Víkurfréttir 46. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 8. desember 2021 // 46. tbl. // 42. árg.

Arnar auti G

lifir og hrærist í tískuog hönnunarheimi

Aðventugarðurinn opnaður Andi jólanna var yfir Aðventugarðinum á ráðhústorginu í Reykjanesbæ þegar hann opnaði um liðna helgi. Jólatónlist og falleg markaðsstemmning. Markmið Aðventugarðsins er að lýsa upp svartasta skammdegið og skapa góða og notalega stemningu fyrir fjölskylduna í aðdraganda jóla. Sú breyting er í ár að sölukofarnir verða nú opnir bæði laugardaga og sunnudaga í desember frá kl. 13 til 17 og Þorláksmessu frá kl. 16 til 22. Þar gefur að líta handverk, sérvöru, veitingar og varning sem seldur verður í fjáröflunarskyni og verður vafalítið hægt að gera góð kaup í jólapakkann. Fleiri myndir frá jólastemmningu á Suðurnesjum í blaðinu í dag. VF-mynd: pket

Jólalukk20a21 Skafmiðaleik og verslana ur Víkurfrétta á Suðurnesju m

Bára á gröfunni við Báruklöpp

6000ar!

GA: VINNIN MEÐAL

KOLBRÚN JÚLÍA Evrópumeistari

vinning

65“ sjónvarp, hótelgisting og vegleg gjafabréf í Nettó.

JÓTLEGRI L F

FLJÓTLEGRI KOSTURINN

Við tengjum þig, ljósleiðara eða 4g

...og er ekki Kapalvæðing Corny súkkulaði með lægsta verðið? K SÍMI OG NET MEÐ ÓTAKMÖRKUÐU NIÐURHALI, FRÍR ROUTER

Fyrsti útdráttur verður 10. desember. Skilið miðum í Nettó verslanir.

OS

N

50 gr

TURIN

Mexíkóskt þema í kvöld?

í hópfimleikum

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2021

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bára Bragadóttir tók fyrstu skóflustunguna að byggingum við Báruklöpp. Hún settist við stjórntækin í þessari stórvirku beltagröfu og gróf djúpa holu. VF-myndir: Páll Ketilsson

Vantar tvo í 29.000 manns! Aðeins vantar tvo nýja íbúa svo Suðurnesjamenn verði 29.000 talsins. Þeir reyndust 28.998 við talningu Þjóðskrár Íslands þann 1. desember. Íbúar Reykjanesbæjar eru 20.341 og hefur fjölgað um 672 á einu ári. Íbúar Suðurnesjabæjar eru 3.737 og hefur fjölgað um 88 á einu ári. Grindvíkingar eru 3.582 og hefur fjölgað um 34 á einu ári. Íbúum Voga hefur fjölgað um þrettán á einu ári og eru bæjarbúar 1.338 þann 1. desember.

Skráning hafin í jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ verður 14., 17. og 22. desember í Grófinni 2 í Keflavík. Skráning er hafin á Baldursgötu 14 og stendur til föstudagsins 10. desember.

Bára tók skóflustungu að Báruklöpp í Garðinum – Bragi Guðmundsson ehf. byggir öll húsin við götuna Bára Bragadóttir tók fyrstu skóflustunguna að fyrstu íbúðum Braga Guðmundssonar ehf. við Báruklöpp í Garði. Báruklöpp er gata í Klappa- og Teigahverfi í Garði í Suðurnesjabæ. Þar mun mun Bragi Guðmundsson ehf. byggja samtals tuttugu og fjórar íbúðir í rað- og parhúsum. Bragi Guðmundsson ehf. er byggingaverktakafyrirtæki í eigu feðganna Braga Guðmundssonar og Sveinbjörns Bragasonar. Þeir feðgar hafa verið afkastamiklir í húsasmíði

í Garðinum og reyndar víðar síðustu ár. Bragi hefur verið byggingaverktaki í fjóra áratugi en Sveinbjörn sonur hans er alinn upp í smíðunum með pabba sínum og kom inn í rekstÚtlit raðhúss við Báruklöpp.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Svona sér Pétur Bragason fyrir sér stofuna í einni íbúðinni og útsýnið þaðan.

urinn fyrir nokkrum árum. Fleiri úr fjölskyldunni koma að rekstrinum á einn eða annan hátt. Pétur Bragason teiknar húsin fyrir föður sinn og Bára Bragadóttir starfar einnig hjá föður sínum og bræðrum, því þegar hún er ekki að smíða, þá aðstoðar hún Þorvald bróður sinn á tannlæknastofu hans í Keflavík. Þá sér Valgerður Þorvaldsdóttir, eiginkona Braga, um bókhaldið. Bragi segir að nafn götunnar, Báruklöpp, vera skemmtilega tilviljun. Móðir hans hét Bára og þá heiti dóttir hans því nafni og því ekkert annað komið til greina en að hún myndi taka fyrstu skóflustunguna. Við Báruklöpp verða tuttugu og fjórar íbúðir í rað- og parhúsum. „Við ætlum að byrja á tólf íbúðum í raðhúsum án bílskúrs í fyrri áfanganum en hinar íbúðirnar, í síðari áfanganum, eru í parhúsum með bílskúrum. Við erum að breyta og taka upp alveg nýjan stíl,“ segir Bragi í samtali við Víkurfréttir „Þetta er orðið svo einsleitt, við ætlum bara að breyta um stíl. Við vorum búnir að byggja svo mikið af svipuðu húsum að okkur langar að breyta til. Ætlum að byggja vistvæn hún með gras á þakinu, aðeins að leggja metnað í þetta,“ segir Bragi um nýja stílinn. „Við ætlum að vinna með heildarmynd af götunni og klára hana frá A til Ö þannig að heildarmyndin sé góð,“ bætir Sveinbjörn við en Pétur Bragason teiknar nýju húsin. Nánar er fjallað um Báruklöpp og önnur verkefni Braga Guðmundssonar ehf. í Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Þátturinn er á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30.

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Pétur Bragason, Bragi Guðmundsson, Valgerður Þorvaldsdóttir, Bára Bragadóttir og Sveinbjörn Bragason eftir að skóflustungan að húsunum við Báruklöpp hafði verið tekin.


Ð O B IL T R A G L E H G E IL N IR G BRAGÐGÓÐ OG GILDA: 9.-- 12. DESEMBER LÉTTREIKT LAMBALÆRI

25% AFSLÁTTUR

Lambahryggur Hálfur, lundarmeginn

2.849

KR/KG ÁÐUR: 3.799 KR/KG

40% AFSLÁTTUR

30%

1.439

AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

KR/KG

ÁÐUR: 2.399KR/KG

30% AFSLÁTTUR

40%

Hangiframpartur Úrbeinaður

Hamborgarhryggur

KR/KG ÁÐUR: 2.799 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 1.784 KR/KG

1.959

1.338

AFSLÁTTUR

Gulrótarbrauð

489

KR/STK ÁÐUR: 699 KR/STK

30% Croissant með súkkulaði

AFSLÁTTUR

167

KR/STK ÁÐUR: 239 KR/STK

Kalkúnalæri ísfugl - krydduð, með beini

Grísabógur Úrbeinaður og fylltur

KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 2.199 KR/KG

1.739 25% AFSLÁTTUR

B-stress Guli miðinn, 100 töflur

1.499

1.539

Klementínur 1,5 kg netpoki

674

30% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

KR/PK ÁÐUR: 899 KR/PK

KR/PK ÁÐUR: 1.999 KR/PK

FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum verslunum Nettó. Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco.

Fulltrúar frá sveitarfélögunum á Suðurnesjum fjölmenntu á kynninguna.

„Reykjanesið er lykilsvæði þegar kemur að efnahagsuppbyggingu þjóðarinnar“ – segir fjármálaráðherra. Úrslitatillögur í samkeppnisútboði Kadeco kynntar. Kadeco kynnti síðastliðinn fimmtudag þrjár tillögur úr samkeppnisútboði um þróunaráætlun fyrir svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll. Fundinum var stýrt af Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco, en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tók einnig til máls á fundinum. „Við lögðum áherslu á að tillögurnar myndu hvetja til fjölbreytni í atvinnustarfsemi, bæði til að nýta ólíka kosti svæðisins sem best en líka til að dreifa eggjunum í fleiri körfur, ef svo má segja, og reyna þannig að minnka líkur á samdrætti þegar ein atvinnugrein verður fyrir skakkaföllum, verja þannig svæðið fyrir áföllum eins og kostur er,“ sagði Pálmi. Teymin þrjú, sem eru leidd af Jacobs, Arup og KCAP, hafa viðamikla reynslu af metnaðarfullum og

stórum skipulags- og uppbyggingarverkefnum víðs vegar um heiminn, svo sem Hong Kong-Zhuhai-Macaubrúnni og stækkun Heathrow-flugvallar. „Reykjanesið er lykilsvæði þegar kemur að efnahagsuppbyggingu þjóðarinnar. Á komandi áratugum verður stefnt að því að styrkja svæðið sem atvinnusvæði með því að laða að alþjóðleg fyrirtæki og fjárfesta. Með þróun og uppbyggingu fjölbreytts viðskiptaumhverfis mun Kadeco leitast við að

Bílaverkstæði Þóris býður

17% afslátt af vinnu út desember

Komdu í dekkjaskipti til okkar Þjónustuaðili fyrir: Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Suzuki

tryggja efnahagslega seiglu svæðisins og stuðla að því að það verði

alþjóðlega samkeppnishæft,“ sagði Bjarni Benediktsson. Forvali var hleypt af stað í maí á þessu ári á útboðsvef evrópska efnahagssvæðisins. Alls bárust umsóknir frá 25 alþjóðlegum teymum um að fá að taka þátt í samkeppninni. Niðurstaða úr samkeppninni verður kynnt síðar í desember eftir að matsnefnd

skipuð fagaðilum hefur lokið úttekt á tillögunum þremur. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.

Frá afhendingu styrkjanna til björgunarsveitanna. Á myndinni frá vinstri eru: Skúli Skúlason frá KSK, Jóhann Hannesson frá Skyggni í Vogum, Ingólfur Sigurjónsson frá Ægi í Garði, Kristófer Karlsson frá Sigurvon í Sandgerði, Ásta Gunnarsdóttir og Gil Fernandes frá Björgunarsveitinni Suðurnes í Reykjanesbæ. Á myndina vantar Boga Adolfsson frá Þorbirni í Grindavík. VF-mynd: Hilmar Bragi

Ein og hálf milljón króna til björgunarsveita á Suðurnesjum Kaupfélag Suðurnesja afhenti björgunarsveitunum á Suðurnesjum styrk upp á eina og hálfa milljón króna nú á aðventunni. Við afhendingu styrkjanna sagði Skúli Skúlason, formaður KSK, meðal annars: „Það er líklega von-

laust að reyna að setja tölu á hversu mörgum björgunarsveitirnar okkar hér á Suðurnesjum hafa hjálpað eða hversu mörgum mannslífum þær hafa bjargað. Samfélagið reiðir sig á starfið. Við gerum okkur samt tæplega grein fyrir þeim aðstæðum

sem mætir þessum ótrúlega hópi sjálfboðaliða sem standa oft frammi fyrir erfiðum aðstæðum. Í björgunarsveitum endurspeglast hughrekki, kraftur og samkennd sem einkennt hefur fámenna þjóð í hrjóstugu landi og starf í björgunarsveit er lífsstíll.“

Of fáir nota endurskinsmerki

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

„Því miður þá hafa orðið nokkur alvarleg slys á landinu undanfarið sem rekja má til lélegs skyggnis. Við höfum tekið eftir því á skólaeftirlitum okkar að allt of fáir eru með endurskinsmerki á sér og köllum við eftir breytingu á því og hvetjum foreldra og skólana til að gera átak í þessu og gera það sem við getum í sameiningu til að betrumbæta þessa hluti,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Göngustígar í Vogum fái lýsingu Andri Rúnar Sigurðsson hefur sent bæjaryfirvöldum í Sveitarfélaginu Vogum erindi vegna göngustíga án lýsinga. Víða er lýsing göngustíga ábótavant og gönguleiðir hættulegar í myrkri og hálku. Bent er á að sveitarfélagið er heilsueflandi sveitarfélag sem ætti að vinna að því að hafa gönguleiðir frábærar til að auka möguleika íbúa á hreyfingu. Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga tók erindið fyrir á síðasta fundi sínum og tekur vel í erindið. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lýsing göngustíga verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs.


