Víkurfréttir 23. tölublað 46. árgangur

Page 1


Glæsilegur árangur Suðurnesjadansara

Miklu minna er um kríu í sumar en í fyrra. Það má glögglega sjá í Norðurkoti í Suðurnesjabæ. Húsfreyjan þar segir fjöldann núna lítið brot af því sem verið hefur undanfarin ár. Ekki er vitað um ástæður fyrir því. Þegar tíðindamaður VF kíkti á svæðið við Norðurkot mátti þó sjá marga fugla með síli í kjaftinum og spræka unga á flugi með eldri fugli. Það er vinsælt hjá mörgum að taka rúnt og sjá fuglafjörið. Ekki skemmir þegar sólarlagið er eins og það var eitt kvöldið í vikunni. VF/pket.

Aðeins tveir styrkir til Suðurnesja á þremur árum

n Virkar letjandi fyrir þá sem vilja sækja í uppbyggingar- og nýsköpunarsjóði, segir Arnbjörn Ólafsson

Einungis tvö verkefni af Suðurnesjunum hafa hlotið stuðning úr Lóu, Nýsköpunarsjóði landsbyggðarinnar á síðustu þremur árum af 73 samþykktum verkefnum. Á sama tíma voru 19 verkefni samþykkt á Norðurlandi eystra.

Arnbjörn Ólafsson úr Reykjanesbæ vekur athygli á þessu í grein í blaðinu en á árunum 2023, 2024 og 2025 voru veittir samtals 73 styrkir úr sjóðnum til nýsköpunar-

verkefna og var fjöldi umsókna að meðaltali um 94 á ári.

„En það sem verst er (og hér tala ég af reynslu) er hvernig þetta mynstur virkar letjandi fyrir þá sem vilja sækja í uppbyggingarog nýsköpunarsjóði. Þegar frumkvöðlar á Suðurnesjum horfa á tölurnar og sjá að aðeins tvö verkefni af 73 hafa fengið styrk á þremur árum, þá spretta óhjákvæmilega fram spurningar eins og: Af hverju

Stutt við smærri atvinnurekendur í Grindavík

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) undirrituðu nýlega samning um fjárstuðning við atvinnurekendur í Grindavík. Heildarframlag ríkisins verður 50 milljónir kr. Stuðningurinn er einkum ætlaður einyrkjum og smærri fyrirtækjum sem voru með starfsemi í Grindavík 10. nóvember 2023, eru í rekstri og hafa einn starfsmann á skrá og veltu undir 500 milljónum króna. Fjármuni skal nota til verkefna sem snúa að markaðssetningu, vöruþróun og nýsköpun. Styrkjum er ekki ætlað til að kaupa upp eignir eða greiða skuldir.

Opnað var fyrir umsóknir um fjárstuðning 7. júlí og er umsóknarfrestur til og með 18. ágúst. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum mun fara með verkefnastjórn og umsýslu og verða fjármunum úthlutað í gegnum Uppbyggingarsjóð Sóknaráætlunar Suðurnesja og gilda almennar reglur sjóðsins um umsóknir.

að standa í þessu? Af hverju að verja tíma í umsóknarferli, kostnað með ráðgjöfum, móta hugmynd og leggja sig fram, ef útkoman virðist fyrirfram ákveðin? Þessi tilfinning er hættuleg. Hún dregur úr virkni, áhuga og vexti nýsköpunarsam félagsins.

Suðurnesin eru kraftmikið svæði með auðugt frumkvöðlastarf, eldhuga og áskoranir sem kalla á nýjar lausnir og stuðning í verki. Til að nýsköpun þrífist þar með sama krafti og á öðrum svæðum landsins þarf markvissar aðgerðir til að efla umsóknargetu, styðja við tengslamyndun og tryggja að Suðurnesin standi jafnfætis öðrum svæðum þegar kemur að úthlutun opinbers fjármagns,“ segir Arbjörn.

Öryggismyndavélar í miðbæ

Reykjanesbæjar

Öryggismyndavélar verða settar upp í miðbæ Reykjanesbæjar. Erindi um kaup og uppsetningu á myndavélum var samþykkt á bæjarráðsfundi 3. júlí sl. Kaupin á búnaði yrðu fjármagnaðar af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum en uppsetning, viðhald og þrif fjármagnað af Reykjanesbæ. Heildarkostnaður sveitarfélagsins er áætlaður kr. 2.500.000. Bæjarráð samþykkir öryggismyndavélar í miðbæ Reykjanesbæjar og fagnar erindinu sem mun auka öryggi íbúa og gesta.

„Ætli útlendingar séu ekki u.þ.b. 99% gesta á tjaldsvæðið, ég hvet alla Íslendinga til að kíkja til Grindavíkur, þar er frábær sundlaug og margir veitingarstaðir opnir og svo er einn besti golfvöllur landsins í Grindavík,“ segir Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja og tjaldsvæðis Grindavíkur. Tjaldsvæðið opnaði í lok maí og fór betur af stað en gert var ráð fyrir og hefur verið stöðugur straumur í allt sumar.

„Í langflestum tilvikum er dvalið eina nótt sem gefur sterklega til greina að fólk sé annað hvort á leið í ferðalag um Ísland, eða sé að fara í flug daginn eftir. Auðvitað viljum við sjá fólk dvelja lengur í bænum og skoða allt sem fyrir augu ber en það er mín tilfinning að þessir útlendingar séu ekki að spá mikið í stöðunni í Grindavík. Sumir hafa spurt hvort hægt sé að sjá flæðandi hraun en flestir virðast einfaldlega vera að sækjast í gott tjaldsvæði til að tjalda til einnar nætur,“ sagði Jóhann.

Heimamenn

kaupa lóð og fasteignir kísilverksmiðjunnar í Helguvík

n Suðurnesjafyrirtækið Reykjanes Investment ætlar að þróa og endurskipuleggja svæði kísilverksmiðjunnar.

Landey ehf., dótturfélag Arion banka hf., hefur undirritað sam komulag við félagið Reykjanes Investment ehf. um kaup þess á fasteignum og lóðum í Helguvík á Reykjanesi þar sem um tíma var starfrækt kísilverksmiðja. Kaupverð er trúnaðarmál.

Um nokkurra ára skeið hefur Arion banki leitað kaupenda að Helguvík með það að markmiði að þar geti byggst upp annars konar starfsemi. Því er ánægjulegt að nú taki Reykjanes Investment við eignunum en félagið hyggur á þróun á svæðinu og frekari uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í nánu samstarfi við Reykjanesbæ og Reykjaneshafnir.

Reykjans Investment ehf. er byggingar- og þróunarfélag sem leggur áherslu á skapandi og vandaða uppbyggingu á Suðurnesjum. Að baki félaginu standa einkafjárfestar sem eiga það sameiginleg að hafa djúpar rætur á Suðurnesjum.

Völlur mathöll í „Toppnum“

Völlur mathöll hefur opnað á Ásbrú en þar eru og verða sex til sjö veitingaaðilar sem bjóða upp á fjölbreyttan mat. Í þessu gamla en endurbyggða húsnæði var á tímum varnarliðsins veitingaog skemmtistaðurinn Top of the Rock sem margir Suðurnesja menn muna eftir.

Sjö veitingaaðilar eru í mat höllinni og bjóða upp á íslenskan, asískan, ítalskan og indverskan mat.

„Markmið var að gæðalega verði mathöllin á pari við það sem best þekkist hér á landi og taki einnig mið af þeirri þróun

sem á sér stað í slíkum rekstri í heiminum og við vonum að það hafi tekist,“ segir Sverrir Sverrisson hjá fyrirtækinu ToRo en meðeigendur hans eru bróðir hans Sævar og Kjartan Eiríksson.

Frá undirritun kaupsamnings Arion banka og Reykjanes Investment. F.v. Sigurgeir Rúnar Jóhannsson og

Reykjanes Investment:

„Við hjá Reykjanes Investment erum spennt fyrir því verkefni að þróa og endurskipuleggja þetta frábæra og vel staðsetta svæði, samfélaginu okkar til heilla. Það er einlægt markmið okkar að þarna verði atvinnustarfsemi í sátt við umhverfi sitt sem nýtur góðs af þeim frábæru innviðum sem eru allt í kring, eins og höfninni og flugvellinum, og því kraftmikla samfélagi sem er á Reykjanesi.“

starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar:

„Þetta eru ánægjuleg tímamót fyrir íbúa svæðisins þar sem ákveðinni óvissu um þá starfsemi sem lagt var upp með verður nú vonandi endanlega eytt. Við hlökkum til samtalsins og samstarfsins við nýja eigendur en hagsmunir bæjarins og hafnarinnar fara saman með þeirri uppbyggingu og tækifærum sem kaupin geta leitt af sér.“

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka:

„Helguvíkin er svæði sem getur hýst margvíslega starfsemi og haft jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi. Það eru því góð tíðindi að nú taki heimamenn við keflinu, fólk sem þekkir vel til á Reykjanesi og hefur á undanförnum árum sinnt uppbyggingu á svæðinu. Nýir eigendur eru með metnaðarfulla framtíðarsýn og verður spennandi að sjá Helguvík fá nýtt hlutverk.“

Mikill ávinningur af gjaldfrjálsum skólamáltíðum

Skötumessa í Garði 23. júlí

Enn á ný verður Skötumessan í Garði haldinn í tilefni Þorláksmessu að sumri, að þessu sinni miðvikudaginn 23. júlí nk. kl. 19, á sal Gerðaskóla í Garði. Að venju verður viðamikil en hefðbundin dagskrá í boði. Skötumessan í Garði hefur notið vinsælda í tæpa tvo áratugi og sterkur kjarni fólks sækir skemmtunina á hverju ári. „Við hvetjum Suðurnesjamenn, konur og karla til að fjölmenna á þessa einu þekktustu skemmtun sem haldin er á Suðurnesjum ár hvert. Stuðningur við verkefni Skötu messunnar sýnir styrk og fegurð samfélagsins sem við búum í. Á Þorláksmessu að sumri er borin fram skata, saltfiskur, plokk fiskur, kartöflur, rófur, rúgbrauð og hamsatólg, allt framreitt af okkar fólki.

