Víkurfréttir 25. tölublað 46. árgangur

Page 1


„Einstaklingur

Hugmyndin gerir ráð fyrir lífsgæðakjarnanum

á óbyggða svæðinu upp af Víkingaheimum. Umhverfis- og skipulagsráð tekur málið fyrir í næstu viku. VF/Hilmar Bragi

Kanna áhuga á lífsgæðakjarna fyrir

eldri borgara á Víkingaheimasvæðinu

n Vilja byggja 100 herbergja hjúkrunarheimili og sex fjölbýlishús á reitnum

Funaberg fasteignafélag leggur til uppbyggingu á nýjum lífsgæða kjarna í Tjarnahverfi/Víkingaheimum í samstarfi við Reykjanesbæ. Verkefnið miðar að því að sameina búsetu, heilbrigðisþjónustu, heilsurækt og samveru fyrir íbúa 60 ára og eldri. Greinargerð um framkvæmdina var lögð fyrir skipulagssvið Reykjanesbæjar í árs byrjun. Minnisblað kom svo inn á borð bæjarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku þar sem skipulagshluta málsins var vísað til umhverfisog skipulagsráðs. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfisog framkvæmdasviðs sagði í samtali við Víkurfréttir að málið verði tekið til afgreiðslu 22. ágúst næstkomandi.

Margrét Þórarinsdóttir, fulltrúi Umbótar, bókaði um fyrirhugaða uppbyggingu á fundi bæjarráðs og lagði áherslu á að ráðstöfun á verðmætu byggingarsvæði við Víkingaheima krefjist opins og gagnsæs ferlis. Hún mótmælti því að málinu yrði vísað til umhverfis- og skipulagsráðs án slíks ferlis og taldi óásættanlegt að ráðstafa svæðinu án útboðs.

Margrét A. Sanders, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, tók undir mikil vægi opins ferlis en lagði áherslu á að vísa einungis þeim hluta málsins til umhverfis- og skipu lagssviðs sem snýr að breytingum á aðalskipulagi. Hún vill að litið verði á Fitjarnar í heild sinni sem eina af útivistarperlum bæjarins. Lífsgæðakjarnar eru hugsaðir sem húsnæði sem bætir lífsgæði

Opinn íbúafundur í Reykjanesbæ með innviðaráðherra

Opinn samráðsfundur með Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra með íbúum Suðurnesja verður haldinn í Reykjanesbæ mánudaginn 18. ágúst kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn á Radisson Park Inn og er öllum opinn. Í tilkynningu frá Innviðaráðuneytinu kemur fram að tilgangur fundarins sé að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins –samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Það mun m.a. nýtast í vinnu við stefnumótun

Ráðast í stórframkvæmdir við fráveitu í Reykjanesbæ

Reykjanesbær hefur sett af stað víðtæka aðgerðaáætlun í fráveitumálum sem á að tryggja hreinni strandlengju og bæta vatnsgæði í bænum. Áætlunin nær til ársins 2031 og felur í sér lokun mengandi útrása, uppbyggingu nýrra hreinsistöðva og umfangsmiklar endurbætur á núverandi kerfum.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs nýverið kynnti Aron Heiðar Steinsson veitustjóri verkefnið, sem m.a. miðar að því að draga úr saurkólígerlamengun sem hefur greinst við strendur sveitarfélagsins. Gögn úr rauntímamælum í smábátahöfn hafa sýnt að vatnsgæði skerðast á ákveðnum tímum, sérstaklega við útrásina í Grófinni.

Lífrænar hreinsistöðvar og lokun útrása

Á árinu 2025 verður sett upp lífræn hreinsistöð af gerðinni HIPAF í Höfnum, sem mun stórbæta hreinsun fráveituvatns áður en því er veitt í sjó. Á næsta ári verður útrásin í Grófinni í Keflavík alfarið lokuð, og fráveituvatni þar í stað beint í nýtt meðhöndlunarferli. Dælubrunnur við Hólmbergsbraut

hreinsistöðvar í Helguvík, Helga WWTP, sem hefst árið 2027 og verður tekin í notkun 2029. Stöðin mun sjá um hreinsun fyrir allt að 12.000 íbúa í fyrstu, með möguleika á stækkun til framtíðar. Hún byggir á líffræðilegri hreinsun með möguleika á þriðja stigs hreinsun, UV-sótthreinsun og nýtingu seyru í lífgasframleiðslu. Árið 2031 verður síðan hafist handa við að bæta annars stigs lífræna hreinsun við Fitjabrautarstöð. Mælingar síðustu ára sýna að svifagnir og lífræn efni í útrás frá stöðinni eru yfir viðmiðunar-

ætlun og lagði ríka áherslu á að tryggja fjármagn til að hún verði að

Fjöldi útkalla og fjölbreytt verkefni

Brunavarnir Suðurnesja sinntu alls 377 sjúkraflutningum í nýliðnum júlímánuði. Þar af voru 143 á forgangi. Útköll á slökkvilið voru 29 talsins og þar af voru ellefu á forgangi.

fullu framkvæmd. Með áætluninni er stefnt að heildstæðu, sjálfbæru og framtíðarþolnu fráveitukerfi sem dregur úr líkum á mengun og styður við markmið bæjarins um hreinni strendur og bætt lífríki.

Verkefni slökkviliðs eru fjölbreytt eins og þau eru mörg. Meðal annars fékk slökkviliðið eitt útkall vegna „hitabylgjunnar“ í júlímánuði. Þar aðstoðuðu slökkviliðsmenn m.a. við að kæla niður gagnaver í Reykjanesbæ í mesta hitanum.

Tvö fyrirtæki við eftirlit í Grindavík

n Kostnaður nálgast milljarð króna – tengsl milli fyrirtækis og öryggisstjóra vekja athygli

Ljósanæturafsláttur

Gildir frá 11. ágúst til 6. september

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10–18 OG LAUGARDAGA KL. 11–15

Tímapantanir í síma 420-0077 og á www.reykjanesoptikk.is

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Frá því jarðhræringar og ham farir hófust í Grindavík 10. nóv ember 2023 hafa tvö fyrirtæki verið áberandi í öryggis- og eftir litsstörfum í bænum – Öryggis miðstöðin og Sigmenn ehf. Sam anlagt hefur ríkið greitt þeim rúmlega 916 milljónir króna frá upphafi verkefnisins og til loka

Háir mánaðarlegir reikningar

Öryggismiðstöðin hefur fengið greitt 725 milljónir króna á tíma bilinu, eða um 42 milljónir króna á mánuði. Sigmenn ehf. hafa á sama tíma fengið 191 milljón, þar af um 60 milljónir á árinu 2025, sem jafngildir rúmlega 10 milljónum á

Við nánari skoðun kemur í ljós að stjórnarformaður Sigmanna ehf. er eiginkona öryggisstjóra Grindavíkur, sem jafnframt starfar hjá

Eftirlit heldur áfram þrátt fyrir

Engar teljandi sprungumyndanir hafa orðið í Grindavík frá janúar 2024. Frá og með ágúst sama ár hefur bærinn verið talinn öruggur til búsetu; sumar sprungur hafa verið lagfærðar og aðrar girtar af. Þrátt fyrir það halda Sigmenn ehf. áfram að senda mánaðarlega reikninga upp á um 10 milljónir króna. Nýlega vakti athygli veitingahúsaeiganda þegar starfsmenn fyrirtækisins mættu og þrifu glugga á staðnum – án þess að það hefði verið pantað.

Frá lokunarpóstum til áframhaldandi öryggiseftirlits

Öryggismiðstöðin hefur sinnt öryggisgæslu í bænum og mannað þrjá lokunarpósta stóran hluta ársins 2024. Grindvíkingar hafa þó efast um árangur þess fyrirkomulags; dæmi eru um að gestir hafi fengið að fara í gegnum lokunarpóst þrátt fyrir að gefa upp augljóslega rangar kennitölur, eins og „331329-0000“ eða „123456-7890“.

Samkvæmt heimildum Víkurbrétta bauð Slökkvilið Grindavíkur, sem hefur þurft að vera með vakt

náðist í fulltrúa nefndarinnar til að fá staðfestingu á hvort tilboðið hafi verið tekið til skoðunar.

Kostnaður nálgast milljarð króna

Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir að verkefnin tengd jarðeldum

á Suðurnesjum og öryggi í og við Grindavík hafi verið umfangsmikil frá upphafi jarðhræringa 2021 og síbreytileg í eðli sínu.

„Um mitt þetta ár lauk endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi og í framhaldi var samningi við Öryggismiðstöðina í núverandi mynd sagt upp. Þrátt fyrir að farið hafi verið í ýmsar mótvægisaðgerðir í og við Grindavík er enn töluverð óvissa á svæðinu og það undir sífelldu eftirliti,“ segir hún.

