í rekstri? „Þetta eru ekki fimmtíu ár sem verða leiðinleg út í gegn út í gegn, það er
ekki svoleiðis. Ég hef alltaf verið með en ég hef ekki alltaf verið þjál. Ég hef alveg haft mína skoðun.“ Hún segist ekki alltaf hafa verið sátt við sveitarfélagið og fundist það vera þungt í vöfum þegar kom að málefnum fyrirtækisins.
Daglegur pönnukökubakstur Bobba kann margar góðar sögur frá tíma sínum hjá fyrirtækinu. „Á sínum tíma þegar við létum byggja gamla Benedikt var ég búin að heita því ef hann fengi tuttugu tonn þá skildi ég baka pönnukökur og setja á þær rjóma. Hann var heila viku eða meira með tuttugu tonn á hverjum degi og ég var alltaf að baka pönnukökurnar og setja rjómann
og þetta var handa allri bryggjunni eins og hún lagði sig. En það fiskaðist mest á Benna og við sögðum alltaf Benni af því að hann hét Benedikt Sæmundsson.“
Fiskurinn betri eftir að kvótakerfinu var komið á Hvað finnst þér um kvótakerfið? „Ég held að fiskurinn sé miklu betri eftir kvótakerfið. Það var verið að geyma keiluna til dæmis. Hún var stundum orðin dálítið lúin þegar hún var verkuð en hún var unnin í skreið þá, en það er auðvitað matur líka. Ég vil ekki vera að tala um kvótakerfið. Við keyptum okkar kvóta og höfum ekkert fengið gefins og það er bara eina sem ég veit.“
Það eru flestir á því að kvótakerfið sé gott þó það séu margir gallar á því? „Já, Það eru miklir peningar í kvótakerfinu og auðvitað finnst þeim sem engan kvóta eiga og jafnvel búa til sveita að þeir eigi að fá þetta. Við greiðum auðlindagjald og það er bara töluvert. Við gerum það og allir halda að við séum bara gratís. Það er bara töluvert sem þetta kostar. Það er ekkert gefins. Við kæmumst yfir að vinna mikið meiri afla heldur en við fáum úthlutað. Við höfum verið að leigja kvóta á hverju einasta ári. Við borgum líka auðlindagjald af því sem við leigjum. Fólk er bara með ranghugmyndir í sambandi við þetta kerfi.“
Föstudaginn
í Reykjanesbæ
NING
nar skilast fullbúnar að innan með 2mm lituðu áli. Áltrégluggar rá Grindinni. Á gólfum í stofum ísar á öðrum rýmum. Ísskápur ið er að leggja raflagnir fyrir
13. mars kl. 17.00 –19.00
Nánari upplýsingar hjá söluaðilum: Stuðlaberg fasteignasala, Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu s. 420 4000 AFHENDING Eignamiðlun Suðurnesja, óskir um gleðileg jól með þökk fyrir s. 420 4050 REYNIDALUR 6 viðskiptin á liðnumEignasalan, árum. VIÐ KAUPSAMNING s. 420 6070
Bobbu er alveg sama þó fólk sé að argast í henni út af kvótanum, því hún veit að fyrirtæki hennar hefur borgað fyrir hann og ekki fengið upp í hendurnar. Hvað hafið þið lagt áherslu á í starfseminni? „Við höfum verið með frystinguna númer eitt og höfum reynt að hafa fiskinn góðan. Baldvin lagði alltaf áherslu á að vera með allt fyrsta flokks og meira en það.“ Enginn saltfiskur? „Ekki núna í seinni tíð. Þetta er að breytast svo mikið.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 57
Þorbjörg Bergsdóttir, Bobba, á skrifstofu Nesfisks í Garðinum núna í desember. Bobba hefur haft aðstöðu við móttökuborð á skrifstofuhæðinni þar sem hún hefur tekið á móti þeim sem eiga erindi við starfsfólk Nesfisks. Á borðinu hjá henni er svo myndarlegt líkan af nýja frystitogaranum, Baldvini Njálssyni GK 400. Bobba fór utan til Spánar á dögunum og tók á móti skipinu hjá skipasmíðastöðinni í Vigo og sigldi svo með togaranum heim til Íslands. VF-mynd: Hilmar Bragi
Nýr Baldvin Njálsson GK 400 fallegasta skipið í flotanum Til hamingju með nýja skipið. Það er glæsilegt. „Takk fyrir það. Já, það er glæsilegt. Það er með skipið eins og með krakkana. Manni finnst alltaf sýnir krakkar skástir, mér finnst hann líka fallegastur. Það er bara svoleiðis. Þetta er fallegasta skipið í flotanum.“ Bobba segir að undirbúningur og vinna við nýjan Baldvin Njálsson GK hafi tekið um þrjú ár. Hún hafi ákveðið strax í upphafi að fara út og taka á móti skipinu og sigla með því heim. „Þetta orðinn veruleiki að skipið er komið og það er fallegt, mjög svo fallegt. Það gekk allt vel frá fyrsta degi. Það er frábær mannskapur eins og hann Willum Andersen verkefnisstjóri sem er búinn að vera þarna alveg frá byrjun og talar þeirra tungumál. Það er ótrúlegt að það skuli standast allar dagsetningar og samt er Covid. Það er alveg ótrúlegt.“ Ég frétti að þið hefðuð lent í smá brælu á leiðinni heim frá Spáni, hvernig var það? „Strákarnir sögðu að það væri bræla. Ég þekki það ekkert. En nei, ég veit ekkert hvað bræla er en ég gat ekki staðið ölduna. Ég fékk nú alltaf góða hjálp og ég fór með aðstoðarkonu með mér, hana Vigdísi. Hún var bæði sjómaður og hjúkrunarkona, þannig að hún var með mér og strákarnir frábærir allir sem einn og hjálpuðu mér að komast í gegnum þetta. Ég gat ekki gengið um skipið en eina ferðina sem ég fór í koju setti ég bara rassgatið í stigann og renndi mér niður. Ég gat ekki gengið stigann, hann kom bara á móti mér,“ segir þegar hún lýsti ferðinni heim. Hún segist hafa verið komin vel á fætur þegar komið var upp að Íslandsströndum og heimahöfn nálgaðist. Það var einn af ykkar skipverjum sem sagði mér að það væri frábært að vinna fyrir ykkur. Er þetta rétt hjá honum? „Ég veit það ekki en ég vona það, því að margir af þessum mönnum eru
búnir að vera lengi. Nema að þetta þýði að þangað sækir kötturinn sem hann er kvalinn. Spurning hvorum megin það er. Ég vona að það sé hinum megin. Það er mikið af fólki búið að vera lengi hjá okkur og mér þykir afskaplega vænt um allt þetta fólk, því ég veit það að við hefðum ekki gert þetta ein. Þetta á við alla tíð. Við segjum stundum að „hann var keyptur með“ þegar við erum að tala um þennan og hinn á bátunum. Til dæmis er mannskapur á Sóley Sigurjóns GK sem var um borð þegar skipið var keypt, meira að segja af gömlu Sóley. Skipstjórinn á Benna Sæm er búinn að vera hjá okkur frá því hann kom út úr sjómannaskólanum. Svona er þetta með fleiri
menn sjá okkur sem hafa verið lengi eða komið með bátum til okkar.“
Stolt af nýja skipinu Bobba er stolt af nýja frystitogaranum og á heimleiðinni með skipinu frá Spáni fannst henni vænt um að heyra sjómennina vera að bera saman gæðin á nýja og gamla skipinu. Það er líka mikið af tækninýjungum í nýja skipinu og hún er nýtt til hins ýtrasta. Hugað var að hagkvæmni við smíðina. Bobba segir að það hafi verið skrítin tilfinning að sigla inn á Faxaflóann. „Þegar við vorum á heimsiglingunni fyrir utan Nesfisk, það var mjög skrítin tilfinning. Ég
Kátir sjóarar á Benna Sœm GK með fullfermi af risa þorski í nóvember 1993. F.v. Jóhann, Árni skipstjóri, Einar, Bjarni og Þröstur. Mynd: Hilmar Bragi
Bobba og skipstjórarnir á nýja togaranum.
SAGAN AF BENNA SÆM „Þegar ég var nýkominn í fjölskylduna var verið að tala um að byggja bát og það var komið nafn á hann. Ég er að hugsa mér; Guð minn góður. Hvernig dettur fólki í hug að láta bátinn heita í höfuðið á manni sem hefur drukknað? Mér fannst þetta bara glapræði en var náttúrulega svona pínu kurteis og hafði ekki orð um það. Mig fer að dreyma og dreymir þannig að það er maður sem ásækir mig allar nætur. Ég hef ekki hugmynd um hver þetta er eða hvað er um að vera. Ég er stundum að þrasa um þetta við Njál tengdaföður minn hvað þetta eiginlega þýði því það var rosalega gaman að ræða svona mál við hann. Ég segi honum að ég skilji þetta ekki, karlinn ofsæki mig alveg svakalega og ég hafi ekki svefnfrið. Hvað þetta geti þýtt og hann gefur ekkert út á þetta. Þetta var búið að ganga dálítið lengi og ég segi við hann; „Nú fór hann yfir strikið, var ekki kallinn kominn í jakkann þinn og þá er nú bara fokið í flest skjól.“ Fer ekki Njáll inn í herbergi og sækir mynd og sýnir mér og segir; „Er það þessi?“ Það kemur í ljós að þetta er pabbi hans og hann drukknaði alls ekki. Hann fór á síld austur á firði, fékk lungnabólgu og er jarðaður þar. Ég var viss um að hann hafi drukknað, því það var hvergi leiði. Þessi karl hefur fylgt mér og verið mér svo góður í gegnum tíðina. Við vorum með þennan bát í útgerð í þrjú ár og hún gekk ekki vel. Hann kom til mín öll kvöld þegar það var bræla og búinn að ræsa mig áður en náð var í bjóðin. Þegar fór að halla undan fæti með útgerð bátsins dreymir mig hann þar sem hann er að hvolfa úr bjóðabölum í kringum rúmið mitt og það er erfitt að komast fram úr því. Þá var alveg ljóst hvert útgerð bátsins var komin. Löngu seinna kaupum við annan bát og ég fer fram á að hann fái nafnið Benni Sæm.“
58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
BOBBA Í NESFISKI
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
hefði viljað vera með stelpunum út í glugga í Nesfiski og sjá skipið sigla framhjá. Ég var eiginlega ekki réttu megin. Maður hljóp svo oft út í glugga þegar bátarnir voru að veiða skammt undan landi til að sjá hvaða bátur það væri. Mig vantaði þessa tilfinningu því ég var um borð í skipinu en ekki að horfa á það frá landi. Ég fékk sömu tilfinningu þegar við sigldum framhjá Sandgerði. Ég er vanari því að horfa til hafs en ekki úr skipi til lands. Ég var ekki á réttum stað.“ Nú þegar skipið er komið heim til Íslands hefst alvaran. Það þarf að fara að veiða upp í kostnað. Þorbjörg er spurð að því hvort hún sé búin að safna fyrir skipinu. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Ég er að fara. Það er annara að standa skil á þessu. Ég er búin að standa skil á mínu,“ segir Bobba og hlær.
Ætlar að fylgjast með af hliðarlínunni Bobba er að verða 82 ára og heilsan er góð. „Þess vegna ætla ég að fylgjast með þeim af hliðarlínunni að spjara sig.“ Ferðu í Nesfisk alla daga? „Ég fer þangað hálf átta á morgnana og fæ mér kaffi með verkstjórunum svo ég tapi ekki af neinu sem er að gerast. Það er ég búin að gera í langan tíma. Ég spyr, heyri og veit, það er bara nauðsynlegt.“ Verður breyting á því? „Kannski ekki alveg strax. Kannski er bara hundleiðinlegt að vera heima og horfa hér út. Ég læt bara reyna á það.“ Hver er mesta byltingin á þeim árum sem þú hefur verið í þessu? „Mesta byltingin er eftir, því það hefur enginn farið eftir því sem ég
Mesta byltingin er eftir því það hefur enginn farið eftir því sem ég er að segja. Það er nefnilega vandamálið. Ég vil láta taka allt úr húsunum og skipuleggja allt upp á nýtt. Þar er hægt að hagræða. Við erum algjörlega stöðnuð í þessu og langt á eftir okkar samtíð. er að segja. Það er nefnilega vandamálið. Ég vil láta taka allt úr húsunum og skipuleggja allt upp á nýtt. Þar er hægt að hagræða. Við erum algjörlega stöðnuð í þessu og langt á eftir okkar samtíð. Það er búið að kaupa róbót en þessar kornungu stelpur vilja ekki nota hann og eru sjálfar að lyfta kössum langt upp fyrir sig. Það væri hægt að tæknivæða mun meira í vinnslunni en þegar hefur verið gert. Við gætum líka bara gert út á nýja togarann og lokað frystihúsinu í landi. Þar mætti geyma hjólhýsi og breyta hluta hússins í hótel. Það eru bara lausnir, ekki vandamál. Ef ég væri þrítug á ný gæti ég alveg hugsað mér þetta.“
Gott starfsfólk skapar góðan árangur Bobba segir árin í rekstrinum hafa bæði verið skemmtileg og leiðinleg. „Lífið er bara svoleiðis. Það er sleppur enginn við það. Stundum er gaman og stundum er leiðinlegt en þar hefur alltaf verið árangur.“ Hverju þakkar þú árangurinn? „Það er mannskapnum að þakka. Við höfum alltaf verið með mjög góðan mannskap, mannskapur sem er búinn að vera lengi hjá fyrirtækinu.“ Þegar maður er í rekstri í svona mörg ár, verður vinnan þá að
áhugamáli? Áttu þér önnur áhugamál? „Ég hef ekki misst af neinu. Það fór reyndar í taugarnar á mér að ég komst ekki í leikhús fyrstu árin. Þú verður bara að sætta þig við það sem þú hefur. En ég sagði nú lengi vel þegar verið var að spyrja hvernig gengi að ég sagði alltaf að ég hef engar áhyggjur af því. Þetta eru allt rekið héðan,“ segir Bobba og bendir upp til skaparans.
Vendipunktur í starfseminni Nesfiskur er í dag með þrjú- til fjögurhundruð starfsmenn í vinnslunni í landi og á skipunum sem telja um einn tug. Bobba segir að nú sé vendipunktur í starfseminni. Málfríður dóttir hennar og Ingibergur hennar maður séu farin út úr fyrirtækinu. Hún sé sjálf að segja skilið við fyrirtækið þannig að eftir verða Bergþór sonur hennar og hans innsti kjarni og svo Bergur, sem er uppeldissonur Bobbu. „Þeir verða að hafa þetta fyrir sig og ég ætla bara að horfa á. Ég ætla að hafa skoðun á því sem er að gerast í fyrirtækinu og hlakka til að sjá hvernig gengur með nýja skipið. Í mars ætti að vera komin reynsla á skipið. Ég ætla ekki að loka augum og eyrum,“ segir Þorbjörg Bergsdóttir, Bobba, að lokum.
Á góðri stund í Vigo á Spáni. Til hliðar er Bobba með Vigdísi Elísdóttur sem var henni til hands og trausts í siglingunni heim. Að neðan er svo skipinu gefið nafn. Myndir úr einkasafni.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 59
Tengigjald ljósakrossa í Garði til góðs málefnis SI fjölskyldan afhenti á dögunum Krafti - félagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum 500.000 kr. Styrkurinn er veittur ár hvert í minningu um Sigga sem var sonur hjónanna Sigurðar Ingvarssonar og Kristínar Erlu Guðmundsdóttur. Sigurður Ingvarsson hefur í áratugi séð um jólaljósin í Útskálakirkjugarði og gjald það sem greitt er fyrir ljósin fara í góð málefni. Sóley Björg Ingibergsdóttir kom fyrir hönd Krafts og tók við styrknum, en Sóley greindist ung með krabbamein. „Við höfum öll hrifist af jákvæðni hennar og dugnaði í þessu erfiða verkefni,“ sagði Jóna Sigurðardóttir þegar styrkurinn var afhentur.
Styrkurinn frá SI fjölskyldunni afhentur. F.v.: Jóna Sigurðardóttir, Sigurður Ingvarsson, Sóley Björg Ingibergsdóttir, Kristín Erla Guðmundsdóttir og Guðlaug Sigurðardóttir. VF-mynd: Hilmar Bragi.
REYKJANESBÆR ÓSKAR BÆJARBÚUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI
Smáhýsi sem leigð eru til ferðamanna við höfnina í Grindavík.
Uppbygging smáhýsa við Gróf til skoðunar Eigendur 240 ehf. / Harbourview hafa óskað eftir þróunarsamningi um uppbygginu smáhýsabyggðar við smábátahöfnina Grófinni Reykjanesbæ. Erindið hefur verið tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar. Hugmyndin er að reisa 12 til 24 smáhýsi og leigja til ferðamanna.
Lagður var fram samningur í ráðinu þar sem settir eru fram skilmálar um nýtingu, skipulag og framkvæmd. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að gerður sé þróunarsamningur í samræmi við samningsdrög. Einnig þarf þróun svæðisins að vera í samráði við þróun Grófar 2 sem er í útboðsferli.
Sendum íbúum Grindavíkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár
Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða
60 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Smíðar glæsilega skartgripi úr mynt og gömlum skeiðum
Óskar Herbert Þórmundsson, fyrrverandi lögreglumaður, hefur fengið útrás fyrir sköpunargleðina á síðustu árum við smíðar á glæsilegum skartgripum sem eru vægast sagt frumlegir og fallegir. Víkurfréttir litu inn á verkstæðið hjá Óskari og spurðu hann út í hvernig þetta fór af stað hjá honum. Hvernig byrjaðir þú á þessu, skartgripasmíði er nú varla hluti af lögreglunáminu? „Nei, nei. Ég fór í Tækniskólann þegar það voru haldin námskeið þar, svona silfurnámskeið,“ segir Óskar. „Ég byrjaði á að sjá þetta á YouTube, að menn voru að smíða hringa úr peningum og varð alveg heillaður af því. Þetta er svolítið skemmtilegt. Þú gerir gat í peninginn og snýrð honum við. Maður verður að passa sig að eyðileggja ekki neina stafi og svoleiðis, þannig að það er svolítil kúnst að snúa honum við.“ Óskar segir að þegar hann var byrjaður að gera hringa úr peningum
Óskar ætlaði að verða listmálari en svo fór að hann starfaði við löggæslu í um fimmtíu ár. Fyrir aftan Óskar er málverk sem hann málaði af Helgu Ragnarsdóttur, eiginkonu sinni.
fór hann að fá áhuga á að læra meira um málma. „Svo vindur þetta upp á sig maður minn, því þegar ég var búinn að vera í svona peningahringagerð þá langaði mig að læra meira um málma. Af því að málmur ekki það sama og málmur, það eru auðvitað þessir eðalmálmar sem eru gull og silfur – og auðvitað kopar líka. Það eru þessir þrír eðalmálmar, fyrsta, annað og þriðja sætið.“
Handavinna hefur alltaf heillað Óskar var hugfanginn af listsköpun og gekk í Myndlistar- og handíðaskólann áður fyrr. Hann ætlaði að leggja listmálun fyrir sig en örlögin
VF-myndir: JPK
Hér má sjá hluta þeirra hringa sem Óskar hefur smiðað en honum finnst silfur vera fallegasti málmurinn.
taka oft í taumana og breyta áætlunum fólks. „Þetta hefur alltaf heillað mig, myndlist og bara allt handverk. Ég átti ástralska konu og við komum hingað frá Ástralíu um haustið 1971 – og hún þá ólétt. Nú, ekki gat ég lagt list á borð fyrir fjölskylduna og sá að það var auglýst í lögregluna. Það er skemmst frá því að segja að ég gekk í lögregluna og var þar í tæp fimmtíu ár.“ Ferill Óskars í lögreglunni átti eftir að spanna nærri hálfa öld og á þeim tíma kom hann að fjölmörgum hliðum lögreglustarfsins. Hann var
lögreglumaður, rannskóknarlögreglumaður, yfirlögregluþjónn auk þess sem hann var fulltrúi Íslands hjá NATO um tíma.
Með handverkið í genunum „Handverkið er í genunum, mamma var ofsalega flínk í höndunum. Hún saumaði út og gerði allskonar handverk, var ofsalega handlagin,“ segir Óskar og sýnir fallegan útsaum eftir mömmu sína. „En það skipti ákkúrat engu máli fyrir konur á þessum árum hversu handlagnar þær voru, þær fengu
enga viðurkenningu fyrir sín störf. Ég er alveg viss um að handbragðið kemur þaðan, frá mömmu.“ Það er nú sennilega eitthvað til í þessu hjá honum Óskari því það er ekki bara hann sem hefur gott lag á að vinna fallega muni í höndunum, börnin hans tvö, Þorbjörg og Þorkell, hafa bæði erft þessa hæfileika. „Tobba er í myndlistinni og Keli smíðar gítara,“ segir hann og er augljóslega ánægður með það. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 61
Fólk hefur verið að segja að ég þurfi að láta vita meira af þessu, ég nenni ekki að fara að vinna út í skúr – ég er kominn á eftirlaun ...
Hér má sjá hálsmen, hring og skeið með Reykjavíkurmunstrinu. Það er vissulega fallegt og við hæfi að borgarfulltrúi skrýðist því í kvöldverðarboði í Höfða.
verið skeið. „Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi, átti ekki til orð þegar hún sá þetta hjá mér. Hún gengur með þetta flesta daga og bar þetta t.d. í kvöldverðarboði í Höfða þar sem allir borgarfullltrúar voru saman komnir. Þá var hún með hálsmen og hring sem ég bjó til með þessu munstri en í Höfða borða allir með silfurborðbúnaði sem er skreyttur með þessu Reykjavíkurmunstri. Þetta er öndvegissúla Ingólfs Arnarsonar.“
Lá við hjónaskilnaði „Þegar ég datt í það að búa til hring úr silfurskeið fór ég að leita hér heima, fann box og tók einn hring sem ég sagaði í sundur. Helga var að fljúga og ég sýndi henni þetta stoltur. „Sjáðu hvað þetta er flott, hvað þetta er fallegur hringur,“ segi ég. „Þetta er Renaissance (endurreisnartímabilið).“ „Rosalega er þetta fallegur hringur,“ segir hún og heldur áfram: „Bíddu, ég kannast eitthvað við munstrið.“ „Svo fór hún að gramsa í skúffunni hjá sér, sá að það vantaði eina skeið og fann eina sundurskorna hjá mér. Hún kom nánast með tárin í augunum og sagði: „Sagaðir þú í sundur ... eyðilagðir þú skeiðina mína?“ Þá var þetta brúðargjöf sem hún hafði
fengið en ég bjargaði hjónabandinu með því að kaupa nýja, samskonar skeið,“ segir Óskar kíminn á svip.