MJÚKIR PAKKAR UNDIR JÓLATRÉÐ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

GLÆNÝR JÓLABÆKLINGUR Á WWW.RFL.IS

FITJUM


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Þá er desember kominn af stað og veðurfarslega séð hefur verið þokkalegt sjóveður og hefur veiði hjá bátunum verið nokkuð góð þá daga sem þeir hafa komist á sjóinn núna í byrjun desember. Lítum á nokkra báta. Eins og staðan er núna þá eru allir línubátarnir í Sandgerði og er Addi Afi GK kominn með átta tonn í tveimur róðrum, Sævík GK sextán tonn í tveimur, Daðey GK 13,2 tonn í tveimur, Katrín GK og Geirfugl GK báðir með tæp ellefu tonn í tveimur róðrum – og reyndar þá munar ekki nema þremur kílóum á þeim. Katrín GK er með 10.777 kg og Geirfugl GK 10.774 kg. Sigurfari GK byrjar desember nokkuð vel og er kominn með átján tonn í einni löndun. Benni Sæm GK og Siggi Bjarna GK báðir með tæp átta tonn í tveimur róðrum. Grímsnes GK er ennþá að eltast við ufsann meðfram suðurströndinni og hann byrjar nokkuð vel í desember, með 25 tonn í einni löndun. Reyndar var Grímsnes GK með um 128 tonn í nóvember og veiðin byrjaði frekar dræmt hjá bátnum í nóvember en jókst síðan þegar leið á mánuðinn og einn túrinn var ansi góður. Þeir fóru með níu trossur og voru með þær á Öræfagrunni. Þegar byrjað var að draga kom í ljós að ansi mikill fiskur var í trossunum og tók alls um tíu klukkutíma að draga

þær. Þegar í Þorlákshöfn var komið þá vigtaði úr bátnum um 41 tonn – og má geta þess að öll fiskikör um borð voru full af fiski og restin af aflanum var settur í stíur og hillur sem eru í lestinni. Flestir bátanna í dag voru með stíur og hillur í lestunum en þegar leið á þá var mörgum bátanna breytt á þann veg að lestinni var breytt alveg í lest fyrir kör, t.d. eins og hefur verið gert með Langanes GK, hinn netabátinn sem Hólmgrímur gerir út. Sömuleiðis eru línubátarnir frá Vísi og Þorbirni í Grindavík allir með lestarnar þannig að þeir taka bara fisk í kör. Af hinum netabátunum þá er Maron GK með 6,2 tonn í tveimur og Halldór Afi GK 3,9 tonn í tveimur, báðir að landa í Keflavík. Reyndar er Maron GK búinn að vera á veiðum utan við Sandgerði. Sunna Líf GK er á skötuselsveiðum og er eini netabáturinn á Íslandi sem er á þeim veiðum. Er kominn með 490 kg í tveimur róðrum. Reyndar er nokkuð gott verð á skötuselnum á fiskmarkaði, eða um 400 krónur á kílóið, svo að þessi afli, þótt hann sé ekki meiri, er um 196 þúsund krónur. Í nóvember var Sunna Líf GK með 2,7 tonn af skötusel og miðað við verð á fiskmarkaði daginn sem þessi pistill er skrifaður þá var aflaverðmætið um 1,1 milljón hjá bátnum fyrir þennan afla sem nú bara nokkuð gott.

VF-mynd: Hilmar Bragi

Eltingaleikur við togara

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

Annars fór ekkert á milli mála að glænýr frystitogari var að koma til landsins, því að fyrir tæpri viku síðan kom til landsins í fyrsta skipti nýr Baldvin Njálsson GK sem var smíðaður á Spáni fyrir Nesfisk í Garði. Þessi togari kemur í staðinn fyrir togara sem Nesfiskur hafði átt síðan árið 2005 og sá togari var smíðaður í sömu skipasmíðastöð og nýi togarinn. Þegar þetta er skrifað þá er Baldvin Njálsson GK farinn á veiðar í fyrsta túr sínum og verður sá túr stuttur því togarinn mun koma í land fyrir jólin og verður fróðlegt að sjá hvernig mun ganga í þessum fyrsta túr skipsins.

Ég og faðir minn , Rey nir Sveinsson, fórum í smá eltingaleik við togarann og náðum að sjá hann fyrst við Reykjanesvita og þaðan við Hvalsneskirkju, ansi flott var að sjá skipið í þeim þunga sjó sem þar var. Utan við Garðinn sigldi togarinn smá hring og þeytti lúður sinn ansi oft og var vel tekið undir frá fjölda bíla sem var staddur við bryggjuna í Garðinum og við Höfuðstöðvar Nesfisks. Nýi togarinn er 65,6 metra langur og 16 metra breiður. Hann er með 4.066 hestafla vél og tvær ljósavélar um borð, sú stærri er 810 hestöfl og sú minni er 229 hestöfl.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Stór skrúfa er á skipinu, eða fimm metrar í þvermál, og með því að hafa skrúfuna svona stóra þá tókst að minnka vélina úr átta strokkum niður í sex og þar með minnka vélarrúmið og stækka lestina. Frystilestin í skipinu er á tveimur hæðum, því aflinn er settur á bretti í lestinni. Reyndar mun togarinn ekki landa afla sínum á Suðurnesjum í framtíðinni, heldur í Hafnarfirði eins og gamli togarinn gerði alla sína tíð.

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

Óheppnasta rjúpa í heimi? Á hverju ári þrammar fjöldi manna til veiða á rjúpu, drifnir áfram af þeirri trú að ekki komi jól nema rjúpa sé á borðum. Fyrir nokkru síðan fékk ég að fljóta með veiðimanni á fjall og eltast við þessa jólasteik. Þar sem að undirritaður telur þennan fiðurfénað ekki á borð berandi og allra síst á jólum, vil bara léttreyktan lambahrygg á diskinn minn. Þannig að í þessari veiðiferð ætlaði ég bara að skjóta á þessi grey með myndavélinni, sem ég og gerði. Einmitt þar sem ég geng fram á eina rjúpuna í þessu fína færi, geri mig kláran, lyfti myndavélinni og ýti á takkann. Um leið kveður við

Óheppna rjúpan horfir út í húmið saklaus en stuttu seinna fær hún skot á sig úr tveimur áttum ...

skothvellur, mér dauðbrá og rjúpan steinlá. Þó svo það sé svakalegur kraftur í Canon-inum þá er hann nú ekki svona rosalegur. Þannig lá í að veiðimaðurinn hafði læðst aftan við mig án þess að ég tæki eftir og lét vaða á nákvæmlega sama augnabliki. Það má því með sanni segja að rjúpugreyið sé sennilega það óheppnasta sem uppi hefur verið með því að láta skjóta sig bæði með myndavél og byssu á sama augnablikinu ... Ég leyfi mér að stórefast um að svona mynd geti maður náð aftur þó maður reyndi.

Jón Steinar Sæmundsson

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


TILBOÐSDAGAR Alvöru rafmagnsverkfæri fyrir heimilið! - Þýskt gæðamerki

20%

PSCS 11-20V Getur notað allt að 13mm breiða bora - 35Nm

AFSLÁTTUR

Höggborvél

PDHS 11-20V Tekur allt að 13mm breiða bora - 40Nm

ÐA

12.468

RA

15%

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Hafnarfjörður

Selhellu 6.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

AFSLÁTTUR

YLGIR

15%

AFSLÁTTUR

L FH A

YLGIR

L AR VE NA T N E H KKA A P U Ð Í HÖR

SENDUM UM LAND ALLT!

www.murbudin.is

Mini-sög PCSS 05-20V 2Ah f. plast, málma og tré 89mm blað

F

L FH A

ÐA

Reykjavík

RA

RA

áður kr. 16.995

F

15%

ÐA

ÐA

RA

12.746 áður kr. 14.995

F

L FH A

ÐA

PPOS 10-20V 245mm diskur

YLGIR

14.446

YLGIR

Rafhlöðu Bónvél

L FH A

PCSS 10-20V Sagar allt að 48mm

F

YLGIR

AFSLÁTTUR

Rafhlöðu hjólsög

L FH A

L FH A

ÐA

AFSLÁTTUR

16.996 áður kr. 19.995

15%

AFSLÁTTUR

ÐA

15%

14.446 áður kr. 16.995 20V - 115mm skífa - 10.000 rpm

F

22.462

11-20V – 20VOLT 2Ah

Rafhlöðu slípirokkur PAGS 20-115

RA

15.296 áður kr. 17.995

Borvél / Brotvél PRDS20-20V Tekur allt að 26mm breiða bora

Rafhlöðu stingsög

Sverðsög PRCS 10-20V 2Ah

áður kr. 15.585

YLGIR

15%

afsláttur af öllum þessum hörkutólum fyrir heimilið Sagar flest efni Stillanlegt slag

F

AFSLÁTTUR

RA

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

RA

20%

15%

L FH A

ÐA

15-20%

2.546 áður kr. 2.995

RA

áður kr. 13.795

YLGIR

PWLS 10 – ÁN RAFHLÖÐU Hleðslan dugar í allt að 8 tíma

F

11.726

L FH A

Rafhlöðu vinnuljós

áður kr. 26.425

PMTS 10-20V 5.000-19.000 rpm

RA

RA

F

YLGIR

YLGIR

Fjölnota tæki

ÐA

áður kr. 8.695

F

L FH A

ÐA

6.956

L FH A

F

Trotec er leiðandi þýskt fyrirtæki sem hefur framleitt gæða vörur í rúm 26 ár.

áður kr. 12.995

PSCS 11-12V 22Nm

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

11.046

Hleðsluskrúfvél

15%

15%

Rafhlöðuborvél

YLGIR

16.996 áður kr. 19.995


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Mikil tækifæri hjá spennandi fyrirtæki Ljósmynd: Birgir Ísleifur.

– segir Þóranna K. Jónsdóttir, nýráðinn leiðtogi markaðsmála hjá Byko „Nýja starfið leggst rosalega vel í mig enda ótrúlega spennandi fyrirtæki og mikil tækifæri til að koma inn með nýja og ferska hluti. Ég elska að koma inn og taka duglega til, breyta, bæta og skipuleggja. Ég myndi aldrei þrífast í starfi þar sem ég væri bara tannhjól í stórri vél sem keyrir alltaf eins áfram,“ segir Þóranna K. Jónsdóttir en hún var nýlega ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO. „Verkefnin eru fjölmörg og fjölbreytt. Það eru auðvitað þessi helstu störf leiðtoga markaðsmála sem felast í því að hafa yfirumsjón með markaðsstarfinu almennt. Þar datt ég algjörlega í lukkupottinn því ég erfði alveg frábært teymi sem er

algjörlega með’etta. Það gefur mér meiri tíma og ráðrúm til að vinna í mikilvægu verkefnunum frekar en þessum áríðandi. Við erum að skoða markaðsstefnuna okkar og skerpa á henni og svo er BYKO á blússandi stafrænni vegferð sem á ekki síst við markaðsstarfið. Það á sérlega vel við mig þar sem ég hef verið mjög mikið í stafrænu hlið markaðsstarfsins í nokkuð mörg ár núna. Gagnadrifin og persónumiðuð markaðssetning er kyrfilega á dagskrá og mikið ástríðumál fyrir mig,“ segir Þóranna. Í tilkynningu frá BYKO segir að í starfinu felist yfirumsjón með markaðsmálum sem nú nái einnig til persónumiðaðrar nálgunar í söluog markaðssetningu. Þóranna muni

leiða markaðsdeild BYKO sem tilheyri nýlega stofnuðu sviði framþróunar verslunar og viðskiptavina. „BYKO er á fleygiferð inn í framtíðina og stór þáttur í þeirri vegferð er ný nálgun í markaðssetningu. Við erum því gríðalega ánægð með að fá Þórönnu til liðs við okkur og fá að njóta víðtækrar reynslu hennar og þekkingar af markaðssetningu, vörumerkjastjórnun og stafrænum lausnum svo eitthvað sé nefnt,“ segir í fréttatilkynningu BYKO. Þó ran na hefur starfað að markaðs- og ímyndarmálum síðustu tuttugu ár, síðast sem markaðs- og kynningarstjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu síðustu þrjú ár. Þá hefur hún stýrt verkefnum

Það á sérlega vel við mig þar sem ég hef verið mjög mikið í stafrænu hlið markaðsstarfsins í nokkuð mörg ár núna. Gagnadrifin og persónumiðuð markaðssetning er kyrfilega á dagskrá og mikið ástríðumál fyrir mig ...

Auðarhópurinn í góðum gír Konur úr Team Auði, góðgerðarfélagi á Suðurnesjum hafa verið duglegar að safna peningum til margra góðra málefna að undanförnu. Þær efndu til hlaups á bleika deginum og enduðu hann með kvöldi þar sem hópurinn hittist og endaði á uppboði á vörum frá bleiku slaufunni. Söfnuðust 260 þúsund krónur sem runnu til bleiku slaufunnar.

Þá hefur Auðarhópurinn að undanförnu styrkt börn, konur og karla í krabbameinsbaráttu og félög þeim tengd eins og Kraft. „Við viljum þakka fjölmörgum aðilum og fyrirtækjum sem hafa stutt okkur í þessum söfnunum. Án þeirra væri þetta ekki hægt. Bestu jólakveðjur til ykkar allra,“ sagði Íris Sæmundsdóttir, ein úr Auðarhópnum.

samtakanna sem lúta að stuðningi við stafræna umbreytingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og eflingu stafrænnar hæfni í atvinnulífi og á vinnumarkaði. Hún hefur einnig starfað hjá auglýsingastofunni Góðu fólki og hjá Publicis í London. Þá hefur hún starfað í nýsköpunargeiranum, m.a. við stofnun nýsköpunarseturs á Suðurnesjum. Þóranna er höfundur bókaseríunnar Marketing Untangled og kennt við Háskóla Íslands og víðar. Þóranna hóf háskólaferilinn með BA í Perfomance frá Mountview Academy - University of East Anglia þar sem hún lærði leiklist og söng. Hún er einnig með MBA with distinction frá University of Westminster í London.


