Yfir 100 milljónir í styrki frá Skötumessunni í Garði
Á fimmta hundrað manns mættu á Skötumessu að sumri í Gerðaskóla á dögunum. Fjöldi aðila fékk afhenta styrki en þeir nema yfir 100 milljónum króna í heild sem veittir hafa verið í tæplega tuttugu ára sögu Skötumessunar.
Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi þingmaður og bæjarstjóri í Garði hefur verið forvígismaður Skötumessunar frá upphafi og
hefur haft margt gott fólk með sér í vinnunni. Hann þakkaði þeim og styrktaraðilum fyrir framlagið sem væri ómetanlegt en mjög margir einstaklingar og samtök sem annað hvort hafa átt á brattann að sækja af ýmsum ástæðum sem og að hafa gert góða hluti í samfélaginu hafa notið góðs af afrakstri Skötumessunar í tvo áratugi. Meðal margra styrkþega í ár var geðræktarmiðstöðin Björgin í Reykjanesbæ sem fékk 1.400 þús. kr. gjafabréf fyrir nýrri eldhúsinnréttingu úr Ikea. SÁÁ fékk 700 þús. kr. Gjafabréf upp á 1 milljón og 500 þús. kr. voru afhent einstaklingum til að kaupa sér bíl og þá fengu nokkrir aðilar góða styrki, m.a. fjölskylda frá Úkraínu. Fjölmargar myndir frá Skötumessunni má sjá á vf.is.
Níunda eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni og það tólfta á Reykjanesskaganum frá því í mars 2021, hefur nú staðið yfir í hálfan mánuð. Gosið hófst öllum að óvöru þann 16. júlí. Gosið var mest á rúmlega tveggja kílómetra sprungu en hefur síðustu sólarhringa verið í einum gíg sem hefur hlaðist upp. Hraunrennsli hefur verið til austurs og suðausturs að Fagradalsfjalli. Þar er Fagridalur að fyllast af hrauni. Vísbendingar eru um að landris sé hafið að nýju undir Svartsengi og það bendir til þess að þessu eldgosi ljúki bráðlega. Frá því gosið hófst um miðjan júlí hefur hvorki mælst ris né sig sem benti til þess að kvikan leitaði beint til yfirborðs.
Myndina hér til hliðar tók ljósmyndari Víkurfrétta, Ísak Atli Finnbogason, með flygildi yfir gosstöðvunum. Þessi myndarlegi regnbogi blasti við honum en með 360 gráðu ljósmyndatækni náði Ísak mynd af regnboga sem er í raun heill 360 gráðu hringur. Daglegar uppfærslur vegna eldgossins má sjá á vf.is.
Hjallastefnan hættir með tvo leikskóla í Reykjanesbæ
Frá árinu 2007 hefur Hjallastefnan séð um rekstur leikskólanna Akurs og Vallar með þjónustusamningum við Reykjanesbæ. Nú hefur Hjallastefnan tekið þá ákvörðun að segja upp þessum samningum frá og með 1. desember 2025. Reykjanesbær mun taka yfir reksturinn. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. Rekstur leikskólans Akurs færist yfir til Sigrúnar Gyðu Matthíasdóttur, núverandi leikskólastýru, frá og með 1. ágúst 2025. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á daglegu skólastarfi sem börn og foreldrar verða vör við. Reykjanesbær mun taka við rekstri leikskólans Vallar frá 1. október 2025. Skólinn verður rekinn í samræmi við aðra leikskóla sveitarfélagsins og lögð verður áhersla á faglega og vel skipulagða yfirfærslu í náinni samvinnu við Hjallastefnuna, stjórnendur og starfsfólk leikskólans. Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastýra á Velli mun áfram leiða skólastarfið.
Komst inn á lokað flughlað og ók nærri flugvél á stolnum bíl
Alvarlegt atvik varð á Keflavíkurflugvelli þegar maður komst inn á austurhlið vallarsvæðisins eftir að hafa farið yfir öryggishlið.
Starfsmenn á flugvellinum sáu manninn ganga yfir flugbraut.
Maðurinn tók bíl frá Isavia á bílastæði nálægt flugturninum ófrjálsri hendi, ók um flughlaðið og flugbrautir og var nálægt því að keyra á flugvél frá SAS sem var að fara að taka á loft. Hann ók svo bílnum út af svæðinu í gegnum „Gullna hliðið“ sem er öryggis- og aðganshlið en var svo stöðvaður og handtekinn af lögreglu í eftirför sem náði honum við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut.
Hvalreki var í Keflavík í á dögunum en hvalshræ rak upp að grjótgarðinum skammt frá smábátahöfninni. Þeir sem Víkurfréttir hafa rætt við telja að um hrefnu sé líklega að ræða.
Hvalurinn er nokkura metra langur en samkvæmt Vísindavefnum eru fullorðin dýr venjulega um 7-11 metrar á lengd og 6-10 tonn að þyngd.
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR
Hundrað störf í landeldisstöð Samherja
sem mun rísa hraðar en fyrirhugað var
Útgáfa nýs hlutafjár í Samherja fiskeldi ehf. vegna Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar fyrir lax á Reykjanesi, hefur verið stækkuð í 210 milljónir evra úr 125 milljónum evra vegna aukinnar eftir-
Eldisgarður verður byggður í þremur áföngum. Fullbyggð mun landeldisstöðin framleiða 36.000 tonn af óslægðum laxi árlega sem jafngildir 30.000 slægðum tonnum að því er segir í frétt frá Samherja. Um 100 manns koma til með að starfa í Eldisgarði og verður meirihluti þeirra þekkingarstörf. Þá mun stöðin njóta fulltingis þeirra 120 starfsmanna og sérfræðinga sem í dag starfa hjá Samherja fiskeldi.
Samherji fiskeldi hefur stundað landeldi á bleikju og laxi með góðum árangri í yfir tvo áratugi. Fyrirtækið er leiðandi í landeldi og er stærsti bleikjuframleiðandi í heimi með um 30% markaðshlutdeild. Eldisgarður, sem hefur verið í þróun frá árinu 2020, verður staðsettur í auðlindagarði HS Orku við Reykjanesvirkjun með aðgang að 100% endurnýjanlegri orku frá virkjuninni. Landeldisstöðin mun samanstanda af seiðastöð, áframeldisbyggingu með þremur áframeldisstöðvum og sláturhúsi. Jarðvegsframkvæmdir við Eldisgarð hófust í október á síðasta ári og hafa staðið yfir síðan.
Bylting fyrir lögregluna
í
nýrri 500m2 lögreglustöð
Framkvæmdir við stækkun á húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum hófust nýlega með uppsetningu gámaeininga við gömlu lögreglustöðina í Keflavík. Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið í húsnæðisvandræðum undanfarin ár en mygla kom upp í gömlu stöðinni fyrir nokkru og þurfti að loka henni. Í gámaeiningunum sem telja um 500 m2 eru skrifstofur, viðtalsherbergi, eldhús, snyrting og fleiri rými en hægt verður að nýta hluta gömlu stöðvarinnar á neðri hæðinni.
Stefnt er að því að starfsemi hefjist í nýju viðbyggingunni í ágúst nk. en upphaflega stóð stil að nýja húsnæðið yrði tilbúið í byrjun árs. Ýmislegt í ferlinu hefur tafið það. Að sögn Sigvalda Lárussonar, varðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, verður þessi nýja lögreglustöð þó hún sé ekki hugsuð til langframa, alger bylting því lögreglan hefur búið við óviðunandi húsnæði und-
anfarin þar sem átta starfsmenn hafa þurft að hírast í 25 fermetrum á neðri hæð gömlu stöðvarinnar en öll efri hæð hennar hefur verið dæmd ónýt vegna myglu.
50 sentimetrar Viktoría Líf Önnudóttir og Fannar Freyr Ólafsson
Framkvæmdir eru hafnar. Reykjanesvirkjun er skammt frá. Mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Rebekka Jóhannesdóttir
Stúlka fæddist á ljósmæðravakt HSS 24.júní 2025.
Skólatöskur
frá 10.990 kr.