Enginn hringur eins Handverk Óskars er mjög fallegt og hann vandar til verka við skartgripasmíðina. „Þetta er nákvæmnisverk og það þarf að hugsa vel út í það sem maður gerir. Þegar ég geri hringa úr silfurskeiðum þá kveiki ég þær saman til að gera hring. Margir snúa þær bara og þá verða þær ekki hringar heldur svona vafningar en ég geri það ekki. Vandinn er að glóhita þetta saman án þess að skemma munstrið,“ segir Óskar og sýnir mér fallegan hring sem hann hefur gert úr silfurskeið með Reykjavíkurmunstrinu. Samskeitin eru hvergi sjáanleg og það er ekki að sjá að hringurinn hafi nokkurn tímann
Er kominn á eftirlaun Óskar er kominn á eftirlaun og hættur að vinna en aðgerðarleysi fer honum ekki vel. „Ég gæti ekki verið að gera ekki neitt. Hvað á maður að fara að gera þegar maður er búinn að vinna alla sína ævi? Á maður bara að setjast fyrir framan sjónvarpið og bíða?,“ spyr hann. Hann hefur gaman af því að vinna við handverkið en svo á golfið huga hans allan yfir sumartímann – og það getur verið tímafrekt. „Fólk hefur verið að segja að ég þurfi að láta vita meira af þessu, ég nenni ekki að fara að vinna út í skúr – ég er kominn á eftirlaun. Þetta er bara hobbý en ef einhverjir vilja kaupa af mér þá er það í góðu lagi því þetta kostar allt saman. Þetta er dýrt hráefni.“
Gleðilega hátíð
Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
62 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2022–2025 samþykkt í bæjarstjórn:
Sterk staða og miklar fjárfestingar á næsta ári Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn þann 8. desember sl. Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar A- og B hluta eru að heildartekjur eru áætlaðar 4.932,7 mkr., þar af eru skatttekjur af útsvari og fasteignasköttum 3.055,8 mkr. Rekstrargjöld eru áætluð alls 4.530 mkr. og er rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði 402,7 mkr. Afskriftir eru 250,2 mkr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 149,2 mkr. Rekstrarniðurstaða er jákvæð 3,2 mkr. Veltufé frá rekstri er áætlað 458,1 mkr. Fjárfestingaáætlun ársins 2022 hljóðar upp á alls 806 mkr. Gert er ráð fyrir lántökum að fjárhæð 650 mkr, en lántaka ársins 2021 verður 150 mkr. lægri en gert var ráð fyrir og er sú lántaka færð yfir á árið 2022. Handbært fé í ársok 2022 er áætlað 552,7 mkr. Heildar skuldir eru áætlaðar 3.540,0 mkr. í árslok 2022. Sam-
kvæmt fjármálareglu sveitarstjórnarlaga má skuldahlutfall ekki vera umfram 150% af tekjum, en í fjárhagsáætlun ársins 2022 er gert ráð fyrir að skuldahlutfall nettó verði 91,1% og skuldaviðmið skv. reglugerð 502/2012 verði 80,2%. Álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatta verður óbreytt frá fyrra ári.
Í forsendum fjárhagsáætlunar er meðal annars gert ráð fyrir að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 3% á árinu 2022, sem er svipuð þróun íbúafjölda og er á árinu 2021. Í byrjun desember 2021 eru íbúar Suðurnesjabæjar 3.750 samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár. Eins og að framan greinir hljóðar fjárfestingaáætlun ársins 2022 upp
á kr. 806 mkr., í áætluninni eru ýmis verkefni bæði stór og minni. Unnið verður að uppbyggingu á nýjum leikskóla við Byggðaveg í Sandgerði, sem verður stærsta framkvæmdin á árinu 2022 og er framkvæmdakostnaður á því ári áætlaður 500 mkr. Aðrar helstu fjárfestingar í áætlun ársins 2022 eru meðal annars: • Gert er ráð fyrir að hefja uppbyggingu á gervigrasvelli. •
Framkvæmdir verða í leik-og grunnskólum og í íþróttamiðstöð í Sandgerði.
•
Lokið verður við síðasta áfanga lóðarframkvæmda við Gerðaskóla og áfram haldið við framkvæmdir í Útskálahúsi og umhverfi við Útskálakirkju.
•
Unnið verður að endurbyggingu gatna og frágangi opinna svæða, ásamt göngustígum og hringtorgi á Byggðavegi við aðkomu að nýjum leikskóla.
•
Vegna mikillar eftirspurnar eftir íbúðalóðum verður haldið áfram uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum.
•
Loks má nefna að lagt verður til stofnframlag vegna uppbyggingar leiguíbúða á vegum Bjargs leigufélags.
Fjárhagsáætlun ber með sér að efnahagsleg staða Suðurnesjabæjar er góð en áfram verður unnið að því markmiði að gæta aðhalds í rekstri.
Suðurnesjabær - fjárhagsáætlun Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar samþykkti bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi bókun: Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar fyrir árið 2022, ásamt rammaáætlun áranna 2023-2025 kemur nú til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Forsendur fjárhagsáætlunar bera með sér að áfram verða áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru nokkur í rekstri og efnahag sveitarfélagsins, þótt svo gert sé ráð fyrir að þau áhrif munu fara minnkandi þegar líður inn í árið 2022. Atvinnulífið hefur náð fótfestu á ný eftir mjög neikvæð áhrif faraldursins á atvinnu-og efnahagslífið undanfarin tæplega tvö ár og er von til þess að á árinu 2022 muni þau áhrif hverfa. Bæjarstjórn lýsir ánægju með að fjárhagsáætlun felur í sér sterka efnahagslega og rekstrarlega stöðu Suðurnesjabæjar, gert er ráð fyrir miklum fjárfestingum á árinu 2022 þar sem áfram er haldið við uppbyggingu á mikilvægum innviðum sveitarfélagsins. Þannig leitast bæjarstjórn meðal annars við að mæta mikilli fjölgun íbúa með það að markmiði að skapa aðstæður til að sveitarfélagið veiti áfram fyrsta flokks þjónustu við íbúana. Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnið verk við vinnslu fjárhagsáætlunar og fyrir frábært starf á árinu sem hefur verið erfitt á löngum köflum, enda hafa aðstæður verið vægast sagt óvenjulegar, segir í tilkyningu frá Suðurnesjabæ.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða
BÍLAKJARNINN
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 63
Æft þrátt fyrir óvissu um kirkjustarf Þegar þetta er skrifað ríkir ennþá talsverð óvissa um hvernig kirkjustarfi verður háttað um hátíðirnar þar sem samkomutakmarkanir hafa töluverð áhrif á þann fjölda sem má sækja guðsþjónustur og aðrar kirkjulegar athafnir. Þrátt fyrir alla óvissuna þá þarf að æfa tónlistarflutninginn og kórarnir mæta reglulega á æfingar hjá kórstjóranum Arnóri Vilbergssyni. Á myndinni hér að ofan má sjá þá Arnór við flygilinn og Sigurð Smára Hansson með gítarinn. Að neðan er það svo hinn stórgóði ungmennakór, Vox Felix, á æfingu í Kirkjulundi við Keflavíkurkirkju. Þar stendur líka þetta fallega jólatré sem ljósmyndari okkar smelli af á dögunum.
Hjá Front-X færðu fallegu bílskúrshurðina fyrir heimilið þitt 1af5slá% ttur
Sendu okkur verðfyrirspurn af vefsíðunni okkar www.frontx.is eða póst á frontx@frontx.is
hurðum af öllum ber út desem
Viðhalds- og viðgerðaþjónustusími okkar er 852 2212. Við þjónustum flestar tegundir bílskúrs- og iðnaðarhurða.
www.frontx.is
64 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
„Myndavélin hefu hef ur leitt mig í mikil ævintýri“
Einar Falur aðstoðar námumenn djúpt í fjallinu Cerro Rico í Bólivíu árið 1995, vopnaður hamri og meitli eins og þeir hafa unnið um aldir. Frásögn um námurnar má lesa í bókinni Án vegabréfs.
EINAR FALUR INGÓLFSSON ER BÓKMENNTANÖRD OG LJÓSMYNDARI SEM VÍÐA HEFUR KOMIÐ VIÐ Einar Falur Ingólfsson á 40 ára starfsafmæli sem blaðamaður og ljósmyndari hjá Morgunblaðinu í vor. Einar Falur fékk snemma áhuga á blaðamennsku og ljósmyndun sem lítill strákur í Keflavík. Hann hefur komið víða við á sínum ferli, hefur gefið út fjölmargar bækur og haldið ljósmyndasýningar víða um lönd. Einar Falur hefur mikinn áhuga á menningarsögulegum þáttum samfélagsins og tengslum fólks við umhverfi sitt sem endurspeglast í verkum hans.
Þarna vorum við oft eftir skóla og ég féll algjörlega fyrir þessum heimi þar sem ég gat skapað, séð eitthvað mótast og verða til ...
Bókanörd sem las alla barnadeildina á bókasafninu „Sem krakki hafði ég alltaf gaman af því að lesa og gerði varla annað, ég var ýmist inni hjá mér eða á bókasafninu hjá Hilmari Jónssyni og las. Ég fór gjarnan daglega á safnið og sótti sex bækur til að lesa, ég man að ég móðgaðist ógurlega þegar Hilmar spurði mig þá átta eða níu ára gamlan hvort ég skoðaði bara bækurnar en læsi þær ekki,“ segir Einar Falur. „Ég var algjört nörd í þessum lestri, ég var með röð af bókum fyrir
framan mig og las kannski tíu blaðsíður í einni bók og síðan tíu í þeirri næstu – ég vildi ná þeim öllum.“ Á bókasafninu sem þá var á Mánagötu var sérstakt barnaherbergi og þar byrjaði Einar Falur á því að lesa bækurnar í stafrófsröð, frá Öddu bókunum og þannig náði hann að klára alla barnadeildina. „Þegar ég var átta eða níu ára keyptu foreldrar mínir allt Halldórs Laxness safnið og auðvitað las ég það þó að ég skildi auðvitað ekki allt sem Nóbelskáldið hafði að segja.“
Góður kennari sem hafði sterk áhrif á mig Í Barnaskólanum í Keflavík, núna Myllubakkaskóla, kenndi Axel Gísli Sigurbjörnsson kennari Einari Fal ljósmyndun og framköllun mynda í myrkraherbergi. „Hann kynnti fyrir okkur krökkum töfraheim myrkursins,“ segir Einar Falur. „Fyrst var ég með einhverja vasamyndavél sem var til á heimilinu og horfði með öfundaraugum á þá stórkostlegu Canon F1 myndavél sem Axel átti, draumagræju ljósmyndarans þá.“ Að sögn Einar Fals var Axel ótrúlega natinn og passasamur við að kenna og einnig treysti hann nemendunum fyrir græjunum í myrkraherberginu. „Þarna vorum við oft eftir skóla og ég féll algjörlega fyrir þessum heimi þar sem ég gat skapað, séð eitthvað mótast og verða til.“ Þarna var Einar Falur um ellefu til tólf ára gamall kominn með mikinn áhuga fyrir fréttaljósmyndun og blaðamennsku og var einnig farinn að skoða aðra ljósmyndara sem höfðu áhrif á hann og urðu síðar fyrirmyndir í lífinu.
Fermingarpeningarnir vel nýttir Fyrir fermingu var Einar Falur farinn að mynda töluvert en var alltaf með frekar lélega myndavél. Það breyttist síðan eftir ferminguna. „Fyrir fermingarpeningana keypti ég mér síðan góða myndavél, Olympus OM10 sem var mjög góð myndavél á þeim tíma.“ Í gagnfræðaskólanum tók Einar Falur þátt í skólablaðinu Stakk og varð einn ritstjóra þess. Ljósmyndunin hélt síðan áfram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þá fór Einar Falur einnig að kenna ljósmyndun og framköllun mynda í myrkraherberginu á námskeiðum.
Verður fréttaritari Morgunblaðisins fimmtán ára gamall „Ég fór í starfskynningu fimmtán ára gamall til Morgunblaðsins, þar lærði ég að skrifa fréttir og fékk að fylgjast með blaðamönnum og ljósmyndurum vinna. Sumardaginn fyrsta fékk ég það verkefni að mynda hátíðarhöld í Breiðholtinu, ég fann út úr því hvernig ég ætti að komast þangað með strætó þar sem ég tók myndir. Síðan var farið á Moggann í Aðalstræti og framkallað. Daginn eftir birtist mín fyrsta mynd í Morgunblaðinu.“ Þetta var í apríl 1982 og þennan sama dag var Einari Fal boðið að gerast fréttaritari í Keflavík. Það vantaði fréttaritara í Keflavík á þeim tíma en það fyndna var að Einar Falur leysti Ingólf Falsson, pabba sinn, af hólmi sem hafði sinnt starfinu en gefið það frá sér vegna anna. Jón Hilmarsson ungo@simnet.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 65
Nám í Bandaríkjunum og ný staða hjá Morgunblaðinu Þeir þrír félagar buðu síðan Mary Ellen Mark ásamt eiginmanni að koma til Íslands árið eftir þar sem hún hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands. „Vinátta okkar styrktist mikið með þessari heimsókn og síðan gerist það að árið eftir hvatti hún mig til að fara í ljósmyndanám erlendis.“ Fyrir hennar tilstuðlan þá fluttu þau hjónin, Einar Falur og Ingibjörg Jóhannsdóttir, kona hans, til New York og fóru bæði í mastersnám þar, þar sem Einar lærði ljósmyndun og
myndstjórnun við virtan skóla, School of Visual Arts. „Á meðan ég var í náminu var ég að vinna í lausamennsku fyrir íslenska fjölmiðla auk erlendra verkefna, m.a. sem svokallaður „master printer“ fyrir einn af frægustu tískuljósmyndurununum, Patrick Demarchelier. Þarna fékk ég mjög áhugaverð innsýn inn í heim sem ég áttaði mig á að væri ekki minn tebolli en var samt mjög skemmtileg reynsla.“ Líkleg hefðum þau hjónin ílengst eitthvað lengur í New York ef ekki hefði verið fyrir atvinnuboð frá Morgunblaðinu sem Einar Falur
fékk fyrir nýrri stöðu hjá blaðinu árið 1995, þ.e. að verða myndstjóri. Venja er hjá erlendum dagblöðum að hafa bæði fréttastjóra sem hefur umsjón með textanum og myndstjóra sem hefur umsjón með myndum í blaðinu og bar þá einnig ábyrgð á ljósmyndadeildinni og öllum myndum sem birtust í blaðinu. Einar Falur sinnti þeirri stöðu til ársins 2007 en þá fannst honum kominn tíminn til að vinna meira í sinni eigin sköpun, hætti sem myndstjóri en vann áfram á menningardeildinni sem blaðamaður.
„Við Vogaafleggjarann, 2007“. Úr myndröðinni Aftur, sem fyrst var sýnd í Listasafni Reykjanesbæjar haustið 2007.
Þarna fékk ég mjög áhugaverð innsýn inn í heim sem ég áttaði mig á að væri ekki minn tebolli en var samt mjög skemmtileg reynsla ...
Samhliða náminu í FS var Einar að vinna sem fréttaritari hjá Morgunblaðinu sem gat verið flókið, hann var mest á þeim tíma að taka íþróttamyndir sem að hans mati er besta þjálfun sem ljósmyndari getur fengið í því að læra að ramma inn myndir og fanga augnablik í hraða leiksins. „Draumurinn við þetta starf var að fá tækifæri á því að fá að fylgjast með hetjunum mínum og fyrirmyndum í ljósmyndun, sem var fólkið á ljósmyndadeild Moggans. Þetta gat verið flókið því oft var ég að mynda íþróttaleiki á kvöldin og stundum gat ég komið filmum á morgnana með rútu til Reykjavíkur þar sem þær voru pikkaðar upp af sendli frá Mogganum. Eftir að ég fékk bílpróf brunaði ég oft með filmurnar í bæinn í framköllun fyrir skóla, fór svo strax aftur til Keflavíkur í skólann og keyrði síðan aftur í bæinn eftir skóla til að kópíera myndir og jafnvel skrifa fréttir áður en ég fór aftur heim um kvöldið.“ Þarna fékk Einar Falur að vera í návistum við Ólaf K. Magnússon sem var stofnandi ljósmyndadeildar Morgunblaðsins, fyrsti menntaða blaðaljósmyndarinn, og lærði mikið af honum. „Síðan var þarna 22 ára kall sem síðar átti eftir að hafa
mikil áhrif á mig sem ljósmyndara og verða góður vinur minn, Ragnar Axelsson – RAX.“ Einar Falur útskrifaðist síðan fyrstur nemenda af fjölmiðlabraut frá FS árið 1986. „Sumarið áður hafði ég byrjað í fullri vinnu sem ljósmyndari hjá Morgunblaðinu og flutti alfarið til Reykjavíkur nítján ára.“
Bókmenntafræði í Háskólanum Þegar Einar Falur var nítján ára þá skráði hann sig í bókmenntafræði í Háskóla íslands en þar var þegar góður vinur hans fyrir, Jón Kalman Stefánsson rithöfundur. Hann kláraði námið á þremur árum og eignaðist um leið góðan vinahóp sem hefur haldið sambandi síðan þá. „Samhliða náminu starfaði ég hjá Morgunblaðinu en að loknu námi kom ég inn í fullt starf sem menningarblaðamaður. Þá starfaði ég með öðrum Keflvíkingi, Súsönnu Svavarsdóttur, og á þeim tíma var gefið út veglegt menningarblað um helgar. Þá skrifaði ég helminginn af blaðinu og tók allar myndirnar, hvort sem þær voru úr menningarlífinu eða fyrir viðtöl,“ segir Einar Falur.
Námskeið í Frakklandi sem mótaði líf mitt „Líf mitt breyttist þegar ég er um 21 árs gamall. Góðir ljósmyndavinir mínir, þeir Páll Stefánsson og Ragnar Axelsson, höfðu báðir sótt ljósmyndanámskeið til Bandaríkjanna hjá Mary Ellen Mark sem er einn af frægustu heimildaljósmyndurum sögunnar. Námskeiðið hafði haft mikil áhrif á þá og þeir vildu endilega að ég kæmist á annað slíkt hjá meistaranum. Það tókst sumarið 1988 og var námskeiðið haldið í Frakklandi. Þetta vikunámskeið breytti lífi mínu. Mary Ellen hafði þannig áhrif á mig með sinni leiðsögn og einstaka persónuleika að stefna lífsins var mótuð og í raun var svolítið merkilegt að sjá það gerast.“
Óskum Suðurnesjamönnum öllum
gleðilegra jóla, árs og friðar
með þökk fyrir árið sem er að líða
Einar Falur og pólfarinn Haraldur Örn Ólafsson saman á Norðurpólnum vorið 2000.
SENDUM ÍBÚUM SUÐURKJÖRDÆMIS
hugheilar jólakveðjur ÞÖKKUM STUÐNINGINN OG SAMSTARF Á ÁRINU.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
66 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hefur ekki litið um öxl
Einar Falur með 4x5 tommu plötumyndavélina sem hefur verið hans aðaltæki í persónuegum verkefnum í meira en áratug.
Eigin sköpun og útgáfa Ljósmyndaverkefnin sem Einar Falur hefur farið í eða tekið að sér hafa verið stór og tímafrek, tekið um þrjú, fjögur ár hvert og hafa yfirleitt endað á bókaútgáfu og sýningum. „Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, bauð mér árið 2006 að halda ljósmyndasýningu í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum árið 2007 á Ljósanótt. Ég sótti um starfslaun listamanna og fékk úthlutað þremur mánuðum í verkefnið. Ég fékk launalaust leyfi frá Mogganum og hætti þá sem myndstjóri. Einar Falur kallaði verkefnið Aftur þar sem hugmyndin var að snúa aftur á heimaslóðirnar
í Keflavík og mynda þær út frá bernskuminningum. „Ég skrifaði tökuhandrit og hvað ég ætlaði að gera, þ.e. finna slóðir bernsku minnar út frá minningum. Ég fékk leyfi til að fara inn á gömlu heimilin mín og mynda gömlu herbergin mín, ég leitaði að gömlum skólafélögum, kennurum og ættingjum. Ég ákvað að mynda allt á stóra viðarmyndavél með 4x5 tommu litfilmublöðum en það krefst hægra og vandaðra vinnubragða þar sem maður planar allt vel fyrirfram því það er dýrt að taka hverja einustu mynd.“ Verkin voru síðan sýnd á Ljósanóttinni 2007 og víðar eftir það, bæði hérlendis sem erlendis.
Úr verkefninu Sögustaðir – Í fótspor W.G. Colingwood. Vatnslitamynd eftir Collingwood frá 19. júní 1897 og ljósmynd Einars Fals frá 29. júní 2009.
Einar Falur hefur verið að vinna að stórum og viðamiklum verkefnum síðan 2007. Sögustaðir var eitt þeirra verkefna sem varð að sýningu á Listahátíð 2010 og veglegri bók. „Þar vann ég verkefni eftir vatnslitamyndum sem breski málarinn W.G. Collingwood gerði árið 1897 í Íslandsheimsókn sinni.“ Úr varð mjög stór sýning sem opnaði í Þjóðminjasafninu og hefur síðan verið sett upp víða um lönd, stærsta útgáfan var i Scandinavia House í New York 2012. „Síðan gerði ég systurverkefni, Landsýn, út frá verkum Johannes Larsen sem var danskur listamaður sem vann hér tvö sumur á Íslandi árin 1927 og 1930 og teiknaði yfir 300 myndir sem voru notaðar sem myndskreytingar í danskri nútíma útgáfu af Íslendingasögum.“ Þriðja verkefnið sem Einar Falur gerir út frá látnum listamanni er verkefni sem hann byrjaði á í sumar. Verkefni snýst um fyrsta íslenska ljósmyndarann og einn af þeim bestu að mati Einars Fals, Sigfús Eymundsson. „Ég kem til með að vinna út frá ljósmyndunum hans, í samvinnu við Þjóðminjasafnið, og er stefnt að sýningu þar árið 2024. Núna mun ég vinna að þessu verkefni í þrjú ár og mynda á sumrin. Síðan fer ár í að gera bókina og undirbúa sýninguna. Ég er nörd, geri handrit og endalausar vinnubækur, plön og skissur,“ bætti Einar Falur við. Einar Falur er núna að leggja lokahönd á verkefni sem er dagbók yfir tuttugu mánaða tímabil, „Um tíma“ heitir það. Þar fjalla ég um líf mitt og fjölskyldunnar og skoða líka minn menningarsögulega bakgrunn, ber að vissu leyti hinn einsleita íslenskan menningarheim saman við stórar menningarmiðjur á heimsvísu.“ Sýningin opnar 15. janúar 2022 í einu af virtustu galleríum landsins, Berg Contemporary og um leið kemur út bók um verkefnið. „Þar stilli ég saman mínu eigin lífi og fjölskyldunnar á Íslandi og myndum m.a. frá elstu borg Indlands, Varanasi, þar sem ég hef unnið talsvert á
Ég ákvað að mynda allt á stóra viðarmyndavél með 4x5 tommu litfilmublöðum en það krefst hægra og vandaðra vinnubragða þar sem maður planar allt vel fyrirfram ... vinnustofu síðustu ár, og Róm þar sem er hin gamla kristna miðja íslenskrar menningar og Egyptalandi. Þarna stilli ég Íslandi á móti þessum þremur gömlum og mikilvægum menningarkjörnum.“
Fjölbreytt útgáfa bóka Einar Falur er ennþá að vinna fyrir Moggann, er þar yfir menningardeildinni en tekur síðan launalaus leyfi á sumrin til að vinna að eigin verkefnum. „Þá helli ég mér vel undirbúinn í sköpunina og hef verið svo heppinn að fá listamannalaun í þrjá eða sex mánuði svona annað hvort ár. Án slíkra launa væri afar lítil atvinnumennska í listum hér á landi.“ Einar Falur hefur á ferðum síðum erlendis haldið dagbók og gaf út fyrir nokkrum árum frá sér bókina „Án vegabréfs“ sem er samansafn skrifa um ferðir hans víða um heiminn ásamt myndum, t.d. segir þar af ferð á norðurpólinn að sækja Harald Örn pólfara, ferð í silfurnámur í Bólivíu, þegar hann kynnti sér hátt í mánuð virkjanaframkvæmdir í Kína, heimsótti Íslendingadaginn í Kanada, páska í Færeyjum, gekk um Inkastíginn í Perú – og svo er frásögn um gríðarmikla trúarhátíð í draumalandi hans, Indlandi. Einar Falur hefur á síðustu tuttugu árum átt myndir og eða textann í ellefu bókum um áhugamálið sitt, fluguveiði.
