Víkurfréttir 22. tölublað 46. árgangur

Page 1


Glæsileg Stapasundlaug opnuð formlega

DREIFT Á SUÐURNESJUM OG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ÓKEYPIS EINTAK

Börnin á leikskólanum Holti í InnriNjarðvík fengu heimsókn frá þremur lögreglukonum á dögunum sem skoðuðu fararskjóta barnanna og athuguðu hvort hjálmarnir væru ekki rétt stilltir. Öll hjól fengu fulla skoðun hjá löggunni og nokkur börn fóru heim með skilaboð til foreldra um að það þurfi að athuga betur með festingar á hjálmum, þannig að þeir geri sitt gagn. Lögreglukonurnar skipa hóp sem sinnir samfélagslöggæslu þar sem lögð er áhersla á að byggja upp jákvæð tengsl við börn og ungmenni. Nánar um samfélagslögguna í blaðinu í dag og einnig í sjónvarpi á vef Víkurfrétta, vf.is.

Kallar eftir varanlegri lausn í vatnsmálum á Suðurnesjum

Guðrún Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins

Voga, bendir á mikilvægi þess að tryggja örugga og varanlegri lausn í vatnsmálum fyrir svæðið.

Hún vakti máls á vatnsmálum svæðisins á fundi

Almannavarnanefndar Suðurnesja utan Grindavíkur á dögunum.

Guðrún lagði áherslu á að ef til þess kæmi að núverandi vatnsból Suðurnesjasvæðisins spillist, til dæmis vegna náttúruváar eða annarra ófyrirséðra

Bæjarráð Suðurnesjabæjar bregst við 17,2% hækkun fasteignamats

Fasteignamat íbúðarhúsnæðis í Suðurnesjabæ mun hækka að meðaltali um 17,2% um næstu áramót. Þetta kemur fram í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráð Suðurnesjabæjar og

fjallar um nýtt fasteignamat sem tekur gildi í upphafi árs 2026. Samkvæmt afgreiðslu bæjarráðs endurspeglar hækkunin þróun á íbúðamarkaði í sveitarfélaginu og bendir til aukins verðmætis fasteigna. Hins vegar er ljóst að slík hækkun getur haft áhrif á fjárhagsstöðu íbúa, einkum vegna hækkandi fasteignagjalda.

Bæjarráð hefur því lýst vilja sínum til að bregðast við þessari þróun með því að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda. Nánari útfærsla á lækkuninni verður unnin samhliða gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.

Með þessum aðgerðum vill bæjarráð milda áhrif hækkunar fasteignamats og tryggja jafnvægi milli eignaþróunar og gjaldtöku sveitar-

atburða, þurfi þegar í stað að vera til staðar raunhæf varaleið. Hún ítrekaði nauðsyn þess að hefja undirbúning slíkra lausna áður en ástandið verður brýnt. Vatnsöryggi hefur verið sívaxandi áhyggjuefni í kjölfar aukinna jarðhræringa á Reykjanesskaga og lagði bæjarstjórinn því til að þessi mál verði tekin föstum tökum innan almannavarna- og viðbragðsáætlana fyrir svæðið.

og Fischershús verða auglýst sem þróunarreitir

Stjórn Eignasjóðs Reykjanesbæjar leggur til að bæði Svarta pakkhúsið við Hafnargötu 2a og Fischershúsið við Hafnargötu 2 í Keflavík verði auglýst sem þróunarreitir. Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar sem haldinn var þann 10. júní síðastliðinn. Á fundinum var rætt um framtíðarnotkun beggja húsa og lóða og var niðurstaðan sú að auglýsa þau með það fyrir augum að fá fram hugmyndir að nýrri og metnaðarfullri þróun á svæðinu. Slík þróun gæti tengst bæði atvinnustarfsemi, menningu eða blöndu af notkun sem styður við uppbyggingu miðbæjarins í Reykjanesbæ.

Svarta pakkhúsið og Fischershúsið eru vel þekkt kennileiti við Hafnargötu og hafa gegnt margvíslegu hlutverki í gegnum tíðina. Með því að skilgreina þau sem þróunarreiti gefst tækifæri til að endurhugsa notkun þeirra í samræmi við breyttar þarfir og framtíðarsýn bæjarins.

Vinnuskóli
öflugu starfi fyrir ungmenni yfir sumarmánuðina. Hér má sjá nokkra starfsmenn vinnuskólans sem gerðu hlé upp frá störfum sínum á

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

INGVAR HALLGRÍMSSON

Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, miðvikudaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 1. júlí klukkan 13.

Inga María Ingvarsdóttir Ómar Ingvarsson

Ingunn Ósk Ingvarsdóttir

Vilhjálmur N. Ingvarsson

Gunnar Þór Jónsson

Guðmunda Kristinsdóttir

Björn Herbert Guðbjörnsson

Erla Arnoddsdóttir

Kjartan Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn

Sveinbjörg S. Ólafsdóttir

Ástkær eiginkona mín, dóttir, stjúpdóttir, systir og mágkona,

TELMA HREINSD. LANTZ Cranberry Township Pennsylvania, USA

varð bráðkvödd á heimili sínu miðvikudaginn 11. júní sl. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Dave Lantz

Magdalena Krajniak

Hreinn Líndal Jóhannsson

Elva Hreinsdóttir

Högni Þór Guðmundsson

Daði Hreinsson Pagan

Torfi Már Hreinsson

Hreinn Líndal Hreinsson

Elsa Dóra Hreinsdóttir

Brian G. Krajniak

Anna Dóra Lúthersdóttir

Audrey Guðmundsson

Rut Sigurðardóttir

Sigríður E. Geirmundsdóttir

Ewelina Bednarczyk

Þórarinn M. Kristjánsson

Karítas Thorarinsdóttir og systkinabörn

Þórkatla

Erna og Þorsteinn best í meistaramóti Púttklúbbsins

Þrjátíu púttarar í Púttklúbbi Suðurnesja mættu á árlegt meistaramót klúbbsins sem haldið var á Mánaflöt í Keflavík í síðustu viku.

Mótið stóð yfir í þrjá daga og leiknar voru 36 holur á dag. Tilþrif voru skemmtileg og ljóst að margir eru orðnir flinkir með pútterana. Hjónin Erna og Þorsteinn Geirharðsson sigruðu en leikið var í kvenna- og karlaflokki. Verðlaunaafhending var að loknu mótinu á Nesvöllum en styrktaraðili mótsins var Landsbankinn.

Tæplega helmingur líklegur til að snúa aftur

Tæplega helmingur Grindvíkinga eða 45% telja líklegt að þau snúi aftur í bæinn þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Meðal svarenda 39 ára og yngri telja 58% líklegt að þau muni snúa aftur til Grindavíkur.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun Þórkötlu meðal þeirra sem selt hafa félaginu eignir í bænum. Fyrrum voru íbúar Grindavíkur einnig spurðir hvernig aðlögun þeirra hefði gengið á nýjum stað og reynslu þeirra af húsnæðisuppkaupum Þórkötlu í bænum.

Þegar spurt var hversu vel eða illa aðlögun fjölskyldunnar hefði gengið á nýjum stað, sögðu 49% að hún hefði gengið vel en 23% sögðu hana hafa gengið illa. Þá kom fram í könnuninni að aðeins 14% þátttakenda töldu gistibann, sem var í gildi í bænum lengi vel, vera sanngjarnt. Það rímar vel við upplifun starfsfólks Þórkötlu en nú eru þrjár vikur liðnar síðan gisting var leyfð í eignum félagsins í bænum og ríki mikil ánægja með ákvörðunina. Frá því breytingin tók gildi hefur verið sótt um heimild til gistingar í um 70 eignum í bænum.