Magnús Þórisson á Réttinum var í bílahugleiðingum og prófaði BYD. Hér fer hann í prufukeyrslu á BYD Tang, stærstu gerðinni.
Kjartan og Guðbjörg í bílasal K.Steinarsson í Njarðvík með Suzuki bíl öðrum megin og BYD hinum megin.
Þegar einar dyr lokast opnast oft aðrar
n Rafbílastuð eftir breytingar og frábærar viðtökur við BYD rafbílunu hjá K. Steinarsson.
„Það er stundum sagt að þegar einar dyr lokast opnist aðrar og það hefur gerst í okkar tilfelli. Við höfum afhent um sextíu bíla síðan í aprílmánuði. Það hefur gengið hreint ótrúlega vel með nýja tegund rafbíla,“ segir Kjartan Steinarsson, bílasali en hann og Guðbjörg Theodórsdóttir, eiginkona hans, hafa rekið K.Steinarsson bílasöluna í rúman aldarfjórðung en Kjarri var bílasali hjá öðrum í áratug áður en þau stofnuðu eigið fyrirtæki.
Eftir nokkra áratugi í bílasölu eignast menn trausta viðskiptavini og Kjartan segir að það hafi sýnt sig núna þegar hann hætti óvænt að selja fyrir Öskju en á síðasta rúma áratug hefur Kjartan og hans fólk selt mjög margar KIA bifreiðar en þessi tegund hefur verið ein af tveimur stærstu bílategundum á götunni á Suðurnesjum mörg und anfarin ár. Samleið hans og Öskju lauk í vor af ýmsum ástæðum sem verða ekki raktar hér.
Þetta er í annað sinn sem Kjartan og Guðbjörg lenda í „u-beygju“ í bílasölurekstrinum frá því þau byrjuðu 1999. Í fyrra skiptið lentu þau í ólgusjó fljót lega eftir bankahrun þegar nýir eigendur tóku við Heklu sem K.Steinarsson var með umboð fyrir á Suðurnesjum. Þau opnuðu nýja bílasölu við Holtsgötu og tóku við umboði Öskju á Suðurnesjum.
„Við vorum mjög heppin núna í vor þegar þessar breytingar voru
... Nú í ár hefur hins vegar orðið mikill kippur og bílasala tekið vel við sér og megnið í rafbílum....
að eiga sér stað en Suzuki umboðið sem við höfum selt fyrir í langan tíma var nýbúið að bæta við sig nýju bílaumboði, BYD rafmagnsbílum. „Ég vil nú bara þakka okkar tryggu viðskiptavinum fyrir en þeir hafa tekið þessari nýju bílategund frábærlega. Það hefur líka mikil áhrif að þetta eru mjög flottir og góðir bílar með mikla drægni en líka vel útbúnir,“ segir Kjartan og bætir við: „BYD kemur frá Kína og er stærsti rafbílaframleiðandi í heimi. BYD er með nýjustu tækni í batteríum, svokallaða „blade” rafhlöðu og drægnin er mjög mikil, raundrægni er yfir 500 km í stærri bílunum og yfir 420 km í þeim Við bjóðum upp á sex gerðir af þessum bílum, BYD Dolphin sem kostar 4,6 millj. eftir orkustyrk, Atto 3 sem kostar 5,6 millj. eftir orkustyrk, Seal U sem kostar 6,6 millj. kr eftir orkustyrk, Seal sem kostar 7,6 millj. eftir orkustyrk, Sealion 7 sem er vinsælasta gerðin (fjórhjóladrifinn) og kostar um 8 milljónir kr. eftir 900 þús. kr. orkustyrk og Tang en það er stærsta gerðin, eins og stærri jeppar og kostar rúmar ellefu millj-
Áreiðanleiki og nákvæmni eru lykilatriði segir Guðbjörg María Gunnarsdóttir hjá BÓKPRO, nýrri bókhaldsstofu
Guðbjörg María Gunnarsdóttir opnaði fyrr í sumar bókhaldsstofuna Bókpro og starfrækir hana að Hafnargötu 15 í Keflavík. Guðbjörg tók nýja stefnu í lífinu þegar hún breytti um starfsvettvang eftir að hafa unnið í fjölskyldufyrirtækinu Skúlason & Jónsson um árabil.
Guðbjörg er viðurkenndur bókari með yfir tuttugu ára reynslu af bókhaldi og fjármálastjórn, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hún er eiginkona Jóns Péturssonar, starfsmanns hjá Reykjaneshöfn og búa þau í Keflavík.
Guðbjörg er nýbyrjuð í golfi en Víkurfréttir vildu vita meira um hana og nýstofnaða bókhaldsstofu.
Hvernig kom það til að þú ákvaðst að opna bókhaldsstofu?
„Það voru kaflaskil í lífi mínu þegar fjölskyldufyrirtækið Skúlason & Jónsson var selt og
ákvað ég að nota reynslu mína, menntun og þekkingu, og opna bókhaldsstofu hér á Suðurnesj unum.“
Er ekki erfitt að stofna nýtt fyrir tæki og hvernig hefur gengið að afla viðskiptavina?
„Jú, það er bæði krefjandi og spennandi. Það er margt sem þarf að læra og hafa í huga, en það skiptir öllu máli að vera skipulögð og trúa á verkefnið. Viðskipta vinirnir hafa komið smám saman og ég er virkilega þakklát fyrir við tökurnar.“
Hvað er mikilvægast í starfinu?
„Áreiðanleiki og nákvæmni eru lykilatriði – en það sem skiptir mig einnig miklu máli er að veita per sónulega þjónustu.“
Við fréttum að þú værir nýbyrjuð í golfi. Hvernig gengur þér og hvað kom til að þú ákvaðst að reyna fyrir þér?
„Er rétt að byrja og finnst þetta ótrúlega skemmtilegt sport. Ein jólin gerðum við hjónin með okkur samkomulag um að ég myndi byrja í golfi og hann á skíðum. Við skelltum okkur strax á skíði en ég
ónir króna. Allir bílarnir eru mjög vel búnir í tækni og fleiru, eru mjög vel hljóðeinangraðir, rúmgóðir fyrir farþega og farangur í skotti og þá eru þeir með svokallað raddstýrikerfi. Ég held að fáir mótmæli því þó ég segi að bílarnir séu líka mjög laglegir,“ segir bílasalinn kíminn. Kjartan segir að eftir tvö frábær bílasöluár hafi bílasala dottið mikið niður á síðasta ári.
„Ég sagði það í fyrri viðtölum í Víkurfréttum á síðustu tíu árum að það yrði aukning í rafbílum. Það hefur raungerst. Bílasala var mjög mikil árin 2022-23 en í byrjun árs 2024 tóku við nýjar reglur með vörugjöld og var því nokkuð mikið hrap í bílasölu í fyrra. Nú í ár hefur hins vegar orðið mikill kippur og bílasala tekið vel við sér og megnið í rafbílum. Þessi 900 þús. kr. rafbílastyrkur virkar vel og gengur í gegn örfáum dögum eftir bílakaup hjá fólki. Það hjálpar auðvitað til þannig að við erum bara bjartsýn á framahaldið,“ segir Kjartan.
eignast góða vini. Lífið er mun ró legra en í bænum og ekkert stress í umferðinni. Það gefur manni meiri tíma og rými fyrir lífið og fjölskylduna.“
alveg – en líklega verður þetta blanda af afslöppun, góðum mat og vonandi smá útiveru með fjölskyldunni. Kannski golfhringur eða tveir ef veðrið leyfir!“
Páll Ketilsson pket@vf.is
VIÐSKIPTI & ATVINNULÍF
Kjartan við stýrið á BYD.
Anna Pálína Árnadóttir - minning
FÆDD 13.01.1964 — DÁIN 11.7. 2025.
Með sorg í hjarta langar mig að minnast Önnu Pálu, skólasystur minnar og vinkonu, sem kvaddi okkur alltof snemma eftir stutt veik indi.