Vel skipulagður nörd „Bakgrunnur minn í bókmenntum og ljósmyndun hefur áhrif á hvernig ég vinn og hver afurðin verður úr verkefnunum. Ég vinn eins og kvikmyndagerðarmaður og fylgi eftir tökuhandriti. Ég leggst í nördarannsókn fyrir stóru verkefnin. Finn réttu nálgunina fyrir hvert skot, finn rétta tóninn – finn minn tón.“ Afraksturinn fyrir Einari Fal þarf að vera áhugaverð samtíma myndlist í þessum geira ljósmyndunar
Á Kumbh Mela trúarhátíðinni við Allahabad á Indlandi á helgasta degi hindúa í 144 ár, 24. janúar 2001. Um 30 milljónir manna voru þar saman komnar.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 67
Ég vinn eins og kvikmynda gerðarmaður og fylgi eftir tökuhandriti. Ég leggst í nördarannsókn fyrir stóru verkefnin. Finn réttu nálgunina fyrir hvert skot, finn rétta tóninn – finn minn tón ...
Samhliða öllum þessum verkefnum hefur Einar Falur kennt í Ljósmyndaskólanum frá því hann kom frá New York og er einnig reglulega með ljósmyndanema frá Tækniskólanum í starfsnámi.
Margs að minnast eftir langan ferli
Gamall og fátækur námumaður Felix að nafni puðar djúpt í námum Cerro Rico-fjallsins í Bólivíu, 1985. Í því voru auðugustu silfurnámur sögunnar en á valdatíð Spánverja létust milljónir þræla í námunum. Sagan er rakin í einum kafla bókarinnar Án vegabréfs.
sem hann er að vinna innan. „Áhugi minn liggur í þessu menningarsögulega, sögunni og tengslum fólks við umhverfið og samfélagið.“ „Ég hef gaman af ummerkjum um fólk í landinu og af landinu. Við fórum oft saman í ljósmyndaferðir, ég, Páll og Raxi, og í þessum ferðum tókum við gjörólíkar myndir. Páll,
þessi stórkostlegi formræni landslagsljósmyndari, tók myndir af fjöllunum fyrir framan okkur. Raxi var síðan tíu metra frá honum með hest í forgrunn sem var skellihlægjandi og ég tók síðan myndir af þeim tveimur á meðan þeir voru að mynda. Þannig gátum við allir náð áhugaverðum myndum en samt gjörólíkum.“
Ýmislegt eftirminnilegt hefur gerst hjá Einari Fal á þessum langa starfsferli sem ljósmyndari og í ferðum hans hérlendis sem erlendis. „Einu sinni var ég að mynda í verkefninu með Johannes Larsen og var staddur við Goðafoss þar sem ég var með stóru spýtuvélina og með rauðan flauelsdúk yfir höfðinu að finna rétta rammann og stilla fókusinn. Ég var að einbeita mér að þessu þegar dóttir mín bankar á bakið á mér og segir mér að líta aftur fyrir mig. Þar standa tíu Asíubúar sem bíða eftir því að ég klári svo þeir komist á staðinn sem ég var á því auðvitað hlaut ég að hafa
#bus4u_iceland @bus4uiceland Bus4u Iceland ehf. I info@bus4u.is I www.bus4u.is
fundið gott sjónarhorn með þessa stóru myndavél. Ég hlaut að hafa fundið besta staðinn til að mynda.“ Einn stórkostlegasti dagur sem Einar Falur hefur upplifað var á stærstu trúarhátíð heims á Indlandi. Það var mikið mál að komast á staðinn sem krafðist töluverðs undirbúnings. „Mig hafði dreymt um það í átta ár að komast á þessa stærstu trúarhátíð Indverja, 24. janúar árið 2001, Kumbh Mela hátíðina. Tveimur árum áður hafði ég pantað pláss í tjaldbúðum fréttamanna. Ég lagði af stað í ferðina innan Indlands viku fyrir hátíðina og var ferðin á áfangastaðinn mjög erfið. Aldrei í sögunni hefur jafn margt fólk verið saman komið á einum stað á einum tíma og degi. Ég var mjög þakklátur fyrir að fá að upplifa atburð sem þennan, forréttindi sem ljósmyndari að fá að vera á þessum stað með öllu þessu fólki,“ segir Einar Falur. „Myndavélin hefur leitt mig í mikil ævintýri og fyrir það er ég þakklátur.“
68 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hefur rosalega gaman af því að baka Keflvíski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson leikur með Nimes Olympique í Frakklandi. Fólki finnst erfitt að finna gjafir handa honum en sjálfum finnst honum sérstaklega gaman að fylgjast með sonum sínum upplifa jólin og jólaundirbúninginn. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Elíasi Má og fjölskyldu en þau fluttu frá Hollandi til Frakklands í sumar.
Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Ég bara fékk fjölskyldumeðlimi til að fara í verslanir fyrir mig og kaupa það sem ég hafði valið af netinu. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Bara eins og vanalega þá fóru þær upp 1. desember. Skreytir þú heimilið mikið? Nei, nei, ekkert rosalega en ég skreyti alveg eitthvað. Það er sérstaklega gert fyrir börnin, þeim finnst gaman að sjá jólaljósin. Bakarðu fyrir jólin, áttu þér uppáhaldssmáköku? Ég var nú ekkert mikið í því í ár en ég hef samt rosalega gaman að því að baka og ég hef alltaf haldið mikið upp á Daim-kökurnar. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Þegar ég bjó á Íslandi var yfirleitt svipaður undirbúningur og ákveðnar hefðir en eftir að ég flutti út þá er erfitt að halda í hefðirnar þar sem ég er í minna fríi en áður og fer ekkert heim til Íslands. Hvernig er aðventan – hefðir þar? Nei, ég get ekki sagt það. Áttu skemmtilega jólaminningu? Mér dettur fátt í hug. Ég á enga eina skemmtilega jólaminningu sem stendur upp úr. Eina er kannski það að þar sem ég kem minna heim núna og er ekkert yfir jólin þá saknar maður smá gömlu jóladaganna heima með fjölskyldunni. Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Nei, það hef ég ekki gert. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Ég veit það eiginlega ekki, hef fengið flottar gjafir í gegnum árin en
engin sem virkilega stendur upp úr svo ég muni í augnablikinu. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Nei, það finnst öllum voða erfitt að gefa mér gjafir þar sem ég eiginlega á allt sem mig langar í. Ég er bara ánægður með allt og ekkert, er spenntari fyrir því að sjá strákana mína tvo opna sínar gjafir. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Það er yfirleitt hamborgarhryggur og allskonar meðlæti með því. Hvernig var árið 2021 hjá þér og þinni fjölskyldu? Hvert var farið í sumarleyfi? Það var bara rosa fínt. Við fórum ekkert í frí en fluttum frá Hollandi til Frakklands í sumar og höfum bara verið að koma okkur fyrir. Við eyddum sumrinu mikið úti þar sem veðrið var gott og vorum mikið að fara í leikgarða og þess háttar fyrir strákana svo þeir fengju útrás yfir daginn. Hvernig var árið í fótboltanum? Það var þokkalegt, ég spilaði vel og skoraði mikið – en ég er bara ánægður að vera loksins komin burt frá Hollandi. Ég var ekki að fíla mig í liðinu og gæðin þar voru hræðileg. Eftir að ég kom til Frakklands hef ég verið að koma mér meira og meira inn í hlutina hérna. Það talar náttúrlega nánast engin ensku þannig ég þarf bara að fara í frönskukennslu svo ég skilji þetta fólk. Ég lenti í smá meiðslum, meiddist smá í læri, og missti af einhverjum fjórum leikjum þannig það hefur tekið mig aðeins lengri tíma en ég vonaðist til að aðlagast fótboltanum hérna – en það fer að koma að því að ég aðlagist 100%.
17 HÓTEL UM ALLT LAND
GJAFABRÉF ÍSLANDSHÓTELA
EINSTÖK TILBOÐ
og ótal möguleikar í boði
• Gisting með morgunverði • Gisting með morgunverði og kvöldverði • Reykjavík Spa meðferðir • Sérsniðin gjafabréf
Gjafabréfin gilda á Fosshótelum, Grand Hótel Reykjavík og Hótel Reykjavík Centrum
gjafabref@islandshotel.is | islandshotel.is/gjafabref
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 69
Sendir enn merki um líf
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Enn má sjá reyk stíga upp frá eldstöðinni í Fagradalsfjalli. Það er helst á dögum þar sem veður er stillt að sjá má reykjarbólstra frá fjallinu. Hitinn frá hrauninu framkallar einnig oft bólstraský yfir fjallinu við réttar aðstæður. Myndin hér til vinstri var tekin í síðustu viku þegar áberandi reykur sást koma upp úr gígnum í Fagradalsfjalli. Byggðin í Innri Njarðvík í forgrunni. VF-mynd: Hilmar Bragi
vf is Störf í boði hjá Reykjanesbæ Akurskóli - Námsúrræði við Lindina Háaleitisskóli - Forfallakennara í stundakennslu Listasafn Reykjanesbæjar - Sérfræðingur Ösp sérdeild Njarðvíkurskóla - Sérkennari/þroskaþjálfari Stapaskóli - Kennari Stapaskóli - Sérkennslustjóri Hljómahöll - Tæknistjóri
U
MINN
!
KKAR
FIN O
ABRÉ
JAF MÁG
F
LAGJÖ
LIN JÓ
TILVA
Gleðilega hátíð
VIÐ ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM, BÆJARBÚUM & SAMSTARFSAÐILUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS
VIÐ ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Á LIÐNU ÁRI & HLÖKKUM YIL AÐ TAKA Á MÓTI YKKUR Á ÞVÍ NÝJA
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
WWW.THEBRIDGE.IS WWW.MARRIOTT.COM/KEFCY
Gleðilega hátíð og verðum í stuði á nýju ári
70 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
SÝNISHORN ÚR BÓKINNI
Þegar Jamestown strandaði við Hafnir Í Suðurnesjaannál séra Sigurðar B. Sívertsens er strand Jamestowns talið til „stórtíðinda“ ársins 1881. Skipið var sagt afar stórt farmskip: „Svo var allt stórkostlegt á tröllskipi þessu, að mikilli furðu gegndi, og svo að menn hefðu eigi trúað, ef þeir hefðu eigi sjálfir séð.“ Til dæmis væru þrjú akkerin afar stór, allt að 100 skippund, en hið fjórða var minna. Þegar menn komust loks um borð í Jamestown á fjórða degi eftir strandið gátu þeir skoðað herlegheitin og gert sér enn betur grein fyrir stærð þess. Lengdin var nú mæld nákvæmar en áður og reyndist vera 360 fet eða 109,7 metrar. Ekki verður betur séð en að sú mæling hafi verið sjálft skipið utan bugspjótsins — sem er stöng fram úr stafni seglskipa og er fremsti hluti reiðans. Þar eru fremstu seglin fest. Breiddin var 65 fet eða 19,8 metrar. Til viðmiðunar má nefna að knattspyrnuvöllurinn í Laugardal er 105 metrar á lengd. Í ljósi þessara mælinga og ætlaðrar dýptar, sem var 20 álnir að mati heimamanna, mun Jamestown hafa verið um 4.000 tonn að stærð, sé tekið mið af mælingum skipa í dag, en um 2.000 tonn eftir mælingum á þessum tíma. Til samanburðar má nefna að landsmálablaðið Þjóðólfur greindi svo frá um miðjan júlí 1881 að hingað hefði komið gríðarstórt barkskip Roberts Slimons kaupmanns en það skip var um 600 tonn eða innan við þriðjungur af stærð Jamestowns.
Þ
egar skipið rak upp í klappir varð af mikill hnykkur svo að eitthvað hlaut undan að láta. Skipið hafði verið þriggja mastra en
hið aftasta þeirra var farið. Síðar kom í ljós að skipverjar höfðu fellt mastrið og látið það falla í sjóinn. Toppurinn á miðmastrinu brotnaði í tvennt við
strandið og féll efri hluti þess niður á dekkið. Menn vildu mæla mastrið ásamt toppnum og töldu að því loknu að það hefði verið rúmir 30 metrar á
hæð. Á þilfarinu voru tvö hús. Annað þeirra var fyrir aftan fremsta mastrið, um það bil 20 metrar að lengd, með um tuttugu misstórum herbergjum til beggja handa en í miðju hússins var breiður gangur sem var trúlega bæði eldhús og matsalur. Hitt húsið, sem stóð aftan við aftasta mastrið, var mun íburðarmeira og vandaðra. Þar voru átta herbergi, skreytt með póleruðum og útskornum mahóníviði. Nokkra furðu vakti að þar fannst bæði kven- og barnsfatnaður. Farið hafði verið ránshendi um skipið og það rúið öllum búnaði sem hægt hefur verið að hafa á brott. Þá höfðu miklar skemmdir verið unnar á þessum annars fallegu vistarverum og öll milligjörð var brotin. Aftast á skipinu var nokkurs konar kassi sem náði þvert yfir skipið og um það bil fjóra metra fram á dekkið. Það mun hafa verið matargeymsla skipsins. Þar var úldið kjöt og urmull af risavöxnum rottum.
Voru gersemar um borð?
V
ið nánari skoðun kom í ljós að í geymslunni hafði verið fleira en matur. Þarna lágu um allt ótrúleg verðmæti sem fæstir mannanna höfðu áður séð. Þar mætti nefna ýmiss konar koparvarning, svo sem skrúfur, nagla, lamir, hurðarhúna og læsingar. Menn töldu líklegt að þarna gætu verið fleiri gersemar, ef til vill verkfæri, því að margt gat hafa falist undir úldnu kjötinu eða draslinu sem þangað hafði borist. Þrátt fyrir löngun til að skoða þetta betur ákváðu hinir forvitnu bændur að láta hálfdekkið bíða og freista þess heldur að kanna eiginlegan farm skipsins. Jamestown hefur ekki verið ósvipaður þessu skipi. Mynd úr bókinni Strand Jamestowns.
M
östrin voru mikil bákn en fremsta og aftasta mastrið, sem var horfið
að mestu, voru úr harðviði og heilu tré. Margir dáðust að þessum viði og ágirntust hann. Var talað um að með ólíkindum væri hve bein og hávaxin trén gætu orðið.10 Miðmastrið var aftur á móti samsett úr mörgum trjám sem spennt voru saman með átján um það bil tíu sentimetra breiðum járngjörðum með reglulegu millibili upp mastrið allt að toppstykkinu. Neðst var mastrið óskaplega svert, svo mjög að tveir menn, sem báðir voru mjög hávaxnir, náðu rétt að snertast með fingurgómunum þar sem þeir stóðu á efsta dekkinu og föðmuðu mastrið hvor á móti öðrum. Talað var um að það væri tveir feðmingar að sverleika. Möstrin hafa staðið á kili skipsins eins og ávallt er, svo að neðsti hlutinn mun því líklega hafa verið allnokkru sverari.
L
estaropin voru þrjú og vantaði lúgur á þau öll og því blasti farmurinn við öllum þeim sem um borð komu. Skipið var fullt af timbri! Eða eins og menn sögðu: tómt timbur. Svo vel hafði verið gengið frá viðnum og honum svo kunnáttusamlega pakkað að engin hreyfing hafði orðið á farminum í veltingnum. Ekki fór á milli mála að þetta var mikill hvalreki.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 71
HVERNIG LEIT SEGLSKIPIÐ JAMESTOWN ÚT? E
kki er vitað hvernig seglskipið Jamestown leit út því að ekki hafa fundist myndir af því. Skipið hér að neðan, Bræðurnir þrír eða The Three Brothers, var svipað af stærð og Jamestown eða 101 metri að lengd. Það skip var á meðal stærstu seglskipa heims á sínum tíma en það var sjósett í New York–ríki árið 1857.
Á
þilfarinu má sjá vistarverur líkar þeim sem voru á Jamestown, skipstjórinn og aðrir yfirmenn munu hafa verið í aftara húsinu en hásetarnir í hinu fremra. Fremra húsið er stórt og hefur vísast einnig verið fyrir farþega sem flykktust til Vesturheims á þessum tíma. Eldunaraðstaða mun hafa
verið í báðum húsunum því að ekki er líklegt að yfirmennirnir hafi verið á sama fæði og aðrir. Ljóst er að ekki var fyrir lofthrædda eða deiga menn að fara upp í reiða á svona skipum, á Jamestown var miðmastrið um 30 metrar á hæð. Til samanburðar má nefna að Hallgrímskirkjuturn er 74,5 metrar á hæð. Fólk getur gert sér í hugarlund hvernig það hefur verið í vondum veðrum að fara upp í mastur þar sem ekkert var til að halda sér í annað en seglið sjálft. Margir menn drógu saman upp seglið, höfðu allir sama bandið til að standa á og var það hið eina sem hélt þeim uppi. Enginn lifði af að missa takið og þá gilti einu hvort hann féll í hafið eða á dekkið.
Bestu jóla- og nýárskveðjur sendum við til ættingja og vina með þakklæti fyrir liðnar stundir
Íbúar og starfsmenn Hrafnistu Reykjanesbæ
V
VIÐURINN UM BORÐ
iðurinn um borð í Jamestown var fura eða Döglingsviður (e. Douglas-fir). Þessi tré eru að jafnaði um frá 50 til 65 metrar á hæð og þvermálið er 1 til 2 metrar. Til eru dæmi þess að hæð þessara trjáa nái allt að 100 metrum og þá verður þvermálið allt að 5 metrum með greina- og kvistfría 25 til 50 metra stofna. Úr þessu efni er hægt að framleiða stórar efnisstærðir af gegnheilu kvistfríu efni ásamt flatskornum og „skrælluðum“ spæni. Á Íslandi hefur döglingsviður í seinni tíð verið mest notaður í innihurðir og innréttingar, glugga og útihurðir. Annars staðar er hann notaður í gólf og burðarbita. Ástæðan fyrir valinu á döglingsviði í glugga og útihurðir hér á landi er sú að tréð er beinvaxið og það vindur sig lítið í þurrkun og er því auðvelt í vinnslu. Döglingsviður er „ríkistré“ Óregon í Bandaríkjunum og kallast þessi tegund því oftast Oregon Pine á verslunarmáli.
Ef þú lendir í tjóni þá sér Bílnet um málin ! Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á. Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð. Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í samstarfi við Poulsen.
Gleðileg jól og komandi ár ár Gleðileg jól farsælt og farsælt komandi ÞökkumÞökkum viðskiptin á árinu semsemeru viðskiptin á árinu eruað að líða líða Þjónusta í boði hjá Bílneti
Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun
• Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 • • Fitjabraut 30 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 • Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is
72 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Frá sögugöngu um Hafnir árið 2019. Hér segir Tómas J. Knútsson sögur af Jamestown við Kotvog. VF-mynd: Páll Ketilsson
Vilja sögusetur í Hafnir í anda franska spítalans á Fáskrúðsfirði Félagið Áhugahópur um Jamestownstrandið var stofnað formlega í janúar 2017 en þá hafði fámennur hópur áugafólks um strandið hist á fundum frá árinu 2014. Meðal verkefna sem félagið vill gera er að útbúa merkingar á þau hús sem byggð voru úr við úr farmi skipsins sem strandaði við Hafnir árið 1881. Vitað er um nærri 20 hús. Í skipinu voru hundrað þúsund tilsniðnir viðarplankar úr harðviði sem nota átti við smíði járnbrautarteina á Englandi. Helga Margrét Guðmundsdóttir og Tómas J. Knútsson eru m.a. í forsvari fyrir félagsskapinn. Þið í áhugafélagi um Jamestown hafið verið að garfa í sögunni og nú er komin út þessi bók um strandið við Hafnir. Ertu ánægður með bókina? Tómas: „Ég er mjög ánægður með þessa bók og mikill fróðleikur og margt sem kom mér virkilega á óvart og mér finnst bara sögugildi þessarar bókar fyrir okkur Suðurnesjamenn vera alveg gríðarlegt.“ Það er alveg ljóst að strandið er merkilegasti atburður sögunnar hér suður með sjó. Tómas: „Alla vega miðað við það sem ég er búinn að uppgötva núna í kringum lestur bókarinnar. Það var ekki neitt skrifaði um þetta í Öldinni okkar. Sigurður Sívertsen skrifaði um þetta í sínum annál á sínum tíma. Þetta risti ekki djúpt en miðað við hvað þetta gerði fyrir samfélagið hérna þá finnst mér þetta stórviðburður Sammála því Helga? Helga Margrét: „Já, ég er algerlega sammála því að bókin er alveg einstök. Þegar við fórum í upphafi af stað með þetta áhugafélag, var það fyrst og fremst sagan sem við vildum halda á lofti og þá hvað varð um þennan farm og eru þessar spýtur hér er í einhverjum húsum. Það sem kemur fram í bókinni sem er sérstakt er að höfundurinn, Halldór Svavarsson, er seglagerðarmeistari þannig að hann kemur með alveg nýja vídd inn í söguna. Ekki bara farm skipsins heldur skipið sjálft, seglin, allar rær og víra. Það sem kom mér mest á óvart er að hann fór mikið út í aðra hluti heldur en við höfum verið að gera.“ Höfundurinn segir líka nokkuð vel frá því hvernig samfélagið bregst við þegar þetta stóra strand verður, hvernig tekst að bjarga farminum og annað.