9.–12. desember

Jólatilboð til félagsmanna KSK í Samkaupa appinu Appsláttur:

60% inneign í appinu!

Okkar laufabrauð

Appsláttur:

50% inneign í appinu!

Klementínur

Appsláttur:

50% inneign í appinu!

Appsláttur:

50%

Appsláttur:

40%

inneign í appinu!

inneign í appinu!

Leikföng

Appsláttur:

KEA hamborgarhryggur

50% inneign í appinu!

Heill kalkúnn

Appsláttur:

Appsláttur:

40%

50%

Jólaskraut og jólavörur

inneign í appinu!

inneign í appinu!

Appsláttur:

50% inneign í appinu!

Jólahlaðborð – forréttir

KEA hangiframpartur KEA hangilæri

Gildir í verslunum Nettó og Kjörbúðarinnar


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Arnar Gauti lifir og hrærist í tískuog hönnunarheimi

Arnar Gauti Sverrisson er uppalinn í Keflavík en flutti ungur til Reykjavíkur þar sem hann hefur lifað og starfað í tísku- og hönnunarheiminum í rúm 30 ár. Hann hefur komið víða við og skilið eftir sig vandað handbragð, m.a. á hans gömlu heimaslóðum, á Suðurnesjum. Verkefni á Suðurnesjum „Það sem hefur staðið upp úr hjá mér með verkefni í Reykjanesbæ er tvímælalaust Library bistro í Radisson-hótelinu. Það var gaman að

koma til baka og gera þetta verkefni. Bergþóra og Bjarni gáfu mér frjálsar hendur við hönnunin og met ég það mikils. Með þeim hætti nær líka sýn mín sem hönnuður alla leið,“ segir Arnar Gauti.

„Núna er ég að byggja í Vogunum fjölbýlishús í samstarfi við tvo aðra aðila í gegnum fyrirtæki sem heitir Smartbyggð. Við erum að reisa tíu íbúða fjölbýlishús og þetta er hönnunarsamstarfs Kristins Ragnars-

Reyklaus um jólin

20% afsláttur af Nicorette í 8.–24. desember Saman hugum við að heilsunni

Reykjanesapótek • Hólagötu 15 • 260 Reykjanesbæ Sími 421-3393 • Vaktsími lyfjafræðings 821-1128 Opið frá kl. 9:00 til 20:00 virka daga og frá kl. 12:00 til 19:00 um helgar.

sonar arkitekts og síðan vörumerkis míns, „Sir Arnar Gauti“. Pælingin með þetta hús og íbúðir er að upplifunin verði svolítið öðruvísi en gengur og gerist. Við komum til með að skila af okkur fullhönnuðum íbúðum sem m.a. verða með fullkomnu loftræstiArnar Gauti kerfi, liti frá minni og Berglind eigin málingarlínu kona hans. frá Húsasmiðjunni og síðan hönnun og innréttingum í samræmi við þann stíl sem ég hef tileinkað mér í gegnum tíðina.“ Fyrsta afhending íbúða reynslu úr tískuheiminum, hef verður síðan í febrúar á næsta ári. ferðast og séð mikið og er mjög „Síðan er aldrei að vita hvað þetta sjálfsöruggur í því sem ég tek mér verkefni tekur mig lengra“ segir fyrir hendur og er ekki smeykur Arnar Gauti og kímir. við að fara mínar leiðir í hönnun. Þetta hefur skilað mér ákveðnu orðspori og vörumerkinu – Sir Sjónvarpsferillinn Arnar Gauti.“ Arnar Gauti er með lífstílþáttinn „Sir Arnar Gauti“ á Hringbraut Sir Arnar Gauti verður til og hefur hann náð að festa sig vel í sessi með um 40 þúsund Vörumerkið varð til þegar Arnar áhorf hver þáttur. „Ég byrjaði með Gauti sett af stað lífsstílstengda þennan þátt fyrir rúmu ári síðan og heimasíðu og blogg um tísku og fjórða serían fer í loftið á nýja ári.“ hönnun. „Ég vildi að heimasíðan Þetta eru ekki fyrstu skref hefði ákveðið kikk og þess vegna Arnars Gauta á sjónvarpsskjánum, varð til nafnið Sir Arnar Gauti. hann tók við sjónvarpsþáttum Ástæðan fyrir nafninu er þessi „Innlit – útlit“ sem var sýndur á breska tenging sem er svo sterk Skjá 1 á sínum tíma af Völu Matt hjá mér í hönnun og tísku, t.d. Burásamt þeim Þórunni Högnadóttur berry og Land Rover. Nafnið kemur og Nadiu Banine og voru þau með í raun frá vinum mínum sem höfðu einn vinsælasta sjónvarpsþáttinn kallaði mig þetta í gríni.“ á þeim tíma í þrjú ár. Þetta var Þegar ég bað Arnar Gauta um magnaður tími og skemmtilegt að rifja upp eftirminnileg atvik verkefni, alltaf mikið líf og fjör í á sínum langa ferli þá kom upp í kringum þáttinn. hugann hjá honum opnun tískuÞað er gaman að fá að hitta og verslunar á Norðurlöndum en á kynnast ólíku og hæfileikaríku fólki sínum tíma var hann fyrstur til sem er að gera ótrúlega hluti og að flytja inn til Íslands tískuvörur fá að fjalla um það í sjónvarpinu, frá Burberry í London. „Það var hvort sem það eru listamenn, eftirminnilegt fyrir mig þegar ég kokkar eða hvað það er. Þetta er var beðinn um að opna fyrstu skemmtilegasti hlutinn við sjónflaggskipsbúðina hjá Burberry á varpið, þessi persónulegu tengsl og Norðurlöndum, þá rétt um 30 ára fá að skyggnast inn í líf þessa fólks.“ gamall. Þetta var mikill heiður fyrir litla strákinn úr Keflavík.“ Það er margt í farvatninu hjá Áhugi á tísku verður að starfi Arnari Gauta en auk fyrrgreindra verkefna þá voru þau hjónin að „Ég á móður minni mikið að kaupa helmingshlut í tískuvöruþakka að hafa haft tækifæri á því versluninni Kroll í Kringlunni að komast á þennan stað sem ég þannig að Arnar og konan hans er á núna. Ég hafði alltaf áhuga á Berglind eru komin aftur í tískutísku og þegar ég var um sautján bransann. ára gamall þá tók ég rútuna til Reykjavíkur þar sem ég vann í tískufataverslun og móðir mín sótti Fyrst og fremst fjölskyldufaðir mig síðan um kvöldið á hverjum virkum degi.“ „Fyrst og fremst er ég faðir, ég og Síðar flutti Arnar Gauti til konan mín eignuðumst barn á síðReykjavíkur þar sem hann hefur asta ári og bæði áttum við tvö börn búið og starfað síðan, í um 30 ár í fyrir þannig að ég er ríkur maður hinum ýmsu tískufataverslunum. og líf mitt snýst aðallega um þau.“ Hann færði sig síðan til og fór að Arnar Gauti er mikið jólabarn vinna í húsgagnaversluninni EXÓ og finnst tíminn í desember og þar sem hann kynntist ýmsum fyrir jólin skemmtilegur og þá efnum, húsgögnum og hönnun sem helst í faðmi fjölskyldunnar. „Ég varð til þess að áhugi kviknaði á held mikið upp á jólin, sérstakinnanhúshönnun. „Ég bý að mikilli lega núna með stærri fjölskyldu. Fyrir þar síðustu jól fórum við úr bænum þegar Berglind, konan mín, var ófrísk af Ivý, settum litla jólatréð okkar og pakkana í bílinn og keyrðum til Flúða þar sem við áttum notalega jóla- og fjölskyldustund í sumarbústað. Það var mikill léttir að keyra úr bænum á Þorláksmessu og eyða jólunum í fallegu umhverfi Flúða þar sem allt var þakið í snjó.“ Arnar Gauti hannaði Library á Park Inn hótelinu.

Jón Hilmarsson ungo@simnet.is


Við bjóðum íbúa Suðurnesja velkomna til okkar

SKYRT UR 30% af sláttur


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sigurður Ingvarsson, Hafsteinn Guðnason og Guðmundur Sørensen.

TANI KVEÐUR BAKARÍIÐ OG HELDUR TIL GRINDAVÍKUR Það eru jafnan ekki sagðar fréttir af því þó fólk fari á öldrunarheimili en sumir skreyta samfélagið á Suðurnesjum betur en aðrir og Tani, Jónatan Jóhann Stefánsson, fyrrverandi vélstjóri, er einn þeirra. Því er því tilefni til að segja frá breytingum á högum kappans sem búið hefur í Miðhúsum í Sandgerði og er nú kominn á Víðihlíð í Grindavík. Jónatan, eða Tani, hefur í gegnum tíðina verið duglegur að safna ýmsum munum, myndum og fleiru frá litríkri ævi sinni tengdri sjómennsku. Hann á fjölda skipslíkana, m.a. af Titanic og á vef Víkurfrétta, vf.is má sjá viðtal sem tekið var við hann árið 2018 þegar opnuð var sýning á heimili hans í Sandgerði. Ásmundur Friðriksson er einn góðra vina Tana og hann hefur átt reglulega kaffifundi með honum í Sigurjónsbakaríi undanfarin ár. Þar hafa fleiri kíkt við og rætt um heima og geima við Tana, Ása og fleiri. Ási greinir frá þessum tímamótum Tana á Facebook síðu sinni og segir m.a.:

Síðasta sagan úr bakaríinu „Það voru tilfinningar í gangi hjá okkur Tana þega við kvöddum góða vini í Sigurjónsbakarí í morgun. Sigurjón Ásdís og Margrét hafa verið okkur sem fjölskylda í reglulegu spjalli okkar í bakaríinu og helt upp á fínt kaffi og ekki hafa menn spýtt brauðinu út úr sér. Ekki frekar en vitinu sem nóg er af og því ekki töluð vitleysan í bakaríinu. Við eigum líka sjálfir okkar föstu kúnna sem koma og spjalla við okkur um heim og geima. Mesta fjörið er þegar gamlir sjómenn eða tengdir sjómennsku og vélum mæta

í spjallið. Það er mikið atriði að vera inni í vélum. Lífið er vélar og sjómennska hjá okkur þegar sögur eru sagðar í bakaríinu. Þá er pólitíkin fyrirferðarmikil. Við erum boðberar andstæðra póla í ríkisstjórninni og ekki er nú vafamál hvor hefur betri tengingar og stjórn á forystunni í sínum flokki. Þegar Jónatan tekur upp síman og hringi í Katrínu er svarað og hlutirnir græjaðir. Þegar ég hringi er svarið að slökkt sé á símanum eða hann utan þjónustusvæðis. Við félagar eru þakklátir Sigurjóni, Ásdísi, Margréti og starfsfólkinu fyrir frábæra þjónustu á samleið gleði og kærleika. Fjöldi viðskiptavina sem sest hafa hjá okkur eru eftirminnilegir. Björg og hennar fólk í Sjúkraþjálfun Suðurnesja hafa litið við og þeim eru gefin góð ráð. Þá eigum við símavini sem hringja í bakaríið þegar umræðurnar hafa verið hvað gáfulegastar. Þau símtöl hafa truflað okkur töluvert en við fyrirgefum það allt á þessum tímamótum. Við erum ekki einhamir og tökum nú næsta skref. Tani fer upp í Grindavík síðar í dag og sefur fyrstu nóttina í Víðihlíð. Hann hlakkar til og biður að heilsa. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá Sigga Ingvars og Habba

Guðna, gamla vini og samtímamenn. Á morgun fyllist bakaríið aftur af góðu fólki og maður kemur í manns stað,“ segir Ásmundur í pistli sínum.

Stofnfélagi VG númer sjö Tani er stofnfélagi númer sjö í Vinstri hreyfingunni, Grænu framboði, VG. Hann fór með kompáss á skrifstofu VG í Reykjavík en hann á að minna félaga hans í VG á stefnuna, að halda kúrs sama á hverju gengur. Ekki er hægt að segja frá högum Tana öðruvísi en að minnast á vinskap hans við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hann færði henni lopapeysu á síðasta ári og hún tók á móti honum í stjórnarráðinu. Víkurfréttir voru með í þeirri för og á vf.is má líka sjá frá þeirri ferð. Þegar Katrín forsætisráðherra var í Suðurnesjaheimsókn fyrr á þessu ári til að kynna sér stöðuna á svæðinu fór hún víða en var á næst síðasta stað í dagsferð sinni á bæjarskrifstofunum í Grindavík þar sem hún ræddi m.a. afleiðingar eldgossins í Geldingadölum við heimamenn. Hún ætlaði að enda ferðina á Vatnsleysuströnd áður en hún héldi til borgarinnar en sagði við fréttamann VF að hún þyrfti að taka eitt auka-

Tani á marga vini og hér er hann með nokkrum á góðri stund í Sigurjónsbakaríi.