Forsala aðgöngumiða fer fram á netinu, en miðinn kostar 8000 krónur. Greiðslan er lögð inn á reikning Skötuveislunnar, 014205-70506, kt. 580711-0650. Gestir gefa upp nafn greiðanda við innganginn eða prenta út kvittun sem gildir sem aðgöngumiði. Það er mikilvægt að tryggja sér miða sem fyrst því síðust ár hefur verið uppselt á Skötumessuna nokkrum dögum áður.

Hlutfall þeirra sem nýtti sér skólamáltíðir jókst í skólum á Suðurnesjum.

Foreldrar, skólastjórnendur og sveitarfélög sjá mikinn ávinning af gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum landsins. Það er mat starfshóps sem innviðaráðherra skipaði til að leggja mat á nýtingu og

matar að óska eftir samstarfi við Samtök íslenskra sveitarfélaga. Niðurstaða þess samstarfs var útfærsla sem var tekin upp hjá þeim skólum sem Skólamatur þjónustar. Útfærslan fólst í því að forráðamenn grunnskólanemenda skrá nemandann í mataráskrift eins og áður, ef óskað er eftir því að nýta þjónustuna. Sveitarfélagið greiðir

áður en gjaldfrelsið var tekið upp,“ segir Jón.

Fleiri borða en áður

Hátt hlutfall nemenda á Suðurnesjum hefur nýtt sér skólamáltíðir undanförnum árum en með upptöku gjaldfrelsis jókst nýtingin enn frekar að sögn Jóns, þ.e. fleiri nem-

endur nýttu sér skólamatinn eftir að skólamáltíðir í grunnskólum voru gerðar gjaldfrjálsar,“ segir Jón. Enn betri salatbar og gæði máltíða

„Við ætlum okkur að halda áfram að bæta gæði skólamáltíða í leikog grunnskólum á Íslandi og auka ánægju og meðvitund markaðarins um almenna skólamáltíð. Það gerist með upplýstri umræðu, starfsfólki og vel útfærðum leiðum og verklagi. Við höfum fjárfest í góðum og sérhæfðum búnaði, bæði til matreiðslu og hugbúnaðar sem bætir skipulag og mælir ánægju. Þannig hefur okkur tekist að standa að stöðugum umbótum og þróun skólamatarins í takt við væntingar okkar.

Framundan er átak í því að þróa aukna fjölbreytni í salatbar sem er nú þegar í öllum grunnskólum. Við höfum fjárfest í búnaði sem getur framleitt ferskt bygg og pastarétti sem við teljum að verða spennandi og holl viðbót og valkostur fyrir nemendur og starfsfólk. Þetta er dæmi um það sem við erum stöðug að þróa og bæta í samstarfi við nemendur, foreldra og starfsfólk skóla,“ segir Jón.

Rekstur Skólamatar hefur verið mjög góður og vaxandi á síðustu árum. Velta félagsins á síðustu tveimur árum var 2,7 milljarðar kr. (2023) og 3,1 ma. (2024) en það síðarnefnda er besta ár Skólamatar frá upphafi. Í lok árs 2020 var meðalfjöldi stöðugilda hjá félaginu 93 en í lok síðasta árs, fjórum árum síðar, voru þau 137, aukning upp á 47% á fjórum árum. Um 200 manns starfa alls í þessum 137 stöðugildum á 90 starfsstöðvum á suðvesturhorni landsins en höfuðstöðvar félagsins eru í Reykjanesbæ.

Viktoría Hrund Kjartansdóttir frá Reykjanes Investment, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka.
Fjölbreyttari salatbar og enn meiri gæði skólamáltíða hjá Skólamat.
Besta árið frá upphafi

Njarðarbraut

VIÐ ERUM Í REYKJANESBÆ

Njarðarbraut 11

Frábær árangur dansskólana úr Reykjanesbæ á HM

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

GUÐNÝ KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR

DIDDA

Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu Nesvöllum, miðvikudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 21. júlí klukkan 13.

Ómar Ástþórsson

Þröstur Ástþórsson

Íris Ástþórsdóttir

Ástþór Arnar Ástþórsson

Linda Ólafsdóttir Eydís Ármannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,

ANNA PÁLÍNA ÁRNADÓTTIR Víkurbraut 17, Keflavík,

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,

VALGERÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR áður til heimilis að Vatnsnesvegi 29, Keflavík lést á Hrafnistu Hlévangi, föstudaginn 20. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Guðmundína Ester Guðmundsdóttir

Helga Jónína Guðmundsdóttir

lést í faðmi fölskyldunnar á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, föstudaginn 11. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 24. júlí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Soroptimistaklúbb Keflavíkur, kt. 621191-1529 Reikningsnr. 542-14-000077

Karl Einar Óskarsson

Sveinbjörg Anna Karlsdóttir Þórhallur Karlsson

Árni Vigfús Karlsson

Baldur Örn Gunnarsson Rakel Ýr Aðalsteinsdóttir og ömmugullin.

Sævar Kjartansson Sigurður Guðmundsson Magnús Jónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,

REYNIR HEIÐDAL ÖLVERSSON Faxabraut 13, Keflavík

lést á Hrafnistu Hlévangi, laugardaginn 5. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 23. júlí klukkan 13.

Hannes Ragnar Reynisson

Sveinbjörn Reynisson

Róbert Smári Reynisson

Anna Heiða Reynisdóttir

Hulda K. Reynisdóttir Davis Reynir Þór Reynisson

Margrét Sigurðardóttir

Sigurlaug Halldórsdóttir

Oddur Steinar Birgisson

Carlos Davis

Sigurlaug H. Jóhannsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

dóttir, eigandi Ungleikhússins, sem keppti nú í fyrsta sinn á mótnu en Elma Rún var í eldlínunni með Danskompaníi síðustu ár en stofnaði sinn eigin skóla nýlega. Keppendur frá Ungleikhúsinu unnu níu heimsmeistaratitla, fern silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun, á mótinu núna. Helga Á. Ólafsdóttir, eigandi DansKompanís, segir að ferðin hafi gengið eins og í sögu. „Alls kepptu 25 atriði frá skólanum, þar af komust heil 20 atriði í topp 10 í sínum flokki. Ekki nóg með það, heldur unnu 10 af þeim til verðlauna, þ.e.a.s. heimsmeistaratitlar, silfur- og bronsverðlaun. Með árangri mótsins í ár hefur DansKompaní á síðustu fjórum árum unnið til 22 heimsmeistaratitla, 9 silfurverðlauna og 8 bronsverðlauna á þessu virta móti. Það er árangur sem fáir dansskólar geta státað af á alþjóðavísu.

DansKompaní keppti einnig á báðum Grand Finals keppnum mótsins, þar sem aðeins stigahæstu siguratriðin fá að keppa. Það eitt og sér segir mikið um gæði atriðanna og frammistöðu skólans að sögn Helgu. Í Grand Finals eru það sterkustu dansarar heims sem stíga á svið og dansararnir frá DansKompaní stóðu jafnfætis þeim allra bestu,“ sagði Helga eftir komuna frá Spáni.

Ísland vann einnig heildarsigur í flokknum Song and Dance, þar sem samanlagður árangur skól

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

20-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM

20-30% GRILL OG PIZZAOFNAR 25% GRILLFYLGIHLUTIR

20% COZZE ÚTIELDHÚS 25-50% HITARAR OG ELDSTÆÐI

25% SLÁTTUVÉLAR OG SLÁTTUORF

25-30% RAFMAGNSGARÐVERKFÆRI 25-30% REIÐHJÓL

25% REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR 20-50% GARÐHÚSGÖGN

30% BLÓMAPOTTAR 30% SUMARLEIKFÖNG OG TRAMPÓLÍN 20-30% ÚTILEGUVÖRUR 30% SUMARBLÓM, TRÉ OG RUNNAR 20-30% TIMBURGARÐVÖRUR

30-50% VALIÐ HARÐPARKET, FLÍSAR OG MOTTUR

25-50% VALDAR GROHE VÖRUR 50% VALIN INNI- OG ÚTILJÓS 25% HANDVERKFÆRI

25% HÁÞRÝSTIDÆLUR 20-25% RAFMAGNSVERKFÆRI

20% SNICKERS VINNUFÖT 20% TRANEMO VINNUFÖT

20% BLÁR BOSCH ...OG MARGT FLEIRA

ÞÚ SÉRÐ ÖLL TILBOÐIN Á BYKO.IS

Skannaðu kóðann og skoðaðu tilboðin

Hvar eru fegurstu garðarnir?