Þetta hefur verið nokkuð flókið mál á sínum tíma þegar skipið rak hér að landi? Helga Margrét: „Já, hugsið ykkur bara að komast út í skipið og ná þessum farmi á land og síðan að nýta sér hann í húsakost og annað. Við höfum heimildir fyrir því að þetta breytti heilsufari fólks á Suðurnesjum og það voru búnar til borðstofumublur og hurðin varð fræg í Kotvogi í Höfnum. Hún var kölluð tappahurðin því það var svo mikið af götum í henni eftir eir- eða koparnagla.“ Tómas: „Skipið var allt saman neglt meira og minna saman með koparnöglum. Það sem hefur heillað mig líka er að í hvert einasta skipti sem ég hef farið þarna út að strandstaðnum að kafa eða að vera í einhverjum ferðum í kringum það, þá kúplast ég algjörlega út úr öllu daglegu stressi og áreiti og fer inn í þennan heim. Ég gleymi öllu sem er fyrir utan Jamestown. Það finnst mér það besta við þetta.“ Hvað áttu við með að heilsufar hafi batnað? Helga Margrét: „Húsakynnin voru allt önnur og það var ekki verið að
Rústir Kotvogs í Höfnum. vera kúldrast í torfkofum og allt saman ískalt. Við höfum heimildir fyrir því. Það voru fleiri menn sem komu í verið af því að húsakynnin voru öðruvísi, þannig að þetta hafði mjög mikil áhrif.“ Þú hefur áhuga á að byggt verði hús þarna sem Kotvogur var. Helga Margrét: „Já, mér finnst bara að við þurfum að fara að hafa hér meiri ferðasöguþjónustu. Það vantar hérna á Suðurnesjum upplýsingamiðstöð þar sem ferðamenn geta fengið að vita um sögun. Sagan er hér um allt og hún liggur einhvers staðar í leyni. Til dæmis sagan um Kotvog, þetta merkilega hús þar sem voru sextán hús og 39 hurðar á járnum og þar voru þegar mest var upp undir hundrað manns. Þessi saga má ekki hverfa.“ Tómas: „Ég á nú sem betur fer líf fyrir utan rusl og drasl í fjörum landsins en þetta er eitthvað að skemmtilegasta sem ég geri, að fara þarna á þennan strandstað og þetta svæði inni í Ósabotnum og bara eiga stund og stað. Ég er alltaf að sjá þetta fyrir mér, þetta skip og frásagnir frá þessum og hinum þegar skipið klofnar og af hverju fer þetta
hingað og hitt þangað. Ég er alltaf að spá og spekúlera og á mínar eðalstundir á þessum stað.“ Tómas hefur í félagi við aðra bjargað úr hafinu munum er tilheyrðu Jamestown. Akkeri skipsins eru komin á land og munir eru á Byggðasafni Reykjanesbæjar. Ennþá á eftir að bjarga hlutum á land. Það var síðan tilviljun að þú fórst að ná í ankerið þarna í Ósabotnum við Hafnir? Tómas: „Þetta hafði blundað í hausnum á mér í áratugi. Ég vissi af strandinu vegna þess að Jón Borgarsson og Þóroddur og Bubbi vinur min höfðu sagt mér frá þessun. Síðan gerist það að við ætluðum að fara að ná í akkeri fyrir Valdimar hf. í Vogum. Við vorum búnir að fara deginum áður og merkja staðinn. Svo um morguninn þegar við komum þá var einhver Vogamaður búninn að hirða belginn þannig að merkingin var farin af staðnum. Þá skaust Jamestown upp í hugann svo við fórum bara með bátinn og allar græjurnar út í Hafnir, hringdum í Jón Borgarsson og fengum staðsetningu og þar byrjaði þetta Jamestownævintýri mitt.“
Sérðu fyrir þér sögusetur þarna Helga? Helga Margrét: „Kerfið er þungt og við þurfum náttúrulega að sækja um styrki og við höfum ákveðna sýn. En við sjáum fyrir okkur þarna sögusafn. Það eru margar sögur úr Höfnum, ekki bara Jamestown, en aðal áhugamál okkar núna í félaginu er að reyna að merkja þær minjar sem við höfum fundið, þau hús sem við höfum fundið og hafa að hluta eða öllu leyti verið byggð úr timbri úr Jamestown. Það að búið væri að flytja hús á milli Njarðvíkur, Vatnsleysustrandar og inn í Blésugróf í Reykjavík. Við viljum endilega fá að merkja þessi hús. Það voru ekki bara þessir hundrað þúsund plankar sem voru í þessum farmi, heldur var káeta skipstjórans öllu úr mahóní og það var margt um borð í skipinu annað en segl og vírar og timbur.“ Sérðu fyrir þér safnið eitthvað í líkingu við það sem er á Fáskrúðsfirði með franska spítalann? Helga Margrét: „Já, við getum búið til Kotvog í þeirri mynd sem franski spítalinn var gerður. Við eigum okkur þann draum að setja á svið hvernig Hafnir voru. Hvernig var byggðin þarna, hvaða fólk bjóða þarna? Jón Thorarensen ólst t.d. upp þarna hjá Hildi frænku sinni og hann skrifaði margar bækur eins og Litla skinnið og Suðurnesjaannál sem birtist í Rauðskinnu. Það eru margar frásagnir sem hægt væri að gera skemmtilega sögusýningu um.“ Þetta er skemmtilegt verkefni og þið iðið í skinninu að halda áfram? Tómas: „Já, nú er komið að kafla tvö. Nú er þessi bók komin út og nú brettum við upp ermarnar og fáum fjármagn til að geta sett vegleg, falleg skilti á þau hús sem við vitum 100% að hafa timbur úr skipinu svo að sagan glatist ekki.“
Forsvarsmenn áhugafélagsins um Jamestown afhentu árið 2019 Byggðasafni Reykjanesbæjar muni úr strandinu. Á myndinni eru f.v.: Sigurður Steinar Ketilsson (látinn), Tómas J. Kútsson, Helgi Valdimar Viðarsson Biering, Eiríkur Páll Jörundsson og Helga Margrét Guðmundsdóttir.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 73
Mikil uppbygging á Suðurnesjum í kjölfar strands Jamestown sér heimili en þessi hús eru nú flest eða öll farin. Tómthúsin voru svo mörg að það varð mikil uppbygging á Suðurnesjum einmitt vegna þessara húsa. Fólkið margt ílentist þar og sennilega hefur hvergi verið önnur eins uppbygging á skömmum tíma og alveg klárt mál að þetta var ekki slegið út fyrr en á stríðsárunum með komu hersins. Fram að því var þetta mesta uppbygging sem átti sér stað á Suðurnesjum þó þetta væru lítil hús, þá dugðu þau enda þörfin mikil.“ Halldór Svavarsson, höfundur bókarinnar um strand Jamestown segist hafa verið óragur við að banka uppá í húsum sem hann hafi heyrt að væru byggð úr timbri úr þessu stóra skipi. Þá segir hann að eftir að bókin var prentuð hafi hann fengið mikið af upplýsingum sem bæta við söguna.
Halldór Svavarsson hefur verið með söguna um Strand Jamestown á bak við eyrað í aldarfjórðung en hefur helgað sig verkefninu síðustu fjögur ár, lesið allt sem skrifað hefur verið um skipið og velt við öllum steinum. Hvað varð til þess að þú skrifaðir þessa bók? „Fyrir allmörgum árum síðan, sennilega 25 árum, fór ég með Lionsklúbbnum mínum úr Hafnarfirði hingað suður. Skólakennari var upplýsa okkur í ferðinni og segja okkur eitt og annað og minntist á þetta skip en sagði nú lítið um það. En þetta vakti áhuga minn. Síðan fór ég að viða að mér efni og lesa mig til. Það er víða minnst á þetta strand en hvergi verið skrifaður samfelldur texti um allt sem hægt er að segja, heldur eins og menn upplifðu þetta hér á landi og töldu að væru geysileg verðmæti í silfri í skipinu. Síðan eru mörg hús byggð úr þessu efni, níu íbúðarhús í Höfnum, fyrir utan öll önnur hús, útihús og allt saman. Einhvers staðar sá ég að talað var um að heilsufar hefði almennt batnað. Það voru vegna þess að fólk fór úr misgóðum torfhúsum yfir í ný timburhús. Það eru ennþá allmörg hús sem standa uppi, til dæmis í Keflavík og víðar, sem búið er að byggja við eða hafa verið rifin og hluti af efninu hefur verið notað í annað og ég veit um eitt slíkt hús í Hafnarfirði líka.
Svo má segja að uppbyggingin hafi verið alveg sérstök. Þetta var mikið kuldatímabil. Fólk yfirgaf heiðarbýlin inn til dala. Það var um tvennt að ræða; annað hvort að fara til Ameríku og freista gæfunnar þar eða setjast að við sjávarsíðuna. Við sjávarsíðuna vantaði alltaf fólk í vinnu. Og útvegsbændur sem þar voru, þeir voru þakklátir fyrir að fá þetta fólk og þeir útveguðu þessu því land undir lítið hús og þau voru síðan nefnd tómthús. Þarna bjó fólk
Efra Sandgerði er byggt úr Jamestown-timbri.
Keyptu sína síðuna hvor Þegar skipið klofnaði á strandstað hafi Duus kaupmaður í Keflavík keypt aðra síðu skipsins og notað viðinn m.a. til að byggja það hús sem í dag er þekkt sem bíósalur Duus í Grófinni. Hina síðuna keypti Ketill stórbóndi í Kotvogi sem var talinn einn ríkasti maður Íslands á þessum tíma. Síðurnar voru engin smásmíði en þær voru fimm metrum lengri en knattspyrnuvöllur, yfir hundrað metrar. „Það voru þvílík verðmæti í kringum þetta allt saman. Bara það að skipið var klætt með eir. Ketill í Kotvogi eignaðist mörg tonn af eir sem hann seldi til Englands og fékk
Sjólist, hús Unu í Garði, er byggt úr timbri úr Jamestown. fyrir fullt af peningum, enginn veit hvað mikið. Allt skipið var neglt saman með koparnöglum. Það mátti ekki nota járn, það ryðgar og gat skemmt timbrið. Svo þegar eir og járn liggur saman þá eyðir eirinn járninu. Menn vildu forðast trjámaðkinn.Það var ekkert ráðið við ef hann komst að og ekki var hægt að taka svona stór skip í slipp á sínum tíma,“ segir Halldór um skipið og þau verðmæti sem fengust úr flaki þess. Strand Jamestown við Hafnir var stór atburður á sínum tíma. Á þessum tíma var mikill ís, það var hægt að ganga á ís frá Reykjavík og út í Viðey og eins var hægt að ganga á ís á Breiðafirði, m.a. út í Flatey. Ísinn kom að Suðurnesjum að vestanverðu. Það var hátt fiskverð hjá kaupmönnum en aflinn var lítill.
Margir vildu komast í pottinn Tómas Knútsson færði Halldóri Svavarssyni höfundi bókarinnar um Strand Jamestown penna sem er smíðaður úr viðarbút úr skipinu.
Akkeri úr Jamestown er til sýnis framan við Kirkjuvogskirkju í Höfnum.
„Þannig að þetta var mikill fengur að fá þetta timbur og þá var slegist um að fá það. Þetta var notað í allt. Venjulega áttu þeir sem áttu jarðir og strendurnar, rekann sem þangað kom. Strand Jamestown flokkast ekki undir reka. Þetta hlaut að flokkast undir strand og þar með heyrði það undir yfirvaldið. Það var heilmikil barátta. Margir vildu komast í pottinn og fá eitthvað úr þessu. En almennt græddu menn vel á þessu og varð til að bjarga mörgum manninum og heimilum. Það voru tveir menn sem gerðu tilboð í að bjarga timbrinu úr skipinu en eftir að þeir höfðu klárað efstu lestina, voru þeir búnir að fá nóg. Þá voru tvær lestar eftir og þeir sögðu sig frá verkinu og bændur tóku sér saman og fengu Duus kaupmann til þess að vera í forsvari til þess einmitt að reyna að bjarga því sem bjargað yrði og þeir björguðu miklu fyrir sjálfa sig. Menn fóru fjórir til fimm hóp og björguðu timbri, komu því í land og þannig eignuðust margir mikið timbur sem þeir gátu
selt austur um allar sveitir, hingað og þangað og hverjum sem var.“
Búinn að lesa allt sem hefur verið skrifað um Jamestown Halldór segir heimildavinnuna hafa verið sérstaka. Málið vakti áhuga hans fyrir 25 árum en síðustu fjögur ár hefur hann helgað sig þessu verkefni eingöngu. „Ég er búinn að lesa að ég held allt sem hefur verið skrifað um þetta strand í tímaritum, blöðum og fréttum. Svo byrjar ballið, það er að bera saman fregnirnar. Þeim ber alls ekki saman. Frásagnir byggðust mikið á kjaftasögum og því krassaðri sem þær voru því skemmtilegri voru þær sem þýðir að þegar ég fer að rekja þetta nota ég hyggjuvit, ef ég hef eitthvað af því, til þess að koma þessu saman í einhvern veginn svona það sem ég trúi því sjálfur að sé raunveruleiki. Ég var svo heppinn að ég fékk Jónas Sigurgeirsson útgefanda hjá Almenna bókafélaginu. Hann er ákaflega fær og góður útgefandi, hefur gott lag á því að velja sér aðstoðarfólk og samstarfsfólk sem kann til verka. Þar er maður sem kann að leita upplýsinga í útlöndum í upplýsingabönkum þar sem eru með heimildir af ýmsu tagi. Eitthvað sem ég kann ekkert á. Hann leitaði eftir þessu og þaðan koma upplýsingarnar um það hvað gerðist úti í Ameríku áður en skipið kom til Íslands, þegar það fórst og ýmsar aðrar upplýsingar. Ég hef samviskusamlega skrifað þetta niður og gert það eins vel og ég hef haft vit og getu til. Svo er ég svo heppinn að vera orðinn svo gamall og eiga nægan tíma. Ég hef nýtt mér hann óspart og konan mín hefur liðið mér það að leggja undir mig borðstofuborðið í fjögur ár og aldrei kvartað og bara kát við kallinn sinn eins og þar stendur,“ segir Halldór Svavarsson, höfundur sögunnar um Strand Jamestown úti fyrir Höfnum 1881.
74 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hljóp eftir hamborgaratilboði í skötuveislunni
Inga Lára Jónsdóttir er mjög mikið jólabarn og á margar skemmtilegar jólaminningar. Hún var dugleg að kaupa jólagjafirnar snemma og í búðum á Suðurnesjum. Inga Lára fer alltaf í skötuveislu í fjölskyldunni en man eftir því þegar hún fór þangað fyrst ung að árum en ekki spennt fyrir skötu. Þá laumaði afi hennar að henni pening svo hún gæti skotist eftir hamborgara. Nafn og starf/staða: Inga Lára Jónsdóttir – markaðsstjóri hjá Lagardère Travel Retail Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Ég keypti flest allar gjafirnar á netinu fyrir þessi jól og í verslunum hérna í Reykjanesbæ. Ég reyni alltaf að vera búin að kaupa allar gjafir í byrjun desember og það tókst hjá mér í ár. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Ég er mjög mikið jólabarn og hef alltaf sett nokkur ljós í gluggana í byrjun nóvember. Síðan bæti ég jafnt og þétt við í nóvember og desember þannig að ég var að byrja á svipuðum tíma og venjulega að skreyta fyrir þessu jól. Skreytir þú heimilið mikið? Ég er ekki með mjög mikið jólaskraut í hillum en er með töluvert að ljósum til að lýsa upp skammdegið. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmáköku? Ég hef aldrei bakað mikið fyrir jólin en um þessi jól ætla ég að baka Sörur og lagköku. Ég fæ að sjálfsögðu smá leiðsögn frá mömmu sem bakar allra
bestu lagkökuna, hún er í miklu uppáhaldi hjá öllum á heimilinu. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Já ég er með nokkrar fastar jólahefðir. Við Guðni förum á allavega eina jólatónleika fyrir jólin, fátt sem kemur mér í jafn mikið jólaskap og ljúfir jólatónar. Síðust ár höfum við farið á Nova-svellið með strákana okkar og þá höfum við oft nýtt ferðina til að finna hið fullkomna jólatré. Skötuveisla hjá föðurfjölskyldunni er búin að vera partur af jólunum okkar í mörg ár. Þessi hefð varð til þegar ég var í kringum 10 ára og afi bauð öllum sem höfðu áhuga á að koma til sín í skötu á Þorláksmessu. Ég mætti alltaf en alls ekki til að borða skötu, afi laumaði til mín pening og ég hljóp út í sjoppu og keypti mér hamborgaratilboð.
skyldunnar á aðfangadag. Ég og bróðir minn klæddum okkur upp í jólasveinabúninga og nutum þess að hitta frændsystkini okkar sem voru öll að farast úr spenning eins og við. Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Já ég hef gert það. Fór alltaf í miðnæturmessu með foreldrum mínum og bræðrum hérna áður fyrr. Fannst það mjög hátíðlegt og partur af jólunum. Ég fór einnig oft með afa mínum heitnum í messu milli jóla og nýárs, honum leið hvergi eins vel og í kirkjunni. Ég hef ekki verið eins dugleg að fara í messu síðustu ár meðan strákarnir mínir eru enn svona litlir en það breytist vonandi á næstu árum.
Hvernig er aðventan - hefðir þar? Eins og ég nefndi hér fyrir ofan þá fer ég alltaf á tónleika fyrir jólin, finnst það vera algjörlega ómissandi. Covid braut þessa hefð í fyrra en sem betur fer ekki aftur þessi jólin.
Eftirminnilegasta jólagjöfin? Ég man mjög vel eftir því þegar ég fékk nýja kommóðu i herbergið mitt þegar ég var í kringum 10 ára og í kommóðunni leyndust nýjar Lewis gallabuxur. Á þessum tíma var fatadellan að hellast yfir mig og hefur lítið breyst síðan.
Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Fyrsta jólaminning mín er þegar ég, afi, pabbi og bróðir minn skutluðumst með alla pakkana til fjöl-
Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Óskalistinn er ekki langur þessi jólin en mig langar að eignast vöðlur. Strákarnir fengu veiðidelluna í vöggugjöf frá pabba sínum og nú
langar mig að græja mig upp og skella mér með þeim í sumar. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Við verðum með hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld og heimagerðan
Toblerone ís í eftirrétt. Við ólumst bæði upp við að borða hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld en gætum alveg hugsað okkur að breyta þeirri hefð á næstu árum.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 75
Átta einbýlishús verða að raðhúsum í Vogum Óskað hefur verið eftir breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis Grænuborgar. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir átta einbýlishúsum við Sjávarborg 2–16. Sú breyting sem lögð er til að lóðirnar verði fjórar og innan hverrar raðhús á einni hæð. Forsvarsmenn Grænubyggðar ehf. mættu á fund skipulagsnefndar til að fara betur yfir tillöguna. Í afgreiðslu skipulagsnefndar segir að nefndin fari fram á að byggingarlína hverrar raðhúsalengju sé brotin upp til að ásýnd við götu verði ekki einsleit. Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt.
Stytting á opnunartíma leikskóla geti fælt tilvonandi íbúa frá því að flytja í ört stækkandi sveitarfélag Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga ræddi fyrirspurn frá íbúa og bréf frá starfsfólki leikskóla sem lögð voru fyrir fræðsluræða á síðasta fundi ráðsins. Rætt var um opnunartíma leikskólans og dvalartíma barna. Í júlí samþykkti fræðslunefnd samhljóða að leggja til að hámarksdvalartími barna á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum verði styttur í 8,5 klst. á dag. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa síðan staðfest samhljóða þá tillögu.
Fulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun: „L-listinn, listi fólksins harmar að hafa samþykkt breytingar á styttri viðverutíma leikskólabarna og dregur því fyrri ákvörðun sína til baka. Við teljum að þessi breyting geti fælt tilvonandi íbúa frá því að flytja í ört stækkandi sveitarfélag sem Vogar eru. Stjórnendur sveitarfélagsins verða að átta sig á legu sveitarfélagsins. Litla atvinnu er hér að fá og þurfa því flestir að sækja vinnu á
höfuðborgarsvæðið eða til Reykjanesbæjar og því er ferðatími allt upp undir 40 mínútur frá höfuðborgarsvæðinu. Við í L-listanum skorum því á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína og fresta þessari breytingu að sinni og í framhaldi að vinna að því að finna betri lausn á þessu máli í samráði við foreldra barna í sveitarfélaginu.“
OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT
Ungmennaráð fær fimm milljónir Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt með öllum atkvæðum að veita ungmennaráði bæjarins fimm milljónir króna til ráðstöfunar á árinu 2022 eins og áður hefur verið gert. Fjármunum verði ráðstafað í einhver þeirra verkefna sem tilgreind voru á fundi ráðsins með bæjarstjórn þann 16. nóvember síðastliðinn í samráði við stjórnendur.
Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Að öðru leyti verða starfstöðvar fyrirtækisins opnar eins og venjulega. Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is
Aðgengismál í Grindavíkurbæ fá sex milljónir
Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða!
Ráðinn var sumarstarfsmaður á skipulags- og umhverfissvið Grindavíkurbæjar síðasta sumar til að skoða aðgengismál í fasteignum Grindavíkurbæjar og nokkrum útisvæðum. Gögn frá þessari vinnu lögð fram til kynningar á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur og sat sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fundinn undir þessum lið. Í drögum að fjárhagsáætlun, fyrir síðari umræðu, fyrir árið 2022 eru sex milljónir eyrnamerktar aðgengismálum. Þá eru önnur verkefni á fjárfestingaráætlun sem munu bæta aðgengi fyrir alla.
Sveitarfélögin skoði samstarf um umdæmisráð barnaverndar
vf is
Verið velkomin í Suðurnesjabæ!
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Félagsmálanefnd Grindavíkur leggur til að Grindavíkurbær hefji viðræður við sveitarfélögin á Suðurnesjum um samstarf um umdæmisráð barnaverndar. Jafnframt er lagt til að Grindavíkurbær sæki um undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda að baki barnaverndarþjónustu á grundvelli fagþekkingar. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti tillögu félagsmálanefndar á síðasta fundi sínum og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram.
Við óskum íbúum Suðurnesjabæjar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samskipti á árinu sem er að líða.
76 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Kveikti í vettlingunum sem komu upp úr jólapakkanum Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Grindvíkingur hefur síðustu árin á Alþingi verið upptekin við þingstörf fram eftir jólamánuðinum en þessi árin verður fjölskyldan erlendis. En þrátt fyrir það er mikið skreytt og Villi lumar á skemmtilegum sögum frá jólaundirbúningi og fleiru en það gekk vel núna á aðventunni þegar fjölskyldan var saman í sóttkví. Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Ég bý svo vel að vera kvæntur miklu jólabarni sem byrjar jólagjafainnkaupin síðsumars og er oftar en ekki búin að kaupa allt og jafnvel pakka inn fyrir desember. Ég kem með hugmyndir og aðra litla aðstoð inn í þetta. En Sigurlaug á afmæli á aðfangadag. Það eru því tvær gjafir sem standa eftir fyrir mig. Ég nota allan desember í að hugsa út í hvað skyldi kaupa. Það eru langir dagar á Alþingi fyrir jólin og nýti ég oftast stund á milli stríða þar til að skjótast eftir því sem hefur orðið fyrir valinu oftast örfáum dögum fyrir jól. Pakka því svo seint inn á Þorláksmessukvöld. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Jólaskreytingar eru oftast frekar snemma komnar upp hjá okkur. Við verðum í fyrsta sinn erlendis þessi jólin og því komu jólaskreytingarnar seinna upp nú en áður. Skreytir þú heimilið mikið? Já ég myndi segja að það sé almennt mikið skreytt enda með mikið jóla-
barn á heimilinu eins og áður var getið. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmáköku? Já við bökuðum nokkrar sortir nú fyrir jólin og gerum það oftast. Baksturinn einkennist mikið af þörfum hvers og eins heimilismanns, en það er ofnæmi fyrir hveiti og mjólk á heimilinu og svo er ég sjálfur á KETO. Súkkulaðibitakökurnar hennar ömmu og maregnstopparnir hennar mömmu hafa alltaf skapað eftirvæntingu. Svo bakaði ég lagtertu í Keto-stíl núna sem er alltaf góð. Svo er bara að muna að borða þetta strax því það er nóg annað til að borða yfir jólin sjálf og þá vill maður daga uppi með smákökurnar sem klárast ekki fyrir jól. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Þær eru ekki svo margar né strangar. Okkar helsta jólahefð hefur verið afmæliskaffi á aðfangadagsmorgun fyrir afmælisprinsessuna á heimilinu. Við hjónin setjum svo jólasokkinn upp síðustu nóttina með strákunum með von um um að fá eitthvað fallegt frá jólasveininum. Hvernig er aðventan - hefðir þar? Aðventan er mér kær en þann 8. desember 2006 útskrifaðist ég sem lögreglumaður og þann dag fékk ég eiginkonuna í útskriftargjöf og
eigum við því afmæli á aðventunni. Aðventan undanfarin ár hefur einkennst af óskipulagi og óvissu. Aðventan er mikill annatími á Alþingi og því gáfumst við fljótt upp á að plana tónleikaferð eða aðra viðburði á aðventunni. Sigurlaug er flugfreyja og ekki hjálpar það til við að gera reglulega dagskrá. Okkur finnst samt mjög gaman þegar við náum að fara á tónleika og reynum það gjarnan. Þegar ég var yngri þá fórum við fjölskyldan alltaf til systur hennar mömmu í laufabrauðsbakstur sem var alltaf mikið tilhlökkunarefni. En ég borða alltaf skötu hjá tengdó á Þorláksmessu. Covid hefur í raun hjálpað við undirbúning jólanna nú. Synir okkar þrír fengu Covid hver á eftir öðrum án þess að vera veikir. Við nýttum því tíman hér heima saman í sóttkvínni við að gera jólahreingerningu, bakstur og skreyta húsið. Hveru eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Fyrstu jólin sem ég man eftir voru heima á Sauðárkróki þegar ég um 6 ára. Að borða lambahrygg. Þá gleymdist að kaupa Mackintosh-ið fyrir jólin sem var mikill skellur. En svo opnaði ég jólapakka frá systur hans pabba og hafði hún laumað fullt af Mackintoshi með, ég varð svo ánægður að ég henti vettlingunum sem ég hafði fengið í pakkanum
beint á kertaskreytinguna og kveikti í þeim. Jólaminningarnar eru flestar frá jólaundirbúningi og hefðum frá því að ég var ungur á Sauðárkróki. Stússið í kringum jólabakstur og ný jólaföt með ömmu og mömmu. Við fórum svo alltaf til ömmu og afa í eftirréttinn þar sem fleiri úr fjölskyldunni voru og spiluðum langt fram á nótt. Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Ég hef farið nokkrum sinnum í messu yfir jólin en það er ekki föst hefð. Það er alltaf hátíðlegt og gott að fara í messu. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Það er líklega sú sem ég barðist hvað mest fyrir en átti aldrei von á að ég fengi. Það var svo stór gjöf að biðja um á þeim tíma. En þá var ég að biðja um að fá 14“ litasjónvarp með fjarstýringu í jólagjöf. Svo má
Gleðilega hátíð Bláa Lónið óskar þér gleðilegrar hátíðar
blaalonid.is
ekki gleyma gjöfinni með fyrrnefndu Mackintosh-i. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Ég á nú oftast mjög erfitt með að svara því hvað mig langar í jólagjöf. Geri helst bara kröfu um að það sé eitthvað praktískt og að það séu líkur á að það nýtist. Besta jólagjöfin eru allar þær góðu minningar sem fjölskyldan skapar saman um jólin. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það á nú það sama við hér og um jólabaksturinn að þetta er soldið fjölbreytt vegna mismunandi þarfa og smekk fjölskyldumeðlima. En það hefur kannski verið hefðin hjá okkur að það sé fjölbreyttur matseðill. Ég hef nú samt held ég á öllum mínum jólum fengið íslenskt lambakjöt. Allir líkur á að við gerum eitthvað öðruvísi í ár hvað þetta varðar.