Tveir af bestu vinum Tana, Margeir Elentínusson og Ásmundur Friðriksson með honum heima. stopp í ferðinni – í Sandgerði. Fréttamaður spurði hana hvað hún ætlaði að gera þar, það væri langt úr leið. „Ég er að fara að hitta Tana minn,“ sagði hún og fór inn í ráðherrabílinn

sem brunaði beint að Miðhúsum í Sandgerði. Páll Ketilsson pket@vf.is

Vinirnir, Tani og Katrín í lopapeysunum góðu á skrifstofu forsætisráðherra í Stjórnarráðinu í Reykjavík sumarið 2020.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Framlög til Rauða krossins, Velferðarsjóðs og Umhyggju Félagskonur í Lionsklúbbnum Freyju í Keflavík hafa veitt framlög úr sjóðum sínum nú fyrir jólin. Annars vegar veittu þær Rauða krossinum á Suðurnesjum framlag og hins vegar til Velferðarsjóðs Suðurnesja. Athöfnin fór fram í Keflavíkurkirkju. Framlagið til Rauða krossins skipti fljótt um hendur því Rauði krossinn á Suðurnesjum afhenti við þetta tækifæri framlag sitt til Velferðarsjóðs Suðurnesja, þar sem þörfin er mikil um þessar mundir. Lionskonurnar létu ekki þar við sitja og stefndu fulltrúa Team Rynkeby á Íslandi til fundar við sig. Þar afhentu Freyjukonur framlag í söfnun Team Rynkeby fyrir Umhyggju, félags langveikra barna á Íslandi.

Örninn til Suðurnesja og starfsemin kynnt í Sandgerðiskirkju Lionsklúbburinn Freyja veitti styrk til Velferðarsjóðs Suðurnesja.

Rauði krossinn á Suðurnesjum fékk styrk frá Freyju en Lionskonur hafa haft aðstöðu hjá Rauða krossinum til að setja saman sælgætiskransa sem þær svo selja fyrir jólin.

Örninn, minningar- og styrktarsjóður, hefur það að markmiði að bjóða upp á reglulegar samverur og helgardvöl fyrir börn sem misst hafa náinn ástvin. Horft er einkum til tíu til tólf ára barna og unglinga á aldrinum þrettán til sautján ára. Hópurinn hefur haft mánaðarlegar samverur yfir vetrartímann í Vídalínskirkju í Garðabæ en horfir nú til Suðurnesja til að meta þörf á slíku starfi hér. Auk þess er farið í eina helgarferð að vori. Að sögn sr. Sigurðar Grétars Sigurðssonar, sóknarprests í Útskála- og Hvalsnessóknum, er sorgarvinna barna og unglinga oft langtímaverkefni og óhætt að fagna því að möguleiki sé á að Örninn bjóði upp á reglulegar samverur hér á Suðurnesjum. „Það er sr. Matthildur Bjarnadóttir sem er verkefnisstjóri Arnarins en auk hennar eru fjölmargir

sjálfboðaliðar sem koma að verkefninu. Mér er kunnugt um börn héðan af Suðurnesjum sem sótt hafa samverur í Garðabænum og verið mjög ánægð með þær. Aðstandendur barnanna tengjast starfinu gjarna einnig,“ segir sr. Sigurður Grétar. Sr. Matthildur mun fjalla um sorg barna og unglinga en það er málaflokkur sem hún hefur gefið sérstakan gaum. Fimmtudaginn 9. desember kl. 17:00–18.30 verður kynningin í Sandgerðiskirkju þar sem fjallað verður um efnið, starfið kynnt og e.t.v. brugðið aðeins á leik. „Þátttakendur hafa átt margar gleðiríkar samverustundir þar sem sambærileg erfið lífsreynsla styrkir böndin og hjálpar þeim að finna að þau eru ekki ein. Gleði sem deilt er með öðrum er tvöföld gleði og sorg sem deilt er með öðrum er hálf sorg, var einhverntíman sagt,“ sagði sr. Sigurður Grétar að lokum.

Jólablað Víkurfrétta

Team Rynkeby tók við styrk frá Freyju í söfnun fyrir Umhyggju, félag langveikra barna. VF-mynd: Hilmar Bragi

Rauði krossinn á Suðurnesjum styrkti Velferðarsjóð Suðurnesja.

kemur út fimmtudaginn 16. desember. Verið tímanlega með auglýsingar!


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ríkisstjórnin styður við menntun og ný námsúrræði með stofnun Menntanets Suðurnesja sem Bjarklind Sigurðardóttir stýrir. Samstarf við skólastofnanir á svæðinu.

Efla námsúrræði fyrir íbúa og atvinnuleitendur Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í september 2020 að stofna Menntanet Suðurnesja í samstarfi við menntastofnanir á svæðinu til að efla námsúrræði fyrir íbúa og atvinnuleitendur. Markmiðið er að auka samvinnu menntastofnana, búa til menntaúrræði þvert á menntastofnanir með áherslu á þarfir íbúa og hámarka nýtingu fjármuna, reynslu og þekkingar sem fyrir er á svæðinu. Aðilar að Menntaneti Suðurnesja eru Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Keilir; miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Fisktækniskóli Íslands. Verkefnastjóri Menntanets Suðurnesja, Bjarklind Sigurðardóttir, hóf störf í mars á þessu ári, hún er einnig stjórnarformaður Menntanetsins. „Við í stjórn Menntanets Suðurnesja hófum strax samtal um þau helstu verkefni sem við vildum ráðast í og sáum fyrir okkur að það væri gott að styrkja og styðja við tvo viðkvæma hópa á Suðurnesjum. Annars vegar að fjármagna og halda námskeið fyrir atvinnuleitendur og hins vegar fjármagna og setja upp nám fyrir unga útlendinga sem eiga erfitt með að sækja hefðbundið nám. Stjórnendur og starfsmenn skóla hófu þessa vegferð með því að hittast á vinnufundi í byrjun október til að

greina þörfina hjá hópunum tveimur og hugsanleg tækifæri til að aðstoða þá. Leitast var við að finna svör við ýmsum spurningum til að skrásetja þekkingu á málefnunum sem svo nýttist við áframhaldandi undirbúning. Breiðari hópur fagaðila frá skólum, sveitafélögum og öðrum stofnunum funduðu og upplýstu teymi um stöðu mála í þessum málaflokkum. Þannig náðum við að setja saman öflugt teymi sem hefur góða þekkingu og reynslu. Næstu skref stjórnar voru að ráða fagaðila sem

Úr tungumálakenslutíma í Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum.

verkefnastjóra til að stýra þessum tveimur verkefnum innan skólanna,“ segir Bjarklind.

Námskeiðið Eflum atvinnuleitendur Í byrjun nóvember var verkefnastjóri ráðinn til að stýra og undirbúa námskeiðið sem er fyrir atvinnuleitendur. Verkefnastjórinn er Jóhann Birnir Guðmundsson, félagsfræðingur. Hann er staðsettur hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. „Námskeiðið heitir Eflum atvinnuleitendur og byggir á þeirri hugmyndafræði að einstaklingur sem hefur trú á sjálfum sér sé virkari í atvinnuleit og/eða sæki sér menntun til að efla sig, hann er tilbúinn til að takast á við nýjar áskoranir í lífinu. Á námskeiðinu verður einstaklingsmiðuð fræðsla tengd námi, starfsmöguleikum og heilsu. Nemendur fá ráðgjöf sem styrkir einstaklinginn til að ná settum markmiðum er tengist námi og atvinnu. Boðið verður upp á sex mánaða dagskrá

Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VSFK um kjör aðalstjórnar samkvæmt B-lið laga um stjórnarkjör og stjórn sjómannadeildar ásamt trúnaðarmannaráði, stjórn sjúkrasjóðs, orlofsheimilasjóðs, fræðslusjóðs og trúnaðarmannaráð. Félagið leitar eftir félagsmönnum sem vilja taka þátt í starfsemi félagsins og hvetjum áhugasama til að hafa samband. Tillögum og ábendingum skal skilað á skrifstofu félagsins í síðasta lagi þriðjudaginn 15. desember kl. 12.00. Fylgt er reglugerð ASÍ þar að lútandi. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Kjörstjórn VSFK og nágrennis. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

þar sem farið verður m.a. í sjálfsstyrkingu, heilsutengda fræðslu, fjármálafræðslu og starfstengda fræðslu með möguleika á vinnuprófun, réttindi og skyldur. Einnig verður í boði uppbyggileg samskipti, núvitund og jóga. Skólarnir bjóða nemendum upp á örnámskeið sem tengist brautum skólanna til að kynna fyrir þeim þá menntun sem býðst á svæðinu og nemendur fara einnig í vinnustaðaheimsóknir. Námskeiðið verður fyrir tvo hópa, annars vegar fyrir íslenskumælandi og hins vegar pólskumælandi. Gert er ráð fyrir tólf nemendum í hvorum hópi. Námskeiðið fyrir íslenskumælandi hópinn byrjaði í lok nóvember. Það er ennþá laus pláss í hópana en er óðum að fyllast í hvorn hópinn fyrir sig. Ég vil endilega koma því á framfæri fyrir þá sem hafa áhuga að hafa samband við Jóhann Birni hjá MSS.“

Nám fyrir ungt fólk af erlendum uppruna Í lok nóvember var fenginn verkefnastjóri til að stýra og undirbúa nám sem er fyrir ungt fólk af erlendum uppruna og eru á aldrinum sextán til tuttugu ára. Verkefnastjórinn fyrir þessu verkefni heitir Þjóðbjörg Gunnarsdóttir og er hún kennari og sér um málefni nýbúa í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Eins og við vitum þá er samfélagið á Suðurnesjum fjölmenningarsamfélag. Ungt fólk af erlendum uppruna sækir nám bæði í grunnskóla og hjá öðrum menntastofnunum á Suðurnesjum. Nemendur koma frá ólíkum menningarheimum, tala ólík tungumál og sum hver standa sig með ágætum í námi á meðan önnur hafa ekki fengið tækifæri á menntun í sínu heimalandi. Menntanet Suðurnesja ákvað að bjóða ákveðnum hópi ungs fólki af erlendum uppruna í sérsniðið nám sem byggist á grunnþjálfun í íslensku og fræðslu á íslensku samfélagi. Þetta nám er til þess fallið að það styrki einstaklingana og gerir þeim kleift að sækja hefðbundið nám hjá skólunum á Suðurnesjum eða annarsstaðar í framtíðinni. Námið verður í boði næstkomandi vorönn 2022. Leitast er við að bjóða námsgreinar sem efla nemendur sem þekkja ekki íslenskt samfélag og menningarlíf. Nemendur þjálfast í grunnorðaforða, talþjálfun, framburði og hlustun. Nemendur læra að matreiða áhugaverða rétti, t.d. íslenska rétti eða rétti frá öðrum menningarheimum. Þeir eflast í sköpun á hinum ýmsu listformum og læra forritun sem tengjast tölvu-

Páll Ketilsson pket@vf.is

leikjagerð. Einnig kynnast nemendur íslensku samfélagi í gegnum kappleiki, söfn og aðra samfélagsviðburði og læra að þekkja nærumhverfi sitt til að átta sig á þeirri fjölbreyttri þjónustu sem sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða íbúum sínum. Kennslan fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og kennarar sem koma að kennslu og fræðslu koma frá öllum skólunum. Menntanet Suðurnesja stefnir á að bjóða tveggja anna námsbraut haustið 2022 til að styðja enn betur við þennan hóp og munu fagaðilar nýta vorönnina 2022 sem grunn og lærdómsferli fyrir þessa tveggja anna námsbraut.“

Einnig kynnast nemendur íslensku samfélagi í gegnum kappleiki, söfn og aðra samfélagsviðburði og læra að þekkja nærumhverfi sitt til að átta sig á þeirri fjölbreyttri þjónustu sem sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða íbúum sínum ... Bjarklind segir að lögð sé áhersla í báðum þessum verkefnum að samnýta innviða skólanna fjögurra sem sitja í stjórn Menntanets Suðurnesja, nýta hæfni og reynslu þessara frábæru kennarana sem þar starfa, stjórnendur og tengslanetið sem er til staðar, húsnæðin og annan aðbúnað. „Það er margt spennandi sem við getum svo gert á næsta ári. Við erum í þessum töluðum orðum að fara yfir ýmis hugsanleg framtíðarverkefni til að efla íbúa og samfélagið okkar. Við lögðum könnun fyrir atvinnulífið til að sjá hvar við getum bætt okkur í úrvali og framboði á menntun fyrir starfsmenn og fyrirtæki á svæðinu. Niðurstöðurnar liggja fyrir fljótlega. Ég bind vonir um að þessar niðurstöður geti verið að einhverju leyti leiðandi. Einnig vitum við að miklar breytingar eru og verða á framtíðarstörfum og við í stjórn Menntanets Suðurnesja viljum taka þátt við að efla okkur sem samfélag og atvinnusvæði á Suðurnesjum,“ segir Bjarklind.


Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Íslensk sígræn

Stafafura frá Skógræktinni

Stafafura 100-150 cm

4.650 kr. vnr. 41140101

Fæst í öllumum versluKnO BY

Skrauthengi champagne 8cm til þess að hengja á jólatré, Bíll, lest og jólastafur. 695 kr. | vnr. 42028127

Stafafura 151-200 cm

8.950 kr. vnr. 41140104

Skrauthengi champagne 15cm til þess að hengja á jólatré. 395 kr. | vnr. 42020906

Þú finnur

Jólagjafahandbókina á byko.is

Verslaðu á netinu á byko.is

Trén eru ræktuð án eiturefna, enginn áburður er notaður við ræktun fyrir utan 10-15g á hvert tré við gróðursetningu. Flutningsleiðin er stutt og er stafafuran því mun umhverfisvænni kostur en innflutt tré. Að minnsta kosti 10 tré eru ræktuð í stað hvers trés sem fellt er sem jólatré. Stafafura er vinsælasta íslenska jólatréð og er einstaklega barrheldin og ilmandi.

Jólatrésstandur hæð 14,5 cm. tekur 0,9 l. af vatni. Fyrir tré max 2,6 m. 5.495 kr. | vnr. 46308893


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Áhuginn kviknaði í skemmtilegum sögutímum í Fjölbraut Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu: Um notkun dönsku og erlend áhrif á Íslandi – er ný bók eftir Keflvíkinginn Kristjönu Vigdísi Ingvadóttur „Ég hef haft áhuga á því að skoða söguna og reyna að skilja hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru í dag allt frá því ég var í skemmtilegum sögutímum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja,“ segir Kristjana Vigdís Ingvadóttir, skjalavörður hjá Þjóðskjalasafni Íslands en eftir hana er nú komið út sagnfræðiritið Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu: Um notkun dönsku og erlend áhrif á Íslandi.Kristjana þurfti að sýna mikla þrautseigju við bókarskrifin sem húnn vann með 80% starfi hjá Þjóðskjalasafninu. Við spurðum hana hvað hafi komið til að hún skrifaði bókina og forvitnuðumst líka aðeins um hana. Keflvíkingur í Njarðvík „Ég er ég 28 ára gömul, fædd og uppalin í Reykjanesbæ, í raun Keflvíkingur sem bjó í Njarðvík. Ég gekk í Holtaskóla og svo Fjölbrautaskóla Suðurnesja en ég útskrifaðist þaðan af Félagsfræðibraut. Ég fór sem skiptinemi til Ítalíu árið 2010 og uppgötvaði í raun þar áhuga minn á sögunni. Þegar heim var komið fór ég aftur í FS og skipti alveg um stefnu – ég hafði nefnilega verið skráð á náttúrufræðibraut og vissi ekkert hvað ég vildi gera í lífinu. Eftir árið á Ítalíu færði ég mig því yfir um braut og reyndi að komast í sem flesta söguáfanga sem ég gat í skólanum. Ég var þá svo heppin að fá að sitja

sögutíma hjá Guðjóni S. Björgvinssyni það árið en hann var einstaklega góður í að gera efnið áhugavert og skemmtilegt.“ Hvað var hvatning til að fara í þessi skrif? „Í raun byrjar þetta allt á þeirri einföldu pælingu hvers vegna við tölum ekki dönsku hér á Íslandi í stað íslensku. Þegar ég fór í námsferð til Edinborgar vildi svo til að ég fór að skoða notkun gelísku og ensku þar og komst að því að gelískan var bókstaflega barin niður og Skotum gert að tala og nota ensku. Ég fór því að velta fyrir mér hvers vegna okkur var ekki gert að nota dönsku meira þar sem við vorum undir stjórn Danakonungs. Fljótlega heyrði ég svo af bréfi Bjarna Jónssonar rektors í Skálholtsskóla frá 1771 þar sem hann leggur það til að Íslendingar taki upp dönsku í stað íslensku og sagði íslenskuna jafnvel orðna skaðlega okkur. Þetta vakti óneitanlega áhuga minn svo ég ákvað að ég skyldi skoða betur tungumálanotkun á þessum tíma. Ég velti fyrir mér hvaða áhrif það hafði á samfélagið á Íslandi að vera undir stjórn Dana og til dæmis hvort það hafi verið svo mikið um dönskunotkun að það hefði verið auðvelt að skipta alfarið yfir í dönsku eins og Bjarni lagði til - var þetta hugmynd sem margir studdu eða var hún bara komin frá Bjarna sjálfum? Þá er nokkuð augljóst að þessari hugmynd var ekki hrint í framkvæmd svo mig langaði til þess að skoða líka hvað olli því að íslenskan „sigraði“ – hvers vegna tölum við íslensku í dag?“

Núna enskuslettur Bókin byggir á BA ritgerð minni í sagnfræði við Háskóla Íslands sem Kristjana sótti um að gefa út sem smárit hjá Sögufélagi en varð svo að veglegri bók. „Þá ætlaði ég að bæta aðeins við umfjöllun um stöðu tungumálanna

„Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í enda ekki með mikla reynslu af bókarskrifum og rannsóknum svona nýskriðin úr BA náminu en þetta ferli hefur verið mjög lærdómsríkt - og stærsta lexían líklega sú að það er ekki sniðugt að skrifa bók í hjáverkum með 80% vinnu!“

á 19. öld og svo langaði mig endilega að hafa í lokin smá kafla um enskunotkun í dag. Ástæðan er sú að þegar ég var að skoða „dönsk áhrif“ á 18. og 19. öld fannst mér margt minna á umræðuna um enskuslettur og enskunotkun á Íslandi í dag. Í þá daga var kvartað undan dönskuslettum en í dag kvartað undan enskuslettum. Það er þó margt sem skilur þessa tíma að en mér fannst gaman að spá aðeins í þessu því það sem mér finnst nokkuð augljóst er að íslenskan er virt og hún lifir áfram þrátt fyrir að það steðji að henni einhverjar ógnir. Í grunninn er bókin svo rannsókn á tungumálanotkun innan stjórnsýslunnar á Íslandi á 18. og 19. öld en þar kemur skjalavörðurinn í mér sterkt fram þar sem ég rannsaka bréfaskipti innan stjórnsýslunnar á þessum tíma. Markmiðið með þeirri rannsókn var í raun bara að sjá svart á hvítu hversu mikið hafi verið um íslenskunotkun og hversu mikið menn notuðu dönsku.“ Hvernig gengu svo skrifin? „Skrifin gengu ágætlega bara. Ég hafði auðvitað BA rannsóknina til að byggja á en fór í þó nokkuð mikla rannsóknarvinnu til þess að bæta við efnið. Ég hef verið í nær 2 ár að vinna að útgáfu bókarinnar en ég ákvað að gera þetta með 80% vinnu á Þjóðskjalasafninu svo nær öll kvöld og helgar hafa farið í bókina síðustu misserin. Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í enda ekki með mikla reynslu af bókarskrifum og rannsóknum svona nýskriðin úr BA náminu en þetta ferli hefur verið mjög lærdómsríkt - og stærsta lexían líklega sú að það er ekki sniðugt að skrifa bók í hjáverkum með 80% vinnu! En þetta hafðist - og líklega hjálpaði það eitthvað að ég var ekkert að missa af miklu þegar ég var að vinna enda samkomubönn og takmarkanir eitthvað sem einkenndi þennan tíma líka að miklu leyti.“ Viltu segja okkur frá helstu niðurstöðum? „Eins og titillinn á bókinni gefur til kynna er niðurstaðan að stærstu leyti sú að bæði Íslendingar og Danir lögðu frekar áherslu á að rækta og þróa áfram íslensku í stað þess að danskan tæki hér yfir. Dönsk áhrif hér á landi þar til á 19. öld voru ekki svo mikil ef litið er til þess að þau var helst að finna meðal yfirstéttarinnar – elítunnar. Þeir sem kunnu dönsku á Íslandi voru þeir sem höfðu tækifæri til þess að mennta sig og flytja til Kaupmannahafnar í skóla. Þeir komu svo heim og notuðu dönsku ef þeir þurftu í vinnunni sem embættis-

menn en sumir notuðu dönsku líka utan hennar – t.d. var fyrsta íslenska tímaritið gefið út á dönsku. Það voru svo einhverjir danskir menn starfandi hér, sem embættismenn og kaupmenn sem dæmi, og þeir höfðu einhver áhrif – en ekki þannig að það hefði t.d. verið auðvelt fyrir alla að skipta bara yfir í dönsku. Almenningur hafði þá nær enga þekkingu í dönsku en það sem er mjög áberandi á Íslandi miðað við t.d. önnur lönd innan Danska konungsríkisins er að á Íslandi var það viðurkennt að Íslendingar notuðu móðurmál sitt. Þetta hafi Danir sjálfir lagt áherslu á nota bene. Engar reglugerðir voru t.d. settar um það að almenningi skyldi kennd danska á 18. öld en sem dæmi má nefna að á sama tíma var miklu meira um dönsku í Færeyjum.

Börðust fyrir íslenskunni „Ljóst er að á 18. öld voru fleiri en Bjarni Jónsson rektor að hugsa um þá hugmynd að taka upp dönsku í stað íslensku en Eggert Ólafsson talar t.d. um hana (og er ekki hrifinn). Þá birtist sem dæmi grein

á dönsku í fyrsta íslenska tímaritinu (sem hét Islandske Maaneds-Tidender) og Magnús Ketilsson sýslumaður gaf út, árið 1771 þar sem hann fjallar um þessa hugmynd og biður þess að hún verði ekki að veruleika. Árið 1837 fjallaði Konráð Gíslason Fjölnismaður svo um þessa hugmynd um afnám íslenskunnar og var lítt hrifinn, en þar er e.t.v. of vægt til orða tekið. Konráð talaði um að þeir sem notuðu dönsku svo mikið, t.d. í störfum sínum en einnig utan þeirra, væru jafnvel bara þjóðleysingjar eða hið minnsta þjóðblendingar. Með það í huga er óhætt að segja að á 19. öld hafi viðhorf til dönskunotkunar á Íslandi (þá helst innan stjórnsýslunnar) gjörbreyst en gagnrýni á dönskunotkun varð einnig mun háværari. Í ræðu sinni frá 1837 sagði Konráð þá sem betur fer dauða sem hefðu viljað meiri dönsku á 18. öld og svo þekkjum við líklega flest restina af sögunni; Jón Sigurðsson, Konráð og fleiri börðust fyrir því að íslensku skyldi nota í öllum embættisgjörðum á Íslandi og íslenskan varð að einhverskonar vopni í sjálfstæðisbaráttunni – því hún var svo mikils virði (fyrir okkur en líka Dani!). Við vitum svo hvernig sjálfstæðisbaráttan fór og hvaða tungumál við tölum í dag. Má þó bæta við að á 19. öld var eins og það bættist í dönsku notkun embættismanna á Íslandi, en það er það sem rannsókn mín sýnir – og ég hugsa að það sé þá að miklu leyti vegna aukinna tengsla og samskipta við dönsk stjórnvöld á fyrri hluta 19. aldar.“ Kristjana segir að um miðja 19. öld hafi aftur orðið gjörbreyting á tungumálanotkun innan stjórnsýslunnar og íslenskan virðist taka yfir allt. „Síðan þá hefur það verið nokkuð skýrt að íslensku eigi að nota innan stjórnsýslunnar á Íslandi en í samskiptum við önnur lönd er þó viðurkennt að það megi nota önnur tungumál, annars myndum við einangrast nokkuð mikið hér á þessari litlu (stórustu) eyju. Á 18. og 19. öld var það danskan sem helst var notuð til þessa en nú er það helst enska. Það sem við þurfum því að passa er að viðhalda íslenskunni og hafa íslensku í forgrunni hér á landi á sama tíma og við fögnum fjölmenningunni og þeim tengslum sem við eigum við þá sem ekki eru íslenskumælandi,“ segir Kristjana Vigdís. Páll Ketilsson pket@vf.is

Baráttan fyrir íslenskri tungu Sögufélag gefur út bókina Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu og í tilkynningu frá því segir um bókina: Þar er fjallað um hugmyndir manna um að leggja niður íslensku á 18. og 19. öld, baráttu fyrir íslenskri tungu og þrautseigju hennar gagnvart erlendum áhrifum. Þessi saga er síðan spegluð við samtímann, þar sem íslenskunni steðjar ef til vill ógn af enskunni. Um bókina: Árið 1771 skrifaði rektor Skálholtsskóla bréf til danskra yfirvalda þar sem hann lagði til að íslenska yrði lögð niður. Íslendingar skyldu taka upp dönsku, tungumál herraþjóðarinnar. Íslenskir mennta- og embættismenn notuðu mest dönsku en alþýðan notaði nær eingöngu íslensku. Rektor vildi meina að íslenskan væri ekki aðeins orðin gagnslaus heldur beinlínis skaðleg ímynd þjóðarinnar. Hvað gerði það að verkum að framtíð íslensk­unnar var tryggð þrátt fyrir ýmsar hindranir? Hér koma við sögu íslenskir málhreinsunarmenn og „baráttumenn“ íslenskunnar en einnig danskir áhugamenn um íslensku – norrænuna fornu – og handritin sem geyma sögu Norðurlanda.