Einnig var spurt um upplifun svarenda af þjónustu Þórkötlu, nú þegar nær öllum uppkaupum er lokið og segjast 50% frekar eða mjög ánægðir með reynslu sína af Þórkötlu. Þeir sem sögðust mjög óánægðir voru 13% og 12% voru frekar óánægðir.

Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Þórkötlu, segir dýrmætt fyrir félagið að fá upplýsingar um það beint frá Grindvíkingum hvað þeim hafi fundist ganga vel og hvað betur hefði mátt fara í þessu umfangsmikla verkefni.

„Við erum afar þakklát Grindvíkingum fyrir þeirra endurgjöf. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta litið til baka og lært af ferlinu. Fyrstu vikurnar voru auðvitað mjög krefjandi og óvissa mikil. Þar hefðum við viljað hafa staðið okkur betur í upplýsingagjöf til umsækjenda. En það var gott að sjá að eftir því sem leið á virðist hafa verið almennt meiri ánægja með ferlið. Þá var gagnlegt að fá innsýn inn í fjölda þeirra sem hafa hug á að snúa aftur í bæinn, enda er það markmið okkar að gera íbúum kleift að kaupa eignir sínar aftur þegar skilyrði leyfa“ segir Örn Viðar. Með sjón af áhuga Grindvíkinga á að snúa aftur í bæinn hefur Þórkatla mikinn áhuga á að hefja útleigu eigna til fyrrum eiginda með haustinu, ef tilefni leyfa. Að mati Þórkötlu væru langtíma leigusamningar sem tækju mið af aðstæðum og takmarkaðri þjónustu í Grindavík mikilvægt næsta skref í uppbyggingu í bænum. Gildandi húsaleigulög, sem eðlilega taka ekki tillit til séraðstæðna í Grindavík, setja félaginu þó verulegar skorður í þeim efnum.

Askja opnar senn starfsstöð að Njarðarbraut 11

Bílaumboðið Askja mun opna nýja og glæsilega starfsstöð að Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ á komandi mánuðum. Með nýju aðstöðunni verður boðið upp á sölu, ráðgjöf og þjónustu fyrir MercedesBenz atvinnu- og fólksbíla, Smart, Kia og Honda. „Við erum afar spennt fyrir opnun á nýrri starfsstöð í Reykjanesbæ en systurfélag okkar Dekkjahöllin hefur nú þegar opnað hjólbarðaþjónustu í húsinu,“ segir Kristmann Freyr Dagsson, sölustjóri hjá Öskju. „Við erum með þessu að tengja saman nokkra lykilþætti í þjónustu við svæðið, sem eru sala nýrra og notaðra bíla, almenn þjónusta, innkallanir og viðgerðir.“

Samhliða þessum breytingum lýkur formlega farsælu samstarfi við K. Steinarsson ehf., sem hefur gegnt hlutverki umboðsaðila Öskju á svæðinu síðastliðin 14 ár. „Við hjá Öskju viljum þakka K. Steinarssyni kærlega fyrir frábært samstarf sem hefur einkennst af trausti, fagmennsku og góðum samskiptum í gegnum

árin, og fyrir ómetanlegt framlag til þess að byggja upp sterka viðveru á Suðurnesjum,” bætir Kristmann við. Í nýju starfsstöðinni mun öflugt teymi starfa og hefur Jón Halldór Eðvaldsson nú þegar verið ráðinn sölustjóri Öskju í Reykjanesbæ. Jón Halldór er Reyknesingum að góðu kunnur en hann hefur starfað við bílasölu á svæðinu í yfir tvo áratugi. Hann býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu á þörfum viðskiptavina, ásamt því að vera í sterkum tengslum við samfélagið. Askja mun á dögunum auglýsa lausar stöður á nýju starfsstöðinni.

Eins og fram hefur komið verður starfsstöðin staðsett í sama húsnæði og Dekkjahöllin sem opnaði nýverið á Njarðarbraut 11.

Lögð verður áhersla á persónulega ráðgjöf, faglega þjónustu og lausnir sem henta bæði einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu.

Nánari upplýsingar um opnunardag og starfsemi verða kynntar á næstu vikum.

hefur mikinn áhuga á að hefja útleigu eigna til fyrrum eiginda með haustinu:
Stór hluti keppenda í meistaramóti Púttklúbbsins á Mánaflöt. VF/pket

Askja opnar í Reykjanesbæ

Askja opnar að Njarðarbraut 11 á komandi mánuðum

Við óskum ef tir: Verkstjóra

Bif vélavirkjum Þjónusturáðgjöfum

Nánari upplýsingar má finna á askja.is

Nánari upplýsingar um opnunardag og starfsemi verða kynntar á næstu vikum. Askja

Reykjanesbæ
Njarðarbraut 11
260 Reykjanesbæ
askja is

Fimm

þúsundasti nemandi Keilis útskrifaður

Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 59 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ föstudaginn 6. júní. Athöfnin heppnaðist afar vel enda mikil gleði og stolt sem fylgir hverri útskrift. Náði Keilir þeim merka áfanga að hafa útskrifað yfir fimm þúsund nemendur af heildstæðri námsbraut og nú hafa 5036 einstaklingar útskrifast úr námi við skólann. Til viðbótar við þá nemendur þá hafa tæplega 8000 einstaklingar stundað nám eða tekið námskeið hjá Keili frá upphafi eða samtals tæplega 13.000 einstaklingar. Hrafnhildur Ýr Freysdóttir fékk blómvönd í tilefni þess að vera fimm þúsundasti útskrifaði nemandi Keilis.

Guðný Pála Rögnvaldsdóttir og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson hófu athöfnina með ljúfu tónlistaratriði. Því næst flutti Berglind Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Keilis, ræðu og stýrði athöfn. Megináhersla í ræðu framkvæmdastjóra var um mikilvægi þess að nám líkt og Háskólabrú sé nauðsynlegt í íslensku samfélagi fyrir fullorðna námsmenn sem hafa ekki lokið námi á framhaldsskólastigi og vilja hefja Háskólanám. Þá vitnaði framkvæmdastjóri í grein frá Heiðu Ingimarsdóttur „Þegar ég fékk séns“ sem fjallar um mikilvægi tækifæra fyrir fullorðna námsmenn og í því samhengi mennskuna og

persónubundna nálgun í námi. Eins fór framkvæmdastjóri yfir mikilvægi þess að temja sér þakklæti með þeirri von að slíkt efli andlega heilsu.

Eftir ræðu framkvæmdastjóra flutti Anna Albertsdóttir ávarp fyrir hönd starfsmanna Keilis þar sem hún fór yfir vegferð nemenda í náminu á Háskólabrú og það hugrekki og staðfestu sem þeir sýndu í náminu. Þakkaði hún þeim sérstaklega fyrir samfylgdina og hvatti þá áfram að láta draum sinn vaxa áfram.