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA
78 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fyrstu jólin hjá Skiphólsprinsessunni
Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir er húsmóðir í Skiphól í Garðinum. Hún er heimavinnandi eins og sagt er, er að jafna sig eftir slys á sjó og bíður þess að komast á Reykjalund í endurhæfingu. Hún sagði sögu sína í Víkurfréttum haustið 2020 en hún hafði misst helming af blóði líkamans og hægri fótur hennar laskaðist mikið eftir árekstur slöngubáts og sæþotu úti fyrir Reykjavíkurhöfn. Bataferlið var erfitt og tók mikið á Kristbjörgu Kamillu. En það voru líka gleðistundir, því í miðjum batanum þá varð hún ófrísk af sínu fyrsta barni. Nú eru fyrstu jólin saman hjá Kristbjörgu Kamillu, Ingibjörgu Aþenu Skiphólsprinsessu og Andrési Péturssyni og því mikill spenningur. Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Langbest að gera þetta allt saman á netinu nýta sér Singles day, Black friday og Cyber monday. Ekkert ves, bara góður kaffibolli, rólegheit og þægileg jólatónlist. Ég fletti i gegnum Heimkaup og Hópkaup fyrir alla krakkana og athuga hvort það sé eitthvað fallegt og skemmtilegt þar annars eru það Samhentir, Lely og Progastro sem eru mínar uppáhalds, ha ha, svo eru það bara verkfæri fyrir kallinn, enda er hann þúsundþjalasmiður.
Hvað með jólaskreytingar, voru þær fyrr í ár? Já, ég byrjaði i nóvember. Það eru fyrstu jólin hjá dóttur minni svo ég er að sjálfsögðu extra spennt. Skreytir þú heimilið mikið? Það er millivegur á öllu í lífinu ef það yrði of mikið þá yrði heimilið of krökkt en ég er með marglita jólaseríur í öllum gluggum, jólagardínur í eldhúsinu og jólasveinanebba á nokkrum stöðum í húsinu.
Blái herinn sendir öllum Suðurnesjamönnum kærar jóla- og nýárskveðjur og þakkar stuðninginn í 26 ár.
Bakarðu fyrir jólin? Áttu þér uppáhaldssmáköku? Ég geri súkkulaðibitakökur sem eru með gróf söxuðum möndlum og suðusúkkulaði. Svo reyni ég að gera nokkrar sörur. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Já, það er alltaf aligæs og hjá mömmu og við gerum alltaf sósu saman og fáum okkur sitthvort staupglasið af rauðvíni. Svo reyki ég mitt eigið hangikjöt og tvíreykt læri. Hvernig er aðventan, eru hefðir þar? Hefur Covid verið að trufla undirbúning jólanna? Covid hefur ekki truflað okkur neitt því við förum ekki lengra en i næsta hús og það er til mömmu annars er það bara rólegheit. Ég hef engan áhuga á æsing né ferðalögum. Ég er svo heimakær á hátíðum. Eins og ég sagði þá er það bjúgnagerð og hangikjöt sem startar jólafílingnum hjá okkur. Hveru eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Já, jólin 1995, það voru fyrstu jólin hjá mér mömmu og fósturpabba mínum. Mig langaði svo í kórónu sem spilaði tónlist og ég fékk hana í jólagjöf.
Sendum starfsmönnum okkar, viðskiptavinum og bæjarbúum öllum okkar bestu jólakveðjur og óskum þeim farsældar á nýju ári.
R EYKJANESHÖ FN
Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Nei það hefur aldrei tíðkast hjá mér. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Klárlega kórónan, hahaha. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Já, ekta kokka hnífa sem ég er reyndar búin að fá. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Í ár er það aligæs á aðfangadag. Á jóladag er hamborgarhryggur eldaður í rauðvíni, lauk, hvítlauk og fersku rósmarín og timjan. Mín uppskrift. Annan í jólum er hangikjöt sem ég verka sjálf og reyki með birki og taði. Annars skiptum við alltaf annað hvert ár, gæs og hamborgarhryggur. Í fyrra var þetta öfugt. Svona hefur þetta verið í mörg mörg ár en alltaf hangikjötið okkar á annan í jólum.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 79
KATARZYNA ÞÓRA MATYSEK
Syngjum og hlustum á jólalög á pólsku og það er góð stund Katarzyna Þóra Matysek er frá Póllandi og starfar sem kennari í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ. Hún á mann og þrjú börn sem eru tveggja og hálfs árs, níu ára og þrettán ára. Börnin elska íslensku jólasveinana þrettán og fjölskyldan reynir að blanda saman menningu og taka allt það sem er frábært í bæði íslenskri og pólskri jólamenningu. Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Ég reyni að nýta tækifæri þegar ég er í Póllandi og ég kaupi eitthvað sem er ekki hægt að kaupa á Íslandi, til dæmis pólskar bækur, pólsk borðspil eða eitthvað annað. Það er gaman að finna eitthvað sérstakt. Flestir gera þetta ef þau fara til útlanda og sjá eitthvað skemmtilegt, það er eðlilegt. Ég byrja frekar seint að versla gjafir og ég hugsa ekki um þetta fyrr en í október. Á Íslandi kaupi ég alltaf lopapeysur, sokka, útiföt og íslenskar bækur ef það er á jólalistanum. Ég panta frekar á netinu bæði hér og úti. Mér finnst ekki gaman að fara í búðir þegar mikið af fólki er út um allt. Ég er ekki IKEA eða „moll“ manneskjan. Ég fer frekar í desember í smá bíltúra og göngutúra til að skoða öll jólaljósin og allt jólaskrautið. Ef ég þarf að kaupa auka gjafir fer ég stundum að versla í Kringlunni en ekki mikið. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Skreytir þú heimilið mikið? Fjölskyldan mín hefur oft sett skreytingar upp í desember en núna á þessu ári fannst mér gott að hafa kósý og meiri birtu í lok nóvember. Við erum búin að hengja upp jólaseríur en við ætlum að gera meira rétt fyrir jólin þegar allir eru komnir í frí. Við viljum ekki hafa of mikið dót heima og það á einnig við um jólaskraut. Okkur finnst smekklegra að hafa ekki of mikið. Við perlum, teiknum snjókorn, jólasveina, jólakúlur til að hengja upp heima hjá okkur. Þetta er heimagert skraut. Jólatréð er aðalskrautið á heimilinu okkar og að skreyta tréð er mikilvægast fyrir okkur. Jólatré er alltaf sett upp rétt fyrir 24. desember.
79
Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári!
Óðinsvöllum 11 • 230 Keflavík • Kt. 450986-1949 • VSK.nr. 9109 Banki: Íslandsbanki 0542-26-82
Borg
Leikskólinn Völlur
Bakarðu fyrir jólin? Áttu þér uppáhaldssmáköku? Við bökum alltaf piparkökur. Þetta er fjölskylduhefðin okkar og það er alltaf gaman hjá okkur á þessari stundu. Krakkarnir mínir mála og
Gistiheimili
skreyta smákökur en við bíðum þangað til amma barnanna kemur frá Póllandi. Sama með jólatréð (við bíðum eftir henni). Amma hefur ekki mörg tækifæri til að vera með okkur daglega svo jólaundirbúningur er okkar besti tími fyrir samveru. Við syngjum og hlustum á jólalög á pólsku og það er góð stund. Við borðum ekki kjöt á aðfangadag, heldur fisk, salat, pierogi, síld, súpu og eitthvað sætt. Á jóladag eða Gamlárskvöld eldum við oft eitthvað séríslenskt eins og til dæmis lambalæri, hamborgarhrygg og kartöflur. Hvernig er aðventan - hefðir þar? Við tökum þátt í öllum atburðum sem eru í boði í leik- og grunnskóla barnanna fyrir jólin, einnig jólatónleikum þar sem börnin okkar stunda nám í tónlistarskóla. Því miður truflar Covid sumt af þessu, eins og til dæmis áttum við núna að fara á leikhússýningu en henni var frestað. Það sem er jákvætt í þessum Covid tíma finnst mér rólegir dagar sem gefa okkur möguleiki á að njóta að samveru heima með fjölskyldu að elda, baka, föndra, spila og fara út ef veður leyfir það Hveru eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Ég man eftir jólum þar sem fjölskyldan mín var alltaf saman og eftir matinn á aðfangadag áttu öll börn að fara út t.d. með afa og bíða þangað til fyrsta stjarna sást á himninum. Þetta var gert til að fanga athygli barnanna á meðan foreldrar settu jólagjafir undir jólatréð. Þetta var mjög skemmtilegt. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Ég sem barn fékk leikföng, föt og bækur sem jólagjafir en ég man ekki eftir neinu sérstöku, jú kannski eina Barbie dúkku. Núna langar mig að fá góðar bækur og góða íþróttaúlpu í jólagjöf til að geta farið út að hlaupa í vondu veðri.
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!
80 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Jólahangkjötið borðað á Zoom Gísli Hlynur Jóhannson, rekstararstjóri Húsasmiðjunnar borðaði jólahangikjötið „rafrænt“ um síðustu jól með systkinum sínum og gerir það aftur í ár. Jólahefðirnar hafa breyst hjá honum og fjölskyldunni og það er mikið skreytt á heimilinu. Jólatónleikarnir eru líka rafrænir í ár hjá Gísla og fjölskyldu sem hér svarar jólaspurningum Víkurfrétta. Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Ég er að tína þetta til svona seinni hluta árs, hér og þar. Lítið að kaupa á netinu. Aðal jólagjafirnar í ár handa barnabörnunum koma frá LEEDS. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Þær byrjuðu fyrr í fyrra en vanalega, flest allir heima út af „Covid“ og svo var þetta svipað nú í ár. Í byrjun nóvember var allt komið á fullt, bæði úti og inni. Skreytir þú heimilið mikið? Já, mjög mikið og höfum við hjónin mjög gaman af því. Barnabörnin fá að njóta þess líka þegar þau koma í heimsókn og þeim finnst spennandi að fá að skoða jólasveinana og leika sér aðeins með þá. Áttu þér uppáhalds smáköku? Mömmu-kökurnar eru alltaf bestar!
Eru fastar jólahefðir hjá þér? Þær hafa aðeins breyst, börnin eru farin að bjóða okkur í mat á aðfangadag. Á jóladag er hangikjöt fyrir fjölskylduna í hádeginu. Síðan höfum við systkinin haldið hangikjöts hefð foreldra okkar og skipst á að vera með hangikjöt um kvöldið á jóladag. En Covid hefur sett strik í reikninginn þar. Við prófuðum að vera með þetta á Zoom í fyrra og tókst það bara ágætlega og verður það aftur svoleiðis í ár. Hópurinn okkar systkinanna er þar að nálgast að vera 50 með öllum börnum, tengda-, og barnabörnum. Hvernig er aðventan - hefðir þar? Höfum ofast farið á einhverja tónleika, en höfum ekki farið núna í þessu Covid ástandi, heldur höfum við bara keypt streymi af tónleikum sem er alveg þægilegt líka. Við bökum nokkrar smákökutegundir, soðið brauð og flatkökur. Við eigum fjögur barnabörn og voru þau öll hjá okkur helgina 10.-12. des. Þá voru
bakaðar piparkökur. Málað að sjálfsögðu og allir jólasveinarnir teknir í gegn og leikið sér með. Hveru eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Spennan var alltaf mikil á aðfangadag og var alltaf tekinn upp einn pakki meðan var verið að ganga frá eftir matinn. Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Ég gerði það alltaf með pabba þegar hann var á lífi, þá fórum við í messu kl. 18:00 og mamma sá um að klára undirbúninginn. Svona í seinni tíð höfum við ég og konan mín stundum farið í miðnæturmessu. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Það eru gjafir frá börnunum, þá sérstaklega myndir af börnunum okkar og fjölskyldu. Líka myndir á dagatali frá þeim frá liðnu ári.
Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Skemmtilegast að fá myndir af börnum okkar, barnabörnunum of fjölskyldu.
Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það voru hefðir með hamborgarhrygg, en hefur minnkað mikið. Hreindýrið er að yfirtaka gömlu hefðina.
Foreldrar fjölbura fái afslátt Afsláttur á gjöldum fyrir foreldra fjölbura hjá dagforeldrum í Reykjanesbæ var tekinn fyrir í bæjarráði Reykjanesbæjar á dögunum. Lagðar voru fram tillögur um að foreldrar fjölbura fái sama afslátt hjá dagforeldrum og gildir um systkini í leikskólum. Niðurgreiðsla Reykjanesbæjar með hverju barni er 65 þúsund krónur á mánuði. Hlutur foreldra hefur verið 65 til 70 þúsund krónur. Lagt er til að foreldrar fjölbura fái sama afslátt hjá dagforeldrum og gildir um systkini í leikskólum. Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur.
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða.
Tillaga 1: Fyrsta barn hjá dagforeldri fái almenna niðurgreiðslu frá Reykjanesbæ, kr. 65.000,Annað barn fái 50% afslátt og niðurgreiðsla Reykjanesbæjar verði því kr. 97.500,- og þriðja barn fái frítt gjald sem gerir hlut Reykjanesbæjar kr. 130.000,Athugið að þessar tölur miðast við núgildandi niðurgreiðslur sem renna beint til dagforeldrisins. Foreldrar greiða dagforeldrinu sinn hlut. Tillaga 2: Foreldrar fjölbura, sem ekki fá pláss hjá dagforeldri strax þegar fullu fæðingarorlofi lýkur, geta sótt um að fá styrk sem nemur sömu upphæð og sveitarfélagið leggur fram hverju sinni. Slíkri beiðni þarf að fylgja staðfesting á plássi frá dagforeldri með upplýsingum um hvenær barnið muni komast að.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 81 81
Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári!
Stundum búin að kaupa þrjár gjafir handa einum og ekkert handa öðrum „Elsku Jón Björn sér um matargerðina á aðfangadag, hann er bestur í sparimat,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ. Hilma segist mjög þakklát þeim sem fundu upp á því að selja tilbúið deig í verslunum. „Það er stórkostlegt að geta leyft krökkunum að raða kökum á ofnplötu og þær eru tilbúnar örfáum mínútum síðar. Það er algjört uppáhald.“ Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Ég reyni að byrja snemma á jólainnkaupum, ég reyni líka að versla hér á Suðurnesjum og reyni að nýta afslætti og tilboð. Það er samt ekki þar með sagt að ég geri þetta allt. En stundum. Ég verð mjög óreiðukennd í þessum málum, er stundum búin að kaupa þrjár gjafir handa einum og ekkert handa öðrum og þarf svo að stilla þetta af þegar jólin nálgast. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Já, ég er ekki frá því. Við settum útiljósin upp frekar snemma upp í ár. Það er gott að fá jólaljósin upp þegar það fer að dimma. Skreytir þú heimilið mikið? Fyrir mér á jólaskraut að vera ófullkomið og helst svolítið gamalt. Heimilið mitt verður eiginlega eins og jólaskreytt bekkjarstofa hjá 6. bekk í grunnskóla. Sem mér finnst bæði rómantískt og kósý. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmáköku? Ég er mjög þakklát þeim sem fundu upp á því að selja tilbúið deig í verslunum. Það er stórkostlegt að geta leyft krökkunum að raða deigi á ofnplötu og fá tilbúnar kökur örfáum mínútum síðar. Það er algjört uppáhald. Mitt stærsta jólaundirbúningsverk snýr samt að bakstri. Ég reyni alltaf að baka brúntertuna frá ömmu Fríðu, sem er hin hefðbundna lagterta með hvítu kremi og rabarbarasultu á milli. Þegar sú bökunarlykt kemur í húsið mitt þá er aðventan í hámarki Þetta hnoðtertan og þetta tekur mig heillangan tíma að gera þetta – ég þarf alltaf heilan dag til verksins. Það þótti ömmu minni og nöfnu alltaf fyndið. Enda gat hún hent hún í margar lagtertur fyrir hver jól og bjó til nokkrar smákökusortir á meðan. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Mér finnst gaman að hefðum og á þær nokkrar en þær eru ekki heilagar. Mér finnst í góðu lagi þó brugðið sé út af vananum og vil allra síst að hefðir séu kreistar fram þegar það er ekki tími eða rými fyrir þær.
Samverustundir með fjölskyldunni er sú hefð sem aldrei bregst, hvernig sem þeim stundum er háttað eða hvað er á boðstólnum. Hvernig er aðventan – eru hefðir þar? Mér finnst gaman að sjá börnin mín spila og dansa fyrir jólin. Jólatónfundir tónlistarskólans og danssýningar Danskompanís veita mér ánægju og gleði. Tengdafjölskyldan mín hittist yfirleitt í laufabrauðsútskurði þar sem Kristjánslaufabrauð hefur alltaf vinninginn þegar kemur að bragðinu en svili minn þykir skera út fallegustu kökurnar. Ég er búin að undirbúa mig vel fyrir árið í ár og ætti að ná að toppa hann. Svo er ég svo lánsöm að tilheyra nokkrum dásamlegum vinahópum sem hafa haft þá hefð að hittast á aðventunni. Það er þó þannig með okkur fjölskyldufólkið, sem erum með börn á tilteknum aldri, að við eigum oft erfitt með að finna tíma. Einn hópurinn minn hefur fært jólahefðina sína yfir í nýárshefð í janúar, sem mér finnst bara algjörlega yndislegt að eiga inni eftir jólahátíðina. Annars segi ég stundum að það sé tvennt sem ég sé ekki sterk í, það er alltaf og aldrei. Mér finnst betra og skemmtilegra að leyfa hlutunum svolítið að koma til mín. Ég lifi út frá því að hvert tímabil í lífinu hafi sinn sjarma. Nú er ég á barnauppeldistímabilinu og þá er aðventan undirlögð ævintýrum sem tengjast þeim og þeirra lífi. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Ég er alin upp í Sandgerði og man eftir rólegum jólum með foreldrum mínum og bróður. Við vorum oft fjögur saman á aðfangadagskvöld og ég á notalegar minningar frá þeim stundum. Þegar ég var 12 ára fluttist skiptinemi inn á heimilið okkar. Það var 18 ára stúlka frá Ástralíu sem ég leit mikið upp til og geri enn. Ég man eftir því hvað okkur fjölskyldunni fannst skemmtilegt að upplifa jólin með henni og kynna hana fyrir íslenskum jólahefðum. Svo þegar ég var 15 ára fór ég ein til Ástralíu og upplifði jólin með henni og hennar fjölskyldu. Það er mjög eftirminnilegt að hafa verið í sólinni á jólunum og fengið að kynnast hefðum annarrar fjölskyldu.
Hefur þú sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Ég tók þátt í kirkjustarfi sem barn, enda held ég að ég hafi bara almennt tekið þátt í öllu því barnastarfi sem boðið var uppá í Sandgerði. Ég var bæði í KFUK og sótti sunnudagaskólann. Ég hef samt örsjaldan farið í messu á aðfangadag. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Við systkinin fengum eitt sinn skíði með öllu tilheyrandi í jólagjöf. Það gladdi okkur mjög enda fannst okkur gaman að skíða. Ég á bæði skemmtilegar minningar úr skíðaferðalögunum með skólanum og frá heimsóknum til ömmu Fríðu á Húsavík. Að ólgeymdri stórbrekkunni við Bjarmaland í Sandgerði hjá Rúnu frænku og Gæja frænda. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Mér þykja fallegar heimatilbúnar jólagjafir frá börnunum mínum alltaf bestar. Annars finnst mér upplifunarjólagjafir snilld. Nú eru skemmtilegar sýningar í gangi hjá leikhúsunum og margt sem mig langar að sjá þar. Samverustundir eru eðalgjafir. Svo segi ég bara eins og Laddi: Ég óska mér helst að það verði friður á jörð milli manna og meyja. Að öllu gamni slepptu þá óska ég mér þess helst að við látum okkur aðra verða, verðum vinaleg og hugsum fallega og hlýlega til þeirra sem í kringum okkur eru og þá helst þeirra sem hafa fáa í kringum sig. Það á enginn að vera einmana um jólin. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Frá því að krakkarnir fæddust og við höfum haldið okkar eigin jól. Þá höfum við verið með gamaldags hefðbundinn lambahrygg með öllu tilheyrandi. Elsku Jón Björn sér um matargerðina á aðfangadag, hann er bestur í sparimat. Ég sé um stöku meðlæti en aðallega er það mitt hlutverk að dreifa hátíðarstemningunni yfir heimilið á aðfangadag og gera huggó. Við höfum náð góðu samstarfi með skýrri verkaskiptingu þann daginn.
Hótel Grásteinn ehf
AÐALSKOÐUN
Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!
82 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Mamma laumar yfirleitt til mín kökudalli með engiferkökum og appelsínuspesíum
Hlynur Þór Valsson er kennari og tónlistarmaður í Covid-dvala. Hann væri sáttur að fá góðan skeggsnyrti eða rakspíra. „Annars hef ég aldrei viljað fá stórar gjafir heldur frekar að vera bara með fólkinu mínu og eiga góða stund saman,“ segir hann í skemmtilegu jólaspjalli við Víkurfréttir. Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Betri helmingurinn á heimilinu er yfirleitt löngu búin að kaupa allar gjafir löngu áður en ég ranka við mér korter í jól. Áður voru þetta þungar og langar verslunarferðir í borg óttans en mikið pantað af netinu núna. Aðeins minna stress. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Skreytingarnar eru svo sem ekkert mikið fyrr, við miðum yfirleitt við að byrja að skreyta í vikunni fyrir fyrsta í aðventu. Skreytir þú heimilið mikið? Alls ekki mikið, við á heimilinu erum bara nokkuð róleg í skreytingum innandyra og reglan minna er meira yfirleitt við lýði. Við vorum reyndar að flytja í einbýli og ég finn að það er stutt í Griswald gírinn núna þegar kemur að skreytingum utanhúss. Ég veit að einn góður nágranni minn vill endilega að ég bæti meira við.