Greiðslur til Öryggismiðstöðvarinnar: Frá nóv. 2023: Um 80 milljónir kr. 2024: Um 490 milljónir kr. 2025: Um 246 milljónir kr. Samtals: 816 milljónir kr. (með búnaðar- og aðstöðuleigu) Greiðslur til Sigmanna ehf.: 2024: Um 115 milljónir kr. 2025: Um 60 milljónir kr.

Sigmenn ehf. voru fengnir inn í upphafi vegna sérþekkingar í öryggis- og björgunarþjónustu, en síðar tóku þeir að sér heildaröryggisumsjón í og við Grindavík, með aðkomu öryggisstjóra sem samræmir öryggisþætti á svæðinu.

bæjarstjórnar Grindavíkur, segist ánægð með að kostnaðurinn sé kominn í opna umræðu. „Við höfum bent á þetta í langan tíma og ég er mjög ánægð með að þetta sé komið upp í umræðuna. Það þarf að skoða þessi mál ofan í kjölinn, mér er mikið í mun að farið sé vel með almannafé og sú hefur ekki verið raunin að mínu mati,“ segir hún. Hún vill að Grindavíkurnefndin bregðist við gagnrýninni og bendir á að bæjarstjórn hafi lengi talað fyrir hagkvæmari lausnum. „Við þurfum að vera með slökkvilið tiltækt og þeir ágætu menn sem þar starfa hafa talað fyrir því að þeir gætu sinnt þeirri öryggisgæslu sem Öryggismiðstöðin hefur sinnt hér í Grindavík. Það mátti kannski sýna þessu skilning þegar opnað var fyrir almenning í október í fyrra, en að sama fyrirkomulag sé ennþá við lýði með þeim kostnaði sem hlýst af, er út úr kortinu að mínu mati. Og að Sigmenn ehf. séu enn að senda reikninga á ríkið – þetta er óskiljanlegt.“ Ásrún segir að Grindavíkurnefndin hafi haft þessi mál á sinni könnu og hún hlakki til að heyra viðbrögð hennar. „Vonandi mun eitthvað gott koma út úr þessu. Mér skilst að búið sé að segja upp samningi við Öryggismiðstöðina og vonandi verður breyting á þessu öllu. Ég vona að það fari að kveða við nýjan hljóm hjá ríkisstjórninni – uppbygging í Grindavík á að geta farið að hefjast að mínu mati,“ segir hún.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Kaupfélag Suðurnesja er 80 ára í ár, stofnað 13. ágúst 1945.

Félagið hefur verið virkur þátttakandi í atvinnulífi Suðurnesja í öll þessi ár og stefnir á að vera það áfram. Hlutverk KSK er að vera:

„Öflugt samvinnufélag á Suðurnesjum sem vill stuðla að bættum hag félagsmanna og styrkja búsetu og mannlíf á félagssvæðinu.“

Í tilefni af afmælinu býðst

félagsmönnum KSK 8% appsláttur

í öllum verslunum Samkaupa dagana 13. -19. ágúst. Þá verða einnig sértilboð á völdum vörum.

Hægt er að gerast félagi í Kaupfélagi Suðurnesja á heimasíðu félagsins: https://ksk.is/gerast-felagi/

Krossmóa 4a | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409

Bókasafn Reykjanesbæjar

Það voru gleðistemning og tímamót í Reykjanesbæ þegar Bókasafn Reykjanesbæjar opnaði dyr sínar í nýjum og glæsilegum húsakynnum í Hljómahöll. Þar er nú boðið upp á nútímalegt safnumhverfi, nýja tækni og fjölbreytta þjónustu fyrir bæjarbúa á öllum aldri.

„Við erum komin í miklu betra húsnæði og með meira pláss fyrir alla,“ segir Guðný Kristín Bjarna dóttir, settur forstöðumaður safnsins, í samtali við Víkurfréttir.

í Hljómahöll er

Öll fjölskyldan á einum stað

Guðný segir nýja safnið henta öllum: „Við erum með eitthvað fyrir alla – og þetta er orðið eins og ævintýraland fyrir börnin.“

Safnið dreifist á tvær hæðir í Hljómahöll. Á fyrstu hæð er aðalsalurinn, í Merkinesi eru fræðibókmenntir og þá eru aðrir hlutar safnsins á efri hæðinni, þar sem eru barnadeild, ungmennadeild

Tækni, sköpun og samfélag

Í safninu er komið fyrir „makerspace“ verkstæði með 3D prentara, saumavélum og skurðvélum.

Fljótlega verður einnig hægt að taka upp eigin hlaðvörp þegar sérstakt podcast-rými verður tekið í notkun.

Ný nálgun í flokkun

„Við tókum saman allar spennusögur og settum þær saman í einn hluta safnsins. Fólk leitaði mikið í glæpasögur áður, svo nú er þeim stillt upp á sýnilegri og aðgengilegri hátt.“

Guðný segir gesti verða fljóta að læra á safnið. „Það tekur enga stund. Fólk kemur bara, labbar um og spyr ef það vantar aðstoð – og við erum að bæta við merkingum.“ Lifandi safn í lifandi húsi

Bókasafn Reykjanesbæjar er nú með opnunartíma: Virkir dagar: kl. 9:00–18:00, laugardagar og sunnudagar: kl. 10:00–17:00 Áætlað er að bjóða upp á kvöldopnun einu sinni í mánuði í haust, þar sem gestir geta fengið aðgang utan hefðbundins opnunartíma.

Kaffi, kakó og pallur í sólinni

þróað hjá KPMG í nánu sam starfi við Barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar. Mælaborðið var sérstaklega hannað til að auðvelda sveitarfélögum að taka betri og skilvirkari ákvarðanir við stjórnun barnaverndarþjón ustu.

María Rós Skúladóttir, félagsráð gjafi og sérfræðingur á ráðgjafa sviði KPMG segir að með því að nýta stafrænar lausnir við stjórnun og skipulag aukist svigrúm fyrir þá mikilvægu þjónustu sem félagsráð gjafar og annað starfsfólk í félags þjónustu sinnir og skilvirknin eykst í öllu starfi.

„Félagsþjónusta er næst stærsti útgjaldaliður sveitarfélaga á eftir fræðslumálum, þar sem útgjöld eru um 100 milljarðar króna á ári. Mikilvægur þáttur hennar er barnaverndarþjónustan en því miður er það svo að aðeins um 25% af vinnutíma barnaverndarstarfs mannsins fer fram í samskiptum eða í tengslum við sjálfa notendur þjónustunnar. Fagfólk sem stendur í framlínunni upplifir sig sífellt fjær því sem mestu máli skiptir, þ.e. í tengslum og mannlegum samskiptum við notendur. Þess í stað fer mestur tíminn í stjórnun og ferladrifin verkefni. fjárhagslega ábyrgð á félagsþjón

ustunni hjá sveitarfélögunum, sé rekstur hennar þeim oft óljós.

„Með því að nýta rauntímagögn er hægt að dreifa fjármagni skynsamlega og tryggja að aðgerðir byggist á þörfum – ekki tilfinningu.

„Til að takast á við þetta vandamál höfum við hjá KPMG þróað gagnvirkt mælaborð í nánu samstarfi við Barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar. Mælaborðið byggir á Power BI og var sérstaklega hannað til að auðvelda sveitarfélögum að taka betri og skilvirkari ákvarðanir við stjórnun barnaverndarþjónustu. Það veitir rauntímayfirlit yfir fjölda og stöðu mála í barnavernd, sem og álag starfsfólks. Með því getum við gert meira með það sem við höfum og tryggt að fagfólk fái svigrúm til að sinna því sem mest skiptir máli.“

María segir að stafrænar lausnir séu ekki aðeins spurning um sparnað eða nýjungar. Þær séu forsenda þess að viðhalda mannlegri og öflugri velferðarþjónustu.

„Tæknilausnir og gervigreind hafa auðvitað ekki tilfinningar eða geta sýnt samkennd. Þær eru ekki skapandi heldur skipulagðar og gagnadrifnar. Sköpunarkrafturinn, innsæið og siðferðislegi áttavitinn býr í okkur mannfólkinu.“

„Fólk getur pantað tíma, prentað í 3D, saumað eða komið og bara verið – þetta er félagsmiðstöð fyrir alla,“ segir Guðný Kristín.

Á safninu er hægt að fá sér heitt kaffi, kakó og te, og í góðu veðri býður útipallurinn upp á góða hvíld. „Það er bara allskonar í boði – fólk getur líka sest niður og spilað, lesið, verið með börnunum eða nýtt sér tölvur og annan búnað.“

Í spilara í rafrænni útgáfu blaðsins má sjá viðtal við safnstjórann og svipmyndir úr nýju bókasafni bæjarins.