Háskólabrú Keilis brautskráði samtals 59 bæði úr staðnámi og fjarnámi. Berglind Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri afhenti skírteini og viðurkenningarskjöl til útskriftarnema með aðstoð Dóru Hönnu verkefnastjóra. Nemandi með hæstu meðaleinkunn að þessu sinni var Telma Aníka Torfadóttir með meðaleinkunnina 9,83 sem er jafnframt hæsta meðaleinkunn frá upphafi skólans. Hlaut hún pen-

ingagjöf frá Arion banka og Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Þá hlaut Arna Víf Hlynsdóttir Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur og þrautseigju í námi. Bjarni Ásgeir Jónsson hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnema Háskólabrúar og fór hann yfir

kjarkinn sem þarf til að fara aftur af stað í nám eftir námshlé og mikilvægi þess að gefast ekki upp. Háskólabrú hefur boðið upp á aðfaranám til háskóla í 18 ár og hafa á þeim tíma átt sér stað miklar framfarir í kennsluháttum samhliða breyttum þörfum og kröfum nemenda. Nemendur geta valið um að sækja Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu sem og viðbótarnám við stúdentspróf á verk- og raunvísindadeild. Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans. Nú eru nemendur á Háskólabrú Keilis fleiri en á sama tíma í fyrra og sú námsleið heldur áfram sem fyrr, enda verið kjölfestan í starfseminni frá stofnun skólans árið 2007. Þá býður Keilir jafnframt upp á námskeið til undirbúnings fyrir inntökupróf í læknis-, tannlæknis- og sjúkraþjálfunarfræði við Háskóla Íslands en nú þegar hafa skráð sig rúmlega 300 nemendur og bætist í hópinn í hverri viku.

Löður býður eldri borgurum í ókeypis bílaþvott á Fitjum

„Við höfum fengið mjög góðar móttökur á Suðurnesjum og það er ánægjulegt að geta gert eitthvað fyrir eldri borgara á svæðinu,“ segir Hörður Ingi Þórbjörnsson, rekstrarstjóri Löðurs en fyrirtækið býður eldri borgurum ókeypis bílaþvott í stöð fyrirtækisins á Fitjum í Njarðvík í júní og júlí.

Eldri borgarar í FEBS, Félagi eldri borgara á Suðurnesjum fjölmenntu í morgun, föstudag með bíla sína í fríþvott en Hörður segir að eftir fund með félaginu í voru hafi komið upp sú hugmynd að koma til móts við eldri borgara með því að bjóða þeim í frían þvott á morgnana kl. 8-10.

„Þetta er hugsað til að aðstoða eldri hópa sem eru óöryggir að mæta í þvott. Þetta er rólegur tími

hjá okkur og því tilvalið að aðstoða þá sem vilja læra betur á þetta.

Þetta er mönnuð stöð og starfs menn taka á móti viðskiptavinum þegar þeir mæta með bílinn í þvott.

Þetta tilboð er fyrir alla 67 ára og eldri en líka fyrir alla sem eru í FEBS,“ segir Hörður.

Kristján Gunnarsson, formaður FEBS segir samstarfið við Löður ánægjulegt og til fyrirmyndar. „Ég vona að okkar fólk nýti þetta tæki

gunnarsson, formaður FEBS, Hörður Ingi Þórbjörnsson, rekstrarstjóri Löðurs og jón Ólafur jónsson, stjórnarmaður í FEBS.

færi í sumar. Þetta er vel boðið hjá Löðri og við þökkum fyrir það,“ sagði Kristján eftir að hafa rennt bíl sínum í gegnum stöðina. Hörður segir að stöðin sé mjög fullkomin en tveir starfsmenn

taka á móti bíleigendum og leiða þá í gegnum stöðina, úða tjöruhreinsi yfir bílinn í byrjun og taka erfiða bletti áður en bíllinn rennur í gegn. Þvottaburstarnir eru af fullkomnustu gerð og rispa ekki lakkið á bílnum og þvotturinn tekur bara

Kristján
Formannsbíllinn fer inn í stöðina.
Bílarnir koma tandurhreinir út eftir Löðrandi fínan þvott.

Við leitum að vélstjóra/vélvirkja

Komdu að vinna í einu af undrum veraldar

Nánar

Við leitum að lausnamiðuðum vélstjóra/vélvirkja til viðhalds- og eftirlitsstarfa með jarðsjávarkerfi Bláa Lónsins. Jarðsjávarkerfið er mikilvægt grunnkerfi fyrirtækisins og því er um að ræða spennandi og krefjandi starf á fasteignasviði Bláa Lónsins.

Helstu verkefni

• Viðhald og eftirlit með jarðsjávarkerfi Bláa Lónsins

• Önnur tilfallandi verkefni á fasteignasviði

Skannaðu til að lesa meira og sækja um

Umsóknarfrestur til 7. júlí

Hæfniskröfur

• Sveinsbréf og/eða meistarabréf í vélvirkjun eða vélstjórnarréttindi

• Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur

• Góð samskipta- og samstarfshæfni

• Frumkvæði að úrbótum

• Þjónustulund og jákvæðni

• Áreiðanleiki og stundvísi

• Fagmannleg og öguð vinnubrögð

Síðasti „þristurinn“ sem notaður var í reglulega farþega- og farmflutninga á íslandi um miðjan áttunda áratug síðustu aldar dagaði uppi í flugskýli á Keflavíkurflugvelli þar til nýverið að flak flugvélarinnar var selt til ferðaþjónustubænda undir Eyjafjöllum. Flugvélin tók samt örstutt „flug“ yfir girðingu við Stapafellshlið áður en lagt var upp í flutninginn austur á sandana undir Eyjafjöllum. VF/Hilmar Bragi

ORÐALEIT Finndu tuttugu vel falin orð

Löng útgerðarsaga nafnsins Hraunsvíkur

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Tíðarfarið í júní hefur verið nokkuð gott, fyrir utan smá brælukafla í byrjun mánaðarins.

Nú þegar langt er liðið á mán uðinn er tilefni til að líta aðeins yfir aflabrögðin.

Strandveiðibátarnir eru að lang mestu leyti í Sandgerði, þar sem allt að 60 bátar landa á einum degi. Þá er einnig töluverð starf semi í Keflavík, en í Grindavík eru strandveiðibátarnir fáir. Þar eru hins vegar stóru línubátarnir og togararnir sem hafa verið að landa núna undanfarið.

Yfir sumartímann er iðulega mikið líf og fjör í slippnum í Njarðvík. Um þessar mundir eru þrír bátar í vélaskiptum. Búið er að skipta um aðalvél í Hafdísi SK, sem er Kínabátur og systurbátur Sigga Bjarna GK og Benna Sæm GK. Nú er Siggi Bjarna GK kominn í slippinn í vélarskipti, og einnig er Óli á Stað GK þar í slipp. Í þessum sama slipp er nú bátur með nafn sem á sér merkilega sögu. Stálbáturinn Hraunsvík GK er þar í viðgerð, en nafnið „Hraunsvík GK“ á sér langa og merka útgerðarsögu í Grindavík.

forverinn, og var hann gerður út fram til aldamóta. Þá tók við þriðji báturinn, um 200 tonna stálbátur, sem einnig bar nafnið Hraunsvík GK 68. Sá var aðeins gerður út í þrjú ár.