Bakarðu fyrir jólin? Áttu þér uppáhaldssmáköku? Ég baka ekki fyrir jólin en ég er svo heppinn að elskuleg móðir mín laumar yfirleitt til mín kökudalli með engiferkökum og appelsínuspesíum sem hverfa fljótt með ískaldri mjólk. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Það eru svo sem ekki margar fastar venjur en margt hefur samt einhvern veginn alltaf verið gert á svipaðan hátt t.d. jólagjöfunum er alltaf pakkað inn á Þorláksmessu og keyrt út á aðfangadagsmorgni. Svo höfum við skipst á að verja jólunum hjá foreldrum mínum annarsvegar og tengdaforeldrum mínum hinsvegar annaðhvert ár. Ég stakk uppá að við vísitölufjölskyldan værum heima hjá okkur þessi jól en heimasætan hún Bergrún Embla tók það ekki í mál. Hvernig er aðventan - hefðir þar? Við höfum reynt að hafa sem minnst stress í desember og notið þess að vera heima hjá okkur. Það er þó einn viðburður sem er orðinn hefð en það er jólasíldin sem við og tvenn
vinahjón okkar hafa haldið síðustu ár með pomp og prakt en Covid skemmdi það fyrir okkur síðustu jól og þá fann maður hvað það er mikilvægur viðburður til að koma manni í jólaskapið. Vonandi náum við að hittast í ár. Hveru eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Ég er með ferlega lélegt minni. Eitthvað rámar mig þó að það hafi verið skrautlegt á jólunum þegar ég var barn á Hringbrautinni í Keflavík og rafmagnið var alltaf að detta út sem truflaði heldur betur eldhússtörfin. Málunum var reddað með prímus og öðrum hundakúnstum.
Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Ég hef ekki sótt í það að sitja messur nema að ég sé að spila eða syngja við einhverja athöfn. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Það er eflaust gjöf sem að Ari Lár bróðir minn gaf mér eitt árið. Pakkinn undir trénu var veglegur og þungur. Þegar ég opnaði hann blasti við mér heljarinnar úrval af vel völdum bókum. Með þeim var miði. Á miðanum var ég beðinn að skila bókunum ekki seinna en í lok janúar þar sem að Ari væri svo blankur núna að hann hefði ekki efni á að borga bókasafns sektina.
Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Ég væri sáttur að fá góðan skeggsnyrti eða rakspíra. Annars hef ég aldrei viljað fá stórar gjafir heldur frekar að vera bara með fólkinu mínu og eiga góða stund saman. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það er ekkert verið að flækja það og yfirleitt er það hamborgarhryggur en í raun er það bara eitt sem mestu máli skiptir en það er sósan hennar mömmu. Án hennar eru engin jól.
Kaupfélag Suðurnesja sendir félagsmönnum sínum bestu óskir um gleðileg jól, farsælt nýtt ár og þakkar samfylgdina í 76 ár
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 83
Löngunin til að vera úti á meðal fólks
83
í grímuskyldu hefur breytt háttalagi fjölskyldunnar Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
Svanhildur Eiríksdóttir er sérfræðingur á þjónustu- og samskiptasviði hjá Búseta, ritstjóri Faxa og annar þáttastjórnanda hlaðvarpsins Af hverju vissi ég það ekki? Svanhildur segir að nú sé útivistardót efst á óskalistanum, gönguskíðabuxur eða skór fyrir svigskíðin. „Svo er alltaf draumur að fá góða bók. Nú langar mig mest í Cilka´s Journey eftir Heather Morris,“ segir hún í jólaspjalli við Víkurfréttir. Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum? Jólagjafainnkaupin eru alltaf mjög vel ígrunduð. Oft er ég búin að spotta viðeigandi jólagjafir handa þeim sem ég vil gefa og kaupi þegar ég á leið um. Margt panta ég á vefnum og sæki næst þegar ég er á ferðinni. Ég hef sem betur fer aldrei lent í vandræðum með neinn og keypt bara eitthvað í pakkann. Í ár var ég búin að kaupa næstum a l l a r gjafir í lok nóvember og hef notið þess að pakka inn í rólegheitum því sem ég sendi til útlanda eða út á land. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Nei, skreytingar verða seinni í ár vegna framkvæmda á heimilinu. Þær áttu svo sem ekki að vera korter í jól en það endaði þannig. Það sem hins vegar hefur verið að gerast fyrr á heimilinu og ég reikna með að þannig verði það einnig í ár er að skreyta jólatréð. Alveg þar til í fyrra var Þorláksmessa skreytingardagur jólatrés en nú vill fjölskyldan njóta þess lengur. Skreytir þú heimilið mikið? Nei, ekkert svakalega, en ég reyni oft að bæta einhverju smá við á hverju ári og tek þá frá skraut sem er orðið þreytt. Vænst þykir mér um jólaskrautið sem dætur mínar og tengdamamma hafa fært mér í gegnum tíðina og er búið til af ást og umhyggju. Ég er nokkuð fastheldin á það skraut. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmáköku? Já við á heimilinu bökum, ekkert endilega ég, því bæði dætur mínar og eiginmaður eru mjög dugleg við það. Kökur úr minni bernsku eru alltaf í uppáhaldi, piparkökurnar og súkkulaðibitakökurnar sem mamma bakaði. Nú finnst mér heillandi að setja gráðost á piparkökurnar en það tíðkaðist nú ekki í minni ungdómstíð. Svo eru lakkrístoppar og mömmukökkur yfirleitt í kökudunkum heimilisins. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Ekki beint, þó sumt sé vissulega í föstum skorðum. Mesta hefðin er sennilega sú að þegar við hjúin vorum að hefja okkar búskap fyrir margt löngu reyndi eiginmaðurinn að telja mér trú um að það væri góður kostur að kaupa gervijólatré. Ég hélt nú ekki, lifandi og ilmandi
gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári!
Fjölskyldan á jólapeysudegi. Ein af fáum jólamyndum sem eru til af mér í æsku. Lengi vel skreyttum við fjölskyldan jólatréð með íslensku fánunum eins og hér sést, en borðinn var að lokum sleginn út af borðinu af dætrunum sem þótti hann ósmart. sönghefti hefur alltaf yljað mér um hjartarætur.
skyldi það vera. Hann setti þá það skilyrði að tréð yrði alltaf að vera stærri en hann. Þeir sem til þekkja vita að hann er stór og stæðilegur, bústinn og baldinn, þannig að tréð er alltaf bæði hátt og fyrirferðarmikið. Hvernig er aðventan - hefðir þar? Við fjölskyldan reynum alltaf að eiga notalegar samverustundir. Það hefur stundum reynst erfitt þegar dætur hafa verið í skóla fjarri heimili og prófannir eru oft á aðventu. Ef það eru ekki heimastundir með bakstri, skemmtilegri jólamynd eða gripið í spil þá förum við saman á tónleika og út að borða. Í ár verður sá skemmtidagur rétt fyrir jólin. Í sjálfu sér hefur Covid ekki truflað undirbúning jólanna en löngunin til að vera úti á meðal fólks í grímuskyldu hefur breytt háttalagi fjölskyldunnar. Heimsfaraldur breytti jólahaldi í fyrra sem átti að verða með vinum í Bandaríkjunum en þá var ferðamönnum meinað að koma. Nú þegar heimildin er til staðar eru aðstæður í fjölskyldunni með þeim hætti að við getum ekki notið gestrisni þeirra. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Ég á enga afgerandi jólaminningu úr æsku, bara svona glefsur hér og þar. Hins vegar var ég svo heppin að alast upp í stórum systkinahópi þannig að manni leiddist aldrei og áttum okkur á því að tíðarandinn var annað, lítið annað að gera en njóta samvista með fjölskyldunni. Við spiluðum mikið þó það hafi verið stranglega bannað á aðfangadag, horfðum á jóladagskrána og nutum sætindanna sem voru í boði. Ein allra skemmtilegasta jólaminningin tengist vinkonum mínum Helgu Birnu og Sigrúnu frá uppvaxtarárum okkar í Garði. Eina aðventuna settum við saman hefti með skemmtilegum jólalögum og gengum svo um og sungum fyrir fólk utan við fjölfarna staði eins og búðina og pósthúsið, en gengum líka bara um göturnar og sungum. Þetta
Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Já, það hef ég gert þó nokkuð af. Mér finnst alltaf mjög hátíðlegt að fara í messu á jólahátíðinni og auk þess að hafa fylgt dætrum í þátttöku þeirra í helgileikjum hefur maðurinn minn lengi sungið í kór og kvartett og hann er oft að syngja í Keflavíkurkirkju í jólamessum. Góð jólaminning úr æsku tengist einmitt þátttöku minni í hátíðarmessu þar sem bjöllukór sem ég var meðlimur í, spilaði í Útskálakirkju. Mér finnst bjöllur sérstaklega hátíðlegar og þessi viðburður jók á hátíðleikann í mínum huga. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Það er sennilega bílabrautin sem ég suðaði út í æsku og varð fyrir miklum vonbrigðum með. Bílarnir hentust alltaf upp úr brautinni (sennilega af því að ég ók þeim of hratt) og gjöfin varð eftir allt skammgóður vermir. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Ég hef alltaf verið svo lánsöm að fá akkúrat það sem mig langar í, hef aldrei skipt eða skilað jólagjöf nema einni, rafmagnsdósaupptakara sem ég sá ekki að ég hefði mikla not fyrir í búskapnum og skipti yfir í meira þarfaþing. Nú er útivistardót efst á óskalistanum, gönguskíðabuxur eða skór fyrir svigskíðin. Svo er alltaf draumur að fá góða bók. Nú langar mig mest í Cilka´s Journey eftir Heather Morris. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það eru aðallega dætur mínar sem eru fastheldar á mat. Ef þær hafa ekki verið grænmetisætur þá kemur lítið annað til greina en hamborgarhryggur með tilheyrandi meðlæti, steiktum ananas, brúnuðum kartöflum, sósu og salati. Mörg undanfarin ár höfum við einnig haft hnetusteik á boðstólnum og nýtt þá sama meðlæti. Sjálf vil ég ekki mikið af reyktu kjöti og læt því hangikjötið á jóladag nægja í reyktum matvælum.
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
Tannlæknastofan Tjarnargötu 2
Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!
84 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fagurgrænn snjóboltavöllur Það er ekki hægt að segja að það hafi verið vetrarhörkur á Suðurnesjum í vetur. Það hefur þó fallið snjór og þegar fyrsti snjórinn féll varð hinn sígræni gervigrasvöllur í Reykjanesbæ þakinn snjó. Þá voru góð ráð dýr. Í stað fótbolta var farið í „snjóbolta“ eða snjókast. Þjálfararnir voru í öðru liðinu en börnin í hinu. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum.
VF-myndir: Hilmar Bragi
Áskorun um skautahöll á Suðurnesjum Árný Alda Ásgeirsdóttir hefur sent Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum áskorun um byggingu á skautahöll á Suðurnesjum. Stjórn S.S.S. tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og þakkar fyrir erindið. Sam-
bandið mun áframsenda það til aðildarsveitarfélaganna sinna. Bókun um málið var lögð fram á síðasta fundi bæjaryfirvalda í Grindavík án þess þó að afgreiða það frekar.
Heilsusjálfssalar í grunnskólum Suðurnesjabæjar? Ungmennaráð Suðurnesjabæjar ræddi á síðasta fundi sínum stöðu máls er varðar uppsetningu heilsusjálfsala í grunnskólum bæjarins.
Fulltrúar ungmennaráðs ásamt nemendaráði ætla með tillögur á fund skólastjórnenda beggja grunnskóla um sjálfsalana.
150 ára afmæli skólahalds í Vogum verði fagnað næsta haust
Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða
Verkfræðistofa Suðurnesja er framsækið fyrirtæki sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu. Verkfræðistofa Suðurnesja ehf. Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ Sími 420 0100 / vss.is / vs@vss.is
Haustið 2022 verður þess minnst að 150 ár eru síðan skólahald hófst á Vatnsleysuströnd. Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga beinir því til bæjarráðs að skipa í vinnuhóp
sem hefur það verkefni að undirbúa hátíðahöld til að minnast þess að haustið 2022 verða 150 ár síðan skólahald í hreppnum hófst.
Nýta vannýtt fjármagn í Aðventugarðinn Vegna kórónuveirufaraldursins var ekki hægt að ljúka öllum verkefnum sem höfðu fengið styrkveitingu frá menningarsjóði Reykjanesbæjar á árinu. Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi, mætti á fund bæjar-
ráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku og gerði grein fyrir málinu. Hún óskaði einnig er eftir að fá að nýta vannýtt fjármagn í Aðventugarðinn. Upphæðin sem um ræðir er 855 þúsund krónur. Bæjarráð samþykkir beiðnina.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 85
Viðskiptavinir netverslunar Nettó útdeildu yfir tíu milljónum Styrkir úr góðgerðarsöfnun Nettó, Notum netið til góðra verka, voru afhentir í annað skiptið í dag. Hvert styrkirnir fara ár hvert veltur alfarið á vilja viðskiptavina Nettó. Alls söfnuðust rúmar tíu milljónir í góðgerðarsöfnuninni Notum netið til góðra verka sem lágvöruverðsverslun Nettó hleypti af stokkunum í byrjun nóvember. Styrkirnir voru afhentir þeim félagasamtökum sem viðskiptavinir netverslunar Nettó völdu en það féll í skaut þeirra að ráðstafa 200 krónum frá Nettó, sem fylgdu með hverri pöntun, til góðgerðarfélags að eigin vali. Styrkveitingin fór fram í Nettó Mjódd í dag og var sannur jólaandi allsráðandi meðal gesta og forsvarsmanna góðgerðarfélaganna, en kapp hefur verið lagt á að koma styrkjunum til félaganna í blábyrjun desember svo hægt sé að nýta þá sem allra best í aðdraganda jóla. „Þetta er annað árið í röð sem við kjósum að fara þessa leið í góðgerðarmálum enda gaf þetta fyrirkomulag góða raun í fyrra og það sama verður sagt um söfnunina í ár. Við sjáum að viðskiptavinir netverslunarinnar hafa heilmiklar skoðanir á hvert styrkirnir eiga að
fara og greinilegt að hugurinn leitar til félagasamtaka á borð við Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og sambærilegra félagasamtaka í aðdraganda jólanna. Fyrir okkur er þetta frábær leið til að eiga í samtali við okkar viðskiptavini og við leggjum mikla áherslu á að grípa þau tækifæri. Það er ómetanlegt fyrir okkur sem fyrirtæki, sem leggur mikla áherslu á að vera bæði traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu, að viðskiptavinir gefi sér tíma í að aðstoða okkur við þetta,” segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Verkefnið er liður í umfangsmikilli samfélagsstefnu fyrirtækisins og með þessari styrkveitingu hefur Nettó veitt yfir 45 milljónir króna í styrki á árinu sem er að líða. Þá heldur fyrirtækið úti metnaðarfullri umhverfisstefnu, þar sem meginmarkmið aðgerða er að vera leiðandi í umhverfismálum á smásölumarkaði og stuðla þar með að sjálfbærni í dagvöruverslunum. Nettó hefur sem dæmi dregið gríðarlega úr notkun á einnota plastpoka, eða um eina milljón poka frá árinu 2017. Nettó leggur ríka áherslu á stöðugar um-
bætur, nú síðast í formi Samkaupa appsins, þar sem gengið er út frá uppsöfnunarkerfi, þar sem afslættir safnast saman og greiðslur fara fram,
Starfsfólk TM óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og þakkar fyrir viðskiptin á árinu.
Hugsum í framtíð
Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðisherinn, Pieta samtökin, Kraftur, Barnaheill, Ljósið og Umhyggja.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár Langbest þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða
langbest.is
Gleðilega hátíð
auk þess sem allar kvittanir eru algjörlega stafrænar. Þau félög sem viðskiptavinir völdu og tóku þar af leiðandi á móti styrkjunum í dag eru meðal annarra
86 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Kiddi blæs til sóknar með Baggalúti Guðmundur Kristinn Jónsson, jafnan kallaður Kiddi, er hljóðfæraleikari í Hjálmum og Baggalút og hefur auk þess rekið hljóðverið Hljóðrita í Hafnarfirði undanfarin ár við góðan orðstýr þar sem hann býr núna ásamt fjölskyldu sinni. Flókið ár fyrir tónlistarfólk „Maður er búinn að vera að vona að eitthvað sé að fara að gerast, svo kemur alltaf eitthvað uppá tengt Covid sem breytir forsendunum. Við höfum nánast ekkert geta spilað síðasta eina og hálfa árið, hvorki Hjálmar né Baggalútur,“ segir Kiddi
þegar hann er spurður hann út í hvernig árið hafi verið. Kiddi hefur unnið náið með Ásgeiri Trausti, tekið upp lögin hans og farið með honum í tónleikaferðir víða um heiminn. „Við prófuðum að fara út til Ítalíu í sumar og vorum með fjögur gigg þar á hátíðum sem venjulega eru fyrir 5 þús manns. Nú
Jón Hilmarsson ungo@simnet.is
voru einungis eitt þús manns vegna takmarkana, síðan eru allar ferðir á milli landamæra mjög flóknar þannig að tónleikaferðir erlendis eru erfiðar um þessar mundir. Þetta hefur hins vegar verið mjög skemmtilegt studíó ár, ég tók upp nýja plötu með Ásgeiri Trausta og síðan kynnti Högni Egilsson fyrir mér efnilegan tónlistarmann, Árnýju Margréti, sem ég hef verið að vinna með og taka upp efni, búinn
Ljósmyndir: Spessi með litla plötu og langt komin með stóra plötu.“ Kiddi gerði plötusamning við Árnýju og samdi einnig við tvær bókunarskrifstofur sem koma til með að sjá um að bóka hana í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þannig að árið hefur farið mikið í Árnýju Margréti og einnig að undirbúa Ásgeir Trausta þegar landamæri fara að opnast, þá verðum við tilbúnir með nýtt efni.“
Sendum þér og þínum bestu óskir um
gleðileg jól
og farsæld á komandi ári
Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða
Baggalútur stór hluti af tilverunni Hljómsveitin Baggalútur er stór hluti af vinnunni hjá Kidda þó að hljómsveitin spili ekki mikið yfir allt árið þá er ávallt mikið að gera á seinni hluta ársins, þó ekki í fyrra þegar hætt var við alla jólatónleikana. Núna í ár er blásið til sóknar og uppselt er á 16 tónleika hjá hljómsveitinni í Háskólabíói. „Það sem skiptir máli fyrir okkur í hljómsveitinni er að hafa gaman, þetta er svipaður kjarni sem hefur staðið í þessu í tíu ár. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman baksviðs, tökum okkur ekkert of hátíðlega og leyfum okkur eins mikið
rugl og við ráðum við. Þetta hefur síðan smitast til áhorfenda sem góð skemmtun,“ segir Kiddi þegar hann er spurður um galdurinn á bakvið aðsóknina á tónleikana þeirra. Baggalútur hefur yfirleitt gefið út ný lög með haustinu sem vekja athygli. „Í ár fundum við ítalskt lag sem einhverra hluta vegna fór framhjá Björgvini Halldórssyni. Við fengum leyfi til að nota það og gáfum út okkar útgáfu – Styttist í það.“ segir Kiddi og kímir. Eins og gefur að skilja þá er mikið annríki hjá Kidda þegar líður að jólum og fer fjölskyldan hans ekki varhluta af því. „Börnin mín þekkja ekkert annað en að ég sé að spila í Háskólabíói að spila á jólatónleikum og barnaafmæli hafa jafnvel verið haldin þar baksviðs, og börn okkar allra – við höfum leigt ísvél og spilakassa til að hafa fjör og að börnum okkar finnst gaman að koma og hanga með okkur. Hópurinn sem er í Baggalút er samheldinn og gerði m.a. upp hús á Flateyri sem þeir sækja mikið í og deila jafnvel saman. „Börnin okkar þekkjast orðið mjög vel og hópurinn er þéttur.“
Margt í farvatninu á næsta ári en einnig háð heimsfaraldri
Gleðilegt nýtt bílaár!
REYKJANESBÆ
Framundan á nýju ári er plata frá Árnýju, Ásgeiri Trausta og jafnvel hjá Hjálmum. „Síðan vonast ég eftir því að geta farið að ferðast aðeins. Ég var orðinn vanur því að hluti af árinu fór í tónleikaferðalög og hluti af því í stúdióið sem ég kunni vel við.“ Kiddi hefur einnig gefið út þrjár barnaplötur og það gæti vel verið að sú fjórða komi út á næsta ári. „Það góða við barnaplötur er að það eru engar reglur, þú þarft ekki að vera töff, bara samkvæmur sjálfum þér.“ Von er á nýjum þáttum af Hljómskálanum í janúar sem voru unnir síðasta sumar. „Þetta er fyrsta serían sem ég klippi sjálfur og leikstýri. Þetta var mjög lærdómsríkt ferli að koma inn í svona marga fleti í sjónvarpsgerðinni og líka mjög skemmtilegt. „Ég segi það mjög oft að ég ætli að gera rosa mikið en stundum gerist lítið, vinnan er bara þannig að stundum stendur sköpunin á sér og stundum flæðir allt út og heil plata fæðist á einum degi,“ sagði Kiddi að lokum.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 87
Magnús Ólafsson á nýja Take off Bistro veitingastaðnum á BB hótelinu.
NÝR VEITINGASTAÐUR OPNAR Á ÁSBRÚ Take off Bistro er nýr veitingastaður sem opnaði á Ásbrú í haust. „Þetta er bistro staður og ætti að vera skemmtileg viðbót á Suðurnesjum,“ segir Magnús Ólafsson, veitingastjóri en nýi staðurinn er á BB hótel - Ásbrú. Á Take off Bistro er boðið upp á léttan og fjölbreyttan matseðil, rétti eins og kjúklingavængi, fisk og franskar, rif, úrvals borgara og þá eru einnig vegan réttir á seðlinum. Í desember er einnig boðið upp á ljúffengan 150 gr. hreindýraborgara í tilefni hátíðanna. Staðurinn er opinn öllum en viðbrögð íbúa Suðurnesja hafa verið mjög góð. „Ásbrú er stórt íbúðahverfi og því tilvalið fyrir fólk þar að koma til okkar en auðvitað viljum við sjá sem flesta aðra á Suðurnesjum. Við erum að bæta við fjölbreytni í veitingahúsaflóruna hér á svæðinu,“ segir Magnús sem
hefur mikla reynslu úr veitingageiranum. Hann hefur til dæmis starfað á Library og KEF restaurant. Nýi staðurinn sem er á 2. hæð BB hótels, tekur 68 manns í sæti og er opin frá kl. 18 til 21.30 og „happy hour“ er kl. 18-19. Þá er bar á hótelinu sem er opinn alla daga og þar er líka hamingjustund kl. 16 til 18. BB flugvallarhótelið hefur verið vinsælt hjá ferðalöngum en á því eru 138 herbergi. Unnið er að endurbótum og stækkun sem stefnt er að ljúka við á vordögum. Eigendurnir eru þeir Heiðar Reynisson og Kristján Pétur Kristjánsson.