Gárur á Reykjanesi fengu

4,7 milljóna styrk

Þróunarverkefnið „Gárur á Reykjanesinu – Nærumhverfi til útikennslu“ fékk 4,7 milljóna króna styrk úr Sprotasjóði. Reykjanes jarðvangur leiðir verkefnið fyrir hönd samstarfshóps sem samanstendur af öllum grunnskólum og skólaskrifstofum sveitarfélaga á Reykjanesi, ásamt Þekkingarsetri Suðurnesja og GeoCamp Iceland. Markmið verkefnisins eru að efla skapandi útikennslu og styrkja tengsl nemenda við náttúru og samfélag. Kortlagðir verða fjöl-

Götu-

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur afgreitt nýja samþykkt um götuog torgsölu í bænum. Með samþykktinni eru skilgreind

ákveðin svæði í öllum hverfum bæjarins þar sem heimilt verður að stunda slíka sölu, auk þess sem gjaldskrá fyrir söluaðila var staðfest. Samþykktin var unnin eftir að umsagnir bárust og tekið var mið af ábendingum sem komu fram í ferlinu. Markmiðið er að skapa skýrari ramma um starfsemi götusala, tryggja öryggi

breyttir staðir í nágrenni grunnskóla sem nýtast til kennslu í náttúruvísindum, sögu og menningu. Útkoman verður stafrænn gagnabanki með GPS-hnitum, lýsingum, verkefnum og kennsluleiðbeiningum sem nýtast nemendum, kennurum og almenningi til útikennslu og fræðslu innan jarðvangsins.

og samræma reglur milli hverfa bæjarins. Í skýrslu sem lögð var fram á fundinum kemur fram að skilgreind hafa verið sölusvæði í öllum fimm hverfum bæjarins: Keflavík, Innri- og Ytri-Njarðvík, Ásbrú og Höfnum. Hvert svæði hefur sitt kort og númer sem auðveldar úthlutun leyfa og eftirlit.

Með þessari samþykkt geta söluaðilar sótt um leyfi til að starfa á skilgreindum svæðum, gegn greiðslu gjalds samkvæmt nýrri gjaldskrá.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Skólatöskur

frá 10.990 kr.

Sex mánaða uppsagnarfrestur hjá starfsmönnum Grindavíkurbæjar

Bæjarráð Grindavíkur hefur

samþykkt að frá og með 15. júlí 2025 verði uppsagnarfrestur hjá starfsmönnum bæjarins með ótímabundna ráðningarsamninga sex mánuðir, ef uppsögn er að frumkvæði Grindavíkurbæjar. Um er að ræða tímabundna ráðstöfun sem gildir fram til sveitarstjórnarkosninga í maí 2026, en með aðlögunartíma út sama ár. Ef starfsmaður segir sjálfur upp störfum, halda áfram að gilda ákvæði viðkomandi kjarasamn-

Bátum og kerrum á uppsáturssvæði í Gróf verður fargað

n Eigendur hafa tíma til 15. ágúst að fjarlægja eigur sínar

Eigendur og umráðamenn báta, bátakerra og annars búnaðar sem er á uppsáturssvæði við smábátahöfnina í Gróf hafa tíma til 15. ágúst næstkomandi að fjarlægja viðkomandi hluti. Uppsáturssvæðið verður aflagt um miðjan mánuðinn en byggingarframkvæmdir eru að hefjast á svæðinu.

Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að eftir 15. ágúst verði gripið til lokaúrræðis, sem er að farga því sem er

Á uppsáturssvæðinu eru ennþá fjölmargir bátar í misgóðu ástandi. Þar eru enn fleiri bátakerrur, útgerðarvörur ýmiskonar og annað drasl. Þessu verður öllu komið til

inga, sem kveða almennt á um þriggja mánaða uppsagnarfrest. Á fundi bæjarráðs samþykktu tveir fulltrúar tillöguna en Gunnar Már Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins. Sviðsstjórar félagsþjónustu- og fræðslusviðs, frístunda- og menningarsviðs, auk launafulltrúa sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Launafulltrúa var jafnframt falið að útbúa viðauka við ráðningarsamninga þeirra starfsmanna sem ákvörðunin nær til.

Næsta tölublað VF

kemur út 20. ágúst

Þá minnum við á að veglegt Ljósanæturblað Víkurfrétta kemur út um næstu mánaðamót.

Verið tímanlega í að bóka auglýsingar á póstfangið andrea@vf.is Efni og ábendingar berist á vf@vf.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til

HEYRN.IS

Í samtali við Víkurfréttir segir Halldór Karl að Reykjaneshöfn muni bjóða upp á afgirt geymslusvæði í Helguvík fyrir báta og kerrur. Þar verði hægt að fá leigt stæði og reglurnar verið harðar, aðeins bátar og bátakerrur. Þar verði ekki leyft að geyma aðrar útgerðarvörur eins og veiðarfæri eða slíkt. Eigendum smábáta sem þurfa á uppsátri að halda er bent á að hafa

Sjómennskan að komast á

fullan skrið eftir sumarfrí

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Yfir sumartímann hef ég verið mikið á ferðalagi um landið, og þegar þessi pistill er skrifaður er ég staddur í Hveragerði. Tengslin við sjómennsku á Suðurnesjum eru kannski ekki augljós hér, nema að minnast á eitt gamalt samband: þegar ég var á sjó á Þór Péturssyni GK frá Sandgerði var stýrimaðurinn einmitt frá Hveragerði.

Nesfiskur setur fleiri báta í gang

Sumarfríi er nú lokið hjá nokkrum bátum. Nesfiskur hefur sent tvo báta af stað eftir langt hlé. Dragnótabáturinn Sigurfari GK hefur landað um 11 tonnum í tveimur róðrum, og togarinn Pálína Þórunn GK er við veiðar utan við Sandgerði þegar þetta er skrifað.

Aðeins einn bátur frá Nesfiski, línubáturinn Margrét GK, var á veiðum í júlí og heldur hann áfram nú í ágúst. Í júlí var afli hans 161 tonn í 17 róðrum, en nú í ágúst hefur veiðin farið rólega af stað með 16,5 tonn í fjórum róðrum. Dragnótabáturinn Maggý VE hefur einnig hafið veiðar, eftir að hafa legið í höfn í Sandgerði síðan í júní.

Vísir að hefja vinnslu á ný

Í Grindavík er vinnslan hjá Vísi að komast í gang aftur eftir sumarfrí. Stóru línubátarnir hafa þó ekki hafið veiðar. Jóhanna Gísladóttir GK kom nýlega með 46 tonn til Grundarfjarðar, sem síðan var flutt til Grindavíkur.

Auður Vésteins GK – 81 tonn í 6 róðrum, mest 17,7 tonn í einu. Gísli

Súrsson GK – 50 tonn í 4 róðrum. Vésteinn GK – 65 tonn í 5 róðrum.

Nýr bátur hjá Stakkavík

Stakkavík hefur haft einn bát á veiðum, nýjan í þeirra eigu, Hemmi á Stað GK, áður þekktur sem Daðey GK í eigu Vísis. Báturinn hefur verið við veiðar á Skagaströnd og er nú kominn með 15,8 tonn í þremur róðrum í ágúst. Allur fiskur af bátnum er fluttur til Sandgerðis þar sem Stakkavík vinnur aflann í húsnæði Nýfisks. Húsnæði félagsins í Grindavík var dæmt ónýtt eftir náttúruhamfarirnar þar. Sömuleiðis þá er línan beitt og stokkuð upp í Sandgerði. Góð veiði á ufsanum – kvóti ódýr í leigu

Töluverður fjöldi handfærabáta hefur verið á veiðum að undan-

af ufsakvóta eru enn óveidd, og leiguverð hefur því fallið í um 10 krónur á kíló. Verð á mörkuðum er á bilinu 120–260 krónur, eftir stærð fisksins.

Flestir bátarnir í Sandgerði hafa verið við veiðar við Eldey og á Boðanum suður af Eldey, um 50 sjómílur frá Sandgerði. Séra Árna GK hefur gengið vel með 9,5 tonn í tveimur róðrum. Þar hafa Fúsi (eigandi Séra Árna GK) og Þórólfur (eigandi Hafdals GK) róið saman á bátnum.

Aflahæstu færabátarnir um helgina

Margir færabátar réru um síðustu helgi og gengu veiðar vel. Þeir komu margir í land seint á sunnudagskvöldi og lönduðu snemma á mánudagsmorgni. Nokkur dæmi um aflann: Dóra Sæm GK – 3,1 tonn, Hawkerinn GK – 2,5 tonn, Guðrún GK – 2,5 tonn, Dímon GK – 1,3 tonn.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Hólmbergsbraut 13, (bil 1), 230 Keflavík, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is.

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, sigurbjorn@vf.is. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Prentun: Landsprent.

Svona var umhorfs við Ægisgötu eftir óveðrið í febrúar 2020. Stórgrýti úr sjóvarnargarði kastaðist langt upp á land. Á loftmyndinni til hliðar má sjá yfir svæðið. Hafnargata 12 er rauða húsð á myndinni. VF/Hilmar Bragi Bárðarson

Fresta breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 12

Gera þurfi ráð fyrir hættu vegna sjávarflóða

n Fjölgun íbúða úr 40 í 58 og nýtingarhlutfall hækkar verulega

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að fresta breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 12. Ráðið fjallaði á fundi sínum 8. ágúst um tillögu JeES arkitekta að breytingu á skipulaginu. Breytingin gerir ráð fyrir að húsið verði að hámarki með kjallara, þrjár hæðir og ris, en íbúðum fjölgi um 18, úr 40 í 58.