Umhverfisviðurkenningar í Reykjanesbæ verða afhentar á Ljósanótt en Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir tilnefningum. Íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar um þá einstaklinga, garða, götur, svæði, stofnanir, félagasamtök eða fyrirtæki, sem þeim finnst koma til greina. Ár hvert er veitt viðurkenning fyrir gróna garða, nýja garða og allt sem vel er gert. Einnig fyrir vel uppgerð eldri hús og undanfarin ár hafa verið veitt viðurkenning fyrir framlag til umhverfis og samfélags. Íbúar eru hvattir til að senda inn tilnefningu á Betri Reykjanesbær, fyrir 4. ágúst. Á kortavef Reykjanesbæjar (https://www.map.is/reykjanesbaer/) er hægt að sjá hverjir hafa hlotið umhverfisviðurkenningar frá árinu 2000. Íbúar eru hvattir til að senda inn upplýsingar um viðurkenningar fyrir þann tíma.

ORÐALEIT

BLAÐRA

Bílaviðgerðir

Smurþjónusta

Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Finndu tuttugu vel falin

Rólegur júlí og ný nöfn á gömlum bátum

Júlí er hafinn og það má með sanni segja að þetta sé rólegasti mánuður ársins þegar kemur að útgerð á Suðurnesjum. Margir bátar fara í slipp og fyrirtækin í fiskvinnslu taka sumarfrí. Þetta sést vel í Njarðvíkurhöfn, þar sem slippurinn hefur verið iðandi af lífi –bátar settir á land, málaðir og jafnvel endurnefndir.

Daðey GK verður að Hemma á Stað Áhugaverðar breytingar hafa átt sér stað hjá útgerðarfyrirtækjum á svæðinu. Eftir vertíðina 2024 ákvað Vísir ehf. í Grindavík að sameina útgerð tveggja krókamarksbáta – Sævíkur GK og Daðeyjar GK – yfir á einn bát. Sá fékk nýtt nafn og heitir nú Fjölnir GK (með dönsku ö-i). Daðey GK fór í slipp í Njarðvík og lá þar um hríð.

Nýlega var hún svo sett á flot á ný og komin í eigu Stakkavíkur ehf. í Grindavík, þar sem Hermann Ólafsson – eða Hemmi – ræður ríkjum. Hemmi lét ekki standa á skírninni: Báturinn fékk nafnið Hemmi á Stað GK, og bætist hann við hinn bát fyrirtækisins, Óla á Stað GK.

Frá Njarðvík til Skagastrandar

Hemmi á Stað GK hélt norður á Skagaströnd til línuveiða. Þar stígur skipstjóri frá Skagaströnd um borð – sami aðili og gerir út bátinn Von HU. Sá bátur var áður í Sandgerði undir nafninu Von GK. Nýr bátur

Strandveiðar í fullum gangi í rólegheitunum

Þrátt fyrir að júlí sé rólegur í heildina, þá eru strandveiðar enn í fullum gangi. Þetta er þriðji mánuður strandveiðanna og þó töluverð óvissa hafi verið um fjölda veiðidaga, þá gengur veiðin vel þessa dagana.

Sandgerði í lykilhlutverki

Sandgerði er stærsta höfn landsins þegar kemur að fjölda strandveiðibáta. Um 40 bátar voru á sjó frá Sandgerði þegar pistillinn var ritaður. Athyglisvert var að sjá hvernig strandveiðibátarnir deildu veiðisvæði með stórum 29 metra togurum sem voru að veiðum rétt utan við þriggja mílna mörkin – togarar eins og Harðbakur EA, Frosti ÞH, Þinganes SF og Bergey VE. Þegar bátarnir máttu hefja veiðar á mánudeginum (þeir róa ekki á föstudögum og um helgar), voru tveir togara enn á svæðinu og sumir færabátanna urðu að halda sig utar.

Sterk byrjun á vikunni sem leið

Veiðin var góð og sumir bátar náðu vel í ufsann í síðustu viku. Jóhann Haukur, eða Johnny eins og hann er kallaður, gerir út Hawkerinn GK og náði í sinn stærsta róður – 1,4 tonn. Hann var þó ekki hæstur, því Sævar, skipstjóri á Guðrúnu GK frá Sandgerði, var með rúmlega 2 tonn, mestmegnis ufsa, eftir daginn.

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu

HEYRN.IS

Uppsáturssvæði smábáta í Gróf lokar

Uppsáturssvæðið við smábátahöfnina í Gróf verður aflagt þann 15. ágúst nk. Eigendur og umráðamenn báta, bátakerra og á öðrum búnaði eru beðnir um að fjarlægja viðkomandi hluti fyrir þann tíma þar sem byggingarframkvæmdir eru að hefjast á svæðinu. Eigendum smábáta sem þurfa á uppsátri að halda er bent á að hafa samband við Reykjaneshöfn í síma 420 3224.

Hafnarstjóri Reykjaneshafnar.

s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, sigurbjorn@vf.is. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Prentun: Landsprent.

REYKJANESHÖFN

Guðmann Rúnar Lúðvíksson, formaður frístunda- og menningarnefndar, Rafn Sigurbjörnsson, ljósmyndari og verðlaunahafi, Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri.

Sigurbjörnsson eða Rafn Sig eins og hann er oftast kallaður - ljósmyndari, myndbandsgerðar- og tónlistarmaður.

Verðlaunin voru afhent á þjóðhátíðardaginn 17. júní í Tjarnarsal. Rafn býr hér í Vogum og hefur í áratugi tileinkað sér það að fanga undur íslenskrar náttúru með ljósmyndum og myndböndum, með yfir fjörutíu ára reynslu sem sjálfmenntaður ljósmyndari.

Á heimasíðu Voga segir:

„Rafn hefur ferðast vítt og breitt um Ísland og gefið út bækur og efni sem sýna fjölbreytileika og fegurð landsins okkar. Verk hans hafa birst í tímaritum og bókum víða.

En í öllum sínum myndverkum hefur hann ekki gleymt heima-

byggðinni. Hann hefur sérstaklega lagt sig fram við að mynda Voga og nágrenni – og með verkum sínum hefur hann ekki aðeins sýnt öðrum hversu fallegt þetta svæði er, heldur líka fangað sögulegar og náttúrulegar breytingar sem eiga sér stað hér með tímanum. Þannig hefur hann ekki bara myndað – heldur skráð og varðveitt. Rafn á því sannarlega lof skilið fyrir hvernig hann hefur kynnt Sveitarfélagið Voga – og um leið skapað verðmæta heimild um líf, landslag og náttúru þess.

Með vefsíðunni Iceland Photo Gallery, YouTube-rásinni Iceland Video Gallery, ljósmyndabókum sínum og innleggi sínu á samfélagsmiðlum hefur Rafn gefið fjölda fólks tækifæri til að njóta íslenskrar náttúru og landslags.“

Allt að 65 íbúðir

við

Hafnargötu 101 í Vogum

n Bæjarstjórn samþykkir áframhaldandi skipulagsferli

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir Hafnargötu 101, þar sem fyrirhuguð er fjölbreytt uppbygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á reit sem áður hýsti frystihús við sjávarsíðuna í Vogum.

Um er að ræða þróun á svæði sem skilgreint er sem miðbæjarkjarni með blöndu af verslun, þjónustu og fjölbýli. Samkvæmt deiliskipulagstillögunni verður heimilt að reisa eitt stallað fjölbýlishús á 1–4 hæðum, án kjallara, með allt að 65 íbúðum. Byggingin stallast niður í átt að núverandi íbúðabyggð til austurs og er þannig mótuð með tilliti til útsýnis og ásýndar nærliggjandi hverfa, einkum við Hólagötu og Mýrargötu.

Gamla frystihúsið verður gert upp Á svæðinu stendur nú gamalt fiskvinnsluhús sem hlýtur vernd vegna sögulegs gildis. Gert er ráð fyrir að elsti hluti þess verði endurbyggður og verði nýttur undir verslunar- og þjónustustarfsemi eða fjarvinnuaðstöðu. Við endurbyggða húshlutann er jafnframt gert ráð fyrir nýju bæjartorgi, sem á að styrkja miðlæga þjónustu og mannlíf í Vogum.

Áhersla á sjálfbærni, söguleg minjasvæði og fjölbreytta notkun.