Saga nafnsins nær aftur til ársins 1970, en útgerðin sjálf hófst árið 1966 þegar bræðurnir Gísli og Sæmundur Jónassynir stofnuðu fyrirtækið Víkurhraun hf. Árið 1970 keyptu þeir eikarbátinn Gissur ÁR, um 70 tonn að stærð, sem fékk nafnið Hraunsvík GK 68. Þennan bát áttu þeir til ársins 1988, þegar hann var seldur.

var plastbátur, nokkuð minni en

Fjórði báturinn með þessu nafni var áður þekktur sem Jón Garðar KE og hafði verið gerður út frá Sandgerði frá árinu 1996. Sá bátur fékk nafnið Hraunsvík GK 68 og var hann sömuleiðis aðeins gerður út í um þrjú ár. Fimmti og núverandi báturinn sem ber nafnið Hraunsvík GK var keyptur árið 2007 og hefur verið gerður út síðan — nú í 18 ár, allt til ársins 2025. Ástæða þess að báturinn er nú í slipp er ekki hefðbundið viðhald heldur það að Víkurhraun hf. hefur

bera nýtt nafn, en á þessari stundu er ekki vitað hvað það nafn verður. Núverandi Hraunsvík GK er ekki stór bátur, um 14,5 metrar að lengd og 24 tonn að stærð. Hann var smíðaður í Svíþjóð árið 1984 en hefur verið mikið breytt síðan hann kom til landsins. Báturinn hefur verið lengdur og breikkaður, þilfar hækkað og skipt um brú. Þótt báturinn sé ekki stór var hann um tíma á togveiðum — meðal annars á rækjuveiðum í Ísafjarðardjúpi og síðar á humarveiðum við Vestmannaeyjar. Hann var einn af minnstu bátum sem stunduðu humarveiðar og bar þá nafnið Gunnvör ÍS. Eftir að báturinn fékk nafnið Hraunsvík GK árið 2007 hefur hann ekki farið á togveiðar, hvorki í rækju né humar. Aðalveiðarfærið

DRAUGUR

TALNAGLÖGGUR SORG HREKKUR RUDDALEG AFDALABÓNDI SPRUNGUHREYFING LESIÐ GAFFALL ASI LAUSNIR AGNAR TREGÐA HRAUN

Gangi þér vel!

Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

Uppsáturssvæði smábáta í Gróf lokar

Uppsáturssvæðið við smábátahöfnina í Gróf verður aflagt þann 15. ágúst nk. Eigendur og umráðamenn báta, bátakerra og á öðrum búnaði eru beðnir um að fjarlægja viðkomandi hluti fyrir þann tíma þar sem byggingarframkvæmdir eru að hefjast á svæðinu. Eigendum smábáta sem þurfa á uppsátri að halda er bent á að hafa samband við Reykjaneshöfn í síma 420 3224.

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu

HEYRN.IS

Hafnarstjóri Reykjaneshafnar.

Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, sigurbjorn@vf.is. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Prentun: Landsprent.

REYKJANESHÖFN

Verið örugg á ferðalaginu

K r ó n a n Krónan

R e y k j a n e s b r a u t

B ó n u s Bónus

Reykjanesbraut N j a r ð a r b r a u t Njarðarbraut

R e y k j a n e s b r a u t Reykjanesbraut

R e y k j a n e s b r a u t

Reykjanesbraut

Samfélagslögreglan tók þátt í körfuboltaþrautum við akurskóla í Innri-Njarðvík.

Reiðhjólaskoðun hjá leikskólanum Holti.

Samfélagslögreglan byggir upp jákvætt tengslanet

n „Við viljum byggja upp jákvæð tengsl við unga fólkið á Suðurnesjum,“ segir Sigurrós Antonsdóttir, samfélagslögregluþjónn

Samfélagslögreglan á Suðurnesjum gegnir sífellt stærra hlutverki í löggæslu og forvarnarstarfi. Verkefnið felst í því að byggja upp tengsl og traust á milli lögreglu og almennings, bæði barna og fullorðinna. Nú er lögð sérstök áhersla á að tengjast ungmennum, áður en eitthvað kemur upp á.

„Við viljum að ungt fólk þekki okkur og finni að það geti leitað til okkar,“ segir Sigurrós Antonsdóttir, samfélagslögregluþjónn. Hún bendir á að samfélagslögreglan sé

„Hér hefur alltaf verið eitt stöðugildi í samfélagslöggæslu, það var aldrei lagt niður,“ segir hún.

„Margar kynslóðir muna eftir Guðmundi Sæmundssyni og Kristjáni

„Við vorum svo heppin að hafa verið með samfélagslögreglu hér alla tíð, eins og Krissa löggu með löggubangsann,“ segir Sigurrós. „Það er gríðarlega mikilvægt að hafa þennan þátt í starfi lögreglunnar.“

Hún undirstrikar að verkefnið sé ekki til skamms tíma. „Þetta er ekki eitthvað sem við prófum í eitt sumar, þetta er bráðnauðsynlegt.

Fyrsta svæðisbundna farsældarráðið stofnað á Suðurnesjum

Stórum áfanga var náð á Suðurnesjum á mánudag þegar Farsældarráð Suðurnesja var formlega stofnað, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Það er stofnað á grundvelli laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og samninga mennta- og barnamálaráðuneytisins við landshlutasamtök sveitarfélaga. Farsældarráð er vettvangur fyrir ólíka aðila til að vinna saman í hverjum og einum landshluta að því að veita börnum og foreldrum aðgang að samþættri þjónustu við hæfi, án hindrana.

Farsældarráði Suðurnesja er ætlað að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur með samþættri, snemmtækri og heildstæðri nálgun. Þetta felur meðal annars í sér að styrkja samstarf, tryggja jöfn tækifæri barna til þátttöku, náms og félagslegrar virkni þvert á kerfi. Einnig er lögð áhersla á aukna fjárfestingu í forvörnum og snemmtækum stuðningi í virku samráði við börn og foreldra.

„Of oft rekast foreldrar á veggi þegar kemur að því að fá nauðsynlega þjónustu mismunandi aðila. Þessa veggi þarf að brjóta niður.

Mikil og góð undirbúningsvinna hefur átt sér stað undirfarin ár að brúa gjánna milli þessara þjónustukerfa. Nú er komið að framkvæmdinni og óska ég Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum til hamingju með að vera fyrstu landshlutasamtökin til að stofna farsældarráð og þannig formfesta samstarf og samtal milli þeirra kerfa og þjónustuaðila sem koma að þjónustu við börn í heilum landshluta,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, þegar samningar um stofnun ráðsins voru undirritaðir.

Á vef Víkurfrétta er rætt við Hjördísi Evu Þórðardóttur, verkefnastjóra Farsældar á Suðurnesjum, um farsældarráðið en hún hefur verið ráðin til tveggja ára til að hafa utanumhald um verkefnið á Suðurnesjum og mun starfa hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Stofnun ráðsins byggir á öflugum grunni samstarfs sem hefur þróast á Suðurnesjum undanfarin ár, meðal annars í gegnum verkefni á borð við Velferðarnet Suðurnesja, Höldum glugganum opnum og Öruggari Suðurnes. Slík verkefni hafa markað skýra stefnu í þágu snemmtæks stuðnings og lagt grunn að traustu samstarfi þvert á kerfi. Jafnframt er lögð áhersla á virka þátttöku heilbrigðisþjónustu og þátttöku barna og ungmenna en ungmennaráð sveitarfélaga á Suðurnesjum eiga fjóra fulltrúa í ráðinu. Að ráðinu standa Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Grindavíkurbær, Vogar, Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Lögreglustjóri og Sýslumaður á Suðurnesjum, auk Svæðisstöðva íþróttahéraða. Sveitarfélögin bera sameiginlega ábyrgð á starfsemi ráðsins.

Samningarnir við landshlutasamtök sveitarfélaga um farsældarráð byggja á niðurstöðum starfshóps mennta- og barnamálaráðuneytisins um samhæfða svæðaskipan í málefnum barna. Að mati starfshópsins voru mikil tækifæri fólgin í því að starfrækja farsældarráðin eftir gildandi landshlutaskiptingu sveitarfélaga enda þau vön að vinna á þeim grunni. Nú hefur einn landshluti riðið á vaðið og munu fleiri fylgja í kjölfarið.