Samkvæmt tillögunni hækkar nýtingarhlutfall ofanjarðar úr 1,0 í 1,8, en samanlagt ofan- og neðanjarðar úr 1,8 í 2,64. Auglýsingartíma tillögunnar er lokið og bárust engar formlegar athugasemdir en þó nokkrar umsagnir hafi borist, meðal annars frá Veðurstofu Íslands sem vekur athygli á aukinni hættu vegna flóða.

Veðurstofa Íslands vekur athygli á aukinni hættu vegna sjávarflóða við fyrirhugaða uppbyggingu á Hafnargötu 12 í Keflavík. Í umsögn um breytingu á deiliskipulagi reitsins, þar sem áform eru um íbúðahús með allt að 58 íbúðum auk verslunar- eða þjónusturýma á jarðhæð, er bent á að svæðið sé nærri flóðasvæði þar sem öldugangur hefur áður valdið tjóni. Veðurstofan rifjar upp atburð frá 14. febrúar 2020 þegar brim gekk yfir varnargarð við Ægisgötu, grjót

og mulningur bárust á land og sjór flæddi yfir bílastæði og inn í jarðhæðir og kjallara húsa við Hafnargötu. Þjónn á veitingastaðnum Ránni lýsti því að vatn í kjallaranum hefði náð sér í miðja kálfa.

Sjávarstaða hækkar og land sígur Í umsögninni er bent á að samkvæmt sviðsmyndum Vísindanefndar um loftslagsbreytingar gæti sjávarstaða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 41–59 sentimetra til loka aldarinnar og um 68–115 sentimetra til ársins 2150. Þar sem verulegt landsig mælist á Reykjanesi – áætlað hálfur metri til 2100 og nær metri til 2150 –mætti bæta þeirri tölu við spár fyrir svæðið. Veðurstofan segir að gera þurfi ráð fyrir hættu vegna sjávarflóða þegar skipulag á svæðinu er ákveðið, sér

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að fresta breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 12. Ráðið fjallaði á fundi sínum 8. ágúst um tillögu JeES arkitekta að breytingu á skipulaginu.

Framsókn ekki með þingmann

í Suðurkjördæmi í nýrri könnun

Í nýrri skoðanakönnun Þjóðarpúls Gallup í samvinnu við RÚV missir Framsókn báða sína þingmenn en annar þeirra, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, komst inn sem jöfnunarþingmaður í síðustu kosningum. Fylgi Flokks fólksins hefur minnkað um tæpan þriðjung frá síðustu þingkosningum og missir sinn annan þingmann samkvæmt þessari könnun.

Í þessari nýju könnun mælist Samfylking stærst með 25,7% fylgi og fær þrjá þingmenn. Það er minnsta fylgi flokksins á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur kemur rétt á eftir, næst stærstur, með 24,8% fylgi og þrjá þingmenn. Flokkur fólksins fær 14,1% og missir mann en hvergi á landinu er fylgi flokksins jafn mikið. Miðflokkurinn fær 11,5%, Viðreisn 8,9% og báðir flokkar einn þingmann. Píratar fá 2%, Sósíalistaflokkurinn 1,1% og VG 2,4%. Kjördæmið fékk tíunda þingmanninn í blálok talningar í vor þegar Sigurður Ingi datt inn í beinni útsendingu. Samkvæmt þessari könnun fengi flokkurinn ekki uppbótarþingmann.

staklega í ljósi þess að byggðin sé hugsuð til langs tíma. Þá séu engar upplýsingar í deiliskipulagstillögunni um landhæð, gólfkóta eða hvort farið hafi verið eftir leiðbeiningum Vegagerðarinnar um skipulag á lágsvæðum.

Einnig sé mikilvægt að huga að mögulegri styrkingu fráveitu og brimvarna við Ægisgötu. Svæðið geti orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og loftborinna efna frá eldgosum á Reykjanesskaga, en eldgosavá teljist þó ekki takmörkun á landnotkun á reitnum.

Svæði neðan Hafnargötu umflotið í sjó eftir flóðið 14. febrúar 2020. Sjór náði starfsmanni á Ránni upp á miðja kálfa, segir í umsögn Veðurstofunnar.

Opinn íbúafundur með innviðaráðherra

Samráðsfundur með íbúum Suðurnesja í Reykjanesbæ (Radisson Park Inn) mánudaginn 18. ágúst kl. 16:30 um samgöngur, arskipti, sveitarstjórnar- og byggðamál.

„Einstaklingur með góðan orðaforða er með góða sjálfsmynd“

n Metnaðarfullt og skapandi verkefni á leikskólanum Gefnarborg í Garði Á leikskólanum Gefnarborg í Garði hefur starfsfólkið staðið fyrir metnaðarfullu og skapandi verkefni sem nefnist Læsistengd skynjun. Verkefnið snýst um að efla lesskilning og orðaforða barnanna með því að nálgast bókmenntir á fjölbreyttan og skynrænan hátt. Með því að nálgast sögurnar enn frekar í gegnum myndir, snertingu, leik, samtöl og túlkun fá börnin enn dýpri skilning á sögunum og tungumálinu. Við lifum á tímum þar sem íslenskan á undir högg að sækja. Ingibjörg Jónsdóttir leikskólastjóri og hennar starfsfólk á leikskólanum hafa að mörgu leyti brugðist við ákallinu um að snúa þessari þróun við með því að þróa verkefnið Læsistengd skynjun.

Góð tungumálakunnátta undirstaða alls Ingibjörg vill meina að tungumálið okkar sé undirstaða allrar færni sem við tileinkum okkur.

Að kunna að nýta sér tungumálið á skilvirkan hátt er því ekki einungis lykill að samskiptum, heldur forsenda þess að vaxa sem einstaklingur, skilja heiminn í kringum sig og byggja upp sterka og örugga sjálfsmynd. Góð sjálfsmynd er sjaldan reist á óstöðugum grunni. „Við erum ekki að kenna þeim að lesa, en við leggjum inn alla grunnþættina og þar drögum við út orðaforða. Þá tökum við út orðaforðann því að góður orðaforði hefur svo áhrif á marga aðra þætti. Einstaklingur með góðan orðaforða er með góða sjálfsmynd, er öruggari. Börnin verða öruggari að fara inn í leikinn, segja sína skoðun, finna að þau hafi rödd. Þegar þau koma fyrst inn eru þau ekki komin með máltjáninguna en þá er það okkar að efla orðaforðann hjá þeim,“ sagði Ingibjörg. Metnaðarfullt verkefni

Verkefnið er leitt af nokkrum teymum, hvert og eitt teymi samanstendur af þremur einstaklingum sem velja þrjár bækur sem lesnar eru yfir sex vikna tímabil. Lögð er mikil áhersla á að íslenska sé tungumálið sem er talað í leikskólanum. Í leikskólanum starfa nokkrir einstaklingar sem eru af erlendum uppruna. Ingibjörg leggur áherslu á að í Gefnarborg ríki mikill skilningur á að til þess að hægt sé að leiða verkefnið á áhrifaríkan hátt sé nauðsynlegt að einn úr teyminu búi yfir framúrskarandi hæfni á íslenska tungumálinu. Annars sé flóknara að ná framförum.

Unnið er þrisvar sinnum í viku í Læsistengdri skynjun, á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Ingibjörg útskýrir að verkefnið sé ekki unnið á hverjum degi svo að hægt sé að skapa svigrúm fyrir umræður. Yfir þetta sex vikna tímabil eru bækurnar endurteknar

skynjunarkassa sem þau notast við út frá mörgum bókum. Hún tekur sem dæmi bókina Vala fer í Húsdýragarðinn, sem börnin hafa verið að lesa. Starfsfólkið fann efnivið sem tengdist bókinni og leyfðu börnunum að þreifa á, finna lykt og skoða leður, ull, kjálkabein úr kind og tagl af hesti á meðan lestrinum stóð. Flesta dagana fóru þau í vettvangsferðir niður að sjó. Á leiðinni hittu þau hesta, þau smökkuðu hundasúrur og skoðuðu þara. Þau lögðust í grasið og sáu myndir í skýjunum. Þar næst unnu þau

líka farið fram úti. Við getum alveg setið inni og lesið bókina og við getum tengt ýmislegt við bókina sem á sér stað úti,“ segir Ingibjörg.