Við hönnun nýbygginga og útfærslu reitsins verður lögð sérstök áhersla á:

- Vistvæn byggingarefni og sjálfbærar lausnir

- Skjólgóð dvalarsvæði og öruggt leiksvæði barna

- Bílastæði í samræmi við stærð íbúða (1–1,5 stæði pr. íbúð)

„Grindavík

mun byggjast upp fyrr en síðar“

Hjónin Guðmundur Sverrir Ólafsson og Guðmunda Jónsdóttir eru bjartsýn á framtíð Grindavíkur en segja ferlið lyginni líkast og hafi reynt á fólk

Hjónin eru á meðal fjögur þúsund Grindvíkinga sem þurftu að yfirgefa bæinn sinn í nóvember 2023. Þau voru heppin, fengu strax inni hjá skyldfólki Guðmundu í Reykjanesbæ og voru á meðal fjölmargra Grindvíkinga sem fluttu í Pósthússtræti 7 í Reykjanesbæ. Þau fara mjög fögrum orðum um Reykjanesbæ og fólkið sem þau búa með í Pósthússtrætinu en það breytti því ekki að þau hafa saknað Grindavíkur allar götur síðan 2023 og voru snögg að stökkva á hollvinasamning Þórkötlu og hafa gist í Grindavík síðan það var leyft 28. maí.

Guðmunda segir að mikið þurfi að gerast svo þau flytji ekki aftur til Grindavíkur.

„Við vorum heppin, fengum strax inni í húsi frænda míns og vorum þar þangað til við gátum flutt í Pósthússtrætið í júní í fyrra. Við tryggðum okkur þetta húsnæði um leið og það bauðst en þá var það í byggingu og var ekki alveg tilbúið þegar við fluttum inn í júní, bílakjallarinn var t.d. ekki tilbúinn. Það er yndislegt að búa þarna með öllum þessum Grindvíkingum, okkur líður stundum eins og við séum í búðinni í Grindavík og allt hitt fólkið í blokkinni er yndislegt. Það fer mjög vel um okkur þarna en samt vantar eitthvað upp á svo okkur liði eins vel og í Grindavík, hugur okkar hefur allan tímann verið í gamla bænum okkar. Við höfum haldið tengingu við Grindavík síðan við seldum og þegar við gerðum hollvinasamninginn 12. desember í fyrra þá höfum við haldið tengingu við gamla heimilið, ég bakaði t.d. fyrir jólin heima í Grindavík og þegar Þórkatla gaf grænt ljós á gistingu í Grindavík 28. maí, vorum við ekki lengi að ganga að þeim samningi. Ég ætlaði varla að trúa hversu vel og lengi ég svaf fyrstu nóttina, það var yndislegt að vakna við fuglasönginn og tilfinningin yfir að vera komin aftur heim var guð dómleg,“ segir Gumma eins og hún er jafnan kölluð.

Ekki til í kerfinu

- Áframhaldandi vernd og hugsanlega endurbyggingu rústasvæðis við Norðurkot, þar sem finna má 150 ára gamlar vegghleðslur

Skipulagsferli heldur áfram

Áður hafði vinnslutillaga verið kynnt í opnu húsi í Vogum og kallað eftir ábendingum frá íbúum. Í nýjustu umfjöllun skipulagsnefndar og bæjarstjórnar var samþykkt að óska eftir því við Skipulagsstofnun að auglýsa formlega breytingu á aðalskipulagi og jafnframt auglýsa nýtt deiliskipulag. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á kynningartíma, en umsagnir bárust frá umsagnaraðilum og hafa þær verið teknar til skoðunar. Með þessari samþykkt sé stigið mikilvægt skref í uppbyggingu miðbæjarsvæðis í Vogum. Verkefnið sameinar nýtt búsetuform, fjölbreytta þjónustu og virðingu fyrir menningararfi sjávarbyggðar sem á sér rætur í atvinnusögu svæðisins.

samfélagið skyldi tvístrast svona í allar áttir en að bæta glímu við yfirvöld og Þórkötlu inn í jöfnuna er ótrúlegt að okkar mati. Að Grindvíkingar hafi þurft að mæta sérsveitarmönnum þegar okkur var hleypt inn í bæinn og máttum vera í fimm mínútur að sækja nauðsynjar, er eitthvað sem er óskiljanlegt! Það voru gerð gríðarleg mistök að okkar mati í framkvæmdinni á húsnæðisuppkaupunum, þetta úrræði ríkisstjórnarinnar varðandi uppkaup í gegnum fasteignafélagið Þórkötlu var frábært en allt eftir það var mjög illa unnið en sem betur fer er eins og fólk hafi vaknað til lífsins. En að láta Grindvíkinga tæma húsin eins og um venjuleg fasteignaviðskipti væri að ræða, voru rosaleg mistök, mörg hús lágu síðan undir skemmdum því það var enginn umgangur og umsjón, þ.a.l. engin loftun eða eftirlit á húsunum en við breytum ekki fortíðinni og verðum bara að horfa fram á veginn. Við höfum fulla trú á að Grindavík muni blómstra á ný og í raun vitum við það. Það eru svo margir Grindvíkingar sem sakna bæjarins og samfélagsins, það er erfitt að slíta taugina svo við erum sannfærð um að fyrr en síðar muni Grindavík blómstra á ný. Við hefðum viljað að yfirvöld væru byrjuð á meiri uppbyggingu í Grindavík, það þarf að klára að laga allar þessar sprungur og ekki eftir neinu að bíða varðandi það. Þær sprunguviðgerðir sem hafa farið fram, hafa allar haldið og því ekkert sem á að aftra okkur í að

Hjónin Guðmunda og Guðmundur una sér best í Grindavík. VF/Sigurbjörn.

Hjónin hafa ekkert nema gott um Þórkötlu að segja í dag en þau lentu í miklu brasi við söluna á fasteign sinni. Gummi rifjaði það upp. „Þegar við seldum þá hökuðum við bæði við for kaups- og forleiguréttinn en það reyndi aldrei á það síðarnefnda því allt í einu var ekki í boði að leigja. Við vorum svo sem ekki þá á leiðinni að fara leigja húsið til baka til að búa í því og þegar kom að því ganga frá sölunni en við þurftum á þeim peningi að halda til að kaupa íbúðina í Pósthússtrætinu, þá lentum við á vegg. Húsið okkar var byggt árið 1950 og við vorum búin að búa í því í 45 ár. Það voru um 70 heimili sem lentu utan kerfis, þ.e. eftir að skráning í tölvukerfi bæjarins var hafin árið 1981. Þeir Grindvíkingar sem höfðu búið í húsnæði sínu fyrir þann tíma og að þeim tíma sem kom að sölu til Þórkötlu, lentu í því að þeir voru bara ekki til, þetta var týpískt „computer says no.“ Við hringdum í Þjóðskrá og spurðum hver hefðu búið á Ásabraut 1 í Grindavík þann 10. nóvember 2023 og sem betur fer fengum við þau svör að það værum við. Ég bað um að fá þetta sent í tölvupósti en það var ekki hægt, við þurftum að mæta á staðinn og borga 3.500 kr fyrir að fá þessar upplýsingar á prenti. Það var alveg sama hvað við reyndum, við fengum engin svör frá Þórkötlu og það var ekki fyrr en sonur okkar hafði samband við alþingismann í okkar kjördæmi, Vilhjálm Árnason, sem hreyfing komst á málið, nokkrum mánuðum eftir að stappið byrjaði. Villi hefur staðið sig frábærlega fyrir okkur Grindvíkinga og hefði ekki verið fyrir hans liðssinni þá værum við líklega ekki í húsnæðinu okkar í dag. Hugsa sér, ofan í allt áfallið sem þetta hefur verið fyrir alla Grindvíkinga, að þurfa þá líka að standa í svona stappi við yfirvöld. Villi á svo sannarlega miklar þakkir skyldar frá öllum Grindvíkingum og eins viljum við minnast á þátt Hjálmars Hallgrímssonar, hann hefur staðið sig frábærlega í málefnum okkar Grindvíkinga. Ég vil líka taka skýrt fram að starfsfólk Þórkötlu hefur reynst okkur mjög vel síðan þetta leiðindarmál kom upp, framkvæmdastjórinn Örn Viðar vildi allt fyrir okkur gera og var mjög umhugað um að leysa þessi mál og sem betur fer tókst það og allir sem voru í þessari stöðu fengu sín mál leyst. Það hefur ekki gengið að leysa úr málum allra atvinnurekenda og það er auðvitað miður en það er ekki eins einfalt mál eins og að leysa úr húsnæðisvanda einstaklinga,“ segir Guðmundur.