Kristjana Vigdís Ingvadóttir, sagnfræðingur, fjallar hér um „dönsk áhrif“ á Íslandi á átjándu og nítjándu öld en einnig um mikilvægi íslensku frá siðaskiptum. Hvaða áhrif hafði það á íslenskt samfélag og tungu að vera undir stjórn Dana? Hér er í fyrsta skipti rannsökuð tungumálanotkun á Íslandi á markvissan hátt með því að rýna í bréfaskipti amtmanna við aðra embættis­menn, stjórnvöld og almenning. Þannig fæst skýr mynd af tungumálanotkun Íslendinga á átjándu og nítjándu öld. En baráttunni fyrir íslenskunni er hvergi nærri lokið. Aðrar ógnir steðja að á tuttugustu og fyrstu öld og þrautseigju þarf enn ef íslenskan á að lifa af.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Öllu fjármagni til gestastofa og sýninga verði ráðstafað til uppbyggingar í Kvikunni Bæjarráð Grindavíkur leggur mikla áherslu á að komið verði á fót sýningu og fræðslusetri um náttúru og jarðfræði með áherslu á eldgosið í Fagradalsfjalli. Mikill fjöldi ferðamanna hefur komið á gosstöðvarnar og gert er ráð fyrir að svo verði áfram næstu árin jafnvel þótt eldvirkni verði ekki til staðar. Á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur kom fram að Grindavíkurbær leggur fram aðstöðu í menningarhúsinu Kvikunni sem er sérstaklega hentugt og vel staðsett húsnæði til þessarar starfsemi. Í ljósi aðstæðna og þess aðdráttarafls sem gosstöðvarnar hafa fer bæjarráð Grindavíkur fram á að öllu því fjármagni sem ætlað er til gestastofa og sýninga á vegum Reykjanes Geopark til ársloka 2022 verði ráðstafað til uppbyggingar í Kvikunni.

Hópur rithöfunda sem fékk tilnefningu Bókmenntaverðlauna 2021. Kristjana þriðja frá vinstri í neðri röð.

Tilnefnd til bókmenntaverðlauna fyrir sína fyrstu bók „Ég bjóst alls ekki við því að fá tilnefningu til neinna verðlauna þar sem þetta er fyrsta bókin mín og ég var bara nokkuð sátt með að ég hafi náð að koma henni út, en þetta er bara frábært og ótrúlega gaman að fá þessa tilnefningu. Að vera yngsti höfundur sem hefur verið tilnefndur til verðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns efnis er svo auðvitað bara stór plús,“ segir Kristjana Vigdís Ingvadóttir en í umsögn dómnefndarinnar sagði m.a. að bókin væri „hressandi lesning“- sem hún er mjög ánægð með. „Ég var að vonast til þess að það myndu fleiri en sagnfræðingar eða fræðimenn yfir höfuð vilja lesa bókina þar sem þetta er efni sem höfðar til margra, sérstaklega

þeirra sem hafa áhuga á íslenskri tungu, fortíð hennar og framtíð. Það að dómnefndin tali um hressandi lesningu kveikir því von hjá mér um að bókin muni rata inn á heimili breiðari hóps og fleiri verði fróðari um Bjarna Jónsson rektor og hugmyndir um afnám íslenskunnar, áhrif Dana á Íslandi og virðingu þeirra fyrir tungumálinu og tungumálanotkun íslenskra embættismanna, svo fátt eitt sé nefnt. Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent um mánaðarmótin janúar og febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni - og ég bíð bara spennt eftir því þó ég sé meira en sátt með að fá bara tilnefninguna.

Umsögn dómnefndarinnar: „Höfundur leitar svara við nokkrum spurningum, m.a. hversu víðtæk var notkun dönskunnar á 18. og 19. öld á Íslandi, hvar bar hana helst niður og hvers vegna ekki var skipt yfir í dönsku eins og rektor einn lagði til? Höfundur setur frumrannsókn sína í samhengi við fyrri rannsóknir fræðimanna á einstaklega skipulegan og ferskan hátt. Virðing Dana fyrir menningararfi Íslendinga kemur ef til vill einna helst á óvart. Í lok bókar spyrðir höfundur áhyggjum fyrri alda varðandi íslenskt mál saman við þær sem tilheyra deginum í dag. Hressandi lesning.“

Kjúklingaskilti á hliðina í óveðrinu Björgunarsveitir voru kallaðar út á sunnudag vegna óveðurs sem gekk yfir landið. Foktjón varð víða og gámur tókst á loft í Grindavíkurhöfn. Þá lagðist niður stórt auglýsingaskilti KFC í Reykjanesbæ.

AÐVENTURÁÐ

ÆJ, FÁÐU ÞÉR NÚ EINN MOLA OG LESTU GÓÐA BÓK! VIÐ BJÓÐUM YKKUR HJARTANLEGA VELKOMIN Í DESEMBER

Apótekarinn Keflavík Suðurgötu 2 S: 421 3200

Apótekarinn Fitjum Fitjum 2 S: 534 3010

- lægra verð


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Jólastemmning við opnun Aðventugarðsins í Reykjanesbæ Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék nokkur jólalög við opnun Aðventugarðsins í Reykjanesbæ í vetrarblíðu á ljúfum laugardegi 4. desember. Allnokkur fjöldi sótti garðinn heim þennan dag en vegna faraldurs var opnunin á lægri nótum. Ungir sem aldnir ásamt ferfætlingum voru mættir í garðinn og nutu stemmningarinnar við jólatónlistina.

Fellum niður jafngildi virðisaukaskatts af

ÖLLUM VÖRUM! *Gildir ekki af húsgögnum og Hay vörum

TAX

FREE 9.12 - 13.12

*Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 11% virðisaukaskatt af sölu bóka, tímarita og tónlistar & 24% af öðrum vörum. Öll verðlækkun (9,91% & 19,35%) er alfarið á kostnað Pennans. Gildir ekki með öðrum tilboðum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Jólaljósin tendruð í Suðurnesjabæ

Jólaljós stærstu trjánna í Suðurnesjabæ voru tendruð snemma dags 1. desember af yngstu nemendum Gerðaskóla og Sandgerðisskóla með aðstoð Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra. Vilhjálmur Steinar Einarsson, nemandi í Gerðaskóla tendraði ljósin við jólatréð í Garði og Sigursteinn G. Símonarson nemandi í Sandgerðisskóla tendraði jólaljósin við jólatréð í Sandgerði. Tónlistarmaðurinn Hreimur kom einnig í heimsókn og flutti tónlist fyrir hressa nemendur sem tóku vel undir í söng. Í lok dags fengu allir nemendur góðgæti með sér heim, mandarínur og nammipoka. Jólaálfarnir mættu svo í heimsókn í leikskólana í Suðurnesjabæ, Gefnarborg og Sólborg, og skemmtu hressum krökkum sem fengu mandarínur og rúsínur að dagskrá lokinni.

BELTI Í ÚRVALI HLÝLEGUR SKÓFATNAÐUR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA

VINSÆLU VÖRURNAR FRÁ DEVOLD

GÓÐAR GJAFIR Í JÓLAPAKKANN HAFNARGATA 29. SÍMI 421-8585


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Eigum við að sameina meira, eða hvað? Jón Norðfjörð, fyrrverandi slökkviliðsstjóri. Sameiningarmál sveitarfélaga eru oft til umræðu og ýmsar hugmyndir skjóta upp kollinum í þeim efnum. Ég er í hópi þeirra sem eru fylgjandi sameiningu sem getur leitt til hagræðingar og öflugra sveitarfélags fyrir íbúana. Sameining Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ hefur væntanlega tekist vel að ýmsu leyti, þó mögulega megi gera betur á sumum sviðum. Næsta vor lýkur fyrsta kjörtímabili okkar sameinaða sveitarfélags og það væri fróðlegt fyrir íbúana og einnig fyrir bæjarstjórn að fá samanburðargreiningu á helstu rekstrarþáttum og fleiri breytingum, fyrir og eftir sameiningu. Slík greining gæti einnig verið gott veganesti fyrir þá bæjarstjórn sem kjörin verður á vormánuðum 2022. Samanburðargreining gæti tekið til ýmissa þátta, svo sem til breytinga á tekjum, breytinga á tekjum per íbúa, launabreytinga í hlutfalli af tekjum, breytinga á skuldum, breytinga á skuldum per íbúa, skuldahlutfalls, breytinga á starfsmannafjölda, breytinga á verk- og vinnuskipulagi, framkvæmdum og fleiru sem ástæða þætti til að bera saman og gæti varpað góðu ljósi á hagræðingu sameiningarinnar og hvar má betur gera. Hjá bæjarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi er eflaust í mörg horn að líta og þar af leiðandi þurfa sum

verkefni að bíða til betri tíma. Sem áhugasamur íbúi fyrir velferð og framgangi bæjarins okkar hef ég reynt að fylgjast með gangi mála. Sumt hefur vakið athygli mína meira en annað og þar nefni ég meðal annars umhverfismálin. Vonandi verður sá málaflokkur í forgangi á næsta kjörtímabili. Sérstakt umhverfisráð verði skipað áhugasömu fólki og með sameiginlegu átaki geta stjórnendur bæjarins og íbúarnir gert Suðurnesjabæ að snyrtilegasta bæjarfélagi landsins. Við eigum að stefna hátt á öllum sviðum. Við þurfum einnig að hugsa lengra fram í tímann. Á næsta kjörtímabili gæti verið tímabært að huga að frekari sameiningarmálum. Viðræður um stærra sveitarfélag með sameiningu Suðurnesjabæjar, Reykjanesbæjar og Voga (til að byrja með) er mögulega rétt skref til að efla sveitarstjórnarstigið hér á Suðurnesjum. Viðræður geta ekki skaðað og eru oftast nær til góðs. Ég veit að það eru skiptar skoðanir um sameiningarmál en það er gott að vera með opinn huga ef athuganir leiða í ljós að kostir eru meiri en mögulegir gallar sem auðvelt væri að laga. Í Suðurnesjabæ myndi ég vilja sjá bæjarfulltrúa vera sýnilegri og taka meiri þátt í opinberri umræðu um málefni sveitarfélagsins, til dæmis

á Facebook þar sem margir íbúar fylgjast með. Einnig mættu upplýsingar frá þeim sem stjórna daglegum rekstri bæjarins vera meiri, til dæmis að birta framkvæmdaáætlun og fleira sem eðlilegt er að upplýsa bæjarbúa um. Eins og áður kemur fram í þessari grein þá er stutt í næstu sveitarstjórnarkosningar, aðeins um sex mánuðir. Ég er mikið á ferðinni um bæinn ýmist gangandi, hjólandi eða akandi, þó meira Sandgerðismegin. Fyrir nokkrum vikum datt mér í hug að gera óformlega könnun og ég lagði fyrir fólk á ýmsum aldri spurninguna: „Veist þú hvaða fólk er í bæjarstjórn?“ Niðurstöðurnar komu mér ekkert sérstaklega á óvart. Af rúmlega 50 manns sem ég spurði voru aðeins fjórir sem gátu talið upp alla níu bæjarfulltrúana. Flestir mundu eftir Fríðu Stefánsdóttur, formanni bæjarráðs, Einari Jóni Pálssyni, forseta bæjarstjórnar, og Hólmfríði Skarphéðinsdóttur, bæjarfulltrúa. Aðrir bæjarfulltrúar voru mun sjaldnar nefndir. Kannski gætu þetta verið skilaboð til þeirra sem vilja halda áfram í bæjarmálunum, um að láta ljós sitt skína aðeins skærar. Að endingu þetta. Ég sendi öllum mínar bestu kærleiks- og jólakveðjur með von um gleði og gæfu á komandi ári. Lífið heldur áfram þó við lifum óvenjulega tíma núna.

Framtíðin liggur í tækni og þekkingu Eins og flestum er kunnugt þá er Fisktækniskóli Íslands í Grindavík framhaldsskóli hér á Suðurnesjum sem hefur m.a. það hlutverk að mennta fólk í haftengdum greinum að loknum grunnskóla og að bjóða fólki á Suðurnesjum nám á framhaldskólastigi á sviði veiða, vinnslu og fiskeldi. Námið er tveggja ára nám í fisktækni og enn fremur er hægt að sérhæfa sig í veiðafæratækni, gæðastjórnunar-, fiskeldisog Marel-vinnslutækni með því að taka þriðja árið. Gríðarleg eftirspurn er eftir fólki sem hefur sérhæft sig í þessum greinum sjávarútvegsins enda hefur þróunin og nýsköpunin sem átt hefur sér stað innan atvinnugreinarinnar verið ótrúleg á síðustu árum og áratugum.