Kveikjan að verkefninu

Kveikjan að verkefninu hófst þegar ný viðbygging bættist við leikskólann árið 2019, þá skapaðist svigrúm til að endurskoða allt starfið. Ingibjörg, ásamt öðru starfsfólki leikskólans, heimsótti leikskóla í Póllandi sem er að vinna með alls kyns skynjun. Ingibjörg

skynjun. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við foreldra barna af erlendum uppruna. Rýnt var í þjóðsögur og menningu viðkomandi barna sem og þjóðsögur Íslendinga. Í framhaldinu var ýtt af stað dýpra samtali milli barnanna um það sem þau deildu af sinni heimamenningu og bakgrunni. Í kjölfar verkefnisins hefur starfsfólk leikskólans tekið eftir aukinni víðsýni barnanna. Þátttaka foreldranna í verkefninu var börnunum sem og starfsfólkinu afar áhrifarík og skipti sköpum, auk þess sem hún leiddi til enn betri samskipta. Ingibjörg talar um að með verkefni eins og þessu sé hægt að valdefla börnin, láta þau finna að þau tilheyri samfélaginu í leikskólanum og að láta þau finna að þau hafi eitthvað jákvætt fram að færa sem hefur góð áhrif á leikskólann. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um börnin, velferð þeirra. Við erum að vinna með það dýrmætasta sem fólk á, það er ekkert dýrmætara en börnin og þess vegna er svo svakalega mikilvægt að það sé vandað til verka,“ segir Ingibjörg. „Rauði þráðurinn er að við erum öll í sama liði, börnin, starfsfólk og foreldrarnir.“

Allir styrkleikar nýttir

Það er einstök upplifun að koma inn á leikskólann og finna fyrir þeim einstaka starfsanda sem ríkir í Gefnarborg. Samskipti á vinnu-

Ingibjörg Jónsdóttir leikskólastjóri Gefnarborgar í Garði.

Við erum fyrst og fremst að hugsa um börnin, velferð þeirra. Við erum að vinna með það dýrmætasta sem fólk á, það er ekkert dýrmætara en börnin og þess vegna er svo svakalega mikilvægt að það sé vandað til verka.

staðnum einkennast af trausti, hlýju og gagnkvæmri virðingu.

Ingibjörg talar um að það sé mikið lagt upp úr því að greina styrkleika hvers og eins og nýta þá á markvissan hátt. Hver og einn hefur eitthvað einstakt og mikilvægt fram að færa. Þannig myndast öflugt og fjölbreytt teymi þar sem ólíkir styrkleikar og sérkenni sameinast í eina sterka liðsheild.

„Við erum leikskóli sem vill vera í stöðugri þróun og við gerum það með því að nýta styrkleika hvers og eins,“ segir Ingibjörg.

Hrædd um að íslenskan glatist

„Ég hef alltaf verið rosalega spennt fyrir Grænlandi og Færeyjum, af því það er svolítið margt sem tengir okkur, það er tungumálið okkar, við erum lítil samfélög í þessum stóra alheimi, sterk þjóðsagnarhefð og menning, en við eigum líka hættu á að tapa menningu okkar.“ Ingibjörg bætir við að hún sé virkilega hrædd um að íslenskt tungumál glatist.

„Hvaða áhrif hefur það á okkur ef við töpum íslenskunni? Þá missum við í rauninni allan bakgrunn okkar og við missum fyrir hvað við stöndum sem og sjálfsmyndina okkar, af því við byggjum hana á okkar arfleifð og við getum lesið hana, hvað gerist þegar við getum það ekki, þegar við höfum ekkert á bak við okkur?“, sagði Ingibjörg.

Læsistengd skynjun

Leikskólunum leist vel á verkefnið og í kjölfarið hófst samtal um mögulegt samstarf milli leikskólanna þar sem leikskólarnir myndu leiða verkefnið í sameiningu.

Færeyingarnir komu til Íslands og síðan var flogið til Grænlands þar sem var haldinn fundur og rætt um mögulegt samstarf.

Síðastliðinn febrúar sendu skólarnir formlega umsókn til Nordplus og óskuðu eftir styrk til samstarfs í þessu brautryðjandi verkefni. Ingibjörg er í engum vafa um að umsóknin verði samþykkt og samstarf geti hafist næsta haustmisseri.

Markmið þessa verkefnis sem þau eru vonandi að fara af stað með er að stuðla að inngildingu og að vinna með velferð barna með áherslu á fjölskyldu og sköpun. Áhersla er lögð á að efla færni kennara í sjálfbærni, sköpun, heilbrigði og velferð. Þau vilja þar að auki leggja áherslu á að börnin þrói með sér gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúru og umhverfi með því að þróa list og fagurfræðilegt nám og vistfræðilegan skilning.

VIÐTAL

Heiðrún Jóna Óðinsdóttir nemi í blaðamennsku í Háskóla Íslands

timarit.is

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á

Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma

BIRNA MARTÍNSDÓTTIR

Efstaleiti 29, Keflavík

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 31. júlí.

Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kraft-stuðningsfélag.

Kt. 5771199-3009, banki: 317-26-112233.

Steinar Sigtryggsson

Kjartan Steinarsson

Ásgeir Steinarsson

Sigtryggur Steinarsson

Sólrún Steinarsdóttir

María Sigurðardóttir

Guðbjörg Theodórsdóttir

Fanney Sigurðardóttir

Gyða Laufey Óttarsdóttir

Lejon Þór Pattison

Ingiþór Sigurgíslason

Barnabörn og barnabarnabörn

LEIKSKÓLAKENNARAR LEIKSKÓLINN GRÆNABORG

Vilt þú taka þátt í að byggja upp faglegt og öflugt leikskólastarf hjá Suðurnesjabæ?

Suðurnesjabær auglýsir eftir leikskólakennara í 80-100% stöðu í Leikskólann Grænuborg. Leikskólinn er sex deilda og þar eru börn frá 18 mánaða aldri til grunnskólaaldurs. Byggingin er ný og staðsett í afar fallegri náttúru við Byggðaveg í Sandgerði í Suðurnesjabæ. Lögð er áhersla á hreyfingu, náttúru, listir og útiveru í starfi leikskólans. Í skólanum starfa um 40 starfsmenn og pláss er fyrir 134 börn. Skólinn er opinn frá 07:45 til 16:15 alla daga. Leikskólastjórar eru Arnbjörg Elsa Hannesdóttir og Karen Sif Sverrisdóttir.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra

• Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra

Menntunar- og hæfniskröfur

• Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)

• Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla

• Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg

• Góð íslenskukunnátta

• Góð samskiptahæfni

• Sveigjanleiki

• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

• Hreint sakarvottorð

*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu er leitað eftir einstaklingi með aðra menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfi sbr. lög nr. 95/2019.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst 2025.

Umsókn óskast fyllt út á www.sudurnejsabaer.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnbjörg Elsa Hannesdóttir leikskólastjóri í tölvupósti á elsa.hannesdottir@sudurnesjabaer.is

Hólmfríður og Ólafur til Sveitarfélagsins Voga

Sveitarfélagið Vogar hefur ráðið

Hólmfríði J Árnadóttur í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Ólaf Melsteð í starf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Hólmfríður er menntunarfræðingur með meistaragráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og viðbótarnám í kennslufræðum fullorðinna og námi og kennslu ungra barna frá Háskóla Íslands.

Hólmfríður býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af stjórnun, kennslu og stefnumótun innan menntakerfisins og hefur gegnt fjölbreyttum stjórnunarstörfum í leik-, grunn- og háskólum. Hólmfríður hefur starfað sem leikskólastjóri í Reykjanesbæ, skólastjóri í Suðurnesjabæ og sem verkefnastjóri og deildarstjóri við Háskóla Íslands. Hún hefur jafnframt komið að fjölmörgum umbótaverkefnum, innleiðingu farsældarlaga og unnið náið með velferðarþjónustu sveitarfélaga, sérfræðingum og stofnunum sem sinna börnum og fjölskyldum.

Sveitarfélagið Vogar hefur jafnframt ráðið Ólaf Melsted í starf sviðsstjóra umhverfis- og skipu-

lagssviðs. Ólafur er landslagsarkitekt að mennt með MS-gráðu í landslagsarkitektúr og umhverfisskipulagsfræðum frá Universität Paderborn í Þýskalandi. Hann er einnig með MBA-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur stundað nám í mannauðsstjórnun. Þá lauk hann skrúðgarðyrkjunámi við Garðyrkjuskóla ríkisins og hefur áratugalanga reynslu af skipulags- og umhverfismálum. Ólafur hefur m.a. starfað sem skipulagsfulltrúi hjá Faxaflóahöfnum, Mosfellsbæ og Hvalfjarðarsveit, sem framkvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs Seltjarnarness og sem sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun. Hann hefur einnig komið að kennslu og fræðslu, meðal annars sem lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og sem brautarstjóri diplómanáms í garðyrkjutækni. Í störfum sínum hefur Ólafur leitt fjölmörg verkefni á sviði skipulags, umhverfismats, framkvæmdaleyfa og þróunar innviða. Hann hefur setið í fjölmörgum starfshópum og nefndum um skipulagsmál og tekið virkan þátt í stefnumótun sveitarfélaga.