Grindavík mun blómstra

Hjónin ætla sér að vera í Grindavík eins og útlitið er í dag og eru bjartsýn á nánustu framtíð bæjarins. „Þetta ferli allt hefur verið lygi líkast og hefur reynt mismikið á fólk. Við höfum mestar áhyggjur af blessuðum börnunum en það er alveg ljóst í okkar huga að þetta hefur reynt á alla. Það var auðvitað áfall að

... Þeir Grindvíkingar sem höfðu búið í húsnæði sínu fyrir þann tíma og að þeim tíma sem kom að sölu til Þórkötlu, lentu í því að þeir voru bara ekki til, þetta var týpískt „computer says no.“...

klára þetta. Úr því sem komið er hefst ekki skólahald í haust en því fyrr sem það verður gefið út, vonandi eigi síðar en næsta haust, því betra. Auðvitað erum við hlutdræg en við teljum að samfélagið hafi verið mjög gott og fá samfélög jafnist á við Grindavík, þetta er einstakt fólk upp til hópa sem bjó hér og vonandi munu flestir snúa til baka en auðvitað verður einhver breyting. Margt fjölskyldufólk er búið að skjóta rótum annars staðar og hugsanlega hentar ekki sumum fjölskyldum að snúa til baka, það verða allir að fá að hafa sína hentisemi með það. Grindavík mun byggjast upp aftur, atvinnulífið er það sterkt hér, með frábæra höfn, nálægt alþjóða flugvelli og á meðan að atvinnustig er hátt, er grundvöllur fyrir uppbyggingu öflugs samfélags. Þetta á við í Grindavík og því fyrr sem við hefjumst handa, því betra. Við hjónin ætlum hið minnsta ekki að láta okkar eftir liggja í að byggja bæinn okkar upp, eins og staðan er núna erum við komin til að vera og það mun þurfa að draga okkur úr burtu frá Grindavík. Hér ætlum við að eyða síðustu æviárum okkar og hlökkum mikið til þegar allt mun iða hér aftur af lífi,“ sögðu hjónin að lokum.

Allt fyrir skólann

úrvalið er hjá okkur

Þrjú fyrirmyndarverkefni í

Suðurnesjabæ fengu viðurkenningu

Þrjú verkefni voru valin til viðurkenningar sem Fyrirmyndarverkefni Suðurnesjabæjar 2025 við hátíðlega athöfn á Byggðasafninu á Garðskaga þann 10. júní, í tilefni af sjö ára afmæli sveitarfélagsins.

Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því gróskumikla og metnaðarfulla starfi sem fer fram í leik- og grunnskólum, tónlistarskóla, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum í sveitarfélaginu, og veita starfsfólki hvatningu til nýsköpunar og þróunar í starfi með börnum og ungmennum.

Alls bárust 20 tilnefningar, þar af 17 verkefni sem komu til álita. Dómnefnd, skipuð Andreu Önnu Guðjónsdóttur, Eiríki Stephensen og Sigríði Heiðu Bragadóttur, valdi eftirfarandi þrjú verkefni: Útikennsla – Gefnarborg

Betri bær – Sandgerðisskóli

SUMAR FRÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ

Guðrún Ósk Gunnlaugsdóttir og Sunna Björk Svavars dóttir þróuðu verkefni sem mótar borgaravitund nem enda og tengir nám við samfélagið á áhrifaríkan hátt. Kennslunni er lýst sem gagnvirk og uppbyggileg og tengist lýðræði og samfélagsþátttöku í aðalnámskrá.

Skynörvunarherbergi – Sandgerðisskóli

Thelma Rúnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir frum legt og faglegt verkefni þar sem sköpuð er einstaklings miðuð og örugg aðstaða fyrir nemendur með sérþarfir. Dómnefnd lýsir verkefninu sem umhyggjusömu og mikilvægum þætti í því að efla vellíðan og aðgengi allra nemenda að námi.

Á vef Suðurnesjabæjar er öllum sem tilnefndu verk

Frá afhendingu viðurkenningarinnar til fyrirmyndarverkefnanna.

Þann 1. júlí hófst formlegt skógræktarverkefni í Suðurnesjabæ með gróðursetningu fyrstu trjánna á svæði ofan við nýja leikskólann í Sandgerði. Landsvæðið er skilgreint í aðalskipulagi sem „Opin svæði“ með áherslu á útivist, trjárækt og skjólmyndun. Verkefnið markar tímamót í uppbyggingu skipulagðra gróðursvæða í sveitarfélaginu og er liður í langtíma stefnu um sjálfbærni, kolefnisbindingu og aukin útivistartækifæri. Í fyrsta áfanga verða gróðursett 5.000 tré á um það bil einum hektara lands sem hefur nýlega verið undirbúið sérstaklega fyrir skógrækt. Gróðursetningin felur í sér blöndu af birki, greni, ösp og furu, sem valin eru með tilliti til aðlögunarhæfni og fjölbreytni. Plönturnar koma frá Landi og skógum sem veittu Suðurnesjabæ styrk fyrir verkefninu, auk þess sem Skógræktarfélag Suðurnesja leggur til plöntur og stuðning við framkvæmdina sem hluti af áframhaldandi samstarfi við Suðurnesjabæ.

26 KR. AFSLÁTTUR Í 4 VIKUR

Vertu velkomin(n) til okkar!

Valur og Eðvald taka vel á móti þér og veita þér faglega ráðgjöf fyrir málningarverkefnið þitt.

Ungt fólk í sumarvinnu á vegum Suðurnesjabæjar sinnir gróðursetningunni og verkefnið er unnið í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands, sem hefur skilgreint svæðið og mótað ramma fyrir framtíðarskógrækt. Svæðið mun í framtíðinni þróast áfram með það að markmiði að verða aðgengilegt útivistarsvæði fyrir íbúa og gesti, með áherslu á náttúruupplifun, skólaverkefni og samfélagslega þátttöku. Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála unnu með unga fólkinu við að gróðursetja fyrstu plönturnar.

„Suðurnesjabær hvetur íbúa, félagasamtök, skóla og leikskóla til að taka þátt í verkefninu og leggja sitt af mörkum til frekari útplöntunar. Þeim sem hafa áhuga stendur til boða að nýta svæðið áfram til gróðursetningar í samráði við sveitarfélagið og þannig leggja sitt af mörkum til að móta grænna og sjálfbærara samfélag í Suðurnesjabæ.

Óskum íbúum Reykjanesbæjar

til hamingu með glæsilega

Stapalaug!

IÐNAÐAR

TÆKNI

IÐNAÐAR

TÆKNI

Tölum um tónlist

Nokkrum sinnum á ári förum við í skrúðgöngur og fögnum ýmsum viðburðum. Við kveðjum jólin 6. janúar, þrettándinn, við fögnum sumardeginum fyrsta í lok apríl og svo stuttu seinna er það baráttugangan 1.maí og auðvitað er það þjóðhátíðardagurinn okkar 17. júní með tilheyrandi dagskrá í skrúðgarðinum okkar. Þetta endar svo á árgangagöngunni á Ljósanótt þar sem allir aldurshópar ganga niður Hafnargötuna og sameinast í lokin á túninu við Ægisgötuna með frábæru tónlistarfólki. Það sem þessar göngur eiga allar sameiginlegt er að Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er fremst í öllum þessum göngum og spilar hressa og skemmtilega tónlist með dúndrandi trommuslátt þar sem hver einstaklingur þrammar í takt. Þetta er ein af leyndum perlum Reykjanesbæjar, lúðrasveitin. Hugsið ykkur að labba í göngu og engin tónlist, vera í skrúðgarðinum 17. júní og engin tónlist, Ljósanótt og engin tónlist... mjög skrýtið... er það ekki?? Lúðrasveit Tónlistarskólans fór í magnaða ferð til Calella á Spáni í júní. Ég fékk þann heiður að vera fararstjóri í þessum hóp þar sem barnið mitt spilar á slagverk. 32 börn á aldrinum 11 ára til 21 árs, þrír stjórnendur og sex fararstjórar og aðrar fjölskyldur sem fylgdu þessum flotta hóp. Á þessum tíma er hátíð í bænum sem heitir „Calella Folk Festival” og er það hátíð tónlistar og skemmtunar. Lúðrasveitin spilaði á þremur kvöldum á þessari hátíð, föstudag, laugardag og sunnudag. Unga tónlistarfólkið okkar byrjaði á skrúðgöngu á föstu-

deginum. Það er alltaf krefjandi að spila í skrúð göngum á Íslandi þar sem veðrið leikur ekki alltaf við okkur. Rigning, rok og jafnvel slydda hefur gert vart við sig á sumardaginn fyrsta. En það gerðist ekki í Calella. Yfir 30° hiti og ganga í skrúðgöngu um þröngar spænskar götur og spila tónlist er mun erfiðara en við bjuggumst við. En þrátt fyrir hitann, svitann og gönguna þá kláraði lúðrasveitin gönguna með meistarabrag og sendi skilaboð til heimamanna... íslenska tónlist þar sem Spánverjar dilluðu sér og höfðu gaman af. Seinna um kvöldið spilaði sveitin fyrir framan stóran hóp af heimamönnum. Á laugardagskvöldinu spilaði sveitin einnig við góðar undirtektir og það gerðu hún svo aftur á sunnudagskvöldinu. Fagmennskan hjá lúðrasveitinni okkar var 100%. Lúðrasveitin á ekki að vera falin perla, þessi spilamennska hjá þeim sýndi það og sannaði að þau eiga heima á stóra sviðinu. Það er ekki nóg að tala um b ö rnin í lúðrasveitinni, við verðum einnig að tala um þá stjórnendur sem gera þessa sveit svona flotta. Allt mitt hrós og aðdáun fer til Ragnheiðar Eirar, Þórörnu Salóme og Magnúsar Más sem hafa greinilega lyft grettistaki í starfi lúðrasveitarinnar og það sést á samspili milli stjórnenda og barnanna. Það er óaðfinnanlegt.