Hópurinn sem kom að því að stofna Farsældarráð Suðurnesja í byrjun vikunnar. VF/Hilmar Bragi

Ferðatöskur og ferðavörur í úrvali

Verið velkomin

í A4 Reykjanesbæ, Hafnargötu 27a.

Opið virka daga 9 - 18, og laugardaga 10 - 17

Það er alltaf jafn hátíðlegt þegar skátarnir úr Heiðabúum ganga frá Keflavíkurkirkju í skrúðgarðinn í Keflavík.

Endurskoðun aðalskipulags Keflavíkurflugvallar 2023-2040

VINNSLUTILLAGA

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti á fundi sínum 5. júní 2025 og utanríkisráðuneytið hefur samþykkt að auglýsa vinnslutillögu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar, skv. 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulag fyrir Keflavíkurflugvöll er stefnumótun um framtíðarnotkun þess landsvæðis sem heyrir undir flugvöllinn og öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.

Aðalskipulagið er samvinnuverkefni Isavia, Landhelgisgæslu Íslands, varnarmálasviðs í umboði utanríkisráðherra fyrir öryggissvæðið og skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar.

Megintilgangur endurskoðunar fyrir flugvallarsvæðið er að festa í sessi þá stefnu sem fram kemur í Þróunaráætlun Isavia til 2045. Í þeirri áætlun hafa framtíðarmöguleikar flugvallarins verið kortlagðir og þannig skapar hún forsendur fyrir langtímahugsun og leggur fram áfangaskiptingu til að byggja upp flugvallarsvæðið til ársins 2045. Endurskoðuninni er ætlað að tryggja að unnt verði að sinna varnarskuldbindingum Íslands sem best. Tekur það m.a. til flugbrautarkerfis, byggingarheimilda, innviða og nauðsynlegs svigrúms fyrir þá starfsemi sem felast í þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands.

Nýtt aðalskipulag mun leysa af hólmi gildandi aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 20132030. Margir þættir í því skipulagi verða áfram til grundvallar í skipulagi flugvallarins og öryggissvæðisins. Helstu áhersluþættir við endurskoðun aðalskipulagsins má finna í greinargerð vinnslutillögu. Umhverfismatsskýrsla fylgir vinnslutillögunni í samræmi við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Vinnslutillagan er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 25. júní 2025 til og með 20. ágúst 2025. Mál nr. 567/2023

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér vinnslutillöguna og koma með sínar athugasemdir eigi síðar en 20. ágúst 2025 í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Þjóðhátíðardeginum

fagnað í Reykjanesbæ

Þjóðhátíðardeginum var fagnað með virðulegri dagskrá í skrúðgarinum í Keflavík þann 17. júní. Hátíðarhöldin hófust með guðþjónustu í Keflavíkurkirkju klukkan 12:00 þar sem sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir þjónaði fyrir altari. Kór Njarðvíkurkirkju söng við athöfnina undir stjórn Rafns Hlíðkvist organista.

Að guðþjónustu lokinni var gengið fylktu liði með hátíðarfánann í skrúðgarðinn í Keflavík. Fáninn er sá stærsti á Íslandi og vekur ávallt athygli. Skátar úr Heiðabúum leiddu gönguna ásamt Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þegar gangan kom í skrúðgarðinn tók við hefðbundin hátíðardagskrá.

Jón Guðlaugsson, fyrrum slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, dró þjóðfánann að húni

og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri, flutti honum þakkarorð. Karlakór Keflavíkur söng þjóðsönginn við þetta tækifæri.

Sverrir Bergmann Magnússon, varaforseti bæjarstjórnar, flutti setningarræðu dagsins. Fjallkonan var Auður Nótt Matthíasdóttir, nýstúdent og flutti hún ættjarðarljóð. Ræða dagsins var í höndum Sigríðar Pálínu Arnardóttur, lyfjafræðings í Reykjanesapóteki. Ræðan var innblásin af jákvæðni og bjartsýni Siggu Pöllu til samfélagsins á Suðurnesjum.

Mikil þátttaka var í skrúðgarðinum þar sem íbúar og gestir komu saman og tóku þátt í þessari hátíðlegu og þjóðlegu stund á áttugasta og fyrsta þjóðhátíðardegi Íslandinga.

jón guðlaugsson, fyrrverandi slökkviliðstjóri Brunavarna
Suðurnesja dró fánann að húni með aðstoð Heiðabúa.
Fjóldi fólks sótti hátíðina í skrúðgarðinum. Hér eru nokkur andlit.
Fjallkonan var auður Nótt

SUMAR FRÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ 26 KR. AFSLÁTTUR Í 4 VIKUR

Hvenær á að keyra sumarfríið í gang?

Fáðu 26 kr. afslátt * í fjórar vikur í sumar.

Orkulykilhafar geta skráð sínar ferðavikur inn á orkan.is eða skannað QR kóðann hér.

Sumarfrívikurnar gilda til 31. ágúst .

Ætlaði að kaupa kleinur en fór út

með málverk

Mæðgur mála saman í Grindavík á nýjan leik. Gamla vinnustofan gjöreyðilagðist í hamförunum.

Mæðgurnar Helga Kristjánsdóttir og Rut Ragnarsdóttir, eru listmálarar frá Grindavík og vilja hvergi annars staðar mála en þar. Helga sem hefur málað í aldarfjórðung var komin með glæsilega vinnuaðstöðu í iðnaðarhverfinu svokallaða í Grindavík en það hverfi fór einna verst út úr hamförunum og húsnæði Helgu gjöreyðilagðist.

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Rut sem í grunninn er gullsmiður en lærði að mála fyrir u.þ.b. tíu árum, var búin að búa ásamt fjölskyldu sinni í Grindavík í tvö og hálft ár fyrir rýmingu og var byrjuð að mála með mömmu sinni í Vörðusundinu.

Helga leigði m.a. húsnæði í Kópavogi eftir hamfarirnar en hefur verið í Grindavík síðan í júní í fyrra og eftir að hún leitaði til bæjaryfirvalda varðandi húsnæði, var henni bent á Gerðavelli 17 þar sem Hérastubbur bakari hefur ráðið ríkjum. Mæðgurnar kunna einkar vel við sig við hliðina á bakaríinu og segir sagan að fólk hafi ætlað sér að kaupa kleinu en hafi villst og komið út með málverk í staðinn.

Helga sem er lærður hárgreiðslumeistari og vann við það fyrstu starfsárin, segir að málarinn hafi lengi blundað í sér.

„Ég var að klippa í tæp tuttugu ár en klippi bara pabba og kallinn minn í dag. Ég var búin að taka kennaranámið í hárgreiðsluiðn

og langaði að fá vinnu við það en ekkert bauðst og því ákvað ég í raun að venda kvæði mínu í kross og einbeita mér að málverkinu. Sem lítil stelpa var ég alltaf teiknandi og í hárgreiðslunni er mikið unnið með liti, það er verið að lita hárið, setja strípur o.s.frv. en ég hafði alltaf mjög gaman af allri litablöndun. Ég byrjaði á að fara á myndlistarnámskeið í Keflavík og fékk strax mikinn áhuga, fór

Leiðarljós að lífhöfn og kaffihús opnar

Sýningin Leiðarljós að lífhöfn hefur verið opnuð í mikið endurbættri útgáfu við Reykjanesvita. Sýningunni er ætlað að veita innsýn í mikla og mikilvæga sögu sjóslysa og uppbyggingar á vitum til að auka öryggi sjófarenda. Þúsundir Íslendingar hafa farist á sjó í gegnum aldirnar og sjómenn eiga skilið að þeirra miklu fórna sé minnst, sem og átakanlegra afleiðinga sem fjölskyldur þeirra og vinafólk urðu að glíma við árum saman.