Fjölskyldudagar í Vogum

n Glæsileg hátíð með fjölbreyttri dagskrá 14. til 17. ágúst

Að venju eru Fjölskyldudagar í Sveitarfélaginu Vogum skipulagðir af félagasamtökum bæjarins. Reiknað er með að hátíðin í ár, sem fer fram dagana 14.–17. ágúst, verði enn glæsilegri og skemmtilegri en áður.

Hátíðin verður með hefðbundnu sniði þar sem vinsælir dagskrárliðir á borð við hverfagrill, brekkusöng og tónleika verða á sínum stað – og eflaust verða einnig kynntar spennandi nýjungar. Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar og eru íbúar hvattir til að taka virkan þátt. Gestir utan úr bæ eru einnig velkomnir – og eins og alltaf taka Vogar opnum örmum á móti öllum.

Forsíða fyrsta tölublaðs Víkurfrétta þann 14. ágúst 1980.

45 ár frá fyrstu Víkurfréttum á prenti

Víkurfréttir fagna þann 14. ágúst 45 ára afmæli frá útgáfu fyrsta tölublaðsins árið 1980. Blaðið hefur alla tíð verið í forystuhlutverki á Suðurnesjum og skipað sér í fremstu röð meðal bæjar- og héraðsfréttablaða á landinu.

Upphafið árið 1980

Fyrsta tölublað Víkurfrétta kom út 14. ágúst 1980 og var þá gefið út af Prentsmiðjunni Grágás í Keflavík. Fyrstu árin var útgáfutíðnin hálfsmánaðarleg fram til ársloka 1982. Dreifing fór fram í verslunum og þjónustufyrirtækjum, en fljótlega var komið á beinni dreifingu inn á heimili í Keflavík og Njarðvík. Í

Höfnum sá Jón Borgarsson og fjölskylda um að koma blaðinu á öll heimili í mörg ár.

Nýtt félag og vikuleg útgáfa

Um áramótin 1982–1983 keypti nýstofnað félag, Víkurfréttir ehf., útgáfuna og hóf vikulega útgáfu í mars 1983. Prentun og umbrot var áfram í höndum Grágásar, en með tilkomu tölvutækni færðist hönnun og uppsetning smám saman yfir til starfsmanna Víkurfrétta. Árið 1995 birtist fyrsta stafræna ljósmyndin á forsíðu blaðsins, og árið 1999 var prentun flutt til Odda þar sem blaðið varð fyrsta prentmiðillinn á Íslandi til að skila PDF-skjölum í prentun.

Litprentun og tæknibylting

Á tíunda áratugnum hófst litprentun á hluta blaðsins, en með auknum kröfum auglýsenda um lit og styttri framleiðslutíma var ljóst að hraðari prentun var nauðsynleg. Samstarfið við Odda leiddi

til nýrra vinnubragða og meiri sveigjanleika í framleiðslu.

Nýtt útlit og dagblaðapappír

Stærsta breytingin á útliti blaðsins varð í apríl 2011 þegar skipt var úr glanspappír yfir á dagblaðapappír og prentun flutt til Landsprents. Þannig jókst hagræðing og prentunin færðist í stærstu og öflugustu prentvél landsins, sömu vél og prentar Morgunblaðið.

Leiðandi á landsvísu

Víkurfréttir hafa alla tíð verið stærsta frétta- og auglýsingablað Suðurnesja. Blaðið hefur ekki aðeins haldið forystu á sínu svæði heldur einnig verið leiðandi meðal héraðsfréttablaða á landsvísu.

Björgunarbátasjóður Suðurnesja á von á

n Búið að afhenda fimm ný skip, smíði þess áttunda er hafin, Sigurvon númer tólf í röðinni

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

„Núverandi skip er komið á aldur og ekki seinna að vænna en hefja fjáröflun vegna nýsmíðinnar,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson, formaður björgunarbátasjóðs Suðurnesja sem er rekinn af Björgunarsveitunum Sigurvon í Sandgerði og Björgunarsveitinni Suðurnes í Reykjanesbæ. Skip sveitanna er komið á aldur og því er söfnun fyrir nýju skipi að fara af stað en árið 2017 byrjaði Slysavarnarfélagið Landsbjörg að leggja drög að endurnýjun flotans á landsvísu. Samið var við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec og er búið að afhenda fimm ný skip til Íslands. Smíði þess áttunda er komið af stað en Suðurnesjasveitirnar eru númer tólf í röðinni.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg á og rekur þrettán stór björgunarskip sem staðsett eru út um allt land og sjá björgunarsveitir í viðkomandi bæjarfélagi um rekstur skipsins og að manna til að sinna útköllum á sjó á hafsvæðinu við Ísland. Félagið hefur rekið björgunarskip í einni eða annarri mynd allt frá árinu 1928, þegar Slysavarnafélag Íslands var stofnað.

Eldri björgunarskipin voru keypt af Konunglegu bresku sjóbjörgunarsamtökunum (RNLI) en algengt er að endurnýja skip á fimmtán ára fresti. Ef þau eru notuð lengur er skipt um tækjabúnað en aldrei eru skipin notuð lengur en 30 ár. Elstu skipin á Íslandi eru komin á hámarksaldur og önnur nálgast þann aldur óðfluga og því hófst verkefnið árið 2017, að endurnýja allan flotann. Á vordögum 2019 lauk vinnu við skýrslu aðgerðaráætlunar um endurnýjun björgunarskipa og árið 2021 var gert samkomulag við Dómsmála- og Fjármálaráðuneytin um helmingsfjármögnun skipanna. Smíði fyrstu skipanna hófst það ár

Hannes Þ. Hafstein, núverandi björgunarskip. Að ofan er teikning af nýja skipinu.

til Vestmannaeyinga. Síðan þá hafa fjögur verið afhend en nýju skipin eru finnsk og heita Rescue 1700 frá KewaTec. Finnarnir hafa tuttugu ára reynslu í smíði slíkra skipa sem hafa reynst afar vel.

Hannes Þ. Hafstein

Skipið í Sandgerði sem ber nafnið Hannes Þ. Hafstein, er heldur betur komið til ára sinna, var smíðað árið 1985 og fagnar því 40 ára afmæli á þessu ári en Suðurnesjasveitirnar eru númer tólf í röðinni. Tómas segir að það veiti ekki af að hefja söfnun strax. „Búið er að semja um smíði skips númer átta en við erum númer tólf í röðinni og það þýðir að við ættum að fá okkar skip í hend urnar eftir 3-5 ár. Gangurinn í þessu hjá Finnunum hefur verið sá að skip er afhent u.þ.b. ári eftir að smíðin hefst og því ættum við að fá nýtt skip árið 2030 í síðasta lagi ef tímalínur standast. Nýtt skip kostar um 350 milljónir og samn ingurinn er þannig að ríkið borgar helming, Landsbjörg ¼ og viðkom andi björgunarbátasjóður þarf að standa skil á síðasta fjórðungnum. Hafa ber í huga að þessi söfnun er fyrir utan hefðbundnar fjár aflanir sveitanna, eins og flugeldasölu um áramótin, þær fjáraflanir fara í að reka björgunarsveitirnar á ársgrundvelli. Núna þurfum við að setjast niður og skipuleggja hvernig við munum sækja þessa fjármuni en við munum þurfa að reiða okkur á framlag fyrirtækja og ég vona að útgerðir, jafnt stórar sem smáar, muni taka okkur vel en svona björgunarskip er jú mest í þjónustu við sjómenn. Mér skilst

Engin kúmentínsla verður við Byggðasafnið á Garðskaga í ár. Kúmenið þroskaðist óvenju snemma þetta árið, líklega vegna góðviðris í maí. Í ágústbyrjun hafa vindar blásið á Garðskaganum og eru því fræin að mestu fokin.

Fólk er þrátt fyrir það velkomið á Garðskaga en safnið er opið alla daga kl. 10 til 17 og aðgangur er ókeypis. Á safninu eru fjölbreyttar

ingnum og þess vegna ákváðum við hjá björgunarbátasjóðnum að hefjast strax handa. Hálfnað verk

þá hafið er segir einhvers staðar en það er algerlega kominn tími á að endurnýja Hannes Þ. Hafstein. Viðhaldið á honum hefur verið dýrt að undanförnu en þessi nýju skip eru miklu betri skip, með tvær öflugar Scania vélar og ganga allt að 32 hnúta (60 km) á klst á móti 14, geta borið allt að 60 manns í ýtrustu neyð en skipið er skráð fyrir 40 manns og vel mun fara um sex áhafnarmeðlimi. Með fullri virðingu fyrir núverandi Hannesi sem hefur þjónað okkur mjög vel, þá verður frábært að taka nýja skipið í notkun en það eru einhver ár í það og ekki seinna að vænna en hefja fjáröflunina strax í dag,“ sagði Tómas að lokum.