Haustferð til PORTO 9.-12. október 2025 Aðventuferð til Edinborgar 4.-8. desember 2025

Veittur er ferðastyrkur frá Húsmæðraorlofssjóði.

Allar konur eru hvattar til að kynna sér og sækja um ferðir á orlofsud.is orlof@orlofsud.is

Takk fyrir mig og von um áframhaldandi lúðrasveitartónlist í framtíðinni... tölum um tónlist.

Sævar Jóhannsson

Greinarhöfundur er faðir barns í lúðrasveitinni og var fararstjóri í ferðinni.

Hlynur ráðinn skólastjóri Myllubakkaskóla

Hlynur Jónsson hefur verið ráðinn skólastjóri Myllu bakkaskóla. Hann hefur starfað í stjórnendateymi Myllubakkaskóla við góðan orðstír frá árinu 2017 og hefur verið starfandi skólastjóri frá árinu 2021. Hlynur lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, diplómagráðu í kennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2011 og MA gráðu í stjórnun menntastofnana frá Háskólanum á Bifröst árið 201.5

Skipulag

í Reykjanesbæ

Bæjarstjórn samþykkti á fundi þann 20 maí 2025 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Bolafót skv 40 gr skipulagslaga nr 123/2010 Gildandi deiliskipulag lóðanna Bolafótur 19-25, sem staðfest var 20 08 2019 fellur úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags Deiliskipulagssvæðið er 2,2 ha að stærð Afmarkaðar eru sjö nýjar raðhúsalóðir Almennar fyrirspurnir berist á netfangið skipulag@reykjanesbaer is n athugasemdir eða umsagnir berist í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar eigi síðar en 29 ágúst 2025 málsnúmer: 704/2025

Reykjanesbær 18 júlí 2025 Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar

Reykjanesbaer is

Vestursvæði Keflavíkurflugvallar

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti á fundi sínum 26. júní 2025, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi vestursvæðis Keflavíkurflugvallar.

Skipulagstillagan er í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsbreytingin felst í því að skilgreind er ný lóð undir vatnsöflun svo tryggja megi nægilegt slökkvi- og neysluvatn fyrir flugstöðvarsvæðið, en með tilkomu nýrra vatnstanka eykst verulega rekstraröryggi svæðisins. Þá er lóðastærðum við Smyrilvöll breytt og þeim fjölgað úr tveimur í fjórar í því skyni að auka framboð á minni lóðum á flugþjónustusvæðinu. Einnig hefur nýtt svæði verið skilgreint fyrir bílastæði samfara áframhaldandi uppbyggingu flugvallarins. Lóðin, sem er sunnan Gæsavallar er sérstaklega ætluð starfsmönnum vallarins, leigubílum og bílaleigum. Auk þessa eru uppfærðir skilmálar í gildandi deiliskipulagi; annars vegar vegna auglýsingaskiltis við Reykjanesbraut og hins vegar vegna minniháttar tilfærslu á lóð undir spennistöð við Súluvöll.

Tillagan er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, sem og á vef Isavia, í alls 8 vikur - frá 15. júlí 2025 til og með 9. september 2025. skipulagsgatt.is kefairport.is/fyrirtaekid/skipulagsmal/skipulag-kynningu

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna og koma með sínar athugasemdir, eigi síðar en 9. september 2025 í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

FÓTBOLTINN Á FLEYGI FERÐ

Munu lið frá Suðurnesjum fara upp eða niður um deild?

Seinni hluti Íslandsmótsins er hafinn en liðin í öllum deildum nema þeirri bestu, hafa leikið tólf leiki af 22. Njarðvíkingar hafa verið í toppbaráttu í allt sumar, minnkuðu forskot toppliðsins í síðasta leik þrátt fyrir að hafa bara náð jafntefli og í 2. deildinni breyttist staða Þróttar lítið þar sem toppliðið tapaði líka. Víðismenn eru í slæmum málum í 2. deildinni, sitja á botninum og hafa ekki náð að snúa genginu við þrátt fyrir þjálfaraskipti. Reynir er í efri hluta 3. deildar og gætu blandað sér í baráttuna um að komast upp en Hafna-menn eru í neðri hluta 4. deildar. Liði RB í B-riðli 5. deildar hefur aðeins fatast flugið að undanförnu.

Lengjudeild karla

Njarðvíkingar þurftu að gera sér jafntefli að góðu í útileik sínum á móti Völsungi og þrátt fyrir tvö töpuð stig, minnkuðu þeir forskot ÍR í eitt stig, sem töpuðu fyrir HK, sem kom sér þar með upp að hlið Njarðvíkur í 2-3. sæti. ÍR er með 25 stig, Njarðvík og HK með 24. Næsti leikur; Fylkir - Njarðvík, föstudagskvöld kl. 19:15.

Áfram er gengi Keflvíkinga brösótt en þeir töpuðu í síðasta leik gegn Þrótti Reykjavík og eru í 6. sæti með 18 stig. Stutt er í umspilssætin en liðin í 2-5. sæti keppa um eitt sæti í Bestu deildinni. Næsti leikur; Keflavík - Fjölnir, föstudagskvöld kl. 19:15.

Grindvíkingum tókst loksins að hrista af sér slyðruorðið en þeir höfðu tapað fjórum leikjum í röð

Lengjudeild kvenna hefur verið í fríi vegna EM en er að fara í gang.

2. deild karla

Þróttur í Vogum gerði ekki góða ferð á Dalvík en þeir steinlágu fyrir sameinuðu liði Dalvíkur/Reynis, 3-0. Staða þeirra í deildinni breyttist lítið þar sem toppliðið Ægir, tapaði sínum leik. Haukar komu sér upp fyrir Þrótt á markatölu, bæði eru liðin með 23 stig en Ægir á toppnum með 26 stig. Næsti leikur; Þróttur - Kári, sunnudag kl. 14.

Það gengur hvorki né rekur hjá Víðismönnum, þeir töpuðu sínum fimmta leik í röð á móti Haukum á heimavelli, 2-4. Víðir er á botninum með 8 stig, fjórum stigum frá liðinu sem er í 10. sæti. Næsti leikur; Víkingur Ólafsvík - Víðir, sunnudagur kl. 14.

3. deild karla Ef fólk vill sjá markaleiki þá ætti það að mæta á leiki Reynismanna, annan leikinn í röð skoruðu þeir fimm mörk en að þessu sinni skoraði andstæðingurinn, KV, líka fimm mörk. Reynir er í fjórða sæti með 21 stig, fjórum stigum frá liðinu í öðru sæti og sjö stigum frá toppnum. Næsti leikur; ÁrbærReynir, sunnudagur kl. 14.

4. deild karla Hafnir hafa híft sig upp töfluna með tveimur útisigrum í röð, sá síðasti gegn Álftanesi. Hafnir eru með tólf stig, ellefu stigum frá botninum og tólf stigum frá toppnum. Næsti leikur; HafnirElliði, laugardagur kl. 14.

HINNI HEPPNI

Mætti í

Bergvíkina í fyrsta sinn í sumar

Úr viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur á dögunum í Lengjudeild karla. VF/pket.

„Það verður erfitt að ná mér af golfvellinum núna. Ég held ég kaupi líka lottómiða í dag. Þvílík byrj endaheppni,“ sagði Hinrik Albertsson sem fór holu í höggi á draumaholu margra, Bergvíkinni á Hólmsvelli í Leiru í morgun. vindi. „Ég var að pæla í áttunni en ákvað að taka sjöuna og hitti boltann vel sem flaug yfir sjóinn og lenti framarlega á flötinni. Við sáum hann lenda og rúlla að holunni sem var aftarlega hægra megin á flötinni. Svo bara hvarf hann - og endaði í holunni,“ sagði Hinni en hann mætti á Hólmsvöll klukkan fyrir klukkan sjö í morgun með félögum sínum, Högna Helgasyni og Þóri Hannessyni en þeir eru allir félagar í Golfklúbbi Suðurnesja. Þeir voru í sambandi í gærkvöldi og Högni og Þórir sögðust vera á báðum áttum út af veðurspá. Hinni sem er flugumferðarstjóri er vanur að skoða veðurspár sagði ekki koma til greina að afbóka teigtímann, þetta yrði í fínu lagi, sem kom á daginn, og rúmlega það. Hinrik er á sínu fyrsta ári meðlimur í GS og sannkallaður byrjandi í íþróttinni. Hann segist þó hafa leikið nokkrum sinnum golf undanfarin ár en bara 9 holur með nokkrum félögum og í boðsmótum. Í sumar hefur hann verið duglegri og farið 9 holur á morgnana með félögunum og þeir hafa verið mættir eldsnemma til að komast aftur heim snemma og í vinnu. Þeir hafa alltaf farið fyrri níu holurnar og þar

og fleiri í veiði. Gummi Ormur, s. 888-3561. Ormanámskeið.