Við Anna höfum þekkst alla ævi. Mæður okkar voru vinkonur og mikill samgangur milli heimila. Við sátum saman við borð alla barna skólagönguna – á þeim tíma sátu tveir og tveir saman, og við urðum nánari með hverju ári sem leið. Margt fer í gegnum hugann á þessari stundu. Á unglingsárunum vorum við mikið saman. Við fórum saman á okkar fyrstu Þjóðhátíð, aðeins 16 ára gamlar. Ég fékk að fara því að Anna Pála var með – mamma sagði að það væri í lagi, því hún væri traustur vinur. Og það var hún svo sannarlega. Alltaf líf og fjör þar sem Anna var nálægt – hláturinn, hlýjan og gleðin sem hún bar með sér.
Við héldum alltaf vinskapnum við – þó að við hittumst ekki oft, þá var það eins og tíminn hefði staðið í stað þegar við sáumst. Á síðasta fermingarafmæli vorum við saman í fermingarnefnd með fleiri skólafélögum – þú tókst því að sjálfsögðu fagnandi að vera með, eins og þú varst alltaf tilbúin til að leggja þitt af mörkum.
Elsku Kalli, Sveinbjörg, Þórhallur og Árni – megi Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.
Minning Önnu Pálu mun lifa með okkur.
Með ást og virðingu, Lóa Bragadóttir, bekkjarsystir.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, eitt orð getur bjargað degi, ein hönd sem tekur aðra í sína getur mjúka gert hörð og meiðin.
Eitt hjarta sem slær með öðru getur lífið allt blessað.
Því gefðu það sem þú getur –einlægni, kærleik og traust. Eftir: Huldu (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind).
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Rétturinn
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga
Góð ákvörðun
AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Þegar þessi pistill kemur þá er júlímánuður svo til búinn en hann byrjaði á strandveiðum sem síðan voru stöðvaðar, og þá fækkaði mjög mikið færabát unum sem réru, en það voru þó nokkrir bátar sem héldu áfram veiðum og voru þá að mestu að eltast við ufsann ansi langt úti við Eldey. Veiðin hjá bátunum var ansi góð.
Ef við lítum á bátana sem réru eftir að strandveiðum lauk 17. júlí, þá kom Dóri Sæm HF með 2.5 tonn í einni löndun, Brói GK með 4,3 tonn í tveimur róðrum, þar af fullfermi, 3,3 tonn í fyrsta róðri sínum. Það má geta þess að skip stjórinn á Bróa heitir Hólmgrímur Hólmgrímsson og hann er rúmlega 20 ára gamall, sonur Hólmgríms, sem ég hef oft minnst á hérna í þessum pistlum mínum. Hólm grímur eldri hefur gert út marga netabáta frá Keflavík, t.d. Maron GK, Halldór Afa GK og síðan Grímsnes GK.
Tjúlla GK kom með 1,9 tonn í einni löndun, Sella GK 2,9 tonn í einum róðri, Stormur GK 1,3 tonn í einum og Snorri GK með 2,7 tonn í einni löndun. Síðan var það Hawkerinn GK, sem kom með fullfermi, 3,5 tonn í einni löndun. Eigandinn á Hawkernum GK eru Ásta Sigríður Stefánsdóttir og Jóhann Haukur Þorsteinsson, en hann er oftast kallaður Johnny Hawk. Johnny hefur verið skipstjóri undanfarin ár á færum og núna í vetur þá skelltu þau sér í djúpu laugina og keyptu sér bát til að nota á strandveiðum og síðan á
henda sér í djúpu laugina með því að kaupa sér bát hafi borgað sig, því strandveiðarnar hjá bátnum gengu vel og síðan er ansi góð byrjun á fyrsta róðri sínum á færum eftir strandveiðarnar. Að endingu kom Stakkur GK með 2 tonn í einni löndun til Grindavíkur. Fyrir utan að færabátarnir réru, þá var frekar lítið um að vera því að mest allur bátaflotinn er orðinn stopp, til dæmis þá stoppaði Aðalbjörg RE um miðjan júlí en bátnum hafði gengið mjög vel að veiða það sem af var júlí og var kominn með 116 tonn í tíu róðrum.
vel, komin með 146 tonn í fjórtán róðrum en mest öllum fisknum af bátnum er ekið til Sandgerðis til vinnslu.
Báðir línubátar Vísis, Sighvatur GK og Páll Jónsson GK, eru í slipp, Páll í Reykjavík og Sighvatur GK í Njarðvík.
Togarnir Bergey VE og Vestmannaey VE hafa komið með fisk til vinnslu hjá Vísi í Grindavík og Hulda Björnsdóttir GK hefur landað þar 585 tonnum í fjórum löndunum og mest 179 tonnum. Allur aflinn frá Huldu Björnsdóttur GK fer á fiskmarkað.
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS
Uppsáturssvæðið við smábátahöfnina í Gróf verður aflagt þann 15. ágúst nk. Eigendur og umráðamenn báta, bátakerra og á öðrum búnaði eru beðnir um að fjarlægja viðkomandi hluti fyrir þann tíma þar sem byggingarframkvæmdir eru að hefjast á svæðinu. Eigendum smábáta sem þurfa á uppsátri að halda er bent á að hafa samband við Reykjaneshöfn í síma 420 3224.
Hafnarstjóri Reykjaneshafnar.
REYKJANESHÖFN
Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, sigurbjorn@vf.is. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Prentun: Landsprent.
Ert þú að vinna í
flugstöðinni?
l Hefur þú kynnt þér kosti Shuttle4u?
Bus4u býður upp á nýja þjónustu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar Um er að ræða hagkvæma og sjálfbæra samgöngulausn
Shuttle4u kerfið byggir á pöntunarþjónustu
l Vaktavinnufólk getur pantað samkvæmt sínu vaktafyrirkomulagi einn eða jafnvel fleiri mánuði fram í tímann.
l Einnig er hægt að panta far með allt að klukkutíma fyrirvara.
l Bus4u tryggir að allir notendur séu komnir í sína vinnu fljótt og vel á innan við 15 mínútum.
l Helstu notendur þjónustunnar í dag eru starfsmenn Isavia, Icelandair, APA, SSP og Newrest.
l Fleiri fyrirtæki með starfsemi á KEF hafa verið að bætast í hópinn og við bjóðum alla starfsmenn velkomna um borð.
Bus4u hefur þjónustað fyrirtæki, sveitarfélög í yfir aldarfjórðung. Fyrirtækið er í dag með starfsmenn yfir háannatímann.
í umhverfisvænum
vinna flugstöðinni?
Shuttle4u?
Eiríkssonar (KEF). samgöngulausn til framtíðar fyrir alla starfsmenn við flugstöðina.
Er þitt fyrirtæki partur af Shuttle4u?
Kynntu þér málið hjá þínum vinnuveitanda.
Hvetjum starfsmenn til að skrá sig í kerfið og prófa notkun þess.
sveitarfélög og opinbera aðila í samgöngumálum
með yfir 50 rútur í rekstri og á annað hundrað háannatímann. Fyrirtækið stefnir á að verða leiðandi umhverfisvænum fólksflutningum á svæðinu til framtíðar.
Hestaferð um hálendið
Hestamannafélagið Brimfaxi í Grindavík fór í sína árlegu hestaferð laugardaginn 5. júlí sl. og stóð ferðin í eina viku. Ferðin hófst á Rjúpnavöllum í Landssveit, þaðan var riðið inn á Landmannaafrétt og gist í Land-
í Mýrdal. Farnir voru samtals yfir 200 km á þessum sjö dögum. Ferðin gekk mjög vel fyrir utan hörmulegt slys þar sem að einn hestur slasaðist alvarlega á fyrsta náttstað. Einnig þurfti að breyta reiðleiðinni yfir Mýrdalssand þar
Brimfaxafélaga úr öðrum hestamannafélögum. Borðaður var góður matur í ferðinni og haldið var líka upp á eitt afmæli. Þessar ferðir eru mjög mikilvægar samverustundir fyrir hestamenn í Grindavík sem eru nú með aðstöðu fyrir sína hesta í hinum ýmsu sveitarfélögum. Það er fátt sem gleður sálina jafn mikið og að vera í góðum félagsskap manna
GÓÐA FERÐAHELGI!