Auglýsing um framkvæmd innan verndarsvæðis í byggð

Bæjarráð Grindavíkur hefur falið skipulagsfulltrúa að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd í samræmi við ákvæði 4. mgr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.

Framkvæmdin felst í því að byggja fjárhús/vélageymslu á norðvestur horni lóðarinnar Einland í Þórkötlustaðarhverfi í Grindavík. Öll gögn má nálgast á máli nr.1070/2025 á skipulagsgatt.is

Fyrirhuguð framkvæmd er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Svæðið tilheyrir einnig verndarsvæði í byggð sem staðfest var í febrúar 2020. Öll uppbygging skal taka mið af þeirri stefnu og skilmálum sem sett eru fram um svæðið í verndaráætluninni.

sýningar, ágiskunarleikur, fuglagetraun og barnahorn ásamt safnverslun með spennandi vöruúrvali.

Athugasemdum og ábendingum skal skila í síðasta lagi þann 27. ágúst 2025 inni á mál nr.1070/2025 á skipulagsgatt.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir fyrir tilgreindan

teljast samþykkir tillögunni.

Virðingarfyllst, Skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar.

Mikil fjölgun meðal yngri kylfinga. Meistaramótið fer fram í vikunni.

Yfir þúsund félagar í fyrsta skipti í Golfklúbbi Suðurnesja

Í fyrsta skipti í sögu Golfklúbbs Suðurnesja hefur meðlimafjöldi farið yfir eitt þúsund en þann 31. júlí voru skráðir félagar orðnir 1.043 talsins. Það er 38% fjölgun frá sama tíma í fyrra og sterk vísbending um að lífið í Leirunni laði að sífellt fleiri, segir á heimasíðu GS.

Fjölgunin byggir fyrst og fremst á tveimur meginstoðum: öflugri innkomu ungs fólks – bæði barna, unglinga og nýliða – og fjölgun þeirra sem hafa valið GS í fjaraðild eða sem aukaklúbb. Þessir félagar nýta Leiruna í mun minna mæli, en styrkja klúbbinn bæði félagslega og fjárhagslega.

Þrátt fyrir fjölgun hefur rástímanýting haldist í góðu jafnvægi – að meðaltali hafa 70% rástíma milli kl. 8 og 18 verið nýttir. Mörg holl eru þó aðeins skipuð einum

enn betur. Margir hafa einnig verið duglegir að nýta fyrstu holl dagsins, þar sem leikhraði er oft með því besta sem gerist. Á meðan lífið hefur blómstrað á vellinum hafa staðið yfir markvissar framkvæmdir og endurbætur – nýtt salerni, endurbættir teigar og metþátttaka í mótum eru aðeins hluti af því sem við lítum um öxl í nýútkomnu fréttabréfi: https://www.gs.is/_files/ugd/ 18f6fa_f91c063fc5fe44a9851271a 588c22d15.pdf

Það var fjölmenni á nýliðakynningu fyrr í sumar.

landsmanna á golfi, ásamt fréttum af biðlistum og takmörkuðu framboði rástíma annars staðar, hefur skapað klúbbnum sóknarfæri. Fjölgunin náði til allra aldurshópa nema 27–66 ára. Það þrátt fyrir að félagsgjöld GS séu með þeim lægstu meðal stærstu klúbba landsins – og sérstaklega í samanburði við klúbba sem halda mót á borð við Íslandsmótið í golfi. Það sem hefur glatt mest er innkoma ungs fólks. Hópurinn 15–18 ára hefur stækkað um 79%– 19–26 ára um 34%– og 59 börn undir 14 ára hafa fengið eigin Golfboxnúmer. Sex námskeið fyrir börn 5–13 ára hafa verið haldin í sumar, og mæting í vikulegar æfingar hefur

Lokaspretturinn í íslenskri knattspyrnu er að hefjast og í kvöld, miðvikudagskvöld, er heil umferð í Lengjudeild karla. Njarðvíkingar hafa leikið best Suðurnesjaliðanna og eru á toppnum en efsta sætið gefur sæti í Bestu deildinni að ári og lið 2-5 heyja baráttu um hitt sætið. Í Lengjudeild kvenna hefur gengi hins sameiginlega liðs Grindavíkur/ Njarðvíkur verið gott en lið Keflavíkur hefur valdið vonbrigðum eftir að hafa sett sér markmið um að komast beint upp aftur. Í 2. deild eru Víðismenn vaknaðir af værum blundi og ætla að berjast fyrir sæti sínu en Reynismenn hafa gefið eftir í baráttunni um að komast upp úr 3. deild.

Lengjudeild karla

Grindavík - Leiknir 3-2 Mikilvægur sigur Grindvíkinga í fallbaráttunni, sannkallaður sex stiga leikur og Grindavík búið að spyrna sér frá mestu hættunni í bili. Næsti leikur í kvöld á móti nágrönnunum af Suðurnesjum, Keflavík. Í kvöld,miðv kl. 18:00 Keflavík - Grindavík.

HK - Keflavík 3-0 Áfram heldur dapurt gengi Keflvíkinga en tímabilið hlýtur að teljast vonbrigði til þessa, liðið ætlaði sér sigur í deildinni en er í 6. sæti. Stutt er þó í umspilssætin og þá getur allt gerst. Næsti leikur: Í kvöld, miðv. kl. 18:00 KeflavíkGrindavík.

Njarðvík - Selfoss 2-1

Njarðvíkingar tylltu sér á toppinn þar sem ÍR gerði jafntefli í þessari umferð. Gengi Njarðvíkur verið frábært í sumar og ljóst að þeir munu eiga möguleika á sæti í Bestu deildinni að ári. Næsti leikur: Í kvöld, miðv kl. 18:30 Fjölnir - Njarðvík.

Lengjudeild kvenna HK - Keflavík 4-2 Keflavíkurkonur engan veginn náð sér á strik í sumar en liðið stefndi á sigur í deildinni og komast þar með beint upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni í fyrra. Liðið er í 8. sæti. Næsti leikur: Fim kl. 18:00 Keflavík -

tímabili. Liðið er í 3. sæti með 26 stig. Næsti leikur: Fim kl. 19:15 KR - Grindavík/Njarðvík.

2. deild karla

Grótta - Víðir 0-2

Fyrsti sigur Víðismann í háa herrans tíð og þar áður var tapblæðingin stöðvuð með jafntefli. Víðismenn þó enn í fallsæti en ætla sér greinilega að selja sig dýrt til að halda sætinu í 2. deildinni. Þeir eru með 12 stig, þremur stigum frá liðinu í 10. sæti. Næsti leikur: Í kvöld, miðv. kl. 18:00 Víðir - Kári Þróttur - KFA 1-1

Vogamenn aðeins gefið eftir að undanförnu en eygja enn von um að komast upp í Lengjudeildina. Þeir eru með 27 stig, tveimur stigum færra en Dalvík/Reynir sem er í 2. sæti. Næsti leikur: Í kvöld, miðv. kl. 18:00 Ægir - Þróttur.

3. deild karla Ýmir - Reynir 1-1

Sandgerðingarnir aðeins gefið eftir að undanförnu og eru áfram í 4. sæti, átta stigum á eftir liðinu í 2. sæti og níu stigum frá toppliðinu. Næsti leikur: Fös kl. 20:00 Hvíti riddarinn - Reynir.

4. deild karla

Hafnir KÁ 2-2

Hafnamenn um miðja deild með 16 stig, langt frá fallsæti en lengra frá toppsætinu. Næsti leikur: Fim kl. 20:00 KH - Hafnir.

5. deild karla

Sandgerðingurinn Erlingur Jónsson fór holu í höggi á 2. holu á Kirkjubólsvelli. Erlingur sló með fleygjárni og hitti boltann vel. ,,Boltinn stefndi beint á flaggið allan tímann, lenti rétt framan við flötina og rúllaði svo áfram og hvarf,“ sagði Erlingur á heimasíðu GSG. Hann og meðspilarar hans, Elías og Þórhallur voru þó ekki vissir hvort boltinn væri fyrir aftan holuna eða hefði náð því að detta, sem kom þó fljótlega í ljós að var raunin.

Erlingur er enginn nýgræðingur í íþróttinni, hefur spilað golf í 40 ár og er hörkukylfingur. Þrátt fyrir að hafa náð nokkrum sinnum að fara á erni og meira að segja albatross er þetta í fyrsta skipti sem hann náði draumahögginu.

Grindavík/Njarðvík - Haukar 1-2 Árangur þessa nýja sameinaða liðs framar öllum væntingum og eitthvað til að byggja á til framtíðar en þó liggur ekki fyrir hvort liðin tefli saman fram liði á næsta

RB - Úlfarnir 0-5

Slæmt tap Reykjanesbæinga sem hafa gefið eftir í síðustu leikjum. Þeir eru í 5. sæti B-riðils 5. deildar. Næsti leikur: Mán 18. ágúst kl. 20:00 SR - RB.