Agnese Bartusevcia og Helgi Runólfsson urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, en mjög góð þátttaka var á mótinu sem fór fram síðustu helgina í

NJARÐVÍKINGA

Coca-Cola á Íslandi hefur undirritað nýjan sam starfssamning við bæði Körfuknattleiksdeild og Knattspyrnudeild Njarðvíkur. Með undirrituninni er langt og farsælt samstarf Coca-Cola við körfu knattleiksdeildina endurnýjað og fótboltadeildin

sem Bergvíkin er nú 12. braut var Hinrik að leika þessa frægu braut í fyrsta sinn í sumar. Þegar þeir mættu til leiks í morgun voru þeir beðnir um að fara seinni níu holurnar þar sem það var verið að vinna við flatir á

„Þetta er svona fyrsta sumarið mitt af viti í golfi. Við höfum farið í Leiruna á morgnana og tekið níu holur en svo lék ég 18 holu hring í Mosfellsbæ um daginn og gekk vel og það kveikti í mér að fara oftar út á golfvöll. Ég gekk í Golfklúbb Suðurnesja í sumar og hef aldrei verið í klúbbi. Fara svo holu í höggi er svakalegt - ég er bara ekki búinn að jafna mig á þessu,“ sagði kylfingurinn í spjallli rétt fyrir hádegi.

„Þetta er auðvitað svoldið galið að maður hafi náð draumahögginu, alger byrjendaheppni. Ég er skráður með 54 í forgjöf, hef aldrei skilað inn skori þó ég hafi átt golfsett í nokkur ár en viðurkenni þó að ég er líklega eitthvað betri en það. Nú verður þetta bara tekið með trompi og hjólum í að lækka forgjöfina. En skorið í morgun á þessum níu holum var ekkert svakalegt en þó 50 högg (6-7-1-6-7-5-4-6-8) sem er kannski ekki svo slæmt hjá byrjanda.

Það hefur verið geggjað að mæta á morgnana í Leiruna í sumar. Veðrið hefur verið gott og þetta er náttúrulega magnaður staður til að byrja daginn á,“ sagði Hinni sem var að fara á vaktina í flugturninum á Keflavíkurflugvelli eftir hádegi.

Meistaramót Golfklúbbs Sandgerðis fór fram í síðustu viku og lauk á laugardag. Hlynur Jóhannsson og Andrea Ásgrímsdóttir urðu klúbbmeistarar í ár.

Coca-Cola hefur verið traustur bakhjarl körfuknattleiksdeildarinnar um áratugaskeið og hefur stuðningur fyrirtækisins skipt miklu máli í uppbyggingu og þróun íþróttastarfsins. Með nýja samningnum styrkist tengslin enn frekar og nær samstarfið nú til fleiri greina innan félagsins.

„Við hjá Njarðvík erum mjög ánægð með áframhaldandi samstarf við Coca-Cola á Íslandi. Samstarfið hefur gengið vel og þau hafa stutt vel við bakið á okkur í gegnum árin. Við hlökkum til að efla þetta góða samstarf enn frekar,“ sagði Einar Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.

Skálað í kóki eftir Njarðvíkursamning, formennirnir Hjalti og Einar með Sigurð Atla á milli sín.

Már Brynjarsson, formaður knattspyrnudeildar Njarð víkur.

Að sögn Atla Sigurður Kristjánssyni, Framkvæmdastjóra Markaðssviðs Coca-Cola á Íslandi, er styrkur við íþróttastarf mikilvægur þáttur í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins.

„Við hjá Coca-Cola erum einstaklega glöð að hafa endurnýjað samstarfssamning við Njarðvík. Við höfum átt farsælt samstarf til fjölda ára og erum gríðarlega spennt fyrir áframhaldandi stuðningi við eitt öflugasta íþróttafélag landsins, framtíðin er björt, saman munu við ná langt,“ segir Atli Sigurður.

Nánar um úrslitin á kylfingur.is og vf.is.

Davíð Snær stefnir upp

í efstu deild í Noregi

n Harður skóli á Ítalíu í upphafi atvinnumannaferilsins

Keflvíkingurinn Davíð Snær Jóhannsson unir sér vel í atvinnu mennsku í knattspyrnu í Noregi þar sem hann fæddist. Faðir hans, Jóhann Birnir Guðmundsson bjó fyrstu árin í Garði en lék lengst af með Keflavík hér á landi og átti flottan atvinnumannaferil í Eng landi, Noregi og Svíþjóð. Ekki nóg með að pabbinn hafi verið knatt spyrnumaður, móðurafi Davíðs, Magnús Garðarsson lék með liði Keflvíkinga sem kom í kjölfarið á gullaldarliði félagsins sem varð síðast Íslandsmeistari árið 1973. Því má kannski segja að Davíð hafi snemma vitað hvar áhugamálin myndu liggja og vitað betur hvað biði hans ef eða þegar út í atvinnu mennskuna kæmi, en fyrir aðra sem reyna fyrir sér í þessari drauma atvinnugrein knattspyrnumannsins.

Davíð var nánast byrjaður að sparka í fótbolta áður en hann var farinn að labba.

„Ég fæddist í Osló í Noregi árið 2002 en þá var pabbi að spila með Lyn. Það kom sér vel síðar meir þegar atvinnumannsferill minn byrjaði í Noregi, ég er með norskt ríkisfang þar sem ég fæddist í landinu og bjó fyrstu mánuðina. Atvinnu- og dvalarleyfi flaug því í gegn hjá mér. Atvinnumannsferli pabba erlendis lauk árið 2008 svo fyrstu sex árin bý ég erlendis, síðustu árin í Gautaborg í Svíþjóð og þar byrjar mitt boltaspark, þá var pabbi að spila með GAIS. Mínar fyrstu æskuminningar eru frá Svíþjóð og ég man ekki öðruvísi eftir mér en úti í garði að leika mér í fótbolta og beið eftir pabba þegar hann kom heim af æfingu, þá varð hann að leika með mér í fótbolta. Snemma beygist krókurinn segir einhvers staðar, ætli það hafi ekki átt við hjá mér. Við fluttum svo til Keflavíkur þaðan sem mamma er, Garður kom víst ekki til álita, með fullri virðingu fyrir þeim yndislega stað sem mér þykir mjög vænt um.“ Stefnan snemma sett

Davíð var sex ára þegar fjölskyldan flutti heim og hann byrjaði strax að æfa með Keflavík. Snemma sást að þarna fór mikið efni og um tólf ára aldur tók hann ákvörðun, hann hætti að hugsa um fótbolta sem skemmtilegt áhugamál og lagði allt í sölurnar til að verða sem bestur, er þarna búinn að setja stefnuna á atvinnumennsku.

„Ég fór að æfa aukalega og skipti ekki máli á hvaða tíma sólarhringsins eða árs, þótt það væri snjór úti í garði var mokað og æfingar teknar, líf mitt snerist um fótbolta og þarna vissi ég hvert ég stefndi. Ég var í öflugum árgangi, við vorum alltaf að berjast um titla á móti bestu liðum landsins, ég spilaði upp fyrir mig en þegar ég kom upp í 2. flokk lauk í raun mínum yngri flokka ferli því ég var

keppnina með einungis fjögur stig, met sem verður líklega seint slegið. Þetta var mikil reynsla og ég fékk mikið að spila þrátt fyrir ungan aldur. Ég fylgdi liðinu niður og við tókum næstu tvö ár í næstefstu deild. Við komumst upp á seinna árinu og eftir fjórða árið mitt með Keflavík, þá í efstu deild árið 2021, var ég seldur í janúar 2022 til Lecce á Ítalíu,“ segir Davíð.

Harður heimur atvinnumannsins

Þrátt fyrir að hafa dreymt um atvinnumennsku, var þetta fyrsta skref Davíðs langt í frá „göngutúr í garðinum“. Hann lenti í mótlæti og það reyndi á ungan pjakkinn og má segja að hann hafi komið með skottið á milli lappanna aftur til Íslands. Hann sér hins vegar ekki eftir neinu og er sannfærður um að hann hafi haft mjög gott af þessari reynslu á Ítalíu. „Ég skrifaði undir eins og hálfsárs samning, kom á miðju tímabili og var hugsaður til framtíðar hjá liðinu. Ég vissi að ég myndi ekki spila með aðalliðinu á þessu tímabili, heldur með varaliðinu. Eftir þetta hálfa tímabil átti að taka stöðuna, ákveða hvort ég yrði lánaður til annars félags eða hvort ég væri nægilega góður til að

náði ég aldrei almennilega takti á þessum stutta tíma sem ég hafði til að sanna mig. Þótt þetta hafi ekki gengið upp þá var þetta ofboðslega góð reynsla og ég er sannfærður um að hún styrkti mig síðar meir, er ekki sagt að það sem ekki drepur mann, styrki mann? Þarna var gott að geta leitað til pabba sem hafði mikla reynslu úr atvinnumennskunni og við tókum ákvörðun um að best yrði fyrir mig að snúa aftur heim. FH sýndi mér mestan áhuga og ég ákvað að ganga til liðs við þá. Það var æðislegt að koma heim og kom aldrei neitt annað til greina en flytja heim á „hótel mömmu,“ ég keyrði á æfingar í Hafnarfjörðinn. Tímabilið á Íslandi var komið af stað og ég var nokkuð lengi að finna taktinn. FH hafði verið spáð góðu gengi, Ólafur Jóhannesson byrjaði sem þjálfari, hann var svo látinn fara og Eiður Smári tók við, það endaði eins og það endaði og Sigurvin Ólafsson kláraði tímabilið. FH gekk illa og ég fann mig ekki ekki en straumhvörf urðu hjá mér í Mjólkurbikarnum þegar ég kom inn á undanúrslitaleiknum á móti KA. Ég fiskaði fljótlega víti sem við reyndar klúðruðum, jöfn-

... Núna er markmiðið að komast upp í efstu deild með Álasund og sjá hvernig mér gengur á því sviði. Þegar því takmarki er náð, má setja sér nýtt markmið. Ég vil einfaldlega hámarka mína hæfileika, hvort sem það leiði af sér að ég leiki í efstu deild í Noregi eða úrslitaleik í Meistaradeildinni, kemur bara í ljós...