VARLEGA!
REYKJANESBÆ Skólar ehf. hafa samið við Garðabæ um rekstur á nýjum sex deilda leikskóla Urriðaholti sem opnar í september nk. Skólar ehf. er um 20 ára gamalt félag sem rekur nú þegar fjóra heilsuleikskóla sveitarfélögunum Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi og Reykjavík. Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins. Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar Áhersla er lögð á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu.
Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar leikskólastarfi á Íslandi þar sem Heilsustefnan er höfð að leiðarljósi og viðmið fyrir faglegt starf og rekstur heilsuleikskóla. Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem annast þau þarf líka að vera í fyrirrúmi. Skólar hafa markvisst byggt upp heilsustefnu sína í
Góð skemmtun í
Eyjum með öskursöng í brekkunni
Sólborg Guðbrandsdóttir fór aftur til Spánar eftir tíu ára sólarlandahlé
„Gott fólk, góðan mat og óáfenga sumardrykki í tonnatali finnst mér mikilvægast að hafa um verslunarmannahelgina,“ segir Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrrverandi blaðamaður á Víkurfréttum og framleiðandi.
„Sumarið hjá mér hefur verið samblanda af vinnutörnum og algjörri slökun inn á milli. Ég skellti mér til Spánar fyrr í mánuðinum með góðri vinkonu, eftir tíu ára sólarlandahlé, með tilheyrandi sólbruna og stuði. Oft út að borða með vinkonum, nokkur fótboltamót og nóg af knúsum frá börnunum í lífinu mínu. Svo reyni ég að nýta tímann í að rúnta aðeins út fyrir höfuðborgarsvæðið og hef kíkt á Gullfoss og Hellissand til dæmis.“
Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig?
„Gullfoss kom mér nokkuð á óvart, innan um alla mannmergðina þar, en ég verð að lofsama Elliðaárdalinn aðeins sem er svo gott sem í bakgarðinum hjá mér. Þar er dásamlegt að taka göngutúra, innan um vötnin, hestana og mýflugurnar. Við Íslendingar búum í paradís en gleymum því af og til.“
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
„Verslunarmannahelgin er ennþá svolítið óráðin. Annaðhvort verður þetta að löngum rúnti til Akureyrar eða sumarbústaðahelgi með mjög
Er eins og innfædd Eyja-
meyja varðandi þjóðhátíð
„Síðan ég kynntist Bjarka mínum sem er hreinræktaður Eyjapeyi, hefur þjóðhátíð verið órjúfanlegur hluti af minni verslunarmannahelgi,“ segir Grindvíkingurinn Rakel Einarsdóttir. Hún kynntist eiginmanni sínum, Eyjamanninum Bjarka Guðnasyni, skömmu fyrir þjóðhátíð 2001 og 2006 var hún flutt með honum til Vestmannaeyja, þar sem þau bjuggu til ársins 2017 þegar þau fluttu til Grindavíkur. Þau þurftu auðvitað að rýma Grindavík eins og aðrir og í dag búa þau í Hafnarfirði. Þó svo að þau hafi ekki búið í Vestmannaeyjum undanfarin ár, eru þau alltaf komin til Eyja snemma í þjóðhátíðarvikunni og taka þátt í flestum þeim hefðum sem Eyjamenn hafa búið til í kringum þessa stærstu og flottustu útihátíð Íslands. Fyrsta þjóðhátíðin var haldin árið 1874 og því fagnaði hátíðin 150 ára afmæli á síðasta ári.
Rakel hafði upplifað þjóðhátíð áður en hún kynntist Bjarka. „Ég veit ekki hvort við Grindvíkingar erum eitthvað sér á báti en þjóðhátíð Vestmannaeyja hefur alltaf verið langvinsælasta útihátíð unglinganna í Grindavík. Ég var fimmtán ára minnir mig þegar ég fór í fyrsta skipti og kom aldrei neitt annað til greina hjá mér um verslunarmannahelgi en þjóðhátíð. Það er einhver ólýsanlegur galdur í gangi í Eyjunni fögru grænu og sérstaklega þegar þessi yndislega hátíð fer fram. Þegar ég kynntist Bjarka og Eyjafólki í kjölfarið, sá ég hversu mikil fjölskylduhátíð þetta er í raun og veru, þótt margir líti kannski á þetta sem unglingadrykkjuhátíð. Börnin í Eyjum alast upp við þjóðhátíð og taka fullan þátt í öllum undirbúningi en hann hefst hjá sumum nokkrum vikum fyrir sjálfa hátíðina. Hjá okkur er hefð fyrir því að baka nóg til að geta boðið gestum okkar í hvíta tjaldinu upp á kræsingar og ég held að nánast allir Eyjamenn eldi kjötsúpu á föstudagskvöldinu. Ég er venjulega með 50-70 manns í mat á föstudagskvöldinu og þegar ég bjó í Eyjum rak ég 66° og var að sjálfsögðu með opið alla verslunarmannahelgina, það kom sér oft vel fyrir gestina,
draganda þjóðhátíðarinnar og yfir sjálfa helgina en ég hefði ekki viljað hafa hlutina neitt öðruvísi.
Einu sinni var hefð hjá Eyjafólki að kapphlaup var um að ná í besta tjaldstæðið fyrir hvíta tjaldið og lá nánast við slagsmálum þegar reynt var að fá besta staðinn. Mér hefur alltaf fundist æðislegt að sjá unga sem aldna saman komna í brekkunni á kvöldin en kvölddagskráin hefst venjulega kl. 20:30 og þá skemmta ungir og gamlir sér saman. Þegar kvölddagskránni lýkur er farið heim með börnin og þeim komið í ró, svo hefst stuðið.“ Brúðbúnir á setningarathöfn
Rakel þykir vænt um setningarathöfnina.
„Setningarathöfnin er í huga sumra Eyjamanna stærri hluti heldur en sjálf þjóðhátíðin. Mér þykir mjög vænt um hana og mætti alltaf og tók þátt að hætti Eyjamanna en eftir að ég byrjaði með búðina gat ég ekki mætt og hætti þá þeirri hefð og hef ekki byrjað aftur en hver veit nema maður taki upp þá skemmtilegu hefð á ný. Eyjamenn mæta í sínu fínasta pússi í Herjólfsdal, setningin fer alltaf fram við Fjósaklett og þar er blandað saman ræðum sem eru ekki of langar, tónlist hjá Lúðrasveit Vestmannaeyja og einhverjum söng. Þegar setningunni er lokið fara allir inn í sín hvítu
brauðtertum og öðrum kræsingum. Þetta er mjög falleg hefð sem Eyjamönnum þykir vænt um. Eftir setninguna fer fólk og leggur lokahönd á kjötsúpuna, svo borða allir saman og á þeim tímapunkti er eftirvæntingin komin í hámark. Svo koma allir sér í Dalinn og dagskráin hefst. Ég hef mest gaman af því að vera inni í okkar hvíta tjaldi, sem við nefndum „Gjafar-tjaldið“ en Guðni tengdapabbi heitinn, átti bát með því nafni. Ég hef afskaplega gaman af því að taka á móti gestum og gæti ég trúað að nokkur hundruð manns rúlli í gegnum tjaldið okkar á hverri þjóðhátíð, við þekkjum marga og finnst gaman að taka á móti vinum okkar. Við erum alltaf með besta gítarleikarann í Dalnum inni í okkar tjaldi og er stundum ólýsanlega mikið stuð þegar tjaldið er nálægt því að rifna vegna fjölda og hávaða! Sem betur fer eru gítarleikararnir farnir að vera með magnara en einn góður Grindvíkingur stundaði það á sínum þjóðhátíðum að biðja um að fá gítarinn, byrjaði svo að syngja Stál og hníf eða Hjálpaðu mér upp, allir sungu með og hann byrjaði að spila á gítarinn án þess að kunna eitt grip, það heyrðist hvort sem er ekkert í honum, þetta var mjög fyndið. Ég hlakka mikið til að taka á móti gestum okkar í ár sem fyrr,“ sagði Rakel að lokum.
gerður Benónýsdóttir á ekkert nema skemmtilegar minningar af verslunarmannahelgum sínum á unglingalandsmótinu sem krakki en þegar hún komst á unglingsaldur var ekki í boði að fara á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eða á aðra útihátíð, hún var upptekin við körfuboltaiðkun með unglingalandsliðum Íslands í körfuknattleik. Síðan þá hefur hún prófað að fara á þjóðhátíð og kunni vel við sig, þó ekki það vel að hún sé sjúk í að fara í ár og gerir í staðinn ráð fyrir rólegri helgi í sumarbústað með vinkonum sínum og börnum þeirra. Uppáhalds staðurinn er Slétta, sem er húsið sem afi hennar ólst upp í. Það er við mynni Jökulfjarða og á fjölskyldan hluta í því. Birna hefur ekki getað leikið körfuknattleik síðan hún sleit krossbönd í úrslitakeppninni vorið 2024 en er á góðri leið í sinni endurhæfingu.