Mikilvægi bláa hagkerfisins Það þarf ekkert að fara í grafgötur um það hversu mikilvægur sjávarútvegurinn, fiskeldið og fiskvinnslan er fyrir íslenskan efnahag og framtíð landsins. Bláa hagkerfið er lífæð þessarar þjóðar og mun vera um ókomna tíð, þrátt fyrir óáran og hrun standa þessar atvinnugreinar alltaf upp úr rúst-

unum og koma okkur á lappirnar aftur. Sjávarútvegur og tengdar greinar hafa verið og munu vera áfram hornsteinn íslensks atvinnulífs. Við flytjum út hágæða fiskafurðir til allra heimshorna og á bak við þennan útflutning liggur ótrúleg vinna við markaðssetningu og gríðarmikil þekking sem hefur verið byggð upp á undanförnum árum og áratugum. Þekking á sviði laga, tækni, flutninga, samskipta og þjónustu hefur gert það að verkum að íslenskar fiskafurðir eru taldar til þeirra bestu og eru gífurlega eftirsóttar á diska neytenda út um allan heim.

fólk til starfa. Hér á Suðurnesjum hafa fyrirtæki verið leiðandi í því að auka verðmæti fiskafurða og nægir að nefna þá miklu aukningu sem átt hefur sér stað í vinnslu ferskra fiskafurða sem fluttar eru daglega flugleiðis austur og vestur um haf frá Keflavíkurflugvelli. Eins má nefna fiskeldið sem er atvinnugrein í gríðarmikilli sókn og óvíða eru skilyrði til þess betri en hér á Suðurnesjum. Fyrirsjáanleg er mikil uppbygging í þeirri atvinnugrein hér á svæðinu á komandi árum með tilheyrandi tækifærum.

Í fremstu röð

Fisktækniskólinn tekur við nemendum allan ársins hring og hvetur þá sem standa á krossgötum og eru að velta fyrir framtíðar atvinnumöguleikum hér á svæðinu að skoða hvað skólinn hefur upp á að bjóða. Það er ljóst að vel menntað starfsfólk er lykilatriði til að halda okkar sterku stöðu í samkeppni þjóða og þar leggur Fisktækniskólinn sín lóð á vogarskálar.

Við Íslendingar erum í fremstu röð hvað varðar umhverfisvænar veiðar, sjálfbærni veiða og meðferð á afla og athygli umheimsins á þessum þáttum í veiðum og vinnslu hefur aukist mjög á síðustu misserum. Það gerir það að verkum að störf innan bláa hagkerfisins bjóða upp á spennandi starfsmöguleika. Í raun og sann má segja að þessi atvinnugrein sé á hraðri leið í þá átt að verða hátæknigrein sem kallar stöðugt á sérmenntað

Menntun er lykilatriði

Starfsfólk Fisktækniskóla Íslands.

Einn af útskriftarhópum Fisktækniskólans með Ólafi J. Arnbjörnssyni, skólameistara.

Ingvar Guðmundssson – kveðja frá Lionsklúbbi Keflavíkur Fallinn er frá Lionsfélagi okkar Ingvar Guðmundsson, f.v. kennari og síðar aðstoðarskólastjóri við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Ingvar var stofnfélagi Lionsklúbbs Keflavíkur 7. apríl 1956 og var hann mjög virkur hreyfinguna allt þar til á síðustu misserum. Ingvar vann að mikilvægu verkefni fyrir okkar Lionsklúbbinn en hann hélt skrá yfir alla Lionsfélaga sem gengu til liðs við klúbbinn frá upphafi og viðhélt hann þessari skrá allt þar til nú síðari ár. Þar eru miklar heimildir um starfsemi klúbbsins frá upphafi. Ingvar tók virkan þátt í gróðursetningarferðum klúbbsins og einnig aðalfjáröflun okkar, sem var á fyrri tímum, okkar vinsæla perusala sem fór fram á hverju

hausti. Nú er aðalfjáröflun klúbbs okkar sjávarréttakvöld og kúttmagaveisla en Ingvar var einnig þátttakandi í okkar árlegu kúttmagahreinsun. Ingvar sinnti ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir klúbbinn, var formaður klúbbsins 1959, var í ritnefnd á 40 ára starfsafmæli klúbbsins og hlaut hann Melvin Jones viðurkenninguna 1989. V i ð L i o n s fé l a g a r h a n s stöndum í mikilli þakkarskuld við Ingvar fyrir hans framlag til Lionshreyfingarinnar og sér í lagi fyrir framlag hans til Lionsklúbbs Keflavíkur. Við sendum Heru og fjölskyldu innilegrar samúðarkveðjur. F.h. Lionsklúbbs Keflavíkur, Axel Jónsson.

Elskulegur stjúpfaðir okkar, afi, langafi og frændi,

JÓNAS SIGURÐUR STEINÞÓRSSON frá Breiðabólsstað, Hjallagötu 9, Sandgerði,

lést á Hrafnistu Hlévangi miðvikudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju, föstudaginn 10. desember kl.15:00 Allir sem vilja fylgja honum eru velkomnir en vegna sóttvarna þarf að sýna neikvætt Covid-19 hraðpróf við innganginn, tekið af viðurkenndum aðila og ekki eldra en 48 tíma. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug og Hafdís Hulda Friðriksdætur.

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Faxabraut 12, Keflavík, fnr. 2087403, þingl. eig. Monika Katarzyna Malkowska, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær og Íslandsbanki hf. og ÍL-sjóður, þriðjudaginn 14. desember nk. kl. 09:00.

Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 236-9584, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍLsjóður, þriðjudaginn 14. desember nk. kl. 09:44. Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 236-9585, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍLsjóður, þriðjudaginn 14. desember nk. kl. 09:47.

Skógarbraut 919, Ásbrú, fnr. 230-8453, þingl. eig. Þórhallur Guðmundsson, gerðarbeiðandi Samskip hf., þriðjudaginn 14. desember nk. kl. 09:20.

Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 236-9588, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍLsjóður, þriðjudaginn 14. desember nk. kl. 09:50.

Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 230-8873, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍLsjóður, þriðjudaginn 14. desember nk. kl. 09:35.

Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 236-9589, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍLsjóður, þriðjudaginn 14. desember nk. kl. 09:53.

Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 230-8874, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍLsjóður, þriðjudaginn 14. desember nk. kl. 09:38. Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 230-8877, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍLsjóður, þriðjudaginn 14. desember nk. kl. 09:41.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 6. desember 2021

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


! a g n i n n i v r a t t á r d t ú ið þessa

3 5

Sjá

Við drögum út glæsilega vinninga þrisvar í desember, 10., 17. og 23. desember. Skilaðu miðanum þínum (með engum vinningi á) í Nettó í Krossmóa, Iðavöllum eða Grindavík.

LG 65” UHD Smart TV

Nettó inneignir í appi

Gisting á Dimond Suites og 3 rétta kvöldverður fyrir tvo

3 stk. 50.000 kr. 2 stk. 100.000 kr.

1 25

2

2x9

Viđ höldum upp á

34 ÁRA AFMÆLI

Nettó gjafabréf í

Grindavík og Njarðvík

Nóa & Síríus konfektkassar

GistingALLT í eina nóttAÐ að eigin SPARIÐ

15.000 kr.

60% Fyrsti útdráttur í Jólalukku vali með morgunverði. 17 hótel um allt land.

Lavor háþrýstidæla

AFMÆLISBÆKLINGUR Á RFL.IS

Öll skrifborðog skrifborðsstólar

Öll stillanleg rúm

20%

Allir sjónvarpsskápar

Allar svampog springdýnur

afsláttur

afsláttur

20-40% 25% 10. des. Skilið miðum í Nettó!

20-40%

afsláttur

afsláttur

Allar boxdýnur

Allir skenkir og glerskápar

20-30%

25%

afsláttur

afsláttur

Allir púðar

Allir eldhúsog borðstofustólar

25%

20-40%

afsláttur

afsláttur

Allir hægindastólar

Öll sófaborð

Öll HØIE sængurver

30%

Allir WELLPUR heilsukoddar

20afsláttur -60%

a1 Jólalukk202

Skafmið a og versla leikur Víkurfrétt a na á Suð urnesjum

Nöfn vin ning verða bir shafa t á vf.is

Jólalukku færð þú 30%

Allir gardínuvængir

afsláttur

30%

20-30%

Allar mottur

Öll rúmteppi

30%

afsláttur

afsláttur

Allir lampar og loftljós

afsláttur

afsláttur

20-30%

KING COLE garn

Allar skrautplöntur

afsláttur

afsláttur

-30% 25% 25% í 20þessum og fyrirtækjum 2020 -30% verslunum 20% afsláttur

Allar vegghillur

SMARTSTORE plastkassar

afsláttur

afsláttur

afsláttur

AFMÆLISLEIKUR

SKANNAÐU KÓÐANN OG SKOÐAÐU ÖLL AFMÆLISTILBOÐIN

FITJUM OG SUÐURGÖTU

TAKTU ÞÁTT Í AFMÆLISLEIKNUM GJAFAKOR T OKKAR Á INSTAGRAM OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ GJAFAKORT Í RÚMFATALAGERNUM.

FITJUM

KROSSMÓA • NJARÐVÍK

IÐAVÖLLUM • KEFLAVÍK

GRINDAVÍK


Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is

sport

Miðvikudagur 8. desember 2021 // 46. tbl. // 42. árg.

KOLBRÚN JÚLÍA Evrópumeistari í hópfimleikum Keflvíkingurinn Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman vann það magnaða afrek að verða Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum um síðustu helgi. Eins og við var að búast var keppnin hörð en Ísland og Svíþjóð voru jöfn að stigum að keppni lokinni, bæði lið hlutu 57.250 stig en stórkostleg frammistaða íslenska liðsins á trampólíni auk þess að fá hæstu einkunn mótsins í gólfæfingum, 22.300 stig, tryggði þeim Evrópumeistaratitilinn. Víkurfréttir heyrðu í Kolbrúnu sem var skiljanlega enn í skýjunum eftir afrek helgarinnar. „Þetta var alveg stórkostlegt,“ er það fyrsta sem Kolbrún segir og það dylst engum að hún er í sjöunda himni. „Maður trúir þessu varla ennþá en þetta er svo frábært lið, frábærar stelpur, og við erum búnar að vinna vel fyrir þessu.“ Kolbrún Júlía er 23 ára gömul og býr á stúdentagörðunum í Reykjavík en hún er á fullu í háskólanámi. „Ég er nú alltaf með annan fótinn í Keflavík, hjá mömmu. Svo er ég í Háskóla Íslands á þriðja ári í hagnýttri stærðfræði og tölvunarfræði. Þar sem ég hef þurft að einbeita mér að Evrópumótinu hefur skólinn aðeins setið á hakanum undanfarið. Ég helli mér nú af fullum krafti í námið, þarf að taka tvö sjúkrapróf í desember en ég stefni á að klára bæði stærðfræðina og tölvunarfræðina á fjórum árum.“

Kolbrún Júlía er alltaf með annan fótinn í Keflavík en hún býr núna í Reykjavík þar sem hún er á fullu í Háskóla Íslands og æfir fimleika með Gerplu. Myndir af Facebook-síðu Kolbrúnar

JÓLAGJÖFINA FYRIR DÝRIN

FÆRÐU HJÁ OKKUR

Evrópumeistarar!

Þurfti að færa sig til að verða betri Eftir EM 2016 segir Kolbrún að hún hafi verið komin það langt á veg að hún var farin að skara fram úr öðrum hjá Keflavík og hún þurfti á breytingu að halda.

VIÐSPYRNU STYRKUR

Umsóknarfrestur til 31. desember. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna Covid á tímabilinu 1.- 30. nóv. 2021 geta átt rétt á styrk óháð starfsgrein. Við höfum aðstoðað ótal fyrirtæki um allt land og sótt styrki� uppá�tugi milljóna. Hafðu samband strax í dag og kannaðu rétt þinn.

KROSSMÓA - REYKJANESBÆ

S: 554 5414 | ferdavefir.is upplysingar@ferdavefir.is

Kolbrún með verðlaunin.