Að sýningunni standa Hollvinasamtök Reykjanesvita og nágrennis en sýningarstjórnun er í höndum Eiríks Jörundssonar. Þá hefur verið opnað kaffihús í vitavarðarhúsinu sem er opið alla daga kl. 10-17. Samhliða því er opin salernisaðstaða á Reykjanesi allan sólarhringinn, sem er mikil bót fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.

landið okkar,“ segir Helga.

úr gullsmíði í myndlist

Rut byrjaði sinn listferil ekki sem myndlistarkona heldur nam gullsmíði. Hún var búin að búa í Grindavík í tvö og hálft ár þegar hamfarirnar dundu yfir og vill hvergi annars staðar vera.

svo í Myndlistarskóla Kópavogs og einnig í teiknun í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Ég lærði mjög mikið þar hjá ólíkum kennurum en árið 2002 fluttum við hjónin til Barcelona með fjölskylduna og ég settist þar á skólabekk í Escola Massana centre d'Art i Disseney í eitt ár. Þetta var frábær tími, ég kynntist fullt af skemmtilegu fólki frá Katalóníu og lærði mikið og hef ekki stoppað síðan, er dugleg að sækja námskeið, bæði hérlendis og erlendis í ólíkum listformum eins og olíumálun, vatnslitun og grafík, maður getur sífellt verið að þróa sig sem listmálari. Ég hef staðið fyrir því að fá kennara til Íslands og einnig haldið námskeið sjálf með fínum árangri. Það er einnig ómetanlegt hvað ég hef kynnst mörgu listafólki á þessu flakki mínu og margir af þeim hafa

„Ég kynntist málaralistinni í gegnum mömmu, byrjaði bara sjálf að mála en ákvað svo í covid að skella mér til Barcelona til að læra þetta betur og hef verið að mála á fullu síðan þá má segja. Við fjölskyldan vorum búin að búa í Grindavík í tvö og hálft ár þegar rýmingin átti sér stað og ég var búin að vera að mála með mömmu í Vörðusundinu en það húsnæði eyðilagðist. Við fjölskyldan búum í Sunnusmáranum í Kópavogi eins og svo margir Grindvíkingar og ég hafði eitthvað verið að mála inni í stofu heima en það er ekki ákjósanlegt. Því var æðislegt að komast hingað inn og ég keyri til Grindavíkur flesta daga. Við erum búin að gera hollvinasamning, sem betur fer þurftum við ekki að henda neinu úr búslóðinni okkar, gátum geymt í húsinu hans afa. Ég hef sankað að mér því sem þurfti til að búa til heimili aftur í Grindavík og við lítum á það sem sumarhús og ætlum að sjá hvernig þetta verður í sumar. Börnin mín eru alsæl með að geta verið í Grindavík, ég treysti þeim fullkomlega enda er bærinn alveg öruggur að mínu mati. Ég var byrjuð að kenna myndlist á yngsta stiginu í Hópsskóla og kunni vel

haldið því áfram þegar skóli hefst á ný í Grindavík en hvenær það verður þori ég ekki að leyfa mér að vona neitt, það er svo vont að vera vona eitthvað sem verður svo ekki. Við verðum bara að leyfa þessu að ganga yfir, vera bjartsýn og vera tilbúin í uppbygginguna þegar að henni kemur. Ég hlakka mikið til þegar samfélag byggist upp á nýjan leik í Grindavík, ég og mín fjölskylda munum taka þátt í þeirri uppbyggingu og þangað til ætla ég að mála og skapa list,“ segir Rut. Kleinu-málverk

Helga er bjartsýn á framtíð Grindavíkur og er afar ánægð með að vera komin með vinnuaðstöðu í Grindavík á nýjan leik.

„Ég er búinn að vera alfarið heima í Grindavík síðan í júní í fyrra, hafði leigt mér aðstöðu fyrir þann tíma í Kópavogi til að mála, málaði upp í sumarbústað og í bílskúrnum hér í Grindavík en ákvað svo að kanna hjá Grindavíkurbæ hvort eitthvað húsnæði væri til staðar fyrir mig. Ásrún, forseti bæjarstjórnar, benti mér á þetta frábæra húsnæði sem er nálægt heimilinu mínu svo þetta hentar fullkomlega. Við þurftum ekki mikið að gera, opnuðum á milli herbergja svo það er mjög bjart hér inni og það fer mjög vel um okkur mæðgur hér.

Mér finnst mjög mikilvægt að einhver sé starfandi hér við menningu og listir, við erum búnar að vera með opið í u.þ.b. tvo mánuði og hefur verið mikið rennerí af fólki. Sumir voru bara að koma í bakaríið en enduðu í kaffi hjá mér og löbbuðu út með málverk svo ég get ekki annað sagt en ég sé mjög ánægð að vera komin hingað. Það er æðislegt að vera hér með dóttur sinni, ég var búin að vera ein að mála í mörg ár og Rut er mjög hvetjandi og okkur finnst frábært að hafa félagsskap af hvorri annarri. Ég ætla áfram að vera bjartsýn á framtíð Grindavíkur, það er gaman að sjá hversu margir eru að gera hollvina samning við Þórkötlu og koma gamla heimilinu sínu í stand. Fólk þarf bara að koma á sínum forsendum, máta sig við þennan nýja veruleika og ég er sannfærð um að þegar fólk prófar að gista og vaknar við fuglasönginn og rólegheitin hér heima, að þá verði ekki aftur snúið. Ég heyri þó nokkuð af fólki utan Grindavíkur sem kemur í heimsókn, það hélt að staðan væri miklu verri en hún raunverulega er, fréttaflutningur hefur verið alltof neikvæður og núna er bara bjart framundan held ég og vona,“ sagði Helga að lokum.

Rut Ragnarsdóttir og Helga Kristjánsdóttir.
Fjölmargar myndir eru til sýnis á gerðavöllunum.

Glæsileg Stapasundlaug opnuð

Ný og glæsileg innisundlaug í Stapaskóla í Reykjanesbæ var opnuð formlega síðasta föstudag og markar tímamót í uppbyggingu íþróttamannvirkja bæjarins.

Nýja sundlaugin er 25 metrar að lengd og þá eru tvö vaðlón, tveir heitir pottar og einn kaldur. Pottasvæðið er utandyra og snýr til suðurs þannig að þar er einnig hægt að sóla sig á góðviðrisdögum. Þá er einnig gufubað og infrarauður klefi hluti af húsnæðinu.

Laugin er staðsett við hlið Ice Mar hallarinnar, nýs körfuboltavallar í Stapaskóla sem tekin var í notkun síðasta vetur. Í byggingunni er fyrir grunnskóli og bókasafn en samtals er byggingakostnaður komin yfir 5 milljarða króna.

Húsnæðið, sem er að grunnfleti um 1.455 fermetrar, er hannað

en sundlaugarsvæðið er á efri hæð og nýtir dagsbirtu til fulls. Það býður upp á glæsilegt útsýni bæði til norðurs og suðurs og skapar þannig einstaklega bjart og opið andrúmsloft fyrir gesti.