Fjármálastjóri - Ásbrú fasteignir Ásbrú fasteignir leita að fjármálastjóra, helstu verkefni fjármálastjóra eru utanumhald fjármála félagsins og dagleg stjórnun skrifstofu. Við leitum að drífandi aðila sem líkar að sinna fjölbreyttum verkefnum, býr yfir nákvæmni og skipulagi og hefur mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Helstu verkefni • • • • •
Yfirumsjón og ábyrgð á bókhaldi og milliuppgjörum félagsins Fjárstýring, aðkoma að áætlanagerð og uppgjöri Stjórnun skrifstofu og samskipti við leigutaka Fjármálagreiningar og framsetning rekstrarupplýsinga Skýrslugerð og önnur tilfallandi verkefni
Ásbrú ehf. er framsækið fasteignaþróunarfélag með íbúða- og atvinnueignir. Félagið býður upp á fjölbreytt úrval íbúða, bæði til sölu og leigu, fyrir einstaklinga og fjölskyldur á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Hæfniskröfur
Umsóknarfrestur er til og með 19. desember nk.
• Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af sambærilegu starfi kostur • Frumkvæði, skipulag og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
hagvangur.is
Nánari upplýsingar veitir: Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, yrsa@hagvangur.is
sport Ólöf Rún er uppalin hjá Grindavík en spilar með liði Keflavíkur í dag. Eitt eftirminnilegasta atvikið frá sínum ferli segir Ólöf vera þegar hún skoraði þrist á lokasekúndum úrslitaleiks Íslandsmóts ... einmitt gegn Keflvík. Hún svaraði nokkrum laufléttum spurningum Víkurfrétta.
Er dugleg að syngja heima NAFN: ALDUR:
ÓLÖF RÚN ÓLADÓTTIR
20 ÁRA (FÆDD ÁRIÐ 2001)
TREYJA NÚMER:
STAÐA Á VELLINUM:
15 SKOTBAKVÖRÐUR MOTTÓ:
ÉG TRÚI ÞVÍ AÐ ALLT GERIST AÐ ÁSTÆÐU OG AÐ HVER DAGUR BÝÐUR UPP Á NÝ TÆKIFÆRI
Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Rútínan er breytileg milli leikja en ég fer alltaf upp í hús að skjóta um morguninn á leikdegi og ef leikurinn er seint að þá legg ég mig í svona 30–40 mínútur áður en ég fæ mér góðan hádegismat. Mæti svo vel gíruð upp í íþróttahús og fæ pepp skilaboð frá pabba. Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Ég byrjaði í körfu þegar ég var um átta ára og fannst mjög gaman – og finnst ennþá mjög gaman í körfunni. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Jordan og svo er Curry svakalegur skotmaður. Hver er þín helsta fyrirmynd? Ég leit mikið upp til Ingibjargar Jakobsdóttur og var heppin að fá að spila með henni á mínum fyrstu meistaraflokksárum. Hún var svakalega mikill leiðtogi og mikill karakter fyrir liðið sitt og ég sá strax að það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa svona leikmann í hópnum. Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Að lenda í þriðja sæti á NM með U-16 landsliðinu. Það var líka eftirminnilegt þegar við unnum íslandsmeistaratitilinn í 9. flokki þar sem að við vorum að tapa með tveimur stigum á móti Keflavík og ég skoraði þrist þegar u.þ.b. tuttugu sekúndur voru eftir, Keflavík fór svo í sókn og klúðraði tveimur lay-upum og við unnum leikinn – hrikalega sætur sigur. Mun líka seint gleyma því þegar ég sleit krossband, eitthvað það versta og erfiðasta sem ég hef lent í á mínum ferli.
Hver er besti samherjinn? Upp yngri flokkana var alltaf gott að hafa Öndru Björk með mér í liðinu, hún er algjör nagli og hún var þannig leikmaður að það er frábært að hafa hana með þér í liði en vilt helst ekki hafa hana á móti þér. Hver er erfiðasti andstæðingurinn? Dettur engin ein í hug, rosalega margar sem eru góðar. Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Markmiðin mín eru að halda áfram að bæta mig sem leikmann, bæði í vörn og sókn, og vera frábær liðsfélagi. Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? Ég stefni á að spila körfubolta á meðan ég hef gaman að því og hver veit hvaða tækifæri bjóðast í framtíðinni. Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Ég og Anna Ingunn Svansdóttir á köntunum, Dani Wallen og Helena Sverrisdóttir undir körfunni og Katla Garðarsdóttir dripplari. Fjölskylda/maki: Ég er yngst af fjórum systkinum og bý hjá mömmu og pabba. Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Ég kláraði framhaldsskóla á tveimur árum. Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Mér finnst mjög gaman í golfi og að lyfta. Ég er í námi við Háskólann á Akureyri í viðskiptafræði, sem ég hef mikinn áhuga á, og svo er ég einnig að læra macros næringarþjálfun og hef mikinn áhuga á öllu tengdu næringu. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Ég hugsa að ég myndi fá mér eitthvað gott að borða, horfa á eitthvað skemmtilegt og slaka á – jafnvel fá mér ís líka.
Starfsfólk Olís óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða.
ódýrt bensín Fitjabakka 2-4
Fitjabakka Njarðvík
ódýrt bensín Básinn Vatnsnesvegur 16
Aðalgötu Keflavík
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Naut og Bearnaise klikkar aldrei, svo er snitsel hjá mömmu eitthvað það besta sem ég fæ og verð eiginlega að minnast á humarinn hjá pabba. Ertu öflug í eldhúsinu? Já ég er öflug í eldhúsinu og finnst gaman að elda eitthvað gott. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Systkini mín geta staðfest að ég er dugleg að syngja heima ... við misgóðar undirtektir. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Óstundvísi og skipulagsleysi fer í taugarnar á mér.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 89
Már annar tveggja íþróttamanna ársins 2021:
Var farinn að sýna einkenni kulnunar Sundmaðurinn Már Gunnarsson var útnefndur íþróttamaður ársins 2021 hjá Íþróttasambandi fatlaðra í síðustu viku ásamt Róberti Ísak Jónssyni úr Firði/SH. Þetta er í annað sinn sem þeir Már og Róbert hljóta nafnbótina en Már var fyrst valinn íþróttamaður ársins árið 2019 og Róbert Ísak árið 2017. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Íþróttasambands fatlaðra sem tveir íþróttamenn hljóta nafnbótina en að baki ákvörðuninni er sú staðreynd að báðir áttu þeir magnað afreksár „... og eftir mikla umhugsun ákvað stjórn ÍF að ekki væri hægt að gera upp á milli þessara tveggja öflugu sundmanna,“ segir í tilkynningu um valið. Er ekki svolítið skrítið að deila titlinum með öðrum? „Jú og nei, ég meina þetta hefur aldrei verið gert áður en síðan er þetta bara bikar. Árið búið að vera sérstakt og aðdragandinn að þessum Ólympíuleikum var erfiður – að æfa í eitt og hálft ár fyrir eitthvað sem maður vissi ekki hvort yrði var krefjandi. Á síðasta ári var ég farinn að sýna veruleg einkenni kulnunar en ég dröslaði mér í gegnum erfiðar æfingar og er ánægður í dag að hafa klárað þetta. Ég var margoft nærri að gefast upp á þessu en hef klárlega marga góða á bak við mig sem styðja mig og hvetja áfram þegar á þarf að
halda,“ segir þessi magnaði íþróttamaður sem setti þrettán Íslandsmet, bætti 30 ára gamalt heimsmet í baksundi og hafnaði í fimmta sæti á Ólympíuleikunum þar sem vantaði aðeins sekúndu upp á að ná gullverðlaununum. „Svo er margt frábært sem er búið að gerast á árinu; heimsmetið í 200 metra baksundi í apríl og margt skemmtilegt búið að gerast í músíkinni líka – og auðvitað var bara æðislegt að fara til Tókýó. Þetta er búið að vera mjög sérstakt ár, sérstaklega fyrri hluti þess. Þá var margt að gerast í kringum mig, ungur frændi minn kvaddi okkur og sömuleiðis
Már og Róbert ásamt frjálsíþróttakonunni Bergrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur sem var valin íþróttakona ársins 2021 en hún keppir með FH. Þetta er fjórða árið í röð sem hin 21 árs gamla Bergrún Ósk hlýtur nafnbótina og er aðeins önnur íslenskra kvenna til þess að verða valin fjögur ár í röð.
Viðtökurnar hafa verið stórkostlegar og ég hef verið að fá skilaboð frá krökkum út um allt land sem hafa heyrt um fyrirlestrana mína og eru að biðja mig um að koma í þeirra skóla líka, bara ótrúlega krúttlegt ...
HEYRNARÞJÓNUSTA
Kæru Suðurnesjamenn
Óskum ykkar gleðilegra jóla og farsæls k andi árs. Heyrumst á nýja árinu. Nýtt!
vefvers
lun.hey
Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur - Sími 534 9600 - www.heyrn.is
rn.is
vinur minn sem lést úr krabbameini. Það er búið að vera allskonar „Ups and Downs“ á þessu ári.“
Gefandi tímar Eftir Ólympíuleikana segir Már geggjaðslega gefandi tíma hafa komið en hann byrjaði m.a. í nýjum tónlistarskóla í Reykjavík. „Ég byrjaði í MÍT, þetta er menntaskóli í tónlist sem er frekar fyndið þar sem ég er stúdent. Þeir kunnu ekki að finna betra nafn á þetta,“ segir Már og hlær sem hefur einnig verið að vekja eftirtekt fyrir fyrirlestra sína í skólum landsins sem hann vonast til að gera meira af á nýju ári. Um hvað snúast fyrirlestrarnir þínir? „Ég reyni alltaf að koma ekki fram eins og einhver blindur, duglegur strákur heldur strákur sem lætur drauma sína rætast en það vill svo að til að hann er blindur. Ég segi í raun bara frá mér og því sem ég hef verið að gera, segi mína sögu. Gef krökkunum tækifæri til að kynnast mér og því hver ég er. Viðtökurnar hafa verið stórkostlegar og ég hef verið að fá skilaboð frá krökkum út um allt land sem hafa heyrt um fyrirlestrana mína og eru að biðja mig um að koma í þeirra skóla líka, bara ótrúlega krúttlegt. Sömuleiðis hafa nemendur verið að senda mér skilaboð eftir fyrirlestra og þakka mér fyrir komuna.“ Fyrir hvaða aldur ertu að halda þessa fyrirlestra? „Ég hef verið að hitta allan aldur, allt frá fyrsta bekk upp í háskóla – en þetta eru mest grunnskólakrakkar.“
Hefur í nógu að snúast Már segist ekkert synt frá því um miðjan september en hann hefur
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
þess í stað verið duglegur í ræktinni þar sem hann vinnur í að styrkja sig. „Svo kemur það bara í ljós á næsta ári hvort ég setji stefnuna á París og ef ég geri það mun ég koma til baka sterkari en nokkurn tíma, líkamlega og andlega,“ segir hann og heldur áfram: „Þetta Covid-tímabil hefur sett stórt strik í reikninginn hjá manni því íþróttir snúast um markmiðasetningar og það er ekki hægt að setja sér markmið fyrir eitthvað sem þú veist svo ekki hvort nokkurn verði.“ Már hefur ætíð nóg fyrir stafni, hann einbeitti sér að sundinu fram að Ólympíuleikum en þrátt fyrir það hefur hann gefið sér tíma til að sinna tónlistarferlinum, náminu og svo heldur hann fyrirlestra vítt og breitt um landið. Már segir að þessa dagana sé mikið að gera í tónlistinni, hann sé mikið bókaður í allskonar viðburði og er m.a. nýkominn frá Póllandi þar sem hann kom fram á tónleikum – en eigum við von á einhverju stórtónleikum á næstunni? „Klárlega er eitthvað framundan – en ekkert sem er alveg ákveðið,“ segir Már og gefur ekkert frekar upp um hvað sé næst á dagskrá hjá sér en hvað sem það er sem hann tekur sér fyrir hendur verður spennandi að fylgjast með.
Hvenær sefur þú eiginlega? „Stundum næ ég að fara snemma í rúmið eða mjög seint, það er mjög mismunandi. Ég reyni samt að hafa einhverja reglu á þessu,“ segir þessi dugnaðarforkur, sem vill svo til að er blindur, að lokum.
90 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Viðbrigði að fara til Bandaríkjanna í fótbolta Arnór Ingvi Traustason leikur með einu af stóru liðunum í bandarísku MLS deildinni í knattspyrnu. „Frjálsari“ fótbolti og minni taktík í bandaríska fótboltanum „Þetta er talsvert öðruvísi deild og fótboltinn sem er spilaður er ekki eins taktískur eins og í Evrópu en þó mjög góður. En það eru fleiri góðir leikmenn í deildinni en ég vissi um,“ segir Arnór Ingvi Traustason sem snemma á árinu gekk til liðs við bandaríska liðið New England Revolution í Boston sem leikur í MLS deildinni. Hann kom þangað frá sænska meistaraliðinu Malmö í Svíþjóð þar sem varð Svíþjóðarmeistari árið 2020 og vann fleiri titla með liðinu. Eigandi bandaríska liðsins er enginn annar en auðjöfurinn Robert Kraft en hann á líka eitt besta NFL lið Bandaríkjanna, New England Patriots. Arnór leikur á sama leikvangi sem tekur 80 þúsund áhorfendur í sæti. Aðstæður eru allar hinar bestu, æfingaaðstaða ný endurbætt og glæný og þrír grasvellir þar sem æft er en keppnisvöllurinn er þó með gerfigrasi. Arnór fór ungur að árum í atvinnumennsku og hefur leikið með liðum á Norðurlöndum og um tíma í Austurríki. Þá hefur hann verið fastamaður í landsliði Íslands lengst af síðustu fimm sex árin. Arnór Ingvi skoraði m.a. sigurmark Íslands gegn Austuríki á EM í Frakklandi 2016 sem tryggði liðinu áfram í keppninni.
Finna rétta taktinn „Það voru talsverð viðbrigði að fara til Bandaríkjanna. Það hefur tekið mig nokkurn tíma að aðlagast þessum fótbolta og finna rétta taktinn. Ég missti af undirbúningstímabilinu í Bandaríkjunum snemma á þessu ári þar sem ég kom ekki til liðsins fyrr en síðla marsmánaðar en fékk engu
að síður tækifæri með byrjunarliðinu og var í því fram á haust en það það breyttist núna undir lok tímabils og ég þurfti að verma bekkinn í lokaleikjunum en komið inn á í flestum. Það er vissulega ekki það sem ég vil en er þroskandi. Þannig er fótboltinn og maður verður bara að bíta á jaxlinn og halda áfram og verða betri. Ég kem tvíefldur til leiks næsta tímabil,“ segir Arnór sem skoraði tvö mörk fyrir liðið á tímabilinu og átti sjö stoðsendingar
sem gáfu mörk og hann var einu sinni valinn í lið vikunnar í MLS deildinni. New England Revolution gekk vel í MLS deildinni á árinu og varð efst í sameiginlegri deild austur og vestur eftir 34 leiki og vann svokallaðan „Stuðningsmannaskjöld“ og tryggði liðinu sæti í úrslitakeppninni. Fyrir þann árangur sat liðið hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en lék svo í þeirri næstu við New York City F.C. og tapaði þar í vítaspyrnukeppni en Guðmundur Þórarinsson leikur með
því liði. Þeir félagarnir komu báðir inn á í framlengingunni. New York tryggði sér svo sigur í úrslitaleiknum.
Jöfn deild Arnór Ingvi segir að lang flest liðin í deildinni séu nokkuð jöfn að getu en í deildinni séu margir góðir leikmenn. Í flestum liðunum eru Bandaríkjamenn en svo eru leikmenn frá Mið- og Suður Ameríku og nokkrir frá Evrópu og víðar. „Þetta eru kannski ekki stærstu nöfnin en margir mjög góðir og styrkleiki deildarinnar er mun meiri en marga grunar. Öll liðin eru með sama „bödget“ og þurfa að fara eftir launaþaki samkvæmt reglum deildarinnar en mega vera með þrjá leikmenn utan þess. Þannig að deildin er mjög jöfn, ólíkt mörgum öðrum deildum, eins og til dæmis í Svíþjóð þar sem Malmö var lang besta liðið og svo miklu sterkara en mörg liðin í neðri helmingi deildarinnar. Í MLS deildinni er þessu öðruvísi farið og flestir leikir jafnir.“
Kyslóðaskipti í landsliðinu Arnór Ingvi hefur verið í landsliðinu frá árinu 2016 en var ekki valinn í hópinn síðasta haust. Hann var síðan valinn í hópinn fyrir síðustu leiki Íslands í lok árs. „Það eru að verða ákveðin kynslóðaskipti. Það eru margir ungir leikmenn að koma inn og ég var held ég fimmti elsti í hópnum núna í nóvember, 28 ára gamall. Ég var með þeim yngri í hópnum sem náði tveimur stórmótum þannig að þetta var svolítið sérstakt. Þetta eru nýir tímar í landsliðinu, nýr þjálfari og tekur tíma að pússla saman nýjum hóp. Ég held að þetta muni allt
blessast. Það er alltaf gaman að koma í landsliðið og þó ég þekki ekki nærri því alla var mjög gaman að hitta hópinn núna, líka allt starfsfólkið í kringum hópinn. Áherslurnar eru allt aðrar hjá nýjum þjálfara. Hjá Lars og Hilmari gekk þetta út á að leika árangursríkan fótbolta. Við fundum leiðir til að vinna fótboltaleiki. Þetta er aðeins öðruvísi núna. Það er verið að reyna að leika aðeins fallegri fótbolta. Ekki bara 4-4-2 og áfram gakk þó það hafi hentað Íslandi betur í gegnum tíðina. Þannig náðum við árangri. Þetta eru því verulegar breytingar.“
Heima um jólin Arnór Ingvi verður um jólin heima í Reykjanesbæ en fer svo til Boston fljótlega á nýju ári en tímabilið þar ytra hefst fyrr vegna HM í Katar í desember. New England tekur þátt í svokallaðri Meistaradeild Ameríku þar sem lið úr MLS deildinni og í S-Ameríku, leika um svokallaðan Ameríkubikar. MLS deildin hefst svo í lok febrúar. Arnór og fjölskylda búa í fallegu og glænýju hverfi sem heitir Seaport í Boston, en um 5 mínútur akstur og 20 mínútna gangur er inn í miðborg. „Okkur líður mjög vel og allar aðstæður hjá liðinu eru mjög góðar. Árið hefur hins vegar verið frekar erfitt hvað samveru varðar og hittinga í heimsfaraldri frá upphafi Covid-19 og Bandaríkin lokuð. Við litla fjölskyldan höfum ekki fengið heimsókn í 22 mánuði svo við erum spennt að koma heim um jólin,“ sagði Arnó Ingi í spjalli frá Orlando þar sem hann var í stuttu fríi eftir knattspyrnutíðina í Bandaríkjunum.
Samgladdist vinningshafanum sem vann 11,5 milljónir – reyndist vera hann sjálfur Það varð óvænt uppákoma á ónefndum vinnustað í Reykjanesbæ núna í desember. Karlmaður um sextugt og íbúi í Reykjanesbæ, heyrði af því á kaffistofunni í vinnunni að heppinn Íslendingur hefði hreppt 2. vinning í Vikinglotto, um 11,5 milljónir króna. Í spjalli við vinnufélagana samgladdist maðurinn vinningshafanum innilega yfir að hafa hreppt slíkan vinning í aðdraganda jólanna en datt um leið í hug að athuga sinn eigin miða – sem
þá reyndist sjálfur milljónamiðinn. Þá var einn stuðningsmaður Ungmennafélags Njarðvíkur sem fékk 13 rétta á enska getraunaseðlinum síðasta laugardag. Hann fékk rúmar 2 milljónir króna í sinn hlut en tveir aðrir voru með 13 rétta. Njarðvíkingurinn keypti seðil með 3 tvítryggðum og 2 þrítryggðum leikjum sem kostaði 1.080 krónur.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 91
KATLA MEÐ KRAFTA Í KÖGGLUM Kraftlyftingakonan Katla Björk Ketilsdóttir úr kraftlyftingadeild Massa keppti á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum um síðustu helgi. Heimsmeistaramótið fór fram í Taskent í Úsbekistan sem er í Mið-Asíu og þegar Víkurfréttir ræddu við Kötlu var hún enn að ná áttum eftir langt ferðalag og tímamun. Þetta var fyrsta stórmót Kötlu í senior-flokki kvenna en hún keppti í undir 65 kg flokki. Katla á að baki farsælan feril í unglinga- og U23flokki en þess má geta að Katla er fædd árið 2000 og því aðeins 21 ára gömul. „Þetta ár hefur gengið mjög vel og ég hefði í raun ekki getað beðið um neitt betra,“ segir Katla í upphafi spjalls okkar. „Ég tók þátt í Evrópumóti og Norðurlandamóti á árinu og
gekk bara nokkuð vel. Ég búin að vera að keppa svolítið „constant“ í dágóðan tíma og er að vinna í því að byggja upp keppnisreynslu í fullorðinsflokki.“
Íslandsmet á HM Það er fjárfrekt að taka þátt í alþjóðlegum mótum en Katla ferðaðist á eigin vegum til Úsbekistan til að taka þátt í HM.
Mig dreymir um að komast á Ólympíuleikana en það er mikil vinna – vinna sem ég er tilbúin að leggj á mig ... „Ég er í háskólanámi þar sem ég er að taka uppeldis- og menntunarfræði, auk þess er ég í fullri vinnu í Holtaskóla,“ segir Katla. „Launin fara að mestu í keppnisferðir og rétt duga fyrir því og til að lifa. Lyftingarsambandið tekur þátt í að greiða kostnað á sumum mótum en ég þurfti að standa straum af kostnaði við HM.“ Það reyndist vel þess virði því Katla gerði sér lítið fyrir og setti tvö Íslandsmet í sínum flokki. Hún sett Íslandsmet í snörun og samanlögðu þegar lyfti 85 kg í snörun og 186 kg samanlagt, þá lyfti hún 101 kg í jafnhendingu.
Stefnan sett á Ólympíuleikana Katla hefur sett stefnuna á að komast á Ólympíuleikana og þeir sem þekkja til hennar telja það vel raunhæft markmið hjá henni. „Mig dreymir um að komast á Ólympíuleikana en það er mikil vinna – vinna sem ég er tilbúin að leggj á mig.“
Gleðilega hátíð! Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum árið sem er að líða.
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár www.southair.is
92 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Gunnar Þór Ásgeirsson er keilari ársins 2021 Keflvíkingurinn Gunnar Þór Ásgeirsson, sem keppir fyrir ÍR í keilu, hefur heldur betur spilað sig upp sem einn besti keilari landsins. Hann varð í öðru sæti á Íslandsmóti einstaklinga í ár og varð bæði Íslands- og bikarmeistari deildarliða með liði sínu, ÍR PLS. Gunnar Þór var fulltrúi Íslands á Evrópumóti landsmeistara þar sem hann náði þar stórglæsilegum árangri og endaði í fimmta sæti, örfáum pinnum frá því að komast í úrslit mótsins. Er hann þriðji Íslendingurinn sem nær í efstu átta á því móti.
Marika Katarina E. Lönnroth og Gunnar Þór Ásgeirsson eru keilarar ársins 2021
SENDUM ÍBÚUM Í VOGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR
Efnilegur borðtennisspilari Hinn níu ára gamli Dawid MayMajewski í Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar tók þátt í aldursflokkamóti hjá KR um síðustu helgi. Dawid gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti í flokki yngri en tólf ára og fékk hann að launum bronsmedalíu. Þetta er þriðji verðlaunapeningurinn sem Dawid vinnur í mótum á árinu.