„Mínar verslunarmannahelgar upp unglingsárin fóru fram á erlendri grundu því ég var alltaf að keppa með unglingalandsliðinu í körfu. Maður vissi af þessu, svona var þetta og við vorum því ekkert að svekkja okkur á þessu, hlustuðum í staðinn á brekkusönginn í útvarpinu og nutum þannig. Þegar loksins kom að því að vera ekki upptekin í körfu yfir verslunarmannahelgi, var ég ekki spenntari en svo að ég vildi frekar geta unnið yfir þá helgi. Síðustu tvær verslunarmannahelgar fór ég svo á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og skemmti mér mjög vel, ætli sú fyrri sé ekki eftirminnilegasta verslunarmannahelgin ef þú spyrð mig þeirrar spurningar.
Mér fannst þetta mjög gaman en þó ekki þannig að ég verði að komast í ár, kannski er ég bara búin með þann pakka en ég er líka að hugsa um hnéið á mér. Vinkonurnar eru sumar komnar með börn og við erum að plana sumarbústaðarferð svo það verður eitthvað minna um hefðbundið stuð en í staðinn farið í pottinn, eldaður góður matur og farið í göngutúra með góðum vinkonum. Ef ég væri að fara á þjóðhátíð í ár og ætti að nefna það mikilvægasta til að taka með, hlý undirföt. Manni verður að vera hlýtt svo ég myndi allan daginn svara þeirri spurningu á þann máta. Minn uppáhaldsstaður á Íslandi er bærinn Slétta sem er á Hornströndum, í u.þ.b. klukkustundar göngu frá Hesteyri. Fjölskyldan á hluta í þessari paradís, það er ekkert rafmagn þarna og ég slekk alltaf á símanum þegar ég fer þangað en við vorum þar í fimm daga í sumar. Afi ólst upp þarna, það er æðislegt að vera þarna og ég reyni að komast á hverju sumri, ég lærði að labba þarna tíu mánuða gömul.“
Rakel
Keflvíkingar á Þjóðhátíð.
Með góðri vinkonu í Herjólfsdal.
Aldrei
verið
jafn mikið á stuttermabol
Hulda Newman, flugfreyja verður í Tenesól með sonum sínum um Verslunarmannahelgina
„Ég hef verið mjög heppin með veður í þeim ferðalögum sem ég hef farið í þetta sumarið og ég held ég hafi aldrei verið jafn mikið á stuttermabol eins og núna í sumar,“ segir Hulda Newman, flugfreyja þegar hún er spurð út í sumarið 2025. „Þetta sumar er búið að vera yndislegt. Búin að fara á tvö fótboltamót þar sem synir mínir hafa verið að keppa, Norðurálsmótið á Akranesi og N1 mótið á Akureyri, sumarbústaðaferðir, gönguferðir í náttúrunni og nokkra Happy hour hittinga í skemmtilegum félagsskap í sólinni. Veðrið hefur spilað stóran þátt í því hvað sumarið hefur verið gott hingað til því það er allt betra og skemmtilegra í góðu veðri.“
Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig?
„Í sumar er ég tvisvar búin að fara til Akureyrar í góðum félagsskap og þar hefur veðrið leikið við mig í bæði skiptin. Því mundi ég segja að Akureyri væri mest heillandi af þeim stöðum sem ég hef farið á í sumar. En að mínu
er einhver óútskýranleg orka sem myndast þarna í Herjólfsdal og mæli ég með að allir upplifi Þjóðhátíð að minnsta kosti einu sinni.“
Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um verslunarmannahelgina?
„Mikilvægt er að hafa fatnað sem hentar í allskyns veðri, því það er oft mjög ófyrirsjáanlegt hér á Íslandi. En það allra mikilvægasta er að hafa góðan og skemmtilegan félagsskap, þá klikkar ekkert,“ segir Hulda Newman.
Bara farið á þjóðhátíð sem flytjandi
Síldarævintýri á Sigló og Halló Akureyri átti sviðið fyrstu árin
„Að syngja Þar sem hjartað slær þegar blysin eru tendruð í Dalnum á sunnudagskvöldi á þjóðhátíð, er alltaf hápunkturinn hjá mér sönglega séð á hverju kvöldi,“ segir bæjarfulltrúinn og tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann Magnússon. Sverrir er frá Sauðárkróki og áður en hann flutti suður lá straumur Skagfirðinga annað hvort á Síldarævintýri á Siglufirði eða á Halló Akureyri en síðan árið 2001 hefur Sverrir alltaf farið á þjóðhátíð, ekki sem venjulegur þjóðhátíðargestur, heldur sem flytjandi tónlistar. Engin breyting verður í ár hjá Sverri en hefð hefur myndast fyrir að tónlistarhópurinn FM95BLÖ sem Sverrir er lykilmaður í, gefi út þekkt popplag fyrir þjóðhátíðina en þó hafa frumsamin lög flotið með og þannig er raunin í ár. „Lagið er tilbúið og verður frum flutt í vikunni, frumsamið en fyrstu árin tókum við alltaf þekkt erlend popplög og settum þjóðhátíðar texta við. Það er alltaf rosalega gaman að gigga með drengjunum í FM95BLÖ, meira að segja hafa jarðskjálftamælar farið í gang þegar allur Herjólfsdalur syngur og dansar í takt við tónlistina okkar. Þetta toppar samt ekki að syngja þjóðhátíðarlagið árið 2012, Þar sem hjartað slær, þegar blysin eru tendruð uppi í brekkunni í Herj
ólfsdal en Eyjamennirnir bæta alltaf við blysi til marks um að enn ein þjóðhátíðin sé í gangi. Það verða því 151 blys tendruð núna ef ég fer með rétt mál en ég hef sungið þetta lag nánast samfellt
mínum flutningi. Svo tók ég tvær þjóðhátíðir stuttu eftir með þáverandi hljómsveit minni, Daysleeper, en svo var það ekki fyrr en árið 2011 að ég mætti aftur og tók Án þín með Fjallabræðrum og svo söng ég Þjóðhátíðarlagið með þeim árið 2012 og hef ekki farið annað síðan. Meira að segja í covid mætti ég á stóra sviðið og söng fyrir tómum Herjólfsdal sem var skrýtið en þá var brekkusöngnum streymt.
Handrotaður í Þjórsárdal eftirminnilegasta
minningin af verslunarmannahelgi
Veiði og golf á sviðið í dag
Teitur Örlygsson þurfti að sleppa mörgum verslunarmannahelgum hér áður fyrr sökum anna við körfuknattleik, m.a. annars þegar keppt var fyrir Íslands hönd. Á unglingsárum náði hann þó að upplifa stuð og oftar en ekki í Þjórsárdal og þegar eftirminnilegasta verslunarmannahelgin var rifjuð upp, bar fyrst á góma saga af því þegar körfuknattleikskappinn var rotaður á einni útihátíðinni í Þjórsárdal. Tárin streymdu hjá blaðamanni og Teiti þegar þessi saga var rifjuð upp og fyrirsögnin fæddist!
Teitur fór einu sinni á þjóðhátíð en þá sem barn og oftar en ekki var hann staddur á Laugarvatni eða annars staðar með liðsfélögum sínum í Njarðvíkurliðinu, ásamt mökum.