„Við erum afar stolt af þessari viðbót við íþróttamannvirki bæjarins. Þetta er ekki aðeins sundlaug, heldur heilsulind sem mun þjóna bæði íbúum og gestum Reykjanesbæjar um ókomin ár,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, Sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar.

„Þetta er gleðilegur dagur, við erum búin að bíða eftir honum og það er gaman að þetta skuli vera komið í gagn. Stapaskólinn og mannvirkið allt með sundlaug, íþróttasal og bókasafni er í raun samfélagsmiðstöð í þessu ört vaxandi hverfi sem Innri Njarðvík er. Síðasta púslið verður svo bygging leikskóla fyrir 120 börn,“ sagði

Hönnun sundlaugarsvæðisins var í höndum þriggja aðila: Arkís arkitekta sem sáu um aðal- og samræmishönnun, Eflu sem sá um lagnir, loftræsingu, sundlaugakerfi, bruna og öryggiskerfi og hljóð og Verkís sem sá um burðarþol og jarðtæknihönnun. Aðalverktaki verksins var ÍAV.

Þjónusta við börn á Hlévangi?

Velferðarsvið Reykjanesbæjar hefur óskað eftir því að nýta húsnæði að Faxabraut 13, þar sem hjúkrunarheimilið Hlévangur hefur verið starfrækt, fyrir lögbundna þjónustu við börn, þegar hjúkrunarheimilið flytur í nýtt húsnæði að Nesvöllum.

Erindið var tekið fyrir á fundi stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar sem haldinn var 10. júní síðastliðinn. Þar kom fram að nauðsynlegt sé að finna nýja og

viðeigandi aðstöðu fyrir þjónustu við börn í samræmi við lögbundnar skyldur sveitarfélagsins.

Stjórn Eignasjóðs fól starfsmönnum eignaumsýslu að skoða málið frekar og vinna áfram með það í ljósi umræðna á fundinum. Ljóst er að staðsetning og umfang húsnæðisins gæti hentað vel til slíkrar starfsemi, en frekari greining og útfærsla eru nauðsynleg áður en ákvörðun verður tekin.

Frímúrarar geta tekið Skrúðgarð Njarðvíkur í fóstur

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur tekið jákvætt í erindi frá St. Jóhannesarstúkunni Sindra, sem starfar innan Frímúrarareglunnar á Íslandi, um að taka Skrúðgarð Njarðvíkur í fóstur. Erindið var kynnt á fundi ráðsins sem haldinn var 6. júní síðastliðinn að Keilisbraut 762. Margrét Lilja Margeirsdóttir, deildarstjóri umhverfismála, og Berglind Ásgeirsdóttir, umhverfisstjóri, mættu á fundinn og fóru yfir tillöguna, sem á sér aðdraganda í áður framkominni beiðni stúkunnar um að fá úthlutað

hektara lands í Njarðvíkurskógi til uppbyggingar grænna svæða. Málið hefur áður verið til umfjöllunar á fundum ráðsins.

Með fósturtöku á Skrúðgarðinum myndi stúkan taka þátt í viðhaldi og eflingu grænna svæða í Njarðvík, sem væri bæði í samræmi við samfélagslega ábyrgð og áherslur bæjarins um aukna þátttöku félagasamtaka í umhverfismálum.

Umhverfis- og skipulagsráð fól umhverfisstjóra að vinna málið áfram og undirbúa drög að samningi sem verður síðar lagður fyrir ráðið til samþykktar.

er inni, ein úti, tveir heitir pottar og einn kaldur eru á útisvæðinu.

Bílstjóri óskast

Bus4u Iceland leitar að rútubílstjóra til að ganga til liðs við öflugt teymi okkar.

Við höfum starfað samfleytt í yfir 25 ár og sérhæfum okkur í akstri og útvegum rútur við ýmis tilefni – þar á meðal skólaferðir, langar og stuttar ferðir með ferðamenn, flutning áhafna og hópferðir.

Floti okkar samanstendur af farartækjum með sætafjölda frá 19 upp í 71 farþega.

Hæfniskröfur:

n Gilt ökuskírteini í flokki D

n Reynsla af akstri farþegaflutningabifreiða

n Sterk öryggisvitund og góð þjónusta við farþega

n Hæfni til að vinna á sveigjanlegum vöktum

n Góð enskukunnátta; kunnátta í fleiri tungumálum er kostur

n Stundvísi

n Áreiðanleiki og snyrtimennska

Helstu verkefni og ábyrgð:

n Akstur bifreiða og þjónusta við farþega

n Umsjón með og dagleg umhirða ökutækja

n Vinna í samræmi við öryggis-, gæðaviðmið og umhverfisstefnu fyrirtækisins

Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2025

Sótt er um starfið á Alfreð: https://alfred.is/starf/bilstjori-driver-34

Laugin á að þjóna öllum bæjarbúum en hún er 25 metra löng innilaug, ein vaðlaug
Sáttir fulltrúar framkvæmdaaðila við opnunina

Íslandsmótið í knattspyrnu heldur áfram og eru liðin í neðri deild unum búin að leika átta til níu leiki en tólf lið eru í karladeildunum og mótið því næstum hálfnað, en tíu lið eru í kvennadeildunum. Gengi Suðurnesjaliðanna er misjafnt, sum lið að spila undir væntingum, önnur lið að spila undir pari sem þýðir að þau eru að spila betur en algengur misskilningur íþróttafólks er að tala um að spila yfir pari þegar vel gengur.

Lengjudeild karla

Þrjú lið eru í Lengjudeildinni og má segja að eitt þeirra hafi ekki staðið undir væntingum en eftir að hafa lent í öðru sæti á síðasta ári og ekki komist upp í Bestudeildina í umspilinu, var klárt markmið Keflvíkinga að vinna Lengjudeildina í sumar og fara beint upp. Keflvíkingar fengu kjörið tækifæri á sunnudaginn til að snúa sínu tímabili við, þeir mættu toppliði ÍR og því um sannkallaðan sex stiga leik að ræða fyrir Keflavík. 0-0 varð niðurstaðan og Keflavík í sjöunda sæti með 12 stig en ÍR er efst með 19 stig. Keflavík á leik til góða gegn Grindavík og þarf að fara hala inn stig til að blanda sér í baráttuna. Njarðvíkingar hafa verið að leika mjög vel, eru í öðru sæti með 17 stig. Þeir eru taplausir til þessa en jafnteflin hafa verið full mörg og því er stigasöfnunin ekki meiri en raun ber vitni. Jafntefli varð einmitt niðurstaðan í síðustu umferð,

inga á fimmtudagskvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Grindvíkingar hafa verið brokk gengir í sumar, hafa unnið flotta sigra á móti liðum sem fyrirfram var talið að yrði erfiður and stæðingur, en tapað leikjum og sérstaklega á heimavelli sínum í Grindavík, sem líklegt þótti að yrði hægt að sækja þrjú stig. Slíkur leikur var einmitt á laugar daginn, þá komu nýliðar Völsungs frá Húsavík í heimsókn og unnu sanngjarnan 2-4 sigur og voru Grindvíkingar ansi gestrisnir, þrjú marka Völsunga voru gjöf frá gest gjöfunum. Næsti leikur gulra á föstudagskvöld kl. 19:15 útivelli á móti toppliðinu, ÍR.

Lengjudeild kvenna

Liðin frá Suðurnesjunum mættust í síðustu umferð en gengi liðanna hefur verið misjafnt, Keflavíkurkonur eins og karlalið félagsins, með skýrt markmið um að vinna

gabríel Sævarsson í baráttu við íR-ing í leik liðanna í Keflavík. VF/hilmar.