JÓLAGJÖFINA FYRIR DÝRIN
FÆRÐU HJÁ OKKUR
Jólalukka Víkurfrétta
6in0ni0ng0ar v
ka Jólaluk 2021 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Bobba í Nesfiski og allt um strand Jamestown
KROSSMÓA - REYKJANESBÆ
Sendum félagsmönnum og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarf á árinu sem er að líða.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 93
Mikið jólabarn og skreytir mikið Ásdís Erla hefur glatt lesendur með teikningu vikunnar sem birst hefur í Víkurfréttum. Hún er mikil hagleikskona og er list- og verkgreinakennarinn í Myllubakkaskóla. Hún er dugleg í jólaskreytingum. Það eru fast mótaðar hefðir hjá fjölskyldunni á jólum en Ásdís Erla er kominn í jólakertabransann og hefur gert „þakklætis- og vinakerti“ og þau hafa verið vinsæl til gjafa. Nafn og starf/staða: Ásdís Erla Guðjónsdóttir – List-og verkgreinakennari í Myllubakkaskóla Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum: Ég byrja yfirleitt tiltölulega snemma að huga að jólagjafakaupum og vil helst vera búin með gjafakaupin fyrir aðventu. Innkaup á netinu hafa komið sterkt inn og flestar gjafir núna hef ég keypt á netinu og fengið sent heim sem mér finnst mjög þægilegt. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Við hjónin erum heilmikið jólaskreytingarfólk og hefðin er að reyna að kveikja á öllu fyrstu aðventuhelgina, þá gerum við smá úr því, fáum okkur heitt kakó og piparkökur fjölskyldan og njótum. Það er bara yndislegt að lýsa upp skammdegið og njóta jólaljósanna á aðventunni. Jólatréð fer þó síðast upp. Ólst upp við það að jólatréð var sett upp á Þorláksmessu og þó ég setji það nú upp kannski nokkrum dögum fyrir Þorláksmessu er það svona lokapunktur skreytinganna og inngangur inn í hátíðleikann.
Skreytir þú heimilið mikið? Já frekar, mikið myndi ég segja, er heilmikið jólabarn og skreytingar manneskja. Finnst gaman að búa til jólaskreytingar, kransa, kertaskreytingar og þess háttar. Finnst gaman að fylgjast með tískustraumum í jólaskreytingum frá ári til árs, þó margt fari auðvitað upp ár eftir ár og er stór partur af minningum tengdum jólum. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmáköku? Já ég baka nú alltaf eitthvað, en það fer þó bara eftir tíma og stemningu hverju sinni. Það getur verið misjafnt milli ára, hef lært að jólin koma alveg þó smákökusortir í baukum séu ekki margar. Engiferkökur og Emmur eru í uppáhaldi hjá fjölskyldunni og við reynum að baka þær sortir svo er hefð að baka Sörur með mömmu minni og systur. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Já jólin eru nú svolítið fastmótuð í hefðum, bæði hvað varðar mat, samveru og jólaboð í fjölskyldunni. Erum heima á aðfangadagskvöld en svo taka við jólaboð hjá minni fjöl-
skyldu í foreldrahúsum á Selfossi og jólaheimsókn á Hvolsvöll til tengdaforeldra minna. Ómissandi hluti hefðanna á jólum er að kveikja ljós hjá látnum ástvinum í kirkjugörðunum. Þó hefðirnar séu fastmótaðar í ramma eru þær þó smá sveigjanlegar þar sem eiginmaðurinn er í vaktavinnu. Hvernig er aðventan – hefðir þar? Síðustu misseri fyrir aðventu hafa verið svolítið annasöm, en þetta er þriðja árið sem ég er í jólakertabransa fyrir jólin. Hanna sem sagt texta og sem ég set á kerti. Ég reyni að klára sem mest fyrir aðventu en þetta árið teygist þetta aðeins inn í aðventuna, þar sem ég hannaði í ár „þakklætis-“ og „vináttu“ kerti sem hafa verið vinsæl í gjafir. Vilfríður er líka karakter sem varð til hjá mér á árinu í tengslum við „teikningu dagsins“ áskorun sem ég vann með á árinu. Jóla Vilfríður fékk að fara á kerti og með henni fylgir lítill bæklingur með örsögum af uppátækjum hennar. Stússið í kringum kertin er þó mjög gefandi og fjölskyldan er virkjuð saman í pökkun og þess háttar sem er bara jólaleg samvera undir jólatónlist. Aðventan er líka
mjög skemmtilegur tími í vinnunni. Það er svo gaman að vinna með börnum og upplifa jóla spenninginn í gegnum þau og fá að skapa með þeim eitthvað fallegt. Við höfum gjarnan reynt að fara á jólatónleika fyrir jólin. Slepptum því í fyrra vegna Covid og horfðum á tónleika í streymi og býst við því að það verði eins í ár. Annars finnst mér bara mikilvægt að hafa aðventuna notalega í huggulegheitum og missa sig ekki í einhverju jólastressi. Á Þorláksmessu ólst ég upp við óminn af jólakveðjum Ríkisútvarpsins í útvarpinu og það er algjör hefð að hafa þær á á Þorláksmessunni. Hvernig eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Á bara góðar og hlýjar minningar frá æskujólum á Selfossi með foreldrum og fjórum systkinum. Í minningunni finnst mér alltaf hafa verið pínu snjóþungt og ég man eftir okkur systkinum dúðuð í snjógöllum á jólum að renna okkur á sleðum og skautum. Jólin 1983 eru eftirminnileg, þá er ég 11 ára og mamma eignaðist yngsta bróður minn á Þorláksmessu. Á þeim tíma lágu konur
sængurleguna í um viku og ég man eftir okkur systkinum undirbúa jólin heima með pabba á milli þess sem við heimsóttum mömmu og litla bróður á sjúkrahúsið, öðruvísi en jafnframt dásamleg jól. Hefur þú sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Ég var nú duglegri við að fara í jólamessu þegar við bjuggum á Selfossi, þá fórum við stundum í miðnæturmessu í Selfosskirkju á aðfangadagskvöld sem mér fannst einstaklega jólalegt. Við hlustum á Aftansönginn í útvarpinu á Aðfangadagskvöld og hátíðarmessuna á Jóladag og finnst það ómissandi hluti jólanna. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Man eftir að hafa fengið skauta sem mig langaði voðalega í og eitt árið fengum við systkin „Frosty“ sem var voða mikið „inn“ og auglýst mikið, sennilega upp úr 1980. Þetta var svona snjókarl sem þú settir klaka inn í, svo handsnerir þú kvörn sem var inn í honum og hann breytti klökum í krap sem maður setti svo bragðefni út í. Skemmtum okkur konunglega yfir þessu þau jól. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Yndislegustu gjafirnar eru þær sem hver og einn velur til manns finnst mér, það kemur alltaf svo skemmtilega á óvart og gaman að upplifa hugsunina og kærleikinn á bak við gjöfina. Ekkert sérstakt á óskalistanum nema að mér finnst ómissandi að fá eina bók til þess að lesa yfir jólin. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það vill svo heppilega til að við hjónin eru bæðin alin upp við lambahrygg á Aðfangadag. Bara alveg af „gamla skólanum“ ekki reyktur og bara kryddaður með salti og pipar. Þannig að það hefur aldrei verið ágreiningur með það, fyrir okkur eru það jólin á aðfangadag. Jólaboðin sem koma svo í framhaldinu innihalda nóg af hangiketi og reyktum mat svo lambið góða er bara kærkomið á aðfangadagskvöld.
Ásdís Erla með kerti sem hún hannar texta á. Hún gleður lesendur Víkurfrétta með vikulegri skopteikningu.
Þekking í þína þágu
Gleðileg jól kæru nemendur Óskum öllum nemendum og Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.
mss.is
Óskum Suðurnesjamönnum
Vilfríður er karakter sem varð til hjá Ásdísi á árinu í tengslum við „teikningu dagsins“ áskorun sem ég vann með á árinu. Jóla Vilfríður fékk að fara á kerti og með henni fylgir lítill bæklingur með örsögum af uppátækjum hennar.
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
94 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
FJÖRUTÍU OG FIMM
milljónir til 30 verkefna Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2022. Auglýst var eftir styrkumsóknum í október sl. Umsóknir sem bárust voru samtals 52 talsins og hljóðuðu styrkbeiðnir upp á rúmlega 146 milljónir króna. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs úthlutar nú 45.000.000 til 30 verkefna. Skiptingin milli flokka er með þessum hætti: Stofn og rekstur fá úthlutað 3.700.000. kr. Menning og listir fá úthlutað 17.800.000. kr. Atvinnu- og nýsköpun fær úthlutað 21.500.000. kr. Menningarverkefnið Ferskir Vindar er með þriggja ára samning og fær nú úthlutað þriðja árið af samningnum eða kr. 2.000.000. kr. Eftirtalin verkefni hlutu styrk. Nr. 1. Óskabrunnarnir þrír í Innri Njarðvík. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Gunnar Ellert Geirsson. Flokkur: Stofn og rekstur. Verkefnið snýst um að þrír brunnar munu verða lagfærðir og gerðir aðgengilegir með göngustígum úr náttúrugrjóti sem mun falla að útliti og hleðslutækni brunnana. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.700.000. Nr. 2. Verzlun Þorláks Benediktssonar Akurhúsum. Umsækjandi: Suðurnesjabær verkefnastjóri: Margrét I. Ásgeirsdóttir. Flokkur: Stofn og rekstur Verkefnið lýtur að því að gera upp Verzlun Þorláks Benediktssonar, sem var í rekstri að Akurhúsum í Garði frá 1921-1972, og gera aðgengilega gestum að nýju. Að kynna íbúum og gestum verzlunar- og atvinnusögu í Garði og Sandgerði frá fyrri tíð. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000. Nr. 3. Uppbygging á Bakka - áframhaldandi innanhús #3. Umsækjandi: Minja- og sögufélag Grindavíkur. Verkefnastjóri: Marta Karlsdóttir. Flokkur: Stofn og rekstur. Helstu markmið verkefnisins er að byggja upp innviði Bakka. Koma því í gott stand svo hægt sé að opna það sem safn. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000. Nr. 4. Merking gamalla húsa í Garðinum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Ásgeir Magnús Hjálmarsson. Flokkur: Menning. Verkefnið snýst um að varðveita og skrásetja sögu gamalla húsa í sveitarfélaginu Garði í Suðurnesjabæ. Mikilvægt er að vernda þá sögu og kynna hana fyrir komandi kynslóðum og íbúum í sveitarfélaginu ásamt ferðamönnum sem heimsækja Garðinn. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.800.000. Nr. 5. Jazzfjélag Suðurnesjabæjar – tónleikaröð. Umsækjandi og verkefnastjóri: Halldór Lárusson. Flokkur: Menning. Verkefnið snýst um að efla menningarlíf í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum. Styðja við og styrkja íslenskt tónlistarlíf og tónlistarmenntun á Suðurnesjum. Skapa vettvang fyrir ungt og upprennandi tónlistarfólk til að koma fram sem og reyndara tónlistarfólk. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000. Nr. 6. Kynning á bókmenntaarfinum. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Stefanía Gunnarsdóttir. Flokkur: Menning. Markmið verkefnisins er að kynna bókmenntaarfinn, minna á gamla og góða höfunda og bókmenntaverk, kynna yngri höfunda og verk þeirra, leggja áherslu á læsi og mikilvægi lesturs og auka með því þekkingu almennings á bókmenntum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 700.000.
Nr. 7. Safnahelgi á Suðurnesjum. Umsækjandi: Grindavíkurbær. Verkefnastjóri: Eggert Sólberg Jónsson. Flokkur: Menning. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli landsmanna á metnaðarfullu safna- og menningarstarfi á Suðurnesjum með því að bjóða ókeypis aðgang að helstu söfnum og setrum á svæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3.000.000 í þrjú ár. Samtals kr. 9.000.000. Nr. 8. Barnamenning í Reykjanesbæ. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Guðlaug María Lewis. Flokkur: Menning. Verkefnið lýtur að því að skapa vettvang fyrir fjölskyldur á Suðurnesjum til að njóta listsköpunar barna með skemmtilegum viðburðum og sýningarhaldi, þeim að kostnaðarlausu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000. Nr. 9.Eldgosið í Fagradalsfjalli. Umsækjandi og verkefnastjóri: Jón Rúnar Hilmarsson Flokkur: Menning. Heimildarmynd um eldgosið í Fagradalsfjalli frá því að það hófst og þangað til því lauk. Í myndinni verður fléttað saman myndefni og viðtölum við ýmsa aðila. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000. Nr. 10. Sálmaskáldið sr.Hallgrímur Pétursson. Umsækjandi: Margrét Tómasdóttir. Verkefnastjóri: Dr. Daníel Ólason. Flokkur: Menning. Verkefnið snýst um að koma upp sýningu á Hvalsnesi sem kynni og segi merka sögu sr. Hallgríms Péturssonar sálmaskálds og Guðríðar Símonardóttur (Tyrkja -Guddu) eiginkonu hans. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.1.300.000. Nr. 11. Graffiti veggur. Umsækjandi og verkefnastjóri: Lína Rut Wilberg. Flokkur: Menning. Markmið verkefnis er að byggja upp ævintýraveröld tengd minni list. Graffitti veggur er einn liður af mörgum í því. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 300.000. Nr. 12. Íslenska Bítlið í Stórsveitarstíl. Umsækjandi: Stórsveit Íslands. Verkefnastjóri: Eggert Björgvinsson. Flokkur: Menning. Verkefnið lýtur að því að viðhalda þeim menningararfi sem við eigum á Íslandi. Talið er að verkefnið hafi talsvert menningarlegt gildi. Útsett verða þekkt lög frá því tímabili sem oft er kallað Keflvíska Bítlið. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000. Nr. 13. Suður með sjó. Umsækjandi og verkefnastjóri: Páll Ketilsson. Flokkur. Menning. Með sýningu sjónvarpsþáttanna Suður með sjó er verið að vekja at-
hygli á fjölbreyttu mannlífi í sinni víðustu mynd á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000. Nr. 14. Tónleikaröð í Hvalsneskirkju. Umsækjand og verkefnastjóri: Magnea Tómasdóttir. Flokkur: Menning Tónleikaröðin, Tónar í Hvalneskirkju, eru tónleikar þar sem fremstu listamenn klassískrar tónlistar koma fram. Haldnir verða fimm tónleikar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000. Nr. 15. Mozart Requiem. Umsækjandi og verkefnastjóri: Jóhann Smári Sævarsson. Flokkur: Menning . Norðuróp í samvinnu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og DansKompaní flytja sálumessu Mozarts. Mozart Requiem er kórverk fyrir kór, sinfoníuhljómsveit og fjóra einsöngvara, yfirleit flutt í stórri kirkju. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.1.500.000. Nr. 16. Stelpur filma á landsbyggðinni! Umsækjandi og verkefnastjóri: Inga Margrét Flokkur: Menning. Stelpur filma á landsbyggðinni er verkefni þar sem stelpur í 8. og 9. bekk læra undirstöðuatriði í kvikmyndagerð, undir tryggri leiðsögn virtustu handritshöfunda og kvikmyndagerðakvenna landsins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000. Nr. 17. Vita- sjóslysasýning við Reykjanesvita. Umsækjandi: Hollvinasamtök reykjanesvita og nágrennis. Verkefnastjóri: Eiríkur P. Jörundsson. Flokkur: Menning. Markmið er að vekja athygli á merkri sögu Reykjanesvita og sjóslysa sem voru ástæða þess að viti var reistur á þessum stað árið 1878 og var fyrsti viti landsins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.1.000.000. Nr. 18. Líð ég burt frá landi. Umsækjandi og verkefnastjóri: Berta Dröfn Ómarsdóttir. Flokkur: Menning. Tónleikar í Grindavíkurkirkju með frumsömdum lögum og textum eftir Kristínu Matthíasdóttur, í útsetningu Bertu Drafnar. Grindavíkurdætur sjá um tónlistarflutninginn undir stjórn Bertu við meðleik Ingunnar Hildar Hauksdóttur píanóleikara. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000. Nr. 19. Samstarf Listasafns Reykjanesbæjar og Listaháskóla Íslands. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Helga Þórsdóttir. Flokkur: Menning. Markmið verkefnisins er að kynna Listasafn Reykjanesbæjar fyrir nýrri kynslóð sem starfar innan listgreina á Íslandi. Eins ætti sýning meistara-
All margir mættu við formlega afhendingu styrkjanna í Stapa.
Í byrjun athafnar flutti Alexandra Chernyshova sópransöngkona og tónskáld brot úr verkum sínum en um undirleik sá Einar Bjartur Egilsson. Alexandra var jafnframt ein þeirra sem hlaut styrk úr sjóðnum að þessu sinni. nema í sýningagerð að vekja áhuga meðal almennra sýningargesta bæði úr nærumhverfi safnsins og af höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000. Nr. 20. Óperuballett fyrir börn um Jólasveinana þrettán - tónsmíð. Umsækjandi og verkefnastjóri: Alexandra Chernyshova. Flokkur: Menning. Óperuballett fjallar um íslensku Jólasveinana þrettán, fyrir börn og fullorðna og verður i tveimur þáttum. Óperan verður samin fyrir óperu einsöngvarar, ballett dansarar, kór og hljómsveit. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000. Nr. 21. Grindavíkurskip - tíróinn áttæringur með grindavíkurlagi. Umsækjandi: Óskar Sævarsson. Verkefnastjóri: Ólafur R Sigurðsson. Flokkur: Menning. Markmið verkefnisins er að smíða eftirlíkingu í fullri stærð af áttæringnum Geir úr Staðarhverfi, sem brann 1993 ásamt þorra bátasafns Þjóðminjasafnsins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000. Nr. 22. Möguleikar á nýtingu jarðhitakísils frá Reykjanesvirkjun. Umsækjandi: GeoSilica Iceland hf. Verkefnastjóri: Burkni Pálsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun . Markmið verkefnisins er leita tækifærum til að skapa frekari verðmæti úr kísil og jafnvel öðrum efnum í affallsvatninu sem falla til við Reykjanesvirkjun í samstarfi við HS Orku. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000. Nr. 23. Saltberg - sælkera sjávarsaltflögur. Umsækjandi: Saltberg. Verkefnastjóri: Erla Sigurlaug Sigurðardóttir. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Saltberg ætlar að framleiða umhverfisvænar handgerðar sælkera sjávarflögur úr hreinum bergsíuðum íslenskum sjó. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000. Nr. 24. 22.10 Brugghús. Umsækjandi og verkefnastjóri: Steinþór Júlíusson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Helstu markmið þessa verkefnis er að standsetja til fulls handverksbrugghús og bar. Með því að vera í samstarfi við aðra aðila í ferðaþjónustu á svæðinu mun verkefnið gera Grindavík að eftirsóknarverðari stað til að heimsækja. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.250.000. Nr. 25. GeoLab - Færanlegar rannsóknarstöðvar á Reykjanesinu. Umsækjandi og verkefnastjóri: Arnbjörn Ólafsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.
GeoLab mun vinna að gerð og miðlun handbóka, leiðbeininga og verkefna til fræðslu og rannsóknarstarfsemi á Reykjanesinu. Auk þess sem verkefnið miðar að undirbúningi og hönnun á færanlegum rannsóknarstöðvum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000. Nr. 26. Útrás með Lífsalt úr íslenskri náttúru. Umsækjandi: Arctic Sea Minerals ehf. Verkefnastjóri: Egill Þórir Einarsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið snýr að hefja útrás með Lífsalt sem einstaka vöru framleidda úr íslenskum náttúrulegum hráefnum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000. Nr. 27. Björgunarnet Stakkur. Umsækjandi: Sæmundur Heimir Guðmundsson. Verkefnastjóri: Jón Helgason. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið lýtur að öryggi allra þeirra sem sækja eða vinna við jarðböð og aðra staði þar sem ekki sést til botns. Verkefnið mun einfalda leit og björgun. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4.000.000. Nr. 28. Vöruþróun og markaðssetning Litla brugghússins. Umsækjandi: Litla brugghúsið. Verkefnastjóri: Guðjónína Sæmundsdóttir. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið snýr að því að þróa vörulínu fyrirtækisins og gera hana heildstæða, þróa nýjar vörur, gjafapakningar og vörur tengdar brugghúsinu. Einnig markaðssetningaráætlun og markaðssetja vörur brugghússins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.250.000. Nr. 29. Öryggiskrossinn – The Safety Kross. Umsækjandi: Mannvirki og malbik ehf. Verkefnastjóri: Sigurður Ingi Kristófersson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið lýtur að þróun Öryggiskrossins sem er ný tegund merkinga til að loka flugbrautum og akbrautum tímabundið. Varan er hönnuð og handunnin á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4.500.000. Nr. 30. Mermaid – Geothermal Seaweed Spa. Umsækjandi: Mermaid ehf. Vekefnastjóri: Bogi Jónsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið lýtur að þróun á vandaðri lúxus heilsulind við sjávarsíðuna þar sem boðið verður upp á sérhæfð böð og heilsumeðferðir. Lokamarkmiðið er bygging og rekstur lúxus heilsulindar og veitingahúss. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 5.000.000.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 95
Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Sjálfstætt framhald af kynfræðslubókinni Fávitar sem kom út í fyrra.
Aðeins færri fávitar frá Sólborgu
Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2020, sendi nú fyrir jólin frá sér sjálfstætt framhald af kynfræðslubókinni Fávitar sem kom út í fyrra. Sögur útgáfa gefur hana út. „Bókin fjallar að mestu leyti um samskipti og sjálfsþekkingu og í henni reyni ég að leiðbeina unga fólkinu okkar hvað varðar samskipti í kynlífi og samböndum og undirstrika mikilvægi þess að við fáum leyfi fyrir öllu því sem við gerum í tengslum við annað fólk, séum heiðarleg við hvert annað og þá leiðrétti ég einnig ýmsar ranghugmyndir sem við fáum úr klámi. Fyrri bókin var samansafn af kynfræðslutengdum spurningum sem ég hafði fengið sendar til mín á samfélagsmiðlum og á fyrirlestrum. Hún er skrifuð fyrir unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum.“ Hvernig hafa viðbrögðin verið? „Viðbrögðin hafa verið góð. Það er ótrúlega gaman að gefa út bækur. Ég reyndar hélt það í miðju skrifferlinu að ég fengi að ferðast um landið og hitta fólk þegar bókin kæmi út, halda partý og svona, en svo mætti Covid-djöfullinn eina ferðina enn svo samfélagsmiðlarnir þurfa að duga annað árið í röð, svona að mestu leyti allavega.“ Hvað fékk þig til að henda í framhald? „Fræðslunni er aldrei lokið. Á hverju ári verða börn að unglingum og þeir hafa svipaðar vangaveltur um þessa hluti og þeir sem á undan komu. Heimurinn og samfélagið er stöðugt að þróast og við þurfum að hafa okkur öll við svo okkur takist að fylgja með. Bækurnar eru góð leið til að opna á umræður um þessi málefni heima fyrir og í skólum og ég er viss um að þær svari mörgum spurningum unga fólksins okkar.“ Aðeins færri fávitar fæst í öllum helstu verslunum landsins, um allt land, t.d. Hagkaup, Bónus, Nettó, Eymundsson o.fl.
Óskum Suðurnesjamönnum og öðrum landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar með ósk um gæfuríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðnum árum.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
a b n b w o B Jamesto og
Við óskum Suðurnesjamönnum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla með þökk fyrir viðskiptin á árinu
Opnunartími yfir hátíðarnar 20. DES 21. DES 22. DES 23. DES
10:00–19:00 10:00–19:00 10:00–19:00 10:00–19:00
24. DES LOKAÐ 25. DES LOKAÐ 26. DES LOKAÐ 27. DES 28. DES 29. DES 30. DES 31. DES
10:00–18:00 10:00–17:00 10:00–17:00 10:00–17:00 LOKAÐ
3. JAN
HEFÐBUNDINN OPNUNARTÍMI