Teitur hefur verið forfallinn veiðifíkill frá því að hann var gutti og undanfarin ár hefur golfbakterían náð tökum á honum líka og ef hann þyrfti að velja, yrði veiðin ofan á. Blessunarlega hefur Lísa konan hans fylgt honum eftir í báðum áhugamálum og Teitur getur varla hugsað þá hugsun til enda ef Lísa verður betri kylfingur en hann. Teitur hefur hins vegar engar áhyggjur af því að Lísa taki fram úr honum með veiðistöngina.
Fyrsta minning Teits frá verslunarmannahelgi er af þjóðhátíð.
„Mamma og pabbi fóru með okkur Gunna bróður á þjóðhátíð ´77, ég þá um tíu ára gamall en þetta var fyrsta þjóðhátíðin inni í dal eftir eldgosið. Í minningunni var þetta gaman, maður var klifrandi upp um allt og sprangandi, ég er ekki viss um að ég væri eins rólegur sem foreldri í dag eins og mínir foreldrar voru.
Hundruðir landsleikja á þessari mynd - í körfuknattleik, ekki í golfi…
landi þá er það einhver hinna fjölmörgu áa sem ég hef veitt í, ég get ekki gert upp á milli þeirra. Við höfum lengi farið í frí til Flórída í Bandaríkjunum og þegar við keyrðum fram hjá fjölmörgum golfvöllum hugsaði ég alltaf með mér hvernig fólk nennti þessu! Svo ákvað ég að prófa og sú baktería heltók mig líka. Sem betur fer vildi Lísa prófa líka og það er æðislegt að eiga þessi áhugamál saman. Þar sem ég hafði fengið hana í veiðina og golfið, gat ég ekki sagt nei við hana þegar hún vildi plata mig á skíði og höfum við farið í nokkrar frábærar skíðaferðir til útlanda. Það er hárrétt hjá þér, ég er ekki góður skíðamaður og finnst í raun skemmtilegast í þessum ferðum að njóta á hótelinu og gera vel við mig í mat og drykk. Ég fer í brekkurnar á morgnana og passa mig á að fara ekki of geyst.
Þegar ég komst á unglingsaldurinn þá var miklu meira í boði en í dag, þjóðhátíðin t.d. var ekki eins stór þá eins og í dag. Straumur okkar Njarðvíkinga lá oftar en ekki í Þjórsárdal og þaðan á ég mína eftirminnilegustu minningu. Ég var að rölta mér að tjaldinu til að bæta á brúsann, man hvað ég var í góðum gír og sé hvar tveir náungar eru að slást og þar sem ekkert nema friður og kærleikur var efst í mínum huga á þessum tímapunkti, ákvað ég að reyna stilla til friðar en það gekk ekki betur en svo að ég rankaði við mér einhverju síðar, aumur í kjálkanum og flöskunni fátækari! Svo hitti ég félagana síðar þetta kvöld og þá gáfu þeir mér sopa úr flöskunni „minni.“ Bestu hljómsveitirnar voru auðvitað að spila á þessum útihátíðum, ég man eftir Bubba en eftirminnilegasta hljómsveitin var Kikk því þarna var ný söngkona kynnt til sögunnar, Sigga Beinteins. Við heyrðum og sáum að þarna var stórstjarna að fæðast.
hátíðar; þetta er alltaf jafn gaman
Þegar ég varð eldri og var farinn að einbeita mér meira að körfunni þá fór liðið oftar en ekki saman, t.d. á Laugarvatn og þá var bæði æft og liðið ásamt mökum gerði sér glaðan dag saman. Svo fóru landsliðsverkefni að koma og oftar en ekki yfir verslunarmannahelgina.“
Veiði og golf
Teitur ólst upp við veiði og hefur verið forfallinn veiðiáhugamaður allar götur síðan. Fyrir átta árum gaf hann golfinu séns og sér ekki eftir því og ef hann þyrfti að velja á milli, myndi golfið víkja. „Pabbi tók okkur bræð urna með sér í veiði og ég komst strax upp á lagið og hef stundað þetta frábæra sport allar götur síðan. Sem betur fer sýndi Lísa þessu áhuga og við förum alltaf í nokkrar veiðiferðir saman á hverju sumri. Ef ég á að nefna minn uppáhalds stað á Ís-
Golfið gengur upp og niður, ég vil gjarnan ná betri tökum á þessari yndislegu íþrótt og draumurinn er að verða eins góður kylfingur og veiðimaður. Lísa mín mun aldrei verða betri með veiðistöngina en ég en ef ég fer ekki að bæta sveifluna í golfinu, gæti hún hæglega orðið betri en ég. Einhvern tíma hefði það farið fyrir brjóstið á keppnismanninum í mér en ég er að verða svo meir með hækkandi aldri, Lísa mín má alveg verða betri kylfingur en ég en hún mun aldrei ná að toppa mig með veiðistöngina. Sumarið hefur annars verið frábært, veðrið hefur leikið við okkur og það kætir mann alltaf. Ég hef aðeins náð að veiða og á nokkra góða túra inni síðar í sumar. Ég hef spilað hellings golf og mun gera meira, já þetta sumar skorar ansi hátt hjá mér. Ég verð í hlutverki barnapíunnar um þessa verslunarmannahelgi og geri allt eins ráð fyrir að vera bara heima. Fyrst þú spyrð hvað það mikilvægasta væri til að taka með ef ég væri að fara eitthvert um verslunarmannahelgina, þá er það góða skapið,“ sagði Teitur að lokum.
Hjónin elska að veiða.
Helgi Rafn gekk á Hvannadalshnjúk og setti fótinn upp
„Ef einhver sparkar hærra þá má viðkomandi skora á mig,“ segir Taekwondo bardagakappinn Helgi Rafn Guðmundsson en hann gekk á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnjúk, á dögunum og þar sem hann hefur sem reglu að sparka á nýjum slóðum og hann sparkar ansi hátt upp í loftið, er ekki ólíklegt að um óopinbert Íslandsmet sé að ræða.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Helgi fór í þessa göngu ásamt öðrum kennurum í íþróttaskólanum NÚ en hann heyrði af hugmyndinni um síðustu áramót.
„Ég er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt og þegar ég heyrði af þessari göngu á Hvannadalshnjúk hugsaði ég með mér, af hverju ekki? Undirbúningur hófst þá en allir kennararnir eru núverandi eða fyrrverandi íþróttamenn og í góðu formi og sjálfur hef ég alltaf verið vel á mig kominn líkamlega. Ég hafði því ekki miklar áhyggjur þegar ákvörðunin var tekin en þetta reyndist síðan erfiðara þegar á hólminn var komið. Nokkrir vinir og félagar samstarfsfólks míns komu með og einn þeirra heltist til að mynda úr lestinni og þurftum við hin að bíða eftir að einn leiðsögumannanna fór með hann til baka. Við vorum þrettán sem lögðum í hann kl. fjögur um nóttina, tólf skiluðu sér upp á tindinn um átta klukkustundum síðar. Eftir smá stopp uppi á toppnum var lagt í hann aftur niður og tók það um fimm klukkutíma. Við gistum við rætur fjallsins, það var mælt með því að keyra ekki strax heim og var það mjög góð ákvörðun held ég, það voru þreyttir ferðalangar sem lögðust á koddann þetta kvöld. Á meðan við stoppuðum uppi á tindinum hélt ég í hefðina, það er að láta taka mynd af mér í sparki. Ég hef stundað þetta undanfarin ár, látið taka mynd af mér í sparki á stöðum sem ég heimsæki og að sjálfsögðu var smellt af mér uppi á þessum hæsta tindi Íslands. Sumir geta staðið á höndum, sumir geta farið í heljarstökk, ég get sparkað hátt upp í loftið og finnst gaman að láta taka þannig myndir af mér.