Hart barist í nágrannaslag kvenna Keflavíkur og UMFG/UMFN í sumar.

Svavar Örn Þórðarson byrjaði

í markinu en breytti um stöðu

þegar hann fór í Njarðvík

Búinn að eiga frábært tímabil eftir að hafa

misst áhugann og hætt í fótbolta í tvö ár

„Ég var um tíu ára gamall þegar ég flutti í Reykjanesbæ og þar sem vinur minn var að æfa með Njarðvík, var val mitt nokkuð einfalt og hér hef ég alltaf spilað,“ segir Njarðvíkingurinn Svavar Örn Þórðarson. Svavar ólst upp í Reykjavík en fjölskyldan flutti í Reykjanesbæ þegar hann var u.þ.b. tíu ára gamall. Hann byrjaði að æfa fótbolta með Njarðvík og fór upp í gegnum alla yngri flokkana með félaginu. Áhugi hans á fótbolta datt upp fyrir um það leyti sem ganga átti upp í meistaraflokk og hann sagði skilið við takkaskóna um tíma en hungrið kom upp í honum aftur fyrir síðasta tímabil og hann hefur ekki litið til baka síðan þá. Hann hefur byrjað flesti leiki í sumar, spilar stöðu hægri bakvarðar og vill sjá hversu langt hann getur náð í þessari vinsælustu íþrótt Íslendinga.

„Ég hef lengstan hluta ævi minnar búið í Reykjanesbæ og hef nánast bara æft og keppt með Njarðvík. Fyrstu árin bjó ég í Árbænum og Norðlingaholti

áhuginn fyrir síðasta tímabil, ég hafði samband við Gunnar Heiðar, þjálfara meistaraflokks og athugaði hvort ég mætti æfa og það var sjálfsagt mál. Ég kom ekki mikið við

Markmiðið var að gera betur

Markmið Njarðvíkinga fyrir þetta tímabil var að gera betur en á síðasta tímabili og ljóst var að ef það markmið myndi nást, myndi liðið eiga möguleika á að leika á meðal þeirra bestu, liðið var hársbreidd frá því að komast í umspil liða tvö til fimm um eitt laust sæti.

Njarðvíkingar hafa verið á eða við toppinn í allt sumar og komu sér á toppinn í síðustu umferð með sigri gegn Selfossi en á sama tíma gerði toppliðið ÍR, jafntefli. Markmiðið er einfalt úr því sem komið er.

Spila á meðal þeirra bestu

Svavar Örn í baráttunni í vörninni í nágrannaslag gegn Keflavík í fyrri umferðinni.

Gabríel Aron Sævarsson þáverandi Keflvíkingur sækir að honum. VF/pket.

... Það væri galið af okkar hálfu að ætla okkur ekki að vinna deildina fyrst við erum á toppnum og sex umferðir eftir. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur, við erum taplausir en á móti hafa jafnteflin verið of mörg ...

hann myndi ekki yfirgefa okkur á þeim tímapunkti, hann er frábær þjálfari og hefur aukið trú okkar á eigin getu mjög mikið, andlegi

einbeitingarleysi af okkar hálfu og leikurinn er farinn, þess vegna verðum við að vera með fullan fókus á það sem eftir lifir sumarsins, ef við náum því hef ég fulla trú á að við klárum þessa deild. Það yrði draumur að spila með Njarðvík í deild hinna bestu en hversu langt ég stefni verður bara að koma í ljós. Áhuginn fyrir fótbolta er kominn aftur og eina markmiðið í dag er að hámarka mína getu, hvort það leiði til að ég spili með Njarðvík í Bestu deildinni, að íslenskt lið sækist eftir starfskröftum mínum eða erlent lið sýni mér áhuga, kemur bara í ljós. Ég stjórna því ekki, það eina sem ég get stjórnað er að reyna standa mig eins vel og ég get og hámarka mína hæfileika,“ sagði þessi efnilegi Njarðvíkingur að lokum.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

samþykkti að 0

ænásbraut og

ert ráð fyrir

ðhúsa sem mynda m Innan reitsins er ndrews Theater janesbaer is en nunar Umsagnir rist í skipulagsgátt asemdafrestur er 025

2000 evru drullusokkurinn

Í dag, þegar þetta er skrifað, eru akkúrat fjögur ár síðan við fjölskyldan fluttum til Parísar. Okkur hefur liðið dásamlega, allir fjölskyldumeðlimir hafa fundið fjölina sína og meira að segja Lubbi er farinn að gelta á frönsku. Við höfum búið í yndislegu hverfi þar sem öll þjónusta er í göngufjarlægð og er eins og lítill bær þar sem allir þekkja alla. Fyrirfram viðvaranir til okkar um skapstygga og lítt þjónustulundaða Parísarbúa voru því sannarlega óþarfar. Það eru þó alltaf undantekningar og ef maður ætti að alhæfa um eina stétt þar sem bæta mætti „dassi“ í þjónustulundina þá væri það sennilega hinn dæmigerði franski iðnaðarmaður. Við höfum nokkrum sinnum á þessum fjórum árum þurft á þjónustu þeirra að halda – rafvirkja, sótara, garðyrkjumanna, pípara – og hefur það á köflum verið nokkuð skrautlegt. Þeir mæta seint og illa, og þegar þeir loksins koma, kíkja þeir í tvær mínútur á vandamálið og annað hvort segja þeir að það þurfi að skipta öllu draslinu út eða fara og mæta aftur nokkrum dögum seinna og þá aðeins meira til í að reyna að laga þetta. En steininn tók úr í seinustu viku. Við höfum staðið í flutningum og vorum að skila af okkur gömlu íbúðinni, ganga frá og þrífa eins og lög gera ráð fyrir. Á seinustu metrunum, daginn áður en við áttum að afhenda íbúðina vill ekki betur til en að eldhúsvaskurinn stíflast, og þrátt fyrir mjög metnaðarfullar aðgerðir af hálfu eiginmannsins gekk ekkert að losa stífluna. Við fundum neyðarnúmer hjá pípara, útskýrðum að þetta væri smá krísa og að við þyrftum þjónustu NÚNA þar sem við værum að flytja. Ekki málið sögðu þeir, við mætum eftir 2 tíma - við auðvitað alsæl með þessi viðbrögð. Það stóðst og sá fyndnasti pípulagningarmaður sem ég hef séð var mættur á tilsettum tíma. Hann stóð svo sannarlega undir nafni þar sem hann var með „plömmer“ á buxunum jafnvel áður en hann beygði sig við vaskinn. Reyndar beygði hann sig ekkert, heldur leit einungis á vaskinn og sagði að það væri augljóst hvernig það ætti að laga þetta. Félagi hans væri með græju og að hann kæmi eftir klukkutíma, djobbið tæki í mesta lagi hálftíma og málið væri dautt. Frábær lausn og 5 ára ábyrgð á öllu saman.

Svo sýndi hann mér reikninginn – það átti sum sé að kosta 2200 evrur í mesta lagi hálftíma verk að losa stíflaðan eldhúsvask, rúmlega 300 þúsund íslenskar krónur. Þegar ég leyfði mér að efast aðeins um þetta og spurði hvernig hann væri viss um að þetta væri það eina í stöðunni (ég minni á að hann hafði ekki einu sinni skrúfað frá krananum, hvað þá prófað að skrúfa eitthvað í sundur eins og ég myndi halda að gera þyrfti áður en úrskurður væri kveðinn upp), þá leit hann á mig sármóðgaður og sagði að það væri af því að hann hefðir verið í þessum bransa í 15 ár.

Við vorum í vanda – auðvitað í mikilli tímapressu – og hann vissi það. Við vorum samt ekki tilbúin í þetta, en kannski hafði hann rétt fyrir sér, kannski var þetta augljóst fyrir þjálfað auga, kannski var þetta bara svona í Frakklandi. Ég ákvað samt að hringja í franskan vin okkar, lýsti stöðunni í hvelli og spurði hvort hann teldi þetta rétt. Hans viðbrögð voru skýr: „Hentu honum út – þetta er ekki lagi. Ég redda ykkur öðrum pípara.“ Við hentum gaurnum út og sá var ekki glaður.

Á meðan að ég var að græja nýjan pípara með vini okkar í símanum, hljóp mikill eldmóður í minn ástkæra eiginmann, sem hafði eins og ég sagði, verið búin að reyna ýmislegt til að losa stífluna. Hann, með son okkar til aðstoðar, lagði til atlögu við vaskinn sem aldrei fyrr með drullusokk að vopni. Hamaðist í nokkrar mínútur og áður en ég var búin að græja nýjan pípara heyrðist dásamlegt hljóð. Stíflan losnaði allt í einu og vaskurinn tæmdist! Á endanum var það sem sagt sem sagt 5 evru drullusokkur sem bjargaði okkur frá 2000 evru drullusokki. Næst þegar okkur vantar pípara hringi ég bara í Lúlla vin minn pípara – það kostar aldrei 2000 evrur að

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.