Grindavík/Njarðvík með 16 stig í öðru sæti deildarinnar á meðan Keflavík var með 9 stig, mun

Grindavík/Njarðvík mætir HK á útivelli miðvikudagskvöldið 25. júní kl. 19:15 en Keflavík á ekki leik fyrr en þriðjudagskvöldið 1. júlí á heimavelli sínum á móti Haukum.

Þróttur úr Vogum hefur verið spútnik lið sumarsins og tróna á toppnum í 2. deildinni. Þeir unnu fyrstu fimm leikina, svo kom bakslag með tveimur tapleikjum í röð en þeir réttu úr kútnum og hafa unnið síðustu tvo leiki. Á laugardaginn mættu þeir liði Hvatar/ Kormáks og eftir að hafa misst sigurstöðu í jafntefli á 88. mínútu, kom sigurmarkið í uppbótartíma. Næsti leikur Þróttar er á útivelli

Sveinn Þór Steingrímsson er en þeir hafa átt erfitt uppdráttar og eru í næstneðsta sæti með 8 stig á meðan neðsta lið er með 5 en stutt er í öryggið, liðið í sjötta sæti er með „Þetta hefur verið stöngin út hjá okkur má segja, við höfum verið inni í öllum leikjum til þessa og ef hin fræga XG tölfræði hefði talið, værum við pottþétt komnir með fleiri stig. Því hef ég ekk stórar áhyggjur þótt við séum í fallsæti, við höfum verið að spila betur en staða okkar segir til um. Þú þarft að nýta færin, mátt ekki gefa mörk og ef þetta tvennt breytist hjá okkur, þá er ég sannfærður um að við munum hífa okkur upp töfluna. Við eins og aðrir höfum lent í meiðslum, m.a. einn lykilmann í krossbandsslit svo við erum með augun opin fyrir að styrkja hópinn

þegar glugginn opnar 17. júlí. Ég mun skoða að reyna að fá lánaða efnilega leikmenn úr liðum í efri deildum, leikmenn sem eru ekki að fá nauðsynlegan séns og vilja fá spilatíma. Ég er mjög bjartsýnn á framhaldið, er viss um að við munum snúa gengi okkar við,“ sagði Sveinn. Næsti leikur Víðis á heimavelli á sunnudaginn kl. 14. á móti KFA sem er með 8 stig eins og Víðir og því um mjög mikilvægan sex stiga leik að ræða. 3. deild karla Reynismenn í Sandgerði eru fulltrúar Suðurnesja í 3. deild. Þeir sigla nokkuð lygnan sjó um miðja deild, eru í fimmta sæti með 14 stig, toppliðið er með 21 stig og botnliðið er með 4 stig og næstneðsta liðið með 6 stig. Ray Anthony Jónsson þjálfari er nokkuð sáttur við tímabilið til þessa. „Undanfarið hefur verið meiri stöðugleiki hjá okkur og gengið skv. því. Það urðu talsverðar breytingar á hópnum á milli tímabila og það tekur einfaldlega tíma að fínstilla. Við erum búnir að ná í góð úrslit í síðustum þremur leikjum, unnum t.d. Hvíta riddarann á útivelli en þeir eru í öðru sæti í deildinni í dag, og gerðum jafntefli á útivelli á móti toppliðinu, Augnablik, í síðustu umferð. Þar á milli var leikur sem varnarmaðurinn í mér var kannski ekki í skýjunum með, við fengum fjögur mörk á okkur en á móti var Sóknar-Ray glaður því við skoruðum fimm mörk. Ég vil leggja upp með að spila góða vörn, það er auðveldara að ná sigri með því að halda markinu þínu hreinu en auðvitað tökum við svona 4-5 sigur líka. Við erum brattir upp á framhaldið, ég tel okkur vera á pari við bestu liðin og nú þegar við erum búnir að ná takti í okkar leik, er ég bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Ray. Næsti leikur Reynis á sunnudaginn kl. 16 á heimavelli á móti KF.

4. og 5. deild

Hafnir eru fulltrúar Suðurnesja í 4. deild og í þeirri 5. er það lið RB. Hafna-menn töpuðu síðasta leik sínum á móti Vængjum Júpiters, 3-2. Næsti leikur er á heimavelli í Nettó-höllinni á laugardaginn kl. 14:00, á móti KFS. RB vann sinn síðasta leik, unnu SR á heimavelli, 3-1. Næsti leikur er á laugardag á útivelli á mótum Spyrnum.

ariela Lewis skoraði eina mark leiksins fyrir Keflavík í Njarðvík á 71. mínútu og tryggði sigurinn. VF/hilmar.

Velkomin í vöfflukaffi

Við elskum að fá heimsóknir og þess vegna bjóðum við í vö uka

fimmtudaginn 26. júní kl. 14–16

Rjúkandi heitt ka og nýbakaðar vö ur.

Hlökkum til að sjá ykkur!

VÍS Reykjanesbæ, Hafnargata 57

Mundi

Áfram okkar konur!

kr kg kr

Ég veit að ég er ekki sú eina sem er vandræðalega spennt fyrir Evrópumóti kvenna í fótbolta sem hefst eftir nokkra daga í Sviss. Ég hlakka svo til að fylgjast með íslensku stelpunum sem hafa sýnt það og sannað í undankeppninni að þær eiga fullt erindi meðal þeirra allra bestu. A riðillinn klár og erum við þar í góðum félagsskap með Sviss, Noregi og Finnlandi, hörku liðum. Fyrsti leikurinn verður á móti Finnlandi 2. júlí þannig að við ættum öll að vera búin að æfa „Húið“ okkar góða vel fyrir þann tíma. Við munum öll eftir stemningunni 2016 þegar strákarnir fóru á EM, stuðningnum frá þjóðinni allri og það sem skiptir ekki síst máli, samheldninni, samstöðunni og jákvæðninni sem var hreinlega sprautað inn í þjóðarsálina. Við fjölskyldan vorum svo heppin að hafa akkúrat skipulagt (óháð EM) að vera í Frakklandi í sumarfríi á þessum tíma og náði ég að sjá þrjá leiki – þar á meðal hinn ógleymanlega sigur okkar á Englendingum. Og ekki bara það, að vera Íslendingur í Frakklandi á meðan á þessu stóð var ótrúlegt. Við lágum við sundlaugarbakkann daginn eftir Englandsleikinn og öll dagblöð sem Frakkarnir voru að lesa voru með heilsíðumynd af íslenska liðinu á forsíðunni og flennifyrirsögn um þennan mikla sigur. Yngri sonur okkar fór ekki úr landsliðsbúningnum allt fríið og var gripinn af rútufylli af kínverskum ferðamönnum í Cannes til að sitja fyrir á mynd með þeim – þar sem þau kölluðu með mikilli aðdáun „Bing Dao!!“ sem þýðir Ísland á kínversku.

Með allt sem er í gangi í heiminum, þá þurfum við á svona stemningu að halda. Við sem þjóð þurfum á svona stemningu að halda aftur og við þurfum hana akkúrat núna! Stelpurnar okkar þurfa á stuðningi okkar að halda og við skulum standa okkur. Ég er sannfærð um að þær munu standa sig – en ef við stöndum okkur sem stuðningsmenn þá gerast kraftaverkin. Og við Suðurnesjamenn eigum auðvitað okkar konur í liðinu, þær Sveindísi Jane, Ingibjörgu og Natöshu sem okkur ber sérstök skylda til að hvetja áfram. Koma svo stelpur – ÁFRAM ÍSLAND!!!

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.