Knattspyrnukonur frá Suðurnesjum loksins byrjaðar aftur
Það styttist í knattspyrnusumrinu og eru Suðurnesjaliðin í hinum ýmsu baráttum. Kvenfólkið hóf loksins leik að nýju en hlé var gert á deildarkeppninni á meðan íslenska landsliðið lék á Evrópumótinu í Sviss. Í Lengjudeild karla eru liðin þrjú í ólíkum hlutskiptum, í 2. deild stefna Þróttur og Víðir í sitthvora áttina og Reynir á möguleika á að koma sér upp úr 3. deildinni. Lengjudeild kvenna
Hæsta spark Íslandssögunnar?
Það er munur á svona sparki eða í keppni, þar reynir maður að sparka sem fastast en í svona myndatöku reynir maður að komast sem hæst.
Ég held að ég eigi metið, það hefur enginn að mér vitandi sparkað hærra á Íslandi, Hvannadals hnjúkur er jú hæsti tindur Íslands og ég get sparkað mjög hátt, ef ein hver vill skora mig á hólm þá tek ég þeirri áskorun fagnandi.“
Taekwondo-deild Keflavíkur fagnar 25 ára afmæli í ár
Helgi byrjaði ungur í íþróttum og hefur verið í taekwondo síðan um aldamót, Taekwondodeild Kefla víkur fagnar einmitt 25 ára afmæli á þessu ári. Félagið er eitt sterkasta taekwondo félag Íslands og hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin þrjú ár. „Ég ólst upp í Sandgerði, æfði boltaíþróttir en það var ekkert annað í boði þar á þeim tíma. Ég frétti svo af taekwondo og byrjaði að æfa stuttu eftir að deildin var stofnuð í Keflavík árið 2000. Ég tók strax ástfóstri við þessa íþrótt, prófaði aðrar bardagaíþróttir en hef verið á fullu í taekwondo undanfarin ár. Ég ætlaði að hætta keppni árið 2018 en læt alltaf draga mig aftur í búninginn, varð síðast Norðurlandameistari fyrir þremur árum en ég held að ég fari að segja þetta gott í keppni og einbeiti mér bara að þjálfuninni. Við stöndum mjög vel í Keflavík, höfum orðið Íslands- og bikarmeistarar undanfarin þrjú ár. Það eru um tvö hundruð iðkendur hjá okkur sem telst ansi gott. Við eigum 25 ára afmæli í haust og munum gera eitthvað stórt og flott á þessum tímamótum,“ segir Helgi. Nýverið bætti Helgi skrautfjöður í sinn hatt, hann fékk svart belti í brasilísku Jiu Jitusu (BJJ)
en hann hefur verið svartbeltingur í taekwondo í tuttugu ár. BJJ er glímuíþrótt sem er náskyld júdó og af mörgum talin sú bardagaíþrótt sem er best til sjálfsvarnar. Hvað kom til að Helgi Rafn bætti á sig þessu svarta belti?
„BJJ er bardagaíþrótt sem hefur lengi heillað mig en þessi íþrótt skaust fram á sjónarsviðið skömmu fyrir aldarmót með tilkomu UFC (Ultimate fighting championship). Þá var hugmyndin að sjá hvaða bardagalist myndi tróna á toppnum í bardagaíþróttakeppni með fáum sem engum reglum. Þrátt fyrir mikinn stærðar-, styrktar- og reynslumun, vann léttur bardagamaður úr BJJ fyrstu keppnirnar í UFC og það án þess að reiða sig á styrk eða valda andstæðingnum skaða með því að kýla eða sparka í hann. Hann sigraði með því að nota vandvirkar hreyfingar, tækni, vogarafl og nýta tækifærin sem buðust og þarna sást svo vel að bardagi er ekki eingöngu fyrir stóra og sterka einstaklinga, heldur snýst hann líka um kænsku og tækni. Þetta heillaði mig og því var ég mjög ánægður þegar Arnar Freyr Vigfússon, frumkvöðull BJJ á Íslandi, gráðaði mig en hann hefur þjálfað mig til fjölda ára. Það var gaman að rúmlega 100 manns frá hinum og þessum BJJ-félögum á landinu auk annarra bardagafélaga,mættu í Bardagahöll Reykjanesbæjar þetta laugardagskvöld og samglöddust með mér á þessum merku tímamótum á mínum ferli sem bardagamaður,“ sagði Helgi Rafn að lokum.
Grindavík/Njarðvík vann tvo flotta sigra í röð og eru í 3. sæti með 23 stig en ÍBV er efst með 31 stig. Næsti leikur hin sameinaða liðs er miðvikudaginn 30. júlí kl. 19:15, á útivelli á móti Gróttu. Keflavíkurkonur sem gáfu út að stefnan væri að fara beint upp í Bestu deildina, hafa valdið vonbrigðum og eru einungis í 6 sæti deildarinnar með 15 stig. Þær töpuðu á heimavelli gegn Gróttu en unnu síðasta leik, á heimavelli gegn Aftureldingu og ljóst að endaspretturinn þarf að vera góður svo takmark sumarins eigi að nást. Næsti leikur Keflavíkur er miðvikudagskvöldið 30. júlí kl. 19:15 á heimavelli á móti ÍA.
Lengjudeild karla
Njarðvíkingar hafa verið bestir Suðurnesjaliðanna og eru í hatrammri baráttu um efsta sætið. Þeir náðu að knýja fram mikilvægt jafntefli í síðasta leik gegn topp liðinu ÍR svo einungis munar einu
stigi á liðunum. Njarðvík lék gegn HK á heimavelli á sama tíma og blaðið fór í prentun. Keflvíkingar sem ætluðu sér beint upp, hafa valdið vonbrigðum m.v. það takmark en þeir eru inni í baráttunni um að koma sér í umspilið en lið 2-5 komast í það í haust. Liðið gerði jafntefli við Þór í síðasta leik og mættu Leikni í Reykjavík á sama tíma og blaðið var sent í prentun. Grindavík sogast nær fallbaráttunni og hafa tapað síðustu tveimur leikjum á heimavelli, annar þeirra var þó í Vogum vegna eldsumbrotanna. Grindavík mætti Þór á Akureyri á sama tíma og blaðið var að prentast.
2. deild karla
Þróttur úr Vogum og Víðir mættust í seinustu umferð og hafði Þróttur betur, 2-1. Þróttur í 2-3. sæti með 26 eins og Dalvík/Reynir, Ægir efst með 29 stig. Víðir hefur tapað sjö leikjum í röð og stefna hraðbyri aftur niður í 3. deild. Næstu leikir: Miðvikudagskvöld kl. 19:15: Víðir - Höttur/Huginn, KFG - Þróttur.
3. deild karla
Reynismenn hafa verið á góðu róli og eru í fjórða sæti, einungis fjórum stigum frá toppnum en tvö lið fara upp í 2. deild. Reynir vann síðasta leik á útivelli á móti ÍH, næsti leikur: miðvikudagskvöld kl.
Helgi Dan og Dýrleif klúbbmeistarar GG
Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur (GG) fór fram á dögunum og annað árið í röð var bara um þriggja daga mót að ræða í stað hefðbundinna fjögurra daga. Mótið átti að hefjast miðvikudaginn 16. júlí en vegna eldgossins þurfti að blása fyrsta dag af og því hófst mótið ekki fyrr en á fimmtudeginum. Helgi Dan Steinsson varð að vanda klúbbmeistari karla og nálgast hann tug titla í þessu vinsælasta golfmóti GG. Nýliðinn Dýrleif Arna Guðmundsdóttir kom, sá og sigraði í mfl. kvenna, en hún er ein fjögur hundruð nýrra meðlima GG síðan í vor. Önnur úrslit má nálgast á Golfbox.
Ingi Rafn sigraði í Kiðjabergi
Ingi Rafn William, efnilegur kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja, sigraði í flokki 14 ára og yngri á alþjóðlegu unglingamóti, Global Junior Golf – Icelandic Juniors International, sem fram fór á Kiðjabergsvelli dagana 15.–18. júlí. Mótið er hluti af Global Junior Golf Tour (GJG), al þjóðlegri mótaröð fyrir kylfinga að 23 ára aldri, þar sem keppt er víða um heim og stig veitt samkvæmt alþjóðlegum heimslistum (WAGR, EGR og JGS).