þetta losnaði eitthvað úr læðingi hjá mér, ég fór að spila betur, tók spilamennskuna með mér í næsta tímabil þar sem mér gekk mjög vel og eftir það kom áhugi frá Álasund í Noregi og næsti kafli á atvinnumannaferlinum hófst.“

Hámörkun hæfileika

Álasund var nýfallið úr efstu deild í Noregi þegar Davíð Snær gekk til liðs við félagið og ekki hefur enn tekist að komast upp en vel hefur gengið á þessu tímabili og Davíð hefur verið að leika vel. „Mér er búið að ganga vel nánast frá fyrsta degi. Við höfum ekki komist upp en förum mjög vel af stað á þessu tímabili og erum komnir í 8-liða úrslit bikarsins, vorum að slá Bödo-Glimt út en það er eitt sterkasta lið Noregs um þessar mundir og höfðu ekki tapað leik í Noregi í fimmtán mánuði. Þeir féllu út í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á móti Tottenham á síðasta tímabili.

Ég gerði fimm ára samning og líður vel hjá félaginu, mitt markmið er einfaldlega að hámarka hæfileika mína og sjá hvert það leiðir mig. Ég er bara 23 ára gamall og er því langt frá því að vera kominn á þann aldur sem talað er um að vera á toppnum getulega séð, sá aldur er líka að hækka vegna íþróttavísinda svo ég á nóg eftir. Ég hef alltaf haft að markmiði að hugsa ekki of langt fram í tímann, núna er markmiðið að komast upp í efstu deild með Álasund og sjá hvernig mér gengur á því sviði. Þegar því takmarki er náð, má setja sér nýtt markmið. Ég vil einfaldlega hámarka mína hæfileika, hvort sem það leiði af sér að ég leiki í efstu deild í Noregi eða úrslitaleik í Meistaradeildinni, kemur bara í ljós.

leikinn nokkuð hratt í dag en til að komast á stærsta sviðið eins og í ensku úrvalsdeildinni, þyrfti ég að vera enn fljótari í lestrinum. Ég er nokkuð sterkur líkamlega, get skotið jafnt með hægri og vinstri, er ágætis skallamaður en ég vil bæta lestrarhraðann,“ segir Davíð Snær.

Leikið með öllum yngri landsliðum Davíð hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og er eðlilega með metnað fyrir að komast í A-landsliðið.

„Ég hef farið í gegnum öll yngri landsliðin og er kominn með 49 slíka leiki ef ég man rétt. Ég hef ekki komið til greina í A-landsliðinu til þessa og virði það heils hugar. A-landsliðs hópurinn er orðinn gríðarlega sterkur og flestir að spila í sterkari deildum en norska B-deildin er, með fullri virðingu fyrir henni. Að sjálfsögðu er markmið mitt að komast í A-landsliðið en ég er ekki beint að hugsa um það, fyrst er að standa sig með sínu félagsliði, komast upp í efstu deild í Noregi og ef ég stend mig þar, kem ég vonandi til greina. Mér líður mjög vel hér í Álasundi, ég kynntist norskri stelpu og við erum hamingjusöm saman. Það er athyglisvert fyrir mig að hugsa þessi rúmu þrjú ár til baka þegar ég bjó í Lecce, þetta er allt annað líf núna enda er ég búinn að þroskast ansi mikið á þessum árum. Ég veit miklu betur út í hvað ég er að fara núna en ég lít alls ekki á þennan tíma á Ítalíu sem mistök, þetta var erfiður skóli sem herti mig og undirbjó mig fyrir næsta skref á atvinnumannaferlinum. Þar sem ég er alinn upp af atvinnumanni, þá þekki ég í raun ekkert annað og var því kannski betur undirbúinn en margur annar. Ég er á góðum stað í dag, ætla mér að bæta mig sem knattspyrnumaður en hvert það leiðir mig verður bara að koma í ljós. Ég hef alltaf reynt að hafa báða fætur á jörðinni, pabbi hefur hjálpað mér í því en það hefur verið gott að geta sótt í hans reynslubrunn, bæði þegar vel hefur gengið hjá mér og eins þegar á móti hefur blásið. Fyrsta markmiðið er að komast upp með Álasund, hver veit hversu langt við komumst í bikarnum, svo tökum við stöðuna,“ sagði Davíð Snær að lokum.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Davíð í eldlínunni Noregi.

HANNESAR

Vítaspyrnukeppni

Úps, því miður náði íslenska kvennalandsliðið ekki þeim árangri sem við var búist, en svona er fótboltinn. Þær reyndu hvað þær gátu, en það reyndist ekki nóg. Held að meginhluti þjóðarinnar hafi verið komin í gírinn búinn að kaupa popp og kók og tilbúinn að njóta þeirrar gleði sem fylgir góðum árangri. Horfa á beinar útsendingar og sleppa fram af sér beislinu. Geta stolt notið þess að vera í hópi þeirra bestu í stutta stund frjáls og fullvalda þjóð í öllum samanburði við aðrar þjóðir. Stelpurnar okkar áttu að bjarga sjálfsmynd þjóðarinnar og öllu öðru gleymt um stundar sakir en það varð ekki. Í staðinn sitjum við uppi með beinar útsendingar frá Alþingi þar sem „okkar bestu synir og dætur“ halda þúsundir ræðna um sama efnið og æfa sig í að svara sjálfum sér í ræðustól. Nei það hefði verið mikil guðs blessun ef stúlkunum hefði auðnast að komast áfram og þjóðinni hlíft við þeirri niðurlægingu sem minnihluti Alþingis sýnir því lýðræði sem við höfum kosið að búa við. Það er eiginlega galið að maður skuli í miðju sumarfríi ellilífeyrisþegans sem er nær dauða en lífi í aldri talið fara að velta því alvarlega fyrir sér hvort lýðræðið geti verið í hættu. Sérstaklega þegar að svo stutt síðan að kosið var til Alþingis. Skilaboðin voru skýr, meirihluti þjóðarinnar vildi breytingar frá því sem verið hafði. Umboðið gat ekki verið skýrara, en minnihlutinn sá ákveðin ómöguleika í þeirri niðustöðu að meirihlutinn réði.

Það er gaman að fara í vítaspyrnukeppni. Fimm víti hver og sá sem skorar úr fleiri vinnur. En stundum hleypur skapið með mann í gönur, sérstaklega hjá þeim sem láta tilfinningarnar og skapið hlaupa með sig í gönur. Ég man eftir sem barnungur drengur að hafa lent í því í vítaspyrnukeppni milli okkar bræðra. Sá sem vann mátti ráða.

Ég tapaði stórt en gafst þó ekki upp. „Þrjú víti í viðbót“ sagði ég í þeirri von að ég ynni upp muninn og mætti ráða. Það gerðist ekki, og ég varð að sætta mig við niður- stöðuna. Ég fór að gráta, hljóp til mömmu og lét vita að Oddur hafði svindlað. Nú fengi ég ekki lengur að ráða, þó ég væri bæði eldri og stærri. Hún útskýrði blíðlega að svona væru nú reglurnar og því þyrfti ég að una. Jafnvel þó ég héldi að ég væri stærri og sterkari. Ég ber mikla virðingu fyrir stelpunum okkar sem töpuðu sínum leikjum með sæmd. Datt ekki einu sinni í hug að halda áfram eftir að lokaflautið gall, vitandi að hitt liðið væri farið í sturtu. Þær kunna leikinn og reglurnar og láta sér ekki detta í hug að þær geti spilað áfram þegar leikurinn er búinn. Mikið væri nú gott að ræðusnillingarnir við Austurvöll færu nú í sturtu. Hugsuðu út fyrir sjálfan sig og færu með fjölskyldum sínum í gott sumarfrí. Færu út í sumarið og nytu þess góða og fallega sem íslensk náttúra hefur upp á bjóða. Burtu með leiðindin og inn með gleðina.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.