„Ég þurfti að ákveða mig. Ég var komin á ákveðna endastöð hjá Keflavík, vinkonur mínar sem ég var búin að æfa með allan þennan tíma voru margar að hætta og ég fann að til að verða betri þurfti ég að æfa með stelpum sem væru betri en ég. Ég var búin að vera að velta fyrir mér að skipta yfir í Gerplu og svo gerðist það að Gerpla kom í æfingabúðir í Keflavík og ég æfði með þeim. Það varð til þess að ég tók ákvörðun og skipti, þarna voru stelpur sem ég leit á sem stórstjörnur og margar þeirra eru í dag mínar bestu vinkonur,“ segir Kolbrún sem hefur svo sannarlega náð langt í sinni íþrótt. Hvenær byrjaðir þú að æfa fimleika og eru það einu íþróttirnar sem þú hefur stundað? Kolbrún hlær. „Ég hef verið fjögurra eða fimm ára þegar ég byrjaði í fimleikum, bara smá stelpa – en ég var rosalega orkumikil sem barn og það þurfti víst að hafa mig á fullu í íþróttum, annars svaf ég bara ekki. Ég var í sundi, fótbolta og svo lærði ég líka á píanó.“ Hvað er svo framundan hjá þér? „Eins og ég segi þá eru próf framundan en svo byrja æfingar með félagsliðunum sennilega í næstu viku. Það verður rosalega gaman að mæta á æfingar og gera eitthvað nýtt því í undirbúningi fyrir EM hefur maður bara verið að æfa ákveðin stökk, leggja áherslu á það sama aftur og aftur – svo nú verður bara skemmtilegt að fá að leika sér. Svo hefst tímabilið hér heima strax eftir áramót og það er verið að fjölga mótunum, þau verða sennilega fimm eða sex á tímabilinu janúar til maí, endar á Íslandsmótinu í maí.“

Stutt í næsta Evrópumót Covid-19 hefur sett mótahald úr skorðum og Evrópumótið sem Kolbrún og félagar hennar í íslenska landsliðinu unnu um helgina er haldið ári á eftir áætlun því EM er ávallt haldið á ári sem endar á sléttri tölu. „Næsta Evrópumót verður haldið í september á næsta ári þannig að ég býst við að undirbúningur fyrir það hefjist strax,“ segir Kolbrún sem hefur sett stefnuna þangað – hún segist alveg geta hugsað sér annan verðlaunapening eins og þann sem hún vann núna um helgina. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Eva Margrét með brons á NM

Pílufélag Grindavíkur Íslandsmeistari félagsliða Eva Margrét Falsdóttir úr sunddeild ÍRB vann til verðlauna á Norðurlandamótinu í 200 metra fjórsundi um helgina. Verðlaunin fékk Eva Margrét þegar hún keppti í 200 metra fjórsundi og synti á sínum besta tíma. Eva Margrét hafnaði í þriðja sæti sem er frábær árangur.

Deiliskipulag í Reykjanesbæ

Fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsliða fer í mekka pílunnar á Íslandi, Grindavík. Pílufélag Grindavíkur, PG, varð fyrst félaga til að tryggja sér Íslandsmeistatitil félagsliða í pílukasti í síðustu viku þegar liðið lagði Pílukastfélag Reykjavíkur, PFR. Keppt var í bæði tvímenningi og einmenningi. Sigra þarf tvo af þrem leggjum í tvímenningi til að tryggja liðinu eitt stig og svo þurfti að sigra níu af sautján leggjum í einmenningi þar sem tvö stig voru í boði.

Grindvíkingar unnu fyrstu viðureignina í tvímenningi örugglega 2:0 en PFR jafnaði metin með 2:1 sigri í annarri viðureigninni. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrstu viðureignum einmenningskeppninnar og að fjórum þeirra loknum höfðu liðin unnið tvo hvor. Þá tóku Grindvíkingar við sér og unnu þrjá af næstu fjórum viðureignum og komust í 5:3. PFR minnkaði muninn í 5:4 en Grindvíkingar unnu næstu fjórar viðureignir og tryggðu sér 9:4

sigur í einmenningskeppninni, og þar með 3:1 sigur í heildaviðureign kvöldsins. Það var Hörður Þór Gunnarsson sem tryggði Grindvíkingum sigurinn með því að taka út 111. „Bara mjög góð tilfinning,“ sagði Hörður Þór í samtali við Stöð 2 sport eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. „Maður dettur í þetta zone og þetta tókst. Bikarinn er kominn heim. Mekka pílunnar, Grindavík.“

Flugvellir - tillaga að breytingu á deiliskipulagi Tillagan felur í sér að lóð nr. 23 stækkar, byggingarreitur er færður og gert verði ráð fyrir bensínstöð. Byggingarreitum lóða nr. 13-17 og 5-9 breytt og lóðirnar sameinaðar. Lóðin Smiðjuvellir 3 er innlimuð í skipulagið. Fyrirkomulagi geymslusvæðis fyrir bíla og grenndarstöð breytt. Samanber uppdrætti DAP ráðgjafa frá nóvember 2021. Tillagan er til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 8. desember 2021 til 27. Janúar 2022. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. Janúar 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is Reykjanesbæ, 8. desember 2021. Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli - Kennari á leikskólastig Háaleitisskóli - Forfallakennari í stundakennslu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Export Agent – útflutningsfulltrúi

Icelandair Cargo óskar eftir að ráða sjálfstæða og og lausnamiðaða einstaklinga í störf útflutningsfulltrúa (Export Agent) á skrifstofuna í Keflavík og eru þeir hluti af frábæru þjónustuteymi fyrirtækisins. Um er að ræða lifandi og krefjandi störf við undirbúning og afgreiðslu flugsendinga í leiðarkerfi Icelandair Cargo þar sem reynir á skipulögð vinnubrögð og útsjónarsemi í fjölbreyttum verkefnum. Unnið er á vöktum frá kl. 10:00 til 22:00 alla daga vikunnar (dagvaktir 5-5-4 vaktasyrpa). Starfssvið: | Umsjón og úrvinnsla á vörusendinum milli landa | Samskipti við innri og ytri viðskipatavini | Aðstoð við afgreiðslu | Þjónusta í síma og bókanir sendinga | Móttaka á sérstökum varningi (Dangerous Goods) | Skjalavarsla og frágangur við erlend tollakerfi | Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu

Hæfniskröfur: | Menntun og reynsla sem nýtist í starfi | Framúrskarandi samkiptahæfileikar | Jákvæðni, frumkvæði og rík þjónustulund | Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð | Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg | Góð tölvufærni

Nánari upplýsingar veita: Ásta P. Hartmannsdóttir, stöðvarstjóri Icelandair Cargo á Keflavíkurflugvelli, astap@icelandaircargo.is Ingigerður Þórðardóttir, mannauðsráðgjafi, ingig@icelandair.is Umsókn ásamt ferilskrá óskast fyllt út á heimasíðu Icelandair, www.icelandair.is/umsokn, eigi síðar en föstudaginn 15. desember nk.


LOKAORÐ INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR

Takk Ég man svo vel eftir því þegar ég var barn og mamma var að predika fyrir okkur systkinum að vera ekki vanþakklát. Hún hefur án efa einnig lagt mikið upp úr því að við temdum okkur þakklæti en þessi setning er eitthvað sem ég heyrði ansi oft: „Inga mín, þú átt ekki að vera vanþákklát.“ Á þeim tíma var ég tæpast búin að gera mér grein fyrir merkingu orðsins þakklæti, eða jú en kannski ekki farin að tileinka mér það að neinu leyti. Ég mátti bara alls ekki vera vanþakklát sem ég vissi að minnsta kosti að væri eitthvað mjög slæmt. Allt gott og blessað um þetta að segja og góðar uppeldisreglur móður minnar sem ég auðvitað lét ganga áfram til barnanna minna. Hin síðari ár þá hef ég, eins og þroskaðri manneskju sæmir, lagt meira upp úr því að hugsa um það sem ég gæti verið þakklát fyrir. Veit ekki hvort ég hafi verið nógu dugleg sem móðir að koma þessum skilaboðum áfram til barnanna minna en ég held að við séum flest sammála um að við mættum öll vera ögn þakklátari. Við búum í neyslusamfélagi og mér finnst ég þar með talin oft tapa mér algjörlega í neyslunni, stundum eins og ekkert sé nóg, við viljum alltaf meira. Eða eins og Rúnar Júlíusson heitinn söng í laginu: „Betri bíla, yngri konur, eldra viskí, meiri pening.“ Þess vegna finnst mér mikilvægt að reyna að einfalda lífið örlítið og horfa frekar til þess sem ég get verið þakklát fyrir, líka litlu hlutanna. Við hjónaleysin skelltum okkur í heimsókn til yngri dóttur minnar í Bandaríkjunum sem þar býr og stundar nám og hefur gert frá því Covid bankaði á dyrnar. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema þó aðeins vegna þess að þær dyr hafa verið lokaðar í tæp tvö ár. Við ákváðum að nýta skólafrí dótturinnar yfir þakkargjörðarhátíðina í heimsóknina en á þeim tíma fara allir vinirnir í skólanum til síns heima og ansi tómlegt í félagslífi dótturinnar. Ég hef ekki áður eytt þakkargjörðardegi í Bandaríkjunum og því ansi gaman að upplifa það en sá dagur er jú eini hátíðsdagur í Bandaríkjunum sem er upprunninn þaðan og gengur þvert á trú. Þetta er því langstærsti frídagur þar vestra eins og við áttum eftir að komast að en þennan dag var nánast allt sett í lás. Við vorum sem betur fer búin að finna veitingastað til að borða á en stórborgin sjálf, Chicago, varð eins og draugabær þennan dag. Eftir samtöl við heimamenn um mikilvægi dagsins í þeirra huga fór ég að hugsa hvað mér þykir tilefni þessa dags í raun stórmerkilegt, að koma saman með sínum nánustu og einfaldlega þakka fyrir. Jólin í mínum huga hafa alltaf verið einskonar þakkargjörð. Ég geri mikið af því að gefa gjafir frá hjartanu frekar en höfðinu. Reyni að hugsa hvernig ég vilji gleðja fólkið mitt með einhverju persónulegu frekar en veraldlegu þó ég fari alltaf algjörlega yfir strikið í veraldlegum gjöfum. Þessar persónulegu gjafir slá alltaf mun meira í gegn og hafa skapað góðar minningar og hlýjar tilfinningar. Þannig að hjá okkur fjölskyldunni eru jólin eins konar uppgjörstími og uppskeruhátíð á sama tíma. Á jólunum fögnum við, syrgjum, hlæjum og grátum. Á þessum fallegu nótum sendi ég kærleika til ykkar allra lesendur góðir, njótið jólahátíðarinnar með ykkar bestu.

Búrhvalur hvarf í brælu

Búrhvalur sem rak á fjörur íbúa í Höfnum er farinn á vit ævintýra. Köfunarþjónusta Sigurðar kom böndum á hvalinn í síðustu viku og var hann dreginn til hafs. Stefnan var tekin tuttugu mílur á haf út. Þegar bátur köfunarþjónustunnar var kominn sextán mílur út var komin mikil alda og vindur, svokölluð bræla, og slitnaði hræið aftan úr bátnum og hvarf sjónum manna. Landhelgisgæslunni var tilkynnt um staðinn þar sem hræið hvarf. Vindáttin var suðaustanstæð sem var hentugt og ætti hræið því að reka frá landi. Hvalinn rak á fjörur í Höfnum fyrir tæpum hálfum mánuði. Fjölmargar stofnanir fengu tilkynningar um dýrið, sem var dragúldið þegar það fannst. Reykjanesbær fékk svo Köfunarþjónustu Sigurðar til að koma hvalnum fyrir kattarnef, enda Sigurður og hans menn eru þaulvanir að láta hvali hverfa.

Mundi Mér skilst að lyktin hafi verið hvalræði....!

Deildarstjóri

farþega- og farangursþjónustu Airport Associates á Keflavíkurflugvelli óskar eftir drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á mannlegum samskiptum í starf deildarstjóra farþega - og farangursþjónustu. Hlutverk deildarstjóra er að stýra daglegum rekstri einingarinnar ásamt almennum starfsmannamálum. Deildastjóri heyrir undir forstöðumann flugafgreiðslusviðs. Helstu verkefni og ábyrgð: n Samskipti við flugfélög og ábyrgð á þjónustustigi n Samskipti við rekstraraðila flugvallarins n Innleiðing og eftirfylgni á verkferlum deildarinnar n Ábyrgð á frávikum og eftirfylgni þeirra í gæðakerfi n Umsjón vaktstjóra og annara starfsmanna í daglegum rekstri n Mannaflaspá n Ábyrgð á skipulagning vakta n Ábyrgð á staðfestingu tíma og launa starfsmanna deildarinnar n Ábyrgð á móttöku og þjálfun starfsmanna í samráði við þjálfunarsérfræðinga fyrirtækisins

Menntunar og hæfniskröfur: n Háskólapróf sem nýtist í starfi skilyrði n Reynsla á sviði stjórnunnar æskileg n Mjög góð íslensku – og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli skilyrði n Góð almenn tölvukunnátta n Frumkvæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð n Jákvætt viðhorf, þjónustulipurð og mikil samvinnuhæfni

Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugafgreiðslufyrirtæki sem hóf starfsemi árið 1997. Fyrirtækið er með starfstöðvar á Keflavíkurflugvelli og þjónustar mikinn fjölda af þeim flugfélögum sem fljúga reglulega til Keflavíkurflugvallar. Starfsemin felur í sér alla alhliða þjónustu við flugfélög, allt frá hleðslu/afhleðslu farms, innritun farþega í flugstöð Leifs Eiríkssonar, hleðslu eftirlit, fraktafgreiðslu og ræstingu og öryggisleit í flugvélum. Meðal viðskiptavina eru Play, British Airways, easyJet, Wizz air, Delta Airlines, American Airlines, Air Canada, Norwegian, Transavia, Neos, S7, Jet2, Vueling, Thomson Airways, Air Baltic, EuroWings, Bluebird Nordic og DHL. Umsóknafrestur er til og með 12. desember 2021, sótt er um á heimasíðu fyrirtækisins, www.airportassociates.com Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórey Jónsdóttir, mannauðsstjóri, thorey@airportassociates.com eða í síma 420 – 0703.