Ingi Rafn keppti í fyrsta sinn af meistaraflokksteigum og stóð sig afar vel á krefjandi Kiðjabergsvelli. Hann lék þrjá stöðuga hringi og sá besti kom á öðrum keppnisdegi, þar sem hann lék völlinn á 76 höggum. Þar tryggði hann sér frábæra stöðu fyrir lokahringinn og vann að lokum með fjórum höggum í
Ingi Rafn lék líka í Junior Midnight Challenge golfmótinu sem fram fór í Mosfellsbæ í viku síðar og og tryggði sér 2. sætið með góðri spilamennsku.
Bus4u býður starfsmönnum flugstöðvarinnar upp á samgöngulausn
Á flugstöðvarsvæðinu við Keflavíkurflugvelli eru þúsundir starfsmanna á vakt í hverri viku og að koma þeim til og frá vinnu er áskorun, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og fyrir umferðina í kringum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Bus4u hefur síðastliðið ár unnið að lausn á þessu máli í samstarfi við Isavia, Icelandair og fleiri fyrirtæki í flugstöðinni. Í dag kynnir fyrirtækið þjónustuna í blaðinu og við settumst niður með Sævari Baldurssyni framkvæmdastjóra Bus4u og fengum að heyra meira um þessa umhverfisvænu og hagkvæmu samgöngulausn.
Hvað hafið þið verið að þróa þessa lausn lengi?
Við höfum auðvitað verið að keyra fyrir Icelandair í um aldarfjórðung með góðum árangri en þetta þróunarverkefni hefur verið í gangi hjá okkur núna í um eitt ár í samstarfi við Isavia, Icelandair og fleiri fyrirtæki í flugstöðinni.
Hvernig hafa viðbrögðin verið? Viðbrögðin hafa verið góð. Ferðirnar skipta þúsundum í hverjum mánuði og við höfum verið að sjá mikla aukningu og almenn ánægja með þessa þjónustu. Yfir háannatímann ferðast vel yfir þúsund starfsmenn til og frá flugstöðinni á hverjum degi. Það hefur auðvitað í för með sér umferðar- og bílastæðavanda. Bus4u vill bjóða upp á góða og trygga þjónustu til að koma starfsmönnum við KEF til og frá vinnu til framtíðar.
Hverjir eru helstu kúnnarnir í dag?
Helstu kúnnar þjónustunnar í dag eru starfsmenn Isavia, Icel andair, APA, SSP og Newrest. Fleiri fyrirtæki með starfsemi á KEF hafa verið að bætast í hópinn og við bjóðum starfsmenn þeirra velkomna um borð. En Icelandair og Isavia hafa drifið kerfið áfram og hafa gert við okkur samninga þannig að allir þeirra starfsmenn hafa aðgang að þjónustunni.
Hvernig virkar þetta kerfi?
Viðkomandi starfsmaður fer inn á www.shuttle4u.is og skráir sig inn í kerfið. Um er að ræða pöntunarkerfi og hægt að panta far með allt að klukkutíma fyrir vara. Kerfið er sérstaklega hugsað fyrir vaktavinnufólk þannig að við komandi starfsmaður getur pantað þjónustuna einn eða jafnvel fleiri mánuði fram í tímann. Bus4u tryggir síðan að starfsmaðurinn sé kominn bæði fljótt og vel í vinnu á innan við 15 mínútum. Við erum með yfir 40 stoppistöðvar víðs vegar í Reykjanesbæ þar sem starfsmenn geta stigið um borð
En við urðum auðvitað undir í síðasta útboði sem kom okkur þónokkuð á óvart en svona eru bara hlutirnir. Ég vil nota tækifærið og þakka íbúum Reykjanesbæjar samfylgdina síðastliðin sjö ár. Við unnum reyndar útboð lands-
Vertu
Hver er stefna fyrirtækisins? Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi í umhverfisvænum fólksflutningum til framtíðar. Við viljum bjóða hagkvæma og sjálfbæra samgöngulausn á svæðinu.
Valur og Eðvald taka vel á móti þér og veita þér faglega ráðgjöf fyrir málningarverkefnið þitt.
minnka notkun einkabíla er hægt að ná kolefnissporinu vel niður og einnig leysa bæði mikinn umferðar- og bílastæðavanda. Svo er þetta bara miklu þægilegra fyrir starfsmenn í KEF í öllum veðrum og vindum.
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Sævar Baldursson er framkvæmdastjóri Bus4u.
ÍRISAR VALSDÓTTUR Svona síbreytilegt
Ég hef uppgötvað glænýjan kvíða hjá mér þetta sumarið: veðurkvíði. Hann felst aðallega í því að kíkja á veðurspána oft og mörgum sinnum yfir daginn. Langtímaspáin virðist alltaf byggð á bjartsýninni. Korter í að sólin eigi svo að láta sjá sig virðist veðurkortið verða fúlt á móti og sýnir eingöngu sólina á Austurlandi. Alveg merkilegt nokk. Sólin á suðvesturhorninu breytist þá í skýjaþykkni, rigningu og rok. Svona síbreytilegt eitthvað… Nú þegar verslunarmannahelgin er framundan hafa veðurfræðingarnir ákveðið að taka enga áhættu, leggja alla bjartsýni til hliðar og sýna okkur blákalda spána. Rigning og rok! Fyrir um áratug síðan hélt einmitt ungt par af stað til Eyja í hálfgerðri blindni án þess að líta á veðurspána, sem á að giska leit örugglega út eins og þessi í ár. Keyptum miða aðra leiðina því ekki var laust í bátinn heim fyrr en á þriðjudeginum. Ungi Spánverjinn minn horfði á mig áhyggjufullum augum þegar við stigum um borð í Herjólf ”Íris, ertu viss um að við komumst aftur heim?”. „Já góði besti, þetta reddast! Það segjum við allavega á Íslandi,“ svaraði ég hoppandi kát og smellti í eina selfí af okkur á leið inn í Herjólf. Hann var ekki sannfærður en lét þó tilleiðast, enda kannski orðið of seint að hætta við núna, nýstiginn af þurru landi.
Það vildi ekki betur til en svo að kvölddagskráin leið hjá í raunverulegri blindni, þó ekki vegna áfengisneyslu heldur var hreinlega ekki hægt að horfa í átt að sviðinu fyrir sandfoki. Um miðnætti ákváðum við að þetta væri komið gott og freistuðum þess að ná bátnum heim. Hundruð unglinga biðu í röð við skýlið. Þá fer að berast orðrómur um að skiptstjórinn myndi ekki taka neina áhættu í ólgusjó og engir aukafarþegar kæmust með. Við fundum lítið hótel og stormuðum þar inn með von í hjarta. Maðurinn í afgreiðslunni sagðist ekkert eiga laust fyrr en eftir rúma 9 klukkutíma. Hann sá þó aumur á okkur og leyfði okkur að sitja á sófum í móttökunni. Litlu seinna gengu inn þrjú ungmenni í sömu erindagjörðum en þeirra tjald hafði þó fokið út í veður og vind. Þarna sátum við í þögninni í sitthvorum sófanum og biðum. Sá sem í miðjunni sat var farinn að halla heldur mikið á vin sinn og dormaði. Ég öfundaði hann en svo slæmt var kvíðakastið yfir því að vera föst á þessari eyju að mér kom ekki dúr á auga. Skyndilega fer miðjumaðurinn að kasta rækilega upp yfir sætisfélaga sinn sem stekkur æpandi upp. Rauð vínblandan líktist einna helst blóði svo viðstaddir fengu hálfgert áfall og héldu að maðurinn væri að deyja drottni sínum þarna í anddyrinu. Þá gafst móttökustjórinn upp og henti okkur öllum út. Við stigum aftur út í storminn og niður á höfn en þar hafði röðin ekki haggast. Eftir nokkurra klukkustunda ráf um eyjuna töldum við best að snúa aftur á hótelið og fengum að lokum herbergi. Komumst reyndar ekki heim fyrr en sólarhring seinna, níutíu þúsund krónum fátækari og veðurbarin.